HAUKAR Handboltinn 2005 - 2006
Veit allt um Hauka
Hörður liðsstjóri rifjar upp góða tíma á bekknum
Flugmaðurinn í markinu
Bjarni Frosta fer yfir frábæran feril
Varnartröllið í Danmörku
Vignir lemur á nýlenduherrunum í Danmörku
Haukar eru stórveldi
Haukahjartað slær hratt í bæjarstjóranum
Ungfrú Haukar Harpa Melsteð um velgengnina og tímabilið
Ferรฐin
Formannsspjall Handknattleikur hefur oft verið nefndur þjóðaríþrótt okkar Íslendinga og hafa menn verið stóryrtir á sigurstundum um nauðsyn stuðnings hins opinbera og fyrirtækja við íþróttina. Nú er það svo að við Haukamenn höfum lagt hart að okkur undanfarin ár með þátttöku í Evrópukeppni og Meistaradeild Evrópu og náð þar verulega góðum árangri miðað við þær aðstæður sem við búum við hér á landi í fámenninu. Öflun fjár með auglýsingasamningum við fyrirtæki hefur reynst okkur þyngri með hverju ári og virðist sem öll sú velgengni og „útrás” íslenskra fyrirtækja hafi haft þau áhrif á marga stjórnendur þeirra að þeir hafa misst sjónar á því sem þeim stendur næst þ.e. starfi hinna ýmsu íþróttafélaga sem rekin eru af fámennum hópi sjálfboðaliða. Þó að ég ætli ekki að fullyrða hvað stendur einstaklingum næst, heldur það að þetta eru þó þeir framtíðarviðskiptavinir og neytendur sem eiga í hlut. Mér er það ljóst eftir að hafa starfað að þessum málum í 15 ár samfleytt að aðalsamkeppnisaðili okkar í dag eru fjölmiðlafyrirtæki og þá sérstaklega ljósvakamiðlarnir. Við eigum ekki einungis í harðri samkeppni við þá um áhorfendur heldur einnig um fjármagn sem fyrirtæki setja í íþróttir og þá á ég við þær stóru upphæðir sem fara til „kostunar” á erlendu íþróttaefni. Það er ótrúlegt að sjá hve auðvelt það virðist vera fyrir fjölmiðla að fá stórfyrirtæki landsins til að kosta sýningar á mismerkilegu erlendu efni, á meðan viðburðir í íslensku íþróttalífi verða útundan. Það er alveg ljóst að ef ekki verður stefnubreyting hjá fjölmiðlum og öflugum fyrirtækjum og stóraukið verði framboð af íslensku efni, munu allar íþróttagreinar aðrar en golf og knattspyrna væntanlega, sem búa við mjög sérstakar aðstæður, lognast útaf í þeirri mynd sem ásættanlegt er.
sjálfsögð krafa okkar allra, en við skulum ekki gleyma því að nær allir þeir leikmenn sem skipa okkar landslið, leika með erlendum liðum, og af hverju? Jú þeir hafa verið aldir upp hjá metnaðarfullum félagsliðum á Íslandi sem hafa lagt sig fram við að skapa þeim sem bestar aðstæður til æfinga og keppni og komið þeim á framfæri erlendis með þátttöku í Evrópukeppni og öðrum sterkum mótum. Ef hins vegar fótunum verður kippt undan félögunum fjárhagslega, þá er nokkuð ljóst að íslenskir leikmenn verða ekki í fremstu röð erlendis og landslið okkar hvorki fugl né fiskur. Er ég hræddur um að störfum í stétt íþróttafréttamanna verð stefnt í hættu og íþróttaefni fjölmiðla verður þá væntanleg einungis textað erlent efni. Ef til vill er það sem koma skal..... vilja menn það?
Miðað við þær upphæðir sem fara í „kostun” á erlendu efni þá er það ljóst að brot af því fjármagni til íþróttafélaganna myndi stórbæta alla afkomu og tryggja framtíð fjölbreytts íþróttastarfs á Íslandi.
Ég vona að þessi hugleiðing verði ekki til þess að menn móðgist, heldur líti sér nær og átti sig á þeirri ofursamkeppni sem ríkir á markaðnum og bitnar stórlega á íþróttahreyfingunni í landinu.
Í dag eigum við Íslendingar mjög gott landslið í handknattleik karla og er það
Þorgeir Haraldsson Formaður Handknattleiksdeildar Hauka
Meðal efnis: Bls. 5
Þjálfari kvenna
Bls. 6
Birkir Ívar
Bls.7
Líkar vel í Þýskalandi
Bls. 9
Þjálfari karla
Bls. 11
Haukamaður í gegn
Bls. 13
Vignir varnartröll
Bls. 15
Liðstjórinn
Bls. 18-19
Plakat
Bls. 21
Bæjarstjórinn
Bls. 23
Ungfrú Haukar
Bls. 24-25
Skyttan á miðjunni
Bls. 26-27
Helga Torfa
Bls. 29
Björg í horni
Bls. 30
Flugmaðurinn
ú t g á f u s v i ð Umsjón og ábyrgð: Útgefandi: Media Group ehf Ritstjóri: Hilmar Þórlindsson Efnisstjóri: Guðmundur Marinó Ingvarsson Blaðamenn: Guðmundur Marinó Ingvarsson Hilmar Þórlindsson Róbert Jóhannsson Ljósmyndun: Hilmar Þór Guðmundsson Pétur Ásgeirsson Daníel Rúnarsson Umbrot: www.m a f i a . i s Prentun: Prentmet
www.mediagroup.is
Ætlum að sækja titilinn!
og áður segir er Guðmundur ekki viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að hætta með úrslitakeppnina hjá konunum. „Tvöföld umferð gefur rétta mynd af því hvaða lið hefur verið sterkast yfir veturinn. En ég held að það séu of fá lið í deildinni til að réttlæta að sigurvegari eftir tvöfalda umferð verði Íslandsmeistari. Mér finnst að það þurfi að vera 12 liða lágmark til að þetta keppnisfyrirkomulag gangi upp og það er eitthvað sem á að stefna að. Þangað til ætti að hafa úrslitakeppni að mínu mati.”
Guðmundur Karlsson þjálfari meistaraflokks kvenna skipar stóran sess í hafnfirskri handboltasögu. Hann hefur þjálfað karlalið Hauka, FH og ÍH og kvennalið Hauka og FH en einnig hefur hann gert Hauka að Hugarfar sigurvegara Íslandsmeisturum í karla- og kvennaflokki en Haukar fóru ósigraðar í gegnum úrslitakeppnina í fyrra en Guðmundur finnur ekki fyrir pressu á að verja það hefur enginn annar þjálfari afrekað. Tímabilið 1999-2000 varð karlalið Hauka Íslandsmeistari í fyrsta skipti en þá var Guðmundur þjálfari liðsins. Í fyrra varð kvennaliðið Íslandsmeistari í fimmta sinn en Guðmundur á ekki gott með að gera upp á milli titlanna tveggja. „Þetta er að mörgu leyti sambærilegt. Það var mjög skemmtilegt að brjóta ísinn með fyrsta Íslandsmeistaratitli karlaliðsins. Það voru ákveðin tímamót hjá karlaliðinu sem í kjölfarið hefur búið sér til mikla sigurhefð. Þetta var líka mjög stór titill fyrir mig sem þjálfara en það var mjög gaman með stelpurnar í fyrra líka. Það var minn fyrsti titill með kvennalið.” Kvennahandboltinn er á réttri leið Þegar þetta var skrifað hafði Hauka liðið sigrað þrjá fyrstu leiki sína í DHL-deildinni og var Guðmundur því nokkuð sáttur við byrjun liðsins á mótinu. „Það er alltaf hægt að gera betur en við höfum unnið þessa leiki þannig að ég er nokkuð sáttur. Mér líst vel á handboltann sem liðin hafa spilað í upphafi móts og það er augljóst að deildin verður mun jafnari nú en í fyrra. Öll liðin í kringum okkur hafa styrkt sig og það verður enginn auðveldur leikur núna. Það er því meiri hætta á að „betri” liðin misstígi sig frekar en oft áður.” Með jafnari deild og fleiri spennandi og skemmtilegum leikjum má gera ráð fyrir því að íslensku kvennahandbolti sé í framför og svo segir Guðmundur vera. „Íslenskur kvennahandbolti er tvímælalaust í framför eins og sést á góðum árangri kvennalandsliðsins á æfingamóti í Hollandi nýlega þar sem vannst sigur á Rúmenum í fyrsta skipti og stelpurnar voru nálægt því að vinna bæði Tékka og Hollendinga líka. Þetta sýnir að stelpurnar, bæði hjá mér og öðrum, eru orðnar betri og það þýðir að við erum á réttri leið.” Þrátt fyrir að deildin sé jafnari og meira spennandi eins
titilinn. „Við ætlum ekki að verja titilinn, við leggjum þetta upp með að við ætlum að sækja titilinn. Það er engin pressa nema sú sem ég set á mig sjálfur og liðið setur á sig sjálft. Við ætlum að standa okkur í hverjum einasta leik og reyna að bæta okkur frá því í fyrra. Ef það gengur erum við í ágætis málum.”
En er liðið sterkara en í fyrra? „Við misstum Björk Tómasdóttur og Nínu K. Björnsdóttur á miðju tímabilinu í fyrra en þær hafa báðar eignast barn nýlega. Það veikti okkur mikið og þá sérstaklega í skyttustöðunni hægra megin. Anna Halldórsdóttir línumaður ákvað að vera ekki með okkur í vetur sem veikir okkur töluvert. Á móti fengum við Guðbjörgu Guðmannsdóttur þannig að við erum eflaust með svipað lið og í fyrra. Við þurfum samt að halda áfram að bæta okkur til að vinna titilinn í aftur í ár.” Til að halda áfram að bæta sig þarf hungrið í árangur að vera til staðar og það tekur Guðmundur heilshugar undir. „Hungrið í að ná árangri aftur og aftur er munurinn á þessum toppliðum sem ná endast á toppnum og liðum sem koma upp og detta aftur niður. Það þarf að vera til staðar hungur hjá hverjum einasta leikmanni til að sanna sig í hverjum einasta leik. Það er eina leiðin til að viðhalda topp árangri. Ég er að reyna að innleiða þetta hjá stelpunum mínum og mér finnast þær bregðast ágætlega við þessu.” Helsti styrkur Hauka undanfarin ár hefur verið vörn, markvarsla og hraðaupphlaup og á því er engin breyting en það er ekki eini styrkur liðsins. „Samstaðan meðal leikmanna er stór þáttur í árangri okkar og svo er búið að kveikja í hugarfari sigurvegara hjá okkur og nú þarf að fylgja því eftir.” Í Evrópukeppni í fyrsta sinn Kvennalið Hauka er að taka þátt í Evrópukeppni í
fyrsta sinn í vetur. „Það er gaman að brjóta ísinn með þátttöku í Evrópu. Þetta er skemmtilegur bónus sem gerir það að verkum að við erum að spila við lið sem spila öðruvísi handbolta en við eigum að venjast hér heima og það er gríðarleg reynsla fyrir alla sem að því koma. Þetta er fyrst og fremst reynsla og gaman og svo sjáum við hve langt við förum í keppninni.” Haukar urðu fyrst Íslandsmeistarar í kvennaflokki tímabilið 1995-1996 en síðan þá hefur liðið alltaf verið eitt af bestu liðum landsins í kvennaflokki. Guðmundur þekkir vel til uppbyggingarinnar sem hefur átt sér stað hjá Haukum. „Stóri punkturinn í þessari uppbyggingu er framvarðarsveit mjög duglegra manna sem hefur lagt gríðarlega mikið af mörkum til að byggja upp umgjörðina í kringum handboltadeildina. Þarna er fólk sem hefur fórnað ótrúlega miklum tíma og elju og sýnt þolinmæði í að ná árangri.” Guðmundur er viss um að ef Haukar haldi áfram að vera með þessa umgjörð og skipulag í kringum deildina þá heldur félagið áfram að ná topp árangri. „Að lokum vill ég skila þökkum til þeirra sem lagt hafa gríðarlega vinnu í þetta sjálfboðastarf svo svona deild gangi.”
Halldór Ingólfs er bestur! Birkir Ívar Guðmundsson hefur stimplað sig rækilega inn sem einn af bestu markvörðum landsins undanfarin ár. Hann hefur verið í stöðugri framför og er enn að bæta sig. Birkir Ívar er Eyjapeyji og hóf ferilinn þar en skipti svo yfir í Víking. Þaðan lá leiðin í Stjörnuna og loks í Hauka. En hvað er þaðp sem gerir Haukaliðið svona sigursælt?
„Góðir leikmenn, góð þjálfun, góð umgjörð og góður stuðningur. Þessi fjögur atriði vega þyngst. Annars hefur einnig verið hugsað mjög mikið um félagslega þáttinn í þessu hjá okkur og hann er mjög mikilvægur líka”. Birkir Ívar lék með Stjörnunni áður en hann gekk í raðir Hauka eins og áður kom fram. En var það eitthvað sérstakt sem kom þér á óvart eftir að þú ákvaðst að ganga til liðs við Hauka? „Nei ekki mikið, ég var búinn að skoða flesta þætti mjög vel áður en ég tók ákvörðunina og ég vissi flest um klúbbinn áður en ég gekk í hann”. Byrjun Íslandsmótsins hefur lofað mjög góðu. Umfjöllunin hefur verið góð og eins hefur mikið af fólki verið að mæta á leikina. Það virðist sem mikill meðbyr sé með handboltanum þessa dagana og hefur þann meðbyr vantað undanfarin ár. En hvernig leggst byrjunin á mótinu í þig? „Bara nokkuð vel, mótið virðist fara nokkuð vel af stað og mótið virðist ætla að verða nokkuð skemmtilegt. Persónulega finnst mér að sá handbolti sem boðið er upp á núna vera nokkuð betri en í byrjun undanfarinna móta”. Haukaliðið hefur spilað í Meistaradeildinni undanfarin ár og hefur einnig borið höfuð og herðar yfir íslensk handknattleikslið hvað það varðar. Mörg af bestu liðum heims hafa sótt Hauka heim og því hafa áhorfendur fengið að sjá mörg virkilega góð lið með berum augum. Hve miklu máli skiptir það ykkur leikmennina að taka þátt í þessari sterku keppni? „Meistaradeildin er auðvitað mjög skemmtileg en jafnframt krefjandi. Þátttaka í
Meistaradeildinni þýðir auka 10 - 12 leikir fyrir áramót þannig að álagið er mjög mikið. En þetta hjálpar okkur einnig mikið sem lið, sú reynsla sem við fáum við það að spila við þá bestu er auðvitað mjög mikil. Þessa reynslu tökum við síðan með okkur inn í deildina hér heima”. Haukamenn og konur gleyma seint leiknum sem Haukar spiluðu við Barcelona ytra í Meistaradeildinni. Barcelona hafði ekki tapað stigi á heimavelli í mörg mörg ár þangað til Haukar mættu. Haukar náðu að gera jafntefli á þessum frábæra heimavelli og vöktu úrslitin athygli um allan handboltaheiminn. En hvernig upplifðir þú þennan leik? „Þetta er náttúrulega einn rosalegasti leikur sem ég hef spilað. Tilfinningin eftir leikinn var svona svipuð og maður hefði orðið Íslandsmeistari” Kostnaðurinn er mikill þegar lið taka þátt í Evrópukeppninni og er staðan ólík þegar fótboltinn er annars vegar. „Jú kostnaðurinn er nokkuð mikill. Þetta er ekki eins og í fótboltanum þar sem að liðin fá greitt fyrir þátttökuna. Við strákarnir sjáum ekki allan kostnaðinn þannig að ég hreinlega veit ekki hver hann er í heildina en sjálfir greiðum við nokkuð háa upphæð til Hauka vegna þátttökunnar. Við strákarnir höfum verið að vinna fyrir bæinn, aðallega við tyrfingar. Svo höfum við gefið út spilastokka”.
Hrafnkels, Sigmari Þresti og fleiri. En ef ég ætti að nefna aðeins einn leikmann þá myndi ég segja Halldór Ingólfsson. Sömu sögu er að segja með leikmenn sem ég hef spilað á móti, þá hefur maður spilað á móti öllum bestu landsliðum heims og mörgum af bestu félagsliðunum. En ef ég ætti aðeins að nefna tvo leikmenn þá myndi ég segja Enrique Masip og Halldór Ingólfsson”.
Páll Ólafsson hefur þjálfað Haukana undanfarin ár með frábærum árangri. En hvernig þjálfari ætli Páll Ólafsson sé? „Hvað á maður að segja; þjálfari sem gerir lið sitt að Íslandsmeisturum tvö ár í röð með mestum mögulegum mun hlýtur bara að kunna eitt og annað fyrir sér”.
Haukaliðið hefur breyst mikið á undaförnum árum enda leikmenn liðsins eftirsóttir. Erfitt getur verið að stilla strengina ár eftir ár með nýjum leikmönnum en Haukaliðið hefur verið ótrúlega gott í því. Hvernig koma nýju leikmennirnir út þetta árið? „Félagslega hefur þetta verið mjög gott og nýir leikmenn smollið vel inn í hópinn. Hvað varðar spilið þá er þetta allt á réttri leið. Liðið hefur verið að bæta sig með hverjum spiluðum leik í vetur og það er varla hægt að fara fram á meira”.
Birkir Ívar hefur leikið með mörgum frábærum leikmönnum og einnig gegn mörgum af þeim bestu í heiminum. Þegar Birkir var spurður um besta samherjann og besta mótherjann voru margir sem komu í hugann. „Það er varla hægt að gera upp á milli margra góðra leikmanna þar sem ég hef spilað með mönnum á borð við Geir Sveins, Óla Stef, Dag Sig, Guðjóni Val, Bjarka Sig, Valda Gríms, Konna Ólafs, Gumma
Í lokin er ekki úr vegi að tala um stuðningsmenn Hauka. Þeir hafa stutt ótrúlega vel við bakið á karla og kvennaliðinu og láta vel í sér heyra. Hvað vill Birkir Ívar segja við stuðningsmenn Hauka í lokin? „Það er varla hægt að segja neitt, þeir hafa staðið mjög vel við bakið á okkur undanfarin ár. Það er bara vonandi að við fáum þann stuðning áfram. Við þurfum á honum að halda”.
Frábær tími hjá Haukum Þórir Ólafsson gekk til liðs við Hauka árið 2002 eftir að hafa leikið alla sína tíð á Selfossi. Þórir varð Íslands- og deildarmeistari með Haukum öll þrjú árin hans hjá félaginu en hann gekk til liðs við þýska liðið Lubbecke sem leikur í efstu deild í Þýskalandi síðasta sumar. Feril Þóris hjá Haukum hófst með því að hann sleit krossband á æfingu áður en hann hafði náð að leika einn leik með félaginu. Þórir missti því af fyrsta tímabilinu með Haukum en hann náði sér vel af meiðslum sínum á öðru tímabili sínu með félaginu og blómstraði loks á þriðja og síðasta tímabilinu. „Ég var nýkominn til Hauka þegar ég meiddist en var staðráðinn í að standa mig þannig að þetta var skiljanlega mikið áfall. Ég veit ekki hvort þetta hafi haft mikil áhrif á minn feril en ég var í mjög góðum höndum hjá Ella lækni sem er algjör snillingur og hjálpaði mér mikið. Ég fékk líka góðan stuðning frá félaginu, leikmönnum og stuðningsmönnum sem hjálpaði mér mikið í að stíga upp úr þessu.” Á fætur og í landsliðið Eftir þessa erfiðu byrjun sýndi Þórir frábæra takta og vann sig í landslið Viggós Sigurðssonar áður en hann fór í atvinnumennsku til Þýskalands. En eiga þjálfarar Þóris hjá Haukum mikinn heiður af framförum hans síðustu tímabil? „Ég lærði mikið á þessum árum mínum hjá Haukum undir stjórn Palla og Viggós. Þátttakan í Meistaradeildinni spilar líka mikið inn í þetta. Hún gaf okkur öllum ómetanlega reynslu og var frábær upplifun. Það að fá að ferðast um Evrópu og spila við heimsklassa lið gaf manni mikið.” „Árin mín hjá Haukum voru frábær. Klúbburinn er metnaðarmikill og hefur aðeins eitt markmið og það er að vera á toppnum. Haukar eiga marga duglega og góða stuðningsmenn sem styðja
liðið vel.” Þórir hefur fulla trú á að Haukar geti varið titilinn í vetur þó hann segist ekki geta fylgst vel með boltanum hér heima. „Haukar eru með mjög fínan hóp með góða blöndu af skemmtilegum leikmönnum. Þarna eru reynslumiklir gamlir refir og ungir óreyndir strákar. Ég reyni að fylgjast með boltanum heima með því að kíkja á netið og fara yfir úrslitin og stöðuna. Annars er ótrúlegt hvað maður er fljótur að detta mikið út úr þessu þegar maður spilar ekki heima.”
Líkar vel í Þýskalandi Þórir er búinn að koma sér vel fyrir í Þýskalandi en hann og kona hans eignuðust nýverið sitt fyrsta barn. „Við erum í frekar rólegum og góðum bæ í miðju landinu en það er stutt í stórborgir þannig að okkur líkar mjög vel hér. Þjóðverjar eru mun rólegri í tíðinni en Íslendingar í öllu. Hér er allt lokað á sunnudögum og hér loka búðir yfir miðjan daginn en maður venst því alveg. Við erum búin að koma okkur vel fyrir og búin að kaupa allt það nauðsynlegasta í íbúðina okkar.” Þórir vissi það áður en hann hélt til Þýskalands að hann þyrfti að aðlagast gæðum og hraða handboltans í bestu deild í heimi og að það tæki smá tíma. „Ég er ekki alveg búinn að ná fullum tökum á þessu en þetta er samt fljótt að koma. Ég er búinn að bæta mig örlítið á þessum tveim mánuðum
mínum hér og þá sérstaklega í hraðari leik og vörninni.” Þórir segir þjálfara sinn hjá Lubbecke ekki hafa kennt sér mikið þó hann hafi bætt sig á skömmum tíma sínum í Þýskalandi. „Hann hefur ekki kennt mér neitt ennþá, en þetta er samt ekki slæmur þjálfari. Mér hefur gengið þokkalega með liðinu þó ég hafi ekki spilað mikið. Samherji minn í horninu hefur verið að spila vel og er markahæstur í liðinu eins og er, en ég held ég hafi nýtt mín tækifæri nokkuð vel.” „Þjálfarinn sagði mér þegar ég kom að hann myndi skipta þessu á milli okkar eftir því hver væri að spila vel hverju sinni og að hann myndi gefa mér tíma til að aðlagast deildinni” sagði Þórir sem vildi að lokum þakka Haukum fyrir góðan tíma hjá félaginu.
Ferรฐin
Spilum alltaf til sigurs! Páll Ólafsson þjálfari meistaraflokks karla er á sínu þriðja tímabili sem aðalþjálfari liðsins eftir að hafa tekið við af Viggó Sigurðssyni á tímabilinu 2003-2004. Páll hefur skilað deildarog Íslandsmeistaratitli í hús bæði tímabilin en Haukar leitast við að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð. Miklar mannabreytingar voru á Hauka liðinu fyrir tímabilið og í ljósi þeirra er Páll þokkalega sáttur fyrir byrjun tímabilsins. „Það tekur alltaf tíma að koma mönnum inn í kultúrinn hjá nýjum liðum en það hefur gengið vonum framar hjá okkur. Við vorum ákveðnir í því fyrir mót að leggja áherslu á Meistaradeildina en um leið passa okkur á því að misstíga okkur ekki of mikið í deildinni.” Þegar þetta viðtal var tekið höfðu Haukar leikið fimm leiki og sigrað fjóra. „Við höfum leikið þrjá útileiki gegn liðum í efstu sætum deildarinnar og aðeins tapað einum þeirra þannig að við getum verið þokkalega sáttir.” Evrópukeppnin hefur gríðarlega þýðingu Haukar hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum á síðustu sex árum en Páll segist samt ekki finna fyrir mikilli utanaðkomandi pressu á að skila titlum í hús. „Við setjum sjálfir á okkur þá pressu að reyna að skila þeim titlum í hús sem í boði eru. Við spilum alltaf til sigurs og mannabreytingar á liðinu breyta engu um það. Ég finn ekki fyrir því að stuðningsmenn okkar heimti titla en þeir vilja að við séum í toppbaráttunni og það að titlar detti inn er auðvitað bónus.”
Bæði karla- og kvennalið Hauka náði ótrúlegum árangri í úrslitakeppninni í fyrra þar sem bæði lið fóru ósigruð í gegnum úrslitakeppnina. Páll segir það ekki vera vandamál að endurvekja hungrið í árangur eftir ævintýrið sem úrslitakeppnin í fyrra var enda með mikið af nýjum leikmönnum. „Hið nýja fyrirkomulag verður til þess að við megum ekki misstíga okkur í deildinni eins og við gerðum í fyrra þegar við vorum líka að keppa í Meistaradeildinni. Leikirnir telja jafn mikið núna og í vor og því er áríðandi að tapa sem fæstum stigum í upphafi móts.” „Við höfum grætt á því í lok síðustu tímabila að taka þátt í Evrópukeppnum fyrri hluta móts. Það hefur skilað sér seinna um veturinn með aukinni reynslu í jöfnum og erfiðum leikjum. Sem dæmi má nefna úrslitaleikina í fyrra gegn ÍBV. Það var ekki
mikið mál fyrir strákanna að fara til Eyja og spila fyrir framan 700 Eyjamenn eftir að hafa spilað fyrir framan 7000 áhorfendur í Kiel fyrr um veturinn. 700 manns höfðu ekki mikil áhrif á okkar leik. Evrópukeppnin og þá sérstaklega reynslan úr Meistaradeildinni á mikinn heiður á góðum árangri í úrslitakeppnum undanfarinna ára.” Leikmenn á borð við Ásgeir Örn Hallgrímsson, Þórir Ólafsson og Vigni Svavarsson hafa yfirgefið Hauka og farið á vit ævintýra atvinnumennskunnar. Páll segir Meistaradeildina spila mikið inn í þær framfarir sem þessir leikmann ásamt fleirum hafa sýnt hjá Haukum undanfarin ár. „Þeir eru að spila gegn bestu liðum heims, á móti nýjum andlitum og nýjum markmönnum í nýjum húsum en ekki á móti sömu andlitunum sem menn eru vanir hér heima. Þetta skilar sér með nýrri vídd í boltann og
í gríðarlegri reynslu. Meistaradeildin hefur líka skilað miklu félagslega fyrir fólkið í kringum félagið. Það hefur gríðarlega mikla þýðingu að taka þátt í þessari keppni. Saknar úrslitakeppninnar Páll er sáttur við breytt keppnisfyrirkomulag í DHL-deildinni. „Ég hef verið talsmaður þess að það lið sem vinnur deildarkeppnina standi uppi sem Íslandsmeistari en ég mun samt koma til með að sakna úrslitakeppninnar. Ég hefði gaman að því að sjá úrslitakeppni með öðrum formerkjum en að vera Íslandsmeistari. Það mætti vera fyrirtækja- eða peningamót. En við megum eiga það að við settum met í úrslitakeppninni í fyrra sem aldrei verður tekið af okkur þar sem úrslitakeppnin hefur verið lögð niður.” Haukar hafa alltaf komið upp á réttum tíma undanfarin tímabil og toppað í úrslitakeppninni. Breytti Páll áherslum á undirbúningstímabilinu í samræmi við breytt keppnisfyrirkomulag? „Nei í sjálfu sér ekki. Við höfum misstígið okkur þegar
Ferðin
við höfum tekið þátt í Evrópukeppninni en það er oft bara spurning um hugarfar. Nú skipta allir leikir máli ólíkt því sem verið hefur en undirbúningstímabilið var svipað og verið hefur. Við ætlum að klára þetta mót fyrir jól. Þá kemur pása í einn og hálfan mánuð vegna Evrópukeppni landsliða í Sviss og þá förum við í gegnum annað undirbúningstímabil áður en mótið hefst að nýju.” Mikil þolinmæði á bak við árangurinn Stórkostlegur árangur Hauka síðasta áratug eða svo á sér langan aðdraganda en þetta hófst allt á svipuðum tíma og Páll Ólafsson gekk til liðs við Hauka sem leikmaður fyrir um 15 árum síðan. En hver er ástæðan bak við þessa miklu uppbyggingu hjá handknattleiksdeild félagsins? „Það er fyrst og fremst mikil þolinmæði. Þegar Þorgeir formaður handknattleiksdeildarinnar tók við fyrir einhverjum 17 árum eða svo þá var hann með áætlun um að gera félagið að stórveldi en hann, og það góða fólk sem hefur unnið með honum, krafðist ekki árangurs frá fyrsta degi heldur var litið til
10
lengri tíma til að gera félagið að stórveldi þó það tæki 10 ár og Þorgeir hefur haft þolinmæði til að klára þetta verkefni. Menn hafa ekki misst sig og hlaupið í einhverja vitleysu af því titlarnir komu ekki einn, tveir og þrír og með þessari markvissu uppbyggingu eru Haukar stórveldi í íslenskum handbolta.” Sömu andlitin „Annað sem á stóran hlut í þessu er að sama fólkið er að starfa í kringum félagið í dag og þegar ég lék með félaginu. Maður er að sjá sömu andlitin vinna fyrir félagið eftir allan þennan tíma og eins sér maður sömu andlitin í stuðningsmannaklúbbnum Haukar í horni. Fólkið sem sér um umgjörðina er sama fólkið og fyrir 15 árum. Það hefur gríðarlega mikið að segja að fólk fær ekki leið á að taka þátt í þessu og er passað uppá að setja ekki of mikið á herðar hvers og eins. Fólk er ekki krafið um of mikla vinnu og því hefur það úthald til að standa í þessu í þetta langan tíma í stað þess að brenna út á einum til tveimur árum.”
Margt að læra af Dananum Aron Kristjánsson er Haukamaður í gegn. Hann spilaði nánast allan sinn feril með Haukum og átti glæsilegan feril hérlendis sem og erlendis. Aron átti einnig góðan feril með íslenska landsliðinu en sökum meiðsla varð hann að leggja skóna á hilluna. Aron þjálfar í dag danska úrvalsdeildarliðið Skjern og þegar þetta er skrifað tróna þeir á toppi dönsku deildarinnar. Haukablaðið heyrði hljóðið í Aroni og lagði fyrir hann nokkrar spurningar.
Hvernig kom það til að Aron þjálfar danska liðið Skjern? „Fyrir tveimur árum síðan varð ég fyrir alvarlegum brjóskmeiðslum á hné. Ég fór í aðgerð og var í endurþjálfun í u.þ.b. 10 mánuði en það virtist ekki ganga. Horfurnar fyrir því að geta spilað og æft sem atvinnumaður voru ekki góðar. Tveimur dögum eftir að ég kom heim af sjúkrahúsinu fékk ég tilboð frá Skjern um gerast þjálfari hjá félaginu. Ég þurfti því að vega og meta möguleika mína um að ná mér góðum. Ég var ráðinn sem aðstoðarþjálfari og átti að sjá um daglega starfið í kringum liðið og ef ég yrði klár til að spila þá myndi ég gera það til að byrja með. Ég náði mér ekki góðum og félagið vildi breyta um aðalþjálfara. Þannig að ég var ráðinn aðalþjálfari liðsins áður en ég var byrjaður hjá félaginu.” Mikið hefur verið rætt um gæði danska handboltans og margir eru á því að sá bolti sem er spilaður í Danmörku sé alveg mjög öflugur. En er mikill munur á íslenska handboltanum og þeim danska? ” Það er töluverður munur á þessum tveimur deildum. Danska deildin er orðin verulega sterk og einnig mjög jöfn. Ég myndi segja að hún sé næst á eftir Þýskalandi og Spáni í styrkleika en það eru án efa sterkustu deildirnar. Það eru mörg lið sem vilja komast í úrslitakeppnina en það eru einungis 4 lið sem komast í hana. Ef leikmenn mæta ekki 100% tilbúnir til leiks þá tapar maður og þá
er alveg sama við hvaða lið maður spilar. Hraðinn er oft og á tíðum mikill í danska boltanum. Mörg lið hugsa meira um sóknarleikinn en varnarleikinn. Það eru gífurlega margir efnilegir danskir leikmenn í deildinni. Flestir þeirra eru mjög góðir sóknarmenn en ekki eins sterkir varnarmenn. Danir eiga einnig marga góða markverði. Það sem er einkennandi fyrir danskan handknattleik er að mörg lið ná góðum hraða í sóknarleiknum og eru einnig góð í að nýta breidd vallarins. Þetta eru atriði sem Íslendingar gætu lært af þeim og myndi auka víddina í sóknarleiknum. Hvað varðar áherslu í dómgæslu þá eru dæmd mun fleiri sóknarbrot í danska boltanum en heima. Mitt álit er það að flestir íslenskir handknattleiksmenn hafa mjög gott viðhorf til íþróttarinnar. Baráttuandinn og æfingaviljinn er í fyrirrúmi, þetta eru atriði sem Danir gætu lært af. En það er hægara sagt en gert því þetta eru atriði sem einkenna íslenska íþróttamenn og hægt að segja að þeir fái þessa eiginleika með móðurmjólkinni.” Nú þegar þetta er ritað er Skjern í efst sæti deildarinnar og kemur það eflaust mörgum á óvart. En hvert skyldi markmið liðsins vera? „Rétt fyrir tímabilið var okkar spáð 79. sæti. Okkar markmið er að komast í 4-liða úrslitakeppnina. Við erum á þessari stundu í fyrsta sæti í deildinni eftir 7 umferðir, einu stigi á undan meisturum Kolding.”
11
Íslenskir leikmenn virðast sækja mjög í það að spila í Danmörku, enda er danskur handbolti í háum gæðaflokki. Hjá Skjern leikur einmitt Haukamaðurinn sterki Vignir Svavarsson. En hvernig er strákurinn að standa sig sem og hinir Íslendingarnir? ” Þeir hafa verið að standa sig gífurlega vel. Jón Jóhannsson var hjá okkur í fyrra og hefur farið mikið fram á þeim tíma sem hann hefur verið hér. Hann er kominn í mjög gott form og er öflugri að öllu leyti. Vignir og Vilhjálmur Halldórsson
komu fyrir þetta tímabil. Þeir hafa staðið sig með prýði í vörninni og ná virkilega að berja íslenskum baráttu anda í liðsfélaga sína. Þessir strákar eru góðir liðsfélagar og hafa því einnig haft góð áhrif á liðsandann. Hvað varðar Vignir þá er ég mjög ánægður með hann. Vignir er lykilmaður hjá okkur, bæði í vörn og sókn. Ég vissi svo sem að hverju ég var að ganga með því að fá hann til liðsins þar sem ég þekkti hann vel áður.” Þegar íslenskir handboltamenn horfa til útlanda þá er það aðallega Þýskaland sem verður fyrir valinu. Margir hafa sagt að það væri óvitlaust að byrja í Danmörku og nýta sér þann handbolta jafnvel sem stökkpall. En finnst þér að íslenskir leikmenn ættu að leita meira til Danmerkur heldur en t.d Þýskalands? „Það er mjög misjafnt. Sumir hafa verið tilbúnir í þann slag en aðrir ekki. Í Danmörku er æft mjög markvisst og orðinn mikill atvinnumannabragur á deildinni og leikstíllinn sem er leikinn hér er gott að hafa í reynslubankanum.” En skyldi Aron fylgjast vel með sínu gamla
félagi úr fjarska? „Já. Það er mitt félag. Guttarnir hlusta stundum ennþá á Haukalagið.” Handknattleiksfélagið Haukar hefur notið gífurlegrar velgengni undanfarin ár. Liðið hefur sankað að sér titlum og eru ávallt í fremstu röð. En hver er ástæðan fyrir þessari velgengni að mati Arons? „Haukar eru einskonar fjölskyldufélag þar sem allir eru velkomnir. Það gildi sem mér finnst mest einkennandi fyrir félagið og vera lykilatriði í velgengni Haukanna síðasta áratug, er virðing fyrir íþróttinni, mótherjum og liðsfélögum. Hegðun félagsmanna endurspeglast af þessu gildi. Þessi virðing gerir það að verkum að allt það fólk sem er í kringum félagið endist lengur við. Það er stór hópur fólks sem hefur unnið óeigingjarnt starf í kringum Haukana nú í langan tíma og þetta fólk á þakkir skilið! Stjórn félagsins hefur reynt að stuðla að því að það séu góðir rammar í kringum iðkendur. T.d. hafa þeir ráðist í það erfiða verkefni að taka þátt í Evrópukeppninni á hverju ári. Það að hafa góð lið í meistaraflokki er gulls ígildi. Yngri iðkendur hafa þá einhverja að líta upp
12
til og alast upp í sigurmenningu. Virðingin gerir það svo að verkum að við höldum velli.” Eins og Aron kom inná áðan þá hafa íslensku leikmennirnir staðið sig virkilega vel hjá Skjern. En er það þá ekki á stefnuskránni að fá fleiri íslenska leikmenn til liðs við Skjern? „Tímabilið er rétt byrjað og við erum ekki byrjaðir að ræða næsta ár. En það líður að því.” Þegar leikmenn hafa verið erlendis til langs tíma þá „poppar” oft upp heimþrá. Leikmenn vilja oftar en ekki snúa heim og jafnvel enda ferilinn á heimaslóðum. En er Aron farin að huga að heimferð? „Það er allt óráðið. Ég er samningsbundinn Skjern til júní 2007.” Að lokum gat blaðamaður Haukablaðsins ekki sleppt einni klassískri spurningu handa Aroni. Hver er besti handknattleikmaður heimsins í dag að þínu mati? ” Eins og staðan er í dag, er það þá ekki okkar maður, Guðjón Valur Sigurðsson.”
Ferðin
Varnartröllið í Danmörku
Vignir Svavarsson lyfti Íslandsmeistarabikarnum á loft á síðasta tímabili sem fyrirliði Hauka skömmu áður en hann yfirgaf félagið og flutti sig um set til Skjern í Danmörku þar sem hann leikur undir stjórn Arons Kristjánssonar sem einnig fékk handboltauppeldi sitt hjá Haukum. Vignir hafði aldrei leikið fyrir annað félag en Hauka þegar hann gekk til liðs við Skjern en var ekki erfitt að yfirgefa æskustöðvarnar? „Já og Nei. Haukar eru og verða alltaf liðið mitt og auðvitað erfitt að yfirgefa klúbbinn sinn og alla þá vini sem maður á í liðinu og í kringum liðið en ég var að taka ákveðið skref á mínu ferli og fara að gera hluti sem ég var búinn að stefna að lengi þannig að ákvörðunin sem slík var ekki erfið.”
Get gert betur
Vignir segir dönsku deildina vera betri en þá íslensku þó hún sé það ekki að öllu leyti. „Það er meiri breidd hjá liðunum hér. Flest lið eru með tvo svipað góða leikmenn í hverri stöðu. Heima er ekki eins mikið framboð af leikmönnum og þar að leiðandi ekki eins mörg góð lið. Ég er þó ekki frá því að mörg lið heima spila betri vörn en sum liðin í dönsku deildinni. Sum af þeim liðum sem ég hef spilað við eru að minnsta kosti alveg út úr kortinu hvað það varðar.” Danski boltinn er svipaður og Vignir bjóst við. „Það er mikill hraði í boltanum hér og margir góðir leikmenn sem gaman er að takast á við. Aðsóknin er mikil og handboltaáhuginn er Skjern er mikill. Ég er sjaldan sáttur við mína eigin frammistöðu, það er alltaf hægt að gera
13
betur. Ég hef byrjað þetta ágætlega en get og ætla að gera betur.”
Aron hafði sitt að segja
Skjern var ekki eina félagið sem vildi fá hafnfirska varnartröllið til liðs við sig. „Það voru nokkur félög sem sýndu mér áhuga en það voru tvö lið sem mér leist best á og ég tók mér góðan tíma að skoða og meta hvort félag fyrir sig áður en ég valdi Skjern sem ég sé ekki eftir.” Vignir getur ekki neitað því að sú staðreynd að Aron þjálfar félagið hafði áhrif á ákvörðun hans. „Ég spilaði með Aroni heima og hann þjálfaði mig þegar ég var 16 ára skytta. Við höfum alltaf náð vel saman og það að fara til þjálfara sem maður þekkir hafði mikil áhrif á ákvörðun mína. Það skemmir heldur ekki að
Aron er toppþjálfari. Hann er góður í alla staði og er búinn, og á eftir, að hjálpa mér mikið í að bæta mig sem leikmaður.” Skjern er eitt af bestu liðum Danmerkur og er Vignir sannfærður um að þeir muni hafa ástæðu til að fagna áður en langt um líður. „Við erum mjög öflugir og eigum bara eftir að verða betri. Við erum með vel mannað lið sem spilar skemmtilegan og góðan handbolta. Við verðum með nokkurn veginn sama mannskap næstu 2 til 3 árin þannig að það eru skemmtileg tímabil framundan þar sem við hölum inn titlum.”
Stefnir hátt
Þegar Vignir yfirgaf Hauka þá var hann orðinn besti varnarmaður DHL-deildarinnar ásamt því að vera ill viðráðanlegur í sókninni og því rökrétt að hann færi í atvinnumennsku en hvert er stefnan sett í framtíðinni? „Stefnan er fyrst og fremst að bæta sig sem leikmaður.
Ég gerði 3 ára samning við Skjern og það á eftir að koma í ljós hvað gerist að honum loknum. Ef ég verð kominn á þann stað eftir þrjú ár sem ég stefni að sem leikmaður þá er rökrétt framhald að fara í enn sterkari deild og þar koma Þýskaland og Spánn sterklega til greina.” Þó Vignir ætli sér stóra hluti á sínum ferli er hann ekkert að fara fram úr sjálfum sér og nýtur þess að búa í Danmörku. „Mér líður mjög vel hér. Skjern er rólyndisbær þar sem allt snýst um handbolta. Okkur Íslendingunum hér hefur verið tekið opnum örmum og við erum búnir að koma okkur vel fyrir hér. Skjern er samt ekki þekkt fyrir að vera mikið menningarsetur en það er ekki nema hálftíma keyrsla til annara bæja sem bjóða uppá meiri menningu.
Haukar eiga að verja titilinn
Þrátt fyrir að íslenskur handbolti sé ekki
14
vinsælt sjónvarpsefni í dönsku sjónvarpi þá hefur Vignir náð að fylgjast ágætlega með boltanum heima. „Mér líst vel á lið Hauka í dag. Þeir eru með góðan mannskap sem á örugglega eftir að gera það gott. Ég sá leikinn þeirra á móti Århus þar sem mér fannst margt jákvætt í þeirra spili. Það voru líka hlutir sem hefðu mátt vera betri og fannst mér þeir vera klaufar að vinna ekki leikinn. Liðið á samt enn eftir að slípa sinn leik og það kemur með tímanum.” Það litla sem Vignir hefur séð af deildinni hér heima líst honum ágætlega á. „Deildin virðist jafnari en oft áður og það eru fleiri spennandi leikir með nýju leikjafyrirkomulagi sem hefði átt að vera löngu búið að setja á. Þetta gæti orðið spennandi handboltavetur á Íslandi. Ef Haukar halda rétt á sínum spilum þá er ekki spurning um að þeir eigi eftir að verja titilinn” sagði Vignir sem vildi að lokum skila kærri kveðju til allra Haukamanna og kvenna frá Danmörku.
Eins gott og það gerist! Allir sem fylgjast með handknattleik hafa séð Hörð Davíð Harðarson að störfum. Hann hefur starfað lengi sem liðstjóri karlaliðs Hauka og er einn besti Haukamaður sem sögur fara af. Haukablaðið sló á þráðinn til Harðar og lagði fyrir hann nokkrar laufléttar spurningar og eins og sést á svörunum þá er ekki langt í húmorinn. En Hörður hefur ansi lengi verið Haukamaður. „Í fjörtíu ár. Hermann Þórðar átti heima í sömu blokk og ég þegar ég var ungur og ein systir mín æfði með Haukum þannig að það kom ekkert annað til greina. Vissi ekki af FH fyrr en undir fermingu og hef reynt að halda því við.” Hörður Davíð hefur, eins og áður kom segir, verið liðstjóri Hauka til lengri tíma. En hvað er þetta orðinn langur tími? „Byrjaði sem liðstjóri 1988 þannig að það fer að vera hægt að segja fyrir Hörð og eftir Hörð í tímatali meistaraflokks karla. Einhverjir leikmenn í meistaraflokki karla voru ekki fæddir þegar ég byrjaði ( úpps ) Þetta er búið að vera ansi langur tími og ekki margar æfingar eða leikir sem ég er búin að missa úr.” Á öllum þessum tíma hefur Hörður séð mörg lið mótast hjá Haukum og upplifað margt. En hvaða Haukalið hefur Herði fundist hvað best? „Erfitt að segja. Liðið sem varð deildarmeistari 1994 var mjög gott en það var mikill klaufaskapur og reynsluleysi að hafa ekki orðið íslandsmeistarar þá. Liðið sem varð Íslandsmeistari 2000 hafði sterkan karakter eins og liðið sem kláraði KA í oddaleik fyrir norðan 2001 og náttúrulega liðið sem kláraði úrslitakeppnina í vor 7-0 þrátt fyrir miklar breytingar á mannskap fyrir það tímabil. Þessi lið standa upp úr.” Ef það er einhver sem getur svarað spurningunni af hverju Haukar hafa verið svo sigursælir í gegnum tíðina þá er það Hörður. Hvers vegna öll þessi velgengni?” Við höfum alltaf vandað valið á þjálfurum og ég tel okkur síðan vera með mjög góða umgjörð utan um liðið og vonandi þá bestu sem hægt er að bjóða upp á í áhugamennsku. Þátttaka í Evrópukeppnum hefur síðan verið mikli reynsla sem hefur oft nýst okkur vel á lokaspretti Íslandsmótsins. Við höfum verið að spila á erfiðum útivöllum erlendis fyrri part vetrar sem hefur t.d. hjálpað okkur að vinna leiki og landa titlum á erfiðum útivöllum að vori.”
15
Ferรฐin
Margir hafa sagt að sá stuðningur sem Haukar hafa fengið í gegnum tíðina hafi hjálpað gífurlega mikið. Stuðningsmenn Hauka hafa verið duglegir að sækja leiki og styðja liðið. En hver er skoðun Harðar á stuðningsmönnum Hauka? „Þeir hafa verið ansi drjúgir í gegnum árin og staðið á bak við liðið í gegnum súrt og sætt. Hinsvegar hefur mikill fjöldi af leikjum hjá okkur síðustu ár dregið aðeins úr þeim kraftinn og hefur mér fundist þeir ekki alveg hafa fattað hvernig íslandsmótið er byggt upp núna í haust. Það þýðir ekki að bíða eftir úrslitakeppni og fagna þá heldur telja allir leikir núna og því nauðsynlegt að þeir fari að fjölmenna ef þeir ætla að taka þátt í nærri árlegri sigurhátíð í vor. Hver leikur getur ráðið úrslitum núna upp á stöðuna í vor og því ekki eftir neinu að bíða með að mæta á völlinn.” Heyrst hefur að Hörður taki ávallt kaffi með sér þegar Haukar mæta í Kaplakrikann. Er þetta satt? „Þetta átti nú ekki að vera opinbert. Það hefur verið einhver slæmur tapvírus í Krikanum síðustu ár og var ég hræddur um að mínir kaffidrykkjumenn gætu smitast. Er þetta partur af umgjörðinni til að tryggja sigur og hefur virkað og verður því ekki breytt fyrr en í næsta tapleik í Krikanum.”
Einn leikmanna Hauka bað Haukablaðið að gauka einni léttri spurningu að Herði varðandi það þegar FH varð „næstum” því Íslandsmeistari í fótbolta fyrir nokkrum árum (ca 1989). Hvernig var sú upplifun? „Þyrlan var að dóla yfir húsinu mínu þegar Kristinn Tómasson skoraði markið fræga í krikanum og ég sá á eftir þyrlunni suður með sjó með bikarinn. Eins og segir í þekktri auglýsingu þá var þetta einstök tilfinning. Minnir dálítið á þegar við unnum KA fyrir norðan í oddaleik 2001 og það komu til okkar tveir litlir strákar að norðan sem voru á leiknum og óskuðu okkur til hamingju. Við erum nefnilega Þórsarar sögðu þeir og brostu.” Nú hefur Hörður starfað með mörgum færum þjálfurum á sínum ferli. En hver ætli sé þeirra fremstur? „Treysti mér ekki til að svara þessari. Við hjá Haukum höfum eingöngu verið með góða þjálfara þennan tíma sem ég hef verið t.d. Jóhann Inga, Sigga Gunn, Gunna Gunn, Viggó, Mumma Karls, Baumruk og núna Palla. Hef starfað lengst með Viggó en hann er búin að þjálfa hjá okkur í 7 ár og síðan hef ég aðeins verið að aðstoða hann sem liðstjóri með landsliðunum en hef ekki getað sinnt því sem skyldi vegna anna hjá Haukum og í vinnunni þannig að hann er sá sem maður hefur
Fjölsport
Sportveruverslunin Fjölsport í verslunarmiðstöðinni Firði hefur um árabil þjónustað Hafnfirðinga með vörur til íþróttaiðkunar. Í mars síðastliðnum tók Jón Páll Grétarsson, fyrrum leikfangasali í
lært mest af. Hef lagt sama metnað í störf mín með öllum þjálfurum og vona að þeir hafi allir verið ánægðir með mín störf öll þessi ár.” Það er ekki hægt að sleppa þessum heiðursmanni án þess að spyrja hann aðeins út í keppnistímabilið sem núna er í fullum gangi. Verður titillinn áfram á Ásvöllum? „Það kemur í ljós í næstu leikjum úr hverju liðið er gert. Við erum með mikið breytt lið frá í fyrra og erum t.d. aðeins með einn landsliðsmann nú í stað fjögurra í vor. Sumir nýju leikmannanna hjá okkur þekkja ekki sigurstemminguna sem hefur verið hjá okkur en það kemur í ljós eins og ég sagði í næstu leikjum hvort við erum með lið til að klára mótið eða ekki. Breiddin hjá okkur hefur oft verið meiri en á móti kemur að önnur lið eru í svipaðri stöðu og við. Meiðslalausir ættum við að fara langt með að halda bikarnum hjá okkur. Þetta er líka dálítil spurning hvað Linda sjúkraþjálfari nær að halda Dóra Ingólfs gangandi lengi.”
auglýsing aukið til muna og má segja að verslunin sé meðal glæsilegustu verslana í sínum stærðarflokki á landinu. Fjölsport mun eftir sem áður kappkosta við að þjónusta hafnfirskt íþróttafólk en einnig selja tískufatnað sem tengdur er íþróttamerkjunum t.d. Nike, Puma, Adidas og Hummel. Fjölsport ásamt Hummel International hefur gert 4 ára samning við Knattspyrnudeild Hauka. Fjölsport er söluaðili Hummel í Hafnarfirði og mun sjá um öll samskipti milli Hauka og Hummel Int. næstu fjögur árin. Jafnframt mun Fjölsport halda knattspyrnumót fyrir yngri flokka ár hvert.
hafnarfirði, við rekstrinum. Þann 29.nóvember síðastliðin stækkaði Fjölsport mun á næsta ári auka úrvalið til verslunin um helming og gerðar voru muna og það er þegar orðið ljóst töluverðar breytingar á útliti verslunarinað það vantar enn meira pláss. nar. Í kjölfarið var vöruúrvalið
17
テ行landsmeistarar 2005
Íþróttalið í fremstu röð ! Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar er mikill Haukamaður en hann var formaður félagsins í 10 ár. Undir stjórn Lúðvíks hefur Hafnarfjarðarbær stóraukið framlag sitt til íþrótta sem hefur stuðlað að mikilli aukningu ungra iðkenda hjá félögunum í bænum.
Haukar eru og hafa verið besta handboltalið landsins síðustu ár og nú er „litli bróðir” í Kaplakrika besta fótboltalið landsins. Hvaða þýðingu hefur það fyrir bæjarfélagið að eiga íþróttalið í fremstu röð? „Það hefur sýnt sig að það er afar mikilvægt” sagði Lúðvík og bætti við „bæjaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að efla og styrkja íþróttalífið í bænum eins og hefur sýnt sig. Við viljum gefa unga fólkinu í bænum tækifæri á að vera virkt í æskulýðs- og félagsstarfi. Við höfum lagt okkar að mörkum við að styðja og styrkja íþróttalífið í bænum á allan máta og farið nýjar leiðir sem önnur bæjarfélög hafa tekið upp eftir okkur og við erum stolt af því.” Ótrúleg fjölgun iðkenda Lúðvík segir bæjarstjórnina vilja gera enn betur en hvað er það helsta sem þeir hafa gert til að styrkja íþróttalífið í bænum? „Í fyrsta lagi höfum við byggt upp, í samvinnu við íþróttahreyfinguna, mjög öflugt íþróttabandalag og treyst þannig samvinnu íþróttafélaganna og bæjarins. Í gegnum íþróttabandalagið hefur verið mótuð forgangsstefna í byggingu á íþróttamannvirkjum í bænum. Öll sú vinna hefur verið virk meðal félaganna og það hefur verið góð samstaða með hana.” „Í öðru lagi höfum við greitt niður íþróttafélagsgjöld fyrir börn að 10 ára aldri. Þar höfum við brotið blað í stuðningi við æskufólk og íþróttahreyfinguna um leið og það talar sínu máli að fjölgun iðkennda hefur verið um 40% í þessum aldurshópum á síðustu tveimur árum. Þetta hefur um leið tryggt það að fleiri eru með í starfinu sem hefur styrkt starfsemi félaganna til mikilla muna.”
Lúðvík fer ekki ofan af því að stefna bæjaryfirvalda í íþróttamálum eigi mikið í frábærum árangri hafnfirskra íþróttamanna ár eftir ár. „Þetta er árangur af mjög góðu starfi þar sem unnið hefur verið skipulega í þessum efnum í mjög langan tíma. Félögin hafa fengið góðan aðbúnað og stuðning og hafa starfað vel saman að sínum málum. Við höfum líka lagt áherslu á að styrkja afreksmannasjóð bæjarfélagsins, hvort heldur gagnvart einstaklingum eða félögum.” „Það hefur sýnt sig að fá önnur sveitarfélög hafa átt eins marga keppendur á Evrópumótum og stærri keppnum en Hafnfirðingar. Svo liggur fyrir sú niðurstaða á síðustu árum að héðan úr bænum hafa verið um 400 Íslandsmeistarar á ári hverju. Þessi árangur næst ár eftir ár og það í nánast öllum íþróttum sem stundaðar eru, ekki bara í handbolta og fótbolta.” Kvennaliðið sérstaklega öflugt Lúðvík reynir að sækja völlinn eins og hann getur og þá helst handbolta- og fótboltaleiki en honum líst vel á það sem hann hefur séð til Hauka það sem af er vetri. „Það hafa orðið mikla breytingar á karlaliðinu frá því í fyrra og mér fannst þetta aðeins óheflað fyrst í haust hjá þeim. Það var eins og menn væru ekki alveg að finna taktinn en mér hefur fundist þetta betra síðustu misseri en þarna eru ungir og kröftugir strákar sem eiga eftir að sækja sig og styrkja mjög til viðbótar í vetur og ég er sannfærður um að þeir klári þetta með sóma eins og liðið hefur gert síðustu ár.” „Kvennaliðið er eitt það öflugasta og skemmtilegasta sem við höfum átt lengi. Það
21
er sérstaklega skemmtilegt að sjá hvað liðið er samtvinnað af bæði eldri leikmönnum og yngri sem eru að koma upp. Ég held að þetta verði skemmtilegur og árangursríkur vetur í alla staði hjá stelpunum. Ég held að liðið hafi alla burði til þess að gera mjög vel eins og liðið er að sína fram á í sinni Evrópukeppni.” HSÍ þarf að skoða sín mál Lúðvík er gamall fjölmiðlamaður og því athyglisvert að heyra hans skoðun á umfjöllun íslenskra fjölmiðla um handboltann. „Mér finnst vanta breiðari umfjöllun um boltann en úrvalið í dag er auðvitað mikið meira en það var. Samkeppnin við erlendar íþróttir er mjög mikil í dag. Maður gerir sér vonir um að þetta breytta mótahald, sem var orðin full þörf á, gefi nýja vídd og breidd í málin og það verði meira fjör í kringum þetta þegar hver einasti leikur er farinn að skipta máli. Manni fannst menn vera
að bíða eftir vorinu og úrslitakeppninni þegar hún var enn við lýði.” Lúðvík er ekki ýkja hrifinn af skipulagningu handbolta- hreyfingarinnar. „Lið hér á landi eru að keppa í Evrópukeppni við bestu lið Evrópu sem eru að koma hingað til lands að spila og á sama tíma er verið að demba út leikjum í næstu íþróttahúsum í úrvalsdeild. Þetta er hlutur sem ekki nokkrum manni hefði dottið í hug fyrir fáum árum en mér finnst þetta vera afturför og virðingaleysi gagnvart þeim liðum sem eru að bera uppi hróður landsins á alþjóðavettvangi.” Haukar eru stórveldi Haukar hafa misst fjölmarga leikmenn í atvinnumennsku eins og fleiri lið á Íslandi síðustu ár og það finnst Lúðvík bara vera jákvætt. „Það er gaman fyrir okkur að horfa til þess að við eigum leikmenn sem spila í Þýskalandi og nágrannalöndum sem gætu fyllt tvö heil félagslið. Það eru fáir sem hefðu getað ímyndað sér fyrir nokkrum árum að
þróunin yrði með þessum hætti. Þarna eru geysilegir möguleikar og tækifæri sem þessir ungu leikmenn eru að fá.” „Það er sárt að horfa á eftir leikmönnunum en við erum að byggja upp okkar framtíðar landslið og stórveldi með þeirri reynslu sem þessir strákar fá í útlöndum. Ég trúi líka að þetta skili sér allt heim til baka þegar þessir leikmenn koma heim aftur og taka við forystunni í sínum gömlu félögum.” Eins og áður segir var Lúðvík formaður Hauka í ein 10 ár og því í kjörstöðu til að meta það hvort metnaður handboltadeildarinnar hafi skilað sér til fleiri deilda félagsins. „Handboltinn byggir á mjög gömlum merg og þar hefur verið haldið vel utan um öll mál. Haukar eru auðvitað stórveldi í handboltanum hér á Íslandi. Það er mikill uppgangur hjá knattspyrnudeildinni en hún eins og allt félagið býr að því til framtíðar að það er verið að byggja mjög myndarlega íbúðarbyggð allt í kringum Ásvelli sem gefa Haukum óendanlega möguleika og tækifæri
22
til framtíðar í frekari uppbyggingu.” „Ég tek sérstaklega hattinn ofan fyrir því glæsilega starfi sem er að eiga sér stað hjá körfuboltadeildinni og þá ekki síst hjá kvenfólkinu. Þær eru að brjóta blað í sögunni, eins og stöllur þeirra í handboltanum, með þátttöku sinni í Evrópukeppni. Ég tek hattinn ofan fyrir því hvernig þær hafa staðið að því öllu saman. Ég veit að handboltinn hefur verið mikil hvatning að því sem þær eru að gera í dag.” Lúðvík hefur því fulla trú á því að aðrar deildir muni sækja fram af sama krafti og handboltadeildin hefur gert og slái hvergi slöku við. „Það hefur alltaf verið aðall Hauka að við erum eitt félag með fimm deildir þar sem menn vinna saman. Það er það sem hefur gert Hauka að stórveldi” sagði Lúðvík sem vildi að lokum óska Haukum bjartrar framtíðar. „Þetta er allt á fullri ferð og ég hef trú á mínu fólki, þetta ár sem önnur.”
Harpa, Ungfrú Haukar
Þegar maður hugsar um Hauka þá er eitt nafn sem kemur oftar upp í hugann heldur en eitthvað annað, Harpa Melsteð. Hún hefur ávallt leikið með Haukum og er einn reynslumesti leikmaður landsins. Harpa hefur unnið allt sem hægt er að vinna innanlands og er einnig margreynd landsliðskona. Haukablaðið tók púlsinn á fyrirliða Íslandsmeistara Hauka. Eins og áður segir hefur Harpa verið í Haukum eins lengi og elstu menn muna. En hvað ætli þessi tími sé orðin langur? „Ég er búin að vera í Haukum í hvorki meira né minna en 22 ár.” Harpa hefur verið einn besti leikmaður landsins um langt skeið og ávallt skarað framúr inná handboltavellinum. En af hverju hefur það alltaf verið Haukar? „Mér hefur liðið mjög vel í Haukum og erum við í raun eins og ein stór fjölskylda. Ég hef unnið til fjölda titla með Haukunum og hefur félagið verið í fremstu röð á öllum sviðum. Ég hef því ekki séð neina ástæðu til að skipta um lið því að sjálfsögðu vil ég vera í fremstu röð.” Þegar leikmenn eru í sama gæðaflokki og Harpa þá hljóta önnur lið að renna hýru auga til hennar. En hefur það aldrei hvarflað að þér að skipta um lið? „Mér hefur boðist að spila fyrir önnur lið hérlendis og erlendis en það hefur aldrei komist á alvarlegt stig. Ég hef alltaf haldið tryggð við mitt félag. Mér stóð til boða að spila erlendis en tímasetningarnar hentuðu ekki. Þá var ég á kafi í háskólanámi og lét það ganga fyrir.” Eins og flestir vita hafa Haukar verið áberandi hérlendis fyrir mikla hefð og langa sigurgöngu sem hefur jafnan endað með Íslandsmeistaratitlum bæði í karla og kvennaflokki. En hvað er það sem gerir Hauka að því veldi sem það er? „Félagið hefur mikinn
metnað, mikla hefð, stórkostlega umgjörð og það er frábært fólk í kringum liðið.” Það hefur verið eftirsótt af leikmönnum að spila fyrir Hauka. Ávallt eru fengnir góðir leikmenn til að styrkja liðið og hafa þeir í flestum tilfellum ílengst hjá félaginu. En hvað er það sem fær aðra leikmenn til þess að velja Hauka fram yfir önnur félög? „Það er alltaf tekið vel á móti nýju fólki hjá Haukum. Mikið hungur í titla og mikil hefð skemmir ekki. Hjá Haukum er líka toppaðstaða í alla staði.” Harpa Melsteð hefur unnið allt sem hægt er að vinna hér á landi eins og áður kom fram. Hún hefur leikið með mörgum frábærum leikmönnum og mörgum mismunandi útgáfum af Haukaliðinu. En hvað ætli sé besta Haukalið sem hún hefur leikið með? „Úff, erfið spurning. Mannskapurinn sem hefur spilað með mér er allur frábær bara hver á sinn hátt og er því erfitt að gera upp á milli. Liðið í dag finnst mér frábært, við náum vel saman og erum allar góðar vinkonur. Ef ég á að nefna eitthvað sérstakt tímabil þá vil ég nefna að mér fannst sérstaklega gaman að spila vörn með Auði Hermanns. Við saman vorum öflugar á miðjunni og vörðum stundum fleiri bolta en markmaðurinn, maður fékk „kikk” út úr því.” Verður titilinn ekki örugglega áfram á Ásvöllum? „Ef ég fæ einhverju um það ráðið, já. Við eigum góða möguleika á að krækja í titilinn aftur í ár. Við erum með mjög gott
23
lið, nánast óbreytt frá því í fyrra. Önnur lið hafa hins vegar styrkt sig og verður deildin því líklegra jafnari. Ef við sleppum við meiðsli og höldum rétt á spilunum eigum við góða möguleika.” Af öllum þeim leikmönnum sem Harpa hefur leikið með varð blaðamaður Haukablaðsins að spyrja hver sé besti leikmaðurinn sem hún hefur leikið með á sínum ferli? „Æ, það er svo erfitt að gera upp á milli stelpnanna. Ég verð nú samt að nefna Ramúne, hún er nú besti leikmaður sem hefur spilað hér á landi fyrr og síðar. Einnig var Judit mjög öflug á sínum tíma. Hanna er svo náttúrulega snillingur og einn besti íslenski leikmaðurinn í dag (enda uppalin Haukamanneskja). Þar sem ég er nú mikil áhugamanneskja um góðar varnir verð ég að nefna Auði Hermanns og Ingu Fríðu sem uppáhalds varnarmakkera.” Að lokum er ekki úr vegi að spyrja Hörpu aðeins varðandi Evrópukeppnina. Er það ekki ykkur mikils virði að taka þátt í henni? „Þrátt fyrir að hafa verið lengi í boltanum er þetta í fyrsta skipti sem ég tek þátt í Evrópukeppni. Mér finnst þetta rosalega gaman, þetta lífgar heldur betur upp á tímabilið. Þetta skiptir okkur miklu máli sérstaklega núna í vetur þar sem einungis eru spilaðar tvær umferðir. Við erum að tala um aðeins 18 leiki yfir veturinn og því er frábært að Evrópuleikirnir komi inn á milli. Einnig er það mjög gott fyrir móralinn að fara í þessi ferðalög. Það þjappar hópnum vel saman.”
Skyttan á miðjunni Andri Stefan hefur gjörsamlega sprungið út sem leikmaður á síðustu árum. Í dag er hann lykilmaður í liði Hauka og er sá leikmaður sem tekur hvað oftast á skarið þegar á þarf að halda. Það eru kannski ekki allir sem vita að Andri er uppalinn hjá erkifjendunum í FH. En af hverju skiptir þú um lið á sínum tíma? „Ég skipti y fir árið 2000, eða þegar ég gekk upp í 3. f lokk. Ástæðan var sú að allur árgangurinn minn í FH hætti í handboltanum og ákvað að velja fótboltann. Ég gerði það einnig til að byrja með, en þegar veturinn skall á ákvað ég f yrir tilstilli góðra vina minna, þ.á.m. Ásgeirs Arnar, að mæta á Haukaæfingar. Var þá einungis markmiðið að skemmta sér og halda sér í formi f yrir fótboltann. En annað kom á daginn og 3 mánuðum seinna kallaði Viggó á mig til að koma á æfingar hjá meistaraf lokknum, við það hætti í ég í fótboltanum og restin segir sig sjálf.”
Andri Stefan leikur jafnan á miðjunni en hefur það alltaf verið staðan þín? „Nei, upp yngri f lokkana var ég í sky ttustöðunni og miðjustöðunni til skiptist og var nokkuð opin f yrir báðum stöðunum en hætti svo að stækka ef tir 16 ára aldurinn þannig miðjan varð f yrir valinu. Ég get nú samt í harðindum leyst sky ttuna.” Það má segja að Andri hafi komið fram á sjónarsviðið undir stjórn Viggós Sigurðssonar og þar byrjaði hann að blómstra. En hvernig þjálfari er Viggó Sigurðsson? „Hann er náttúrulega f yrsta f lokks þjálfari. Mjög ákveðin, keppnisskap umfram allt, óttast ekkert. Hann ætlast alltaf til 100% afraksturs frá hverjum einasta manni í öllum atriðum handboltans alltaf, á hverri einustu æfingu, í hverjum einasta leik. Ef maður uppf yllir ekki allt 100% þá fær maður að finna f yrir því.” Það er greinilegt að Viggó á stóran sess hjá Andra. „Já hann hefur það, hann trúði á mig. Hann setti mig inn í meistaraf lokk og ákvað það að ég ætti að verði
24
framtíðarmaður og gerði það sem hann gat til þess. En hvað handboltann sjálfan varðar, þá lærði ég mikið og meðal annars hvað varðar taktískan skilning á leiknum og hvernig hugar far maður þar f í handbolta.” En þjálfarinn sem þjálfar Andra í dag er engin aukvisi og það hefur Páll Ólafsson sýnt margof t. En hver er helsti munurinn á þessum tveim frábæru þjálfurum? „Báðir eru þeir algjörir topp þjálfarar og ekki myndi ég treysta mér að velja á milli þeirra. En munurinn tel ég f yrst og fremst í því að Palli er varnarsinnaður en Viggó sóknarsinnaður. Palli ley fir eilítið lýðræði í liði sínu, en samt ekki svo að það fari á milli mála hver ráði. Hjá Viggó ríkir algjört einræði.” Hvernig klúbbur er Haukar? „Það er náttúrulega margt sem þar f að spila inní til að halda uppi sigursælu liði ár ef tir ár. Allt þar f að byggja frá grunni og það hafa Haukarnir gert. Stjórn handknattleiksdeildarinnar er búin að vinna mjög hörðum höndum að koma þessu liði í það form sem það er búið að vera í
Ferðin
síðustu árin. Hefur þessi stjórn að mínu mati unnið framúrskarandi star f í þágu handboltans og verið lykillinn á bak við þetta góða gengi síðustu ár. Gott yngri f lokka star f undir leiðsögn góðra þjálfara hefur skilað mörgum leikmönnum upp í meistaraf lokk. Þannig hefur liðið náð að endurnýja sig þrátt f yrir mikinn missi ungra leikmanna. En reyndar núna í ár þá höfðum við ekki undan og þur f tum við að sækja leikmenn úr öðrum liðum. Svo má ekki gleyma okkar frábæru stuðningsmönnum sem hafa staðið svo lengi og vel við bakið á okkur.” Er það ykkur mikilvægt að taka þátt í Evrópukeppninni? „Já ég tel það. Helsta ástæðan er sú þetta er svo skemmtilegt. Auk þess er það gríðarleg reynsla að taka þátt í svona leikjum og spila á móti sumum af bestu félagsliðum í heimi.” Þegar Andri Stefan var í U-18 ára landsliðinu urðu þeir Evrópumeistarar. Miklar væntingar voru gerðar til þessa liðs þegar liðið hélt á HM U-21 árs í Ungverjalandi í sumar. Liðið þótti ekki standa undir væntingum og liðið hafnaði í 9.sæti. En hvað fór úrskeiðis? „Þetta er held ég leiðinlegasta spurning sem ég veit um. En það var margt sem ekki gekk upp í sumar. Undirbúningurinn var fínn, liðið var vel stemmt, leikmenn jákvæðir þegar haldið var til leiks. Unnum f yrstu 2 leikina og allt í góðum gír. Við töpuðum svo lykilleik um að komast í góða stöðu í milliriðli. Leik sem við töpuðum með einu marki. Heilladísarnar voru ekki með okkur í þeim leik. Við töpuðum svo á móti Þýskalandi
sem er að ég tel framar okkur í handbolta. Við það fórum við inn í milliriðil með nánast vonlausa stöðu um að komast í undanúrslit og allur botn datt úr þessu hjá okkur þegar við sáum hversu litla von við áttum um að komast í undanúrslit. En það hafði verið markmiðið. Danir urðu heimsmeistarar en við höfðum tveimur vikum f yrir mót gert jafntef li við þá. En 9. sæti var staðreynd og við erum sumsé 9. besta
landsliðið í okkar aldursfloki af um 300 löndum í heiminum. Það telst ekki nógu gott ef þú ert íslendingur.”
25
Þurfum að auka hraðann
Helga Torfadóttir er einn besti markvörður landsins og hefur verið lengi þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur leikið sem atvinnumaður erlendis og bætti sig gríðarlega þar. Þegar hún ákvað að snúa heim þá urðu Haukar fyrir valinu.
komin t í m i til að breyta u m umhverfi og mér fannst Haukar vera mjög vænlegur kostur. Ég hafði heyrt margt gott um félagið og svo spillti auðvitað ekki fyrir að Hanna og Inga Fríða
En hvers vegna Haukar? „ Mig langaði nú helst bara til að breyta aðeins til. Ég ólst upp í Víking og átti frábær ár þar en síðustu árin var ég farin að standa í stað sem leikmaður. Því fannst mér
26
sem spiluðu með mér úti í Danmörku voru þar.”
leikmönnum. Það eru allir að stefna að sama markmiði.”
Hvernig var þín reynsla sem atvinnumaður og með hvaða liðum lékstu? Það að fara út og spila er ómetanleg reynsla. Ég lærði ótrúlega mikið á því að spila erlendis og það á bæði við innan sem utan vallar. Sem markmaður þá er maður ávallt að spila á móti nýjum leikmönnum sem er auðvitað langskemmtilegast. Einnig voru alltaf skipulagðar markmannsæfingar sem er gífurlega mikilvægt og vantar algerlega hérna heima. Þegar ég var tvítug þá spilaði ég eitt ár í Svíþjóð og þó svo að mörgum hafi fundist ég of ung til að fara út að spila þá held ég að þetta hafi verið það besta sem ég hef gert. Eftir það ár þá ætlaði ég að fara heim í háskólann en þá hafði Einar Guðmundsson Selfyssingur samband við mig en hann var að þjálfa lið sem heitir Bryne og er í Noregi. Ég var auðvitað ekki lengi að skipta um skoðun og skellti mér til Noregs og þar spilaði ég ásamt Hrafnhildi Skúladóttur. Á þessu tímabili tók ég, að mínu mati, mestum framförum og bætti mig mjög mikið sem leikmaður. Síðan var ég að spila með Team Tvis Holstebro í Danmörku tímabilið 20042005 en þar spilaði ég með fjórum öðrum íslenskum stelpum. Þar hafði ég besta markmannsþjálfara sem ég hef nokkurn tímann haft en hann er einnig markmannsþjálfari hjá danska karlalandsliðinu.”
Nú hefur kvennahandboltinn verið virkilega skemmtilegur undanfarin ár og hafa margir sagt að boltinn sem stelpurnar hafa verið að sýna sé jafnvel skemmtilegri heldur en karlahandboltinn. Hvernig finnst þér Íslandsmótið hafa farið af stað í ár? „Það fer bara ágætlega af stað. Mótið í ár verður líklega mun skemmtilegra og meira spennandi en í fyrra. HK liðið á eftir að koma á óvart í vetur en það er samansett af ungum og mjög efnilegum stelpum ásamt tveimur útlendingum. Það verða fleiri lið sem taka þátt í toppbaráttunni þetta tímabilið.”
Þegar leikmenn ákveða að ganga til liðs við Hauka er það ávallt sama sagan sem leikmenn hafa heyrt um félagið. Allt virðist vera í topplagi hjá félaginu og hefur það sýnt sig í gegnum árin. En hvað er það sem gerir Hauka að því félagi sem það er í dag að þínu mati? „Öll umgjörð í kringum félagið er mjög góð og mikill metnaður er hjá öllum um að ná langt og þá á ég við hjá stjórninni, stuðningsmönnum og
En er eitthvað því til fyrirstöðu að Haukar hampi titlinum aftur í vor? „Auðvitað stefnum við að því og höfum fulla trú á að við getum það. En við þurfum að halda einbeitingunni í allan vetur og leggja okkur 100% fram í hvern og einn leik, sérstaklega það sem hver leikur skiptir meira máli eftir að nýja fyrirkomulagið var tekið upp.” Undanfarin ár hafa jafnan sömu liðin barist um efstu sætin í kvennaboltanum. En það virðist eitthvað vera að breytast ef eitthvað er. En hvaða lið sérðu fyrir þér sem ykkar helstu andstæðinga? „Líklega verða það Valur, ÍBV og Stjarnan en svo eru mörg önnur lið sem eiga eftir að vera að stela stigum af efri liðunum.” Þá aðeins að landsliðinu. Helga hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu og oftar en ekki átt virkilega góða leiki. En hvenær ætli landsliðið komist í stórkeppni? „Vonandi sem fyrst. Við höfum verið að bæta okkur og höfum veitt góðu liðunum mikla mótspyrnu. En það sem okkur hefur vantað er að að leggja þessi lið af velli í mikilvægum leikjum. Það styttist þó óðum í það.“
27
En er það raunhæft? „ Ég tel að við eigum möguleika á því en við þurfum bara að hafa trú á því sjálfar.” Þróun kvennahandboltans hefur verið í stöðugri sókn og sífellt er áhugin að aukast þótt hann mætti að sjálfsögðu vera meiri. En hvað finnst þér um kvennahandboltann í heild sinni? „Handboltinn hérna heima er ágætur en það sem vantar er mun meiri hraði og leikmenn verða að bæta líkamlegan styrk sinn. Mér finnst að þjálfarar þurfi að leggja meiri áherslu á að auka hraðann því boltinn í framtíðinni á eftir að vera mjög hraður og ef við ætlum að geta haldið í við aðrar þjóðir þá verðum við að leggja áherslu á þetta. Einnig þurfa leikmenn að bæta úthald og styrk. Þetta er reyndar misjafnt milli liða en af minni reynslu þá eru of fáar stelpur í hverju liði sem eru í toppformi.” Það hefur loðað við stelpurnar að þær hætti íþróttaiðkun langt fyrir aldur fram. Finnst þér að stelpur hætti of snemma í handbolta? „Það eru alltof margar sem hætta of snemma. Ástæðurnar geta verið ótrúlega margar. Það er boðið upp á svo margt annað í þjóðfélaginu núna sem draga stelpurnar annað. Einnig er stundum ekki haldið nógu vel utan um þjálfaramál hjá félögunum sem hefur auðvitað áhrif. Það þarf að skapa fyrirmyndir fyrir yngri stelpur. Ég man eftir því að þegar ég var ung þá voru t.d Inga Lára og fleiri alger goð í mínum augum en ég held að þetta sé ekki svona í dag.” Að lokum vill Helga segja þetta við stuðningsmenn Hauka. „Fyrst vil ég þakka þeim fyrir frábæran stuðning á síðasta tímabili og þið voruð okkur mikil hvatning. Ég vona að sem flestir láti sjá sig á leikjunum okkar í vetur því að stuðningur ykkar getur skipt sköpum. Áfram Haukar.“
Björg í horni Haukar í horni er ötull stuðningsmannahópur meistaraflokka Hauka í handknattleik. Í honum eru meðlimir sem eru tilbúnir að fórna kröftum sínum til stuðnings félagsins og má telja það nokkuð víst að þetta sé eitt elsta stuðningsmannalið landsins í handbolta. Haukablaðið settist niður með Björgu Guðmundsdóttur og ræddi við hana um tilurð hópsins og starfsemi hans.
Baumruk heim
Fyrir fimmtán árum síðan voru Haukar að berjast fyrir því að fá Petr Baumruk til þess að snúa aftur til síns gamla félags. Þegar ljóst var að fjármál félagsins dugðu ekki til þess að halda honum innan liðsins gripu dyggir stuðningsmenn til sinna ráða. Síðan þá hafa tímarnir breyst en stuðningsmennirnir fara þó hvergi, heldur hefur klúbburinn verið í örum vexti. „Klúbburinn hefur aldrei hætt í þessi fimmtán ár og eru nú eitthvað í kringum 170 manns í honum,” sagði Björg þegar blaðamaður náði tali af henni eftir sigurleik Haukastúlkna á Stjörnunni skömmu áður. Viðtalið átti sér stað í myndarlegu fundarherbergi sem gengið var inn í úr glæsilegri félagsaðstöðu. Félagsaðstaðan var skreytt með bikurum og þar var einni breiðtjaldssjónvarp þar sem menn geta náð helstu leikjum. „Eftir leiki hittast menn oft hér til þess að ræða leikinn og tala um það sem vel var gert og hvað hefði mátt gera betur. Þá komum við oft saman hér til þess að horfa á þá útileiki í Evrópukeppninni sem við förum ekki á.”
8. maðurinn
Oft er talað um stuðningsmenn handboltaliða sem 8. manninn og má segja að Haukar í horni gangi skrefinu lengra með það með sínum hætti. „Við hlúum svolítið að meistaraflokkunum, búum t.d. oft til morgunmat fyrir leiki. Allt gert til þess að styrkja samband leikmanna og
stuðningsmanna,” sagði Björg. Þegar viðtalið var tekið var framundan leikur hjá karlaliðinu gegn Århus sem Haukar í horni stefndu á að fjölmenna á. „Við höfum farið í margar hópferðir með liðinu í Evrópuleiki, nú er ein framundan til Danmerkur. Hópurinn verður líklega í Kaupmannahöfn og þaðan verður tekin rúta til Árósa.” Haukar í horni eiga sér systurfélag innan Hauka sem nefnist Haukar í körfu. Samstarfið þar á milli er mjög gott og fá körfumeðlimir frítt á handboltaleiki og öfugt.
Bara gaman
Það er ekki dýrt að gerast Haukur í horni. Það eina sem þarf að gera er í raun að vera Haukamaður og vera tilbúinn til þess að greiða smá upphæð á mánuði til Hauka. „Það
29
kostar alltaf peninga að reka svona batterí. Við erum mikið að taka pening úr sömu vösunum eins og gengur og gerist. Við erum samt í rauninni ekki í vandræðum með það, fólk er voðalega duglegt, meirihluti klúbbfélaga eru mjög virkir en svo er auðvitað fólk sem er bara að borga pening til þess að styrkja klúbbinn.” Peningurinn fer semsagt í að styrkja starf meistaraflokkanna líkt og í byrjun en ekki í félagsstarf Hauka í horni sjálfra. Til þess að gerast meðlimur þurfa menn að greiða 2000 krónur á mánuði en hjón greiða 3500 krónur á mánuði. Björg hefur verið meðlimur Hauka í horni frá upphafi og veit því hvað hún var að segja þegar hún sagði við blaðamann: „Þetta er bara svo gaman.”
テ:RAM HAUKAR!
Vテゥlaverkstテヲテーi Hjalta Einarssonar Melabraut 21 S: 565-1240
30
Flugmaðurinn í markinu upp úr að ég lék með ótrúlega mörgum skemmtilegum strákum sem maður á sem vini það sem eftir er.”
Bjarni var alltaf mjög vinsæll meðal stuðningsmanna Hauka enda líflegur á velli fyrir utan að vera afbrags markvörður sem átti það til að loka markinu á löngum köflum. En hvað fannst þér um stuðningsmennina sjálfa? „Þeir eru frábærir eins og öll umgjörðin hjá Haukum sem er miklu betri en maður hefur kynnst annars staðar á landinu. Það var sérstaklega skemmtilegt þegar við fórum til Evrópu með fullar flugvélar af fólki og þá myndaðist sannkölluð fjölskyldustemmning. Það var einstakt.” Það eru ekki síður leikir, en leikmenn og tímabil, sem kalla fram bros hjá Bjarna þegar ferillinn er rifjaður upp. „Bikarúrslitin á móti KA 1997 verða alltaf minnisstæð og eins allir sex leikirnir við Val 1994. Eftirminnilegasti Evrópuleikurinn, hvað góða leiki varðar, er leikurinn á móti Sporting Lisabon úti í Portúgal 2001.” Haukar sigruðu leikinn 33-32 eftir að liðin skildu jöfn 21-21 í fyrri leik liðanna á Ásvöllum.
Bjarni Frostason er einn af fjölmörgum frábærum markvörðum sem Haukar hafa haft í gegnum tíðina. Með Bjarna í markinu náðu Haukar frábærum árangri og spilaði hann stórt hlutverk í miklum uppgangi Hauka. Það er á mörgu að taka þegar Bjarni er beðinn um að rifja upp ferilinn. Bjarni lék meira og minna hjá Haukum í 10 ár en tímabilið 1998-1999 lék hann ekkert. „Ég lofaði sjálfum mér því einhvern tímann að hætta að leika þegar ég varð þrítugur” sagði Bjarni. Fyrir Bjarna þá eru það þrjú tímabil hjá Haukum sem standa uppúr þegar litið er til baka. „Fyrsta árið mitt hjá Haukum, 1993-1994, er sérstaklega minnistætt en þá urðum við deildarmeistarar og lékum til úrslita. Árið 1997 urðum við bikarmeistarar og fórum langt í Evrópukeppni. Við lékum þá einhverja 14 leiki í röð án þess að tapa. Svo er það líka mjög minnistætt þegar við fórum alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar 2000-2001. En þetta voru samt allt frábær ár.”
Evrópuleikirnir standa upp úr
Bjarni vill ekki gera upp á milli þeirra frábæru þjálfara sem hann hafði hjá félaginu enda allir mjög færir á sínu sviði. Bjarni lék ekki síður með frábærum leikmönnum og þar voru þrír sem komu fyrst upp í hugann. „Halldór Ingólfsson er einstakur í sinni röð. Frábær leikmaður. Rúnar Sigtryggsson var líka í sérflokki. Rúnar hefur þann sérstaka eiginleika að vera alltaf bestur þegar mest á reynir. Svo er auðvitað Bamruk, hann er einstakur. Það sem stendur samt
Þetta sama ár léku Haukar gegn Sandefjord í Evrópukeppninni. Fyrri leiknum lauk með 34-24 sigri Hauka en Bjarni man vel eftir seinni leiknum í Noregi. „Það er líklega lélegast leikurinn sem við spiluðum. Þetta 10 marka forskot var fljótt að fara en við vorum 10 mörkum undir í hálfleik. Við náðum einhvern vegin að druslast í gegnum þetta í seinni hálfleik og ég hef ekki hugmynd um hvernig við komumst áfram.” Leiknum lauk með 30-39 ósigri Hauka sem komust alla leið í undanúrslit þar sem þeir lágu fyrir Magdeburg 51-45 í tveim leikjum en Magdeburg sigraði keppnina það árið.
Frábær aðstaða á Ásvöllum
Haukar fluttu í hið glæsilega íþróttahús á Ásvöllum haustið 2000 eftir að hafa leikið lengi í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Bjarni lék í báðum húsunum og vakti það forvitni blaðamanns að vita í hvoru húsinu Bjarna hafi þótt betra að spila í. „Það var mikið auðveldara að búa til góða stemmningu í Strandgötunni. Það þurfti aðeins 200 til 300 manns til að búa til ágætis stemmningu þar á meðan það þarf 500 manns til að búa til góða stemmningu á Ásvöllum. Það var ekki oft sem okkur tókst að troðfylla húsið á Ásvöllum en þegar það tókst myndaðist hrikalega skemmtileg stemmning með áhorfendurna sitthvoru megin við völlinn. Það var alltaf meiri hávaði og læti í Strandgötunni en húsið sjálft er miklu meira og betra á Ásvöllum. Aðstaðan þar er frábær, hvernig sem á það er litið.”
Flugið og boltinn
Bjarni lék með HK áður en hann gekk til liðs við Hauka sumarið 1993. „Það má segja að ferillinn hafi byrjað þegar
31
ég kom í Hauka. Ég vill ekki gera lítið úr því góða starfi sem var unnið hjá HK en ég var svo heppinn að vera með markmenn sem þjálfara upp flesta yngri flokkanna þar, sem hjálpuðu mér mikið. Ég var búinn að fá meiri markmannsþjálfun og leiðsögn heldur en flestir þegar ég kom upp í meistaraflokk. En þegar ég fer í Hauka þá kemst ég í landsliðið og þar kemst ég aftur í hendurnar á Einari Þorvarðarsyni sem þjálfaði mig í 4. og 5. flokki hjá HK. Í kjölfarið af því tók ég eflaust mínar mestu framfarir á ferlinum. Ég bjó að því allan minn feril. Bjarni er flugmaður og er merkilegt hve vel honum tókst að samræma starfið við handboltann. „Það var mjög erfitt að samræma flugið og boltann en þegar ég hætti í handboltanum þurfti ég að fara heim og kynna mig fyrir fjölskyldunni. Ég átti aldrei frí um helgar. Maður á eitt helgarfrí á mánuði í fluginu og það fór alltaf í handboltaæfingar eða leiki. Svo var maður meira og minna að suða í mínum frábæru vinnufélögum að hjálpa mér til komast í leiki þegar ég átti að vera að fljúga og sem betur fer voru menn alltaf til í að gera það því þeir vissu hvað ég var að gera. Svo þegar maður var kominn í landsliðið var þetta orðið algjört bull.”
Menn fara ekki frá Haukum
Bjarni er ekki ýkja duglegur að sækja völlinn eftir að hann hætti að leika en hann fylgist þó vel með úr fjarlægð. „Ég les alltaf um leikina og reyni að kíkja annað slagið á völlinn en ég hef valið að aftengja mig aðeins frá þessu því mér finnst ég enn vera nógu ungur og ferskur til að leika en í rauninni nenni ég því ekki. Ef maður er að þvælast of mikið í kringum þetta þá vill maður taka þátt.” Bjarni hefur aðeins séð einn leik með Haukum í vetur og það var leikur í Meistaradeildinni í sjónvarpi. „Ég hef í raun ekkert séð af Haukaliðinu í dag en það má eiginlega segja að það hafi verið 4 Haukalið eða svo frá árinu 2000 og það eins sem þau eiga sameiginlegt eru Jón Karl og Halldór. Það er í raun með ólíkindum hve vel hefur tekist að halda dampi í öllum þessum mannabreytingum. Það sem er athygliverðast við þessar mannabreytingar er að menn eru annað hvort að hætta að leika eða að fara í atvinnumennsku. Það er ótrúlega lítið um að menn fari frá Haukum eftir að hafa kynnst umgjörðinni og liðinu. Ég fann það sjálfur þegar ég kom í Hauka á sínum tíma að þarna var ég kominn heim.” Ástæðuna fyrir þessu sagði Bjarni vera Þorgeir formann og allt það frábæra fólk í stjórninni með honum. „Þorgeir er búinn að vera í þessu ótrúlega lengi og með frábært fólk með sér sem er að vinna þetta vanþakkláta starf sem enginn tekur eftir„ sagði Bjarni sem vildi að lokum skila kveðju til litla mannsins á bakvið tjöldin.