Meðal efnis: FH er eina liðið Samheldni FH er stórveldi Mafían
TITILL ER KRAFAN
Leitið ekki langt yfir skammt
GT Agressor 26”
Frábært hjól úr áli. 21. gíra Shimano. Litir: svart/rautt eða grátt/blátt. Stærðir: S, M, L og XL. Aldur ca. 12-99 ára.
Verð: 49.900-
Schwinn 12”
Flott reiðhjól úr áli fyrir ca. 2-4 ára með hjálparadekkjum, brettum og fl.
Schwinn Aeorostar 20”
Vönduð 20” hjól með öllu. Fyrir ca. 6-8 ára.
Verð: 26.900- (blátt hjól) Verð: 28.900- (rautt hjól)
Verð: 19.900-
Skoðið úrvalið á www.hjolasprettur.is eða komið í verslun okkar að Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði.
Íþróttavörur
Leikföng
Gleðilegt fótboltasumar...
A R T EX Fótboltamyndir EXTRA kr. 220Fótboltamappa EXTRA kr. 2.190-
Fótboltaskór frá kr. 4.990-
Fótboltar frá kr. 900-
3
Samheldni vilja og dugnaði ásamt ást okkar á félaginu komum við sterk út úr hverri þraut. Árangur okkar FH-inga er fyrir löngu þekktur og viðurkenndur. Það er sama hvar borið er niður, drengir og stúlkur sem spila með yngri flokkum félagsins eru í fremstu röð hvar sem þau keppa og það sem ekki er minna um vert, framkoma þeirra og hegðun er hvarvetna til fyrirmyndar. Markviss uppbygging er að skila sér og er gaman að benda á að í síðari
FH-ingar! Nú er Íslandsmótið, Pepsi-deildin að hefjast og okkur er spáð velgengni. Vissulega er bjart framundan hjá okkur en það er ekki neinn leikur unnin fyrirfram, við verðum að hafa fyrir því að vinna leiki. Það sem hefur einkennt okkar lið og okkar stuðningsmenn er gleði og á því eigum við að byggja. Mætum á völlinn í sumar og sýnum að það er ekki einungis keppnisfólkið okkar sem er í fremstu röð, við eigum einnig stuðningsmenn sem eiga sér enga líka.
Bls. 5
Titill er krafan
Bls. 6
FH er stórveldi
Bls. 9
Lítum vel út
Bls. 10
Ekkert annað lið
Bls. 15
Mafían
Bls. 17
100% tilbúnir
Mætum á völlinn og styðjum okkar menn. Áfram FH! Jón Rúnar Halldórsson Form. Knattspyrnudeildar FH.
hálfleik FH-KR í Meistarakeppni KSÍ voru allir leikmenn FH-liðsins uppaldir FH-ingar.
Umsjón og ábyrgð: Útgefandi: Media Group ehf Umsjón: Guðmundur M. Ingvarsson Róbert Jóhannsson Próförk: Erling Ó. Aðalsteinsson Ljósmyndun: Media Group ehf Hafliði Breiðfjörð Steinn Vignir Umbrot: Media Group ehf Prentun: Prentheimar ehf Blaðið er unnið í samstarfi við knattspyrnudeild FH
135 / Bæjarhraun
410 4000 | landsbankinn.is
Jóhanna ólst upp í stjörnunni en styður krakkana sína í FH. Hún og 12 aðrir taka vel á móti þér í Bæjarhrauni. • Við leggjum okkur fram um að veita þér persónulega þjónustu. • Við förum yfir kjörin sem þér bjóðast og svörum spurningum þínum. • Við veitum einstaklingum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja fjármálin.
Komdu við í útibúinu að Bæjarhraun 16, Hafnarfirði eða hringdu í okkur í síma 410 4000.
ENNEMM / SÍA / NM37940
Ágætu FH-ingar! Sumarið er komið og því fylgir upphaf knattspyrnuvertíðar. Þó svo að hin venjulegi skilningur á knattspyrnutímabili sé sumarmánuðirnir er ljóst að raunin er önnur. Nú er knattspyrna æfð allt árið og ýmsar keppnir í gangi yfir vetrarmánuðina. Við FHingar höfum nýlega landað tveimur titlum, annars vegar deildarbikarinn sem keppt hefur verið um í vetur og hins vegar Meistarakeppnisbikarinn sem keppt er um á hverju vori. Þessi vetur sem nú er ný liðinn hefur að mörgu leiti verið okkur erfiður. Breytingar sem orðið hafa á hinu efnahagslega umhverfi hafa sett mark sitt á reksturinn og hafa þeir aðilar sem fara með stjórn deildarinnar þurft að taka á mörgum erfiðum málum. Einnig höfum við þurft að glíma við gamlan vin, aðstöðuleysið sem fylgir byggingaframkvæmdunum sem dregist hafa á langinn langt úr hófi fram. Það er ljóst að á marga hefur reynt ekki síst okkar yngri iðkendur og foreldra þeirra. En það er gömul saga og ný hjá okkur FH-ingum að með samheldni,
Meðal efnis:
5
Titill er krafan Nýr þjálfari tók við stjórnartaumunum hjá FH á síðustu leiktíð en það væri ofsögum sagt að þar væri nýtt andlit á ferðinni í Kaplakrika. Heimir Guðjónsson hefur verið viðloðandi FH síðan árið 2000, fyrstu sex árin sem leikmaður, tvö þau næstu sem aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar og svo tók hann við því góða búi sem Ólafur skildi eftir. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum á eftirminnilegan hátt á sinni fyrstu leiktíð sem þjálfari, eitthvað sem hvern einasta þjálfara dreymir líklega um. „Við byrjuðum vel á síðasta tímabili en svo fórum við að dala aðeins. Um miðbik tímabilsins náðum við okkur aftur á strik og spilum mjög vel í síðustu leikjunum og náðum að klára mótið með frábærum leikjum gegn Keflavík, Breiðablik og Fylki,“ sagði Heimir þegar hann gerði upp síðasta tímabil við FH-blaðið. „Við sýndum mikinn karakter og mikla samstöðu þarna í restina og vinnum þennan titil verðskuldað fannst mér. Við stóðum okkur líka vel í Evrópukeppninni og fengum leiki gegn Aston Villa í annarri umferðinni þar sem við áttum ágætis leiki, sérstaklega útileikinn þar sem við gerðum jafntefli á Villa Park. Þannig að síðasta tímabil var bara mjög jákvætt, við kláruðum þennan Íslandsmeistaratitil, þann fjórða á fimm árum, sem var vel af sér vikið hjá öllum sem standa að klúbbnum.“
Framarlega í unglingastarfi
FH-liðið býr svo vel að halda nánast öllum hópnum sínum frá síðasta tímabili sem hlýtur að auðvelda starf Heimis þegar kemur að því að þjappa leikmönnum saman. „Engin spurning, það er mjög samrýmdur hópur hérna, margir reyndir leikmenn sem kunna að vinna í bland við yngri leikmenn sem eru að koma upp. Það skiptir öllu máli fyrir FH að halda þessum reyndu leikmönnum, þeim sem hafa verið lengi hjá klúbbnum og unnið titla, auðvitað skiptir það miklu máli. Svo er það líka mjög gott að það urðu ekki miklar breytingar á hópnum, við misstum tvo leikmenn fyrir sumarið og svo misstum við auðvitað tvíburana um mitt síðasta
sumar en í staðinn höfum við fengið aðeins einn leikmann, norska sóknarmanninn Alexander Söderlund, sem við bindum miklar vonir við. En við höfum líka unga stráka sem eru núna árinu eldri og ég vona að þeir séu tilbúnir. Það er mjög mikilvægt að vera með góða blöndu af leikmönnum, hafa þessa eldri og reyndari til þess að hjálpa þessum yngri að stíga sín fyrstu skref. Við erum mjög ánægðir með liðið okkar, engin spurning.“ Unglingastarf FH hefur verið öflugt og hafa ný nöfn sést á leikskýrslum síðustu ár sem hafa náð að stimpla sig inn í liðið. Ungu leikmennirnir stóðu sig mjög vel í mótum vetrarins og hrósar Heimir uppbyggingarstarfinu á Kaplakrika í hástert. „Þeir hafa staðið sig vel og stóri parturinn að því er auðvitað sú akademíuþjálfun sem við höfum haft hérna. Guðlaugur Baldursson og Ingvar Jónsson hafa séð um hana og svo hef ég verið með séræfingar fyrir þessa allra efnilegustu sem ég sé sem framtíðarleikmenn í klúbbnum. Bæði Ingvar Jónsson og Orri Þórðarson spila sama leikkerfi með sína flokka, 4-3-3, þannig að þegar strákarnir koma upp í meistaraflokkinn eru þeir búnir að skóla þá til þannig að strákarnir vita vel hvað þeir eiga að gera þegar þeir koma upp. Ég held að FH sé mjög framarlega í þessu unglingastarfi, hérna er mjög vel hugsað um ungu leikmennina, góðir þjálfarar og ágætis umgjörð í kringum þetta. Í því umhverfi sem við erum í dag er erfiðara að kaupa leikmenn þannig að það sakar ekki að hafa öflugt starf í að búa til góða leikmenn.“
Ekki meiri pressa
Eftir slæm úrslit í fyrsta leik tekur nú fyrsti heimaleikurinn við þar sem ekkert annað en sigur er inni í myndinni, eins og alltaf. „Auðvitað er alltaf gott að komast á heimavöll en það er erfiður leikur gegn gríðarlega sterku og vel skipulögðu Fram-liði sem náði frábærum árangri í fyrra, besti árangur sem þeir hafa náð í langan tíma, þannig að það er ljóst að það verður erfiður leikur. Í ljósi þess að við töpuðum í Keflavík þá mætum við auðvitað einbeittir í þennan leik og ætlum okkur að sjálfsögðu sigur eins og FH gerir í hverjum einasta leik, hvort sem það er á heimavelli eða útivelli.“ Heimir telur Keflvíkinga vel geta gert atlögu að titlinum í ár líkt og í fyrra en spáir líka Val og KR í toppbaráttunni. „Ég held
að þetta verði þessi lið sem er búið að spá góðu gengi, Valur, KR og Keflavík og svo gæti eitthvað lið komið á óvart eins og gerist alltaf. Ég hef enga trú á því að þetta verði tví- eða þrískipt deild eins og menn hafa verið að tala um, ég held að þetta verði mjög jöfn deild, liðin eru búin að vera að styrkja sig mikið og eiga eftir að gera það þangað til leikmannaglugginn lokar 15. maí.“ „Það er alveg jafn mikil pressa á mér og í fyrra held ég,“ sagði Heimir aðspurður um pressuna sem fylgir því að vera þjálfari Íslandsmeistaranna. „Það er einfaldlega gerð sú krafa hjá FH að félagið sé alltaf í toppbaráttunni og það er sú krafa sem við þjálfarateymið, leikmennirnir, stjórnin og þessir frábæru stuðningsmenn setja á okkur. Markmiðin hjá FH eru klár, við förum í öll mót til að sigra þau, ég þarf ekki að halda neinn hálftíma markmiðsfund til þess að teikna það upp fyrir leikmenn. Þeir vita alveg hver markmiðin eru. Þess vegna held ég að það sé ekkert meiri pressa á mér núna en á síðasta tímabili, ég allavega finn það ekki.“ Þar hafið þið það. Heimir tók eins og áður segir við góðu búi af Ólafi Jóhannessyni en hann hefur reynt að koma með eigin áherslur inn á æfingasvæðið sem skila sér svo út á völlinn.„Þegar ég tók við þá auðvitað hafði ég ákveðnar hugmyndir um hvernig liðið ætti að spila og hvernig væri hentugast að æfa. Ég breytti ýmsu æfingalega séð en þegar þú tekur við liði sem er búið að vinna þrjá meistaratitla og er búið að spila sama leikkerfi í tíu ár, leikkerfi sem ég er hrifinn af sjálfur, þá þarftu ekki að breyta miklu.“
7
FH er stórveldi Ágætu FH-ingar! Undirbúningur og Pepsi-deildin: Íslandsmeistarar FH leika sinn fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni 14. maí gegn liðinu sem hafnaði í 3. sæti Íslandsmótsins 2008 eða Fram. Undirbúningstímabilið hefur gengið mjög vel þar sem meistaralið FH hefur landað tveimur titlum, fyrst deildarbikarnum eftir sigur á Breiðabliki í úrslitaleik, 3–0, og síðan sigur gegn KR, 3-1, í úrslitaleik í Meistarakeppni KSÍ. Árangur síðustu 5 ára: Auðvitað er stefnan sett á að verja Íslandsmeistaratitilinn í sumar, ekkert annað kemur til greina. Liðið samanstendur af stórum og góðum leikmannahópi sem myndar frábæra liðsheild. Á síðustu fimm árum hefur velgengni FH verið mikil á knattspyrnuvellinum, fjórir Íslandsmeistaratitlar í meistaraflokki karla 2004, 2005, 2006 og 2008 og einn bikarmeistaratitill 2007. Deildarbikarmeistarar 2004, 2006, 2007 og 2009. Meistarar - meistaranna 2005, 2007 og 2009. Meistaraflokkur kvenna er á mikilli uppleið og er stefnan sett á að koma liðinu í efstu deild innan tveggja ára. Yngri flokkar FH hafa á síðustu 5 árum verið mjög sigursælir þar sem m.a. 5. flokkur karla urðu Íslandsmeistarar 2004, 2005 og 2007, 4. flokkur karla Íslandsmeistari 2006, 4. flokkur kvenna Íslandsmeistari 2007, 3. flokkur karla bikarmeistarar 2007 og Íslandsmeistarar 2008, 2. flokkur karla Íslandsmeistari 2006 og bikarmeistarar 2005, 2006 og 2008. Þjálfarar yngri flokka KDFH í drengja og stúlknaflokkum eru allir að vinna frábær störf eins og sést best af góðum árangri. Hlutur stuðningsmanna: Hlutur stuðningsmanna FH er mikill og oft er talað um hann sem 12. manninn í liðinu og fyrir lið eins og FH er það mjög dýrmætt að eiga slíka stuðningsmenn, og er FH-mafían þar fremst í flokki með mjög öflugan stuðning sem smitar út til leikmanna. Ég vil nefna þá ágætu félaga Halla, Heiðar og Vidda sem skipa hina frábæru hljómsveit FH mafíuna og hafa gefið út á síðustu árum frumsamið FH lag á hverju ári, eins og Hafnarfjarðarmafían 2004, Risinn er vaknaður 2005, Fimleikafélag Hafnarfjarðar 2006, Hjörtun slá fyrir FH 2007, Tólfti maðurinn 2008 og nýja FH lagið 2009 FH fyrir alla.
Þeirra stuðningur er alveg ómetanlegur og eflir allt okkar félagsstarf. Samstarf deilda innan FH og þjálfarar KDFH: Það er mjög gott samstarf á milli deilda innan FH sem gerir það að verkum að samstaðan er mikil í félaginu. Ég vil þakka öllum þeim aðilum sem koma að starfi hjá KDFH, þeirra starf er ómetanlegt. Það er alveg ljóst að KDFH býr að mjög góðum þjálfurum þar sem Heimir Guðjónsson leiðir meistaraflokk karla ásamt aðstoðarþjálfara Jörundi Áka Sveinssyni og markmannsþjálfaranum knáa Eiríki Þorvarðarsyni. Í meistaraflokk kvenna er aðalþjálfari Jón Þór Brandsson og aðstoðarþjálfari Arna Steinsen. Styrktaraðilar og áhrif bankakreppunnar: Auðvitað er það svo að þær miklu breytingar á fjárhagslegu landslagi í kjölfars bankahrunsins hefur haft mikil áhrif á rekstur deildarinnar. Það skiptir mjög miklu máli til að halda úti góðu liði að vera með öflug fyrirtæki sem styrkja rekstur deildarinnar, og hefur KDFH verið svo lánsöm gegnum árin að eiga mjög öfluga styrktaraðila sem styrkja deildina og þá sérstaklega aðalstyrktaraðila Knattspyrnudeildar FH, Actavis. Ég vil þakka öllum okkar ágætu styrktaraðilum fyrir frábæran stuðning sem er ómetanlegur. Evrópukeppni: Íslandsmeistarar FH leika í forkeppni meistaradeildar í sumar og gerum við okkur miklar vonir um að komast jafnvel enn lengra heldur enn þekkst hefur hjá íslenskum félögum hingað til. Evrópuleikir FH í fyrra sumar gegn stórliði Aston Villa er sem draumur þar sem frábær árangur náðist á Villa Park með jafntefli 1 – 1.
FH hefur leikið 30 Evrópuleiki þar sem árangurinn er alveg frábær eða 9 sigurleikir, 9 jafntefli og 12 tapleikir. Ég vil að lokum hvetja fólk til að vera duglegt að mæta a völlinn í sumar og láta í sér heyra því að það er ómetanlegt fyrir FH-liðið að hafa kröftuga stuðningsmenn í stúkunni til að hvetja liðið okkar til sigurs. Áfram FH Pétur Ó. Stephensen, Framkvæmdastjóri KDFH
Við prentum á allar pappírsgerðir... ...eða svo gott sem :-) Prentheimar er nýtt og öflugt fyrirtæki að Hvaleyrarbraut 39 Hafnarfirði. Við bjóðum upp á alhliða prentþjónustu á hagstæðum kjörum, með gæði og þínar þarfir í huga.
PRENT
HEIMAR
5 789 100 • www.prentheimar.is
9
Lítum mjög vel út Eins og svo oft áður bættist nýtt að gera mitt besta þannig að ég finn ekkert fyrir neinni pressu, nafn reglulega við leikskýrslur það er bara að hafa gaman að FH á síðasta tímabili sem rekið þessu.“ hafði á fjörur meistaraflokks úr unglingastarfi félagsins. Eitt Ætlum okkur titilinn Hópurinn hjá FH hefur lítið þeirra var nafn Hjartar Loga breyst síðustu ár og telur Hjörtur það leika stóran þátt í Valgarðssonar. „Það var auðvitað bara draumur,“ sagði Hjörtur um það að verða meistari á sínu fyrsta tímabili sem fastur leikmaður í byrjunarliði. „Ég er svona árinu og reynslunni ríkari, það var mjög mikilvæg reynsla að fá að spila svona mikið í fyrra og það á vonandi eftir að nýtast mér vel núna,“ sagði Hjörtur Logi hógvær við FH-blaðið þegar hann ræddi við það í Kaplakrika nokkrum klukkutímum fyrir fyrsta leik sumarsins. „Maður hafði verið þarna í tvö ár á undan og fengið að kynnast þessu aðeins en það var alveg frábært að fá að vera svona stór partur af liðinu, mikil reynsla og mjög gaman bara. Ég held að ég sé miklu betur undirbúinn núna og veit miklu betur um hvað þetta snýst.“ Eftir svo frábæran árangur á fyrsta tímabili lék spyrli forvitni á að vita hvort Hjörtur fyndi ekki fyrir meiri pressu fyrir þetta tímabil. „Ég finn ekkert fyrir því, ég set alltaf pressu á sjálfan mig og fer á völlinn til
velgengni félagsins undanfarið. „Við þekkjum allir hvern annan mjög vel og það skemmir alls ekki fyrir. Flestir í liðinu eru búnir að vera hérna í mörg ár og það skiptir bara miklu máli. Við erum mjög samheldnir og það er bara gott,“ sagði hann og bætti því við að eldri leikmennirnir væru duglegir við að vera þeim yngri innan handar. „Þeir eru frábærir þessir eldri gaurar, þeir eru mikið að hjálpa manni og tala við mann. Tryggvi Guðmunds hefur mikið verið að hjálpa mér, er góður félagi eins og þeir allir.“ Hjörtur Logi fékk fyrst séns í meistaraflokki þegar FH var undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en stóra „breikið“ kom undir stjórn Heimis. Hann segist þó ekki finna fyrir neitt svakalegum breytingum hvað áherslur varðar hjá liðinu. „Nei ekkert svo, FH er að spila svipaðan bolta og síðustu ár, sama leikkerfi og svona þannig að
það er ekki mikill áherslumunur. Eftir að Heimir kom hingað hefur hann bætt aukaæfingum við hjá okkur, hádegisæfingar þar sem er verið að fara yfir tæknilegu hliðina og svoleiðis, við ungu strákarnir höfum verið að nýta okkur það.“ Hjörtur telur samkeppnina í sumar geta orðið nokkuð harða. „Við lítum mjög vel út eins og er en við þurfum auðvitað að vinna fyrir þessu í sumar, ég hef góða trú á þessu. Þessi sömu lið og hefur alltaf verið talað um, Valur og KR. Valur er reyndar spurningamerki en KR-ingar líta ágætlega út eins og er,“ sagði hann en markmiðið hjá FH er það sama og síðustu ár: „Við ætlum okkur bara titilinn aftur, förum ekkert leynt með það.“
10
Gæti ekki spilað fyri Davíð Þór Viðarsson tók við fyrirliðabandinu af Daða Lárussyni þegar Daði meiddist á síðustu leiktíð og hefur ekki látið það af hendi. Davíð var fyrirliði allan sinn feril í yngri flokkum félagsins og fagnar aukinni ábyrgð. Davíð eins og lið FH kemur mjög vel undan vetri enda gekk undir búningstímabilið mjög vel. „Ég er í fínu formi og búinn að æfa vel. Þetta hefur gengið nokkuð vel. Við höfum u n n i ð eiginlega alla leiki og það hefur verið fínn
stígandi í liðinu og við erum tilbúnir. Við lentum í smá meiðslum á móti Fylki. Tommy, Freyr og Alexander meiddust lítillega en Dennis Siim meiddist aðeins meira og verður frá fram í júní held ég. Það fór betur en á horfðist með hann. Við eigum því ekki í alvarlegum meiðsla vandræðum,“ sagði Davíð.
„Stefnan okkar eins og alltaf er að vinna titil. Það er líka pressa sem við setjum á okkur sjálfir. Við ætlum að vera á toppnum og vinna þennan titil aftur. Það verður ekki létt verk því það er fullt af fínum liðum í deildinni þó mörg þeirra séu að spila niður
væntingarnar sínar. Það er væntanlega taktík hjá þeim en mér finnst algjör óþarfi að fara í feluleik með það að við ætlum að reyna að vinna mótið. Ef þú ert með gott lið og góðan mannskap þá hlýtur það að vera stefnan hjá liðunum.“ Allir helstu sérfræðingar og forráðamenn annarra liða spá FH sigri á Íslandsmeistaramótinu annað árið í röð. FH vann alla þá titla sem í boði voru á undirbúningstímabilinu og minnir staða liðsins í upphafi móts óneitanlega á stöðu Vals í upphafi þess síðasta. „Við ætlum okkur að byrja mótið mjög vel og það sem Valur lenti í í fyrra var að þeir voru orðnir þreyttir þegar mótið byrjaði. Það var mikið álag á þeim. Þeim gekk vel og umtalið var mikið. Við verðum að passa okkur á því að lenda ekki í því. Við höfum dreift álaginu ágætlega upp á síðkastið og svo lengi sem hausinn á mönnum er í lagi og menn átti sig á því að við erum ekki búnir að vinna neitt þó gengið hafi verið gott og okkur spáð góðu gengi þá verður þetta í fínu lagi og við eigum eftir að gera góða hluti,“ sagði Davíð.
Fagmannlegt félag
Davíð Þór hefur verið leikmaður FH síðustu fimm árin eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku frá Noregi þar sem hann lék í rúm tvö ár. Davíð hefur fagnað fjórum Íslandsmeistaratitlum og bikarmeistaratitli síðan hann kom heim aftur og því lá beinast við að fá hann til að bera núverandi leikmannahóp FH saman við hópa fyrri ára. „Þessi hópur í ár er sá hópur sem kemst næst því að vera eins góður og hópurinn 2005 þegar við vorum með mjög gott lið. Þetta er mjög góð blanda. Við erum með fullt af ungum strákum sem hafa staðið sig mjög vel á undirbúningstímabilinu og svo erum við með menn eru hættir að vera efnilegir og orðnir góðir eins og Matthías Vilhjálmsson, Hjörtur Logi og fleiri. Þó við höfum misst fleiri leikmenn en við fengum þá held ég
11
ir annað lið á Íslandi að við séum með breiðari hóp en í fyrra og séum betur búnir undir að takast á við þessi fjölmörgu verkefni sem við erum vonandi að fara í í sumar,“ sagði Davíð Þór. „Ég myndi aldrei geta spilað fyrir annað félag en FH hérna á Íslandi,“ sagði Davíð áður en hann svaraði spurningunni um hvað væri breytt hjá FH nú miðað við það þegar hann kom heim frá Noregi sumarið 2004. „Mér finnst þetta alltaf vera fagmannlegra og fagmannlegra hjá FH. Það er alltaf hugsað betur og betur um mann, ekki að það hafi verið hugsað illa um mann þegar ég kom fyrst en þetta verður alltaf fagmannlegra sem er frábært. Önnur breyting er að ég hafði aldrei unnið titil fyrr en 2004 og eftir það höfum við unnið titil á hverju ári. Þegar við misstum að Íslandsmeistaratitlinum þá unnum við bikarinn í staðinn. Þetta er orðinn stór klúbbur sem er mjög jákvætt.“ „Helsta breytingin á íslenska boltanum er fjölgun liða í deildinni. Það gerði deildinni mjög gott. Það sást í fyrra hvað það voru skoruð mörg mörk og margir skemmtilegri leikir. Einnig fengu fullt af ungum strákum tækifæri í mörgum liðum og voru að spila vel. Nú fá ennþá fleiri strákar tækifæri þar sem það er til minna af peningum en síðustu ár og því færri útlendingar í deildinni. Það er helsta breytingin. Maður tekur ekki mikið eftir því hvort boltinn sé betri þegar maður er að spila en það er einhver framför,“ sagði fyrirliðinn.
Margt líkt með ólíkum
Davíð hefur leikið undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og Heimis Guðjónssonar hjá FH og fagnað titlum undir stjórn þeirra beggja. Hann segir mjög margt vera líkt með þeim þó þeir séu ólíkir. „Þeir eru frekar ólíkir eins og
þeir eru báðir góðir. Sýn þeirra á fótbolta en samt nokkuð lík. Þeir vilja báðir spila góðan fótbolta, halda boltanum innan liðsins og nota kantana mikið. Heimir er aðeins ákafari enda yngri og nýbyrjaður í þessu. Þeir eru ólíkir en samt líkir. Þeir eru báðir rólegir og öskra ekki mikið né æsa sig nema þegar við virkilega þurfum á því að halda. Helsti munurinn er að Óli er meira gamaldags en Heimir er meira af nýja skólanum en Heimir lærði mikið af Óla bæði sem leikmaður og sem aðstoðarþjálfari og hefur tekið það með sér og þá reynslu sem hann hefur fengið annarsstaðar. Það hefur gengið vel eftir að hann tók við eins og hjá Óla. Heimir er frábær í að þjálfa og kenna ungu strákunum. Hann er með aukaæfingar sem skila sér verulega. Maður hefur séð þvílíkar framfarir síðan í nóvember hjá þessum strákum.“ „Heimi tekst vel að halda mönnum á tánum á æfingum. Það er fínt tempó á þeim og það er vel tekist á. Menn komast ekki upp með neitt kjaftæði og menn átta sig líka á því núna að við erum með þetta mikla breidd og menn verða að vera á tánum og geta eitthvað á æfingum ef menn ætla að halda sér í liðinu. Það var einhver snillingur sem sagði að þú spilar í leikjum eins og þú stendur þig á æfingum og það er nokkuð til í því. Ef maður nennir ekki að hreyfa sig á æfingum er maður ekki í neitt sérstöku standi þegar það kemur að leikjum,“ sagði Davíð.
Fyrirliðinn
„Það er mjög gaman að vera sýndur sá heiður að taka við fyrirliðabandinu þegar Daði meiddist í fyrra. Svo stóð Gunnar sig það vel að Daði komst ekki í liðið aftur og ég kláraði tímabilið sem fyrirliði. Það var mjög gaman að fá þessa ábyrgð. Ég er samt nokkuð vanur
því. Ég var alltaf fyrirliði í yngri flokkunum og í yngri landsliðunum líka. Þetta er þannig séð ekki nýtt fyrir mér en þetta er skemmtileg viðbót. Það er mikill heiður að leiða liðið út á Kaplakrikavöll og það var frábært að taka við titlinum síðasta haust og maður á aldrei eftir að gleyma því. Þetta er krefjandi og skemmtilegt. Það er meiri ábyrgð sem fylgir þessu og maður þarf að hafa aðeins meiri áhyggjur en það er bara skemmtilegt,“ sagði Davíð Þór sem segist ekki geta hugsað sér að yfirgefa FH nema eitthvað verulega bitastætt standi til boða. „Það hefur alltaf verið eitthvað eftir hvert tímabil. Ég hef farið út að skoða aðstæður en það hefur annað hvort ekkert orðið úr því eða það sem hefur verið í boði hefur ekki verið nógu spennandi. Ég er alveg opinn fyrir því ennþá að fara út en eins og ég hef oft sagt áður þá tekur því ekki að fara út bara til að fara út. Ég er búinn að prófa það og það var fínt en það þarf að vera eitthvað sem manni líst virkilega vel á og allt í kringum það þarf að vera spennandi. Það þarf ekki að vera lið á Englandi en það þarf að vera þannig að þetta sé fínt skref og ég geti spilað og haft það fínt. Ég nenni ekki að fara út til að vera á bekknum. Ég hef prófað það og það er ekkert sérstakt.“ „Þetta verður fínt sumar. Ég ætla að hvetja FH-inga til að mæta á völlinn og láta heyra í sér. Þegar þessi glæsilega stúka með þakinu verður loksins tilbúin þá verður ennþá skemmtilegra að mæta á völlinn. Þá heyrst betur í manni. Þegar þetta verður tilbúið þá verður Kaplakrikavöllur langflottasti völlurinn á landinu og ætti að geta orðið algjör gryfja og er vonandi að sem flestir FH-ingar og aðrir Hafnfirðingar skemmti sér. Við ætlum að reyna að skemmta þeim,“ sagði Davíð að lokum.
13
Berst fyrir sínu Freyr Bjarnason hefur verið fastamaður í liði FH undanfarin átta ár og hefur líklega aldrei þurft að hafa eins mikið fyrir því að vinna sé sæti í byrjunarliði FH og nú. Freyr meiddist í undanúrslitum deildarbikarsins en verður klár í slaginn í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Fram. „Ég er fínn fyrir utan að ég meiddist á móti Fylki í undanúrslitunum. Ég er allur að koma til og verð vonandi klár í byrjun móts. Annar er ég í fínu formi og búinn að æfa mjög vel í vetur eins og allt liðið. Það hefur gengið mjög vel í vetur. Við æfðum allir meira en nokkru sinni áður. Við vitum að tímabilið verður erfitt og við vitum að til að halda titlinum og standa okkur vel í Evrópukeppni þá þyrftum við að æfa meira en áður og við gerðum það. Það á vonandi eftir að skila sér. Æfingaferðin til Portúgals í apríl hjálpaði líka mikið. Hún þjappaði okkur saman.“ „Undirbúningstímabilið gekk vel og við höfum unnið næstum því alla leikina. Hópurinn er breiður og fullt af öflugum leikmönnum. Ég held að þetta eigi eftir að ganga mjög vel ef við erum með hugarfarið í lagi. Ef við höldum okkur á jörðinni og leggjum okkur fram í hverjum leik þá held ég að við eigum eftir að ná langt. Það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa hugarfarið í lagi og þá sérstaklega í byrjun því það hefur verið mikil umræða um að við löbbum í gegnum mótið eins og ekkert sé og séum nánast búnir að vinna það fyrirfram og því skiptir það enn meira máli að við höldum okkur á jörðinni og látum ekki glepjast af því,“ sagði Freyr sem missti af mörgum leikjum á síðustu leiktíð vegna meiðsla.
Aukin samkeppni af hinu góða
„Ég spilaði einhverja fjórtán leiki í deildinni og það var mikið svekkelsi að missa af svona stórum hluta mótsins og missa af Evrópukeppninni. Það var mjög svekkjandi en það er hluti af þessu. Þessi meiðsli eru búin og eiga vonandi ekki eftir að trufla mig í sumar,“ sagi Freyr sem veit ekki hvort hann verður í miðverðinum eða vinstri bakverðinum í sumar.
„Ég veit það ekki, það er undir Heimi komið. Hann hefur notað mig bæði sem miðvörð og bakvörð á undirbúningstímabilinu. Hjörtur Logi spilaði megnið af síðasta tímabili í vinstri bakverði og stóð sig mjög vel. Það er líklegt að hann fái að spreyta sig aftur í sumar þar og svo er Viktor að koma mjög sterkur upp líka sem vinstri bakvörður og ég er í samkeppni við þá og líka við aðra um að vera í miðvarðastöðunni. Maður á ekki fast sæti og verður að berjast fyrir sínu,“ sagði Freyr sem segir aukna samkeppni í stöður vera af hinu góða.
Byggja á árangrinum gegn Aston Villa Freyr telur að leikmannahópur FH hafi burði til að vera einn sá sterkasti í sögu félagsins. „Við vorum með mjög sterk lið 2004 og 2005 og það á eftir að reyna á það í sumar hvort þetta lið jafnist á við það. Það er fullt af ungum leikmönnum að koma upp en það á eftir að koma í ljós hvort þeir standist pressuna og standi undir væntingum. Ég held að þetta lið hafi burði til að verða það sterkasta hjá FH hingað til en það á eftir að koma í ljós. Þetta er mjög breiður hópur og sterkir leikmenn í flestum stöðum.“
„Við höfum lent á móti þessum austantjaldsþjóðum í þessari keppni og það hefur gengið illa gegn þeim. Við höfum alltaf verið á mörkunum með að komast áfram í þriðju umferð forkeppninnar og það er vonandi að það takist í ár og að við getum byggt á þessum góða árangri í fyrra gegn Aston Villa og stigið skrefið lengra.
Það væri mjög mikilvægt að fá reynsluna fyrir þessa ungu stráka og svo líka gott fyrir klúbbinn að fá meiri pening í kassann.“ „Þó álagið sé meira þá er það allt í lagi. Menn fá aukinn kraft í þessari Evrópukeppni og menn fá tækifæri til að spila skemmtilega leiki gegn erfiðum andstæðingum og það bætir okkur sem leikmenn og menn hlakka til þess að fara í Evrópukeppni allan veturinn. Það er frábært að taka þátt í henni,“ sagði Freyr sem vildi að lokum hvetja Hafnfirðinga til að mæta vel á leiki FH í sumar.
15
Allir velkomnir í Hermann Fannar Valgarðsson betur þekktur sem Hemmi „Feiti“ er einn fjölmargra öflugra stuðningsmanna FH í Hafnarfjarðarmafíunni. Hemmi sækir leiki FH af miklum móð og ekki skemmir fyrir að Hjörtur Logi vinstri bakvörður er bróðir Hemma eins og stuðningsmenn félagsins hafa heyrt sungið oftar en einu sinni. Hemmi er mjög bjartsýnn á gott sumar enda var gengi liðsins á undirbúningstímabilinu eins og best verður á kosið. „Jú, þetta lítur eiginlega of vel út ef maður á að segja eins og er. Maður gefur sér ekkert annað en að liðið standi sig vel og eins og hefur verið rætt á öllum vígstöðum Fimleikafélagsins þá eru menn mjög spenntir fyrir öllum þessum unglingum sem hafa fengið tækifæri á undirbúningstímabilinu og maður trúir ekki öðru en að þeir standist pressuna. Við sögðum við Heimi um daginn að hver mögulegur tapleikur eða jafnteflisleikur væri raunverulega eins og fall um deild þannig að það væri engin pressa á þeim,“ sagði Hermann léttur að vanda.
Haukar eru nauðsynlegir
Hemmi hefur ekki misst af leik í þrjú ár enda mjög harður stuðningsmaður. „Ég er það mikill FHingur að það er hægt að nota það í almennum samanburði. Vinir mínir í kringum mig sem hafa minni áhuga á íþróttum átta sig ekki á hversu sturlaður ég er. Ég reyni samt að halda þessu á eðlilegu nótunum. Ég reyni að vera pólitískt rétthugsandi og trúi því að FH væri ekki þetta lið ef við hefðum ekki okkar helstu keppinauta. Ef KR væri ekki til væri FH ekki eins gott og það er í dag því við þurfum alltaf að vera betri og stærri en næstbestu og næststærstu liðin.“ „Ég sá einhvern tíman þá umfjöllun að FH hefði grætt mikið á Haukum og þessu yfirborðshatri sem er á milli klúbbanna. Því þá er endalaust barátta um ungviðið, að reyna að lokka krakkana yfir í annan hvorn klúbbinn og liðin sem hafa ekki svona beina samkeppni innan bæjarfélags lenda oft í stöðnun eins og með Stjörnuna þar sem allir í Garðabæ geta sameinast um en við höfum þennan ríg sem hjálpar okkur að gera hlutina enn betur.“ FH hefur skilað titli í hús fimm ár í röð og því spurning hvort stuðningsmenn liðsins verði mettir af allri þessari velgengni.„Ég held að það hafi gerst
Mafíuna
sumarið 2007. Þá voru stuðningsmenn eiginlega værukærir og fóru að taka árangrinum sem gefnum. Það sem hefur einkennt stuðningsmenn FH bæði í handbolta og fótbolta er að vera lausir við hroka þó aðrir vilji meina annað, En við höfum, sérstaklega á fótboltasviðinu, kynnst vonbrigðum. Eftir að við tókum titilinn þriðja árið í röð þá fannst mér stuðningsmenn hugsa, „jæja við þurfum ekki að gera neitt til að halda þessu lifandi“. Ég held að hungrið hafi komið aftur í fyrra og núna finnst mér vera góður andi í hópnum sem stendur í kringum liðið og ég held að það eigi eftir að skila sér með nýrri aðstöðu og betri stúku þá komum við til með að sitja með öðrum stuðningsmönnum og þá held ég að getum fært stemninguna upp á hærra plan,“ sagði Hemmi sem líkar ekki þegar litið er niður á stuðningsmenn sem ekki tilheyra Mafíunni. „Það hefur farið í taugarnar á mér þessir fordómarar þar sem gömlu stuðningsmennirnir eru kallaðir golfklapparar. Ég held að þetta fólk sem hefur sótt leiki og horft upp á sorgleg töp hvað eftir annað í gegnum tíðina eigi betra skilið. Við megum ekki gleyma upprunanum. Ég hef reynt að taka upp hanskann fyrir þetta fólk sem hefur nennt að mæta í öll þessi ár. Það er annað uppi á teningnum í dag með bættum árangri.“ Það er kalt á toppnum og hefur Mafían því þurft að sætta sig við mikla gagnrýni, sérstaklega frá öðrum stuðningsmannahópum. Fannst þér það eiga rétt á sér? „Örugglega að sumu leyti. Áfengis- og ölvunarstimpillinn sem hefur fest við okkur hefur verið full harður. Það koma vissulega leikir þar sem menn hafa getað hist með góðum fyrirvara og fengið sér aðeins í tána en ég held að það sé mjög langt síðan Mafían var dónaleg. Stuðningsmenn margra annarra liða hafa frekar farið fram úr sér en Mafían. Oft finnst mér Mafían full róleg. Það er svo mikið af gömlu körlum í henni. Menn eins og Ófeigur og Bjarni eru orðnir húðgamlir og slappir,“ sagði Hemmi í léttum dúr en bætti við að endurnýjunin hefur ekki verið nógu mikil í Mafíunni. „Hún er alltof léleg og við höfum oft kvartað yfir því. Ég veit ekki hvernig fólk upplifir þetta, hvort það haldi að það sé vígsluathöfn eða hvort það þurfi að uppfylla einhver skilyrði. Það eina sem þarf er að mæta á völlinn og hafa gaman. Það eru engar kröfur og við myndum glaðir vilja sjá fleiri setjast hjá okkur og syngja með. Þetta er orðinn svo prúður hópur að það er hægt að mæta með börnin með sér.“ Flestir leikmanna FH eiga sér lag hjá Mafíunni en það er ekki sjálfgefið að nýir leikmenn fái sitt lag við það eitt að mæta til leiks.„Ég var mjög ánægður
með það í fyrra þegar það náðist loksins að koma með lag fyrir bróður minn. Fyrsta lagið hans var mjög takmarkað, þá var sungið„Logi er bróðir hans Hemma,“ sem mér fannst ekki alveg málið. Menn mega ekki ofmetnast og reikna með að þeir eigi lag án þess að hafa gert nokkuð. Menn þurfa að sanna sig fyrir stuðningsmönnum fyrst. Það tekur alltaf tíma að koma með nýtt og nýtt lag en svo fara leikmenn og þá fá sumir að hirða upp leifarnar. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig það þróast og hvaða ungu leikmenn koma til með að skila sér áfram. Þá verða þeir verðlaunaðir af Mafíunni með frábærum tónsmíðum.“ Það er alltaf mikið fjör í kringum Mafíuna og gera menn ýmislegt skemmtilegt til að lífga upp á stemninguna í kringum FH-liðið. „Það er skemmtileg saga að segja frá þegar ónafngreindir stuðningsmenn voru í Vestmannaeyjum . Stuðningsmennirnir tóku niður ESSO fánann á vellinum þegar ESSO var helsti styrktaraðili ÍBV og flögguðu Mafíufánanum í staðin. Stuðningsmennirnir fengu mikið skítkast yfir sig og það varð mikið úr einhverju sem átti að vera lítið og góðlátlegt grín í byrjun. Eyjamönnum fannst þetta ekki jafn fyndið og stuðningsmönnunum,“ sagði Hemmi sem vill að FH-ingar mæti vel á völlinn í sumar og finni FH-hjartað slá.
16
ÁFRAM FH! Vélsmiðja Orms og Víglundar ehf
Blikksmíði ehf
Barkasuða Guðmundar ehf Bifreiðaverkstæði Guðmundar Bifreiðaverkstæðið Hjá Magga Endurskoðun og Reikningsskil ehf, HFN Bílamálun Alberts Búslóðageymslan Vörður Umboðssala Jóhönnu Vörubretti ehf Hagtak hf Flúrlampar hf Opal Seafood
Hvalur HF Fjöreggið ehf
17
100 %
tilbúnir í hvern leik
Matthías Guðmundsson gekk spila skemmtilegan fótbolta saman í mörg Ég hef kynnst ýmsu, ég hef fallið þrisvar ár. Þeir fá ekki til sín menn nema þeir passi og farið þrisvar upp með sama félagi, var til liðs við FH fyrir sumarið 2007 inn í leikkerfið, það hefur líka sýnt sig að alltaf í sama félagi og vildi ekki skipta en eftir að hafa leikið hjá Val þangað það hafa ekki komið margir til FH síðustu svo fór ég, fór í lið sem stefnir alltaf á titla.“ til. Leiddist honum biðin eftir ár,“ sagði Matthías hæstánægður með vistaskiptin enda leita FH-ingar ekki til Eigum að taka þetta Íslandsmeistaratitli og ákvað hvers sem er eftir liðstyrk. Matthías hefur leikið fyrir tvo þjálfara á að gera eitthvað í málunum síðustu tveimur leiktíðum og spurði FHblaðið hann út í hver munurinn væri á þeim sjálfur og greip strax tækifærið Hungraður í þann stóra Þegar hann kom yfir sagði hann ástæðuna Ólafi Jóhannessyni og Heimi Guðjónssyni þegar FH seildist eftir honum jú vera þá að hann hungraði í þann stóra sem þjálfar liðið enn. „Þeir eru auðvitað enda sigurhefð að myndast í en hann þurfti að sjá eftir honum til síns báðir frábærir þjálfarar. Þeir eru mjög Hafnarfirðinum sem Matthías gamla félags á sínu fyrsta tímabili hjá FH. ólíkir karakterar en hafa báðir mikið vit á „Það var mjög fúlt. Valsmenn voru með fótbolta. Heimir er mjög góður kennari, vildi fá nasaþefinn af. mjög öflugt lið á því tímabili þannig að hann er frábær að vinna með unga stráka „Fyrir mér eru það bara forréttindi að fá að spila fyrir þennan klúbb og að hann hafi haft áhuga á mér. Þetta er frábært fótboltalið og hér eru bara sigurvegarar. Ég fann fyrir því þegar ég kom hingað að þetta eru eintómir sigurvegarar sem ég er að spila með og allt góðir fótboltamenn sem eru búnir að vera að
það var lítið sem ég gat svosem gert í því, svoleiðis fór það bara. Við unnum bikarinn þá sem var ákveðinn bónus fyrir okkur og tókum svo titilinn árið eftir,“ sagði hann og vildi blaðamaður FH-blaðsins fá að vita hvernig það væri að hefja nýtt tímabil sem Íslandsmeistari. „Bara frábært, þetta er eitthvað sem maður hefur stefnt að frá því maður byrjaði að spila í meistaraflokki.
eins og hefur sýnt sig, og hefur kennt mér mjög mikið. Hann er alveg ótrúlega duglegur við þetta. Þegar ég hafði tíma til fór ég alltaf á hádegisæfingarnar hans og þar bætti ég mig þvílíkt, það breytti miklu að geta bara verið að æfa fyrirgjafir og vera í endurtekningum. Hann veit alveg hvað hann er að gera. Sýnir bara að hann er tilbúinn til að gera þetta og ef þú ert tilbúinn til að bæta þig er hann allur af vilja gerður.“ FH hefur verið gríðarlega sterkt undanfarin ár og er því eitt stærsta hlutverk þjálfaranna nú orðið að gera leikmenn tilbúna í hvern einasta leik og er ekki vanþörf á því að mati Matthíasar. „Mér leið strax þannig hjá FH að andstæðingurinn væri alltaf á tánum, sama hvaða lið við vorum að spila gegn. Það er auðvitað þáttur í að liðið er Íslandsmeistari og er svona gott, við þurfum alltaf að vera hundrað prósent tilbúnir í hvern leik.“
Að lokum langaði okkur að vita hvernig Matthíasi litist á leikinn sem framundan er, fyrsta heimaleikinn gegn Fram sem endaði síðustu leiktíð öllum að óvörum í þriðja sæti deildarinnar. „Það verður mjög erfiður leikur. Fyrsti leikurinn fór ekki alveg eins og við ætluðum okkur og Fram er klárlega með mjög sterkt lið. Við verðum bara að sýna góðan karakter og sækja sigur gegn þeim, ég hef enga trú á öðru en að við gerum það. Hópurinn hefur verið nánast óbreyttur frá því ég kom hingað þannig að það þekkjast allir mjög vel og kunna vel inn á hvern annan, ef það halda allir haus og eru tilbúnir þá eigum við að taka þetta,“ sagði Matthías sem stefnir á Íslandsmeistaratitilinn eins og aðrir FH-ingar.
MÁLIÐ LAY’ST 100%
Sólblómaolía
19
Óvænt tækifæri Björn Daníel Sverrisson braust óvænt fram á sjónarsviðið um mitt síðasta sumar þegar það fækkaði í leikmannahópi FH og sló hann þá umsvifalaust í gegn. Björn Daníel var meira og minna meiddur framan af vetri en er að nálgast sitt besta form eins og mörk hans í leikjum undirbúningstímabilsins gefa til kynna. „Það hefur gengið vel hjá mér undanfarið. Ég hef verið mikið meiddur í vetur en þetta hefur gengið vel eftir að ég kom aftur. Ég var meiddur í hnjánum vegna álags sem hélt mér frá æfingum í vetur. Ég byrjaði að æfa í lok mars og er að komast í fínt stand en þarf að bæta formið aðeins,“ sagði Björn Daníel hefur sett sér einfalt markmið fyrir tímabilið. „Það er að æfa eins vel og ég gerði í fyrra og koma mér í mitt besta stand. Ég veit að ef ég er í góðu standi og næ að sýna mig vel á æfingum þá á ég fullt erindi í þetta lið. Ég ætla mér að festa mig í sessi í liðinu og gera enn betur en síðast. Við erum með mjög stóran hóp, þann besta á landinu. Breiddin er mikil og maður þarf að æfa vel til að vinna sér í sæti í liðinu.“
Bjóst við að fá nokkra leiki
Björn Daníel viðurkennir fúslega að hann bjóst ekki við að fá að spreyta sig eins mikið og raunin varð á síðustu leiktíð. „Nei algjörlega ekki. Það mesta sem ég bjóst við var kannski að fá einn eða tvo leiki í lok tímabilsins. Svo fóru tvíburarnir, Arnar og Bjarki, og Dennis Siim meiddist þannig að það voru fáir miðjumenn til taks. Þá fékk ég tækifærið og náði að nýta mér það. Það var frábært að Heimir skuli hafa sýnt mér þetta traust aðeins 18 ára gamall. Það var eins og draumur að komast inn í þetta lið svona ungur.“ Félagar Björns Daníels sjá til þess að engin hætta sé á að hann ofmetnist og því hefur honum reynst auðvelt að halda sér á jörðinni þrátt fyrir velgengnina á stuttum ferlinum. „Það eru mörg stór nöfn í liðinu og maður leikur engan kóng með þessum mönnum. Maður er bara lítil písl miðað við þessa gaura. Þetta fer bara í reynslubankann. Það fá ekki allir að spila með þessum mönnum. Þessi hópur er sá besti á landinu og það hjálpar manni að
æfa með mönnum sem hafa margir verið í atvinnumennsku.“ Eftir að hafa komið mjög ferskur inn í lið FH dalaði Björn aðeins er leið á tímabilið sem rekja má til þreytu. „Ég spilaði mikið með öðrum flokki áður en ég fór að spila með meistaraflokki og það var búið að vera mikið álag fram eftir sumri. Maður var heldur ekki vanur að spila svona erfiða leiki svona ungur og það tók á. Ég er ánægður með hvað ég gerði síðasta sumar og ætla að gera enn betur núna. Það var frábært að vera hluti af þessum hópi og vinna titilinn,“ sagði Björn Daníel.
Hefði getað valið handboltann
Björn Daníel hefði hæglega getað verið að leika með FH í N1 deildinni í handbolta í vetur ef hann hefði ekki valið fótboltann. Björn var í flokki með Aroni Pálmarssyni og Ólafi Guðmundssyni máttarstólpum handboltaliðs FH og á fjölda unglingalandsleikja í handbolta og valið var ekki auðvelt. „Nei ég get ekki sagt það. Við vorum eflaust eitt sigursælasta lið í yngri flokkunum frá upphafi. Við töpuðum ekki leik í fimm eða sex ár og unnum stórt mót í Svíþjóð, Partille Cup, en svo ákvað ég að taka eitt sumarið og hætta að æfa handboltann og einbeita mér að fótboltanum. Þá var ég ekki byrjaður að æfa með meistaraflokki en það sumar gekk mjög vel. Svo byrjaði ég að æfa með meistaraflokki veturinn á eftir og þá var álagið of mikið til að vera í báðum íþróttagreinunum. Það kom mikil þreyta í mig og ég gat ekki æft eins mikið og vel og ég vildi. Svo fór ég í unglingalandsliðsferð
með handboltanum og þá fann ég að ég var ekki kominn jafn langt og hinir í styrk því ég æfði ekki eins vel. Þá ákvað ég taka fótboltann og ég sé ekki eftir því,“ sagði Björn sem reyndi fyrir sér í Noregi áður en hann meiddist í vetur. „Ég fór til Viking í Noregi í október og það gekk mjög vel og þeir vildu fá að skoða mig aftur síðar en svo meiddist ég á slæmum tíma. Ég þarf bara að standa mig og sýna í sumar og þá veit maður aldrei hvað gerist,“ sagði Björn að lokum.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - 1203 - Actavis 806031
Höfuð, herðar…
Íbúfen®
– Bólgueyðandi og verkjastillandi Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- og nýrnasjúkdóm ætti ekki að nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki mælt með stærri skammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Júlí 2004.