2 minute read
Suðurland
from Göngubók UMFÍ 2023
by UMFÍ
SL-13 Hveragerði
– Hveraleiðin
Advertisement
1–2 klst. Gengið frá hverasvæðinu í miðbæ Hveragerðis (Hveramörk) um helstu hverasvæðin í bænum og nágrenni. Kort á www.hveragerdi.is.
SL-14 Hveragerði
– Hamarinn
2 klst. Merkt leið. Gangan hefst í Hveragerði. Gott útsýni er yfir Hveragerði og Suðurlandsundirlendið.
SL-15 Reykjadalur
– Grensdalur
1½–2 klst. gönguferð um Reykjadal og Grensdal. Gönguleiðin er vel merkt að heitum læk. Efst í Ölfusdal, fyrir ofan Hveragerði, eru bílastæði. Volgar laugar og litrík hverasvæði gera landsvæðið einstakt. Sundföt eru nauðsynleg með í för en heiti lækurinn er helsta aðdráttaraflið í dalnum. Kort á www.hveragerdi.is.
SL-16 Þorlákshöfn
½ klst. Gengið um hverfisverndarsvæðið í Þorlákshöfn þar sem sjá má minjar gamalla verbúða. Við upphaf göngunnar er upplýsingaskilti með mynd af svæðinu. Upplýsingar í Upplýsingamiðstöðinni á staðnum. Leiðin er ekki stikuð.
SL-17 Arnarker við Hlíðarendafjall
Við veginn út í Selvog er upplýsingaskilti merkt Arnarker. Þar er
Heilsuhringurinn í Hveragerði Æfingastöðvar eru við göngustíg í hlíðum Reykjafjalls. Heilsuhringurinn er 2,6 km eða 4 km löng gönguleið með æfingastöðvum við stíginn. Upphaf og lok göngustígsins eru við sundlaugina í Lauga- skarði. Við stíginn eru fræðsluskilti með æfingum sem reyna á mismunandi vöðvahópa, bæði vöðvaþol og vöðvastyrk. Kort af Heilsuhringnum: www.hveragerdi.is.
Þakgil er um 15 km frá þjóðveginum austan Víkur í Mýrdal, á Höfðabrekkuafrétti, milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands. Eins og nafn gilsins bendir til er þar mikil veðursæld og stórbrotin náttúra.
Til að komast inn í Þakgil er beygt út af þjóðveginum inn í land þegar búið er að aka í um 5 mínútur austur frá Vík og komið er yfir Kerlingardalsá og að bænum Höfðabrekku. Ekið er sem leið liggur inn á Höfðabrekkuheiðar eftir vegi sem var þjóðvegur fram til ársins 1955. Ekið er eftir honum þar til komið er að skilti sem bendir inn í Þakgil. Vegurinn inn í Þakgil er fær flestum bílum. Vegurinn er engu að síður misgóður og því ekki huggulegt að aka hann á litlum bíl sem liggur lágt.
M argt er að sjá á leiðinni inn í Þakgil. Þar er meðal annars Stórihellir sunnan við Lambaskörð, um 6 km frá þjóðveginum. Þar voru haldnir dansleikir í gamla daga. Byggð var brú yfir Illagil 1931–1933 en hún var aflögð árið 2002 og ræsi sett í staðinn.
Bændur í Mýrdal hafa rekið fé sitt á afréttinn í margar aldir og eru djúpar kindagötur víða á afréttinum sem nýtast að hluta til sem göngustígar. Í Miðfellshelli í Þakgili hafa smalar rist fangamörk sín og ártöl á hellisveggina. Hellirinn var notaður sem gangnamannakofi til ársins 1918. Þá eftir kötlugosið var flutt í Brík, skúta fremst í Þakgili, og verið þar eitt haust. Síðan var hlaðinn kofi í Ausubólshólum vestan við Þakgil. Kofinn var notaður í um 50 ár. Við tóftina eru þrír aflraunasteinar sem nefndir eru Amlóði, Hálfsterkur og Fullsterkur. Núverandi gangnamannakofi er gamalt skólahús flutt frá Deildará í Mýrdal.
Á leiðinni í Þakgil má jafnframt sjá rústir víkingaþorps. Þær eru fátt meira en grindur húsa. Þetta er leikmynd ævintýramyndarinnar Bjólfskviðu sem tekin var upp árið 2004 og léku aðalhlutverkin þeir Stellan Skarsgård og Gerard Butler. Myndin fjallaði um tröll og forynjur í kringum árið 800 í Danmörku en ekki Höfðabrekkuafrétt.
Frá Þakgili liggja margar fallegar gönguleiðir við allra hæfi. Tjaldsvæði, snyrting og sturta eru á staðnum. Matsalurinn er náttúrulegur hellir og í honum eru borð og bekkir og bæði kamína og grill. Tjaldsvæðið er tilvalið hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa.
Frá Þakgili eru fjölbreyttar gönguleiðir, allt frá 1 km göngu að fallegum fossi, upp í 17 km hringleið þar sem mikilfenglegt útsýni fæst yfir Kötlujökul. Göngukort fást í Kötlusetri í Vík en einnig eru leiðarlýsingar á www.kotlusetur.is.