Haf›u áhrif á framtí› skotvei›a
Kynningarbæklingur SKOTVÍS. Ábyrgðamaður: Arne Sólmundsson. Textagerð: Eflir, almannatengsl, Umbrot: Kraftaverk. Ljósmyndir: Arne Sólmundsson, Einar Guðmann, Pétur Jónsson, Róbert Schmidt (Forsíða).
STEFNA Stefna félagsins miðar að því að skotveiðimenn séu samstíga og axli sjálfir þá ábyrgð að ná sínum markmiðum. Forgangsatriði er að styrkja almannarétt og faglega veiðistjórnun til að tryggja komandi kynslóðum möguleika á því að stunda skotveiðar í íslenskri náttúru. Lykilþáttur í þeirri vegferð er að þekking veiðimanna sé virkjuð og að samvinna sé efld við stjórnvöld, stofnanir, landeigendur og frjáls félagasamtök til að ná sátt um leiðir að sameiginlegum markmiðum.
Stefnan tekur mið af viðhorfum skotveiðimanna í skoðanakönnun júní 2012. Sjá nánar á www.skotvis.is undir leitarstrengnum (móta stefnu skotvís).
STEFNA SKOTVÍS (Skotveiðifélag Íslands) er áhugaverður félagskapur fyrir alla sem stunda skotveiðar í íslenskri náttúru. SKOTVÍS er jafnframt vettvangur fyrir þá sem láta sig varða vistfræði og veiðistjórnun, vilja verja almannarétt og veiðirétt Íslendinga, nýta þekkingu sína og vera áhrifavaldur á framtíð skotveiða í landinu.
B A R ÁTTUMÁL
Almannaréttur Aðgengi að veiðilendum Veiðiréttur Markvissar rannsóknir á vistkerfum veiðidýra Skynsamleg nýting dýrastofna Fagleg veiðistjórnun
Landréttarmál eru smám saman að skýrast hjá óbyggðanefnd þó enn séu þau víða óútkljáð. SKOTVÍS hefur aðkomu að þessum málum þar til nefndin hefur lokið hlutverki sínu. Með skýrara eignarhaldi á landsvæðum snúast veiðiréttarmál og aðgengi að veiðilendum aðallega að svæðum í eigu ríkis og sveitarfélaga, einkum að málefnum sem tengjast veiðum í friðlöndum. Mikilvægir veiðistofnar hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár og mikil umræða hefur skapast um framtíð skotveiða og þátt skotveiðimanna í að tryggja komandi kynslóðum aukna möguleika til að stunda veiðar. Skotveiðimenn búa yfir mikilli þekkingu á lífríki landsins, sem þarf að nýta til að öðlast betri skilning á því hvaða þættir hafa raunveruleg áhrif á ástand stofna. Því munu veiðimenn framtíðarinnar hafa virkari aðkomu að vöktun, rannsóknum og veiðistjórnun. Þetta eru meginverkefni sem skotveiðimenn þurfa að sameinast um næstu árin.
GILDI
Nýting
Þekking Réttindi Skyldur Samvinna
Lífsgæði
Starfsemi SKOTVÍS er byggð á lögum félagsins, gildum og siðareglum og endurspegla viðhorf skotveiðimanna1. Nýting náttúrugæða er mikilvægur hluti af samspili manna og náttúru. Notkun skotvopna er viðurkennd mannúðleg aðferð til að aflífa bráð. Mikilvægar hefðir hafa skapast sem móta veiðimenningu hér á landi og sú þróun mun halda áfram. Stofnar villtra dýra eru ekki óþrjótandi auðlind. Því ber að haga veiðistjórnun með þeim hætti að áhrif veiða hafi ekki neikvæð áhrif á afkomu stofna. Mikilvægt er að greina á milli áhrifa vegna veiða og annarra þátta og þar gegnir þekking á vistkerfi stofna lykilhlutverki. Réttindum fylgja ábyrgð og skyldur. Þeim sem nýta náttúrugæði ber skylda til að ganga um auðlindina af virðingu og auðmýkt. Siðferðisviðmið verða ekki sett í lög. Þeir sem temja sér siðareglur félagsins eru öðrum fyrirmynd og hvatning til ábyrgrar framgöngu. Til að ná árangri er nauðsynlegt að eiga gott og málefnalegt samstarf við stjórnvöld, stofnanir, landeigendur, skotveiðimenn og aðra hópa og einstaklinga sem hafa ólík viðhorf til málanna. Mikilvægt er að finna rétta fleti á viðfangsefnum og vinna út frá sameiginlegum hagsmunum. Það eru forréttindi að geta stundað áhugamál eins og skotveiðar í fallegri náttúru, notið heilbrigðrar áreynslu og útiveru í góðum félagsskap. Því þarf að standa vörð um þau lífsgæði sem felast í hófsömum skotveiðum og meðhöndlun og neyslu villibráðar. Samkvæmt könnun sem gerð var meðal skotveiðimanna júní 2012
1
SI‹AREGLUR
Skotveiðimaður stundar veiði á villibráð sér til ánægju og heilsubótar. Hann virðir landslög og vegna byssunnar ber hann sérstaka ábyrgð gagnvart samborgurum sínum og lífríki landsins í heild. Þess vegna temur hann sér eftirfarandi reglur:
Eykur stöðugt þekkingu sína á skotveiðum, æfir skotfimi og gætir fyllsta öryggis við meðferð skotvopna Veldur aldrei veiðibráð sinni óþarfa kvölum og fer vel með bráðina Telur fjölda veiddra dýra hvorki mælikvarða á góðan veiðimann né vel heppnaðan veiðidag
Færir veiðidagbækur og tekur virkan þátt í verndun veiðistofna Er agaður, sýnir almenningi tillitssemi og gengur vel um landið Virðir rétt landeigenda og stendur vörð um eigin rétt Er góður veiðifélagi sem sýnir öðrum háttvísi
ÁRANGUR
Á fyrstu árum félagsins einkenndist starfið af því að vekja umræðu um almannarétt, veiðirétt og fræðslu þar að lútandi. Þolinmæði var þörf því að góðir hlutir gerast hægt og ávöxtur mikillar vinnu lítur oft ekki dagsins ljós fyrr en löngu síðar. Þannig tók það á annan áratug að leiða sum af baráttumálum SKOTVÍS til lykta, s.s. villidýralögin og aðgengi almennings að hreindýraveiðum. Hér gildir því vinnusemi rjúpnaskyttunnar, þolinmæði refaskyttunnar, útsjónarsemi gæsaskyttunnar og úthald hreindýraskyttunnar. Örfá dæmi um það sem áunnist hefur frá stofnun félagsins 1978: • Virk þjóðfélagsumræða, fræðsluerindi, ráðstefnur og málstofur. • Villidýralög (1994), veiðikortasjóður (1995) og afnám vörugjalds á skotvopn og skotfæri (1998). • Hreindýraveiðar aðgengilegar almenningi (1999). • Fulltrúi í nefndum ráðuneyta, stofnanna og fastafulltrúi í ráðgjafa nefnd veiðikortasjóðs (2010). • Skilvirk upplýsingamiðlun í gegnum vefmiðla, fræðsla til veiðimanna og tímaritið SKOTVÍS, fagrit um skotveiðar (1995). • Nýjungar í útfærslu á veiðistjórnun í stað veiðibanns, sölubann á rjúpu (2005). • Skotvopnanámskeið (1990), skotpróf vegna hreindýraveiða (2012) og evrópskt skotvopnaleyfi (2008).
MARKRMI‹
SKOTVÍS stuðlar að bættri umgjörð fyrir skotveiðimenn á landsvísu til að fylgja fast eftir mikilvægum hagsmunamálum. Dæmi um markmið sem SKOTVÍS mun vinna að: Lög, reglur og stjórnsýsla • Endurskoðuð veiðilöggjöf og uppbygging faglegrar veiðistjórnunar. • Endurskoðun á hlutverki ráðuneytis, NÍ, UST, SKOTVÍS og annarra málsaðila í málefnum veiðistjórnunar. • Endurskoðun á tilgangi og fjármögnun Veiðikortasjóðs, leggja áherslu á hlutverk hans til rannsókna sem útskýra áhrif og vægi veiða og að vöktun sé fjármögnuð af ríkissjóði. • Tryggt aðgengi og veiðiréttur almennings að löndum ríkis og sveitar félaga. Rannsóknir og úttektir • Vönduð úttekt á möguleikum á aukinni útbreiðslu hreindýra og forsendum til heimilda á fjölgun veiðitegunda. • Endurskoðun á friðlýsingum með tilliti til veiða. • Gerð og eftirfylgni langtíma rannsóknaráætlunar fyrir vistkerfi rjúpu og annarra veiðitegunda sem miðar að því að útskýra raunveruleg
áhrif og vægi veiða í samanburði við aðra þætti, t.d. með fjölstofnarannsóknum. • Áætlun um verndun búsvæða helstu veiðitegunda. • Markvissari veiðistýring á refastofninum og áætlun um útrýmingu minks úr lífríki Íslands. Nýting þekkingar veiðimanna • Uppbygging fagráða og svæðisráða félagsins um allt land. • Aukin þátttaka skotveiðimanna í verkefnum á vegum félagsins og samstarf við fræðimenn.
„Þá er veiðidagur góður þegar hóflega er veitt, með talsverðri líkamlegri áreynslu, vakandi náttúruskyni og sært dýr liggur ekki eftir að kveldi“ (Stefán Jónsson, alþingismaður, rithöfundur, útvarpsmaður og veiðimaður 1923 - 1990)
Nýttu þér vettvang SKOTVÍS og hafðu áhrif á framtíð skotveiða! Nánari upplýsingar er að finna á vef félagsins: www.skotvis.is.
Skotveiðifélag Íslands • Eirhöfða 11 • 110 Reykjavík • stjorn@skotvis.is