Fjölnisblaðið Sumar 2009
ÁFRAM FJÖLNIR
MÁLIÐ LAY’ST 100%
Sólblómaolía
3
Áfram Fjölnir! hverfið okkar Grafarvog. Eins og gengur hafa margir Grafarvogsbúar enn tengsl við önnur íþróttafélög utan hverfisins, sérstaklega við íþróttafélög sem viðkomandi ólust upp við. Markmið okkar er að efla enn stöðu Fjölnis sem hverfisfélags í hverfinu okkar og viljum hvetja sem flesta til að koma og hjálpa okkur við að byggja upp og efla félagið. Starfsemi okkar byggist að mestu á framlagi stuðningsmanna félagsins, þar sem vinnuframlag allra er gríðarlega mikilvægt innlegg í starfsemi allra deilda. Við erum öll að vinna að sama markmiði og aukið samstarf mun eingöngu efla slagkraftinn og vonandi ná skila betri árangri. Við viljum fá enn fleiri inn í starfið hjá félaginu og hvetjum því alla til að kynna sér vel starfsemina, því að þar á að vera hægt að finna sér íþróttagrein við hæfi. Ég vil bjóða alla Fjölnismenn áfram velkomna og það verður einnig vel tekið á móti öllum nýjum Fjölnismönnum. Gerum félagið okkar enn sterkara og segjum einfaldlega: Áfram Fjölnir.
Bls. 4
Stuðningsmenn
Bls. 6
Formaðurinn
Bls. 8
Þjálfarinn
Bls. 10 Hr. Fjölnir Bls. 11 Uppgangur Fjölnis
Umsjón og ábyrgð: Útgefandi: Media Group ehf Umsjón: Hilmar Þór Guðmundsson Snorri Sturluson Ljósmyndun: Guðmundur Lúðvíksson Fótbolti.net Vilbogi Einarsson Umbrot: Media Group ehf Prentun: Prentheimar ehf Blaðið er unnið í samstarfi við knattspyrnudeild Fjölnis
Einkabankinn | SJÁLFViRkT HEimiLiSbókHaLd
410 4000 | landsbankinn.is
Kakan þín er komin í Einkabankann • Fyrsta sjálfvirka heimilisbókhaldið • Enginn innsláttur í Excel og engir útreikningar • Þú velur hvaða reikningar og kort mynda kökuritið • Færslurnar eru flokkaðar fyrir þig • Hægt er að endurnefna og endurflokka færslur
Heimilisbókhaldið er í Einkabankanum þér að kostnaðarlausu. Kynntu þér málið á landsbankinn.is.
NBI hf. (Landsbankinn), kt. 471008-2080.
Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis
ENNEMM / SÍA / NM37675
Ágætu Fjölnismenn! Það er mér mikil ánægja að fá að ávarpa ykkur alla, bæði núverandi og tilvonandi stuðningsmenn Fjölnis. Starfsemi félagsins okkar er mjög viðamikil og skiptist í margar mismunandi deildir. Allt er þetta gert til að bjóða sem mesta fjölbreytni í íþróttaiðkun innan Fjölnis. Við erum í dag með flesta iðkendur allra íþróttafélaga og það er staða sem við erum stolt af og viljum gjarnan gera enn betur á því sviði. Helsta auðlind félagsins eru iðkendur þess og við erum hér fyrst og fremst til að þjóna þeim sem best. Félagið er hluti af Ungmennfélagshreyfingunni UMFÍ og gerir það starfsemi félagsins enn fjölbreyttari og skemmtilegri. Markmið Fjölnis eru skýr og snúa fyrst og fremst að því að efla ungliðastarf félagsins með það meginmarkmið að hvetja ungt fólk til íþróttaiðkunar. Við leggjum hins vegar einnig mikla áherslu afreksstarf innan Fjölnis, með þátttöku félagsins í ýmsum keppnisgreinum hinna bestu á hverju sviði. Afreksfólk okkar er mikil hvatning og fyrirmyndir fyrir alla iðkendur íþrótta innan félagsins. Vegna þessa viljum við hafa lið á meðal þeirra bestu í hópíþróttum og afreksfólk okkar í einstaklingsgreinum hefur náð frábærum árangri á undanförnum árum. Góður árangur virkar einnig sem hvatning á stuðningsmenn félagsins. Stuðningur ykkar er gríðarlega mikilvægur fyrir félagið og ekki síður til að tryggja áfram góðan árangur í afreksstarfi félagsins. Fjölnir er tiltölulega ungt félag sem hefur byggt starfsemi sína að mestu í kringum
Meðal efnis:
4
Stuðningsmenn ekki bara áhorfendur
að við séum nú bara nokkuð kurteisir „Félagið er skírt í höfuðið Meira áberandi en áður þegar allt kemur til alls.“ S t u ð n i n g s m a n n a h ó p a r á einum af stofnendum knattspyrnufélaga hafa orðið meira og Fjölnis og hreinlega einum meira áberandi á síðustu árum og Ingi Allir gjaldgengir mesta Fjölnismanni sem er á því að þeir séu stór hluti af þeirri Kári er stuðningsmannafélag og allir sem það á að vera að mæta stuðningsmenn Fjölnis eru gjaldgengir, sögur fara af, hinum eina og skemmtun á völlinn. hafi þeir áhuga á því. sanna Kára Jónssyni“, segir „Þessir hópar skipta miklu máli upp á „Já já, við tökum stuðningsmönnum Ingi Finnsson, formaður stemmninguna að gera. Hvað okkur Fjölnis fagnandi, en þetta er kannski varðar var þetta svolítið þannig áður ekki beinlínis rétti félagsskapurinn fyrir stuðningsmannafélagsins Kára en við komum til sögunnar að fólk þá sem eru bara áhorfendur. Við erum þegar við leitum skýringa á mætti á völlinn og klappaði í mesta stuðningsmenn, ekki bara áhorfendur. lagi ef mark var skorað. Við erum hins Félagsmenn borga árgjald og njóta nafngift félagsins. vegar að allan leikinn, lifum okkur inn „Þegar ákveðið var að gefa félaginu nafn kom ekkert annað til greina. Kári mætir á alla leiki og hann er m.a.s. duglegur að mæta á leiki hjá Vængjum Júpíters í utandeildinni, en þar erum við að sprikla nokkrir gamlir Fjölnismenn.“ Sögu stuðningsmannafélagsins Kára má rekja aftur til ársins 2004, en Steinar Ingimundarson þáverandi þjálfari liðsins hvatti nokkra leikmenn yngri flokkanna til að rífa upp stemmninguna á leikjum. „Við erum í rauninni fyrsta uppalda Fjölnis-kynslóðin og það þurfti ekkert að nöldra lengi í okkur. Við fórum af stað þarna 2004 og svo dettur meiri alvara í þetta 2006, þá fær Kári nafnið sitt og starfið verður skipulagðara. Þetta hefur svo undið utan á sig ár frá ári og er orðið ansi öflugt í dag. Það má eiginlega segja að þetta sé svona 4050 manna kjarni sem hittist fyrir leiki, við mætum á Gullöldina 2-3 tímum fyrir leik og förum yfir málin, röltum svo upp á völl og skemmtum okkur og öðrum“, segir Ingi. „Það er ekki beinlínis um æfingar að ræða“, bætir hann við þegar við spyrjum hann út í það hvernig hópurinn stillir sig saman. „Við förum yfir nýja texta þegar þeir skjóta upp kollinum, svona svo að allir séu á sömu blaðsíðu. Við erum með nokkra ansi glúrna textahöfunda í hópnum og leitum svo í smiðju stórsveita á borð við Papana eftir ódauðlegum dægurperlum sem henta þessum textum ágætlega. Textarnir ganga aðallega út á það að gleðjast yfir og fagna gæðum og árangri Fjölnisliðsins.“
í þetta og bregðumst við flestu sem fram fer á vellinum. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð hjá leikmönnum og stjórn Fjölnis, en fáum stundum pillur fyrir það frá öðrum stuðningsmönnum að kalla eða syngja eitthvað sem ekki á við. Menn segja kannski eitthvað í hita leiksins, lifa sig inn í þetta, en það er engin meining á bak við það og ég held
ákveðinna fríðinda, þetta er hópur sem þekkist ágætlega og kjarninn er eins og áður segir uppaldir Fjölnismenn og auðvitað eru öllum stuðningsmönnum velkomið að slást í hópinn. Það er einfaldast fyrir þá sem hafa áhuga á því að hafa bara samband við okkur á vellinum.“
5 Fjölnismenn hafa staðið í stórræðum í boltanum síðustu árin og formaður Kára er ekki í vafa um það hverjir hápunktarnir eru. „Það eru eiginlega fjórir hápunktar sem skjóta upp kollinum. Bikarúrslitaleikirnir tveir eru auðvitað alveg ógleymanlegir, frábær stemmning og mikil gleði, enda fórum við þar fram úr björtustu vonum. Lokaumferðirnar í fyrstu deildinni 2007 eru líka svakalegar, enda tryggðum við okkur þá sæti í úrvalsdeildinni og svo er það fyrsti heimaleikurinn í úrvalsdeild, sigurleikurinn gegn KR. Völlurinn var troðfullur, rífandi stemmning
og Fjölnismenn stimpluðu eftirminnilega inn í deildina.“
sig
Fjölnismenn hafa átt í nokkur basli í úrvalsdeildinni í sumar, en Ingi formaður er ekki farinn að örvænta ennþá. „Nei, veistu, ég er ekki farinn að hafa áhyggjur af þessu ennþá. Við eigum nokkra erfiða leiki eftir reyndar en liðin fyrir ofan okkur eiga eftir að tapa stigum og þetta getur farið á alla vegu. Ef við föllum er það bara hluti af því að læra að vera í hópi þeirra bestu, við förum þá bara beint upp aftur. Ég hef engar stórar áhyggjur af þessu, við myndum lifa það af að falla. Fjölnir er alltof stórt félag til að vera í næstefstu deild, með fullri virðingu, en stundum þarf að ganga í gegnum ákveðið ferli til þess að læra það að festa sig í sessi meðal þeirra bestu.“
Hef opnað nýja og glæsilega bílasölu að Funahöfða 1, Rvk. Stór innisalur og gott útisvæði. Áralöng reynsla af bíla- og fjármögnunarmarkaði.
IndrIðI Jónsson
löggiltur bifreiðasali gsm 844-8877
Vantar bíla og ferðavagna á skrá og á staðinn, mikil eftirspurn! Verið velkomin í kaffi og kleinur!
6
Hér er ekki tjaldað Kári Arnórsson tók við formennsku knattspyrnudeildar Fjölnis síðasta vetur eftir að hafa gegnt varaformennsku í tvö ár, en hann hefur verið viðloðandi knattspyrnudeildina um árabil. „Ég er eiginlega búinn að vera viðloðandi þetta meira og minna síðan ég flutti í Grafarvoginn 1991“, segir Kári. „Ég er smiður og vann mikið í hverfinu um það leyti sem það var að byggjast upp, keypti mér svo lóð og tilheyri eiginlega svona seinni bylgju frumbyggjanna. Við flytum þarna í hverfið rétt um það leyti sem Fjölnir er að slíta barnskónum, félagið er stofnað árið 1988, og strákarnir mínir þrír voru mættir á fótboltaæfingar um leið og búið var að taka upp úr kössunum. Ég fylgdi
þeim á æfingar, fór að fylgjast með og skipta mér af, kannski aðeins of mikið og aðeins of snemma“, segir Kári með bros á vör. „Ég hafði nú aðallega afskipti af unglingastarfinu svona til að byrja með, en datt svo inn í meistaraflokksstarfið þegar við förum upp í 1.deild sumarið 2003“, bætir Kári við. „Þá breyttist svolítið umhverfið sem við unnum í, það er svolítill munur á því hvernig menn nálgast hlutina og hvert og hvernig hægt er að teygja sig þegar komið er upp í fyrstu deild. Við fórum ansi hratt upp og það var auðvitað alltaf stefnan, en menn höfðu sumir hverjir svolitlar áhyggjur af því að við værum ekki alveg tilbúnir, hvorki í þennan fyrstudeildarslag né heldur að fara ennþá lengra, alla leið upp í úrvalsdeild. Það er nú samt einu sinni þannig að félög verða aldrei tilbúin í svona breytingar fyrr en á reynir,
7
til einnar nætur þau prófa eitthvað nýtt og áður óþekkt. Auðvitað er alltaf eitthvað sem kemur á óvart, starfsumhverfið breytist eins og áður segir, en það er náttúrulega hluti af þessu starfi og reyndar hluti sem gerir þetta mjög spennandi og skemmtilegt, að takast á við nýjar áskoranir.“ Fjölnismenn hafa vakið nokkra athygli á síðustu árum fyrir það bæði að spóla sig nokkuð hratt upp í gegnum neðri deildirnar og fyrir ágætan árangur í úrvalsdeildinni án þess þó að sópa til sín leikmönnum. Unglingastarfið hefur svo sannarlega skilað sínu og stefnan er og verður sú að byggja á heimaöldum leikmönnum. „Já, stefnan hefur alltaf verið sú að ungir heimamenn myndi kjarnann í liðinu og það breytist seint“, segir Kári. „Við erum með ansi marga stráka sem eru búnir að spila lengi með Fjölni, komu upp í gegnum yngri flokkana og á þessu byggjum við. Við höfum verið frekari rólegir á leikmannamarkaðnum og höfum ekki tekið þátt í þessum stóru boðum, en hins vegar höfum við sótt okkur gæði og reynslu þegar það hefur átt við, ungt félag sem byggir á ungum heimamönnum verður að sækja sér reynslu og ég held að það hafi lukkast ágætlega.“
Komust upp 2002
Fjölnismenn vöknuðu svolítið til lífsins árið 2002 þegar þeir komust upp úr þriðju deild, því þeir fóru beint upp úr annarri deild árið eftir og stöldruðu svo við í fyrstu deildinni í fjögur ár á meðan þeir bjuggu sig undir úrvalsdeildarátökin. Hnykkurinn sem á vantaði kom sumarið 2007, en þá varð Fjölnir í þriðja sæti fyrstu deildar og tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni. „Ég held að við höfum þá verið búnir að ná okkur í þá reynslu sem vantaði næstu árin á undan. Við áttum í basli í fyrstu umferðunum og bjartsýnin var kannski ekki alveg að gera út af við okkur, en svo náðum við okkur á strik og spennan í lokaumferðunum var alveg rosaleg. Við vorum tæpir, en þetta hafðist. Hluti af þessari velgengni skrifast á reynsluna og uppbyggingarstarfið sem var farið að skila sér og svo vorum við mjög heppnir að fá Ása sem þjálfara. Við vorum búnir að leita mjög að hæfum þjálfara 2005 og Ási lét loksins undan“, segir Kári og hlær. Kári er á því að úrvalsdeildarsætið og frábær byrjun á mótinu 2008 séu hápunktarnir í sögu knattspyrnudeildar, hingað til.
„Já ég held að það sé ekki spurning. Þarna rættist langþráður draumur og ég held að við höfum hreinlega farið upp þegar við vorum tilbúnir til þess. Þetta var bara gaman, menn sáu þarna stóra og mikla möguleika og það var ekki verra að byrja svona vel í úrvalsdeildinni. Sumarið 2008 verður svo alltaf í minnum haft í Grafarvoginum, við byrjum á því að vinna fyrstu þrjá leikina, m.a. fyrsta heimaleikinn okkar í úrvalsdeild en þá komu KR-ingar í heimsókn. Það eru dagur og leikur sem seint líða úr minni. Þegar svona gengur eykst líka áhuginn og það er auðvitað jákvætt.“ Fjölnismenn urðu í sjötta sæti úrvalsdeildar í fyrra og í sumar eru þeir að upplifa það að annað árið í efstu deild getur reynst strembið. „Já, við erum að fá smjörþefinn af því“, segir Kári. „Við erum reyndar búnir að eiga marga mjög góða leiki í sumar, leiki sem við hefðum átt að vinna eða fá eitthvað út úr en hafa endað illa fyrir okkur. Síðasti leikurinn okkar, gegn ÍBV í Eyjum, er gott dæmi um þetta. Við áttum eiginlega leikinn en fáum á okkur þrjú mörk og stundum falla hlutirnir bara svona. Þegar svona gengur styttist svo í pirringinn og þá fer spjaldasöfnunin að segja til sín. Við erum ekki með breiðasta hópinn í deildinni og það munar um það fyrir okkur að missa menn í leikbönn, það eru t.d. fjórir í leikbanni gegn FH. Það þýðir ekkert að missa sig í þessu, menn verða bara að halda haus og vera jákvæðir.“
Hef ekki áhyggjur
„Ég er ekki farinn að hafa áhyggjur af falli úr úrvalsdeildinni, ekki ennþá“, segir Kári þegar við spyrjum um mat hans á lokasprettinum í úrvalsdeildinni. „Það verður þá bara að taka því eins og það er, ef það gerist. Þá fer bara ákveðið uppbyggingarferli af stað og við lærum af eldri og reyndari félögum sem gengið hafa í gegnum þetta sama ferli.“ „Ég er hins vegar ekki farinn að hugsa á þessum nótum“, bætir hann við. „Við höfum sýnt það undanfarin ár að við erum með hörkugott lið og góðan þjálfara. Vera okkar í úrvalsdeild og tveir bikarúrslitaleikir á tveimur árum eru engin tilviljun. Það áttu kannski ekki margir aðrir en við sjálfir von á okkur í bikarúrslitunum, en þar sýndum við hvers við erum megnugir. Það sem gefur þessu gildi er að það eru rosalega margir að fylgjast með og hafa gaman af, ekki síst þegar vel gengur“, sagði Kári Arnórsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis að lokum.
8
Björt framtíð Ásmundur Arnarsson tók við þjálfun karlaliðs Fjölnis árið 2005, en hann vakti athygli fyrir þjálfunarhæfileikana á sömu slóðum og fyrst fór að örla á knattspyrnuhæfileikunum; heima á Húsavík. Ásmundur hóf knattspyrnuferlinn með Völsungi og lék um árabil með Þór Akureyri og Fram, með stuttri viðkomu í Breiðabliki, og þótti liðtækur í meira lagi. En Ásmundur var ekki við eina fjölina felldur hvað íþróttirnar varðar. „Ég hafði óhemju mikinn áhuga á íþróttum almennt og prufaði að æfa margar íþróttagreinar“, segir Ásmundur. „Ég æfði bæði handbolta og fótbolta og í nokkur ár spilaði ég í meistaraflokki í báðum greinum. Það var mikill handboltaáhugi á Húsavík á sínum tíma og þótt við hefðum spilað í 2.deild var mikil stemning og yfirleitt 4-600 manns á leikjum. Það kom þó sá tími að ég varð að velja á milli. Þá var ég um tvítugt og fótboltinn heillaði meira.“ Hvernig myndirðu skilgreina þig eða lýsa þér sem knattspyrnumanni? „Þett er erfið spurning“ segir Ásmundur kíminn. „Í dag er ég aðallega þungur, hægur og frekar rangstæður. Ég var aldei neitt tæknitröll, en ætli mínar sterku hliðar hafi ekki verið klókindi og leikskilningur. Ég var líka samviskusamur og vinnusamur leikmaður og gat því spilað í mörgum stöðum. Ég á t.d. leiki í efstu deild sem senter, miðjumaður, kantmaður og hafsent. Még gekk yfirleitt mjög vel að skora þannig að ég endaði oftast sem sóknarmaður.“
Úr Fram í Völsung
Það vakti nokkra athygli þegar Ásmundur yfirgaf herbúðir Fram sumarið 2002, hélt á heimaslóðir og gerðist spilandi þjálfari Völsunga. Undir hans stjórn fóru Húsvíkingar upp í 1.deild sumarið 2003 og okkur lék forvitni á að vita meira um þetta skeið með Völsungum. „Þetta var gríðarlega skemmtilegur tími. Eftir frábært sumar með Fram 2001 náði ég ekki að festa mig í sessi í liðinu árið eftir og orðinn þrítugur ákvað ég að spila með Völsungi seinni hluta sumars 2002. Það þróaðist
þannig að ég tók við liðinu um haustið og var spilandi þjálfari fyrir norðan 2003 og 2004. Yfir vetrartímann var stór hópur liðsins hér fyrir sunnan og ég var því hér og var með topp aðstoðarmann fyrir norðan sem sá um hópinn þar. Yfir sumartímann fórum við svo öll fjölskyldan norður. Það er frábært að vera á Húsavík á sumrin, mjög barnvænt og alltaf gott veður eins og allir vita, þannig að þetta var góður tími. Ekki skemmdi fyrir að það gekk vel í boltanum, við unnum 2.deildina 2003 og enduðum í 6.sæti í 1.deild 2004, einu sæti ofar en Fjölnir, sem fór upp með okkur árið á undan.“ Stefndi hugurinn alltaf að þjálfun? „Já, ætli megi ekki segja það“, svarar Ásmundur. „Ég hef alla tíð verið viðloðandi þessa hluti. Pabbi var töluvert í þjálfun á sínum tíma og ég fylgdi honum oft á æfingar. Ég byrjaði sjálfur að þjálfa um 16 ára aldurinn, eða í kringum 1988 og hef starfað við þjálfun nokkurn veginn síðan, með smá hléum. Ég hef m.a. þjálfað handbolta hjá Völsungi, Þór, Gróttu og Gróttu/KR og hef þjálfað knattspyrnumenn á öllum aldri hjá Völsungi, Fram og Fjölni.“ Fannstu fyrir pressu þegar þú tókst við Völsungsliðinu á sínum tíma? „Maður setur sjálfan sig alltaf í ákveðna pressu því maður vill ná árangri. Það er hluti af þessu. En ég fann ekki fyrir utanaðkomandi pressu á neikvæðan hátt, ekki frekar en hér í Grafarvogi. Ég held ég hafi líka verið mjög heppinn með samstarfsmenn í þessu hingað til, bæði stjórnarmenn og aðstoðarmenn.“
Viðbrigði að koma til Fjölnis
Ásmundur tók við þjálfun Fjölnisliðsins árið 2005, en þá lék Grafarvogsfélagið í fyrstu deild og varð í fjórða sæti þegar upp var staðið. Árið eftir urðu Fjölnismenn í þriðja sæti, þremur stigum á eftir HK sem fylgdi Fram upp í úrvalsdeildina. Það hafa væntanlega verið viðbrigði að taka við Fjölni, eða hvað? „Það voru ákveðin viðbrigði að taka við félag sem maður þekkti ekkert til í“, segir Ásmundur. „Það var líka mjög lítill hópur til að byrja með og mikil vinna að safna saman í lið á þeim tíma.“ Fékkstu frið og tíma til að móta liðið og setja þitt mark á það? „Ég er á mínu fimmta ári með liðið þannig að ég hef vissulega fengið frið og tíma til að móta liðið.“
Væntanlega hafa það verið vonbrigði að vera í tvígang býsna nærri því að fara upp, 2005 og 2006, en eftir á að hyggja, var þetta kannski góður skóli og nauðsynlegur kafli í þróun Fjölnisliðsins? „Nei, ég myndi ekki orða það þannig að það hefðu verið vonbrigði“, segir Ásmundur. „Eins og ég sagði áðan þá byrjuðum við með lítinn hóp fyrsta árið og markmiðin voru skýr; að halda liðinu uppi yrði frábær árangur. Við vorum í fallbaráttu allt sumarið en undir lokin voru 3 lið sem höfðu stungið af en öll hin voru í hnapp og allt gat gerst. Fyrir síðustu umferð áttum við möguleika á því að falla ef við töpuðum á Siglufirði. Aðstæður voru slæmar, völlurinn rennandi blautur og menn sukku niður fyrir ökkla. Þetta var nokkurs konar mýrarbolti sem við unnum 4-1 og önnur úrslit þróuðust þannig að við enduðum í 4.sæti og allir voru auðvitað mjög ánægðir með það. Árið eftir vildum við reyna að fá meiri stöðugleika í liðið og ekki vera í fallbaráttu. Það tókst vel til og við áttum möguleika á því að fara upp í úrvalsdeildina með sigrí í síðustu umferð. Það var leikur gegn KA fyrir norðan og ég man að við sóttum látlaust í leiknum en tókst ekki að skora. Undir lok leiksins fékk svo Hreinn Hringsson stungusendingu inn fyrir og skoraði og við töpuðum leiknum 0-1. Svekkjandi, en þriðja sætið var engu að síður mjög ásættanlegt. Árið 2007 settum við stefnuna markvisst á úrvalsdeildarsæti og það tókst í fyrstu tilraun. Auk þess fór liðið í bikarúrslit sem frægt varð og tapaði 1-2 fyrir FH í framlengdum leik. Fyrsta árið í úrvalsdeild gekk mjög vel svo ég tel þróunina á liðinu hafa verið að mörgu leyti mjög góða og að liðið hafi farið upp á réttum tíma. Nú er hins vegar brekka hjá okkur og það er gríðarleg barátta framundan við að halda liðinu uppi.“ Þú minnist á sumarið 2007 og að þá hafi stefnan verið markvisst sett á úrvalsdeildarsæti og það tókst; þriðja sæti fyrstu deildar, tveimur stigum á eftir Grindavík og Þrótti R. og stigi fyrir ofan ÍBV. Þetta sumar féll aðeins eitt lið úr úrvalsdeildinni og þrjú lið fóru upp. Hvernig var þessi upplifun? „Þetta var ótrúleg upplifun. Deildin var virkilega skemmtileg og í fyrsta sinn var leikið í 12-liða deild á Íslandi. Við byrjuðum ílla, vorum komnir með 1 stig eftir 3 umferðir en fengum svo sterka lánsmenn inn eins og frægt var og fljótlega upp úr því blómstraði liðið. Við unnum nokkra stóra sigra og fórum alla leið í bikarúrslitaleik og upp í úrvalsdeild
9
og úr varð ævintýri sem menn gleyma seint. Þetta ár varð líka mikil vakning í Grafarvogi og sífellt fleiri létu sjá sig á vellinum.“
Góð stemning í hópnum
Óhætt er að skilgreina Fjölnismenn sem spútniklið úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, en Grafarvogsliðið þótti leika glimrandi skemmtilegan og árangursríkan fótbolta. Fjölnir varð í sjötta sæti deildarinnar og lagði svolítið línurnar með því að vinna þrjá fyrstu leiki sína. Hver var lykillinn á bak við ágætan árangur ykkar í fyrra? „Við vorum með góða blöndu af leikmönnum og frábæra stemningu í hópnum. Menn náðu vel saman og mórallinn frábær. Árangur liðsins árið áður gaf mönnum líka mikið sjálfstraust og svo hafði það sitt að segja að við náðum góðri byrjun á mótinu.“ Fjölnisliðið varð fyrir nokkurri blóðtöku í lok síðustu leiktíðar, lykilmenn hurfu á braut og lögðu skóna á hilluna og uppstokkunin hefur haft nokkur áhrif á liðið í sumar. Fjölnismenn
hafa þó verið að finna fjölina sína í síðustu leikjum og þreifingar og breytingar í fyrstu umferðunum í sumar eru væntanlega tilkomnar vegna þessara breytinga á leikmannahópnum? „Nei, ekki beint, við vorum að spila á í vetur á ákveðnum kjarna sem náði vel saman og byrjunarliðið fyrst í sumar var byggt á þessum kjarna. Strax eftir aðra umferð misstum við einn varnarmann í bann og annan í meiðsli og neyddumst þá til að gera breytingar. Þær breytingar gengu ekki upp og því þurftum við að vera með of miklar hræringar og breytingar á varnarlínunni framan af móti.“ Hvernig er að upplifa pressuna sem fylgir óhagstæðum úrslitum? „Það er auðvitað ekki skemmtilegt en eigum við ekki að vona að þetta þroski mann og styrki á endanum? Það er að sjálfsögðu skemmtilegra þegar vel gengur en það er í þessu eins og lífinu sjálfu að menn þurfa að upplifa bæði góða og slæma tíma og það eina sem maður getur gert er að gera
sitt besta og reyna að læra af reynslunni. Svo lengi lærir sem lifir“, segir Ásmundur spekingslegur á svip. Er rétta kerfið og rétta blandan fundin? „Þetta hefur alla vega gengið betur eftir breytingar en það er aldrei neitt endanlegt í þessu. Síðustu tveir leikir hafa ekki gengið nógu vel og við þurfum bara að meta hvert verkefni fyrir sig til að ákveða hvernig best er að stilla upp.“ Hvernig meturðu framtíðarhorfurnar hjá Fjölni? „Ef rétt er haldið á spilunum eru framtíðarhorfurnar mjög góðar. Barna- og unglingastarf félagsins hefur verið öflugt undanfarin ár. Það eru margir efnilegir strákar í yngri flokkunum, nokkrir að koma upp úr yngri flokkum og það þarf að hlúa vel að þeim. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir dafna á næstu árum. Framtíðin er björt í Grafarvogi.“
10
Hr. Fjölnir Gunnar Már Guðmundsson er í ábyrgð á þessu. Ég var reyndar í fótbolta allan liðlangan daginn sem krakki en beit raun holdtekja knattspyrnuliðsins það í mig að mæta ekki á æfingar, en Andri í Grafarvoginum, baráttuglaður dró mig með. Eftir það var ekki aftur snúið.“ og flinkur miðjumaður sem gegnir algjöru lykilhlutverki í vexti og Snemma fastamaður Gunnar Már lék sína fyrstu leiki með viðgangi Fjölnisliðsins. Gunnar meistaraflokki í úrslitakeppni þriðju deildar er gegnheill Fjölnismaður, mætti sumarið 2001 og var orðinn fastamaður í liðinu sumarið eftir. Hann hefur lagt býsna á sína fyrstu æfingu fyrir tæpum þung lóð sín á vogarskálarnar í uppsveiflunni tuttugu árum og hefur átt sem skilaði Fjölni upp í aðra deild 2003, upp drjúgan þátt í uppgangi félagsins, í fyrstu deild 2004 og upp í úrvalsdeild 2008. „Svona eftir á að hyggja, þótt maður sæi það enda gengur hann undir nafninu nú kannski alveg þannig akkúrat þá, held ég að það hafi verið ágætt að við stoppuðum Hr.Fjölnir. „Nei nei, þetta truflar mig ekkert“, segir Gunnar Már þegar við spyrjum hann út viðurnefnið. „Ég vinn og spila hjá félaginu, þetta er nánast eins og annað heimili. Þetta viðurnefni varð nú eiginlega til í þröngum hópi og hefur fest sig í sessi og það þýðir ekkert að láta þetta trufla sig eða stressa sig á þessu.“ „Ég ætlaði ekkert að fara að æfa fótbolta“, segir Gunnar Már um fyrstu sprettina á fótboltavellinum, „og það má eiginlega segja að Andrei Steinn vinur minn beri
aðeins í fyrstu deildinni, fengum tíma til þess að leyfa liðinu og félaginu í heild að þroskast og þróast“, segir Gunnar Már. „Stóra árið okkar er 2007, þegar við tryggjum okkur upp í úrvalsdeildina og förum í bikarúrslitin og að mínu mati vorum við með betra lið þá en í fyrra. Það er a.m.k. betra í minningunni. Menn eins og Atli Viðar, sem var í láni frá FH, reyndust mjög dýrmætir og vandamálið í fyrra var kannski það að okkur vantaði afgerandi markaskorara. Þetta voru mjög áþekk lið reyndar.“ Fjölnismenn komu með látum inn í úrvalsdeildina sumarið 2008 og voru fljótir að kveða niður hrakspar og efasemdarraddir. „Þetta byrjaði vel, við vorum sterkir í fyrri umferðinni og náðum að staðsetja okkur ágætlega í deildinni. Við brotnuðum ekki þótt við hefðum tapað nokkrum leikjum í röð og sýndum svolítið úr hverju við erum gerðir með því að vinna þrjá síðustu leikina. Við tókum svo eftir því í seinni umferðinni að andstæðingarnir voru farnir að mæta okkur á allt annan hátt, voru hættir að reikna með auðveldum leik gegn okkur og óttuðustu hraðann sem við bjuggum yfir.“ „Þetta er nú búið að vera svolítið vonbrigðasumar“, segir Gunnar Már um stöðu liðsins í dag. „Ég er á því að við séum betri en liðin sem eru í næsta nágrenni við okkur í
deildinni, en við höfum lent í vandræðum með að klára leiki þar sem við erum klárlega betri aðilinn. Í fyrra unnum við báða leikina gegn öllum þremur neðstu liðunum í deildinni, það eru heil 18 stig, en okkur hefur ekki gengið alveg jafnvel í þessari baráttu í sumar. Kannski gera sér ekki allir grein fyrir því hvað við misstum stóra og mikilvæga pósta úr liðinu frá því í fyrra; miðverðirnir, Óli Stefán og Kristján Hauks, eru báðir farnir, vængmennirnir, Pétur Markan og Ólafur Páll, eru báðir farnir og þriðji vængmaðurinn, Ómar, hefur lítið getað spilað í sumar vegna meiðsla. Það er erfitt að bregðast við svona brottfalli. Við spáðum reyndar lítið í þetta í vetur og vorum að spila ágætlega, komum ágætlega undan vetri en svo missum við taktinn. Nú mæðir meira á lykilmönnunum og ég held að við séum stöðugt að verða betri. Við erum fjarri því að vera hættir, ef við vinnum fjóra af síðustu sex leikjunum höldum við okkur uppi. Það er kannski einkennilegt að standa með 12 stig eftir 16 leiki og ætlar sér önnur 12 stig í næstu 6 leikjum, en við getum þetta og gerum þetta.“
Vildi alltaf leika með Fjölni
Gunnar Már vakti fyrst athygli í fyrstu deildinni og þá þegar heyrðust af því kviksögur að félög í úrvalsdeildinni renndu til hans hýru auga. Það stóð hins vegar aldrei til, og stendur ekki til ennþá, að leika með öðru liði á Íslandi en Fjölni. „Nei, það hefur aldrei komið til greina. Það var aldrei inni í myndinni, ekki einu sinni á meðan við vorum í fyrstu deildinni. Frá því að ég var patti var ég staðráðinn í að spila með Fjölni í úrvalsdeildinni og mér hefur aldrei dottið það í hug einu sinni að fara eitthvert annað, ekki nema þá til útlanda.“ Gunnar Már var orðaður við Crewe Alexandra á Englandi fyrir skemmstu og í kjölfar þeirra fregna vildu margir meina að gæfuríkt samband hans og Fjölnis væri orðið stirt. „Nei, það er það nú alls ekki. Auðvitað koma tímabil þar sem hlutirnir ganga upp og ofan, en það er bara eins og með allt annað. Ég vildi alls ekki að þetta Crewe-mál rataði í fjölmiðla og taldi því reyndar algjörlega lokið, en þessar fregnir komu annars staðar frá og urðu að úlfaldanum margfræga. Nú er þetta bara búið og það er engin fýla í gangi. Sögusagnir af reiði og pirringi og jafnvel sambandsslitum eru orðum ofauknar“, sagði Hr.Fjölnir, Gunnar Már Guðmundsson að lokum.
11
Uppgangur Fjölnis
á hraðri uppleið síðan 2002
Knattspyrnulið Fjölnis hefur farið býsna geyst á undanförnum árum og árangur félagsins hefur verið með miklum ágætum. Liðið fór á tiltölulega skömmum tíma úr þriðju deild upp í úrvalsdeild og hefur leikið til úrslita í bikarkeppninni tvö ár í röð. Fjölnir rúllaði upp A-riðli 3.deildar sumarið 2002, varð 12 stigum á undan KFS og bætti þar með upp fyrir vonbrigði ársins á undan. Þá varð liðið í öðru sæti þessa sama riðils og tapaði fyrir Völsungi í úrslitakeppni 3.deildar. Eftir sigurinn í A-riðilinum fóru Fjölnismenn mikinn í úrslitakeppninni, mættu að lokum KFS í úrslitaleik og máttu sætta sig við tap í vítaspyrnukeppni. Bæði lið tryggðu sér sæti í 2.deild. Fjölnismenn stöldruðu stutt við í 2.deild sumarið 2003. Liðið varði 2.sæti, sex stigum á eftir toppliði Völsungs og tryggði sér þar með sæti í fyrstu deild. Fjölnismenn tóku einnig þátt í bikarkeppninni, en höfðu ekki erindi sem erfiði; töpuðu fyrir Núma 1-2 strax í 1.umferð.
Strembið ár
Fyrsta ári Fjölnismanna í 1.deild, sumarið 2004, reyndist nokkuð strembið. Fjölnismenn
urðu í sjöunda sæti, áttu í raun aldrei möguleika á að blanda sér í toppbaráttu deildarinnar og voru reyndar ekki nema þremur stigum frá fallsæti. Í bikarkeppninni slógu Fjölnismenn Leikni út í 2.umferð eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð, Fjölnir vann að lokum 4-3 í vítaspyrnukeppni, en ÍBV hafði svo betur, 2-1, í 32-liða úrslitunum. Ásmundur Arnarsson tók við þjálfun Fjölnisliðsins 2005 og hann hafði strax ágæt áhrif á liðið og gengi þess. Fjölnir varð í fjórða sæti 1.deildar, var mun nær því að blanda sér í toppbaráttuna en árið á undan en varð þó einum 15 stigum á eftir Víkingum frá Reykjavík, sem urðu í öðru sæti og fóru upp í úrvalsdeildina. Í bikarkeppninni var tapsins gegn Núma tveimur árum áður hefnt grimmilega, Fjölnir vann 9-0 í annarri umferð, en tapaði svo fyrir Keflavík, 3-4, í 32liða úrslitunum. Sumarið 2006 stimpluðu Fjölnismenn sig hressilega inn og ljóst var að félagið var á uppleið. Eftir spennandi og taugastrekkjandi toppbaráttu í fyrstu deildinni urðu Fjölnismenn að sætta sig við þriðja sætið, þremur stigum á eftir HK, og þar með áframhaldandi veru í næstefstu deild. Bikarþátttakan var með styttra móti þetta árið, en Fjölnir steinlá gegn Fram, 0-4, í 3.umferð.
Æsileg toppbarátta
Brotið var blað í sögu Fjölnis, fyrr en margir áttu von á, sumarið 2007. Eftir einhverja æsilegustu toppbaráttu í manna minnum urðu Fjölnismenn í 3.sæti fyrstu deildar, tveimur stigum á eftir Grindavík og Þrótti Reykjavík en með þremur stigum meira en ÍBV. Fjölnismenn tryggðu sér í raun sæti í efstu deild með sigri á Þór í næstsíðustu umferðinni og gátu leyft sér að tapa fyrir ÍBV í Eyjum í lokaumferðinni. Fjölgað var í úrvalsdeild 2008 og því fóru þrjú lið upp úr fyrstu deild; Grindavík, Þróttur Reykjavík og Fjölnir. Bikarævintýri Fjölnismanna hófst með 2-1 sigri á Njarðvík í 3.umferð og var fram haldið með sigrum gegn Stjörnunni, 3-2, Fjarðabyggð, 4-3, og Haukum, sömuleiðis 4-3. Fjölnir hafði betur gegn Fylki í undanúrslitum 2-1 og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrsta sinn. Í úrslitaleiknum mættust Fjölnir og FH, sem þetta árið missti Íslandsbikarinn yfir á Hlíðarenda, og Hafnfirðingar höfðu betur á Laugardalsvelli 2-1.
Bikarævintýri
Sumarið 2008 þreyttu Fjölnismenn frumraun sína í úrvalsdeildinni og komu liða mest á óvart. Fjölnir vann fyrstu þrjá leiki sína í úrvalsdeildinni; gegn Þrótti úti, KR heima og Grindavík úti. Sérstaka athygli vakti sigurinn gegn KR, 2-1, í fyrsta heimaleiknum í úrvalsdeildinni. Fjölnismenn misstu hins vegar fótanna í kjölfar þessara þriggja leikja, töpuðu næstum fjórum leikjum sínum og sumir gengu svo langt að afskrifa þá. Þeir snéru hins vegar inn á sigurbrautina aftur, spiluðu árangursríkan fótbolta og nældu í nógu mörg stig til að ljúka leik í 6.sæti, þægilega fjarri fallbaráttu. Bikarævintýrið hélt áfram 2008. Fjölnir vann KFS 6-0, ÍBV 2-1 og Víking 1-0 í 8-liða úrslitunum. Annað árið í röð mættust Fjölnir og Fylkir í undanúrslitum og annað árið í röð höfðu Fjölnismenn betur,að þessu sinni 4-3 í eftirminnilegum háspennuleik. Andstæðingarnir í úrslitunum sjálfum voru KR-ingar, sem tryggðu sér bikarmeistaratitilinn með sigri, 1-0.
12
Í okkar höndum
Magnús Ingi Einarsson gekk „Það hefur myndast frábær stemmning um að ef við náum í 12 af þessum 18 í og stuðningsmönnunum hefur stigum sem eftir eru í pottinum höldum til liðs við Fjölni frá FH 2005, um fjölgað mikið frá því ég kom í félagið. við okkur uppi.“ svipað leyti og Ásgrímur Arnarsson Káramenn hafa staðið þétt við bakið tók við þjálfun liðsins, og hann á okkur í gegnum árin og þeir eiga Tekur tíma að slipa saman lið stóran þátt í þeim árangri sem náðst hefur því tekið þátt í skemmtilegri hefur. Nú síðast komu þeir með okkur Það vill svo skemmtilega til að Fjölnismenn urðu í þriðja sæti fyrstu til Vestmannaeyja og sungu sig hása frá deildar bæði 2006 og 2007; fyrra uppsveiflu í Grafarvoginum. til lendingar. Því miður hafði árið sátu þeir eftir með sárt ennið en „Þetta er búið að vera mjög flugtaki það ekki tilætluð áhrif á dómarann, ári síðar tryggði bronsið þeim sæti í skemmtilegt“, segir Magnús, „enda sem stressaðist upp og flautaði með úrvalsdeildinni. hefur þetta lengstum gengið mjög heimaliðinu í kjölfarið. “ „Þetta er svolítið sérstakt“, segir Magnús hlæjandi, „en skýringin er auðvitað sú að vel. Ég vissi í rauninni ekki alveg út liðunum í efstu deild var fjölgað 2008 og Baráttan framundan í hvað ég var að fara þegar ég kom „Þetta er algjörlega í okkar höndum“, því fóru þrjú lið upp úr fyrstu deildinni. frá FH, en árangurinn er að mörgu segir Magnús fyrirliði þegar hann er Við vorum samt miklu öruggari á þriðja út í næstu leiki Fjölnismanna og sætinu seinna árið og hefðum kannski leyti betri en reiknað hafði verið spurður baráttuna framundan. „Við erum ekkert sótt fastar að silfrinu hefðum við ekki með, ekki síst með tilliti til þess í neitt sérstaklega eftirsóknarverðri verið búnir að tryggja okkur upp. Það stöðu og það væri kjánalegt að halda var stígandi í þessu og liðið var orðið hvað Fjölnir er ungt félag.“ því fram að maður hefði ekki svolitlar áhyggjur af þessu, en ég er sannfærður
betra. Þetta var náttúrulega ungt lið, bæði hvað varðar aldur leikmanna og svo var Ási nánast með nýjan hóp í höndunum 2005, og það tekur tíma að slípa þetta saman. Góð fótboltalið verða ekki til á einni nóttu.
Fjölnismenn vöktu verðskuldaða athygli í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og komu mörgum á óvart með ágætum leik og nokkuð góðum árangri. „Þetta kom mér og okkur ekkert endilega á óvart, við sýndum það sumarið 2007 þegar við komumst í bikarúrslitin á móti FH að við vorum komnir á þann stað að geta unnið hvaða úrvalsdeildarlið sem er. Þegar við erum í ágætu standi og mætum rétt stemmdir til leiks þá stöndumst við flestum snúning. Fyrri umferðin í fyrra var fín, við vorum með í toppbaráttunni og ég skal alveg viðurkenna það að við vorum þá að gera örlítið betur en ég reiknaði með fyrirfram. Það hallaði aðeins undan fæti í seinni umferðinni, en við náðum góðum endaspretti og þegar upp var staðið held ég að við höfum endað í því sæti sem við áttum skilið.“ „Við fundum svo sem ekki mikið fyrir aukinni pressu“, svarar Magnús þegar við spyrjum hann út í fylgifiska óvæntrar velgengni í efstu deild. „Það sem breyttist var að liðin fóru að taka okkur alvarlega, mættu
13
ekki lengur í leiki gegn okkur og reiknuðu með að rúlla okkur upp.“
Gætum verið í betri stöðu
„Sumarið í sumar hefur ekki gengið alveg sem skyldi“, segir Magnús þegar talið berst að stöðu liðsins í dag. „Við höfum ekki náð að fylgja eftir þessum ágæta árangri í fyrra og það má eflaust finna á því nokkrar skýringar. Við missum einhverja fjóra eða fimm leikmenn, en það kemur alltaf maður í manns stað, þótt það geti verið erfitt að bæta upp fyrir reynsluna sem hvarf úr liðinu. Hugsanlega má segja að við höfum á köflum verið óheppnir, en ekki má gleyma því að menn skapa sér að miklu leyti sín eigin örlög. Ég er á því að liðið hefði ekkert endilega átt að vera lakara en í fyrra og það var enginn beygur í mér fyrir tímabilið. Við gætum vissulega verið í mun betri stöðu, það eru nokkrir leikir þar sem við hefðum átt að gera betur og hafa skilað sér í agalegu svekkelsi. Í upphafi móts voru hlutirnir eru ekki að falla fyrir okkur og
okkur gekk erfiðlega að finna taktinn. Leikkerfinu var breytt og breytingar voru gerðar á liðinu til þess að reyna að finna réttu blönduna og undir lok fyrri umferðar fór þetta að smella saman og við fórum að tína inn stig. Við eigum nokkra ágæta leiki, en svo koma þessir tveir gríðarlegu mikilvægu leikir gegn Þrótti og ÍBV sem tapast og það er hrikalega svekkjandi. Leikurinn gegn Þrótti var skelfilegur, hreint og klárt, en við vorum betri gegn ÍBV. Við spiluðum ágætlega og vorum að mörgu leyti betri aðilinn, en fengum á okkur ódýr mörk og náðum ekki að nýta þau færi sem við fengum og því fór sem fór.“
Sannfærður um að ná 12 í stig
Er fyrirliðinn farinn að hafa áhyggjur af falli í fyrstu deild? „Maður er auðvitað ekkert alveg rólegur ef og maður væri alveg pollrólegur og gerði sér ekki grein fyrir stöðu mála þá væri maður hreinlega á rangri hillu. Þetta er hins vegar í okkar höndum og ég er sannfærður um að náum við í 12
af þessum 18 stigum sem eftir eru í pottinum höldum við sæti okkar. Það er alveg á hreinu að tvö af liðunum í úrvalsdeildinni ná ekki í 24 stig. Við eigum eftir að rífa okkur upp, ég er ekki í vafa um það. Það hefur viljað loða við þetta lið að lenda í vandræðum gegn andstæðingum sem það á að standa jafnfætis eða jafnvel skrefi framar og nú eigum við eftir að spila upp fyrir okkur nánast til loka. Það hefur einhvern veginn hentað okkur betur að spila á móti liðum sem eiga að vera betri en við og það er ágætt, miðað við stöðuna í deildinni eins og hún er í dag. Þetta er eins og ég segi algjörlega í okkar höndum, 12 stig í viðbót og þá höldum við okkur uppi. Nú þurfa allir í félaginu að leggjast á eitt til að svo megi verða. Við leikmennirnir erum ekki búnir að gefast upp, því get ég lofað, og vonandi mæta sem flestir á þá leiki sem eftir eru til að styðja við bakið á okkur.“
14
ÁFRAM FJÖLNIR!
Alhliða pípulagnir Sími: 567 1478
Málarameistarar ehf Sími: 568 0249
Heggur ehf Sími: 862 1524
Víkurós ehf Sími: 587 7760
Runni - Blómabúð Sími: 567 0760
Kári Árnórsson ehf Sími: 660 4060
Bifreiðaverkstæði Einars Þórs Sími: 567 0080
Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Sími: 577 7080
Tannlæknastofa Theódórs Sími: 577 1666
Hjólbarðaversktæði Grafarvogs Sími: 567 4468
Betri lagnir ehf Sími: 661 7321
15
16
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - 1203 - Actavis 806031
Höfuð, herðar…
Íbúfen®
– Bólgueyðandi og verkjastillandi Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- og nýrnasjúkdóm ætti ekki að nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki mælt með stærri skammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Júlí 2004.