Keflavikurbladid 2011

Page 1

Keflavíkurblaðið 2011

H U N D R A Ð A S TA Í S L A N D S M Ó T I Ð


Stuðningur okkar við Keflavík er kominn í nýjan búning Landsbankinn er stoltur bakhjarl knattspyrnudeildar Keflavíkur. Bankinn hefur afsalað sér auglýsingum á búningum Keflavíkur og boðið félaginu að velja sér gott málefni til að setja á búningana í staðinn. Keflavík valdi Þroskahjálp á Suðurnesjum og því mun merki félagsins prýða búninga Keflavíkur. Merki Þroskahjálpar prýðir nú búning Keflavíkur.

Samfélag í nýjan búning er stefna okkar um stuðning við íþróttafélög. Bankinn afsalar sér öllum merkingum á búningum og býður félögum að velja gott málefni til að setja á búninga sína í staðinn. Samhliða er stofnaður áheitasjóður fyrir málefnið og félagið. Markmiðið er að tengja saman stuðning bankans við íþróttir og mannúðarmál.

Landsbankinn kynnti í haust nýja stefnu í stuðningi bankans við íþróttafélög undir yfirskriſtinni Samfélag í nýjan búning. Markmiðið er að tengja saman stuðning bankans við íþróttir og mannúðarmál. Átján íþróttafélög og átján málefni taka þátt í samstarfi við Landsbankann um Samfélag í nýjan búning.

Samfélag í nýjan búning

Landsbankinn færði Þroskahjálp á Suðurnesjum 500.000 kr. styrk vegna samstarfs við knattspyrnudeild Keflavíkur.

Áheitasjóður stofnaður Stofnaður verður áheitasjóður fyrir Þroskahjálp á Suðurnesjum og greiðir bankinn tiltekna upphæð fyrir hvern sigur meistara flokka kvenna- og karlaliða Keflavíkur á Íslandsmótinu í knattspyrnu.

Öðrum fyrirtækjum og einstaklingum er frjálst að heita á liðið sitt og leggja þannig góðu málefni lið. Í tilefni af þessu hefur Landsbankinn fært Þroskahjálp á Suðurnesjum 500.000 kr. styrk. Íþróttir geta sannarlega verið gefandi. Sigur Keflavíkur er ávinningur fyrir Þroskahjálp.

22 íþróttafélög 22 málefni

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Keflavík á tímamótum

Við göngum nú í gegnum mikil tímamót hjá Keflavík, ungir leikmenn eru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokksliðunum. Við upplifum þrengingar í fjármálum knattspyrnudeildarinnar, eins og flestir aðrir, og á stundum sem þessum þurfa leikmenn að finna að stuðningsmennirnir standi við bakið á þeim.

Það er gaman að sjá þegar ungir strákar fá tækifæri í Keflavíkurliðinu og jafnvel enn skemmtilegra að sjá þá nýta tækifærið til fulls og mæta til leiks fullir af sjálfstrausti og krafti eins og raunin hefur verið á í sumar Leikmenn eins og Arnór Ingvi, Viktor Smári, Bojan og Magnús Þór, ásamt fleiri ungum leikmönnum, hafa látið talsvert að sér kveða og sýnir það okkur hversu öflugt unglingastarfið er hjá okkur í Keflavík. Ber að þakka öllu því góða fólki sem heldur utan um það.

Það þarf margt að ganga upp hjá meistaraflokki karla svo að Evrópusæti náist þetta árið. Í dag erum við um miðja deild en að öllum líkindum gefur 4.sætið Evrópukeppni árið 2012. Keflavík spilaði síðast Evrópuleiki árið 2009, við mættum þá Valletta frá Möltu og biðum lægri hlut í tveimur leikjum. Það er alltaf markmið okkar að vera í toppsætum deildarinnar til að fá þennan bónus sem Evrópukeppnin er, en til þess að það náist þarft margt að ganga upp. Undanfarin tvö ár höfum við lent í 6.sæti sem er töluvert frá væntingum.

Einn er sá maður sem á sennilega stærstan þátt í því að við sjáum þessa stráka mæta nánast tilbúna og fullmótaða upp í meistaraflokk karla en það er Zoran Ljubicic, þjálfari 2.flokks og yfirþjálfari yngri flokka. Zoran hefur þjálfað lengi hjá Keflavík og er virkilega gaman að sjá hversu vel honum og aðstoðarmönnum hans hefur tekist að móta þessa ungu leikmenn. Við eigum marga efnilega leikmenn, bæði í karla- og kvennaflokki, og því er óhætt að segja að framtíðin sé björt í Keflavík. Keflavík er stórt félag sem ætlar sér alltaf stóra hluti og við eigum að setja fram kröfur um árangur og að við séum í hópi þeirra bestu. Það gerum við með með því að styðja liðið öllum stundum og stilla kröfur okkar á leikmenn og lið í samræmi við stöðu mála hverju sinni.

Útgefandi Media Group ehf

Meistarflokkur kvenna er búinn að vera í mikilli baráttu í 1.deildinni um að komast í umspil um sæti í efstu deild kvenna á næstu leiktíð. Í liðinu eru margar ungar og efnilegar stúlkur sem eiga sannarlega mikla framtíð fyrir sér í knattspyrnu á komandi árum. Það er lykilatriði að halda þessum hópi saman næstu árin og undirbúa hann vel fyrir Pepsi-deild kvenna - það er ekki spurning hvort heldur hvenær þær taka skrefið upp um deild. Í lokin vil ég minna ykkur á að vera jákvæð því þá er allt miklu auðveldara og skemmtilegra. Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnudeildar

Umsjón Hilmar Þór Guðmundsson Snorri Sturluson

Efnisöflun Þorsteinn Haukur Harðarson

Ljósmyndir Media Group ehf Snorri Sturluson Víkurfréttir

Prentun Ísafoldarprentsmiðja

Keflavíkurblaðið 2011 | 3


Líklegir til afreka innan þriggja ára Willum Þór Þórsson stýrir nú Keflavíkurliðinu annað árið í röð og hefur sett auðþekkjanleg fingraför sín á baráttuglaða og fórnfúsa Keflvíkinga. Willum er margreyndur þjálfari sem fagnað hefur Íslandsmeistaratitlum með Reykjavíkurfélögunum KR og Val og hann tekur nýjum áskorunum og nýjum verkefnum fagnandi. Willum er á því að staða Keflavíkurliðsins nú þegar deildarkeppnin er rétt rúmlega hálfnuð sé að sumu leyti ásættanleg og að sumu leyti ekki. „Við erum með ungt lið og erum að ganga í gegnum breytingar, sem er nokkuð sem flestum þeim sem fylgjast vel með er nokkuð ljóst,“ segir Willum. „Við höfum þurft að hafa mikið fyrir stigasöfnuninni, en ég get líka svekkt mig á stöðunni vegna þess að mér finnst bæði ungu strákarnir og þessir eldri, burðarásarnir, hafa staðið sig feykilega vel. Við höfum náð upp mikilli baráttu og samstöðu í hverjum einasta leik og við höfum verið nálægt því að safna stigum ansi víða. Það eru nokkuð margir leikir sem hreinlega hafa ekki oltið á okkar veg, við höfum náð forystunni í fjórum af þessum sex leikjum sem við höfum tapað og höfum í þeim öllum sýnt vilja til að sækja öll stigin sem í boði eru. Þetta hefur hins vegar ekki rúllað nógu vel með okkur og við höfum misst leiki frá okkar á lokamínútunum. Frammistaðan gæti í rauninni gefið tilefni til fleiri stiga.“ Eru menn að staðsetja ykkur og skilgreina ykkur rétt, eru allir sem gera sér grein fyrir því að þið hafið gengið í gegnum miklar breytingar á milli undanfarinna ára? „Ég held ekki, að minnsta kosti ekki allir. Ég held þó að þeir sem fylgjast vel með og þeir sem standa liðinu næstir átti sig alveg á þessu. Við gengum í gegnum talsverðar breytingar fyrir þessa leiktíð, það hurfu á braut ansi sterkir póstar og breiddin var nú ekki mikil fyrir. Það hafa verið breytingar á hópnum á milli ára undanfarin tvö til þrjú ár, aldrei þó eins og fyrir þessa leiktíð, og við höfum fyllt í þessi göt sem mynduðust að langmestu leyti með ungum uppöldum leikmönnum. Það er auðvitað eðlilegt að það taki tíma að byggja upp lið sem hægt er að ætlast til að geri atlögu að titlum, en við fórum engu að síður býsna brattir inn í mótið. Við höfum trú á því að við getum unnið hvaða lið sem er og ég vil eiginlega skilgreina þetta þannig að það eigi sér stað mikil verðmætasköpun í knattspyrnuliði Keflavíkur.“ Breytist þín vinna eða þín nálgun við þessar breytingar á leikmannahópnum eða mótarðu leikmenn frekar eftir þínum hugmyndum? „Ég get alveg viðurkennt það að þegar ég kom til Keflavíkur var stefnan kinnroðalaust sett á titilinn og ég tel að við höfum haft leikmannahóp til þess að setja okkur háleit markmið á þeim tíma. Bragurinn á félaginu var og hefur líka verið þannig að menn setja markið hátt, sem er auðvitað mjög jákvætt. Breytingar á leikmannahópnum gera svo það að verkum að maður þarf að horfa aðeins öðruvísi á hlutina og leggja af stað með örlítið lágstemmdari og þrepaskiptari markmið. Við horfum til örlítið lengri tíma en við gerðum þegar ég kom hingað fyrst, ekki síst til þess að gefa ungu leikmönnunum okkar svigrúm til að þroskast og dafna sem knattspyrnumenn. Þetta kallar á önnur vinnubrögð og við byrjuðum t.a.m. með afreksskóla sl. vetur, þar sem við unnum með stráka á aldrinum 16 til 21 árs. Þeir mættu á æfingar á morgnana og við lögðum mikla áherslu á grunnatriðin og það er engin tilviljun að

Keflavíkurblaðið 2011 | 4

strákar eins og Viktor Smári, Magnús, Arnór Ingvi og Bojan eru að stíga svona þétt inn hjá okkur og láta að sér kveða. Zoran er búinn að vinna feykilega gott starf með þessa stráka undanfarin ár og það gerir það verkum að þeir eru tilbúnir í slaginn, eru tilbúnir til að leggja mikið á sig og eru metnaðarfullir. Það hefur heldur ekki skemmt fyrir að Gunnar Oddsson bættist í þjálfarateymið, margreyndur kappi með risastórt Keflavíkurhjarta, og Sævar Júlíusson sér um markmannsþjálfunina. Hann á stóran þátt í framgöngu Ómars markmanns í sumar og er að vinna með tvo gríðarlega efnilega markmenn hjá okkur. Þetta er mjög gott teymi og það er virkilega vel að öllum málum staðið í Keflavík.“ „ Það gleymist svolítið að leikmenn eins og Magnús Matt og Einar Orri eru ekki nema 21 árs og hafa ekki verið fastamenn í byrjunarliðinu fyrr en núna, það er ekki fyrr en í rauninni í fyrra sem þeir verða póstar í liðinu. Við fengum Adam Larsson til liðs okkur og hann er fæddur ´89, hefur ekki mikla reynslu af toppdeildarfótbolta og er að sanna sig.“ „Við búum líka vel að því að hafa ansi öfluga hryggjarsúlu í þessu liði, rosalega öfluga leikmenn og leiðtoga eins og Ómar markmann, Guðjón Árna, Harald Frey, Jóhann B. og Guðmund Steinars. Þeir eru frábærir leikmenn og ekki síður mikilvægir í ljósi þess að þeir eru mjög öflugir félagsmenn, mikilvægir í hópi. Það skiptir miklu máli að þeir taki þátt í þessu ferli og hlúi að yngri strákunum.“ Það hlýtur að vera svolítið spennandi fyrir þjálfara að vera með í höndunum hóp sem að stórum hluta er skipaður ungum og efnilegum strákum sem eru tilbúnir til að berjast fyrir sínu og sanna sig, eða hvað? „Algjörlega. Þetta er krefjandi verkefni en ofsalega spennandi. Þetta er mikil áskorun fyrir mig þegar litið er á leikmannahópana sem ég hafði t.d. hjá KR og Val. Ég hef stundum orðað það þannig að Keflavíkurliðið sé í dauðafæri, ef menn sýna þessu þolinmæði er hægt að fara með hástemmdari markmið inn í mót á næstu tveimur til þremur árum.“ „Keflvíkingar eru kröfuharðir og það er mjög jákvætt, í rauninni algjörlega nauðsynlegur þáttur í því að ná árangri. Keflvíkingar bera mikla virðingu fyrir fótboltaliðinu sínu og þeim er umhugað um liðið, sem er ekki síður mikilvægt í þessu samhengi. Þeir hafa sterkar skoðanir og það er drifkraftur, bæði fyrir mig sem þjálfara og ekki síður fyrir leikmennina, að finna fyrir honum. Þessi umhyggja og metnaður gera það að verkum að Keflavík getur verið með lið sem er líklegt til afreka innan þriggja ára.“ En er þessi þolinmæði til staðar, er fólk tilbúið til að horfa fram á veginn og leyfa hlutunum að þróast? „Sko, svona menningarlega séð erum við Íslendingar ekkert sérlega þolinmóðir og við höfum átt það til að vera sérlega óþolinmóðir þegar kemur að íþróttum. Það hljómar kannski svolítið klisjukennt þegar við þjálfararnir erum að kalla eftir þolinmæði, en ef við lítum í kringum okkur sjáum við að sigursælustu lið álfunnar urðu ekki til á einni nóttu, Sir Alex Ferguson þurfti t.d. að vinda ofan af heilli kynslóð í Manchester áður en örla fór á árangri og það sjá allir hvað hann er staddur með liðið sitt í dag.“ Nú hefur það gerst ansi oft í sumar að þið náið forystu í leikjum en tapað henni niður. Er það hluti af þroskaferli liðsins að læra það að kunna að halda forystu og jafnvel byggja ofan á hana? „Já það er einmitt málið. Við höfum oftar en ekki byrjað leikina okkar mjög vel, mætt mjög kraftmiklir til leiks og þá höfum við haft þessi grunnatriði algjörlega á hreinu, einbeitinguna og baráttuna. Við þurfum að læra það að láta það vinna með okkur að komast yfir í leikjum, að ná að nýta það pláss sem skapast þegar við höfum komið andstæðingum okkar í þá stöðu að þurfa að breyta til og færa sig framar til þess að jafna metin. Okkur hefur ekki tekist að nýta það nógu vel og það er auðvitað mitt verkefni að vinna með það.“


„Ég er búinn að velta þessu atriði mikið fyrir mér, hvernig hægt er að koma því til leiðar í gegnum æfingarnar að við njótum okkar betur þegar við komumst yfir í leikjum. Það má vera að ég sé ofalinn að því leytinu til að ég hef haft undir minni stjórn mjög reynslumikla leikmenn, bæði hjá KR og Val, sem kunna að vinna með svona stöðu. Það má vera að akkúrat í þessari blöndu sem við höfum í dag hefði það hjálpað okkur mikið að hafa tvo eða þrjá reynslumeiri leikmenn og okkur munar um að t.d. Jóhann B. hefur verið nokkuð frá vegna meiðsla.“ Hvernig nálgastu síðari hlutann af tímabilinu? „Við nálgumst hann í rauninni bara eins og fyrri hlutann, lítum til næsta leiks og berjumst fyrir hverju einasta stigi. Við fórum, eins og örugglega flest hin liðin, með ákveðin markmið inn í fyrsta sex leikina sem voru

spilaðir ansi þétt í upphafi leiktíðar og komumst ágætlega frá því. Við fórum vel af stað, en svo kom skrítið tímabil þar sem við fengum tvo leiki mjög þétt rétt fyrir frí og tvo leiki strax og fríið var búið og þá vorum við allt í einu búnir að tapa fjórum leikjum í röð. Þá fórum yfir stöðuna og sameinuðumst um markmið, við lítum raunsætt á málin og gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að berjast fyrir öllu sem við ætlum okkur að fá.“ „Úr því sem komið er væri sjötta sætið ásættanlegt. Þetta er svona blákalt mat miðað við þróun mála og stöðuna í dag, en hins vegar held ég að það sætti sig enginn sem kemur að liðinu við sjötta sætið, hvorki leikmennirnir sjálfir né við í þjálfarateyminu. Úr því sem komið er væri það þó ágætur árangur, svona þegar allt kemur til alls,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur.

Keflavíkurblaðið 2011 | 5


SKRÁÐU ÞIG NÚNA á worldclass.is og í síma 55 30000


Stefnum að því að fara upp Sigurður Guðnason tók við þjálfun kvennaliðs Keflavíkur á dögunum og hans bíður spennandi verkefni það sem eftir lifir sumars í það minnsta. Keflavík situr í þriðja sæti A-riðils 1.deildar kvenna og er í hörkubaráttu um efstu sætin við HK/Víking og FH. Tvö efstu liðin fara inn í umspilskeppni um laust sæti í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. „Ég tók við liðinu vegna veikinda Steinar Ingimundarsonar, fráfarandi þjálfara,“ segir Sigurður um aðdraganda þess að hann settist í þjálfarastólinn. „Ég var beðinn um að taka við tímabundið og það var aldrei spurning um að verða við kallinu. Ég er mjög ánægður með að geta lagt lóð mín á vogarskálarnar, hjálpað svolítið til.“ Sigurður er enginn aukvisi þegar kemur að þjálfun. „Ég hef komið aðeins að þessu áður. Ég var í fullu starfi hjá Reyni í Sandgerði í mörg ár og það gekk mjög vel. Ég náði ágætis árangri með yngri flokkana þar og kom nokkrum þeirra í úrslit.“ Sigurður er uppalinn í Sandgerði og því liggur beinast við að spyrja hvort það sé erfitt að hoppa yfir girðinguna og taka við liði Keflavíkur. „Ég er Sandgerðingur í húð og hár og ég tel mig hafa skilað mínu starfi mjög vel í Sandgerði,“ svarar Sigurður. „Það var svo sem ekki erfitt að taka þessu boði þegar það barst, þetta er spennandi verkefni og ég lít ekki svo á að ég sé að svíkja lit, alls ekki.“ Hvernig hefur þér annars litist á sumarið hjá Keflavík? „Þetta er búið að vera upp og ofan hjá okkur enda höfum við verið óheppin með meiðsli. Það jákvæða er að það eru að koma inn í þetta hjá okkur fjölmargar ungar stelpur sem skila sínu mjög vel eins og sást bersýnilega í síðasta leik gegn HK/Víkingi.“ „Ég er að mörgu leyti mjög ánægður með spilamennsku liðsins, við erum farin að skora mörk núna en það vantaði svolítið í byrjun mótsins.“ Hvert stefnirðu með liðið? „Við stefnum auðvitað á því að fara upp í ár enda eigum við ágæta möguleika á því. Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum gert undanfarið er ég bara mjög bjartsýnn á að það markmið náist.“

„Ef við leyfum okkur að dreyma aðeins um Pepsi-deildina næsta sumar er ljóst að það yrði mjög krefjandi verkefni og við yrðum að styrkja leikmannahópinn til þess að ná að halda okkur í deildinni. Munurinn á þessum deildum er einfaldlega það mikill. Við lærðum dýrmæta lexíu á dvöl okkar í efstu deild í hitteðfyrra.“ Talandi um leikmannahópin og hugsanlega styrkingu, öflugir yngri flokkar eru að skila góðum leikmönnum upp í meistaraflokk, ekki satt? „Við erum með mjög fjölmennan og efnilegan 2.flokk sem hefur staðið sig mjög vel í sumar. Sem dæmi má nefna að í síðasta deildarleik voru fimm stelpur úr öðrum flokki í meistaraflokksliðinu og þær stóðu sig allar mjög vel. Það leynir sér ekki að framtíðin er björt hjá Keflavík.“ Ef við lítum fram í tímann, verður þú við stjórnvölinn hjá kvennaliði Keflavíkur lengur en til loka leiktíðarinnar? „Það er alveg óráðið. Þetta er tímabundið verkefni sem þarf að klára og svo skoðum við málin aftur í haust. Ég kem að stjórn liðsins og það er líklega að hluta til ástæðan fyrir því að ég var beðinn um að taka við keflinu. Ég þyrfti að hugsa það mjög vel hvort ég gæti haldið áfram með liðið,“ segir Sigurður Guðnason, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur.

Keflavíkurblaðið 2011 | 7


Liðsheildin frábær í sumar Haraldur Freyr Guðmundsson er fyrirliði Keflavíkurliðsins í knattspyrnu og einn af máttarstólpunum, reynslumikill leikmaður sem ávallt gefur sig allan í hvern einasta leik. Haraldur hefur upplifað hæðir og lægðir í boltanum og er nokkuð bjartsýnn á að Keflavíkurliðið sýni úr hverju það er gert á síðari hluta Íslandsmótsins. „Þetta hefur verið svolítið kaflaskipt hjá okkur í sumar,“ segir Haraldur. „Við byrjuðum ágætlega, lentum svo í taphrinu og erum svona aðeins að rétta okkur af aftur, sitjum um miðja deild þar sem flestir bjuggust við okkur fyrir mót. Mótið er ekki búið ennþá og við settum okkur ákveðin markmið í upphafi sem við erum enn að vinna eftir. Það er því erfitt að segja til um það ennþá hvort þetta verði tímabil vonbrigða eða hvort það standist væntingar.“ Hvað hefur helst kætt þig og hvað hefur mátt gera betur? „ Liðsheildin hefur verið frábær hjá okkur í sumar og svolítið einkennt okkar leik að mörgu leyti. Við erum mjög baráttuglaðir og vitum það mætavel að það þarf að berjast fyrir hverju einasta stigi í þessari deild. Við berjumst fyrir hvorn annan og það hefur hjálpað liðinu í sumar.“ „Að sama skapi er ekkert eitt sem ég er eitthvað sérstaklega óánægður með. Það er náttúrulega alltaf svekkjandi að tapa fótboltaleikjum. Það eru kannski tveir leikir í sumar sem maður hefur verið svekktur með en það eru tapleikir hér á heimavelli gegn ÍBV og Val þar sem við náðum ekki einu sinni að skora. Heilt yfir er ég þó ekkert óánægður með nein sérstök atriði.“ Þú minnist á baráttuandann í liðinu og hann sást vel í síðasta leik gegn FH þar sem þið spilið manni færri nánast allan leikinn en gefið samt ekki tommu eftir.

Keflavíkurblaðið 2011 | 8

„Já, þegar á móti blæs er ekkert annað í stöðunni en að leggja harðar að sér og þessi ákveðni leikur gekk svo sem ágætlega upp af okkar hálfu. Stig úr þeim leik hefði alveg verið sanngjörn niðurstaða.“ Ungir og efnilegir leikmenn hafa skilað sér upp í meistaraflokkinn hjá Keflavík í stórum stíl og fyrirliðinn telur það vita á gott. „Það er fyrst og fremst þetta góða starf sem er unnið hjá yngri flokkum félagsins sem skilar þessu. Það eru t.d. að skila sér upp í meistaraflokkinn strákar sem urðu Íslandsmeistarar í þriðja flokki. Þetta eru klárlega framtíðarleikmenn og sú reynsla sem þeir öðlast með því að koma inn í þetta og fá að spila í þessum styrkleikaflokki er dýrmæt. Það er gaman að sjá hvað þeim hefur gengið vel að fóta sig í meistaraflokki og margir þeirra hafa tryggt sér fast sæti í liðinu. Þetta á auðvitað ekki að snúast um það hvað menn eru gamlir heldur hvað þeir kunna í fótbolta.“ Hefur tilkoma Reykjaneshallarinnar hjálpað til við að skila ungum leikmönnum upp í meistaraflokk? „Ég hreinlega er á báðum áttum með það. Við vorum náttúrulega fyrsta liðið til þess að fá svona knattspyrnuhús og fyrirfram hefði maður haldið að það myndi skila sér meira til félagsins en raun ber vitni. Nú eru náttúrulega flest lið komin með svona aðstöðu þannig að við höfum ekkert forskot varðandi það.“ Hvernig sérðu fyrir þér að síðari hluti mótsins muni spilast fyrir ykkur? „Við erum bara nokkuð bjartsýnir. Við fáum loksins heimaleik í næstu umferð, en það eru tæplega 40 dagar síðan við spiluðum heimaleik. Við ætlum að taka sem flest stig í síðari hluta mótsins og enda þetta á jákvæðum nótum. Við höfum ekki sett okkur nein markmið, einbeitum okkur að einum leik í einu. Næsti leikur er við Grindavík og við ætlum okkur að fá þrjá punkta úr þeim leik,“ segir Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur.


Framtíðin er björt hjá kvennaliði Keflavíkur

okkur. Þetta starf á eftir að skila sér í framtíðinni“ „Þetta hefur heilt yfir verið fínt,“ svarar Guðný þegar hún er spurð út í yfirstandandi leiktíð. „Við höfum átt misgóða leiki en erum í ágætri stöðu núna og eigum góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Ef við klárum þá leiki sem eftir eru vel erum við í fínum málum.“

Guðný Petrína Þórðardóttir hefur marga fjöruna sopið í boltanum og er mikilvægur hlekkur í tiltölulega reynslulitlu kvennaliði Keflavíkur í fótbolta. Hún tók við fyrirliðabandinu á dögunum og ætlar sér að leiða liðið upp í Pepsi-deildina á næstu leiktíð. „Það er náttúrulega bara mjög mikill heiður að fá að vera fyrirliði liðsins og ég ber bandið af stolti,“ segir Guðný. „Það er tvímælalaust krefjandi að fást við aukna pressu og ábyrgð innan liðsins og ég hef bara mjög gaman að því.“

„Það er auðvitað stefnan hjá okkur að fara upp og spila meðal þeirra bestu á næsta tímabili. En til þess að það gangi upp verðum við að klára þá leiki sem eftir eru í okkar riðli.“

Það hafa verið sviptingar hjá liðinu í sumar, þjálfaraskipti og fleira, hefur það haft áhrif á liðið? „Þetta hefur skiljanlega verið mjög erfitt og það hafa komið leikir þar sem þessir erfiðleikar sjást á leik liðsins, en mér finnst við vera að rétta okkur af núna. Þetta er allt á réttri leið og við höfum verið að bæta okkur í hverjum einasta leik.“ Keflavíkurliðið féll úr efstu deild árið 2009, en hefur verið í nokkurs konar endurmótun eftir fallið og ákveðið var að byggja öruggan grunn af þolinmæði. „Já það verður að horfa til þess að fyrir mótið árið 2009 fór nánast allt liðið frá Keflavík og því var þetta mjög erfitt ár. Þá var tekin ákvörðun um að byrja aftur frá grunni og við hófum nýtt ferli þar sem við byggjum á ungum og uppöldum stelpum og heilt yfir er það bara mjög jákvætt fyrir

Hvað hefur helst vantað hjá liðinu? „Það hefur vantað svolítið upp á móralinn í hópnum. Þetta hefur náttúrulega verið erfitt utan vallar hjá okkur í sumar með þjálfarabreytingar og annað. Það hafa verið talsverðar áherslubreytingar með nýjum þjálfurum og það hefur komið svolítið niður á okkur.“ Hvernig myndi liðinu vegna meðal þeirra bestu? „Það þyrfti að styrkja liðið umtalsvert, munurinn á milli deilda er bara það mikill. Við fundum sjálfar fyrir því fyrst þegar við fórum upp að það er mikill getumunur. Það er meira af góðum leikmönnum í efstu deild og það er stigsmunur á hraða og tækni líka.“ Efniviðurinn virðist vera nægur hjá Keflavík, hér er til mikið af efnilegum leikmönnum. „Já það er til mikið af ungum og efnilegum stelpum hjá Keflavík. Þær sem hafa fengið tækifæri í sumar hafa svarað kallinu með góðri frammistöðu. Ég held að framtíðin sé bara nokkuð björt hjá kvennaliði Keflavíkur,“ segir fyrirliðinn Guðný Petrína Þórðardóttir.

Keflavíkurblaðið 2011 | 9


Þroskahjálp á búningum í stað Landsbankans Margir kunna að spyrja sig hvers vegna merki Þroskahjálpar á Suðurnesjum prýðir fagurdimmbláa búninga Keflavíkur í knattspyrnu í stað banka eða stórfyrirtækis. Svarið felst í nýlegum samstarfssamningi knattspyrnudeildar Keflavíkur við Landsbankann sem verður máttarstólpi deildarinnar og aðalbakhjarl. Samhliða stuðningi sínum við félagið gaf Landsbankinn eftir eftirsótta auglýsingu á búningum hjá Keflavík og bauð félaginu að velja gott málefni á búningana í staðinn. Þroskahjálp á Suðurnesjum varð fyrir valinu og merki félagsins prýðir því búninga félagsins næstu ár. Þetta er gert í takt við nýja stefnu sem Landsbankinn hefur sett sér um stuðning bankans við íþróttafélög um land allt undir yfirskriftinni „Samfélag í nýjan búning“. Markmiðið er að tengja saman stuðning bankans við íþróttir og mannúðarmál. Með þessu sýna bæði

Keflavíkurblaðið 2011 | 10

knattspyrnudeildin og Landsbankinn stuðning sinn í verki og leggja lið því frábæra starfi sem unnið er hjá Þroskahjálp á Suðurnesjum. Áheit fyrir hvern sigur Þroskahjálp fær ekki aðeins góða auglýsingu, sem fylgir því að vera á búningi stórliðs á Suðurnesjum, heldur færði Landsbankinn Þroskahjálp á Suðurnesjum hálfrar milljónar króna styrk í tilefni af samstarfinu. Samhliða því hefur verið stofnaður áheitasjóður fyrir Þroskahjálp á Suðurnesjum og Keflavíkurliðið og greiðir bankinn tiltekna upphæð fyrir hvern sigur meistaraflokksliða karla og kvenna í Keflavík í Pepsideildunum sem skiptist milli félagsins og Þroskahjálpar. „Við erum mjög stolt af því að vera bakhjarlar Keflavíkurliðanna og munum styðja þétt við bakið á meistaraflokkum karla og kvenna og yngri flokkum. Það er markmið okkar að styrkja íþróttastarf á Suðurnesjum með ráðum og dáð,“ segir Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ. „Með verkefninu Samfélag í nýjan búning viljum við tengja saman, í gegnum bankann, íþróttafélög og samtök eða félög sem láta að sér kveða í mannúðarmálum og gefa um leið íþróttafélögum, stuðningsmönnum þeirra eða styrktaraðilum kost á að taka þátt í að styðja við mannúðarmál í félagi við Landsbankann,“ segir Einar að lokum.


Það þyrfti að breikka hópinn Steinar Jóhannsson er markakóngur Keflavíkur, það er óumdeilt, en hann deilir reyndar þeim titli með Guðmundi syni sínum sem enn á ágæta möguleika á að bæta metið góða sem í dag stendur í 72 mörkum í efstu deild. Steinar skoraði þó mörkin sín 72 í færri leikjum en Guðmundur og hefur því vinninginn þegar kemur að hinu rómaða meðaltali. Steinar var mikilvægur hlekkur í gullaldarliði Keflavíkur og varð markakóngur efstu deildar árið 1971. Hann fylgist auðvitað vel með Keflavíkurliðinu í dag, gallharður stuðningsmaður sem veit hvað hann syngur. „Mér hefur litist nokkuð vel á þá,“ svarar Steinar þegar hann er spurður út í Keflavíkurliðið í dag. „Þeir eru skipulagðir og mér finnst þeir vera á réttri leið. Ég hafði svolitlar áhyggjur í upphafi móts en ég held að þetta sé allt að koma. Þótt þeir hafi ekki fengið stig út úr síðasta leik sýndu þeir að þeir eru að gera rétta hluti. Það vantar einn villtan sóknarmann, einhvern sem getur svolítið tætt vörn andstæðingsins í sig, en þetta er allt á réttri leið.“ Hverju þarf helst að breyta? „Það er erfitt að breyta miklu vegna þess að við erum einfaldlega ekki með það breiðan hóp. Ef við ætlum að fara að berjast við toppliðin þurfum við einn til tvo sterka leikmenn sem geta breytt leikjum upp á sitt eindæmi.“ Ef þú værir ennþá á besta aldri í knattspyrnunni, telurðu að þú ættir sæti í liðinu? „ Það er rosalega erfitt að bera saman á milli ára vegna þess að ég held að fótboltinn sé mikið betri núna, sem slíkur. Leikmenn æfa mikið meira og það er miklu meira skipulag í kringum þetta allt saman. Umgjörðin hefur líka breyst mikið.“ „Tækni leikmanna er orðin meiri og betri, segir Steinar þegar hann er beðinn um að rýna aðeins betur í breytingarnar í boltanum. „Þeir eru kannski ekki betri skotmenn strákarnir í dag, en leikskilningurinn er orðinn meiri. Sjálfur knötturinn hefur líka tekið miklum breytingum, áður fyrr gátu markmenn rétt sparkað að miðju vallarins en nú til dags sparka þeir vítateiga á milli, svo boltinn sjálfur er orðinn miklu betri.“ Er eitthvað sem þið sem spiluðuð um og upp úr 1970 hafið fram yfir leikmenn dagsins í dag? „ Það er kannski helst hollustan sem þú sýndir félaginu. Þú bara varðst að

sanna þig hjá þínu liði og menn voru ekkert að skipta um félög villt og galið þegar eitthvað gekk ekki upp. Ef þú varst ekki í liðinu þá varðstu bara að gjöra svo vel að sanna það á æfingum að þú ættir heima í liðinu. Menn eru svolítið gjarnir á það nú til dags að skipta bara um lið þegar það gengur ekki allt eins og í sögu. Menn voru ekkert að skipta um lið nema þegar þeir fluttu búferlum.“ Kom það aldrei til greina fyrir þig að fara í atvinnumennsku? „Jú, við vorum nú nokkrir úr Keflavík sem fengum tilboð um að fara út en það hvarlaði aldrei að okkur að fara. Menn fengu tilboð um að fara og skoða aðstæður í Skotlandi og víðar en menn voru bara ekki tilbúnir að hoppa á svoleiðis hluti í þá daga. Mér fannst þetta aldrei spennandi. Þetta snérist um það hjá mér númer eitt, tvö og þrjú að hafa gaman af boltanum og félagsskapnum sem honum fylgdi.“ Það væri hægt að telja upp endalaust af góðum keflvískum fótboltamönnum, en hver er besti samherjinn sem þú hefur spilað með? „ Ég lærði alveg svakalega mikið af honum Guðna Kjartans og hann leiðbeindi mér mikið. Svo má ekki gleyma Óla Júl, hann á örugglega helminginn af þeim sendingum sem urðu að mörkum hjá mér, við náðum vel saman í sókninni. Svo voru góðir menn eins og Gísli heitinn Torfason, hann stjórnaði miðjunni okkar alveg eins og herforingi og las leikinn mjög vel.“ Nú hefur Guðmundur sonur þinn getið af sér gott orð sem knattspyrnumaður hjá Keflavík, þú hefur væntanlega kennt honum allt sem hann kann? „ Hann lék sér rosalega mikið í fótbolta á sínum yngri árum og vildi alltaf vera úti í fótbolta, hvernig sem viðraði. Við vorum löngum stundum á túninu með stórum hópi stráka úr hverfinu og það hjálpaði honum og hans árgangi. Þetta var svolítið stór hópur sem var mjög virkur í fótboltanum frá unga aldri, það fóru allar frímínútur í skólanum í fótboltann og það hefur skilað sér. Þetta var sterkur kjarni sem var með boltann við fæturna frá morgni til kvölds.“ Áttu eftir að gráta markametið sem flest bendir nú til þess að Guðmundur slái? „Nei alls ekki. Það eru að nálgast 40 ár síðan að ég setti þetta met og hann á að vera löngu búinn að slá það. Hann vantar náttúrulega bara eitt mark til að bæta metið. Hann hlýtur að ná þessu drengurinn,“ segir Steinar Jóhannsson, Keflvíkingur með meiru.

Keflavíkurblaðið 2011 | 11


© 2010 KPMG hf., íslenski aðilinn að KPMG International Cooperative (“KPMG International“), svissnesku samvinnufélagi. Öll réttindi áskilin.

Við horfum til framtíðar

Um árabil hefur KPMG verið leiðandi á markaði endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækja og veitir mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins þjónustu. Við horfum með opnum huga til framtíðar og erum reiðubúin að takast á við þau krefjandi verkefni sem við blasa. KPMG býr yfir vel þjálfuðu starfsfólki sem er opið fyrir innlendum sem erlendum straumum þekkingar. Við leitumst við að vera aðlaðandi vinnustaður og veitum fólki möguleika á að þróa hæfileika sína og þekkingu í samfélagi fagfólks. Einn megintilgangur félagsins er að veita fyrirtækjum og einstaklingum sérhæfða þjónustu sem grundvallast á áreiðanleika, fagmennsku og öryggi. Með markvissu samstarfi kryfjum við málin til mergjar. KPMG hf. Iðavöllum 3, 230 Reykjanesbæ s. 421 8330, reykjanesbaer@kpmg.is kpmg.is


Lít á mig sem Keflvíking í dag Zoran Daníel Ljubicic kom eins og stormsveipur inn í íslenska fótboltann árið 1992, gladdi knattspyrnuáhugafólk með frábærum leik hvar sem hann kom og kenndi í leiðinni samferðamönnum sínum eitt og annað gagnlegt. Eftir að Zoran lagði skóna á hilluna hefur hann sinnt þjálfun af miklum myndarskap og hann á stóran þátt í velgengni yngri flokkanna í Keflavík. „Ég er búinn að vera að þjálfa hér síðan 2005 eða í sex ár og kann mjög vel við mig í starfi,“ segir Zoran þegar hann er spurður út í þjálfaraferilinn. „Það er mjög gaman að vinna með ungum leikmönnum, þeir eru misjafnir hvað getu varðar og hafa mismikinn leikskilning. Það er fróðlegt að fylgjast með leikmönnum vaxa og verða betri og betri.“ „Það eru mjög margir efnilegir leikmenn í Keflavík. Hér eru margir ungir strákar sem hafa farið upp í gegnum alla yngri flokkana og upp í meistaraflokk og það er frábært fyrir félagið. Ég tel mikilvægt að félög byggi á sínum eigin leikmönnum.“ Hefur tilkoma Reykjaneshallarinnar eitthvað að segja varðandi gott uppeldi yngri leikmanna? „Já höllinn hjálpar auðvitað mikið yfir vetrartímann en það er ekki rétt sem margir halda að við fáum að fara þar inn og æfa alltaf þegar okkur hentar. Við fáum mjög takmarkaðan tíma í höllinni og fáum þá bara hálfan sal í einu, ég vil í rauninni fá miklu meiri tíma þar inni. Það hjálpar okkur þó mikið að fá að æfa þar inni yfir vetrartímann, við erum þá alltaf í ágætu veðri og getum æft á grasi. Þar er hægt að æfa sig mikið í tækni, leikskilningi og öllu því sem fylgir fótboltanum.“ Bætt aðstaða gerir betri leikmenn, ekki satt? „ Jú að sjálfsögðu gerir hún það. Þetta er tvímælalaust bylting fyrir fótboltann á Íslandi. Svo má ekki gleyma því að gervisgrasvellir eru að

spretta upp úti um allt land og öll aðstaða er að verða betri. Þá er KSÍ að halda góð námskeið fyrir þjálfara og þjálfun verður þá betri. Þetta skilar sér auðvitað allt saman í betri leikmönnum.“ Hvað leggur þú helst áherslu á í þjálfun? „Það eru margir hlutir. Ég fer mikið í leikskilning, tækni, sendingar og móttöku bolta. Það er farið vel í alla þætti sem skipta máli þegar kemur að því að búa til góða leikmenn.“ Nú hefur þú verið á Íslandi frá árinu 1992, lékst lengi vel með Keflavík og þjálfar hér líka. Er ekki óhætt að segja að þú sért orðinn Keflvíkingur? „Jú það má segja það. Ég bý í Keflavík og á strák sem spilar með meistaraflokki liðsins. Ég lék með fleiri liðum en Keflavík eins og t.d. HK, ÍBV og Grindavík. En lengst af var ég í Keflavík og ég lít á mig sem Keflvíking í dag.“ Hvernig fannst þér að spila fótbolta hérna á Íslandi? „Til að byrja með var það svolítið skrítið, það var mikið um kýlingar og hlaup en ég kem frá gömlu Júgóslavíu þar sem mikið var lagt upp úr tækni og stuttu spili meðfram jörðinni. Þetta var því erfitt í fyrstu en maður lærði smátt og smátt að koma sér inn boltann hér á Íslandi.“ „Íslendingar hafa bætt sig alveg rosalega mikið í fótbolta á undanförnum árum,“ bætir Zoran við. „Það þarf ekki að líta lengra tilbaka en til EM U21-árs í sumar þar sem við sáum að þessar breytingar hafa skilað sér. Þetta er mikil lyftistöng fyrir íslenskan fótbolta. Svo var U-17 ára landsliðið að gera frábæra hluti á Norðurlandamótinu um daginn og ég verð að hrósa öllum þeim sem koma að knattspyrnu á Íslandi fyrir frábærlega unnið verk.“ Að lokum, er framtíðin í íslenska fótboltanum björt? „Já tvímælalaust. Framtíðin er mjög björt, en við verðum að sýna ungu leikmönnunum miklu meira traust, það er númer eitt, tvö og þrjú. Heimamenn skipta mestu máli og mér finnst að það eigi að byggja á þeim. Það er allt í lagi að liðin kaupi kannski einn eða tvö útlenska leikmenn en til þess að halda áfram að bæta íslenska knattspyrnu verða ungu strákarnir að fá sín tækifæri,“ segir Zoran Daníel Ljubicic.

Keflavíkurblaðið 2011 | 13


Meistaraflokkur karla

Leikir

Leikmannalisti

l 02. Maí: Keflavík 4-2 Stjarnan

15. Ágú: Keflavík – Grindavík

l 07. Maí: KR 1-1 Keflavík

21. Ágú: ÍBV – Keflavík

l 11. Maí: Keflavík 1-1 FH

29. Ágú: Keflavík – Fylkir

l 16. Maí: Grindavík 0-2 Keflavík

11. Sep: Valur – Keflavík

l 22. Maí: Keflavík 0-2 ÍBV

15. Sep: Keflavík – Breiðablik

l 30. Maí: Fylkir 2-1 Keflavík

19. Sep: Fram – Keflavík

l 27. Jún: Breiðablik 2-1 Keflavík

22. Sep: Keflavík – KR

l 30. Jún: Keflavík 0-2 Valur

25. Sep: r – Keflavík

l 06. Júl: Keflavík 1-0 Fram l 11. Júl:

Keflavík 2-1 Víkingur

l 18. Júl: Þór 2-1 Keflavík l 24. Júl: Stjarnan 2-3 Keflavík l 07. Ágú: FH 1-0 Keflavík

Keflavíkurblaðið 2011 | 14

Adam Larsson Andri Steinn Birgisson Arnór Ingvi Traustaon Árni Freyr Ásgeirsson Bojan Stefán Ljubicic Brynjar Örn Guðmundsson Einar Orri Einarsson Franz Elvarsson Goran Jovanovski Grétar Ólafur Hjartarson Guðjón Árni Antoníusson Guðmundur Steinarsson Haraldur Freyr Guðmundsson Hilmar Geir Eiðsson Jóhann Birnir Guðmundsson Magnús Sverrir Þorsteinsson Magnús Þór Magnússon Magnús Þórir Matthíasson Ómar Jóhannsson Theodór Guðni Halldórsson Viktor Smári Hafsteinsson


Meistaraflokkur kvenna

Leikir

Leikmannalisti

l 21. Maí: Keflavík 1-0 Álftanes l 03. Jún: Keflavík 6-2 Höttur l 09. Jún: Keflavík 4-1 Fjarðarbyggð/Leiknir l 22. Jún: FH 3-2 Keflavík l 01. Júl: Keflavík 0-3 HK/Víkingur l 13. Júl:

Álftanes 0-5 Keflavík

l 16. Júl: Sindri 0-2 Keflavík l 23. Júl: Höttur 1-1 Keflavík l 24. Júl: Fjarðarbyggð/Leiknir 0-4 Keflavík

Agnes Helgadóttir Andrea Ósk Frímannsdóttir Anna Rún Jóhannsdóttir Arna Lind Kristinsdóttir Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir Ása Sigurjóna Þorsteinsdóttir Dagmar Þráinsdóttir Eva Kristinsdóttir Eydís Ösp Haraldsdóttir Fanney Þórunn Kristinsdóttir Guðný Petrína Þórðardóttir Heiða Helgudóttir Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir Hrafnhildur Skúladóttir

Indira Ilic Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir Karen Sævarsdóttir Karitas S Ingimarsdóttir Karley Nelson Kristrún Ýr Hólm Lovísa Björgvinsdóttir Margrét Ingþórsdóttir Marina Nesic Nína Ósk Kristinsdóttir Rebekka Gísladóttir Sigurbjörg Auðunsdóttir Sigurrós Eir Guðmundsdóttir

l 08. Ágú: HK/Víkingur 1-5 Keflavík

11. Ágú: Keflavík – FH

20. Ágú: Keflavík – Sindri

Keflavíkurblaðið 2011 | 15


Frรกbรฆrt fรณtboltasumar!



Tímabilið í tölum Þegar rýnt er í tölfræði leikja Keflavíkurliðsins kemur eitt og annað áhugavert í ljós. Keflavík hefur t.a.m. þrisvar í sumar komist yfir í leikjum sínum en engu að síður orðið að sætta sig við tap, hefur tvisvar haldið hreinu, hefur skorað gegn öllum liðunum nema ÍBV og Val og hefur unnið alla þrjá leiki sína þar sem liðið hefur náð tveggja marka forystu. Keflavík hefur spilað 13 leiki í Pepsi-deild karla í sumar og hefur unnið fimm þeirra, gert tvö jafntefli og tapað sex. Markatalan er 17-18. Keflavík vann tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum í sumar og gerði tvö jafntefli, tapaði ekki leik fyrr en í fimmtu umferð. Þá tók reyndar við þurrkatíð; Keflavík tapaði þremur næstu leikjum sínum og rétti sig ekki af fyrr en í níundu umferð. Liðið hefur unnið og tapað á víxl í síðustu fjórum leikjum sínum. Keflavík hefur sjö sinnum orðið fyrra til að skora í leikjum sínum í Pepsideildinni í sumar og sex sinnum lent undir. Af þessum sjö leikjum sem Keflavík hefur náð forystu í hefur liðið unnið þrjá, gegn Grindavík, Fram og Víkingi, gert jafntefli við KR og tapað fyrir Fylki, Breiðabliki og Þór. Keflavík hefur tvisvar tekist að snúa leikjum sér í vil eftir að hafa lent undir og í báðum tilfellum gegn Stjörnunni. Liðið hefur einu sinni lent undir en náð jafntefli, gegn FH, og tapað í þrígang þegar það hefur lent undir; gegn ÍBV, Val og FH. Tveggja marka forysta hugnast Keflavíkurliðinu vel, liðið hefur þrisvar náð tveggja marka forystu í leikjum sínum í sumar og unnið þá alla; fyrri leikinn Stjörnunni, leikinn gegn Grindavík og leikinn gegn Víkingi. Keflavík hefur aðeins tvisvar í sumar lent tveimur mörkum undir og tapaði þeim leikjum báðum 0-2, gegn ÍBV og Val. Keflavík hefur skorað 8 mörk í fyrri hálfleik og 9 í þeim síðari í leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. Keflavík hefur aðeins skorað einu sinni á fyrstu tíu mínútum leikjanna; skoraði á 3.mínútu gegn Fylki, og bætti aðeins við tveimur mörkum á næstu tíu mínútum eða fram að 20.mínútu. Keflavík hefur skorað þrjú mörk á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiks. Keflavík hefur ekkert skorað á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks og aðeins tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútunum. Þrjú markanna sinna hefur Keflavík skorað á bilinu 80.-85.mínúta, en ekkert eftir það. Keflavík hefur fengið á sig 8 mörk í fyrri hálfleik í sumar og 10 í þeim síðari. Keflavík hefur einu sinni fengið á sig mark á 1.mínútu, gegn ÍBV, og samtals fimm mörk á fyrstu 23 mínútunum. Keflavík hefur aðeins fengið á sig eitt mark á síðustu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks. Keflavík hefur einu sinni fengið á sig mark á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks og það var á 57.mínútu. Fimm markanna tíu sem Keflavík hefur fengið á sig í síðari hálfleik hafa komið á síðustu tíu mínútum leikjanna og tvö þeirra á tveimur síðustu mínútunum.

Keflavíkurblaðið 2011 | 18

7

Keflavík hefur sjö sinnum orðið fyrra til að skora í sumar.

8 mörk

Keflavík hefur skorað átta sinnum í fyrri hálfleik.

9 mörk

Keflavík hefur skorað níu sinnum í seinni hálfleik.

+2

Keflavík hefur unnið alla þrjá leikina sem í hefur náðst tveggja marka forysta.


Keflavíkurblaðið 2011 | 19


Vertu áhyggjulaus í útlöndum Við tryggjum að netnotkun fari ekki yfir 50 evrur Hjá Vodafone getur þú notað snjallsímann þinn áhyggjulaus hvar í heiminum sem er. Ef þú þarft meira gagnamagn geturðu stillt notkunina eftir þörfum á Mínum síðum á vodafone.is eða með einu símtali í 1414

vodafone.is

Keflavíkurblaðið 2011 | 20


Áfram Keflavík! Afa fiskur

Bílaverkstæði Þóris

Rörvirki

Básvegi 6 421 5772

Hafnarbraut 12 421 4620

Óðinsvöllum 11 896 9305

Tannlæknastofa Einars

Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur

Gallerí Keflavík dömudeild

Skólavegi 10 421 1030

Krossmóa 4a 421 5777

Hafnargata 32 4217300

Dvalarheimilið Hlévangur

Tannlæknastofa Kristínar

Ísver ehf

Faxabraut 13 422 7422

Hafnargata 45 421 8686

Bolafæti 15 421 4485

Tannsmíðastofan Tríton sf - Tjarnargata 2

Eplið, Krossmóa

Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

Verslunin Kóda, Hafnargötu 15

Bílaverkstæði Þóris ehf. Hafnarbraut 12

Fasteignasalan Áberg, Hafnargötu 27

Nesraf ehf. Grófin 18A

Remax, heimili og skip. Hafnargötu 60

Gallerí Keflavík, Hafnargötu 32

Vörður tryggingar hf., Krossmóa 4

Valgeirsbakarí, Hólagata 17

Álasund ehf, Iðavellir 9b

Optical Studio Keflavík, Hafnargötu

Klettasteinn (Hellusteinn), Iðavöllum 5 B


Ómar Jóhannsson hin hliðin

ÁSKRIFTIR AF ÖLLLUM HELSTU ÍÞRÓTTATÍMARITUM HEIMS!

Bjóðum uppá um sexhundruð titla af tímaritum. Eitthvað við allra hæfi! Eymundsson.is

Kynntu þér málið í næstu Eymundsson verslun!


Ómar Jóhannsson hefur varið mark Keflavíkurliðsins af prýði undanfarin ár og í sumar hefur hann verið, einu sinni sem oftar, einn jafnbesti maður liðsins. Ómar svaraði nokkrum þaulhugsuðum spurningum um lífið og tilveruna og varpar í leiðinni óvæntu ljósi á knattspyrnulið Keflavíkur. Gælunafn? Já, Kjartan Másson kallaði mig alltaf „markmannsfíflið“. Aldur? Ég er þrítugur. Hjúskaskaparstaða? Er í sambúð og er að fara að gifta mig. Ef þú værir ekki í fótbolta, hvað væriru þá að gera? Ég væri klárlega atvinnumaður í handbolta. Ég var frábær í handbolta á sínum tíma. Ef þú værir ekki markmaður, hvaða stöðu á knattspyrnuvellinum myndirðu þá spila? Ég væri framherji, ég spila oft frammi á æfingum og myndi pluma mig vel sem framherji í 1.deildarliði. Sætasti sigur? Það myndi vera bikarsigurinn árið 2006 Mestu vonbrigðin? Ég held að flestir Keflvíkingar séu sammála um að mestu vobrigðin séu að landa ekki titlinum 2008. Besti samherji? Ég get ómögulega gert upp á milli þeirra. Það er í rauninni Keflavíkurliðið í heild sinni. Verst klæddi liðsfélaginn? Við héldum einmitt smá keppni í því um daginn og Einar Orri vann hana með yfirburðum. Mesti húmaristinn í hópnum? Það eru margir mjög fyndnir í liðinu. Gummi Steinars er þó sá eini sem er sannfærður um að hann sé fyndnastur. Hvaða liðsfélaga myndiru kjósa á þing? Það myndi vera Jóhann Birnir Guðmundsson. Hann er mjög málefnalegur. Mesti tuðarinn í hópnum? Magnús Þórir Matthíasson á þann titil skuldlaust. Íþróttir aðrar en fótbolti? Ég fylgist með handbolta og þessum helstu boltaíþróttum. Uppáhaldslið í enska boltanum? Ég held með Liverpool, enda er það besta liðið. Þetta verður okkar ár. Fallegasta knattspyrnukona landsins? Þær eru flestar alveg gullfallegar. Besti dómarinn í deildinni? Þeir eru flestir ágætir og gera sitt besta. Besti aðstoðardómari landsins? Það hefur enginn þeirra komist með tærnar þar sem Jóhann Gunnarsson hafði hælana. Eftir að hann hætti hefur þetta allt verið á niðurleið. Hvaða liði myndirðu aldrei spila með? Ég myndi aldrei spila með Manchester United, ekki einu sinni þótt byðu háar fjárhæðir. Það kæmi bara ekki til greina. Ljósanótt er? Gott djamm.

Keflavíkurblaðið 2011 | 23


PIPAR\TBWA · SÍA · 111676

Nokia N8 nýtist stundum betur en myndavélin Sem atvinnuljósmyndari skil ég myndavélina aldrei við mig. En stundum þarf ég að fanga augnablikið strax á einfaldari hátt og þar kemur N8 sterkur inn. Ég er alltaf með hann og það er algjörlega ómetanlegt að geta sameinað fullkominn síma og hágæðamyndavél sem hvaða ljósmyndari getur verið stoltur af. Myndirnar get ég sent á sama augnabliki og þær birtast svo á visir.is skömmu síðar.

Vilhelm Gunnarsson

ljósmyndari hjá Fréttablaðinu

Gæðin í myndavélinni í N8 eru ótrúleg.

Taktu þátt í ljósmyndakeppni Nokia N8 Þú getur unnið 100.000 kr. fyrir það eitt að smella af. Allt um keppnina á:

www.n8.is

Keflavíkurblaðið 2011 | 24

myndavélin

N8

Nokia N8 er með 12 MP myndavél, stærstu myndavélaflögu í farsíma, Carl Zeiss-linsu, Xenon-flassi og myndbandsupptöku í háskerpu og stereo.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.