Stockfish Film & Industry Festival 2024

Page 1

1 FILM AND INDUSTRY FESTIVAL 10TH EDITION 4-14 APRIL BÍÓ PA RA DÍS

EFNISYFIRLIT / INDEX

STOCKFISH FILM & INDUSTRY FESTIVAL

4 Um Stockfish kvikmynda- og bransahátíð/ About Stockfish

4 Miðar/ Tickets

4 Staðsetningar og miðstöðvar hátíðarinnar/ Festival Venues and Hubs

6 Einar Þorsteinsson borgarstjóri/ Mayor

7 Lucie Samcová – Hall Allen/ Ambassador of the European Union to Iceland

8 Hrönn Kristinsdóttir listrænn stjórnandi/ Artistic Director

9 Carolina Salas framkvæmdastjóri/ Managing Director

KVIKMYNDIR/ FILMS

11 Opnunarmynd/ Opening Film: Eternal

12 CWC hornið/ Chicago World Cinema: The Burdened, Goodbye Julia and Bye Bye Tiberias

14 EFA hornið/ EFA Corner: La Chimera, Excursion and Housekeeping for Beginners

16 Danmörk-Í sviðsljósinu/ Denmark in the Spotlight: Kalak and Tove´s Room

18 Kvikmyndaarfurinn/ Heritage: Cold Fever, Á Hjara Veraldar and Guided Archive Screening

19 Hátíðarmyndir/ Festival Films: Love Lies Bleeding and The Human Hibernation

20 Hátíðarmyndir/ Festival Films: Four Daughters, Art College 1994 and In the Rearview

21 Hátíðarmyndir/ Festival Films: Puan, The Hypnosis and The Teacher

22 Miðnæturgeðveiki og lokamynd/ Midnight Madness: Hundreds of Beavers and Closing Film: Belle

24 Retrospective on Lynne Ramsay: Morvern Callar, We Need to Talk About Kevin and Ratcatcher

25 Heiðursverðlaun/ Honorary Awards: Lynne Ramsay, Laufey Guðjónsdóttir

SPRETTFISKUR/ SHORTFISH

26 Um Sprettfisk og dómnefndir/ About Shortfish and Jury

27 Leikin mynd/ Narrative

28 Heimildaverk/ Documentaries

29 Tilraunaverk/ Experimental

30 Tónlistaverk/ Music Videos

31 Evu Maríu Daniels verðlaunin fyrir framúskarandi kvikmyndagerð/ Eva Daniels Vital Award

BRANSADAGAR/ INDUSTRY DAYS

32 Meistaranámskeið: Hvað er mikilvægast/ Masterclass - Encapsulating the Essence by Mimi Plauché

33 Hvernig býr maður til hrífandi heimildarmynd/ Masterclass - Crafting A Compelling Dox by Helle Hansen

34 Meistaraspjall og pallborðsumræður með Alexa L. Fogel/ Alexa L. Fogel Masterclass and Panel

37 Leiðin að sjálfbærri kvikmyndagerð/ The Road to Sustainable Film Production

39 Pallborðsumræður Nordfilm Network/ Panel With the Nordfilm Network on Film Education

40 Verk í vinnslu/ Work in Progress

41 Handritasmiðja/ Writers Lab by Tina Gharavi

42 WIFT móttaka/ WIFT Reception

44 Kvikmyndastefnan 2020-2030/ About the Icelandic Film Policy 2020-2030

3

UM STOCKFISH / ABOUT STOCKFISH

Stockfish er kvikmynda- og bransahátíð sem nú er haldin í tíunda sinn í Bíó Paradís og víðar um borgina. Heildardagskrá má finna á öftustu opnu en lesa má nánar um kvikmyndir og viðburði hér í þessum bæklingi. ATH. að þær myndir sem ekki eru með ensku tali eru með enskum texta. Allar upplýsingar í bæklingi eru með fyrirvara um breytingar en eru uppfærðar reglulega á stockfishfestival.is.

/EN Stockfish Film & Industry Festival is an international film festival that takes place for the 10th time and takes place in Bíó Paradís. The schedule is situated on the last page but further information on films and events can be found earlier in the brochure. Please be aware that information in this brochure could change so it’s always good to check our homepage stockfishfestival.is which is always up to date.

MIÐAR / TICKETS

stockfishfestival.is

Þér er boðið í 10 ára afmæli STOCKFISH! Sýningar eru opnar almenningi þeim að kostnaðarlausu! Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til að upplifa gleði Stockfish. Í boði er fjölbreytt úrval kvikmynda og við erum fullviss um að á hátíðinni sé kvikmynd sem höfðar til hvers og eins. Sjáumst þar! Boðið gildir á opnunarmyndina gegn framvísun boðsmiða.

/EN Step into the celebration of STOCKFISH 10th Birthday, BE INVITED! Open Admissions! Don’t miss this opportunity to experience the Stockfish´s joy without barriers. From indie gems to timeless classics, there’s something for everyone’s likes. See you at the screenings! Opening Film by invitation only.

Hægt er að fá miða á heimasíðunni okkar: stockfishfestival.is Ekki er hægt að bóka miða í miðasölunni, einungis á netinu. Hátíðargestir þurfa að framvísa miðum áður en gengið er inn í salinn.

Ekki gleyma að afbóka ef þú kemst ekki! Ef þig langar að sjá sýningu sem er uppbókuð, mættu í Bíó Paradís og athugaðu hvort það séu laus sæti á síðustu stundu. Ef engin sæti eru í boði, gríptu tækifærið, fáðu þér drykk og kynnstu öðrum hátíðargestum í miðstöð hátíðarinnar.

Gríptu tækifærið til að upplifa undraheim Stockfish!

/EN Please note you should get your tickets at our page: stockfishfestival.is Online only, no box office sales. Tickets will be required at the cinema room entrance. Do not forget to cancel If not attending!!! If a film that you want to see is sold out, come by Bíó Paradís and check on last minute seat availability. If none are available, use the chance to grab a drink, enjoy the festival hub and meet other festivalgoers.

Grab the chance to explore the Stockfish realm!

STAÐSETNINGAR HÁTÍÐARINNAR / FESTIVAL VENUES

Bíó Paradís - Hverfisgata 54 - bioparadis.is

Nordic House - Sæmundargata 11 - Nordichouse.is

MIÐSTÖÐVAR HÁTÍÐARINNAR / FESTIVAL HUBS

KEX - Skúlagata 28, 101 Reykjavík - kex.is

Port 9 - Veghúsastígur 9, 101 Reykjavík - port9.is

Kaffibarinn - Bergstaðastræti 1, 101 Reykjavík - kaffibarinn.is

Ægir Bar - Laugavegur 2, 101 Reykjavík - aegisgardur.is

Prikið - Bankastræti 12, 101 Reykjavík - prikid.is

LOFT- Bankastræti 7, 101 Reykjavík - lofthostel.is

ÞÚ FINNUR OKKUR HÉR / YOU CAN FIND US

stockfishfestival.is

/stockfishfilmfestival

@stockfishfest

@stockfishfest

#stockfishfestival

#stockfish2024 #SFIF10ÁRA

#Stockfishfestivalexperince

Útgefandi: Stockfish Film & Industry Festival

Eintök: 2.000

Prentun: Litróf

4
enjoy a glass of wine in our cozy atmosphere Veghúsastígur 9a Port9wine +354-8322929

STOCKFISH 2024

Einn af lykilviðburðum í kvikmyndaborginni Reykjavík ár hvert er kvikmynda- og bransahátíðin Stockfish sem fer nú fram í tíunda skipti. Eins og venjulega teflir hátíðin fram metnaðarfullri dagskrá. Þar fá gestir innsýn í ólíka menningarheima og kynnast áhugaverðum persónum og fjölbreyttum sögum. Í tilefni fyrsta stórafmælis hátíðarinnar eru allar sýningarnar opnar almenningi að kostnaðarlausu. Stockfish er líka vettvangur fyrir íslenskt sem alþjóðlegt fagfólk í kvikmyndaiðnaðinum. Þar kemur fólk í þessum skapandi greinum saman og eykur á þekkingu sína, styrkir tengslin, deilir reynslu og skiptist á skoðunum. Sem fyrr geta þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í geiranum tekið þátt í frábærri stuttmyndasamkeppni hátíðarinnar, Sprettfiski. Með metnaði og góðri dagskrá hefur hátíðin fest sig í sessi og styrkt okkar fagfólk.

Reykjavík er kvikmyndaborg. Sögurnar eru fjölbreyttar og oft spilar höfuðborgin stórt hlutverk. Að horfa á kvikmynd í myrkrinu heima í stofu eða í sal fullum af fólki er spennandi tilfinning sem við þekkjum öll. En til þess að slíkt verk verði til í formi kvikmynda eða sjónvarpsþátta þarf að búa til öfluga kvikmyndamenningu og fagsamfélag innan geirans. Hlutverk borgarinnar og annarra stjórnvalda er að skapa góðar aðstæður en svo tekur hið skapandi samfélag við. Bæði Reykjavíkurborg og ráðuneyti menningarmála leggja mikla áherslu á að halda áfram að efla aðstöðu og innviði fyrir sjónvarps og kvikmyndagerð. Samhliða þeirri stefnu hefur kvikmyndaverkefnum fjölgað mjög, innlendum sem erlendum og þessi skapandi iðnaðurinn vex og dafnar.

Um leið og ég óska aðstandendum hátíðarinnar til hamingju með afmælið vil ég þakka sérstaklega fyrir hvernig hún hefur átt þátt í því að auðga, styrkja og lyfta kvikmyndamenningu í Reykjavík gegnum árin. Góða skemmtun!

The Stockfish Film Festival has become one of the key events in Reykjavík’s culture scene, reflecting the importance of the film industry in our country. The programme presented this year is as ambitious as ever, as the festival celebrates its 10th anniversary. Here, cinema guests gain insight into different cultures, get to know interesting characters, and delve into diverse stories. And to rejoice the festival’s first big anniversary, all screenings are open to the public completely free of charge.

Stockfish also provides an important platform for collaboration between local and international film communities. It brings together people in these creative fields and allows them to develop their skills, strengthen ties, share experiences, and exchange views. And as before, it gives a brilliant opportunity for those who are taking their first steps in the industry, to take part in Shortfish - the festival’s excellent short film competition. With its ambitious programme every year, the festival has made a strong name for itself and bolstered local filmmakers.

Reykjavík has become a hub for filmmakers. The stories told are diverse, and often our capital city plays a vital role in the setting. Sitting in the dark watching a movie - in your own living room or in an auditorium full of people - offers an exciting feeling that we all can relate to. But, for these stories to emerge as films or TV shows, there must be strong film culture as well as access to excellent professional talent within the sector. The City of Reykjavík and other authorities must cultivate the right conditions for the industry, so that the creative community can take it further. Both the City of Reykjavík and the Ministry of Culture place great emphasis on continuing to develop facilities and infrastructure for television and film production. As a result, the number of film projects, both local and international, has only increased, and the creative industry in Reykjavík is growing and thriving.

On behalf of the City of Reykjavík, I want to say Happy Anniversary – and thank you so much for enriching, strengthening and elevating film culture in Reykjavík over the years. Enjoy!

Sincerely,

6
/EN

FÖGNUM EVRÓPSKUM KVIKMYNDUM

/ CELEBRATING EUROPEAN FILMS AND CULTURE!

Það gleður okkur hjá Sendinefnd ESB á Íslandi að geta stutt við Stockfish-kvikmyndahátíðina enn og aftur sem fagnar nú 10 ára stórafmæli sínu. Evrópusambandið leggur mikla áherslu á skapandi greinar, menningu og listir um alla Evrópu. Um margra ára bil hefur Evrópusambandið stutt stolt við íslenska kvikmyndagerð en fjölmörg frábær íslensk kvikmyndaverkefni hafa hlotið styrki í gegnum Creative Europe menningaráætlun ESB.

Danskar kvikmyndir verða í sviðsljósinu á hátíðinni í ár. Íslensk og dönsk menning tengjast nánum böndum og það gleður okkur að geta fagnað þessum tengslum í ár, enda spilar menning stórt hlutverk í alþjóðlegum samskiptum. Fögnum saman þeim jákvæðu áhrifum sem menning og listir geta haft í samfélögum okkar.

/EN We at the EU Delegation to Iceland are pleased to support the Stockfish Film Festival once again, which celebrates its 10th anniversary this year. The European Union places a great emphasis on

the creative industries, arts and culture all over Europe. For many years now, the European Union has supported the Icelandic film industry including through the Creative Europe Programme which has helped fund many excellent Icelandic film projects.

Danish films will be in the spotlight at the festival this year. Icelandic and Danish culture are closely intertwined and we are pleased to celebrate this connection as culture plays a key role in international relations. Let‘s celebrate together the positive influence that culture and arts can have on our societies.

Lucie Samcová – Hall Allen, Ambassador of the European Union to Iceland

OG MENNINGU!

HJARTANLEGA  VELKOMIN Á STOCKFISH KVIKMYNDA-OG BRANSAHÁTÍÐ

2024

A WARM WELCOME TO THE STOCKFISH FILM AND INDUSTRY FESTIVAL 2024

Hrönn Kristinsdóttir Listrænn stjórnandi / Artistic Director

VIÐ HÖLDUM UPP Á 10 ÁRA AFMÆLI STOCKFISH OG BJÓÐUM YKKUR Í BÍÓVEISLU

Árið 2024 markar 10 ára afmæli Stockfish kvikmyndaog bransahátíðarinnar og af því tilefni verða allar sýningar og viðburðir hátíðarinnar áhorfendum og þátttakendum að endurgjaldslausu.

Við viljum fylla bíósalina af forvitnu fólki, ungu, miðaldra og gömlu, af öllum kynjum og allsstaðar frá. Fólki sem kann að meta góðar, vel sagðar sögur, stórbrotna myndræna söguleysu, rómantík, angist eða bara hversdagslegan harmleik eða gleði. Eins og áður bjóðum við upp á fjölbreyttar verðlaunakvikmyndir frá öllum heimshornum, og áhugaverða bransaviðburði. Við sýnum verðlauna myndir frá, Danmörku, Spáni, Jemen, Súdan, Palestínu og Úkraníu svo eitthvað sé nefnt.

Kvikmyndin hefur sem áratugum skiptir verið mikilvægt innlegg í þjóðfélagsumræðu og er það ekki síður í dag. Hún sviptir hulunni af því sem er raunverulega í gangi, veitir okkur innsýn í líf samferðafólks okkar, ólíka menningarheima og fær okkur til að skiptast á skoðunum, eða hreinlega skemmtir og gerir okkur kleift að hvíla hugann frá okkar eigin tilveru. Það er því mikilvægt að hlúa að kvikmyndaframleiðslu, standa vörð um frelsið og fegurð formsins og halda áfram að byggja upp öflugan kvikmyndaiðnað á Íslandi.

Á þessu 10 ára afmæli fögnum við bæði kvikmyndalistinni og þeim fjölbreytta hópi lista og tæknifólks sem að henni koma og bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í bíó og á bransaviðburði.

/EN WE CELEBRATE 10 YEARS OF THE STOCKFISH FILM FESTIVAL AND INVITE YOU TO JOIN US FOR A CINEMA CELEBRATION

2024 marks the 10th anniversary of Stockfish Film and Industry Festival and therefore all of our screenings and industry events will be free of charge for the audience and participants of the Festival.

We are excited to fill our movie theaters with curious people, young and old, of all genders, and from all around the world. People who enjoy good and well crafted stories, spectacular imagery, romance, anguish or the everyday tragedy or happiness.

As in the past years, we will offer a variety of award winning films from all corners of the world alongside interesting industry events. We will screen films from Denmark, Spain, Yemen, Sudan, Palestine and Ukraine to name a few countries. For generations, films have remained a pivotal cornerstone of societal discourse and continue to hold their significance in today’s landscape where they play an increasingly pivotal role in fostering public conversation. The art form of film provides us with insights into the lives of our fellow commuters, diverse cultural worlds, and encourages us to exchange views, or simply entertains and allows us to momentarily escape our own existence.

It is thus very important to foster the art of film, to protect the freedom and the beauty of this art form and to continue our journey towards a stronger film industry in Iceland. On this 10th anniversary, we celebrate both the art of film and the diverse groups of artists and technical people involved in it.

We wholeheartedly welcome you to join the celebration of films and the film industry during Stockfish Film and Industry Festival April 4th-14th.

8

THE POWER OF CINEMA

Carolina Salas

Framkvæmdastjóri

/ Managing Director

Ég hef verið þess að heiðurs aðnjótandi að fá fylgjast með Stockfish Film Festival í 10 ár og fyllist þakklæti þegar ég hugsa um öll þau frábæru verk sem hafa verið sýnd hér og samtölin og samfélagið sem hátíðin hefur skapað. Stockfish hefur leitt okkur inn í heim sagna, leyft okkur að skyggnast inn í menningarheima ólíka okkar eigin og verið uppspretta miklvægra samræðna. Við metum mikils kraft þess samstarfs, nýsköpunar og frumlegheita sem Stockfish hefur tekist að skapa og vonum að hátíðin verði knúin áfram af sama krafti í framtíðinni.

Áður en við höldum af stað í þá kvikmyndaveislu sem Stockfish er, er vert að staldra við og þakka því dásamlega starfsfólki sem hefur lagt hátíðinni lið, einvala hópur sem hefur unnið af hollustu og ástríðu dag og nótt að því að gera hátíðina að því sem hún er. Skálum fyrir næsta áratug af Stockfish, höldum áfram að njóta kvikmyndanna í botn, myndum sambönd og sköpum ógleymanlegar minningar.

/EN I have had the joy of witnessing 10 years of Stockfish and it is with gratitude that I am commemorating a decade of cinematic excellence, creativity, and community. Together, we’ve journeyed through the power that storytelling holds in bridging cultures, igniting conversations, and sparking change. Let us also acknowledge the spirit of collaboration, innovation, and boundless originality that Stockfish holds and let it propel us forward. As we set sail on this cinematic voyage, it’s crucial to pause and recognize the dynamic team whose unwavering dedication, passion, and relentless commitment fruitfully bring this festival to you all.

Here’s to another decade of celebrating the timeless joy of film, meaningful connections, and unforgettable moments.

OPENING FILM: ETERNAL

Iceland - US, Denmark 2023/ Drama, Fiction, Sci-Fi, Romance/ 99 minutes

04.04. Kl: 19:00

+Open Talk

Loftlagsvísindamaðurinn Elias finnur ástina í lífi sínu þegar hann hittir unga og efnilega söngkonu, Anitu að nafni og þau fella hugi saman. Þegar jarðskjálfti myndar stóra og sérkennilega sprungu á hafsbotni ákveður hann hins vegar að yfirgefa Anitu og ástina til að taka þátt í rannsókn á sprungunni. Árum seinna, þar sem Elias er enn við rannsóknir á sprungunni, birtist honum sýn um það líf sem hefði orðið ef hann hefði tekið aðrar ákvarðanir. Elias er staðráðinn í að snúa til baka og endurheimta ástina, Anitu og lífið.

/EN Young climate change scientist, Elias falls in love with an aspiring singer, Anita but when an opportunity arises for him to join a mission researching a dangerous climate change phenomenon he chooses career over love. Years later, during his mission, he experiences a vision of what his life could have been like if he made a different choice and his new obsession becomes to get his old life and love back.

11

Arm Gamal

THE BURDENED

06.04 Kl: 22:00

07.04 Kl: 19:30

Yemen, Sudan, Saudi Arabia 2023/ Fiction, Drama/ / 91 minutes

Hjónin Isra’a og Ahmed sem búa í Suður Yemen berjast í bökkum við að veita þremur börnum sínum menntun og eðlilegt líf. Þegar þau komast að því að Isra gangi með fjórða barnið verða þau að taka erfiðar ákvarðanir með hagi fjölskyldunnar í huga og um leið kljást við álit þjóðfélags sem lítur þungunarrof hornauga.

/EN Isra’a and Ahmed, put all their efforts into offering a normal life and education for their three young children. When they find out that Isra’a is pregnant again, they have to make difficult decisions guided only by their family’s interest.

GOODBYE JULIA

05.04 Kl: 21:30

10.04 Kl: 21:15

13.04 Kl: 17:00

France, Palestine, Belgium, Qatar/ 2023/ 82 minutes

Hiam Abbass fór frá heimabyggð sinni í Palestínu og skildi eftir móður, ömmu og sjö systur sínar til að eltast við drauma sína um að verða leikkona. Þrjátíu árum síðar snýr hún aftur ásamt dóttur sinni Linu sem er kvikmyndagerðarkona. Úr verður hjartnæm heimildarmynd um fjölskyldusögu fjögurra kynslóða hugrakkra kvenna frá Palestínu.

/EN Filmmaker Lina Soualem travels back in time and place to capture the stories passed on by four generations of daring palestinian women in her family.

06.04 Kl: 17:00

09.04 Kl: 19:15

11.04 Kl: 21:30

Sudan, Sweden, Germany, Saudi Arabia, France, Egypt/ 2023/ Fiction, Drama/ 120 minutes

Þjökuð af sektarkennd eftir að hafa hylmt yfir morð ákveður Mona, norður-súdönsk fyrrverandi söngkona, að ráða Júlíu, suður súdanska ekkju hins myrta, sem húshjálp. Mona getur ekki viðurkennt gjörðir sínar fyrir Júlíu og ákveður að setja fortíðina að baki sér, ómeðvituð um að ófriðurinn milli norðurog suðurhluta landsins gæti teygt anga sína inn á heimilið og neytt hana til að horfast í augu við syndir sínar.

/EN Just before the secession of South Sudan, a married former singer from the north seeks redemption for causing the death of a southern man by hiring his oblivious wife as her maid.

12
Lina Soualem Mohamed Kordofani
CWC HORNIÐ / CHICAGO WORLD CINEMA
13 Laugavegur 4 — 101 Reykjavík

Una Gunjak

EXCURSION

07.04 Kl: 19:00 + Open Talk

08.04 Kl: 19:00

13.04 Kl: 19:00

Bosnia and Herzegovina, Serbia 2023/ Fiction, Drama/ / 93 minutes

Unglingsstúlka í Sarajevó, í leit að athygli og viðurkenningu, lýgur því að hafa misst meydóminn í leiknum ,,sannleikanum eða kontór” með öðrum ungmennum. Föst í eigin lygi gerir hún sér upp þungun og verður miðpunktur hneykslis og deilna sem fara hratt úr böndunum.

/EN In Sarajevo, a teenager seeking validation claims that she had sex for the first time during a game of “truth or dare” among middle schoolers. Trapped in her own lie, she invents a pregnancy and becomes the center of a controversy that spirals out of control.

LA CHIMERA

05.04 Kl: 16:45

09.04 Kl: 17:00

14.04 Kl: 17:15

Italy, France, Switzerland 2023/ Fiction, Adventure, Comedy, Fantasy/ 130 minutes

Hópur fornleifafræðinga og svarti markaðurinn fullur sögulegra gripa.

/EN A group of archaeologists and the black market of historical artifacts.

07.04 Kl: 17:00

11.04 Kl: 17:00

HOUSEKEEPING FOR BEGINNERS

North Macedonia, Croatia, Serbia, Poland, Kosovo 2023/ / Comedy, Drama, LGBTQ/ 107 minutes

Dita, sem ætlaði sér aldrei að verða móðir, finnur sig knúna til að ala upp tvær dætur kærustu sinnar. Þegar langanir þeirra stangast á brýst fram hugljúf saga um baráttu þessarar óvenjulegu fjölskyldu til að vera saman.

/EN Despite never aspiring to be a mother, Dita finds herself compelled to raise her girlfriend’s two daughters. As their individual wills clash, a heartwarming story unfolds about an unlikely family’s struggle to stay together.

14
Alice Rohrwacher Goran Stolevski
EFA HORNIÐ / EFA CORNER

KALAK

Denmark, Sweden, Norway, Finland, Greenland, Netherlands 2023/ Drama/ 120 minutes

06.04 Kl: 19:15 + Open Talk

07.04 Kl: 21:30

09.04 Kl: 21:30

Jan sem var ungur beittur kynferðisofbeldi af hendi föður starfar í Grænlandi. Hann er kallaður „Kalak“, sem er grænlenskt orð yfir bæði „sannur“ og „óhreinn“, og finnst honum heiður að slíkri nafnbót. Það kemur þó að því að hann þarf að horfast í augu við föður sinn. Byggt á sannri sögu.

/EN Greenland in the 90’s. Jan, family father and nurse, is constantly on the run from himself after being sexually abused by his father as a teenager. Working in Nuuk, Greenland, he yearns to be a part of the open, collectivist culture and basically tries to fuck his way inside. Based on a true story.

Martin Zandvliet

TOVE´S ROOM

Denmark 2023/ Drama/ 73 minutes

05.04 Kl: 19:15

08.04 Kl: 17:00

Árið 1963 er ungur rithöfundur á leið í hádegismat til rithöfundarins Tove Ditlevsen og sadíska eiginmanns hennar, Victor Andreasen. Hann býst við spjalli um bókmenntir, en veit ekki að hans bíður blóðbað.

/EN In Copenhagen 1963, a promising young author is on his way to lunch with the period’s biggest female writers, Trove Ditlevsen, and her sadistic husband, Victor Andreasen. He expects an afternoon of literature, what he doesn’t know is that a bloodbath awaits him.

16
DANMÖRK Í SVIÐSLJÓSINU/ DENMARK IN THE SPOTLIGHT: KALAK AND TOVE´S ROOM

Friðrik Þór Friðriksson

COLD FEVER

11.04 Kl: 19:30 + Open Talk

US, Japan, Iceland, Denmark, Germany 1995/ Fiction, Comedy, Drama, Mystery

Atsushi Hirata, ungur Japani, ferðast um Ísland í Citröen-bifreið til að halda minningarathöfn um foreldra sína sem létust á ferðalagi um Ísland. Ungi maðurinn þarf að takast á við íslenska veðráttu og á vegi hans verða mörg furðuleg fyrirbæri, bæði bandarískir túristar og íslenskir sviðhausar.

/EN Atsushi Hirata, a young Tokyo executive, is looking forward to his yearly holiday playing golf in Hawaii. His plans change suddenly when his grandfather convinces him that he should perform a memorial service for Atsushi’s parents at the spot where they died: a remote river in Iceland.

Gunnar Tómas

10.04 Kl: 19:15 + Open Talk

GUIDED ARCHIVE SCREENING

Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur Kvikmyndasafns Íslands, leiðir sérstaka sýningu um myndir Vigfúsar Sigurgeirssonar. Vigfús var einna fyrstur íslenskra kvikmyndagerðamann til að gera landkynningamyndir um Ísland sem sýndu þjóð í leit að sjálfstæði.

/EN Gunnar Tómas Kristófersson, film curator and specialist from the Icelandic Film Archive, will guide a special archive screening of Vigfús Sigurgeirsson’s films. He was one of the first Icelandic filmmakers to make promotional films about Iceland for foreign audiences and potential tourists.

Á HJARA VERALDAR

Iceland 1983/ Drama/ 112 minutes

Á hjara veraldar er fyrsta kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur og vakti myndin athygli á sínum tíma fyrir nýstárleg efnistök og óvenjulega nálgun. Í myndinni stillir Kristín margvíslegum andstæðum saman og kafar í kjölinn á íslenskri þjóðarvitund.

/EN Rainbow’s End is a tour de force which takes you through the Icelandic psyche with all its paradoxes and perverse twists. Opposites such as magic and materialism, individualism and mass mentality, Iceland versus the rest of the world.

18
Kristín Jóhannesdóttir 11.04 Kl: 17:00 + Open Talk
KVIKMYNDAARFURINN / HERITAGE

06.04 Kl: 17:00

12.04 Kl: 21:30

LOVE LIES BLEEDING

UK, USA 2024/ Fiction, Action, Drama/ 104 minutes

Líkamsræktareigandinn Lou verður ástfanginn af Jackie, metnaðarfullri vaxtarræktarkonu sem komin er til Las Vegas til að láta drauma sína rætast. En ást þeirra hefur ofbeldi í för með sér og dregur þau djúpt niður í glæpavef fjölskyldu Lou.

/EN Lou is a reclusive gym manager who falls hard for Jackie, an ambitious bodybuilder who’s heading to Las Vegas to pursue her dream. Their love soon leads to violence as they get pulled deep into the web of Lou’s criminal family.

THE HUMAN HIBERNATION

Spain 2024/ Fiction, Sci-Fi/ 90 minutes

05.04 Kl: 19:15 + Open Talk

09.04 Kl: 19:30

The Human Hibernation er vísindaskáldskapur sem fjallar um mannlega hegðun á dýrslegan hátt. Myndin hefst á því að Erin vaknar af vetrardvala of snemma og hverfur. Clara, eldri systir hennar, heldur af stað í leit að svörum. Um leið þarf hún að horfast í augu við reglur samfélagsins sem hún býr í, samfélags sem leggst í vetrardvala yfir köldustu mánuði ársins. Kvikmyndin veltir vöngum yfir mannskepnunni, þversagnir hennar og dýrslegt eðli.

/EN The Human Hibernation is a film about human nature if it had been different. Starting from the disappearance of Erin, a child who wakes up prematurely from hibernation, Clara, her older sister, will take us on a journey of searching for answers and confronting the narratives pre-established by the society in which she lives. One that hibernates during the coldest months of the year. A reflection on the human being, his contradiction, and the animal condition.

19
Rose Glass Anna Cornudella
HÁTÍÐARMYNDIR /FESTIVAL FILMS

09.04

10.04

FOUR DAUGHTERS

France, Saudi Arabia, Germany, Tunisia, Cyprus 2023/ Documentary/ 107 minutes

Það skiptast á skin og skúrir í lífi Olfu, túniskar konu og móður fjögurra dætra. Dag einn ákveða tvær elstu dætur hennar að fara og ganga til liðs við Íslamska ríkið í Líbíu. Í þessari leiknu heimildarmynd segir Ben Hania sögu fjölskyldunnar, sögu sem er í senn uppfull af von, uppreisn, ofbeldi og systrakærleik.

/EN The life of Olfa, a Tunisian woman and mother of four daughters, oscillates between light and shadows. One day her two eldest daughters disappear, and to fill their absence Ben Hania calls upon professional actors and sets up an extraordinary film mechanism to unveil the story of Olfa and her daughters.

07.04

09.04

IN THE REARVIEW

12.04

Poland, France, Ukraine 2023/ Documentary/ 84 minutes

Lítill sendiferðabíll ferðast um stríðshrjáða Úkraínu og sækir íbúa sem flýja hafa þurft heimili sín. Í landi þar sem flestu hefur verið rústað, verður bíllinn athvarf farþeganna.

/EN A small van traverses war-torn roads, picking up Ukrainians as they abandon their homes at the front. Shuttling them across the battered landscape into exile, the van becomes a fragile refuge, a zone for its passengers’ confidences.

07.04

ART COLLEGE 1994

China 2023/ Fiction, Animation, Comedy, Drama/ / 118 minutes

Í Art College 1994 er dregin upp mynd af æskunni

í listaháskóla í Suður Kína snemma á tíunda áratugnum. Með umbreytingarnar í stjórnarfari sem eru að opna landið fyrir hinum vestræna heimi í bakgrunni stígur hópur ungmenna sín fyrstu skref út í lífið og þurfa að velja milli hefða fortíðar og nútímans.

/EN Art College 1994 is a portrait of youth set on the campus of the Chinese Southern Academy of Arts. Against the backdrop of reforms opening China to the Western world, a group of college students live in full swing as they take their first steps into adulthood, where love and friendships are intertwined with artistic pursuits, ideals and ambitions.

20
Kaouther Ben Hania Liu Jian Maciek Hamela
Kl: 17:00
Kl: 17:00
Kl:
21:30
Kl: 17:00
Kl: 21:45
Kl: 19:00
HÁTÍÐARMYNDIR /FESTIVAL FILMS

08.04 Kl: 21:00

11.04 Kl: 21:45

PUAN

Argentina, Italy, Germany, France, Brazil 2023/ Fiction, Comedy, Drama/ 107 minutes

Tveir heimspekikennarar keppast um stöðu prófessorsembættis í háskólanum í Buenos Aires.

/EN At the University of Buenos Aires, a rivalry arises between two Philosophy teachers for a professorship position.

06.04 Kl: 19:30

13.04 Kl: 21:00

THE TEACHER

UK, Qatar, Occupied Palestinian Territory 2023 / Drama / / 115 minutes

Palestínskur kennari reynir að samræma áhættusama þátttöku sína í pólitískri andspyrnu við nýtt sambandi sitt við sjálfboðaliðann Lisu og tilfinningalegan stuðning sinn við Adam, einn af nemendunum.

/EN A Palestinian schoolteacher struggles to reconcile his risky commitment to political resistance with the chance of a new relationship with volunteerworker Lisa and his emotional support for one of his students Adam.

THE HYPNOSIS

05.04 Kl: 17:00

10.04 Kl: 17:00

10.04 Kl: 22:00

Sweden, Norway 2023/ Fiction, Comedy, Drama

Parið André og Vera er ungt athafnafólk. Þau fá tækifæri til að kynna heilsusmáforrit fyrir konur í mikilsvirtri samkeppni. Áður en þau mæta ákveður Vera að prófa að láta dáleiða sig til að hætta að reykja. Við það breytist viðhorf hennar og hegðun André’s um leið.

/EN André and Vera are a young entrepreneurial couple. They get the opportunity to pitch their female health app at a prestigious competition. Before going there, Vera tries hypnotherapy to quit smoking. From this point, her attitude changes and André starts to behave unexpectedly.

21 HÁTÍÐARMYNDIR /FESTIVAL FILMS
Maria Alché and Benjamin Naishta Ernst De Geer Farah Nabulsi

MIDNIGHT MADNESS: HUNDREDS OF BEAVERS

06.04 Kl: 22:00

US 2023/ Comedy/ 108 minutes

Hundreds of Beavers er yfirnáttúruleg vetrarsaga. Ölvaður eplabrandísölumaður á 19. öld verður að taka sig á til að verða fremsti loðdýraveiðimaður Norður-Ameríku og sigra hundruði bifra.

/EN In this 19th century, supernatural winter epic, a drunken applejack salesman must go from zero to hero and become North America’s greatest fur trapper by defeating hundreds of beavers.

LOKAMYND/ CLOSING FILM

CLOSING FILM: BELLE

Iceland, US 2023/ Fantasy, Horror/ 93 minutes

14.04 Kl: 17:00 + Open Talk

Þótt fólk sé ástfangið þýðir það ekki að ástin geri því gott. Í þessari svörtu útgáfu af Fríðu og dýrinu ákveður Belle að gerast fangi dýrsins í skiptum fyrir galdur sem á að lækna veikan föður hennar. Fanga segir sögu stúlku sem er föst milli tveggja eitraðra sambanda og þarf að berjast gegnum skaðlega útgáfu af ást til að finna veginn fram á við.

/EN Belle is a movie about the terrifying fact that just because you’re in love does not mean love is good for you. “Fanga” - the Icelandic title - is the Icelandic word for prisoner, which echoes through this darker take on the classic fairy tale beauty and the Beast. When Belle’s Papa falls ill, she chooses to become prisoner to the Beast in exchange for a healing spell. Caught between two toxic relationships, Belle is the story of a girl fighting through a wrong kind of love in order to feel her way towards something new.

22
MIÐNÆTURGEÐVEIKI/ MIDNIGHT MADNESS
23
www.doorway.is
CASTING SERVICES

RETROSPECTIVE / LYNNE RAMSAY

MORVERN CALLAR

2002/ Drama/ 97 minutes

10.04 Kl: 19:15

Morvern fer í bílferð til Skotlands ásamt bestu vinkonu sinni eftir að heittelskaði kærasti hennar fremur sjálfsvíg. En fljótt áttar hún sig á því að ekki sé hægt að hlaupa undan sorginni að eilífu.

/EN After her beloved boyfriend’s suicide, a mourning supermarket worker and her best friend hit the road in Scotland, but find that grief is something that you can’t run away from forever.

WE NEED TO TALK ABOUT KEVIN

12.04 Kl: 17:00

Sweden, Norway 2011/ Fiction, Comedy, Drama/ / 98 minutes

Eva hefur alltaf verið óörugg í móðurhlutverkinu og samband hennar við son sinn,Kevin, hefur verið þyrnum stráð allt frá fæðingu hans. Spurningar um eðli og uppeldi eru settar fram á sérlega sterkan máta með því að skoða sektarkennd Evu í samhengi við meðfædda illsku Kevins.

/EN Kevin’s mother struggles to love her strange child despite the increasingly dangerous things he says and does as he grows up. But Kevin is just getting started, and his final act will be beyond anything anyone imagined.

RATCATCHER

1999/ Fiction, Drama/ 94 minutes

11.04 Kl: 19:15

Árið er 1973. Ungur drengur ferðast um niðurníddar götur Glasgow og hittir fátæka unglinga þar í kring.

/EN A naive young lad navigates the dirty squalid streets of 1973 Glasgow and the poor youth around him.

24

HEIÐURSVERÐLAUN / HONORARY AWARDS

/ LYNNE RAMSAY / LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR

Lynne Ramsay er skoskur leikstjóri, handritshöfundur, framleiðandi og kvikmyndatökukona. Hún var gestur Stockfish árið 1997 þegar hátíðin bar nafnið Kvikmyndahátíð Reykjavíkur (Reykjavík Film Festival). Kvikmyndir hennar kafa djúpt í líf barna og ungs fólks. Sorg, sektarkennd, dauðinn og eftirleikur hans eru áberandi þemu sem birtast í kvikmyndunum. Lítið er um samtöl og frásagnir í myndunum og í stað þess er lögð áhersla á sjónræn atriði, tónlist og hljóðhönnun til að skapa söguheimana.

Lynne hefur verið tilnefnd til BAFTA og British Independent Film Awards fyrir leikstjórn og meðal annars hlotið verðlaun frá Writer’s Guild of Great Britain fyrir handritsskrif.

/EN Lynne Ramsay is a Scottish film director, writer, producer, and cinematographer. She was a guest of Stockfish back in 1997 under the former Reykjavík Film Festival.

Her films are marked by a fascination with children and young people and the recurring themes of grief, guilt, death, and its aftermath. They are low on dialogue and explicit story exposition, and instead use images, vivid details, music, and sound design to create their worlds.

Lynne has received a BAFTA nomination for Best Director and Best Director prize at the British Independent Film Awards, and a win for Best Film Screenplay at the Writer’s Guild of Great Britain, among other prizes.

Laufey gekk til liðs við Kvikmyndamiðstöð Íslands árið 2003 og byggði hana upp. Hún starfaði hjá Kvikmyndamiðstöðinni í 20 ár eða allt til ársins 2023. Áður var hún dagskrárstjóri á RÚV. Laufey er með yfir 30 ára reynslu að baki í fjármögnun kvikmynda og sjónvarpsefnis, kaupum á sjónvarpsefni, framleiðslu, dagskrárgerð, kvikmyndakynningum, gangsetningu og stjórnun stórra menningarverkefna. Hún hefur einnig verið fulltrúi margra alþjóðlegra samtaka á sviði kvikmynda, fjölmiðla, lista og annarra skapandi greina.

/EN Laufey was appointed to set up the Icelandic Film Centre in 2003 from her earlier job as Programme Director for the Icelandic pubcaster RÚV and was at the helm of the IFC for 20 years, until 2023. Laufey Guðjónsdóttir has over 30 years of experience within film financing and promotion; TV acquisitions, commissioning, producing and programming; coordinating and managing large projects in the cultural sector. She has been a representative in various international organizations in films, media, arts and creative industries.

25

SPRETTFISKUR / SHORTFISH

Stuttmyndasamkeppnin Sprettfiskur er haldin í fjórum keppnisflokkum þar sem leikið efni, heimildaverk, tilraunaverk og tónlistarmyndbönd eru aðskilin. Flokkarnir eru fjórir til að endurspegla þá grósku og fjölbreytni sem er í kvikmyndagerð hér á landi. Markmið keppninnar er að vekja athygli á upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til góðra verka með verðlaunum sem geta lagt grunninn að næsta verkefni. Verðlaunin koma frá KUKL tækjaleigu og RÚV. Verðlaunamyndirnar verða sýndar á RÚV og verða aðgengilegar í spilara RÚV.

/EN The goal of the competition is to draw attention to aspiring and versatile filmmakers and encourage future achievements with prizes that lay the foundation for the next project. The Rewards are supported by KUKL Rental and the Icelandic broadcaster RÚV. Winners will be included in RÚV VOD this year. The contenders will compete in four categories divided into Fiction, Documentary, Experimental & Creative Music Videos.

DÓMNEFNDIR

Við þökkum öllu því frábæra fólki sem skipaði dómnefndir Sprettfisks í ár en þess má geta að allir dómarar búa yfir yfirgripsmikilli reynslu úr faginu hér heima og erlendis og er framlag þeirra okkur ómetanlegt.

/EN JURY

We would like to thank the jury for their important input and contribution. All the jurors are experienced professionals in the film industry from Iceland and abroad.

26
Skáldverk / Narrative Silja Hauksdóttir Thorvaldur Kristjansson María Reyndal Heimildaverk / Documentary Tilraunaverk / Experimental Tónlistaverk / Creative Music Video Jörundur Ragnarsson Helena Jónsdóttir Ninna Pálmadóttir Daiga Livcane Thomas Brennan Vytautas Dambrauskas Helga Rakel Rafnsdóttir Gústav Geir Bollason Katrín Björgvinsdóttir

08.04 Kl: 17:00

12.04. Kl: 16:30

13.04. Kl: 17:00

HIGH TIDE ALONE

Director: Þura Stína

Length: 15,14 min

Producer: SURA productions, Þura Stína Kristleifsdóttir

ALONE is an Icelandic short about a woman looking back on her life and reflecting on if she is truly happy.

FÁR

Director: Gunnur Martinsdóttir Schlüter

Length: 5,13 min

Producer: Rúnar Ingi Einarsson, Sara Nassim

At a downtown café, three business colleagues are discussing a future investment opportunity when a seagull hits the cafe’s window right in front of them. Anna, one of the colleagues, tries to ignore the event but is unable to shake off the incident.

Director: Arina Vala Thordardottir

Length: 9,16 min

Producer: Jóna G. Hilmarsdóttir, Jessica Li,Meagan Solano

When a mysterious woman wants to be driven to a frozen beach in the middle of the night, her taxi driver starts suspecting that she might take her own life.

ROUTE 7

Director: Óskar Þorri Hörpuson

Length: 11,07 min

Producer: Óskar Þorri Hörpuson, Jón Axel Matthíasson, Birkir Kristinsson

When an african-icelandic man gets on board a bus he is met with casual discrimination, until a young little girl who doesn’t seem to understand the reason for it shows interest in his case.

SHOWERS

Director: Logi Sigursveinsson

Length: 17,48 min

Producer: Gunnbjörn Gunnarsson, Bianca Radoslav

A father picks up his son from prison in an attempt to reconnect with him. During the drive from the prison gate to the central bus station, the son discovers that his father has more faces than he could have ever imagined.

27
LEIKIN MYND / NARRATIVE
+ Open Talk

HEIMILDARVERK / DOCUMENTARY

08.04 Kl: 17:00

+ Open Talk

12.04. Kl: 16:30

13.04. Kl: 17:00

HAFEY EMPATHFRIDGES

Director: Rakel Jónsdóttir

Producer: Rakel Jónsdóttir

Length: 8,18 min

Freedges are a sharing mechanism aiming to reduce food insecurity and food waste. When examined more closely it seems that there is more behind these actions than the mere desire to reduce food waste.

MOUNTAIN SAGA

Director: Edda Sól Jakobsdóttir

Producer: Edda Sól Jakobsdóttir

Length: 15,05 min

A cinematic exploration of Iceland’s unique treasure, Kerlingafjöll, capturing its history, beauty, and transformation through a heartfelt intergenerational bond between Eddi and his granddaughter Edda.

Director: Hanna Hulda Hafthorsdottir

Length: 15,04 min

Producer: Hanna Hulda Hafthorsdottir

At the age of thirteen Hafey had a stroke. After waking up from a five week coma Hafey experienced herself differently. Dancing helped her gain her strength physically but most importantly mentally.

MISPLACED

Director: Michelle Pröstler

Producer: Haggai Birnir Moshesson

Length: 18,03 min

In life we all go through different stages, different wants and needs that always change with passing years and situations and places. But how often do we feel “at the right place”? How often do we feel utterly misplaced?

NEW LIFE

Director: Andri Freyr Gilbertsson

Producer: Andri Freyr Gilbertsson

Length: 18,09 min

Guðrún Tinna was born with a rare disease named CGD. Later in her life she was also diagnosed with leukemia and her health had become so bad that doctors wanted her to have a bone marrow transplant but finding a stem cell donor can be difficult.

28

08.04 Kl: 17:00

+ Open Talk

12.04. Kl: 16:30

13.04. Kl: 17:00

FRAGMENTS OF THE ATTEMPT

Director: Steiní Kristinsson

Producer: Steiní Kristinsson

Length: 5,45 min

IF I DIE, WILL I GO HOME?

Director: Peter Thor

Producer: Þorgeir P. Á. Sigurðsson

A scene from an unfinished film from a fictional country where a hunter and her daughter find themselves drawn to a strange sound in the forest.

SOULMATES

Director: Alda Ægisdóttir

Producer: Alda Ægisdóttir

Length: 9,51 min

Length: 8,50 min

This is a surreal exploration into the mind of a boy who is stuck in the endless loop, that is the trauma behind his childhood and the effects it has had on how he views himself and the people around.

THAT’S JUST HOW IT IS

In a world of embroidered flowers and insects, two lovers are torn apart by supernatural forces. The film explores subconscious emotions through symbolic imagery reminiscent of myths and fairy-tales.

Length: 9,51 min

Director: Björk Magnúsdóttir, Askur Benedikt Árnason Nielsen

Producer: Björk Magnúsdóttir

Shot in Reykjavík, Iceland, “That’s just how it is” is an analog experimental video artwork that visually interprets a poem written by the co-director, Björk Magnúsdóttir, that expresses feelings of derealization and dissociation.

VAGUS SYMPHONY

Length: 25,49 min

Director: The Icelandic Love Corporation, Eirún Sigurðardóttir, Jóni Jónsdóttir

Producer: Hanna Björk Valsdóttir

Vagus Symphony is an experimental poetic short film, an abstract journey without words from the primordial bang to epiphany through the seven continents of the body.

29
/ EXPERIMENTAL
TILRAUNAVERK

TÓNLISTARVERK / MUSIC VIDEO

08.04 Kl: 17:00

+ Open Talk

12.04. Kl: 16:30

13.04. Kl: 17:00

SOLARR PROBLEMS

Director: Snæfríður Sól Gunnarsdóttir

Length: 5,45 min

Producer: Snæfríður Sól Gunnarsdóttir

Mr. Flesh is a young, shady and lonely guy who has the superpower of shooting groovy vibes from his fingers. The only downside is that he has no control over those powers, so he has to wear specialized gloves to protect those around him.

SPIRITUS NATURAE AETERNUS

Director: Markus Englmair

Producer: Erlendur Sveinsson, Kári Úlfsson

Length: 5,45 min

Length: 25,49 min

Director: Máni M. Sigfusson

Producer: Máni M. Sigfusson

The idea for the video came mostly from reading the lyrics to the song. Though mostly from the opening lines “ When I was assembled on your wooden sea”.

YFIR SKÝIN

Director: Hanna Hulda Hafþórsdóttir

Producer: Nína Sólveig Andersen

Length: 3,37 min

Music video for Dustin O’Halloran’s piece Spiritus Naturae Aeternus.

Yfir skýin is a music video for the singer and songwriter, Lúpína. The video explores how feelings from past trauma can manifest themselves if you don’t let go of them.

IMAGINE A WOMAN

Length: 5,45 min

Director: Kristína Rannveig Jóhannsdóttir, Freyja

Vignisdóttir

Producer: Kristína Rannveig Jóhannsdóttir, Freyja Vignisdóttir

The storyline is told in relation to the lyrics of the music through dance. The lyrics are a feminist take on a simple story highlighting the hypocrisy of our patriarchal society.

30

EVU MARÍU DANIELS VERÐLAUNIN FYRIR FRAMÚRSKARANDI KVIKMYNDAGERÐ / EVA DANIELS VITAL AWARD

Stockfish kvikmynda og bransahátíð kynnir Evu Maríu Daniels verðlaunin fyrir framúrskarandi kvikmyndagerð. Verðlaunin eru ný af nálinni og eru veitt upprennandi kvikmyndagerðafólki í minningu hinnar virtu íslensku kvikmyndagerðarkonu og framleiðanda Evu Maríu Daniels sem lést síðastliðinn júní eftir erfiða baráttu við krabbamein. Verðlaunin eru veitt einum framleiðana eða leikstjóra í Sprettfisk stuttmyndakeppninni og er vinningsupphæðin 1,5 milljónir króna til að vinna að næsta verkefni. Evu Daniels verðlaunin eru veitt í samstarfi við eiginmann Evu, Moritz Diller og son hennar Henry í minningu um afrek Evu og til áframhaldandi framlags hennar til íslenskrar kvikmyndagerðar.

/EN The EMD Award for Vital Filmmaking is a new award for creators in the shorts program designed to honor the legacy of acclaimed Icelandic filmmaker and producer Eva Maria Daniels, who passed away last June after battling Cancer. With the support of Daniels’ partner Moritz Diller and son Henry, one standout Producer or Director in the SHORTFISH competition will receive 1.5 million Icelandic króna towards developing their next project.

31
MÓÐURSKIPIÐ TALENT AGENCY

BRANSADAGAR / INDUSTRY DAYS

MEISTARANÁMSKEIÐ MIMI PLAUCHÉ - HVAÐ ER MIKILVÆGAST

Vel heppnuð umsókn er lykilatriði í árangri á þeim vettvangi, og eykur líkur á að mynd verði valin til sýninga á hátíð, hún nái augum fólks innan bransans og leiði til mögulegrar sölu eða dreifingar.

Á þessum viðburði munu Mimi Plauché, listrænn stjórnandi Chicago kvikmyndahátíðarinnar og Hrönn Kristinsdóttir, listrænn stjórnandi SFIF, gefa innsýn inn í margvíslegar aðferðir til að fanga athygli forsvarsmanna kvikmyndahátíða og áhorfenda.

Dagsetning: 11. apríl Staður og stund: Bíó Paradís, 11:00

/EN MASTERCLASS WITH MIMI PLAUCHÉENCAPSULATING THE ESSENCE

Film festival strategies is essential for filmmakers looking to maximize the impact of their films on the festival circuit. A well-thought-out strategy can enhance the chances of selection, garner attention from industry professionals, and potentially lead to distribution deals. In this event, the artistic director of the Chicago Film Festival, Mimi Plauché, and SFIF artistic director and producer Hrönn Kristinsdóttir will encapsulate the essence of what is most relevant for film festival programmers and oversee all aspects of the artistic production.

Date: 11th April

Place & Time: Bíó Paradís, 11:00

BRANSADAGAR / INDUSTRY DAYS

MEISTARANÁMSKEIÐ HELLE HANSEN - HVERNIG BÝR MAÐUR TIL HRÍFANDI HEIMILDARMYND

Á námskeiðinu verður notað dæmi um norrænt kvikmyndaverkefni til að fara yfir þær áskoranir sem fylgja því að samþætta ólíka sýn þeirra sem koma að gerð heimildarmynda. Þá verður farið yfir hvernig kvikmyndargerðarmenn geta stuðlað að sátt meðal hagsmunaaðila án þess að upprunalega sagan líði fyrir. Kvikmyndagerðarkonan og blaðamaðurinn

Helle Hansen stýrir námskeiðinu, en hún hefur gert fjölda heimildarmynda ásamt því að starfa fyrir dönsku og norsku kvikmyndamiðstöðvarnar og danska ríkissjónvarpið .

Dagsetning: 10. apríl

Staður og stund: Bíó Paradís, 11:00

/EN MASTERCLASS WITH HELLE HANSEN - CRAFTING A COMPELLING DOX

A masterclass about developing a documentary film through a life scenario. With the use of a case study, a Nordic-backed film project, this masterclass provides an analysis where the challenges of navigating diverse perspectives among decision-makers are depicted, highlighting the filmmakers’ struggle to balance the satisfaction of all stakeholders while staying true to the original story. The narrative delves into the complexities of understanding that initial decisions may not always align with the film’s ultimate best interest. Additionally, the discussion encompasses the role of film institutes in supporting the filmmaking process and explores how film commissioners can better assist filmmakers. Audience participation is actively encouraged in this discourse.

Date: 10th April

Place & Time: Bíó Paradís, 11:00

BRANSADAGAR / INDUSTRY DAYS

ALEXA L. FOGEL

LEIKARAVALSSTJÓRI OG FRAMLEIÐANDI

Alexa L. Fogel hefur hlotið þrenn Emmy verðlaun fyrir hlutverkaval sitt og þrettán tilnefningar. Hún hefur einnig hlotið átta Artios verðlaun frá Leikaravalsfélagi Bandaríkjanna (e. Casting Society of America).

Alexa hefur unnið við fjölda sjónvarpsþátta, meðal annars Feud, Capote Vs. The Swans, Black Bird, Atlanta, We Own This City, Ozark, Pose, The Politician, The Plot Against America, The Outsider, The Deuce, Warrior, Quarry, Banshee, Treme, Ripper Street, The Wire, Generation Kill, Show Me A Hero, og Oz.

Auk þess hefur Alexa unnið við kvikmyndir eins og Rob Peace, Creed III, Anything’s Possible, Judas and the Black Messiah, The Prom, The Boy Who Harnessed the Wind, Too Big to Fail, Our Brand Is Crisis, The Sitter, og Red Tails.

Alexa framleiddi Netflix heimildarmyndina “A Secret Love” sem fjallar um samband Terry Donahue og Pat Henschel sem varði í 72 ár.

/EN ALEXA L. FOGEL

CASTING DIRECTOR & PRODUCER

Alexa L. Fogel has won three Emmy Awards for casting, with a total of thirteen nominations. She has also won eight Artios Awards from the Casting Society of America.

Some of her numerous television casting credits include Feud: Capote Vs. The Swans, Black Bird, Atlanta, We Own This City, Ozark, Pose, The Politician, The Plot Against America, The Outsider, The Deuce, Warrior, Quarry, Banshee, Treme, Ripper Street, The Wire, Generation Kill, Show Me A Hero, and Oz.

Additionally, Alexa has cast films such as Rob Peace, Creed III, Anything’s Possible, Judas and the Black Messiah, The Prom, The Boy Who Harnessed the Wind, Too Big to Fail, Our Brand Is Crisis, The Sitter, and Red Tails.

Through her Beech Hill Films banner, Alexa produced the Netflix original documentary A Secret Love, about former All-American Girls Professional Baseball League player Terry Donahue and her 72 year-long relationship with partner Pat Henschel.

34
T A L E N T

MEISTARASPJALL VIÐ ALEXU L. FOGEL UM LEIKARAVAL

Leikaraval er mikilvægur og stór þáttur í kvikmyndagerð sem vekur kvikmyndaverkið til lífsins. Leikaraval er listform. Það snýst svo sannarlega ekki aðeins um að para saman andlit og hlutverk heldur felur það í sér að finna réttu blönduna af hæfileikum, sjarma og trúverðugleika. Þegar vel tekst til skilar það sér í stórbrotinni upplifun áhorfenda. Rétt leikaraval getur bætt frásögnina og fært alla framleiðslu á hærra plan.

Til að ná sem bestum árangri það viðkomandi að búa yfir góðri þekkingu á leik, hafa næmt auga fyrir hæfileikaríkum leikurum og djúpan, leikrænan skilning á textanum. Þá þarf leikaravalsstjóri að hafa næmni og hæfni til að meta og skynja tengsl milli leikara. Þá þarf að huga að fjölbreytni í leikaravali til að endurspegla sem best margbreytileika samfélagsins.

Í þessu meistaraspjalli mun Ólafur Darri Ólafsson, leikari, framleiðandi og handritshöfundur, ræða við Alexu L. Fogel sem hlotið hefur fjölda Artios og Emmyverðlauna fyrir hlutverkaval. Saman munu þau deila sinni innsýn og reynslu af þessu ferli.

/EN MASTERCLASS - THE ART & CRAFT OF CASTING BY

Casting is a crucial and intricate aspect of filmmaking and television production. The craft of casting is an art that goes beyond matching faces to roles. It’s about finding the perfect combination of talent, charisma, and authenticity to create a captivating on-screen experience for audiences. A well-cast project not only enhances the narrative but also has the power to elevate the entire production to new heights.

To excel in casting, professionals must possess a deep knowledge of acting, a discerning eye for talent, a dramaturgical understanding of the text, and the ability to perceive chemistry between actors. Casting directors also need to be sensitive to issues of diversity and representation, ensuring that the cast reflects the authentic and diverse nature of society.

In this masterclass, Alexa L. Fogel, Emmy and Artios award-winning casting director and producer, will share her insights in conversation with IcelandicAmerican actor, producer, and screenwriter Olafur Darri Ólafsson.

MÁLSTOFA - AUKIN FJÖLBREYTNI

LEIKARA Í ÁHEYRNARPRUFUM FYRIR

SJÓNVARPSÞÆTTI OG KVIKMYNDIR

Mikilvægt er að ná til fjölbreyttari hóps leikara í áheyrnarprufur fyrir alls kyns verkefni. Það hagnast bæði leikurum, leikstjórum og framleiðendum.

Á viðburðinum munu helstu fyrirtæki Íslands í leikaravali ræða um hvernig er hægt að ná til sem flestra leikara og tala um aðferðir sínar til að auka fjölbreytni leikara í kvikmyndum og þáttaröðum.

/EN PANEL - EXPANDING THE AUDITIONS FOR TV AND FILM

Expanding the reach of casting calls for actors is crucial for attracting diverse and talented individuals to audition for roles in any project.

A panel focused on implementing strategies to widen the Icelandic casting calls, which would benefit actors, directors, and producers alike.

A well-publicized casting call not only attracts a larger pool of talent but also contributes to the success and diversity of a project.

An event with the main casting companies in Iceland and talent agencies, establish a conversation about how to maximize efficiency and information distribution, what method they have in use and how they would prefer to be approached to expand the variety of actors in casting processes.

Date: 12th April

Place & Time: Bíó Paradís, Masterclass 16:30, Panel 17:30

Moderated by: Þórunn Lárusdóttir

Only for registered participants.

35
36

BRANSADAGAR / INDUSTRY DAYS

LEIÐIN AÐ SJÁLFBÆRRI

KVIKMYNDAGERÐ

Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn tekur þátt í alþjóðlegu átaki til að takast á við áskoranir í umhverfismálum. Áhersla á sjálfbæra eða græna framleiðslu kvikmynda og afþreyingarefnis er sífellt að aukast.

Kvikmyndamiðstöð hefur í samræmi við kvikmyndastefnu stjórnvalda sett sér það markmið að stuðla að sjálfbærni í framleiðslu. Nú er sú krafa gerð með umsóknum um framleiðslustyrki fylgi yfirlýsing um sjálfbærnistefnu og markmið.

Með ábyrgari umgengni við náttúruna tryggir íslenskur kvikmyndaiðnaður stöðu sína til framtíðar. Það mun gagnast bæði iðnaðinum sem og áhorfendum og náttúrunni. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands, Green Producers Club og fyrstu íslensku útskrifuðu ráðgjafana sem eru með græna vottun og vinna undir merkjum USE SEE. Þeir eru jafnframt fulltrúar Green Producers Club á Íslandi. Í umræðunum verður farið yfir þá möguleika, hindranir og lausnir sjálfbær kvikmyndaframleiðsla stendur frammi fyrir.

Kynningin fer fram í Norræna húsinu. Henni lýkur svo á því Hrefna Sigurðardóttir, sýningarstjóri, kynnir sýninguna Wasteland Iceland en á sýningunni er settar fram hugmyndir og tillögur að sjálfbærum og grænum lausnum á vinnslu hráefnis sem annars væri urðað eða sent í orkufreka endurvinnslu.

Dagsetning: 9. apríl

Staður og stund: Norræna húsið 16:30

Kynnir: Anna María Karlsdóttir

/EN THE ROAD TO SUSTAINABLE FILM PRODUCTION

The Icelandic film industry as part of a broader global effort to address environmental challenges. Sustainable production, also known as green or ecofriendly production, is becoming most relevant in the film and entertainment industry nowadays. Aligned with national and international sustainability goals, the IFC is providing policy guidance by implementing requirements, recommendations and support to the industry on its path in achieving more sustainable practices.

A shift towards responsible filmmaking that benefits the planet, the industry and its audiences. This event will be hosted in collaboration with Icelandic Film Centre, the Green Producers Club and the first graduated Icelandic Certified Green Consultants from USE SEE and head of the Green Producers Club Iceland.

The presentation will be held at The Nordic House and will finish with a curatorial visit guided by Hrefna Sigurðardóttir to the Wasteland Iceland exhibition: “an ambitious and thought-provoking display of solutions and future concepts for how we can work with Icelandic materials with respect for planetary boundaries”. Guided by the curator of the exhibition, Hrefna Sigurðardóttir.

Date: 9th April

Place & time: The Nordic House 16:30

Moderated by: Anna María Karlsdóttir

37

Góða Skemmtun!

38

BRANSADAGAR / INDUSTRY DAYS

PALLBORÐSUMRÆÐUR NORDFILM NETWORK UM KVIKMYNDAMENNTUN Á NORÐURLÖNDUM OG EYSTRASALTSSVÆÐINU

Kvikmyndamenntun hlúir að nýsköpun og stuðlar að framþróun kvikmyndaiðnaðarins og greina innan hans. Auk þess eykur kvikmyndalæsi skilning á ólíkum menningarheimum og styrkir gagnrýna hugsun. Nordfilm eru samtök 11 kvikmyndaskóla á Norðurlöndum og Eystrasalti sem hafa það að markmiði að deila þekkingu og liðka fyrir samstarfi og skiptinámi milli skólanna. Fulltrúar skólanna munu í pallborðinu ræða stöðu kvikmyndagerðar í heimalandi sínu og á heimsvísu, og hvernig samstarf eykur tækifæri nemenda.

Skólarnir ellefu innan Nordfilm eru: Listaháskóli Íslands (IS), Den Danske Filmskole (DK), Den Norske Filmskolen (NO), Stockholms konstnärliga högskola (SE), Lietuvos Muzikos Ir Teatro Akademija (LT), Latvijas Kulturas akademija (LV), Baltic Film, Media and Arts School (EE), Metropolia Ammattikorkeakoulu (FI), Dalarna Audiovisual Academy (SE), Viljandi kultuuriakadeemia (EE) og VIA University College (DK).

Dagsetning: 10. apríl

Staður og stund: Norræna húsið, 16:30

/EN PANEL – FILM EDUCATION IN THE NORDIC/BALTIC REGION, WITH THE NORDFILM NETWORK

A film education allows individuals to explore the world from a wide perspective, which is crucial in a rapidly evolving world.

In this panel, representatives from each school discuss the state of film education in their own countries, in the Nordic/Baltic region, and globally, and the ways they collaborate to provide better opportunities for students.

The 11 film schools represented in the Nordfilm network are:

Iceland University of the Arts (IS), The National Film School of Denmark (DK), The Norwegian Film School (NO), Stockholm University of the Arts (SE), Lithuanian Academy of Music and Theatre (LT), Latvian Academy of Culture (LV), Baltic Film, Media and Arts School (EE), Metropolia University of Applied Sciences (FI), Dalarna Audiovisual Academy (SE), Viljandi Culture Academy (EE) & VIA University College (DK).

Date: 10th April

Place & Time: Nordic House, 16:30

39

BRANSADAGAR / INDUSTRY DAYS

VERK Í VINNSLU

Á bransadögum hátíðarinnar kynna kvikmyndagerðarmenn hér á land verk sem eru í vinnslu og sýna ókláruð verk sín. Verkefnin eru ýmist kvikmyndir eða sjónvarpsþættir í vinnslu.

Verk í vinnslu fær stuðning frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og er þetta kjörinn vettvangur fyrir kvikmyndagerðarfólk til að hittast og mynda tengsl og deila athugasemdum.

Viðburðurinn fer fram í Norræna húsinu en streymt verður beint frá viðburðinum fyrir þá sem ekki hafa tök á að mæta í eigin persónu. Kvikmyndagerðarmönnum gefst tækifæri að opna fyrir frekari dreifingu og kynningu á verkunum.

Dagsetning: 11. apríl

Staður og stund: Norræna húsið 16:30

Kynnir: Wendy Mitchell

VERK SEM KYNNT VERÐA / WORKS TO BE PRESENTED

Sjónvarpsseríur / TV Series

Vörn by Konráð K. Þormar

Storm by Sævar Guðmundsson

Kvikmyndir / Feature Films

Anorgasmia by Jón E. Gústafsson

When the Light Breaks by Rúnar Rúnarsson

The Mountain by Ásthildur Kjartansdóttir

All Eyes On Me by Pascal Payant

/ EN WORK IN PROGRESS

The “Work in Progress” presentation takes place during Stockfish Industry Days and showcases works from the latest Icelandic film and TV productions.

With the support from the Icelandic Film Centre, WIP provides a platform for collaboration, feedback, and exposure that can lead to valuable connections.

This event will be live-streamed and recorded to reach professionals who can not join us in person from The Nordic House in Reykjavík. Projects that take part aim to implement their distribution and promotional potential.

Date: 11th April

Place & Time: The Nordic House 16:30

Moderated by: Wendy Mitchell

Heimildamyndir / Documentary

What Men Share by Janus Bragi Jakobsson

The Tower by Ísold Uggadóttir

Temporary Shelter by Anastasiia Bortual Tight Lines by Gagga Jónsdóttir

Hægt er að finna nánari upplýsingar um verkin á vefsíðu Stockfish / Full Information About the WIP: stockfishfestival.is/wip

Only for registered professionals.

40

BRANSADAGAR / INDUSTRY DAYS

TINA GHARAVI Handritshöfundurinn og leikstjórinn

Tina Gharavi leiðir smiðjuna, en hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, og var meðal annars tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir fyrstu kvikmynd sína, I am Nasrine.

/EN TINA GHARAVI is a BAFTA and Sundancenominated writer/director, focused on delivering authentic stories lensed with an impeccably wrought perspective.

Gharavi is also an academic, teaching filmmaking around the world, and was awarded an MIT Fellowship. She was elected into the BAFTA Academy in 2017, is represented by Independent Talent in the UK and Gersh in Los Angeles, her two home bases.

HANDRITASMIÐJA Viðburður þar sem handritshöfundar geta skerpt á þekkingu sinni, fengið gagnrýni á verk sín og tengst samfélagi sem deilir ástríðu þeirra fyrir skrifum. Handritasmiðjunni er ætlað að efla og þroska íslenska handritshöfunda, og skapa umhverfi til samstarfs og tengslamyndunar. Hún er sniðin að þörfum höfunda með reynslu en þurfa leiðsögn til að fínpússa handrit sín og koma þeim í framleiðslu.

Dagsetning: 5-7. apríl

Staður og stund: Norræna húsið

/EN WRITERS LAB A space where writers can refine their skills, receive feedback, and connect with a community that shares their passion for storytelling. The SFIF Writers Lab also plays a crucial role in the development and success of Icelandic writers by providing a supportive environment for learning, growth, collaboration, and networking.

A 3-day Writers’ Room Lab exploring the creative process of storytelling for Film & TV. The goal of the lab is to develop and encourage new languages of storytelling to emerge and build a pipeline of writers telling stories that would otherwise not come to the surface.

Date: 5th-7th April

Place & Time: The Nordic House

Only for selected participants.

41

BRANSADAGAR / INDUSTRY DAYS

WIFT móttaka Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi - Women in Film and Television á Íslandi býður kvikmyndagerðarfólki af öllum kynjum í drykk til þess að skála fyrir starfi félagsins síðastliðin átján ár og fagna um leið 10 ára afmæli Stockfish.

Ísland er í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu en því miður á það sama ekki við um kvikmyndaiðnaðinn hér á landi.

Í hinum fullkomna heimi væri engin þörf á félagsskap eins og WIFT.

Velkomin öll á þennan óformlega viðburð til skrafs og ráðagerða um næstu skref í átt að fullu jafnrétti og inngildingu.

Hvenær getum við loks kvatt WIFT og farið að einbeita okkur að kvikmyndagerð?

Dagsetning: 9. apríl

Staður og stund: Bíó Paradís, 20:00

/EN WIFT Reception Women in Film and Television in Iceland would like to invite filmmakers and decision-makers of all genders to a drink and celebrate the past 18 years of Wift in Iceland within the frame of Stockfish’s 10th anniversary.

Iceland is at the forefront of gender equality worldwide but unfortunately the same does not go for the Icelandic film industry. In a perfect world, there would be no need for Wift.

Join Wift at this informal reception to discuss the next steps towards equality and inclusion.

When can we finally say goodbye to Wift and simply focus on making films?

Date: 9th April

Place & Time: Bíó Paradís, 20:00

42

RÖNTGEN BAR

HVERFISGATA 12

HAPPY HOUR / 4–7 PM

BEER / WINE / COCKTAILS

43

BRANSADAGAR / INDUSTRY DAYS

KVIKMYNDASTEFNAN 2020-2030 yfirvalda til tíu ára var kynnt haustið 2020. Fjögur markmið voru skilgreind og undir þeim tíu aðgerðir sem var ætlað að efla kvikmyndaiðnaðinn, auka menntun, bæta fjármögnun og tryggja samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðagrundvelli. En hvað hefur áunnist á þessum rúmu þremur árum, og hvað má betur fara? Fulltrúar stjórnvalda og helstu hagsmunaaðila munu á þessum viðburði fara yfir stöðuna í dag, og hvað þarf að gera til að ná fyrrgreindum markmiðum.

/EN ABOUT ICELANDIC FILM POLICY

2020-2030 In the fall of 2020, Icelandic authorities unveiled their film policy for the next decade. It outlined four goals, and ten actions to be taken to strengthen the industry, improve education, increase funding and maintain its competitiveness internationally. Now more than three years on, what has been accomplished and where are we lagging behind? In these talks representatives from the authorities and key stakeholders in the industry will discuss the situation today and what needs to be done going forward.

Date: 12th April

Only for registered professionals.

44

Á PALLBORÐSUMRÆÐUNUM LOKNUM

VERÐUR KYNNING Á VEGUM:

FILM IN ICELAND

Verkefni Film in Iceland er að kynna kynna Ísland sem vænlegan tökustað, 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar, innviði íslenska kvikmyndaumhverfisins og að taka við fyrirspurnum erlendra framleiðanda og aðstoða þá eftir fremsta megni. Vaxandi áhugi hefur verið á Íslandi sem tökustað og verkefnin hafa skilað miklu fyrir íslenskt þjóðarbú.

MASSIF

Massif er nýstárlegur vettvangur í tökustaðaleit og vali á tökustöðum, sem hannaður er fyrir kvikmyndaframleiðendur, ljósmyndara og aðra fagmenn í skapandi greinum. Steinarr Logi og Kidda Rokk Þórisdóttir eru stofnendur kerfisins sem hannað er til að auðvelda viðskiptavinum að finna réttu tökustaðina fyrir verkefni sín sem og aðrar gagnlegar upplýsingar varðandi staðina.

RECORD IN ICELAND

Record in Iceland er kynningarstarfsemi rekið af Iceland Music, sem sér um útflutning á íslenskri tónlist, í samræmi við Business Iceland, utanríkisþjónustuna og Reykjavík Music City. Verkefnið er fjármagnað af Menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

/EN FOLLOWING THE PANEL THERE WILL BE A PRESENTATION BY:

FILM IN ICELAND

Film in Iceland is a part of Business Iceland, a publicprivate partnership established to improve the competitiveness of Icelandic companies and to stimulate economic growth. Recently, Iceland has been garnering industry attention as a production destination. Internationally acclaimed producers, actors, and directors have been working with Iceland’s highly skilled local crews.

MASSIF

Massif is an innovative location-scouting platform designed for film producers, photographers and creative professionals. It is an all-in-one platform to help its clients find the perfect shooting location and provide them with all the essential information.

RECORD IN ICELAND

Record in Iceland is a promotional effort run by Iceland Music, a public export office for Icelandic music, in collaboration with Business Iceland, Iceland’s foreign service and Reykjavik Music City. The project is funded by the Ministry of Culture and Business Affairs.

45

ÞÖKKUM STUÐNINGINN / THANKS FOR THE SUPPORT

46
T A L E N T

ÞAKKIR / THANKS

Hátíðin varð að veruleika með hjálp okkar einstöku stuðningsaðila: Stockfish Film & Industry Festival is made possible with the support of:

STJÓRN / THE BOARD

Hanna Björk Valsdóttir

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðanda - SÍK / Union of Icelandic Film Producers - SÍK

Styrmir Sigurðsson

Félag leikskálda og handritshöfunda - FLH / The Icelandic Dramatists Union - FLH

Tómas Örn Tómasson

Kvikmyndatökustjóri / Cinematographer. Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra ÍKS / The Icelandic Cinematographers Society

Þórunn Lárusdóttir

Leikkona / Actress. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks FÍL / Icelandic actors and performing artists association

Kristín Andrea Þórðardóttir

Framleiðandi / Producer. Samtök Kvikmyndaleikstjóra SKL / Icelandic film directors

Arnar Þórisson

Kvikmyndagerðarmaður / Filmmaker. Félag kvikmyndagerðarmanna FK / The Icelandic Filmmakers association

STARFSFÓLK / STAFF

Hrönn Kristinsdóttir

Listrænn stjórnandi / Artistic Director

Carolina Salas

Framkvæmdastjóri / Managing Director

STARFSFÓLK / STAFF

Bíó Paradís - Managing Director: Hrönn Sveinsdóttir

Program Advisor: Ása Baldursdóttir

Program Manager: Jenn Raptor

Program Assistant: Kolbeinn Rastrick

Festival Coordinator: Lúcia Santos

Festival Coordinator Assistant: Kasia Sińska

Senior Graphic Designer: Gaia Alba

Junior Graphic Designer: Petra Rudolfová

Web Design & Consulting: Birta Media

Junior Web Designer: Dejvid Cvetkov

Digital Marketing Manager: Þórdís Sól Árnadóttir

Digital Marketing Assistants: Leonie Lücke, Vanessa Lerch

Guest Office Manager: Ingrida Milko

Guest Office Assistant: Aryna Bokach

Sales and Marketing: Jóel Ingi Sæmundsson, Þórhildur Lárentsínusdóttir

Sales and Marketing Assistant: Liliána Szabados

Junior PR and Editor: Stefanía Stefánsdóttir

Venue and Volunteers: Mathilde Laure Dubois

Open Talks Coordinator: Aleksandra Lawska

Transport Coordinator: Gunnar Bjarki Baldvinsson

Festival Assistant: Agla Þóra Þórarinsdóttir

Media Coordinator: Liliána Szabados

Videographer: Szamosvári Szabolcs Zsombor

Aðstandendur Stockfish eru einnig einstaklega þakklátir öllum þeim sjálfboðaliðum sem hjálpuðu til yfir hátíðina.

The festival is also grateful for the contribution of the many volunteers who work for the festival.

47
48 04.04 06.04 07.04 08.04 05.04 Thursday Saturday Sunday Monday Friday Room 1 17:00 Room 2 Room 3 Room 1 19:00 Room 2 Room 3 Room 1 21:00 Room 2 Room 3 Bíó Paradís Industry Days The Nordic House Other Locations LA CHIMERA 16:45 LOVE LIES BLEEDING 17:00 IN THE REARVIEW 17:00 SPRETTFISKUR + OPEN TALK 17:00 THE HYPNOSIS 17:00 GOODBYE JULIA 17:00 HOUSEKEEPING FOR BEGINNERS 17:00 TOVE´S ROOM 17:00 ART COLLEGE 1994 21:30 SPRETTFISKUR + OPEN TALK 21:00 BYE BYE TIBERIAS 21:30 THE BURDENED 22:00 HUNDREDS OF BEAVERS 22:00 KALAK 21:30 PUAN 21:00 TOVE´S ROOM 19:15 KALAK + OPEN TALK, 19:15 THE TEACHER 19:30 EXCURSION + OPEN TALK 19:00 SPRETTFISKUR + OPEN TALK 19:00 THE HUMAN HIBERNATION + OPEN TALK, 19:15 ETERNAL + OPEN TALK 19:00 ETERNAL 19:00 THE BURDENED 19:30 EXCURSION 19:00
49 09.04 10.04 11.04 12.04 13.04 14.04 Tuesday Wednesday Thursday Friday Saturday Sunday LA CHIMERA 17:00 FOUR DAUGHTERS 17:00 HOUSEKEEPING FOR BEGINNERS 17:00 BYE BYE TIBERIAS 17:00 BELLE + OPEN TALK 17:00 FOUR DAUGHTERS 17:00 THE HYPNOSIS 17:00 Á HJARA VERALDAR + OPEN TALK 17:00 WE NEED TO TALK ABOUT KEVIN 17:00 SPRETTFISKUR 17:00 LA CHIMERA 17:15 KALAK 21:30 THE HYPNOSIS 22:00 GOODBYE JULIA 21:30 IN THE REARVIEW 21:45 BYE BYE TIBERIAS 21:15 MASTERCLASS CRAFTING A DOX 11:00 WIFT 20:00 PANEL ENVIROMENTAL CHALLENGES 16:30 PANEL NORDFILM NETWORK 16:30 WORK IN PROGRESS 16:30 GRÓSKA KVIKMYNDASTEFN + MASSIF 11:00 MASTERCLASS ENCAPSULATING THE ESSENCE 11:00 MASTERCLASS ART AND CRAFT AND SEMINAR EXPANDING AUDITIONS 16:30 CLOSING CEREMONY PUAN 21:45 IN THE REARVIEW 19:00 SPRETTFISKUR 21:00 THE TEACHER 21:00 THE HUMAN HIBERNATION 19:30 MORVERN CALLAR 19:15 RATCATCHER 19:15 LOVE LIES BLEEDING 21:30 EXCURSION 19:00 GOODBYE JULIA 19:15 GUNNAR TÓMAS + OPEN TALK 19:15 COLD FEVER + OPEN TALK 19:30 LYNNE RAMSAY OPEN TALK 19:30 SPRETTFISKUR 19:00 WINNING SHORTS 19:30
50 FRÖKEN REYKJAVÍK | HÓTEL REYKJAVÍK SAGA | LÆKJARGATA 12 | 101 REYKJAVÍK FROKENRVK.IS | (+354) 514 5040 | BOKANIR@FROKENRVK.IS HAPPY HOUR 16:0 0 – 18:00 islandshotel.is 17 HOTELS AROUND ICELAND MODERN NORTH EUROPEAN CUISINE MADE WITH EMPHASIS ON LOCAL INGREDIENTS. BRUNCH BUFFET Sat – Sun 11 – 14 DINNER Tue - Thu 18 – 21 | Fri - Sat 18 – 22 A UNIQUE EXPERIENCE – AT THE HEART OF REYKJAVÍK –

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.