Júní 2011, 20.árg 4.tbl

Page 1

Fréttbréf SKOTVÍS 4. tbl 2011

Útgefandi: Skotveiðifélag Íslands - Landssamtök um skynsamlega skotveiði

Frá formanni – 100 daga uppgjör............................................................................... 3 Framkvæmdaráð í sumarfrí.......................................................................................... 4 ESB aðild og FACE – Framtíð veiða á Íslandi............................................................ 5 Veiðar í Vatnajökuls­þjóðgarði................................................................................... 6 Þátttaka veiðimanna í fuglatalningum, karratalningar.................................. 9 Ferðasaga, Heimsókn í Skagafjörð......................................................................... 10 Kynning á skotveiðihreyfingunni á veiðikortanámskeiðum........................... 12 Stefna SKOTVÍS í málefnum rannsókna, vöktunar og veiðikortasjóðs.... 13 Ný hreindýralöggjöf og leiðsögumannanámskeið, ályktun SKOTVÍS....... 14 Hreindýr á Vestfirði...................................................................................................... 15 Stiklað á stóru................................................................................................................ 16 Á döfinni............................................................................................................................. 16 Forgangsmál stjórnar í júní.................................................................................... 16


Nýju flaggskipin frá Beretta slá í gegn Draumur allra skotmanna A400 Xplor hálfsjálfvirka byssan með hröðustu skiptinguna DT11 Yfir undir skeet byssan sem slær öllum við

www.isnes.is


Frá formanni – 100 daga uppgjör Ágætu félagar Þegar þetta er skrifað hafa liðið 100 dagar frá því að ný stjórn tók til starfa. Á þessum tíma hefur ýmislegt gengið á og margt breyst í starfi stjórnar. Strax í byrjun var ákveðið að stjórn myndi skipta með sér verkum og dreifa ábyrgð á eins marga stjórnarmenn og mögulegt er. Það er að koma á daginn að slíkt fyrirkomulag hentar vel, sér í lagi þegar horft er til þess að formaður er búsettur á Akureyri og einn þriggja meðstjórnenda býr og starfar á Sauðárkróki. Fljótlega eftir aðalfund hittist ný stjórn og mótaði framtíðarstefnu til að vinna eftir. Það mun skila sér í ákveðnari skilaboðum til félagsmanna og ekki síður til almennings varðandi fyrir hvað SKOTVÍS stendur og hverjar áherslurnar eru. Í raun eru SKOTVÍS ein stærstu umhverfisverndarsamtök á Íslandi. Félagið stendur vörð um hagsmuni skotveiðimanna og fer fram á ákveðið frjálsræði í veiðum upp að ákveðnu marki. Á sama tíma vinnur félagið markvisst að því að veiðimenn veiði hóflega, sýni ábyrgð og aga á veiðum og gangi vel um náttúru landsins. Félagsmenn SKOTVÍS eiga ætíð að vera öðrum veiðimönnum til fyrirmyndar. Veiðar er mikilvægur þáttur hvað varðar landnýtingu og beitarstýringu. Án veiða er ekki hægt að halda aftur af beit villtra dýra og koma þannig í veg fyrir ofbeit. Veiðimenn eru margir hverjir miklir náttúruunnendur enda fellur það vel að hugmyndarfræði sjálfbærra veiða að friða land og vernda á milli þess sem veitt er hóflega. Það skiptir miklu máli að þessi ímynd sé skýr í hugum þeirra sem stunda veiðar og ekki síður þeirra sem hafa skoðun á veiðum og nýtingu náttúrunnar. Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á stjórn þessa 100 daga. Ein megináhersla nýrrar stjórnar er að efla tengslin við skotveiðimenn víðs vegar um land og hafa miðlar SKOTVÍS farið í gegnum miklar breytingar sem liður í þeirri vegferð. Þá verða helstu niðurstöður stjórnarfunda birtar fraqmvegis á vefsíðu félagsins. Stjórnarmeðlimir hafa verið ötulir við að hitta kjarna skotveiðimanna til að miðla stefnu og áherslum stjórnar. Þetta er einn skemmtilegasti og mest gefandi hluti stjórnarstarfsins og munu stjórnarmeðlimir leggja meiri áherslu á þennan þátt í framtíðinni. Mikil samskipti hafa verið við Umhverfisstofnun vegna verkefnisins „Skjóttu betur – Dúfnaveislan“. Þá er stöðugt verið að vinna í málefnum skotveiðimanna vegna veiða innan Vatnajökulsþjóðgarðs og SKOTVÍS er um það bil að ganga í samtök evrópskra veiði- og verndarsamtaka (FACE – Federation of Association for Hunting and Conservation in Europe). Búið er að gera samning milli Skotfélags Akureyrar / SKOTREYN og SKOTVÍS um að félagsmenn geti skotið á innanfélagsgjaldi hjá hvorum öðrum. Ef til vill verður hægt að útvíkka þetta samstarf á árinu, en slíkt samkomulag mun gilda tímabundið milli allra félaga meðan „Dúfnaveislan“ stendur yfir í júlí og ágúst. Í ágúst mun Skotdeild Keflavíkur vera SKOTVÍS innanhandar með skipulagninu skotæfinga á riffilsvæði félagsins fyrir félagsmenn SKOTVÍS sem lið í kynningu á hreindýraveiðum. Mikið og gott samstarf er á milli SKOTVÍS og SKOTREYN og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað gott samstarf hefur leitt af sér í þessum efnum. SKOTVÍS hefur komið að umsögn um frumvarpi um breytingu á Villidýralögunum svokölluðu og loksins hefur verið tekið á því að hægt verði að halda námskeið fyrir hreindýraleiðsögumenn, en slíkt námskeið hefur ekki verið hægt að halda um árabil vegna ágalla í lögunum. Félagsmönnnum SKOTVÍS hefur fjölgað í vor og er það mikið ánægjuefni. Stjórn félagsins þakkar góðar móttökur og viðbrögð veiðimanna um land allt á þessum 100 dögum. Veiðikveðja, Elvar Árni Lund

Ritstjóri: Arne Sólmundsson // Ábyrgðarmaður: Elvar Árni Lund // Hönnun: Skissa

3


Framkvæmdaráð í sumarfrí Nú er fyrsta misseri í starfi framkvæmdarráðs lokið, en haldnir hafa verið þrír formlegir fundir, í mars, apríl og maí. Hlutverk framkvæmdaráðs er mikilvægt, en hlutverk og tilgangur ráðsins er að vera opinn vettvangur fyrir hinn almenna félagsmann til að vinna að hagsmunamálum veiðimanna. Meðal helstu verkefna sem unnið hefur verið að er styrking á innviðum SKOTVÍS með nýrri heimasíðu, uppsetningu á nýrri félagaskrá, hljóð- og myndvinnsla af fræslufundum SKOTVÍS, stefnumótun í rannsóknum á villtum dýrum, greinargerð um vegamál og lokun vega, fræðsludagskrá SKOTVÍS og samstarfsaðila o.fl.. Óhætt er að segja að spennandi timar eru framundan hjá framkvæmdaráði enda af nógu af taka. Ljóst er að starfið sem þar er unnið getur skipað stóran sess í störfum félagsins ef vel tekst til. Með tilkomu framkvæmdarráðs hefur stjórn félagsins fengið öflugan stuðning frá félagsmönnum sem vinna sjálfstætt að vinnslu hinna mörgu mála sem rata á borð félagsins á hverju ári. Opnun félagsaðstöðunnar í Veiðiseli (Eirhöfði 11) í húsnæði Ferðaklúbbsins 4x4 hefur einnig verið mikil lyftistöng fyrir starfið og hefur gert stjórn og félagsmönnum auðveldara að sinna hagsmunamálum skotveiðimanna á Íslandi. Það von okkar sem komum að þessu starfi að framkvæmdarráð muni eflast með aukinni þátttöku félagsmanna, en reglulegir fundir þess hefjast aftur með haustinu og verða þeir haldnir í Veiðiseli, félagsaðstöðu SKOTVÍS fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Fundirnir verða auglýstir í miðlum SKOTVÍS með góðum fyrirvara. --K.S.—

Veiðiselið lokað í júní og júlí, opnunarhátíð í ágúst

Nú er komið að sumarfríum og því verður félagsaðstaðan formlega lokuð í júní og júli. Þó mu nu einstakir verkefnahópar starfa áfram yfir sumartímann, end a er hagsmunabaráttan starf sem spannar allt árið. Veiðiselið mun opna aftur í ágúst og er stefnt að því að halda formlega opnunarhátíð Veiðisels ins fyrir 20. ágúst þar sem veiðimönnum og velunnurum verður boðið að hittast og hita upp fyrir aðalveiðitímabilið. Þessi viðburð ur verður auglýstur betur þegar nær dregur. --A.S.—

4


ESB aðild og FACE – Framtíð veiða á Íslandi Í september má þess vænta að SKOTVÍS, landssamtök og hagsmunafélag allra skotveiðimanna á Íslandi, muni verða tekið inn í raðir FACE (Federation of Association for Hunting and Conservation in Europe) sem fullgildur aðili að samtökunum. Má fullyrða að það muni marka tímamót hvað varðar samskipti okkar við aðrar þjóðir í þessum efnum. Sú skotveiðilöggjöf sem nú gildir á Íslandi tekur mikið til mið af tilskipunum ESB um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Sífellt er reynt að „kroppa í“ þau réttindi sem íslenskir veiðimenn hafa og oftast án nokkurs tilefnis. Þetta þekkja veiðimenn um alla Evrópu vel og sýnist sitt hverjum um ágæti boða og banna sem hafa verið innleidd þar s.l. áratugi. Oft hafa þessi bönn verið byggð á því sem hagsmunaaðilar kalla „stefnu ESB um veiðar“ en stefna sem nær til allra landa ESB um veiðar er í raun ekki til. Vissulega eru dæmi um tegundir sem eru friðaðar á heimsvísu og friðun svæða á heimsminjaskrá. Þegar upp er staðið er hinsvegar ekkert sem segir að ákveðnar tegundir, sem í dag bera vel veiðar, þurfi eða eigi að friða samkvæmt kröfu ESB. Mörg dæmi fá finna hvernig lönd innan ESB haga veiðum á ákveðnum tegundum á mismunandi hátt, hvort sem er vegna hefða eða stofnstærðar. Í raun snýst þetta allt um heilbrigða skynsemi þegar kemur að því að ákveða hvað má og má ekki veiða. Í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að veiða til að halda aftur af stofnum svo ekki komi til ofbeitar og uppblásturs í kjölfarið. Það er t.d. vel umhugsunarvert hvort ekki þurfi að kanna betur áhrif beitar heiðargæsa á hálendisgróður og þeirra fuglategunda sem nýta sömu beitarlönd. Á sama tíma er verið að leggja til aukna friðun landssvæða á hálendinu og bann við veiðum í leiðinni þar sem heiðargæsaveiðar hafa verið stundaðar í mörg ár án skaða fyrir lífríkið. Tilgangur friðunarinnar er hinsvegar eins og flestir vita sá að koma í veg fyrir að land fari undir miðlunarlón. En víkjum aftur að FACE og ESB umsókn Íslands. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska veiðimenn að vera innan vébanda FACE þegar kemur að því að íslensk stjórnvöld hefja viðræður við Evrópusambandið um umhverfismál sem skotveiðar heyra undir. Innan FACE eru starfsmenn með áratuga reynslu af því að eiga við stjórnsýslu sambandsins og þar vinnur fólk sem þekkir vel áhrif aðildar á veiðar í löndum sambandsins. Ljóst er að stjórn SKOTVÍS stendur frammi fyrir gríðarstóru verkefni sem allt er unnið í sjálfboðavinnu. Á hinum endanum eru embættismenn, fulltrúar Íslands annarsvegar og ESB hinsvegar, sem hafa mikla reynslu og þekkingu í að koma sínum málum fyrir á sem bestan hátt. Þess vegna er mikilvægt að íslensk stjórnvöld fái skýr skilaboð frá íslenskum veiðimönnum til að móta stefnu og kröfu íslenskra stjórnvölda um allt það sem snýr að veiðum og nýtingu villtra dýrastofna. Þessar kröfur eiga að vera ófrávíkjanlegar og settar sem skilyrði fyrir inngöngu. Fyrirkomulag veiða á Íslandi í dag er í nokkuð góðum málum almennt og þær tegundir sem við veiðum úr í dag þola það vel. Þess vegna eiga þær að haldast óbreyttar. Þessu mun SKOTVÍS beita sér fyrir og við sjáum fyrir okkur að jafnvel verði hægt að hafa samvinnu við önnur hagsmunasamtök. Auk þess verður kannski þörf á að leita til félagsmanna um að leggja hönd á plóg en meira um það síðar. --E.Á.L.--

5


Veiðar í Vatnajökuls­þjóðgarði Veiðimenn þekkja flestir söguna á bak við Vatnajökulsþjóðgarð, svo ég eyði ekki mörgum orðum í það en hleyp þó á helstu atriðum. 2002-2003 var farið að vinna að þjóðgarði Norðan Vatnajökuls sem síðan stækkaði og náði á tímabili stranda á milli og í kynningum og áætlunum stjórnvalda komu fram skýr loforð um að ekki yrði haggað við hefðbundnum nytjum eins og t.d veiðum og að samráð skyldi haft við hagsmunaðila á svæðinu. Ferlið fór í gang og allt lofaði góðu þangað til sprengjan fellur. Lokadrög verndaráætlunar leka út og þar á allt í einu að takmarkaveiðar verulega á helstu veiðisvæðum Þjóðgarðsins, gjarnan kenndu við Snæfell. Rjúpnaveiðibann, seinkun á heiðargæs, seinkun á hreindýraveiði og samráð skuli haft við þjóðgarðsvörð um hvern ref og mink sem felldur er í þjóðgarðinum! Upphófust þá mikil mótmæli, bæði af hendi okkar veiðimanna og annars útivistarfólks. Allt tal um samráð hafði bara verið hjómið eitt, engin meining og keyrt var yfir allt og alla. Samráð var hvorki haft við SKOTVÍS, SKAUST, leiðsögumenn með hreindýraveiðum eða nokkra slíka hagsmunahópa. Fengum þó aðkomu að nokkrum kynningarfundum. Ekki haft samráð við helstu fræðinga landsins, t.d. Arnór Þ. Sigfússon varðandi gæsafriðun, Óla K. Nilsen varðandi rjúpnafriðun, hreindýraráð varðandi hreindýr, né heldur veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar. Enda eru engin stofnvistfræðilega eða faglega rök fyrir þessum friðunum. Sennilega bárust um 6 þúsund athugasemdir við verndaráætlunina en Alta sem vann plaggið tekur ekki mark á nema 274 (einkennilegt!) og þrátt fyrir hávær mótmæli var engu breytt, nema jú í einhverjum tilfellum rökum fyrir bönnunum, t.d. var í upphafi bann við rjúpnaveiðum vegna hefðarskorts, næst vegna hættu á vegaskemmdum og í lokinn vegna þess að veiðar geti truflað skólabörn og rjúpnaveiðimenn sem rölta í snjó geta skemmt viðkvæman mosagróður! Slagurinn hefur síðan haldið áfram.

6


gPs PunK tar 1

Slóðamót við Vesturdalsvötn

2

Slóðamót Sauðárdalur/Vesturdalur

3

Sauðakofi

N 64° 55.036 N 64° 55.410 N 64° 49.623

W 16° 01.446 W 15° 54.004 W 15° 47.903

4

Snæfellsskáli

N 64° 48.223

W 15° 38.479

5

Slóði af Snæfellsleið við Tittlingafell

N 64° 52.037

W 15° 32.312

6 7

Slóðamót norðaustan Nálhúshnjúka

N 64° 51.799

Gatnamót Kárahnjúkavegur/Snæfellsleið N 64° 53.730

W 15° 29.717 W 15° 31.409

VESTURÖRÆFI

8

Slóði að Laugarkofa við Laugarfell

N 64° 53.099

W 15° 23.489

Er afréttin sem liggur vestan og norðvestan Snæfells, austan Jöklu og sunnan Hrafnkelsdals. Gróðursæl háslétta í 600-700 m hæð inn undir Jökulkvísl en land þar sunnan við er lítt gróið enda hljóp jökullinn yfir hluta þess 1964. Af fuglum ber mest á álftum og heiðagæsum. Vesturöræfi hafa löngum verið aðal sumarbeitilönd hreindýra sem tilheyra Snæfellshjörð.

9

Laugarkofi

N 64° 53.133

W 15° 20.258

10 11 12

Hrakstrandarkofi Hálskofi Eyjakofi

N 64° 41.650

W 15° 21.620

N 64° 52.300

W 15° 11.500

15

Kleif

N 64° 57.082

W 15° 11.733

16

Sturluflöt

N 64° 55.343

W 15° 03.586

„Silfri krýnda Héraðsdís“(M.J.) Snæfell er hæst íslenskra fjalla utan jökla (1833 m). Fjallið hefur í tíðanna rás haft mikil áhrif á heimamenn og gesti. Í heiðni má telja víst að bundin hafi verið átrúnaður við fjallið. Þjóðtrú var um útilegumenn og heilu útilegumannabyggðirnar í nágrenni fjallsins.

EyjAbAKKAR Er háslétta í 650- 680 m hæð frá Eyjabakkajökli að Eyjabakkafossi sem einkennist af hólmum, flóum og tjörnum. Svæðið er einstakt vegna fuglalifs og fjölbreytts gróðurs.Þar hafa fundist 133 tegundir háplantna. Innan til á svæðinu fella stórir hópar heiðagæsa flugfjaðrir og eru í sárum í júlí.

HRAUKAR

bRÚARjÖKULL 20 km frá Snæfelsskála

W 15° 22.378 W 15° 29.180 W 15° 27.000

Geldingafellsskáli Tunguárfellskofi

SNÆFELL 6-9 klst frá uppgöngu sunnan í fjallinu

Í framhlaupinu 1890 hljóp Eyjabakkajökull fram um 3-4 km yfir gróið land sem ekki hafði verið hulið jökli í margar aldir. Við það mynduðust miklir og öldóttir jökulgarðar sem, líkt og við Brúarjökul, hafa verið kallaðir Hraukar. Þessir jökulgarðar eru með þeim stærstu á Íslandi og hafa verið rannsóknarefni í áratugi.

Brúarjökull er stærsti skriðjökull Vatnajökuls. Hann er þekktastur fyrir gríðarleg framhlaup sem í honum verða á 80-100 ára fresti, síðast skreið hann fram 1963-64. Lengst hljóp jökullinn fram árið 1890, eða um 10 km í austanverðum Kringilsárrana. Fjórar stórar ár falla frá Brúarjökli; Jökulsá á Dal, Kringilsá, Kverká og Kreppa.

N 64° 50.403 N 64° 46.143 N 64° 43.800

13 14

ÞjóFADALIR 4-6 klst frá Snæfellsskála Á dögum Svarthöfða prests á Valþjófsstað lögðust 18 þjófar út og bjuggu um sig í helli undir fossi í Þjófadalsá (Þjófagilsá), sem kemur úr Þjófadal sunnanvert við Snæfell, milli þess og Þjófahnjúka. Þaðan lögðust þeir á fénað Fljótsdælinga og fóru ránsferðir út um Hérað.

GELDINGAFELL 15 km frá Kelduárlóni að Geldingafellsskála Geldingafell (1087 m) stendur við norðausturhorn Vatnajökuls og sést víða að. Við rætur Geldingafells stendur skáli Ferðafélgas Fljótsdalshéraðs og er hann einungis ætlaður göngufólki og hýsir 16 manns í svefnpokum.

Yfirlitskort fengið af vef Vatnajökulsþjóðgarðs

Staðan í dag er áframhaldandi slagur. Veiðimenn og aðrir eru ekki á því að gefast upp við erum með útsjónarsemi gæsaveiðimannsins, vinnusemi rjúpnaskyttunnar og þolmæði refaskyttunnar að vinna markvisst að því að leysa þetta mál á skynsömum nótum. Lagðar voru fram fyrirspurnir til umhverfisráðherra á alþingi þann 18 maí, við bíðum eftir sýningum myndar sem Sigmar ristýrði ásamt öðru útivistarfólki og kæra til umboðsmanns Alþingis er að verða klár. Á opnum fundi í Umhverfisnefnd Alþingis kom fram ósk hjá Svandísi um að sett yrði á stofn nefnd um samgöngur í garðinum, en einnig átti að athuga veiðimálin á austursvæðinu. Þessi nefnd er kominn að stað um samgöngur en þar á ekki að fjalla um veiðar eða tjöldun! Nú nýverið var send formleg kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna þessa (sjá fret á www.skotvis.is og verður án efa fróðlegt að sjá hver niðurstaða umboðsmanns verður. Næstu skref eru að tryggja að veiðimálin verði tekin upp og faglega verði staðið að þeim málum. Fáum ekki einhverjar athugasemdir sem byggjast á þekkingarleysi, eins og til dæmis að rjúpnaveiðar megi ekki fara fram á Snæfellsvæðinu því þær fari illa saman með gönguhópum sem eru á svæðinu! Ég veit ekki með aðra en ég er búinn að veiða rjúpu á þessu svæði frá um 1990 og aldrei séð göngumann á veiðitíma. Göngufólk er þarna á sumrin en ekki þessa 18 daga sem veiðimenn eru á svæðinu! Eða hitt að veiðimenn sem ganga fjöll í nóvember með létta haglabyssu í snjó skemmi frekar mosagróður en þungt klyfjaðir göngumenn sem fara um að sumrinu! Nú þurfa veiðimenn að standa saman, verslið við veiðimenn, fylkið ykkur bakvið þá sem standa vörð um almannarétt og útivist. Kynnið ykkur félög, flokka, nefndir og ráð og hverjir innan þeirra eru að vinna markvisst að skerðingu almannaréttar á Íslandi og í þágu hverra. Forvitnist um afstöðu, loforð og efndir þingmanna í þessum málum með því að senda þeim netpóst og látið þá svara til saka hvort sem þeir hafa gert eitthvað eða látið vera að gera eitthvað. Báráttukveðja --E.Har—

7


8


Þátttaka veiðimanna í fuglatalningum, karratalningar

Í maímánuði voru fuglafræðingar á vappi vítt og breytt um landið að sinna fuglatalningum og öðrum verkefnum sem fylgja vorinu þegar verið er að meta ástand fuglastofna. Veiðimenn hafa í auknum mæli tekið þátt í slíkum verkefnum í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og aðra sem hafa haft forystu um þessi mál hér á landi, s.s. Arnór Þ. Sigfússon. Félagsmenn SKOTVÍS hafa um árabil tekið þátt í vortalningum á rjúpu (karratalningar) og var farið í talningar í Húnavatnssýslunni og á „SKOTVÍS reitnum“ við Hrafnagjá á Þingvöllum um miðjan og seinni hluta maí. Undirritaður getur staðfest að slíkt býður ekki síður uppá skemmtilega og spennandi útiveru og veiðar og ekki galin hugmynd að taka ljósmyndagræjurnar með og reyna að skjóta skemmtilegar myndir í leiðinni, eins og þær sem fylgja þessum pistli. Talningarnar eru framkvæmdar á þeim tíma dags sem karrarnir eru mjög áberandi, þ.e. snemma á morgnanna og seint á kvöldin. Talningarmenn ganga og fylgja fyrirfram ákveðnum „leggjum“ sem afmarkast af ákveðnum GPS punktum, en hver leggur er rúmlega 3km. Þegar vart verður við karra, þarf að meta fjarlægðina að karranum hornrétt á legginn og skrá mælinguna. Eins og áður segir, þá er þetta skemmtileg viðbót við hefðbundin veiðitímabil og mun SKOTVÍS beita sér fyrir því að þetta geti orðið vettvangur fyrir fleirri veiðimenn og að samstarfið við Náttúrufræðistofnun Íslands geti orðið meira og á öðrum sviðum líka, s.s. við merkingar, öflun sýna og vængja til aldursgreingar og eflaust mætti tína fleira til. --A.S.--

9


Ferðasaga Heimsókn í Skagafjörð Við félagarnir Kristján Sturlaugsson (undirritaður), Guðmundur Oddgeir Indriðason og Þráinn Skúlason tókum okkur til og héldum norður á Sauðarkrók laugardaginn 21. maí síðastliðinn. En Þráinn og Oddgeir hafa verið leiðbeinendur á hleðslunámskeiðum Skotvís en tililgangur ferðarinnar var að heimsækja vini okkar í skotfélaginu Ósmann og halda hleðslunámskeið í samstarfi við þá og Hlað ásamt því að kynnast starfsemi þeirra og taka púlsinn á veiðimönnumí Skagafirði. Við lögðum afstað norður rétt fyrir kl. 7 og var færðinn norður góð þó svo að hann blési hraustlega af norðan og nokkur snjór væri ennþá í fjöllum. Við renndum inn á Krókinn rúmlega hálf ellefu og hittum nokkra stjórnarmenn Ósmanns í húsi fjölbrautarskólans á Sauðárkróki, þar halda átti námskeiðin. Við komum okkur fljótt fyrir og settum upp tæki og tól sem Hlað hafði lánað okkur til verkefnisins og tókum á móti fyrsta hópnum kl.11:00. Eftir að hafa opnað námskeiðið með stuttu rabbi tóku leiðbeinendurnir Oddgeir og Þráinn við og leiddu nemendur í allan sannleika um endurhleðslu rifilskota. Meðan á námskeiðinu stóð átti ég gott spjall við félaga úr Ósmann og skiptumst við á skoðunum um helstu mál er hafa snert okkur veiðimenn síðustu misseri, s.s. veiðar í Vatnajökulsþjóðgari, hreindýraveiðar og leiðsögumenn, fræðslu um skotveiðar, veiðistjórnun o.fl.. Eftir góðan hádegisverð í boði Ósmanns tók við seinna hleðslunámskeiðið, en í heildina voru útskrifaðir 17 nemendur sem fengu viðkenningarskjal, sem veitir þeim réttindi til að sækja um E-leyfi í sitt skotvopnaleyfi ásamt því sem allir nemendur fengu veglega endurhleðslubók frá Hlað. Meðan seinna námskeiðið stóð yfir, fór ég ásamt Jóni Pálmasyni, formanni Ósmann á skotsvæði félagsins við Reykjaströnd. Svæðið er mjög snyrtlegt og er öll aðstaða til fyrirmyndar, en svæðið býður uppá 200 m riffilbana, skeetvöll og wobbletrap. Opið er alla mánudaga í sumar milli 18:00 og 21:00, en einnig er hægt að hafa samband við vallarstjóra eða stjórn til að komast á svæðið utan opnunartíma samkvæmt samkomulagi. Stór þáttur í starfi Ósmanns er fræðslustarf tengt móttöku á skólakrökkum og óvissuhópum hvaðanæva af landinu og hefur þetta verið fastur liður hjá félaginu í allnokkur ár, en ég var svo heppinn að fá að fylgjast með móttöku á tveimur hópum þennan dag. Ég var vægast sagt mjög hrifinn af þeim metnaði sem félagsmenn leggja í þetta verkefni undir forystu Jóns Pálmasonar og ljóst er að menn leggja sig alla fram til að tryggja að upplifun og fræðslugildi heimsóknar skólakrakkanna sem og annarra sé sem mest. Tekið er með mjög formlegum hætti á móti krökkunum og

10


þeim skipt upp í hópa. Hver hópur fær fyrirlestur um skotveiðar, uppruna, sögu og siðferði og fá síðan að prófa hin mismunandi veiðivopn. Allir fá að prófa að skjóta af haglabyssu, .22 cal riffli og boga eða því sem A-réttindi veita. Farið er mjög vel yfir öryggisreglur og eru einn til tveir og stundum fleiri vanir menn sem fara yfir öryggisatriðin áður en krakkarnir fá að prófa undir styrkri stjórn viðkomandi leiðbeinanda. Tekið skal fram að allir skólakrakkar þurfa að hafa uppáskrifað leyfi frá foreldrum um samþykki þeirra fyrir því að börnin megi meðhöndla skotvopn undir leiðsögn. Í ljósi umræðu um ungt fólk og veiðar með skotvopnum, er það mat mitt að þetta fræðslustarf eigi eftir að skila sér út í samfélagið með tímanum, með betri skilningi og minni fordómum gagnvart veiðum með skotvopnum. Eftir að hafa fylgt hópunum eftir var borðuð kjötsúpa að Skagfirskum hætti og spjallað meira um okkar hagsmunamál. Við félagarnir fengum að prófa að skjóta af boga á svæði Ósmann en þar er sérstök bogabraut og verður að segjast að maður er ansi spenntur fyrir þessari nýjung og tala nú ekki um ef Bogaveiðifélagi Íslands tekst að vinna því fylgi að við veiðimenn fáum að fara til veiða með bogum. Meðlimir Ósmann eiga heilmikið safn vopna og fengum við að sjá og prófa nokkur skemmtileg stærri caliber og er ég ekki frá því að maður sé orðinn “veikur” fyrir þeim eftir þá skemmtun. Sér í lagi var gaman prófa forláta .444 Marlin sem Jón Kristbjörnsson á með 18” hlaupi og lever action. Eftir viðburðarríkan dag, lögðum við aftur af stað suður um kl. 20:00, reynslunni ríkari og vissir um að við eigum eftir að leggja á okkur smá krók í næstu ferð norður til að heimsækja félaga okkar í Ósmann. Ég vil koma á framfæri sérstökum þökkum til Jóns Pálmasonar formanns Ósmanns og Indriða Grétarsson formann Bogaveiðifélags Íslands/Skemmtinefnd Ósmanns og allra þeirra góðu félaga Ósmanns sem gerðu þennan dag svo sannarlega eftirminnanlegan. Með góðri kveðju Kristján Sturlaugsson

11


Kynning á skotveiðihreyfingunni á veiðikortanámskeiðum SKOTREYN hefur undanfarin tvö ár kynnt starfsemi félagsins þegar nemendur hafa lokið prófi á veiðikortanámskeiðum. Í fyrra þreyttu um 700 manns próf á höfuðborgarsvæðinu og árið þar á undan var fjöldinn um 900 manns og líklegt er að fjöldinn hafi verið svipaður í öðrum landshlutum samanlagt. Stjórnarmeðlimir SKOTREYN hafa notað þetta tækifæri til að kynna starfsemi SKOTREYN og SKOTVÍS, dreift kynningarbæklingi félagsins og gefið hverjum þátttakanda á námskeiðinu frían leirdúfuhring á skotæfingasvæði félagsins á Álfsnesi. Þetta hefur mælst vel fyrir og skilað skotveiðihreyfingunni mörgum nýjum félögum og í ár mun SKOTVÍS leggjast á sveif með SKOTREYN og nýta þann stutta tíma sem gefst til kynningar til að miðla meiri upplýsingum um hagsmunasamtök skotveiðimanna og fyrir hvað þau standa. Eitthvað svipað þyrfti að gerast í öðrum landshlutum og óskar stjórn SKOTVÍS eftir því við félaga um allt land þar sem námskeiðin eru haldin að þeir setji sig í samband við stjórn SKOTVÍS ef áhugi er fyrir hendi til að kynna starf félagsins fyrir nýliðum. SKOTVÍS mun útvega kynningarefni og leiða áhugasama í gegnum kynningarferlið, en félagið er um þessar mundir að vinna að útgáfu bæklings fyrir nýliða sem ætlaður fyrir þetta tilefni. Veiðikortanámskeiðin er að finna á www.veidikort.is, en þau eru haldin á eftirfarandi stöðum utan höfuðborgarsvæðisins: Akureyri, Akranes, Borgarnes, Blönduós, Egilsstaðir, Grímsey, Höfn, Húsavík, Ísafjörður, Reyðarfjörður, Selfoss, Varmahlíð, Stykkishólmur, Þórshöfn, Vík í Mýrdal. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga að taka þátt í þessu starfi eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Tobías Sveinbjarnarson (tobbi@skotvis.is), en hann hefur umsjón með nýliðafræðslunni. --A.S.--

Mundu eftir miðlunum – Fylgstu með!

• Upplýsingar um Skotveiðifélag Íslands, veiðitengda umræðu og hagsmunabaráttuna á www.skotvis.is • Allar veiðitengdar fréttir á facebook • Umfjöllun í mánaðarlegu fréttabréfi á Issuu auk eldri fréttabréfa, allt frá stofnun SKOTVÍS 1978

12

• Heimildamyndir og upptökur af fyrirlestrum á YouTube • Myndir af viðburðum SKOTVÍS á Flickr • Félagsrit SKOTVÍS, Skotvísblaðið hefur komið út 20. ágúst síðan 1995 • Skráðu þig á póstlistann


Stefna SKOTVÍS í málefnum rannsókna, vöktunar og veiðikortasjóðs 31. maí hittist hópur veiðimanna sem er að vinna að stefnumótun SKOTVÍS í málefnum rannsókna, vöktunar og veiðikortasjóðs. Hópinn skipa Arne Sólmundssson, Bjarki Már Jóhannsson, Margrét Pétursdóttir sem einnig er fulltrúi félagsins í ráðgjafanefnd umhverfisráðuneytisins um úthlutun úr Veiðikortsjóði, auk Ólafs K. Pálssonar, fyrrverandi formanns SKOTVÍS. Eins og áður segir þá er hlutverk þessa hóps að móta stefnu SKOTVÍS í þessum málaflokki, tengja áherslurnar við lög og siðareglur félagsins og fylgja markmiðum eftir á vettvangi ráðgjafanefndarinnar og Veiðikortasjóðs, innan skotveiðihreyfingarinnar sem og á opinberum vettvangi. Veiðikortasjóður úthlutar árlega um 30 milljónir króna til ýmissa verkefna og hefur í gegnum árin verið stærsti einstaki styrktarsjóður fyrir rannsóknir á lífríki Íslands og því mikilvægt að forgangsröðun sé rétt við úthlutun styrkja. Einnig er mikilvægt að ákvarðanir stjórnar og allt starf félagsins taki mið af þessum áherslum. Á fyrsta fundi þessa hóps var farið yfir núverandi stöðu mála og farið yfir ýmis viðmið, s.s. áherslur ríkistjórnarinnar í þessum málaflokki (Vísinda- og Tækniráð) og núverandi löggjöf og reglugerðir um veiðar og gjaldtöku vegna veiða til að fjármagna stjórnun, eftirlit, arð til landeigenda, vöktun, rannsóknir og annan skilgreindan kostnað. Auk þessa var farið yfir þróun úthlutunar styrkja úr Veiðikortasjóði frá upphafi (1995) og borið saman við önnur fjárframlög til sama málaflokks. Niðurstaðan eftir þennan áfanga var að þörf er á skýrari skilgreiningu á framtíðarsýn (og framtíðarmöguleika) og hlutverki sjóðsins og aðgreiningu frá öðrum sjóðum, s.s. RANNÍS. Þetta þarf ekki síst að skoða með m.t.t. þess að veiðimenn fjármagna sjóðinn að öllu leyti og nýta þarf fjármuni sjóðsins með markvissari hætti en gert er í dag. Sjóðurinn þarf að skilgreina betur hvar brýnu verkefnin liggja, hverjar eru stóru spurningarnar sem þarf að svara, ekki síst til að leiðbeina væntanlegum umsækjendum um áherslur sjóðsins áður en umsóknarferlið hefst. Ennfremur er full þörf á að SKOTVÍS kynni sér betur niðurstöður rannsókna sem eru fjármagnaðar úr Veiðikortasjóði (sem og aðrar rannsóknir), miðli þeim til félagsmanna og skapi uppbyggjandi umræðu innan skotveiðihreyfingarinnar. Því þarf að stofna til formlegs umræðuvettvangs innan SKOTVÍS þegar fram líða stundir. Næsti fundur er áætlaður í ágúst, en þá verður farið yfir helstu markmið og framkvæmdaáætlun til að ná settum markmiðum. --A.S.--

13


Ný hreindýralöggjöf og leiðsögumannanámskeið, ályktun SKOTVÍS Eftir margra ára bið rofaði aðeins til í máli sem SKOTVÍS hefur lengi vakið athygli á. Námskeið fyrir verðandi hreindýraveiðileiðsögumenn hefur ekki verið haldið í rúman áratug og hefur það valdið ýmiskonar vandamálum, sem þó hafa ofast verið leyst með útsjónarsemi leiðsögumanna og biðlund veiðimanna. Frumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í vor felur í sér tvennt. Annarsvegar kröfu til veiðimanna að þeir sýni fram á hæfni sína með riffli áður en leyfi fæst til að halda til veiða. Það mál er löngu tímabært enda sjálfsögð krafa að þeir sem fara til veiða sýni fram á að þeir geti skotið í mark með vopninu sínu. Hinsvegar snýr frumvarpið að því að laga ágalla í lögunum svo Umhverfisstofnun gæti haldið námskeið fyrir leiðsögumenn og prófað úr því. Af 170 umsækjendum komust aðeins 30 að svo víst er að margir sem vilja gerast leiðsögumenn verða að bíða enn um sinn, en samkvæmt fréttum frá UST þá stendur til að halda annað námskeið síðar í sumar eða haust. Þetta mál er líka löngu tímabært en ekki eru allir á eitt sáttir um þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem fá að sitja námskeiðið. Eins og stendur þá hefur stjórn SKOTVÍS engar sérstakar áhyggjur af þeim málum þótt vissulega megi sjá ákveðna vankanta á því. Engu að síður er það gleðiefni að loksins skuli verða haldið námskeið og það verður athyglisvert að fylgjast með framhaldinu. Umsögn SKOTVÍS um frumvarpið sem kynnt var á fundi með umhverfisnefnd Alþingis í maí vakti þar mikla og jákvæða athygli enda bentum við þar á atriði sem eru til þess fallin að auka umhverfisvitund og upplifun veiðimanna á meðan veiðum stendur. Margt í umhverfi hreindýraveiða hefur breyst undanfarin ár. Aðgengi að hálendinu, jeppaeign almennings, fjöldi skotveiðimanna og þeirra sem eiga nógu stóra riffla til að veiða hreindýr, veðurfar, stofnstærð og margt fleira hefur breyst hratt. Síðast en ekki síst; vinsældir hreindýrakjöts sem villibráðar. Allt þetta kallar á endurskoðun á stjórnun hreindýraveiða. Skipulag hreindýraveiða þarfnast stefnumótunar til framtíðar og stjórn SKOTVÍS mun vinna tillögur í þeim efnum í sumar og kynna næsta haust. --E.Á.L--

14


Hreindýr á Vestfirði Nokkur umræða og fréttaflutningur hefur verið undanfarið um mögulegt landnám hreindýra á Vestfjörðum. SKOTVÍS fagnar allri umræðu um fjölgun hreindýra á Íslandi enda hefur félagið á undanförnum árum vakið máls á því að þau gætu verið mun víðar og skemmst er að minnast að SKOTVÍS gaf út bækling um fjölgun hreindýra fyrir örfáum árum. Fullyrðingar um hindranir sem felast í sjúkdómum sem dýrin gætu borið í önnur klaufdýr telur SKOTVÍS vera mjög orðum auknar en full ástæða er þó til að fara í saumana á þeim málum. SKOTVÍS hvetur því alla þá sem vilja sjá hreindýraflokka annars staðar en á Austurlandi til að vinna að þeim málum í sinni heimabyggð í samvinnu við sveitarstjórnir á viðkomandi svæðum. Skipulagsmál eru í höndum sveitarstjórna, því fyrr sem áhugi sveitarstjórnarmanna kviknar á þessu verkefni, því betra! --D.I.--

15


Stiklað á stóru

var haldin á vegum Umhverfisstofnunar fyrir Norræna nefnd um veiðirannsóknir (NKV) sem sett var • Ráðstefna á fót árið 1971 eftir tillögu Norrænum ráðherranefndarinnar. Efni fundarins er veiðistjórnun þvert á landamæri

(Transboundary Wildlife Management). Meðal þess sem rætt er um á ráðstefnunni eru nýjustu leiðir í rannsóknum á villtum dýrastofnum og veiðistjórnun og einnig hvernig rannsóknir styðja við stjórnsýslu og pólitískar ákvarðanir um lífríkisstjórnun. Sérstaklega var rætt um að veiðistjórnun er oft á tíðum þvert á landamæri og milli landsvæða og hvernig megi haga því sem best.

K. Haraldsson hélt erindi um hreindýraveiðar 31. maí og verður erindið gert aðgengilegt á vef • Einar félagsins fljótlega. „Dúfnaveislunnar“ er langt komin, allir rekstraraðilar skotvalla sem bjóða uppá haglabyssuaðstöðu • Undirbúningur mun taka þátt (17 aðilar) og styrktaraðilar hafa tekið vel í hugmyndina. Viðburðurinn mun svo standa yfir frá 1. júlí til 31. ágúst, en hann verður kynntur betur þegar nær dregur.

stefnumótandi ákvarðanir hafa verið teknar á stjórnarfundum og því metur stjórnin sem svo að nauðsynlegt • Margar sé að birta samantektir úr fundargerðum stjórnar og verða þær framvegis birtar á vef SKOTVÍS. Til að sjá fundargerðir verða félagsmenn að skrá sig á vef félagsins [hér]

er að hreinsa talsvert til í tenglasafninu á heimasíðu SKOTVÍS, en þar er búið að endurskilgreina flokka og • Búið bæta við af tenglum. Viljum vekja athygli á vefsíðunum www.yeswehunt.eu og Fuglavefnum sem er að finna á forsíðu vefsins. Sjón er sögu ríkari.

(UST) hefur nýhafið vinnu við gerð almennar stefnumótunar um friðlýst svæði í umsjón • Umhverfisstofnun stofnunarinnar, en stefnumótunin verður leiðarljós og stjórntæki UST og annarra aðila varðandi verndun og nýtingu

svæðanna og rammi fyrir verndaráætlanir einstakra svæða. Stefnumótunin mun fyrst og fremst taka á málefnum sem svæðin eiga sameiginleg en ekki einstökum málefnum einstakra svæða. Ýmsar stofnanir og hagsmunaaðilar voru boðaðir í samráðsferli þann 31. maí s.l. þar sem staða friðlýstra svæða, hlutverk þeirra, markmið, framtíðarsýn og áherslur næstu ára voru rædd. Elvar Árni Lund, formaður SKOTVÍS, fór fyrir hönd félagsins til að koma á framfæri áherslum Skotveiðifélags Íslands í þessum málaflokki.

K. Haraldsson hefur fengið erindisbréf umhverfisráðherra um að hann er nú formlega skipaður fulltrúi • Einar SAMÚT (Samtök útivistarfélaga) í Svæðisráði Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Skipunin gildir í fjögur ár.

Einar er fyrrverandi stjórnarmaður í SKOTVÍS og ötull baráttumaður fyrir réttindum almennings fyrir aðgengi að hálendinu. Félagar í SKOTVÍS óskum honum til hamingju með skipunina og óskum honum velfarnaðar í starfi sínu í þágu veiðimanna og annarra útivistarhópa.

fyrir skemmstu var send inn formleg kvörtun Ferðaklúbbsins 4x4 og SKOTVÍS til umboðsmanns Alþingis, • Nú þar sem kvartað er yfir göllum og lögbrotum í samráðsferlinu við undirbúning Stjórnunar- og verndaráætlunar

Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta er mikilvægur áfangi í því að fá úr því skorið hvernig staðið hefur verið að efndum loforða sem gefin voru um samráð og gildi laganna um sama efni.

Á döfinni

• Greiða þarf veiðigjald vegna hreindýraveiða í síðasta lagi 30. júní. Forgangsmál stjórnar í júní

• Undirbúningur Dúfnaveislunnar • Kortlagning á áhrifum ESB aðildar á veiðar og gerð ályktunar um undanþágur, aðlaganir og sérlausnir. • Stefnumótun SKOTVÍS í rannsóknum á lífríki Íslands og málefnum veiðikortasjóðs • Undirbúningur SKOTVÍS blaðsins, útgáfudagur 20. ágúst. • Fylgja eftir umsókn í FACE

16


ur væntanlega aldrei „ Þettaútverð breitt, bara svona sér vitr­

mjög ur. ir kallar eins og ég – og kon konur eru stór hópur bogveiði­ manna í Bandaríkjunum.

EId I.N Et w.s po RtV sK. ÁR // ww KR . 999 .- M/V Ð NA Í 30 VEI ÐIM AN GU R 201 1 // VER MÁ LGA GN GAN „Ég hafði rosa gam // 30. ÁR an af því. Við Grétar 1. tBL . fór um saman á rjúpu um Súgan da fjörð inn en aðrar veiðar , eins t.d. gæsin a, stund ­ uðum lítið sem ekker t. Um átj án ára inn

IÐ GLÍMIR V A Á x A stóRL dEGI hVERjUM

BOg VEIÐI á ÍS LAndI

aldur­ keypti ég mér kajak í gegnum smáaug­ lýsingar dagblaðs sem var sendur vestur með flutningabíl. Ég vissi ekkert hvað ég var að kaupa mér, sett ist bara í kajak inn og reri um allan fjörðinn. Ég var að taka myndir og svona, þá uppgötv aði ég hvað það er auð­ velt að nota kajak í veiði. Næst smíð aði ég mér statíf fyrir byssuna og byrj R aði bara að veiða. Þannig tA KU má segja Rs að ég hafi byrjað sé , minn veiðiskap fyrir AL I ss oN alvöru. Fyrst fékk Ðt hA UK VI R lánaða ég KU þó rússneska einhle Rs tÖ ypu og keypti mér óL Af UR NA RI , Í sétvíhle ypu tvítug Ð ur. Um leið og LA ÐI þetta fór að sA Ks óK tV EIÐ IB ganga með veiðina og kajakinn var ég inn að hlaupa far­ VI Ð sp oR upp um öll fjöll og dali til að veiða rjúpu. Ég var að beita á þessum Fyrsti kajaki nn. árum og áhuginn var svo mikill að oft beitti ég á nóttunni til að komast á veiðar daginn eftir. Í þá daga gekk RjúPn A VEIÐ AR ég með einhleypuna á kAjAk og 15– 16 skot í vasan – Nú má kalla um í gegnum bæinn þig upphafsmann og út í Staðardalinn. Ekk kajak­ veiða á Íslandi, ert þótti eðlilegra. tekurðu ekki und Á bakaleiðinni ir það? „Jú, ég held að gekk ég með rjúp það sé óhætt að urnar í gegnum þorpið taka undir það. Þó svo að á miðjum degi einhverjir hafi og mætti fólki sem spurði kannski próf­ að að skjóta af mann gjarnan kajak á undan hvernig Á hefði gengið. Það mér ER er ég nokku viss um vartt enginn feluleikur MA að ég sé sá fyrsti tt I tíma sE GI Rmeð stundaðð þetta byssur áMA sem hefur NN þessum , hAogNN RI að einhverju ráði tíðkas sj óNeins hérlendis og sÖ NG VA þarÍ sem skotVI eigi stóran þátt veiðimenn þurfa UM t í dag, EV Ró í þeim uppgangi I ÁfaraVEá IÐ að læðast með sport hefur sem þetta LE IÐ IN NIveggjÍÐumU þegar sI NNþeir átt undanfarin veiðar.“ ár.“ – Og hvað varstu fR Á Ás tR að veiða?

GLEÐINA MEÐ LÍfs I AÐ VopN

LI HELS TI úTB únA sc hM Idt Í VIÐ tA Ró BE Rt ÐuR kAjA kRæ ÐAR AnS : ÐU RIN N UM VE IÐI MA LyG ss oN UR LA ÖRIt st N: VE IÐU M VE ÁIN MÍ dÁ dý RA VAtN ss UR Lý sIR LA xÁ Í Mý EIÐ IM AÐ UR Bo GV jEp pA R ÍsL EN sK IR VE IÐI tt Ey IR, BR fLj ótAÁ VÍG AL EG Nd AR I úR ÐU R : 20 pU sA GA unAR út sKUR VE IÐIBjöRG VESTI sM ÍÐI &R ING A-, á GU hN ýt RK : hN ÍfA A k -, fLU hA Nd VE VE A j IÐI Aþ æt tIR GU fLU k hU Nd LIÐ IR: fA st IR sLU - oG VE IÐI n MAtR EIÐ kIn kA

verði leyfð – Hefurðu trú á að bogveiði hérlendis? nú sennilega „Ég hef trú á því. Það verða leggja stund á aldrei margir sem munu Þetta verður is. lend hér skap þennan veiði útbreitt, bara svona væntanlega aldrei mjög – og konur. Konur sérvitrir kallar eins og ég í Bandaríkj­ eru stór hópur bogveiðimanna

„Kajakveiðiskapur inn hófst á hausti ná skarfinum og síðan alveg fram á vor. Ég vissi ekkert hvaða veiði bráð væri inni í firði en heyrði alltaf í há vellunni. Þegar ég fór að kynna mér þetta betur og sökkti mér í fugla­ fræðina sá ég hvað var á „matseðlin um“. Ég skaut mikið af hávellu, það var minn uppá­ haldsfugl og erf iðasti fuglinn að veiða. Svo féll einn og einn dílaskarfur, toppe ndur og stokkendur. Ég byrjaði yfirleitt ekki að róa fyrr en í vetrar stillunum í janú ar, febrúar og

HETTA

jA

ÞuRR STAkkuR

MAnn OP

STAÐS ETnIn GARTæ kI EÐA áTTAV ITI HAnSk AR

LESTA R 00000

SVun TA

SjúkR AkASS I LEnSI dæLA

STýRI

SkóR 27 // SPOR TVEIÐ IBLAÐ

ÞuRR Buxu R

IÐ // Einfa ri í eðli sínu

Þéttur pakki!

unum. ast oftar en Hreindýraveiðar hér snú ná sér í dýr. Síðast, ekki bara um að fara og maðurinn mig þegar ég fór, spurði eftirlits eftir hádegi. Það hvort ég vildi fara fyrir eða Svo er manni tók svolítið ljómann af þessu. mitt dýr á 380 ekið að hjörðinni. Ég tók bara aftaka. metrum, þetta var eiginlega tíma í þetta, gera Í dag vil ég frekar gefa mér að komast í ara ið erf er Það næði. það í ró og ur alla möguleika færi með boga og dýrið hef að meina á meðan á að sleppa. Þá er ég ekki öruggur með að örin flýgur, þá áttu að vera andanum. Þetta fella dýrið, heldur í aðdrag veiðimannsins, er spurning um þolinmæði sé nógu fyrirséður hvort hann hafi úthald og til að koma sér í færi.“ j

VE IÐ IhU nd

AR :

LABRAdOR

gLAÐBEIT TIR VEIÐImEn n S Í LOk VEL hEPPnAÐ S VEIÐIdAg

bráðinni heim. Joe kossar og Enok að koma

RETRIEVE

R

hliðina á ýtarlega um tæknilegu iblaðsins verður fjallað við þá. Í næsta tölublaði Sportveið og alla pælinguna á bak bogann, hina ýmsu örvarodda bogveiði, þ.e fjallað um hinum ýmsu oddum, þyngdum enn velta mikið fyrir sér og hleðslur Ég komst að því að bogveiðim með mismunandi kúlur unni sem gerir tilraunir riffilskytt hönnun á ósvipað og ekki ingar o.þ.h., við fluguhnýt m sem eyðir vetrarkvöldum við Indriða ræða einnig – eða fluguveiðimanninu munum rs. Við ingi komandi veiðisuma nýjum flugum í undirbún lags Íslands, og kynna okkur hins nýstofnaða Bogveiðifé Ragnar Grétarsson, formann reglugerðir tengdar bogveiði.

áLög un um Af LéTT

um krún­ flottur. Það lokaðist á hon Mér fannst hann lítill, en ur gangandi, þessi tarfur. „Ég sit í standi og hann kem nafnið Cage. ar búr, þess vegna fékk hann sleppa an og myndaði nokkurs kon ill, greyið mitt, ég ætla að sjálfan mig: „Þú ert svo lít hann í miði en segi svo við væri að storka mér. Ég dreg niður á hann, hef þúfu, það var eins og hann á upp ur stíg og lengra burt þá ur hann aðeins sagði: „Ef þú kemur þér ekki þér.“ Og hætti við. Þá geng myndu fylgja í kjölfarið en fara,“ ég dreg niður ég vissi ekki hvort fleiri dýr á þúfu. „Allt í lagi, þú vilt Ég vildi ekki fæla hann því um mig og stígur aftur upp kring í hring ar labb hann tek ég þig.“ Og hann og hvarf inn í skóginn. „Hann er of lítill.“ Þá fór hugsa: en miði í hann það, hef um og Seig lu Abe Og við töluðum væri lítill því flottur var hann. l nói í eigu ekki tekið hann þótt hann Ste ingr íms Albe rts Eftir á sá ég eftir því að hafa son ar í byrj að ná honum síðar. á hun kub end aflo kki var búinn að félagarnir, að ég kæmi til með ökk um í ið dýr í þrjú eða fjögur ár, tekkj ekkiþek ágú st 200 okkar. Joe hafði Öll um við Joe: 9. ferð þú í minn stand veiðar og á leið í standana „Nú La bra eruSvo ég segi við dor retr ie Ári síðar erum við að hefja ég búinn að taka ein sex dýr. rúm leg a tólffyr við var að ver. an úr með varð á – það og Þet gekk ir ert hun ta þor i ég var fastur dr lenég reyna og reyna en ekk áætlunÍs en d ing að full yrð a. Enn frem uð hre in ræk t að í móinn og vildi halda sig við malda að reyndi ir a Joe ur bör La end þinn.“ bra dor ar full yrð i ég og ég í n séu svo a inu. Lýsing skr áð ir í að Og þauþeg ar bra dor kol l þeg ar vönaðLakoma á eig okk þeim inn. bíl skiptum. á u ar tarfi n um að á heimasíðu sem eru Íslands (ww sjálvið var að bisa myn ft orð ið sá ég að Joe bor g ar­ Retriever­ veghon w.re trie ver. han n er var dalaf „hustærri. og við hittumst uppi við bíl nd ur“ Joe geyur, bara töluvert deil is) er því Þegar komið var hádegishlé si vin jafn flott hey r ist.létt. Og um skjó ti okk ur var hann sæl l hei m hafði flestum kun dar Hundaræktar Guðmund ið af Það í „Nei, þetta er Cage.“ Þarna il is hunver ur. Álögunum félags La­bra­dor­r nugleg: að veiðaA.aftGu ég fer að skoða hann segi ég: d ur. Ég spu kem ur til af því ðmu þetta fór hann etrie­ver­e Þorvalds að rði dýravist ið fyrir mér tarfinn en eftir son um þen ndsson og hunda r­kröft­ug­ Höf­uð­er eyðilagður yfir að hafa skot fræðinginn ræktand ur­og­ste ­­breitt,­v nan vel sannleik þá stoppaði ég hann upp.“ ann rk­lega­byg el­fyllt kunna a um han son Ing og­­liggja­þ björns Páll hann af því að hann átti þessa sögu hun Texti: Jó gð­ur­hu n. Samkvæ d Krist étt­að­­höfði ­og­­trýni­á­að­­v og þeir leid iberg G. dor­hunds nd­ur.­ era­kröft­ mt Guðmu ur.­Skott­m ins af því .­Augn­lit­ du mig í ugt.­­Eyru ndi stafa allan u að hann anda sín eð­ r­er a l­ ­dök l angt,­sver ­eru­lít­il­ vinsældir er hunda um. Ska ­beint­út t­við­skott­ k­ur.­Háls­þykk­ plyndi han ólmastur Labra­ ­frá­bak­ vinsældir ur­og­lan rót­ina­og­s línu­eða til s er sá eig breið­ur.­F hans sem g­ kott­stað inleiki sem að þóknast eig­ æt­ur­kröft­ ­­lægra.­Brjóst­k heimilis gagnvart a­á­að­­v helst ýtir hunds, ekk assi­djúp­ ug­ir­og­þó­ börnum. feld­ur­(v era­ undir ur,­kröft i síst lan atns­þétt­ far­þétt­i ­ug­u Frá sjónar glundargeð ur)­með­­ r.­Stutt­u mikla­un miði hun r­þétt­ur­og r­og­ hans Þau eru ds eru bör d­ir­ull. ­harð­ur­ háværknið Labrador n ekki allt laufþyk ir, hvatvís gegnum inn Í // IÐ þar af ir og óút að auki í 104 // SPORTV EIÐIBLAÐ er líka ein er þungur og hra reiknanleg bestu leikfélagarn svipaðri ustbyggð staklega klípa kra andlitshæ ir. ir ein ur, ljúfur staklingar góður veið kkar hun svartur, ð og hun og hlýðinn brúnn og sem eru ihundur. da, slá þá durinn sjál hlutann en hann Hann er gulbrú óvænt á . Eng fur. Stund G. Þorvald til í þrem trýnið og um sson er hun nn (sá litur er reyn Guðmund inn hundur sýnir bíta þá dor­hun þessu mei ur kveðst dar misljós ur litum; daræktand da þó ri skilning jafnvel í bak­ hafa hey hunda gag ). Ingiber i sem ræk rt ýmsar en Labra Border­terr svo að hann haf gur nvart bör tar fyrst sögur um dorinn. i á stuttu og fremst num, jafn ier: „Þei augun á þolinmæ tímabili Labra­ r dóu reyn vel þegar þeim eða fékk han ði reyn þes d smá jafn n.“ ar s t ara séð hund fyrir sér allir nem En varðand fólkið pot vel afturen með kíminn: a einn og af þessari ar fingrum dann. Au i litinn á „Eins og teg borgarstjó tylla sér Labrador í við segjum við hliðina und beinlínis vak kinheldur hef ég rinn hann „al , sem erum ­hundinum seg sjálfur vöru“­La ta barna á rúminu eftir því ir han bra bar með þegar lúr á meðan dor.“ Og n eigand Labrador n svartan inn er bú það sefur a síns; í Bretlan ­hunda sem upp á bör inn. Han di, þar sem Labrador, þá er og lötra til að byr nin. Þes sérstaka n finnur í fyrst var s vegna tegund, ja með. Fyr Labrador hjá sér hvö humátt alast bor talað um voru þeir sti gulleit ­hunda út fæddist reyn garbörn t til að pas vissulega i Labrador undan sér gjarnan dar ári fyr sa allir svart inn, sem upp við og mörg löngu orð ir aldamó ir var viður það að sjá þeirra ven inn hluti tin 1900 kenndur, jast þeim af þeirri Sjaldgæ mynd sem þannig að sá litur á heimil­ fastur er hinn súk er fyrir almenning fór ekki kulaðibrú ur hefur að sjást að ni eða „lif af dýrinu neinu mar ur­litaði“ . ki fyrr en Labrador á fjór sem ða Ums jón: áratug tutt Símon Hja ugustu ltason

13 4 // SPO RTV

Ljós myn

EIÐ IBL AÐI

dir: Guð mun

dur A. Guð

Ð // Ve iði hu

mundsso

n

nd ar: La bra dor

í Þr já tí u ár . na an im ið ve gn ga ál m ð ve ri Sp or tv ei ði bl að ið he fu r vi ð að fj al la um al la Þæ tt i ve ið in na r, vi ð le gg ju m ok ku r fr am ot ve ið i – og nú Sí ða St bo gv ei ði . ja fn t Stan ga ve ið i Se m Sk er ðu og fr óð le gu ef ni , av ug áh af t ll fu út St tí m ar it ið er æ ðS lu , ve ið iS ög ur fr ð vi d an bl í öl ðt vi g Sk em m ti le te ng da ve ið um . og al lS ky nS um fj öl lu n ri r ve ið im an ni nn . fy i nd Sa iS óm er ið að or tv ei di .n et. Sp or tv ei ði bl Sp á ni vi du id ve nn ki ei ky nn tu Þé r áS kr if ta rl ge ra St áS kr if an di . Þa ð m ar gb or ga r Si g að

Sportveidi.net

fróðleikur, veiðiSögur, ljóSmyndir úr veiðinni, mataruppSkriftir, fluguhnýtingar og margt fleira

útgáfufélagið kyndill | flugvallarbraut 752 | 235 reykjaneSbær | áSkriftarSími 571-1010 | Sportveidi.net


Siðareglur skotveiðimanna

SKOTVEIÐIMAÐUR GÆTIR FYLLSTA ÖRYGGIS Í MEÐFERÐ SKOTVOPNA • Ávallt skal meðhöndla skotvopn sem hlaðið væri. • Byssu skal ekki hlaða fyrr en veiðimaður er reiðubúinn að skjóta. • Gengið skal úr skugga um að ekkert beri á þegar miðað er og skotið á bráðina. • Veiðimaður losar ekki öryggi af byssu og skýtur fyrr en hann hefur fullvissað sig um að skotmarkið sé það sem hann ætlar að skjóta á. • Veiðimaður skal ekki snerta byssu ef hann er undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa.

Sjá siðareglur Á www.skotvis.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.