Keflavikurbladid 2012

Page 1

Keflavíkurblaðið 2012


Samfélag í nýjan búning Samfélag í nýjan búning er stefna Landsbankans um stuðning við íþróttafélög. Markmiðið er að tengja saman stuðning bankans við íþróttir og mannúðarmál. Bankinn afsalar sér öllum merkingum á búningum og býður félögum að velja gott málefni til að setja á búninga sína í staðinn. Samhliða því er stofnaður áheitasjóður fyrir málefnið og félagið. Merki Sjálfsbjargar prýðir nú búning Þróttar.

Samfélag í nýjan búning 25 íþróttafélög 25 málefni

25 félög Alls eru 25 íþróttafélög og jafn mörg málefni um land allt þátttakendur í verkefninu. Þau eru A urelding og Bleika slaufan, Akureyri handboltafélag og Hetjurnar, BÍ/ Bolungarvík og Krabbameinsfélagið Sigurvon, Björninn og MS-félagið, Breiðablik og Hringurinn, Fjölnir og Vímulaus æska, Fram og Ljósið, Grindavík og Björgunarsveitin Þorbjörn, ÍR og Hjartaheill, KA og Krabbameinsfélag Akureyrar, Keflavík (körfubolti) og Krabbameinsfélag Suðurnesja, Keflavík (knattspyrna) og Þroskahjálp á Suðurnesjum, KR og Fjölskylduhjálp Íslands, Njarðvík (knattspyrna) og Velferðarsjóður Suðurnesja, Njarðvík (körfubolti) og Stöðvum einelti, Reynir Sandgerði og Hjartavernd, Selfoss og Einstök

börn, Sindri á Horna firði og Krabbameinsfélag Suð-Austurlands, Tindastóll á Sauðárkróki og Björgunarsveitin Skagfirðingasveit, Víðir og Mottumars, Víkingur Ólafsvík og Björgunarsveitin Lífsbjörg, Völsungur á Húsavík og Velferðarsjóður Þingeyinga, Þór á Akureyri og Þroskahjálp á Norðurlandi og Þróttur í Reykjavík og Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, Einherji og Björgunarsveitin Vopni.

Áheitasjóðir

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Landsbankinn færði Kvenfélaginu Hringnum 500.000 kr. styrk vegna samstarfs við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Stofnaðir hafa verið áheitasjóðir fyrir hvert málefni og greiðir bankinn fyrir hvern sigur meistara flokka kvenna og karla á Íslandsmótum. Fyrirtækjum og einstakling um er frjálst að heita á sín lið og leggja góðu málefni lið. Landsbankinn hefur fært hverju málefni 500.000 kr. styrk – eða samtals 11 milljónir króna.


Við erum Keflvíkingar! Loksins er boltinn farinn að rúlla að nýju eftir þetta langa undirbúningstímabil. Liðin okkar hafa æft vel frá því í haust en reglulegur undirbúningur hefur staðið frá því í byrjun janúar. Það má segja að Keflavíkurliðin séu nánast skipuð Keflvíkingum þetta árið, en stór hluti leikmanna okkar er úr Keflavík. Þjálfararnir okkar í meistaraflokki kvenna og karla eru héðan eða hafa búið hér lengi og það sama má segja um aðstoðarmenn þeirra og liðsstjóra, allir gegnheilir Keflvíkingar. Það eru ekki mörg félög á Íslandi sem eiga lið í mfl. karla og kvenna sem eru nánast eingöngu byggð á heimamönnum. Þetta gefur okkur styrk og trú á liðin okkar. Það eru allir tilbúnir til að berjast fyrir félagið sem þeir hafa alist upp hjá og þykir vænt um. Við höfum styrkt lið mfl. karla fyrir átökin með leikmönnum sem hafa spilað hér áður og eiga ættir að rekja til Keflavíkur . Við leggjum mikið traust á okkar stráka og á unga leikmenn og teljum við að það sé leið sem á eftir að gefa okkur mikið í nánustu framtíð. Keflavíkurliðið er tilbúið í slaginn eins og áhorfendur hafa séð í þeim leikjum sem nú þegar eru búnir. Liðið spilar vel og mikil barátta er

Útgefandi Media Group ehf

í liðinu. Við erum með sterka liðsheild og öfluga menn sem stjórna víkingaskipinu af miklum myndarskap. Við þurfum á öflugum stuðningi að halda í sumar til að gera glæsilegan Nettóvöllinn að óvinnandi vígi. Þar líður okkur best og þar viljum við vinna leikina með aðstoð stuðningsmanna okkar sem eru frábærir og ávallt okkar tólfti maður. Um þessar mundir er mfl. kvenna að reima á sig takkaskóna og verður spennandi að fylgjast með þeim þetta sumarið. Þær eru reynslunni ríkari í 1.deild og ég veit að þær eiga eftir að gera góða hluti í sumar. Yngri flokkar okkar hafa staðið sig vel á hinum ýmsu vetrarmótum og það er nokkuð öruggt að við eigum von á góðu sumri í yngri flokkum. Ég vil hvetja alla til að gefa sér tíma til að kíkja á leiki hjá þeim. Við erum Keflvíkingar og við stöndum saman Stuðningsmenn Keflavíkur hafa tekið vel við sér í upphafi móts og kunnum við vel að meta kraftinn sem er í þeim. Þessi kraftur minnir óneitanlega á sumarið 2008 þegar við vorum svo nálægt því að landa þeim stóra. Ég er þeirra skoðunar að þegar allir leggja sig fram geta ótrúlegir hlutir gerst og á það skulum við trúa. Áfram Keflavík. Þorsteinn Magnússon Formaður Knattspyrnudeildar

Umsjón Hilmar Þór Guðmundsson Snorri Sturluson

Efnisöflun Þorsteinn Haukur Harðarson

Ljósmyndir Media Group ehf Slava Titov

Prentun Ísafoldarprentsmiðja

Keflavíkurblaðið 2011 | 3


ÞAKKLÁTUR AÐ HAFA FENGIÐ TÆKIFÆRIÐ Zoran Daníel Ljubicic tók við þjálfun Keflavíkurliðsins sl. haust og sá ráðahagur kom í raun ekki mjög á óvart. Zoran lét talsvert að sér kveða sem leikmaður, lengstum með Keflavík, var einn albesti og skemmtilegasti leikmaðurinn í íslenska boltanum um árabil og hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka hjá Keflavík með góðum árangri. Zoran tekst á við krefjandi og skemmtilegt verkefni í Keflavík og er þokkalega sáttur við gang mála í upphafi móts. „Mér finnst við hafa farið ágætlega af stað á þessu Íslandsmóti. Við byrjuðum á tveimur erfiðum útileikjum og fengum þar fjögur stig af sex mögulegum sem er vel ásættanlegt. Strákarnir lögðu sig 100% fram eins og þeir gera reyndar alltaf,“ segir Zoran. Zoren segir margt jákvætt við spilamennsku liðsins í upphafi móts. „Það hefur verið margt jákvætt við okkar spilamennsku í þessum fyrstu leikjum. Við höfum oft á tíðum verið að spila boltanum vel og í leiknum gegn Grindavík gekk einhvern veginn allt fullkomlega upp hjá okkur.“ Zoran segist lítið spá í því að Keflvíkingum hafi verið spáð falli. „Það verður alltaf að spá einhverju liði falli og það var okkar hlutskipti í ár. Ég held samt að þessir menn sem spáðu okkur falli hafi örugglega ekki séð mikið til okkar á undirbúningstímabilinu. Spáin fer oft svolítið eftir því hver er að þjálfa hvaða lið og hvort þjálfararnir hafi mikla reynslu eða ekki. Við erum samt ekkert að láta þessa spá angra okkur heldur ætlum við bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og okkar leik. Við settum okkur sjálfir markmið og stefnum að því að ná þeim og sýna fyrir öðrum, og sjálfum okkur, að við getum spilað góðan og skemmtilegan fótbolta.“

Keflavíkurblaðið 2011 | 4

„Aðalmarkmiðið okkar er fyrst og fremst að reyna að gera betur en í fyrra en þá enduðum við í áttunda sæti deildarinnar. Ég tel að liðið sé í stakk búið til þess að enda ofar í töflunni í ár,“ segir Zoran aðspurður um markmið liðsins í sumar. Aðspurður um leikmannahóp Keflavíkur segir Zoran: „Við erum með mjög góða blöndu af leikmönnum í okkar liði. Við erum með fimm til sex mjög reynda leikmenn í liðinu og svo erum við líka með mjög góða unga leikmenn. Það er að koma upp ný kynslóð knattspyrnumanna hér í Keflavík og þeir búa yfir gríðarlega miklum hæfileikum. Það er samt ekki nóg að hafa bara hæfileika, strákarnir verða að vera tilbúnir til þess að leggja rosalega mikið á sig til þess að bæta sig sem leikmenn og ná árangri.“ Zoran er á þeirri skoðun að liðið sé ögn veikara í ár heldur en í fyrra. „Ég held reyndar í fullri hreinskilni að hópurinn sé örlítið veikari heldur en í fyrra. Við misstum einhverja átta leikmenn frá því í fyrra ef ég man þetta rétt og fengum fjóra nýja inn í hópinn. Hópurinn er kannski svolítið veikari á pappírunum, en þetta eru góðir knattspyrnumenn.“ Hann segir reyndu leikmennina í liðinu geta kennt ungu strákunum mikið. „Okkar styrkleikar liggja að mínu mati í því að við erum með reynslumikla leikmenn sem geta kennt ungu leikmönnunum mikið. Ungu strákarnir geta þróast og þroskast mikið í sumar ef þeir nýta tækifærið vel.“ „Mér sýnist allt útlit vera fyrir það að deildin í ár verði jafnari heldur en oft áður. Ég held að það verði þarna fjögur til fimm lið sem koma til með að berjast um efstu sætin á meðan hin liðin berjast í neðri hlutanum,“ segir Zoran, sem býst við spennandi deild í sumar. „Ég kann mjög vel við mig í þessu starfi og er ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið til þess að þjálfa Keflavíkurliðið. Það er mikill heiður fyrir mig að þjálfa stórt lið eins og Keflavík og það skemmir ekki fyrir að ég hef spilað með mörgum af þessum strákum auk þess sem ég hef þjálfað suma síðan þeir voru bara smáguttar,“ sagði Zoran Ljubicic að lokum.


Við styðjum okkar fólk til sigurs!

Authorized Service Contractor

Traustar sendingar - hratt og örugglega, alla leið að marki Express ehf. - Authorized Service Contractor for UPS. Byggingu 10, Keflavíkurflugvelli - Sími 420 0900 - Fax 420 0901 - www.express.is - info@express.is


Vertu með í sumar á stærsta 3G neti landsins

Stærsta 3G net landsins

Við erum með frábært úrval af snjallsímum og stærsta 3G net landsins svo þú getir notið alls þess sem síminn þinn hefur upp á að bjóða.


Fólkið í stúkunni Gunnar Magnús Jónsson „Mér líst ljómandi vel á Keflavíkurliðið. Þetta eru flottir strákar, uppaldir Keflvíkingar og Suðurnesjamenn og þetta verður ljómandi gott ef þetta smellur saman. Þetta á eftir að vera svolítið sveiflukennt í sumar, en ég er bjartsýnn og spái því að Keflavík verði í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar.“

Viðar Oddgeirsson „Ég er bara nokkuð bjartsýnn á gott gengi í sumar, það hafa komið kaflar í þessum fyrstu leikjum sem hafa verið til fyrirmyndar og engin ástæða til annars en bjartsýni. Ungu strákarnir hafa staðið sig vel, þetta er fín blanda yngri og reyndari manna og liðið hefur alla burði til að enda í fimmta til sjötta sæti.“

Hallgrímur Guðmundsson „Mér líst mjög vel á Keflvíkingana í sumar, byrjunin lofar góðu. Mér finnst jákvætt að sjá hversu vel spilandi liðið er og ég held að þessi spá um að liðið falli sé frekar langsótt. Keflavík verður um miðja deild.“

Ragnheiður Gunnarsdóttir „Mér líst vel á þetta, þetta eru sprækir og flottir strákar. Mér finnst þeir mjög góðir, ég held að þeir eigi eftir að standa sig vel í sumar og blása á þessar spár og vangaveltur um fall. Þeir verða um miðja deild, eigum við ekki að segja bara að þeir verði í sjöunda sæti.

Eva Sif Gunnarsdóttir „Ég er bara mjög ánægð með Keflavíkurliðið í þessum fyrstu leikjum, sérstaklega í leiknum í Grindavík, þar spilaði liðið mjög vel. Keflavík er alls ekki að fara að falla, langt í frá, ég spái því að liðið verði í fimmta sæti þegar upp er staðið.“

Keflavíkurblaðið 2011 | 7


Markmiðið er að gera betur en í fyrra Haraldur Freyr Guðmundsson er fyrirliði Keflavíkurliðsins í fótbolta og að mörgu leyti holdtekja liðsins, ódrepandi baráttujaxl og algjör lykilmaður í vörn liðsins. Haraldur hefur verið í hópi öflugustu leikmanna Pepsideildarinnar undanfarin ár og Keflvíkingar söknuðu hans talsvert þegar hann hleypti heimdraganum og spreytti sig með Start í Noregi í fyrra, en stuðningsmenn liðsins tóku gleði sína á ný þegar Haraldur snéri heim á leið og smeygði sér í Keflavíkurbúninginn á nýjan leik. „Byrjunin á mótinu leggst ágætlega í mig. Mótið er náttúrulega nýbyrjað en það er jákvætt að fá fjögur stig út úr fyrstu tveimur leikjunum. Spilamennskan í þessum fyrstu leikjum hefur verið fín hjá okkur, og þá sérstaklega í leiknum á móti Grindavík, svo það er ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnir á framhaldið,“ segir Haraldur. Zoran Daníel Ljubcic, sem þekkir hverja þúfu og hvern hól á Nettóvellinum í Keflavík, tók við þjálfun Keflavíkurliðsins fyrir þessa leiktíð, en hann hefur stýrt yngri liðum félagsins með ljómandi árangri mörg undanfarin ár. Fyrirliðinn fer fögrum orðum um þjálfarann. „Hann er góður þjálfari og hann nær vel til liðsins. Hann þekkir auðvitað vel til hérna enda hefur hann verið hér lengi. Hann hefur sjálfur spilað með mörgum af þeim strákum sem eru í liðinu auk þess sem hann þjálfaði líka suma í yngri flokkunum. Hann hefur Gunnar Oddsson með sér í þessu og þeir mynda mjög gott teymi.“ „Stemmingin innan liðsins er mjög góð. Það er mikið af heimamönnum í liðinu og margir strákarnir í liðinu hafa spilað lengi saman og ná vel saman. Það skilar sér í mjög góðri stemmingu,“ segir Haraldur um móralinn í liðinu, Haraldur segir liðið lítið pæla í spám fyrir mótið sem margar hverjar gerðu ráð fyrir því að liðið myndi hljóta það hlutskipti að falla úr deildinni. „Það var á sumum stöðum sem okkur var spáð falli og í einhverjum

Keflavíkurblaðið 2011 | 8

fjölmiðlum var okkur spáð botnbaráttu. Okkur var því ekki spáð neitt sérstaklega góðu gengi. Það er samt sem áður þannig að þetta eru bara spár og það þýðir svo sem lítið að pæla í þeim. Það þarf að spila þessa leiki líka.“ Um markmið liðsins í sumar segir Haraldur:„Við gáfum það einhvers staðar út að okkar helsta markmið væri að gera betur en í fyrra og það er margt sem hægt er að lesa í það. Við enduðum í áttunda sæti í fyrra og við ætlum okkur að reyna að gera betur en það í ár. Við höfum ekki opinberað önnur markmið en það.“ „Við teljum okkur vera vel spilandi lið og við reynum að spila boltanum mikið. Annars er samheldnin okkar helsti styrkur. Þetta er þéttur hópur, margir heimalningar og við förum langt á því,“ segir Haraldur aðspurður um styrkleika liðsins. Hann segir að styrkur leikmannahópsins sé á pari við árið í fyrra. „Hann er í rauninni ósköp svipaður og í fyrra. Það voru ekkert ýkja miklar breytingar á leikmannahópnum, tiltölulega fáir sem hurfu á braut, en við fengum góða menn í staðinn. Heilt yfir met ég það sem svo að styrkleiki liðsins í ár sé bara á pari við það sem hann var í fyrra.“ „Mér sýnist Pepsi-deildin vera mjög jöfn í ár og liðin koma til með að reyta stig hvert af öðru. Við teljum okkur geta unnið öll liðin á góðum degi og þá sérstaklega hérna á heimavelli. Svo verðum við að ná að stela einhverjum stigum á útivelli líka,“ bætir Haraldur við. Haraldur fór frá Keflavík á miðri síðustu leiktíð og gekk til liðs við Start í Noregi. Hann kom síðan aftur eftir tímabilið og segir ekkert annað lið á Íslandi hafa komið til greina. „Það var eitt og annað í boði en þetta atvikaðist þannig á endanum að ég kom aftur heim og það er svo sem lítið um það að segja. Þegar það var ljóst að ég myndi koma aftur heim þá kom aldrei nokkurn tímann til greina að spila með neinu öðru liði hérna á klakanum heldur en Keflavík. Ég vissi það allan tímann að ef ég myndi koma heim þá kæmi ég hingað í Keflavík,“ segir fyrirliðinn Haraldur Freyr Guðmundsson að lokum.


Keflavíkurblaðið 2011 | 9


Markmiðið er að fara upp um deild „Sumarið leggst rosalega vel í mig. Ég er spennt yfir því að sumarið sé loksins komið og deildin fari að byrja. Það eru fullt af ungum og sprækum stelpum að koma upp í liðið núna og ær bíða spenntar eftir tækifæri til þess að sanna sig,“ segir Karitas Sigurlaug Ingimarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, um sumarið framundan. Hún segir það af hinu góða að liðið byggi að mestu á uppöldnum leikmönnum í sumar. „Við erum mjög bjartsýnar á ágætt gengi í sumar. Útlendingarnir fóru eftir síðasta tímabil en eftir eru þó nokkrir reynslumiklir leikmenn í bland við ungar stelpur sem vilja ólmar fá að sanna sig. Við ætlum bara að reyna að sanna það að við þurfum ekkert endilega útlendinga til þess að ná árangri.“ Karitas segir liðið hafa öðlast mikla reynslu af því að komast í umspilið um sæti í efstu deild undanfarin tvö ár en telur Keflavíkurmeyjar þó hafa gott af örlítið lengri dvöl í fyrstu deild. „Við erum búnar að fara í umspil um sæti í efstu deild tvö ár í röð og við höfum klárlega lært mikið af því og öðlast góða og dýrmæta reynslu. Auðvitað væri gaman að fara upp núna en ef ég á að vera alveg hreinskilin þá held ég að við höfum alveg gott af því að vera aðeins lengur í fyrstu deildinni, halda áfram að byggja liðið upp og öðlast meiri reynslu. En Keflavík á samt klárlega að stefna á efstu deild og þangað ætlum við á endanum að komast.“ „Það þyrfti augljóslega að styrkja hópinn ef við förum upp i Pepsideildina. Við þyrftum allavega að styrkja okkur ef við myndum fara upp um deild núna í haust en ef við myndum taka 2-3 ár í viðbót hérna í fyrstu deildinni væri liðið eldra og reyndara og þá væri staðan önnur,“ segir Karitas aðspurð um það hvort liðið væri nægilega sterkt fyrir efstu deild.

Keflavíkurblaðið 2011 | 10

Keflavík lék síðast í efstu deild árið 2009 og tapaði öllum leikjum sínum í deildinni það árið. Karitas segir að ákveðið hafi verið á þeim tímapunkti að byrja frá grunni. „Við áttum náttúrulega mjög erfitt sumar þegar við vorum í efstu deild síðast en við erum ekkert að pæla í því lengur. Þegar við féllum núllstilltum við okkur og byrjuðum frá grunni. Nú erum við á uppleið aftur og þetta er allt réttri leið hjá okkur.“ Karitas bendir á að þó svo að liðið hefði ef til vill gott af lengri veru í fyrstu deildinni þá sé það engu að síður markmiðið að fara upp. „Þó svo að ég segi að við hefðum ef til vill gott af nokkrum árum til viðbótar í fyrstu deildinni þá förum við auðvitað í alla leiki til þess að vinna og það er alltaf markmiðið hjá okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fara upp.“ Keflvíkingar eru í B-riðli í deildinni og sér Karitas fram á jafnan og skemmtilegan riðil. „Ég met möguleikana í riðlinum okkar bara ágæta. Við erum í skemmtilegum riðli og ég held að liðin í riðlinum séu frekar jöfn og það má reikna með því að hart verði barist í þessum riðli í sumar. Það er líka rosalega gaman að vera með Grindavík í riðli og fá nágrannaslag. Við tókum æfingaleik við þær fyrir ekkert svo löngu í brjáluðu roki og unnum leikinn. Svo er líka gaman að vera með BÍ/ Bolungarvík í riðli en ég spilaði einu sinni þar og fæ því að fara á minn gamla heimavöll. Þetta sumar verður rosalega skemmtilegt.“ „Stemingin í liðinu er mjög fín. Við erum búnar að vera að reyna að hrista okkur meira saman undanfarið en mórallinn í liðinu er mjög góður,“ segir Karitas. Að lokum talar Karitas um umgjörðina í fyrstu deild og hennar lausnir til þess að gera hana betri. „Það er í rauninni allt of mikill munur á efstu deildinni og fyrstu deild þegar kemur að umgjörðinni á leikjunum. Að mínu mati þyrfti að breyta fyrirkomulaginu þannig að það yrðu spilaðar þrjár deildir í kvennaboltanum, hafa efstu deildina og svo 1. og 2. deild. Það er svo mikill munur oft á liðunum í fyrstu deildinni. Lið fer kannski á kostum í fyrstu deildinni en fær svo rækilega flengingu þegar það fer í efstu deildina og fer beint niður aftur. Við erum með tvo riðla í fyrstu deildinni og ég tel að það sé klárlega grundvöllur fyrir því að bæta við deild og þá að raða liðum í deildirnar eftir styrkleika. Það væri lítið mál og ég skal alveg púsla þessu saman fyrir KSÍ ef þau vilja,“ sagði Karitas að lokum í léttum tón.


ENNEMM / SÍA / NM43130


Meistaraflokkur karla

Leikmannalisti

Leikir

06. Maí: Fylkir 1-1 Keflavík

08. Ágú:

Stjarnan – Keflavík

10. Maí: Grindavík 0-4 Keflavík

12. Ágú:

Keflavík – ÍA

14. Maí: Keflavík 0-1 Stjarnan

20. Ágú:

ÍBV – Keflavík

20. Maí: ÍA 3-2 Keflavík

27. Ágú:

Keflavík – Valur

24. Maí: Keflavík – ÍBV

03. Sep:

FH – Keflavík

31. Maí: Valur – Keflavík

16. Sep:

Keflavík – Fram

16. Jún: Keflavík – FH

20. Sep:

Selfoss – Keflavík

20. Jún: Fram – Keflavík

23. Sep:

Keflavík – Breiðablik

02. Júl: Keflavík – Selfoss

29. Sep:

KR – Keflavík

05. Júl: Breiðablik – Keflavík

12. Júl: Keflavík – KR

23. Júl: Keflavík – Fylkir

29. Júl: Keflavík – Grindavík

Keflavíkurblaðið 2011 | 12

1 Ómar Jóhannsson 2 Viktor Smári Hafsteinsson 3 Jóhann R Benediktsson 4 Haraldur Freyr Guðmundsson 5 Gregor Mohar 6 Einar Orri Einarsson 7 Jóhann Birnir Guðmundsson 8 Bojan Stefán Ljubicic 9 Guðmundur Steinarsson 10 Hilmar Geir Eiðsson 11 Magnús Sverrir Þorsteinsson 12 Árni Freyr Ásgeirsson 13 Daníel Gylfason 15 Kristinn Björnsson 17 Arnór Ingvi Traustason 18 Theodór G Halldórsson 19 Ásgrímur Rúnarsson 20 Þorsteinn Þorsteinsson 21 Bergsteinn Magnússon

22 23 24 25 26 29

Magnús Þór Magnússon Sigurbergur Elísson Denis Selimovic Frans Elfarsson Grétar Atli Grétarsson Ísak Örn Þórðarson


Meistaraflokkur kvenna

Leikmannalisti

Leikir

21. Maí: HK/Víkingur 0–0 Keflavík

01. Jún: Keflavík – Tindastóll

09. Jún: Álftanes – Keflavík

16. Jún: Völsungur – Keflavík 23. Jún: BÍ/Bolungarvík – Keflavík

27. Jún: Fram– Keflavík

03. Júl: Keflavík – Grindavík

08. Júl: Tindastóll – Keflavík

13. Júl:

Keflavík – HK/Víkingur

21. Júl:

Keflavík – BÍ/Bolungarvík

26. Júl

Keflavík – Völsungur

01. Ágú: Keflavík – Álftanes

14. Ágú: Keflavík – Fram

24. Ágú: Grindavík – Keflavík

Andrea Ósk Frímannsdóttir Anna Helga Ólafsdóttir Anna Rún Jóhannsdóttir Arndís S Ingvarsdóttir Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir Dagmar Þráinsdóttir Eydís Ösp Haraldsdóttir Fanney Kristinsdóttir Hafdís Mjöll Pálmadóttir Heiða Helgudóttir Heiðrún Þorsteinsdóttir Hulda Matthíasdóttir

Íris Björk Rúnarsdóttir Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir Karítas S. Ingimarsdóttir Kristrún Ýr Hólm Margrét Ingþórsdóttir Ólína ýr Björnsdóttir Rebekka Gísladóttir Sigríður Sigurðardóttir Signý Jóna Gunnarsdóttir Sigurrós Eir Guðmundsdóttir Thelma Rún Rúnarsdóttir

Keflavíkurblaðið 2011 | 13



Nægur efniviður til staðar í Keflavík „Mér líst bara nokkuð vel á þetta. Hópurinn samanstendur af ungum uppöldum stelpum í bland við eldri og reyndari stelpur. Við vorum með þrjá útlendinga í fyrra og einnig nokkra reynslubolta en einhvertíma verða ungu stelpurnar að spila og fá reynsluna, það er bara þannig,“ segir Snorri Már Jónsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í knattspyrnu. Keflavík ætlar ekki að fá til sín útlendinga fyrir þetta tímabil. „ Nei, við tókum ákvörðun um það núna að keyra þetta á okkar stelpum, gefa þeim tækifærið. Þeim er treyst til að taka við keflinu og sýna hvað í þeim býr, þær fá tækifæri til þess að sanna sig í sumar.“ Snorri tók við liðinu að síðustu leiktíð aflokinni og telur sig hafa tekið við góðu búi. „Ég tók við góðu búi af forvera mínum. Það er nægur efniviðurinn til staðar í Keflavík, við eigum marga unga og efnilega leikmenn í bland við þá reyndari. Þetta er fínn hópur og það er spennandi að takast á við þetta. Við hlökkum mikið til sumarsins.“ Aðspurður um markmið liðsins í sumar segir Snorri þau skýr „Ég ætlast til þess að við berjumst um að komast upp úr okkar riðli og reyna svo að ná okkur í sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.“ Liðið var nálægt því að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en tapaði gegn Selfossi í umspilsleikjum. Snorri segir liðið ætla sér að gera betur í ár. „ Leikmennirnir eru auðvitað árinu eldri og reynslunni ríkari. Þær verða bara að vera ákveðnar og þora að gera hlutina og hafa gaman að þessu líka. Ef við höldum rétt á spilunum getum við komist lengra en í fyrra. Það verður auðvitað að koma í ljós hvernig það gengur og hvort að hópurinn sé nægilega sterkur til þess.“

Keflavíkurliðið spilaði síðast í deild þeirra bestu árið 2009 og tapaði þá öllum deildarleikjum sínum. Snorri segir margt hafa breyst síðan þá „ Það hefur auðvitað mikið breyst. Leikmenn eru horfnir á braut og ungar stelpur hafa komið í staðinn. Það hefur því átt sér stað ákveðin endurnýjun í liðinu.“ Snorri segir það ljóst að liðið þurfi að styrkja sig töluvert ef það nær að vinna sér sæti í efstu deild á næsta ári. „Ég held að það sé alveg ljóst að öll lið sem fara upp úr þessari deild þurfa eitthvað að styrkja sig, annars fara þau líklega beint aftur niður. Við myndum þó alltaf reyna að byggja á sama kjarnanum og þá myndi það bara koma í ljós hvort sá kjarni sé nægilega góður fyrir efstu deild.“ „Þetta er svolítið blandað hjá mér. Ég reyni að leggja mikla áherslu á bæði vörn og sókn og passa að leggja svipað mikið upp úr báðum hlutunum. Það er því hvorki hægt að segja að við séum varnarsinnað eða sóknarsinnað lið. Þetta er bara beggja blands,“ segir Snorri um leikaðferð liðsins. Aðspurður um styrkleika liðsins sagði Snorri:„ Okkar styrkleikur liggur að mínu mati fyrst og fremst í liðsheild og samheldni. Hópurinn sem við erum með er góður og nær vel saman og við vinnum hlutina í sameiningu.“ Keflavík komst eins og áður sagði í umspilið í fyrra og ætti því að teljast sigurstranglegt í sínum riðli í ár. „Já ef mið er tekið af síðasta ári þá erum við örugglega talið sigurstranglegt lið.“ Að lokum spurðum við Snorra hvernig það væri að fara úr því að þjálfa stráka og byrja að þjálfa stelpur. „Það er svolítið sérstakt að fara að þjálfa stelpur þegar maður er búinn að vera lengi að þjálfa stráka. Ég hef aldrei þjálfað stelpur áður og það er krefjandi og spennandi verkefni að fá að prófa það. Ég hef alltaf gaman af því að prófa nýja hluti og taka að mér krefjandi verkefni,“ sagði Snorri að lokum

Keflavíkurblaðið 2011 | 15


Tímabilið 2011 í tölum Keflavík varð í 8.sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á síðustu leiktíð, lék 22 leiki, vann 7, gerði 3 jafntefli og tapaði 12 leikjum og hlaut því 24 stig. Markatalan var 27-32. Keflavík hóf leiktíðina af krafti, vann tvo af fjórum fyrstu leikjunum sínum og gerði tvö jafntefli. Liðinu vegnaði betur í fyrri umferðinni, fyrri ellefu leikjunum, þegar það fann fjóra leika, gerði tvö jafntefli og tapaði fimm leikjum og hlaut 14 stig. Í síðari umferðinni vann Keflavík þrjá leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði sjö leikjum, sem skilaði í hús 10 stigum. Fyrsti tapleikurinn var gegn ÍBV í fimmtu umferð, 0-2. Það var annar af tveimur markalausum leikjum Keflavíkur í fyrri umferðinni, hinn var heimaleikurinn gegn Val. Liðið lék einnig tvo leiki í síðari umferðinni án þess að skora og var því markalaust í fjórum af 22 leikjum sínum í fyrra. Markalausu leikirnir í síðari umferðinni voru útileikir gegn FH og Fram. Keflavík hélt marki sínu hreinu í þremur leikjum á síðustu leiktíð; heima gegn Grindavík, heima gegn Fram og úti gegn Val. Keflavík vann tvo leiki í fyrra með tveggja marka mun, lagði Stjörnuna 4-2 og Grindavík 2-0. Hina fimm sigurleikina vann Keflavík með eins marks mun. Keflavík tapaði tvisvar með tveggja marka mun á síðustu leiktíð, í báðum tilfellum 0-2, gegn ÍBV og Val. Hinum tíu leikjunum tapaði Keflavík með eins marks mun. Sjö af tólf tapleikjum Keflavíkur lauk með sömu markatölu; 1-2. Keflavík skoraði 15 mörk í fyrri hálfleik leikjanna á síðustu leiktið, 12 mörk í síðari hálfleik. Liðið skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leikja sinna, á 1.mínútu gegn KR og á 3.mínútu gegn Fylki. Keflavík skoraði fjórum sinnum á síðustu fimm mínútum leikja sinna. Keflavík fékk á sig 16 mörk bæði í fyrri og síðari hálfleik leikjanna á síðustu leiktíð. Liðið fékk á sig 8 mörk á síðustu tíu mínútum leikja sinna og hvorki fleiri né færri en 6 þeirra komu á síðustu fimm mínútunum. Þessi sex síðbúnu mörk kostuðu Keflavík 12 stig.

Keflavíkurblaðið 2011 | 16

Keflavík skoraði í 18 af 22 leikjum sínum á síðustu leiktíð. Keflavík skoraði 4 mörk gegn Stjörnunni heima og 3 mörk gegn Stjörnunni úti og KR heima. Keflavík skoraði fleiri mörk gegn Stjörnunni en nokkru öðru liði í deildinni, sjö mörk í tveimur leikjum, og Stjarnan er eina liðið sem Keflavík vann tvisvar í deildinni. Keflavík hirti þrjú stig af Grindavík, Fram, Víkingi, Val og Þór, eitt stig af KR, FH og Breiðabliki, en tapaði báðum leikjum sínum gegn ÍBV og Fylki. Keflavík tapaði fjórum leikjum á síðustu leiktíð eftir að hafa náð forystu; gegn Fylki, Breiðabliki, Þór og KR. Liðið missti einu sinni forystu niður í jafntefli, gegn KR, náði í tvígang jafntefli eftir að hafa lent undir, gegn FH og Breiðabliki. Keflavík náði tvisvar að knýja fram sigur eftir að hafa lent undir, í báðum tilvikum gegn Stjörnunni. Keflavík náði sínum besta spretti frá níundu umferð til þeirrar þrettándu, vann þá þrjá af fjórum leikjum sínum. Hins vegar lenti Keflavík tvisvar í fjögurra leikja taphrinum og vann aðeins einn af fimm síðustu leikjum sínum í deildinni.

18 leikir

Keflavík skoraði í 18 af 22 leikjum sínum á seinustu leiktíð.

15 mörk

Keflavík skoraði 15 mörk í fyrri hálfleik leikjanna.

7 mörk

Keflavík skoraði 7 mörk gegn Stjörnunni á síðustu leiktíð.


Áfram Keflavík!

Afa fiskur

Bílaverkstæði Þóris

Básvegi 6 421 5772

Hafnarbraut 12 421 4620

Tannlæknastofa Einars

Tannsmíðastofan Tríton

Gallerí Keflavík dömudeild Hafnargata 32 4217300

Dvalarheimilið Hlévangur

Skólavegi 10 421 1030

Tjarnargata 2 421 5279

Geisli hf

Verkfræðistofa Suðurnesja

Iðavöllum 3 Reykjanesbær

Lögfræðistofa Suðurnesja

Víkurbraut 13 Reykjanesbær

Hafnargötu 51-55 Reykjanesbær

Faxabraut 13 422 7422


TRYGGðU ÞÉR ÁSKRIFT: 512 5100 - STOD2.IS

PEPSI-MÖRKIN í opinni dagskrá eftir hverja umferð

Höddi Magg, Tómas Ingi, Hjörvar Hafliða og Reynir Leós fara yfir alla leiki í eina markaþættinum í íslensku sjónvarpi í sumar.

VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR

512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000


HvĂ­tur Nokia Lumia 800 er kominn!



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.