ÚRSLITAKEPPNI 2011
VIÐ ELSKUM ÍÞRÓTTIR EINN STAÐUR | ALLT SPORTIÐ
SPORT.IS ER MEÐ UM 60.000 LESENDUR Í HVERRI VIKU HANDBOLTINN ER HJÁ OKKUR
Ágætu handknattleiksunnendur
F
Ég vil hvetja ykkur öll til að koma og horfa á sem flesta leiki. Umgjörðin í kringum leikina í vetur hefur verið frábær og liðin sem komin eru í úrslitakeppnina standa þar framarlega í flokki. Ljóst er að allir munu leggja sitt af mörkum til að gera keppnina sem besta og skemmtilegasta og þeir sem eru utan vallar mega ekki láta sitt eftir liggja. Hvetjum okkar lið!
ramundan er úrslitakeppni N1-deildar karla í handknattleik þar sem fjögur bestu handboltalið landsins berjast um Íslandsmeistaratitilinn og við, unnendur íþróttarinnar, njótum þess að fylgjast með mörgum bestu handboltamönnum landsins etja kappi. Liðin fjögur sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn, Akureyri, FH, Fram og HK, eru um margt ólík, áherslur þjálfara eru ólíkar og styrkleikar og veikleikar liggja á mismunandi sviðum. Liðin eiga það þó sammerkt að skemmtanagildi leikja þeirra er óumdeilt og leikirnir sem spilaðir verða á næstu dögum og vikum ættu engan að svíkja, þar verða spenna, stemmning og skemmtun í fyrirrúmi. Stuðningsmenn liðanna og aðrir handboltaunnendur mega ekki láta þessa frábæru leiki framhjá sér fara, stemmningin á pöllunum er stóri hluti af þeirri óviðjafnanlegu skemmtun sem felst í úrslitakeppninni.
Góða skemmtun og njótið frábærrar úrslitakeppni.
Sjáumst á vellinum!
Með handboltakveðju Knútur G. Hauksson, formaður HSÍ
Einar Þorvarðarson, HSÍ Snorri Sturluson, Media Group ehf
Ritstjórn: Snorri Sturluson Hilmar Þór Guðmundsson
Efnisvinnsla: Snorri Sturluson Þorsteinn Haukur Harðarson
Myndir: Sport.is
Umbrot:
Ísafoldarprentsmiðja
Sérfræðingur: Óskar Bjarni Óskarsson Blaðið er gefið út í samstarfi við Handknattleikssamband Íslands
Um sérfræðinginn Óskar Bjarni Óskarsson metur liðin, en hann hefur verið í hópi bestu og sigursælustu þjálfara karladeildarinnar í mörg ár. Óskar Bjarni stýrir Valsmönnum með góðum árangri og hefur silað ófáum titlum í hús að Hlíðarenda.
w
Úrslit
Ábyrgðarmenn:
Prentun:
w
Akureyri FH Fram HK
Media Group ehf
Media Group ehf
Valur og Fram berjast um Íslandsmeistaratitil kvenna, annað árið í röð, en rétt eins og í fyrra urðu þessi lið í tveimur efstu sætum N1-deildar kvenna og mættust auk þess í úrslitaleik Eimskips-bikarkeppninnar. Slá má því föstu að hér mætast tvö bestu kvennalið landsins, miklar valkyrjur sem boðið hafa upp á jafna og spennandi leiki .
Undanúrslit
Útgefandi:
Fim. 14. apr. Fim. 14. apr. Lau. 16. apr. Lau. 16. apr. Mán.18. apr. Mán.18. apr.
kl. 19:30 kl. 19:30 kl. 16:00 kl. 16:00 kl. 19:30 kl. 19:30
Akureyri - HK FH - Fram HK – Akureyri Fram – FH Akureyri – HK *ef þarf FH – Fram *ef þarf
Mið. 27. apr. Fös. 29. apr. Sun . 1. maí. Mið. 4. maí. Fös. 6. maí.
kl. 19:30 kl. 20:15 kl. 16:00 kl. 19:30 kl. 19:30
Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 Leikur 4 *ef þarf Leikur 5 *ef þarf
Innbyrðis viðureignir
Innbyrðis viðureignir
30.sept. 2010 N1-deildin | HK 29–41 Akureyri (10-17) Ólafur Bjarki 12 / Bjarni 14
4.nóv. 2010 N1-deildin | FH 33–38 Fram (15-17) Sverrir 8 / Einar Rafn 12
19.okt. 2010 Eimskips-bikarinn | HK 28–29 Akureyri (14-11)
3.feb. 2011 N1-deildin | Fram 26–26 FH (13-14) Róbert Aron 8 / Ólafur Andrés 12
25.nóv. 2010 N1-deildin | Akureyri 32–31 HK (18-14) Heimir Örn 8 / Bjarki Már 12
6.mars 2011 N1-deildin | Fram 28–33 FH (15-14) Arnar Birkir 6 / Ásbjörn 7
28.mars 2011 N1-deildin | HK 29–31 Akureyri (11-21) Bjarki Már 7 / Oddur 9 Leikir liðanna í N1-deildinni: Akureyri 3-0-0 105-89 6 stig HK 0-0-3 89-195 0 stig Akureyri hefur unnið alla fjóra leiki sína gegn HK í vetur, þrjá í N1-deildinni og einn í Eimskips-bikarnum. Þrír þessara leikja, tveir deildarleikir og bikarleikurinn, fóru fram á heimavelli HK í Digranesi. Akureyri vann tvo leikjanna gegn HK í vetur með eins marks mun og einn með þriggja marka mun. Fyrsta leikinn vann Akureyri með tólf marka mun. Akureyri hafði forystu í hálfleik í deildarleikjunum þremur; HK hafði forystu í hálfleik í bikarleiknum. Bjarni Fritzson er markahæstur Akureyringa í deildarleikjunum gegn HK, skoraði 25 mörk (14, 7 og 4). Guðmundur Hólmar skoraði 20 mörk (7, 6 og 7) og Oddur skoraði 19 mörk (6, 4 og 9). Bjarki Mári Elísson er markahæstur HK-inga í deildarleikjum gegn Akureyri, skoraði 23 mörk (4, 12 og 7). Ólafur Bjarki skoraði 18 mörk (12, 3 og 3) og Atli Ævar skoraði 17 mörk (5, 9 og 3)
w
Leikir liðanna í N1-deildinni FH 1-1-1 92-92 3 stig Fram 1-1-1 92-92 3 stig Liðin skiptu stigunum bróðurlega á milli sín í vetur, unnu sinn hvorn leikinn og skildu einu sinni jöfn. Fram vann í Kaplakrika, FH vann í Framhúsinu og liðin skildu jöfn í Framhúsinu. Liðin unnu sinn hvorn útileikinn með fimm marka mun og markatalan í innbyrðisviðureignunum er hnífjöfn, 92-92. Fram hefur haft forystu í hálfleik í tveimur þessara leikja, en munurinn í hálfleik hefur aldrei verið meiri en tvö mörk. Ólafur Andrés Guðmundsson er markahæstur FH-inga leikjunum þremur gegn Fram, skoraði 23 mörk (7, 12 og 4). Ásbjörn Friðriksson skoraði 21 mark (5, 9 og 7) og Baldvin Þorsteinsson skoraði 8 mörk í síðari tveimur leikjunum (2 og 6). Einar Rafn Eiðsson skoraði 17 mörk fyrir Fram (12, 3 og 2) í leikjunum þremur gegn FH. Andri Berg skoraði 12 mörk (4,4 og 4) og Róbert Aron jafnmörk, eða 12, en í tveimur leikjum (8 og 4).
Akureyri Þjálfari: Atli Hilmarsson
Leikmannalisti Nafn | Aldur | Staða | Leikir Ásgeir Jóhann Kristinsson – 18 ára skytta - 9 Bergvin Þór Gíslason – 19 ára – skytta - 20 Bjarni Fritzson – 30 ára – horn/skytta - 21 Daníel Örn Einarsson – 22 ára – hornamaður - 21 Geir Guðmundsson – 17 ára – skytta - 11 Guðlaugur Arnarsson – 32 ára – línumaður - 19 Guðmundur Hólmar Helgason – 18 ára – skytta - 21
Akureyri
Halldór Logi Árnason – 21 árs - línumaður - 21 Heimir Örn Árnason – 32 ára – miðjumaður - 21 Hlynur Elmar Matthíasson – 19 ára – skytta - 19
1.sæti | 21 leikur | 15 sigrar | 3 jafntefli | 3 töp | 33 stig | Markatala 609-552
Markahæstu menn: Bjarni Fritzson 164 mörk í 21 leik – Oddur Gretarsson 111 mörk í 20 leikjum.
Hreinn Þór Hauksson – 29 ára - línumaður - 10 Hörður Fannar Sigþórsson – 28 ára – línumaður - 19 Jóhann Gunnarsson – 21 árs – hornamaður - 2 Jón Heiðar Sigurðsson – 20 ára – skytta - 12 Oddur Gretarsson – 20 ára – hornamaður - 20 Páll Snævar Jónsson – 19 ára – markvörður - 1
Akureyri vann 9 fyrstu leiki sína í deildinni; fyrsti tapleikurinn var gegn Fram, 30-34, 12.desember.
Sigþór Árni Heimisson – 18 ára - miðjumaður - 2 Stefán Guðnason – 27 ára – markvörður - 21 Sveinbjörn Pétursson – 22 ára – markvörður - 21
Akureyri gerði þrjú jafntefli í deildinni í vetur, tvisvar við Hauka, heima og úti, og einu sinni við Selfoss á útivelli.
Þorvaldur Þorvaldsson – 39 ára – línumaður - 2
Akureyri tapaði þremur leikjum í deildinni, gegn Fram og Aftureldingu heima og FH úti. Eftir að hafa unnið 9 fyrstu leiki sína vann Akureyri 6 af 12 síðustu, gerði þrjú jafntefli og tapaði þremur. Akureyri tapaði aldrei tveimur leikjum í röð.
Árangur síðustu ára
Akureyri lék tvisvar tvo leiki í röð án þess að vinna; tap gegn Fram og jafntefli gegn Haukum í 10. og 11.umferð og jafnteflisleikir gegn Selfossi og Haukum í 17. og 18.umferð. Akureyri vann tvo af fimm síðustu leikjum sínum í deildinni, gerði tvö jafntefli og tapaði einu sinni. Uppskeran er því 6 stig og markatalan er 148-128.
Þjálfarinn
w
Óskar Bjarni um Akureyri
„Staðan á liðinu er mjög góð, það eru allir klárir nema Geir Guðmundsson sem hefur ekkert verið með síðan um áramótin,“ segir Atli Hilmarsson þjálfari deildarmeistara Akureyrar aðspurður um hollninguna á norðanmönnum.
Styrkleikar | Akureyringar skarta sterkustu vörninni í deildinni í vetur og markmaðurinn er frábær. Norðanmenn eru góðir í hraðaupphlaupum með Bjarna eldfjótan og Heimi snjallan á seinna tempói, það er eitt þeirra sterkasta vopn. Þeir eru mjög skynsamir sóknarlega, eru þolinmóðir í uppstilltri sókn og lykilmennirnir þeirra geta ráðið úrslitum í jöfnum leikjum.
Hvernig meturðu möguleika ykkar? „Ef við spilum okkar leik eigum við alveg að geta klárað þetta. Það er stutt á milli þessara liða þannig að það þýðir ekkert að eiga tvo dapra leiki, þá ertu bara úr leik.“ Ertu ánægður með uppskeruna til þessa? „Ég er auðvitað mjög ánægður, þetta hefur verið frábært. Við spilum til úrslita bæði í deildarbikarnum um áramótin og Eimskipsbikarnum og vinnum svo deildina með þriggja stiga forskoti. Ég átti alls ekki von á þessu en við fengum inn nýja menn sem passa mjög vel inn í hópinn og hafa hjálpað okkur mikið. Okkur var spáð þriðja sæti fyrir mót og mér fannst það nokkuð sanngjarnt, en veturinn hefur komið mér skemmtilega á óvart.“
2010 3. sæti N1-deildar Tap gegn Haukum í undanúrslitum
2009 6. sæti N1-deildar 2008 6. sæti N1-deildar
Spekingurinn
Atli Hilmarsson
„Rimman við HK leggst bara vel í mig. Við erum búnir að spila fjórum sinnum við HK í vetur og vinna alla leikina. Þetta hafa verið hörkuleikir og við höfum oftast unnið með litlum mun. Það kemur sér líka sérlega vel að eiga heimaleikjaréttinn í þessu einvígi.“
Aðstoðarþjálfari: Sævar Árnason
Veikleikar | Þeir geta lent í vandræðum ef þeir ná ekki hröðum sóknum, ef hraðanum er haldið í skefjum. Akureyringar gætu líka lent í vandræðum með breiddina, eða skort á henni, og það getur talið í úrslitakeppninni. Lykilmenn | Sveinbjörn, Heimir, Bjarni, Oddur og Gulli mynda teymið sem dregur vagninn og þeir skila alltaf sínu. Þá er lykilatriði að Guðmundur Hólmar verði á góðu róli.
7
Ræðst gegn verkjum
Paratabs®
– Öflugur verkjabani! Notkunarsvið: Paratabs®-Parasetamól 500 mg er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Paratabs® er m.a. notað við höfuðverk, tannverk og tíðaverk. Paratabs® er einnig notað við sótthita, t.d. af völdum inflúensu og umgangspesta. Skömmtun: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (>40 kg) 1–2 töflur á 4–6 klst. fresti, mest 8 töflur á sólarhring eða 4000 mg. Börn, 7–12 ára (25–40 kg), ½–1 tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 töflur á sólarhring eða 2000 mg. Börn, 3–7 ára (15–25 kg), ½ tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 sinnum á sólarhring eða 1000 mg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota Paratabs®. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi. Einstaklingar með áfengisvandamál skulu ekki nota Paratabs® án samráðs við lækni og alls ekki samhliða neyslu áfengis. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarksskammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Lyfið má ekki nota ef um lifrarsjúkdóm er að ræða. Meðganga og brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta er af notkun parasetamóls á meðgöngu. Parasetamól skilst út í brjóstamjólk en hættan á áhrifum á barnið er ólíkleg við ráðlagða skammta. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt, helst er að nefna ofnæmi, útbrot og lifrarskemmdir. Lifrarskemmdir við notkun parasetamóls hafa komið fram í tengslum við misnotkun áfengis, eins getur langvarandi notkun parasetamóls valdið nýrnaskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið ávallt þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. júní 2007.
FH Þjálfari: Kristján Arason Þjálfari: Einar Andri Einarsson
Leikmannalisti Nafn | Aldur | Staða | Leikir Ari Magnús Þorgeirsson – 24 ára – hornamaður - 18 Atli Rúnar Steinþórsson – 30 ára – línumaður - 21 Ásbjörn Friðriksson – 22 ára – miðjumaður - 21 Baldvin Þorsteinsson – 27 ára – hornamaður - 14 Benedikt Reynir Kristinsson – 20 ára – hornamaður - 18 Bjarki Jónsson – 20 ára - Hornamaður - 2 Bogi Eggertsson – 20 ára - Skytta - 6
FH
Brynjar Geirsson – 33 ára – hornamaður - 11 Daníel Freyr Andrésson – 22 ára – markvörður - 21 Halldór Guðjónsson – 20 ára - hornamaður - 17
2.sæti | 21 leikur | 14 sigrar | 2 jafntefli | 5 töp | 30 stig | Markatala 610-551
Hermann Ragnar Björnsson – 23 ára – horn/skytta - 10 Hjörtur Hinriksson – 33 ára – hornamaður - 5
Markahæstu menn: Ásbjörn Friðriksson 142 mörk í 21 leik – Ólafur Guðmundsson 134 mörk í 21 leik. FH vann 3 fyrstu leiki sína í deildinni; fyrsti tapleikurinn var gegn HK, 32-35, 23.október. FH gerði tvisvar jafntefli í deildinni í vetur, gegn Fram og Selfossi á útivelli. FH tapaði fimm leikjum í deildinni í vetur, gegn Fram, Akureyri og Haukum heima og HK og Akureyri úti. Lengsta sigurhrina FH-inga í deildinni í vetur var 4 leikir, frá 15. til 19.umferðar. FH-ingar töpuðu aldrei meira en tveimur leikjum í röð. FH vann fjóra af fimm síðustu deildarleikjum sínum og gerði eitt jafntefli og hafði því upp úr krafsinu 9 stig. Markatalan í þessum fimm leikjum er 147-128.
Þjálfarinn
w
Ólafur Andrés Guðmundsson – 20 ára – skytta - 21 Ólafur Gústafsson – 22 ára – skytta - 14 Pálmar Pétursson – 26 ára – markvörður - 20 Sigurður Örn Arnarson – 21 árs – markvörður - 2 Sigurgeir Árni Ægisson – 31 árs – línumaður - 21 Sverrir Garðarsson – 26 ára – miðjumaður - 6 Þorkell Magnússon – 20 ára - hornamaður - 11 Örn Ingi Bjarkason – 21 árs – miðjumaður - 12
Árangur síðustu ára 2010 5. sæti N1-deildar 2009 5. sæti N1-deildar
Spekingurinn Óskar Bjarni um FH
„Staðan á okkur er mjög góð, menn eru ferskir og klárir í slaginn,“ segir Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH. „Það eru smávægileg meiðsli hér og þar eins og gengur, en ekkert sem kemur í veg fyrir að menn spili. Logi Geirsson hefur verið að æfa með okkur undanfarið og það er útlit fyrir að hann spili með okkur í úrslitakeppninni.“
Styrkleikar | FH-vörnin verður sterkari og sterkari með hverjum leiknum, Baldvin hefur breytt miklu fyrir þá. Það er mikið öryggi á skiptingum og hlutverkaskipanin er á hreinu, þetta er eitthvað sem tók svolítinn tíma að slípa. Þjálfaranir dreifa álaginu mjög vel. Í liði FH eru margir góðir leikmenn, líklega er þetta breiðasti hópurinn, urmull leikmanna sem geta tekið af skarið.
Ertu ánægður með veturinn? „Já, við getum verið nokkuð kátir miðað við meiðslavandræðin sem við rötuðum í. Við grátum ekki annað sætið, enda hafa Akureyringar spilað best allra liða í deildinni og eru vel að efsta sætinu komnir. Nú er hins vegar að bresta á önnur keppni, stærsti titilinn er í boði og við ætlum að selja okkur dýrt.“
Logi Geirsson – 28 ára – miðjumaður/skytta - 9
2008 1. sæti 1. deildar
Einar Andri Einarsson
Hvernig leggst einvígið við Fram í þig? „Bara mjög vel. Þetta er erfitt verkefni enda Framarar gríðarlega sterkir og viðureignir þessara liða í vetur hafa verið mjög jafnar. Þetta er ávísun á skemmtilegt og hörkuflokk einvígi.“ Hvernig meturðu möguleika ykkar? „Þetta er einvígi þar sem bæði lið eiga góða möguleika. Framarar eru sterkir eins og ég sagði áðan og það er ekkert lið að fara að sætta sig við það að tapa í undanúrslitum eða úrslitum. Við setjum stefnuna auðvitað á að fara alla leið og það er undir okkur komið að spila vel.“
Ísak Rafnsson – 19 ára - Skytta - 6
Veikleikar | Ef FH-ingar lenda í mótlæti hafa þeir átt það til að bogna full mikið, en hafa reyndar unnið vel í þeim málum. Það vantar svolitla reynslu í leikmennina fyrir utan. FH-ingar gætu reynst sjálfum sér erfiðastir, en eins og staðan er í dag eru þeir líklegastir til að fara alla leið. Lykilmenn | Ásbjörn verður að halda sínu striki, mjög vaxandi og mikilvægur leikmaður, og Ólafur Guðmunds og Ólafur Gústafs verða að skila sínu. Markvarslan er betri en hún var á sama tíma í fyrra, bæði Pálmar og Daníel eru að standa sig frábærlega.
9
Fram Þjálfari: Reynir Þór Reynisson
Leikmannalisti Nafn | Aldur | Staða | Leikir Ari Magnús Þorgeirsson – 24 ára – hornamaður - 18 Andri Berg Haraldsson – 27 ára – miðjumaður/skytta - 19 Arnar Birkir Hálfdánarson – 17 ára – hornamaður - 20 Ástgeir Rúnar Sigmarsson – 22 ára – markvörður - 4 Björn Viðar Björnsson – 24 ára – markvörður - 17 Einar Rafn Eiðsson – 21 árs – hornamaður - 21 Grétar Már Garðarsson – 22 ára - skytta - 8
Fram
Guðni Örvarsson – 18 ára – markvörður - 1 Halldór Jóhann Sigfússon – 32 ára – miðjumaður - 21 Haraldur Þorvarðarson – 34 ára – línumaður - 18
3.sæti | 21 leikur | 11 sigrar | 1 jafntefli | 9 töp | 23 stig | Markatala 654-626
Markahæstu menn: Einar Rafn Eiðsson 126 mörk í 21 leik – Jóhann Gunnar Einarsson 82 mörk í 20 leikjum.
Hákon Stefánsson – 23 ára – skytta - 16 Jóhann Gunnar Einarsson – 25 ára – skytta - 19 Jóhann Karl Reynisson – 22 ára – línumaður - 21 Kristján S. Kristjánsson – 29 ára - hornamaður - 15 Magnús Gunnar Erlendsson – 31 árs – markvörður - 20 Magnús Stefánsson – 27 ára – skytta - 21
Fram tapaði sínum fyrsta leik í annarri umferð, gegn HK, en vann svo sex leiki í röð. Fram varð fyrst allra liða til að leggja Akureyri að velli 12.desember, 34-30. Eina jafntefli Fram í vetur var gegn FH 3.desember, 26-26.
Matthías Daðason – 19 ára – hornamaður - 20
Lengsta sigurhrina Framara var sex leikja hrinan í upphafi leiktíðar. Framarar lentu einu sinni í fjögurra leikja taphrinu í deildinni í vetur, frá 14. til 18.umferðar. Þess utan töpuðu þeir aldrei meira en tveimur leikjum í röð.
Pálmar Pétursson – 26 ára – markvörður - 20
Fram vann tvo af síðustu fimm leikjunum sínum í deildinni og tapaði þremur, þar af tveimur þeim síðustu. Fram fékk því 4 stig úr síðustu fimm leikjunum sínum og markatalan er 146-158.
Róbert Aron Hostert – 20 ára – skytta - 21 Sigfús Páll Sigrússon – 25 ára – miðjumaður - 3 Stefán Baldvin Stefánsson – 29 ára – horn/miðja - 6 Sigurður Örn Arnarson – 21 árs – markvörður - 2 Sigurgeir Árni Ægisson – 31 árs – línumaður - 21 Sverrir Garðarsson – 26 ára – miðjumaður - 6 Þorkell Magnússon – 20 ára - hornamaður - 11 Örn Ingi Bjarkason – 21 árs – miðjumaður - 12 Aðstoðarþjálfari: Einar Jónsson
Árangur síðustu ára Þjálfarinn
w
Reynir Þór Reynisson „Staðan á liðinu er bara fín, það eru smá hnökrar og skellur, sem er svo sem viðbúið eftir langt tímabil,“ segir Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram. „Þetta er ekkert stórvægilegt, enginn frá vegna meiðsla, þannig að þetta er í góðu lagi.“ Hvernig leggst einvígið við FH í þig? „Bara mjög vel. FH-ingar hafa verið á góðu skriði, við höfum spilað við þá spennandi og skemmtilega leiki í vetur og ég vonast bara eftir flottu einvígi og að áhorfendur láti sig ekki vanta. Ég er fullur tilhlökkunnar.“ Hvernig meturu möguleika ykkar? „Ég met möguleika okkar alveg ágæta. Við erum sterkir og getum gert virkilega fína hluti, en okkur hefur vantað stöðugleika. Nú ríður á að við undirbúm okkur vel undir komandi verkefni og við setjum stefnuna auðvitað á að vinna einvígið.“ Ertu ánægður með árangurinn í deildarkeppninni? „Ég hefði viljað sjá minni sveiflur eftir áramót, ég get ekki neitað því. Nú hefst hins vegar nýtt mót og þar byrja allir á núlli. Ég hef engar áhyggjur af því að strákarnir komi ekki stöðugir og sterkir inn í úrslitakeppninna.“
2010 6. sæti N1-deildar
Spekingurinn Óskar Bjarni um Fram
Styrkleikar | Framarar búa að góðri breidd og mörgum reynslumiklum leikmönnum. Þegar þeir eru heitir spila þeir líklega besta sóknarboltann í deildinni. Sóknin og hraðaupphlaupin eru styrkleikar og þegar þeir ná að keyra hraða miðju eru fáir sem ná að elta þá. Þegar syrti í álinn leituðu þeir svolítið aftur í það sem gekk vel fyrir jól og fá hrós fyrir það, einfalda 6-0 vörn, tvær skiptingar, og hraðan sóknarleik.
2009 4. sæti N1-deildar Tap gegn Haukum í undanúrslitum
2008 4. sæti N1-deildar
Veikleikar | Framarar eru svolítið brothættir og eru misjafnir varnarlega, stundum fantagóðir en eiga það til að detta niður í tóman moðreyk inn á milli. Stemmingin í liðinu verður að vera rétt. Lykilmenn | Jóhann Gunnar, Halldór og Magnús markmaður hafa burði til að ráða úrslitum í leikjum. Menn eins og Andri Berg, Halli, Magnús og Einar Rafn eru mikilvægir hlekkir og alla jafna mjög áreiðanlegir.
11
PIPAR\TBWA SÍA 102269
Eitt á ég alltaf til ... þegar góða gesti ber að garði
HK Þjálfari: Kristinn Guðmundsson Þjálfari: Erling Richardsson
Leikmannalisti Nafn | Aldur | Staða | Leikir Andreas Örn Aðalsteinsson – 21 árs – markvörður- 7 Atli Karl Backhmann – 20 ára – skytta/horn - 19 Atli Ævar Ingólfsson – 22 ára – línumaður - 21 Ármann Davíð Sigurðsson – 22 ára - línumaður - 18 Bjarki Már Elísson – 20 ára – hornamaður - 21 Bjarki Már Gunnarsson – 22 ára - skytta - 12
HK
Björn Ingi Friðþjófsson – 23 ára – markvörður - 21 Björn Þórsson Björnsson – 22 ára - línumaður - 10 Brynjar Freyr Valsteinsson – 28 ára - hornamaður - 9
4.sæti | 21 leikur | 11 sigrar | 0 jafntefli | 10 töp | 22 stig | Markatala 633-627
Daníel Berg Grétarsson – 25 ára - miðjumaður - 16
Markahæstu menn: Ólafur Bjarki Ragnarsson 147 mörk í 21 leik – Bjarki Már Elísson 137 mörk í 21 leik.
Hákon H. Bridde – 27 ára - hornamaður - 14
HK tapaði fyrir Akureyri strax í fyrstu umferð N1-deildarinnar, en vann svo sex leiki í röð. HK vann öll hin liðin í deildinni, nema Akureyri, og norðamenn bundu enda á sigurleikjahrinuna í áttundu umferð. HK tapaði þremur næstu leikjum sínum, vann svo þrjá og tapaði þremur. HK vann og tapaði til skiptis í síðustu fjórum umferðunum. Lengsta sigurhrina HK var sex leikja hrinan í upphafi leiktíðar og lengsta taphrinan leikirnir fjórir sem fylgdu í kjölfarið. HK vann tvo af síðustu fimm leikjum sínum og tapaði þremur, hafði því fjögur stig úr þessum leikjum. Markatalan í þeim er 156-143.
Garðar Svansson – 18 ára - skytta - 5 Hörður Másson – 21 árs - skytta - 20 Leifur Óskarsson – 21 árs – horn/miðja - 5 Leó Snær Pétursson – 18 ára - hornamaður - 13 Ólafur Bjarki Ragnarsson – 22 ára – miðjumaður - 21 Sigurjón Friðbjörn Björnsson – 22 ára - hornamaður - 15 Sigurjón Rúnarsson – 25 ára - línumaður - 2 Valgeir Tómasson – 24 ára – markvörður - 16 Vilhelm Gauti Bergsveinsson – 31 árs – línumaður - 21
Árangur síðustu ára 2010 4. sæti N1-deildar Tap gegn Haukum í undanúrslitum
2009 3. sæti N1-deildar
Þjálfarinn
w
2008 2. sæti N1-deildar
Spekingurinn
Kristinn Guðmundsson
Óskar Bjarni um HK
„Staðan á hópnum er bara nokkuð góð, það eru engin stórvægileg meiðsli,“ segir Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK. „Það eru nokkrir leikmenn að glíma við smávægileg meiðsli, en það er ekkert sem kemur í veg fyrir að þeir spili.“
Styrkleikar | HK-ingar eru mjög skynsamir og spila markvisst og vel úr sínum mannskap. Þjálfaranir eru klókir að ná því besta út úr leikmönnunum sínum. Þeir geta stillt upp í góða vörn, eru með góðan markmann og eiga mjög hættuleg sóknarvopn. Þar fara Ólafur Bjarki, Daníel, Bjarki hornamaður og Atli línumaður fremstir í flokki.
Hvernig leggst einvígið við Akureyri í þig? „Bara mjög vel, við erum bjartsýnir og ætlum okkur að vera til sóma. Ef þú ert kominn í undanúrslit ertu að sjálfsögðu að fara að reyna að gera betur og það er það sem við ætlum okkur að gera. Þetta er auðvitað hörkulið sem við erum að fara að spila við en við munum leggja okkur alla fram.“ Hvernig meturðu möguleika ykkar? „Ég met möguleika okkar bærilega. Ef við náum að vinna annan af tveimur fyrstu leikjunum erum við búnir að yfirstíga þá hindrun að vinna þá ekki í vetur, það hefur ekki tekist hingað til. Ef það gengur eftir þá eigum við alveg helmings möguleika.“ Ertu ánægður með árangurinn í vetur? „Ég er ánægður með tímabilið í heild. Auðvitað eru nokkrar stundir þar sem við hefðum getað gert betur en svona heilt yfir getum við verið sáttir. Margir spáðu því að við myndum berjast á öðrum vígstöðum heldur en úrslitakeppninni, en hér erum við samt. Leikmenn hafa stigið upp og staðið sig frábærlega. Við erum þó ekkert hættir og ætlum að gefa allt í leikina gegn Akureyri.“
Tap gegn Val í undanúrslitum
Veikleikar | Þeir voru frískari og líklegri á góðu köflunum fyrir áramót, spurning um stemmningu og hvort þeim tekst að kalla fram það besta í mannskapnum. Þeir gætu verið saddir og ánægðir með að vera komnir í úrslitakeppnina. Hægri vængurinn verður líklega að teljast veikleiki og það Lykilmenn | Sóknarvopnin eru algjört lykilatriði, Ólafur Bjarki, Atli, Bjarki og Daníel. Björn markmaður verður líka að skila sínu, hann er mikilvægur.
13
Við hvetjum okkar lið til sigurs!
Odent ehf Sími: 462 4749 Glerárgötu 34
Fjarðargrjót ehf Sími: 863 3310 Baldur Jónsson ehf Sími: 892 2811
Bifreiðastilling Varmi Auðbrekku 14 Sími: 564 2141
Bílamálun Alberts Stapahraun 1 Sími: 555 4895
Dráttarbílar ehf Sími: 565 1460
Eignamiðlun Garðabæjar Sími: 545 0800
Þvottahúsið Höfði Hafnarstræti 34 Sími: 462 2580
Nuddstofa Akueyrar Sími: 462 3200
Sjúkranuddstofan Silja Sími: 564 2085
Tannlæknastofa Mörtu Sími: 462 3991
Nú klæðum við áleggið okkar í gull ...því það á það svo sannarlega skilið