BLAÐIÐ
Sumar 2009
Meðal efnis: Látum verkin tala Enginn rígur Auðvelt að velja KR Framtíðarstjörnur Upplifir drauminn
SANNUR KR-INGUR Jónas Guðni er sáttur í Vesturbænum
Okkar lið
í boltanum!
Nýtt apótek í gamla Héðinshúsinu, Seljavegi 2. Reykjavíkur Apótek er nýtt og sjálfstætt apótek sem leitast við að bjóða hagstæð verð og framúrskarandi þjónustu. KR-ingar og allir Vesturbæingar eru okkar fólk!
Áfram KR! Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reykjavikurapotek@reykjavikurapotek.is
3
Við erum KR! Langt og strangt undirbúningstímabil er að baki og boltinn er farinn að rúlla aftur. Stelpurnar okkar eru í nýrri stöðu frá fyrri árum. Reyndir leikmenn yfirgáfu herbúðir okkar og héldu annaðhvort út í víking eða fóru í önnur lið hér á landi. Eftir stendur hinsvegar kornungt lið, sem að mestum hluta er skipað einu Íslandsmeisturum okkar á síðasta ári (3. flokkur kv). Liðið er gríðarlega efnilegt og mun án efa spjara sig og njóta góðs af nokkrum reynsluboltum sem fyrir eru. Sumarið verður þó erfitt fyrir okkar unga lið en ég er sannfærður um að þær munu reita inn stigum og framtíðin er þeirra undir öruggri leiðsögn Kristrúnar og Írisar sem við bjóðum velkomnar í KR. Uppskera strákannna var rýr er ég sat síðast við skriftir, á sama tíma og í fyrra. En þetta árið höfum við hinsvegar farið vel á stað og sitjum á toppnum í fyrsta sinn í ein 6 ár. Öll viljum
við vinna titla og það er krafa í KR að vera með í baráttunni ár eftir ár. Við misstum sterka leikmenn en fengum vænan liðsstyrk er uppaldir KR-ingar snéru aftur heim ásamt „nýjum KR-ingum“. Það þekkja flestir talið um „hraðmótið“ og lofar byrjun okkar góðu hvað stigasöfnun varðar en liðið á enn þó nokkuð inni að mínu mati. Við bjóðum nýja leikmenn velkomna í KR sem og Pétur Pétursson. Við þökkum einnig þeim er ákváðu að leggja skóna á hilluna frægu eða réru á önnur mið þeirra framlag til KR og óskum þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Það er einlæg ósk mín og kollega minna að við KR-ingar mætum andstæðingum okkar af hörku á heimavelli í Frostaskjólinu en sýnum þeim virðingu og prúðmennsku á pöllunum. Styðjum strákana og stelpurnar okkar á meðan á leik stendur og gagnrýnum frekar að leik loknum. Fótbolti er ástríða og maður kannast vel við það að oft getur verið erfitt að halda aftur af sér þegar einhver gerir mistök, brennir af dauðafæri eða þaðan af verra. Hvetjum okkar fólk nú sem endranær en við skulum reyna eftir fremsta megni að sýna þá kurteisi sem við erum þekkt fyrir í hvívetna í okkar stuðningi. Við óskum dómurum landsins einnig alls hins besta
Bls. 3 Formannspistill Bls. 5
Látum verkin tala
Bls. 8
Enginn Rígur
Bls. 11 Auðvelt að velja KR Bls. 15 Framtíðarstjörnur í þeirra starfi og fylgjumst stolt með besta dómara landsins, KRingnum Kristni Jakobssyni. Það eru forréttindi að vera KRingur. Við eigum bestu og flestu stuðningsmennina og þeir eru það hvort heldur syngjandi sig hása í og með „miðjunni“, meðlimir í KR-klúbbnum, á vellinum eða heima í stofu. Allir leggja sitt af mörkum fyrir okkar ástkæra félag. Það eru allir jafnir þegar kemur að KR og við stöndum saman allir sem einn því við erum KR ! Við megum aldrei gleyma því. Gleðlilegt fótboltasumar, takk fyrir frábæran stuðning og sjáumst á vellinum í sumar. Áfram KR.
Bls. 19 Upplifir drauminn
Umsjón og ábyrgð: Útgefandi: Media Group ehf Ritstjóri: Hilmar Þór Guðmundsson Umsjón: Guðmundur M. Ingvarsson Róbert Jóhannsson Próförk: Erling Ó. Aðalsteinsson Ljósmyndun: Media Group ehf Guðmundur Lúðvíksson Umbrot: Media Group ehf Prentun: Prentheimar ehf Blaðið er unnið í samstarfi við knattspyrnudeild KR
f.h. knattspyrnudeildar KR Kristinn Kjærnested, formaður
137 / VESTURBÆJARÚTIBÚ
410 4000 | landsbankinn.is
Hafþór er með tvo hesta á húsi í vetur. Hann og 13 aðrir taka vel á móti þér í Vesturbænum. • Við leggjum okkur fram um að veita þér persónulega þjónustu. • Við förum yfir kjörin sem þér bjóðast og svörum spurningum þínum. • Við veitum einstaklingum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja fjármálin.
Komdu við í Vesturbæjarútibúi við Hagatorg eða hringdu í okkur í síma 410 4000.
ENNEMM / SÍA / NM37930
Kæru KR-ingar! „Sumarið er tíminn“ hefur meistari Bubbi Morthens margoft sungið í gegnum tíðina og er það laukrétt hjá kappanum. Frá því við fögnuðum tveimur bikarmeistaratitlum 4. október síðastliðinn hefur margt gerst hér á landi sem óþarfi er að tíunda frekar.
Meðal efnis:
5
Látum verkin tala Logi Ólafsson er á sínu öðru heila tímabili sem þjálfari KR eftir að hafa tekið við liðinu sumarið 2007. Logi stýrði liðinu til sigurs í bikarkeppninni á sínu fyrsta heila ári með liðið sem situr nú á toppi Pepsideildarinnar eftir fjórar umferðir.
sem er í fremstu röð. Síðan er þetta spurning um aðferðir. Ég er þannig að ég vil að liðið sýni það í verki að það sé gott en hef ekki sömu þörf á að tala um það. Svo eru aðrir sem vilja vera með stórar yfirlýsingar en við höfum reynt að draga úr þeim og láta frekar verkin tala. Við viljum auglýsa okkur með verkunum en ekki með munninum. Markmiðið er klárlega að vera í fremstu röð og taka þátt í toppbaráttunni. Það verður
með mjög góðan árangur, endum í fjórða sæti en hefðum kannski átt að vera ofar. Það má því alveg segja að bikarinn hafi bjargað tímabilinu fyrir okkur. Þetta lið þyrstir í að ná árangri og við náðum árangri þarna á næststærsta mótinu.“
gríðarlega erfið barátta þar sem það eru mörg sterk lið í deildinni.“
breyting. Ég hafði verið talsmaður þess í mörg ár að fjölga í deildinni. Þetta tókst vel. Þetta er á allan hátt betra. Í fyrsta lagi fáum við fleiri leiki. Í öðru lagi þá er svigrúm til mistaka aðeins meira og svo í þriðja lagi er þetta örlítil stytting á þessu langa undirbúningstímabili sem við þurfum að fara í gegnum. Þetta lengir aðeins mótið og það fá fleiri leikmenn tækifæri sem er mjög gott. Ef þú tekur 26 ára gamlan leikmenn sem hefur leikið alla sína tíð á Íslandi og berð hann saman við jafnaldra hans í Skandínavískum deildum þá hefur hann leikið umtalsvert færri leiki. Leikreynslan er besta veganesti sem nokkur leikmaður getur verið með í farteskinu. Við þurfum að leika eins marga leiki og þjóðirnar sem við berum okkur saman við og viljum keppa við til að geta keppt við þær,“ sagði Logi að lokum.
Í fyrra var leikið í 12 liða efstu deild í fyrsta sinn og segir Logi að það hafi verið nauðsynlegt skref í rétta átt. „Mér finnst þetta vera frábær
„Ástandið á liðinu er nokkuð gott. Við lögðum undirbúningstímabilið upp þannig að við reynum að vera fyrirbyggjandi í okkar aðgerðum svo við sleppum sem mest við meiðsli. Grundvöllurinn að því að ná góðum árangri er að leikmenn haldist heilir og séu í góðu líkamlegu ástandi. Það lítur allt vel út,“ sagði Logi í samtali við KRblaðið. „Við vorum ekki góðir í deildarbikarnum í vetur og það var meðvitað. Við vorum ágætir í desember og janúar og unnum Reykjavikurmótið en við vorum undir miklu æfingaálagi þegar við vorum í deildarbikarnum. Það voru fjórar fótboltaæfingar á viku, fjórar lyftingaæfingar og tvær séræfingar. Menn gátu verið að æfa allt að tíu sinnum í viku og svo eru menn í vinnu eða í skóla samhliða þessu og enn aðrir með fjölskyldur ofan á allt. Þetta var mikið en við teljum að það skili sér þegar það líður á tímabilið.“ „Ég held að við séu með öðruvísi lið en á síðustu leiktíð. Ég tel að þeir leikmenn sem byrjuðu með okkur í fyrra séu mun betri í fótbolta en þeir voru þá. Þeir leikmenn sem komu inn eru ólíkir þeim sem fóru. Okkur gekk illa að halda boltanum innan liðsins í fyrra og ég held að við séum betri í því í ár en í fyrra.“ Það er alltaf hávær krafa frá stuðningsmönnum og forráðamönnum KR um góðan árangur en fjölmiðlar hafa sett óvenju litla pressu á KR í ár en Logi segist ekki taka mikið eftir því. „Ég velti umræðu í fjölmiðlum ekki mikið fyrir mér en það getur verið að við höfum fengið meiri frið en oft áður. Mér hefur oft verið legið á hálsi fyrir að tala ekki nógu mikið og þá eru það einstaka fjölmiðlamenn sem gera það,“ sagði Logi en benti brosandi á að þetta gæti verið lognið á undan storminum. „Ég upplifi þetta þannig að það er mikill og einlægur vilji innan félagsins að vilja eiga lið
Kominn tími á fjölgun
„Það er keppt að því í íslenskum fótbolta að vinna mótin og taka þátt í Evrópukeppni. Þetta er það tvennt sem stendur upp úr. Það hefur alltaf verið keppikefli hjá íslenskum félögum og verður það líka hjá okkur að reyna að ná eins langt og mögulegt er í þessari keppni en það er gríðarlega erfitt. Þetta er klárlega vettvangur fyrir þessa stráka sem vilja ná langt, komast í landsliðið og atvinnumennsku, að sýna hvað þeir geta,“ sagði Logi um væntanlega þátttöku í Evrópukeppni. „Ég held að það hafi verið frábær endir á tímabilinu í fyrra að landa bikarnum. Við lentum í verulegum ógöngum eftir sigur í fyrsta leiknum í fyrra. Þá töpum við nokkrum leikjum í röð og förum inn í restina á mótinu
Geirsgötu 1, 101 Reykjavík Sími: 511 1888 Þú hringir og pöntunin er tilbúin þegar þú kemur! Tilboðin gilda einnig í veitingasal.
Fjölskyldutilboð 2 stórir ostborgarar, 2 litlir ostborgarar Stór skammtur af frönskum, 2 lítra gos & 2 kokteilsósur
3.290 kr.
(bættu við stórum ostborgara - 690 kr.) (bættu við litlum ostborgara - 580 kr.)
Tilboð aldarinnar!! Stór ostborgari, franskar og gos
1.190 kr.
Matseðill Stór Búlluborgari m/osti 750 kr. Lítill Búlluborgari m/osti 590 kr. Tvöfaldur ostborgari 890 kr. Grænmetisborgari (chillibaunabuff) 650 kr. Kokteil/Bernaise 110/190 kr.
Hard Rock Grísasamloka m/hrásalati Ost og skinku samloka Lítill franskar Stór franskar Búllu milkshake
Kveðja Öddi og Tommi Opið 11:30 – 21:00 alla daga. HAPPY HAPPY!!!
920 kr. 650 kr. 350 kr. 650 kr. 550 kr
7
Einu sinni KR-ingur Framkvæmdastjóri KR er Jónas Kristinsson en hann tók við starfinu í byrjun desember. Jónas er KRingum að góðu kunnur og hefur m.a. setið í stjórnum félagsins í yfir tuttugu ár. „Starf mitt er yfirgripsmikið. Það felst í að stjórna starfsemi skrifstofunnar og vera tengiliður við aðalstjórn félagsins. Við erum með öfluga skrifstofu sem sinnir öllum deildum félagsins þar sem fram fer mikið og öflugt starf. Við veitum þjónustu inn í allar deildirnar með bókhaldi og innheimtu gjalda svo eitthvað sé nefnt,“ segir Jónas við KR-blaðið
alltaf KR-ingur
í vetur og frábæra umgjörð um leikina, sem verður fylgt eftir af knattspyrnunni í sumar. Þar eigum við Íslandsmeistara og bikarmeistara í meistaraflokkum karla og kvenna . Svo eru margar aðrar öflugar deildir; sunddeildin, glíman og borðtennisdeildin að skila mjög góðum árangri svo einhverjar deildir séu nefndar.“
Tala allir um KR
„Starfið felst einnig í að vera í góðu sambandi og samvinnu við aðila eins og Reykjavíkurborg, íþróttahreyfinguna og sérsamböndin innan hennar, skóla og fyrirtæki enda er rekstur félags eins og KR fjölbreyttur og í mörg horn að líta. “
Umgjörðin í kringum leiki KR er ávallt með því besta sem gerist hér á landi. Það er skemmtilegt að vinna fyrir félag eins og KR því þetta er stærsta félag á landinu og virðist einhvern veginn alltaf vera í umræðunni. „Það tala allir um KR, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt, og stundum segja KR-ingar að það „elski allir að hata okkur”. Við virðumst alltaf vera í brennidepli ef það er verið að ræða um íþróttir. Jafnvel ef þú horfir á einhverja pólitíska umræðuþætti þá dettur iðulega eitthvað inn um KR ,“ segir Jónas.
Rekja má stofnun félagsins til knattspyrnunnar. Þannig séð er fótboltinn stærstur hjá félaginu en KR á toppíþróttamenn í flestum íþróttagreinum. „Umsvifin eru mikil innan fótboltans en þau hafa líka verið að aukast í öðrum deildum. Tökum sem dæmi glæsilegan árangur körfuboltans
KR er gamalgróið félag og virðist eiga sér sterkari stuðningsmannahóp en önnur lið á höfuðborgarsvæðinu. „Sérkenni okkar er jú kannski það að við erum hérna vestan megin við tjörnina, þó svo við sækjum auðvitað KR-inga um alla borg og allt land. Svo er það bara þannig:
Einu sinni KR-ingur, alltaf KR-ingur,“ sagði Jónas sem á von á góðu sumri. „Ég held, miðað við fyrstu fjóra leikina, að við gætum átt von á mjög skemmtilegum úrslitum í lok mótsins. Við eigum marga verðuga keppinauta og allir vilja vinna KR . FH og Keflavík reynast okkur alltaf erfið og svo hefur verið undanfarin ár. En er ekki sagan þannig að það þarf stundum að skrifa hana upp á nýtt.“
Verkefni við allra hæfi Eftir að hafa lagt mikið notaða skóna á hilluna hefur Rúnar Kristinsson tekið að sér starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KR. Starfið er umsvifamikið og er mikið álag á Rúnari þar sem hann þarf að fylgjast vel með starfi þjálfara og leikmanna.
„Þetta gengur ekki allt út á að búa til eintóma snillinga, þetta er auðvitað félag og hingað eiga allir heimangengt og við þurfum að sinna öllum jafn vel. Það er mikil vinna að sinna öllu þessu, við erum með í kringum fimm hundruð iðkendur í fótbolta og fjöldann allan af þjálfurum fyrir alla þessa krakka. Auðvitað vildum við gjarnan hafa fleiri þjálfara í kringum krakkana en það er bara eins og það er. Við reynum að sinna öllum jafn vel og hafa verkefni við hæfi fyrir alla,“ sagði Rúnar um starf sitt. „Ég reyni að vinna náið með öllum þjálfurum félagsins í öllum yngri flokkum og alveg upp í meistaraflokk. Maður er mikið í kringum Loga, Pétur og leikmenn meistaraflokks
en svo er ég farinn að vinna aðeins meira með kvennaboltanum, þeim Kristrúnu og Írisi.“
Starf Rúnars snýst að miklu leyti um það að leikmenn yngri flokka séu tilbúnir í það sem koma skal þegar þeir færast upp í eldri flokkana. Þar er lagt upp með að leikmenn séu að spila fótbolta svipaðan því sem gerist hjá meistaraflokki en þó ekki endilega nákvæmlega eins. „Við reynum að leggja upp með að allir flokkar séu taktískt séð að vinna mjög svipað. Þá erum við helst að leggja upp með 4-4-2, sem er kerfi sem flestir þekkja sem hafa einhvern tímann komið eitthvað nálægt knattspyrnu, og er grunnhugsun í okkar skipulagi. Það er alltaf fjögurra manna varnarlína og oftast tveir miðjumenn og breytist þá kerfið oft í 4-2-3-1 eða 4-4-1-1 eða 4-5-1. Þannig að það eru alls staðar svipuð prinsipp en það er kannski í varnarleik og taktík sem mann langar aðeins til að leggja örlítið meiri áherslu á. Þetta eru hlutir sem þurfa að vera kenndir sérstaklega. Taktík hefur mér fundist sitja á hakanum hingað til og svo þurfum við bara að nýta þennan langa vetur sem við höfum í tækniæfingar og sendingaæfingar.“
Notast var við það ráð að ráða þjálfara í annan flokkinn sem myndi þá líka vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks og þannig eiga auðveldara með að gera ungu strákana tilbúna í meistaraflokkinn. „Pétur Pétursson var ráðinn hingað inn sem þjálfari annars flokks og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla til þess að brúa þetta bil á milli þessara flokka. Hann er þá með yfirsýn yfir þessa stráka sem hann er að þjálfa í öðrum flokki og sér þá hverjir eru tilbúnir til þess að fara að æfa með meistaraflokki. Við vitum hvað við viljum fá upp í meistaraflokk og erum með þjálfara sem vita það líka. Auðvitað viljum við alltaf spila sem bestan fótbolta en þetta er alltaf spurning um hvað þú ert með í höndunum. Við munum auðvitað reyna eftir fremsta megni að búa til góða knattspyrnumenn en það er töluvert verk. Til þess að verða góður knattspyrnumaður þarftu nefnilega að hafa ansi marga hluti í lagi. Þú þarft að hafa virkilegan áhuga á því að æfa fótbolta, þú þarft að mæta vel og sinna þessu vel. Þú þarft að hafa mikinn karakter og þú þarft að vera fórnfús. Þetta er hörkuvinna.“
8
Enginn rígur
Fyrirliði Íslandsmeistara KR í körfubolta, Fannar Ólafsson, er mikill fótboltaáhugamaður og ákafur stuðningsmaður KR. KR-blaðið fékk Fannar til að spá í spilin fyrir sumarið og gera upp gjöfulan veturinn.
Fannar var fyrirliði eins sterkasta körfuboltaliðs Íslandssögunnar og fór fyrir mörgum af bestu körfuboltamönnum landsins. „Það var mikill heiður að vera fyrirliði í vetur. Það var mikið traust sem Benedikt setti á mig með alla þessa öflugu einstaklinga sem hefðu getað borið þennan titil. Ég naut þess mjög og hafði ofboðslega gaman af því. Það þurfti lítið að taka menn fyrir eða passa upp á að liðið væri einbeitt. Menn voru það þroskaðir að mitt starf var mjög
„Það var kannski öll upplifunin á árinu sem tók smá tíma að síast inn. Við vorum með mjög gott lið, ofboðslega skemmtilegt lið með mörgum miklum félögum í því. Það er það sem sem stendur uppúr tímabilinu fyrir mig. Að fá að spila með Jóni Arnóri og Jakobi á þeirra bestu árum gerir þetta kannski ennþá eftirminnilegra en ella,“ sagði Fannar aðspurður hvort veturinn væri búinn að síast almennilega inn.
einfalt í vetur,“ sagði Fannar. „Ég hef verið duglegur að sækja leiki KR í fótboltanum í gegnum tíðina. Ég held að þetta verði hörku tímabil fyrir KR. Logi er frábær þjálfari og liðið virðist vera mjög gott og hefur farið vel á stað. Ég held að það sé hægt trúa því að það sé titill á leiðinni í Vesturbæinn aftur,“ sagði Fannar.
•
SÍA
„Ég hef alltaf fylgst með vel með fótboltanum og ég hafði mjög gaman af því þegar KR tók bikarinn í fyrra. Það var mjög gott fyrir klúbbinn. Það er unnið mjög flott starf hérna og sérstaklega allt utanumhald. Ég spilaði í Keflavík og erlendis og umgjörðin í kringum þennan klúbb er ofboðslega flott, vel að öllu staðið enda er þetta stærsti klúbburinn á landinu,“ sagði Fannar sem segir umgjörðina í kringum körfuboltann hafa lært mikið af fótboltanum.
P I PAR
„Kjarninn í liðinu voru uppaldir strákar og þó ég sé kannski ekki uppalinn í KR þá hef ég verið hér það lengi að ég lít á mig sem alvöru KR-ing. Það þekktu allir sitt hlutverk í liðinu. Það getur verið mjög erfitt að koma hlutunum í þannig stand í svona góðu liði að allir séu sáttir. Það sýnir kannski þroskann og hve öflugir einstaklingar þetta eru að þetta hafi gengið upp.“
„Það var ákveðinn standard á fótboltanum þegar ég byrjaði hérna sem var ekki á körfunni. Þeir hafa hinsvegar stigið rosalega stórum og hröðum skrefum að því að ná fótboltanum. Ég held að þetta sé mjög líkt í dag. Síðasta tímabilið hjá okkur í körfunni var frábært. Leikirnir voru vel sóttir og húsið var troðfullt í úrslitakeppninni. Það er búið að vinna mikið starf því þetta var ekki svona. Það er gaman að því hve klúbburinn er samheldinn. Ég finn engan ríg á milli fótboltans og körfuboltans. Það vill oft verða rígur hjá stórum félögum,“ sagði Fannar að lokum.
•
90436
Alvöru steikarstaður í næsta nágrenni Skrúður á Hótel Sögu
Nýr steikarmatseðill Alvöru, sérvaldar steikur og steikarhamborgarar. Njóttu fullkominnar kvöldstundar í hverfinu þínu.
Fyrir alla fjölskylduna Yngsti fjölskyldumeðlimurinn borðar frítt af barnamatseðli og í brunch á sunnudögum. Öll börn fá íspinna og glaðning þegar þau koma á Skrúð. Meira á www.skrudur.is
Skrúður / Radisson SAS Hótel Saga / Sími: 525 9900 / www.skrudur.is
9
Fljótur að verða KR-ingur Fyrir síðasta tímabil bættist einn af sterkari miðjumönnum Íslandsmóta síðari ára í leikmannahóp KR og kom hann þangað frá uppeldisfélagi sínu í Keflavík. Þrátt fyrir að miðjustaðan sé vel skipuð í liði KR var Jónas Guðni Sævarsson fljótur að tryggja sér þar sæti og hefur svo tekið við fyrirliðabandinu af Gunnlaugi Jónssyni. „Það var auðvitað bara frábært,“ sagði Jónas Guðni um þá staðreynd að liðið hafi landað bikarmeistaratitli í lok fyrstu leiktíðar hans hjá félaginu. Við byrjuðum á því að rifja síðasta sumar upp þar sem við sátum í KR-heimilinu daginn fyrir leik KR gegn ÍBV í fjórðu umferð Pepsi-deildarinnar. „Menn eru að tala um að fjórða sætið hafi ekki verið ásættanlegt og allt það, en eftir að hafa byrjað illa, sem verður til þess að við erum að elta allt mótið, fannst mér við spila frábærlega. Við vissum að þetta yrði
uppbyggingaár, það var mikið af nýjum leikmönnum og þannig, við þurftum að byggja upp og það voru engar brjálaðar væntingar. En það er alltaf þannig að við vildum vera í toppbaráttunni og við vorum að elta toppbaráttuna fannst mér þegar leið á mótið og ná svo að vinna bikarinn í lokin var náttúrulega algjör snilld. Þannig að við urðum bara mjög sáttir með síðasta ár í heildina séð.“
Erum í þessu saman
Mannabreytingar hafa orðið í ár hjá KR en til liðs við félagið er kominn gamall félagi hans Jónasar úr Keflavíkurliðinu, hann Baldur Sigurðsson, sem kom til KR eftir góða dvöl ytra. Jónas ber honum vel söguna þrátt fyrir að hann sé ekki sami leikmaður og hann var áður en hann fór út. „Hann hefur þroskast mikið sem leikmaður eftir þessi tvö ár, en hann hefur ekki komið mér á óvart, hann er ekki það breyttur að ég þekki hann ekki lengur.“ Það kom líklega mörgum á óvart þegar Jónas fékk fyrirliðabandið af Gunnlaugi Jónssyni í fyrra og hélt því eftir að Gunnlaugur kom til baka úr meiðslum en Jónasi fannst skrefið ekki svo stórt.
„Þó ég hafi svo tekið við fyrirliðabandinu þegar hann fer í meiðsli og haldi því svo áfram eftir sameiginlega ákvörðun okkar þjálfarans og Gulla þá leit ég alltaf á hann sem fyrirliða. Mér finnst þetta svo sem alls ekki erfitt. Í hópnum eru það stórir karakterar og margar fyrirliðatýpur, þannig að þó ég beri fyrirliðabandið, sem er alveg gríðarlega mikill heiður og ég er mjög ánægður með, þá fær maður svo mikla hjálp frá öðrum leikmönnum. Við erum allir í þessu saman.“ Markmið KR-inga í sumar eru háleit og sem fyrirliði félagsins er Jónas sigurviss fyrir leiktíðina. „Við ætlum alla leið í bikarnum, verja þann titil, það dugar ekkert minna en það, og klárlega gerum við betur í deildinni en í fyrra. Ég tel okkur bara vera með það gott lið og breiðan hóp og flotta umgjörð að við eigum að geta farið alla leið í þessu móti, við yrðum allavega ekki sáttir við að vera ekki í toppbaráttu,“ sagði Jónas sem þegar er orðinn gallharður KR-ingur. „Það er alveg með ólíkindum hvað það tók mig stuttan tíma að verða KR-ingur, þessi KRingur sem ég er í dag. Ég bjóst aldrei við því að koma hingað og verða KR-ingur eftir innan við ár, en ég varð það og mun hvergi annars staðar vilja vera en hér á Íslandi, þannig líður mér.“
10
Fótboltinn snýst um Guðmundur Benediktsson er kominn heim eftir fjögurra ára útlegð hjá Val. Guðmundur lék í tíu ár með KR áður en hann fór yfir lækinn og segist vera kominn heim þó hann sé uppalinn í Þór Akureyri. „Jú, það er óhætt að segja það . Ég var hérna í 10 ár áður en ég fór yfir lækinn eins og maður segir. Maður vissi nokkurn vegin að hverju ég gekk hérna þegar ég kom til baka og það hjálpaði við ákvörðunartökuna,“ sagði Guðmundur við KR-blaðið. „Það voru nokkrir samverkandi þættir. Ég bý hérna við hliðina á vellinum og það hjálpaði að sjálfsögðu til. Svo á ég marga góða vini og félaga í kringum félagið. Það skemmdi svo sannarlega ekki fyrir að eiga möguleika á að spila á KR-vellinum í annarri hverri umferð. Hér er gríðarlega gaman að spila þar sem þú ert alltaf með flesta áhorfendur og mikla stemningu. Um það snýst þetta, að vera í fótbolta, að spila á svona völlum og í svona leikjum.“ Guðmundur hefur haft það hlutskipti í liðinu í fyrstu leikjum ársins að koma inn af bekknum en ætlar sér stærra hlutverk í liðinu í sumar. „Ekki ef ég ræð þessu. Það er ekki eingöngu í mínum höndum en ég þarf að sýna það þegar ég fæ tækifæri að ég eigi erindi í að byrja þessa leiki. Það sem er á dagskránni hjá mér er að auka formið með hverjum deginum og sýna fram á það að ég eigi erindi í liðið en það er þjálfarinn sem velur þetta og ég virði þær ákvarðanir sem þjálfararnir taka.
Hollt að vinna bikarinn
„Ég held að við verðum að venja okkur á að vinna leiki. Það hefur verið vandamál hjá KR síðustu ár að liðið hefur ekki verið í baráttu á toppnum og ekki margir leikmenn í hópnum sem þekkja það að keppa um deildarmeistaratitilinn. Það tekur smá tíma að fá þetta hugarfar í leikmenn. Þegar þú ert búinn að læra það að vinna þá viltu ekkert annað og það eru ennþá margir í hópnum sem hafa ekki gert það og eiga eftir að læra það. Vonandi kemur þetta og þeir heimta ekkert annað en sigur. Það er mitt og annarra sem hafa verið í þeirri stöðu að koma því áleiðis í hópinn,“ sagði Guðmundur sem telur að sigurinn í
bikarnum geti hjálpað mönnum í baráttu sumarsins. „Ég held að það hafi verið gríðarlega hollt fyrir menn að vinna bikarinn og vonandi að menn geti unnið aðeins út frá því þó þetta séu tvær gjörólíkar keppnir. Bikarinn er auðveldasti titillinn að vinna. Það er stysta mótið og það þarf bara mikla stemningu til að fara í gegnum það. Ekki það að ég taki eitthvað af því, bikarinn er stór titill og frábært að vinna hann. Deildin er öðruvísi og það þarf aðra taktík.“
Tekur einn dag fyrir í einu
Margir hafa lengi velt því fyrir sér hvort ferill Guðmundar sé á enda kominn og finnst Guðmundi ekkert óeðlilegt við þær vangaveltur. Þessar vangaveltur urðu enn háværari þegar Guðmundur var ráðinn íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport. „Ég kem ekkert nálægt íslenska boltanum þar og fyrir mér er þetta ekki erfitt og ég veit ekkert um það hvort þetta sé erfitt fyrir einhverja aðra. Það truflar mig ekki neitt. Þetta er mín vinna sem ég hef gaman af. Ég hef getað sameinað þetta og hef mjög skilningsríkan vinnuveitanda sem hefur hvatt mig til að vera í fótbolta þangað til ég get ekki meir. Ég held að þetta fari ágætlega saman á meðan ég er ekki með puttana í íslensku deildinni. Það er nóg annað að gera.“
„Það kemur fyrir að það séu árekstrar vegna vinnunnar og þá hef ég ekki getað tekið allar æfingar en sem betur fer er það að róast núna þar sem deildirnar í Evrópu eru að klárast. Þannig að þetta ætti að ganga enn betur eftir mánaðamótin þegar ég fer í sumarfrí og get einbeitt mér algjörlega að fótboltanum á fullu.“ „Hvað ferilinn varðar þá tek ég nánast einn dag í einu. Vangaveltur um að ég sé að hætta eru alveg skiljanlegar. Það hafa verið vangaveltur um það hvort ég sé að hætta í tíu ár vegna líkamans, hnjánna á mér, e k k i
11
m að spila á KR-velli v e g n a v i n n u n n a r. Ég kippi mér lítið upp við það, það er hluti af þessu. Meðan ég get, hef gaman af og tel mig gera eitthvað gagn þá mun ég halda áfram í fótbolta.“ Hnén eru eldri en hausinn „Standið á mér er þokkalegt en ég finn að ég hef e l s t
með hverju árinu sem líður. Ég er það óheppinn að eldast aðeins og finn það. Það er eitthvað sem ég þarf að lifa við og þó ég geti ekki gert sömu hluti og maður gat gert þegar maður var yngri þá er maður þroskaðri leikmaður og maður gerir öðruvísi hluti. Ég er ennþá eins og unglingur í hausnum og það hjálpar mér að vera áfram eins og unglingur í hausnum að fá að umgangast þessa stráka á hverjum degi og vera inni í þessum klefahúmor. Það heldur manni ungum þó líkaminn sé farinn að eldast. Þetta heldur huganum ungum og það er ómetanlegt.“ „Hnén eru aðeins eldri en ég í árum myndi ég segja. Þau eru fyrir löngu ónýt og það eru nokkrir læknar sem fara hreinlega að hlægja þegar þeir sjá mig þó ég mæti þeim bara úti á götu og spyrja hvernig þetta sé hægt. Þeir voru einhverjir búnir að afskrifa mig fyrir löngu og þetta er örugglega ekkert hollt fyrir hnén á mér fyrir framtíðina en það þýðir ekkert að pæla mikið í framtíðinni þegar það er gaman í nútíðinni.“
Byggði mig upp
Það voru ekki margir sem sáu fyrir glæsilega endurkomu Guðmundar í efstu deild þegar hann fór til Vals sumarið 2005. „Ég held að lykillinn að því að ég hvíldi allt árið 2003 frá fótbolta. Ég fór síðan skipulega til Gauta Grétarssonar sjúkraþjálfara og bað hann um að hjálpa mér að byggja mig upp því mig langaði að eiga eitt lokatímabil og klára þetta með sóma. Hann hjálpaði mér mikið og 2004 spilaði ég hér í KR en ekki nógu mikið að mínu mati og eftir það tímabil var ekki óskað eftir kröftum mínum og mér fannst ég ekki vera búinn að klára þennan feril í lífi mínu, fótboltann. Þá varð ég bara að leita á önnur mið og sjá hvort aðrir gætu notað mig. Þá kom þetta upp með Val og þar hitti ég fyrir annan frábæran sjúkraþjálfara, Friðrik Ellert Jónsson. Hann aðstoðaði mig í því að halda mér heilum og æfingarnar voru eftir því og aukaæfingarnar eftir því og fyrstu þrjú árin missti ég úr einn leik, vegna leikbanns. Það var mjög ánægjulegt og núna er stefnan sú sama. Hugsa vel um líkamann og gera þetta eins. Hér er góður sjúkraþjálfari, Stebbi Stoke eins og hann er kallaður, og hann hjálpar mér að reyna að komast í gegnum þetta allt saman,“ sagði Guðmundur sem vildi að lokum hvetja stuðningsmenn KR til að halda áfram sínum frábæra stuðningi. „Ég vona innilega að stuðningsmennirnir haldi áfram að koma og styðja okkur. Þeir eru það sem gerir KR að því sem félagið er og það er ekki til nein betri tilfinning en að labba út á völlinn og vera með fullan völl hér. Þegar stúkan er full fer enginn með stig héðan. Leikmennirnir tvíeflast við það að hafa stuðningsmennina brjálaða á pöllunum.“
Við prentum á allar pappírsgerðir... ...eða svo gott sem :-) Prentheimar er nýtt og öflugt fyrirtæki að Hvaleyrarbraut 39 Hafnarfirði. Við bjóðum upp á alhliða prentþjónustu á hagstæðum kjörum, með gæði og þínar þarfir í huga.
PRENT
HEIMAR
5 789 100 • www.prentheimar.is
13
Auðvelt að velja KR Það var heldur betur hvalreki á strendur KR-inga þegar Baldur Sigurðsson valdi að ganga til liðs við félagið. Baldur er dugnaðarforkur sem vinnur hart að því að auðvelda líf samherja sinna með eljusemi sinni.
getur byrjað að spila en finnur alltaf fyrir þessu. Ég hef verið að glíma við það núna,“ sagði Baldur.
þar er gamall þjálfari minn við stjórnvölin. Hann þjálfaði mig hjá Völsungi.“
„Ég náði engum leik í Lengjubikarnum en formið er á leiðinni. Ég hef fundið mikinn mun á mér eftir að hafa spilað þessa fyrstu leiki í mótinu. Það er ekkert betra en að spila leiki. Ég gef mig allan í það og það er fínt. Maður er alltaf meðvitaður um meiðslin. Ég þurfti að fara útaf í leiknum á móti Grindavík vegna þess að boltinn fór í tánna
„Það var auðvelt að velja eftir að ég ræddi við þjálfarana. Það var aldrei rætt um peninga. Ég sagði félögunum að ég vildi tala við þjálfarana, sjá aðstæðurnar og sjá hvaða hugmyndafræði þjálfararnir voru með. Ég gerði það, talaði við öll félögin fyrir utan Fjölni sem ég útilokaði fljótlega. Ég talaði við þjálfarana hjá þessum fjórum félögum og í rauninni var bara talað um fótbolta og svo sá ég æfingaleiki hjá öllum félögunum. Þetta var mjög auðvelt eftir að ég gerði það.“ „Ég hitti Loga, Pétur, Rúnar og Baldur hér og ræddi aðallega við þjálfarana um hvaða hugmyndir þeir höfðu um fótbolta og hvaða markmið þeir settu sér og mér leist mjög vel á það. Ég er mjög sáttur við að hafa valið KR. Er sáttur við liðið, sáttur við umgjörðina, ég held að hún gerist ekki betri. Þetta er betra en það var úti í Noregi að vissu leyti. Þjálfararnir eru mjög góðir. Það sést að þetta eru gamlir fótboltamenn, þeir elska að spila fótbolta og vita hvað þarf til að fá leikmenn til að njóta þess að spila fótbolta. Þeir vita hvað þú þarft og eru tilbúnir að gera hvað sem er með þér til að ná árangri.“
Engin pressa að spila fyrir KR
Baldur á enn eftir að sýna KR-ingum allar sínar bestu hliðar en hann nálgast óðum sitt besta form eftir meiðsli í vetur. „Ég er ekki kominn í mitt besta form eftir meiðsli í vetur. Ég var kominn í mjög gott form í Noregi í byrjun árs og æfði mjög mikið, tvær æfingar á dag. Svo fer ég til Ljungskilde í Svíþjóð og meiðist þar eftir klukkutíma á fyrstu æfingu. Þar lendir leikmaður ofan á ökklanum á mér þannig að það teygist á liðbandinu sem gerir það að verkum að ég var mjög nálægt því að vera frá keppni í sex mánuði, sem hefði gerst ef liðbandið hefði farið í sundur. Þá hefði þurft að bolta þetta saman en ég slapp. Þetta eru mjög leiðinleg meiðsli. Bjarni Guðjónsson lenti í þessu þegar hann var hjá Stoke og var alltaf að drepast í þessu. Maður
á mér og það kom hreyfing á ökklann sem má ekki koma en ég er alltaf teipaður, bæði í leikjum og á æfingum. Það er ekkert til að væla yfir og maður gleymir þessu þegar í leikina er komið.“
Hreifst af þjálfurunum
Mörg félög óskuðu eftir starfskröftum Baldurs þegar ljóst var að hann væri á heimleið. En eftir að Baldur talaði við KR-inga var valið auðvelt. „Það höfðu fimm félög samband á Íslandi og Ljungskilde í Svíþjóð. Þeir vildu fá mig út en blessunarlega valdi ég það ekki því það er búið að reka þjálfarann sem vildi fá mig sem er það sama og ég lenti í hjá Bryne. Fjögur stærstu liðin með KR höfðu samband hér heima, FH, Valur, Keflavík og svo hafði Fjölnir samband en
Væntingar Baldurs snúa allar að því að hjálpa liðinu í að ná góðum árangri. „Mínar væntingar eru að geta spilað vel fyrir liðið svo það nái ásættanlegum árangri. Ég ætla að berjast fyrir liðið og gera það sem í mínu valdi stendur til að liðið nái árangri. Það er ekki mitt markmið að blómstra heldur að leggja mitt að mörkum svo aðrir geti blómstrað.“ „Ég hef heyrt að það fylgi því meiri pressa að spila fyrir KR en önnur lið en fótbolti er bara fótbolti sama hvar maður spilar. Ef maður spilar vel, berst fyrir liðið og skilar sinni vinnu þá held ég að allir séu sáttir. Ég fer ekki með það í huga að ég verð að standa mig, ég ætla að standa mig. Ekki útaf einhverri pressu heldur er það mitt markmið að standa mig,“ sagði Baldur að lokum.
14
Tíu ára afmælið Flestir þeirra sem lesa þetta blað muna eflaust skýrt eftir því þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn fyrir tíu árum síðan. Fram að því hafði biðin verið allt of löng og aðeins eldri stuðningsmennirnir mundu eftir þeirri tilfinningu að fagna titli. KR-blaðið fékk Þormóð Egilsson, fyrrum fyrirliða KR, til þess að rifja upp þetta frábæra ár, 1999.
ekkert þetta ár frekar en einhver önnur. En maður er alltaf bjartsýnn og vonaði auðvitað. Það var kannski ekki neitt sérstakt sem gaf það til kynna að þetta yrði eitthvað öðruvísi ár. Maður fann fyrir því að þetta gæti orðið enn skemmtilegra ár ef það myndi allt smella, það vill oft vera þannig að þegar eitthvað meira er í gangi þá oft smella hlutirnir saman,“ sagði Þormóður og bætti því við að minningin væri sveipuð nokkrum ljóma. „Í minningunni var líka alltaf gott veður þetta sumar, einhvern veginn voðalega fallegt allt saman en það kemur kannski til af því að fólk var bara rosalega tilbúið í að láta þetta ganga allt upp.“
KR varð aldargamalt þetta ár en Þormóður vildi ekki meina að leikmenn hafi endilega fundið fyrir því að eitthvað sérstakt væri að fara að gerast í upphafi tímabilsins. „Nei, kannski
„Þetta var auðvitað orðinn heljarinnar langur tími,“ sagði Þormóður um bið KR eftir Íslandsmeistaratitli. „Ég var sjálfur búinn að spila síðan 1987 með meistaraflokki þannig að
Stórkostlegir stuðningsmenn
maður var búinn að ganga í gegnum ýmislegt og tilfinningin sem fylgdi því að vinna var auðvitað mjög góð. Þarna var fólk sem mundi eftir því þegar KR varð síðast Íslandsmeistari og þetta var búin að vera rosaleg þrautaganga fyrir það, fólk sem mundi hvernig þessi tilfinning var en missti hana svo í þessi þrjátíu ár. Maður skilur þetta vel núna, eins og með þá krakka og þá sem eru að fylgjast með núna sem fögnuðu titlunum með okkur, ef þeir þyrftu að bíða í þrjátíu ár, það er bara of langur tími. Ég væri þá orðinn sjötíu og eitthvað. En það var orðið löngu tímabært og gaman að taka þátt í því að koma titlinum í hús aftur og liðinu aftur á þann stall sem við KR-ingar viljum að það sé á. Að þetta skuli hafa dottið inn á þessu ári var bara frábært.“ Stóran hluta af velgengni félagsins þetta ár og þau næstu á eftir vill Þormóður þakka stuðningsmönnum félagsins. „KR býr auðvitað rosalega vel að því, fólkinu sem er hérna og alveg frá byrjun þessa sumars fann maður mikið frá því, það var bara mikil stemning. Við munum alveg eftir því að það voru þeir sem bjuggu til þessa stemningu, félagið er auðvitað ekki neitt án þess. Þessi stemning, söngvarnir og fánarnir, þetta er bara eitthvað sem þeir, stuðningsmennirnir, búa til, fólkið í kringum liðið. Það er ekki fótboltaliðið, það er fólkið í félaginu. Félag eins og KR-klúbburinn inniheldur stóra karaktera sem eru stórir aðilar að því að gera þetta svona gott. KR er rosalega heppið að eiga svona mikið af eldheitum mönnum,“ sagði Þormóður við KRblaðið og lauk viðtalinu á hlýjum orðum um stuðningsmenn félagsins og góðar minningar. „Stundum syngja þeir um okkur strákana sem unnum þessa titla, það er svolítið skemmtilegt. Maður hefur ekkert þennan tíma lengi, maður verður að njóta þess, það er auðvitað bara frábært að hafa tekið þátt í þessu ári.“
15
Framtíðarstjörnur
Seint í apríl skipti kvennalið KR um þjálfara. Íris Björk Eysteindóttir og Kristrún Lilja Daðadóttir tóku við af Gareth O´Sullivan. Kristrún Lilja settist niður með KR-blaðinu og ræddi um framtíð liðsins og samstarfið við Írisi. „Þetta er eins og hjónaband hjá okkur Írisi. Við tölum saman oft á dag og þetta gengur mjög vel. Við þekkjumst mjög vel og höfum þjálfað saman áður. Við vorum með U-17 ára landsliðið. Við vissum út í hvað við vorum að fara og okkar samstarf hefur gengið vel,“ sagði Kristrún. „Okkur fannst auðveldara að gera þetta svona. Hún hefur sína kosti og ég hef aðra
kosti þannig að þetta smellur fínt. Við erum báðar fjölskyldukonur og við vorum með það í huga að geta dreift álaginu tvær en svo er þetta samt búið að vera brjáluð vinna,“ sagði Kristrún og brosti út í annað. „Við vissum alveg út í hvað við vorum að fara.“
þriðja flokki og höfðu aldrei verið nálægt meistaraflokki áður. Það eru mikil viðbrigði fyrir þær. Þær eru ungar og þurfa að vinna sig upp í styrk en getuna hafa þær og þetta verður frábær reynsla fyrir þær. Við erum með framtíðarlið í höndunum.“
„Við vorum ekkert að þjálfa og ég hafði hugsað mér að taka sumrinu með ró en það breytist þegar KR kallaði og ég sé ekki eftir því. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur líka þó draumastaðan hefði verið að taka við liðinu í upphafi undirbúningstímabilsins en ekki rétt fyrir mót. Við erum enn að prófa okkur áfram. Það hjálpaði ekki til að það komu stelpur inn í liðið á síðustu stundu og við erum enn að fínpússa liðið og finna rétta taktinn.“
„Þær hafa brugðist vel við auknu álagi. Þær kunna þetta, þekkja þetta og vilja þetta. Þær hafa metnaðinn til að standa sig. Við lentum í miklum meiðslum í vetur og þetta er að púslast saman núna í byrjun móts. Við gátum varla náð í lið fyrir nokkrum vikum en núna erum við í vandræðum með að velja í hóp sem er lúxus vandamál fyrir okkur. Tala nú ekki um þá að velja byrjunarlið. Við höfum líka verið að breyta stöðum hjá leikmönnum og það tekur líka tíma,“ sagði Kristrún.
„Okkar áherslur eru aðrar en Írans. Breski boltinn snýst mikið um langar sendingar fram en við viljum spila boltanum meira og höfum lagt áherslu á varnarleikinn. Við byrjuðum á að taka varnarleikinn í gegn en eigum eftir að fara yfir sóknarleikinn almennilega,“ sagði Kristrún sem reiknar með því að liðið verði sterkara með hverjum leiknum í sumar.
Það eru alltaf miklar væntingar hjá KR og svo er einnig í ár þó liðið sé ungt og verið sé að byggja til framtíðar. „Að sjálfsögðu eru miklar væntingar hjá KR þó við séum í uppbyggingarstarfi. Stelpurnar hafa líka mikinn metnað og við förum í hvern leik til að vinna. Alveg sama hver andstæðingurinn er. Það getur allt gerst í fótbolta. Við vitum það og ætlum að vinna þessa leiki.“
Vilja sigra alla leiki
„Það hefur gengið mjög vel að koma okkar áherslum á framfæri. Þetta er frábær hópur og gaman að segja frá því að miðað við allt sem hefur gengið á þá eru stelpurnar virkilega flottar og leggja sig 100% fram. Við þurfum bara smá tíma en vonandi gerir fólk sér grein fyrir því að við erum að byggja upp og kjarninn í liðinu á undirbúningstímabilinu voru stelpur sem voru að koma upp úr
„Lið geta farið að vara sig á okkur því hópurinn er að verða þéttari og betri . Við erum samstíga í því sem við ætlum að gera. Það eru margar stelpur í liðinu sem hafa spilað marga unglingalandsleiki og eiga bjarta framtíð fyrir sér,“ sagði Kristrún sem vildi að lokum hvetja KR-inga til að vera duglega að mæta og styðja stelpurnar.
Bikarmeistarar 2008 CMYK
Heiti: VISA - LÓGÓ
Heiti: VISA - LÓGÓ
VISA ISLAND – Greiðslumiðlun hf. Laugavegi 77 101 Reykjavík Sími 525 2000
VISA ISLAND – Greiðslumiðlu
Útgefið 1. des 2005 - NOTKUN Á ANNARI UPPSETNINGU OG/EÐA LITUM ER ÓHEIMIL
Útgefið 1. des 2005 - NOTKU
Autt svæði í kring
CMYK
C 0 M 40 Y 100 K 0
C 100 M 65 Y 0 K 10
16
ÁFRAM KR! Kjötborg
Ásvallagötu 19
Sæbúð ehf Geirsgötu 8 Birgir Ólafsson Tannlæknir Melhaga 20-22
17
Byggja nýtt stórveldi Lilja Dögg Valþórsdóttir var gerð að fyrirliða kvennaliðs KR í vetur eftir að hafa komið heim frá HK/ Víkingi í vetur eftir stutt stopp í Fossvoginum. „Það er mikill heiður að vera gerð að fyrirliða þegar ég kem til baka í KR. Það er mikil virðingarstaða. Ég var orðin elst í hópnum í vetur og það voru ekki margar á mínum aldri eftir þannig að ég var gríðarlega ánægð þegar Hrefna og Fjóla komu til baka. Þá var ég ekki aldursforsetinn lengur,“ sagði Lilja sem hefur reynslu af því að vera fyrirliði. „Ég var fyrirliði í Bandaríkjunum í þrjú ár þannig að ég ekki ókunn þeirri stöðu þó það sé ólíkt að vera fyrirliði í Bandaríkjunum og á Íslandi.“
Vörnin er lykillinn
Lilja segir mjög spennandi tíma vera framundan hjá kvennaliði KR þó ekki verði barist um Íslandsmeistaratitilinn þetta árið. „Það er augljóst að það verða ekki gerðar sömu kröfur til liðsins í sumar og síðasta sumar. Liðið er nánast algjörlega nýtt en þetta er skemmtilegt og við nýtum þetta sem tækifæri. Mér finnst gríðarlegt tækifæri að fá að spila með öllum þessu uppöldu KR-ingum og byggja nýtt stórveldi á þessum uppöldu KR-ingum í bland við okkur eldri.“ „Við erum KR-ingar, við erum með besta fólkið. Ég hef ekki skoðað ungar stelpur í öðrum liðum en miðað við hvaða stelpur voru að spila í vetur þá eru ekki margar efnilegri
á landinu. Við áttum í basli með stærri liðin í vetur en þær stóðu sig gríðarlega vel og búa að þessari reynslu. Það er fínt að þær séu búnar að fá meistaraflokksleiki þegar kemur inn í sumarið og við þurfum á þeim að halda. Þær eru nokkrar hér gríðarlega efnilegar og vonandi verður hlúð vel að þeim áfram.“ Þrátt fyrir að gera sér grein fyrir því að það sé uppbyggingartímabil framundan þá vill Lilja sjá KR mun ofar í töflunni en spár í upphafi tímabilsins hafa sýnt. „Það kveikir svolítið í manni að vera spáð sjötta sætinu. Við ætlum að sýna fólki að við getum endað ofar en það,“ sagði Lilja. „Ég held að okkar styrkleiki sé sterkur varnarleikur alls staðar á vellinum og svo erum við með nokkra sóknarmenn sem geta alltaf skorað. Ef við spilum þéttan varnarleik þá eigum við eftir að skora. Við erum með fljótar og markheppnar stelpur. Svo lengi sem við spilum okkar varnarleik þá hef ég engar áhyggur af þessu sumri,“ sagði Lilja sem vill að stuðningsmenn standi undir nafni og
fjölmenni á leiki kvennaliðsins. „Ég vil hvetja alla til að mæta á leiki. Það mætti vera aðeins betri mæting á leikina hjá stelpunum. Við erum Vesturbæjarstórveldið og mæting á leiki hefur ekki verið í samræmi við það.“
18
Bikarmeistarar 2008
Heiti: VISA - LÓGÓ
VISA ISLAND – Gre
Útgefið 1. des 200
CMYK
Alvöru steikarstaður í næsta nágrenni Skrúður á Hótel Sögu
Nýr steikarmatseðill Alvöru, sérvaldar steikur og steikarhamborgarar. Njóttu fullkominnar kvöldstundar í hverfinu þínu.
Fyrir alla fjölskylduna Yngsti fjölskyldumeðlimurinn borðar frítt af barnamatseðli og í brunch á sunnudögum. Öll börn fá íspinna og glaðning þegar þau koma á Skrúð. Meira á www.skrudur.is
Skrúður / Radisson SAS Hótel Saga / Sími: 525 9900 / www.skrudur.is
Ó
19
Upplifir drauminn
Bjarni Guðjónsson fékk langþráðan draum uppfylltan á eiðslumiðlun hf. Laugavegi 77 101 Reykjavík Sími 525 2000 miðju síðasta tímabili. Hann gekk til liðs við KR. KR hefur aðeins 05 - NOTKUN ANNARI OG/EÐA LITUM ER ÓHEIMIL tapað Áeinum leik UPPSETNINGU síðan Bjarni gekk til liðs við félagið og trónir á toppi Pepsi-deildarinnar eftir fjórar umferðir. „Ég var kominn á endastöð uppi á Skaga og mig hefur alltaf langað til að spila fyrir KR. Þegar ég tók þá ákvörðun að flytja til Íslands þá datt mér fyrst í hug að koma til KR en hlutirnir okkar á milli gengu ekki upp þá. Autt svæði í kring En eftir að hafa spilað í tvö og hálft ár uppi á Skaga gekk þetta loksins upp,“ sagði Bjarni kampakátur með félagsskiptin. Hópurinn er mjög öflugur. Hann er þéttur og það er góður andi í honum. Við erum með góða þjálfara sem hafa gert þetta allt áður og unnið titla þannig að ég er nokkuð bjartsýnn á sumarið. Svo ég klappi sjálfum C 0 mér aðeins á bakið þá höfum við bara tapað C M 40 einum leik frá því að ég kom. Liðið í fyrra var M 100sem ég kem Y að detta í gírinn um þaðY leiti 0 og oft á tíðum spiluðum K við ágætis fótbolta K í fyrra. Það var helst í bikarúrslitunum og „Fyrst upplifði ég KR sem höfuðandstæðing Ath. Það þarf að vera hvítt svæði í kringum undanúrslitaleiknum sem það var ákveðið ÍA og í gegnum seinni gullöldina uppi lógóið einsþá ogvar sést þessari mynd. Enginn stress. Þá vorum við kannski hræddir við að á Skaga, 1992-96 KRá alltaf helsti texti, eða myndir innan rammans. klikka þar sem bikarinn var undir en það var andstæðingurinn og líklegastir til að hrifsa Svæðið er jafnt og hæð V-sins í lógóinu. titilinn af Skaganum. Þegar pabbi kom frábært að ná bikarnum á fyrsta tímabilinu hingað 1994-95 og vann bikarinn í bæði hér í KR.“ „Ég hef alltaf fylgst vel með KR síðan pabbi var hérna 1994 og 1995 og hef alltaf langað til að spila hérna. Þetta er klárlega stærsti klúbburinn á Íslandi og ef maður fer í eitthvað annað lið þá er KR alltaf liðið sem maður á eftir að spila fyrir að mínu mati. Það var alveg frábært að fá það tækifæri að koma og spila fyrir KR síðasta sumar.“
skiptin hélt ég með KR og það var rosalega gaman, skemmtilegur tími og það voru fyrstu kynni mín af klúbbnum og fólkinu í kring. Mikið af því fólki er enn að vinna fyrir liðið,“ sagði Bjarni.
„Við höfum styrkt liðið mikið en að sama skapi misstum við mjög marga. Ég sagði í fyrra að ef við gætum haldið sama liði og endaði tímabilið í fyrra þá væri ekki spurning með sumarið í ár en það er eiginlega algjör „Ég vissi hvað ég var að koma inn í og annað breyting á liðinu og það er sennilega okkar sem spilað stórt hlutverk í þessari ákvörðun helsti andstæðingur í dag. Það er hætta á að var að ég bý hérna rétt hjá og strákurinn hlutirnir haldi ekki allt tímabilið. Stöðugleika minn æfir hérna. Það er mjög þægilegt gæti hugsanlega vantað en það ætti ekki að geta rölt á æfingu. Ég gerði mér engar að gera það því hér er allt á leið í rétta átt. svakalegar væntingar áður ég kom. Ég vissi Strákarnir segja að liðið sé betur spilandi en að það væri stutt á æfingu, hér væru góðir á sama tíma í fyrra og við erum með fleiri þjálfarar, hópurinn er góður og metnaðurinn í stig en á sama tíma í fyrra. KR tapaði titlinum klúbbnum er rosalega mikill og forráðamenn í hraðmótinu í byrjun tímabils í fyrra en nú félagsins hafa sýnt það í verki. Drifkrafturinn erum við ágætlega settir og erum í góðri Ath. Það þarf að vera autt svæði í kringum í þeim að liðið nái árangri er mikill og mér stöðu.“
lógóið eins og sést á þessari mynd. Enginn texti, eða myndir innan rammans.„FH hefur tekið Íslandsmótið síðustu ár Svæðið er jafnt og hæð V-sins í lógóinu. með því að keyra yfir þetta hraðmót og
finnst það mjög áhugavert og gott.“
Er í mjög góðu formi
Bjarni er ánægður með byrjun tímabilsins enda KR á toppi deildarinnar eftir fjórar umferðir. „Þetta hefur farið vel af stað.
oftar en ekki með fullt hús stiga og liðið fullt af sjálfstrausti og mjatlað svo í gegnum tímabilið. Nú ætlum við að vera í þeirri stöðu að vera í efri hlutanum eftir hraðmótið og þá
getur allt gerst,“ sagði Bjarni sem er í mjög góðu formi í upphafi leiktíðar. „Ég hef aldrei æft jafn mikið og ég æfði í vetur. Frá því í janúar höfum við Björgólfur 100 æft með Pétri Péturssyni, bæði í skotum og 65 sendingum og hlaupum. Við æfðum 10 til 12 0sinnum í viku í janúar, febrúar og mars og 10 hefur skilað sér mjög vel. Mér finnst ég það vera í mjög góðu formi.“
Staðan skiptir ekki máli
Bjarni hefur leikið í nokkrum stöðum á vellinum síðan hann gekk til liðs við félagið og segir það ekki skipta sig máli hvar hann spili. „Það skiptir mig engu máli hvar ég er á vellinum. Ég var í hafsentinum einn leikinn og á vinstri kantinum þann næsta. Auðvitað er betra að spila í sinni stöðu allt tímabilið en ef það er liðinu til framdráttar að ég sé í hafsentinum eða vinstri kantinum þá er ég fullkomlega sáttur við það.“ KR tryggði sér sæti í Evrópukeppni þegar liðið sigraði bikarinn á síðustu leiktíð. Bjarni fer ekki í leiki í Evrópukeppni til þess eins að vera með. Hann er metnaðargjarn og vill ná langt í öllum keppnum. „Ég lít ekki á þetta sem gulrót. Mér finnst ekki gaman að taka þátt í svona bara til að vera með. Þetta er góð reynsla fyrir ungu strákana og er allt annað en að spila í deildinni hér heima. Fyrir mig persónulega er þetta engin gulrót. Það er vinnan sem var á bak við það að komast í þessa keppni, að vinna bikarinn. Það situr eftir. Ég vil ná árangri í Evrópukeppninni, ekki bara vera með.“
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - 1203 - Actavis 806031
Höfuð, herðar…
Íbúfen®
– Bólgueyðandi og verkjastillandi Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- og nýrnasjúkdóm ætti ekki að nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki mælt með stærri skammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Júlí 2004.