![](https://assets.isu.pub/document-structure/210304170933-64ae34109cd196646dd46ff7014337d6/v1/90d7e6ffcc87e9264f319d19f5495853.jpg?crop=609%2C457%2Cx0%2Cy67&originalHeight=812&originalWidth=609&zoom=1&width=720&quality=85%2C50)
1 minute read
Rósalind rektor
Við þekkjum öll Rósalind, háskólaköttinn sem hefur gert sig heimakomna í öllum byggingum Háskólans. Það skiptir engu hvort það er í kennslustofu, kaffistofu kennara, skrifstofum skólans, Háskólatorgi eða stúdentagörðum, þar geturðu alltaf fundið hana á vappi. Hún kíkir reglulega í heimsókn á skrifstofu Stúdentaráðs, flestum til mikillar skemmtunar en ákveðinn rígur er á milli hennar og forseta Stúdentaráðs, eflaust er það samkeppni um titilinn: Drottning Háskólasvæðisins.
![](https://stories.isu.pub/88718492/images/68_original_file_I131.jpg?width=720&quality=85%2C50)
Advertisement
Rósalind er mikil fyrirmynd í tignarleika jafnt sem lipurleika auk þess sem hún kann að slappa af á milli stríða. Við getum svo sannarlega lært mikið af Rósalind og því höfum við tekið saman nokkur ráð innblásin af henni: – Rósalind er dugleg að rölta um háskólasvæðið, en eins og allir vita er hreyfing mjög mikilvægur hluti af lífinu. Munið að standa upp frá vinnunni öðru hverju og fá ykkur göngutúr.
![](https://stories.isu.pub/88718492/images/68_original_file_I130.jpg?width=720&quality=85%2C50)
– Gangið um ganga háskólans eins og þið eigið þá, full af sjálfstrausti og vitneskjunni um að þarna eigið þið heima. Háskólinn er okkar allra, þar eigum við öll að eiga okkar pláss og stað.
– Í heimsóknum sínum til Stúdentaráðs er Rósalind dugleg að leita réttar síns en hún veit að við erum hér til þess að berjast fyrir málefnum stúdenta og háskólakatta.
– Ekki gleyma að teygja reglulega úr þér og jafnvel skella í smá „cat/cow“ jóga.
– Rósalind er vinamörg og ekki hrædd við að kynnast nýju fólki. Þú átt aldrei of marga vini, nú er tími til þess að hrista af sér feimnina og kynnast fleirum.
![](https://stories.isu.pub/88718492/images/68_original_file_I134.jpg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://stories.isu.pub/88718492/images/68_original_file_I132.jpg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://stories.isu.pub/88718492/images/69_original_file_I135.jpg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://stories.isu.pub/88718492/images/69_original_file_I136.jpg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://stories.isu.pub/88718492/images/69_original_file_I139.jpg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://stories.isu.pub/88718492/images/69_original_file_I137.jpg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://stories.isu.pub/88718492/images/69_original_file_I138.jpg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://stories.isu.pub/88718492/images/69_original_file_I143.jpg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://stories.isu.pub/88718492/images/69_original_file_I141.jpg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://stories.isu.pub/88718492/images/69_original_file_I142.jpg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://stories.isu.pub/88718492/images/69_original_file_I140.jpg?width=720&quality=85%2C50)