1 minute read
Suðurland
from Göngubók UMFÍ 2023
by UMFÍ
SL-1 Selfoss – Hellisskógur
½–1 klst. Ekið er inn eftir Ártúni, sem er rétt fyrir ofan Ölfusárbrú við Selfoss, á bílastæði við skóginn. Gengið er um skógræktarsvæði á vesturbakka Ölfusár, en þar eru nokkrar gönguleiðir. Mælt er með því að skoða Stóra Helli. Hann er því sem næst miðja leið milli Ölfusár og Ingólfsfjalls í nokkuð augljósri klettaborg.
Advertisement
SL-2 Reykholt í Biskupstungum
½–1 klst. Gengið er frá Bjarnabúð eftir Skólaveginum í átt að íþróttahúsinu, upp fyrir hverinn sem er þar fyrir aftan og upp á holtið. Þaðan er fallegt útsýni yfir Tungufljót. Í bakaleiðinni er hægt að ganga Sólbraut og yfir á Bjarkarbraut. Þaðan Biskupstungnabraut, milli hringtorganna, að Bjarnabúð.
SL-3 Grafningur
Á Hengilssvæðinu má finna margar skemmtilegar leiðir, langar og stuttar. Gönguleiðabæklingur fæst á upplýsingamiðstöðvum. Kort má finna inni á www.sveitir.is > Upplýsingar > Gönguleiðir.
SL-4 Þingvellir
Í þjóðgarðinum eru fjölmargar leiðir við allra hæfi. Kort fæst m.a. í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Skipulagðar gönguferðir með leiðsögn í boði. Vefsjá, sem sýnir gönguleiðir og veitir aðrar upplýsingar, má finna undir „Þjónusta“ á www.thingvellir.is.
SL-5 Þrastaskógur
Merktar leiðir eru í skóginum, aðgengilegir stígar og vegalengdir við allra hæfi. Umhverfið er einstaklega fallegt og dýralíf fjölbreytt í nágrenni við Sogið. Kort af svæðinu er við bílastæði. Þrastaskógur er í eigu UMFÍ. Kort má finna inn á www.sveitir.is > Upplýsingar > Gönguleiðir.
SL-6 Haukadalur
½–1 klst. Í Haukadalsskógi eru margar merktar leiðir og upplýsingaskilti um plöntur o.fl. Kort er á bílastæði í Haukadal, þar sem göngur hefjast, og á upplýsingamiðstöðvum. Blá leið (1) 800 m,
Gönguleiðir: SL1–34 græn leið (2) 1 km, rauð leið 2,5 km. Göngustígur fyrir fatlaða. Kort má finna inni á www.sveitir.is > Upplýsingar > Gönguleiðir.
SL-7 Alviðra, austan Ingólfsfjalls
Stikaðar 1–2 klst. leiðir. Í Alviðru eru upplýsingaskilti um viðkomandi leiðir þar sem þær hefjast. Umhverfið er einstaklega fallegt og dýralíf fjölbreytt í nágrenni við Sogið. Kort má finna inni á www.sveitir.is > Upplýsingar > Gönguleiðir.
SL-8 Öndverðarnes
– niður með Soginu
Stikaðar 1–2 klst. leiðir eru í Öndverðarnesi. Bílastæði er rétt austan við brúna yfir Sogið, gegnt innkeyrslunni að Þrastalundi. Upplýs- ingaskilti eru við upphaf göngu og eins þar sem leiðir greinast. Umhverfið er einstaklega fallegt og dýralíf fjölbreytt í nágrenni við Sogið. Kort má finna inni á www.sveitir.is.
SL-9 Ingólfsfjall
2 klst. Gengið er frá Alviðru en þaðan er merkt gönguleið á fjallið. Leiðin er nokkuð brött. Við upphaf gönguleiðar í Alviðru er upplýsingaskilti um leiðina á fjallið. Alviðra stendur undir Ingólfsfjalli við Sog, gegnt Þrastalundi. Kort má finna inni á www.sveitir.is.
SL-10 Þjórsárdalur
Frá tjaldsvæðinu í Sandártungu eru merktar nokkrar léttar leiðir. Rauð leið; frá tjaldsvæði að Selfit, um 5 km. Gul leið; frá tjaldsvæði um Lambhöfða, um 1 km. Græn