Urslitakeppni N1 deildarinnar 2010

Page 1


2

Opið allan sólarhringinn við Hringbraut, Ártúnshöfða, Lækjargötu, Hafnarfirði og Háholti, Mosfellsbæ.


3

Njótið skemmtunarinnar Góðir handboltaunnendur. Eftir frábæran handboltavetur er úrslitakeppnin nú í algleymingi. Veturinn var mjög skemmtilegur, bæði í karla- og kvennaflokki, og ljóst er að með niðurröðun mótanefndar í þriðju umferðina tókst að halda mikilli spennu í deildarkeppninni allt fram á síðustu stundu. Spennan var sérstaklega mikil í karlaflokki, bæði í keppninni um fjögur efstu sætin og ekki síður um fallsætið og umspilssætið. Þar réðust úrslitin ekki fyrr en flautað var til leiksloka í lokaumferðinni. Ekki megum við gleyma æsispennandi keppni í 1. deild þar sem síðasti leikur var hreinn úrslitaleikur um það hvaða lið ynni sér sæti í N1-deildinni. Eins og við vitum urðu Haukar deildarmeistarar í N1-deild karla, Valur í N1-deild kvenna og Selfoss vann 1. deild karla. Nú hefst ný og æsispennandi keppni, úrslitakeppnin sjálf. Ljóst er orðið að Fram og Valur keppa um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki, en þessi lið léku til úrslita um Eimskipsbikarinn fyrr í vetur og urðu í fyrsta og öðru sæti í N1-deildarinnar. Því má slá því

föstu að þetta eru tvö sterkustu liðin og vonandi verður keppnin löng og spennandi fyrir okkur handboltaunnendur. Í karlaflokki keppa Haukar, Valur, Akureyri og HK um Íslandsmeistaratitilinn. Veturinn hefur sýnt okkur að allir geta unnið alla og ekkert er hægt að gefa sér fyrirfram. Því eigum við von á hörkuspennandi keppni og það er vonandi fyrir okkur handboltaunnendur að rimmurnar verði sem lengstar og oddaleikir í hávegum hafðir. Ég vil hvetja ykkur öll til að koma og horfa á sem flesta leiki. Umgjörðin í kringum leikina í vetur hefur verið frábær og liðin sem komin eru í úrslitakeppninni standa þar framarlega í flokki. Ljóst er að allir munu leggja sitt af mörkum til að gera keppnina sem besta og skemmtilegasta og þeir sem eru utan vallar mega ekki láta sitt eftir liggja. Hvetjum okkar lið! Góða skemmtun úrslitakeppni.

LEIKUR 1 LEIKUR 2

Þriðjudagur 20. apríl Klukkan 19:30

LEIKUR 3

Föstudagur 23. apríl Klukkan 20:00

LEIKUR 4

Sunnudagur 25. apríl Klukkan 16:00

LEIKUR 5

Miðvikudagur 28. apríl Klukkan 19:30

njótið

LEIKUR 1 LEIKUR 2

Laugardagur 24. apríl

LEIKUR 3

Fimmtudagur 26. apríl Klukkan 19:30

: : :

FH KA/Þór HK Víkingur

: :

6 7 8 9

| Úrslitakeppni

18 13 7 0

N1-deild karla lokastaða Sæti: Stig: Lið: 30 Haukar 1 Valur 2 27 Akureyri 3 24 HK 4 24 FH 5 23 Fram 6 15 Grótta 7 14 Stjarnan 8 11 | Úrslitakeppni

| Umspil

Klukkan 19:30

:

:

Klukkan 20:00

Klukkan 16:00

:

:

KARLAR - ÚRSLIT

Leikur 1 | Föstudagur 30. apríl Kl. 20:00

: Leikur 2 | Sunnudagur 2. maí | Kl. 16:00

: Leikur 3 | Þriðjudagur 4. maí | Kl: 19:30

:

:

­—

| Fallið

| Fallið

Klukkan 16:00

Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer í úrslit

ÚRSLIT

Blaðið er unnið í samstarfi við handknattleikssamband Íslands og N1-deildina.

frábærrar

N1-deild kvenna | lokastaða Sæti: Stig: Lið: 44 Valur 1 Fram 2 43 Stjarnan 3 35 Haukar 4 34 Fylkir 5 22

KARLAR - UNDANÚRSLIT

Fimmtudagur 22. apríl

Ljósmyndun: Media Group ehf Umbrot: Media Group ehf Prentun: Prentheimar ehf

Knútur G. Hauksson Formaður HSÍ

KONUR - ÚRSLIT Sunnudagur 18. apríl Klukkan 16:00

og

Umsjón og ábyrgð: Útgefandi: Media Group ehf Umsjón: Snorri Sturluson Hilmar Þór Guðmundsson Einar Þorvarðarson

: Leikur 4 | Fimmtudagur 6. maí | Kl. 19:30

: Leikur 5 | Laugardagur 8. maí | Kl. 14:00

:


Ræðst gegn verkjum

Paratabs®

– Öflugur verkjabani!

EAS er næringarbakhjarl Hauka

Notkunarsvið: Paratabs®-Parasetamól 500 mg er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Paratabs® er m.a. notað við höfuðverk, tannverk og tíðaverk. Paratabs® er einnig notað við sótthita, t.d. af völdum inflúensu og umgangspesta. Skömmtun: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (>40 kg) 1–2 töflur á 4–6 klst. fresti, mest 8 töflur á sólarhring eða 4000 mg. Börn, 7–12 ára (25–40 kg), ½–1 tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 töflur á sólarhring eða 2000 mg. Börn, 3–7 ára (15–25 kg), ½ tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 sinnum á sólarhring eða 1000 mg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota Paratabs®. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi. Einstaklingar með áfengisvandamál skulu ekki nota Paratabs® án samráðs við lækni og alls ekki samhliða neyslu áfengis. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarksskammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Lyfið má ekki nota ef um lifrarsjúkdóm er að ræða. Meðganga og brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta er af notkun parasetamóls á meðgöngu. Parasetamól skilst út í brjóstamjólk en hættan á áhrifum á barnið er ólíkleg við ráðlagða skammta. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt, helst er að nefna ofnæmi, útbrot og lifrarskemmdir. Lifrarskemmdir við notkun parasetamóls hafa komið fram í tengslum við misnotkun áfengis, eins getur langvarandi notkun parasetamóls valdið nýrnaskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið ávallt þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. júní 2007.

Telma Matthíasdóttir Einkaþjálfari

ÁFRAM HAUKAR Bergplast Breiðhella 2 Sími: 565 0655

Garðaúðun / Meindýraeyðir Sími: 567 6090 Stílform Nethyl 3

Blendi ehf Íshella 2 Sími: 565 0655

Vélsmiðja Guðmundar Íshella 10 Sími: 564 1539

RB Rúm Dalshraun 18 Sími: 555 0397

Ökukennsla Páls J. Malmberg Sími: 862 2281


5

Viljum vinna allt „Mér finnst við vera búnir að vera nokkuð stöðugir og öflugir lengst af í vetur og það lýsir sér kannski einna best í því að við unnum deildarmeistaratitilinn nokkuð örugglega og tiltölulega snemma,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka um frammistöðu Íslandsmeistaranna í vetur. „ Við vorum sérstaklega sterkir í tveimur fyrstu umferðunum, við förum taplausir í gegnum aðra umferðina og ég tel það sérstaklega sterkt þegar haft er í huga að við vorum á sama tíma að gera ágæta hluti í Evrópukeppninni. Framan af vetri gekk nánast allt upp og árangurinn var eiginlega ótrúlegur þegar tekið er tillit til þess að við misstum fimm sterka leikmenn frá síðustu leiktíð, mikilvæga pósta bæði í vörn og sókn. Við fengum reyndar unga og efnilega menn til liðs við okkur, menn eins og Björgvin og Guðmund Árna sem hafa passað vel inn í þetta hjá okkur. Þessar breytingar á mannskap kölluðu á svolitlar áherslurbreytingar, aðallega í vörninni. Nú er 5-1 eiginlega orðin okkar aðalvörn, við notum 6-0 sem annan kost.“ „Við vinnum bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2002 og verðum deildarbikarmeistarar,“ bætir Aron við, „en í þeirri keppni hvíldum við flesta reynsluboltana okkar og leyfðum yngri mönnum að spreyta sig. Þeir þurftu á því að halda, mér fannst vanta að þeir öxluðu ábyrgð og tækju af skarið og þarna öðluðust þeir gríðarlega reynslu sem vafalítið á eftir að reynast þeim dýrmæt í framtíðinni. Það kemur svo svolítið bakslag í þetta hjá okkur í þriðju umferðinni, við duttum svolítið niður eftir að við urðum bikarmeistarar og ég var eiginlega mest hissa á því að það skyldi ekki gerast fyrr. Það varð ákveðið spennufall, en við höfðum þá þegar náð forystu í deildinni sem leyfði okkur ákveðið andrými. Þessi kafli hafði því ekki afgerandi áhrif á okkar

árangur og nú er að hefjast nýtt mót þar sem allir byrja á núlli. Við hlökkum mikið til að hefja þetta mót og gera sókn að Íslandsmeistaratitlinum.“ Hver voru markmiðin fyrir veturinn? „Að vinna það sem í boði er, ósköp einfalt. Þessi vinna sem við höfum lagt á okkur í vetur, deildarmeistaratitilinn, var unnin með það að markmiði að fá sem besta stöðu í úrslitakeppninni.“ Hverjir eru styrkleikar og veikleikar Haukaliðsins? „Okkar styrkleikar liggja fyrst og fremst í sterkum varnarleik og góðu markvarðapari. Við erum sterkir í fyrstu bylgju í hraðaupphlaupi, út frá þessari sterku vörn, og við erum skipulagðir. Þá eru í liðinu nokkrir leikmenn sem hreinlega þola ekki að tapa, ekki einu sinni á æfingum, og það vita allir í liðinu hvað þarf að leggja á sig til þess að ná settu marki. Ef skytturnar okkar ná góðum degi eru ekki margir sem stoppa okkur. Liðsheildin okkar er sterk, við stöndum ekki og föllum með einum eða tveimur mönnum,“ segir Aron. „Veikleikarnir eru þeir að við hefðum helst viljað skipta fleiri mönnum út milli varnar og sóknar. Við erum með örvhentan hornamann í hægri skyttunni, sem sjálfsagt má flokka sem veikleika, en hann hefur gríðarlega góðan leikskilning og er skynsamur leikmaður. Svo má kannski tína það til að við eigum reynda og góða leikmenn og unga og efnilega, okkur vantar svolítið þá sem liggja þarna á milli. Þetta hefur svolítil áhrif á breiddina, þeir sem koma inn af bekknum eru góðir handboltamenn en flestir hverjir ungir og óreyndir.“ Framundan er rimma við HK-inga, sem hafa reynst ykkur býsna erfiðir í vetur. Hvernig leggst

það í þig? „Þetta verður mjög áhugavert. Það hefur atvikast þannig í rimmum þessara liða hin síðari ár að Haukar hafa unnið sína heimaleiki og HK sína, með undantekningum þó, og það dugar okkur. Þetta er þó engin grýla og ekkert sem við veltum of mikið fyrir okkur. HK hefur gert vel í vetur, er með mjög gott byrjunarlið en það hefur vantað upp á breiddina, sérstaklega í skyttustöðunum. Þeir eru með einn besta sóknarmann deildarinnar í Valdimar Fannari og góðan markmann. Sveinbjörn er búinn að vera mjög sterkur í vetur og hefur nánast látið varnarleikinn líta mjög vel út. Við þurfum að finna leiðir til að komast framhjá Sveinbirni og við þurfum að hemja Valdimar Fannar. HK er með gott lið og við ætlum að leggja allt í sölurnar til að leggja þá að velli og komast áfram,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka.

Tölfræðin > Haukar urðu deildarmeistarar í N1-deild karla með 30 stig; unnu 14 af 21 leiknum, gerðu 2 jafntefli og töpuðu 5 leikjum. > Haukar töpuðu stigum í eftirtöldum leikjum: > Haukar – Akureyri 24-24 14.okt. ´09 > Valur – Haukar 20-20 29.nóv. ´09 > HK – Haukar 26-19 14.des. ´09 > FH- Haukar 31-25 11.mars ´10 > HK – Haukar 24-22 31.mars ´10 > Haukar – Akureyri 30-34 8.apríl ´10­ > Haukar skoruðu 548 mörk í deildinni í vetur og voru fimmta markahæsta liðið. FH (577), Akureyri (567), HK (557) og Fram (553) skoruðu meira en Haukar. > Haukar fengu á sig næstfæst mörk í deildinni, 514. Aðeins Valur fékk á sig færri mörk, eða 484. > Meðalskor Hauka í deildarleikjum í vetur var 26-24 (námundað).­ > Sigurbergur Sveinsson er markahæsti leikmaður Hauka í deildinni, skoraði 128 mörk í 21 leik, eða 6.1 mark að meðaltali. > Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði 76 mörk í 21 leik (3.6 að meðaltali) og Freyr Brynjarsson skoraði 65 mörk í 19 leikjum (3.4 að meðaltali í leik).


Geirsgötu 1, 101 Reykjavík Sími: 511 1888

Þú hringir og pöntunin er tilbúin þegar þú kemur! Tilboðin gilda einnig í veitingasal.

Fjölskyldutilboð

2 stórir ostborgarar, 2 litlir ostborgarar Stór skammtur af frönskum, 2 lítra gos & 2 kokteilsósur

3.490 kr.

(bættu við stórum ostborgara - 790 kr.) (bættu við litlum ostborgara - 640 kr.)

Tilboð aldarinnar!!

Stór ostborgari, franskar og gos

1.250 kr.

Matseðill Stór Búlluborgari m/osti 790 kr. Lítill Búlluborgari m/osti 640 kr. Tvöfaldur ostborgari 900 kr. Grænmetisborgari (chillibaunabuff) 650 kr. Kokteil/Bernaise 120/200 kr.

Hard Rock Grísasamloka m/hrásalati Ost og skinku samloka Lítill franskar Stór franskar Búllu milkshake

Kveðja Öddi og Tommi Opið 11:30 – 21:00 alla daga. HAPPY HAPPY!!!

ÁFRAM VALUR

920 kr. 650 kr. 350 kr. 650 kr. 590 kr


7

Mjög jöfn deild „Markmiðið var að verða deildarmeistari, við erum vanir því að setja markið hátt,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, þegar hann er beðinn um að gera deildarkeppnina upp í stuttu máli. „Auðvitað er fyrsta markmið að komast í úrslitakeppnina, þannig held ég að flestir leggi þetta upp og það urðu talsverðar breytingar á leikmannahópnum hjá okkur, við misstum sterka pósta og höfum ekki sömu breidd og í fyrra, en engu að síður settum við markið hátt.“ „Fyrsta umferðin var gríðarlega góð hjá okkur, við fáum ellefu stig af fjórtán mögulegum og allt er í góðu gengi. Önnur umferðin er hins vegar alveg hrikaleg, við fáum fimm stig og þetta voru ein stór vonbrigði. Takturinn datt algjörlega úr liðinu, meiðsli hægðu á okkur, sjálfstraustið virtist hverfa og það var bara orðin spurning hvort við kæmumst í úrslitakeppnina og hvort við ættum eitthvert erindi þangað. Við ákváðum að taka þriðju umferðina bara eins og nýtt mót og náðum okkur aftur á flug, fengum aftur ellefu stig af fjórtán og mér finnst liðið hafa náð ákveðnum stöðugleika sem vantaði framan af móti. Það er mikil breyting á liðinu síðan í febrúar, í fyrstu tveimur umferðunum var svona ákveðinn óstöðugleiki, það duttu inn ágætir leikir og ágætir kaflar, en við erum klárlega að koma til og lítum miklum betur út. Ég er einn ánægðastur með það að menn eru farnir taka þetta skref sem vantaði svolítið framan af, ungu leikmennirnir eru að taka af skarið og bæta sig.“

við getum skellt skuldinni á álag vegna prófa eða hvað. Svo gerist þetta stundum í kringum bikarálagið, við töpuðum bikarúrslitaleiknum og misstum þá taktinn, eiginlega bara að öllu leyti. Ég missti líka taktinn, skiptingarnar hjá mér voru í rugli og fleira. Þetta er svo rosalega jöfn deild að liðin mega við mjög litlu, á báða vegu. Það þarf ekki mikið að gerast til þess að snúa öllu á hvolf og við getum tekið Fram sem dæmi, þeir hrukku í gang í lokin og björguðu sér frá falli.“

Hvað er það sem veldur þessum dapra kafla um miðbik deildarkeppninnar? „Veistu, á þessum sjö árum sem ég hef verið þjálfari Vals höfum við alltaf lent í vandræðum í desember. Ég veit ekki hvort

Hvernig hugnast þér að mæta Akureyri í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Akureyri er með eitt reyndasta liðið í deildinni, góða vörn, tvo reynda og góða markmenn og þeir voru á tímabili að berjast

Hvar liggja styrkleikar Valsliðsins og hverjir eru veikleikarnir? „Okkar styrkur liggur klárlega í vörn og markvörslu. Við höfum verið með sterkasta varnarliðið undanfarin ár og vörnin og markvarslan hafa verið í góðu lagi í vetur. Við beitum mest tveimur afbrigðum af varnarleik, höfum bætt okkur stórlega í 6-0. Sóknarlega búum við kannski að því að mannskapurinn okkar er þannig að við getum eignast nýja hetju í hverjum leik, þetta eru flinkir og fjölhæfir strákar sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur. Önnur félög þurfa kannski að treysta meira á einn eða tvo leikmenn hvað þetta varðar,“ segir Óskar Bjarni. „Veikleikarnir okkar eru líklega þeir að lélegu kaflarnir okkar hafa átt það til að vera aðeins of langir. Okkur hefur vantað að taka skrefið og klára leikina þegar við höfum kannski ekki alveg verið að spila okkar besta leik, en þetta er sem betur fer að breytast.“

um deildarmeistaratitilinn. Einhvern veginn virkuðu þeir einna öruggastir um að komast í úrslitakeppnina, að manni fannst, en það segir sitt um það hvað deildin var jöfn að dapur kafli hjá þeim kostaði þá næstum sætið. Akureyri er með skemmtilegt lið, mjög álitlega útilínu og Oddur er þeirra jafnbesti maður og mikið efni. Rúnar er góður þjálfari og þegar Akureyrarliðið er í takti er erfitt að eiga við það.“ „Veikleikar norðanmanna eru kannski helst þeir að þá vantar skyttur, fleiri leikmenn sem taka langskot. Þeir hafa verið svolítið rokkandi, eins og reyndar flest liðin í deildinni. Þetta verður skemmtileg rimma og við stefnum auðvitað á sigur.“

Tölfræðin > Valur varð í 2.sæti N1-deildar karla með 27 stig; vann 12 af 21 leik sínum, gerði 3 jafntefli og tapaði 6 leikjum. > Valur tapaði stigum í eftirtöldum leikjum: > FH- Valur 33-26 15.okt. ´09 > Valur – Haukar 20-20 29.nóv. ´09 > Akureyri – Valur 29-25 3.des. ´09 > Valur – FH 20-23 12.des. ´09 > Fram – Valur 26-26 18.feb. ´10 > Valur – HK 25-27 22.feb. ´10 > Haukar – Valur 25-24 4.mars ´10 > Fram – Valur 26-25 11.mars ´10 > Valur – HK 25-25 22.mars ´10 > Valsmenn skoruðu 518 mörk í deildinni í vetur, næstfæst allra. Aðeins Stjarnan (497) skoraði færri mörk. Grótta skoraði 523 mörk og Fram skoraði 552 mörk. > Valsmenn fengu á langfæst mörk í deildinni, 484 talsins. Haukar fengu á sig 514 mörk, HK 538 mörk og Akureyri 539 mörk. > Meðalskor Vals í leikjum í vetur var 25-23 (námundað). > Arnór Þór Gunnarsson er markahæsti leikmaður Vals í deildinni, skoraði 123 mark í 21 leik, eða 5.9 mörk að meðaltali. > Elvar Friðriksson skoraði 76 mörk í 20 leikjum (3.8 að meðaltali) og Fannar Friðgeirsson skoraði 74 mörk í 17 leikjum (4.4 að meðaltali).


ÁFRAM AKUREYRI Bátasmiðjan Seiglan Goðanesi 5 Akureyri

Endurhæfingastöðin Glerárgötu 20 Sími: 461 1330 Veitingahúsið Krua Siam Strandgata 13

Gísli Einar Árnason Tannlæknir Sími: 462 4749 Tannlæknastofa Mörtu Sími: 462 3991

Þvottahúsið Höfði Hafnarstræti 34 Sími: 462 2580


9

Treystum á liðsheildina „Þetta spilaðist svona nokkurn eins og við reiknuðum með,“ segir Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, um tímabilið sem nú er að ná hámarki. „Stefnan var sett á það í upphafi að komast í úrslitakeppnina og við vorum á góðu róli svona um miðbik deildarkeppninnar. Einhverra hluta vegna gáfum við svo eftir í lokin og lentum í harðri baráttu um að komast hreinlega inn í úrslitin. Ég veit ekki alveg hvað gerðist, hvers vegna botninn datt úr þessu hjá okkur, kannski urðum við værukærir þarna um það leyti sem við vorum nokkuð öruggir í öðru sæti og vorum í raun farnir að gæla við að halda því sæti. Kannski varð pressan of mikil, ég veit það ekki. Við náðum hins vegar markmiðinu og getum þar af leiðandi verið hæfilega sáttir.“ Hvernig fannst þér deildarkeppnin, var eitthvað að koma þér á óvart? „Ég var mjög ánægður með það hvað deildin var jöfn og hvað allir leikir voru í rauninni erfiðir,“ segir Rúnar. „Margir héldu að þetta væri allt á niðurleið þegar menn fóru að flykkjast til útlanda, en fækkun liðanna í deildinni er af hinu góða og þetta er mjög skemmtileg deild. Það geta allir unnið alla og flestir leikirnir voru mjög skemmtilegir.“ „Við erum með býsna sterkt lið á pappírnum, góða reynslubolta fyrir utan, efnilega hornamenn, sterka línumenn og gott markvarðapar,“ segir Rúnar þegar við beinum athyglinni nánar að Akureyrarliðinu. „Það eru nokkrir mjög efnilegir strákar í þessu liði, strákar sem hafa verið að fá tækifæri í vetur.“

Talandi um unga og efnilega stráka, það virðist vera nánast ótæmandi brunnur fyrir norðan og liðið virðist yfirleitt höndla það ágætlega að missa sterka leikmenn. „Já, uppsprettan er svo sannarlega til staðar og ég held að svo verði næstu árin. Við búum vel að því að eiga tvö félög, KA og Þór, sem skila leikmönnum upp í annan flokk og þaðan upp í meistaraflokk og ég held að það sé af hinu góða að þeir gangi í gegnum sitt unglingastarf hjá sínu félagi en skólist svo til um leið og þeir koma upp í annan flokk. Þetta skilar okkur góðum leikmönnum og við höfum ekkert þurft að fá leikmenn að sunnan til að styrkja okkur undanfarin ár. Ef við við fáum stráka að sunnan eru það undantekningalítið Akureyringar sem koma heim, Árni Þór kom fyrir tveimur árum og Heimir í fyrra, svona sem dæmi.“ Nú eru framundan rimmur við Valsmenn. Hvernig meturðu Valsliðið og möguleika ykkar? „Valur hefur í rauninni allt með sér í þessu einvígi; þeir hafa hefðina og reynsluna og heimaleikjaréttinn. Liðið sem hefur heimaleikjaréttinn í svona rimmu, eftir jafna og spennandi deildarkeppni þar sem allir voru að vinna að alla, verður alltaf að teljast sigurstranglegra. Við vinnum út frá því og annar leikurinn, heimaleikurinn okkar, er algjör lykilleikur að okkar mati.“ „Styrkur Vals liggur í varnarleiknum, hann er mjög góður, og fjölhæfum sóknarmönnum. Þeir eru ekki mjög skipulagðir sóknarlega, en mjög sterkir einstaklingar sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi.“

Hvað með Akureyrarliðið, hverjir eru sterkustu og veikustu punktarnir ykkar? „Við erum að mörgu leyti svipaðir Valsmönnum, erum með sterka vörn og góða markmenn. Við erum líklega með annað af tveimur sterkustu markvarðapörunum í deildinni. Markmennirnir okkar og Oddur hafa staðið sig vel í allan vetur. Við höfum kannski ekki alveg eins fjölhæfa sóknarmenn, þeir eru ekki eins sterkir maður á móti manni, en við erum skipulagðir og treystum á liðsheildina. Þegar hún er í lagi getum við gert góða hluti. Þegar t.d. Heimir og Jonni spila vel vinnum við, það er bara þannig.

Tölfræðin > Akureyri varð í 3.sæti N1-deildar karla með 24 stig; vann 11 af 21 leik sínum gerði 2 jafntefli og tapaði 8 leikjum. > Akureyri tapaði stigum í eftirtöldum leikjum: > Valur – Akureyri 23-19 8.okt. ´09 > Haukar – Akureyri 24-24 14.okt. ´09 > Akureyri – FH 27-30 22.okt. ´09 > Akureyri – Haukar 20-24 10.des. ´09 > FH – Akureyri 20-24 4.feb. ´10 > Stjarnan – Akureyri 28-28 8.feb. ´10 > Grótta – Akureyri 29-26 21.mars ´10 > Akureyri – Fram 26-31 25.mars ´10 > Valur – Akureyri 24-22 31.mars ´10 > Akureyri – HK 22-24 5.apríl ´10 > Akureyringar skoruðu 567 mörk í deildinni í vetur, næstflest allra. Aðeins FH skoraði fleiri mörk, eða 577. HK skoraði 557 mörk. > Akureyri fékk á sig 539 mörk í vetur, einu meira en HK. Haukar fengu á sig 514 mörk og Valur 484 mörk. > Meðalskor Akureyrar í leikjum í vetur er 27-26 (námundað). > Oddur Grétarsson er markahæsti leikmaður Akureyrar, skoraði 135 mörk í 21 leik, eða 6.4 mörk að meðaltali í leik. > Árni Þór Sigtryggsson skoraði 107 mörk í 21 leik (5.1 að meðaltali) og Jónatan Þór Magnússon skoraði 78 mörk í 20 leikjum (3.9 að meðaltali).


ÁFRAM HK HJÓLKÓ Smiðjuvegi 26 Sími: 557 7200

Baldur Jónsson ehf Grænahjalla 25


11

Miklar breytingar „Þetta var að mörgu leyti svolítið undarlegt tímabil“, segir Gunnar Magnússon þjálfari HK þegar hann er beðinn um líta yfir tímabilið sem senn fer að ljúka. „Það urðu miklar breytingar á leikmannahópnum hjá okkur og satt best að segja var fyrsta markmiðið það að forðast fall. Það tókst, og rúmlega það, og við erum feykilega ánægðir.“ „Svona miklar breytingar eru ekki endilega alslæmar“, bætir Gunnar við. „Við fengum nokkra unga og efnilega leikmenn inn í hópinn og svo komu reynsluboltar sem hafa reynst okkur vel, Vilhelm Gauti og Ólafur Víðir til dæmis. Vilhelm Gauti var nú eiginlega hættur, alveg eins og Sigurgeir Ægir hérna um árið, en okkur tókst að fá hann til að sprikla með okkur og það munar ansi miklu. Svo má ekki gleyma Atla línumanni og Bjarka í horninu, þeir hafa fyllt ágætlega í þau skörð sem þeim var ætlað að fylla og Bubbi í markinu hefur sprungið út. Þetta voru kannski svolítið óþekktar stærðir í upphafi tímabilsins, en þeir urðu að standa sig og hafa allir gert það með sóma.“ Þú nefnir þarna nokkra nýja pósta í liðinu hjá þér, en það hlýtur að muna ansi miklu að hafa menn eins og Valdimar Fannar til að byggja í kringum? „Já það er mjög mikilvægt. Valdimar er náttúrulega frábær og að mörgu leyti vanmetinn varnarmaður, fólk gleymir sér stundum í því hvað hann er flinkur í sókninni. Hann hefur nú reyndar stundum legið undir ámæli fyrir það að vera latur og áhugalaus, en það finnst mér vera tóm vitleysa. Hann er búinn að spila gríðarlega mikið í vetur, það hefur mætt mikið á honum og hann hefur svo sannarlega skilað sínu. Það liggur við að eina hvíldin sem hann fær sé þegar hann fær tveggja mínútna brottvísun. Sverrir hefur líka

staðið sig mjög vel og hefur lítið fengið að hvíla.“ Maður hefur það svolítið á tilfinningunni að það hafi hjálpað ykkur svolítið af stað að þið stóðuð ykkur vel strax í upphafi móts, það hafi haft jákvæð áhrif á sjálfstraustið. Er þetta rétt mat? „Já ekki spurning, við byrjuðum ágætlega og það skipti nokkuð miklu máli. Ég viðurkenni það reyndar að við vorum fljótari í gang en ég átti von á, svona miðað þessa endurnýjun sem við gengum í gegnum. Þetta hjálpaði okkur og gerði það líka að verkum held ég að karakterinn í liðinu var tiltölulega fljótur að mótast og skila sér. Við höfum lent í mótlæti í vetur, töpuðum t.d. nokkrum leikjum í röð og bognuðum svolítið á þeim kafla, en við brotnuðum ekki. Við töpum svo fyrir Stjörnunni hérna undir lokin á deildarkeppninni og þurftum þá að vinna mjög erfiða leiki gegn Haukum og Akureyri til þess að komast inn í úrslitakeppnina. Mér finnst það sýna rosalegan karakter að hafa komist yfir þann hjall.“ Nú bíður ykkar það verðuga verkefni að berjast við ríkjandi Íslandsmeistara og nýkrýnda deildarmeistara Hauka, gríðarlega sterkt lið sem þið þó hafið unnið tvisvar í vetur. „Já, þetta verður áhugaverð rimma. Það er rétt að við höfum unnið þá tvisvar í Digranesinu og við vitum að þeir eru ekki ósigrandi. Þetta er auðvitað frábært lið, frábær mannskapur og frábær þjálfari. Við höfum undirbúið okkur gríðarlega vel. Það er svo sem engin ný speki í þessu þannig lagað, við þurfum að hemja sterkustu sóknarvopnin þeirra og leysa þessa sterku vörn og höfum vonandi fundið leiðir til þess.“ „Breiddin hjá þeim er klárlega mikill styrkur,“ svarar Gunnar þegar hann er beðinn um að rýna örlítið betur í Haukaliðið. „Þeir standa ekki og

falla á einum eða tveimur leikmönnum, eiga tvo sterka markmenn, geta spilað bæði 6-0 og 3-21 varnir mjög vel og búa yfir gríðarlegri reynslu. Þeir hafa reynsluna fram yfir okkur, en það vinnst ekki allt á reynslunni.“ Ef þú leggur kalt mat á HK-liðið, hvar liggja þá styrkur ykkar og veikleikar? „Okkar styrkur liggur í vörn, markvörslu og liðsheild. Sóknarleikurinn okkar er nokkuð vel agaður, menn kunna sín hlutverk býsna vel og vita að þeir verða að skila 100% í hverjum einasta leik. Veikleikar okkar liggja í breidd, þ.e.a.s. skorti á henni, og óstöðugleikanum. Reynslan er heldur ekkert að gera út af við okkur, við erum með unga og óreynda leikmenn á bekknum,“ segir Gunnar Magnússon , þjálfari HK að lokum.

Tölfræðin > HK varð í 4.sæti N1-deildar karla með 24 stig; vann 11 af 21 leik sínum, gerði 2 jafntefli og tapaði 8 leikjum. > HK tapaði stigum í eftirtöldum leikjum: > HK – FH 28-28 8.okt. ´09 > Fram – HK 33-24 5.nóv. ´09 > HK – Valur 20-24 19.nóv. ´09 > Akureyri – HK 27-26 25.nóv. ´09 > Haukar – HK 31-24 17.feb. ´10 > HK – Akureyri 30-34 4.mars ´10 > HK – Fram 2 4-25 18.mars ´10 > Valur – HK 25-25 22.mars ´10 > Stjarnan – HK 33-28 25.mars ´10 > HK – FH 22-25 8.apríl ´10 > HK skoraði 557 mörk í deildinni í vetur og eru þriðju markahæstir. FH skoraði 577 mörk og Akureyri skoraði 567 mörk. > HK fékk á sig 538 mörk, aðeins Valur (484) og Haukar (514) fengu á sig færri mörk. Akureyri fékk á sig 539 mörk. > Meðalskor HK í leikjum í vetur er 27-26 (námundað). > Valdimar Fannar Þórsson er markahæsti leikmaður HK, skoraði 135 mörk í 21 í leik, eða 6.4 mörk að meðaltali í leik. > Atli Ævar Ingólfsson skoraði 86 mörk í 21 leik (4.1 að meðaltali) og Sverrir Hermannsson skoraði 64 mörk í 19 leikjum (3.4 að meðaltali).


12

Avery 741

Avery 732

Gjรถgur hf 561 9950


13 Deildarmeistarar Va l s og b i k a r m e i s t a r a r Fr a m e i g a s t v i ð í ú r s l i t u m N1- d e i l d a r k ve n n a o g l í k l e g a ke m u r þ a ð f á u m á óv a r t a ð þ a ð s k u l i ve r a e i n m i t t þ e s s i t vö l i ð s e m b e rj a s t u m þ a n n s t ó r a . Va l u r o g Fr a m h a f a ve r i ð s te r k u s t u l i ð i n í N1- d e i l d k ve n n a í ve t u r. Va l u r tapaði ekki deildarleik fyrr en l i ð i ð l á f y r i r Fr a m í l o k a u m f e r ð i n n i o g h a f ð i þ á þ e g a r t r yg g t s é r d e i l d a r m e i s t a r a t i t i l i n n o g g e r ð i t vö j a f nte f l i , g e g n Fr a m o g Stj ö r n u n n i . Fr a m t a p a ð i t ve i m u r d e i l d a r l e i k j u m í ve t u r, g e g n Va l o g Stj ö r n u n n i , o g g e r ð i e i n u s i n n i j a f n te f l i v i ð Va l . Þegar upp var staðið munaði einu s t i g i á l i ð u n u m , Va l u r h l a u t 4 4 s t i g o g Fr a m 43 s t i g . D e i l d a r ke p p n i n v a r í r a u n i n n i þ r í s k i p t ; Va l u r, Fr a m , Stj a r n a n og Haukar börðust um fjögur

e f s t u s æ t i n , Fy l k i r, FH o g K A / Þór f ylgdu þar á eftir og HK og Ví k i n g u r vo r u í t ve i m u r n e ð s t u s æ t u n u m . Va l u r o g Fr a m töpuðu eins og áður segir aðeins stigum í i n n by r ð i s v i ð u r e i g n u m s í n u m o g g e g n Stj ö r n u n n i o g ú r s l i t i n í d e i l d i n n i r á ð a s t í r au n í i n n by r ð i s v i ð u r e i g n u m þ r i g g j a e f s t u l i ð a . Þa r h l au t Va l u r 8 s t i g a f 12 m ö g u l e g u m o g Fr a m 7 s t i g . L i ð i n skiptu stigunum bróðurlega á milli s í n í þ r e m u r i n n by r ð i s v i ð u r e i g n u m s í n u m , e n m u n u r i n n l i g g u r í þv í a ð Fr a m t a p a ð i e i n u s i n n i f y r i r Stj ö r n u n n i e n Va l u r g e r ð i e i n u s i n n i j a f n te f l i v i ð Stj ö r n u n a . Í f y r s t u u m f e r ð ú r s l i t a ke p p n i n n a r m æ t t u s t Va l u r o g H au k a r a n n a r s ve g a r o g Fr a m o g Stj a r n a n h i n s ve g a r.

Va l u r v a n n H au k a n o k k u ð ö r u g g l e g a í f yrsta leik undanúrslitanna, 282 3 . Fá t t ko m í r au n á óv a r t í þ e i m leik, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir o g K r i s t í n G u ð m u n d s d ó t t i r vo r u m e s t á b e r a n d i í s ó k n a r l e i k Va l s o g H a n n a G u ð r ú n Ste f á n s d ó t t i r o g E r n a Þ r á i n s d ó t t i r s ko r u ð u m e s t f y r i r H au k a . A n n a r l e i k u r l i ð a n n a a ð Á s vö l l u m v a r h i n s ve g a r j a f n o g s p e n n a n d i og í tvígang þurfti að grípa til f r a m l e n g i n g a r t i l a ð k ný j a f r a m ú r s l i t , 30 -29 f y r i r Va l . Spennan var um það bil að gera út af við b æ ð i l e i k m e n n o g á h o r f e n d u r, B r y n d í s H au k a m a r k m a ð u r v a r ð i víti Hrafnhildar Skúladóttur undir lok fyrri framlengingar og færustu rithöfundar hefðu ekki getað skrifað æsilegra handrit. Va l s s t ú l k u r n á ð u a ð k ný j a f r a m

REYKJAVÍKURRIMMA


Þorbjörg Ágústsdóttir er margfaldur Íslandsmeistari og fimmfaldur Norðurlandameistari í skylmingum. Hún stefnir á að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í London 2012.

Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í fótbolta stendur sig frábærlega með landsliðinu og er einnig á leið í atvinnumennsku í sterkustu deild heims í Bandaríkjunum.

Það sést hverjir drekka Kristal


15 s i g u r í l o k i n o g t r yg g ð u s é r þar með sæti í úrslitarimmunni sj á l f r i . H r a f n h i l d u r S k ú l a d ó t t i r, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Rebekka Skúladóttir fóru f yrir Va l s l i ð i n u í þ e s s u m l e i k , e n h i n u m m e g i n vo r u R a m u n e Pe k a r s k y te o g H a n n a G u ð r ú n Ste f á n s d ó t t i r í a ð a l h l u t ve r k u m . Fr a m mætti Stj ö r n u n n i í u n d a n ú r s l i t u m , e n Stj a r n a n h e f u r sankað að sér titlum undanfarin á r o g h a f ð i r ey n d a r t i t i l a ð ve rj a , titil sem vannst eftir úrslitarimmu g e g n Fr a m í f y r r a . Fr a m v a n n f y r s t a l e i k i n n í Fr a m h ú s i n u 3 0 -2 8 o g þurfti að hafa meira f yrir þeim sigri e n m a r g i r h ö f ð u s p á ð. L e i k u r i n n v a r bý s n a j a f n , þ ó t t Fr a m h e f ð i h a f t u n d i r t ö k i n l e n g s t u m . Ste l l a S i g u r ð a r d ó t t i r o g Pav l a N ev a r i l ov a s ko r u ð u m e s t f y r i r Fr a m í l e i k n u m , e n Þ o r g e r ð u r A n n a At l a d ó t t i r o g E l í s a b e t G u n n a r s d ó t t i r vo r u í a ð a l h l u t ve r k u m hj á Stj ö r n u n n i . Síðari leikur liðanna, sem fram fór í Mýrinni í Garðabæ, var ekki eins

Tölfræðin

Tölfræðin

> Valur varð deildarmeistari kvenna með 44 stig; vann 21 af 24 leikjum sínum í deildinni, gerði 2 jafntefli og tapaði 1.

> Fram varð í 2.sæti N1-deildar kvenna með 43 stig; vann 21 leik, gerði 1 jafntefli og tapaði 2 leikjum.

> Einu leikirnir sem Valur tapaði stigum í voru: > Valur – Stjarnan 24-24 18.nóv. ´09 > Valur – Fram 21-21 25.nóv. ´09 > Valur – Fram 24-27 27.mars ´10

> Einu leikirnir sem Fram tapaði stigum í voru: > Valur – Fram 21-21 25.nóv. ´09 > Fram – Stjarnan 21-26 11.okt. ´09 > Fram – Valur 22-25 12.jan. ´10

> Valur skoraði mest allra liða, 762 mörk, 20 mörkum meira en Stjarnan sem skoraði næstmest. > Valur fékk á sig langfæst mörk í deildinni, alls 453. Fram fékk næstflest mörk á sig, 519. > Meðalskor Vals í deildarleikjum í vetur var 32-19 (námundað).

> Fram skoraði 712 mörk í deildinni og var fjórða markahæsta liðið. Valur (762), Stjarnan (742) og Haukar (719) skoruðu meiran en Fram. > Fram fékk á sig næstfæst mörk í deildinni, 519. > Valur fékk á sig fæst mörk, 453. > Meðaskor Fram í deildarleikjum í vetur var 3022 (námundað).

> Hrafnhildur Skúladóttir er markahæsti leikmaður Vals, skoraði 127 mörk í 23 leikjum deildinni, eða 5.5 mörk að meðaltali í leik. > Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 99 mörk í 23 leikjum (4.3 að meðaltali) og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoraði 92 mörk í 24 leikjum (3.8 að meðaltali).

> Karen Knútsdóttir er markahæsti leikmaður Fram, skoraði 115 mörk í 21 leik í deildinni, eða 5.5 mörk að meðaltali. > Stella Sigurðardóttir skoraði 105 mörk í 23 leikjum (4.6 að meðaltali) og Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir skoraði 71 mark í 22 leikjum (3.2 að meðaltali).

Það sést hverjir drekka Kristal

jafn og spennandi. Fr a m s t ú l k u r vo r u m i k l u á k ve ð n a r i o g vo r u g r e i n i l e g a á k ve ð n a r í a ð ko m a s é r í þ á s tö ð u a ð g e t a b æ t t Í s l a n d s m e i s t a r a t i t l i í s a f n i ð; Fr a m varð bikarmeistari eftir sigur á Va l í ú r s l i t a l e i k í f e b r ú a r o g á þv í möguleika á að leika sama leik o g Stj a r n a n g e r ð i í f y r r a o g v i n n a t vö f a l t . L o k a tö l u r í M ý r i n n i u r ð u 25 -18 f y r i r Fr a m o g þ a r m e ð v a r sæti í úrslitarimmunni í höfn. Enn vo r u Pav l a N ev a r i l ov a o g Ste l l a S i g u r ð a r d ó t t i r í a ð a l h l u t ve r k u m hj á Fr a m , au k þ e s s s e m M a r t h e Sördal og Hildur Þorgeirsdóttir m i n nt u á s i g , e n hj á Stj ö r n u n n i b a r m e s t á Þ o r g e r ð i Ö n n u At l a d ó t t u r, Jónu Sigríði Halldórsdóttur og J ó n u M a r g r é t i R a g n a r s d ó t t u r, s e m d r ó f r a m s kó n a a ð ný j u . Va l u r o g Fr a m e r u j ö f n l i ð, s k a r t a b æ ð i s te r k u m vö r n u m o g g ó ð u m m a r k vö r ð u m o g g e t a á g ó ð u m d e g i spilað glimrandi fínan sóknarleik. Ú r s l i t a r i m m a N1- d e i l d a r k ve n n a h e f u r u p p á a l l t þ a ð b e s t a a ð bj ó ð a , t vö f r á b æ r h a n d b o l t a l i ð, m a r g a r a f b e s t u h a n d b o l t a ko n u m þj ó ð a r i n n a r o g f j a n d s k a p e ð a r í g s e m teyg i r s i g mörg ár aftur í tímann. Úrslitin r á ð a s t í R ey k j av í k u r r i m m u a f b e s t u g e r ð.

Það sést hverjir drekka Kristal


Opið allan sólarhringinn við Hringbraut, Ártúnshöfða, Lækjargötu, Hafnarfirði og Háholti, Mosfellsbæ.


BIKARMEISTARAR KARLA 2010


BIKARMEISTARAR KVENNA 2010


EKKI FLÆKJA HLUTINA EINN STAÐUR | ALLT SPORTIÐ

SPORT.IS ER MEÐ UM 30.000 LESENDUR Í HVERRI VIKU OG ÞEIM ER VEL SINNT


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - 9 0 2 5 - A c t a v i s 7 0 8 0 0 3

Ræðst gegn verkjum

Paratabs®

– Öflugur verkjabani! Notkunarsvið: Paratabs®-Parasetamól 500 mg er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Paratabs® er m.a. notað við höfuðverk, tannverk og tíðaverk. Paratabs® er einnig notað við sótthita, t.d. af völdum inflúensu og umgangspesta. Skömmtun: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (>40 kg) 1–2 töflur á 4–6 klst. fresti, mest 8 töflur á sólarhring eða 4000 mg. Börn, 7–12 ára (25–40 kg), ½–1 tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 töflur á sólarhring eða 2000 mg. Börn, 3–7 ára (15–25 kg), ½ tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 sinnum á sólarhring eða 1000 mg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota Paratabs®. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi. Einstaklingar með áfengisvandamál skulu ekki nota Paratabs® án samráðs við lækni og alls ekki samhliða neyslu áfengis. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarksskammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Lyfið má ekki nota ef um lifrarsjúkdóm er að ræða. Meðganga og brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta er af notkun parasetamóls á meðgöngu. Parasetamól skilst út í brjóstamjólk en hættan á áhrifum á barnið er ólíkleg við ráðlagða skammta. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt, helst er að nefna ofnæmi, útbrot og lifrarskemmdir. Lifrarskemmdir við notkun parasetamóls hafa komið fram í tengslum við misnotkun áfengis, eins getur langvarandi notkun parasetamóls valdið nýrnaskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið ávallt þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. júní 2007.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.