1 minute read
Suðurland
from Göngubók UMFÍ 2023
by UMFÍ
stikuð ca. 20 mín. gönguleið að hellinum Arnarkeri. Upplýsingar fást í Upplýsingamiðstöð Þorlákshöfn.
SL-18 Eldborgir austan Meitla
Advertisement
Farið er af Þrengslavegi við suðurenda Meitla. Þaðan er hægt að velja ½–2 klst. göngu um vegarslóða sem nær að Eldborgum. Kort fæst í Upplýsingamiðstöð í Þorlákshöfn. Leiðin er ekki stikuð en slóði er sjáanlegur.
SL-19 Kampurinn
½–2 klst. Fjölskylduvæn ganga. Frá golfvellinum í Þorlákshöfn liggur slóði þar sem gengið er með Kampinum. Hægt er að ganga inn í landið og niðri í fjörunni. Upplýsingar fást í Upplýsingamiðstöð í Þorlákshöfn. Leiðin er ekki stikuð en slóði er sjáanlegur.
SL-20 Laugarvatn
Finna má 5–6 áhugaverðar gönguleiðir við Laugarvatn. Þær eru ýmist niðri við vatnið, í birkiskóginum eða uppi á fjalli. Kort á www.sveitir.is.
SL-21 Miðfell
1–2 klst. Leiðin hefst á bílastæði austan við fellið og þegar upp er komið deilist leiðin, önnur liggur í á hæsta punkt. Miðfell er 253 m á hæð. Fremur auðveld leið, ekki brött en nokkuð á fótinn. Kort má finna inni á www.sveitir.is.
SL-22 Högnastaðaás á Flúðum
1–2 klst. létt útsýnisganga. Tvær leiðir eru í boði og byrja báðar út frá Högnastíg á Flúðum. Önnur leiðin er að ganga Kóngsveginn sem liggur til norðurs undir ásnum en hin liggur eftir vegslóða upp á ásinn. Kort á www.sveitir.is.
SL-23 Langholtsfjall
Gengið af tjaldsvæðinu á Álfaskeiði um Hellisskarð. Létt, um 1 klst. ganga, hækkun um 150 m. Frábært útsýni. Leiðsögn í boði. Leiðin er ekki stikuð en slóði er sjáanlegur.
SL-24 Hvolsfjall
Göngustígur liggur upp á Hvolsfjall. Lagt er af stað frá Stórólfshvolskirkju. Velja má um mislangar og erfiðar leiðir.
SL-25 Skógafoss – Skógaá
Göngustígur liggur upp með Skógafossi að austan og síðan áfram merkt gönguleið upp með Skógaá þar sem margir fallegir fossar eru. Í Skógum er upphaf gönguleiðar yfir Fimmvörðuháls sem endar í Básum í Þórsmörk.
SL-26 Krappi
½–1 klst. Krappi nefnist hrauntunga er gengur fram á milli Fiskár og Eystri-Rangár. Þar er fallegt, mjög vel gróið og góðar gönguleiðir. Ekið er frá Hvolsvelli inn Vallarveg 262 og beygt til vinstri hjá bænum Velli. Þaðan niður á Fiskáraura og yfir ána á vaði. Veginum er fylgt áfram til hægri að Tungufossi í Eystri-Rangá. Fallegt er að ganga upp með ánni upp að Bæjarfossi og Skútufossi.
SL-27 Tungu- og Tumastaðaskógur
½–1 klst. Í Tungu- og Tumastaðaskógi í Fljótshlíð eru nokkrar mislangar gönguleiðir. Kort af stígum og slóðum er á þremur stöðum neðan skógarins hjá Tumastöðum.
SL-28 Stóra-Dímon
Létt gönguleið er upp á fjallið að sunnanverðu og er lagt upp frá upplýsingaskilti. Slóðin upp sést greinilega og niðurleiðin er að eigin vali eftir vindátt og sólarstefnu.
SL-29 Flókastaðagil
1–2 klst. Létt og skemmtileg ganga upp með gilinu. Lagt er upp frá safnaðarheimilinu við Breiðabólstaðarkirkju og fylgt girðingu í vesturátt að gilinu. Þegar upp er komið er yfirleitt gengið beint í suður fram á brún fyrir ofan Staðinn. Þar eru bæjarrústir sem heita Háakot og