1 minute read

Suðausturland

Next Article
5 RÁÐ

5 RÁÐ

umgjörð um fossinn. Göngukort fæst í Skaftafellsstofu.

SA-19 Hundafoss

Advertisement

1 klst. Gengið er frá Skaftafellsstofu. Fleiri fagrir fossar eru í giljunum svo sem Heygötufoss, Þjófafoss og Magnúsarfoss. Göngukort fæst í Skaftafellsstofu.

SA-18 Svartifoss

1½ klst. Gengið er frá Skaftafellsstofu eftir góðum göngustíg. Eftirtektarverðir eru óvenju reglulegir bergstuðlar sem mynda einstaka

SA-20 Sel

1½ klst. Gengið frá Skaftafellsstofu að Selinu. Þar er fjósbaðstofa sem var þekkt byggingarlag fyrrum en örfáar slíkar hafa varðveist. Selið fór í eyði 1946 og er nú í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Göngukort fæst í Skaftafellsstofu.

SA-21 Sjónarsker

1½–2 klst. Gengið er frá Skaftafellsstofu að útsýnisskífu á Sjónarskeri en þaðan sést vel til Austur- og Vesturheiðar, tignarlegra fjalla, og yfir víðáttumikla sanda. Göngukort fæst í Skaftafellsstofu.

SA-22 Hæðargarðsleið í Landbroti

2 klst. létt gönguleið um Landbrotshóla, að hluta til eftir gamalli þjóðleið. Upplýsingar um gönguleiðir fást í gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri.

SA-23 Ástarbrautin

1½ klst. Frá þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri er gengið upp á fjallið við Systrafoss og er leiðin þar upp nokkuð brött. Þaðan er síðan gengið norður yfir heiðina og niður Bjarnarklif og að Kirkjugólfi. Mjög gott útsýni. Upplýsingar um gönguleiðir fást í gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri.

SA-24 Systrastapi

1–1½ klst. 4 km. Gengið er frá þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri, að hluta til eftir vegi. Upplýsingar um gönguleiðir fást í gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri.

Sambandsaðili UMFÍ á Suðausturlandi er: Ungmennasambandið Úlfljótur.

Ungmennasambandið Úlfljótur (USÚ) var stofnað 28. maí árið 1932. Elsta félagið innan USÚ, Umf. Máni sem stofnað var 1907, var upphaflega talið með félögum á Austurlandi.

Sambandssvæði Ungmennasambandsins Úlfljóts er Sveitarfélagið Hornafjörður og nær yfir alla Austur-Skaftafellssýslu, frá Skeiðarársandi í vestri að Lónsheiði í austri.

Aðildarfélög USÚ eru: Akstursíþróttafélag

Austur-Skaftafellssýslu

Golfklúbbur Hornafjarðar Hestamannafélagið Hornfirðingur

Klifurfélag Öræfa

Skotfélag Austur-Skaftafellssýslu

Ungmennafélag Öræfa

Ungmennafélagið Hvöt (Lóni)

Ungmennafélagið Máni (Nesjum)

Ungmennafélagið Sindri (Höfn)

Ungmennafélagið Valur (Mýrum)

Ungmennafélagið Vísir (Suðursveit)

SA-25 Fjaðrárgljúfur.

SA-25 Fjaðrárgljúfur

½ - 1 klst, 60 m hækkun. Gljúfrið er vestan við Kirkjubæjarklaustur og gengið er frá bílastæði sem er fyrir neðan Fjaðrárgljúfur. Þægilegur stígur og góðir útsýnisstaðir á leiðinni.

This article is from: