
3 minute read
ÁVARP RITSTÝRU // EDITOR'S ADDRESS
Yfirskrift þessa tölublaðs Stúdentablaðsins er UMHVERFIÐ. Það fyrsta sem kemur óneitanlega upp í huga okkar margra er loftslagsumræðan sem er aldrei langt undan á okkar dögum.
Sum okkar brenna fyrir umhverfis- og loftslagsmálum, önnur hafa ef til vill engan sérstakan áhuga á umhverfisvernd og grænni framtíð og eru jafnvel leið á þessu stanslausa tali um loftslagsbreytingar, vankanta einkabílsins og náttúruhamfarir víða um heim. Enn önnur forðast kannski umræðuna eins og hún leggur sig og finnst óþægilegt að ræða jafn fjölþættar og gríðarlega flóknar áskoranir sem kalla eftir stórtækum breytingum á lifnaðarháttum okkar og samfélagi. Þetta getur, eðlilega, virst yfirþyrmandi og jafnvel kvíðavaldandi. Fyrir þau ykkar sem hafa annaðhvort ekki áhuga eða finnst erfitt að horfast í augu við skrímslið sem er loftslagsváin; dúkrista Regns Sólmundar Evu á forsíðunni er tileinkuð ykkur. Yfirfullur ruslagámur sem brosir í kampinn í bjartsýnni afneitun - kannski brosir hann til þess að vega upp á móti kvíðatilfinningunni sem blossar upp þegar hann leiðir hugann að því að hann stendur í ljósum logum. Sama hvernig ykkur kann að líða gagnvart þessu tiltekna viðfangsefni, hvet ég ykkur eindregið til þess að lesa greinar og hugvekjur samnemenda ykkar - sumar varða loftslagsmál með beinum hætti á meðan aðrar eru óður til umhverfisins í víðari skilningi. Sérstaklega hvet ég ykkur þó til að lesa grein meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði (beint á eftir ávarpi forseta Stúdentaráðs) sem fjallar um loftslagsréttindi, þar sem þið munið líka finna upplýsingar um Græna Daga sem fara fram í háskólanum þann 1. - 3. mars.
Advertisement
—Lísa Margrét Gunnarsdóttir (hún/hennar)
Ritstýra Stúdentablaðsins 2022 – 2023
///
The Student Paper’s 3rd issue is dedicated to THE ENVIRONMENT. This theme undoubtedly brings our minds to the recurring issue of climate change, a major discussion in our social discourse today.
Some of us are passionate when it comes to environmental and climate-related matters, while others may not be particularly interested in the topic of a green future and nature preservation - weary, even, of this constant talk of climate change, problems related to car culture and natural disasters all over the world. Some of us may feel inclined to avoid the discussion entirely, perhaps because it’s an uncomfortable one and can feel overwhelming. For those who feel reluctant or disinterested in the topic; Regn Sólmundur Evu’s linocut on the cover is for you. An overflowing dumpster and a peacefully ignorant smile - or maybe the smile serves to counteract the anxiety linked with literally being on fire. No matter how you may feel when it comes to this particular subject, I sincerely hope you’ll take the time to read your fellow students’ think pieces and articles - some address climate-related issues directly, while others are more of an ode to the environment in a wider sense. I especially recommend the article on climate justice submitted by students in the Environmental and Resources Master’s programme, where you’ll also find more information about their annual event Green Days, happening this year from March 1st - 3rd in the University.
—Lísa Margrét Gunnarsdóttir (she/her)
Editor of the Student Paper 2022 – 2023