2008, 14.árg

Page 1

Ver› 1.190 kr.

Fagrit um skotvei›ar og útivist. 1. tbl. 14. árg. 2008

3ár0 a



4

7

12

14

17

18

20

22

24

Eiga hreindýr framtíð fyrir sér á Norðausturlandi? •

31

S i g m a r B . H a u k ss o n

Ástand íslenskra gæsastofna A r n ó r Þ ó r i r S i g f ú ss o n

Garmin Colorado 300 Það

nýjasta í

GPS

Átt þú (íslenska) haglabyssu Drífurnar

frá

Dalvík

Veiðar á villtum fuglum og spendýrum Ný

bók eftir

Einar Guðmann

Heym vopnaverksmiðjan A r n f i n n u r J ó n ss o n

Rjúpan 2008 – óvænt uppsveifla! Ólafur K. Nielsen

Rjúpnavængir óskast Ólafur K. Nielsen

Glíman við austfirsku hreindýrin Viðtal

við

30 ára

tækjum

R e i m a r Á sg e i r ss o n

eftir

S t e i n u n n i Á s m u n dsd ó t t u r

Gefið

út fyrir:

Skotveiðifélag Íslands Pósthólf 1157, 121 Reykjavík Sími 893 4574,

Meðal efnis

Leiðari

E-mail skotvis@skotvis.is Heimasíður: SKOTVÍS: http://www.skotvis.is SKOTREYN: http://www.skotreyn.org

S k a r ph é ð i n n G . Þ ó r i ss o n

Skotæfingarsvæðið Álfsnesi

38

40

S KOTREYN

Veitt á slóðum víkinga „Munið að setja á SILENT“

46

Dr. Arnór Þórir Sigfússon

48

Forsíðumynd:

á hálendinu

Icefin – Cabelas norðursins Ný

Nikulás Sigfússon

veiðibúð

Gerum góða villibráð betri Rauðlaukur,

50 Útgáfa, útlit og prentvinnsla:

52

54

m e ð h a g l a b y ss u

Lofttæmdar umbúðir – betri villibráð Nýir

rauðrófur o.fl.

Hvers vegna hitti ég ekki? Skotfimi

Sigmar B. Hauksson

Ritstjórn fagefnis:

G u ð n i E i n a r ss o n

Fjarskipti

Ritstjórn og ábyrgð:

m ö g u l e i k a r f y r i r h e i m i l i sp ö k k u n

ensk gæsaskot

Sökkólfur ehf. Hrafnshöfða 13, 270 Mosfellsbær Sími 824 8070 kjartan@skotvis.is

top gæði – botn verð

veiðideild Húsgagnahöllinni, sími 585 7239. Lindir, Skógarlind 2, sími 585 7262

3


Leiðari

Skotveiðifélag Íslands 30 ára Þann 23. september n.k. eru 30 ár liðin frá stofnun Skotveiðifélags Íslands. Í sögu félagasamtaka hér á landi eru 30 ár ekki langur tími. Hins vegar, ef tildrögin að stofnun félagsins eru athuguð, er ljóst að stofnun Skotveiðifélags Íslands var sprottin af ríkri þörf fyrir hagsmunafélag skotveiðimanna.

Sagan Íslendingar hafa frá upphafi Íslandsbyggðar byggt tilveru sína á veiðum. Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar var vonlaust að þjóðin hefði getað lifað af landbúnaði einum saman. Fiskurinn í sjónum, í ám og vötnum, selur á skerjum, sjófuglar og egg þeirra voru snar þáttur í fæðu landsmanna. Íslendingar voru því lengi vel fremur veiðimenn en bændur. Veiðarnar stunduðu menn af nauðsyn, ekki sér til ánægju. Þó eru til margar frásagnir af því að mönnum hafi þótt veiðiskapurinn skemmtilegur og meira spennandi en önnur störf. Íslendingar hafa stundað veiðar af nauðsyn lengur en aðrar þjóðir Evrópu. Á mörgum bæjum og þorpum á landsbyggðinni, og jafnvel á fátækari heimilum í Reykjavík, stunduðu menn veiðar sér til matar allt fram á miðja 20. öld.

Rjúpan

SIGMAR B. HAUKSSON FORMAÐUR SKOTVEIÐIFÉLAGS ÍSLANDS

rjúpur. Víða til sveita voru rjúpnaveiðar eina leiðin fyrir unga menn til að afla sér tekna. Rjúpnaveiðar voru drjúg tekjulind fyrir marga veiðimenn, allt fram til 1980. Ekki er ólíklegt að gríðarmiklar rjúpnaveiðar í 100 ár eigi einhvern þátt í hnignun íslenska rjúpna­ stofnsins.

Tómstundaveiðar Á Íslandi hefur aldrei verið neinn aðall og því engin hefð fyrir sportveiðum. Flestir Íslendingar hafa því stundað veiðar af nauðsyn, til að afla sér matar eða tekna. Um miðja seinustu öld fór að draga úr vægi veiða hér á landi. Efnahagur landsmanna batnaði til mikilla muna, úrval og framboð matvæla jókst talsvert og þjóðin flutti úr dreifbýli í þéttbýli. Upp úr 1950 fóru því æ fleiri Íslendingar að stunda skotveiðar sér til skemmtunar og ánægju.

Vitað er að þegar á landnámsöld stunduðu menn rjúpnaveiðar hér á Íslandi. Það var þó ekki fyrr en með tilkomu skotvopna á 19. öld að farið var að stunda rjúpnaveiðar í einhverjHver á Ísland? um mæli hér á landi. Þegar 1864, og jafnvel fyrr, er farið að flytja út rjúpur. Eftir að flestir veiðimenn voru Sum árin var gríðarlegt magn flutt út fluttir á mölina var farið að þrengja af rjúpum. Sem dæmi má nefna að árið að þeim. Bændur og aðrir landeig1924 voru fluttar út tæplega 250.000 endur töldu sig eiga víðáttumikil lönd

4

og fóru að stugga við veiðimönnum úr þéttbýli. Í kringum 1975 má segja að ríkt hafi hálfgert hernaðarástand á Holtavörðuheiði þar sem tókust á veiðimenn og þeir sem töldu sig eiga heiðina. Lögreglan var send á Holtavörðuheiði og víðar til að reka veiðimenn í burtu. Nokkur þessara mála enduðu fyrir dómstólum og oftar en ekki féllu dómar veiðimönnum í hag. Landréttarmál voru því ein af meginástæðum fyrir stofnun Skotveiðifélags Íslands. Allt frá stofnun félagsins til dagsins í dag hafa landréttarmál verið eitt helsta baráttumál þess. Sem betur fer sér brátt fyrir endann á þessari löngu og ströngu baráttu þegar búið verður að afgreiða öll þjóðlendumál. Þrátt fyrir það megum við aldrei sofna á verðinum í þessum efnum því stöðugt er verið að þrengja að skotveiðimönnum, loka veiðilendum og selja aðgang að landinu. Skotveiðifélag Íslands mun aldrei láta það kyrrt liggja að skotveiðar verði bannaðar á landsvæðum, sem teljast vera almenningur eða þjóðlendur, án þess að til þess liggi ríkar ástæður. Því miður eru enn talsvert mörg dæmi um slíkt.

Ábyrgð

veiðimanna

Á þeim 30 árum sem Skotveiðifélag Íslands hefur starfað hefur orðið gríðarleg viðhorfsbreyting af hálfu stjórnvalda til skotveiða. Fyrir stofnun félagsins var stjórnun veiðanna og umsýsla alfarið á vegum stjórnvalda og hagsmunasamtaka eins og Bændasamtakanna og í einhverjum tilfellum vísindamanna. Á þessum 30 árum hefur Skotveiðifélag Íslands unnið traust stjórnvalda, enda er félagið landssamtök og lang fjölmennustu samtök skotveiðimanna. Í heildina


Leiðari R j ú p u r . L j ó s m y n d : J ó h a n n Ó l i H i l m a r ss o n

litið eru samskipti Skovís og stjórnvalda góð. Allir sem málið varðar vita að Skotvís eru ábyrg félagasamtök. Það sýnir og sannar starfsemi félagsins undanfarin 30 ár. Í starfi sínu hefur Skotvís lagt ríka áherslu á að skotveiðimenn fari eftir ströngum siðareglum og strax við stofnun félagsins voru slíkar reglur samdar og eru þær enn í fullu gildi. Félagið hefur lagt ríka áherslu á að

veiðar úr íslenskum dýrastofnum séu sjálfbærar. Stjórn félagsins hefur því oftsinnis sýnt þor til að taka umdeildar en ábyrgar ákvarðanir sem sumir skotveiðimenn hafa ekki verið sáttir við. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þessar ákvarðanir hafa verið réttar og til hagsbóta fyrir íslenska skotveiðimenn. Í þessu sambandi mætti nefna nokkur dæmi. Félagið beitti sér fyrir

því að ekki yrðu leyfðar veiðar á helsingja í Austur-Skaftafellssýslu á tímabilinu 1. – 25. september. Þetta var gert til varnar helsingjum sem farnir voru að verpa á svæðinu. Skotvís lagði til að rjúpnaveiðar yrðu ekki stundaðar á Reykjanesskaga. Þessi ákvörðun var tekin til að auðvelda rjúpnarannsóknir hér í nágrenni borgarinnar, þ.e.a.s. að bera saman stórt svæði þar

HLUSTAÐU Á BRÁÐINA... ...án þess að missa heyrnina

PELTOR HEYRNARHLÍFAR FYRIR SKOTVEIÐIMENN Peltor býður heyrnarhlífar sem eru sérstaklega hannaðar fyrir skotveiðimenn, fyrirferðarlitlar, trufla ekki einbeitingu og nóg pláss er fyrir byssuskeftið.

Skeifan 3 108 Reykjavík Sími 588 5080 www.dynjandi.is

5


Leiðari

sem rjúpan væri friðuð og svæði sem veitt væri á. Skotvís var alfarið á móti því að Eyjabökkum yrði sökkt undir vatn vegna virkjunarframkvæmda á Austurlandi, en Eyjabakkar eru stærsta fellisvæði heiðagæsa í heiminum. Skotvís hafði frumkvæði að því að bannað yrði að selja rjúpur á almennum markaði. Þetta var gert vegna bágs ástands íslenska rjúpnastofnsins. Þá beitti Skotvís sér fyrir þvi að blesgæsin yrði friðuð hér á landi þar sem stofninn er nánast að hrynja. Fleiri dæmi mætti nefna. Veiðikortakerfið hefði aldrei heppnast eins vel og raun ber vitni nema vegna öflugs stuðnings Skotvís við það. Hvað varðar beina hagsmuni íslenskra skotveiðimanna mætti nefna nokkur atriði eins og t.d. niðurfellingu 25% vörugjalds á skotvopn og skot á sínum tíma. Þá beitti félagið sér fyrir útgáfu skotvopnavegabréfs sem nú hefur séð dagsins ljós og nú um þess-

ar mundir er fulltrúi Skotvís ásamt öðrum að vinna að löngu tímabærri endurskoðun skotvopnalaganna. Á 30 ára afmæli Skotveiðifélags Íslands er það óumdeild staðreynd að án öflugs starfs þess væru aðstæður og réttindi íslenskra skotveiðimanna talsvert verri en þær eru í dag.

Framtíðin Brýnustu úrlausnarefnin á 30 ára afmæli félagsins eru eftir sem áður landréttarmálin. Íslenska ríkið á mikið land sem lokað er skotveiðimönnum. Sjálfsagt er að opna ríkisjarðir fyrir skot­veiði­mönnum og önnur lönd sem henta til skotveiða. Brýnt er að halda áfram að efla íslenska rjúpnastofninn sem undanfarin ár hefur átt í vök að verjast. Friðunaraðgerðir undanfarinna ára virðast vera farnar að bera árangur því vísbendingar eru um að stofninn sé óvænt að rétta úr kútnum,

þá aðallega á Norður- og Austurlandi. Gamalt baráttumál Skotvís er að fjölga hreindýrum hér á landi. Mikil ásókn er í hreindýraveiðarnar og ljóst að landið getur borið mun fleiri hreindýr. Í fyrra var Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar eiginlega lagt niður. Er skemmst frá því að segja að öll þjónusta og samskipti við okkur skotveiðimenn hefur hríðversnað. Er nú svo komið að stjórn Skotvís telur það farsælast að öll mál er varða skotveiðar verði færð frá Umhverfisstofnun. Stofnunin virðist ekki hafa neina burði til að gegna hlutverki sínu á þessum vettvangi. Að lokum vil ég nota tækifærið og óska félagmönnum Skotvís til hamingju með afmælið og þakka stjórnarmönnum undanfarinna 30 ára fyrir mikið og gott starf. S i g m a r B . H a u k ss o n

12% afsláttur

Þeir sem framvísa gildum félagsskírteinum SKOTVÍS fá 12% afslátt af vinnu og efni við smurningu og vinnu við viðgerðir. 6


Gæsastofninn H e l s i n g i . L j ó s m y n d : J ó h a n n Ó l i H i l m a r ss o n

Ástand íslenskra gæsastofna Í dag er það því miður svo að oftast þegar við heyrum fréttir af ástandi fuglastofna, hvort sem er hér á landi eða erlendis frá, að þá eru það slæmar fréttir. Nýleg dæmi hér á landi eru af sjófuglastofnum sem margir hafa átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið vegna skorts á fæðu, sérstaklega sandsíli. Ástæður breytinga á fuglastofnum geta verið af margvíslegum toga og oftar en ekki eru þær raktar til umsvifa okkar mannanna sem hafa áhrif með beinum eða óbeinum hætti. Umsvif okkar á síðustu öldum hafa gerbreytt búsvæðum fugla, skógar hafa horfið, votlendi þurrkuð upp og í stað fjölbreyttra búsvæða koma einsleit ræktarsvæði nytjajurta og skóga. Hlýnun andrúmslofts vegna gróðurhúsáhrifa mun breyta útbreiðslu fuglastofna og telja margir að sjá megi merki um það, t.d. á og við heimskautasvæði þar sem heimskautategundir hopa norður meðan suðrænni tegundir fylgja í kjölfarið.

DR. ARNÓR ÞÓRIR SIGFÚSSON VST - RAFTEIKNING

Þó að afleiðingar breytinga á búsvæðum séu oft neikvæðar fyrir fugla er svo ekki alltaf. Sumar tegundir hafa mikla aðlögunarhæfni og laga sig að breytingum eða snúa þeim jafnvel sér í hag. Oft endar með því að slíkar tegundir verði til ama og eru starar og máfar dæmi um slíkt. Starar nýta sér byggingar til varps og vilja ekkert síður verpa í þakskyggnum,

loftræstiopum og slíkum stöðum en í klettum og bökkum sem er þeirra náttúrulega varplendi. Máfar hafa lært að nýta sér afganga af borðum manna, á ruslahaugum, við skólpútrennsli, frá fiskiskipum og hér á landi brauðgjafir til anda. Á Bretlandseyjum hafa þeir líka tekið upp á því á síðari árum að verpa á húsþökum við litlar vinsældir þarlendra. Gæsir eru meðal fugla sem hafa getað nýtt sér breytingar af völdum manna. Á hinu vestur palearktíska svæði, sem á máli líflandafræðinnar er svæði sem nær yfir Evrópu, Miðausturlönd og Norður Afríku, er að finna níu tegundir gæsa sem skiptast í 23 aðskilda stofna. Samtals voru þessir stofnar taldir vera um 3,8 milljónir einstaklinga að hausti um síðustu aldamót og líklega hafa aldrei verið svo margar gæsir á þessu svæði (Fox, A.D & Madsen, J. 1999). Af þessum 23 stofnum þá er talið að 14 séu vaxandi, 4 stöðugir, 2 eru minnkandi og

7


Gæsastofninn 8

óvíst er um 3 stofna. Á þessu svæði hafa orðið miklar breytingar frá fyrri hluta síðustu aldar, ræktun á kornuppskerum og túnum, sérstaklega á vetrarstöðvum gæsanna, hefur stóraukist og stuðlað að betri lífsskilyrðum og betri afkomu. Sumir þessara stofna hafa margfaldast á fáeinum áratugum við mismikla hrifningu manna. Gæsir eru stórir, áberandi og háværir fuglar sem halda sig oftast í hópum nema síst um varptímann. Þessir hópar eru stærstir um fartíma og við náttstaði og það er stórfengleg upplifun að sjá stóra gæsahópa, sem telja jafnvel þúsundir fugla, fara um í leit að beitarlandi eða á leið í og úr náttstað með tilheyrandi hljóðum. En þó að þessir stóru hópar séu ánægjuleg sjón fyrir veiðimenn og aðra náttúruunnendur þá eru þeir það ekki að sama skapi fyrir bændur sem sjá þessum milljónum gæsa fyrir miklu af fæðuþörf þeirra á túnum sínum og ökrum. Hér á Íslandi eru 5 tegundir gæsa sem verpa og/eða fara hér um sem umferðarfarfuglar. Þetta eru grágæs

(Anser anser), heiðagæs (A. brachyrhynchus) blesgæs (A. albifrons) helsingi (Branta leucopsis) og margæs (Branta bernicla). Af þessum fimm eru grágæs og heiðagæs varpfuglar frá fornu fari og helsinginn nýlegur varpfugl. Blesgæs og margæs eru hér umferðarfarfuglar eingöngu en helsinginn er það einnig að stærstum hluta sem og hluti heiðagæsanna. Af þessum fimm stofnum gæsa, eru fjórir vaxandi en því miður þá er blesgæsin einn af fáum gæsastofnum á vestur palearktíska svæðinu sem á í vök að verjast. En líkt og annarsstaðar á því svæði þá hefur aldrei verið jafn mikill fjöldi gæsa hér á landi og nú þannig að almennt séð er ástand gæsastofnanna mjög gott með þessari einu undantekningu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir ástandi veiðistofna hér á landi auk blesgæsastofnsins sem nú er friðaður. Þær upplýsingar sem hér eru kynntar eru að mestu frá The Wildfowl and Wetlands Trust (WWT). Á vefsetri þeirra má finna skýrslur þar sem greint

er nánar frá stofnum gæsa, niðurstöðum rannsókna og vöktunar á þeim, sjá http://www.wwt.org.uk/research/ monitoring.

Grágæs Grágæsir hafa verið taldar árlega á vetrarstöðvum sínum á Bretlandseyjum frá sjötta áratug síðustu aldar á vegum WWT. Talningar á grágæsum fara þannig fram að um miðjan nóvember þegar talið er að þær séu flestar komnar frá Íslandi, heimsækja sjálfboðaliðar alla þekkta náttstaði gæsanna um fyrirfram ákveðna talningarhelgi og telja gæsirnar sem streyma í og úr náttstað. Í upphafi hausts eru þessir náttstaðir færri og gæsahóparnir stærri en þegar líður á veturinn og þessi tími því talinn hentugastur. Undanfarin ár hefur svo upplýsingum um fjölda gæsa sem enn eru á Íslandi um talningahelgarnar verið safnað saman af höfundi með því að hafa samband við veiðimenn og aðra fuglaáhugamenn. Þá hafa Guðmundur A. Guðmundsson


1.

mynd.

Talningar 5

talningar og línan er

B r e t l a n ds e y j u m . P u n k t a r n i r s ý n a ( b y gg t á g ö g n u m f r á T h e W i l d f o w l & W e t l a n ds T r u s t ) .

á grágæsum á vetrarstöðvum þeirra á ára hlaupandi meðaltal talninganna

lok síðustu aldar og höfundur stýrði fyrir hönd NÍ benda til að talningar á grágæsum vanmeti stofnstærðina (sjá Arnór Þ. Sigfússon 2002, Frederiksen o.fl. 2004). Þegar skoðaðar voru í samhengi, talningar á vetrarstöðvum, veiði samkvæmt veiðitölum frá Umhverfisstofnun síðan 1995 og áætluð veiði á Bretlandseyjum, ungahlutfall í stofninum og lífslíkur samkvæmt merkingum þá sást að dæmið gekk ekki upp. Eftir nánari skoðun á gögnunum er nú talið að talningarnar á Bretlandseyjum vanmeti stofninn verulega og að hann gæti verið allt að tvöfalt stærri en hann hefur verið áætlaður hin síðari ár (Frederiksen o.fl. 2004). Hinar miklu sveiflur á milli ára benda einnig til mikillar skekkju í talningunum, en hluti þeirrar skekkju getur m.a. verið hve margar gæsir eru enn á Íslandi um talningahelgina. Nú er unnið að því á vegum WWT að bæta talningaaðferðir þannig að fá megi betra mat á stofninum og er aukin áhersla á að meta fjölda gæsa hér um talningahelgina liður í því auk þess sem verið er að athuga að telja aftur seinna á árinu. Sé ofangreint haft í huga verður að telja að ástand grágæsastofnsins sé allgott og þá sérstaklega í sögulegu samhengi. Veiðiþungi á honum er hins vegar mjög mikill og hugsanlega við þolmörk þannig að komi mörg ár í röð

Gæsastofninn

og Kristinn H. Skarphéðinsson á Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) flogið yfir hluta landsins um talningahelgina, aðallega Suðurland, og talið úr lofti. Þannig má áætla gróflega hve mikill fjöldi er enn á landinu og bæta því við talningarnar á Bretlandseyjum, en mikill munur getur verið á árum hvað þetta varðar. Þannig var t.d. áætlað að haustið 2007 væru um fjórtánþúsund grágæsir á landinu um miðjan nóvember en árið áður var einungis áætlað að tæplega sexþúsund grágæsir væru hér enn. Auk þeirra gæsa sem enn eru hér má búast við að einhver hundruð gæsa séu í Færeyjum þegar talið er auk þess sem vitað er að íslenskar grágæsir halda til í einhverjum mæli í Noregi þó að það séu líklega ekki nema nokkur þúsund í mesta lagi. Niðurstöður talninga á Bretlands­ eyjum frá 1960 til 2007 má sjá á 1. mynd. Eins og sjá má þá geta verið miklar sveiflur milli ára í talningum og stundum það miklar sveiflur að eina mögulega skýringin er talningaskekkja eins og t.d. árið 2004 stökk talningin í um 107.000 fugla úr 70 – 80.000 fuglum árin tvö þar á undan og svo niður í um 80.000 á næstu tveim árum en aftur í 107.000 2007. Til að slétta út þessa óvissu í talningum er notast við svokallað hlaupandi meðaltal, hér fimm ára, þar sem hver punktur er meðaltal 5 ára. En ekki eru allar sveiflur þó vegna skekkju. Árin 2005 og 2006 voru t.d. léleg varpár eins og sjá má á aldurs­samsetningu gæsa­veiðinnar hér á landi og í mældu ungahlutfalli á vetrarstöðvum. Því er ekki ólíklegt að einhver fækkun hafi orðið þau ár eða stofninn staðið í stað líkt og hlaupandi meðaltalið gefur vísbendingu um. Árið 2007 var aftur á móti mjög gott varpár þannig að hlaupandi meðaltalið sýnir stofninn fara upp á ný. Það má lesa það úr 1. mynd að grágæsastofninn virðist hafa verið á niðurleið síðasta áratug 20. aldarinnar en sú þróun hafi stöðvast um aldamótin og að stofninn sé á uppleið á ný. Rannsóknir sem fram fóru á grágæsum á vegum NÍ og WWT í

þar sem varp er lélegt má búast við að stofninn fari niður á við og því ekki æskilegt að veiðar aukist frá því sem nú er (Frederiksen o.fl. 2004). Aftur á móti virðist að stofninn fari í uppsveiflu í árum þar sem ungaframleiðsla er mikil eins og var t.d. 2007 og reyndar einnig 2004.

Heiðagæs Þar sem heiðagæsir yfirgefa landið fyrr en grágæsir þá eru talningar á þeim á Bretlandseyjum um mánuði fyrr en á grágæsum eða í kringum miðjan október, þegar talið er að þær séu flestar komnar frá Íslandi og Grænlandi og eru sömu aðferðir notaðar og við talningar á grágæsum. Ekki hefur verið flogið hér um talningahelgina til að telja líkt og gert er um talningahelgi grágæsa. Til að fá einhverja hugmynd um fjölda heiðagæsa hér þegar talið er á vetrarstöðvunum þá hefur höfundur leitað til veiðimanna og annarra fuglaáhugamanna til að afla upplýsinga sem nota má til að áætla fjölda heiðagæsa á landinu á þeim tíma. Sú breyting hefur orðið á undanfarin ár að veiðimenn eru ekki staddir á fjöllum við rjúpnaveiðar 15 október eins og áður var, en það er einmitt um það bil sem talningar fara fram og þeir hafa áður sagt okkur af heiðagæsum í hálendinu á þessum tíma. Því má segja að áætlun á fjölda heiðagæsa á talningatíma sé ekki

9


Gæsastofninn 10

eins nákvæm og sambærileg áætlun á fjölda grágæsa. Niðurstöður talninga á Bretlands­ eyjum frá 1950 til 2007 má sjá á 2. mynd. Árið 2005 fór fjöldi heiðagæsa í fyrsta sinn yfir 300.000 og árið 2007 voru þær litlu færri, eða tæp 290.000 fuglar. Árið 2006 voru svo ekki nema um 230.000 taldar, sem væri 23% fækkun ef talningarnar eru réttar (Newth 2007). Líkt og hjá grágæsinni eru oft miklar sveiflur á milli ára í talningum sem stafa líklega frekar af skekkju í talningum en raunverulegum stofnbreytingum og jafnast þær út að hluta með því að nota hlaupandi meðaltal. Eins og 2. mynd sýnir þá hafa orðið gífurlegar breytingar á heiðagæsastofninum frá því að talningar hófust um miðja síðustu öld. Eftir jafnan en þó mikinn vöxt fram til 1980 þá tekur við gríðarlega hraður vöxtur á níunda áratug aldarinnar, þegar stofninn virðist tvöfaldast á 10 árum. Áratuginn þar á eftir virtist svo sem stofninn hefði náð hámarki og töldu menn að þar væri burðargetu lands náð. En svo gerist það í upphafi þessarar aldar að svo virðist sem nýtt tímabil aukningar sé hafið hjá heiðagæsinni. Hvað veldur er ekki gott að segja en hugsanlega er hluti af því að heiðagæsin er að nema nýjar varplendur á láglendi og þannig brjóta af sér viðjar, en þess má sjá merki aðallega á Norðurlandi þar sem heiðagæsir verpa í auknum mæli á láglendi svo sem í Skagafirði, Öxarfirði og víðar. Lítið er vitað um breytingar á Grænlandi en ekki er hægt að útiloka að þar geti átt sér stað breyting á útbreiðslu eða varpþéttleika. Talningar á heiða­gæsum eru taldar vera nákvæmari en á grá­gæsum og ekki talið líklegt út frá fyrirliggjandi gögnum að um verulega vanáætlun sé að ræða eins og hjá grágæsum (Frederiksen o.fl. 2004). Ekki verður annað sagt en að ástand heiðagæsastofnsins sé mjög gott í sögulegu samhengi og hefur hann u.þ.b. tífaldast frá því að talningar hófust 1950. Veiðiþungi hér á landi er mun minni en á grágæs og stofninn virðist standa vel undir veiðinni.

2.

mynd.

Talningar

talningar og línan er

á heiðagæsum á vetrar-stöðvum þeirra á

5

ára hlaupandi meðaltal talninganna

B r e t l a n ds e y j u m . P u n k t a r n i r s ý n a ( b y gg t á g ö g n u m f r á T h e W i l d f o w l & W e t l a n ds T r u s t ) .

B l e sg æ s

Helsingi

Blesgæsir eru taldar vor og haust á vetrarstöðvum sínum sem eru aðallega í Skotlandi og á Írlandi og er það helst vortalningin sem miðað er við. Einhver misbrestur hefur orðið á undanfarin ár að heildartalning náist þar sem talningar vantar frá svæðum á Írlandi sum árin. Síðasta heildartalning er frá vorinu 2006 og var þá áætlað að stofninn væri um 24.900 fuglar sem er það lægsta sem mælst hefur síðan 1988. Sé aftur á móti tekið mið af talningum í Skotlandi og annarsstaðar á meginlandi Bretlands vorið 2007 þá var stofninn áætlaður um 25.000 sem er lítil breyting. Stofni grænlensku blesgæsarinnar hefur hrakað mjög síðan vorið 1999 þegar hann varð stærstur um 35.500 fuglar eftir nokkuð stöðugan vöxt frá níunda áratug síðustu aldar og er ástæðan talin vera fyrst og fremst afar lélegur varpárangur mörg undanfarin ár, en fjöldi unga í stofni nær ekki að bæta upp dauðsföllin (Fox & Francis 2007). Vegna viðvarandi viðkomubrests og örrar fækkunar var blesgæsin friðuð hér á landi vorið 2006. Ólíklegt er að stofninn stækki mikið, þrátt fyrir friðun, nema breyting verði á viðkomu. Stöðvun veiða á Íslandi hægir hins vegar á og vonandi stöðvar hnignun stofnsins á meðan viðkomubrestur er viðvarandi.

Heildartalningar á helsingjum fara fram á vetrarstöðvunum á fimm ára fresti að vori. Þess á milli eru helsingjar taldir á hluta vetrarstöðvanna svo sem á eynni Islay, vestur af Skotlandi sem eru helstu vetrarstöðvar grænlensk-íslensku helsingjanna. Þá hafa helsingjar verið taldir hér á landi síðustu ár að vorlagi af Arnþóri Garðarssyni, prófessor við Líffræðistofnun Háskóla Íslands. Heildartalning að vori 2003 sýndi að stofnstærð grænlenska helsingjans var þá um 56.000 fuglar og var það um 6 % aukning frá síðustu talningu þar á undan, árið 1999. Nú vorið 2008 var síðast talið og þá var stofninn áætlaður um 70.500 fuglar sem er um fjórðungs aukning á fimm árum. Helsingja­ stofninn hefur verið í nær stöðugri aukningu frá því talningar hófust um 1960, en þá voru þeir einungis um 10.000 (Worden o.fl. 2004). Helsingjar eru orðnir íslenskir varpfuglar þó í litlum mæli sé. Frá því upp úr 1990 hafa þeir orpið í Skaftafellssýslum og er það hægt stækkandi stofn. Þá bárust fregnir af helsingjapari með unga í Skagafirði sumarið 2007 auk þess sem fregnir hafa borist af helsingjavarpi af fleiri stöðum. Ástand grænlensk-íslenska helsingjastofnsins verður að segjast vera


mjög gott og ekki sér fyrir endann á Austur- og Vestur Skaftafellssýslum. stöðugri aukningu undanfarinna áraHeimildir tuga. Veiði úr þessum stofni er hlutArnór Þórir Sigfússon 2002. Grágæsin – Óleystar fallslega lítil og hann virðist standa vel gátur. Skotvís 8: bls 29 – 31. Fox, A.D & J. Madsen 1999. Introduction. Pp. 8 –18. undir núverandi veiðiálagi. In: Madsen, J., Cracknell, G & Fox, A.D. (eds.): Goose populations of the Western Palearctic, a Íslenski varpstofninn fær aukna review of status and distribution. Wetlands International Publ. No. 48. Wageningen, The Nethervernd með því að upphafi veiðitíma lands. National Environmental Research Institute, Denmark. 344. bls hefur verið seinkað til 25. september Fox, A.D. & I. Francis 2007. Report of the 2006/2007 national census of Greenland White-fronted geese á helstu varplendum hans, en það er í in Britain. Greenland White-fronted Study, Kalö,

Gæsastofninn

H e i ð a g æ s i r . L j ó s m y n d : J ó h a n n Ó l i H i l m a r ss o n Denmark. Frederiksen, M., R.D. Hearn, C.R. Mitchell, A. Sigfússon, R.L. Swann & A.D. Fox 2004. The dynamics of hunted Icelandic goose populations: a reassessment of the evidence. Journal of Applied Ecology 41(2): 315-334. Newth, J.N. 2007. Status and distribution of Icelandic-breeding geese: results of the 2006 international census. Wildfowl & Wetlands Trust Report, Slimbridge. Worden, J., C.R. Mitchell, O.J. Merne & P.A. Cranswick 2004. Greenland Barnacle Geese Branta leucopsis in Britain and Ireland: results of the international census, March 2003. Wildfowl & Wetland Trust Report, Slimbridge.

DEKK 12% afsl. VINNA 20% afsl.

Frí dekkjaskoðun og loftmæling. Þitt öryggi er okkar markmið. 11


Tæknimál

Garmin Colorado 300 Nýjasta GPS tækið frá Garmin sem hentar hvað best í veiðina er Garmin Colorado 300 sem er handhægt tæki sem auðvelt er að nota með einni hendi. Ritstjórn blaðsins barst slíkt tæki til prufu, en undirritaður hefur ágæta reynslu af eldra tæki frá Garmin, eða 60CS. Colorado hefur meiri upplausn og stærri skjá, rauf fyrir SD minniskort sem ekki er að finna á 60CS. Innra minni tækisins er einnig margfalt miðað við 60CS tækið, eða 384MB í stað 64MB í 60CS. Kortaraufin gerir notanda kleift að vera með allt að 4GB vinnsluminni til að geyma kort, jafnvel af nánast öllum heiminum, eða önnur gögn, eins og myndir og/eða tónlist.

S k j á u pp l a u s n Colorado 300 er með töluvert meiri upplausn heldur en 60CS sem skilar sér í mun skýrari mynd, en jafnframt ber að hafa í huga að kortin minnka við það og texti verður jafnvel það smár að þeir sem þurfa lesgleraugu verða að passa sig að gleyma þeim ekki heima, en fyrir okkur sem annað hvort nota ekki gleraugu, eða muna að kippa þeim með,

12

þá gerir þetta kortin einstaklega skýr og skemmtileg í notkun. Upplausnin er aukin úr 160x240 punkta á tommu, upp í 240x400 sem gerir það að verkum að hægt er að skoða smáatriði um 2,5 sinnum stærra svæði í einu, það er mikill kostur.

Kortin Tækið kemur með grunnkorti fyrir allan heiminn, en grunnkortið hefur að geyma grófa yfirsýn yfir helstu þjóðvegi og helstu landslagsupplýsingar. Íslandskort þarf að kaupa sérstaklega eins og áður, en með því þá fást nákvæmar upplýsingar yfir alla helstu vegi, örnefni og fleira. Útlit grunnkortsins er sérlega skemmtileg og með því að hafa bæði kveikt á Íslandskortinu og grunnkortinu þá notar tækið Íslandskortið fyrir skjámyndir undir 3ja km skala, en grunnkortið fyrir skala umfram það. Ef slökkt er á Íslandskortinu þá notar tækið grunnkortið fyrir alla skala.

stofu, sat í sófa nálægt glugga, þá náði tækið merki sem var nægilega sterkt til að gefa staðsetningu, það er veruleg framför og ekki mögulegt á 60CS tækinu.

Rafeindakompás Tækið er útbúið rafeindakompás sem gerir það að verkum að kortið snýr ávallt rétt fyrir notandanum, en áður fyrr þá reiknaði tækið út hvernig viðkomandi sneri með því að nota hreyfistefnu viðkomandi, sem olli oft vandræðum ef staðið var í stað og kort skoðað. Klárlega kostur.

Hæðarmælir

Tækið er búið loftþrýstingsmæli sem gerir alla hæðarútreikninga nákvæmari. Til að stemma stigu af breytilegum loftþrýstingi stillir tækið sig af í hvert sinn sem farið er yfir hæðarlínu á korti og reiknar svo mismun hæðar út frá pressumælinum þess á milli. Þegar undirritaður fór í fjallgöngu með tækið reyndist þetta mjög vel og tækið skilaði B æ t t m ó t t a k a g e r v i t u n g l a ávalt nokkuð nákvæmum upplýsingum, Tækið er með verulega bætta mót- samanborið við nákvæman hæðarmæli töku, og er kveikt var á því heima í sem hafður var með í för og stilltur var


Tæknimál

á þann loftþrýsting sem gefinn var upp fyrir viðkomandi stað.

Notendaviðmót Tækið er búið snúningshjóli sem staðsett er fyrir ofan skjáinn. Þetta hentar vel fyrir einnar handar notkun þar sem auðvelt er að hafa þumalinn á hjólinu og fara í gegnum vel útfærðar valmyndir tækisins. Einstaklega auðvelt og þægilegt í notkun. Tækið er stillt á ensku þegar kveikt er á því en hægt er að velja um nokkur tungumál. Því miður er íslenska ekki þar á meðal, en vonandi koma Garmin menn einhverntímann með íslenskt tæki þar sem margir notendur setja þetta fyrir sig og velja frekar tæki frá öðrum með íslensku kerfi. En mín skoðun er sú að Garmin menn hafa staðið sig einna best í kortamálum og því besti kosturinn að velja tæki frá þeim hvað það varðar auk þess sem notendaviðmót Garmin tækja er til fyrirmyndar, einfalt og þægilegt.

Tækniatriði Tækið tekur tvær AA rafhlöður sem endast í um 15 klst að sögn framleiðanda, en einnig er hægt að kaupa í það Lithium hleðslurafhlöðu. Tækið er með USB tengi til tölvutengingar þannig að hægt er að hlaða í það kortum og uppfærslum ásamt fleiru en það er með 384MB í innra minni auk þess sem hægt er að setja í það allt að 4GB SD kort. Það er vatnshelt en flýtur ekki þannig að ef það er tekið með í vatnaveiðina þá er eins gott að passa sig að missa það ekki í vatnið. SD kortaraufin er fyrir innan rafhlöðulokið,

Hér

að ofan má sjá útlínur

Í s l a n ds

en ef skali tækisins er stilltur nær þá sjást öll helstu

kennileiti í umhverfinu.

neðan má sjá eina af valmyndum tækisins.

sem er vatnshelt, sem ver kortin gegn raka og skemmdum sem fylgja slíku.

Niðurstaða Niðurstaða þessarar prófunar er tvímælalaust sú að klárlega er hægt að mæla með þessu tæki, það er vandað, einfalt í notkun og mjög tæknilega fullkomið. Nýjustu fregnir herma að væntanlegt sé sambærilegt tæki með snertiskjá í stað snúningshjóls en spurningin er hvort það borgi sig að bíða eftir því. Snertiskjáir eru nú oft viðkvæmari og er undirritaður allavega þeirrar skoðunar að til að geta borið svona tæki með sér er nauðsynlegt að þurfa ekki að hafa stöðugar áhyggjur af því að það liggi undir skemmdum ef eitthvað kemst í snertingu við það. Almennt verð á tækinu er kr. 49.900,- og kemur íslandskortið til viðbótar við þá upphæð. K j a r t a n J ó n ss o n

2009

4.490,13


Drífurnar frá Dalvík 14

Átt þú (íslenska) haglabyssu VEIÐISAFNIÐ Á STOKKSEYRI LEITAR AÐ ÍSLENSKUM HAGLABYSSUM SEM SMÍÐAÐAR VORU AF JÓNI BJÖRNSSYNI Á DALVÍK. Jón Björnsson er fæddur í Göngu­ staða­koti í Svarfaðardal, búsettur á Dalvík, var húsgagnasmiður að mennt og vann við húsgagnasmíði og húsbyggingar í mörg ár. Um 1977 fór hann að fást við byssusmíði, en áður hafði hann ásamt trésmíðinni gert við byssur, m.a. smíðað skefti, fjaðrir, pinna ofl. Marlin Goose Gun sem nágranni Jóns, Helgi Jakobsson átti að öllum líkindum, var fyrirmynd hans að Drífu haglabyssunum sem hann smíð­ aði á árunum 1977 – 1990, flestar ein­

skota, alls um 120 númeruð eintök og eru fyrstu byssurnar skráðar 1978. Drífurnar eru með boltalás, að hluta til úr ryðfríu stáli og voru þær breytilegar hvað varðar skefti, hlaup, áferð og fl., en Jón smíðaði allt er notað var í byssur sínar. Notaði hann m.a. tinda úr heyvinnuvélum og flatjárn úr spark­ sleðameiðum til smíðanna, jafnframt notaði hann ventlagorma í útdragarana og vitað er að hann hafði áhuga á því að fá byssurnar þrýstiprófaðar erlendis, en af því varð nú aldrei. Skeftin voru úr beyki en einnig smíðaði hann nokkur skefti úr ramin og voru þau lökkuð með Leifturlakki. Eru þau flest áþekk að lit og lögun, með frávikum þó er á leið og ber að nefna

fingurgróf á allmörgum af síðustu Drífunum. Magasínbyssur eru til sem taka tvö skot í laust magasín og eitt í hlaup, samtals þrjú skot. Jón smíðaði þær allar á svipuðum tíma en þá hafði hann þegar gert eina tveggjaskota byssu sem tók tvö skot hvort ofan á annað, eigandi hennar er Gunnar sonur Jóns. Voru Jóni útveguð tilbúin magasín frá Savage í USA árið 1986, samtals 8 stykki. Jón framleiddi 5 Drífur með magasínum, eitt gekk af og er það til, enn í umbúðum og tveir fengu tvö. Boltaefnið fékk Jón m.a. úr afgöngum af skrúfuöxlum á Dalvík og Birnir sonur Jóns sá einnig um að panta skrúfuöxla sem þá voru framleiddir fyrir Sabb bátavélar og líkaði Jóni vel. Þetta notaði hann í boltann sjálfan en öxulstál notaði hann í láshúsið og efnisrör í hlaupin úr mjúku stáli, útborað 16mm og síðan vann hann þau með handborvél, fræsara og í rennibekk upp í 18 mm nema fremst þar sem þau eru um 17 mm. Jón smíðaði sín verkfæri sjálfur ef þannig stóð á, m.a borinn sem


Ekki sofna á þriðja degi

AP almannatengsl

- búðu þig vel undir næsta veiðitímabil Áhugafólk um veiði veit hvað líkamlegt atgervi skiptir miklu máli í ströngum veiðiferðum en hreysti er ekki byggð upp á stuttum tíma. Líkamleg hreysti er lífsstíll. Njóttu afraksturs erfiðisins í rómaðri Baðstofu Lauga og andaðu að þér tímaleysinu. Þinn er ávinningurinn.

www.laugar.com

www.worldclass.is

s. 553 0000

s. 553 0000


Drífurnar frá Dalvík

hann notaði við hlaupin, efni kom frá Nathan & Olsen og Sindra í Reykjavík. Haft er eftir Jóni að vinnan við hlaupin væri misjöfn, það færi mikið eftir framleiðanda, oft væru eitlar í efninu eða það kom bogið og tók það Jón um 3-4 vikur að fullgera byssu. Smíðar Jóns voru ekki eingöngu bysssutengdar og ekki er hægt að tala um Jón Björnsson á annan hátt en snillingum sæmir. Hann smíðaði m.a. tauþvottavél um 1950, fiðlu sem hann spilaði á sjálfur, standborvélar, rafmagnshefla steypta úr áli, einnig smíðaði hann úr kopar litla rokka, kleinuog laufabrauðsjárn, kertastjaka, silfurbúna skeiðarhnífa, tóbakspontur, píska, verkfæri og fl., þar á meðal riffil, að undanskildu hlaupinu og er hann enn til. Í viðtölum við Jón sagði hann frá því að hann hefði smíðað fyrstu byssuna 12 ára, var það skammbyssa, einskota fyrir lítil riffilskot, líklega .22cal. Veiðisafnið, í samvinnu við afkomendur Jóns, stofnuðu Drífuvinafélagið árið 2005 og hafa fundist allar nema

fimm af þessum 120 byssum og má haglabyssum sem Jón Þorsteinsson frá sjá eigendalista á heimasíðu safnsins, Ólafsfirði smíðaði og hafa nú þegar fundist þó nokkrar. www.veidisafnid.is Er þetta eitt af rannsóknarverkefnum P á l l R e y n i ss o n Veiðisafnsins en einnig leitar safnið að

Einstök samsetning náttúrulegra hráefna að viðbættum vítamínum, steinefnum og öðrum fóðurbætiefnum. Vörumerkið er eign Hill's Pet Nutrition, © 2003 Hill's Pet Nutrition, Inc.

www.hills.is

16


Veiðar á villtum fuglum og spendýrum, eftir Einar Guðmann, er bók sem kom út í fyrra, árið 2007, og er ætluð sem kennslubók á veiðikortanámskeiðum. Það er mikil framför að fá slíkt gæðarit í hendur fyrir hvert námskeið og er bókin hin fróðlegasta og skemmtilegasta lesning. Fyrir okkur sem þegar erum búin með veiðikortanámskeið þá er þessi bók hin eigulegasti gripur og fæst í öllum helstu bókaverslunum, en hún er gefin út af Forlaginu. Bókin er 290 síður í harðri kápu og ríkulega myndskreytt með á fjórða hundrað ljósmyndum, teikningum og skýringarmyndum. Þetta er létt en heildræn yfirferð yfir allt það helsta sem veiðimönnum ber að kunna skil á varðandi: • Hreindýraveiði • Refaveiði • Minkaveiði • Fuglaveiði • Selaveiði • Veiðiaðferðir • Meðferð skotvopna á veiðum

• •

Veiðihunda Ý m s a n búnað, allt frá klæðnaði til GPS tækja • Náttúruvernd og veiðimenn • Stofnvistfræði • Lög og reglur um veiðar svo eitthvað sé nefnt.

Bókmenntir

Veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Það eru svosem ýmsar eigulegar bækur til um þetta málefni en fáar jafn ýtarlegar og jafnframt meðfærilegar, það er gerlegt að lesa þessa fyrir svefninn, það þarf ekki borð undir hana til lesturs, eins og stærri alfræðibækur jafnan krefjast. Upplýsingarnar í bókinni eru það ítarlegar Almennt verð á bókinni er kr. að þrátt fyrir að hún sé ætluð fyrir byrjendur þá er hún verulega gott 5.980,- og mælum við eindregið með rit fyrir lengra komna að fletta upp í henni. og afla sér fróðleiks eða til upprifjunar.

17


Byssur

undirritaður með hrikalega flottan

470

n i t r o e x p r e ss

Heym vopnaverksmiðjan Eftir mjög skemmtilega ferð á IWA, alþjóðlegu byssusýninguna í Nurnberg, lá leið okkar félaganna í skoðunarferð til Heym vopnaverksmiðjunnar en hún er staðsett 120 km norðan við Nurnberg. Á móti okkur tók sölustjóri Heym, Christian Pfeil. Eftir að hafa rætt við hann eina kvöldstund um sögu Heym fyrirtækisins og fyrirkomulag skoðunarferðarinnar var ákveðið að við kæmum að morgni næsta dags og eyddum deginum í verksmiðjunni. Heym fyrirtækið var stofnað af Friedrich Wilhelm Heym árið 1865 í Shul, en fluttist eftir seinni heimsstyrjöldina til Ostheim í V-Þýskalandi, en Shul tilheyrði Austur Þýskalandi. Fyrir­tækinu þ. e. verkfærum þess var bókstaflega smyglað á höndum yfir landamærin. Árið 1952 var reist ný verksmiðja í Munner­stadt en þar byrjuðu þeir fyrst að framleiða kaldhömruð hlaup árið 1960. Það var árið 1995 sem þeir byggja svo nútíma byssuverksmiðju á nú­verandi stað í Gleichamberg. Verksmiðjan er í mjög góðu húsnæði og er til að mynda 100m skotbraut í kjallara hússins þar sem fram fara próf-

18

anir á rifflum og samstilling á hlaupum á tvíhleyptum rifflum. Í verksmiðjunni starfa 40 manns fastráðnir en auk þess eru ráðnir málmgrafarar sem sjá um skreytingar á byssunum. Það má segja að vinnustaðurinn skiptist í tvær deildir, annarsvegar er það „fjöldaframleiðsludeildin“ en hún sér um að smíða boltalásrifflana, og er hún vel búin nýjustu CNC vélum. Um þrjár megingerðir af boltalásrifflum er að ræða og eru það SR-21 sem er nokkuð hefðbundinn boltalás með 3 láshökum, magnumlás sem byggir á Mauser lásgerðinni og síðan SR-30 sem er „straight pull“ lás, en til að hlaða hann úr magasíni er boltinn dreginn beint aftur og síðan ýtt beint fram án þess að snúa honum nokkuð. Við það þrýstast 6 stálkúlur út í rauf inni í láshúsinu og læsa boltanum. Þessir lásar eru mjög sterkir. Nokkrir aðilar hafa keypt svona riffla hérlendis og líkar mjög vel við þá, enda er þetta mjög vönduð smíði. Henta þeir sérstaklega vel í villisvínaveiði, þar sem mjög fljótlegt er að hlaða riffilinn aftur. Hinsvegar er það „custom“ deildin sem sér um sérsmíði og smíði á tví-

hleyptum rifflum, þríhleypum, fjórhleypum og einni gerð af haglabyssu, en það er tvíhleypa hlið við hlið með kinnlás. Annars geta þeir smíðað hvað sem mönnum dettur í hug.

Skoðunarferðin Skoðunarferðin hófst með því að farið var á efnislagerinn þ. e. járna­ lagerinn þar sem öxlar eru skornir niður í hlaup. Síðan var ferlinu fylgt en næst fóru öxlarnir í hlaupaborvélina en hún er tveggja ása, borar tvö hlaup í einu en það tekur u. þ. b. 15 mínútur. Þegar borun var lokið voru þau sett í vél sem hónar þau spegilslétt að innan. Eftir hónun eru hlaupin rennd í ákveðið mál að utan sem passar fyrir rifflunarvélina en það er stór vökvapressa sem hamrar hlaupin að utan með 130 tonna höggum, en innan í hlaupinu er c. a. 15 cm langur öxull úr mjög hörðu efni, sem er eins og hlaupið á að vera að innan. Á meðan hlaupið matast sjálfvirkt inn í vélina, með tilheyrandi hávaða, er olíu dælt stanslaust á hlaupið til að kæla það en þessari barsmíð fylgir töluverður hiti. Þetta ferli tók tvær mínútur og


Byssur Christian Pfeil

með rúmlega hálfsmíðaða

hafði hlaupið lengst um 60-80mm. Þess má geta að Heym framleiðir hlaup fyrir fleiri rifflaframleiðendur. Eftir rifflun eru hlaupin rennd í þau mál sem þau verða í, hvort sem þau fara á boltalás eða tvíhleypta riffla. Þegar hér var komið var meiri áhersla lögð á að skoða sérsmíðadeildina, þar sem við höfðum allir séð CNC vinna og einn af okkur á nokkrar svoleiðis vélar. Í skeptasmíðideildinni voru iðnir menn við vinnu sína, en það kom nokkuð á óvart hvað skeptin voru lítið vélunnin áður en handavinnan tók við, nánast bara söguð út. Eftir að hafa borðað hádegisverð með starfsmönnum fylgdumst við með því þegar sett voru saman hlaup á tvíhleyptan riffil, en það ferli fer þannig fram að hlaupin eru sett í klemmu eða einskonar skapalón og þau silfurkveikt saman á þrem stöðum. Því næst eru sigti og millibilslistar víraðir saman og fleygaðir á hlaupið með

600

n i t r o e x p r e ss

litlum járnfleygum, síðan er rennt tini í með kosangashitara. Það var greinilegt að vanur maður handlék hlutina, því örugg og fumlaus handtök einkenndu hans vinnu. Þegar maður fór að fylgjast með þeim sem setja saman málmhlutana sá maður að þarna eru menn sem setja metnað sinn í vinnuna, eins og með skeptin er ótrúleg handavinna í samsetningu byssuhlutanna, en eins og annað hjá Heym, 100% vinnubrögð.

Kjallarinn Næst lá leiðin í kjallarann þar sem prófanirnar fara fram. Þá hugsa eflaust einhverjir að gaman væri að vinna við að prófa byssur, en þetta er erfið vinna sem er slítandi. Ímyndið ykkur að þið séuð að skjóta úr .375-.600 cal. rifflum, jafnvel tugum skota á dag, öxlin verður aum og taugakerfið úr lagi gengið eftir öll þau þungu högg sem fylgja því að skjóta úr svo stórum rifflum. Í dag eru aðallega tveir menn sem sjá

snillingur að verki loknu

um prófanirnar, og sá eldri er hættur að skjóta úr stóru caliberunum, segir að það sé heilsuspillandi. Eftir að hafa séð hvernig hlaup tvíhleyptu rifflana eru stillt saman, en þau þurfa að hitta punkt á stærð við hjarta á 60m með báðum hlaupum, fyrr fer riffillinn ekki úr verksmiðjunni, var farið að velja við í skepti og ákveða skreytingar á málminn á þeim þremur rifflum sem Heym er að smíða fyrir Íslendinga um þessar mundir. En það eru tvíhleyptir undir yfir rifflar Model 55, sidelock og verulega flottir. Því næst skoðuðum við nokkra full- og hálfkláraða riffla af sverari gerðinni þ.e. frá 9,3mm-.600 Nitro, Líða var farið á daginn þegar heimsókninni var lokið en margt annað bar fyrir augu sem er of langt mál að rekja í svona stuttri grein. Móttökurnar sem við félagarnir fengum hjá starfsfólki Heym voru hreint frábærar og vil ég þakka þær sérstaklega, þessi dagur líður seint úr minni. A r n f i n n u r J ó n ss o n .

samsetning á hlaupum

Rifflum

m e ð k a l dh ö m r u n a r v é l

19


Rjúpnastofninn

Rjúpan 2008 – óvænt uppsveifla! L j ó s m y n d : J ó h a n n Ó l i H i l m a r ss o n

Vor hvert halda tugir manna út á mörkina til að telja rjúpur. Tilgangurinn er að fá vísitölu stofnbreytinga; hvernig vegnar rjúpnastofninum í samanburði við fyrri ár? Þetta verkefni, sem stjórnað er af fuglafræðingum við Náttúrufræðistofnun Íslands, er unnið í samvinnu við allar náttúrustofur landsins, fuglaáhugamenn og veiðimenn. Vorið 2008 var talið á 40 svæðum hringinn í kringum landið. Niðurstöður talninganna komu mjög á óvart en fyrst skulum við rifja upp atburði síðustu ára. Líkt og alþjóð veit er rjúpnastofninn íslenski sveiflóttur að stærð. Reynslan hefur sýnt að sum ár er mikið af rjúpum og önnur ár mjög lítið. Þessar stofnsveiflur eru nokkuð reglulegar og taka rétt liðlega 10 ár. Sveiflurnar eru náttúrulegar og skotveiðar eru ekki orsök þeirra. Hliðstæðar sveiflur eru þekktar í öðrum dýrastofnum á norðurhveli og fræðimenn lengi deilt um hvað knýi þær áfram. Margir telja að sveiflurnar helgist af tengslum innan fæðuvefsins, áhrifavaldarnir séu annað

20

ÓLAFUR K. NIELSEN NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS

hvort fæða rjúpunnar, en hún er grasbítur, eða dýr og sóttkveikjur sem á hana herja. Við getum í sjálfu sér ekki fullyrt nokkuð um áhrifavald rjúpnasveiflunnar en lýðfræðileg atburðarás er nokkuð ljós og helgast af breytingum á afkomu rjúpna á fyrsta ári. Það er ekki bara að rjúpnastofninn sé sveiflóttur heldur er líka mikill munur á því flugi sem stofninn nær í uppsveiflunni. Komið hafa tímabil

þar sem mjög mikið er af rjúpum í hámarksárum, stóru árin. Slíkt átti við um fyrri hluta síðustu aldar og síðasta stóra hámarksárið á því skeiði var 1955 fyrir rúmri hálfri öld. Þau rjúpnahámörk sem síðan hafa komið hafa öll verið lægri og til lengri tíma litið hefur stofninum verið að hnigna áratugum saman. Gögn sem ná aftur til 1981 sýna að lýðfræðileg skýring fækkunarinnar eru breytingar á affallaþætti sem er sameiginlegur bæði ungum fuglum og fullorðnum en skotveiðar eru hluti þessar affalla. Þessi afföll hafa aukist jafnt og þétt. Stofnlíkan fyrir rjúpuna segir að þessi auknu afföll takmarki hversu hátt stofninn nái í uppsveifluárum og ennfremur að þegar þau hafi náð ákveðnu marki hverfi stofnsveiflann og stofninn haldist í samfelldu lágmarki. Í ljósi alls þessa ákvað umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, að rjúpnaveiðar skyldu bannaðar 2003 til 2005. Bannið gilti þó ekki nema í tvö ár þar sem nýr umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, heimilaði


250

200

150

100

50

0

1981

1986

Samanlagður

1991

1996

fjöldi karra á sex talningasvæðum á

heið­unum ofan Reykjavíkur bentu eindregið til þess að rjúpum myndi fækka áfram. Hins vegar fóru að berast fréttir af rjúpnahópum bæði af Norður­

2001

2006

Norðausturlandi 1981

til

2008.

Rjúpnastofninn

300

Karrar

veiðar aftur haustið 2005. Mjög miklar breytingar urðu í rjúpnastofninum í kjölfar veiðibannsins og það sem mestu máli skipti var að það snardróg úr þeim afföllum sem eru sameiginleg fullorðnum fuglum og ungum, en það er einmitt þessi affallaliður sem tengist skotveiðum. Engin breyting varð á þeim affallalið sem er sértækur fyrir ungfuglana og hafði áður einkennt uppsveifluna. Aukningin 2003/2004 var gríðarleg og um allt land, stofninn nærri tvöfaldaðist, sama gerðist árið eftir. Veiðar hófust aftur haustið 2005 en með meiri takmörkunum miðað við það sem var áður. Þær fólust fyrst og fremst í banni með verslun með rjúpur og rjúpnaafurðir og nokkurri styttingu veiðitíma. Það olli öllum miklum vonbrigðum þegar talningar vorið 2006 sýndu að stofninn var klárlega á niðurleið eftir aðeins tveggja ára vaxtarskeið. Einnig að afföll, þ.e. þau sem eru sameiginleg með ungum fuglum og fullorðnum, voru komin í sama farið og fyrir friðun, þrátt fyrir að verulega hefði verið dregið úr veiði 2005. Viðbrögð umhverfisráðherra síðan hafa verið að heimila veiðar en veiðidögum hefur verið fækkað jafnt og þétt. Veiðidagar voru 47 árið 2005, 26 árið 2006 og 18 árið 2008. Þess má geta að í áratugi fyrir friðun rjúpunnar 2003 voru veiðidagar 69 hvert haust. Vinnutilgátan er að með því að fækka sóknardögunum getum við haft áhrif á afföll. Markmiðið er að halda þeim innan þeirra marka að stofninn nái að sýna þær náttúrlegu sveiflur sem hann er fær um. Talningar vorið 2007 sýndu að niðursveiflan 2005/2006 var ekki tímabundið hökt og stofninn var greinilega á niðurleið og fækkunin var annað árið í röð um allt land. Einnig, afföll voru álíka há líkt og fyrir skotfriðun 2003. Fyrri náttúruleg fækkunarskeið hafa varað í fimm ár hið minnsta og miðað við þá reynslu var spáin sú að stofninn myndi halda áfram niður næstu þrjú ár a.m.k. Athuganir mínar veturinn 2007 til 2008 á rjúpnarannsóknasvæðinu á

landi og Austur­landi þegar leið á veturinn, sem menn töldu óvanalegt miðað við síðustu ár. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem við

5 ára ábyrgð á öllum nýjum byssum

Super Nova pumpa - 12-ga. 3 1/2”

M2 Field, ComforTech™ - 12-ga. 3”

Nýtt - Cordoba, 12-ga. 3”

Beccaccia, 12-ga. og 20-ga. Dreifing:

Hólmaslóð 4 · 101 Reykjavík · Sími 562-0095/897-1719 · www.veidihusid.is

21


Rjúpnastofninn

hófum rjúpna­talningar í apríllok 2008. Niður­stöðurnar komu á óvart, fækkunarskeiðið sem hófst 2005/2006 var afstaðið eftir aðeins tvö ár! Landið skiptist í tvo helminga með tilliti til stofnbreytingar. Um vestanvert landið, það er frá Suður­landi og vestur og norður um til Vestur-Húnavatnssýslu var kyrrstaða en þar fyrir austan veruleg aukning, t.d. um 55% að jafnaði á Norðausturlandi (sjá línurit). Hvað ræður þessum óvæntu atburðum og af hverju er þessi munur á milli landshluta? Hefur dregið úr þeim afföllum sem eru sértæk fyrir ungfugla líkt og áður og einkennt hafa uppsveifluár. Eða hafa þau afföll minnkað sem tengjast skotveiðum og eru jafnframt sameiginleg með ungfuglum og fullorðnum fuglum? Að svo stöddu er ekki hægt að fjölyrða um slíkt þar sem útreikningar á afföllum hafa ekki enn verið gerðir en þeir byggja á vortalningum og aldurshlutföllum í varp­ stofni. Gagnasöfnun vegna aldurshlutfalla í varpstofni lauk í lok júlí og endanlegar tölur um afföll verða tilbúnar í lok ágúst 2008.

L j ó s m y n d : J ó h a n n Ó l i H i l m a r ss o n

Stofnbreytingar rjúpunnar er flókið samspil margra þátta sem virðast hafa innbyrðis áhrif hver á annan. Það er vandasamt að nýta slíkan stofn á sjálfbæran máta. Menn hafa deilt hart um fyrirkomulag rjúpnaveiða. Aðgerðir stjórnvalda á síðustu árum hafa beinst

að því að draga úr sókn í þeirri von að vanhöld fuglanna verði minni og stofninn nái að viðhalda náttúrulegum sveiflum. Sú spurning hlýtur að vakna hvort menn hafi rambað á þá hámarkssókn sem stofninn þolir um þessar mundir?

Rjúpnavængir óskast - GARMIN ETREX LEGEND GPS Í VERÐLAUN Ólafur K. Nielsen, fugla­fræð­ingur við Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur undanfarin ár stundað rann­ sóknir á rjúpum. Afar brýnt er að við, skot­veiðimenn, styðjum þetta fram­tak Ólafs og sendum honum rjúpnavængi. Ýmsar upplýsingar má lesa úr vængj­ un­um þó að mikilvægustu upp­lýs­ing­ arnar séu hlutfall unga frá s.l. sumri í veiðinni. Þessar upp­lýsingar gefa glögga mynd af stöðu rjúpnastofnsins og hvernig varpið hefur tekist. Til þess að örva veiðimenn til að senda enn fleiri vængi en verið hefur leggur Skotvís til verðlaun sem er GPS tæki af gerðinni Garmin eTrex Legend HCx að verðmæti 19.900,-. Þetta er frábært tæki sem hentar til allrar útiveru. Nöfn allra sem skila inn vængj­um

22

L j ó s m y n d : J ó h a n n Ó l i H i l m a r ss o n

fara í sérstakan pott sem dregið verður úr 2. janúar 2009. Veiði­menn eru beðnir að hafa samband við Ólaf K. Nielsen í síma 590 0500 eða á okn@ni.is Munið að geyma ekki rjúpnavængi í plast­­poka því þá úldna þeir strax. Best er að leyfa þeim að þorna og setja þá svo í pappakassa. Takið ávallt vængi sömu megin, t.d. hægra megin. Nauð­

synlegt er að með vængjunum fylgi upp­lýsingar um hvenær rjúpurnar voru veiddar og á hvaða stað eða veiðisvæði.

Veiðimenn Tökum þátt í að auka þekkingu um íslenska rjúpnastofninn og sendum inn vængi. Munið, - heppinn veiðimaður fær frábært GPS að launum. S t j ó r n S k o t v e i ð i f é l a gs Í s l a n ds


Áríðandi er að skila inn merkjum af merktum fuglum til Náttúrufræðistofnunar.

Enn vantar veiðiskýrslur frá síðasta ári. Vinsamlegast skilið þeim sem fyrst.

Veiðikorthafar Göngum vel um náttúruna og virðum lög Skiljum ekki eftir tóm skothylki á veiðislóð. Óheimilt er að elta uppi bráð á vélsleðum.

Skila þarf veiðiskýrslu þó ekkert hafi verið veitt á árinu og þó ekki sé óskað eftir endurnýjun kortsins.

Hafið ávalt meðferðis veiðikort, skotvopnaleyfi og persónuskilríki í veiðiferðum.

Akstur er aðeins heimill á vegum og merktum vegaslóðum.

www.veidikort.is www.ust.is/Veidistjornun www.hreindyr.is


Reimar Ásgeirsson 24

Glíman við austfirsku hreindýrin EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR BLAÐAMANN

R e i m a r Á sg e i r ss o n f e l l d i á Grænlandi í fyrra, auk

þrjá myndarlega hreindýrstarfa hrúta.

Hann

h e i t a s t a n a ð f a r a t i l v e i ð a í ó b y gg ð u m

á þann draum þó

Alaska.


Það er kappnóg að gera hjá Reimari enda hreindýraveiðivertíðin í fullum gangi. Stöðugt er gáð til veðurs og spekúlerað í skyggni og vænlegum veiðislóðum. Hann segir að fyrri hluta hreindýraveiðitímabilsins hafi færri veiðimenn verið á ferð en æskilegt væri, þrátt fyrir hvatningu um að hefja veiðar snemma á tímabilinu. „Menn eru tregir að fara af stað, en þeim fjölgar þegar byrja má að veiða kýrnar 1. ágúst­,“ segir Reimar. „Svo verður alltaf sprenging í kringum 20. ágúst þegar gæsaveiðitímabilið hefst. Fólk reynir þá að búa til gæsa­ túr úr þessu líka. Gerst getur að veiðimenn standi í biðröðum á einstökum svæðum þegar svo margir koma í einu og kvóti veiðidýra er stór. Þá verður stundum heldur margt um manninn á veiðislóð.“ Í tarfaveiðinni voru dýrin í upphafi tímabils dreifð og Reimar segist þá lítið hafa séð af kúm. Helst inn undir Snæfelli og á Vesturöræfum. Hann hafi sjálfur mest verið á Fella- og Jökuldalsheiðum með veiðimenn og tarfaveiði þar gengið ágætlega. Hreindýr virðast vel haldin, en þó rýrari en í fyrra. Segist Reimar hafa tilfinningu fyrir því að dýrin séu ekki eins feit og áður. Sem ástæðu þess nefnir hann að hugsanlega hafi harður vetur og kalt vor og sumar þar eitthvað að segja. Snjóþyngsli voru óvenjumikil til fjalla á austurhluta landsins og enn séu skaflar á heiðum, sem hann hafi ekki séð áður á þessum tíma árs. Dýrin séu því líklega seinni til en venjulega að ná upp fitu.

Leiðsögumannakerfið að virka

Reimar hefur verið leiðsögumaður með hreindýraveiðimönnum í nokkur ár. Leiðsögumenn telja nú hálfan níunda tug. Honum hugnast leið-

sögukerfið vel og segir það virka með ágætum. Sönnun þess sé í raun veiðitímabilið í fyrra. „Þá var stærsti kvóti Íslandssögunnar og talað um frá fyrsta degi að aldrei myndi ganga að ná öllum þessum dýrum, fjöldinn væri slíkur, veiðitímabilið stutt og erfitt að ná mönnum snemma af stað. Þegar líða fór á tímabilið sóttu menn harðar í veiðina og á endanum náðist nánast allt. Leiðsögumannakerfið virkar, á því er ekki vafi. Heilmikið samráð er á milli okkar sem stundum veiðileiðsögn og Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður veiðistjórnunarsviðs Um­­hverfis­­ stofnunar er þungamiðjan í allri upplýsingagjöf og tengingum milli manna. Hann hefur staðið sig vel.“ Í ár eru útgefin veiðileyfi 196 fleiri en í fyrra, eða 1333 talsins. Reimar er inntur eftir hvort æskilegt sé að kvóti verði áfram aukinn og þá jafnframt veiðiálag. „Náttúrustofa Austurlands er heldur að auka kvóta, með það fyrir augum að fækka dýrunum nokkuð. Náist kvótinn í ár á ég ekki von á að dýrunum fjölgi mikið meira. Stækki kvótinn hins vegar enn þarf að bregð­ ast við með því t.d. að úthluta veiðimönnum ákveðnum tíma á veiðitímabilinu, þannig að veiði dreifist jafnar yfir tímann. Til einhverra ráða verður að grípa, því veiðin er nú að mínu mati nálægt þolmörkum.“

Skotpróf

æskileg fyrir byrjendur

Tillaga hefur komið frá Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum um að veiðimenn undirgangist skotpróf áður en haldið er til veiða. Reimar telur það ágætis hugmynd, einkum og sér í lagi fyrir þá sem eru að fara í fyrsta sinn á hreindýraveiðar. Frá veiðimanni komi væntanlega í kjölfar skotprófs talsvert af spurningum til þeirra sem halda slíkt próf og þá hægt

að hjálpa viðkomandi með það sem óklárt er. Skotpróf sé þannig fræðandi og gott. Hæpið sé þó að skikka alla í slíkt, gamlir og reyndir veiðimenn hafi vísast ekki þörf fyrir að undirgangast próf í skotfimi. Hreindýraleiðsögumenn stjórna veiðiferðum og eru að sögn Reimars mjög meðvitaðir um góða umgengni við náttúruna. „Væri svo ekki færi glansinn mjög fljótt af veiðunum. Það er ekki gaman að koma með veiðimann upp og sjá rusl og drasl, hausa frá í fyrra og lappir út um alla móa. Maður sá þetta svolítið í gamla daga, áður en hreindýraveiðar urðu vinsælar og dýrin voru mest skotin fyrir hreppana. Nú er þetta liðið undir lok sem betur fer.“ Reimar bendir á að hvergi í landinu sé eins mikil hálendisumferð eins og á þeim heiðum Austurlands þar sem hreindýraveiðar eru stundaðar. „Mér finnst dæmigert hér inni á heiðum hvernig hægt er að ganga um landið með mikilli umferð án þess að stórsjái á því. Þetta finnst mér vera leiðsögumönnum fyrst og fremst til hróss og vitnis um hvernig þeir ganga um, því umferðin er gríðarmikil. Bara inni á Fljótsdalsheiði, þar sem eru í kringum 600 veiðileyfi, þýðir það um 500 ferðir með veiðimenn. Hvar á Íslandi er slík umferð á hálendi? Ég sé sáralítil landspjöll eftir veiðimenn og sem betur fer er mikil og góð meðvitund hjá leiðsögumönnum um umgengni.“ Talið berst að notkun leiðsögumanna á sexhjólum til að sækja dauð dýr út fyrir slóðir, en um það var mikið deilt fyrir nokkrum misserum. Þeir mega nú nota sexhjól til að sækja dauð dýr. Reimar telur það stórt skref fram á við, því sexhjólin séu tæki sem komist hvert sem er og að geta sótt af slóð dautt hreindýr á slíku verkfæri sé mikil framför. „Við sem erum í þessu vitum

Reimar Ásgeirsson

REIMAR ÁSGEIRSSON Á EGILSSTÖÐUM HEFUR SKAPAÐ SÉR GÓÐAN ORÐSTÝR FYRIR UPPSTOPPUN Á H R E I N ­D Ý R U M O G V E R K E F N I N H L A Ð A S T U P P H J Á H O N U M . A U K Þ E S S E R H A N N V E I Ð I M A Ð U R A F L Í F I O G SÁL OG LEIÐSÖGUMAÐUR HREINDÝRAVEIÐIMANNA. SKOTVÍS TÓK HÚS Á REIMARI ÞEGAR STUTT HLÉ VARÐ Á VEIÐILEIÐSÖGNINNI.

25


Reimar Ásgeirsson 26

að með því að keyra um eins og menn, komust við á sexhjólunum án þess að sjáist nokkur ummerki eftir þau. Það gerir veiðina miklu auðveldari og á stóran þátt í að ná upp í kvóta.“

Á

slóðum hins opinbera

Ástand slóða á hreindýraveiðisvæðum er misjafnt. Reimar telur að gera mætti bragarbót á þeim. Víða séu staðir sem verði torfærir í bleytu og fljótt komi drullugöt í slóðirnar með tilheyrandi sárum. Þær verði þá illfærar nema fullbreyttum bílum. Ekki þurfi mikla vinnu til að hlaða malarhlössum í þekkta drullupytti þannig að slóðir haldist greiðfærar. „Úrbætur á slóðum fyrir hreindýravertíð hvers árs ættu að vera á höndum sveitarfélaganna. Þannig myndu þau auðvelda umferð og létta álag. Arðurinn af hreindýraveiðileyfasölu skilar sér beint til bænda og sveitarfélaganna og veiðimenn kaupa þjónustu á svæðunum. Fljótsdalshérað fær t.d. heilmikið í gegnum túrismann í kringum hreindýraveiðarnar. Það er heldur lítil meðvitund hjá sveitarfélögum um að með vaxandi vinsældum hreindýraveiðanna á Austurlandi og markaðssetningu þeirra þurfi að hafa aðgengið í lagi.“ Stjórnsýslulegt skipulag hreindýraveiðanna er Reimari hugleikið og hann segir lagalegt umhverfi veiðanna á haus. „Við fáum ekki svör og enginn virðist geta svarað til um ýmsa þætti í kringum veiðarnar. Í lögum segir t.d. að allur utanvegaakstur sé bannaður nema eftir merktum slóðum. Það vill nú svo til að aðeins örfáar slóðir eru merktar á Austurlandi. Þó slóðir sem við notum séu um allar heiðar eru þær ekki merktar. Því erum við farnir að brjóta lög um leið og við förum af merktri slóð. Annað dæmi af fjölmörgum óvissuþáttum er notkun fjórhjóla. Nú mega menn vera á götuskráðum fjórhjólum og telja sig vera jafnréttháa og bíl á merktri slóð. Því hefur ekki verið hægt að svara svo óyggjandi sé hvort þetta er leyfilegt. Ekki heldur hvort veiðimaður á mínum vegum má hjóla á sexhjólinu á eftir bílnum

Reimar

á slóðinni. Ýmislegt í kringum veiðarnar er því óljóst og mjög óþægilegt að hafa ekki skýran ramma. Af hverju ekki tekst að fá svör er óútskýrt. Við og löggæslan erum því á báða bóga á gráu svæði hvað þetta snertir.“ Hann staðhæfir að stjórnun hreindýraveiða eigi að vera á Austurlandi, annað sé blátt áfram út í hött. Það sé hreinlega hlægilegt að stjórnun á þessu séraustfirska fyrirbæri sem hreindýraveiðarnar eru skuli vera annars staðar en á Austurlandi. „Sjónarmið okkar sem störfum við að koma veiðimönnum á hreindýraslóðir og veiða hreindýr komast ekki til þeirra sem hafa yfirstjórn með hreindýraveiðum. Það er væntanlega að einhverju leyti vegna þess að yfirstjórnin á batteríinu er ekki í fjórðungnum og þ.a.l. hefur það ekki

á

Grænlandi 2007 með vænan hrút.

skilning á út á hvað þetta gengur. Það var virkilega stórt skref aftur á bak þegar stjórnunin var tekin úr fjórðungnum og gæti tekið tímann sinn að ná því til baka.“

Veiðimenn

láti

hornamæla krúnur

Hornamælingar hreindýra hafa verið iðkaðar á Austurlandi síðan 2005, en Reimar lærði aðferðarfræðina við þær í Kanada. Krúnur eru mældar yfir þriggja ára tímabil í senn og að því búnu veitt gull- og silfurverðlaun fyrir myndarlegustu höfuðdjásnin. Jafnframt geta menn séð hvar þeirra krúna stendur miðað við aðrar inni á vefnum www.hreindyr.is, þar sem finna má margvíslegan fróðleik um hreindýr og hreindýraveiðar. Reimar hvet-


KANNAÐU MEIRA

Betri grafík Stærri skjár - 3D Skygging í kortum Einfaldara viðmót Hæðartölva Rafeindaáttaviti Hægt að bæta við púlsmæli

Hvert sem ævintýrin leiða þig. Colorado 300 er tæknilegasta handhelda GPS tækið frá Garmin. Það er hannað fyrir sanna spennufíkla sem vilja einnig áreiðanlegt tæki til að vísa þeim veginn heim. Rock ‘n Roller™ stýrihnappur gerir þér kleift að nota tækið á fjalli, vatni eða bara úti á vegi. Innbyggð loftvog og hæðartölva auk áttavita tryggja örugga ferð þína í hvaða veðri og á hvaða svæði sem er. Þú getur líka skipst þráðlaust á leiðarupplýsingum við aðra með sömu ævintýraþrá. Undir hvaða kringumstæðum sem er má kanna meira með Garmin Colorado 300.

www.garmin.is

Fylgdu þeim fremsta


Reimar Ásgeirsson

ur tarfaveiðimenn til að skila krúnum inn til hornamælinganefndar, hvort sem um stórar eða minni krúnur er að ræða. Nefndin þurrki krúnurnar í tvo mánuði, mæli þær og skili til eiganda. Mælingarnar gefi mikilvægar upplýsingar og séu aukin heldur skemmtileg leið fyrir veiðimenn til að sjá hvar veiðidýrið lendir í skalanum. Varðandi hreindýraveiðar framtíðarinnar telur Reimar mikilvægt að veiðimaður sem kaupi sér tarfsleyfi fyrir talsvert fé, geti gengið að því vísu að nóg sé til af fullorðnum og hornprúðum törfum. Allir veiðimenn sem kaupi sér veiðileyfi á tarf þurfi að vera öruggir um að þeir nái stóru og fallegu dýri. „Veiðikvótinn er ákveðið stór og af honum viss fjöldi tarfa sem má veiða. Stofninn er nýttur með þessum leyfum og það verður bara að ganga þannig frá málum að nóg sé til fyrir alla á hverju veiðisvæði. Það er hugsanlega á mörkunum að svo sé nú, í jafn stórum veiðikvóta og er á t.d. Fljótsdalsheiðinni. Mér segir svo hugur að meðalvigt hreindýrstarfa þar eigi eftir að detta niður þegar líður á veiðitímabilið, nema komi inn á svæðið einhver dýr sem ég veit ekki um. Mér finnst ekki boðlegt að selja mönnum hreindýraveiðileyfi án þess að þeir geti fengið stóran og fallegan tarf. Fjöldinn af törfunum má því vera aðeins meiri þannig að öruggt sé að verji menn einhverjum tíma til að leita að stórum törfum þá finnist þeir. Ég held kannski að í öllu vafstrinu með kvótann og fleira gleymist að hugsa málin út frá veiðimanninum líka.“

Lífsviðurværi milli veiðitímabila Reimar er fæddur og uppalinn við veiðiskap í Breiðdalnum og segist alltaf hafa haft einlægan áhuga á náttúrunni og því sem í henni er. Hann flutti ásamt eiginkonu sinni, Ásdísi Sigurjónsdóttur, frá Grindavík árið 2001 og fór þá að vinna á Seyðisfirði. Fljótlega fór hann í ferðir með Náttúrustofu Austurlands í sambandi við talningar og fleira, ásamt því að leiðsegja við hreindýraveiðar.

28

Gríðarmikil

á s ó k n e r í a ð f á h r e i n d ý r sh a u s a s t o pp a ð a u pp h j á

afbragðsfær í faginu.

Hér

Reimari,

enda er hann talinn

er hann í bílskúrnum heima hjá sér að fást við hausa.

Allt var þetta upp á náð og miskunn vinnuveitandans og einn daginn kom að því að Reimar varð að gera upp á milli fjallabrölts í tíma og ótíma og atvinnunnar. Þá flaug honum í hug að gera sér lífsviðurværi úr uppstoppun hreindýra milli veiðitímabila og úr varð að hann fór til Manitobafylkis í Kanada í nám 2004. Skemmst er frá því að segja að Reimar hefur nú verkefni í uppstoppun tvö ár fram í tímann og frá byrjun hefur ekki verið nokkur hörgull á verkefnum. „Það kom mér skemmtilega á óvart hversu mikið varð í kringum þetta. Mér hefur gengið vel í faginu enda verið í kringum hreindýr frá blautu barnsbeini. Þetta eru þær skepnur sem ég þekki best af öllum íslenskum dýrum. Vonandi eru menn ánægðir með það sem þeir fá í hendurnar frá mér. Ég reyni eftir fremsta megni að láta uppstoppað hreindýr eftir mig líkjast dýrinu sem mest eins og það var lifandi í náttúrunni. Ég lærði alla uppstoppun í Kanada, þ.e. fugla, fiska, spendýr og hreindýrshausa. Eðlilega hafa hreindýrin orðið langsamlega stærsta viðfangsefni mitt. Ég þarf talsverðan búnað til að súta og vinna hreindýrshausana og hef yfirleitt stílað inn á að taka stærri verkefni, eins og t.d. hreindýr, sauðnaut o.fl. þar sem súta þarf skinnin. Ég hef

minna verið í fuglum og fiskum enda eru margir uppstopparar á landinu sem gefa sig út fyrir það en kannski ekki í skinnin. Ég vísa þá verkefnum til þeirra og þeir aftur stórum dýrum til mín.“

Loðnu

hornin vandasömust

Ferlið frá því Reimar byrjar á hreindýrshaus og þar til verkefninu er lokið tekur mánuð. Hann skapar gerfihaus og klæðir svo leðrið úr sútuninni blautt upp á mótið. Hausinn er um þrjár vikur að þorna og er undir stöðugu eftirliti, því leðrið skreppur saman. Svo er að festa krúnuna á og ganga frá fínvinnu. Séu hreindýr veidd snemma á veiðitímanum eru horn þeirra loðin. Reimar hefur sérhæft sig í verkun þeirra og reyndin orðin sú að fleiri slík horn berast honum en hvít horn. Talsvert meiri vinna er að gera hausa með loðnum hornum, því þá þarf einnig að súta skinnið á hornunum, sem er vandmeðfarið og ekki á allra færi. Reimar fær mörg verkefni á veiðitímanum og þar sem hann er þá á fjöllum tekur hann á móti hausunum og setur þá í frystiklefa sem hann hefur aðgang að á Þrándarstöðum, skammt frá Egilsstöðum. Svo tekur hann hausana jöfnum höndum út yfir veturinn og vinnur þá. Grófari vinnan er fram-


Reimar Ásgeirsson Reimar

er leiðsögumaður með hreindýraveiðum.

kvæmd á verkstæði á Þrándarstöðum, en fínvinna fer fram í bílskúrnum heima hjá Reimari. Stórar hreindýrs­ krúnur taka gríðarlegt pláss og skúrinn því fljótur að yfirfyllast. Hann hefur þó sín sambönd í stórum bílasýningarsal JG bíla á Egilsstöðum, þar sem hausarnir fá að hanga uppi öllum til ánægju á meðan þeir þorna. Reimar tekur um eitt hundrað þúsund króna gjald fyrir hausinn, en nokkru meira séu hornin loðin. Hann hvetur veiðimenn til að gæta að því að taka nógu mikið skinn. Króna á stórum hornprúðum tarfi nái aftur á bóga og því mikilvægt að taka skinnið í hring fyrir aftan bógana, til að uppstopparinn geti gert nægjanlega stórt mót svo hornin standi ekki föst í veggnum á bak við hausinn. Að öðru leyti ganga skinn af hreindýrum að miklu leyti til fatahönnuðar og handverkskonu á Héraði, sem báðar vinna með hreindýraskinn. Karl Bjarnason á

Hér

er hann ásamt

Eduardo Gariques

sem felldi myndarlegan tarf á austfirsku heiðunum.

Sauðárkróki hefur tekið að sér að súta Reimar dreymir um að fara í veiðiskinn fyrir veiðimenn. ferð um óbyggðir Alaska, þar sem sé endalaus veiðiflóra. Þar eru m.a. geitur Langar til veiða og sauðfé, tvær tegundir bjarna, elgir í ó b y gg ð u m A l a s k a og fleiri hjartardýr. Hann hefur leiðsagt Reimar veiddi mikið í Kanada þegar veiðimönnum frá Alaska á hreindýrahann var við nám. Þar bjó hann í veiðum hérlendis og þeir gefið honum fimm hundruð manna veiðisamfélagi upplýsingar um aðstæður í heimalandfrumbyggja og veiðidýr á hverju strái inu. „Það væri ferð lífs míns að fara umhverfis. Hann veiddi t.d. sléttuúlfa, um þessar slóðir og verja góðum tíma elgi, hjartardýr, íkorna, þrjár tegund- í skotveiði og ekki síður stangveiði. Ég ir rjúpna og fleiri fugla. Birnir lágu á kunningja sem hefur farið nokkrum í hýði svo ekki var unnt að eltast við sinnum til Alaska í stangveiði og þessir þá. Hann segist ekki hafa farið gagn- annars ágætu laxfiskar sem veiðast hér á gert til útlanda í veiði, nema í fyrra til Íslandi eru bara litlar murtur miðað við Grænlands, þar sem hann felldi hrein- það sem þeir eru að taka þar. Líka væri dýr og hrúta. Hann er jafnvígur á flest gaman að fara til Afríku á veiðar en það vopn til sjós og lands og það eina sem er allt öðru vísi dæmi.“ hann hefur forðast hingað til er að Útlendingar veikir fyrir leggjast á greni. Um leið og slíkt geríslenskum hrútum ist sé voðinn vís, því hann fái þá dellu fyrir því og til þess hafi hann bara Reimar segir voldugasta hreinengan tíma. dýrshaus landsins vera í stofunni hjá

29


Reimar Ásgeirsson

Stefáni Geir Stefánssyni veiðimanni, sem skaut stórfallegan tarf í Sauðafelli fyrir fjórum árum. Það var einmitt árið sem hornamælingarnar hófust og tarfurinn sá hefur stærstu krúnu sem mæld hefur verið til þessa. Eftir næstu veiðivertíð verða aftur veitt verðlaun og Stefán Geir getur glaðst yfir sínu gulldýri fram til þess tíma. Það var auðvitað Reimar sem stoppaði það upp. En hvað langar hann sjálfan að stoppa upp og láta tróna á stofuveggnum hjá sér? „Líkast til verður það hrútur,“ segir Reimar, þótt undarlegt megi virðast. “Fjallafé, sem lifir villt í Alaska, er mjög eftirsótt að veiða. Þetta eru ekki stórir stofnar en mjög sótt í að komast í hrútana. Þeir eru erfiðir og styggir, lifa hátt uppi í fjöllunum og eru oft skotnir á löngu færi vegna þess hversu erfitt er að komast að þeim. Myndi ég ná fallegum Doll-Sheep hrút færi hann áreiðanlega upp á vegg hjá mér. Svo á ég sjálfsagt nægt pláss fyrir elg líka þegar þar að kemur.“ Reimar hefur stundum verið með erlenda veiðimenn uppi á fjalli og þá komið fyrir að ekið hafi verið fram á væna íslenska hrúta í fullum skrúða, ullarmikla og fallega. Veiðimenn hafa þá beðið hann að staldra við og hringja nokkur símtöl, til að komast að því hvað hrúturinn kosti. Menn hafa ólmir viljað skjóta þá. Hann segir það þó aldrei hafa komið til og hann náð að kjafta sig út úr því að skjóta kynbótahrúta sveitunga sinna. „Þessi girnd manna í íslenska hrúta er sjálfsagt til komin vegna þess að þeir eru eftirsóttir erlendis. Þar sér maður uppstoppaða hrútshausa þar sem hausinn er tekinn aftur á bóg, en hér hefur tíðkast að hausa hrúta eins og venjulega er gert við sauðfé, rétt aftan við hnakka. Mig langar að stoppa upp hornprúðan, fallegan, íslenskan hrút sem verður þá alveg aftur á herðablöð svo hann haldi tilskyldum virðuleik.“

Eftir

að hornamælingar hófust hafa verðlaun verið veitt einu sinni.

heldur enn gullverðlaununum. s t o pp a ð u r u pp a f

Hann

Reimari. Næst

verða veitt

mikið; frí frá amstri hversdagsins, sýn á náttúruna í hennar eiginlega ljósi, útiveru, glímuna við náttúruna og það að dvelja í henni. Hvað leiðsögumennskuna varðar erum við ekki að veiða sjálfir, en fyrir mér snýst veiðiferð með veiðimanni ekki um að taka í gikkinn og skjóta heldur að vera úti, upplifa náttúruna og taka þátt í henni. Svo held ég að hverjum manni sé hollt að komast að því að villibráðin vex ekki í kjötborði kaupmannsins. Villibráðin á sér heimkynni og íverustað í íslenskri náttúru. Og ekki er annað hægt en að dást að skepnum eins og hreindýrGlíman við náttúruna unum, sem lifa í íslenskri náttúru eins „Ég hygg að veiði sé frumhvöt. Eins og hún er nú oft á tíðum erfið. Maður og með aðrar kenndir er hún missterk ber virðingu fyrir þessum skepnum.“ í okkur. Veiði gefur mér óskaplega Reimar veiðir bæði með haglabyssu og

30

Þ e ss i h o r n p r ú ð i t a r f u r S t e f á n i G e i r S t e f á n ss y n i o g h a u s i n n hornaverðlaun eftir veiðitímabil næsta árs.

var felldur af

riffli og þykir ekki síðra að vera vopnaður veiðistöng. Hann notar Sako 75, 7,08 cal. á hreindýraveiðar og segist harla ánægður með þá byssu sem henti vel til þess brúks. Ásdís kona hans tók byssuleyfisnámskeið í fyrrahaust og Reimar segir hana býsna seiga að skjóta, auk þess sem hún sé mjög lunkin með veiðistöng. Tryggvi Hrafn, glóhærður fjögurra ára sonur þeirra, hafi þegar sýnt mikinn veiðiáhuga og segir Reimar það kæmi á óvart ef ekki yrði þar líka úrvals efni í veiðimann. Ekki gefst tími til frekara skvaldurs að þessu sinni, því hann þarf að hnusa að veðrinu fyrir rökkur og skipuleggja veiðferð morgundagsins. MYN D IR ERU ALLAR ÚR EINKAMYN D A S AFNI REIMAR S Á S G EIR S S ONAR .


Munu

Á árunum 1771- 1787 voru rúmlega 100 hreindýr flutt til Íslands frá Noregi. 13 eða 14 dýr fóru til Vestmannaeyja, 30 til Hafnarfjarðar, 35 til Eyjafjarðar og 35 til Vopna­fjarðar en einhver þeirra drápust á leiðinni. Hreindýr sem nú lifa á Íslandi eru talin vera afkomendur Vopna­fjarðar­hjarðar­ innar. Þau eru bundin við Austurland og afmarkast núverandi útbreiðslusvæði þeirra af Vatnajökli og Jökulsá á Fjöllum í vestri og Breiðamerkursandi. Lengi hafa menn gælt við þá hugmynd að flytja hreindýr frá Austurlandi yfir í aðra landshluta. Meðal ötulla tals­­ manna þess er Skotveiðifélag Íslands. Í greinargerð sem félagið sendi alþingi í janúar 1984 í tilefni af endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar á

a f k v æ m i þ e ss a t a r f s l e gg j a u n d i r s i g

SKARPHÉÐINN G. ÞÓRISSON

hreindýrum segir m.a. (Hreindýranefnd Skotvís 1989); „...þingmenn....gleymið ekki að stuðla með lögunum að meiri útbreiðslu þeirra [hreindýra] um landið, þannig að í næstu framtíð verði komið upp

Norðausturland

Hreindýrastofninn

Eiga hreindýr framtíð fyrir sér á Norðausturlandi?

í framtíðinni?

hjörðum alls staðar þar sem sérfræðingar teldu skilyrði til“. Hingað til hafa stjórnvöld lagst gegn flutningi hreindýra í aðra landshluta, einkum vegna smitsjúkdómahættu og gróðurverndarsjónarmiða. Eina leyfið sem fengist hefur fyrir flutningi hreindýra frá Austurlandi síðustu árin er til Húsdýragarðsins í Reykjavík. Þó að ekki hafi verið fallist á að flytja hreindýr í aðra landshluta tel ég mögu­­legt að stækka stofninn og auka útbreiðslu dýranna. Með því að halda aftur af veiðum á norðanverðu út­ breiðslu­svæði þeirra tel ég að þau gætu lagt undir sig Norðausturland í framtíðinni. Hér á eftir mun ég rekja lauslega sögu hreindýra í nyrsta hluta Norður Múlasýslu og Norður Þingeyjarsýslu,

31


Hreindýrastofninn

2.

Á

fengitíma er hlutfall tarfa í stofninum fundið og veiðikvóti ákveðinn út frá því.

Á F l j ó t sd a l sh e i ð i

austan Jökulsár á Fjöllum. Að lokum verður áætlað gróflega hversu mörg hreindýr gætu gengið þar í framtíðinni út frá þéttleika hreindýra á núverandi útbreiðslusvæði.

18.

Fortíðin og 19. öldin

Hreindýrin sem komu til Vopna­ fjarðar 1787 hljóta að hafa numið Norð­austurland fyrst eftir að þau komu. Þó er ljóst að mesta fjölgunin varð á Austurlandshálendinu. Hingað til hefur verið talið að hreindýrin sem gengu þar á 19. öldinni hafi að mestu komið að vestan. Bragi Melax komst að þeirri niðurstöðu að hreindýrunum sem komu til Vopnafjarðar 1787 hafi fjölgað og þau hafi dreifst um Norðausturland ekki síður en í suðurátt. Hreindýrastofninn hafi náð hámarki á öðrum tug 19. aldar og talið þá 5000-6000 dýr í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi. Um 1830 hafi þau verið helmingi færri, aðeins um 1500 í kringum 1850 og ekki nema um 1000 upp úr 1860. Hann telur höfuðástæðu heiðabyggðar á þessu svæði vera þá að hreindýr hafi verið þar

32

mynd.

í þúsundavís á fyrstu 20-30 árum 19. aldar (Bragi Melax 1998a, b og c). Máli sínu til stuðnings bendir hann m.a. á sóknarlýsingu Sauðaness frá 1840. Þar segir m.a.: „Ei verður sagt að hér sé nokkur hreindýraveiði, þótt í harðindum á vetur stundum fengist hafi í sókninni 5 til 6 dýr....Grasaheiðar voru áður merkilegar á Tunguseli og Hallgilsstöðum en síðan hreindýrin komu á Vopnafjörð árið 1787, eður þar um bil, hafa nefndar heiðar ónýtar orðið bæði að grasa- og hvannatekju .... en 4 til 6 næstliðin ár hafa dýr þessi síður haldið sig í nefndum heiðum, og við það hefur komið nýgræðingur af grösum...“ (Stefán Einarsson 1994). Eyþór Guðmundsson er ósammála kenningu Braga um þýðingu hreindýra fyrir heiðabyggðina. Hann telur hreindýraveiðar lítið hafa verið stundaðar af Heiðabúum (munnl. uppl. júlí 2008). Eyþór er fæddur 1931 og ólst upp í Sænautaseli til 1942. Faðir hans Guðmundur Guðmundsson (fæddur 1882) bjó á Sænautaseli 1907-1942 og langafi hans Guðmundur Þorláksson bjó þar 1894-1904. Í lýsingu Hofssóknar í Vopnafirði frá 1840 kemur fram að þar gangi

í október.

ekki hreindýr (Halldór Stefánsson og Þorsteinn Jónsson 1947). Hreindýrin sem komu til Eyjafjarðar 1784 dreifðust í austur eftir því sem þeim fjölgaði. Talið hefur verið að þau hafi numið Melrakkasléttu, heiðar upp af Þistilfirði og Langanesheiðar 18301840 (Þorvaldur Thoroddssen 1911). Guðmundur Þorsteinsson (1954) hafði eftir staðkunnugum að fjöldi dýra hefði verið á Búrfells- og Sléttuheiði fram til 1860. Kristinn Kristjánsson í Nýhöfn á Melrakkasléttu (fæddur 1885) sá ekki hreindýr á Melrakkasléttu en taldi að þau hefðu sést þar fyrst eftir miðja 19. öldina. Hann taldi það þó mjög svo óvíst að þau hefðu verið að staðaldri á Sléttunni. Hann taldi líklegt að dýr sem lentu austur fyrir Jökulsá hefðu gengið í Búrfellsheiði eða austar. Víst telur hann að hreindýr hafi gengið á haustin í „...fjallagrasabeltinu austan við Leirhafnarfjöll, og líka í Hólsheiði“ vegna fjölda hreindýrahorna sem þar mátti finna um aldamótin 1900. Hann taldi að líklega hefðu hreindýr síðast verið skotin á Sléttu í einhverju magni árið 1859 (Kristinn Kristjánsson 1998).


Vopnafjarðarhreppur 35

Skeggjastaðahreppur Fjallahreppur

30

Kvóti

25 20 15 3.

10

mynd.

Hreindýraveiðikvóti t i l þ r i gg j a h r e pp a á

Norðausturlandi frá og með 1972. Ekkert var skotið af k v ó t a V o p n a f j a r ð a r h r e pps árin 1973, 1979 og 1990, S k e gg j a s t a ð a h r e pps 1 9 7 9 - 1 9 8 4 o g 1 9 9 0 o g F j a l l a h r e pps 1 9 7 9 , 1980, 1983 og 1984.

5 0 Ár

20.

öldin

Eftir rannsóknarleiðangur í Kringils­ árrana haustið 1939 komst Helgi Valtýs­son (1945) að því að einungis 100 hreindýr væru eftir í landinu. Eftir það fjölgaði þeim og samhliða dreifðust þau um Austurland. Sumarið 1948 sáust hreindýr í Grafarlöndum (Sigurður Helgason 1949) og 1953 er í frásögur fært að þau hafi slæðst norður á Vopnafjarðarheiðar (Helgi Valtýsson 1953). Árið 1955 er þess getið að þau hafi flækst norður undir Vopnafjörð. Á árunum upp úr 1956 fóru hreindýr að sjást í auknum mæli norðan gamla þjóðvegarins yfir Jökuldalsheiði, á Háreksstaðahálsi, í Sandfelli og jafnvel norðar. Hreindýr fóru að ganga allt árið norðan Hofsár um eða upp úr 1965 og þá í Hauksstaða- og Mælifellsheiði, en á sumrum sáust þar einungis tarfar og gelddýr. Hreindýr sáust norðan við Háganga á Hágangaheiði flesta vetur frá 1951 til um 1980. Vorið 1963 sást slóð eftir hreindýr innarlega á Hvammsheiði upp af Þistilfirði og um sumarið sást þar nýleg slóð. Eftir það hefur hreindýra oft orðið vart á svæðinu norðan Vopnafjarðar og vestur undir Öxarfjarðarheiði þó frekar lítið virðist hafa borið á því hin seinni ár. Í Viðvík, á milli Bakkaflóa og Vopnafjarðar, hélt hreindýrahópur sig í mörg ár í kringum 1980 og var komið að einni nýborinni kú í Grasdal árið 1979, 3-4 km innan

við Tungusel, innsta bæ á Langanesi. Hreindýr sáust á þessum árum einkum frá janúar til apríl en eitt og eitt í flestum mánuðum ársins. Nokkur hreindýr voru á Langanesi sumarið 1982 (DV 1982). Hreindýr sáust í Grímsstaða- og Hólskerlingu og norður í Bungu og í Búrfellsheiði upp úr 1980. Þau sáust einkum á vetrum en stundum urðu tarfar eftir er kýrnar runnu til fjalla er voraði (Skarphéðinn Þórisson 1983). Í júlítalningu 1982 fundust 450 hreindýr í Kringilsárrana en voru þar um 600 árið áður. Talið var líklegt að fækkunin gæti að hluta stafað af útbreiðsluaukningu þeirra til norðurs árin þar á undan. Óvenjumikið sást af hreindýrum veturinn 1981-1982 norðan Vopnafjarðarheiða t.d. um 30 við Grímsstaði á Fjöllum og 24 í einum hópi við Langanes en talið var að þau væru eitthvað fleiri á þeim slóðum (Skarphéðinn G. Þórisson 1982). Í árlegri júlítalningu hreindýra er yfirleitt ekki leitað að dýrum norðan Hofsár. Vegna rökstudds gruns um hreindýr á þeim slóðum var staðkunnugur heimamaður, Friðbjörn Haukur Guðmundsson, fenginn með í flugtalningu um norðausturland þann 9. júlí 1987. Leitað var á Viðvíkur- og Bakkaheiði og um Hágangaheiði suður undir Selá, að Heljardalsfjöllum í vestri og norður að Arnarfjöllum. Fundust einungis tarfar, 24 austan við

Ytri Háganga, 7 sunnan Kistufells og einn norðan Kistufells. Meðan hreindýr heyrðu undir Menntamálaráðuneytið (til og með 1989) var gefinn út árlegur kvóti til sveitarfélaga þar sem hreindýr gengu og talið var æskilegt að veiða þau. Frá 1972 til 1989 fékk Vopnafjarðarhreppur úthlutað kvóta á bilinu 7 til 35 dýr (3. mynd). Líklegt er að veiðikvótinn á þessum árum endurspegli að einhverju leyti fjölda dýra í þessum hreppum.

Hreindýrastofninn

40

Hreindýraeldi á Langanesi og Melrakkasléttu Stefán H. Magnússon hreindýrabóndi á Grænlandi sótti um „leyfi til að taka að sér rekstur og umsjón með helming af hreindýrastofni Austurlands, til ræktunar og uppbyggingar, ásamt tilraunar til nýsköpunar í íslenskum landbúnaði. Verkefni þetta er áætlað að geti farið fram á þar til úthlutuðu landsvæði. Stofninn skilist til baka á tólf árum“ (bréf dags. 18. október 1995). Langanes skyldi girt af og notað sem sumarbeitiland en dýrin flutt yfir í minni girðingu á vetrum og fóðruð þar. Einnig áttu hreindýr að ganga á Ströndum á sumrin fram að jólum en þau síðan flutt í minni girðingu í landi Ólafsdals í Dölum og fóðruð þar. Sá Stefán fyrir sér ef vel gengi að aðrir gætu fetað í fótspor hans og myndi það efla landbúnaðinn. Niðurstaða ráðuneytisins var að hér væri

33


Hreindýrastofninn

um óraunhæft verkefni að ræða. Stefán hafði líka áhuga á að fá Melrakkasléttuna undir hreindýraeldi en heimamenn lögðust gegn því. 200

Nútíðin

500

Áætlað er að vetrarstofn hreindýra 2007-2008 hafi verið um 4700 dýr (4. mynd). Voru þau dreifð frá Suðursveit til Vopnafjarðar, austan Vatnajökuls og Jökulsár á Fjöllum. Austurlandi er skipt í 9 veiðisvæði með mismunandi veiðikvóta sem byggir á vöktun Náttúrustofu Austurlands. Áætlað var að sumarstofninn 2008 yrði rúm 6000 dýr og veiðikvótinn var ákveðinn 1333 dýr auk kálfa svo heildarveiði 2008 verður líklega um 1500 dýr ef allt næst.

200 2000

450 150

600

400 200 4.

mynd.

Skipting

veiðisvæða og áætlaður

vetrarstofn hreindýra

2007-2008.

Í reglum um hreindýraveiðar sem Menntamálaráðuneytið gaf út árlega áður en Umhverfisráðuneytið var stofnað sagði í 7. gr.: „Hrein­dýra­ eftirlitsmenn skulu gæta þess vandlega að hreindýr séu ekki veidd á þeim slóðum þar sem þau eru að nema ný lönd og talið er æskilegt að þau hagvenjist heldur þar sem ætlunin er að bægja þeim frá.“ Í núverandi reglugerð um stjórn hreindýraveiða segir í 8. gr.: „Veiðar geta farið fram hvar sem hreindýr á viðkomandi svæði halda sig á veiðitímanum, utan friðlanda hreindýra. Þó getur Umhverfisstofnun takmarkað veiðisvæði frekar þyki ástæða til.“ Greinilegt er að stefna yfirvalda hefur verið og er sú að hægt sé styðja við útbreiðslu hrein-

Framtíðin Eins og fyrr segir var Fjalla-, Skeggjastaða- og Vopnafjarðarhreppi yfirleitt úthlutað kvóta á 8. og 9. áratug síðustu aldar sem er til marks um hagagöngu dýra þar (3. mynd). Undarlegt verður að teljast að hreindýrunum náði aldrei að fjölga þar verulega og hagvenjast. Ástæða þess er óþekkt, en því ber ekki að leyna að þrálátur orðrómur hefur gengið í gegnum tíðina um veiðiþjófnað á svæðinu. Sé það raunin kann ofveiði að hafa staðið fjölgun hreindýra fyrir þrifum. Ef veiðum verður haldið í lágmarki nyrst á útbreiðslusvæði hreindýranna, einkum á kúm, er það bara tímaspursmál hvenær hreindýrin verða orðin það mörg á ofangreindu svæði að það borgi sig að fara að veiða þau. Eflaust eru skoðanir skiptar um framtíð hreindýra á Norðausturlandi

Landsvæði Norðausturland Austurland Austfirðir Samtals

5.

mynd.

H u gs a n l e g a

verða þetta gjöfular og vinsælar veiðilendur hreindýra í framtíðinni. og

en mér er ekki kunnugt um að heimamenn hafi áhyggjur af útbreiðslu þeirra. Yfirvöld þessara mála hafa enn ekki tekið opinbera afstöðu til þess. Í því sambandi má benda á klásúlur úr fyrrverandi og núverandi reglum um hreindýraveiðar.

Syðri Hágangur

og

Kistufell

u pp a f

YtriVopnafirði.

dýranna á svæðum þar sem ekkert er talið því til fyrirstöðu að þau gangi. Ef hreindýrin leggja undir sig Norðausturland er það hlutverk Náttúrustofu Austurlands að fylgjast grannt með framvindu mála á þessu svæði. Æskilegt væri að hefja skipu-

km²

Vetrarstofn 2007-08

Sumarstofn 2008

Nýliðun

Dýr/km² að vetri

5416 8988 4898 19302

1840*** 2650 2050* 6540

2395**** 3445 2665 8505

553***** 795 615 1963

0,34** 0,29 0,42 0,34

*áætlun um vetrarstofn gerð haustið 2007 á svæði 7 reyndist of lág og því hækkuð úr 500 í 600 dýr (einnig á 4. mynd ) **þéttleiki heildarvetrarstofns hreindýra 2007-2008 ***útreiknaður hugsanlegur vetrarstofn miðað við þéttleika hreindýra á Austurlandi 2008 ****vetrarstofn að viðbættum kálfum (x 1.3) *****hugsanleg nýliðun miðað við gefnar forsendur 1.

34

tafla.

Núverandi

fjöldi og þéttleiki hreindýra á

Austurlandi

og

Austfjörðum

o g h u gs a n l e g v i ð b ó t á

Norðausturlandi.


Ármúla 10 • Sími: 5689950 AUSTRALIA • BELGIUM • CANADA • CHINA • CYPRUS • DENMARK • FINLAND • GERMANY • GREECE • ICELAND • IRELAND • NORWAY SAUDI ARABIA • SOUTH KOREA • SPAIN • SWEDEN • SWITZERLAND • UNITED ARAB EMIRATES • UNITED KINGDOM • UNITED STATES www.duxiana.com www.duxbed.com


Hreindýrastofninn

6.

mynd.

“Á

dögunum sást til hreindýra [ 6 ] hér á

Bakkafirði en það er svo sem ekki óalgengt að Heimasíða Bakkafjarðar 30. mars 2006 . og svona hópar hagvenjist á Norðausturlandi.

s j á t i l þ e i r r a h é r þ e g a r h a r ð n a r í á r i u pp t i l h e i ð a . “

Kannski

lagðar veiðar úr norðausturstofninum um leið og sýnt væri að dýrin hefðu numið svæðið til frambúðar. Veiðar kalla á ítarlega vöktun og skila líka dýrmætum upplýsingum um fjölda, útbreiðslu og líkamlegt ástand dýranna. Núverandi útbreiðslusvæði hreindýra er gróflega áætlað 14000 km². Ef Norðausturland bættist við stækkaði það um 5400 km². Miðað við sama þéttleika þar og nú er á Austurlandi mætti búast við því að vetrarstofn þar gæti orðið rúm 1800 dýr sem gæfi sumarstofn upp á 2400 dýr og aukinn veiðikvóta um 500 dýr í árferði eins og ríkt hefur undanfarin ár (1. tafla). Skýrt skal tekið fram að hér er ekkert mat lagt á aðgengilegt beitiland eða æskilegt beitarálag í högum í nútíð og framtíð. Æskilegt væri að skoða þau mál betur í framtíðinni með tilliti til núverandi stofnstærðar hreindýra og hugsanlegs landnáms þeirra á Norðausturlandi. Ef hreindýrin fá að dreifa sér

36

v e r ð u r þ e ss e k k i l e n g i a ð b í ð a

óhindrað til norðurs verður ekki langt að bíða þess að stórir hópar reiki þar um heiðar á sumrin eins og á Snæfellsöræfum.

Lokaorð Hér hefur saga hreindýra á Norðausturlandi lauslega verið reifuð og spáð í framtíð þeirra þar. Út frá afar grófum útreikningum er komist að þeirri niðurstöðu að þar gætu rúm 2000 hreindýr hæglega gengið í framtíðinni. Slíkur stofn gæti skilað a.m.k. 500 veiðileyfum árlega. Í ljósi aukinnar eftirspurnar eftir hreindýraveiðileyfum undanfarin ár er viðbúið að leyfin yrðu auðseld. Miðað við að kynjakvótinn væri jafn, 50 kálfar skotnir og verðlagning eins og á svæði 1 og 2 yrðu brúttótekjur af sölu veiðileyfa 47.250.000 krónur. Auk þess þyrfti líklega 10-15 staðkunnuguga leiðsögumenn til að fylgja veiðimönnum. Ljóst er að landnám hreindýra á Norðausturlandi yrði góð búbót fyrir sveitir og jarðir þar.

Heimildir Bragi Melax 1998a. Hvers vegna varð heiðabyggðin til? 1 hluti. Lesbók Morgunblaðsins 26. september, 1998. Bragi Melax 1998b. Hvers vegna varð heiðabyggðin til? 2. hluti: „Hreindýrin fordjarfa heiðalöndin“. Lesbók Morgunblaðsins 3. október 1998. Bragi Melax 1998c. Hvers vegna varð heiðabyggðin til? 3. hluti: Byggðin óhugsandi án hreindýranna. Lesbók Morgunblaðsins 17. október, 1998. Dagblaðið/Vísir 1982. Hreindýr á Langanesi. DV 72.8.(253), bls. 11. Eyþór Guðmundsson. 2008. Munnlegar upplýsingar. Júlí. Guðmundur Þorsteinsson 1954. Baðstofuhjal. Tíminn, 38(226): 4-5. Halldór Stefánsson og Þorsteinn M. Jónsson 1947. Austurland. Safn austfirskra fræða I. Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri. Helgi Valtýsson 1945. Á hreindýraslóðum. Norðri. Helgi Valtýsson 1953. Hver verður framtíð hrein­ dýranna í Múlasýslum? Vísir 20.10., 43(243): 5. Hreindýranefnd SKOTVÍS 1989. Um hreindýraveiðar, greinargerð “Hreindýranefndar” Skotveiðifélags Íslands, janúar 1984. Í: Fræðslubréfi Skotveiðifélags Íslands um hreindýr, nr 1, 1989 Kristinn Kristjánsson 1998. Leiftur frá liðnum tímum. Úr handritum Kristjáns Kristjánssonar í Nýhöfn á Melrakkasléttu í samantekt Níelsar Árna Lund. Útgefandi Níels Árni Lund. Sigurður Helgason 1949. Hreindýr í Grafarlöndum. Dýraverndarinn 35(1): 8. Skarphéðinn G. Þórisson 1982. Hreindýratalning 1982. Menntamálaráðuneytið, handrit. Skarphéðinn Þórisson 1983. Hreindýrarannsóknir 1979-1981, lokaskýrsla. Orkustofnun, OS-83072/ VOD-06. 210 bls. Stefán Einarsson 1994. Sauðanessókn. Í: Þingeyjarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1844. Ritnefnd: Björn Hróarsson, Heimir Pálsson og Sigurveig Erlingsdóttir. Gott mál hf. Reykjavík 1994. 344 bls. Þorvaldur Thoroddssen 1911. Lýsing Íslands, II. hefti. Hið ísl. bókmenntafélag, Kaupmannahöfn. 673 s.

S k a r ph é ð i n n G . Þ ó r i ss o n


F í t o n / S Í A


Skotfimi

SKOTVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS

Skotæfingasvæðið Álfsnesi Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis (SKOTREYN) hefur byggt upp nýja æfingaaðstöðu á Álfsnesi og hefur uppbygging svæðisins verið í fullum gangi síðan félagið flutti þangað frá Miðmundardal árið 2005. SKOTREYN var stofnað árið 1986 en hefur verið sjálfstæð deild innan SKOTVÍS síðustu ár. Megintilgangur deildarinnar er að sjá um rekstur á skotæfingasvæði félagsins í Álfsnesi og tryggja þannig félagsmönnum sem og öðrum áhugamönnum um skotfimi og skotveiði með haglabyssum góða aðstöðu til æfinga. Um síðustu áramót voru félagsmenn í SKOTREYN 350 en allir félagsmenn eru einnig félagar í SKOTVÍS, en SKOTREYN fær hluta af félagsgjaldi SKOTVÍS fyrir sína skráðu félagsmenn.

Á

báðum

Sporting

völlunum eru fjórir kastarar sem kasta í fjórar mismund áttir.

Á

skotpallinum

eru fimm merktar skotstöður og geta menn ýmist valið um að skjóta stakar dúfur, tvær í einu

(double)

eða fleiri.

Aðstaðan Frá árinu 2005 hefur æfingasvæðið verið byggt upp jafnt og þétt og aukið við aðstöðuna á hverju ári. Æfingavellir félagsins eru 3. Tveir Sporting skotvellir og Byrgið.

Framtíðarsýn S KOTREYNAR Stefna núverandi stjórnar félagsins er að vinna að áframhaldandi uppbyggingu svæðisins, og hafa verið fest kaup á svokölluðum Rabbit-kastara ásamt því sem bygging er hafin á skeet skotæfingarvelli, en rabbit kastarinn verður hluti af skeet vellinum, fjórða æfingarvelli félagsins. Einnig er ríkur vilji stjórnar til að byggja skýli yfir skotpalla félagsins og bæta við Woblerkastara á svæðið.

Byrgið

er fyrsti sjálfvirki skotvöllurinn á

vellinum eru

6

og er eini sinnar tegundar hér á landi.

Á (c.a. 60 m) og tveir kastarar eru við einu í Byrginu og hægt er að velja úr 16

hlið skotpalls.

Einn

til tveir skotmenn geta skotið í

m i s m u n a n d i æ f i n g u m á s a m t þ v í s e m h æ g t e r a ð s t i l l a t í m a n n á m i l l i þ e ss s e m d ú f u r e r u g e f n a r ú t á völlinn.

6

Hægt

er að skjóta dúfur í

Byrginu

Að lokum vill stjórn SKOTREYNAR minna á heimasíðu félagsins www.skotreyn.is en þar má finna allar nýjustu fréttir um félagið, opnunartíma ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum. Nýtt

o g g l æ s i l e g t f é l a gsh e i m i l i v a r t e k i ð í

notkun árið

2006,

6 eða Miðmundardal.

meðal annars tilviljunarkennt úr kösturunum

dúfur á móti sér úr neðri kösturunum eins og hægt var í

þar inni er góð aðstað fyrir f é l a gs m e n n .

38

Íslandi

kastarar, fjórir standa neðan við skotpall

Skurðinum

u pp i í


Ði jakkfraÁvjaehtr ar Á pakk i jakt ÁbÆr finnskur fatnaÐur fr ÁbÆr

Vandaðir vatnsheldir veiðiskór

Camo pakkinn

Innifalið: Jakki og buxur með AIR-TEX öndunarþynd, flíspeysa, micro flís nærföt, húfa, flugnanet og axlabönd

Frábæri útivistarveiðifatnaðurinn frá Jahti Jakt.

Innifalið Jakki buxur, tvenn nærföt, flónelskyrta, axlabönd, derhúfa, flugnanet, sætisáklæði á bílstjórsætið og öryggisvesti.

Margar stærðir af háls og fótbogum.

Skoðið úrvalið á www.icefin.is Icefin ehf. • Nóatúni 17 • S: 534 3177


Svartbjarnaveiðar

Greinarhöfundur (t.v.)

ásamt

Brendon Fitzpatrick leiðsögumanni við Norður-Nýfundnalandi.

fallegan svartbjörn sem felldur var í

Veitt á slóðum víkinga EFTIR GUÐNA EINARSSON

S V A R T B J A R N A V E I Ð A R V I Ð Æ T I K R E F J A S T M I K I L L A R Þ O L I N M Æ Ð I O G Þ A U L S E T U . B I R N ­I R N I R E R U V A R I R U M S I G O G N Æ M I R Á L Y K T O G M I N N S T U H R E Y F I N G U . Í N Ý ­F U N D N A ­L A N D I E R F J Ö L D I S V A R T B J A R N A O G HVATT TIL VEIÐA Á ÞEIM. Svartur haus – loksins! Þetta var svart­björn, engin spurning. Hann teygði hausinn undan trjáþykkninu inn í þröngt rjóðrið sem ég hafði starað á tímunum saman. Kuldinn sem sest hafði að mér við langa kyrrsetu á skot­­­palli uppi í háum trjám í hæðum Norður-Ný­fundna­lands hvarf um leið. Hjartað sló örar og hugsunin fór á fullt. Þessu mátti ég ekki klúðra! Þarna var ég búinn að sitja frá því síðdegis og nú vantaði klukkuna korter í tíu. Sólin að setjast og kominn kvöldroði. Það var orðið napurt, hitinn 2-3°C, hæg­ur andvari og mikill raki í lofti, en heiðskírt.

40

Bangsi hnusaði varlega í átt að beitu­­tunnunni. Drakk í sig ilminn af sæta­­brauði, þykkum sírópsmelassa og vanillu­dropum. Ofurvarlega lyfti ég gamla Sakonum (cal. 30-06, árg­erð 1961) og fylgdist með í gegn­um bjartan Schmidt & Bender miðunar­sjón­­ aukann. Ég hafði skrúfað niður í rauða miðunar­punktinum eftir því sem birtuna þvarr og var nú kominn á nætur­ stillingu. Björninn fikraði sig hægt og varlega undir trjánum. Rölti meðfram rjóðrinu að slóðanum sem Brendon Fitzpatrick leiðsögumaður hafði gengið að beitunni til að lagfæra hana um morguninn. Þá var þar allt í rúst eftir

síðustu heimsókn bangsa og allt góðgætið uppétið þriðja daginn í röð. Ég sá glytta öðru hvoru í svartan feldinn gegnum greinar trjánna. Bangsi fór sér að engu óðslega. Hann hvarf um stund í þéttum skóginum en svo sá ég að hann var snúinn við og kjagaði rólega í átt að rjóðrinu. Aftan frá séð virtist hann alveg hnöttóttur og vaggaði á báða bóga. Riffillinn var stöð­ugur á handriðinu fremst á skot­pallinum og ég gat fylgst vel með þessum konungi skógarins. Pallurinn var um 60 metra frá beitunni og í háum trjám í brekku fyrir ofan svo nokkuð bratt var niður á skotmarkið.


voru ofboðsleg

Nú teygði bangsi hausinn aftur inn í rjóðrið og hnusaði lengi. Þegar hann var búinn að fullvissa sig um að allt væri með kyrrum kjörum steig hann loksins fram í rjóðrið og nú sá ég hann allan þar sem hann sneri vinstri hliðinni að mér. Um leið og hann stoppaði setti ég rauða punktinn ofarlega á öxlina sem að mér sneri og kreisti gikkinn. Þá gerðist allt í einu. Ærandi hvellurinn rauf kyrrð skógarins um leið og 220 grains (14,3 g) þung Hornady-kúlan geystist fram úr hlaupinu. Áhrifin voru ofboðsleg. Björninn, sem til þessa hafði verið mjög þunglamalegur tók eldsnöggt heljarstökk, skall með hliðina í jörðinni og hvarf í sömu svipan úr rjóðrinu. Ég hafði hlaðið riffilinn aftur eins hratt og ég gat til að freista þess að koma öðru skoti á bangsa, en hann var löngu farinn. Þegar ég leit upp var því líkast sem ég hefði skotið úr framhlaðningi. Rakinn í loftinu hafði þést við þrýst­ inginn frá skotinu og myndað ský af eimyrju sem barst undan hægum blæn­ um. Ég lagði við eyrun til að hlusta

Svartbjörn

(Ursus

americanus)

Svartbirnir eru á meðal út­­breidd­ ustu veiðidýra Norð­ur-Am­eríku og algeng­asta bjarn­­­dýra­t eg­u nd­ in í álf­unni. Þeir finn­ast frá str­önd At­lants­­­­hafs­ins til Kyrra­hafs og frá Ný­­fundna­landi og Alaska í norðri og suð­ur til Mexíkó. Aðrar teg­undir bjarn­dýra þar eru brúnbjörn (undirtegund hans grábjörn) og hvítabjörn.. Talið er að svart­­bjarna­­ stofninn í N-Ameríku telji nú um 800 þúsund dýr. Svartbirnir eru nánast alætur og éta jafnt jurtir, skordýr og kjöt. Al­gengt er að svartbirnir séu 150180 sm langir (5-6 fet), birnirn­ir eru um þriðjungi stærri en birn­ urn­ar. Karldýr vegur 115-275 kg (250-600 pund) og birna 40-180 kg (90-400 pund).

eftir birninum. Þeir gefa oft frá sér sér­kennilega dauðahryglu eða stunur þegar þeir kveðja lífið. Skógarfuglarnir voru að mestu þagnaðir en eftir fáeinar sekúndur heyrði ég lágstemmt væl eða stunur úr þeirri stefnu sem bangsi hafði horfið í. Hljóð ekki ólíkt sífri í hundi sem ég hafði ekki áður heyrt í skóginum. Nú kom spennufallið og ég fann aftur til kuldans. Það setti að mér snöggan hroll og ég fór að skjálfa svo tenn­urnar glömruðu. Titrandi læddi ég hendinni í vasann, sótti talstöðina og kallaði í Brendon: „Ég skaut björn.“ Hann svaraði stutt og laggott: „Bíddu, ég kem!“ Skömmu síðar heyrði ég bíl nálgast og svo kom Brendon niður skógar­brekkuna að standinum. Hann fikraði sig upp stigann og tók bak­pok­ ann minn og riffilinn en ég fetaði mig niður orðinn mjög stirður af kulda. Við gengum niður stíginn að beitunni og nú var orðið mjög rokkið. Ég lýsti atburðarásinni í smáatriðum fyrir Brendon, hvaðan bangsi hafði komið og hvernig hann hafði staðið í rjóðrinu þegar ég skaut. Hvað ég hafði heyrt

Svartbjarnaveiðar

Áhrifin

Fyrir Vei imanninn! Heyrnarhlífar me umhverfishljó nema Reykofnar og fylgihlutir frá Bradley smokers. Vacuum pökkunarvélar og fylgihlutir. Hráefni geymist allt a 5 sinnum lengur vacuum pakka og engin hætta er á frostskemmdum matvælum í lofttæmdum umbú um.

www.esjugrund.is Visa / MasterCard / Póstkröfur

41


Svartbjarnaveiðar

H a l l f r e ð u r E m i l ss o n

sá þennan björn og skaut strax fyrsta kvöldið sem hann var á svartbjarnaveiðum.

B a n gs i n n

– vælið. Við lýstum upp rjóðrið með vasa­ljósum og Brendon prófaði að setja litaðar síur á vasaljósið sitt. Það breytti engu. Við sáum engin um­merki í rjóðrinu nema djúpt spor eftir stóran hramm og langar klær þar sem bangsi hafði spyrnt sér í burtu. Eng­in blóðslóð, sem boðaði ekki gott. Brendon ákvað að við yrðum að koma morg­ uninn eftir til að leita betur. Sú regla er viðhöfð að bíða a.m.k. í hálf­tíma með að leita að skotnum birni. Það er til að tryggja að hann sé örugg­lega dauður áður en menn nálgast hann. Ella getur hann verið mjög hættu­ legur. Það var varla liðinn hálftími og nær alveg orðið dimmt.

Milli

vonar og ótta

Þetta var fyrsti villti svartbjörninn sem ég hafði séð á ævinni og hann sá ég á þriðja degi á veiðum og á þriðja póstinum, eða veiðistaðnum, sem ég

42

var með fallegan feld og hvíta stjörnu á bringunni.

hafði setið á. Veiðistaðurinn var um klukkustundar ökuferð frá gistihúsinu Tuckamore Lodge í Main Brook. Staðurinn er kallaður „númer 13“ og er einn þriggja veiðistaða sem Brendon hefur útbúið á afskekktum stöðum. Leiðin þangað liggur um slóða og vegi skógarhöggsmanna. Brendon hafði ekki leyft veiðar þarna undanfarin þrjú ár, en alltaf sett út æti með reglulegu milli­bili á veiðitímum svartbjarna. Nú var hann búinn að beita í nokkra daga og beit­unnar alltaf verið vitjað. Brendon sagði mér að hann hefði beðið átekta um tvo km frá veiði­ staðnum. Áður en ég skaut hefði hann séð björn koma langt að uppi í hæðunum þarna fyrir ofan um kl. 21.15 og stefna í átt að beitunni. Hann bjó sig í hlý föt, reimaði skóna og bjóst við að heyra skot skömmu síðar, en það lét á sér standa. Þegar ég kallaði í talstöðina var hann sestur í bílinn til að hlýja sér.

Við vorum komnir nokkuð snemma daginn eftir og gengum strax að beitunni. Hún hafði ekki verið snert. Það var góðs viti. Karlbirnirnir helga sér svæði og fengitíminn stóð enn yfir en þá passa þeir svæðin sín vel. Því var líklegt að þessi hafi verið einn um hituna. Við leituðum að blóðslóð við rjóðrið, en sáum enga. Þar sem ég hafði skotið bangsann var brotinn kvistur á runna og svolítið blóð eða blóðtægja á einni greininni. Það læddist að mér ótti um að erfitt yrði að finna bangsann og ég fór yfir atburðarásina hvað eftir annað í huganum. Riffillinn setti rétt, ég miðaði á réttan stað og viðbragðið benti til þess að ég hefði hitt. Hann hlaut að vera þarna – eða hvað? Skyldum við finna hann í þéttum skóginum? Skotinn björn var minn, hvort sem við fyndum hann eða ekki. Við fikruðum okkur inn í þéttan skóginn í þá átt sem bangsi hafði stokkið. Ég sá


Svartbjarnaveiðar

engin ummerki um björninn hvert sem ég leitaði. Allt í einu kallaði Brendon: „Hann er hér – og hann er stór!“ Ég varð fegnari en orð fá lýst og hraðaði mér á hljóðið. Þarna lá hann um 80 metra frá beitunni, augljóslega lungnaskotinn því mikið hafði blætt út um vitin. Hausinn hnöttóttur og skrokkurinn þéttur. Flottur björn! Brendon hafði kallað annan leiðsögumann, Justin, til liðs sem nú var mættur með hundinn sinn Blue. Þeir ákváðu að flá yrði björninn þar sem hann lá. Engin leið væri að koma honum út úr skóginum, nema með fjölda burðarmanna. Skógurinn var of þéttur og björninn of stór til að við réðum við hann og fjórhjóli varð ekki við komið. Við fláninguna kom í ljós að kúlan hafði brotið báðar axlirnar og farið gegnum lungun. Hún lá úti í húðinni við öxlina sem snúið hafði frá mér. Það skýrði hvers vegna við fundum ekki blóðslóð fyrr en rétt þar sem björninn lá. Þ e g a r s v a r t b i r n i r e l d a s t o g þ r o s k a s t f á þ e i r s t æ r r i h a u s . Þ e i r e r u m e t n i r t i l v e r ð l e i k a ( t r o ph y ) Leiðsögumennirnir mátu að björn­ e f t i r s t æ r ð h a u s k ú p u n n a r . K ú p u r a f v e i dd u m b j ö r n u m e r u s e n d a r t i l y f i r v a l d a v e i ð i s t j ó r n u n a r s e m inn hefði verið 400-500 pund og sögðu m æ l a s t æ r ð þ e i r r a o g a l d u r sg r e i n a d ý r i n . að hann hefði bætt við sig 150 pundum til hausts, hefði hann lifað. Feldurinn þeirra er krafist við flutninga á skot­ mann, fæði, gisting, leiðsögn og allur var sjö fet frá snoppu að dindli og vopn­um í Kanada. akstur, m.a. til og frá flugvelli. fjögur fet milli klónna á fram­hrömm­ Daginn eftir flugum við með innan­ Frá Deer Lake lá leiðin upp með unum. landsflugi til Deer Lake, bæjar í miðju vestur­strönd Nýfundnalands, í gegn­ Nýfundnalandi. Þar tók á móti okkur um stórfenglegan Gros Morne-þjóð­ G e s t r i s n i o g g ó ð a ð s t a ð a Barb Genge, eigandi Tuckamore garðinn, og meðfram fallegri strjál­ Við Hallfreður Emilsson félagi minn Lodge í Main Brook, og Randy starfs­ býlli strönd. Á leiðinni sáum við elgi fórum til Nýfundnalands til svart­ maður hennar. Barb var með bás í og talsvert fuglalíf. Eftir um fjög­ bjarnaveiða 5. júní 2008. Flugum til Perlunni haustið 2007 þegar hald- urra stunda akstur komum við loks til Halifax og gistum þar fyrstu nóttina. in var kynning á Nýfundnalandi og Tuckamore Lodge. Þar standa falleg Það gekk greiðlega að skrá rifflana Labra­­dor. Í framhaldi af því keyptum bjálka­hús á eiði milli sjávar og stöðu­ og skotfærin inn í landið. Ekki spillti við veiðiferðina hjá henni. Í pakkanum vatns. Gistiherbergin eru tólf talsins og að vera með gikklása á byssunum, en var leyfi fyrir tveimur svartbjörnum á tvö tvíbreið rúm í hverju, sér snyrt­ing

Vefir fyrir veiðimenn www.ust.is/Veidistjornun Upplýsingavefur Veiðistjórnunarsviðs, skil á veiðiskýrslum ofl. www.veidkort.is Allt um skotvopna- og veiðikortanámskeið. www.hreindyr.is Upplýsingavefur fyrir hreindýraveiðimenn.

43


Svartbjarnaveiðar 44

og sturta í hverju herbergi. Öll aðstaða hin glæsilegasta. Við fengum hvor sitt herbergið og komum dótinu okkar fyrir. Barb ráðlagði okkur að hengja veiðifötin strax inn í lokaðan skáp og vera ekki í þeim innanhúss til að fá ekki matarlykt í þau. Eins að nota lyktarlausa sápu og engin ilmefni. Birnir hafa margfalt næmara lyktar­skyn en hundar og helst er það lykt eða hljóð sem fælir þá. Venjulega veiða menn frá mánu­degi til laugardags, ekki er veitt á sunnu­ dögum á þessum árstíma. Vegna þess hvernig stóð á ferðum okkar komum við á föstudagskvöldi og var stefnt til veiða strax daginn eftir. Við fengum Brendon Fitzpatrick sem leiðsögumann. Hann er af írskum ættum, fjörkálfur og flinkur leið­sögu­maður hvort heldur í stangaveiði eða skot­ veiði. Búinn að leiðbeina veiði­mönn­ um í 23 ár og reyna margt. Þarna er mikil lax- og silungsveiði yfir sumarið, svartbirnir skotnir vor og haust og á haustin einnig elgir og skógarhreindýr (woodland caribou), sem eru nokkuð frábrugðin hrein­dýr­un­um okkar. Brendon fór með okkur á skotvöll til að sjá hvort við gætum skotið og hvernig rifflarnir settu. Skotvöllurinn var yfirgefinn flugvöllur og skotmarkið lítill frauðplastbakki með rauðum punkti. Við lögðum rifflana á húddið á pallbíl Brendons og hittum bakkann í öllum skotum á 100 m færi. Brendon taldi að það væri nóg. Birnirnir væru yfirleitt talsvert stærri! Við hittum líka Justin, son Barb, sem einnig er leiðsögumaður og fer daglega að fylgjast með æti sem er lagt út á um 30 stöðum fyrir birnina. Bætt er á og lagfært þar sem birnir hafa gætt sér á kræsingunum. Góðgætið er sett í stamp eða tunnu og fergt yfir með spýtum og grjóti. Þegar komið er fram í júní er aðallega beitt brauði og melassa (þykku, dökku sírópi) hellt yfir. Jafnvel sullað svolitlu af djúpsteikingarfeiti og vanilludropum umhverfis til að auka á lyktina. Justin sagði Brendon frá stöðum þar sem birnir höfðu vitjað.

T u c k a m o r e L o dg e

er glæsilegur gististaður og aðstaða öll hin besta til ævintýraferðamennsku,

hvort heldur stangaveiða, skotveiða, snjósleðaferða eða gönguferða um stórbrotna náttúru

N o r ð u r - N ý r f u n d n a l a n ds .

Fjórir

veiðimenn, átta birnir

Við fórum til veiða síðdegis. Ég varð ekki var við björn, en sá þess meira af fuglum og íkornum. Hallfreður var heppnari og skaut fallegan björn strax fyrsta kvöldið. Sá féll fyrir 180 grs. Oryx-kúlu úr .300 Win. Mag. Daginn eftir, sunnudag, heimsóttum við L’Anse aux Meadows þar sem Þorfinnur karlsefni og leiðangursmenn hans byggðu sér hús og bjuggu í kringum árið þúsund. Það eru elstu minjar um dvöl norrænna og evrópskra manna í Ameríku utan Grænlands. L’Anse aux Meadows er spölkorn frá Main Brook þar sem við gistum og var gaman að koma á þessar slóðir sannra víkinga. Á mánudag fórum við hvor á sinn standinn og Hallfreður sá björn en ég varð ekki var. Ég skaut fyrrnefndan björn á þriðjudeginum og annan daginn eftir. Þá var ég nýkominn á standinn þegar bangsi birtist. Hann var líklega á flakki í leit að birnu í látum. Sama kvöld sat Hallfreður á standi í

um tveggja metra hæð frá jörðu. Allt í einu fékk hann á tilfinninguna að einhver væri horfa á hann vinstra megin við hann. Hallfreður sneri höfðinu varlega og horfðist í augu við bangsa sem var í um meters fjarlægð frá honum. Sá þekkti augljóslega aðstæður og hafði nálgast pallinn aftan frá. Bangsi hvarf fljótt á braut óskaddaður. Daginn eftir skaut Hallfreður svo seinni björninn sinn í „Himalayas“, á öðrum veiðistað Brendons í hæðunum, einnig mjög fallegt dýr. Samtímis okkur voru þarna tveir bandarískir bjarnarveiðimenn. Þeir skutu tvo birni hvor í þessari viku. Alls veiddust því átta birnir, allt karldýr. Við héldum heim ánægðir eftir frábæra veiðiferð. Nýfundnaland tók okkur vel og Nýfundnalendingar eru gestrisnir og kunna vel að meta Íslendinga. Við getum ótvírætt mælt með Tuckamore Lodge eftir okkar reynslu af starfsfólki og aðbúnaði þar. www . t u c k a m o r e l o dg e . c o m


YLSTRÖNDIN

Það er stutt á Costa del Nauthólsvík! Opið alla daga frá kl. 10 - 20

w w w.itr.is

sími 411 50 0 0


„Munið að setja á SILENT“

Súganda Önun dar örð

D ýr a ö rðu

Ar na Tál k

na ö rð ur

Pa tre ks

r ö rðu r

Tro

Fjarskipti

MEÐ GEMSA Í ÓBYGGÐUM:

ö

ur rð

Brei

Gru

Dr

itv ík

46


*Áætlað þjónustusvæði utandyra

Þist

örður rnar Bja

u ey s

Veið il

r

lón

ólfs örður ng

Mjói ör ður

Kál fh

Ísa

Finna örður

Skjálfandi

vík

Húna ói

Borgar örður

na Vop

ns ta os

ð ur Bjarnar ör

örður

r ðu ör

ur s örð Geirþjóf grím s

K

Kolla örður

Kjá lka

Kvigindis örður r örðu

Skálmar

r örðu Vatns

örðu lin r ga r ör ðu r

Stein

r Ke

örð

la ol

ur

ð ör

ur

ru Bit

Húna örður

rg Bo

örð

ar

ur örð

örður

örður Hrúta

ls Gi

ur

Loðmund ar

örður ur is örð Seyð

n

ður Mjói ör

orð N

ð

Hvamms örður

á

ta

örð u

r

a

h

r

ur Víð örður örð ur

a

u

d

Álf

Vaðlav ík

Ó

da r ö rð

ur

Breiðavík

Mið

örð

iða örður

ur

Re yða r

örðu

Fás krú

r

ðs örð ur

Stöðva r örð ur

Ha

r ðu ör

Bifröst örðu r

ör ðu

ta

ör ðu

r

B e ru

Álf

r

Bo rg ar

al Hv

rð s ö Lón ík

ur örð ör ð

Faxa ói

ur

v ur Lóns

Pa pa

un

r

r örðu

örð ur

örður Reykjar ysu örður Veiðile

am ars

ur örð

Fljótasvík

Trékyllisvík

il ör ðu

ga Ska

H es t ör Skötu ður örður

l da

Ófe I igs ö rðu

Ka

r ö Axa

r rðu s ö ðin

r rðu

Eyja

ör ðu

r r örðu örðu ru Fu kja Rey

p

Seyðis

Álf ta

ard jú

örðu r

ur

ík rðsv Ba

ur örð na Ló u Hrafns örður ör r ðu

Skutuls örður

r

Lei r

vík tra Lá

ir ul r ð

Ísa arð

ður

ík rnv

r ðu ör

Jök

örður

Ho

Hæla vík

Fljótavík Aðalv ík

Fjarskipti

Þjónustusvæði Vodafone 1. ágúst 2008

Ko

lla

Horna örður

örð ur

Skarðs örður

Skerja örður

s Stakk

Sand

örður

msvík Strau

vík Herd

k ísarví

*Áætlað þjónustusvæð Traust og örugg fjarskipti eru veiðimönnum afar mikilvæg. Þar til nýlega var nánast óþarfi að taka GSM síma með sér á fjöll, því sambandið var víðast hvar stopult og á hálendinu alls ekki neitt. Það hefur hins vegar breyst gríðarlega á þessu ári og GSM þjónustusvæðið hefur margfaldast að stærð. Fjölmargir veiðistaðir hafa komist í GSM samband og Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvís tekur svo djúpt í árinni að tala um byltingu.

„Þeir sem ætla á heiðargæs með haustinu munu finna mesta muninn, því víða á láglendi hefur GSM þjónusta verið ágæt. Nú hefur stærstur hluti hálendisins komist í GSM samband sem er gríðarlegt öryggisatriði fyrir okkur skotveiðimenn og viðbúið er að rjúpna­skyttur verði áþreifanlega varar við breytinguna þegar þær fara á fjöll síðar í haust. Ég vil samt minna menn á að setja símtækið á „silent“ þannig að hringing fæli ekki bráðina,“

segir Sigmar hlæjandi. Samkvæmt upplýsingum frá Voda­ fone, sem leitt hefur GSM upp­bygg­ ing­una á hálendinu, eru Auð­kúlu­ heiði og Bláfellsháls meðal þeirra ótal veiði­svæða sem hafa komist í GSM sam­band á árinu. Skagaheiði, Arnar­ vatns­heiði, Þistilfjörður og stór svæði á Vest­fjörðum falla einnig í þann flokk ásamt ótal öðrum, eins og sjá má á með­fylgjandi korti sem fengið var frá Vodafone.

47


Veiðiverslun

Icefin – Cabelas norðursins Undanfarin 80 ár hefur sárlítil þróun orðið í framleiðslu skotvopna til veiða. Að vísu hafa gæði skotanna talsvert aukist á þessum tíma. Það sem skipt hefur höfuðmáli fyrir íslenska skotveiðimenn er sú mikla framþróun sem orðið hefur í gerð útivistarfatnaðar. Veðurfar á Íslandi er einstaklega rysjótt. Á sama deginum geta verið mörg veður; þurrt og vott, kalt og hlýtt. Fyrir utan óstöðugleika íslensks veðurfars eru einkenni þess miklir vindar, oft samfara talsverðum rigningum. Góður útivistarfatnaður er því nauðsynlegur við veiðar í íslenskri náttúru, ekki síst við rjúpnaveiðar.

Icefin Hvað fær einn af bestu matreiðslumönnum landsins til að leggja frá sér eldhúshnífinn og pönnurnar og opna verslun sem sérhæfir sig í sölu útivistarfatnaðar? Tyrfingur Tyrfingsson, matreiðslumeistari og veitingamaður, tók þá afdrifaríku ákvörðun að hætta að elda og snúa sér að einhverju allt öðru. „Þegar ég hætti á Humarhúsinu var ég ekki búinn að ákveða hvað ég ætlaði að taka mér fyrir hendur,“ segir Tyrfingur og heldur áfram: „mágur minn, sem býr í Noregi, þekkti menn sem voru að leita að umboðsaðila á Íslandi til að selja ódýran en vandaðan útivistarfatnað, sem sérstaklega væri hannaður fyrir norrænar aðstæður. Eftir að hafa skoðað málið, ákvað ég að slá til enda ávallt haft talsverðan áhuga á útivist og veiðum. Ég ákvað því að opna útibú hér á Íslandi fyrir þessar vörur. Norðmennirnir hjálpuðu mér af stað en fljótlega kom í ljós að þessi fatnaður hentaði einstaklega vel íslenskum aðstæðum og reksturinn hefur því gengið ljómandi vel,“ segir Tyrfingur glaður á svip.

48

T y r f i n g u r T y r f i n gss o n ,

matreiðslumeistarinn sem lagði frá sér hnífinn og fór að flytja inn

ódýran en vandaðan útivistarfatnað,

J u ss i

og

Matti

Fatnaðurinn sem Icefin hefur á boðstólum er upprunalega finnskur. Hann er vissulega framleiddur í Kína eins og flestur fatnaður nú til dags en hannaður og þróaður í Finnlandi. Stofnendur fyrirtækisins Eratukku, sem framleiðir vöruna, voru veiðimennirnir Jussi Kärkkäin og Matti Koskela. Jussi og Matti bjuggu í Norður Finnlandi þar sem veður eru oft válynd. Þeir félagar fóru oft saman á veiðar en töluðu oft um það sín á milli hvað fatnaður til veiða væri óheyrilega dýr og hentaði oft ekki aðstæðum í Norður Finnlandi. Félagarnir ákváðu dag einn að taka málin í sínar hendur og árið 1990 stofnuðu þeir Eratukku Vildmarks. Fengu þeir reynda veiðimenn og fatahönnuði í lið með sér til að hanna útivistarfatnað sem hentaði veðurfari á norðurslóð og væri þægilegur við veiðar. Ákveðið var að nota aðeins hágæðaefni í fatnaðinn, framleiða hann í Kína, hafa álagninguna hóflega og leggja höfuðáhersluna á póstverslun.

-

sem hentar íslenskum aðstæðum.

Þar með hófst framleiðsla á Jahti Jakt veiðifatnaði og North Ice útivistarfatnaði. Fljótlega var farið að selja þennan fatnað í verslunum og var sá hátturinn hafður á að hafa lítinn lager og selja fatnaðinn í settum eða pökkum. Fljótlega kom í ljós að þessi viðskiptahugmynd þeirra Jussi og Matti hafði verið afar snjöll því vörur fyrirtækisins hafa náð gríðarlegum vinsældum hér á Norðurlöndum.

Kr. 39.500.Grundvöllur vinsælda vörunnar frá Eratukku er hve ódýr hún er, miðað við gæði. Tyrfingur bendir á að vinsælasti pakkinn sem kallast Premium kosti aðeins kr. 39.500.- en í honum eru vandaður jakki og buxur sem eru vatnsheld og úr öndunarefnum. Þá eru einnig í pakkanum ullarpeysa, flónelskyrta, microdry nærföt, flísbuxur og -bolur, vesti, flugnanet, axlabönd, húfa og sætisáklæði á sæti ökumanns. Camo pakkinn, sem er mjög vinsæll, kostar aðeins kr. 34.500.- en í honum eru


Veiðiverslun

jakki og buxur í felulitum, nærföt, flís­ peysa, húfa, axlabönd og flugnanet. Þá segir Tyrfingur að hann sé stöðugt að reyna að auka vöruúrvalið. Nú er t.d. hægt að fá í Icefin búðinni margskonar skófatnað, minkagildrur, riffilsjónauka sem vakið hefur athygli og ekki má gleyma galdrapottinum Pitokokki.

Verð

og gæði

Enginn vafi er á því að vinsældir varanna sem á boðstólum eru í versluninni byggjast á gæðum og afar sanngjörnu verði. Þá hentar þessi fatnaður íslenskum aðstæðum prýðisvel. Félag hreindýraleiðsögumanna hefur gert þennan fatnað að nokkurs konar einkennisfatnaði sínum, en þeir vinna við erfiðar aðstæður og gera miklar kröfur. Útivistarfatnaður til veiða hefur ávallt verið dýr. Hann er framleiddur í tiltölulega litlu magni, úr dýrum efnum og íslenski markaðurinn er smár. Talsverð breyting varð í þessum efnum fyrir u.þ.b. 20 árum þegar veiðimenn og annað útivistarfólk fór að panta vörur af póstlista Cabelas. Þessar vörur frá Cabelas voru, eins og vörurnar frá Jahti Jakt, ódýrar, afar vandaðar og í miklu úrvali. Hins vegar er ekki alltaf auðvelt að kaupa á sig fatnað af póstlista, allra síst útivistarfatnað. Með gríðarlegri lækkun á gengi dollarans og tíðum og ódýrum ferðum til Bandaríkjanna þyrptust íslenskir veiðimenn og annað útivistarfólk til Bandaríkjanna og heimsóttu hinar glæsilegu Cabelas búðir. Á síðari árum hefur því útivistarfatnaður frá Cabelas verið gríðarlega vinsæll meðal veiðimanna og nánast allsráðandi meðal gæsaveiðimanna. Þrátt fyrir að fatnaðurinn frá Cabelas sé yfirleitt frábær, hentar hann ekki alltaf íslenskum aðstæðum og þá helst ekki við rjúpnaveiðar. Nú er kreppa og gengi dollarans hátt. Vörurnar frá Jahti Jakt eru því á boðstólum hér á landi á hárréttum tíma.

Bóbó

á svartfuglsveiðum í

E m i l B j ö r n ss o n

leiðsögumaður með hreindýraveiðum í fullum skrúða.(Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum valdi

Premium

gallann frá

Jahti Jakt

sem einkennisfatnað)

Jahti Jakt

49


Villibráð

Gerum góða villibráð betri

Rautt

meðlæti

Þumalfingursreglan um matreiðslu villibráðar er eiginlega sú að matreiða hana eins lítið og unnt er og nota krydd sparlega. Brýnt er að láta villibráðarbragðið njóta sín til fulls. Of mikil suða eða steiking getur hreinlega eyðilagt kjöt af villibráð. Hinsvegar er ekki æskilegt að villibráðarkjöt sé svo lítið steikt að úr því blæði, það á að vera rétt aðeins rautt. Þess vegna er best að nota kjöthitamæli við matreiðslu á villibráð-

50

arkjöti. Hæfilegt er að kjarnahiti kjöts- með villibráð. Í því sambandi slær fátt ins sé um 60°C og að eftir að kjötið er út bláber og villisveppi og svo má ekki tekið úr ofninum eða af pönnunni sé gleyma íslenska bóðberginu. það látið hvíla aðeins áður en það er Rauðrófur borið á borð og skorið niður. Rauðrófur passa einstaklega vel með Gott með villibráð villibráð, þá sérstaklega vel með hreinGott er að hafa passandi meðlæti með dýrakjöti, gæs og svartfugli. villibráð sem ýtir undir hið sérstaka Rauðrófusulta villibráðarbragð. Í þessu sambandi er sósan í aðalhlutverki. Ýmsar tegund- 4 stk meðalstórar rauðrófur ir grænmetis og ávaxta passa mjög vel 1 dl rauðrófusafi


Rauðrófumarmelaði 500 gr meðalstórar rauðrófur ½ sítróna, safi og rifinn börkur 1 tsk timian 5 einiber, gróft mulin 3 dl sykur A. Rauðrófurnar eru skrældar og rifnar niður með rifjárni. B. Rauðrófurnar settar í pott með sítrónusafa, sítrónuberki, timian, einiberjum og sykri. Allt soðið í um 20 mín. Marmelaðið er tilbúið þegar það er sæmilega þykkt.

Rauðkál Rauðkál passar einstaklega vel með allri villibráð. Bláber og rauðkál er frábær blanda sem á afar vel við með villibráð en einnig með lambakjöti.

Bláberjarauðkál 6 einiber, gróft mulin 4 negulnaglar ½ kanelstöng, gróft mulin 5 cm engifer, skorinn í þunnar sneiðar 25 gr smjör 1 laukur, fínt saxaður 1 epli, skrælt og grófrifið 1 hvítlauksrif, fínt saxað 2 msk eplaedik (cider vinegar) ½ appelsína. Safinn og börkurinn, fínt rifinn niður með rifjárni Ögn af múskati

1 msk púðursykur 450 gr rauðkál, fínt saxað 150 gr bláber (helst aðalbláber) A. Setjið einiber, negulnagla, kanel og engifer í kryddpoka eða bindið í bleyjugrisju. B. Bræðið smjörið í potti og steikið rauðkálið ásamt lauk, epli og hvítlauk í um 5 mín. eða þar til rauðkálið er orðið mjúkt. Hrærið af og til í pottinum. C. Setjið pokann með kryddinu í pottinn og öll önnur efni í uppskriftinni nema bláberin. Sjóðið rauðkálið við vægan hita í 90 mín. hrærið af og til í pottinum. Ef vantar vökva, bætið þá smá vatni saman við. D. Fjarlægið kryddpokann úr rauðkálinu og hrærið aðalbláberjum saman við það. Hitið rauðkálið upp aftur en það á ekki að sjóða.

Rauðlaukir Laukur á undanteningalaust vel með allri villibráð. Rauðlaukur er sérlega heppilegur með villibráðarkjöti. Hann er ekki mjög sterkur og rétt aðeins sætur.

R a u ð l a u k ss u l t a 4 rauðlaukar, skornir í fína strimla 1 msk smjör 1 tsk sykur 1 ½ dl púrtvín A. Léttsteikið laukinn í smjörinu við vægan hita, hann á ekki að taka lit. Best er að steikja laukinn í potti. B. Bætið sykri og púrtvíni í pottinn og sjóðið þar til að vökvinn er að mestu horfinn.

Rauðlauksmarmelaði Þetta marmelaði er mjög gott með öllum sjófugli og önd. Það hentar einnig mjög vel með reyktu og gröfnu villibráðarkjöti. 3 rauðlaukar, skornir í þunnar sneiðar 2 msk matarolía 3 msk fljótandi hunang 3 msk rauðvínsedik Ögn af salti ½ tsk pipar úr kvörn 1 tsk timian A. Laukurinn er steiktur við vægan hita í olíunni í potti í u.þ.b. 10 mín. B. Hunangi og rauðvínsediki er bætt í pottinn og laukurinn látinn malla þar til að mestur hluti vökvans er horfinn. C. Marmelaðið er kryddað með salti, pipar og timian.

Villibráð

(fæst í heilsuvöruverslunum) ½ dl púrtvín 2 msk smjör Salt og pipar A. Setjið rauðrófurnar í eldfast fat og álpappír yfir. Bakið við 160°C þar til þær eru mjúkar (um 45 mín.) B. Þegar rauðrófurnar eru orðnar kaldar eða volgar eru þær skrældar og settar í matvinnsluvél og maukaðar. C. Blandið rauðrófusafa og púrtvíni saman við. D. Setjið maukið í pott og hitið. Setjið smjör í pottinn. Þegar það er bráðnað er sultan krydduð með salti og pipar og sigtuð í gegn um fínt sigti.

Púrtvín Púrtvín er hreinlega skapað fyrir villibráð. Það er frábært í villibráðarsósur og í ýmsar sultur og marmelaði eins og kemur fram hér í uppskriftunum að framan. Það er því nauðsynlegt fyrir veiðimenn og alla þá er matreiða villibráð að eiga flösku af góðu púrtvíni. Á það skal bent að eftir að búið er að opna púrtvínsflöskuna minnka gæði púrtvínsins talsvert eftir nokkra daga. Þess vegna er tilvalið að kaupa hálfa flösku af púrtvíni. Þá er mikilvægt að hafa það í huga að nota gott púrtvín í matinn. Ef afgangur er eftir í flöskunni að matargerð lokinni er upplagt að drekka það með góðum mygluosti. Það er frábær endir á góðri villibráðarmáltíð.

Mikið úrval af Camo-fatnaði

www.hlad.is

Hlað ehf. · Bíldshöfða 12 · Sími 567 5333

51


Skotfimi

Hvers vegna hitti ég ekki?

Þegar illa gengur í íþróttum kvarta íþróttamennirnir oft yfir því að þeir hafi ekki verið í formi. Oft er þreytu kennt um, veikindum eða að viðkomandi sé að öðru leyti ekki í góðu formi. Þetta þekkja allir veiðimenn, stundum gengur ótrúlega vel, allur fugl sem skotið er á fellur til jarðar. Aðra daga fer allt úrskeiðis. Veiðimaðurinn hittir hreinlega ekki, hvernig sem á því stendur. Getur það verið byssan, skotin eða veiðimaðurinn sjálfur? Vitaskuld er það lykilatriði að haglabyssan passi veiðimanninum, þ.e.a.s. að skefti byss-

52

unnar sé í hæfilegri lengd fyrir veiðimanninn. Reyndir skotíþróttamenn segja reyndar að „þú skjótir með skeftinu en ekki hlaupinu.“ Haglaskot nútímans eru mjög svipuð, sama af hvaða tegund þau eru. Í langflestum tilvikum er ástæðan fyrir því að veiðimaðurinnn hittir ekki fugl á flugi sú að hann gerir einhver mistök, er ekki í góðu dagsformi, hreinlega ekki í stuði.

inni. Horfðu á bráðina og ekki miða. Skyttan þarf að lyfta byssunni í feril hins fljúgandi fugls, einbeita sér að bráðinni, sveifla byssunni í gegn um fuglinn og fram fyrir hann, hleypa af án þess að stoppa sveifluna. Í stuttu máli og mikilvægast af öllu; hafa augun á fuglinum og engu öðru en fuglinum.

Sjónskerpa

Góð sjón og rétt sjón skiptir gríðarlegu máli við veiðar eins og gefur Það á ekki að miða á fugl á flugi að skilja. Sjónskerpa varðar líkamlega heldur beina byssunni að bráð- færni okkar til að beina sjóninni að

Gullna

reglan


2

Ef

leitt er beint á skotmark sem er á

hreyfingu lendir haglasvermurinn fyrir aftan.

hlut í mismunandi fjarlægð við mismunandi skilyrði. Veiðimenn ættu því að láta athuga sjón sína reglulega. Það geta augnlæknar og sjónglerjafræðingar gert. Mörg dæmi eru um að vanir veiðimenn og góðar skyttur hætta á einhvern óskiljanlegan hátt að hitta bráðina. Algeng orsök er að sjón þeirra hefur breyst verulega á stuttum tíma. Ýmsir sjúkdómar hafa áhrif á sjónina, s.s. gláka, sykursýki og starblinda. Brýnt er að nota gleraugu við veiðar til varnar augunum. Þeir veiðimenn sem hins vegar þurfa að nota gleraugu ættu að nota gleraugu með stórum sjónglerjum.

Sjónríki Mikilvægur þáttur við skotveiðar með haglabyssu er sjónríki eða augnríki. Augnríki lýtur að því hvernig augun stýra miðuninni. Til þess að geta hitt bráðina verður veiðimaðurinn að geta beint augunum vel á fugla í fjarlægð. Hjá flestum okkar er annað

Skotfimi

1

alveg ríkjandi. Ýmsir aðrir þættir geta haft áhrif á færni okkar til að hitta fugl á flugi. Þreyta eftir langa vinnutörn fyrir 1 2 framan tölvu getur haft áhrif á sjónina. Sjónríki skiptir því verulegu máli við skotveiðar. Margar rétthentar skyttur með ríkjandi hægra auga verða fyrir því að hitta ekki fugl; t.d. rjúpa fer beint upp og aðeins hægra megin við Ef leitt er fram fyrir skotmarkið lendir miðju. Til þess að takast á við þetta haglasvermurinn á réttum stað. vandamál er því nauðsynlegt að veiðimaðurinn geri sér glögga grein fyrir augað ríkjandi. Hjá flestum fullorðn- því hvort augað er ríkjandi og hvernig um karlmönnum stýrir annað augað hann tekst á við þá staðreynd við veiðmiðuninni. Þeir sem eru rétthent- ar. ir hafa tilhneigingu til að hafa hægra Opnaðu augun augað ríkjandi og flestir örvhentir karlmenn eru með vinstra augað ríkjandi. Meginreglan er sú að skyttan eigi að Auðvelt er að kanna hvort augað er hafa bæði augun opin þegar skotið er á ríkjandi. Bentu fingrinum á punkt á fugl á flugi. Það gefur eiginlega auganokkurra metra færi með bæði augun leið. Tvívíð sjón auðveldar fjarlægðopin. Lokaðu augunum sitt á hvað með armat, mat á hraða og horni og hjálpar fingurinn kyrran á miðinu. Fingurinn skyttunni að öðlast fullan ávinning af mun benda rétt þegar annað augað eðlilegri samhæfingu augna og handa. er opið en rangt þegar hitt augað er Ágæt leið til að sannreyna þetta er að opið. Það auga sem bendir rétt er þitt reyna að grípa bolta með annað augað ríkjandi auga. Mikilvægt er hins vegar lokað. Fyrir þær skyttur sem hafa t.d. að hafa í huga að sjónin breytist með ráðandi hægra auga er um að gera að aldrinum. Algengt er að rétthentir hafa bæði augun opin. Þegar bráðin karlmenn sem hafa sterkt hægra augn- er u.þ.b. að komast í færi er gott ráð ríki byrji að verða fyrir togi frá vinstra að píra augun. Þá er óheppilegt fyrir auganu við fimmtugs- og sextugsaldur. skyttur með ríkjandi auga að vera með Ólíkt körlum, hafa fáar konur þróað byssu með stuttu hlaupi. Byssa með augnríki sem samsvarar því hvernig lengra hlaupi virðist reynast betur. Þá þær eru hentar. Reyndar er það afar er ávallt betra að skeftið sé aðeins of fágætt að konur séu með annað augað hátt heldur en of lágt. Í vissum tilvikum getur lýsandi fíbersigti verið góð lausn fyrir skyttur með ríkjandi auga.

Lokaorð

Ef skotið er á skotmark sem er á hreyfingu (A), leiða á sjálft skotmarkið (B) og leiða

þarf að byrja að leiða fyrir aftan skotmarkið framfyrir skotmarkið og taka í gikkinn

(C)

án

þ e ss a ð s t ö ð v a s v e i f l u n a .

Þessi grein er að nokkru leyti byggð á rannsóknum breska sálfræðingsins Mike Yardlay en hann er einnig félagi í Association of Professional Shooting Instructors. Grein þessi er sú síðasta í bili um skotfimi með haglabyssu og ríkjandi auga. Tvær greinar um sama efni voru birtar í Skotvís blaðinu 2006 og 2007. Þeir sem ekki eiga þessi blöð geta lesið greinarnar á heimasíðu Skotvís, www.skotvis.is þar sem einnig er hægt að kaupa blöðin.

53


Pökkunarvélar

Lofttæmdar umbúðir – betri villibráð að þíða kjöt upp sem geymt er í lofttæmdum umbúðum. Það rennur minni vökvi úr því og það verður því safaríkara og bragðmeira.

Oftar en ekki þurfa veiðimenn að leggja töluvert á sig við að fanga bráðina og koma færandi hendi heim. Það er heilög skylda hvers veiðimanns að nýta bráðina eins vel og hægt er. Nauðsynlegt er að gæta fyllsta hreinlætis við verkun bráðarinnar og pakka henni vel inn áður en hún er sett í frysti.

Kjöt

Mjög gott er að marinera villibráð í lofttæmdum umbúðum. Hér kemur uppskrift af marineringu sem afar gott er að marinera gæsabringur og hreindýrakjöt í. Það sem þarf er:

Frysting Á fyrri tímum var ekki hægt að geyma villibráð öðruvísi en að salta hana, þurrka eða reykja. Þegar frystigeymslur komu til sögunnar var það algjör bylting. Kjötið geymdist mun betur, það var miklu minni hætta á að það skemmdist og það dró verulega úr hættu á matareitrunum. Kjöt sem vel hefur verið pakkað inn og þýtt upp á réttan hátt er nánast sem ferskt kjöt; bragðmikið og safaríkt. Villibráð er einhver hollasti matur sem völ er á. Í flestu villibráðarkjöti eru nánast engin óæskileg aukaefni og það er fitusnautt. Þegar geyma á villibráð í frysti er æskilegt að hún sé geymd við -20°C en gjarnan -26°C. Best er að pakka kjötinu inn í álpappír og setja það svo í plastpoka, reyna svo að tæma sem mest loft úr pokanum, loka honum vel og merkja hvað í honum er. Kjötið á svo að þýða upp eins hægt og unnt er, best er að gera það í ísskáp. Sé gengið svona frá kjötinu geymist það mánuðum saman. Gæsir og endur eiga að geymast í 2 ár, hreindýrakjöt í 3 ár, svartfugl og skarfur í 1 ár, rjúpur í 5 – 6 ár. Ef um svartfugl og skarf er að ræða þarf að reyna að fjarlægja alla sjáanlega fitu af fuglinum. Best er að frysta aðeins bringurnar af skarfinum og pakka rjúpum inn í fiðrinu.

54

o g k r y dd

Lofttæmdar umbúðir

Besta leiðin til að geyma villibráð í frysti er að geyma hana í lofttæmdum umbúðum eða að vacumpakka henni. Hér er átt við þegar kjötið er sett í sérstaka poka og þeir settir í vél sem lofttæmir þá og lokar þeim. Þó svo að kjöt sé geymt í frysti, breytist það. Vatnið í frumum kjötsins þenst út, kjötið þornar á yfirborðinu eða frostbrennur, fitan i kjötinu þornar og þránar aðeins. Þegar kjötið er svo þýtt upp, rennur meira vatn úr því en æskilegt er. Með því að vacumpakka kjötinu eða geyma það í lofttæmdum umbúðum dregur verulega úr þessum vandamálum og kjötið geymist miklu betur í frysti eða allt að 30 – 70% betur, það fer eftir gæðum frystisins og hve oft hann er opnaður. Þá er mun auðveldara

500 gr kjöt ½ dl soyasósa 2 msk fljótandi hunang 1 msk balsamedik ½ msk ósætt sinnep 1 tsk timian Salt og svartur pipar Lögurinn er blandaður saman í skál. Kjötinu er velt upp úr leginum og látið liggja í honum í stofuhita í klukkutíma. Þá er kjötinu vacumpakkað og geymt í ísskáp í 3 sólarhringa. Kjötið er svo tekið úr umbúðunum, borin á það matarolía og sett á grillið


Esjugrund Það er góð fjárfesting fyrir skotveiðimenn að kaupa sér vacumpökkunarvél. Með því geta þeir nýtt villibráðina betur og aukið gæði hennar talsvert með því að geyma hana í lofttæmdum umbúðum. Lítið úrval hefur verið á íslenskum markaði á vélum til að pakka matvælum í loft-

tæmdar umbúðir. Þær vélar sem fram að þessu hafa verið á markaðnum hafa

annað hvort verið of stórar og dýrar, enda ætlaðar matvælafyrirtækjum, eða of litlar og ekki ætlaðar til að pakka inn kjöti sem geyma á til lengri tíma. Fyrirtækið Esjugrund hefur á boðstólum hentugar vacumpökkunarvélar sem henta prýðisvel íslenskum veiðimönnum. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu fyrirtækisins www. esjugrund.is

Pökkunarvélar

eða steikt í smjöri á pönnu eða í ofni, það fer eftir stærð bitanna.

55


www.ellingsen.is

Fjölbreytt úrval skotvopna frá heimsins bestu framleiðendum og allur annar búnaður sem skotveiðimenn þurfa á að halda. Komdu við hjá okkur áður en þú heldur til veiða.

Allt í skotveiðina

Reykjavík • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • Opið mánudag–föstudag 10–18 • Laugardag 10–16 Akureyri • Tryggvabraut 1–3 • Sími 460 3630 • Opið mánudag–föstudag 8–18 • Laugardag 10–16


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.