3 minute read
Heimsókn fyrrverandi stjórnarfólks UMFÍ
Einar Haraldsson og Kristín Gísladóttir.
Advertisement
Jón Pálsson. Jóhanna Kristín Guðbjartsdóttir, Helgi Gunnarsson og Anna R. Möller.
Eyrún Harpa Hlynsdóttir og Jóhann Steinar Ingimundarson.
Lengi stefnt að því að afhenda Eyrúnu starfsmerkið
Fyrrverandi forystufólk í ungmennafélagshreyfingunni hittist í kaffi í tilefni af Degi sjálfboðaliðans.
„Ég átti alls ekki von á þessu og hafði í raun aldrei velt því fyrir mér að fá viðurkenningu eins og þessa,“ segir Eyrún Harpa Hlynsdóttir, sem lengi hefur starfað innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar. Hún sat í framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ á Ísafirði árið 2003 og tók sæti í stjórn Héraðssambands Vestfirðinga (HSV) um svipað leyti. Í kjölfarið var henni boðið að sitja sambandsráðsfund UMFÍ á Egilsstöðum árið 2005. Þar var hún óvænt kosin í stjórn UMFÍ. Eins og aðstæður voru hjá Eyrúnu þá taldi hún sig ekki alveg réttu manneskjuna til þess. „Ég var gengin nokkuð langt með tvíbura og orðin vel framstæð um þetta leyti. Ég benti fólki á að mögulega yrði ég nokkuð upptekin í framtíðinni. Svörin urðu á þann veg að við skyldum bara sjá til. Síðan var ég kosin,“ segir Eyrún sem sat í tíu ár í stjórninni, með hléum. Hún sinnti auk þess ýmsum verkefnum á sviði forvarna, almenningsíþrótta o.fl. „Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími. Ég lærði margt sem hefur nýst mér á öðrum vettvangi í daglegu lífi,“ heldur hún áfram.
Hópur af fyrrverandi stjórnarfólki og fleirum sem hafa lagt ómælt af mörkum til ungmennafélagshreyfingarinnar var boðið í kaffi og spjall í Íþróttamiðstöðinni við Laugardal í tilefni af Alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans 5. desember sl. Eyrún var þar á meðal. Eyrún er af sambandsvæði HSV og sat m.a. í stjórn UMFÍ um tíu ára skeið. Hún hefur á seinni árum verið öflug í öldungablaki og sinnt mikið félagsmálum í blaki hjá HK og fyrir Blaksambandið.
Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ afhenti við þetta tækifæri Eyrúnu starfsmerki UMFÍ sem hann sagði tímabært enda hafi lengi staðið til að afhenda henni það.
Þetta var fyrsta skiptið sem fyrrverandi stjórnarfólk hittist í kaffi hjá UMFÍ. Jóhann sagði þetta skemmtilega samveru sem stefnt sé á að gera að árlegum viðburði.
Eins og sjá má var samveran mjög skemmtileg enda margt um að tala um lífið í stjórn UMFÍ í gegnum tíðina.
Skinfaxi 3. tbl. 2022
Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands, hefur komið út samfleytt síðan 1909. Tímaritið dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi sem dró vagn goðsagnaverunnar Dags er ók um himinhvolfið í norrænum sagnaheimi. RITSTJÓRI Jón Aðalsteinn Bergsveinsson. ÁBYRGÐARMAÐUR Jóhann Steinar Ingimundarson.
RITNEFND Gunnar Gunnarsson, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Sigurður Óskar Jónsson, Kristján Guðmundsson, Jóhanna Íris Ingólfsdóttir og Embla Líf Hallsdóttir. UMBROT OG HÖNNUN Indígó.
PRENTUN Litróf. AUGLÝSINGAR Hringjum. FORSÍÐUMYND Myndina tók Hafsteinn Snær Þorsteinsson af keppanda á Reykjavíkjavíkurleikunum (RIG). LJÓSMYNDIR Margrét Hulda Óladóttir, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Tjörvi Týr Gíslason, Sabina Szkarłat, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson o.fl. SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA Þjónustumiðstöð UMFÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, s. 568 2929 umfi@umfi.is - www.umfi.is UMFÍ Ungmennafélag Íslands, landssamband ungmennafélaga á Íslandi, var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambandsaðilar UMFÍ eru 27 talsins og skiptast í 22 íþróttahéruð og 5 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 480 félög innan UMFÍ um land allt.
STJÓRN UMFÍ Jóhann Steinar Ingimundarson formaður, Gunnar Þór Gestsson varaformaður, Ragnheiður Högnadóttir meðstjórnandi og formaður framkvæmdastjórnar, Guðmundur G. Sigurbergsson gjaldkeri, Sigurður Óskar Jónsson ritari, Málfríður Sigurhansdóttir meðstjórnandi og Gunnar Gunnarsson meðstjórnandi. VARASTJÓRN UMFÍ Hallbera Eiríksdóttir, Lárus B. Lárusson, Gissur Jónsson og Guðmunda Ólafsdóttir. STARFSFÓLK UMFÍ Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri, Einar Þorvaldur Eyjólfsson fjármálastjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa, Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki), Ragnheiður Sigurðardóttir landsfulltrúi og verkefnastjóri og Guðbirna Kristín Þórðardóttir ritari.
Sigurður Guðmundsson forstöðumaður Skólabúða á Reykjum og Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni. SKÓLABÚÐIR Á REYKJUM Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Arnar Hrólfsson, Andrea Ólafsdóttir og Luis Augusto Aquino, leiðbeinendur. Gísli Kristján Kjartansson kokkur og Oddný Bergsveina Ásmundsdóttir aðstoðarkona í eldhúsi. Róbert Júlíusson húsvörður og Elmar Davíð Hauksson sér um þrif. UNGMENNABÚÐIR Á LAUGARVATNI Halldóra Kristín Unnarsdóttir, frístunda- og tómstundafræðingur. Þorsteinn Hauksson, Bjarki Páll Gunnarsson og Rebekka Rut Ingvadóttir, leiðbeinendur. Egill Snær Sveinsson kokkur og Tinna Diljá Kala Söndrudóttir aðstoðar í eldhúsi.