6 minute read
Ávarp Forseta SHÍ
English below
Ávarp Forseta SHÍ: Isabel Alejandra Díaz
Advertisement
ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers
MYND PHOTO Helga Lind Mar
Í dag eru hundrað ár liðin frá stofnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Afmælið markar stór tímamót í sögu hagsmunabaráttu stúdenta og minnumst við stórra sigra sem og ósigra. Öll árin að baki hafa mótað Stúdentaráð að þeirri öflugu stúdentahreyfingu sem hún er í dag og því ber að fagna. Við byrjuðum árið á opnunarhátíð í Gamla bíó þann 31. janúar, þar sem GDRN frumflutti lög af nýrri plötu, auk þess sem DJ Vala og Bjartar sveiflur komu fram. Árið átti síðan eftir að vera stútfullt af uppákomum og fögnuði, en það voru áform sem breyttust fljótt í mars.
Við látum hins vegar ekki þar við sitja og höfum tekið höndum saman með fagfólki við gerð heimildaþáttar í tilefni afmælisins, með það að markmiði að kjarna ævintýrið sem hófst 11. desember árið 1920 þegar stúdentar gengu fyrst til kosninga. Í dag fara kosningarnar fram á vormisseri og hefur uppbygging Stúdentaráðs tekið ýmsum breytingum, en það sem stendur er seiglan. Hagsmunabarátta stúdenta hefur sett svip sinn á samfélagið í heild sinni, enda hafa málefnin sem stúdentar hafa barist fyrir náð augum og eyrum margra og haft áhrif. Stúdentar hafa lært í gegnum árin að allt sem viðkemur þeirra upplifun af háskólasamfélaginu eru raunar hagsmunamál sem krefjast þátttöku þeirra. Það hefur sýnt sig að sigrarnir verði ekki að veruleika nema að fyrir þeim sé barist af krafti. Stúdentaíbúðirnar fyrir utan Gamla Garð væru ekki að rísa ef ekki fyrir ötulla baráttu stúdenta og einn helsti samkomustaður stúdenta sem ber þeirra nafn, Stúdentakjallarinn, hefði ekki orðið til nema fyrir tilstilli þeirra. Á síðustu árum hefur Stúdentaráð lagt enn meiri áherslu á berjast ætti fyrir hagsmunamálum utan veggja háskólans. Við höfum því verið óhrædd við að standa upp fyrir réttlátara samfélagi.
Baráttugleðin er sterk og það er hugsjónin sem er megindrifkrafturinn. Því liggur enginn vafi á að Stúdentaráð á enn margt inni og er stefnan sett á að minnsta kosti hundrað ár til viðbótar. Við viljum nefnilega sjá þjónustukjarna í Vatnsmýrinni, fleiri og skipulagðari græn svæði sem og bætt samgöngukerfi á háskólasvæðinu. Við viljum þróun nýrra og tæknivæddari kennsluaðferða, aukið framboð á rafrænni kennslu þannig að hægt sé að bjóða upp gæða á fjarnám og að Háskóli Íslands sé menntastofnun sem getur þjónað öllu samfélaginu. Jafnframt þarf því aukið samstarf og samræmi milli deilda og fræðasviða. Þá viljum við einn sálfræðing á hverja þúsund nemendur eins og tíðkast erlendis og farsælt gengi verkefnisins Spretts til að auka aðgengi ungmenna af erlendum uppruna að háskólanámi. Allt eru þetta aðgerðir sem auðga nærumhverfi okkar.
Sjónir okkar munu ekki síst beinast að stjórnvöldum. Við munum halda áfram að krefjast námslánakerfis sem gerir ráð fyrir öllum og byggir á sanngjörnum forsendum svo að það þjóni tilgangi sínum sem jöfnunartæki. Atvinnuleysisbótakrafa stúdenta mun standa óhögguð þangað til að stjórnvöld leggja við hlustir og sýna vilja í verki með því að tryggja stúdentum fjárhagslegt öryggi, til jafns við aðra vinnandi einstaklinga. Við munum krefjast þess að fjármögnun háskólastigsins sé örugg, í takt við aðstæður hverju sinni, þannig að háskólanum sé kleift að sinna grunnstarfsemi sinni og menntakerfið styrkist til frambúðar.
Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins og vinnur sér reglulega inn sæti á metlista yfir fremstu háskóla á alþjóðavísu. Slík viðurkenning undirstrikar vel unnin störf en krefur okkur líka um áframhaldandi úrbætur og skýrari áherslur. Aðkoma stúdenta er hér lykilatriði en við getum þegar verið virkilega sátt við okkar vinnu, þrautseigju og framlag við að gera háskólann að samfélagi fyrir öll. Með stúdenta í fremstu röð er framtíðin björt og við skulum hafa það hugfast að okkur eru allir vegir færir.
Kæra Stúdentaráð Háskóla Íslands, innilegar hamingjuóskir með aldarafmælið. Megir þú blómstra enn frekar og teygja anga þína víðar.
Address from the Student Council President
Today marks 100 years since the University of Iceland’s Student Council was founded. The centennial is a watershed moment in the history of student interest advocacy in Iceland and an occasion for remembering successes and failures alike. This past century has shaped the Student Council into the powerful movement that it is today – truly something worth celebrating. On January 31, we started off what was supposed to be a celebration-packed year with an opening party at Gamla Bíó. GDRN debuted songs from her new album, and DJ Vala and Bjartar Sveiflur also took the stage. Of course, our plans for the rest of the year changed quickly in March.
Not content to sit idly by, we’ve joined with a team of professionals to create a documentary in honor of our centennial, with the goal of capturing for posterity the great adventure that began on December 11, 1920, when students cast their first votes to elect their peers to the Student Council. Today, elections are held in the spring, and the Student Council has been restructured, but what remains unchanged is its tenacious spirit. The Council and its advocacy on students’ behalf have left a mark beyond the bounds of the UI campus; the issues that matter most to students have garnered much attention and had a real impact on our wider society. Over the years, students have learned that everything related to their university experience is, in fact, a matter of student interest, and that these things require their participation. Again and again, we’ve seen that victory cannot be achieved unless the battle is waged with passion. The new residence hall adjacent to Gamli Garður wouldn’t be under construction right now were it not for students’ tireless advocacy, and one of the most popular student hang-outs, the Student Cellar, would never have come into existence if students hadn’t taken initiative. In recent years, the Student Council has increasingly drawn attention to the fact that off-campus causes are also worth fighting for. We’ve been unafraid to stand up and demand a more just society.
We have passion for the work we’re doing, driven first and foremost by our ideals. Without question, the Student Council still has plenty of work left to do, and we’re setting our sights on another hundred years, at least. Among the things we’re still fighting for is a service hub in Vatnsmýri; more, better organized green spaces; and improved public transportation around campus. We want to see the development of new, more technologically advanced instructional methods and a wider offering of online courses to enable distance learning programs. We want the University of Iceland to be an educational institution that serves all of society. Part of reaching that goal entails improved collaboration between various departments and faculties. We would also like to see a ratio of one psychologist for every thousand students, as is standard in other countries, and support for Sprettur, a new project that aims to improve access to higher education for young adults of foreign origin. All of these things will enrich our community.
Meanwhile, we continue to keep our eyes turned toward the government. We will continue to demand a student loan system that takes everyone into account and is based on fair terms so that it serves its intended purpose of equalizing educational opportunity for all. We will not waver in our call for unemployment benefits for students, standing strong until the government finally listens and puts their money where their mouth is by making sure students have financial security, just like they do for other working individuals. We will demand that the government guarantee sufficient funding for higher education, so that the university is equipped to fulfill its essential purpose and the educational system is strengthened for the future.
The University of Iceland is the largest institution of higher education in the country and regularly earns a place on lists of the best universities in the world. Such recognitions highlight a job well done, but also demands that we sharpen our focus and work to continually improve. Student involvement is key, and we have every reason to be proud of our work, tenacity, and efforts to make our school a community for everyone. With students leading the way, the future is bright, and we can do anything we put our minds to.
Dear Student Council, congratulations on your centennial. May you flourish even further and may your work continue to bear tremendous fruit.