Ver› 1.190 kr.
Fagrit um skotvei›ar og útivist. 1. tbl. 14. árg. 2008
Fagrit um skotveiðar og útivist
Efnisyfirlit Ritstjóraspjall - Veiðum hóflega, vinnum saman
bls.
5
•
8
•
12
•
15
•
21
S i g m a r B . H a u k ss o n
Blesgæsin friðuð A r n ó r Þ ó r i r S i g f ú ss o n
Ólafur Sigurgeirsson Hinsta
kveðja frá
S KOTV Í S
Carlsen Minkabani H a u k u r B r y n j ó l f ss o n
Hreindýraveiðileyfi
Gefið
Á k i Á r m a n n J ó n ss o n
Veiðivélar, gildrur og snörur Aðrar
Samstarf Skotvís og Náttúrufræðistofnunar Ólafur K. Nielsen
og
23
•
28
•
34
•
42
•
47
•
52
•
56
•
59
Davíð Ingason
Ég hef aldrei veitt mér til skemmtunar Viðtal
•
leiðir til veiða
við
E g i l J ó n a ss o n S t a r d a l
Ríkjandi auga S t e n C h r i s t o f f e r ss o n
Of langt gengið... Guðlaugur Þór Þórðarson
Helvítis hakkið Frábærar við
Skotveiðifélag Íslands Holtagerði 32, 200 Kópavogur Sími 893 4574, E-mail skotvis@skotvis.is Heimasíður: SKOTVÍS: http://www.skotvis.is SKOTREYN: http://www.skotreyn.org
hreindýrahakk-uppskriftir
Fullkomin konudagsgjöf Viðtal
út fyrir:
S æ u n n i M a r i n ó sd ó t t u r
Sauer Individual
Ritstjórn og ábyrgð:
Sigmar B. Hauksson
Í v a r E r l e n dss o n Ritstjórn fagefnis:
Dr. Arnór Þórir Sigfússon Forsíðumynd:
Nikulás Sigfússon
Útgáfa, útlit og prentvinnsla:
Sökkólfur ehf. Hrafnshöfða 13, 270 Mosfellsbær Sími 824 8070 kjartan@design.is
Fagrit um skotveiðar og útivist
Veiðum hóflega, vinnum saman R
júpnaveiðar hófust aftur s.l. haust eftir tveggja ára hlé. Ég hygg að það hafi verið afar stór stund fyrir marga veiðimenn að fá að ganga til rjúpna eftir tveggja ára veiðibann. Miklar umræður hafa, sem kunnugt er, verið undanfarin þrjú ár um hvort rétt hafi verið að friða rjúpuna. Engin niðurstaða fékkst í þessa umræðu. Það er nú þannig að í náttúrunni er svo margt sem við ekki skiljum og þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir er margt á huldu um þessa vinsælu bráð okkar Íslendinga, rjúpuna. Við lærðum þó eitt og það er að það er algjör nauðsyn að góð sátt sé á milli vísindamanna og veiðimanna. Þá er það, að mínu mati, mjög brýnt að veiðimenn taki þátt í rannsóknum á rjúpu.
Siðbót
Þ
egar ljóst var að Um hverfis ráðherra myndi heimila rjúpnaveiðar haustið 2005 voru ýmsar hugmyndir um hvernig haga skyldi veiðunum. Þrátt fyrir að mikill vöxtur hefði verið í rjúpnastofninum var hann enn fremur lítill. Hugmyndir voru um að leyfa aðeins rjúpnaveiðar 3 – 4 daga á viku og ekki á sunnudögum. Einnig var hugmynd uppi um að leyfa aðeins veiðar í mjög skamman tíma, t.d. í einn mánuð. Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, tók af skarið og heimilaði veiðar frá 15. október til 1. desember, eða í 6 vikur. Ráðherra kvaðst treysta íslenskum veiðimönnum til að stilla veiðum sínum í hóf. Markmiðið var að
SIGMAR B. HAUKSSON FORMAÐUR SKOTVEIÐIFÉLAGS ÍSLANDS
rjúpnaveiðar yrðu takmarkaðar eins og hægt væri og ekki yrðu veiddar fleiri en 75.000 – 80.000 rjúpur. Bannað var að selja rjúpur og Skotveiðifélag Íslands stóð fyrir mikilli áróðursherferð þar sem veiðimenn voru hvattir til að gæta hófs við veiðarnar. Margir voru vantrúaðir á að þetta tækist. Töldu menn öruggt að veiðin færi upp undir 100.000 fugla. Staðreyndin er hins vegar sú að það er hægt að treysta íslenskum skotveiðimönnum. Allt bendir nú til þess að rjúpnaveiðin haustið 2005 hafi verið um 75.000 fuglar.
B l e sg æ s i n
N
okkrir félagsmenn SKOTVÍS voru ekki sáttir þegar aðalfundur félagsins samþykkti að skora á Umhverfisráðherra að friða blesgæsina. Undanfarin 4 ár hefur stjórn SKOTVÍS og aðalfundir fjallað um
bágt ástand blesgæsastofnsins. Í fyrstu voru veiðimenn hvattir til að veiða ekki blesgæs. Ljóst var að hrun er í stofninum og því ekki forsvaranlegt að veiða úr honum. Skotveiðimenn vilja að þeir dýrastofnar sem þeir veiða úr séu heilbrigðir og sterkir svo að þeir geti borið hóflegar veiðar. Fækkun í bles gæsastofninum stafar ekki af ofveiði heldur af einhverjum breytingum á varpstöðvunum á Grænlandi. Þá er rétt að það komi fram að veiðar á blesgæs eru ekki heimilaðar á Bretlandseyjum. Það var því ekki forsvaranlegt að leyfa veiðar á blesgæs. Skotveiðifélag Íslands, sem er fjölmennustu samtök skotveiðimanna á Íslandi, vilja hafa áhrif á nýtingu villtra dýrastofna. Félagið vill geta haft áhrif á skipulag veiða og stjórnun. Þessar ákvarðanir eiga ekki eingöngu að vera í höndum embættismanna. Til þess að hlustað sé á okkur og við tekin trúanleg verðum við af og til að taka ákvarðanir sem geta verið óvinsælar á þeim tíma en reynast réttar þegar fram í sækir. Þetta á við um blesgæsina. Vonandi mun blesgæsastofninn ná sér aftur á strik og þegar hauststofninn verður orðinn 30.000 fuglar er sjálfsagt að leyfa veiðar að nýju.
Einkennilegar
U
ákvarðanir
ndanfarin ár höfum við hvatt veiðimenn til að þyrma blesgæsinni, auka ekki veiðar á grágæs en stunda frekar heiðagæsaveiðar. Ungir og efnaminni veiðimenn kvarta veru-
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
lega yfir því að erfitt sé að komast í gæsaveiði. Efnameiri veiðimenn hafi leigt akra og tún hringinn í kringum landið. Við höfum bent þessum veiðimönnum á að snúa sér að heiðagæsinni inni á hálendinu. Heiðagæsaveiðar á hálendi Íslands er stórkostleg upplifun og krefjandi veiðar sem tíma tekur að læra. Nú er svo komið að farið er að loka vinsælum veiðilendum inni á hálendinu. Umhverfisstofnun vann ötullega að því að banna fuglaveiðar á nýju friðlandi norðan Hofsjökuls, sem kallast Guðlaugtungur. Þarna má ekki veiða heiðagæs á um 400 km² svæði. Þessi ákvörðun er, að mati Skotveiðifélags Íslands, óskiljanleg og óásættanleg. Þarna hefur opinber stofnun tekið höndum saman við þröngan hóp hagsmunaaðila og með aðgerðum þessum útilokað 5.000 Íslendinga frá því að stunda fuglaveiðar á þessu fagra svæði. Skilaboðin eru skýr; þið getið keypt ykkur veiðileyfi af landeigendum.
V
ið getum ekki sætt okkur við að opinber stofnun, eins og Um hverfisstofnun, sem á að gæta hagsmuna allra Íslendinga skuli vinna á þennan hátt. Í stutt máli er verið að meina veiðimönnum og þá ekki síst landlausum veiðimönnum að stunda veiðar í þjóðlendu eða landi, sem öll þjóðin á.
Skynsamlegar
D
ákvarðanir
æmi um það sem vel hefur tekist til er skipulag hreindýraveiða. Vissulega er staðan sú núna að mun fleiri sækja um leyfi en fá. Ég er ekki hér að fjalla um þann þátt málsins, heldur um sjálft skipulag veiðanna. Sem kunnugt er, má ekki nota fjóreða sexhjól við veiðar. Veiðimaður sem fellir hreindýr þarf að draga • það upp á næsta veg eða
6
hluta það niður og bera. Flest hreindýr eru felld á Fljótsdalsheiði og heiðunum þar í kring, svæði 1 og 2. Á þessu svæði, eða á Kárahnjúkum, standa yfir mestu framkvæmdir Íslandssögunnar. Þarna er búið að leggja vegi þvers og kruss út um allt. Það er því afar þægilegt að stunda veiðar á þessu svæði þar sem nánast er hægt að keyra að hjörðinni. Hvað um það; utanvegaakstur á engan rétt á sér, íslensk náttúra er viðkvæm og einkum náttúran á hálendinu. Freistingarnar til að aka að felldu dýri eru miklar því oft er um stuttar vegalengdir að ræða.
S
tjórn Skotveiðifélags Íslands og Félag hreindýraleiðsögumanna telja því að hreindýraleiðsögumenn eigi að fá að nota sexhjól til að ná í felld dýr. Erlendar rannsóknir sýna að för eftir sexhjól með fínu dekkjamynstri skilja eftir nánast enga slóð. Rannsóknir í Kanada og Norður Svíþjóð sýna að það eru minni för eftir sexhjólin en mannsfótinn eða hesta. Það yrði því skynsamleg ákvörðun að Umhverfisráðuneytið heimili hreindýraleiðsögumönnum að nota sexhjól til að ná í felld hreindýr.
Þrír
U
umhverfisráðherrar
mhverfisráðuneytið er það ráðuneyti sem við, skotveiðimenn, höfum mest samskipti við. Á þessu kjörtímabili hafa þrír ráðherrar gegnt starfi umhverfisráðherra. Hafa þessar tíðu breytingar sett nokkurn svip á samskipti okkar við ráðuneytið. Vissulega höfum við ætíð átt gott samstarf við starfsfólk Umhverfisráðuneytisins. Af og til koma þó upp mál sem ráðherra þarf að taka afstöðu til. Við höfum átt afar ánægjulegt samstarf við Sigríði Önnu Þórðardóttur og vill stjórn Skotveiðifélags Íslands nota tækifærið
og þakka henni fyrir gott samstarf. Þá viljum við bjóða nýjan umhverfisráðherra, Jónínu Bjartmarz, velkominn til starfa.
Að
E
lokum
ins og áður hefur komið fram er, að mínu mati, ánægjulegustu tíðindin þau að veiðimenn stilltu rjúpnaveiðum sínum í hóf s.l. haust. Ég hika ekki við að fullyrða að þessa siðbót megi þakka öflugu starfi SKOTVÍS undanfarin ár. Skotveiðar á Íslandi verða að vera sjálfbærar. Víða erlendis, t.d. í Bretlandi og víða í Evrópu, eru menn að veiða fugla og önnur dýr sem eru ræktuð og svo sleppt út í náttúruna. Við, hér á Íslandi, erum að veiða villt dýr í fagurri náttúru. Veiðar til að afla tekna eru því óhugsandi hér á Íslandi. Til að svara þörfum markaðarins ætti að leggja af alla verndartolla og vörugjöld af erlendri villibráð. Ljóst má vera, eftir að búið er að banna sölu á rjúpu, að skortur mun verða á innlendri villibráð á hinum almenna markaði. Íslenski rjúpnastofninn hefur enn ekki rétt úr kútnum. Hann er enn lítill. Við þurfum því að fara varlega nú í haust og veiða hóflega eins og síðast liðið haust. SKOTVÍS hefur átt kost á að taka þátt í gerð rannsóknaráætlunar Náttúrufræðistofnunar á rjúpu. Þessi áætlun er vönduð og ætti á næstu árum að geta svarað nokkrum spurningum um rjúpuna, sem við vitum ekki svör við í dag. Vandaðar rjúpnarannsóknir eru til mikilla hagsbóta fyrir veiðimenn. Þess vegna er brýnt að við, veiðimenn, veitum aðstoð og tökum þátt í rjúpnarannsóknum. Á forsíðu blaðsins er mynd af fálka á rjúpnaveiðum sem á að minna okkur á það að það eru fleiri sem veiða rjúpu en við mennirnir, okkur ber að taka tillit til veiðifélaga okkar, fálkans. Kjörorð okkar er því nú: ,,Vinnum saman, veiðum hóflega.”
Áríðandi er að skila inn merkjum af merktum fuglum til Náttúrufræðistofnunar.
Enn vantar veiðiskýrslur frá síðasta ári. Vinsamlegast skilið þeim sem fyrst.
Veiðikorthafar Göngum vel um náttúruna og virðum lög
Skiljum ekki eftir tóm skothylki á veiðislóð. Óheimilt er að elta uppi bráð á vélsleðum.
Skila þarf veiðiskýrslu þó ekkert hafi verið veitt á árinu og þó ekki sé óskað eftir endurnýjun kortsins.
Hafið ávalt meðferðis veiðikort, skotvopnaleyfi og persónuskilríki í veiðiferðum.
Akstur er aðeins heimill á vegum og merktum vegaslóðum.
Vefsetur Veiðistjórnunarsviðs www.ust.is/Veidistjornun www.hreindyr.is
Veiðistjórnunarsvið
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
Blesgæsin friðuð
L j ó s m y n d : J ó h a n n Ó l i H i l m a r ss o n
Í
vor var blesgæsin tekin af lista yfir þær fuglategundir sem heimilt er að veiða hér á landi. Ástæða friðunar innar er hröð fækkun í stofninum síðustu árin vegna viðkomu brests sem gerir það að verkum að veiðarnar eru ekki lengur sjálfbærar.
G
rænlenska blesgæsin sem hér fer um er deilitegund af blesgæs (Anser albifrons), en hún er ein útbreidd asta gæsin á norðurslóðum og verpir á heimsskautasvæðum umhverfis norður skautið frá austurströnd Grænlands um norðurhéruð Kanada, Alaska og Síberíu, að ströndum Hvítahafsins. Varpstöðvar grænlensku bles gæsar innar eru á vesturströnd Græn lands en vetrar stöðvar hennar eru á Írlandi og Skotlandi. Hún hefur viðkomu hér á landi vor og haust á leið sinni milli vetrar- og varpstöðva og eru aðalviðkomustaðir hennar Borgar fjörður, Mýrar og Suðurland, frá Ölfusi austur með Eyjafjöllum. Auk þess sjást bles gæsir í minna mæli í • öðrum landshlutum.
8
ARNÓR ÞÓRIR SIGFÚSSON VERKFRÆÐISTOFU SIGURÐAR THORODDSEN
Í
grein í SKOTVÍS 2003 (Arnór Sigfússon 2003) fjallaði ég um ástand stofnsins og þá var ljóst hvert stefndi. Því miður hefur ástandið ekkert batnað og fækkunin haldið áfram. Til að rifja upp þróun stofnsins þá má segja að blesgæsir hafi fyrst verið taldar á nær öllum vetrarstöðvunum á sjötta áratug síðustu aldar og voru þá taldar vera milli 17.500 og 23.000 fuglar.
Auk heildar talninga var einnig fylgst ítarlegar með hluta vetrarstöðvananna. Veiðar voru þá stundaðar á þeim á Írlandi og Skotlandi auk veiða hér og í Grænlandi. Í lok áttunda áratugarins sýndu talningar að stofninn hafði minnkað og talningar bentu til að hann væri kominn niður undir 15.000 fugla. Eyðilegging búsvæða á vetrar stöðvum og veiðar voru taldar helstu orsakir fækkunarinnar og í kjölfarið var brugðist við með því að banna veiðar á grænlenskum blesgæsum á Írlandi og Bretlandi 1982 og 1985 var veiðitíminn styttur á Grænlandi þannig að ekki mátti stunda bles gæsa veiðar þar fyrr en 15. ágúst til 30. apríl í stað alls ársins áður, sem þýddi í raun að veiðar á blesgæs þar lögðust að mestu af. Auk þess sem dró verulega úr veiðum eftir 1982-1985, þá voru mörg svæði sem blesgæsin nýtti á vetrum gerð að verndarsvæðum sem tryggði að þeim yrði ekki raskað. Það sama gerðist á Grænlandi nokkru seinna, stór hluti varpstöðva blesgæsa var lýstur
ENNEMM / SÍA / NM22973
NISSAN PATHFINDER
ÆVINTÝRI LÍKASTUR Það hefur líklega aldrei verið hagstæðara að kaupa sér alvöru jeppa. Nissan Pathfinder blandar skemmtilega saman krafti fjallajeppa eins og þeir gerast bestir og lipurð flottustu götubíla. Útkoman hefur slegið eftirminnilega í gegn enda er sama hvaða samanburð þú gerir, Pathfinder hefur vinninginn!
Líttu inn og berðu hetjuna augum!
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Umboðsmenn um land allt
Akranesi 431 1376
Akureyri 464 7942
Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Höfn í Hornafirði 478 1990
Njarðvík 421 8808
Reyðarfirði 474 1453
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
Ramsarsvæði frá 1989. Í kjölfar þessara aðgerða var reynt að koma á alþjóðlegum sáttmála til verndar blesgæsinni með aðild allra þeirra landa sem hún hefur viðdvöl í. Sáttmálinn sem kenndur var við Wexford á Írlandi var saminn en aldrei undirritaður af aðildarríkjunum og gekk því aldrei í gildi (Fox o.fl. 2006, Arnór Sigfússon 2003, Fox. o.fl. 1999).
Í
kjölfar þessara aðgerða tók stofn inn við sér og grænlensku bles gæs unum fór að fjölga jafnt og þétt þar til þær náðu hámarki um 35.000 fugla árið 1999. Aldrei var gripið til neinnar friðunar hér og veiðitölur frá 1995 sýna að veiði blesgæsa var 3.000 – 3.500 fuglar og virtist stofninn þola þá veiði og tvöfaldaðist hann á rúmum áratug. En þegar allt virtist vera að þróast á besta veg varð algjör viðsnúningur. Stofninum tók allt í einu að hraka á ný og hefur stefnt hratt niður á við síðan hámarkinu var náð og sér ekki fyrir endann á því og ef fer sem horfir er þess ekki langt að bíða að hann nái sama lágmarki og á áttunda áratugnum. Helsta ástæða þessarar fækkunar er minnkandi viðkoma. Í ljós hefur komið við rannsóknir á merktum fuglum að æ lægra hlutfall fugla virðist verpa og aldur við fyrsta varp hefur hækkað. Ungahlutfallið í stofninum er því svo lágt að fjöldi unga er ekki nægjanlegur til að bæta upp afföll í stofninum (Fox o.fl.2006). Um ástæður þessara breytinga á viðkomu blesgæsanna er ekki vitað með vissu. Varpstöðvar þeirra á Vestur Grænlandi eru víðfeðmar og óaðgengilegar þannig að erfitt er um vik við rannsóknir á þeim. Nokkrar tilgátur eru uppi um hugsanlegar ástæður en líklegastar eru taldar tilgátur er varða loftslagsbreytingar og samkeppni við kanadagæsir (Branta canadensis). Mikil • umræða hefur verið und-
10
L j ó s m y n d : J ó h a n n Ó l i H i l m a r ss o n
anfarið um hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga og líkön sem gerð hafa verið um gróðurhúsaáhrif spá því flest að áhrif verði meiri á lífríki heimskauta svæða en annarsstaðar og komi fyrr fram. Þessar breytingar gerast þó oft hægt og erfitt getur verið að fá tölfræðilega marktæka fylgni. Hugsanlegt er að breytingar á hitastigi í júní á Vestur Grænlandi gæti verið áhrifavaldur hér en ekki er hægt að fullyrða það með vissu. Líklegri skýring er talin vera landnám og aukning á kanada gæsum á útbreiðslusvæðum grænlensku blesgæsar innar sem hófst á níunda áratug síðustu aldar. Vísbendingar eru um að þar sem tegundirnar rekast á þá hafi kanadagæsin betur í samkeppninni og því gæti hún verið að ýta blesgæsunum af bestu varpsvæðunum og minnka möguleika þeirra til að koma upp ungum (Fox o.fl.2006). Sé þetta raunin er óvíst að nokkuð sé hægt að gera til að bjarga grænlensku blesgæsinni nema hlúa að henni á farleiðinni og á vetrarstöðvunum og vona það besta. Ekki er líklegt að viðsnúningur verði á næstunni hvað varðar lofts lags breyt ingar og ekki er séð fyrir end ann á áhrifum þeirra. Hvað varðar möguleika á að hjálpa blesgæs-
inni með því að fækka kanadagæsum á varpstöðvunum þá er það erfiðleikum bundið. Gæsirnar eru dreifðar um víðfeðm og óaðgengileg svæði þannig að vandkvæðum er bundið að komast að þeim til að fækka þeim. Friðun blesgæsarinnar nú er viðleitni okkar til að stuðla að áframhaldandi tilveru hennar. Þó þær veiðar sem stundaðar hafa verið hér séu ekki frumorsök þess að það fækkar í stofninum þá flýta þær fyrir fækkuninni og minnka líkur á að stofninn nái að rétta sig við. Þannig er hlutfall unga seinni ár oft innan við 10% sem þýðir að þeir eru einungis um eða innan við 2.500 en á sama tíma hefur veiði hér verið milli 3.000 og 3.500 fuglar. Þá eru eftir náttúruleg afföll þannig að sjá má að þetta dæmi gengur ekki upp og ekki er um annað að ræða en að hætta veiðum.
Á
stand blesgæsarinnar hefur verið til umræðu innan Skot veiði félags Íslands undanfarin ár. Í kjölfar greinar minnar um blesgæsir í SKOTVÍS 2003 var ég beðinn um að fjalla um blesgæsir á aðalfundi félagsins vorið 2004. Þá ályktaði aðal fundurinn að bregðast þyrfti við með verndun blesgæsarinnar og aftur nú
Fagrit um skotveiðar og útivist
í vor á aðalfundi félagsins 2006 var ályktað á sama veg. Í kjölfar þess var umhverfisráðherra sent erindi um að til aðgerða yrði gripið. Þetta erindi SKOTVÍS ásamt sambærilegu erindi frá Fuglaverndarfélagi Íslands leiddi til þess að umhverfisráðherra ákvað í vor að friða blesgæsir. Með þessu sýndi SKOTVÍS ábyrga afstöðu því verndun veiðistofna og skynsamleg nýting ætti alltaf að vera í fyrirrúmi hjá hagsmunasamtökum veiðimanna. SKOTVÍS lagði jafnframt til að veiðar verði heimilaðar aftur ef stofninn nær sér á strik að nýju og færi yfir 30.000 fugla og er slíkt ekki ósanngjörn krafa þar sem sjá mátti að blesgæsum fjölgaði jafnt og þétt fram til 1999 og virtist því þola vel veiðiálagið hér meðan nýliðun var í lagi. Þannig að ef ástand stofnsins breytist verulega til batnaðar og nýliðun eykst á ný þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að stunda takmarkaðar veiðar úr honum. Friðunin mun að því er virðist ekki hafa áhrif á marga veiðimenn því skoðun á gagnagrunni Umhverfisstofnunar yfir veiðar bendir til að rúmlega 500 veiðimenn veiði blesgæsir, eða um 5% veiðikorthafa. Flestir þeirra eru að veiða 1–5 blesgæsir á ári en aftur á móti eru sumir að veiða talsvert af þeim og þannig koma að jafnaði yfir helmingur veiddra blesgæsa í hlut um 15% blesgæsaveiðimanna. Þó friðunin snerti kannski ekki marga veiðimenn mun hún því koma misjafnlega mikið við menn því á sumum veiðijörðum eru blesgæsir uppistaða veiðinnar. En vonandi er slæmt ástand blesgæsastofnsins
tímabundið og ekki óhugsandi að ein- veiðimenn að vanda sig, ekki síst á hvern tíma verði hægt að veiða þær á þeim svæðum sem blesgæsa er helst að ný. vænta. Sérstaklega þarf að gæta sín við veiðar á náttstöðum og í fyrstu skímu á ú í haust mun reyna á hæfi- morgnana meðan birta er léleg þannig leika veiðimanna til að greina að ekki er gott að greina liti. Rétt er að bles gæsina frá öðrum gæsum og þar hvetja veiðimenn til að forðast veiðar í ætti reglan að vera að ef menn eru í náttstað þar sem blesgæsa er von. Oft vafa þá á ekki að skjóta. Eins og fyrr blandast tegundir í náttstað þannig að sagði þá eru aðalviðkomustaðir henn- þar aukast líkur á rangri greiningu til ar Borgarfjörður, Mýrar og Suðurland, muna. frá Ölfusi austur með Eyjafjöllum og þar þurfa menn að sýna sérstaka varúð. f menn hafa áhuga á að kynna Oftast eru gæsahópar tegundaskiptir sér frekar ástand grænlensku og í þeim tilfellum er auðvelt að þekkja blesgæsarinnar þá er bent á nýlega blesgæsir frá öðrum á hljóðunum á grein í British Birds (http://www.brittalsverðu færi. Blesgæsin er hávær á ishbirds.co.uk/) eftir Anthony D. Fox flugi og tilsýndar á flugi þá er blesgæs- o.fl. 2006, en þessi samantekt hér in dekkri en grágæs og heiðagæs og byggir m.a. á þeirri grein og einnþegar þær koma nær má greina svart- ig á Fox 2003 sem finna má á vef ar þverrákir á kvið fullorðnu fuglanna Danmarks Miljøundersøgelser (http:// og eru sumir með nær alsvartan kvið- www.dmu.dk) inn auk þess sem fætur og goggur eru gulleitir. Vilji veiðimenn ná færni í Heimildir að greina blesgæsir þá er upplagt að Arnór Þ. Sigfússon 2003. Blesgæsir. SKOTVÍS 9(1): 16-19 heimsækja Hvanneyri í Borgarfirði Fox, A.D., Stroud, D.A., Walsh, A.J., Wilson, H.J., þegar blesgæsirnar eru komnar, en þar Norriss, D.W. & Francis, I.S. (2006): The rise and fall of the Greenland White-fronted Goose: a case hefur verið friðland blesgæsa og hún study in international conservation. British Birds 99(5): 242-261. verið í mikilli nálægð við menn þannig Fox, A.D. 2003. The Greenland Whitefronted Goose að þær eru mjög gæfar þar. Því er hægt Anser. albifrons flavirostris. The annual cycle of a migratory herbivore on the European continental að stoppa bílinn, opna glugga og horfa fringe. Doctor’s dissertation (DSc). National Environmental Research Institute, Denmark. 440 á gæsirnar og hlusta á þær. Þá lærist bls. A.D, Norriss, D.W., Wilson, H.J., Merne, O.J., mönnum fljótt að þekkja þær auk þess Fox, Stroud, D.A., Sigfússon. A. & Gladher, C. 1999. Whitefronted Goose Anser. albifrons sem það er hin besta skemmtun að Greenland flavirostris. Pp. 130 – 142. In: Madsen, J., Cracknell, G & Fox, A.D. (eds.): Goose populations horfa á blesgæsirnar í návígi. Þó gæsa- of the Western Palearctic, a review of status distribution. Wetlands International Publ. hópar séu oftast einsleitir þá er það and No. 48. Wageningen, The Netherlands. National Research Institute, Denmark. 344. alls ekki óalgengt að einhver blöndun Environmental bls. verði þannig að tvær eða fleiri tegundir séu saman hópi. Þá reynir enn meira á greiningahæfnina og verða
N
E
Vefsetur Veiðistjórnunarsviðs
www.ust.is/Veidistjornun
Upplýsingavefur Veiðistjórnunarsviðs, skil á veiðiskýrslum ofl.
www.hreindyr.is
Upplýsingavefur fyrir hreindýraveiðimenn.
•
Veiðistjórnunarsvið
11
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
Ólafur Sigurgeirsson 1948-2006 HINSTA KVEÐJA FRÁ SKOTVEIÐIFÉLAGI ÍSLANDS
Þ
að var mikið áfall fyrir íslenskt útivistarfólk, sérstaklega fyrir okkur skotveiðimenn, þegar tilkynning barst um ótímabært fráfall Ólafs Sigurgeirssonar, hæstaréttarlögmanns. Störf hans í þágu Skotveiðifélags Íslands bættu réttarstöðu skotveiðimanna til mikilla muna. Ólafur var mikill Íslendingur í hjarta sínu. Frelsi og mannréttindi voru honum ávallt ofarlega í huga í störfum sínum.
Þ
egar frumherjarnir, Sverrir Scheving Thorsteinsson, Haukur Brynjólfsson, Sólmundur Ein arsson, Ólafur Karvel Pálsson og fleiri góðir menn voru að vinna að stofnun Skot veiðifélags Íslands, var það eitt mál sem lá þeim þungt á hjarta. Það var réttur landlausra Íslendinga til að nýta og njóta þess lands sem þjóðin átti öll. Upp úr 1940 verða gríðarlegir bú ferla flutningar hér á landi; fólk flutti unnvörpum af landsbyggðinni í þéttbýlið, einkum til Reykjavíkur. Veiðimenn, búsettir í þéttbýli, komust fljótlega að því að víða voru þeir ekki velkomnir. Landeigendur töldu sig eiga og ráða yfir landi fjarri allri byggð. Upp úr 1970 fara átök landeigenda og skotveiðimanna að aukast. Oft kom til harðvítugra skoðanaskipta og átaka. Fyrsta stjórn Skotvís taldi því að það ætti að vera eitt helsta baráttumál félagsins að tryggja landlausum Íslendingum réttinn til að njóta og nýta landið, m.a. til að stunda rjúpnaog gæsaveiðar.
•
12
Þ
egar Skotveiðifélag Íslands var stofnað, árið 1978, má segja að réttur landeigenda hafi verið í öndvegi. Þó svo að meirihluti landsmanna byggi í þéttbýli réðu lög og reglur gamla bændasamfélagsins. Almannaréttur var hvað þrengstur hér á landi, alla vega miðað við hin Norðurlöndin. Með kröftugu starfi Skotvís fóru skotveiðimenn í auknum mæli að leita réttar síns þegar þeir lentu í útistöðum við landeigendur. Þetta var erfið barátta því yfirvöld, t.d. lögregla, var yfirleitt á bandi landeigenda. Skotveiðimenn fóru nú hægt og sígandi að vinna góða sigra í réttarsölum; oft töpuðu þeir í héraði en unnu nánast alltaf í hæstarétti.
T
Ólafur bar ríka réttlætiskennd í brjósti. Íslendingasögurnar voru hans bókmenntir. Íslensk glíma og aflraunir voru hans íþróttir. Það þurfti engan að undra þegar fjármálaráðherra fól honum, árið 1999, að gæta hagsmuna ráðuneytisins við meðferð þóðlendumála hjá óbyggðanefnd. Því starfi gegndi Ólafur með glæsibrag.
Þ
rátt fyrir að Ólafur ætti við nokkurt heilsuleysi að stríða um sinn, kom ótímabært fráfall hans okkur öllum á óvart. Í huga okkar flestra var Ólafur ímynd hreysti og karlmennsku.
A
ð leiðarlokum vill Skotveiðifélag Íslands þakka Ólafi fyrir óeigingjörn störf í þágu félagsins. Almannaréttur og réttur landlausra Íslendinga þykja nú sjálfsögð mannréttindi. Þessari hugarfarsbreytingu, sem orðin er, má að miklu leyti þakka elju og áhuga Ólafs Sigurgeirssonar. Íslenskt útivistarfólk stendur í ævarandi þakkarskuld við hann.
ímamótasigur fyrir skot veiði menn var sigur í hinu svokallaða Geit landsmáli. Ég held að ekki sé á neinn hallað þó ég segi að enginn einn maður hafi haft meiri áhrif í réttindamálum landlausra Íslendinga en Ólafur Sigurgeirsson, hæstaréttarlögmaður. Ólafur var sjálfur mikill útivistarmaður og góður skotveiðimaður. Fljótlega óður drengur og merkur fóru skotveiðimenn að leita til Ólafs, Íslendingur er fallinn frá, allt of lentu þeir í útistöðum við landeigend- snemma. ur eða í öðrum vandamálum. kotveiðifélag Íslands vottar ið, hjá Skotvís, fórum fljótlega börnum Ólafs og ættingjum að leita ráða hjá Ólafi eftir að samúð. hann opnaði lögmannsstofu sína. Ólafur var ávallt boðinn og búinn að S i g m a r B . H a u k ss o n liðsinna okkur, þrátt fyrir að aldrei F o r m a ð u r S k o t v e i ð i f é l a gs Í s l a n ds fengi hann greitt fyrir þjónustu sína.
G
V
S
Ef þú verslar á Netinu... ...hafðu þá vaðið fyrir neðan þig
Vottun VISA er þjónusta sem miðar að því að gera viðskipti á Netinu enn öruggari. Eftirtalin fyrirtæki og verslanir eru meðal hinna fjölmörgu sem krefjast Vottunar VISA (Verified by VISA) í viðskiptum við VISA kreditkorthafa á Netinu: British Airways Northwest Airlines Jet Blue Airways TUI Travel Thomas Cook Skype
Easy Car Comp USA Office Max Last Minute PC World Walmart
Wine Cellar World Pay Play Station Niketown Reebok Petco
Fáðu lykilorðið þitt á www.visa.is og nýttu þér Vottun VISA í öruggari viðskiptum á Netinu.
Öruggari netviðskipti
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
Uppskeruhátið – LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 – Veiðimenn!
M
unið að taka frá laugardagskvöldið 2. desember 2006. Þá verður haldin sameiginleg uppskeruhátíð SKOTREYN og SKOTVÍS. Vitaskuld verður villibráð á borðum. Áður en kvölverður hefst verður boðið upp á fordrykk í tilefni 20 ára afmælis SKOTREYN. Eins og geta má nærri verður þetta villibráðarveisla aldarinnar. Uppskeruhátíðin verður auglýst nánar síðar, en félagsmenn eru beðn- una. Munið því að taka frá einhverja og SKOTREYN laugardaginn 2. desir að hafa í huga að til þeirra verður villibráð fyrir hátíðina 2. desember. ember. Nánar auglýst síðar. leitað um að leggja til villibráð í veisl- Semsagt, - uppskeruhátíð SKOTVÍS
Aftann - bátaleiga Hjólhýsin eru af gerðinni Caravelair, ætluð fyrir fjóra til sex(kojuhús) og eru með: • Sólarsellu • Fortjald (leigist sér) • Fjóra til sex stóla og borð • Gaseldunartæki fyrir 2-3 potta • Gasofn • Ísskáp • Salerni • Rafmagnskapal 220 volt, 12 volta geymi og gaskút
Þetta eru allt mjög vel útbúin hús og eru tilbúin í útileiguna. Smærri hús fyrir fólksbila og stærri fyrir jeppa. •
14
20% afsláttur til meðlima SKOTVÍS
L j ó s m y n d : J ó h a n n Ó l i H i l m a r ss o n
Aftann ehf. • Steinhellu 5 • 221 Hafnarfjörður • Sími 554 4589 & 864 4589 • www.aftann.org
Carl Anton Carlsen CARLSEN MINKABANI
Carlsen
Rauðavatn. Alþýðublaðið.
með veiðihund við
ljósm.
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
Þ
essi mynd af veiðimanni í paradís er mér fersk í minni þótt liðnir séu áratugir (reyndar hálf öld) og veiðimaðurinn sjálfur fyrir löngu horfinn sjónum okkar. Aðra eins veiðigleði hef ég ekki oftar séð. Þó átti ég seinna marga veiðidaga við þess á og sá tilsýndar er landskunnir veiðigarpar tóku dagskvótann á sínar dularfullu flugur.
V
eiðimaðurinn hamingjusami var Carlsen minkabani. Í fylgd með honum var undirritaður, 17 ára gamall og þungt haldinn af veiðidellu en þetta sumar var ég í þjálfun hjá meistaranum að læra til minkabana. Einhverjum árum seinna minnti ég Carlsen á þessa ævintýralegu urriðaveiði en þá hafði hann uppgötvað enn stórkostlegri veiðiskap að hann taldi, sem sé að veiða silung á þurrflugu. Þá aðferð yrði ég að temja mér, sagði hann, vildi ég upplifa raunverulega sportveiði.
C
arlsen minkabani hét fullu nafni Carl Anton Carlsen. Hann var danskur, fæddur í Lyngesókn í Danmörku þann tuttugasta janúar árið 1908. Carlsen mun upphaflega hafa komið hingað sem stýrimaður á flutn ingaskipi í kringum 1930. Hann giftist íslenskri konu og bjuggu þau hjón bæði hér á landi og í Danmörku, þau áttu saman fimm börn en skildu. Carlsen settist endanlega að hér á landi í lok HAUKUR BRYNJÓLFSSON seinna stríðs og átti hér heima til dauða dags. Hann lést í Reykjavík þann tuttug seinna veiðistjóraembættisins. Erindi asta og fyrsta desember árið 1973. hans í Mývatnssveit sumarið 1956 var að leita minka og leggja á það mat hvort Merkileg lífsreynsla minkur hefði víða tekið sér bólfestu á þeim slóðum. Okkur til halds og trausts arlsen tók reyndar þátt í styrjí sveitinni var Finnbogi Stefánsson sem öldinni og sigldi m.a. sem þá var bóndi á Geira stöðum. Niður stýrimaður á amerísku skipi í skipalest staðan var sú að enn væri lítið um mink til Murmansk. Um þá lífsreynslu var í Mývatnssveit þó hann væri augljóslega hann ekki margorður, sagði aðeins að að nema þar land. Við veiddum einung- taugaspennan hefði oft verið gífurleg. is eitt hlaupadýr í þessum leiðangri, en Enda ekki undarlegt þó mönnum yrði Mývetningar keyptu minkahund í fram- ekki svefnsamt í slíkri för þegar búast haldi af þessari athugun og hafa síðan mátti við tundurskeyti í skipið á hverri sjálfir varið þennan andagarð heimsins stundu. Þjóðverjar lögðu gríðarlega nokkuð vasklega fyrir aðvífandi mink- áherslu á að stöðva þessa flutninga eins um. og kunnugt er og sumum skipalestunum var nánast gjöreytt. L j ó s m y n d : S t íg u r Þ ó r h a l l ss o n
Á
björtum sumardegi árið 1956 stóð maður efst í Brotaflóanum í Laxá í Mývatnssveit og kastaði spæni í strenginn þar sem áin breiðir úr sér og flóinn hefst. Þar lágu urriðar í torfu og supu mýlirfur. Öðru hverju glaptist þó einn dólgurinn til að hrifsa spóninn, sem flökti skáhallt um strauminn og þóttist vera síli. Viðbrögðin urðu hörð; urriðinn stökk og strikaði niður í flóann, stöngin varð spenntur bogi og hvinurinn í opnu Michel-hjólinu smaug í gegn um árniðinn. Hæst lét þó í veiðimanninum sjálfum sem hrópaði upp og hló af einskærri gleði þegar boltaurriðar stukku og reyndu að hrista úr sér spóninn.
C
Atvinnuveiðimaður
C •
16
arlsen var atvinnuveiðimaður sem stundaði hér minkaveiðar árum saman á vegum Land búnaðarráðuneytisins og
o k k r i r s m í ð i sg r i p i r
Carlsens
í eigu höfundar.
L j ó s m . : S i l j a R ó s H a u k sd ó t t i r .
Fagrit um skotveiðar og útivist
Þ
að er eng inn vafi á að þessi grein hafði mikil og gagnleg áhrif á marga sem voru að velta fyrir sér minkav eiðu m. Það var e.t.v. ekki síst í því fólgið að menn gerðu sér Hundar og veiði í Hrútafirði l j ó s m . H a u k u r B r . grein fyrir hve þetta dýr er gjöress má geta að skipstjórinn ólíkt refnum og því var þörf á öðrum Henrik Kurt Carlsen, sem fræg- veiðiaðferðum en þeim sem beitt hafði ur varð nokkrum árum seinna er hann verið við veiðar á ref um langan aldur. barðist fyrir björgun skips síns, Flying Enterprise, einn um borð í marga sólafnframt því sem Carlsen leið arhringa, var föðurbróðir Calsens beindi og stundaði veiðar flutti minkabana. hann inn hunda sem heppilegir voru til minkaveiða. Þetta voru smávaxnir hundar og snarir í snúningum svo sem Frumkvöðull að Taxar, Fox terier og fleiri tegundir. minkaveiðum Þessi innfluttningur varð upphaf þess eint á fimmta áratug síðustu að hér urðu til minkahundar sem smám aldar fór Carlsen að láta til sin saman dreyfðust um landið eftir því sem taka við veiðar á villtum mink hér á veiðimenn fengu sér hunda og lærðu að landi. Minkurinn var þá sem óðast að nota þá. Fyrstu árin var Carlsen sjálfur dreifast um landið er lokið var fyrsta með 6-10 hunda en fljótlega var hann þætti loðdýra ævin týris Landans og kominn með stærðar hundabú. búrin stóðu tóm eftir en minkurinn bætist í Fánu landsins. ennilega hefur Carlsen öðlast reynslu af veiðum með hundum arlsen gerðist þá frumkvöðull í Danmörku, ég hugsaði aldrei út í að um minkaveiðar; hann fór víða spyrja hann um það. Hann átti frábærum land til veiða og banaði t.d. 408 ar veiðibækur og var m.a. fróður um minkum árið 1950. Í Búnaðarritinu loðdýraveiðar í N-Ameríku. árið 1951 birtist merk grein eftir Carlsen þar sem hann gaf góð ráð og vo mikið er víst að hann kunni leiðbeindi um aðferðir við að finna vel til verka við minkaveiðar. mink og veiða. Í greininni útskýrir Hann var mjög klókur og útsjónasamhann með teikningum hvernig smíða ur veiðimaður og hafði til að bera það skuli gildrur og koma þeim fyrir. Þar innsæi sem best dugar við veiðar er líka sýnt dæmi um bogalagnir. Í greininni er einnig fjallað um veiðar Handverksmaður með hundum og gefin ráð varðandi útbúnað og aðferðir. arlsen var hagur maður og listrænn. Um það vitna ýmsir
Þ
J
smíðisgripir sem eftir hann liggja m.a. nokkrir sem hann gaf undirrituðum. Hann fékkst einkum við að hamra hluti úr kopar. Þar mun hann hafa stuðst við reynslu frá æskuárum en í blaðaviðtali sagði hann einmitt frá því er hann sem lítill drengur fylgdist lotningarfullur með störfum koparsmiða í nágrenni sínu. Þá kunni hann allskyns hnúta og fléttuverk sem hann mun hafa lært er hann var á skútu á unglingsárunum.
E
kki er ósennilegt að Carlsen hafi hugsað sér að hafa tekjur af þessu handverki er veiðiferðum tók að fækka. Það má þó telja fullvíst að fleiri gripi hafi hann gefið en selt. Hann var örlyndur maður og hlutir voru honum ekki fastir í hendi ef honum datt í hug að gleðja einhvern með gjöf.
S
C
S S
C
Carlsen
l j ó s m . S v e i n n E i n a r ss o n .
Skemmtilegur
veiðifélagi
C
arlsen var gamansamur í besta lagi og gat leiftrað af kímni þegar honum datt eitthvað sniðugt í hug, sem oft bar við. En hann gat líka verið mein stríðinn og stundum fannst lærisveininum sem gamansemin væri full mikið á sinn kostnað, einkum ef kvenfólk heyrði til. Þá var helst til ráða að hanka hann á íslenskunni til að jafna sakirnar.
•
17
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
sinn er við vorum á leið vestur yfir Hvítárbrú við Hvítárvelli. Við vorum alveg að verða komnir yfir þegar stórum fólksbíl var ekið inn á brúna á móti okkur og flautað freklega. Við þekktum reyndar að þar fór bifreið eins af helstu stjórn mála foringjum landsins á þeim tíma. Carlsen lét sér þó hvergi bregða við þennan höfðingsskap og ábyggilega hvarflaði ekki eitt augnablik að honum að bakka. Hann drap einfaldlega á Land rovern um, seildist í tímarit, hag ræddi sér í sætinu og fór að lesa. Þá virtist Carlsen l j ó s m . S v e i n n E i n a r ss o n . ökumaður ráðherrabílsins verða undra Höfundurinn ásamt Carlsen l j ó s m . S v e i n n E i n a r ss o n fljótur að finna bakkgírinn, hann þjösn„Ó Jesús Christ, sjáið þið helvítis aði bílnum til baka út á brúarsporðinn veiðistjóraembættisins. Þar var fjöldi maðurinn“, var upphrópun sem en Carlsen lagði frá sér blaðið, setti í hunda sem ýmist voru seldir veiði varð að máltæki meðal fárra vina, gang og við héldum för okkar áfram. mönnum eða lánaðir til styttri veiðien tilefnið var að með okkur fór til ferða. Er hér var komið hafði sú breytgæsaveiða ágætur maður en alveg ing orðið á högum hans að hann var Erfið ár óvanur veiðiskap. Carlsen lagði fluttur frá Rauðavatni. Þar hafði hann ótt Carlsen yrði ekki aldraður lengi átt heima í útjaðri byggðarinnar honum lífsreglurnar og lagði sérstaka maður hafa seinustu árin efa en nú var hundabúinu valinn staðáherslu á að hann bældi sig niður og bærði ekki á sér fyrr en hann yrði þess laust verið honum erfið. Heilsunni ur í einangrun uppi í Leirdal. Þar var var að við lyftum byssunum. En þegar fór nokkuð snemma að hraka. Hann hvorki rafmagn né rennandi vatn og fyrsta flugið kom var viðvaningurinn varð giktveikur sem leiddi til þess að daufleg hefur vistin verið og einmanaorðinn svo altekinn af veiðihug að hann þoldi illa vosbúð og veiðislark. leg í þeirri leiðinda kvos langt frá öðru ferðum fór því fækkandi með fólki. Enda varð þess vart seinustu árin hann gleymdi öllum leiðbeiningunum Veiði en spratt upp úr skurðinum þegar árunum en aðalstarfið varð að sjá um að Carlsen var ekki með öllu líkur því gæsirnar voru enn langt utan færis. hundabúið sem hann rak þá á vegum sem áður hafði verið, það var ekki jafn Þá var það sem þessi frægu ummæli létt yfir honum. Þeirri sögu hafði verið féllu. Ekki lét Carlsen hjá líða að komið á kreik þegar hvað mest bar á kenna bakstur veiðimannapönnuköku. Carlsen við minkaveiðarnar - og virtÞetta voru hnausþykkar kökur og oft ist fara með ljóshraða um landið - að blandað í þær smáttsöxuðu steiktu hann veiddi lax með dýnamíti. Sagan beikoni. Kökunum bar að snúa þannig sagði að menn hefðu fundið umbúðað þeyta þeim í loft upp og grípa þær ir utan af dýnamíti merkatar Carlsen aftur með pönnunni. Fullbakaðri var og séð ummerki eftir sprengingar í svo kökunni skellt á diskinn, hellt yfir Brynjudalsá. Hvaða menn það voru hana vænum skammti af sýrópi og sem áttu að hafa séð þennann vetthún borðuð með heitu kakói. Slíkur vang veiðiglæps kom þá aldrei í ljós orkuskammtur dugði lengi dags. og fékkst ekki upplýst þrátt fyrir mikla eftirgrennslan. Þarna var sem sagt um arlsen var stórskemmtilegdæmigerðan rógburð að ræða, lygaur maður að vera samvistum sögu sem einhverjir ómerkingar komu við, snöggur upp á lagið og fljótur að á flot. Það sorglega var að Carlsen átta sig. Seint mun gleym ast svekkti sig mjög á þessu máli ekki Stýrimaður á stríðstímum. • spaugilegt atvik er varð eitt hyggja l j ó s m . ó þ e k k t u r . síst seinustu árin. Það varð þrá
Þ
C 18
Fagrit um skotveiðar og útivist
hans að finna upptök rógsins. Hann gerði þau mistök að reyna að góma sendiboða Leitis-Gróu.
S e ss
í sögunni
Þ
að er vert að minnast merkilegs framlags Carlsens til minkaveiða hér á landi. Um þetta efni má finna ýmsar heimildir því oft birtust viðtöl við Carlsen í dagblöðunum er hann var sem virkastur, auk þess skrifaði hann sjálfur nokkra pistla sem flestir fjalla um veiðar og hunda. Hann hóf þessar veiðar að eigin frumkvæði, leiðbeindi öðrum veiðimönnum og flutti inn bæði veiðihunda og gildrur til minkaveiða. Þannig lagði hann grunn að þeim veiðum sem síðan hafa verið stundaðar kerfisbundið til þess að verjast tjóni af völdum minks og draga úr áhrifum hans á aðra þætti lífríkisins.
S
em unglingur var ég eitt sumar með Carlsen á veiðum. Það var ógleym anlegt; lærdómsríkt og stórskemmtilegt. Ég naut síðan ráða hans og að stoðar meðan ég stundaði minkaveiðar á eigin spítur og taldi til vináttu við hann alla tíð þótt samfundum fækkaði eftir að ég flutti norður í land. Ég minnist Carlsens minka bana með þakklæti og virðingu. Helstu heimildir sem stuðst er við í þessari samantekt, auk eigin minnispunkta, er að finna í Alþýðublaðinu, Búnaðarritinu og Morgunblaðinu. Auk þess fékk ég upplýsingar hjá börnum Carlsens, þeim Helga Ottó C a r l A n t o n C a r l s e n Carlsen og Sonju Marie Carlsen sem einnig lánaði l j ó s m . ó þ e k k t u r myndir. af rifflinum.
•
19
Hjólhýsaleiga Hjólhýsin eru af gerðinni Caravelair, ætluð fyrir fjóra til sex(kojuhús) og eru með: • Sólarsellu • Fortjald (leigist sér) • Fjóra til sex stóla og borð • Gaseldunartæki fyrir 2-3 potta • Gashitun • Ísskáp • Salerni • Rafmagnskapal 220 volt, 12 volta geymi og gaskút
Þetta eru allt mjög vel útbúin hús og eru tilbúin í útileiguna. Smærri hús fyrir fólksbila og stærri fyrir jeppa.
20% afsláttur til meðlima SKOTVÍS
Samsel ehf • 659 2452 • 426 8692 • www.btnet.is/hjolhysaleigan
Fagrit um skotveiðar og útivist
Hreindýraveiðileyfi-
úthlutunarreglur og ásókn
Á
sókn í veiðileyfi á hreindýr hefur aukist ár frá ári og virðist ekkert lát þar á.(tafla 1) Ástæður þessa eru ekki ljósar en bent hefur verið á alfriðun á rjúpu, aukna velmegun o.s.frv. Undirrituðum finnst hinvegar ástæðan liggja í augum uppi. Rétt elduð hreindýrasteik er það mesta lostæti sem hægt er að komast í og ef hægt er að krydda hana með veiðisögu sem lýsir áreynslu, sprungnum dekkjum, slitnum lærvöðvum veiðimanna og hetjudáð leiðsögumannsins þá er kvöldinu reddað.
Á
sóknin er samt misjöfn eftir svæð um og kyni en hefur verið jafnast út hin síðari ár en mesta umfram eftirspurnin er eftir kúm á svæði 6 en minnst eftir törfum á svæði 2. (tafla
Tafla 1. Ár
Kvóti
Fjöldi umsókna
Gildar
Ógildar
Erl.
2006
909
1990
1922
68
30
2005
800
1676
1543
133
21
2004
800
1162
1135
27
11
Veiðar
erlendra r í k i sb o r g a r a
U
m veiðar erlendra ríkisborgara gilda ákvæði 1. mgr. 8. gr. laga nr. 64/1994 um lögheimili vegna veiða á tilteknum svæðum. Að öðru leyti gilda ákvæði 7. mgr. 8. gr. laganna um veiðar erlendra ferðamanna. Þar kemur fram að þeir þurfa að afla 2) Veiðileyfin eru dýrust á svæði 2 og sér veiðikorta og fullnægja að öðru erlendir veiðimenn sækja nær ein- leyti þeim kröfum sem gerð• göngu í veiðileyfi á tarfa á því svæði. ar eru til veiðimanna hér á ÁKI ÁRMANN JÓNSSON FORSTÖÐUMAÐUR VEIÐISTJÓRNUANRSVIÐS UMHVERFISSTOFNUNAR
21
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
landi. Í samræmi við ofangreint er ekki gerð krafa um kennitölur þegar um er að ræða erlenda ferðamenn en veiðistjórnunarsvið úthlutar þeim raðnúmeri sem tekur mið af fæðingar degi. Ferðaskrifstofum er ekki úthlut að leyfum til endursölu eins og stund um hefur verið haldið fram. Tafla 2. Svæði og kyn
Kvóti
Fjöldi umsókna
Umframeftirspurn
Tarfur 1 og 2
269
395
47%
Tarfur 3
24
75
212%
Tarfur 4
0
0
Tarfur 5
50
143
186%
Tarfur 6
38
96
153%
Tarfur 7
60
164
173%
Tarfur 8
20
52
160%
Tarfur 9
14
30
114%
Kýr 1 og 2
281
563
100%
Kýr 3
20
59
195%
Kýr 4
19
41
116%
Kýr 5
30
132
340%
Kýr 6
11
52
373%
Kýr 7
32
99
201%
Kýr 8
20
44
120%
Kýr 9
21
43
105%
Úthlutunarkerfið
H
vað varðar spurninguna hvort eðlilegt sé við úthlutun hrein
dýraleyfa að taka tillit til þeirra sem ekki fengu úthlutað leyfum árið áður vill stofn unin taka fram að núverandi kerfi er einfalt og þar með ódýrt, gegnsætt og allir eru jafnir í upphafi. Punkta kerfi er flókið, ógegnsætt og býr til fleiri vandamál en það leysir. Menn sækja nefni lega ekki um veiði leyfi á hreindýr heldur t.d. um belju á svæði nr. 4 eða tarf á svæði nr. 2 o.s.frv. Það eru 18 breyt ur en ekki ein sem spila inn í. Ásóknin er t.d. fimm-föld í sum svæði en bara hálf-föld í önnur. Ekki er hægt að skylda menn til að veiða belju á svæði nr. 9 ef þeir vilja bara tarf á svæði nr. 2.
S
ama kerfi er notað annarsstaðar í heimin um (t.d. Ontar io í Kanada) og vegna ofangreindra röksemda. Þá kannaði stofnunin hversu margir hefðu ekki fengið leyfi sl. 3 ár og niðurstaðan er sú að það eru aðeins 20 manns af 1.990 umsækjendum sem ekki hafa fengið dýr á þessu tímabili. Stofnunin telur því ekki tímabært að breyta núverandi kerfi að þessu leyti. Hinsvegar er kerfið í stöðugri endur skoðun og leiði reynslan í ljós óhóflega mismunun þá telur stofnunin rétt að brugðist sé við því.
Sönn fegurð www.design.is
22
Kennitölusöfnun
S
kv. 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 486/2003 um stjórn hrein dýraveiða eru veiðileyfi gefin út á nafn veiðimanns og er það ekki fram seljanlegt. Það er síðan leið sögu manna skv. 12. gr. sömu reglu gerðar að fylgjast með að rétt sé að veiðum staðið, þ.á m. að ekki aðrir stundi veiðar en hafa til þess leyfi. Þá fylgjast eftirlitsmenn Umhverfis stofnunar jafnframt með veiðunum eins og unnt er, sbr. 5. gr. reglugerðar innar. Erfitt er því að sjá hvernig frekar er unnt að tryggja að veiðar séu ekki stundaðar af mönnum án leyfis. Þrátt fyrir mikla umræðu um ofan greint og þó nokkra eftir grennsl an af hálfu stofnunarinnar þá hefur lítið komið í ljós sem rennt gæti stoðum undir þessar sögusagnir. Á k i Á r m a n n J ó n ss o n Forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs U m h v e r f i ss t o f n u n a r
Tikka T3. Toppnákvæmni fram í hlaupenda. Allt sem flú flarft til a› hitta í mark. Allt sem flú gætir óska› flér í einum riffli. Eina sem vartar í flessa mynd ert flú sjálfur.
Tikka T3 Hunter
•
V
andamálið í hnotskurn er nefni lega of mikil ásókn í takmarkaða auðlind og breytt úthlutunarkerfi mun ekki breyta þeirri staðreynd.
Fullkomna›u T3 me› Optilock kíkisfestingum frá Sako. Tikka T3 er til í ‡msum spennandi útgáfum.
Allir Tikka T3 eru verksmiðjuprófaðir til að skjóta undir 30mm klasa (1MOA) beint úr kassanum. Mjúkur gikkurinn er nákvæmur og stillanlegur frá einu til tveimur kílóum og sérsmíðað hlaup tryggir endingu og keppnisnákvæmni. firátt fyrir gæðin og endinguna er T3 aðeins 2,8 kg. Og nú er það T3 spurningin: Hvaða klasastærð ert þú prófaður fyrir? 1.
2.
3.
4.
5.
6.
1. fia› er sama hvar flú lítur á T3 allt er unni› af einstakri fagmennsku. 2. Hlaupkrónan skiptir máli í nákvæmni. 3. Öryggi› er í sérflokki. 4. Bein hle›sla og skiptanleg magasín tryggja hra›ann. Glasfiber gerviefni léttleika og endingu. 5. Gikkurinn er úthugsa›ur. 6. Gripi› gefur einstakan stö›ugleika.
Tikka T3 Lite
Fæst í öllum betri sportvöruverslunum Dreifingara›ili:
www.veidiland.is
Fagrit um skotveiðar og útivist
Veiðivélar, gildrur og snörur Snöruð
M
iðað við þau dýr sem veiða sér til matar er maðurinn ekki líkamlega góður veiðimaður. Maðurinn hefur ekki yfir að ráða fimi tígrisdýrsins, krafti bjarnarins eða sjón fálkans. En hann býr yfir öðrum eiginleikum sem hann hefur í talsvert ríkara mæli en dýrin. Hér er átt við ímyndunarafl, rökhugsun og hæfileika til að smíða tól og tæki; eða að nýta sér tæknina.
Að
V
læra af reynslunni
itað er að forfeður okkar notuðu ýmis tæki og tól við veiðar 10.000 árum f.k. Í hellaristum sem fundist hafa í hellum hér í Evrópu og víðar má sjá hvernig veiðarnar voru stundaðar og hvers konar vopn voru notuð. Frumstæðasta veiðiaðferðin var að fæla dýrin og hrekja þau fyrir björg svo að þau hröpuðu og drápust. Á norðlægum slóðum tíðkaðist að hrekja dýrin þar til þau lentu í sjálfheldu t.d. í skógarþykkni eða í snjósköflum. Til að
reka dýrin voru notaðir hundar. Þess má geta að þessi aðferð var notuð hér á landi við hreindýraveiðar allt fram að lokum 19. aldar. Dýrin voru svo drepin með hnífum. Snemma fóru veiði menn fortíðarinnar að setja sig inn í hegðunarmynstur dýranna. Legið var fyrir þeim við náttstað eða við hefðbundnar farleiðir dýranna.
Þ
að sem gjörbreytti veiðiárangri veiði manna fyrri alda var upp götv un járnsins og síðar púðursins. Þegar maðurinn lærði að framleiða járn fór hann fljótlega að búa til vopn; hnífa, spjót og örvarodda. Einnig lærði hann að útbúa ýmsar gerðir af gildrum og leggja snörur. Þessar veiðiaðferðir voru ríkjandi hér á jörðinni allt til loka 19. aldar þó svo að farið væri að framleiða skotvopn og selja hér á Norðurlöndum 1482 og talsverð markaðssetning væri á byssum, árið 1520 voru skotvopn ekki notuð til veiða. Talið er að fyrsta dýrið sem skotið hafi verið hér á landi hafi
rjúpa.
verið bjarndýr sem skotið var að Hólum árið 1615. Byssur voru dýrar, þungar og nánast útilokað að nota þær við veiðar. Síðar, eða um miðja 19. öld þegar hentugar veiðibyssur, þá helst haglabyssur, komu á markað voru þær dýrar og erfitt að ná í púður og högl. Skotveiðar voru því lítið stundaðar hér á landi fyrr en undir lok 19. aldar og við upphaf 20. aldar.
Ótrúlegt
hugmyndaflug
V
eiðar voru forfeðrunum og mæðr unum nauðsynlegar. Á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar hefur land búnaður verið helsti þátturinn í lífsafkomu fólksins. Fljótlega fóru þó veiðar að verða þýðingarmeiri. Án veiða á fiski og öðrum villtum dýrum má telja öruggt að byggð hér á Íslandi hefði verið útilokuð. Þannig var það víða, ekki síst hér á norðurslóð.
•
23
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
Rjúpnasnara
H
ugkvæmni veiðimanna fyrri alda var með ólíkindum. Hundar skiptu miklu máli við veiðarnar. Þeir voru notaðir til þess að fæla dýrin og koma þeim í sjálfheldu þar sem veiði mennirnir gátu unnið á þeim. Þeir voru einnig notaðir til að leita að dýrum og til að finna særð dýr. Talsvert mál var að aflífa stór dýr eins og elgi, hreindýr og hirti með eggvopnum og spjótum.
S
amar notuðu tamin hreindýr á þann hátt að læðast í skjóli þeirra að hjörðum villtra hreindýra. Fálkar voru notaðir til fuglaveiða. Það var að vísu ekki árangursrík veiðiaðferð og varð því fljótlega að íþrótt eða list sem varð vinsæl á meðal konunga og aðals manna Evrópu. Talsvert var flutt út af fálkum frá Íslandi, sem kunnugt er. Fálka veiðar eru gríðarlega vinsælar í Arabalöndunum en vinsældir þeirra hafa aukist mikið á síðari árum, einkum í Austur ríki, Englandi og í • Þýskalandi.
24
H
ugmyndauðgi veiðimanna for tíðarinnar var með ólíkindum. Indjánar í Minnesota lágu í kafi í ánum og önduðu gegnum rör. Þeir syntu svo í kafi undir hópa anda og gæsa og náðu í fuglana með því að grípa í fætur þeirra. Í Kína eru skarfar notaðir til fiskveiða. Veiðarnar ganga þannig fyrir sig að hringur er settur um háls skarfsins og lína í aðra löpp hans. Þá er farið út á á eða stöðuvatn með skarfana og þeir látnir kafa og veiða. Þar sem hringur er um háls þeirra geta þeir ekki sporðrennt fiskinum. Þegar skarfurinn kemur úr kafi tekur veiðimaðurinn fiskinn af honum.
Veiðivélar
E
ins og áður hefur komið fram, byrjuðu menn snemma að nota ýmis tól og tæki við veiðarnar. Algeng ustu gildrurnar voru réttir eða rými sem dýrin voru rekin inn í og komust ekki út úr. Einnig tíðkaðist að setja æti
úr stálþræði.
í holur eða hella og þegar dýrið fór inn var fyrir útbúnaður sem virkaði þannig að dyrnar lokuðust eða eitthvað þungt féll ofan á dýrið og særði það eða drap. Refagildrur af þessu tagi tíðkuðust hér á landi áður fyrr. Sömuleiðis stokkar sem fiskur, lax og silungur, synti inn í og komst svo ekki út.
H
eimildir eru til um að kerfis bund nar veiðar voru stundaðar í Skandinavíu fyrir 10.000 árum. Í Egilssögu er sagt frá loðskinnum og verslun með þau. Loðskinn voru verðmæt verslunarvara. Ísland var það land í Evrópu sem seinast var numið og byggt. Þegar landið var numið voru til í Noregi og víðar atvinnu veiðimenn. Þekking á veiðum var því töluverð þegar landnámsmennirnir komu hingað til lands. Fyrstu áratugi Íslandsbyggðar lifðu landnámsmenn irnir líklegst aðallega á búfjárrækt og í einhverju mæli á akuryrkju. Landið var hins vegar harðbýlt og veður válynd
Ný hönnun
Model 105 CTi • Þrjár skiptanlegar þrengingar • 3“ skothús úr Titanium flugvélastáli (tekur líka 2 3/4“) - léttari byssa • Carbon fiber umgjörð um skothús - nýtískulegt útlit - léttari byssa • Einstakt “Double Down“ undirhleðsla og útskot hylkja • Ný hönnun á gikk • Ný R3 slagdempun, minnkar bakslag um 50%
3“ skothús úr Titanium flugvélastáli
CarbonFibre skothúshlíf
“DoubleDown“ undirhleðsla og útskot
Model 105 CTi - smáatriðin í lagi
Sérvalinn viður í skepti
Læsanleg hörð taska fylgir
Fæst í öllum betri sportvöruverslunum Dreifingaraðili: Veiðiland ehf. - www.veidiland.is
Þrjár ProBore° þrengingar
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
miðað við þau lönd sem land náms menn irnir komu frá; Skandi navíu, Skotlandi og Írlandi. Veiðar, þá helst fiskveiðar, fóru að skipta þá æ meira máli.
S
íðar urðu aðrar veiðar afar mikilvægar. Í því sambandi mætti nefna veiðar á bjargfugli og sel. Ekki var hægt að beita sumum af þeim veiðiaðferðum sem tíðkuðust í Norður Evrópu. Algengt var að fara í selalátur og rota kópa og í sker og rota fugla; geirfugl, skarf og í eyjum súlu og aðra fugla sem tiltækir voru. Á heiðum uppi voru gerðar réttir sem gæsir í sárum og álftir voru reknar inn í og drepnar. Fljótlega voru flekar með mörgum snörum settar við stjóra undir fuglabjörgum. Bjargfuglinn settist á flekana og festi sig í snörunni. Þessar veiðar voru stundaðar hér á landi allt fram á miðja 20. öld.
Snöruveiðar
M
un erfiðara er að veiða fugla í gildrur en stærri dýr eða fjórfætlinga. Nánast er ómögulegt að hæfa fugla á flugi með ör sem skotið er af boga eða með spjóti. Rómverjar veiddu minni fugla í net og er það sums staðar gert enn. Vinsælasta og árangursríkasta veiðiaðferðin var að veiða fugla í snörur. Snörunum var komið fyrir í lágvöxnum trjám eða runnum sem fuglarnir átu eða dvöldust í yfir nóttina. Snaran var gerð úr fléttuðu taglhári af hrossum eða úr örþunnum trjágreinum. Á síðari árum er þó notaður stálþráður. Þessar veiðar voru mikið stundaðar í norðurhéruðum Skandinavíu, Síberíu, Kanada og í Alaska. Sænsku Samarnir þóttu afar snjallir snöruveiðimenn. Oftar en ekki stunduðu konur og börn rjúpnaveiðar með snörum, þar sem karlarnir unnu oft langtímum fjarri heim-
•
26
ilinu. Rjúpan var vinsæl verslunar vara og var vel borgað fyrir hana. Sem dæmi um hve umfangsmiklar þessar veiðar voru, seldu íbúar frá aðeins einum hreppi í norður Svíþjóð 30.000 rjúpur á markaðinum í Lyngen í Noregi 1866. Mest var veitt af dalarjúpu en einnig talsvert af fjallarjúpu. Rjúpna stofninn sveiflast sem kunnugt er og sum árin var lítið að hafa, þrátt fyrir talsverða fyrirhöfn. Aðalveiðitíminn var desember, janúar og febrúar eða yfir háveturinn þegar snjóalög voru mikil og nánast jarðbönn. Veturinn 1907 og 1908 veiddu þrír veiðimenn 3000 rjúpur yfir veiðitímann. Þeir sem stunduðu atvinnu veiðar á rjúpu höfðu yfirleitt 500 – 600 snörur. Það tók allan daginn að vitja snaranna og koma þeim fyrir aftur. Talsverða þekkingu og reynslu þarf til að ná árangri við að veiða rjúpur í snöru. Koma þarf snörum fyrir í runnum sem líklegast má telja að rjúpan vilji éta af. Þá þarf að koma snörunum þannig fyrir að rjúpan festi hausinn auðveldlega í henni. Festa þarf snöruna tryggilega svo rjúpan komist ekki í burtu með hana. Einnig þarf að koma snörunni þannig fyrir að ekki fenni eða skafi yfir hana. Vitja þarf um snöruna daglega því refurinn er nefnilega duglegur að „stela“ úr henni. Snöruveiðar eru enn leyfðar í þremur sýslum í norður Svíþjóð. Snöruveiðar í dag stunda menn sér aðeins til gamans og til að viðhalda gömlum hefðum. Dæmi um veiðarnar í dag er að snöruveiðimaðurinn Leif Ögren leggur 130 snörur á um 12 km. leið. Hann er ánægður ef hann fær rjúpur í tíundu hverja snöru eða 10 – 13 rjúpur yfir daginn.
Hefðbundin
Snöruveiðar
L
á
rjúpnasnara.
Íslandi
andnámsmennirnir kunnu án efa snöru- og gildruveiðar. Þegar á fyrstu árum Íslandsbyggðar, hafa menn reynt að snara rjúpur. Landfræðilega og verðurfarslega var varla hægt að stunda snöruveiðar hér á Íslandi eins og á Norðurslóð s.s. í Noregi og Svíþjóð. Gróður var mun minni, minni snjór og sjaldnar jarðbönn. Trjágróður og runnar voru rifnir upp og notaðir til upphitunar. Stöðugt var því gengið á gróðurinn. Veiðimenn reyndu þá aðrar aðferðir. Útbúið var langt prik eða stöng með snöru. Reynt var að nálgast rjúpnahópa og smeygja snörunni um háls rjúpunnar. Þessi aðferð gafst þó ekki vel. Betri aðferð var að koma nokkrum snörum fyrir á vað eða tógi, svona 6 – 12 snörur. Tveir menn gengu svo með vaðinn á milli sín og reyndu að komast að rjúpnahópnum. Hópurinn var á milli mannanna og reyndu þeir að smeygja snörunum um hálsa rjúpnanna. Til þess að þessar veiðar bæru árangur þurfti tvennt til; mikið af rjúpu og mikið frost svo að rjúpan væri spök. Talsverða lagni þurfti við þessar veiðar og voru þær ekki mjög árangursríkar. Hins vegar er veiðieðlið sterkt í mann-
Fagrit um skotveiðar og útivist
sjálft var 3 – 4 m. á lengd. Á enda þess var þráður með snöru. Snaran var fléttuð úr taglhári, eða 16 taglhárum ungs fola, en síðar var notaður nælonþráður. Það þurfti nokkra lagni við að snara fuglinn og voru þessar veiðar ekki fyrir lofthrædda menn. S v a r t f u g l s n a r a ð u r m e ð s n ö r u p r i k i í L á t r a b j a r g i . Oftast var þó haft tóg í þann sem inum. Menn höfðu gaman af þessum snaraði fuglinn og héldu nokkrir menn veiðum. Þær voru ekki síður spennandi í tógið. Gott þótti að nota krakka eða en aðrar veiðar og svo var ríkjandi hér unglinga til þessara veiða. Þá þurfti á landi matarskortur. Rjúpan var því talsvert færri menn til að halda í tógið. kærkomið nýmeti. Rjúpnasúpa þótti Þetta var fyrir daga barna verndar úrvalsmatur; rjúpan var til forna ekki nefnda. Á þessum tíma var lífsbaráttan síður vinsæll matur en nú. Rjúpa var miskunnarlaus, allir urðu að vinna að snöruð hér á landi með þessum hætti því að draga björg í bú; einnig börn og allt fram til ársins 1930 og jafnvel leng- unglingar. Þetta var árangursrík veiðiur. Atvinnuveiðar á rjúpu hófust ekki aðferð. Guðbjartur Þorgrímsson sem hér á landi fyrr en skotvopn voru orðin fæddur var 1882 og bjó á Húsbæ að almenn, sem var á fyrstu áratugum 20 Látrum, snaraði með þessu móti 900 aldar. fugla á Háhaldarflæmi í Látrabjargi yfir nótt.
Bjargveiðar
S
jófuglar skiptu mun meira máli fyrir forfeður okkar og -mæður en rjúpan og spörfuglarnir. Spörfuglar voru talsvert veiddir á meginlandi Evrópu. Fuglabjörgin voru gríðarleg matarkista. Fugl og egg héldu bókstaflega lífinu í fólki nokkurra byggðalaga. Ný egg voru kærkomið nýmeti á vorin. Það var ekki fyrr en 1875 að farið var að háfa lunda hér á landi, eða í Vestmannaeyjum. Merkilegar snöruveiðar sem stundaðar hafa verið hér á landi, sennilega frá upphafi Íslandsbyggðar, voru snöru veiðar í fuglabjörgum. Fuglinn var snar aður með svokölluðu snörupriki. Prikið
S
em kunnugt er kemur talsvert af landnámsmönnum frá Skot landi. Fugl var snaraður á þennan hátt í eyjunum norður af Skotlandi, m.a. á Harriseyjum sem eru í St. Kildaeyja klas anum vestan Skotlands. Vera má að landnámsmennirnir hafi lært þessa veiðiaðferð í Skotlandi.
Veiðar
L
og menning
ífsbaráttan var lengst af hörð og mestur tími fólksins fór í að afla sér matar. Mestan hluta veru sinnar hér á jörðinni hefur maðurinn verið veiðimaður. Í sögu mannkynsins er í raun afar stutt síðan hann hóf akuryrkju.
Það er meira að segja talið, af nokkrum mannfræðingum, að á þeim tíma í sögunni þegar maðurinn lifði nánast alfarið á veiðum hafi hann verið hvað hamingjusamastur. Þær þúsundir ára sem maðurinn stundaði veiðar sér til lífsviðurværis hafa haft djúpstæð áhrif á eðli okkar og menningu. Karlarnir fóru út á mörkina til veiða og dvöldust þar marga daga. Konurnar voru heima, héldu eldinum lifandi og gættu bús og barna. Fræðingar segja að þetta lífsmynstur hafi mótað samskipti kynjanna og ýmsa eðlisþætti karla. Ekki verður farið út í þessa hlið málsins í þessu greinarkorni. Þegar karlarnir voru úti í náttúrunni við veiðar var lítið annað að gera á kvöldin við eldinn en að segja sögur og ævintýri. Grunnurinn að menningu okkar og trúarbrögðum var því á talsverðan hátt lagður af veiðimönnum fortíðarinnar.
D
raga fór verulega úr gildruog snöruveiðum hér í Evrópu og Ameríku upp úr 1850 eða þegar skotvopn fóru að verða algeng. Gildruveiðar þóttu ekki siðfræðilega rétt lætanlegar þar sem dýrin urðu yfir leitt fyrir miklum sársauka. Af mannúðarsjónarmiðum voru svo flestar tegundir gildruveiða bannaðar þegar líða tók á 20. öldina. Nú má segja að gildruveiðar tilheyri nánast sögunni til nema við eyðingu meindýra s.s. minks. Gildruveiðar eru þó áhugaverðar og skemmtilegar. Nauðsynlegt er að gera allt sem hægt er til að eyða mink, sem er skelfilegur vágestur í íslenskri náttúru. Það er skylda okkar, skotveiðimanna, að taka þátt í baráttunni við eyðingu minksins. Á vorin er kjörið að stunda skotveiðar á mink en gildruveiðar aðra tíma ársins. Skotvís mun nú í haust efna til samkeppni meðal félagsmanna þar sem takmarkið verður að veiða eins marga minka og unnt er.
•
27
Samstarf Skotvís og Náttúrufræðistofnunar um rjúpnarannsóknir Landsfélag um skynsamlega skotveiði
Ljósmynd: Daníel Bergmann
R
júpan er langvinsælasta veiðibráð íslenskra skotveiðimanna. Á hverju hausti ganga þúsundir veiðimanna til rjúpna og sum ár hefur aflinn verið hátt í 160.000 fuglar. Flestir veiðimenn hafa áhuga að fræðast um rjúpuna og er umhugað um viðgang stofnsins. Ein meginforsendan fyrir skynsamlegri nýtingu rjúpnastofnsins er að árvisst séu til haldgóðar upplýsingar um ástand hans. Hér er átt við þætti líkt og stofnbreytingar, viðkomu og afföll og hvort að stofninum sé að hnigna til lengri tíma litið eða ekki. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands vinna við vöktun rjúpnastofnsins í samvinnu við bæði veiðimenn og fuglaáhugamenn. Þau vöktunarverkefni sem hafa verið í gangi eru karratalningar sem fara fram á vorin og síðan eru aldurshlutföll metin í stofninum þrisvar sinnum á ári (á vorin, síðsumars og á veiðitíma). Hægt er að fræðast um árangur vöktunar rjúpunnar í skýrslum Náttúrufræðistofnunar sjá t.d. pdf-skjal á slóðinni http:// • www.ni.is/efst/Rjupa_fjolrit_
28
F
loka.pdf. Ekki síður mikilvægur þáttur ulltrúar Náttúrufræðistofnunar í vöktun rjúpnastofnsins er skráning og Skotvís hafa hist nokkrum Umhverfisstofnunar á veiði og sókn. sinnum til að ræða þessar hugmyndir Tomasar. Samþykkt var það langtímaNorðurlöndum eru rjúpnaveið- markmið að félagar í Skotvís og aðrir ar vinsælar líkt og hér á landi áhugamenn sjái um stóran hluta karraog eru Norðurlöndin góð fyrirmynd talninga og ungatalninga. Um aðra við vöktun þessarar auðlindar en þar þætti vöktunarinnar er það að segja að er hlutur áhugamanna við alla úti- aldurshlutföll á veiðitíma byggja þegar vinnu mjög stór. Í júní árið 2005 var alfarið á gögnum frá veiðimönnum, en birt skýrsla um stofnbreytingar rjúp- aldurshlutföll í varpstofni er erfitt að unnar og rjúpnarannsóknir á Íslandi meta og verður ekki gert nema af séreftir prófessor Tomas Willebrand við þjálfuðum mönnum. Þessi framtíðarsýn háskólann í Umeå í norður Svíþjóð. SKOTVÍS og Náttúrufræðistofnunar Skýrslan var unnin samkvæmt beiðni var kynnt á aðalfundi SKOTVÍS í Um hverfisráðuneytisins. Tomas hvet- febrúar 2006 og einnig á heimasíðu ur þar meðal annars til aukinnar þátt- félagsins. Fjöllum nánar um þessi þrjú töku skotveiðimanna við rjúpnataln- verkefni þar sem veiðimenn geta látið ingar, þar sem hlutverk Náttúrufræði að sér kveða, það er karratalningar, stofnunar væri að þjálfa talningamenn, ungatalningar og mælingar á aldurstryggja gæði gagna, varðveita gögn- hlutföllum á veiðitíma. in og vinnar úr þeim. Tomas vísar til reynslunnar í Noregi, Svíþjóð og Karratalningar Finn landi þar sem veiðimenn sjá að mestu um þennan þátt vöktunar rjúpnessar talningar fara fram á vorin astofna. (lok apríl og fyrri hluti maí) og
Á
Þ
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
niðurstöður þeirra eru notaðar sem kvarði á stofnstærð og með þeim er hægt að bera saman stofnbreytingar á milli ára. Einnig má nota þessar talningar ásamt öðrum gögnum, svo sem aldurshlutföllum og veiðitölum, til að meta afföll og heildarstofnstærð rjúpu í landinu. Karratalningar fara fram í öllum landshlutum.
gengi) um tvo daga að ljúka einu svæði. Hér er gert ráð fyrir að hvert snið sé 3−5 km að lengd og að hvert talningagengi ljúki fjórum sniðum á dag. Tveimur sniðum fyrri hluta dags og tveimur síðdegis, en ekki er talið yfir hádaginn þegar karrar hafa sig lítið í frammi. Nauðsynlegur búnaður talningamanns er sjónauki, fjarlægðarmælir og gps-tæki. Talningamenn fá hnit fyrir illögur Tomasar Willebrands upphafs- og endapunkt hvers sniðs. gera ráð fyrir því að núverandi talningareitum verði fækkað og talnkki tókst að hefja þetta verkefni ingar á vegsniðum lagðar af. Einnig að í vor (2006), talningar í sumar bætt verði við fáum en stórum svæð- voru með hefðbundnu sniði og engum um sem víðast um land þar sem talið nýjum svæðum bætt við. Stefnt er að verði á sniðum sem verða gengin. því að hefjast handa á nýjum svæðum Kosturinn við sniðtalningarnar er að næsta vor (2007). Næsta vetur verðþær gefa þéttleika rjúpna og að auki ur leitað að áhugasömum talningahversu mikil óvissa er í talningunum. mönnum og þeir þjálfaðir til verka. Einnig er tiltölulega auðvelt að meta Talningarnar eru í sjálfu sér ekki gæði gagnanna. Þessi aðferð gefur líka flóknar en það er grundvallaratriði að möguleika á að leiðrétta fyrir sýnileika gagnanna sé aflað á réttan máta! fuglanna á milli ára. Það er til dæmis miklu auðveldara að koma auga á karra kotvís mun skipa í talningaí snjólausu heldur en ef einhver snjór hópa, koma talningamönnunum hylur jörð, og eins er auðveldara að saman og úthluta þeim talningasvæðkoma auga á karra á skóglausu svæði en um. Í framhaldi af þjálfun er ætlunin eftir að kjarr eða skógur tekur að vaxa að hver hópur telji sitt svæði í apríl eða þar upp. Sniðtalningar leiðrétta fyrir maí. Gögnunum verður síðan komið þessum mun á milli ára og tímabila. í hendur Náttúrufræðistofnunar sem varðveitir þau og vinnur úr þeim. tlunin er að fylgja ábending Mikilvægt er að gott samband sé á um Tomasar en þó þannig að milli talningamanna og þeirra er annmenn hafi vaðið fyrir neðan sig. Þannig ast úrvinnslu og því er stefnt að því verða karratalningar á hefð bundn um að allir talningahópar fái fljótlega í svæðum næstu árin samhliða því sem kjölfar talninga skýrslur um árangur nýjum svæðum verður bætt við. á sínu svæði og ábendingar um það sem hugsanlega hefði mátt betur fara. okkur álitleg svæði hafa þegar Þessu verði síðan fylgt eftir fyrir þarverið valin til talninga og næstu talningu og svo koll af kolli. eru þau á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðvesturlandi, Norðausturlandi og öktun rjúpnastofnsins er langAustfjörðum. Miðað er við að á hverju tímaverkefni og hér er horft til svæði verði á bilinu 30−40 snið en það áratuga! Í þessu sambandi má minna eru 7−10 dagsverk. Það tæki því hóp á að einn talningamaður, Hálfdán sem samanstæði af 5 talninga- Björnsson bóndi á Kvískerjum, hefur • gengjum (1−2 menn í hverju talið ár hvert frá 1963 og talningin
T
E
S
Æ
N
V
30
í vor var hans 44 talning! Ætlunin er að talningahóparnir muni starfa áfram hver á sínu svæði og að eðlileg nýliðun í hópunum muni tryggja framgang verksins þó svo að einstakir talningamenn hætti störfum er fram líða stundir.
Ungatalningar
U
ngatalningarnar gefa upplýsingar um viðkomu rjúpunnar. Þessi gögn, ásamt aldurshlutföllum í varpstofni, má einnig nota til að rannsaka afföll ungfugla, en 10 ára stofnsveifla rjúpunnar ræðst af kerfisbundnum breytingum á afkomu ungfuglanna. Hingað til hafa ungatalningar nær eingöngu verið í höndum starfsmanna Náttúrufræðistofnunar og farið fram á aðeins einu landsvæði, Norðausturlandi. Félagar í Veiðihundadeild Hundaræktarfélags Íslands hafa þó talið um nokkurt skeið á Suðvesturlandi. Viðkoman skiptir miklu máli um hversu stór veiðistofninn er haust hvert og niðurstöður ungatalninganna veita því mikilvæg gögn fyrir veiðiráðgjöf. Af þeim sökum er mikilvægt að fá upplýsingar um viðkomuna sem víðast að af landinu og ætlunin er að reyna að fá veiðimenn og aðra áhugamenn til starfa á þessu sviði og þá strax í sumar (2006). Nánar um talningaaðferðina.
V
ið ungatalningar er ekki reynt að finna fjölda fugla á flatareiningu líkt og í karratalningum á vorin heldur að fá hlutföll unga á móti fullorðnum fuglum. Talningatíminn eru síðustu 10 dagarnir í júlí og fyrstu 10 dagarnir í ágúst. Talningin fer þannig fram að talningamaðurinn gengur um búsvæði rjúpunnar og skráir hjá sér alla þá fugla sem hann sér bæði unga og fullorðna og eins skráir hann hjá sér kyn fullorðnu fuglanna. Auðvelt er að kyngreina full-
veidihornid.is Hafnarstræti 5 - Sími 551
Fagrit um skotveiðar útivist 6760 og • Síðumúli
8 - Sími 568 8410
Vertu skynsamur! Kauptu nýju byssuna þína í Veiðihorninu Þú dreifir greiðslum og borgar enga vexti Það er skynsemi.
veidihornid.is
•
31
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
orðnu fuglana á hljóðum, karrinn flýgur upp með rophljóði en kvenfuglinn er með allt annars konar hljóð og mun skrækari, “vænk, vænk, vænk, vænk …”. Í útliti er karrinn áberandi dekkri í sumarbúningi en kvenfuglinn. Á þessum tíma er ungahópurinn í forsjá móðurinnar og fjölskyldan flýgur saman í hnapp þegar fuglarnir verða fyrir styggð og þá er hægt að kasta tölu á ungahópinn. Einnig er nauðsynlegt að geta þeirra fjölskyldna sem sáust en þar sem ekki náðist að kasta tölu á ungahópinn og eins ef kvenfuglar eru með litla unga sem eru tregir að fljúga og því ekki hægt að telja almennilega. Stundum eru fleiri en einn kvenfugl saman um ungahóp og þá ber að geta þess. iðurstöður talninganna ber að senda á Náttúrufræðistofnun Íslands og stíla á Ólaf K. Nielsen. Heim ilis fang stofnunarinnar er Póst hólf 5320, 127 Reykjavík. Einnig má senda á netfangið okn@ni.is. Menn eru hvattir til að fara út á mörkina og telja oftar en einu sinni, en þó ekki að þræða nákvæmlega sömu móana aftur. Niðurstöðum fyrir hverja talningu ber að halda aðskildum ásamt með upplýs- Þessi gagnasöfnun hefur gengið ágætinum um stað og stund og hver taldi. lega og haustið 2005 sendu 125 veiðimenn inn vængi af um 4600 rjúpum til aldursgreiningar. Markmiðið er að safna A l d u r sh l u t f ö l l í a f l a 500-1000 vængjum frá veiðimönnum ldurshlutföll á veiðitíma gefa úr hverjum landshluta. Til að tryggja að aldurs samsetningu stofnsins í slíkt náist í rjúpnaleysisárum þurfa fleiri byrjun vetrar. Þessi gögn má m.a. nota veiðimenn að senda inn vængi en verið til að rannsaka hvernig afföll ungfugla hefur eða 200-250 manns og því þarf dreifast á annars vegar haust og hins að bæta um 100 mönnum við þann hóp vegar vetur, einnig eru þessar upplýsing- sem nú þegar tekur þátt. ar þýðingamiklar í tengslum við útreikning á stofnstærð og við veiðiráðgjöf. Lokaorð
A
A
R
ldurshlutföllin eru fengin með því júpnaveiðar eru ekki sjálfgefnar, að greina vængi sem veiðimenn svo sæmileg sátt náist í samfésenda inn til Nátt úru fræðistofnunar laginu um þetta tómstundagaman þarf ásamt með upplýsingum um árlega glögga mynd af ástandi stofnsins. • veiðistað og nafni veiðimanns. Sér hver veiðimaður getur lagt sitt lóð
32
Ljósmynd: Daníel Bergmann
N
á vogarskálina. Fyrir það fyrsta að sýna fullan drengskap í skilum á veiðiskýrsl um til Umhverfisstofnunar. Hins vegar að taka þátt í vöktunarvinnu Náttúru fræðistofnunar og SKOTVÍS. Framlag hvers og eins ræðst af áhuga og getu. Í sinni einföldustu mynd klippa menn vængi af veiddum rjúpum og senda Náttúrufræðistofnun til aldursgreiningar, en þeir sem tilbúnir eru að leggja meira að mörkum taka þátt í vortalningum og ungatalningum og svo framvegis. Ólafur K. Nielsen okn@ni.is N á t t ú r u f r æ ð i s t o f n u n Í s l a n ds Davíð Ingason david@vistor.is S t j ó r n a r m a ð u r S KOTV Í S
F í t o n / S Í A
Þetta er skartgripur
Námsmenn þurfa að vera útsjónarsamir og lagnir við að gera mikið úr litlu því fjárhagurinn er oft naumur. Hjá Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins færðu góða aðstoð við fjármálin sem miðast við þínar þarfir og fjárhag. Þú færð nánari upplýsingar á www.spar.is eða í næsta sparisjóði. Við hlökkum til að heyra frá þér.
Gerðu mikið úr litlu!
Borgartúni 18 | Hraunbæ 119 | Síðumúla 1 | Sími 575 4100 | spv@spv.is | spv.is
Poppkorn er ekki bara gott, það er líka fallegt. Ef þú átt nál og tvinna er lítið mál að búa til flotta perlufesti.
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
Ég hef aldrei drepið mér til skemmtunar GUÐNI EINARSSON RÆÐIR VIÐ EGIL J.STARDAL
L j ó s m y n d : RA X
EGILL JÓNASSON STARDAL LÆRÐI UNGUR AÐ FARA MEÐ BYSSU. HANN VARÐ ALHLIÐA VEIÐIMAÐUR OG VEIDDI BÆÐI MEÐ BYSSU, STÖNG OG Í NET. VEIÐARNAR STUNDAÐI HANN FYRST OG FREMST TIL AÐ AFLA SÉR OG SÍNUM MATAR OG SEGIST HANN ALDREI HAFA DREPIÐ SÉR TIL SKEMMTUNAR.
S
kotveiðar voru mikilvægur þáttur í lífsbaráttunni þegar Egill man fyrst eftir sér í Stardal. „Veiðiskapur með byssu? Þetta var, held ég, hluti af lífsbaráttunni, jafnvel uppeldisatriði,“ segir Egill. „Umhverfið var á þess um árum mikið rjúpnaveiðisvæði og skyttur nær því á hverjum bæ, sérstaklega í Þingvallasveitinni; talið sjálfsagt bjargræði að ganga til rjúpna á hverju hausti. Tryggvi Einarsson í Miðdal í Mosfellssveit og bræður hans, sérstaklega Guðmundur, voru lands kunnir veiðimenn bæði með byssu og veiðistöng. Einar Halldórs son, bóndi og hreppstjóri á Kárastöðum í Þingvallasveit, var þjóðfræg rjúpnaskytta og refabani. Sem dæmi um rjúpnamergðina sum árin eftir alda mótin og skotmennsku Einars má nefna að einn daginn kom hann heim með rúm 300 fugla. Um • þessa karla var mikið rætt og
34
auðvitað dreymdi mann sem krakki að árum. Egill rifjar upp að vinnumaður líkjast þeim. Einars á Kárastöðum hafi haft þann starfa að færa húsbónda sínum skot og aðir minn, Jónas Magnússon, var vistir á hesti á veiðislóð og flytja aflann líka dugleg rjúpnaskytta á yngri niður að bæ. Sum árin ku Einar hafa árum enda Stardalsland allgott rjúpna haft meira upp úr rjúpnaveiðum en land og eitt haust, líklega 1925, skaut búskapnum. Hótelstjóri einn í Hótel hann nærri 1.000 fugla á rúmlega viku Valhöll á Þingvöllum, Jón Guðmunds tíma, en þá breytti um veðurfar og son bóndi að Brúsastöðum, réði sum fuglinn hvarf allur burt.“ árin skyttur á haustin sem gerðu ekkert annað en að ganga til rjúpna júpnaveiðarnar voru atvinnu allan daginn og hlaða skot á kvöldin. vegur víða til sveita á þessum Þetta var atvinnu mennska víðar t.d.
F
R
Egill Jónasson Stardal er fæddur 14. september 1926. Hann ólst upp í Stardal, jörð í jaðri Mosfellsheiðar og Skálafells. Hann stundaði almenn sveitarstörf í uppvextinum og með námi allt fram á fullorðinsár. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík hélt hann til háskólanáms í Englandi og las þar bókmenntir. Þaðan lá leiðin í Kaupmannahafnarháskóla þar sem hann las m.a. sagnfræði og bókmenntir. Hann lauk cand. mag prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands og var síðan um árabil kennari við ýmsa framhaldsskóla, auk þess að skrifa og þýða bækur um sagnfræði, bókina Byssur og skotfimi og fjölda greina um hin ýmsu efni. Egill var formaður og einnig varaformaður Skotfélags Reykjavíkur um árabil og keppti í ýmsum greinum skotfimi.
Fagrit um skotveiðar og útivist
Egill J. Stardal
og veiðifélagi hans,
Guðmundur Bjarnason,
komnir af fjalli úr
hreindýraveiði á
í Borgar firði. „Ég kynntist Kristófer bónda Stefánssyni í Kalmanstungu,“ segir Egill. „Þeir voru tveir bræður í Kalmanstungu og stunduðu það að skjóta rjúpur á haustin. Eitt haustið var það mikið af fugli að þeir sendu vinnumann með hest og hlaðinn vagn í Borgarnes til að koma rjúpunni nógu snemma í skip svo hún næði til Danmerkur fyrir jólin. Þegar vinnu maður inn kom aftur heim varð hann að fara beint aftur í Borgarnes, því það var búið að skjóta nær vagnhlass meðan hann var að heiman. Það þótti lítið ef ekki fengust þúsund rjúpur á hverja byssu yfir vertíðina. Þá var rjúpna veiðitíminn líkt og nú frá miðjum október en stóð framyfir nýár.“
Öxi.
persónulegt met sitt hafi hann slegið fyrsta vetrardag um miðjan sjöunda áratug 20. aldar þegar hann fékk 102 rjúpur á einum degi. Egill telur tvær samverkandi ástæður ráða mestu um að rjúpnastofninn hefur ekki náð sömu stærð síðustu áratugi og hann náði í sveiflutoppum fram yfir miðja síðustu öld. Fyrst nefnir hann aukið veiðiálag.
„Á þessum árum, þegar voru feikn af fugli, var ekki farið lengra til rjúpna en nam göngufæri frá efstu bæjum,“ segir Egill. „Það var enginn bíll notaður, ekkert farartæki nema fæturnir. Duglegustu menn gengu yfir í Kristjánsdali úr Reykjavík eða Hafnarfirði. Flestir fóru þetta 5-10 km í mesta lagi. Allt land annað var í R j ú p n a s t o f n i n n á e r f i ð a r a raun friðað fyrir veiðum og friðland rjúpunnar því megnið af Íslandi. Það uppdráttar nú þótti fréttnæmt þegar tengdasonurinn gill stundaði sjálfur rjúpnaveiðar á Kárastöðum, sem átti vörubíl, kom árum saman, aðalleg á lendum austur því þá gátu þeir farið í Ármanns ættaróðalsins Stardals. Hann segir að fell og upp í Skjaldbreið til veiða.
E
•
35
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
V
élknúin farartæki verða ekki algeng fyrr en eftir stríðið. Nú er ekki nokkur blettur á Íslandi sem ekki er hægt að fara á til rjúpna ef menn mega og vilja. Þetta mundi ég telja mikla skýringu á minnkandi rjúpnastofni.“
H
in ástæðan sem Egill nefnir er að nú er minkurinn kominn um allt Ísland. „Hann tínir upp hvern einasta unga sem hann getur, bæði rjúpnaunga og mófuglsunga. Það er gríðarlegur munur hvað er miklu minna um mófugl nú en var. Drottinn minn dýri! Ég var í vinnu hjá Brunabótafélagi Íslands 1958 og var sendur í eftirlitsleiðangur austur í Skaftafellssýslur. Þá Í veiðiferðinni á Öxi voru felld 10 hreindýr var minkurinn ekki kominn lengra en o g b r á ð i n r e i dd t i l b y gg ð a á h e s t u m . að Mýrdalssandi. Þetta var um miðjan ágúst og að koma veiðitími á önd. Það Mýrarnar voru bókstaflega löðrandi var allt morandi af fugli með sjónum í af önd, enda voru Skaftfellingar ekkMeðallandi og allt vestur að Kúðafljóti. ert sérstakar skyttur og ekkert að spek-
úlera í því. Það er ekki til fugl þarna nú að heita má. Tveimur árum seinna var ég að vinna hjá Skógræktinni og vorum við sendir nokkrir ungir menn í leiðangur vestur í Ísafjarðardjúp. Það var sama sagan. Allt þar löðrandi í önd og öðrum fugli. Fyrsta minkagrenið var unnið þetta sumar í Djúpinu. Nú er minkurinn um allt, jafnvel í fuglabjörgum. Hann er algjör plága.“
H
elsti óvinur minksins hér á landi er mannskepnan. Egill segist ekki vera viss um að tófan sé svo mikill óvinur minksins. Hann stundaði grenjaleit og tófuveiðar um 30 ára bil. Aðeins einu sinni fann hann dauðan mink á tófugreni og sá var ekki étinn. Egill segir að tófan éti ekki hvað sem er, t.d. éti hún ekki hrafna nema hún sé beinlínis að drepast úr hungri. Hann efast um að hún vilji leggja minkinn sér til munns.
Fagrit um skotveiðar og útivist
Fékk
af henni. Fyrir einu eða tveimur árum var drepin tófa af greni niðri í byggð ungdæmi Egils var hvergi til í Mosfelli í Mosfellsdal, rétt hjá veiði mikið af skotvopnum, en þar sem húsinu. Þetta er orðið svo breytt frá var stunduð rjúpnaveiði áttu menn því sem var.“ þó yfirleitt byssur. Þar sem engin var skotveiðin voru sjaldnast til skotvopn. M i n n i ss t æ ð i r v e i ð i f é l a g a r Þeir sem áttu byssur hlóðu venjulega sín eigin skot. Egill segist hafa gert það gill hefur ekki tölu á öllum þeim sjálfur og vera nýlega búinn að láta frá sem hann hefur farið með til sér 30 látúnspatrónur í haglabyssu sem skotveiða um æfina, en nokkrir gamlir hann hlóð aftur og aftur. En hvenær veiðifélagar eru honum mjög minnskyldi hann hafa eignast sína fyrstu isstæðir. „Auðvitað kynntist maður byssu? „Haraldur Johannessen, faðir fjölmörgum veiðimönnum á þessum Matthíasar ritstjóra (og afi núverandi árum, ekki síst í gegnum Skotfélag ríkislögreglustjóra), gaf mér fyrsta riff- Reykjavíkur, sem var endur reist ilinn sem ég eignaðist. Ég var þá um 1950. Sumir þeirra urðu veiði félagar fermingu. Ég held að þá hafi engum og vinir ævilangt. Þar á meðal voru dottið leyfisveiting í hug. Matthías var margir þjóðkunnir og ógleym an legir tvö eða þrjú sumur í sveit hjá okkur í menn. Við Bjarni R. Jónsson, forstjóri Stardal og þessi fjölskylda var ágætt í h.f. Fossberg, vorum oft veiðifélagar vinafólk. Riffillinn var einskota .22 cal. og prófessor Snorri Hall gríms son belgískur riffill með opnum sigtum. læknir og ævifélagi hans dr. Kristinn Miðunarsjónaukar voru þá lítt eða ekki Stefánsson, einnig prófessor og læknkomnir til Íslands. Ég skemmti mér ir, fórum einatt saman til veiða. Ein við þennan riffil og skaut með honum kennilegt – þegar ég lít til baka sé ég rjúpur þangað til honum var stolið frá hvað margir veiðifélagar hafa verið mér. Það var algengt þá að skjóta rjúp- læknar eða tengdir þeim fræðum. ur með riffli. Næst fékk ég til afnota einskota Stevens haglabyssu númer 12, sem mér var seinna gefin. Þessa haglabyssu notaði ég árum saman og ég á hana enn, þótt búið sé að gera hana óvirka.“
Í
f y r s t u b y ss u n a u m fermingu
E
Bekkjar bræður og veiðifélagar fram á þennan dag og ævilangt góðvinir tveir eru til að mynda læknarnir Jósef Ólafsson og Bjarki Magnússon. Ekki veit ég hvað því veldur að þeir menn sem helga sig því göfuga starfi að bjarga lífi manna og limum eyða oft frístundum sínum við alls kyns veiðiskap!! Er þetta einhver „reaction“?
F
leiri læknar en fyrrgreindir stund uðu skotveiðar á þessum árum, t.d. Friðrik Einarsson skurð læknir. Egill segir að lækna kandidatar hafi sagt í gamni að þegar þessir skotglöðu læknar fengu sjúkling utan af landi hafi þeir fyrst yfirheyrt hann um hvort heima hjá honum væri gæs eða rjúpa! Þess vegna hafi læknarnir átt vísar veiðilendur víða um land. Samkvæmt einni sögu, sem háðfuglar úr hópi læknanema sögðu, voru eitt sinn tveir þjóðfrægir læknar að hefja skurðaðgerð á konu utan af landi og þurfti að skera í skjaldkirtilinn. Þess konar aðgerð var víst oft gerð með deyfingu á sjúklingnum vakandi og þótti nauðsynlegt að tala eitthvað við hann á
E
gill færðist í aukana sem veiði mað ur þegar hann náði full orðinsaldri og veiddi nánast allt árið. „Ég veiddi alla mína ævi eins og eins og ég gat,“ segir Egill. „Þegar ég gerðist fjölskyldumaður fór ég að veiða í matinn fyrir fjölskylduna. Skaut gæs, önd, svartfugl, rjúpu og hrein dýr. Auk þess var ég refaskytta fyrir Kjalarneshrepp í 30 ár. Ég hélt ég þekkti öll greni þar, en upp á síðkastið er tófan farin að vera á allt öðrum stöðum en hún var og nú er allt fullt
Egill
gekk á skíðum eða þrúgum til rjúpna þegar snjór var yfir.
•
37
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
meðan. Læknirinn bar hárbeittan hnífinn að hálsi konunnar og spurði um leið meðal annars hvort ekki væri gott rjúpnaland þar sem hún byggi? „Jú, jú, svaraði blessuð konan lafhrædd,“ segir Egill skellihlæjandi. Það fylgdi sögunni að læknirinn hefði fengið þarna veiðileyfi upp á lífstíð og Egill bætir svo við: „Þessir skurðlæknar voru flestir hinir duglegustu veiðimenn og fuglaskyttur.“
Aflaði
fæðu að sveitamannasið
E
gill lét sér ekki nægja skot veið ina heldur stundaði hann líka fiskveiðar, jafnt í fersku vatni og söltu. „Ég var mikið við laxveiðar, lenti í klak- og laxaræktunarnefnd í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur með Runólfi Heydal og fleiri ágætis mönnum. Við veiddum með ádráttar netum í Elliðaánum á haustin lax í klak og Runólfur var duglegur að fá úthlutað ókeypis óseldum veiðidögum fyrir klaknefndina. Við áttum að skila öllum hrygnum og hængum yfir fimm pund lifandi niður í klakhús félagsins í Elliðaárdal. Eitt haustið veiddi ég í Grímsá minn stærsta lax. Hann reyndist 25 pund þegar honum var sleppt seint í desember og þá búið að margkreista úr honum öll svil; hefur sennilega verið um og yfir 30 pund nýgenginn. Runólfur þvældi mér meira að segja til þess að fara í laxveiðileiðsögn yfir útlendingatímabilið í Grímsá til þess að annast varðveislu á klaklaxi sem þessir erlendu veiðimenn gáfu og geymdur var lifandi í kistu allt sumarið. Það var alveg hrútleiðinlegt að hanga yfir og leiðbeina kannski einhverjum endemisklaufum á bökkum úrvalsveiðistaða fullum af laxi. En reyndar komu þarna líka flinkustu veiðimenn sem margt mátti • læra af.“
38
Egill
með góðan afla úr
Þú hefur smíðað veiðistengur?
Þórisósi. Veiðistaðurinn
er nú kominn á kaf í
Þórisvatn.
manna matur, oft gefinn hermönnum eða á fátækrahæli!“
„Jú, reyndar hefi ég smíðað veiði stengur í hundrað avís. Meira að H a r ð v í t u g u r d ý r bí t u r o g segja slangur af sjó veiði stöngum. Ég erfiður viðureignar vann við það hjá Sportvörugerðinni sem Halldór Erlendsson setti á fót í gill hefur lent í mörgum ævinMávahlíðinni og allir sportveiðimenn týrum í sínum veiðiskap. Hann kannast við. Á þeim tíma bjuggu Íslend var inntur eftir eftirminnilegri veiði ingar megnið af veiði tækjum sínum sögu. sjálfir.“ „Eftirminnileg veiðisaga? Ég held að Þú hefur verið býsna alhliða viðureign við harðvítugan dýrbít upp veiðimaður. í Blikdal þar sem heitir Leynidalur sé með því eftirminnilegra sem ég „Ekki veit ég það. Kanski var ég hef lent í við veiðiskap. Þessi dalur fyrst og fremst bara að afla fæðu að liggur efst í Esjunni fyrir miðjum sveitamannasið fyrir mig og mína. Blikdalnum og er örmjótt haft yfir að Ég þurfti reyndar að komast alla ganga að hinu tröllaukna Kerlingargili leið til Eldlandsins í Argen tínu til og Eilífsdal. Þarna var greni og þegar þess að komast að því eftir öll þessi félagi minn, Ólafur Benónísson, veiðiár að ég var ekki mikill veiði-, fyrrum bóndi á Háafelli í Skorradal, segjum sportmaður – þegar allt kom hafði njósnað allt í kringum það sagði til alls.Ég hafði engan áhuga þar á hann við mig: „Héðan held ég að við því að ná góðum afla sem enginn förum ekki fyrr en við erum búnir að vildi nýta. Argen tínu menn éta til ná þessum dýrum þó að við verðum kvöld verðar að minnsta kosti þrjá hér til hausts. Mér telst til að hér sé kjötrétti. Súpan þriðji rétturinn í búið að bíta og drepa um fjörutíu röðinni til uppfyllingar í magatómið. lömb eftir þessum mismunandi ræflum Fiskur? Nei, takk! Þar telst hann varla sem liggja allt í kring. Þetta er einhver
E
Fagrit um skotveiðar og útivist
grimmasti dýrbítur sem ég hef kynnst á ævinni.““
Þ
hálfpartinn til athlægis um margt sem viðkom byssum og skotfimi. Þarna hóf ég að viða að mér efni í bók og dundaði við bókarskrifin að gamni mínu í nokkur ár. Ekki hafði ég löngun til að fá mér útgefanda fyrr en Guðjón Ó, sem var gamall kunn ingi og veiðimaður, vildi gefa bókina út.“
eir félagar lágu á greninu í fimm sólarhringa. Leynidalur er þröng kvos og þar slær vindi alltaf fyrir sitt á hvað þannig að refurinn vissi alltaf hvar þeir voru. „Ég hafði farið út fyrir þessa hvilft í einkaerindum sem ég kaus að ljúka ekki við Klukkutíma grenið,“ segir Egill. „Þar ráðgjöf vegna sem ég er staddur sé ég samningar hvar öll veiðibjallan rýkur skotvopnalaga af stað neðst í Blikdalnum. Þá vissi ég að djöfsi var ókin Byssur og skotfimi að koma heim. Ég hljóp seldist upp nánast í niður gil og læddist þanghvelli þegar hún kom út. að sem ég taldi að leiðir Endurprentunin seldist líka okkar skærust. Ég reis upp og var bókin illfáanleg upp fyrir stóran stein og þar til hún var endurútgefþá var refurinn hinum in 2003. Eftir að bókin kom megin. Um leið og hann fyrst út var vitanlega litið til varð mín var rauk hann af Egils sem fróðleiksmanns stað eins og fætur toguðu. um skot vopn. M.a. átti að Ég skaut á hann, en hitti leita ráðgjafar hjá honum fyrir aftan. Seinna skotið við samningu frumvarps að setti ég eina fimm metra skotvopnalögum, en líklega Egill kominn af gæsaveiðum með veiðihundinum Sunnu. Bátinn notaði fyrir framan og þá lá menn mátt E g i l l t i l v e i ð a á s j ó . hefðu embættis hann. Þetta var mórauður hafa meira samráð við Egil steggur og með aðeins styttra skott en verið undirstöðurit á íslensku um það um þau mál. refir eru yfirleitt.“ Egill segir að eft- sem lýtur að skotvopnum og meðferð irleikurinn hafi verið auðveldari, þeir þeirra. En hvað kom til að Egill skrif- „Á tímum Ólafs Jóhannessonar náðu læðunni og einum sex yrðlingum aði bókina? for sætis ráðherra var hringt í mig og á greninu. spurt hvort ég vildi taka þátt í nefnd „Það sem olli því var að ég átti mág í til að semja nýjar reglur og lög um Englandi sem var mikil skytta, Kenelm skotfimi,“ segir Egill. „Ég sagði að Undirstöðurit um Essex Wingfield-Digby, sem var major það væri allt í lagi. Svo heyrði ég skotvopn og skotfimi í her hennar hátignar og fræðimaður. ekkert meir fyrr en tveimur árum gill er höfundur bókar innar Ég dvaldi hjá systur minni, Ágústu, seinna að hringt var í mig. Þá var það Byssur og skotfimi, sem kom fyrst og honum sumarið 1957. Á þessu lögfræðingur úr dómsmálaráðuneytinu, út 1969 og var endurútgefin sjö árum heimili var gríðargott safn bóka um tengdasonur vinar míns, og spurði síðar. Bókin var svo endurskoðuð herfræði og allt sem þeim viðkemur. hvort ég vildi tala við sig, því að sér og gefin út að nýju árið 2003. Það er Ég spekúleraði mikið í þessu um hefði verið falið að skrifa nýja löggjöf óhætt að segja að þessi bók hafi mark- sumarið. Mér þótti líka ergilegt hvað um byssur. Hann kom heim • að tímamót þegar hún kom fyrst út og Íslendingar voru skelfing fáfróðir og til mín og bað mig fyrst að
B
E
39
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
sýna sér muninn á því hvað væri riffill og hvað væri haglabyssa og hvað væri tvíhleypa. Ég sýndi honum skotvopnin og hvernig þau áttu að snúa. Þegar hann var búinn að sitja hjá mér í klukkutíma og þiggja kaffi sagðist hann nú vita alveg nóg til að skrifa lögin og þakkaði fyrir sig. Ég varð talsvert hissa á námsgetu mannsins og var eitthvað að velta því fyrir mér hvort það myndi vera gæfusamlegur „sérfræðingur“ t.d. í sjávarútvegsmálum sem kæmi til sjómanns eða gamals skútu karls og bæði hann að segja sér hver væri munur á þorski og ýsu og fræða sig á hvað væri áttæringur, kútter eða togari því hann hefði fengið ríkisstjórnartilskipun um að semja allsherjarlög um alla framkvæmd sjávar útvegsmála! Nú, jæja. Laga frumvarpið sem þessi hálftíma lærði sér fróði maður ungaði út var ekki vitlausara en mörg önnur frumvörp sem keyrð eru í gegnum Alþingi hvert vor á færiböndum. Þó voru í þeim allmörg hlægilega heimsku leg atriði og eitt eða tvö stjórnarskrárbrot gegn eignarrétti og heimilisfriðhelgi. Sumir þingmenn viðurkenndu reyndar í einka viðtölum að hafa samþykkt frumvarpið án þess að hafa lesið það. Skal játa að virðing mín fyrir hinu háa Alþingi Íslendinga rýrnaði talsvert um þær mundir.
Þ
egar hin gríðarstóra bók um vopn og veiðar kom út og var kynnt almenningi (Skotveiðar í íslenskri náttúru) var þar herramaður viðstaddur sem hélt ræðu og sagðist sá hafa einu sinni reynt að drepa rjúpu en ekki tekist það. Seinna var honum falið að semja löggjöf um veiðiskap. Það væri kannski ekki verra að einhverjir fengjust við þetta sem vit hefðu á!“
•
40
E
gill tók þátt í því á sínum tíma að endur Góður
fengur í gæsatúr.
Fagrit um skotveiðar og útivist
reisa Skotfélag Reykjavíkur og keppti um árabil í ýms um greinum skotíþrótta. Hann segir að Lárus Saló monsson lögregluþjónn hafi verið fremstur í flokki við endur reisnina ásamt Er lendi Vilhjálmssyni. „Ég var „sjanghæjaður“ í að vera formað ur í eitt ár en var raunverulega formaður í mörg ár,“ segir Egill. „Þegar ég sagði af mér formennsk unni var ég kosinn vara for maður en stýrði félaginu raunverulega í mörg ár eftir það og var innsti koppur í búri þangað mér tókst að koma þessu af mér á Axel Sölvason. Ég keppti fyrst og fremst í haglabyssunni og líka í riffilgreinum. Ég á einhvers staðar verðlaunagrip frá Guðmundi frá Miðal sem ég vann til eignar í hagla byssu keppni. Við notuðum bara veiðibyssurnar við æfingar og keppni í skotfimi. Við áttum ekkert betra.“
Hefur
ekki samviskubit vegna veiðimennskunnar
E
Egill
m e ð e f t i r l æ t i sb y ss u n a , e n s k a t v íh l e y p u n o .
með veiðiskap. Ég hef aldrei drepið beinlínis mér til skemmtunar. Þeir sem það gera eiga að fá sér vinnu í sláturhúsi! Ég hefi veitt til þess að afla mér og mínum matarbirgða. Það var vissulega gaman að fá hrós og þakklæti þegar vel gekk. Það var allt nýtt og étið, nema skarfakjöt. En það gaf ég þeim vinum mínum sem fannst það lostæti! Meindýrum, refum, minkum, veiðibjöllu o.fl. banaði ég eftir getu af illri nauðsyn. Jú, annars, ég skal játa að
12
frá
Midland Gun
í
B i r m i n gh a m .
grenjavinnsla á vorin var ætíð í mínum huga andstyggileg nauðsyn; að nýta sér foreldraást fallegra dýra til þess að bana þeim. En eins og þú heyrðir af dýrbítnum í Blikdal, þá var ekki gott að gjöra. Lífið er stundum harkalegt. Við hlúum að fallegum lömbum á vorin og förgum þeim á haustin og viljum ekki samkeppni refa á því sviði. Þetta er bara gangur lífsins og allt hefur sinn tilgang.“
gill segist nú hugsa um veiðiskap líkt og hin gamla kempa og veiðigarpur, Hjörtur Jónsson forstjóri í Olympíu. Egill segir að síðustu árin hafi hann sagst alveg vera hættur að hugsa um að fara í veiðiskap. Nú vildi hann ekkert drepa lengur heldur horfa á lífið lifa. En er Egill kominn með samviskubit? „Nei, fjandakornið. Kanski hef ég gert asnastrik, náttúrufjandsamleg asnastrik þegar ég var sem unglingur – kjáni og ég vildi ekki rifja upp. En eftir að ég komst til vits og ára hefi ég ekki hið minnsta samviskubit vegna alls þess sem ég hefi aflað
Mikið úrval af Camo-fatnaði
www.hlad.is
• Hlað ehf. · Bíldshöfða 12 · Sími 567 5333
41
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
Ríkjandi auga S
kyttur ræða stundum nokkuð sem kallast ríkjandi auga. Margir vita ekki alveg við hvað er átt eða hvernig vita má hvort augað er ríkjandi. Aðrir vita nokkurn veginn við hvað er átt. Enn aðrir eiga við vandamál að stríða vegna þess að „rangt“ auga er ríkjandi og vilja fá lausn á því.
F
lest okkar eru með annað augað ríkjandi á svipaðan hátt og við erum rétthent eða örvhent. Heilinn notar oft myndina frá því auga sem er ríkjandi auga til að sjá lengra frá sér en frá hinu auganu til að sjá nær sér. Þegar við skjótum sér annað augað um miðun, það augað sem horfir yfir spöngina eða á miðin/krossinn í kíkinum. Þetta er ekkert vandamál og einfalt ef hægra augað er ríkjandi hjá rétthentum og vinstra augað hjá örvhentum. Ef þessu er ekki svona varið er vandi á höndum.
V
ísindalegar rannsóknir hafa verið gerðar á þýðingu hins ríkjandi auga við skotfimi. Myriam Lagerstedt gerði rannsókn árið 2000 sem loka verk efni við sjóntækjafræðideildina á Karolinska sjúkrahúsinu. Þar kemur fram að ríkjandi auga stafar lífeðlis fræðilega af því að aðeins fjórða hver fruma í sjónstöð heilabarkarins bregst jafn sterkt við boðum frá báðum augum. Hinar þrjár af fjórum taka aðallega við boðum frá öðru auga. Þetta veldur því að annað augað verður fyrir valinu og við sjö til átta ára aldur er hið ríkjandi auga að fullu þroskað. Reynt hefur verið að breyta þessu hjá fólki með mismunandi aðferðum en það hefur reynst hafa fremur • slæm áhrif en góð.
42
Miðunarlína
Stefna skots
Mynd 1: Ef
rangt auga er ríkjandi, mun línan auga-hlaup-mark skera rétta miðunarlínu svo
að skotið mun lenda til hliðar við markið.
Á
þeim færum sem oft er um að ræða á veiðum getur munurinn orðið allt að tveir metrar.
Ekki
marktækur munur
M
yriam Lagerstedt kannaði eingöngu hittni hjá þjálfaðri skyttu yfir mið. Í því ljósi koma niðurstöður hennar ekki sérlega á óvart: „Ekki hefur verið sannað að hið ríkjandi auga sé sá þáttur sem mest hefur áhrif á hittni; enginn marktækur munur var milli augna í niðurstöðunum.
A
og skotfimin er oftast snögg og byggir á viðbragði. Menn hafa ekkert mið sem bera má saman við kornið, kross í kíki, eða rauðpunkt að bera við markið. Í stað greinilegs miðs sjá menn eingöngu óljósa mynd af spönginni og hlaupendanum. Það er skeftið og upptakan sem sjá um að augað lendi rétt aftan við hlaupið svo að auga, hlaup og mark lenda í sömu línu.
llir sem velt hafa þessu máli M i ss i r m a r k s fyrir sér vita að það er við haglaskotfimi sem hið ríkjandi auga ar sem markið er í um 20-30 skiptir máli. Ef skotfimi með haglametra fjarlægð velur heilinn að byssur hefði verið með í rannsókn- nota upplýsingarnar frá því auga sem inni hefðu niðurstöður verið aðrar. er sérhæfðara í að sjá lengra frá sér, Haglabyssan hefur ekki eiginleg mið hið ríkjandi auga. Ef það auga er ekki sömu megin og skotöxlin mun línan auga-hlaup-mark ekki stemma við skotvinkilinn (sjá mynd 1). Skyttan missir örugglega marks.
Þ
Þ
Mynd 2: Algeng
aðferð til að leiðrétta
rangt ríkjandi auga er fela markið fyrir hinu ríkjandi auga.
Svona leysti H a l l a n d i í S v íþ j ó ð
veiðiráðunauturinn í
Alf Fritzson
málið.
Alf
er örfhetun en með
i hægra auga ríkjandi. um það bil hærri.
(2)
Hann
30
Skermurinn (1)
er
millimetra breiður og aðeins
er festur með armi í tréplötuna
og útdreginn með fjaðurlás
við skeftið utanvert.
Armurinn
(3)
sem límist
er sveigður út
á við svo að skermurinn lendir um það bil
6
sentimetra frá vopnið.
ar sem augað er þá 7-8 cm til hliðar við spöngina, missir rétthent skytta marks til vinstri en örvhent til hægri. Sé færið 20 – 30 metrar fer skotið alla vega 2 metra frá bráðinni. En tekur skyttan þá ekki eftir að hún sé að skjóta með röngu auga? Svarið er nei! Við haglaskotfimi á hreyfanleg mörk einblínir skyttan svo á markið og hvernig hlaupið liggur að hún er alls
Fagrit um skotveiðar og útivist
Að
skipta um öxl
A
uðvitað má reyna að skipta um skotöxl. Jafnvel þó það geti hljómað erfitt er þetta alls ekki ómögu legt, ekki einu sinni fyrir fólk sem komið er af léttasta skeiði. Það er alla vega miklu auðveldara en að reyna að breyta því hvort augað sé ríkjandi. Hin sígilda aðferð til að leysa þetta mál er M y n d 3 : L ý s a d i f íb e r s i k t i g e t u r v e r i ð l a u s n i n á v a n d a m á l i n u m e ð r a n g t r í k j a n d i a u g a . Þ a r að setja á byssuna svokallað „cross eyed sem sigtið sést aðeins sem sterkt lýsandi, sé horft beint aftan á það, mun augað sem aftan stock“ skefti sem sveigt er til hliðar svo við sigtið frekar taka völdin við miðun. að spöngin lendi framfyrir vinstra auga þegar lyft er að hægri öxl (sjá mynd 4). Slík skefti eru hins vegar dýr, brothætt, óþægileg og ekki meðvituð um hvort augað er að verki. erfitt að fá smíðuð. Betra er að setja „skerm“ á aðra Því hraðar sem markið fer því meira er viðhlið byssunnar sem gerð er úr þunnu blikki eða plasti bragðið í skotinu og því meiri líkur á að sem er nokkrir sentimetrar að flatarmáli (mynd 2). ríkjandi augað ráði ferðinni. Önnur útgáfa af þessu er að líma nokkurra sentimetra breiðan en mjög þunnan blikkskerm eða þvíumlíkt meðAuðvelt að athuga fram hlaupendanum þeim megin sem ríkjandi augað er, eða vinstra megin fyrir rétthenta skyttu með ríkjandi á sem missir marks, einnig á auðveldu vinstra auga. Ef blikkskermurinn er nógu þunnur truflar færi, jafnvel þótt allt virðist í lagi, bysshann ekki myndina sem augað skynjar af markinu (bráðan í réttri hæð á skotaugnablikinu, ætti að inni) sem er yfir spönginni en felur hlaupendann fyrir hinu athuga hvort augað sé ríkjandi áður en leitauganu. að er annarra skýringa. Það tekur ekki langan tíma að kanna þetta. Bentu á punkt á nokkurra nn önnur aðferð er að halda þumalfingri þeirrar metra færi með bæði augun opin. Lokaðu aughandar sem heldur um forskeftið upp þegar skotunum sitt á hvað með fingurinn kyrran sem fyrr. ið er svo hann feli hlaupendann fyrir hinu „ranga“ Fingurinn mun benda rétt þegar annað augað er auga. Þá er einnig hægt að setja á vopnið mið sem opið og rangt þegar hitt augað er opið. Það auga aðeins sést með því auga sem er aftan við það. sem bendir rétt er þitt ríkjandi auga. Hér má nota fiberkorn, sem sést greinilega sem infaldasta aðferðin til að takast á við þetta vandamál er að hafa aðeins það auga opið sem er yfir spönginni þegar hleypt er af. Lokið samt ekki hinu auganu fyrr en skotið er. Þegar markið (bráðin) birtist og þú lyftir vopninu eiga bæði augun að vera opin svo að þú getir betur gert þér grein fyrir fjarlægð, stefnu og hraða. Sumir eiga erfitt með að læra þessa aðferð, stundum vegna þess að þeir eiga erfitt með að loka aðeins öðru auganu. Þá eru til aðrar aðferðir. Ef þú notar gleraugu getur þú truflað ríkjandi augað með því að setja glært límband að á glerið ofanvert, næst nefinu. Þetta mun trufla ríkjandi augað svo að hitt augað tekur yfir. Mynd 4: Hin hefðbundna aðferð við að leysa Þú gætir verið með sérstök skotgleraugu í þessum tilgangi. vanndann við hið ríkjandi auga er að að setja
S
E
E
s k e f t i s e m p a ss a r f y r i r
Ó
kosturinn við límband er sá að það truflar sjónina einnig þegar ekki er skotið. Á leir dúfu vell inum virkar þetta þó vel fyrir flesta.
hægri öxl.
Slík
t.d. vinstra auga en
skefti eru hins vegar alltof dýr
og brothætt til að vera raunsæ lausn í dag.
Að
a u k i s l æ r b y ss a n e k k i b e i n t a f t u r o g h æ t t a e r á meiðslum á kinn fyrir vikið.
•
43
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
með bæði augun opin (mynd 5). Hvað varðar skot á bráð sem kemur hratt eins og við héraveiðar með hund eða rádýra veiðar myndi rauðpunktsmið auka hittni margra veiðimanna einnig þeirra sem ekki eiga við vandamál að stríða varðandi ríkjandi auga.
Þ
að eru semsagt margar leiðir færar til að leysa þetta vandamál og það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum eins og gengur. Fyrir þá sem eiga við þetta vandamál að stríða er því mikilvægt að prófa mis munandi lausnir til að finna hvað best virkar. Mynd 5: Parallax
frítt rauðpunktsmið getur verið lausnin fyrir suma sem eiga erfitt með
a ð h i t t a m e ð h a g l a b y ss u .
Skotið
hafnar þar sem punkturinn er, óháð því hvort augað er
r í k j a n d i , h v e r n i g s k e f t i ð p a ss a r e ð a h v o r t v o p n i ð s é í k i n n .
Þetta
hentar einkar vel við veiði
á hlaupanei bráð óháð því hvort eftiðleikar séu varðandi ríkjandi auga eður ei.
lýsandi þegar horft er beint aftan á það en mun daufara frá hlið (mynd 3).
E
innig er góð leið að komast fyrir vanda málið að setja á vopnið rauðpunktmið án stækkunar og skjóta
S t e n C h r i s t o f f e r ss o n G r e i n þ e ss i b i r t i s t í S v e n s k J a k t , t í m a r i t i s æ n s k a s k o t v e i ð i f é l a gs i n s .
Greinin
er birt með góðfúslegu leyfi
höfundar
Þýðandi: Davíð Ingason.
Sérð þú í myrkri? NightHunter - Bjartasta næturglerið
ErgoFlex augnskálar á XP útgáfunni.
Minnisstilling á fókus.
Séð með hefðbundnum kíki
Steiner NightHunter
Séð með Steiner NightHunter
Fæst í 3 stærðum: 8x56 8x30 7x50 Vatns- og rykþéttir 30 ára ábyrgð
ClickLock kerfi á hálsól þannig að hún smellur á eða af.
Brimrún Hólmaslóð 4 • 101 Reykjavík • Sími 5 250 250 • www.brimrun.is
Fagrit um skotveiðar og útivist
Gömlu kortin víkja GPS KORT Í STÖÐUGRI ÞRÓUN
N
ú er komin út þriðja útgáfa GPS Íslandskorta fyrir Garmin GPS tækin og eru kortin orðin verulega áhugaverð að því leyti að komin eru um 40.000 örnefni um allt land, gatnakerfi allra helstu bæja og þorpa eru komin inn auk ýmissa annarra skemmtilegra nýjunga.
verslanir. Nýja Íslandskortið styður þennan möguleika tækjanna ljómandi vel þar sem það inniheldur um 4.000 þjónustuaðila og hægt er að fá ágætis ábendingar og áætla til dæmis á skynsaman hátt hvort eldsneytið dugi á næstu bensínstöð, komin er skálaskrá, allar helstu sundlaugar auk þess sem áður var talið. Nüvi tækið er ansi síðasta blaði sögðum við frá skemmtilegt þegar kemur að notkunarGarmin GPSMap60 tækj- möguleikum þar sem unum sem innihéldu fyrstu útgáfu Íslandskorta en nú ári síðar hefur tækninni fleygt áfram og fengu blaðamenn SKOTVÍS í hendurnar nýtt tæki sem heitir Gamin Nüvi með þriðju útgáfu Íslandskorta sem hafa það fram yfir þau eldri að komnar eru fleiri götur í allflestum þéttbýlum landsins og stór hluti þeirra er leiðsöguhæfur, þ.e.a.s. að hægt er að slá inn heimilisfang og tækið getur þá leitt notandann heim að dyrum og getur hann þá valið hvort hann v i l l einstaklega auðvelt er að nota tækið, fá stystu eða fljótförnustu leiðina. Á það er með snertiskjá þar sem hægt er svæðinu frá og með Kjalarnesi og vest- að velja á fljótlegan og öruggan hátt ur um Straumsvík eru mjög nákvæm það sem leitað er eftir, svo talar það götukort sem unnin eru úr gagnasöfn- hátt og skýrt við bílstjórann og leiðum Samsýn ehf./Hnit hf. og LUKR. Á beinir honum rétta leið. kortinu eru allar götur og því sem næst öll heimilisföng sem finnast á svæðinu ætt hefur verið við örnefnin í og eru ný hverfi þar með talin. kortagrunninum og telur hann nú um 40.000 örnefni um land allt. nýjum GPS tækjum frá Garmin er Örnefnin hafa verið flokkuð betur og hægt að fá ábendingar um áhuga- hluti þeirra verið flutt af punktum og verða staði, bensínstöðvar í nágrenn- látin fylgja viðkomandi línu, hlut eða inu, veitingastaði, jafnvel flokkaða fleti þar sem við á, sem gerir kortið eftir matarhefð, banka, skóla, tjald- mun læsilegra og greinilegra. svæði, bókasafn, læknisþjónustu og
Í
B
Í
H
æðarlíkani hefur verið bætt við kortið þannig að nú er hægt að sjá hæðarskyggingu og í tölvuforritinu MapSource, sem fylgir með, er hægt að sjá hæðarþverskurð af viðkomandi leið. Á kortunum er að finna alla vegi í dreifbýli ásamt 20 metra hæðarlínum, ám, vötnum, jöklum og fjallaslóðum.
E
n aftur að Nüvi tækinu sjálfu, fyrir utan að geta nýtt alla möguleika Íslandskortsins þá er að sjálfsögðu hægt að hlaða inn í það erlendum kortum ef fyrirhugað er að fara að ferðast á erlendri grundu, hvort sem um er að ræða Evrópu eða Norður Ameríku. Þá koma kortin ýmist á tölvudiski sem hlaðið er inn á tækið um USB snúru, eða kortin koma á minniskort sem einfaldlega er stungið í tækið. Tækin koma þó í tveimur útgáfum en munurinn er í grunninn sá að í dýrara tækinu, Nüvi 360, þá er Evrópugrunnurinn í tækinu frá verksmiðju.
N
üvi tækin eru ein fullkomnustu GPS vegaleiðsögutækin á markaðinum. Tækin henta vel í bílinn, á göngu, eða við notkun almenningssamgangna. Um leið og tækin veita allar þær upplýsingar sem kortagrunnurinn býður upp á þá eru þau afþreyingatæki sem halda utan um tónlist, hljóðbækur og myndir fyrir notandann. Þau passa vel í vasa og einnig fylgja þeim festingar í bílinn. Á tækjunum er nýr GPS móttakari, SirfStarIII, sem er sérlega næmur og virkar m.a. betur milli hárra bygginga en eldri • móttakarar hafa gert. Tækin
45
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
eru einnig með innbyggðan leiðréttingabúnað, WAAS/EGNOS, sem ekki er þó ennþá í boði á Íslandi, en nýtist þó víða fyrir þá sem áætla að nýta tækið á erlendri grundu. Eins og áður kom fram heldur tækið utan um tónlist, er með innbyggðum MP3 spilara, þannig að hægt er að hlaða inn tónlist og hljóðbókum af tölvu og tækið sér svo um að bjóða notandanum efnið með einföldu valmyndakerfi, hljómur tækisins er alveg ágætur miðað við stærð hátalaranna en hægt er að stinga heyrnatólum í samband við tækið og nýta það á svipaðan hátt og iPod. Eins með ljósmyndir, þá er þeim einfaldlega hlaðið inn af tölvu og er þá notandinn kominn með sitt persónulega myndaalbúm í vasann, einnig er hægt að taka SD kort úr myndavél og skoða í Nüvi. Tækið hefur 700MB innra minni fyrir kort, tónlist eða annað efni en hægt er að stækka minnið um allt að 4GB með SD korti, þannig að töluvert efni er hægt að hafa meðferðis í þessu litla tæki.
A
f öðrum möguleikum má nefna að hægt er að kaupa Oxford orðabók á SD korti sem inniheldur 17000 orð og 20.000 setningar á 9 tungumálum, alger snilld þegar sest er til borðs á frönskum veitingastað og spurningar vakna um hvernig panta skal það sem hugurinn girnist, þá er einfaldlega hægt að velja setningarnar í tækinu og láta tækið bera þetta rétt fram og allir tungumálaörðugleikar eru úr sögunni. Gengisreiknir inniheldur gengistöflur yfir flesta, ef ekki alla gjaldmiðla og er einfaldur í notkun, gengið er uppfært handvirkt sé þess þörf. Hefðbundin reiknivél er í tækinu, einnig heimsklukka með öllum tímabeltum og korti sem sýnir hvar bjartast er á jörð• inni á hverjum tíma. Breytir
46
til að umreikna rúmmál, flatarmál, hraða, þyngd og fjarlægð. NASA hefði kannski þurft að hafa svona þegar þeir rugluðu saman sentimetrum og tommum og týndu fyrir bragðið geimfarinu sem átti að lenda á Mars um árið. Rúsínan í pylsuendanum er svo blátannarbúnaður sem gerir notandanum kleift að nota tækið sem handfrjálsan búnað við þá farsíma sem einnig hafa blátönn.
N
ü v i tækið er mjög sniðugt tæki fyrir þá sem hafa ekki mikla GPS kunnáttu fyrir þar sem það er einstaklega einfalt í notkun. Sú tíð GPS tækja þar sem setja þurfti inn punkta með hnitum er liðin fyrir hinn almenna notanda. Nú er hægt að horfa á sig á korti og staðsetja sig út frá því, í sjálfu sér er engrar leiðsöguþekkingar þörf lengur ef halda þarf af stað
á ókunnar slóðir, einungis segja tækinu hvert á að fara og hlýða svo skipunum þess. Eflaust eru margir þeir sem eru vanir GPS tækjum sem vilja tæki með meiri og víðari möguleika en Nüvi tækið býður upp á og velja sér því aðrar gerðir Garmin tækja, þ.e. Garmin er ennþá eina tækið sem hefur þetta frábæra íslandskort, en Nüvi hentar mjög vel til aksturs á vegum úti og fyrir hinn almenna ferðalang. Fyrir okkur veiðimenn getur tækið nýst ljómandi vel þar sem hægt er að stilla það á utanveganotkun og velur það þá beinar leiðir í stað þess að fylgja vegum. Okkar mat er það að þeir sem fara á veiðar ættu að sjálfsögðu að vera með staðsetningartæki með íslandskorti, bæði öryggisins vegna auk þess sem gaman er og fróðlegt að sjá örnefni umhverfisins. Tækið ætti að henta fullkomlega fyrir þá sem vilja einfalt og fullkomið tæki, sem tekur mið af fljótlegum skipunum og skýrum álestri.
E
ins og áður segir fást Nüvi tækin í tveimur útfærslum:
• Nüvi 310 sem kemur með íslands korti, festingu í glugga og á mælaborð, USB snúru og rafmagnssnúru í bílinnstungu, leðurhulstri og handbókum, kostar kr. 49.900,• Nüvi 360 kemur með Íslands- og Evrópu korti, öllum fylgihlutum sem fylgja 310 tækinu auk 220V hleðslutækis, kostar kr. 79.900,• Íslandskortið kostar eitt og sér kr. 16.900,-. Það gengur í flest nýrri Garmin tæki og kemur með leyfi fyrir 2 tæki.
A
llar nánari upplýsingar má finna á www.rs.is
Fagrit um skotveiðar og útivist
Of langt gengið að banna allar veiðar á þjóðlendum og ríkisjörðum SPJALLAÐ VIÐ VEIÐIMANNINN GUÐLAUG ÞÓR ÞÓRÐARSON, ALÞINGISMANN OG FORMANN UMHVERFISNEFNDAR
Þ
egar fjallað er um veiðar á villtum dýrum og skotvopn gætir oft þekkingar- og áhugaleysis á málefninu meðal þingmanna. Afar fáir þingmenn stunda skotveiðar og hafa þekkingu á skotvopnum, þeir eru líklegast teljandi á fingrum annarrar handar. Sú þingnefnd sem fjallar um málefni er snerta skotveiðimenn, öðru fremur, er Umhverfisnefnd. Formaður Umhverfis nefndar Alþingis er Guðlaugur Þór
Þórðar son. Guðlaugur er ekki bara tekið einstaka mál upp innan nefndar alþingismaður heldur einnig skotveiði- innar og því er nærtakast að hafa beint maður og félagsmaður í SKOTVÍS. samband við þingmenn ef um einstaka mál er að ræða. eta einstaklingar leitað til Umhverfisnefndar um úrlausn ú telja margir Íslendingar að við sinna mála? höfum farið offari að byggja upp orkufrekan iðnað hér á Íslandi. Dýrmætri Umhverfis nefndin hefur að meg in- náttúru fórnað. Er ekki kominn tími til hlut verki að fjalla um þingmál, þ.e. að nema staðar og hætta við að byggja víð frum vörp osfrv. En þingmenn geta áttumikil uppistöðulón í öræfum landsins?
G
N
•
47
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
Ég held að öllum sé ljóst að það liggja mikil verðmæti í víðernum landsins og fáir þekkja það betur en veiðimenn. Á sama hátt þá verða menn að gangast við að ein af helstu auðlindum Íslands er orkan. Ein helst ástæðan fyrir góðum lífskjörum á Íslandi er að við höfum nýtt náttúruauðlindir okkar með skynsamlegum hætti sem gerir það líka að verkum að Ísland er með algera sérstöðu í heiminum hvað varðar endurnýjanlega orkugjafa en 72% af orkunni sem að við notum er endurnýjanleg. Endurnýjanleg orka í heiminum er innan við 5% af þeirri orku sem er notuð. Það breytir því ekki að það er ekki öllu fórnandi fyrir endurnýjanlega orku og eins ég nefndi áðan þá eru mikil verðmæti í náttúrunni og víðerninu. Í mínum huga er mikilvægt að skipuleggja landið í heild sinni hvað þetta varðar og komast að reindýraveiðar njóta sívaxandi niðurstöðu sem fyrst hvar við nýtum vinsælda. Það þarf ekki að tíunda orkuna og hvaða svæði við ætlum að töfra þeirra veiða fyrir þér sem ert orðinn vernda svo til alfarið. vanur hreindýraveiðimaður. Litlar líkur eru á að það muni draga úr ásókninnni. ú segir að við eigum að nýta nátt Bent hefur verið á að skynsamlegt sé að úruna skynsamlega. Nú er svo koma upp hreindýrastofnum annars staðar komið að nánast er búið að banna heiða á landinu en á Austfjörðum. Ef sjúkdóm gæsaveiðar á SV hálendinu. Hér er átt við ar kæmu upp í stofninu á Austfjörðum, þá svokallað friðland í Guðlaugstungum sem ættum við heilbrigðan stofn annar staðar. bætist við friðlandið í Þjórsárverum. Rétt Þá skapa hreindýrin talsverðar tekjur. er að benda á að heiðagæsastofninn er sá Værir þú tilbúinn til að hafa forgöngu um stofn gæsa sem þola helst skotveiðar. Hvað að kanna möguleika á hvort gerlegt sé að viltu segja um þessa öfugþróun? flytja hreindýr í aðra landshluta?
H
Þ
Það er mínu áliti mikið heillaspor að friðlýsa Guðlaugstungur en það mikil vægt að sjáflbærar veiðar verði leyfðar þar sem og annarsstaðar þar sem að því er viðkomið. Heiðagæsastofninn er eins og þekkt er stór og þolir mjög vel veiðar. Það er ekki til þess fallið að ná sátt um friðlýsingar og verndun að leyfa ekki nýtingu á honum svo einfalt er það.
•
48
Ég hef verið þeirra skoðunar að mjög vel hafi tekist til með landnám hreindýra á Austurlandi. Hins vegar spilar mjög margt inn í ef tekin yrði ákvörðun um að koma upp stofnum víðar. Það myndi hafa í för með sér gríðarlega vinnu. Okkar færustu vísindamenn yrðu að vera því samþykkir og leggja yrði til grundvallar kröfur sem allir gætu sætt sig við, veiðimenn, bændur, vísindamenn og almenningur í landinu. Ég tel að það gæti verið
Menn
að gera sig klára fyrir veiðiferð.
mjög fýsilegur kostur að koma upp hreindýrastofni á Vestfjörðum og væri því mjög fylgjandi.
M
ikil óánægja er meðal skotveiði manna með núverandi skot vopna löggjöf og tilheyrandi reglu gerðir. Ósamræmis gætir í lögunum. Þau eru að sumu leyti talsvert strangari en vopna lögin eru í nágrannalöndum okkar, t.d. á Norðurlöndum. Ert þú tilbúinn til að leggja þitt lóð á vigtina til þess að færa lögin í nútímalegra horf? Lög um skotvopn eiga að vera ströng en það er með þessa löggjöf eins og aðrar að þau þurfa stöðugt að vera í endurskoðun. Ég hef lagt mig fram um að kynna mér hagsmuni skotveiðimanna og annarra sem þessi löggjöf snertir. Það er mín skoðun að það þurfi að gera breytingar. Lögin þurfa að vera einfaldari og gegnsærri. Þarna þarf að gera breytingar og ég er tilbúinn að beita mér fyrir þeim.
Fagrit um skotveiðar og útivist
S
amkvæmt núverandi reglugerð ber veiðimönnum er fella hreindýr að bera dýrið í bíl. Utanvegaakstur er bann aður sem eðlilegt er. Á Fljótsdalsheiði er gríðarlegt net vega vegna fram kvæmda sem þar hafa verið. Það er því auðvelt að aka að dýrunum eftir að þau hafa verið felld. Stjórn Skot veiðifélags Íslands og Félag hreindýraleiðsögumanna telja þetta fyrirkomulag ekki raunhæft. Félögin telja að heimila ætti leiðsögumönnum að nota sexhjól til að ná í felld dýr. Rannsóknir frá Svíþjóð og Skotlandi sýna að það er minna far eftir hjólbarða sexhjóla en eftir t.d. hesta og jafnvel spor manna. Svo ekki sé nú talað um þegar verið er að draga felld dýr yfir vegleysur. Værir þú tilleiðanleg ur til að hafa forgöngu um, á hinu háa Alþingi, að leiðsöguenn megi nota sexhjól til að ná í felld dýr? Ég hef kynnst leiðsögumönnum fyrir austan og dáist að þeirri virðingu sem þeir bera fyrir náttúrunni og þá ekki síst gróðurfari. Þegar þessir menn telja óhætt að fara með sexhjól í þessum tilgangi inn á viðkvæmar heiðar þá legg ég við hlustir. Ég þekki erfiðið af því að koma stórvöxnum tarfi af veiðislóð í bíl. Það kallar fram blóðbragð í munn og svita og reynt er á alla vöðva. Ég hef líka heyrt menn segja að það sé nákvæmlega erfiðið sem er svo heillandi við þessar veiðar. Ég tel að við getum gengið lengra og gert betur á þessu sviði. Það er nú einu sinni þannig að á sumum svæðum þar sem stundaðar eru hreindýraveiðar þá er nánast útilokað að komast um veiðisvæðið nema á sexhjólum eða sambærilegum farartækjum. Ég held að mikilvægt sé einnig að við gerum ríkari kröfur til þeirra sem fá réttindi sem leiðsögumenn. Þar held ég að brýnt sé að auka kröfur sem gerðar eru til manna. Margt í þessum reglum er kannski ekki alveg raunhæft. Tökum sem dæmi urðun á innvolsi úr dýrunum. Samkvæmt reglunum á grafa það niður.
Ég set stórt spurningamerki við þetta. Eiga menn að vera að grafa holur víða á þessum viðkvæmu heiðum? Náttúran er með mjög öflugt hreinsikerfi sem sér fyrir þessu öllu. Ég held að það megi ganga lengra í þessum reglum en um leið gera þær skilvirkari og raunhæfari.
Þ
ingu með þeim ráðum sem eru tiltæk. Að banna veiðar á öllum ríkisjörðum og þjóðlendum er of langt gengið að mínu mati.
N
ú er 45 milljónum árlega varið til eyðingar minks. Þrátt fyrir það virðist minknum enn fjölga og hann er stöðugt að nema ný land svæði. Væri ekki tilvalið að hvetja skotveiðimenn til að stunda veiðar á mink. Nota mætti eitt hvað af þessum 45 milljónum sem verð launafé til duglegra veiðimanna?
að hefur orðið æ dýrara að stunda skotveiðar hér á landi. Efnameiri skotveiðimenn leigja tún og akra til gæsa veiða. Landeigendur eru farnir að selja leyfi til rjúpnaveiða. Er ekki mjög brýnt að tryggja landlausum Íslendingum veið ar í þjóðlendum og á ríkisjörðum? Ég gæti séð fyrir mér einhvern milliveg í því. Það er hins vegar afar mikilvægt
Guðlaugur
fór á hreindýr nú á dögunum sem oft áður og felldi þetta bráðmyndarlega dýr.
Ég er íslendingur og mér finnst það afar dýrmætt. Ég vil líka uppskera sem slíkur. Hluti af því er rétturinn til að veiða og hann verður að virða. Ég er tilbúinn til að leggja mitt af mörkum svo við getum haldið þessum rétti. Ég vil beita mér fyrir varkárni í veiðum og um leið koma í veg fyrir ofnýt-
að þeir einstaklingar sem hafa aflað sér mikillar reynslu og þekkingar á minkaveiðum og jafnvel fjárfest í búnaði og hundum, stundi áfram þessar veiðar. Ef þetta yrði eingöngu í höndum hefðbundinna skotveiðimanna er hætt við að landsvæði yrðu • útundan og erfitt gæti verið
49
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
að hafa stjórn á veiðunum með það í huga að takmarka stofn minksins eins og kostur er. Ef hægt er að koma þessum sjónarmiðum saman, þá finnst mér sjálfsagt að skoða tillögur um slíkt.
H
vaða mál sérð þú, á komandi þingi, sem munu skipta máli fyrir skotveiðimenn? Í fljótu bragði sé ég ekki mörg. Vissulega getur komið til þess að fjallað verði um undanþágu fyrir leiðsögumenn vegna sexhjóla eins og við ræddum áður en ég á ekki von á að rjúpnaveiðar verði fyrirferðamiklar á haustþinginu, en maður skyldi aldrei segja aldrei. Svo geta skotið upp kollinum mál sem snerta hagsmuni veiðimanna umfram aðra. Ég velti til að mynda fyrir mér því mikla valdi sem einstakar stofnanir hafa þegar kemur að veiðum. Það er búið að setja mjög mikið vald í hendur nokkurra stofnana á þessu sviði. Það er nánast útilokað fyrir aðra að koma að þeim ákvörðunum sem teknar eru t.d. varðandi nýtingu á einstökum fuglastofnum. Það er mikið af góðu fólki á þessum stofnunum og ég er ekki að gagnrýna það sem slíkt. Hins vegar er ég hugsi yfir því hversu lýðræðislegar leikreglurnar eru á þessu sviði.
Þ
egar blað þetta er að koma úr prentun ert þú væntanlega á hrein dýraveiðum. Hvað er það sem hrífur þig mest við hreindýraveiðar?
Einn
e r v i ð a s t i h l u t i þ e ss a ð f e l l a h r e i n d ý r , e n j a f n f r a m t a ð m a r g r a m a t i s t ó r h l u t i a f
s t e m m n i n g u n n i , e r a ð k o m a d ý r i n u t i l b y gg ð a .
Hér
s t a n d a a l l i r j a f n i r o g t a k a á s t ó r a sí n u m
til að geta notið steikarinnar þegar heim er komið.
frábær. Hákon Aðalsteinsson hefur verið okkar leiðsögumaður og hann er hreinræktaður orginal að austan. Þá hefur Stefán Geir einnig farið með okkur og þessir karlar vita hvað þeir eru að gera. Við gistum hjá Konna að Húsum og Sía kona Konna ber okkur á höndum sér. Við veiðum oftast saman, pabbi, ég og Siggi T. frændi minn. Þetta er góður hópur og afar samstilltur, það flýgur ein og ein hláturgusa í þessum ferðum. Gæti ekki hugsað mér að missa af þessu.
líkur á að þetta verði frá okkur tekið. Á þeim tímum sem náttúruverndarsjónarmið eru sífellt meir og meir að ryðja sér til rúms er sjálfsögð krafa til veiðimanna að þeir sýni enn meiri nærgætni bæði við veiðarnar sjálfar og einnig í opinberri umræðu um veiðar. Skotveiðimenn verða að fullvissa almenning um að við séum traustsins verðir. Við þurfum að vera góðar fyrir myndir og þá munu börnin okkar og þeirra börn geta notið þessa síðar.
Heildaráhrifin eru ómótstæðileg. Mér er þó efst í huga veiðin sjálf. Óvissan. Maður veit aldrei hvernig veiðin sjálf mun fara fram. Verðum við lengi að ið þökkum Guðlaugi fyrir skýr finna dýr? Verður gerlegt að komð lokum; einhver vísdómsorð til svör. Ljóst er að við, skotveiði ast að þeim? Og allar þessar endaskotveiðimanna? menn, eigum öflugan talsmann á lausu spurningar eru mikil hugarleikAlþingi, - oft var þörf en nú er nauð fimi sem ég gæli gjarnan Göngum vel um landið okkar og syn. • við. Félagsskapurinn er líka bráðina. Ef við gerum það ekki aukast
A
50
V
Fagrit um skotveiðar og útivist
Nýtt æfingasvæði
N
ýtt skotæfingarsvæði Skotreynar er staðsett á Álfsnesi norðan við Mosfellsbæ, þar er opið mánu dagafimmtudaga frá kl.18-22. Æfingasvæð ið er opið öllum en kort eru seld á staðnum, verð fyrir félagsmenn Skot reynar og Skotvís, 11 hringir 3.500 kr. En fyrir utanfélagsmenn 5.500 kr. Aðeins er tekið við debet eða kreditkortum.
síðan, á svæðið koma um 20-35 menn á kvöldi og skjóta 2-5 hringi hver. 2-4 félagsmenn eru á vakt hverju sinni og þetta er unnið í sjálfboðavinnu, einu launin eru afsláttur af skotkortum, en menn eru sáttir, segjast kynnast mörgum og vera í góðum félagsskapl.
Á
svæðinu eru tveir sporting vellir en þar komast fimm skotmenn á pall í einu og leirdúfunar koma frá fingasvæðið var opnað 1 ágúst fjórum mismunandi stöðum. Einnig er og hefur verið mikið að gera einn svokallaður skurður þar sem einn
Æ
til tveir geta staðið og skotið dúfur sem koma frá þremur skothúsum. Fjórði völlurinn er í undirbúningi og er stefnt að því að smíða hann í vetur.
F
élagið lét smiða glæsilegt 80 fermetra félagsheimilli sem klárast í lok ágúst. Þar verður hægt að fá sér sæti og kaffibolla og salernisaðstaða. Þetta hús á einnig að nýtast félaginu vel þegar haldnir eru fundir, mót og aðrar samkomur.
•
51
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
Helvítis hakkið – LJÚFMETI ÚR HREINDÝRAHAKKI –
„S
vo er það helvítis hakkið“ sagði ágætur og þekktur veiði maður þegar hann náði í hrein dýrakjötið til kjötiðnaðarmannsins. Það er allt of algengt að veiðimenn og fjöl skyldur þeirra kunni ekki að laga gómsæta rétti úr hreindýrahakki. Þetta er á vissan hátt dapurlegt, því úr hakkinu má laga aldeilis frábæra rétti, - já hreinan hátíðarmat. Margir veiðimenn telja sig ekkert hafa að gera með skrokk af heilu hreindýri. Satt best að segja er ég undrandi á því; staðreyndin er nefnilega sú að hreindýrakjöt er einhver hollasti og besti matur sem völ er á. Margir matreiða hreindýrakjöt aðeins á hátíðis dögum, sem veislumat, en úr hakkinu má laga frábæran hvers dags mat. Mín reynsla er sú að krökkum og unglingum, sem oft vilja ekki borða villibráð, finnst réttir úr hreindýrahakki frábærir. Nefna mætti kjötbollur, hamborgara og pastarétti.
Góða
veislu gjöra skal
Hreindýra
J
borgari á, hvers vegna ekki? Hamborgarar úr villibráðarkjöti eru vinsælir í Alaska, en þá er notað kjöt af elg eða hreindýri. Tilvalið er að glóðarsteikja hreindýraborgarana og best er að hafa þá frekar þykka, þeir verða að vera rauðir og safaríkir.
Það sem þarf: 400 gr 1 tsk ½ tsk 1 tsk 1 msk
A
52
Blandið öllu saman nema ólífuolíunni. Formið fjóra hamborgara og penslið þá með olíunni. Steikið þá á grilli.
B
Gott er að hita hamborgarabrauðið á grillinu. Á hamborgurunum er gott að hafa gráðost, rauðan lauk í örþunnum sneiðum, ósætt gróft sinnep, tómata í sneiðum og sýrðar gúrkur.
T
ilvalið er að hafa með hreindýraborgurunum Coleslaw, sem er bandarískt hrásalat.
H
reindýrahakkið er fitusnautt en hefur nákvæmlega sömu bragð eiginleika og vöðvarnir. Í uppskriftum, sem iðulega koma frá Noregi eða Svíþjóð, er mælt með því að saman við hreindýrahakkið sé blandað svínahakki. Ég mæli hins vegar með því að nota frekar kinda- eða lambahakk, - gjarnan feitt. Íslenska sauðkindin er nánast villibráð og kindakjöt á því vel við hreindýrahakkið. Þá eru uppskriftirnar iðulega allt of flóknar. Bragðgæði villibráðar eru einstök, þess vegna á að nota allt krydd sparlega. Því einfaldari sem marteiðslan er, því betra. Segja má að íslensk villibráð kryddi sig • sjálf.
hreindýrahakk paprikuduft cayenepipar salt ólífuolía
Í Coleslawsalatið þarf: ¼ hvítkálshaus, rifinn niður með rifjárni 1 gulrót, rifin niður með rifjárni, - frekar fínt 1 dl majones 2 dl sýrður rjómi 1 msk rauðvínsedik salt og pipar
A
Blandið saman majonesi og sýrðum rjóma. Bragðbætið með rauðvínsediki. Kryddið með salti og pipar.
B M
Blandið grænmetinu saman við sósuna. eð hreindýraborgurunum er gott að hafa kaldan bjór.
Fagrit um skotveiðar og útivist
Sænskar kjötbollur
S
ænskar kjötbollur eru heimsfrægar. Nú er svo komið að matsölustaðir IKEA verslananna eru að verða með stærri veitingahúsakeðjum heims. Vinsælasti rétturinn á matseðli IKEA eru, og kemur ekki á óvart, kjötbollurnar.
P
asta og villibráð er öndvegismatur. Finna má marga slíka öndvegisrétti frá Norður Ítalíu. Hér kemur uppskrift af pastasósu sem er frábær, bragðgóð og mettandi. Kosturinn við þessa uppskrift er að pastasósuna má auðveldlega frysta og nota eftir hendinni.
Það sem þarf er:
H
ér kemur uppskrift af sænskum hrein dýrakjötbollum sem eru frábærar. Krökk unum finnst þessar bollur algjört æði.
Það sem þarf í þennan rétt er: 400 gr hreindýrahakk 100 gr ær- eða lambahakk (svínah.) 5 msk ókryddað brauðrasp 2 ½ dl rjómi 1 gulur laukur, lítill 2 msk smjör 1 egg Salt og pipar eftir smekk 2 msk smjör ólífuolía
A
Hreindýraborgari er ekki amalegur matur; safaríkur, hollur og bragðgóður. Sannkallaður hollustuborgari.
Pasta
Steikið laukinn í 2 msk. af smjöri og látið hann kólna. Blandið saman brauðraspi og rjóma.
B
Blandið saman hreindýrahakki, kindahakki, lauk, rasp/rjómablöndunni, eggi. Kryddið með salti og pipar.
C
Mótið litlar kjötbollur. Efnið í hverri bollu á að vera u.þ.b. 2 msk. Steikið bollurnar í blöndu af ólífuolíu og smjöri á pönnu. Þegar búið er að steikja bollurnar er lok sett á pönnuna og slökkt undir. Látið pönnuna standa á hellunni í 10 mín.
M
eð hreindýrabollunum er gott að hafa kartöflumús, sveppasósu, sýrðar gúrkur; og góð sulta er algjör nauðsyn.
3 gulir laukar, fínt saxaðir 2 hvítlauksrif, fínt söxuð 200 gr sellerírót, rifin með rifjárni ólífuolía 1 kg hreindýrahakk 1 ds niðursoðnir tómatar 1 dl tómatkraftur (puré) 2 dl rauðvín 2 dl vatn 2 gulrætur, rifnar með rifjárni 1 teningur eða 1 msk villibráðarkraftur 2 lárviðarlauf ½ tsk kanill 5 einiber salt og pipar
A B
Laukur og sellerí er steikt í matarolíu. Bætið hreindýrahakkinu við og steikið.
Þegar búið er að steikja hreindýrahakkið eru tómatar, tómatkraftur, vín, vatn og rifnu gul ræturnar settar í pottinn. Látið suðuna koma upp. Bætið því næst í pottinn villibráðarkrafti, muldum lárviðarlaufum og einiberjum.
C
Látið réttinn sjóða í 60 mín. Kryddið því næst með kanil, salti og pipar. Látið malla í 15 mín. til viðbótar. Ef sósan verður of þykk má bæta vatni í pottinn.
M
eð þessum rétti hafið þið það pasta sem þið viljið.
•
53
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
Ósmann
S K O T F É L A G I Ð Ó S M A N N Á S A U Ð Á R K R Ó K I N Á Ð I Þ E I M M E R K A Á F A N G A Á Á R I N U A Ð V E R Ð A 1 5 Á R A .
15
ár er ekki hár aldur, en það er ekki alveg sjálfgefið að félagsskapur í litlu bæjarfélagi á landsbyggðinni, nái þessum áfanga. Það er margt sem fangar hugann í þjóðfélagi dagsins í dag og afþreyingarmöguleikarnir eru margir. Skotfélög og skotvellir eru samt nauðsynleg vegna þeirra takmarkana sem lagaumhverfi þjóðfélagsins sem við lifum í, setur okkur. Það er ekki lengur hægt að æfa sig hvar sem er, eins og tíðkaðist hér áður fyrr og þess vegna er það nauðsynlegt að hafa aðgang að góðum skotvöllum. Skotfélögin þjappa mönnum síðan saman, því að maður er jú manns gaman.
S
kotfélagið Ósmann var stofnað á Sauðárkróki þann 8. maí 1991. Að stofnun félagsins stóðu nokkrir áhugasamir einstaklingar um veiðar, skotvopn og bætta veiðimenningu. Flestir þessara manna voru frá Sauðárkróki, en í dag eru félagsmenn af báðum kynjum og víða að af landinu. Í upphafi var sú ákvörðun tekin að brýnasta verkefnið væri það að ráðast í uppbyggingu á skotvelli. Það var nokkura ára þrautaganga að koma þeirri áætlun af stað áður en hægt var að ráðast í gerð skotvallarins. Finna þurfti heppilegt land til leigu og síðan að sækja um öll möguleg og ómöguleg leyfi. Að fá leyfismálin á hreint tók félagið tæpt ár og það eina sem við þurftum ekki að gera var að fara í gegnum umhverfismat. Eftir þetta var hægt að fara í uppbyggingu á skotvelli, en það er eins og þeir vita • sem staðið hafa í slíkri upp-
54
byggingu margra ára vinna. Vinna sem í reynd er aldrei lokið ef vel á að vera. Í dag hefur félagið yfir að ráða einum albesta skotvelli landsins. Völlurinn er staðsettur á eignarlandi félagsins í 3 km fjarlægð frá Sauðárkróki, úti á Reykjaströnd. Umhverfið er ægifagurt með skagfirsku eyjarnar í bakgrunninn. Á skotvellinum er hægt að skjóta bæði skeet og trap auk þess sem að 200 metra riffilbraut er á svæðinu. Á henni er skotskýli með tveimur öflugum skotborðum. Föst mörk eru síðan á 25 m.-50 m.-100 m. og 200 m. færum. Völlurinn er öllum opinn og þeim sem vilja fræðast meira um Skotfélagið Ósmann bendum við á heimasíðu félagsins.
S
lóðin er: www.skagafjordur.com/ osmann
Ekki sofna á þriðja degi
AP almannatengsl
- búðu þig vel undir næsta veiðitímabil Áhugafólk um veiði veit hvað líkamlegt atgervi skiptir miklu máli í ströngum veiðiferðum en hreysti er ekki byggð upp á stuttum tíma. Líkamleg hreysti er lífsstíll. Njóttu afraksturs erfiðisins í rómaðri Baðstofu Lauga og andaðu að þér tímaleysinu. Þinn er ávinningurinn.
www.laugar.com
www.worldclass.is
s. 553 0000
s. 553 0000
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
Fullkomin konudagsgjöf GUÐNI EINARSSON RÆÐIR VIÐ SÆUNNI MARINÓSDÓTTUR
Sæunn
við tarfinn sem hún felldi á
F l j ó t sd a l sh e i ð i í á g ú s t 2 0 0 6 . V e i ð i l e y f i ð f é k k h ú n á k o n u d a g i n n o g t a l d i þ a ð f u l l k o m n a g j ö f í t i l e f n i d a gs i n s . V e i ð i v o p n i ð e r S a u e r 2 0 2 T a k e D o w n , c a l . 3 0 - 0 6 , m e ð S ch m i d t & B e n d e r 3 - 1 2 x 5 0 s j ó n a u k a .
S
kotveiðar eru eitt af fjölmörgum áhugamálum Sæunnar Marinós dóttur skrifstofustjóra í Reykjavík. Hún er fædd og uppalin á Þórshöfn á Langanesi og hefur umgengist skot vopn og skotveiðimenn frá blautu barnsbeini.
Þessi bogfimi reyndi töluvert á litla skrokk inn en var mjög skemmtileg.“ Sæunn er ekki alveg laus við áhugann á bogfiminni og segist hún stefna að því að komast yfir draumavopnið lásboga. Hún segist hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé krefjandi veiðiskapur að skjóta svartfugl af kajak og stefnir hún að því „Fyrsta vopnið sem ég tók í var að reyna slíkan veiðiskap við tækifæri. keppn is bogi sem móðurbróðir minn átti,“ segir Sæunn. „Ég lék mér með æunn er búin að reyna ótrúlega bogann tvö sumur og skaut á mark, margt á 33 æviárum. Hún fékk ýmist á 25 eða 50 metrum. Maður byssuleyfi um tvítugt, sama sumar hamað ist endalaust við að og hún tók próf á mótorhjól og var • draga upp bogann og skjóta. þá búin með pungaprófið (30 tonna
S
56
skipstjórnarréttindi) árinu áður. Hún er með ólæknandi útivistaráhuga, er skáti, starfaði í björgunarsveitum um árabil, er með jeppadellu og fer reglulega í fjallaferðir allan ársins hring. Hún var til sjós á trillum og frystitogaranum Stakfelli í Smugunni meðan Smugudeilan stóð sem hæst. Í fyrra fór hún ásamt fleirum í svaðilför á skútunni Svölu frá Færeyjum til Íslands. Síðasta spöl þess ferðalags fékk áhöfnin reyndar far með björgunar þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-LIF eftir að skútan hreppti aftakaveður á hafinu og laskaðist mikið.
Fagrit um skotveiðar og útivist
V e i dd i f y r s t a fuglinn 12 ára
„É
g fékk snemma að skjóta úr byssum hjá frændum mínum og veiddi fyrsta fuglinn minn tólf ára gömul. Þetta byrjaði sem fikt í útilegum sem við vorum vön að fara 17. júní. Þeir voru oftast með byssur með sér og ég fékk að skjóta bæði úr rifflum og haglabyssum. Ég komst snemma að því að þetta var eitthvað fyrir mig – nokkuð sem ég hafði góð tök á,“ segir Sæunn. Það var þó ekki fyrr en eftir að hún flutti að heiman að hún segist hafa farið að stunda skotveiðar af einhverri alvöru. Hún segist fyrstu árin hafa aðallega stundað gæsa- og rjúpnaveiðar, en síðari árin hefur áhuginn á veiðum með riffli orðið meiri. Ekki síst að skjóta stærri dýr. Til að byrja með fékk S æ u n n h l e ð u r r i f f i l s k o t i n s j á l f o g l e gg u r á h e r s l u á a ð æ f a s i g á s k o t v e l l i . hún lánaðar byssur en keypti sér eigin haglabyssu 2001 og valdi sér Bettinsoli neitt of mikið“, eins og hún orðar það. félögum mínum á andaveiðar, en það Silver Light, yfir/undir í hlaupstærð Þá segir hún mikilvægt að halda sér í hefur alltaf hist illa á. Þetta snýst nú 12. góðu líkamlegu formi til að vera vel meira um að finna tíma en að nenna. undirbúin á veiðum. „Það hefur komið Mér finnst öndin snilldar matur og „Mér skilst að þetta sé með léttustu fyrir að veiðimenn særi hreindýr og finnst vera kominn tími til að ná í svohaglabyssum sem hægt er að fá,“ þurfi að hlaupa þau uppi – kemur víst lítið af henni á meðan kistupláss leyfsegir Sæunn. „Jóhann Vilhjálmsson oft í hlut hérans (leiðsögumannsins) ir.“ byssu smiður, sem seldi mér byssuna, en ég hef hingað til ekki lent í því. Ef spurði hvort ég vildi ekki gúmmípúða til þess kæmi myndi ég sjálf vilja klára æunn hafði aflað rjúpna fyrir aftan á skeftið til að draga úr högginu, það sem ég byrjaði á – engin hérastökk foreldra sína í jólamatinn. Þegar en ég afþakkaði það. Ég sagði að fyrir stelpuna,“ segir Sæunn. rjúpnaveiðibannið skall á spurði hún það væri sjálfsagt mál að finna „þau gömlu“ hvort þau gætu hugsaðeins fyrir því ef ég murkaði lífið að sér hreindýr í jólamatinn? „Það Dregur björg í bú úr einhverri skepnu með byssunni var engin spurning að ég varð að svo aftan á skeftið fór þessi fíni g stunda veiðarnar í tvenn- bjarga þessu og þetta átti sinn þátt í spýtukubbur.“ Auk þess að stunda um tilgangi – sameina þar að ég dreif mig loks á hreindýr,“ segir veiðar með haglabyssunni æfir Sæunn tvö áhugamál – að njóta náttúrunnar Sæunn. Fyrstu hreindýraveiðiferðleirdúfuskotfimi, þegar tími gefst, á með góðri hreyfingu og svo að fylla á ina fór hún 2003 til Stefáns Hrafns skotvelli Skotíþróttafélags Suðurlands kistuna. Mér finnst mun hreinlegra að Magnússonar hreindýrabónda í Isortoq í Þorlákshöfn. Þar hefur hún notið veiða það sem ég borða heldur en að í Suður-Grænlandi. Hún fékk lánaðan leiðbeiningar Jóhanns „Bóbó“ fara í kjötborðið og biðja um hálft kíló BRNO-riffil hjá vini sínum Jóhanni Norðfjörð í skotfimi. Einnig hefur hún af kjöti. Ég hef látið fjölskyldu mína Halldórssyni, kaliber 30-06, og hélt aðgang að leirdúfukastara sem hægt fá kjöt og eins vini og kunningja. Svo í vesturveg. Gunnar Óli Hákonarson er að taka með sér út í óbyggðirnar. er ég sjálf hrikalegur sælkeri og þarf var leiðsögumaður hennar í þessSæunn segist leggja mikið upp úr því mitt. Í haust langar mig að prófa fara ari ferð líkt og í annarri ferð 2005. að æfa sig jafnt á haglabyssu og riffil á önd. Ég á hana alveg eftir. Ekki það Þau sigldu á veiðislóð ásamt • – „það má nú ekki láta rörin kólna að mér hafi ekki oft boðist að fara með þremur öðrum veiðifélögum.
S
„É
57
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
„Upp
með olnbogann,“ gæti
Eftir svolitla leit fundu þau glæsilegan tarf sem var einn á beit í kjarrinu. „Við Gunnar Óli skriðum upp eftir hlíðinni til að komast í skotfæri. Þegar ég lyfti rifflinum og sá hreintarfinn í miðunarsjónaukanum upplifði ég eitthvað mjög sérstakt. Þetta var alveg magnað. Að sjá dýrið og miðunarkrossinn á því miðju. Ég spurði Gunnar Óla afar kurteislega: Má ég tak´ann? Hann svaraði rólega: Auðvitað elskan mín, láttu vaða! Tarfurinn steinlá í fyrsta skoti. Þetta var 100% hjartaskot svo það var lítið um patéframleiðslu.“
S
æunn var þar með komin á bragð ið með hreindýraveiðar. Hún sótti um veiðileyfi hér heima og hefur veitt bæði hreinkú árið 2004 og tarf sem hún skaut nú í ágúst 2006, bæði dýrin á Fljótsdalsheiði á svæði tvö. „Ég hef ekki fengið flottari konudagsgjöf en þá sem ég fékk nú ár,“ segir Sæunn. „Það eina sorglega við gjöfina er að hún kom frá Umhverfisstofnun – stelpan fékk úthlutað tarfi!“
•
58
Jóhann Norðfjörð
verið að segja við
Langar
Á
Sæunni.
veiðum í
Póllandi
með þarlendum veiðiverði.
til Afríku eftir eitt til tvö ár. Það væri kattaveiðar í Afríku skemmtilegt að fara í góðum hópi í svona ferð og gera þetta að alvöru safljótlega eftir fyrstu veiðiferð- ari–ferð.“ ina til Grænlands keypti Sæunn sér eigin veiðiriffil. Fyrir valinu varð að hefur ekki verið algengt að Sauer 202 Take Down riffill í kaliber ungar konur helli sér í skot 30-06 með Schmidt & Bender 3-12x50 veiðarnar. Sæunn segist oft vera spurð sjónauka. Skotin í riffilinn hleður hún að því hvort hún fari með mannsjálf og hefur undanfarið valið að nota inum sínum á veiðar? Hún neitar því Hornady Interbond 150 grains kúlur. og segir: „Þetta er ekki makasport Auk hreindýraveiða hér á landi og í – skytteríið. Ég hef svo sem verið tekin Grænlandi hefur Sæunn einnig farið í nett á teppið fyrir veiðidelluna. Pabbi veiðiferð til Póllands og fer í haust til hefur t.d. varað mig við því að segja Kanada á hjartarveiðar. „Draumurinn veiðisögur þegar ég fer út að skemmta er að fara til Afríku á kattaveiðar. Mig mér. Hann segir að strákarnir verði langar að veiða hlébarða og púmu. bara hræddir við mig ef ég geri það. Svo vantar mig líka skinn af sebradýri En hann segir það nú meira í gríni en í borðstofuna. Ég stefni að því að fara alvöru.“
F
Gunnar Óli
á
Þ
lét
Sæunni
smakka á lifrinni úr fyrsta hreintarfinum sem hún felldi í
Grænlandi.
Fagrit um skotveiðar og útivist
Sauer Individual Þ
egar veiðimenn eru að hugsa um vopn þá er oft eins og um trúarbrögð sé að ræða. Einn vill bara ákveðna tegund riffils og bara eitt kaliber í skotum en sá næsti hefur kannski allt annan smekk á hvað hann vill. Þegar ég var að velta því fyrir mér að endurnýja veiðiriffilinn voru að sjálfsögðu skoðaðar margar gerðir og týpur af rifflum frá hinum ýmsu fram leiðendum. Að endingu var ákveðið að fyrir valinu yrði þýskur riffill frá elstu vopnaverksmiðju Þýskalands J.P. Sauer & Sohn. Verksmiðju sem byrjaði að framleiða vopn árið 1751 í Suhl, en var síðar flutt til Eckernförde. Þar er verksmiðjan enn að framleiða hinar ýmsu týpur af byssum.
Þ
ar sem ég var ekki að fara að fá mér standard riffil sem hægt var að taka úr hillunni hjá næsta söluaðila þá var komið að því að velja það hvernig riffillinn yrði. Það má helst líkja þessu við að verið sé að kaupa nýjan Bens, menn velja ákveðna týpu, litinn á bílnum, vélarstærð, rafmagn í
rúðum, beinskiptan eða sjálf skiptan ásamt hinum ýmsu aukahlutum sem í boði eru. Það er eins með riffil, þar er hægt að velja úr ótal mörgum útfærslum á hverju stykki í rifflinum. Hér er einnig hægt að hafa lásinn óskreyttan eða ákveða skreytingar á lásinn, það er hvaða myndir eru grafnar á láshúsið, boltann, magasín og gikkbjörg, og hvort skreytingar séu með gull innleggi. Hér er í flestum tilfellum hægt að velja hvaða mynd sem er, t.d. af uppáhalds veiðidýrinu eða bara mynd af konunni.
Þ
Huga þarf að nokkrum hlutum þar svo sem útfærslu á boltahandfangi, þar er valið milli flats handfangs eða kúlu handfangs og hvort bolti eigi að vera geislaburstaður eða ekki.
Þ
á er komið að hlaupinu, en hlaup og láshús falla saman í kónísku fari með það mikilli nákvæmni að þó hlaup sé tekið af og sett á aftur, þá skýtur byssan alltaf rétt. Þar er að sjálfsögðu hægt að velja flest standard caliber og margar lengdir og breiddir ásamt því hvort hlaupið er flútað eða áttstrent. Síðan er valið hvort og þá hvernig sigti eru á hlaupinu. Við val á hlaupi eru augljóslega óteljandi möguleikar og samsetningar því persónulegt val hvers og eins eftir geðþótta eða í hvað nota á gripinn, enda velja sumir mörg hlaup fyrir sama riffilinn með mismunandi caliberum.
ar sem ákveðið var að velja S 202 Take Down var ekki val um hvort lásinn ætti að vera úr áli eða stáli þar sem take down rifflar eru ein göngu með stálhúsi. Annars væri hægt að velja úr fimm útfærslum af yfirborðsmeðhöndlun. Þar sem gikkur inn kemur í húsið liggur beinast við að velja hann næst. Þar er hægt að nginn riffill er án skeftis og hér hafa ýmsar útfærslur líka. Nú boltinn er ekki slegið af úrvalinu hvorki kemur líka í láshúsið og þess vegna í gæðum viðar né útfærslum. • er hann skoðaður á eftir gikknum. Hægt er að velja um skefti
E
59
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
úr gerviefnum eða margra alda gamalli hnotu. Fyrir utan mismunandi viðargæði er einnig hægt að fá skefti fyrir rétthenta og síðan líka sérsmíðuð skefti í öllum útfærslum. Að lokum er hægt að velja hin ýmsu smáatriði sem eru á rifflum en það verður ekki upptalið hér.
meistara fyrirtækisins til að ákveða endanlega staðsetningu og útfærslu á myndum. Þessir menn eru algerir listamenn þar sem þeir taka ljósmynd eða teikningu og teikna hana á byssu hlutinn. Síðan er myndin handhöggvin og handgrafin í stálið með sporjárnum og meitlum eftir aldagamalli aðferð.
caliber. Næst er stöngin tekin og hún pressuð utan um rifflaðan járnpinna til að gera rillurnar í hlaupið. Við þetta herðist innsta lag hlaupsins og stöngin lengist talsvert.
N
okkrum vikum eftir að búið var að panta byssuna bárust boð frá Sauer verksmiðjunum um að koma og skoða verksmiðjuna og ræða smáatriði í sambandi við skreytingar á rifflinum. Einnig var boðið upp á að ég gæti valið sjálfur viðinn í skeftin. Þar sem ég er lærður húsgagnasmiður og með ólæknandi byssudellu var boðinu tekið með ánægju og stefnt á að fara utan á haustmánuðum með Jóhanni Vilhjálms syni byssusmið til þess að skoða eina bestu byssuverksmiðju Þýskalands.
Jóhann
Aðstaða
og verkfæri stálgrafara.
•
60
E
M a t t hí a s
v i ð h l i ð p r e ss u n n a r m e ð
h l a u p s t á l f y r i r o g e f t i r p r e ss u n .
ftir það er lásstæðið gert í hlaupendann síðan er athugað hvort hlaupið er beint að innan. Að lokum er hlaupið rennt í rétt mál að utan og síðan slípað og blámað
H
éðan var gengið að efnis lag ernum fyrir hina ýmsu hluti byssunnar. Þar gat á að líta til dæmis 6m langan prófíl með útlínur skamm byssu og prófíl með útlínum láshúss í riffil, eins og sjá má á myndinni
V
ið flugum til Kaupmannahafnar og ókum þaðan í bílaleigubíl til Eckernförde. Bærinn sem stendur við vesturströnd Eystrasalts er lítill miðað við stórborgir Evrópu en í honum búa um 23 þúsund manns. Við vorum mættir stundvíslega klukkan tíu um morguninn eftir að hafa eytt kvöldinu í að fara út að borða og horfa á Derrick í sjónvarpinu, hvað annað. Í verksmiðjunni tók á móti okkur Matthías Klotz og leiddi hann okkur í gegnum framleiðsluferlið hjá verksmiðjunni. Fyrst var farið í gríðarstóran sýningarsal þar sem voru sýnishorn af framleiðslu fyrirtækisins frá upphafi til dagsins í dag. Þar gaf að líta ótrúlegan fjölda af skammbyssum, haglabyssum og rifflum. Þar voru til dæmis Weatherby rifflar en verk smiðjan framleiddi þá riffla þegar þeir náðu sem mestum vinsældum.
E
og
Peter Ewald
útgraftarmeistari a ð g r a f a í l á sh ú s .
N
æst var farið að sjá framleiðslu ferlið á hlaupunum.
Efnsprófílar
Stangir
E
til hlaupgerðar úr hinu heimsfræga
Krupp
stáli.
n hlaup eru gerð með þeim hætti að járnstöng er fyrst boruð ftir það var farið og síðan slípuð slétt að innan með gati að hitta stál graftrar sem er aðeins stærra en endanlegt
F
í b y ss u r
arið var að sjá hvernig boltinn er smíðaður úr tveimur steyptum hlutum bræddum saman og síðan fræstur niður í rétt mál með sex löggum sem læsast inn í hlaupendann þannig að úr verði besta hugsanlega læsing.
Fagrit um skotveiðar og útivist
nákvæmni. Ekki var nein staðar að sjá að menn væru að flýta sér eða að vinna í akkorði. Enda var okkur sagt að hlutirnir ættu fyrst og fremst að vera fullkomnir, annað væri óásættanlegt. Enda fannst mér oft eins og menn væru frekar að dunda heldur en að vinna þar sem allt var gert af svo mikilli natni. Bolti
á fyrstu stigum framleiðslu.
E
ftir að hafa skoðað framleiðslu helstu hluta í byssunum var farið í viðargeymsluna til að velja viðinn í skeftið
Enn
ein skoðunin.
Þ
Skeftisviðargeymslan
N
æsta skref var að sjá frumvinnslu á skeftum sem gerð er í vélum en síðan eru skeftin öll handunnin. Slípuð og tékkeruð eða útskorin, allt eftir óskum hvers og eins.
Skefti
egar hér var komið í skoðuninni var okkur boðið niður í kjallara, við Jói litum á hvorn annan og hugsuð um sennilega báðir :hvað á nú að sýna okkur. En þá var það einn af stóru kostum verksmiðjunnar. Í kjallaranum var byssuprófunarhús Schleswig-Holstein sýslu. Þarna undir verk smiðj unni eru tvær skotbrautir til að skjóta af rifflum og öðrum skotvopnum. Þar voru starfsmenn að þrýstiprófa hlaup og byssur. Einnig sjá þeir um að prufuskjóta öllum Sauer rifflum til að öruggt sé að mið og nákvæmni hlaupa sé ásættanleg. Enda fylgir rifflum frá Sauer skotblað til sönnunar þess að allt sé eins og það á að vera. Skotið með opnum sigtum á 100m.
N
ú tók við erfiðasti partur riffil kaup anna, það er að bíða í nokkrar vikur eftir því að fá gripinn í hendurnar. Það er eins og með Bensinn sem ég nefndi hér í upphafi, það kaupir enginn fínan bíl og hefur hann alltaf inni í skúr ónotaðan. Riffillinn var fenginn til að nota hann, og eftir að hafa verið útbúinn með vönduðum Schmidt & Bender sjónauka þá var farið að skjóta. Fyrst á mark og síðan í hverja veiðiferðina á fætur annarri með góðum árangri. Að endingu má sjá hér mynd af síðasta dýrinu sem skotið var með honum þegar þetta er skrifað, og alveg örugglega ekki það síðasta. Stór hreindýrstarfur (115kg) skotinn í hjartað hátt til fjalla á veiðisvæði 9 haustið 2006.
Leiðsögumenn og veiðifélagar Ívar E r l e n dss o n o g E i n a r H a r a l dss o n á s a m t tarfinum stóra. M y n d T o r f i M a g n ú ss o n .
í vinnslu
L
E
ftir þetta var farið í samsetningar deildina þar sem hver hlutur var settur á sinn stað í samsetningarferlinu. Það sem kom sérstaklega á óvart var hvað mikið var af prófunum og mælingum á hverjum hlut og hvað allir virtust hugsa mikið um
N
ú var degi tekið að halla og kom inn tími til að kveðja verksmiðj una og halda ferðinni áfram. Ég fór að skjóta villisvín, hirti og fasana í Pól landi en Jóhann fór nokkrum dögum síðar á villisvínaveiðar í Póllandi.
átið drauma ykkar rætast í riffil kaupum eins og öðru, hverjir sem þeir eru. H a p p i n e ss i s a w a r m Í v a r E r l e n dss o n Séð
inn skotbrautina
gun.
•
61
Landsfélag um skynsamlega skotveiði
Ellingsen eflist Þ
að sem af er liðnu ári hefur verið viðburðarríkt í skotveiði geir anum og sérstaklega er viðkem ur sameiningu á fyrirtækjum. Olíuverslun Íslands hefur keypt Sjóbúðina á Akureyri sem nú er undir sama þaki og Ellingsen þar í bæ í nýju og glæsilegu húsnæði. Síðan var rekstur J.Vilhjálmssonar (Jói byssusmiður) á Dunhaga 18 í Reykjavík einnig keyptur og í framhaldinu verslunin Útivist og veiði í Síðumúla 11. Tvö síðast nefndu fyrir tækin hafa nú flutt starfsemi sína í nýju verslunina Ellingsen við Fiskislóð 1 í Reykjavík.
V
ið sameiningu þessara þriggja fyrirtækja verður Ellingsen stærsti aðili landsins í sölu skotvopna, skotfæra og veiðibúnaðs. Hvað varðar veiðiriffla þá má nefna umboð fyrir Sauer, Blazer, Mauser, Steyr Mannlicher og Browning ásamt því úrvali sem umboðsaðilar hérlendis bjóða s.s. Sako, Tikka og Remington. Í hagla byssum verður Ellingsen með umboð fyrir; Browning, Winchester, Bettinsoli, FAIR, Bernardelli, AYA og Sabatti. Hvað varðar skotfæri þá eru það Winchester, RIO og Baschieri & Pellagri. Merki í riffil- og handsjónaukum eru heldur ekki af lakari taginu; Schmidt & Bender, Kahles, Luger, Hawke og Minox.
•
62
Í
haust mun Ellingsen bjóða uppá landsins mesta úrval af veiðibúnaði og vopnum fyrir veiðimenn og konur. Í ágústmánuði koma stórar sendingar af veiðibúnaði og fatnaði frá USA s.s. Ameristep og Avery Outdoors felubirgi, fatnaður frá 10X Product og Mad Dog, veiðibúnaður og tæki frá Cass Creek, Allen, Buck Expert og LSP Webfoot. Endurhleðsluvörur frá Midway og ýmis konar aukahlutir frá Deben og Hofmann.
E
og vöðlum sem Jóhann Vilhjálmsson mun sjá um. Ellingsen mun umfram allt bjóða persónuleg og fagleg þjónusta sérfræðinga sem hafa áratuga reynslu í meðferð skotvopna og skotveiði. Áframhaldandi samstarf mun verða á milli Olís / Elingsen við SKOTVÍS og leitast verður við að llingsen verður einnig með við- bjóða félagsmönnum góða afslætti af gerðarþjónustu á skotvopnum ýmsum vöruflokkum sem í boði verða.
Sértilboð til meðlima Skotveiðifélagsins Tilboð
3 dagar ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS HER 29449 09/2005
á verði 2ja
Tilboðið til 31. 31.12.2006 Tilboðið gildir gildir til 12. 2005.
Forsenda vel heppnaðar veiðiferðar er góður bíll. Við útvegum þér rétta bílinn í veiðiferðina á hagstæðu verði. Við bókun þarf að gefa upp CPD-númer SKOT. Gildir fyrir eftirfarandi flokka: A, B, T, F, O og I. Takmarkað bílaframboð. Fyrstir bóka – fyrstir fá!
50 50 600 • hertz@hertz.is Keflavíkurflugvöllur, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Höfn, Egilsstaðir