Keflavik mag Europe 2009

Page 1

MARK!

Fótboltablað Keflavíkur

Evrópukeppni 2009

ÁFRAM KEFLAVÍK



3

Seinni umferðin er okkar! Tímabilið byrjaði nokkuð vel hjá okkur og tel ég liðið vera að spila nánast á pari. Það er ekki hægt annað en að vera sáttur þar sem við höfum lent í töluverðum hremmingum í upphafi móts , bæði í miklum meiðslum og síðan í nokkrum leikbönnum. Ég er viss um að Keflavíkurliðið á mikið inni og nú fara að detta inn sterkir leikmenn úr meiðslum og þá verðum við illviðráðanlegir. Við erum alltaf að skoða í kringum okkur og erum opnir fyrir góðum leikmönnum og það má alveg búast við því að við bætum við okkar góða hóp enda ætlum við okkur ekki að vera í neinni meðalmennsku. Keflavík er stórt félag með stóra drauma. Það er ljóst að í Evrópukeppninni líður okkur vel og þar eru möguleikarnir, bæði fyrir félagið og leikmennina og við erum ekkert á förum úr henni, við förum í alla leiki til að vinna og ætlum í aðra umferð, þó að útlitið sé frekar dökkt þessa stundina. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum úti í Möltu en þar áttum við að fá víti í stöðunni 1-0 og hefðum getað jafnað, en í staðin bæta þeir við marki úr

rangstöðu að okkur fannst og skyndilega eru þeir komnir í 2-0 og þá var þetta orðið nokkuð erfitt en ég er handviss um að við vinnum seinni leikinn hér heima. Það er alveg ljóst í mínum huga að á meðan önnur lið en Keflavík í Pepsí deildinni vinna ekki FH þá náum við þeim ekki að stigum en auðvitað stefnum við á toppinn og með góðum stuðning frá bestu stuðningsmönnum þjóðarinnar (PUMA-sveitinni) förum við langt, og ég er klár á því að seinni umferðin verður okkar Keflvíkinga. Áfram Keflavík! Þorsteinn Magnússon Formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur

Bls. 3

Formaðurinn

Bls. 4

Jordi í aðalhlutverki

Bls. 5

Þjálfarinn

Bls. 6

Allt um Valetta

Bls. 10 Rimman við Real

Umsjón og ábyrgð: Útgefandi: Media Group ehf Umsjón: Guðmundur M. Ingvarsson Róbert Jóhannsson Snorri Sturluson Ljósmyndun: Media Group ehf Jón Örvar Arason Fótbolti.net Umbrot: Media Group ehf Prentun: Prentheimar ehf Blaðið er unnið í samstarfi við knattspyrnudeild Keflavíkur


4

Jordi í aðalhlutverki Hafi einhver haldið að það væri formsatriði fyrir Keflavík að slá Valletta út úr forkeppni Evrópudeildar UEFA hefði sá hinn sami átt að endurskoða mat sitt þegar fréttist að Johan Jordi Cruyff fer fyrir liði Maltverjanna.

Jordi Cruyff hefur ekki verið áberandi á stærsta sviði fótboltans síðan hann yfirgaf Manchester United sumarið 2000. Jordi hóf feril sinn hjá Barcelona tvítugur að aldri og skoraði 11 mörk í 41 leik fyrir félagið sem faðir hans, Johan Cruyff, gerði garðinn frægan hjá á árum áður. Sumarið 1996 gekk Jordi til liðs við Manchester United en lék aðeins 34 leiki með enska stórliðinu á fjórum árum þar sem meiðsli spiluðu stórt hlutverk. Jordi lék með Celta Vigo, Alavés og Espanoyl á Spáni áður en hann gekk til liðs við Metalurh Donetsk frá Úkraínu sumarið 2006. Þar lék hann tvö tímabil sem miðvörður áður en hann lagði skóna á hilluna, allt þar til Valletta bauð honum að þriggja ára samning. Jordi er

aðstoðarþjálfari liðsins auk þess að stjórna leik liðsins eins og Keflvíkingar fengu að kynnast á Möltu. Jordi var þar allt í öllu í leik liðsins. Hann stjórnaði spilinu, bæði með leik sínum og talanda. Hann var sem þjálfari á vellinum og sýndi, þrátt fyrir að vera 35 ára gamall og vera að leika sinn fyrsta leik í meira en ár, hversu hæfileikaríkur knattspyrnumaður hann er og þarf Keflavík að koma í veg fyrir að hann geti leikið sinn leik til að eiga möguleika í seinni leiknum.

Jordi lék níu landsleiki fyrir Holland, alla undir stjórn Guus Hiddink á árinu 1996 og er einn fárra Hollendinga sem leikið hafa landsleik þrátt fyrir að hafa aldrei leikið í efstu deild í heimalandinu. Hné- og ökklameiðsli settu svip sinn á feril hans og komu í veg fyrir að hann næði að slá í gegn á Englandi

með Manchester United eftir að hafa byrjað vel hjá félaginu. Cruyff spilaði stórt hlutverk hjá Alavés sem lék til úrslita í Evrópukeppni félagsliða 2001 gegn Liverpool og skoraði mark sem tryggði liðinu framlengingu. Hann er gríðarlega reynslumikill og snjall leikmaður sem vert er að gefa gaum á Sparisjóðsvellinum í Keflavík 9. júlí.


5

Gefumst ekki upp Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur ætlar sér og liði sínu ekkert annað en sæti í næstu umferð í undankeppni Evrópudeildar UEFA þrátt fyrir erfiða stöðu eftir fyrri leikinn gegn Valletta á Möltu. „Við ætlum að gera heiðarlega tilraun til þess að jafna metin og komast yfir. Við þurfum að vera þolinmóðir í því verkefni. Þetta er þrjú mörk til að ná í framlengingu. Við setjum stefnuna á það að komast áfram. Þetta verður erfitt en þetta er hægt,“ sagði Kristján um markmið sín fyrir síðari leikinn gegn Valletta.„Við þurfum að passa að fá ekki á okkur mark en það skiptir ekki máli hvort við þurfum að skora þrjú eða fimm mörk.“ „Við fengum öll þessi þrjú mörk á okkur eftir hraðaupphlaup ef ég man rétt. Þeir eru með geysilega fljóta þrjá leikmenn, kantana báða og hægri bakvörðinn sem tekur mikinn þátt í sóknarleiknum. Síðan er Jordi Cryff á miðjunni. Hann stjórnar alveg liðinu bæði með spilamennsku og hlaupum sjálfur og svo miklum talanda, hann er mikill stjórnandi inni á vellinum. Þeir eru líka með mjög góðan hollenskan hávaxinn framherja sem er gríðarlega erfitt að eiga við. Hann er 194 sentímetrar á hæð með frábæra tækni og stórkostlegar staðsetningar til að skora mörk. Við þurfum að vera mjög vel vakandi til að stoppa hann,“ sagði Kristján sem segir Íslendinga ekki getað litið niður á fótboltann á Möltu. „Það er greinilegt að það eru miklir peningar í fótboltanum á Möltu. Þeir sýna mikinn metnað í því að liðin frá Möltu sem keppa í Evrópukeppni léku innbyrðis á móti vikunni fyrir leikinn gegn okkur. Þeir eru með þekkta, sterka leikmenn sem fara ekki til Möltu til að leika á verkamannalaunum.“ „Við Íslendingar getum ekki litið það stórt á okkur að horfa á Möltu og segja að þetta séu lið sem við eigum að vinna. Ef við horfum til baka þá vorum við að vinna lið frá Möltu áður en svæðisskiptingin kom til sögunnar í Evrópukeppninni en ef við lítum lengra aftur, svona fimmtán ár, þá vorum við að tapa fyrir liðum frá Möltu.“

Ætlum að setja pressu á FH

Mikil meiðsli lykilmanna hafa sett svip sinn á lið Keflavíkur á leiktíðinni ólíkt í fyrra þegar liðið slapp að mestu við meiðsli.

„Við höfum lent í meiðslum á lykilleikmönnum. Það lenda flest lið í meiðslum en við höfum verið að missa lykilmenn í meiðsli auk þess sem við höfum verið að lenda í leikbönnum með því að láta reka okkur útaf. Þetta er öðruvísi sumar en í fyrra þegar við lentum sáralítið í meiðslum. Fyrir mót töluðum við um að við værum með mjög sterkt byrjunarlið en við erum líka með sterka leikmenn af bekknum og þeir hafa skilað þessu nokkuð vel. Auðvitað hefðum við viljað vera með fleiri stig og staðið okkur betur á Möltu en ég vil ekki tala um þá leikmenn sem eru fjarverandi, ég vil tala um þá leikmenn sem eru til frískir og eru að spila í hvert sinn,“ sagði Kristján. „Við höfðum áhuga á að styrkja liðið áður en leikmannaglugginn lokaði í maí en staðan var þannig að það var ekki hægt. Það er kannski að koma okkur um koll núna því það verður

dýrt að komast ekki áfram ef það gerist. En við þurfum að skoða hvort við þurfum ekki að styrkja okkur í júlíglugganum einfaldlega til að geta tryggt okkur í Evrópukeppni á næstu leiktíð og til að freista þess að ná FH.“ „Eins og staðan er núna er ekki hægt að bera neitt lið saman við FH en það er aldrei að vita hvað gerist ef einhverju liði tekst að setja pressu á FH. Við ætlum að vera það lið sem setur pressu á FH og koma okkur í þá stöðu að láta til skara skríða þegar þeim fatast flugið,“ sagði Kristján sem sagði þolinmæði vera lykilinn að því að landa sigri í einvíginu gegn Valletta. „Við ætlum að spila þéttar á miðjunni með því að koma betur í veg fyrir þeirra sóknarleik og koma þeim örlítið á óvart með breyttum sóknarleik en annars vera þolinmóðir og setja eitt mark í einu.“


6

Valetta Eitt sigursælasta lið Möltu Knattspyrnufélagið Valetta er eitt vinsælasta og sigursælasta knattspyrnufélagið á Möltu. Aðeins Birkirkara, sem KRingar slógu út í forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2000, fer nærri því að njóta viðlíka vinsælda á heimaslóðum og aðeins Floriana og Sliema Wanderers hafa unnið fleiri meistaratitla. Sliema hefur orðið meistari 26 sinnum, Floriana 25 sinnum og Valetta 19 sinnum. Knattspyrnufélagið Valetta, eða Valetta Football Club, varð til við samruna tveggja félaga, Valetta Prestons og Valetta St. Paul´s árið 1943. Fyrirrennari félagsins, Valetta United, var hins vegar við lýði á árunum 1904 til 1932 og varð tvisvar maltneskur meistari. Valetta náði ágætum árangri á síðari hluta síðustu aldar, vann maltneska meistaratitilinn tvisvar á sjötta áratugnum, einu sinni á þeim sjöunda og þrisvar bæði á áttunda og níunda áratugnum. Gullaldartímabil Valetta er svo tíundi áratugurinn, þar sem félagið vann meistaratitilinn fimm sinnum og náði þeim merka áfanga að vinna fimmfalt á Möltu tímabilið 1996 til 1997. Þennan árangur er erfitt að toppa, en það tókst hins vegar tímabilið 2000 til 2001 þegar Knattspyrnusamband Möltu bætti við sjöttu keppninni til að fagna 100 ára afmæli sínu. Valetta gerði sér lítið fyrir og vann alla þá titla sem í boði voru og varð því sexfaldur meistari. Næstu ár voru býsna mögur, en sumarið 2007 var Victor Sciriha, einn auðugasti maður Möltu, kjörinn forseti Valetta. Félagið lét til sín taka á leikmannamarkaðnum, eyddi fúlgum fjár og væntingarnar voru miklar. Liðið gerði hins vegar í brók í fyrstu leikjunum á þarsíðustu leiktíð, tapaði t.a.m. fyrsta leiknum gegn erkifjendunum í Floriana og gerði jafntefli í næstu þremur leikjum. Valetta rataði hins vegar inn á hina

sívinsælu sigurbraut með sigri gegn Birkirkara í fimmtu umferðinni og linnti ekki látum fyrr en nítjándi meistaratitillinn var í höfn. Enn var bætt í leikmannahópinn á milli leiktíða og Valetta sótti fast að því að verja meistaratitilinn. Ljóst varð tiltölulega snemma á leiktíðinni að Valetta og Hibernians myndu berjast um titilinn. Liðin tvö slitu sig frá hinum liðunum í deildinni og háðu spennandi einvígi, í næstsíðustu umferð tapaði Valetta á heimavelli fyrir Marsaxlokk 1-2 á meðan Hibernians unnu Birkirkara 4-0 og þar með náði Hibernians tveggja stiga forystu í deildinni. Valetta heimsótti einmitt Hibernians í síðustu umferðinni í hreinum og klárum úrslitaleik um meistaratitilinn. Liðin gerðu markalaust jafntefli sem þýddi að Hibernians urðu meistarar, hlutu 42 stig gegn 40 stigum Valetta. Það segir sitt um yfirburði þessara tveggja liða að Birkirkara hlaut 27 stig í þriðja sæti.

Nýr þjálfari ráðinn

Talsvert var hrist upp í leikmannahópnum í sumar og reyndar var nýr þjálfari ráðinn til starfa líka, Hollendingurinn Ton Caanen. Caanen þessi hefur starfað talsvert í Úkraínu og Ísrael og tók mér sér sem aðstoðarmann sem hann vann með hjá Metalurh Donetsk í Úkraínu fyrir nokkrum árum; Jordi nokkurn Cruyff. Jordi, sem eins og kannski flestir vita er sonur goðsagnarpersónunnar Johans Cruyff og er fyrrverandi leikmaður Barcelona og Man.United, er aðstoðarþjálfari og leikmaður Valetta og hann er ásinn sem liðið snýst um. Alls gengu níu nýir leikmenn til liðs við Valetta í sumar og eru í þeim hópi maltneskir landsliðsmenn og hollenskur framherji, Geert den Ouden, sem á sínum tíma þótti mikið efni og þykir ágætlega markheppinn. Hann lék sinn fyrsta leik með Valetta gegn Keflavík og hélt upp á daginn með því að skora eitt mark. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, hafði þetta um lið Valetta að segja eftir fyrri leikinn ytra: „Leikmenn Valletta komu mjög vel stemmdir til leiks, með nýjan þjálfara og allir vildu sanna sig. Þeir eru með nýja og sterka leikmenn, þrjá

útlendinga og einn landsliðsmann Möltu til viðbótar, þann sjötta í liðinu. Kannski voru þeir sterkari en við bjuggumst við en þeir eru samt með svipað lið og við og á eðlilegum degi hefðum við aldrei tapað svona stórt en þetta var einhvern vegin þannig að þeir náðu strax yfirhöndinni og höfðu okkur undir allan tímann.“ Valetta hefur 25 sinnum leikið á Evrópumótunum í knattspyrnu, 11 sinnum í Evrópukeppni meistaraliða og síðar Meistaradeild Evrópu og sjö sinnum í Evrópukeppni félagsliða og Evrópukeppni bikarhafa. Valetta hefur mætt nokkrum evrópskum stórliðum, t.d. Juventus og Inter, Leeds United, Glasgow Rangers og Porto. Valetta hefur oftar en ekki lotið í gras á Evrópumótunum og hefur nokkrum sinnum fengið á baukinn; liðið tapaði t.a.m. 0-10 fyrir Rangers á heimavelli og 0-8 gegn bæði Grasshoppers frá Sviss og Honved frá Ungverjalandi. Stærsta stund Valetta í Evrópu er 3-2 sigur samanlagt gegn Barry Town frá Wales í undankeppni Meistaradeildar Evrópu árið 1999. Tveimur árum síðar voru Maltverjarnir hársbreidd frá því að komast inn í Evrópukeppni félagsliða, en þá töpuðu þeir fyrir Rijeka frá Króatíu í framlengdum leik í undankeppninni.


7

Meiri fiðringur fyrir

Evrópuleiki

Magnús Þorsteinsson hefur nýtt tækifæri sín vel í Keflavíkurliðinu í sumar og er nú markahæstur í liðinu ásamt öðrum heimamanni, Herði Sveinssyni. Magnús lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík gegn Val árið 1999 aðeins sautján ára gamall og hefur verið viðriðinn félagið síðan utan eitt sumar þar sem hann lék í Grindavík. „Stemningin er bara nokkuð góð. Væntingarnar fyrir tímabilið voru mjög miklar og við höfum staðist þær að miklu leyti.

Auðvitað hefðum við viljað vera búnir að gera örlítið betur,“ sagði Magnús við blaðamann Keflavíkurblaðsins þegar hann settist niður með honum eftir æfingu. Daginn áður höfðu Keflvíkingar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins og þremur dögum fyrr höfðu þeir leikið gegn Valletta í Evrópudeildinni við erfiðar aðstæður. „Jú, það var auðvitað mjög erfitt,“ sagði Magnús um leikinn á Möltu. „Við höfðum kannski ekki alveg nógu marga fríska leikmenn til að fara í þetta prógram á þessum tímapunkti. En þetta hitastig þarna í Möltu er það svakalegasta sem ég hef lent í.“ Svo heitt var í veðri að gripið var til ráðs sem ekki sést oft til á knattspyrnuvellinum. „Við fengum sitthvora vatnspásuna í hvorum hálfleik, eitthvað sem ég hef aldrei lent í áður.“

Höfum engu að tapa

Lið Valletta var talsvert sterkara en menn bjuggust við fyrirfram og taldi Magnús verkefnið framundan geta orðið verulega erfitt. „Þeir eru bara með gríðarsterkt lið þar sem Jordi Cruyff var á miðjunni sem var að stjórna þessu ótrúlega vel fyrir þá. Þeir hittu bara á sinn besta leik í mörg ár í Evrópukeppni sögðu þeir okkur eftir leikinn og við kannski ekki alveg að spila á pari.“ Blaðamaður vildi vita hvort Keflvíkingar væru með það á hreinu hvað þyrfti að gera til þess að sigra maltneska liðið. Magnús var með svarið á hreinu. „Við þurfum að hitta á mjög góðan leik, allir verða að spila á pari og rúmlega það. Við þurfum bara að passa okkur á því að fara ekki of geyst í þetta, skora bara eitt mark í einu en ekki reyna að skora þrjú í sömu sókninni. Við verðum að fórna okkur í þetta, það er engu að tapa fyrir okkur. Við verðum bara að passa að fá ekki á okkur mark. Þeir hafa bara unnið einhverja þrjá leiki í Evrópukeppni og þessi var einn af þeim þannig að þeir eru ekkert að fara að koma hingað með eitthvað vanmat.“

Verðum að standa saman

Keflvíkingar vilja að sjálfsögðu ná fram hefndum á Valletta og voru að vonast til þess að veðrið yrði jafnvel með þeim í liði. Rigning og rok hefði verið ákjósanlegt veður en Magnús er ekki bjartsýnn á það. „Það yrði ekkert verra en ég held að það sé spáð einhverjum fimmtán til tuttugu stiga hita þannig að það verður ekki til að hjálpa okkur. Þá viljum við bara hafa vel slegið og blautt gras því við ætlum að leika hraðan leik.“ Aðspurður hvort menn væru ekki í knattspyrnu til þess að spila við toppaðstæður hverju sinni svaraði Magnús: „Jú jú, en kannski ekki á móti þessu liði sem spilar alltaf við toppaðstæður, þá hefði verið í lagi að hafa þetta aðeins öðruvísi,“ en bætti því svo við að ef leikmenn myndu spila sinn leik og mæta einbeittir ættu Keflvíkingar að geta fengið þau úrslit sem þeir vilja úr leiknum. Stemningin fyrir síðari leikinn gegn Valletta er mjög góð í liðinu og segir Magnús menn vera sérlega spennta fyrir leiknum. „Auðvitað er meiri fiðringur í mönnum og öðruvísi stemning í hópnum. Það er auðvitað mikið í húfi líka í þessum leik, menn eru í þessu til þess að spila stóra leiki og ef við komumst áfram getum við spilað stærri leiki. Við verðum fyrst og fremst að hafa trú á þessu sjálfir, ef við stöndum saman getum við unnið.“


8

VIÐ STYÐJUM KEFLAVÍK TIL SIGURS!

Tannlæknastofa Kristínar Geirmundsdóttur Sími: 421 8686

BG málaraverktakar Alhliða málningarþjónusta S: 899 8049

Bílaþjónusta GG ehf Brekkustíg 42 260 Reykjanesbæ

Ísver ehf Bolafæti 15 260 Reykjanesbæ

Brautarnesti IceGroup Icemar Íslandspóstur Keflavík RR Verktakar

Tannlæknastofa Einars Magnússonar Sími: 421 4220

Rörvirki sf Tannsmíðastofan Tríton Tæknivík Verkalýðs og Sjómannafélag Keflavíkur


9

Fer í leikinn til að

sigra

Færeyingurinn Símun Eiler vorum bara allt of slakir í þeim leik. svona eins og auka þjálfari,“ sagði Símun Nokkrir leikmenn höfðu aldrei áður um Jordi og bætti við: „Hann var ekkert Samuelsen hefur verið hjá spilað Evrópuleik, það vantaði nokkra að flækja hlutina, gerði þá bara einfalda, Keflavík frá árinu 2005 og skipað af reynsluboltunum og við þurfum á og notaði reynsluna til þess að róa spilið sér sess sem einn mikilvægasti þeim að halda í svona leiki. Mér fannst hjá þeim. Besti leikmaðurinn hjá þeim sanngjarnt að við töpuðum en ekki 3-0. var samt sóknarmaðurinn sem þeir leikmaður liðsins. Tilþrif hans Svo spilar margt inn í, langt ferðalag til fengu úr hollensku deildinni.“ hafa margsinnis glatt auga Möltu og svona en það var eitthvað sem vissum alveg af,“ sagði Símun um Getum treyst á trommusveitina stuðningsmanna Keflavíkur og við leikinn og ferðalagið til Möltu. Þrátt fyrir ósigurinn telur Símun hefur hann oftar en ekki skorað Keflavíkurliðið alveg nógu sterkt til mikilvæg mörk fyrir félagið. Jordi flækir ekki hlutina þess að snúa einvíginu sér í hag. „Ég er Innan vébanda Valletta er að finna pottþéttur á því. Við höfum unnið lið hér Blaðamaður Keflavíkurblaðsins nafn sem flestir knattspyrnuaðdáendur í Evrópuleik 4-1 og unnum Midtjylland settist niður með Símun eftir kannast við. Leikmaðurinn er þó 3-2 en þeir eru með miklu sterkara lið jafnvel þekktari fyrir að vera sonur en Valletta. Ég fer auðvitað inn í leikinn æfingu hjá Keflavík. Eftir stórgóðan árangur á síðasta tímabili var búist við miklu af Keflavíkurliðinu á þessu sumri. Sumarið hófst líka vel, með sigri á Íslandsmeisturunum, en eins og staðan var þegar blaðið var skrifað voru Keflvíkingar í fimmta sæti, tólf stigum frá toppnum. „Fyrsti leikurinn var bara eins og fyrstu leikir eru alltaf, þá getur allt gerst. Nú eru búnir tíu leikir og við búnir að vinna fimm, við höfum staðið okkur vel á heimavelli og búnir að fara á svolítið erfiða útivelli, velli sem við höfum átt í vandræðum á undanfarið, nema kannski KR. Fylkisvöllurinn hefur alltaf verið okkur erfiður og leikirnir í Grindavík eru alltaf svolítið sérstakir. Næsti deildarleikur er svo í Vestmannaeyjum þar sem við ætlum að vinna, svo sér maður ekkert fyrr en þegar eru svona fimm leikir eftir hvort við eigum ennþá séns eða hvað.“

Vantaði reynsluboltana úti

Fylgifiskur velgengni eru fleiri leikir í formi Evrópukeppni. Keflavík tekur nú þátt í Evrópudeildinni sem er nýtt nafn á Evrópukeppni félagsliða. Í fyrstu umferðinni drógust þeir gegn Valletta frá Möltu og fór fyrri leikurinn ytra ekki nægilega vel. „Við

knattspyrnugoðsagnarinnar Johan Cruyff sem gerði garðinn frægan fyrir þó nokkrum árum. Jordi Cruyff hefur þó leikið með liðum eins og Manchester Utd. og Barcelona á sínum ferli en fjölmiðlar ytra sögðu hann hafa staðið sig feykivel í leiknum gegn Keflavík. „Hann var kannski ekki að hlaupa neitt mikið en hann stjórnaði leik þeirra algjörlega, hvenær þeir áttu að halda boltanum og var sífellt talandi, bara

til þess að vinna 3-0 og koma okkur í framlengingu, sjá svo hvað gerist,“ sagði hann og tjáði blaðamanni að um tvö þúsund stuðningsmenn Valletta hefðu búið til magnaða stemningu ytra en hann telur stuðningsmenn Keflavíkur vel geta leikið það eftir. „Maður getur alltaf treyst á trommusveitina.“


10

Rimman við Real Þrátt fyrir að lið Valletta hafi við hann eftir leikinn,“ sagði Guðni en hún er ekki lengur í hans fórum, heldur hjá syni innanborðs stjörnuna Jordi Cruyff hans, Hauki Inga. Zoco var í landsliði Spánar er hann síður en svo skærasta árið 1964 sem varð Evrópumeistari ásamt stjarnan sem lið Keflavíkur hefur Amaro Amancio en hann var talinn hinn frægasti leikmaðurinn í liðinu þetta árið. mætt í Evrópukeppni. Fyrstu Þrátt fyrir að nöfnin á leikmannalistanum árin sem Keflavík tók þátt í segi hinum almenna áhugamanni lítið um leikmenn Real Madrid eru níu þeirra Evrópukeppnum voru talsvert þessa taldir til goðsagna Real á heimasíðu þeirra. stærri liðsnöfn í pottinum en eru í fyrstu umferðunum nú og Þekktum ekki nöfnin meðal þeirra sem Keflavík hefur Miðað við þær blaðagreinar og ljósmyndir sem lágu á borðinu hjá okkur var ljóst að leikurinn mætt eru Everton, Tottenham, vakti mikla athygli ytra og var meðal annars Hamburg SV og síðast en ekki síst viðtal við Guðna Kjartansson í einu spænsku blaðanna fyrir leikinn úti. Þá voru viðtöl við Real Madrid. leikmenn Keflavíkur og þjálfara eftir leik ásamt

Þar sem við sátum og flettum í myndabunkanum á borðinu spurði blaðamaður Guðna hvort hann kannaðist ekki við einhver andlit Real Madrid leikmanna sem voru í bunkanum. „Ég man vel eftir þessum,“ sagði hann þegar hann sá mynd af fyrirliðanum Ignacio Zoco sem sagður var annar af frægustu leikmönnum Real Madrid í leikskránni. „Ég skipti á treyju

Leikurinn í Laugardalnum

Síðari leik liðanna lauk með 1-0 sigri Real á Laugardalsvelli 27. september 1972 þar sem leikmenn Keflavíkur stóðu vel í spænsku stjörnunum en markið kom ekki fyrr en á lokamínútunni frá Juan Verduso. „Svona leikir voru alltaf spilaðir á Laugardalsvelli, við hefðum ekki getað valdið fjöldanum sem mætti að horfa á þessi lið,“ sagði Guðni. Myndirnar sem fylgja greininni tala sínu máli, þar má meðal annars sjá Guðna Kjartansson eiga hörkuskalla rétt framhjá marki Real og byrjunarliðin sem áttust við á Santiago Bernabeu þar sem Keflvíkingar voru dökkklæddir en Real lék í sínum hefðbundnu hvítu búningum.

Einkabankinn | SJÁLFViRkT HEimiLiSbókHaLd

410 4000 | landsbankinn.is

Kakan þín er komin í Einkabankann • Fyrsta sjálfvirka heimilisbókhaldið • Enginn innsláttur í Excel og engir útreikningar • Þú velur hvaða reikningar og kort mynda kökuritið • Færslurnar eru flokkaðar fyrir þig • Hægt er að endurnefna og endurflokka færslur

Heimilisbókhaldið er í Einkabankanum þér að kostnaðarlausu. Kynntu þér málið á landsbankinn.is.

NBI hf. (Landsbankinn), kt. 471008-2080.

Skipti á treyju við goðsögn

myndum af öllum mörkunum í einu þeirra. Samkvæmt grein úr íslensku dagblaði þar sem greint var frá leiknum er sagt frá því að Keflvíkingar hafi staðið í spænska stórveldinu en leikurinn endaði þó 3-0 fyrir Real með tveimur mörkum Santillana og einu frá Jose Antonio Grande. „Þegar við lékum gegn ensku liðunum, Everton og Tottenham, þá gátum við bent á leikmenn og sagt að menn ættu að dekka þennan og hinn, við þekktum alveg nöfnin þeirra áður en við lékum gegn þeim. Það eina sem við vissum um þetta Real Madrid lið var hvað þetta er stórt lið, við þekktum engin nöfn nema þessa sem höfðu verið nokkrum árum áður, eins og Di Stefano og Puskas,“ sagði Guðni þegar hann rifjaði upp stemninguna að spila á Spáni en um þrjátíu þúsund manns mættu á völlinn. „Maður áttaði sig samt á því hvað fótboltinn er rosalega stór þarna, þetta var allt annað en á Englandi.“

ENNEMM / SÍA / NM37675

Nýlega bárust til Keflvíkinga myndir af leiknum gegn Real Madrid ytra, blaðaúrklippur og leikskrá frá heimaleiknum sem fram fór á Laugardalsvelli í september árið 1972. Guðni Kjartansson, fyrirliði liðsins kom og settist hjá blaðamanni Keflavíkur í K-húsinu og rifjaði upp það sem hann mundi eftir einvíginu.


11

Keflavík: Þorsteinn Ólafsson, Grétar Magnússon, Ástráður Gunnarsson, Einar Gunnarsson, Guðni Kjartansson (fyrirliði), Karl Hermannsson, Jón Ólafur Jónsson, Gísli Torfason, Steinar Jóhannsson, Hörður Ragnarsson og Ólafur Júlíusson. Varamenn hjá Keflavík voru þeir Reynir Óskarsson, Friðrik Ragnarsson, Hjörtur Zakaríasson, Gunnar Jónsson og Ingimundur Hilmarsson.

Real Madrid: Mariano Garcia Remon, Juan Carlos Tourino, Juan Verduso, Gregorio Benito, Ignacio Zoco (fyrirliði), Jose Martines Pirri, Francisco Aguilar, Amaro Amancio, Ramon Moreno Grosso, Manuel Velazquez og Santillana. Á varamannabekknum sat markvörðurinn Miguel Angel.


12


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.