Grindavikurblad 2008

Page 1

2007

Meðal efnis: Bjartir dagar Grindavík er minn heimabær Leikmaður ársins Dreymdi fallið og upprisuna Grindavík alltaf fyrsti kostur Liðið sterkara í ár

Eysteinn Húni kann vel við sig í Grindavík

MÓRALLINN EINSTAKUR Í GRINDAVÍK


2

Við styðjum Grindavík til sigurs!

Köfunarþjónusta Gunnar Jóhannesson Öll almenn köfun S: 486 7006 - 892 8658 - 852 8658

Allan sólarhringinn

Trésmíðaverkstæðið Grindin hf Hafnargötu 9a, 240 Grindavík s. 4268574

Áfram Grindavík


3

Bjartir dagar Það var hlutskipti meistaraflokks karla að falla um deild á liðnu ári, eitthvað sem engin átti von á. En þegar menn höfðu jafnað sig var blásið til sóknar og stefnan tekin á efstu deild og þegar þetta er skrifað hefur liðið spilað 6 leiki 5 sigrar og eitt jafntefli undir stjórn Milan Stefáns Jankovic og Dragan. Það kom í ljós það sem kannski allir vissu að félagið á ótrúlega dygga stuðningsmenn sem ekki snúa við okkur baki þegar á móti blæs. GRV, sameinað lið Grindavíkur, Reynis og Víðis í kvennaflokki stóð sig með miklum sóma þar sem stelpurnar úr Grindavík voru mjög áberandi. Yngri flokkar félagsins bæði piltar og stúlkur stóðu sig með miklum ágætum undir styrkri stjórn Jóns Óla en hann ásamt Milan Stefáni Jankovic, Ægi Viktorssyni og Pálmari Guðjónssyni sáu um þjálfun. Jón Óli lét af störfum um áramót, við þökkum honum góða samvinnu og óskum honum og fjölskyldu hans velfarnaðar. Stór dagur rann upp er fyrsta skóflustunga að nýju fjölnota íþróttahúsi var tekin á vordögum, einnig voru gömlu búningsklefarnir endurnýjaðir, og er bæjarstjórn færðar bestu þakkir. Í apríl var gert samkomulag við Grindavíkurbæ um að knattspyrnudeildin tæki að sér umhirðu og rekstur mannvirkja tengdum deildinni og er það von okkar að framhald verði á því samstarfi. Á síðasta aðalfundi deildarinnar lét Jónas Þórhallsson af störfum sem formaður og eru honum þökkuð frábær störf sem formaður. Við vonumst til að við eigum eftir að njóta starfskrafta hans í þágu félagsins um ókomna tíð. Ég vil að lokum þakka samstarfsfólki, styrktaraðilum, stuðningsmönnum, og leikmönnum fyrir samstarfið á árinu. MEÐ VISSU UM BJARTA DAGA. Jón Halldór Gíslason Formaður Knattspyrnudeildar UMFG.

Meðal efnis: Bls. 3

Bjartir dagar

Bls. 5

Grindavík er minn heimabær

Bls. 6-7

Mórallinn einstakur í Grindavík

Bls. 8

Leikmaður ársins

Bls. 10

Dreymdi fallið og upprisuna

Bls. 12

Grindavík alltaf fyrsti kostur

Bls. 14

Kom aldrei til greina að fara

Bls. 17

Liðið sterkara í ár

Umsjón og ábyrgð: Útgefandi: Media Group ehf Útgáfustjóri: Hilmar Þór Guðmundsson Ritstjórar: Guðmundur M. Ingvarsson Hilmar Þórlindsson Blaðamaður: Róbert Jóhannsson Umbrot: Media Group ehf Prentun: Íslandsprent Aðalstyrktaraðilar Grindavíkur eru:

Bjartir dagar


4

Landvélar

Kæling ehf Stapahrauni 6 Sími: 565 7918

Rafþjónusta Birgis Seljabót 7, Grindavík Sími: 426 7800

H.K. verk ehf Áfram Grindavík


5 Jankó neitar því ekki að það hafi verið áfall fyrir liðið að falla en enginn heimsendir þó. „Það var mjög slæmt að falla en það vekur leikmenn og fólk í Grindavík til að gera betur og koma sterk til baka líkt og Keflavík, Valur og FH gerðu síðast þegar þau féllu. Lið sem falla geta metið stöðuna upp á nýtt og komið sterkari upp og gert góða hluti í úrvalsdeild í stað þess að vera sífellt í kjallarabrölti.“

Grindavík er minn heimabær Milan Stefán Jankovic eða Jankó eins og hann er betur þekktur kom til Grindavíkur frá Júgóslavíu 1991. Hann tók fyrst við þjálfun meistaraflokks 1999 eftir að hafa hætt að leika ári áður en lið undir hans stjórn eru fræg fyrir flottan fótbolta og Jankó er sérstaklega hæfur í mótun ungra leikmanna. Jankó þjálfaði annan flokk Grindavíkur í fyrra með flottum árangri en margir ungir leikmenn eru í liðið Grindavíkur í dag. „Við erum með marga unga og efnilega stráka í liðinu. Markvörðurinn er 18 ára gamall og Jósef sem hefur leikið frábærlega í upphafi leiktíðar er 17 ára. Auk þeirra eru margir aðrir ungir strákar í hópnum og við eigum eftir að sjá enn fleiri í liðinu á næstu árum. Ég spái að við sjáum 7-8 unga leikmenn komu upp úr yngri flokka starfinu inn í aðaliðið á næstu fimm árum. Það er mjög bjart framundan hér í Grindavík,“ sagði Jankó í samtali við Grindavíkurblaðið yfir kaffibolla í félagsaðstöðu liðsins með útsýni yfir fagurgrænan völlinn með stúkuna góðu í baksýn. Ttímabilið hefur farið vel af stað og situr liðið sem fastast í efsta sæti 1. deildar. „Þetta er eins og við stefndum að og við getum ekki annað en verið ánægðir með það. Við erum betri með hverjum leiknum sem líður. Ég tel að við séum

En hver er munurinn á fótboltanum í efstu deild og 1. deild? „Það er minni pressa á liðin í 1. deild. Liðin spila léttari fótbolta og hafa gaman að því sem þau gera. Í úrvalsdeildinni geta allir fallið og því er meiri pressa þar og yngri leikmenn fá færri tækifæri. Allt leikskipulag er varnarsinnað og miður fallegur fótbolti spilaður. Vonandi breytist þetta eftir að það verður fjölgað í 12 liða deild og fleiri góðir ungir leikmenn fái tækifæri. Þessi breyting verður til hins betra fyrir fótboltann á Íslandi og fyrir landsliðið. Ef allir spila fótbolta verða leikmennirnir betri, svo einfalt er það. Ungir leikmenn fá ekki næg tækifæri eins og staðan er í dag en það eru mjög margir efnilegir leikmenn á Íslandi sem fá ekki þau tækifæri sem þarf.“

Margir öflugir leikmenn héldu tryggð við liðið þó það félli niður í 1. deild og segir Jankó að öflugur grunnur heimamanna sé undirstaðan í liðinu nú sem fyrr. „Það eru leikmenn í liðinu sem ég lék með á sínum tíma eins og Óli Stefán, Paul og Scottie. Ég lít á Skotana tvo, Paul og Scottie, sem heimamenn. Þeir hafa verið hér lengi og eru grunnurinn í liðinu með Óla Stefáni, Ray, Guðmundi Andra og fleiri góðum Grindvíkingum.“

Það segir sig sjálft að það sækja færri áhorfendur völlinn í næstefstu deild en þeirri efstu. Hvernig er þetta í Grindavík, er fólk jafn duglegt að sækja völlinn nú og síðustu ár? „Stuðningsmenn Grindavíkur komu sterkir til baka eftir fallið eins og leikmenn. Áhorfendur fjölmenna með okkur á útileiki og styðja vel við bakið á okkur. Ég held að fólkið sé spennt fyrir því að komast aftur upp og styður við bakið á okkur í þeirri baráttu. Svo eru allir mjög hjálpsamir hér í bæ og er fólk alltaf tilbúið að aðstoða félagið í hverju sem er. Stuðningsmennirnir eru í úrvalsdeildar gæðaflokki. Ég myndi segja að liðið þyrfti aðeins að bæta við sig tveimur leikmönnum til að vera meðal fimm bestu í efstu deild. Hópurinn er mjög sterkur eins og stuðningsmennirnir.“

Það kemur ekkert annað en sæti í efstu deild á nýjan leik til greina hjá Grindvíkingum þó vissulega sé erfitt að leika í 1. deild. „Félagið, leikmenn og allir bæjarbúar hafa sett stefnuna upp á ný. Leikmenn leggja sig alla fram í leikjum og sýna mikinn aga í sínum leik og gera það sem er lagt upp með. Allir leikmenn sinna varnarskyldum, líka leikmenn sem hafa ekki gert það áður og það segir margt um einbeitingu manna. Þetta verður samt erfitt því öll lið leggja sig 110% fram gegn okkur. Liðin pakka í vörn og það er erfitt að leika gegn 10 varnarmönnum. Við erum ekki vanir þessu eftir langa veru í úrvalsdeildinni. Við vorum frekar varnarsinnaðir í efstu deild en nú spilum við sóknarbolta. Það er eitthvað sem tekur tíma að aðlagast.“

Grindavík er heimili Jankó og lítur hann á bæinn sem sinn heimabæ þó hann hafi alið manninn í þrjátíu ár í Júgóslavíu áður en hann kom hingað til lands. „Ég hef verið hér í 16 ár. Þetta er minn bær, mitt heimili. Ég á marga vini hér og hér er frábært að vera. Ef við lítum í kringum okkur þá sjáum við þennan flotta völl,“ sagði Jankó og benti út um gluggann; „fólk hér lifir fyrir íþróttir, körfubolta og fótbolta. Það er gaman að vera í Grindavík því fólkið hefur byggt upp öflugt íþróttalíf. Í desember rís knattspyrnuhöll og þá verður enn betra að æfa fótbolta í Grindavík. Þá verður hægt að æfa allan sólarhringinn mín vegna. Unga stráka hefur vantað þessa aðstöðu því það er erfitt að æfa úti á veturna. Þetta verður frábært.“

með nógu góðan mannskap til að koma liðinu upp aftur. Við erum með 18 leikmenn sem geta allir leikið í byrjunarliði og ég reyni að dreifa álaginu á menn. Það skiptir ekki máli hver kemur inn í liðið, það standa sig allir vel. Við reynum að nýta breiddina vel.“

Milan Stefán Jankovic


6 Eysteinn Húni Hauksson er lykilmaður í liði Grindavíkur. Eysteinn er uppalinn á Egilsstöðum þar sem íþróttaáhuginn blossaði upp og hefur hann ekki dvínað síðan. Þess má geta að Eysteinn hefði einnig getað náð langt sem handknattleiksmaður og lék marga unglingalandsleiki í þeirri grein áður en knattspyrnan varð ofaná. Grindavíkur blaðið tók tal af þessum magnaða fýr og spurði hann fyrst út í undirbúning liðsins fyrir þetta Íslandsmót. „Undirbúningurinn var góður, það var æft mjög mikið og hlaupaæfingarnar margar hverjar krefjandi. Ég tel að menn eigi smátt og smátt eftir að átta sig á því hversu mikill happafengur það var að fá Dragan sem aðstoðarþjálfara en það má lesa úr öllu hans fasi að þar er á ferð atvinnumaður fram í fingurgóma. Hann hefur að mínu mati komið með algjörlega nýja vídd inn í þjálfun liðsins. Eins hefur Janko, eins og hans er von og vísa, mikið verið að vinna í að bæta sendingagetu liðsins og hreyfingar án bolta. Þetta kostaði að mínu mati það að við vorum ekki sannfærandi í deildarbikarnum en það tekur oft lengri tíma en nokkrar vikur til að svona æfingar skili sér að fullu. Það er nefnilega þannig að ef menn ætla að verða virkilega góðir í einhverju þá þurfa menn oft að vera tilbúnir að ganga í gegnum tímabil þar sem ekkert gengur á meðan menn eru að aðlagast breytingunum. Þetta veit Janko og ég er alveg handviss um að þetta kemur allt til með að skila sér því þegar líður á mótið verðum við í hörkuformi og eigum eftir að spila góða knattspyrnu líka. Það verður líka að segjast eins og er að liðið hafi einfaldlega þurft tíma til

Eysteinn Húni

að aðlagast því að Keli sé ekki lengur í liðinu, og þá meina ég hvað fleiri en einn þátt varðar.“ Grindavík féll um deild síðasta sumar og segir Eysteinn það vissulega hafa verið visst áfall. Þegar lið lenda í mótbyr þá verða oft breytingar á liðunum. En er hópurinn mikið breyttur frá því í fyrra? „Það hefur orðið eitthvað um breytingar en samt er ákveðinn kjarni til staðar sem hefur

verið hér í nokkuð lengi sem ég tel mjög jákvætt. Ég á þá við leikmenn eins og Óla Stefán, þá bræður Ray og Mike,

Eyþór, Paul, Gumma Bjarna og fleiri mætti telja upp. Þetta eru kannski ekki allt nöfn sem hafa verið efst í einkunnagjöfum fjölmiðla í gegnum árin og jafnvel ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu en þessir drengir eru kjölfestan í liðinu því þeir eru nánast allir Grindvíkingar frá blautu barnsbeini og gengi liðsins er því þeirra hjartans mál. Það hefur að mínu mati mikla þýðingu að hafa jafn marga slíka menn innan liðsins og raun ber vitni. Svo lítur út fyrir að menn eins og ég, Orri og Scottie séum líklegast að festa einhverjar rætur hér og erum við því smátt og smátt að fá vísi að þessum stimpli á okkur. Einnig er gaman að fylgjast með þróun mála hjá nokkrum af 2. flokks strákunum. Það var gott að fá Óskar Péturs heim og Jobbi hefur komið sterkur inn í vinstri bakvarðarstöðuna en það er augljóst okkur sem æfum og spilum með honum að hann er með topphugarfar og ætlar sér langt. Þá eigum við Boga Rafn inni sem hefur átt í erfiðum meiðslum en hann er tvímælalaust leikmaður sem á bjarta framtíð í boltanum og býr yfir svipuðu hugarfari og Jobbi. Alex er með hæfileika sem við sjáum ekki hjá mörgum hér á klakanum og fleiri mætti nefna eins og Óla Daða, Emil, Marko og fleiri sem eru í þessu af fullri alvöru.“ Hvaða leikmenn eru nýir og hvaða leikmenn fóru frá liðinu? „Við misstum marga leikmenn frá síðasta tímabili en maður saknar þeirra ekkert, því ef þeir hafa ekki áhuga á að spila hér þá hefur maður auðvitað engan áhuga á að hafa þá. Það segir sig sjálft að ef þeir eru horfnir hálftíma eftir síðasta leik eða eru ekki tilbúnir að þurfa að gangast undir það sama og aðrir leikmenn þá er hugur þeirra ekki hjá klúbbnum og hvað þá hjartað. Því er betra að mínu mati að óska þessum drengjum góðs gengis á öðrum vettvangi, byggja liðið í kringum áðurnefndar kjölfestur og bæta svo góðum mönnum við eins og gert hefur verið. Þó er rétt að taka það fram að mér er ekkert illa við þessa leikmenn sem fóru og til dæmis skilst mér að hvernig Óðinn skildi við liðið hafi verið til


7 hreinnar fyrirmyndar en það er betra að þeir fari annað ef taugarnar til félagsins eru ekki sterkar. Svona er þetta bara í fótboltanum í dag og lítið við því að gera. Ég er harður á því að ég vil frekar spila með mönnum sem ég veit að eru í þessu af heilindum, lífi og sál og eru tilbúnir að fórna sér fyrir liðið og setja eigin hagsmuni til hliðar inni á vellinum frekar en þeim sem hafa ef til vill meiri hæfileika til að bera á öðrum sviðum þó svo það þýði að árangurinn láti ef til vill á sér standa. Eins og Cantona sagði: „Án vináttu og bræðralags leikmanna er knattspyrnan orðin tóm“.“ Þegar Eysteinn var spurður út í markmið liðsins í sumar þá stóð ekki á svari. „Markmiðin eru á hreinu. Við erum allir á því að Grindavík eigi heima í úrvalsdeild og það er skýr stefna að koma liðinu upp í haust. Við vitum alveg hvað þarf til og nú er bara að hugsa vel um sig, leggja sig fram og fækka þeim óvissuþáttunum sem geta haft áhrif á gengi okkar því við vitum að ef allt er eðlilegt þá höfum við lið til að vinna þessa deild. Hugarfarið þarf að vera þannig að við leitumst eftir því að bæta okkar frammistöðu dag frá degi með því að byggja ofan á það sem þegar hefur verið gert, bæði sem einstaklingar og sem lið og hafa gaman af því um leið. Ef þetta hugarfar ræður ríkjum tel ég mikla möguleika á að ná hér virkilega góðum árangri, sem munað verður eftir.” Grindavík er mikill íþróttabær og íþróttalífið hefur verið í blóma í mörg ár. Það er ávallt krafa á að lið bæjarins séu á meðal þeirra bestu. Hafði það áhrif á bæinn að falla um deild? „Það kom mér skemmtilega á óvart hvað það var gott hljóð í fólkinu sem maður hitti á lokahófinu strax að kvöldi lokaumferðarinnar í fyrra. Maður heyrði varla neikvæðan tón í nokkrum einasta manni og allir staðráðnir í að bretta upp ermarnar og halda ótrauðir áfram. Ég hef oft sagt að maður finni út hinn sanna persónuleika fólks þegar á móti blási og bæjarbúar sýndu það þarna að mórallinn hér í Grindavík er algjörlega einstakur. Það var ómetanlegt að finna fyrir þessum stuðningi þarna í fyrrahaust og er okkur leikmönnum mikil hvatning.“ Eins og kom fram hér að ofan þá hafa margir leikmenn yfirgefið lið sín þegar á móti blæs. Það hefur ekki hvarflað að þér að skipta um lið? „Nei, það gerði það ekki. Ég ákvað það með sjálfum mér inni í klefa eftir síðasta leikinn í fyrra þegar Rikki, Leifur og fleiri góðir stuðningsmenn ruddust inn í klefa og sungu nafn Grindavíkur. Þá ákvað ég það að á meðan það væri óskað eftir mínum kröftum hér sem leikmanns, þá færi ég hvergi. Það spilaði ekki síður inn í að Grindvíkingar gáfu mér í raun tækifæri á sínum tíma eftir að allt hafði verið í tómu rugli hjá mér í tvö ár vegna meiðsla og veikinda. Það er ekki orðum aukið að þeir hafi hirt mig upp úr ruslatunnunni og komið mér af stað á nýjan

leik. Þeir stóðu með mér þegar ég var í miklum mótbyr og því kom aldrei annað til greina hjá mér en að endurgjalda það.“ En hvað er það sem gerir Grindavík að svona miklum íþróttabæ eins og raun ber vitni? „Það vill nú svo skemmtilega til að þetta var að miklu leyti efni BA-ritgerðar minnar í félagsfræðinni en þá tók ég viðtöl um þetta við marga mæta menn. Ég held að besta svarið sé að hér hafa ákveðnir menn verið tilbúnir að gefa stóra hluta af ævi sinni til þess að hér viðhaldist blómlegt starf og þeir hafa verið duglegir við að fá í lið með sér öfluga aðila sem ekki er sjálfgefið að hafi jafn mikinn metnað fyrir hönd íþróttalífs og raunin er hér í Grindavík. Drifkraftur þessara manna sem starfinu hafa stjórnað smitast svo til iðkendanna. Menn hafa mikinn metnað og eins og Pétur Páls sagði, þá vilja menn fyrst og fremst heyra tvennt í útvarpsfréttunum; að vel hafi fiskast í Grindavík og að Grindavík vinni sigra á íþróttasviðinu.“ Það þarf ekkert að fjölyrða um það að munurinn á úrvalsdeild og 1. deild er þónokkur. En hver er helsti munurinn að þínu mati? „Það er dálítið erfitt að svara þessu þegar svo skammt er liðið á mótið en það vill svo til að þetta er eina deildin sem ég hef aldrei áður leikið í. Hvað varðar umfjöllun og athygli eru þetta náttúrulega tvennt ólíkt um að tala. Miðað við það starf sem unnið hefur verið við að efla áhorfendamenningu í Grindavík sýnist mér að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þeirri hlið mála. Hvað varðar svo sjálfa knattspyrnuna, get ég lítið sagt enn sem komið er, fyrir utan það sem augljóst er. Baráttan er sjálfsagt aðeins meiri á kostnað tækninnar en það eru mörg hörkulið í þessari deild sem ætla sér stóra hluti og fullt af góðum leikmönnum.“ Þegar þetta er ritað situr Grindavík á toppi deildarinnar. En hverjir eru styrkleikar liðsins annars vegar og veikleikar hins vegar? „Styrkleika liðsins tel ég tvímælalaust þann anda sem er smátt og smátt að skapast innan liðsins auk þess sem breiddin er líklega meiri en hún hefur verið áður og virkilega góðir leikmenn

hafa þurft að sætta sig við það að komast ekki í 16 manna hóp í fyrstu leikjunum. Veikleikarnir felast í því að við erum enn að slípa okkar leik og það getur kostað tíma og þolinmæði að gera það, ef við viljum virkilega bæta okkur og þróa alvöru knattspyrnulið en ekki bara standa í stað. Stundum hefur vantað örlítið upp á þennan eina sanna drifkraft sem einkennt hefur sigursæl lið en hann kemur að mínu mati bara með aga og ræktun. Hér eru til þess allar aðstæður að mínu mati að búa til klassalið sem erfitt verður við að eiga en þetta kostar fyrst og fremst aga, þolinmæði og kjark. Það er klárt mál í mínum huga og þess vegna eingöngu spurning um einskæran vilja og hugarfar leikmannanna þegar rætt er um hversu góða hluti er raunhæft að ætla sér.“ Íslenski boltinn hefur oft verið í umræðunni hvað gæði varðar og margur hefur verið að líkja boltanum hérna heima við þann sem leikinn er erlendis sem er ekki beint sanngjarnt. En hvernig finnst þér boltinn hafa farið af stað? „Fyrir mig er alveg nóg að þetta sé bara flautað á. Ég elska fótbolta og hef alltaf gert, hvort sem boltinn er uppi í lofti eða á jörðinni, hvort sem leikirnir fara 0-0 eða 5-5 og hvort sem þeir eru spilaðir í rigningu eða sól. Þetta fer því alltaf vel af stað í mínum huga. Mér finnst bara eftir því sem árin líða fleiri og fleiri lið vera að leggja meiri metnað í starfið og ætla sér stærri hluti og er það tvímælalaust af hinu góða.“ Að lokum gáfum við Eysteini orðið og beindi hann þeim að stuðningsmönnum liðsins. „Það er nýtt Grindavíkurlið í mótun sem byggja á upp. Þetta getur krafist tíma og þolinmæði en alvöru stuðningsmenn geta átt stóran þátt í uppbyggingunni með því að styðja við bakið á liðinu. Stuðningsmannaklúbburinn er ómetanlegur og vonandi að sem flestir taki þátt í honum. Þeir sem standa að baki honum eiga skilið sérstakar þakkir því menn þurfa að vera tilbúnir að gefa mikið af sér og sýna ákveðið frumkvæði og auðvitað gul-blátt hjarta út í gegn til að vinna þetta ómetanlega starf.“

Mórallinn einstakur í Grindavík Eysteinn Húni


8

Leikmaður ársins Það eru enn margir Grindvíkingar sem muna eftir því þegar ungur piltur af Snæfellsnesinu kom á verbúð í bæinn og lék eitt tímabil sem hægri bakvörður með liðinu. Árið var 1982 og Guðmundur Kristjánsson athafnamaður var þá 21 árs gamall. Guðmundur bauð Grindavíkurblaðið velkomið á heimili sitt þar sem meðal annars var staldrað við árið góða þegar Guðmundur var valinn leikmaður ársins í lok tímabils.

enda búsettur í vesturbæ Reykjavíkur í röltfæri við KR-völlinn. „Nei ég get ekki sagt að ég haldi sérstaklega með KR. Þó ég sjái Grindavík helst spila þegar liðið leikur á KR-vellinum. Ég ber alltaf góðar taugar til Grindavíkurliðsins aftur á móti og ekki síður til bæjarins og mannlífsins í bænum. Maður á það góðar minningar úr bænum.

Það tók ekki langan tíma að sannfæra Guðmund um að vera með í blaðinu og rifja upp ferilinn hjá Grindavík og líta aðeins til baka enda á Guðmundur góðar minningar frá tíma sínum í bæjarfélaginu. „Það eru 25 ár og 25 kíló síðan já,“ sagði Guðmundur hlægjandi þegar Grindavíkur blaðið óskaði eftir viðtali. „Ég spilaði með liðinu fyrir rælni. Ég fór til bæjarins til að vinna við fiskvinnslu á vertíð. Ég bjó á bragga eins og það var kallað á þeim tíma, í verbúð á Þorbirninum. Þarna vann ég meðal annars með hinum mikla Grindvíkingi Jónasi Þórhallssyni. Ég ákvað að kíkja á æfingu hjá liðinu um veturinn og endaði á því að spila þetta eina tímabil með liðinu.“ Guðmundur hafði áður leikið með Víkingi Ólafsvík en Guðmundur er frá Rifi. Það var í Grindavík sem hann fyrst kynntist alvöru fótbolta. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég æfði með alvöru liði og með alvöru þjálfara. Hörður Hilmarsson þjálfaði okkur og hjá honum kynntist maður fagmannlegri þjálfun. Það voru mjög góðar og skemmtilegar æfingar hjá honum og kunni ég mjög vel við hann. Ég hafði mjög gaman að þessu enda mjög góður andi í kringum liðið í Grindavík.“

Frábær umgjörð

Guðmundur fylgist alltaf með gengi liðsins þó hann sé ekki fastagestur í stúkunni

Guðmundur í Brim

Verbúðin var lokuð yfir sumarið og þá fékk ég að borða hjá stjórnarmönnum og góðum konum þeirra eins Jónasi og Dröfn og Ragnari Ragnarssyni. Þetta fólk vildi allt fyrir mann gera.“ Guðmundur segist hafa fundið að það væri miklir uppgangstímar framundan


9 hjá Grindavík á stuttri veru sinni í bænum. „Umgjörðin í kringum liðið var svo fín. Það var svo mikið af jákvæðu fólki í kringum fótboltann og mér skilst að það sé enn svona í dag. Við vorum í 3. deild þá, sem heitir 2. deild í dag og það kom mér ekki á óvart að liðið fór upp nokkrum árum seinna. Umgjörðin og fólkið í kringum þetta var svo gott.“ Eftir að hafa leikið með Grindavík hélt Guðmundur til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði nám. „Það sem gerði þetta sérstaklega skemmtilegt var hvað maður var í góðu líkamlega formi vegna þess hve grunnþjálfunin um veturinn var góð. Það var alveg nýtt fyrir mér að geta hlaupið allan leikinn án þess að verða þreyttur. Það var svo óvænt að vera valinn leikmaður ársins en maður er stoltur af því. Ég lék svo í háskólaboltanum í Bandaríkjunum næstu þrjú árin með náminu og það gekk líka voðalega vel. Eftir námið fór ég svo beint að vinna heima á Rifi.“ Guðmundur var sókndjarfur hægri bakvörður og leiddist ekki að lauma sér fram völlinn en hann blómstraði sem slíkur vestan hafs. „Ég var valinn leikmaður ársins

í lokin úti og var næstatkvæðamestur í mörkum skoruðum og stoðsendingum eitt árið en Bandaríkjamenn leggja þetta saman í sinni tölfræði. Það kom á óvart hve góður fótboltinn var þar.“

Heimamenn eru undirstaðan

Kom aldrei til greina að koma aftur til Grindavíkur eftir námið? „Auðvitað hafði maður áhuga á því en vinnan togaði í mann. Pabbi og bróðir minn voru með fyrirtæki á Rifi þar sem ég fór að vinna með þeim í útgerðinni. Heima á Rifi voru íþróttirnar alltaf númer tvö og þrjú og vinnan númer eitt. Þannig vorum við alin upp. Þú gast leikið þér eftir að hafa skilað þinni vinnu. Maður hefði verið litinn hornauga ef maður hefði farið að leika sér úti á landi að spila fótbolta í stað þess að koma heim og vinna.“ Guðmundur segir menn vera mun leiknari með boltann í dag en þegar hann lék en það sé samt ekki stærsti munurinn á boltanum þá og í dag. „Mér finnst að leikmenn mættu spila með meiri gleði í hjarta en ekki alltaf með hundshaus. Ég sé þetta mikið í KR, það vantar gleði í þetta. Svo set ég alltaf spurningamerki við

það þegar liðin kaupa marga leikmenn. Grunnurinn þarf að byggjast upp á heimamönnum. Heimamenn spila frekar með hjartanu. Það er ekki slæmt að hafa aðkomumenn en það þurfa að vera heimamenn sem bera þetta uppi. Grindavík er með heimamenn í grunninn í dag enda fer liðið beint upp aftur.“ Guðmundur fylgist vel með boltanum í dag þó hann hafi lítil sem enginn afskipti haft af honum síðustu 20 árin. „Ég hef búið víða og því hvergi fest rætur. Það er helst að maður fari í eitthvað stjórnarstarf til að fylgja börnunum eða ef maður væri í góðum vinahópi. Ef ég byggi í Grindavík þá væri ég á fullu fyrir félagið þar. Það er svo rosalega skemmtilegur áhugi þar. Það er merkilegt að fylgjast með þessum mikla dugnaði fólksins í kringum félagið. Ég kynntist því svo vel þegar ég var þarna og maður smitaðist af þessum mikla áhuga og krafti. Þetta var góður tími í Grindavík. Það er svo rosalega gaman hvað allt fólkið tók virkan þátt í íþróttalífinu og ég held að það sé ennþá svo.“

Við styðjum knattspyrnufélag Grindavíkur til árangurs: Byko Höldur Toyota Suðurnesjum Nettó Vís Dímon ehf Málning

N1 Shell Olís Húsasmiðjan Heimir og Þorgeir Grindavíkurbær

Guðmundur í Brim


10 falldraumurinn sýnir svo skemmtilega. „Mig dreymdi þetta nóttina áður en liðið fór í æfingaferð til Tyrklands. Stuðningsmaður númer eitt, Dagbjartur Einarsson, og hans kona voru uppi á efri hæð á hóteli að ræða við staðarhaldara. Mikið niðri fyrir tóku þau í höndina á honum og gengu niður tröppurnar og ég með þeim. Þessi tímasetning, atburðarás og auðvitað stuðningsmaður númer eitt gerði það að verkum að ég var aldrei í neinum vafa þó liðið væri í öðru sæti eftir átta umferðir því þetta voru svo klár skilaboð. Það er ekki hægt að fá þau betri. Ég sagði Dagbjarti að það væri ekki sanngjarnt að hann lenti í þessum draumum en þetta verður að vera svona svo ég skilji merkinguna. Annars væri þetta bara þetta venjulega draumarugl eins og menn segja.“

Vill sjá betri spilamennsku

Eyjólfur var svartsýnn á meðan aðrir Grindvíkingar voru bjartsýnir. Nú er öldin önnur. „Ég er eiginlega ekkert hræddur við að segja að það kom draumur rétt eftir fallið. Við vorum nokkrir að basla við lúðu niðri á bryggju. Þegar við vorum að hífa hana í land þá misstum við hana niður í höfnina en náðum henni strax upp aftur. Þegar hún var kominn upp aftur þá var hún mikið stærri en þegar hún fór niður. Ég er því nokkuð bjartsýnn núna þó ég verði að vera gagnrýninn á liðið.“

Dreymdi fallið og upprisuna Eyjólfur Vilbergsson er þekktur undir nafninu Drauma Jolli vegna þess hve berdreyminn hann er. Í ófá skipti hefur Eyjólfur setið sallarólegur á áhorfendabekkjunum á sama tíma og aðrir stuðningsmenn liðsins eru að farast úr stressi því draumar hans hafa sagt honum fyrir um úrslit stórra leikja og tímabila. Grindavíkurblaðið vitjaði Eyjólfs í von um að geta greint frá draum fyrir nýhafið tímabil og skoðað hvort hann hafi séð fallið fyrir.

Drauma Jolli

Áður en framtíðin er skoðuð er rétt að líta til baka og ræða drauma síðasta tímabils. „Ég fékk aldeilis að finna fyrir því í fyrra. Það ríkti mikil bjartsýni hér, menn ætluðu sér að keppa við FH um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið var í flottri stöðu eftir 8 leiki í öðru sæti deildarinnar og þá var mikið hlegið að mér þegar ég stóð fastur á því að liðið myndi falla. Ég hafði sagt frá þessum draumum mínum og ákvað að það væri rétt að segja frá þessum líka. Menn töluðu um það á netinu að það væri ástæða til bjartsýni því það væri komin draumur og að þetta væri sama ruglið og venjulega. En eins og venjulega þá stóðst þetta,“ sagði Eyjólfur áður en hann rifjaði upp drauminn. Draumarnir birtast ekki þannig að Bjarni Fel les upp úrslitin heldur snýst þetta að verulegu leiti um túlkun eins og

Eyjólfur hefur ekki verið fyllilega sáttur spilamennsku liðsins í upphafi leiktíðar þó hann sé ánægður með margt. „Þeir eiga í erfiðleikum með að spila vel gegn lélegri liðum deildarinnar. Ef liðið ætlar að vera eitt af þeim stóru þá verða þeir að vera góðir á móti lélegu liðunum. Þeir verða aldrei stórir öðruvísi. Þegar Valur fór niður unnu þeir alla leiki sína, sama með Keflavík og Fram. Þetta þurfum við að gera. Liðið þarf að spila betur en það hefur gert. Það eru góðir leikmenn í liðinu og mjög góðir ungir strákar. Það eru aftur á móti nokkrir leikmenn sem eru ekki liðsspilarar heldur einleikarar og því þarf að breyta. Öll þessi lið sem gera það gott, FH, Keflavík, Valur, þetta eru lið þar sem allt byggist á því að spila eins og lið. Liðið hefur ekkert að gera upp ef það spilar ekki eins og lið. Ég er hræddur um að menn haldi að þeir séu of góðir áður en farið er í leikina. Hættulegasti andstæðingur okkar í þessari deild erum við sjálfir. Liðið fer ekki upp ef það ákveður fyrir leiki að leikurinn sé unninn. Ég vil að liðið sé duglegt og hafi gaman af því að spila og sýni mönnum hér hvað þeir séu í raun góðir.“


11 Vissi að þrjú mörk væru ekki nóg

Eyjólfur dreymir yfirleitt ekki önnur lið en Grindavík. Ekki landsliðið og ekki Liverpool sem hann heldur með á Englandi en með einni undantekningu þó. „Það var stuttu áður Liverpool mætti Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu 2005. Þá dreymdi mig draum sem ég skildi ekki fyrr en í hálfleik á þeim leik. Mig dreymdi að það væru menn að leggja gólflista í herbergi hjá mér. Þeir lögðu þrjá lista en það var bara alls ekki nóg. Ég velti þessu fyrir mér í hálfleik en ég horfði á leikinn hjá manni hér í bænum. Hann var á því að Milan myndi vinna þetta en ég sagði að þetta væri líklega ekki nóg hjá þeim. Ég sagði að ég hefði ekki trú á að það væri nóg að vera 3-0 yfir. Svo komu þessi þrjú mörk á sex mínútum eins og frægt er orðið.“

Eyjólfur segist oft velta því fyrir sér hvort hann eigi að hætta að segja frá þessum draumum sínum. Þó Eyjólfur eigi enn eftir að túlka drauma sína á rangan máta þá taka ekki allir bæjarbúar mark á draumum hans. „Ég kaus að segja frá þessum draumum mínum á sínum tíma. Ég hefði geta haldið þessu fyrir mig en valdi að láta þetta vaða og hef fengið smá skot fyrir vikið. Ég held samt að flestir hafi gaman að þessu.“ Eyjólfur er meðvitaður um það að hægt er að túlka draumana á rangan máta og passar sig á því að vera ekki of yfirlýsingaglaður. „Ef ég er mjög yfirlýsingaglaður þá kemur að því að þetta klikkar. Þá væri það ekki draumurinn sem væri vitlaus heldur ég því þetta snýst allt um túlkun. Ég sagði Dagbjarti það um daginn að ég vissi ekki

hvort ég ætti að segja frá þessum draumum mínum eða halda þeim fyrir mig. Hann sagðist rétt ætla að vona að ég fari ekki að þegja yfir draumunum.“ Eyjólf hefur alltaf dreymt mikið en það var ekki fyrr en hann var 27 til 28 ára að þetta kom svona skýrt og greinilega til hans. „Þetta snýr ekki allt að fótboltanum. Mig dreymir oft útkomur úr persónulegum málum sem segi ekki frá. Það hefur oft hjálpað mér að vita niðurstöðuna fyrir fram í viðkvæmum málum. Það hefur oft róandi áhrif, sérstaklega ef maður veit að þetta fer vel. Þessum draumum held ég fyrir mig. Þeir koma engum við og eflaust vill enginn vita af þeim.“

Bókabúð Grindavíkur • • • •

Bækur Ritföng Skólavörur og allt hitt

Bókabúð Grindavíkur Víkurbraut 62 sími: 426 8787

Drauma Jolli


12

Ray Anthony Jónsson er Grindvíkingum að góðu kunnur enda verið lykilmaður í liðinu frá tvítugsaldri. Ray er einn af fjölmörgum heimamönnum í liðinu sem hélt tryggð við liðið þó mörg lið úr úrvalsdeildinni freistuðu hans síðasta haust. „Það tók ekki langan tíma að semja við Grindavík eftir að þeir höfðu samband við mig síðasta haust,“ sagði Ray spurður út vangaveltur síðasta hausts. „Ég var samningslaus og ræddi við önnur lið en um leið og Grindavík hafði samband þá var samið á einum degi. Hér er frábært að vera og eitt ár í 1. deild er í góðu lagi eins og málin hafa þróast.“ Settu aðrir leikmenn liðsins pressu á þig að vera áfram í Grindavík? „Það hringdu nokkrir leikmenn í mig og aðra leikmenn sem skoðuðu sín mál. Bæði menn sem fóru og hina sem tóku síðar ákvörðun um að vera áfram. Leikmenn töluðu frekar saman um að vera áfram í liðinu en að fara og auðvitað skiptu aðrir leikmenn máli þegar ég ákvað að vera hér áfram. Það kom annað ekki til greina eftir að félagið hafði samband. Fyrir utan hálft tímabil í Völsungi á Húsavík sem lánsmaður 19 ára þá hef ég alltaf verið í Grindavík.“

Þetta er fótbolti sama hvað deildin heitir

Ray segir sig ekki hafa verið lengi að jafna sig á áfallinu við að falla enda lítur hann leikina í 1. deild sömu augum og leikina í úrvalsdeildinni. „Maður áttaði sig ekki á því að við værum ekki lengur meðal 10 bestu fyrr en eftir á. Þetta er samt alltaf jafn gaman þó vellirnir sem maður heimsækir séu ekki eins góðir og flottir. Maður undirbýr sig eins fyrir leiki. Þetta er fótbolti sama hvað deildin heitir. Við höfðum daðrað lengi við fallið þannig að það hlaut að koma að þessu. Nú er bara okkar að standa okkur í 1. deild og fara beint upp.“

Grindavík var alltaf fyrsti kostur á leikmönnum innan liða vera stærsta muninn á tveimur efstu deildunum. „Liðin í efstu deild eru með álíka góða leikmenn í öllum stöðum á vellinum fyrir utan nokkra afburðamenn í bestu liðunum auðvitað. Í 1. deildinni eru einn til þrír leikmenn alltaf áberandi bestir þó aðrir séu ekki endilega lélegir. Það er meiri getumunur á leikmönnum innan liða í 1. deild en úrvalsdeildinni.“ Fyrir Ray eins og aðra leikmenn liðsins er það ný upplifun að andstæðingurinn líti á Grindavík sem stóra liðið og líti á leiki sína gegn liðinu sem nokkurskonar bikarúrslitaleiki. „Ég hef tekið eftir því að menn leggja sig meira fram gegn okkur. Tækla okkur meira en aðra og láta okkur þannig hafa verulega fyrir því að spila fótbolta. Það er því óhætt að segja að Grindavík sé eitt af stærri liðunum í deildinni en Þróttur og ÍBV eru auðvitað stór lið líka.

Þyrstir í bikar

Þó liðið sé í 1. deild og stefnan sé sett á að fara strax upp þá miðar allt hjá félaginu við að gera allt klárt fyrir úrvalsdeildina að ári. Það er því spurning sem margir spyrja sig að hvort margir af þeim ungu og efnilegu leikmönnum sem í liðinu eru verði tilbúnir í efstu deild að ári. „Það held ég. Jósef hefur spilað alla leikina með okkur og hann er klár. Það eru 2 til 3 aðrir sem banka á dyrnar og eru við það að sleppa í liðið. Þeir bíða eftir sínu tækifæri og eiga eflaust eftir að grípa það með báðum höndum þegar það gefst. Það er samt erfitt fyrir þá að það er enginn mjög gamall í liðinu sem ætlar að leggja skóna á hilluna fljótlega. Þessir strákar verða að tækla okkur sem fyrir eru til að fá sénsinn. Það er enginn að nálgast fertugt í liðinu lengur,“ sagði Ray léttur í fasi að vanda.

Fyrir utan vellina þá segir Ray muninn

Ray Anthony Jónsson

Þó Grindavík sé án nokkurs vafa með eitt af bestu liðum deildarinnar ef ekki það besta þá verður vandasamt verk að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni á ný. „Það eru mörg góð lið í þessari deild. Af þeim liðum sem við höfum mætt er Þór það sterkasta og við vorum heppnir að vinna þá fyrir norðan. Þróttur er sterkt og það er alltaf erfitt að spila í Eyjum. Svo held ég að Fjarðarbyggð verði með í baráttunni. Þeir eru mjög góðir líka.“ Ray segir hápunkt sinn sem leikmaður Grindavíkur hafa verið þegar liðið lyfti sínum eina bikar á loft. „Það var mjög ánægjulegt að vinna Deildarbikarinn en mann hungrar alltaf í eitthvað stærra.“ Síðast þegar Grindavík lék í 1. deild fór liðið alla leið í bikarúrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir KR. „Ég man vel eftir þessu þó ég hafi verið ungur. Það var mjög gaman á vellinum og væri vissulega gaman að endurtaka leikinn úr 1. deild. Það væri ekki leiðinlegt að vinna bikarinn.“ Í lokin vildi Ray beina orðum sínum að stuðningsmönnum Grindavíkur. „Ég vil hvetja fólk til að fjölmenna á völlinn. Við vinnum fleiri leiki þetta árið en síðustu ár og því væri gaman að sjá fleiri á vellinum. Það er góður kjarni hjá stuðningsmönnum en hann mætti að ósekju vera stærri. Ég hef samt trú að það fjölgi áhorfendum þegar við leikum betur og betur með hverjum leiknum.“



14

Kom aldrei til greina að fara! Það má með sanni segja að Óli Stefán Flóventsson sé Grindvíkingur inn að beini og sumir hafa gengið svo langt að kalla hann sameiningartákn liðsins. Óli hefur gengið í gegnum súrt og sætt með félaginu og verið einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár. Grindavík varð fyrir því áfalli að falla um deild síðasta sumar eftir að hafa leikið mörg ár í efstu deild. En hvernig var tilfinningin

Fyrirliðinn

strax að leik loknum? „Það var frekar skrýtin tilfinning. Við vorum í þeirri stöðu fyrir lokaleikinn að við þurftum að vinna til að halda okkur uppi eins og við höfðum gert sex sinnum áður þannig að það hlaut að koma að því að þetta myndi detta á þennan veg. Við gerðum jafntefli við Íslandsmeistarana og fengum heldur betur færin til að klára leikinn þannig að það má segja að við höfum fallið með sæmd. Stuðningsmenn okkar sýndu svo úr hverju þeir eru gerðir þegar það stóðu allir upp og hrópuðu Áfram Grindavík og fylgdu okkur inní klefa eftir leikinn.“ Þegar leikmenn lenda í því að falla um deild þá velta menn því oft fyrir sér að yfirgefa lið sín og halda á aðrar slóðir. Það var aldeilis ekki raunin með Óla Stefán. En ákvaðstu það strax að vera áfram í Grindavík? „Já, það var engin vafi í mínum huga að vera áfram og það tilkynnti ég formanninum strax. Ég var strax ákveðinn í að leggja mitt af mörkum í það að koma liðinu sem fyrst upp í Úrvalsdeildina. Einnig var ég mjög ánægður að heyra að leikmenn eins og Eysteinn, Paul, Ray, Orri og Andri Steinn og fleiri ætluðu sér að vera áfram þrátt fyrir að Úrvalsdeildarlið væru á höttunum á eftir þeim.“


15 Þegar þetta er skrifað trónir Grindavík á toppi deildarinnar eftir sex leiki og hefur ekki tapað leik. Er markmið liðsins ljóst? „Það var ljóst þegar flautað var til leiksloka í síðasta leiknum í fyrra gegn FH hvert markmið liðsins væri á þessu tímabili. Það er að fara beinustu leið upp aftur og hefur það ekkert breyst.“ Grindavík hefur á að skipa frábærum stuðningsmönnum sem hafa stutt liðið upp margar brekkur ásamt meðbyr. Hvernig var hljóðið í þeim eftir leikinn gegn FH í fyrra? „Ég hef oft sagt það með okkar fólk að þótt að við séum ekki þau háværustu í stúkunni þá stendur það með okkur hvernig sem fer og það hefur það svo sannarlega gert. Eins og ég sagði áðan þá var það engu líkt þegar allir stóðu upp og kölluðu áfram Grindavík.“ En hvernig finnst þér boltinn í 1. deildinni? „Boltinn hefur í raun komið mér pínulítið á óvart því það eru lið þarna sem eru að spila flottan fótbolta og myndu ekki gefa Úrvalsdeildarliðinum neitt eftir. Einnig eru lið í deildinni sem spila frekar harðan bolta og fara langt á því. Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart er munurinn á dómgæslunni. Orðatiltækið engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur á kannski vel við núna því maður kvartaði nú oft undan henni í úrvalsdeildinni.“ Hvernig var undirbúningnum háttað fyrir þetta sumar? „Hann var að mörgu leyti öðruvísi en oft áður því við fengum nýjan aðstoðarþjálfara, Dragan að nafni, til þess að sjá um þrekþáttinn. Þessi maður er algjör snillingur í þeim málum og ég held að það sjáist best hvað formið er gott hjá okkur að við erum að skora flest mörkin á 80. til 90. mínútu og klára leikina þannig. Við náðum reyndar ekki hagstæðum úrslitum í deildarbikarnum enda var ekki stefnt að því að vera í toppformi þá. Við létum mikið af ungum strákum spila og er það að skila sér núna því tveir 18 ára guttar, Óskar Pétursson og Jósef Jósefsson, eru að spila virkilega vel. Svo er stór þáttur í undirbúningnum okkar að þeir sem búa í höfuðborginni fengu að æfa sjálfir í bænum. Janko skipulagði það vel og mætti t.d oft til okkar með æfingar. Það getur verið þreytandi að keyra á milli allt árið um kring þannig að þetta var frábær lausn og engin bílþreyta í mannskapnum núna.“ Óli Stefán hefur leikið í mörg ár og því leikið með mörgum leikmönnum. Þegar Óli var spurður hver væri besti samherjinn þá hugsaði hann sig lengi um. „Ég er búinn að spila með svo mörgum snillingum í gegnum tíðina að það er mjög

erfitt að svara þessu. Ég og Ólafur Örn fórum saman upp alla yngri flokkana og höfum spilað yfir 100 Úrvalsdeildarleiki saman þannig að ég set hann í fyrsta sætið enda er hann í dag einn af okkar bestu knattspyrnumönnum. Albert Sævarsson er líka einn af þeim betri sem ég hef leikið með. Svo þegar ég var að detta inn í meistaraflokkinn voru menn eins og Janko, Hjalli, Palli og Grétar Einarsson sem hjálpuðu mér sem nýliða mikið og mótuðu eiginlega minn feril. Síðan þegar við vorum uppá okkar besta í kringum árin 2002-2003 voru það leikmenn eins og Keli, Paul, Scotty, Grétar Hjartar og Ray. Svo má auðvitað ekki gleyma snillingnum honum Eysteini Haukssyni en þar er á ferð einn mesti íþróttamaður sem ég hef kynnst, algjör toppkarakter þar á ferð. Það væri í raun of langt mál að telja alla þá leikmenn sem mér hefur fundist gott að spila með og það eru mun fleiri sem ég gæti talið upp.“

er ekki að skora þá er eitthvað mikið að. Eins með Jóa Þórhalls og Óskar Hauks. KR-ingar ættu að fá Jóhann Inga íþróttasálfræðing til að taka sig í gegn og þá myndi eitthvað gerast segi ég.“ Hvað viltu segja við stuðningsmenn Grindavíkur að lokum? „Það hefur auðvitað allt að segja að finna fyrir stuðningi og að það sé staðið með okkur í þessari baráttu því Grindavík er nánast best þekkt sem mikill íþróttabær. Fólkið hér hefur sýnt úr hverju það er gert þegar á móti blæs því það er ekkert mái að vera stuðningsmaður þegar vel gengur. Við höfum góðan meðbyr núna og höfum verið að vinna leiki sem við höfum kannski ekki verið að spila vel í þannig að ég er bara bjartsýnn á framhaldið. En við getum alltaf á okkur blómum bætt því það er nóg af lausum sætum í stúkunni sem við þurfum jafnt og þétt að bæta í svo það heyrist enn betur í stuðningsmönnunum.“

En aðeins að úrvalsdeildinni. Er ekkert lið sem getur stoppað FH? „Nei, mér sýnist bara að þeir séu með það gott lið að þeir fari auðveldlega í gegnum þetta mót og verða búnir að tryggja titilinn í 14. umferð. Það sjá það allir langar leiðir að í þeirra herbúðum eru svo margir sigurvegarar sem kunna varla að tapa. FH er líka að klára leikina sem þeir eru ekkert endilega betri í og það eru leikirnir sem svo sannarlega telja þegar upp er staðið.“ Hvað er að angra KR? „Það er alltaf talað um það hversu mikil pressa sé sett á að KR vinni og það er eiginlega það sem er að fella þá. Þeir eru einfaldlega ekki að höndla þessa pressu. KR er með einn sterkasta hóp landsins og ég þekki nokkra leikmenn vel hjá þeim. Grétar Hjartarson er einn mesti markaskorari landsins og ef hann

Fyrirliðinn


16

Létt spjall með Óla Ingólfs. Allir knattspyrnuáhugamenn í Grindavík vita hver Ólafur Ingólfsson er. Hann lék í mörg ár með liðinu og var einn af burðarásum liðsins í mörg ár. Fyrir það fyrsta Ólafur, hvað spilaðir þú marga leiki fyrir Grindavík og hvenær lagðir þú skóna á hilluna? „Ég spilaði 259 leiki fyrir Grindavík sem er bara nokkuð gott að mínu mati. Skórnir fóru á hilluna einhvern tímann á síðustu öld þannig að það er orðið töluvert síðan.“ Það er alltof oft sem fyrrverandi leikmenn láta sig hverfa og hætti öllum afskiptum af liðinu sínu þegar þeir hætta að spila. En skyldi Ólafur starfa eitthvað fyrir knattspyrnudeildina? „Nei reyndar geri ég það ekki. En ég legg mitt af mörkunum með því að reyna að mæta á alla leikina hjá strákunum og styðja þá í þessari baráttu, minna getur maður ekki gert.“

Hvernig líst þér á liðið núna? „Mér líst alveg ágætlega á liðið núna. Þeir hafa byrjað mjög vel og eru með marga unga og skemmtilega leikmenn. Ég vona bara að þessir yngri fái kærkomið tækifæri í sumar því liðið mun græða mikið á því í framtíðinni. Það hefur verið góð uppbygging í Grindavík og það eru margir sterkir strákar að koma upp úr yngri flokka starfinu sem geta orðið öflugir leikmenn.“ Eins og allir Grindvíkingar vita þá féll liðið úr Úrvalsdeildinni í fyrra sem tók svo sannarlega á. Var það mikið áfall fyrir bæjarfélagið að falla um deild? „Það hafði auðvitað áhrif því það er alltaf erfitt að falla niður um deild. Ég hef fulla trú á því að Grindavíkurliðið komi sterkt til baka. Liðið er vel mannað og með marga leikmenn sem geta aðstoðað við að koma liðinu upp þar sem það á heima.“ Þegar leikmenn hafa leikið tæplega 300 leiki fyrir lið sitt þá eru án efa margir leikmenn sem koma upp í hugann þegar spurt er um besta samherjann. En með hverjum þótti þér hvað best að spila með?

„Ég hef spilað með gríðarlega mörgum góðum leikmönnum sem erfitt er að gera upp á milli. En til að nefna nokkra þá segir ég Ragga Eðvarðs, Janko og Inga Sig. Þetta eru sennilega þeir leikmenn sem mér fannst hvað best að spila með.“ Mörg lið á Íslandi fara oft í keppnis- og æfingaferðir sem geta verið mjög skemmtilegar. Áttu ekki einhverja góða sögu úr slíkri ferð? „Það er reyndar af mörgu að taka en ég man ekki eftir neinni sérstakri í augnablikinu sem má fara á prent. Það sem gerist í búningsklefanum á oft ekki mikið erindi á prent.“ Fer Grindavík ekki beint upp í Úrvalsdeild? „Það er ekki nokkur spurning um það. Grindavíkurliðið er einfaldlega of gott til að vera í 1. deildinni meira en eitt ár.“ Að lokum beindi Ólafur orðum sínum að öðrum stuðningsmönnum liðsins. „Ég hvet alla til að halda áfram að styðja liðið. Tólfti maðurinn er jákvæði stuðningurinn úr stúkunni og þá sérstaklega þegar á móti blæs. Mætum öll á völlinn og styðjum okkar lið.“

Stórbættar aðstæður Tuttugasta og fimmta apríl síðastliðinn var fyrsta skóflustunga að glæsilegu fjölnota íþróttahúsi austan við stúkuna á Grindavíkurvelli tekin. Húsið er 50 x 70 metrar að stæð og mun umbylta allri æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnudeildina auk þess sem húsið verður opið knattspyrnuáhugamönnum utan skipulagðra æfingatíma.

Gert er ráð fyrir að hið 3.500 fermetra hús muni vera tilbúið til notkunar í desember og mun það því hjálpa knattspyrnudeildinni mikið í undirbúningi sínum fyrir næsta tímabil auk þess sem aðrar deildir félagsins muni njóta góðs af því að tímum knattspyrnudeildarinnar í íþróttahúsinu mun fækka umtalsvert. Að sögn Ingvars Guðjónssonar framkvæmdarstjóra þá getur þetta skipt sköpum fyrir meistaraflokk því æfingatímar vetrarins voru hvorki aðlaðandi né fjölskylduvænir og voru líklegir til að skapa allskyns óþarfa vandamál þó vel hafi verið haldið utan um hlutina hjá knattspyrnudeildinni.

Spjallið

Félagið æfði klukkan 21:30 í Reykjaneshöllinni á þriðjudagskvöldum, klukkan 20:00 á föstudagskvöldum á Stjörnuvelli á sama tíma og aðrir fjölskyldumeðlimir horfðu saman á X-faktor eða gerðu aðra góða hluti saman. Liðið var einnig á Stjörnuvelli í Garðabæ á sunnudögum um svipað leiti og sunnudagssteikin rann ljúft niður hjá öðrum bæjarbúum. Á þessu verður nú breyting því knattspyrnudeildin mun setja æfingar á kristilegri tíma fyrir meistaraflokk í hinu nýja og flotta húsi. Milan Stefán Jankovic þjálfari meistaraflokks segir í viðtali í blaðinu að hann gæti hugsað sér að æft yrði alla 24 tíma sólarhringsins í húsinu og það tók Ingvar Guðjónsson framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildarinnar undir. Hann segir að húsið eigi að vera opið öllum bæjarbúum til notkunar utan skipulagðra æfingatíma og sé hugsað til þess að ungir áhugamenn um fótbolta noti aðstöðuna eins mikið og hægt er. Til þess er hún.

Það er því ljóst að húsið á eftir að breyta miklu fyrir knattspyrnuna í Grindavík. Ekki bara geta allir flokkar félagsins æft við bestu aðstæður í heimabyggð allt árið heldur geta ungir sem aldnir áhugamenn í fótbolta látið ljós sitt skína á besta gervigrasi sem völ er á.


17

Sterkara lið í ár Paul McShane hefur verið lykilmaður í liði Grindavíkur í fjöldamörg ár og ávallt skilað sínu til félagsins. Þessi geðþekki Skoti svaraði spurningum fyrir Grindavíkurblaðið eins og ekkert væri sjálfsagðara. Hvað hefur þú verið lengi liðsmaður Grindavíkur? „Þetta er tíunda tímabilið mitt með Grindavík og hef notið þess til hins ýtrasta. En nú fer að koma sá tími til að segja þetta gott. Ég myndi vilja hætta með því að koma liðinu aftur upp og klára tímabilið í efsta sæti.“ Eins og Paul sagði áðan þá er hann að leika sitt tíunda tímabil með Grindavík sem verður að teljast ansi gott. En hvernig kom það til að þú ákvaðst að koma til Íslands? „Ég hafði nýlega verið látinn fara frá félaginu mínu og hafði verið til reynslu hjá nokkrum félögum á Bretlandi. Þar sem leiktíðin var alveg að klárast þá hafði ég ekki marga möguleika í stöðunni og ég var líka nýbúinn í fyrstu hnéaðgerðinni svo formið var ekki alveg upp á sitt besta. Ég hafði ekki verið að gera neitt í nokkra mánuði þegar sami umboðsmaður og kom mér til Rangers á sínum tíma hringdi í mig og bauð mér að spila á Íslandi. Ég var þá aðeins 19 ára og ekki að spila sem er ekki skemmtilegt svo ég stökk á þetta tækifæri og „the rest is history“.“ Paul McShane fór niður um deild ásamt öðrum leikmönnum liðsins í fyrra og það hafði veruleg áhrif á hann. „Þetta var svo sannarlega ekki góð tilfinning og ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki fellt nokkur tár og að þetta hefði ekki verið sárt því það var það. Svona hlutir geta gerst í fótbolta og maður verður bara að rífa sig upp og halda áfram. Eftir smá stund fer þetta að síast inn og þá er kominn tími til að einbeita sér að næstu leiktíð, vera jákvæður og reyna að koma sér upp um deild.“ Paul svaraði því af stakri snilld hvort það hefði ekki verið freistandi að halda á önnur mið eftir að fall varð að veruleika. „Ég átti enn ár eftir af samningnum mínum. Ég var líka hluti af liðinu sem féll svo hið eina rétta er að berjast og hjálpa þeim að koma sér aftur upp í efstu deild.“ En hvernig er liðið skipað núna miðað við í fyrra? „Það hafa orðið nokkrar breytingar og mér finnst hópurinn vera mun sterkari, við vinnum

eins og ein eining. Andrúmsloftið í félaginu er frábært og sjálfsöryggið í liðinu hefur vaxið gríðarlega í síðustu 5-6 leikjum. Þannig að já, ég myndi segja að við værum með sterkara lið en í fyrra.“ Þannig að þið eigið góða möguleika á því að fara beint upp aftur? „Ekki spurning, svo lengi sem allir eru með hausinn í lagi og halda sér niðri á jörðinni.“ Og munurinn á úrvalsdeildinni og þeirri fyrstu? „Ég held að þeir gætu auðveldlega gert úrvalsdeildina að 15 liða deild. Það að spila í úrvalsdeildinni gefur meiri tekjur sem myndi hjálpa félögunum að styrkja liðin. Ég myndi ekki segja að það væri mikill munur, stór hluti liðanna í 1. deildinni gætu auðveldlega spilað í úrvalsdeildinni.“ Hvaða lið koma til með að berjast um sæti í efstu deild að ári ásamt Grindavík? „Ég myndi segja Þróttur Reykjavík, ÍBV, Þór og kannski Stjarnan. Þá hefur Fjarðarbyggð komið mér á óvart ásamt Fjölni. Ég vissi ekki mikið um þá áður en þeir hafa byrjað leiktímabilið mjög vel. Þetta verður því áhugavert tímabil þar sem 3 lið fara upp í efstu deild.“ Hvernig bær er Grindavík? „Beautiful.“ Hvernig stuðningsmenn á Grindavík? „Frábæra stuðningsmenn. Það er kannski ekki of mikið af þeim en þeir láta vel í sér heyra og mæta í hvaða veðri sem er. Maður getur ekki beðið um meira heldur en það.“ Uppáhaldslið á Englandi? „Ég held ekki með neinu ensku liði, mig langar bara að sjá áhugaverða leiki. Ég held með Glasgow Rangers.“

Besti leikmaður heims? „Í augnablikinu er það Ronaldo hjá Manchester United.“ Uppáhalds matur? „Þessi er erfið. Mér finnst pasta gott, ferningslaga pylsa (scottish thing) og lasagna hjá Lynne eða heimagerð steikarbaka.“ Uppáhalds drykkur? „Ískalt coke eða bjór á heitum degi.“ Flottasta konan? „Konan mín, Lynne Brown.“ Eysteinn Hauksson er.... „Mr Football eats ,sleeps and shits football.. #10...Special, couldn´t meet a nicer guy.“

Mr. McShane


18

Ég er Jósef

Fullt nafn: Jósef Kristinn Jósefsson

Auðveldasti andstæðingur? Vilmundur Þór Jónasson

Aldur: 17 Maki? Kærastan heitir Anna Þórunn

Uppáhalds lið á Englandi? Stórveldið Liverpool

Uppáhalds matur? Þetta er auðvelt svar, Jólamaturinn hennar mömmu

Uppáhalds knattspyrnumaður? Jamie Carragher

Besti skyndibitinn? American Style

Besti leikmaður Grindavíkur fyrr og síðar? Ólafur Örn Bjarnason

Uppáhalds sjónvarpsefni? Lost Besta bíómyndin? HYPERLINK "http://www. imdb.com/title/tt0131857/" Baseketball hún er klassísk

Besti leikmaður Íslands fyrr og síðar? Eiður Smári

Lélegasta bíómyndin? Án efa Match Point labbaði út í hléi.

Efnilegasti leikmaður landsins? Kolbeinn Sigþórsson

Besta útvarpsstöðin? X-id 977

Grófasti leikmaður deildarinnar? Orri Freyr eftir tæklinguna á móti KA

Uppáhalds drykkur? Sprite og Vatn Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Keflavík Besti samherjinn? Paul McShane Verst klæddi samherjinn? Pass

Jósef

Besti íslenski íþróttamaðurinn? Ólafur Stefánsson Besti íþróttafréttamaðurinn? Höddi Magg þegar hann er í ham það er rosalegt

Hvaða íþrótt myndir þú æfa ef þú værir ekki í fótbolta? Ef það væri eitthvað væri það líklegast bara golf Besti þjálfari sem þú hefur haft? Ég held að ég hafi bara aldrei haft lélegan þjálfara, þannig segi bara allir sem ég hef haft.

E.V.H Verktakar ehf Þorsteinn Einarsson Vélvirkjameistari / Pípari. Guðmundur Finnsson Pípulagningameistari Baðsvöllum 25 - 240 Grindavík Gsm : 864-1331 - 896-0342 Nýlagnir - Plastsuðulagnir - Plastlagnir Viðgerðir - Nýlagnir vegna matvælavinnslu.


19

Ég er Guðmundur Fullt nafn: Guðmundur Andri Bjarnason Aldur: 25 Maki? Rannveig Jónína Guðmundsdóttir Uppáhalds matur? Kjötbollur og kartöflur í brúnni sósu og mjólk Besti skyndibitinn? Olsen klikkar seint Uppáhalds sjónvarpsefni? 24, Arrested Development, Seinfeld og Entourage Besta bíómyndin? Nokkrar; Kingpin, Sin City, Kill Bill 1 og 2. Lélegasta bíómyndin? View from the top er mjög slæm Uppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður? Killers, Franz Ferdinand, Muse, Metallica, o.fl. Besta útvarpsstöðin? Rás 2 klikkar ekki Uppáhalds drykkur? Kók Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Keflavik og Liverpool Besti samherjinn? Ray Jónsson og hin sívinnandi og furðulegi Bjarni Rúnar Einarsson Verst klæddi samherjinn? Orri Hjaltalin i bláum skóm Erfiðasti andstæðingur? Páll Guðmundsson Auðveldasti andstæðingur? Ray Jónsson Uppáhalds lið á Englandi? Man Utd Uppáhalds knattspyrnumaður? Darren Fletcher Besti leikmaður Grindavíkur fyrr og síðar? Emil Ingólfsson Besti leikmaður Íslands fyrr og síðar? Bjarni Andrésson að eigin sögn Efnilegasti leikmaður landsins? Friðrik Franz Guðmundsson

Besti íslenski íþróttamaðurinn? Sigurbjörn Bárðarson Besti íþróttafréttamaðurinn? Bjarni Svafarsson hjá fotbolti.net Hvaða íþrótt myndir þú æfa ef þú værir ekki í fótbolta? Golf Besti þjálfari sem þú hefur haft? Margir góðir en Jobbi var flottur

Grófasti leikmaður deildarinnar? Ray og Orri miðað við spjöld

Guðmundur Andri


ÏHA:CH@6 H>6#>H $ A7> (,**) %*$'%%,


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.