ÁRSSKÝRSLA 2012
2
Stangaveiðifélag Reykjavíkur Rafstöðvarvegi 14 Elliðaárdal 110 Reykjavík Sími 568 6050 Fax 553 2060 svfr@svfr.is www.svfr.is
N e f n d i r rá ð o g r i t s t j ó rar S V F R 2 0 1 2 F u ll t r ú ará ð S V F R
Á R NE F N D E L L IÐ A Á NN A
Guðmundur Stefán Maríasson, formaður Bjarni Ómar Ragnarsson Kristján F. Guðjónsson Friðrik Þ. Stefánsson Jón G. Baldvinsson
Ólafur E. Jóhannsson, formaður Ásgeir Heiðar Gunnlaugur J. Rósarsson Jón Þ. Einarsson Viktor Guðmundsson Þorsteinn Húnbogason
K j ö r n i r t i l t v e g g j a ára 2 0 1 0 Benedikt Lövdal Edvard Ólafsson Ólafur Kr. Ólafsson Ólafur Haukur Ólafsson Þórólfur Halldórsson K j ö r n i r t i l t v e g g j a ára 2 0 1 1 Edvard G. Guðnason Kristján Guðmundsson Jóhann T. Steinsson Jónas Jónasson Þorleifur Fr. Magnússon
Á R NE F N D L EI R V O G S Á R Viðar Jónasson, formaður Heiðar Friðjónsson Jón Ingvar Jónasson Theodór Friðjónsson
Á R NE F N D A N D A K Í L S Á R Kristján Guðmundsson, formaður Lára Kristjánsdóttir Sigurður Már Jónsson
Á R NE F N D E F R I HAUKADALSÁR Sævar Haukdal, formaður Rögnvaldur Örn Jónsson
Á R NE F N D L Á X Á R Í D Ö L U M Magnús Þórarinsson, formaður Arnar Kristjánsson Hákon Sigurbergsson Marvin Ívarsson Steinar Bjarki Magnússon Þórarinn Kristjánsson
Á R NE F N D H Í T A R Á R
F orsí ð u m y n d : Júlía Þorvaldsdóttir að kasta á Myrkhylsrennur í Norðurá í júní 2012. L j ó sm y n dar i : Golli. L j ó sm y n d i r í ársskýrsl u : Golli, Einar Falur Ingólfsson, Nils Folmer Jørgensen, Matt Harris og úr safni SVFR. Ú t l i t o g u m b ro t : Auglýsingastofan Skissa
Stjórn SVFR 2011-2012 Bjarni Júlíusson, formaður Árni Friðleifsson, varaformaður Hörður Vilberg, ritari Bernhard A. Petersen gjaldkeri Ásmundur Helgason, meðstjórnandi Hörður Birgir Hafsteinsson, meðstjórnandi Ragnheiður Thorsteinsson, meðstjórnandi F ramkv æ mdas t j ó r i Halldór Jörgensson S t arfsf ó lk skr i fs t of u Edda Dungal Haraldur Eiríksson Jóhanna Eysteinsdóttir K j ö r n i r sko ð u n arm e n n r e i k n i n g a f é a g s i n s Árni Björn Jónasson Finnbogi Guðmundsson E n d u rsko ð u n arf y r i r t æ k i Grant Thornton endurskoðun ehf
Á rsskýrsla 2 0 1 2
Albert Guðmundsson Árni Björn Jónasson Edvard G. Guðnason Elfar Bjarnason Emil Jónsson Jóhann Bjarnason Jón Bergmundsson Jón Emilsson Jón Guðmundsson Óskar Hrafnkelsson Reynir Þrastarson Þórólfur Nielsen
Á R NE F N D F Á S K R ÚÐ S Jóhannes Vilhjálmsson, formaður Heiðar Sigurðsson Jón Viðar Guðjónsson Lárus Kristinn Jónsson
Á R NE F N D G L JÚ F U R Á R Sigurður S. Bárðarson, formaður Kristján Sigurður Bjarnason Þorsteinn Jóhann Þorsteinsson
Á R NE F N D GU F U D A L S Á R Húnbogi Þorsteinsson, formaður Brynjar Þór Hreggviðsson Þorsteinn Rafn Snæland Halldórsson
3 Á r n e f n d Nor ð u rár
Á R NE F N D S O G S
Jón G. Baldvinsson, formaður Ari Þórðarson Axel Friðriksson Friðrik Þ. Stefánsson Gunnar Örn Pétursson Jimmy Sjöland Jón Ásgeir Einarsson Jón Orri Magnússon Jón Hilmarsson Magnús Jón Sigurðarson Margrét Hauksdóttir Ólafur H. Ólafsson Ólafur I. Arnarson Þráinn Ásmundsson
Ólafur Kr. Ólafsson, formaður Friðleifur I. Friðriksson Gísli R. Guðmundsson Guðmundur Bjarnason Hreiðar Örn Gestsson Sigurður Vilhjálmsson
H e ldr i ma n n a rá ð : Halldór Þórðarson Ólafur Ólafsson.
Á r n e f n d L a n g ár Jóhann Gunnar Arnarsson, formaður Andri Marteinsson Ásgrímur Eiríksson Brynjólfur Brynjólfsson Eðvar Ólafur Traustason Garðar Örn Úlfarsson Guðmundur Stefán Maríasson Helgi Þórðarson Ólafur Finnbogason Sigurður Már Ólafsson Trausti Hafliðason Tryggvi Þór Hilmarsson Þorleifur Kamban
Á r n e f n d L axár í L axárdal o g M ýva t n ssv e i t
Á R NE F N D V A R M Á R Björn Níelsson, formaður Guðmundur Einarsson Gunnar Einarsson Bjarki Þór Baldvinsson Stefán Gunnlaugsson
Á R NE F N D S T R A U M A Ágústa Steingrímsdóttir, formaður Anna María Sigurðardóttir Berglind Marinósdóttir Eygló Jónsdóttir Ragnheiður Eyjólfsdóttir
K A S T O G K ENN S L UNE F N D Gísli R. Guðmundsson, formaður Gísli Þ. Helgason Guðmundur Bjarnason Ingvar Stefánsson Jóhann Rafnsson Ólafur Kr. Ólafsson Theodór Sigurjónsson
S K E M M TINE F N D Ari Hermóður Jafetsson, formaður Andri Þór Arinbjörnsson Ólafur Finnbogason Þorvarður Gísli Guðmundsson
Þóroddur Sveinsson formaður Árni Björn Jónasson Ásgeir Helgi Jóhannsson Eyþór Björgvinsson Guðmundur B. Guðjónsson Hinrik Þórðarson Jóhann Haukur Sigurðsson Jón Bragi Gunnarsson Jón Viðar Guðjónsson Magnús G. Jónsson Sigurður Grímsson Sigurður Magnússon Stefán Hallgrímsson Trausti Gíslason
F R ÆÐ S L UNE F N D
Á R NE F N D E L D V A TN S B O TN A
R i t s t j ó r i s ö l u skrár S V F R 2 0 1 2
Holger Torp, formaður Snorri Tómasson
Á R NE F N D S ETBE R G S Á R Hermann Valsson, formaður Hallgrímur Óli Hólmsteinsson Sæmundur Kristjánsson Gunnar Helgason Magnús Valur Hermannsson
Hjalti Björnsson, formaður Hlynur Þór Hjaltason Sigurður Þór Kristjánsson Skúli Arnfinnsson
R IT S TJÓ R I V E F S S V F R Haraldur Eiríksson
R IT S TJÓ R i V EIÐI F R ÉTT A Hörður Vilberg
R IT S TJÓ R I V EIÐI M A NN S IN S Bjarni Brynjólfsson Ásmundur Helgason
4 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Ef n i s y f i rl i t D a g skrá a ð alf u n dar S t a n g av e i ð i f é la g s R e y k j avík u r . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 A ð alf u n d u r S V F R 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Ell i ð aár 2 0 1 2 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 2 L EI R V O G S Á 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 8 A n dakílsá 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 2 Nor ð u rá 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 6 S t ra u mar 2 0 1 2 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 0 Gl j ú f u rá 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 4 L a n g á 2 0 1 2 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 8 H Í TA R Á 2 0 1 2.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 2 F Á S K R ÚÐ Í D Ö L U M 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 0 L axá í D ö l u m 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 4 Efr i H a u kadalsá 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 8 S e t b e r g sá 2 0 1 2 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 0 D u n ká 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 2 G u f u dalsá 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 6 N e sv e i ð ar 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 0 L axá í M ýva t n ssv e i t o g L axárdal 2 0 1 2 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 4 T u n g u fl j ó t 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 2 Eldva t n s b o t n ar 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 6 S O G 2 0 1 2.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 8 V armá o g Þ orl e i fsl æ k u r 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 0 4 S kýrsla S k e mm t i n e f n dar S V F R . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 1 1 S kýrsla F r æ ð sl u n e f n dar f y r i r s t arfsfár i ð 2 0 1 1 - 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 1 2 F rá kas t - o g k e n n sl u n e f n d . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 1 3 Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1 / 1 1 2 0 1 1 – 3 1 / 1 0 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 1 5
Á rsskýrsla 2 0 1 2
5
D a g skrá a ð alf u n dar S t a n g av e i ð i f é la g s R e y k j avík u r
24. nóvember 2012 1. Formaður setur fundinn 2. Formaður minnist látinna félaga 3. Formaður tilnefnir fundarstjóra 4. Fundarstjóri skipar tvo fundarritara 5. Inntaka nýrra félaga 6. Formaður flytur skýrslu stjórnar 7. Framkvæmdastjóri les upp reikninga 8. Gjaldkeri kynnir rekstraráætlun 2012 – 2013 9. Umræður um skýrslu og reikninga 10. Reikningar bornir undir atkvæði 11. Gjaldkeri ber fram tillögu um inntöku- og árgjöld 12. Kynning og kosning formanns til eins árs 13. Kynning og kosning frambjóðenda í stjórnarkjöri Kaffihlé 14. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara til eins árs 15. Kynning og kosning á fimm mönnum í fulltrúaráð til tveggja ára 16. Lagabreytingartillögur 17. Önnur mál 18. Formaður flytur lokaorð 19. Fundastjóri slítur fundi
Á rsskýrsla 2 0 1 2
6 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
A ð alf u n d u r S V F R 2 0 1 2 Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins rekstrarárið 2011 - 2012 Nú er 73. starfsári Stangaveiðifélags Reykjavíkur lokið, rúmar þrjár vikur liðnar af því 74. Nýliðins veiðisumars verður væntanlega minnst sem eins slakasta laxveiðisumars í manna minnum. Þó veiðin 1984 hafi hugsanlega verið sambærileg hvað fjölda veiddra laxa varðar, þá má benda á að 1984 voru hafbeitarárnar hvorki jafn margar né gjöfular. Fróðir menn segja okkur að fara þurfi allar götur til ársins 1930 til að finna sambærilegar veiðitölur. Aflabresturinn leiddi til mikillar sölutregðu veiðileyfa og lausasalan varð því sem næst engin. Félagið er því rekið með tapi í ár. En þó tap sé á félaginu í heild sinni, þá er rekstrarniðurstaða ársins jákvæð, þrátt fyrir sölutregðu og aflabrest.
S kýrsla s t j ó r n ar
7
Fjöldi félagsmanna Á árinu sem var að líða gengu 103 nýir félagar til liðs við félagið en 129 voru skráðir úr því. Félögum í SVFR fækkaði um 26 á árinu og eru nú 3.903. Þar af eru um 409 börn og unglingar en 669 (h)eldri félagar. Starfsemi skrifstofu og stjórnar Ein breyting varð á skrifstofu félagsins sl. ár þar sem Erla Kristinsdóttir lét af störfum og við tók Jóhanna Eysteinsdóttir. Um leið og við bjóðum Jóhönnu velkomna til starfa, þökkum við Erlu fyrir samstarfið. Aðrar breytingar urðu ekki á starfsliðinu, og á skrifstofunni starfa nú, auk Jóhönnu, þau Edda Dungal, Haraldur Eiríksson og Halldór Jörgensson. Stöðugildin eru fjögur og hefur sá fjöldi haldist óbreyttur í fjögur ár. Starfsemi stjórnar var með venjubundum hætti. Alls hélt stjórn félagsins 35 bókaða stjórnarfundi á árinu auk þess sem fundað var með flestum viðsemjendum okkar, veiðiréttareigendum, árnefndum og ýmsum öðrum. Í ljósi aflabrestsins var allt kapp lagt á að lágmarka hækkanir á verði veiðileyfa 2013. Það er ljóst að SVFR getur ekki haldið verðinu niðri uppá eigin spýtur og því þurfti að ræða við veiðiréttareigendur og fá þá til að koma til móts við okkur í því sambandi. Þetta kostaði marga fundi og mikla yfirlegu. Nú er það ljóst að það verða engar breytingar á stjórn félagsins á næsta kjörtímabili þar sem allir sitjandi stjórnarmenn sem eru í kjöri gefa kost á sér, sem og formaður félagsins, en engin mótframboð bárust. Húsnæðismál Eins og áður hefur verið rakið á aðalfundum SVFR, þá hafa húsnæðismál verið til umræðu. Stangaveiðifélagið hefur haft aðsetur að Háaleitisbraut 68 í um fjörtíu ár en á því varð beyting í vor. Þetta hefur átt sér langan aðdraganda, en á aðalfundi félagsins árið 2000 voru fyrst kynntar hugmyndir um að SVFR flytti skrifstofuhúsnæði og félagsheimili fyrir starfsemi sína í Elliðaárdal. Í janúar 2004 staðfesti borgarráð deiliskipulag fyrir Elliðaárdal þar sem gert var ráð fyrir lóð undir starfsemi félagsins. Öll áform um húsnæðisbyggingar voru síðan lögð af í hruninu, en hugur okkar stefndi eftir sem áður í Elliðaárdal. Gengið var frá samningum við Orkuveitu Reykjavíkur um leigu á skrifstofuhúsnæði að Rafstöðvavegi 14 og félagið flutti síðan starfsemi sína þangað í maí 2012. Umsóknarferli og úthlutun veiðileyfa Umsóknarfrestur um veiðileyfi fyrir sumarið 2012 rann út 13. janúar 2012. Alls bárust umsóknir frá 2.060 félagsmönnum um veiðileyfi. Þetta er lítilsháttar samdráttur milli ára, eða um 5% fækkun, en engu að síður þriðji mesti umsóknarfjöldi í sögu félagsins. Venju samkvæmt var mikið annríki á skrifstofu félagsins. Í fyrsta sinn voru umsóknareyðublöð aðeins send til félagsmanna sem náð höfðu 62 ára aldri. Aðrir gátu prentað eyðublöðin af heimasíðunni, eða sótt um rafrænt líkt og meginþorri umsækjenda kaus að gera. Sala veiðileyfa gekk þokkalega framan af og var í samræmi við áætlanir fram eftir vori. Hítará seldist upp, eða því sem næst, auk þess var salan ákaflega góð í Bíldsfelli, Gufudalsá, Gljúfurá og Andakílsá, svo dæmi séu nefnd. En víða höfum við séð betra söluhlutfall veiðileyfa. Mikið var óselt í Tungufljóti, og í fyrsta skipti í nokkur ár, mátti finna óseld veiðileyfi á góðum tíma í Norðurá. Veiðisumarið 2012 Sumarið 2012 fer væntanlega í bækurnar sem eitt slaksta laxveiðisumar sögunnar. Þegar metið var hver laxveiðin hefði orðið ef engu hefði verið sleppt aftur og að frádreginni veiði S kýrsla s t j ó r n ar
8 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
úr sleppingum gönguseiða, var veiðitalan sú lægsta síðan öruggar skráningar hófust. Veiði var arfaslök víðast hvar. Að mati Veiðimálastofnunar var veiðin um 40% lakari en 2011 eða um 23.000 laxar (skráður afli að teknu tilliti til laxa sem gefið var líf). Til samanburðar má geta þess að metveiðisumarið 2008 var aflinn um 67.000 laxar. Þessi veiði kom á óvart, því seiðavísitölur 2011 voru um eða yfir meðallagi og gáfu fyrirheit um góða laxveiði á árinu. Við vitum ekki hvað fór úrskeiðis, en líklegast er að skýringanna sé að leita í hafinu. Fyrir utan aflabrestinn, var meðalþyngd smálaxa sú lægsta sem nokkurn tímann hefur mælst. Hjá SVFR var léleg veiði í flestum ám. Norðuráin endaði í rúmum 950 löxum, í Andakílsá var hrun, Sogið var slakt og svo mætti lengi telja. Við viljum gleyma þessu sumri sem fyrst og vonum hið besta fyrir næsta sumar. Útgáfustarfsemi Útgáfa Veiðimannsins hefur verið með óbreyttu sniði síðan 2009, en þá var ákveðið að fækka útgáfudögum á Veiðimanninum tímabundið, og í hagræðingarskyni, gefa einungis út tvö tímarit á ári. Í ár kemur seinna tölublaðið út fljótlega eftir aðalfundinn en áfram er gert ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi hvað þetta varðar. SVFR hefur verið í samstarfið við Heim ehf. síðan 2003. Samstarfssamningur aðila rennur út um áramótin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið. Auk Veiðimannsins, gefur SVFR út fréttablaðið Veiðifréttir. Þær hafa nú komið út í rúman aldarfjórðung. Árið 2010 var tekin sú ákvörðun að gefa Veiðifréttir út á rafrænu formi og komu út þrjú tölublöð 2011 en aðeins eitt tölublað 2012. Aukinn kraftur verður settur í útgáfuna 2013 en ritstjóri Veiðifrétta er Hörður Vilberg. Hið sama gildir um Ársskýrslu SVFR, í fyrra var hún gefin út á rafrænu formi, og sett út á vefinn í upphafi aðalfundar, hið sama er uppi nú. Fundargögn eru hins vegar prentuð út sem fyrr, það er að segja, útdráttur úr ársskýrslunni og ársreikningar félagsins. Haraldur Eiríksson er ritstjóri svfr.is. Alls voru á fimmta hundrað frétta birtar á vefnum á síðastliðnu starfsári. Söluskrá 2013 er í prentun. Rafræn útgáfa fer á vefinn eftir helgina og félagsmenn í SVFR munu fá hana senda heim á næstu dögum. Eins og fram kemur í skránni rennur umsóknafrestur út þann 14. desember n.k. Stjórn félagsins telur brýnt að hraða ferlinu þannig að okkur gefist góður tími til að selja þau veiðileyfi sem ekki eru tekin í úthlutuninni. Forúthlutunarkerfinu sem hefur verið í gangi undanfarin ár hefur verið óbreytt um nokkurra
S kýrsla s t j ó r n ar
9
ára skeið. Smávægilegar tilfæringar voru gerðar á tímabilum í einstökum ám. Mjög margar umsóknir hafa borist í urriðasvæðin og nú stefnir í fyrsta skipti í nokkuð góða sölu þar. Að auki er umsóknarfjöldi vel viðunandi í stóru ánum, Norðurá og Langá. Mikil áhersla hefur verið lögð á að kynna forúthlutunarkerfið vel fyrir félagsmönnum sem og öðrum væntanlegum kaupendum og var forúthlutun sérstaklega kynnt í Veiðifréttum, á vef félagsins og auglýst í dagblöðum. Jafnframt var gefin út sérstök forúthlutunarsöluskrá rétt eins og í fyrra, rafræn og aðgengileg á vef félagsins. Það skal áréttað enn og einu sinni að félagsmenn í SVFR eiga fullan rétt á að sækja um veiðileyfi á forúthlutunartíma og fá yfirleitt alltaf góða úrlausn sinna umsókna. Fæði í veiðihúsum Stangaveiðifélag Reykjavíkur leitar allra leiða til að geta boðið góð veiðileyfi á sanngjörnu verði. En það eru fleiri kostnaðarliðir við veiðiferðina, t.d. fæði og gisting í veiðihúsum. Undanfarin á hefur SVFR átt gott samstarf við Veiðiveitingar ehf., sem hafa séð um rekstur veiðihúsa á vegum félagsins í Langá, Laxá í Dölum, Hítará og Norðurá. Verð á fæði og gistingu hefur verið lægra í veiðihúsum okkar heldur en víðast hvar annars staðar. Að auki hefur SVFR lagt kapp á að bjóða lægra fæðisverð og einfaldari þjónustu í júní og ágúst. Í fyrra var gerð sú tilraun að afnema fæðisskyldu í Hítará á Mýrum í upphafi veiðitímans og í seinni hluta ágústmánaðar út veiðitímann. Veiðimenn greiddu hóflegt húsgjald fyrir uppábúin rúm og þrif í veiðihúsinu. Húsgjaldið var lagt á hverja selda veiðistöng, en ekki var boðið fæði á þessum tíma. Þessi tilraun heppnaðist mjög vel og veiðimenn hafa lýst ánægju sinni með þetta fyrirkomulag. Því hefur verið ákveðið að útvíkka þessa breytingu og verður nú sami háttur hafður á í Laxá í Dölum í upphafi veiðitíma auk þess sem ekki verður fæðisskylda í Norðurá undir lok veiðitímans. Við vonum að þessari breytingu verði vel tekið af veiðimönnum. Sem fyrr verður hægt að kaupa staka daga í Langá síðustu fjóra daga veiðitímabilsins án fæðis og gistingar. Urriðasvæðin Urriðasvæðin í Laxá, Mývatnssveitin og Laxárdalur, hafa verið okkur erfið í þau fjögur ár sem við höfum haft svæðin á leigu. Á árum áður hafði salan á þessum svæðum verið mjög góð, en hún dróst talsvert saman, strax á fyrsta ári sem SVFR hafði svæðin á leigu. Fyrstu tvö árin var afkoma svæðanna ákaflega slæm. Á þriðja ári birti aðeins til og síðastliðið sumar var salan orðin þokkaleg þó svæðin hafi enn ekki skilað hagnaði. Forsalan fyrir sumarið 2013 er hins vegar mjög góð, mun betri en nokkru sinni fyrr hjá SVFR. Í ljósi góðrar forsölu hvetjum við þá veiðimenn sem áhuga hafa á veiðileyfum að tryggja sér þau þegar í úthlutun, því líkur eru á að ekki verði mikið eftir af leyfum þegar dregur nær sumri. Sumarið 2012 var prófað að afnema gistiskyldu á urriðasvæðum frá 15. júlí. Þetta fyrirkomulag gafst vel og verður því haldið áfram í sumar. Þeir veiðimenn sem vilja, geta að sjálfsögðu fengið að nýta aðstöðuna í veiðihúsi áfram og keypt þar fæði og gistingu. Félagsstarfið Á vegum félagsins starfa ýmsar nefndir og ráð. Fyrst ber að nefna árnefndir, en alls eru nú 19 árnefndir á vegum félagsins. Árnefndir félagsins eru í sífelldri endurnýjun og rétt fyrir áhugasama félagsmenn sem vilja leggja sitt af mörkum fyrir SVFR að láta skrifstofu vita. Árnefnd Langár hefur fengið góðan liðsauka, þá Andra Marteinsson, Garðar Örn Úlfarsson og Þorleif Kamban en Björn Baldursson, Jón Heimir Sigurbjörnsson, Gísli Sigurðsson og Sigurður Árnason hafa kvatt nefndina eftir gott starf. S kýrsla s t j ó r n ar
10 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Nýr liðsmaður bættist við árnefnd Norðurár, Jón Orri Magnússon, en Björn Þórðarson, Jóhannes H. Steingrímsson og Þórður Björn Pálsson eru hættir ásamt Lýð Jónssyni sem átti sæti í heldri manna ráði nefndarinnar. Ný árnefnd tók til starfa við Dunká sl. vor, hana skipa þeir Grétar Þorgeirsson, Trausti Magnússon, Róbert Grétarsson og Þórarinn Leví Traustason. Ný árnefnd var einnig skipuð við Varmá, hana skipa Björn Níelsson, Guðmundur Einarsson, Gunnar Einarsson, Bjarki Þór Baldvinsson og Stefán Gunnlaugsson. Þá hefur árnefnd Krossár látið af störfum þar sem SVFR hefur ána ekki lengur á leigu og þakkar félagið þeim Guðmundi S. Harðarsyni, Sigurði Kristjánssyni og Ásgrími Kristjánssyni fyrir sitt framlag. Jón Bragi Gunnarsson og Hinrik Þórðarson hafa bæst í árnefnd Laxár í Laxárdal og Mývatnssveit en Arnar Arinbjarnar er hættur. Þá hefur Jóhannes Kristjánsson kvatt árnefnd Andakílsár. Í árnefnd Gljúfurár hættu þeir Guðlaugur Steinarsson og Hjörleifur Steinarsson sl. vor, en Þorsteinn Jóhann Þorsteinsson bættist í hópinn. Þá bættist í hóp Elliðaárnefndar Jón Þ. Einarsson, sem þekkir Elliðaárnar út og inn. Auk árnefnda, starfar Kast- og kennslunefnd á vegum félagsins og stóð hún fyrir nokkrum námskeiðum á árinu. Fræðslunefnd stóð að hnýtingarkvöldum auk þess sem nefndin sá um skipulagningu á veiðidögum fyrir börn og unglinga í Elliðaám á árinu. Barnaog unglingadögum í Elliðaám hefur verið fjölgað og var fullt í þá alla í sumar. Við stefnum á að efla barna- og unglingastarfið enn frekari á nýju starfsári. Ný skemmtinefnd var skipuð á árinu undir stjórn Ara Hermóðar Jafetssonar, en með honum í nefndinni eru þeir Andri Þór Arinbjörnssson, Þorvarður Guðmundsson og Ólafur Finnbogason. Skemmtinefnd sá um opin hús, þar sem ýmsar ár á vegum félagsins voru kynntar og ýmis fróðleik ur borinn á borð félagsmanna. Nú höfum við ekki lengur yfir salnum á Háaleitisbrautinni að ráða og verða opin hús í vetur haldin í sal Lögreglufélags Reykjavíkur í Brautarholti.
S kýrsla s t j ó r n ar
11
Heiðursmerki SVFR Á ári hverju hefur Stangaveiðifélag Reykjavíkur heiðrað félagsmenn, er unnið hafa lengi og dyggilega að hagsmunamálum okkar með silfurmerki félagsins. Í byrjun ársins 2012 veitti SVFR Kristjáni Guðmundssyni silfurmerki SVFR en hann hefur um árabil starfað í árnefnd Andakílsár og verið þar formaður frá 2006. Þá átti hann sæti í fulltrúaráði félagsins 20062011. Í maí sl. bættust svo fimm dyggir SVFR-félagar í hóp heiðursmerkjahafa þegar Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, veitti þeim silfurmerki í nýjum húsakynnum við Rafstöðvarveg. Albert Guðmundsson, Jón Emilssson, Árni Björn Jónsson, Jón Bergmundsson og Edvard Guðnason hafa allir unnið gott starf í árnefnd Hítarár ásamt því að sinna öðrum störfum fyrir félagið Lagabreytingar Lög félagsins voru tekin til gagngerrar endurskoðunar árið 1999. Árið 2006 voru gerðar ýmsar smærri breytingar, og meðal annars heimiluð utankjörfundaratkvæðagreiðsla til stjórnarkjörs. Nú var talin ástæða til að endurskoða lögin í heild sinni aftur enda 13 ár síðan það var gert síðast. Sett var á laggirnar sérstök lagabreytingarnefnd undir forystu Þórólfs Halldórssonar sem skilaði af sér tillögum sem lagðar voru fyrir stjórn í lok október. Stjórn félagsins lagði þær fram til kynningar á vef félagsins þann 10. nóvember og verða þær bornar upp hér á aðalfundi, undir liðnum lagabreytingar. Samningar um veiðisvæði Á árinu 2011 voru fjölmargir samningar gerðir við veiðiréttareigendur. Í ár var minna um slíkt. Við framlengdum samningi okkar við Veiðifélag Gljúfurár og samið við Veiðifélag Norðurár um eins árs framlengingu á fyrri samningi, en sú framlenging gekk til baka. Nú eru óvissutímar og ekki ráðlegt að bæta miklu við sig og stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur ákveðið að halda að sér höndum hvað varðar ný ársvæði. S kýrsla s t j ó r n ar
12 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Verð veiðileyfa Nú er verð veiðileyfa sennilega í sögulegu hámarki á Íslandi. Verðin hafa hækkað gríðarlega undanfarin 20 ár og samkvæmt óformlegri könnun SVFR er svo komið að verðið er nærri tvöfalt hærra að raungildi en 1992. Í kjölfar hrunsins lækkuðu verð almennt um 10 – 15% en hafa síðan hækkað aftur. Útboðið á Þverá/Kjarrá hefur svo sannarlega komið róti á markaðinn. Það eru hins vegar engar forsendur fyrir þessum verðum og alls ekki í ljósi veiðinnar í sumar. Það eru heldur engar forsendur fyrir hækkunum á verði veiðileyfa á næsta ári. Hvernig má það vera að hækka verð á veiðileyfi í einhverri á þegar veiðin hrynur um 70% frá árinu á undan. Væri þá ekki nær að lækka verðið! SVFR hefur ákveðið að leggja upp með óbreytt verð í krónutölu næsta sumar. Á sumum veiðisvæðum okkar verða einhverjar hækkanir en þær eru mjög hóflegar í flestum tilvikum. Verð standa í stað í mörgum ám. Að auki viljum koma til móts við veiðimenn með afnámi fæðisskyldu víðar en við höfum gert til þessa. Stjórn SVFR hvetur veiðimenn til að skipta við þá veiðileyfasala sem reyna að sporna við hækkunum. Norðurá Í kjölfar veiðibrestsins í sumar hefur stjórn SVFR lagt allt kapp á að tryggja að ákveðinn stöðugleika í verði veiðileyfa fyrir næsta sumar. Við teljum engar forsendur vera fyrir veru legum hækkunum á verðum veiðileyfa og eins og áður hefur komið fram höfum við rætt við flesta okkar viðsemjendur um að koma til móts við okkur, helst með óbreytt verð á milli ára. Síðastliðið vor var samið við Veiðifélag Norðurár um leigu næstu tveggja ára, þar sem tekið var mið af hækkunum sem hafa orðið á ánum í kringum okkur, t.d. Þverá/ Kjarrá. Eftir aflabrestinn í sumar óskuðum við eftir breytingum á leiguverði við Veiðifélagið. Því miður þá náðum við ekki saman um verð sem báðir aðilar gátu sætt sig við. Því hafa veiðiréttareigendur við Norðurá og Stangaveiðifélag Reykjavíkur ákveðið að sá tveggja ára samningur sem undirritaður var í vor, gildi aðeins fyrir veiðisumarið 2013. Í kjölfarið hafa veiðiréttareigendur við Norðurá ákveðið að bjóða ána út fyrir veiðisumarið 2014. Við höfum átt farsælt samstarf við Norðurárbændur í 66 ár. Við vitum ekki hvert framhaldið verður, eða hvaða tilboð aðrir veiðileyfasalar kunna að gera. Það er þó alveg ljóst í okkar huga að verð veiðileyfa er komið að þolmörkum fyrir íslenska veiðimenn og við munum taka mið af því. Samstarf við önnur stangaveiðifélög SVFR hefur átt í ýmisskonar samstarfi við önnur stangaveiðifélög. Að auki höfum við tekið þátt í starfi Landssambands stangaveiðifélaga frá stofnun þess. Því er ekki að leyna að stundum hafa komið hnökrar á samstarfið og oft hefur stjórn SVFR haft það á tilfinningunni að smærri félögin telji sig ekki eiga samleið með SVFR. Við höfum ætíð reynt að starfa heiðarlega með þessum félögum. T.d. höfum við forðast það að bjóða í veiðisvæði sem önnur stangaveiðifélög hafa haft innan sinna vébanda. Árið 2007 var veiðisvæði Vola og Baugstaðaróss boðið út. SVFR hugðist senda inn tilboð, en þar sem Stangaveiðifélag Selfoss óskaði eftir samstarfi við okkur drógum við okkur til baka. Það varð úr að Selfyssingar sömdu við veiðiréttareigendur en við skiptum svo með okkur veiðidögum. Í haust, í þann mund sem samningar voru að renna út, höfðu Selfyssingar samband við veiðréttareigendur og framlengdu samninginn. Við heyrðum síðan á skotspónum hvar þeir gumuðu sig af því að nú yrðu þeir einir með pakkann. Þeir höfðu ekki einu sinni dug í sér að láta okkur vita af svikunum fyrr en við gengum eftir því. Að mati stjórnar SVFR er þetta ódrengileg framkoma og nú spyrjum við okkur hvort við S kýrsla s t j ó r n ar
13
S k媒rsla s t j 贸 r n ar
14 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
eigum yfirhöfuð samleið með aðilum sem starfa á þennan hátt. Við höfum því ákveðið að endurskoða formlega aðild okkar að Landssambandi stangaveiðifélaga. Framboð stangaveiðidaga Félagafjöldinn stendur nærri í stað á milli ára. Í gegnum tíðina hefur verið miðað við að alls gæti félagið boðið um 3 stangardaga á félaga þar af 2,0 - 2,5 í laxveiði. Eins og fram kemur í fundargögnum þá hafa verið nokkrar sveiflur í framboðnum dögum á félagsmann. Á árinu 1993 hafði félagið yfir um 6.000 stangardögum að ráða fyrir 2.071 félaga eða rétt um 2,9 stangardaga á hvern félagsmann. Þegar þessi tala er brotin eilítið niður sést að af þessum 2,9 dögum voru tæplega 2,3 í laxveiði en um 0,6 í silungsveiði (urriði og bleikja, staðbundin og sjógengin). Næsta sumar, sumarið 2013, verða rúmlega 14.500 stangardagar í boði fyrir 3.903 félaga, eða nærri 3,6 stangardagar á félaga að meðaltali. Til samanburðar var þetta hlutfall um 3,9 dagar sl. ár. Myndirnar og töflurnar sem fylgja ársskýrslunni sýna þessa þróun vel. Eins og fram kemur í þessum gögnum hefur framboð á laxveiðidögum á hvern félaga lækkað úr um 3 stangardögum á félaga niður fyrir 2. Við þurfum að bæta við í laxveiðinni ef við viljum halda sambærilegu hlutfalli og sl. tvö til þrjú ár. Hins vegar ber á það að líta að söluhlutfall hefur farið lækkandi þannig að félagsmenn eru að kaupa færri daga í ár en þeir gerðu fyrir fimm árum síðan. Dögum í urriða/sjóbirtingsveiði fækkar lítillega milli ára, og verða nú 1,5. Hvað bleikju/sjóbleikju varðar þá fækkar dögum á milli ára þar sem nú verður Ásgarðssvæðið ekki innan okkar vébanda
S kýrsla s t j ó r n ar
15
S k媒rsla s t j 贸 r n ar
16 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Rekstur og fjárhagsleg afkoma Rekstur félagsins hefur verið erfiður sl. fjögur ár. Í fyrra var rekstrarafkoma ársins í járnum en talsvert tap varð þá vegna niðurfærslna og leiðréttinga á kostnaðarliðum fyrri ára. Í ár er staðan í raun svipuð. Sjálfur rekstur ársins er jákvæður, en tapið myndast vegna niðurfærslna og afskrifta á útistandandi eldri kröfum, sem ekki hefur náðst að innheimta þrátt að mikil vinna hafi verið lögð í þann þátt. Á árunum 2009 og 2010 var félagið rekið með talsverðu tapi, og nam tap ársins 2010 um 45 milljónum á verðlagi dagsins í dag. Í fyrra nam tapið um 31 milljón króna og í ár er það 26 milljónir. Það skal þó áréttað enn og aftur að afskrifaðar kröfur eldri ára eru 32 milljónir þannig að teknu tilliti til þessa liðar er niðurstaðan talsvert tap. En þessi afkoma er engan veginn viðunandi, við verðum að ná að reka félagið með góðum hagnaði, til að geta byggt það upp á nýjan leik. Við verðum að ná meiri framlegð út úr sölu veiðileyfa. Því miður er ekki unnt að hækka verð veiðileyfa að okkar mati þannig að við verðum að auka söluna. Söluhlutfall, þ.e. seld veiðileyfi sem hlutfall af heildarverðskrá, þarf að fara vel yfir 90% til að hagnaður geti orðið af rekstrinum, í ár er það einungis um 85%. Lausasalan brást algerlega, það runnu um það bil 30 milljónir króna af óseldum veiðileyfum, leyfum sem við töldum í vor, að við myndum selja. En aflabresturinn gerði þær vonir okkar að engu. Það er alveg ljóst að við þolum ekki frekari áföll á þessu ári og allt kapp verður lagt í að ná aukinni sölu. Rekstur dótturfélaga – breytingar í farvatninu? Dótturfélög Stangaveiðifélags Reykjavíkur eru tvö, annars vegar SVFR ehf. sem rekið er til að sjá um sölu veiðileyfa til utanfélagsmanna og hins vegar Veiðikortið ehf. en eignarhlutur SVFR í Veiðikortinu er 50%.
S kýrsla s t j ó r n ar
17
Rekstur Veiðikortsins hefur verið ágætur allar götur síðan til þess var stofnað á árinu 2004. Veiðikortið er rekið með hagnaði og nýtur SVFR þess í bókum sínum. SVFR ehf. var stofnað til að halda utanum sölu til erlendra veiðimanna og utanfélagsmanna. Félagið hefur í raun ekki verið í beinum rekstri, það hefur frekar verið rekið sem n.k. deild innan Stangaveiðifélagsins. En nú er það til athugunar hvort breytt umhverfi leiði til þess að það geti verið hagkvæmt að aðskilja betur félagslega þáttinn í starfi okkar og rekstrarþáttinn, m.a, sölu veiðileyfa til erlendra aðila. Við höfum skoðað hvort við eigum að setja SVFR ehf. í fullan rekstur, jafnvel utan veggja Stangaveiðifélagsins og fela því að sjá um sölu dýrari veiðileyfa til utanfélagsmanna. Það er ýmiss ávinningur sem við sjáum fyrir okkur með breyttu fyrirkomulagi. Það hefur jafnvel komið til tals að gera félagsmönnum kleift að eignast hlut í einkahlutafélaginu og erlendir aðilar sem selja og endurselja veiðileyfi hafa sýnt þessari hugmynd áhuga. Málið verður kannað rækilega á næstunni. Lokaorð Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur glímt við mikla erfiðleika í rekstri sínum undanfarin fjögur á. Eftir tiltekt í fyrra töldum við okkur komin á beinu brautina, á lygnan sjó, en náttúran kemur okkur alltaf á óvart og að þessu sinni gripu náttúruöflin í taumana og rugguðu bátnum heldur betur. Nú vonum við hins vegar að botninum sé náð og næsta ár verði betra. Reksturinn sjálfur er í jafnvægi og það er athyglisvert að þrátt fyrir sölubrestinn þá er bein rekstrarniðurstaða jákvæð. Það er búið að taka til í rekstrinum, og það er búið að færa niður útistandandi kröfur okkar umtalsvert. Stjórn félagsins og starfsfólk hefur unnið að endurskoðun allra verkferla til að tryggja að utanumhald og eftirlit með rekstrinum sé með sem bestum hætti. Stjórn félagsins hefur verið ákaflega samhent og stjórnarmenn hafa allir unnið mikið og gott starf. Með öflugri og vinnusamri stjórn mun árangur nást. Stjórn félagsins hefur góða tilfinningu fyrir næsta ári og telur að Stangaveiðifélag Reykjavíkur sé búið að vinna sig í gegnum brimskaflana og nú liggi leiðin uppá við aftur. S kýrsla s t j ó r n ar
18 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
S kýrsla s t j ó r n ar
19
Velta SVFR árin 1992 – 2012 (á verðlagi okt.12)
S kýrsla s t j ó r n ar
20 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Fjöldi félaga í SVFR 1993 - 2012
Heildarfjöldi félaga í upphafi nýs árs er 3.903 Félögum hefur fjölgað um 80% síðan um aldarmót Á árinu gengu 103 í félagið 129 hættu Börn og unglingar eru 409, (h)eldri félagar 669 en félagar á besta aldri 2.845
Heildarframboð stangardaga 1993 - 2013
Heildarfjöldi stangardaga í straumvötnum er um 14.032 stangardagar Öll svæði, laxveiðiár, sjóbirtingur/ urriði, sjóbleikja/ bleikja
S kýrsla s t j ó r n ar
21
Stangardagar á hvern félaga 1993 – 2013
Hlutfallið lækkað nokkuð sl. 4 ár Félögum hefur fjölgað um 9 % Stangardögum hefur fækkað um 29% Söluhlutfall var um 88% í verðmætum, heldur lægra séu seldir stangardagar taldir
Stangardagar á félaga – tegundir 1993 - 2013
S kýrsla s t j ó r n ar
22 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Ell i ð aár 2 0 1 2 Skýrsla Árnefndar SVFR Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum
Nr. Veiðistaður Júní Júlí Ágúst
Sept. Samtals
1 Höfuðhylur 0 14 4 3 21 2 Hólmakvísl 0 0 0 1 1 3 Hólmatagl 0 0 0 0 0 4 Norðlingavað 0 1 0 0 1 5 Ármót 0 0 0 0 0 6 Hornið Efra 0 0 2 0 2 7 Fljótið 0 1 10 10 21 8 Heyvað 0 0 0 0 0 9 Litli Foss 0 1 0 0 1 10 Heyvaðshylur 0 0 1 1 2 11 Efri Mjóddir 0 0 0 1 1 12 Mið Mjóddir 0 0 0 0 0 13 Neðri Mjóddir 0 1 0 0 1 14 Langhylur 0 0 0 0 0 15 Grófartunga 0 0 0 0 0 16 Merkjastrengur 0 0 0 0 0 17 Grófarkvörn 0 1 3 1 5 18 Grófarstrengur 0 0 0 1 1 19 Hólsstrengur 0 0 0 0 0 20 Hólshylur 0 0 0 1 1 21 Efri Kista 0 24 7 5 36 22 Neðri Kista 0 4 2 1 7 23 Baugshylur 0 0 0 0 0 24 Efri Sporðhylur 0 0 0 0 0 25 Neðri Sporðhylur 0 0 1 0 1 26 Símastrengur 0 22 11 4 37 27 Nautavað 0 0 0 1 1 28 Hraun 3 32 20 13 68 29 Barnabrot 0 0 0 0 0 30 Breiðholtsfoss 0 0 0 0 0 31 Borgarstjórahola 0 4 1 1 6 32 Tíkarbreiða 0 0 0 0 0 33 Selásfoss 0 0 0 1 1 34 Brúarhylur 0 0 0 0 0 35 Hundasteinar 3 52 11 7 73 36 Agðir 0 0 0 0 0 37 Efri Breiðholtsstrengir 0 1 1 1 3 38 Árbæjarhylur 0 10 6 9 25 39 Neðri Breiðholtsstrengir 0 1 3 1 5 40 Kerlingarflúðir 5 42 6 0 53 Ell i ð aár
23
Nr. Veiðistaður Júní Júlí Ágúst
Sept. Samtals
41 Ullarkrókur 0 0 0 0 0 42 Selfoss 0 4 2 0 6 43 Efri Þrep 1 0 0 0 1 44 Seiðketill 2 23 2 0 27 45 Neðri Þrep 1 4 0 0 5 46 Helluvaðspyttur 0 0 0 0 0 47 Helluvað 0 1 0 0 1 48 Stórhylur 5 19 0 0 24 49 Stórifoss 4 6 3 0 13 50 Skáfossar 0 4 0 0 4 51 Hólmahlein 0 19 0 0 19 52 Hleinartagl 1 0 0 0 1 53 Kúavað 1 0 0 0 1 54 Kerið 0 0 0 0 0 55 Kálfhylur 0 0 0 0 0 56 Ullarfoss 3 7 0 0 10 57 Teljarastrengur 24 20 0 0 44 58 Beygjan 0 1 0 0 1 59 Móhylsstallar 0 0 0 0 0 60 Efri Móhylur 1 1 0 0 2 61 Móhylsstrengir 0 1 0 0 1 62 Neðri Móhylur 1 0 0 0 1 63 Hornið Neðra 0 0 0 0 0 64 Húsbreiða 0 0 0 0 0 65 Fossbrún 0 0 0 0 0 66 Sjávarfoss 76 121 8 0 205 67 Fosskvörn 5 6 0 0 11 68 Miðkvörn 4 4 0 0 8 69 Brúarkvörn 0 0 0 0 0 70 Efri Breiða 3 21 0 0 24 71 Neðri Breiða 12 32 1 0 45 72 Holan 0 0 0 0 0 73 Við steininn 1 0 0 0 1 74 Eldhúshylur 1 0 0 0 1
Skipting veiði eftir agni,
skipt á mánuði
Agn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Fluga Maðkur
27 219 80 63 130 286 25 0
389 441
Samtals
157 505 105 63
830
Sleppt
34 91 14 63
202 Ell i ð aár
24 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Skipting eftir kyni,
skipt á mánuði
Kyn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Hrygnur Hængar Ótilgreint
109 281 57 37 484 48 220 48 26 342 0 4 0 0 4
Samtals
157 505 105 63
830
stærstu laxarnir Veiðimaður Kg. cm. Veiðistaður Agn Kyn Rögnvaldur Jónsson Ólafur Stefánsson Magnús Ólafsson Hæ Magnús Anton Magnússon Heimir Barðason
6,3 85 6,1 84 4,6 79
Kerlingarflúðir Hraun Sjávarfoss
Svört Frances Hæ Black and Blue Hæ Hary Mary (Irish)
4,3 75 4,3 74
Selfoss Kerlingarflúðir
Maðkur Hitch túba
Hæ Hr
Skipting afla eftir þyngd
Meðalþyngd
Þyngd
Hrygnur Hængar Samtals
Hrygnur Hængar Samtals
0-2 kg 2-4 kg 4-6 kg Ótilgreint
335 145 4 0
Samtals
484
102 236 4 0 342
aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi 1. 2. 3. 4. 5.
Rauð Frances Svört Frances Green Butt Sunray Shadow Snælda
Ell i ð aár
67 51 22 47 22
437 381 8 4 830
1,93 kg.
2,32 kg.
2,09 kg.
25
Ell i ð aár 2 0 1 2 Líkt og við opnun Elliðaánna 2011 ákvað Jón Gnarr, borgarstjórinn í Reykjavík, að bjóða „Reykvíkingi ársins“ að opna Elliðaárnar og kom það í hlut Theodóru Rafnsdóttur sem hlaut þennan heiður 2012. Theodóra renndi í Sjávarfoss eins og hefð er fyrir undir leiðsögn Ásgeirs Heiðars, félaga í árnefnd SVFR við Elliðaárnar, og eftir skamma stund landaði hún fyrsta laxinum. Fljótlega hlaut annar lax sömu örlög og veiddist hann á sama stað. Í kjölfarið gerði borgarstjóri sér lítið fyrir og landaði sjálfur laxi með glæsibrag. Veiðin á opnunardaginn gekk svo vel að menn muna ekki eftir að Elliðaárnar hafi opnað með jafn miklum glæsibrag og vorið 2012, en alls kom 31 lax á land fyrsta daginn, 16 voru teknir en 15 sleppt. Líkt og var árið 2011 sá SVFR um rekstur Elliðaánna sem og kostun margvíslegra rannsókna á ánum, auk veiðivörslu. Rannsóknir annast sömu aðilar og síðasta ár, þ.e. Laxfiskar og Náttúrustofa Kópavogs. Jafnframt annast Laxfiskar um laxateljarana í ánum í samstarfi við Orkuveituna og Vaka. Ell i ð aár
26 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Fulltrúar SVFR önnuðust veiðivörslu við árnar í sumar. Veiðivarsla gekk áfallalaust. Lítið var um veiðibrot af hálfu félagsmanna, en þegar slíks verður vart er stjórn félagsins gerð grein fyrir því og grípur hún til viðeigandi ráðstafana. Nokkuð var um misskilning vegna breyttrar svæðaskiptingar sem ákveðin hafði verið af stjórn SVFR sl. vetur. Breytingin var sú að Árbæjarhylur var tekin út af frjálsa svæðinu og settur undir svæði 2. Svæði 2 náði því frá hitaveitustokki og upp í Ullarfoss. Síðan tók við alllangt frjálst svæði, allt þar til kom að Árbæjarhyl sem ekki var lengur frjálst, en tilheyrði svæði 2. Loks var stubburinn á milli Árbæjarhyls og Hundasteina einnig frjáls. Eins og vænta mátti og Elliðaárnefnd hafði bent á, olli þetta misskilningi og vandræðum hjá sumum veiðimönnum, ekki síst vegna þess að talsvert ferðalag er frá neðri hluta svæðis 2 upp í Árbæjarhyl. Fullyrða má að þessi breyting hafi mælst illa fyrir og er þess vænst að stjórn SVFR taki málið til athugunar í ljósi fenginnar reynslu. Tilhögun veiða var óhefðbundin að þessu sinni að því leyti að veiðitíminn var framlengdur í tilraunaskyni til 14. september. Veiðin hófst hins vegar 20. júní eins og venjulega. Ástæða þess að óskað var eftir heimild til veiða í september var sú mikla eftirspurn sem var eftir veiðileyfum sumarið 2012, en þá urðu ríflega 100 umsækjendur með A umsóknir að sæta því að fá ekki úthlutað veiðileyfi í Elliðaánum. Tilhögun septemberveiðanna var þannig að aðeins var leyft að veiða ofan Árbæjarstíflu, aðeins á flugu og öllum fiskum sleppt. Septemberleyfin seldust ekki öll en þeir sem komu til veiða voru sáttir. Alls veiddust 63 laxar þessa daga og hífðu veiðina úr 767 löxum í ágústlok upp í 830 laxa við lok veiðitíma. Að venju lokaði árnefnd ánni fyrsta laugardag eftir veiðilok. Kvótinn á stöng fyrir hvert hálfsdagsveiðileyfi var tveir laxar eins og undanfarin ár. Engum seiðum hefur verið sleppt í Elliðaárnar síðustu árin og virðist útséð um að unnt verði að sleppa seiðum af stofni árinnar í þær aftur þar sem nýrnaveiki virðist orðin landlæg í vatnakerfinu. Ástæða er til að hafa áhyggjur af afkomu fiskistofna í Elliðaánum og Elliðavatni vegna þess. Elliðaárnar eru því upp á sjálfar sig komnar hvað varðar framleiðslu laxaseiða og illmögulegt að óbreyttu að styrkja laxastofninn með seiðasleppingum af Elliðaárstofni. Ell i ð aár
27
Um teljarann við Rafstöð gekk 1.031 lax sem er meira en 900 löxum færra en sumarið 2011. Þegar þetta er skrifað hefur ekki verið lesið úr teljaragögnum, þannig að enn er óljóst með veiðiálagið í sumar. En ef litið er til fyrirliggjandi gagna, - sem geta breyst við aflestur úr teljara-, kemur í ljós að laxar veiddir neðan teljara voru 344 talsins. Fyrir ofan teljara veiddust 486 laxar, en 202 löxum var sleppt. Heildargangan virðist skv. þessu hafa numið 1375 löxum og af þeim voru um 630 drepnir. Veiðihlutfall hefur því að lágmarki verið um 46% sem er mun hærra en á síðasta ári og umfram æskilegt álag. Líklegt er að í ljósi þessa verði áfram farið með gát við veiðistjórnun í Elliðaánum, þar sem einvörðungu er treyst á afrakstur náttúrulegs klaks í ánum eins og fyrr er getið. Taka má fram að nokkuð af silungi gekk um teljarann og síðsumars varð vart við stóra sjóbirtinga í ánni og veiddust nokkrir þeirra. SVFR hefur mælst til þess að veiðimenn gæti hófs í veiðum og sleppi sem flestum löxum. Veiðimenn hafa tekið þessu með skilningi. Eins og fyrr segir var 202 löxum sleppt sl. sumar sem er nokkru færra en 2010, en þá var 258 löxum ýtt aftur út í strauminn. Alls veiddust 830 laxar í Elliðaánum í sumar var því ríflega 24% veiddra laxa sleppt. Orkuveita Reykjavíkur er farin að keyra Rafstöðina við Elliðaár á nýjan leik. Rennslisstýring úr Elliðavatni verður með hefðbundnu sniði sem og stýring á milli kvíslanna neðan Árbæjarstíflu, en stjórnun rennslisins á að tryggja að það fari aldrei undir tiltekið lágmark. Stærstu laxa sumarsins veiddu Rögnvaldur Jónsson og Ólafur Stefánsson. Örðugt er að segja til um þyngd þessara laxa þar sem þeim var báðum sleppt, en við skráningu slepptra laxa er stuðst við leiðbeiningar frá Veiðimálastofnun um samand lengdar og þyngdar. Skv. þeirri aðferðafræði er lax Rögnvaldar stærsti fiskur sumarsins, en hann var 85 cm langur skv. því sem upp var gefið. Lax Ólafs var litlu minni, eða 84 cm. Báðir tóku laxarnir flugu. Aðstæður til veiða í Elliðaánum m.t.t. vatnsbúskapar voru erfiðar þegar líða tók á sumarið. Mjög dró úr laxagöngum síðari hluta júlí og datt svo botninn endanlega úr göngunum snemma í ágúst. Við þetta bættust þurrkar sem gerðu veiðimönnum og löxum lífið leitt. Sjávarfoss gaf flesta laxana í sumar, en næst komu Hundasteinar og Hraunið. Vorveiði á urriða í Elliðaánum nýtur mikilla vinsælda, en hún stóð yfir frá 1. maí til 15. júní. Starfsmannafélag OR hafði forræði yfir síðustu tíu veiðidögunum í júní. Urriðaveiðin var með ágætum og veiddist best í efsta hluta Elliðaánna að venju. Eru það Höfuðhylur og Ármót sem gefa flesta fiskana. Aðeins er leyft að veiða á flugu í vorveiðinni. Skipan Elliðaárnefndar 2012 tók breytingum frá fyrra ári. Tók nýr liðsmaður sæti í nefndinni, Jón Þ. Einarsson, en hann er Stangaveiðifélagsmönnum að góðu kunnar. Sinntu nefndarmenn hefðbundnum nefndarstörfum auk tilfallandi verkefna. Að venju sá nefndin um hreinsunarstarf í og með Elliðaánum fyrir veiðitíma sl. vor og naut við það liðsinnis sjálfboðaliða úr hópi félagsmanna. Eru þeim færðar kærar þakkir fyrir framlag sitt til bættrar umhirðu og ásýndar Elliðaánna. Talsvert rusl var hirt úr ánum og af bökkunum en þó virðist það fara minnkandi miðað við fyrri reynslu, en þó ærið samt. Elliðaárnefnd þakkar hér með þeim sem tóku þátt í vinnu með nefndinni að málefnum Elliðaánna á árinu. Þá eru félögum í SVFR færðar þakkir fyrir prúðmannlega framkomu við Elliðaárnar í sumar.
F.h. árnefndar Ólafur E. Jóhannsson
Ell i ð aár
28 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
L EI R V O G S Á 2 0 1 2 Skýrsla Árnefndar SVFR
L e i rvo g sá
29
Aflahæstu veiðistaðirnir Staður Fjöldi Brúarhylur 91 Fitjakotshylur 15 Móhylur 13 Kvörn 11 Neðri skrauti 8
Meðalþyngd Hrygnur Hængar Samtals 1,8
1,7 1,75
Skipting veiði eftir agni Agn Júlí Ágúst Sept Alls Fluga Maðkur
6 6 8 20 135 35 9 179
Samtals
141 41 17 199
L e i rvo g sá
30 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi Snælda 4 Sunray 4 Rauð Francis 2
Skipting afla eftir þyngd Þyngd
Hrygnur Hængar Alls
0-2 43 43 86 2-4 29 40 69 4-6 4 3 7 6-8 Óákveðið 37 Samtals
199
Skipting eftir kyni Kyn Júlí Ágúst Sept Alls Hrygnur Hængar Óákveðið
59 16 10 85 71 25 7 103 11 11
Samtals
141 41 17 199
stærstu laxarnir Veiðimaður
kg cm Veiðistaður Agn Kyn
Árni og Bjarni Gunnar Andri og Jónas Bjarni og Ragnar Hjalti og Skúli Skúli og Ingó Ari og Björn
5,5 4,5 90 4,4 86 4,5 79 4,8 80 4 82
L e i rvo g sá
Stólpi Brúarhylur Mosi Brúarhylur Helguhylur Litli Strengur
Maðkur Maðkur Fluga Maðkur Maðkur Maðkur
Hængur Hængur Hrygna Hrygna Hængur Hrygna
31
L EI R V O G S Á 2 0 1 2 Árnefndarstörf í Leirvogsá voru hefðbundin, hús lagað, veiðistaðir merktir og lagaðir til ásamt ýmsum öðrum tilfallandi undirbúningsstörfum. Líkt og síðustu ár, var farið með laxa upp fyrir Tröllafoss , með von um að það skili tilsettum árangri. Von okkar er sú að fyrstu laxarnir í því verkefni gætu sýnt sig í Leirvogsá sumarið 2013. Í sumar byrjaði áin mjög vel og hélt ágætis dampi út júlí og lofaði góðu. Ágúst og september brugðust hins vegar í veiðitölum en þó ber að hafa í huga að mikið var af lausum stöngum sem ekki voru nýttar. Værum við eflaust að sjá hærri veiðitölur ef hún hefði verið að fullu nýtt eins og undanfarin sumur. Einnig má geta þess að 68 sjóbirtingar veiddust og margir rígvænir, allt upp í 10 pund og gladdi það marga veiðimenn þetta sumarið. Hlökkum til næsta veiðisumars og þökkum samstarfið á liðnu sumri.
F.h. Árnefndar Leirvogsár Viðar Jónasson
L e i rvo g sá
32 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
A n dakílsá 2 0 1 2 Skýrsla árnefndar SVFR. Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum.
Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals 1 Volti 0 7 3 2 12 3 Þrjú 1 28 10 6 45 3,5 Þrjú og hálft 0 0 0 3 3 4 Efri Fossbakkahylur 0 2 1 1 4 5 Fimm 0 1 0 0 1 6 Nátthagahylur 0 5 6 1 12 8 Neðri Fossbakkahylur 0 1 1 0 2 13 Stóra Hamarskvörn 1 3 0 0 4 Samtals
2 47 21 13 83
Skipting veiði eftir agni. Agn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Fluga Maðkur Sleppt
1 24 7 5 1 23 14 8 0 (2) 0 (1)
37 46 (3)
Samtals
2 47 21 13
83
Skipting eftir kyni. Kyn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Hrygnur Hængar Ókyngreint
2 23 5 5 0 21 8 6 0 3 8 2
35 35 13
Samtals
0 47 21 13
83
A n dakílsá
33
stærstu laxarnir. Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn Atli Freyr 79 Elli og Co. 4,5 Kristján R. Sigurðs. 4,0 Jón 4,0
Volti Þrjú Þrjú og hálft Þrjú
Fluga Hrygna Sunray Shadow Ókyngr. Snælda (þýsk) Hængur Maðkur Ókyngr.
aflahæstu flugurnar. Fluga Fjöldi 1. 2. 3. 4. 5.
Sunray Shadow Snælda (þýsk) Collie dog Svartur Frances Rauður Frances
9 4 4 3 2
Skipting afla eftir þyngd. Þyngd
Hrygnur Hængar Ókyngr. Samtals
0-2 kg 24 17 6 47 2-4 kg 10 17 6 33 4-6 kg 0 0 1 1 Þ. óþekkt 1 1 0 2
Meðalþyngd. Hrygnur Hængar Ókyngreint Samtals 1,83 kg.
2,05 kg.
2,67 kg.
2,18 kg.
A n dakílsá
34 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Veiðin: Veiðin í Andakílsá var með afbrigðum treg í sumar. Alls veiddust í Andakílsá 83 laxar sem er lang minnsta sumarveiði frá því að SVFR tók ána á leigu árið 2003. Athygli vekur hve fáir fiskar veiðast í veiðistað 4, Efri Fossbakkahyl og eins að enginn fiskur veiðist í veiðistað 7, Litlahyl. Þessir 2 staðir hafa í gegnum árin verið aðal veiðistaðir árinnar, þó sérstaklega Efri Fossbakkahylur sem oft á tíðum hefur gefið meira en helming sumarveiðinnar í ánni. Á næsta vori mun árnefnd skoða sérstaklega hvort breyting hafi orðið á veiðistaðnum og hvort möl hafi borist í hann, sem orsakað hafi lakari veiði í sumar. Sumarið 2012 var einnig fyrsta árið þar sem ekki var selt sérstaklega á silungasvæði Andakílsár. Höfðu stangirnar 2 því alla ána fyrir sig og gátu veitt allt frá Andakílsárfossi og niður í ós. Enginn lax veiddist neðan brúar, þ.e.a.s. á því svæði sem áður var silungasvæði árinnar.
Starfið: Starf nefndarinnar var bæði annasamt og fjölbreytt á liðnu starfsári. Haldnir voru fundir með fulltrúum OR vegna vatnshæðarbreytinga og um hvernig tilkynna mætti þær breytingar þ.a. öryggi veiðimanna væri tryggt. Komið var á verklagi í þeim efnum og hafa menn vonandi fundið fyrir því að breyting hafi orðið á í sumar. Venjulegt sumarstarf hófst síðar en vant er þar sem ekkert var silungasvæðið til að gera klárt þetta árið. Í endaðan maí hófst vinna við almenna standsetningu laxasvæðisins sem og verkefni við að setja útisvæði laxahússins í betra stand. Áðurnefnt verkefni er samvinnuverkefni Veiðifélags Andakílsár og SVFR og felst í að bæta gæði svæðisins sem og auka vellíðan veiðimanna er stunda veiðar í Andakílsá. A n dakílsá
35
Fyrri hluti þess, að lagfæra umhverfi umhverfis heitan pott fólst í að: Framhlið útihúss og hellur í kringum heitan pott voru rifin/fjarlægð, svæðið allt grafið upp, skipt um jarðveg, smíðaðir nýjir veggir, með niðursteyptum sökklum, og búinn til göngupallur umhverfis pott. Sett var ný framhlið á útihús og raflagnir þess endurnýjaðar að hluta. Tók þessi framkvæmd mikinn tíma og unnu árnefndarmenn baki brotnu fram að opnun árinnar við að koma hlutunum í stand. Það tókst að stærstum hluta, nema hvað tyrfing umhverfis pottsvæði og sáning grasfræa í svæði fjær tafðist, og var framkvæmd á síðustu dögum júnímánaðar. Til stendur að halda áfram með framkvæmdina og klára seinni hluta hennar, þ.e. að setja upp göngubraut frá húsi að heitum potti, fyrir opnun árinnar á næsta ári. Að venju lauk síðan sumarstarfi nefndarinnar í byrjun október með fundi með stjórn Veiðifélags Andakílsár. Eins var gengið frá búnaði veiðihúss fyrir veturinn. Árnefnd Andakílsár þakkar starfsfólki og stjórnarmönnum SVFR, Ingigerði Jónsdóttur, umsjónaraðila veiðihússins, Erni Hjörleifssyni og stjórn Veiðifélags Andakílsár fyrir ánægjulega og árangursríka samvinnu á liðnu starfsári.
F.h. árnefndar Andakílsár. Kristján Guðmundsson
A n dakílsá
36 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
S kýrsla ár n e f n dar Nor ð u rár 2 0 1 2
A n dakílsá
37
Fyrsta ferð árnefndar var farin 5. apríl þetta vorið og farið yfir ástand húsa og báta og gerður fyrsti verkefnalisti vorsins. Sá listi innihélt alls 38 verkefni og minnispunkta svo ekki kviðum við verkefnaleysinu. Reyndar átti listinn eftir að lengjast talsvert eftir því sem á vorið leið. Stærsta verkefnið sem við tókum okkur fyrir hendur var að smíða nýjan göngustiga frá bílastæðinu í átt að Myrkhyl. Reyndist hann verða tæpir 40 metrar að lengd og vorum við nokkuð ánægðir með árangurinn þegar því verki lauk. Vonandi verða gestir árinnar jafn ánægðir með framtakið enda léttir þetta talsvert prílið upp bratta brekkuna. Talsvert var klippt af trjám og runnum við göturnar að ánni og við vegi enda hefur gróðurinn stækkað og teygt úr sér í allar áttir undanfarin ár. Er þar bæði að þakka beitileysi síðustu ára svo og einmuna tíð – sem við erum ekki endilega allir svo ánægðir með. Mikil vinna var að venju við málningu innivið og fúavörn útivið og of langt að telja það allt upp í stuttri skýrslu. Skipt var um brotna vaska á böðum og endurnýjuð mörg blöndunartæki og baðklefi o.fl. Má segja að pípulagnirnar hafi fengið talsverða yfirhalningu þetta vorið.
Nor ð u rá
38 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Við máluðum setbekkina við ána gráa þ.e.a.s þá þeirra sem eru á malareyrunum uppi á dal. Brúni liturinn þótti of skerandi í augu viðkvæmra. Í Skógarnefshúsi þurfti einnig að taka til hendi. Aðalmálið þar var að skipta um nokkrar gluggarúður þar sem móða var komin á milli glerja og útsýni orðið eitthvað takmarkað. Einnig voru málningar- og fúavarnarpenslum beitt á svæðinu. Niðursetning á kláfnum fór fram að venju um miðjan maí. Þá tók bátavinna og veiðistaðamerking sinn drjúga tíma að venju. Að loknum veiðitíma var svo kláfur og bátar teknir upp og svo öll veiðistaðamerki sem fundust. Vatn tekið af húsum og settur frostlögur í klósett. Settir hlerar fyrir hurðir og fleira. Alls urðu vinnuferðirnar 8 þetta árið sem þykir ekkert sérstakt og dagsverkin voru alls 155 að þessu sinni. Já, dagsverkin voru mörg og er undirritaður þakklátur Nor ð u rá
39
hópnum sínum og stoltur af verkum þeirra og dugnaði sem ávallt fyrr. Samstilltur og skemmtilegur hópur að ógleymdri galdramennsku Friðriks og Jimmy í eldhúsinu dregur okkur í dalinn fagra. 16 árnefndarmenn og konur og “heldrimannaráðið” auk nokkurra vina og velvildarmanna lögðu fram vinnu frá 3 og upp í 15 dagsverk hver. Um veiðina í ánni þarf vart að fjölyrða svo rækilega hefur verið um það efni fjallað í öllum miðlum þetta haustið. Einungis veiddust 953 laxar þetta sumarið sem er auðvitað grátlega lág tala. Segja má að við séum orðnir svo góðu vanir að þessi lága tala hreint og beint sjokkeraði veiðimannasamfélagið og eru menn ekki búnir að jafna sig enn eftir því sem fregnir herma. Árnefnd þakkar stjórn og starfsfólki SVFR svo og stjórn Veiðifélags Norðurár fyrir ánægjulegt samstarf og veitta aðstoð. Þá er bara eftir að þakka fyrir sig og byðja Almættið um meiri rigningu og fleiri laxa í ána sína næsta sumar!
Með kærri kveðju, f. h. Árnefnar Norðurár, Jón G. Baldvinsson.
Nor ð u rá
40 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
S t ra u mar 2 0 1 2 Skýrsla Árnefndar SVFR. Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum.
Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals 1 Straumaklöpp 0 0 1 0 1 2 Silungagarður 2 0 0 1 3 3 Bugt 4 3 3 0 10 4 Strenghorn 39 137 10 0 186 5 Hringiða 1 3 0 0 4 6 Hússtrengur 2 4 0 0 6 7 Húsfljót 5 20 2 0 27 8 Neðra Húsfljót 6 8 2 0 16 9 Efra Húsfljót 0 0 0 0 0 10 Nauthólar 2 1 0 0 3 11 Húsbreiða 0 5 0 0 5 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Samtals
61 181 18 1 261
Skipting veiði eftir agni. Agn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Fluga 40 112 4 0 156 Maðkur 16 63 12 0 91 Spónn / Devon 5 6 3 0 14 Sleppt 0 0 0 0 0 Samtals
61 181 19 0
261
Skipting eftir kyni. Kyn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Hrygnur Hængar Óákveðið
40 70 3 0 21 84 4 0 0 27 12 0
113 109 39
Samtals
61 181 19 0
261
S t ra u mar
41
stærstu laxarnir. Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn Daði Björnsson Þóra og Björn Gaui Sr og Siggi G. Gissur Karl Vilhjálm Magnús Baldursson
6,0 5,0 5,0 4,5 4,5
Bugt Neðra Húsfljót Hússtrengur Strenghorn Strenghorn
Spúnn Blue charm Rauð snælda Maðkur Rauð francis
óþekkt hængur hrygna hrygna hrygna
aflahæstu flugurnar. Fluga Fjöldi 1. 2. 3. 4. 5.
Rauð Francis Svört Francis Sunray shadow Collie dog Haugur
29 14 14 11 6 S t ra u mar
42 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Skipting afla eftir þyngd. Þyngd
Hrygnur Hængar óþekkt Samtals
0-2 kg 45 31 15 91 2-4 kg 59 73 22 154 4-6 kg 6 2 2 10 óþekkt 6
Meðalþyngd. Hrygnur Hængar Samtals 2,2
S t ra u mar
2,2 2,2
43
S t ra u mar 2 0 1 2 Veiðin í ár var í heildina mjög svipuð og í fyrra, en dreifingin var meiri í ár, þ.e. júnímánuður kom mjög vel út, þar sem veiddust alls 61 lax í ár, en í fyrra veiddust 41 lax. Júlímánuður kom ekki eins vel út, en laxveiði dróst saman á milli ára um 20%. Svipuð veiði var í silungsveiði/urriða, en í ár veiddust 240 urriðar/sjóbirtingar miðað við 284 árið 2011. Árið 2010 veiddust 130 sjóbirtingar í Straumunum. Meðalþyngdin er mun lægri í ár, en undanfarin ár. Í byrjun júní fór árnefndin uppí Strauma til að sinna hefðbundnum árnefndarstörfum áður en veiðin hófst og voru húsin þrifin í hólf og gólf og eins náðist að mála bæði húsin að utan að mestu. Samstarf árnefndar við veiðiréttareigendur hefur verið gott. Fyrir þá sem ekki þekkja til Straumanna, þá viljum við benda á að þetta er tilvalin á til að fara með fjölskylduna til að veiða. Árnefnd Strauma vill þakka starfsfólki SVFR og stjórn fyrir gott samstarf.
F.h. Árnefndar Strauma, Ágústa Steingrímsdóttir
S t ra u mar
44 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Gl j ú f u rá
2012
Skýrsla Árnefndar SVFR við Gljúfurá. Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum.
Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals 1 270 Oddahylur 0 4 2 10 16 2 307 Hamarsbreiða 0 1 3 7 10 Aðrir veiðistaðir 18 47 23 20 119 Samtals
18 52 28 37 135
Skipting veiði eftir agni Agn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Fluga 5 5 0 22 32 Maðkur 13 47 28 15 103 Spónn / Devon 0 0 0 0 0 Sleppt 0 0 0 0 0 Samtals
18 52 28 37
135
Skipting eftir kyni. Kyn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Hrygnur Hængar Óákveðið
8 34 19 19 80 4 14 9 14 41 6 4 4 14
Samtals
18 52 28 37
Gl j ú f u rá
135
45
Stærstu laxarnir. Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. Elli og Co 2. Svavar og Óskar 3. Axel og Pétur
4,1 3,2 3,1
70 68 65
Neðri breiða Neðri móhylur Þjófahylur
Maðkur Maðkur Maðkur
Hængur Hrygna Hængur
Aflahæstu flugurnar. Fluga Fjöldi 1. Iða 2. Kolskeggur
5 4
Meðalþyngd. Hrygnur Hængar Samtals 2,1
1,9 2,0
Gl j ú f u rá
46 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Gl j ú f u rá
47
S kýrsla ár n e f n dar f y r i r ár i ð 2 0 1 2 Árnefnd Gljúfurár fékk sannarlega að njóta verðurblíðunnar í Borgarfirði s.l. sumar. Fyrsta vinnuhelgin fór í að mála innanhúss, en þá daga sýndi mælirinn 22 gráðu hita í forsælu. Þegar upp er staðið var vinnuframlag árnefndarmanna talsvert mikið, ekki eingöngu vegna þess að fækkun varð í hópnum heldur voru verkefnin mörg. Við höfðum þrjár heilar helgar til verksins, með góðu skipulagi, aðstoð tengdasona og eiginkvenna náðum við settum markmiðum, nema einu sem bíður næsta vors. Við skiluðum húsinu og ánni til veiðimanna bara nokkuð ánægðir með okkar árangur. Það var gaman að vera við Gljúfurá í byrjun sumars, þegar innivinnu var lokið. Að ganga með ánni frá Klaufhamarsfossi að Ósi er skemmtileg upplifun, maður kemst í nána snertingu við ána og umhverfið sem áður var manni ókunnugt. Finna fyrir sumarkomunni, upplifa fuglalífið og bíða fullur eftirvæntingar, að sjá hvort fyrsti laxinn sé mættur. Náttúrufegurðin á bökkum Gljúfurár er ótrúleg. Við horfum til næsta árs. Okkar markmið er að veiðisvæðið,veiðihúsið og umhverfið allt verði áfram Veiðifélagi Gljúfurár og SVFR til sóma.
f.h árnefndar, Sigurður Skúli Bárðarson
Gl j ú f u rá
48 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
S kýrsla ár n e f n dar S V F R við Langá 2012 Það má segja að veiðin í Langá í sumar hafi verið nokkurskonar varnarsigur. Heildarveiðin var 1.090 laxar. Þá veiddust einnig 11 bleikjur og 6 urriðar. Þetta er talsvert minni veiði en árið 2011, en þá veiddust 1.905 laxar í ánni. Til gamans má geta þess að vitað er um eina veidda rauðsprettu, sem veiddist í Sjávarfossi en ekki fylgir sögunni hvað hún tók! Opnunin byrjaði með miklum krafti, svo miklum að sumar stangirnar veiddu kvótann sinn, eða 10 laxa pr. stöng pr. dag. Menn hugðu sér því gott til glóðarinnar varðandi sumarið. Fyrsta daginn veiddust 22 laxar og annan daginn 20 laxar og einn urriði. Þannig gáfu fyrstu tveir dagarnir 43 fiska, sem verður að teljast mjög gott og var fiskur dreifður um alla ána. Árið 2011 veiddust 16 laxar fyrsta veiðidaginn. Því miður var það svo í sumar að júlí og ágústgöngurnar létu lítið fyrir sér fara og veiði harla róleg á þeim tíma sem mest hefur verið. Vatn var hinsvegar gott í ánni nánast í allt sumar og skartaði áin sínu allra fegursta. Aðalsvæðið gaf skv. veiðibók 1.049 laxa og tilraunastöngin gaf því 41 lax. Þessi tilraunastöng er fyrir ofan veiðistað 93 (Ármótafljót) og hefur verið veidd í ágúst og september, undanfain ár og fylgir ekki aðalsvæði Langár, sem SVFR hefur á leigu. Langá
49
Árnefnd SVFR var nokkuð iðin við kolann á vordögum og vann í miklu og góðu samstarfi við Einar Ole, formann veiðifélags Langár. Lokið var við málningarvinnu í herbergjum í veiðihúsinu við Langá og er þar með málningarvinnu í þessari álmu veiðihússins lokið í bili, en búið er að mála anddyri, setustofu, gang og öll herbergi. Allur aðbúnaður fyrir veiðimenn og konur er til mikillar fyrirmyndar í Langárbyrgi og ætti að fara vel um alla sem þar dvelja. Skipt var um jarðveg í matjurtagarðinum og settar niður kartöflur, skessujurt og skarfakál, sem gestir fengu svo að njóta, þegar leið á sumarið. Þá var farið upp í Stangarholt og gerð stórhreingerning. Veiðistaðir voru merktir að venju og 10 ný skilti voru gerð. Tæplega helmingur skilta hefur því verið endurnýjaður og mun árnefnd halda því áfram á næstu árum. Í árnefnd eru grafískir hönnuðir sem sjá um það verk. Sem fyrr segir er kvóti í Langá nokkuð ríflegur eða 10 laxar á stöng pr. dag. Heildarveiðin var 1.090 laxar, af þeim var 123 löxum sleppt aftur í ána eða 11,28%, sem er lægra hlutfall en árið 2011, en þá var um 16% laxa sleppt aftur. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa öllum laxi stærri en 70 cm. og er e.t.v. þörf á að ítreka þessa ósk enn frekar á komandi árum. Stærsta lax sumarsins veiddi Henry Blacklidge, á Sunray Shadow gáru-túbu í Sveðjuhyl. Það var 90 cm hængur, sem landað var eftir skemmtilega baráttu. Auðvitað fékk hann að synda aftur í hylinn að lokinni viðureign. Næst stærsta laxinn veiddi Lúðvík Ásgeirsson, á “garden fly” í Efri-Hvítstaðahyl, þann 12. september. Árið 2011 var byrjað að selja staka daga í lok veiðitímabils og mæltist það vel fyrir. Eins var gert í ár og seldust þessir dagar mjög vel. Framhald verður á haustið 2013.
Langá
50 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Veiðitölur og samantekt sem hér kemur á eftir er unnin upp úr gögnum Veiðimálastofnunar og veiðbók Langár og kann ég Veiðimálastofnun bestu þakkir fyrir veitta aðstoð. Næsta sumar stendur til að taka í notkun nýja álmu í veiðihúsinu á Langárbökkum. Þessi álma verður fyrst og fremst fyrir starfsfólk hússins og leiðsögumenn, en sárlega hefur vantað uppá aðstöðu fyrir leiðsögumenn síðustu ár. Mun árnefnd leggja þar sitt af mörkum, með málningarvinnu, enda vanir menn þar á ferð eftir verkefni undangenginna ára.
aflahæstu veiðistaðir í Langá Nr. Heiti Fjöldi veiddra laxa 31,5 Bárðarbunga 10 Strengir 39 Neðri-Hvítstaðahylur 65 93 Ármótafljót 23 Glanni 60 Hólsbreiða 25 Álfgerðisholtskvörn 48 53 Hreimsásskvörn 39 64 Langisjór 80 Hólmatagl 9 Breiðan
Langá
124 73 57 49 49
35 26 26
51
Kyn Fjöldi veiddra Hrygnur Hængar Ókyngreint
Sleppt
523 59 466 51 101 13
Aflahæstu flugurnar Rauð Frances Sunray Shadow Svört Frances Snælda Gáruflugur Haugur
Stærstu veiddu laxarnir í Langá sumarið 2012 Henry Blacklidge Lúðvík Ásgeirsson Kalli Lú og Paul Gústi og Raggý Pétur Stefánsson Sigrún Waage Gústi og Raggý Per-Lund Johansen Gunnar Oddsson Bjarni og Ragna
90 88 87 86 86 86 85 85 82 80
cm. cm. cm. cm. cm. cm. cm. cm. cm. cm.
Sveðjuhylur Efri-Hvítstaðahylur Siggapollur Bárðarbunga Kerstapafljót Neðri Hvítstaðahylur Strengir Sveðjurennur Neðri Hvítstaðahylur Glanni
Hængur Hængur Hængur Hrygna Hængur Hængur Hrygna Hrygna Hængur Hrygna
20.júlí 12.sept 30.ágúst 21.júní 26.júlí 31.júlí 21.júní 25.júlí 12.ágúst 18.ágúst
Meðalþyngd Hrygnur Hængar Ókyngr.
1,90 kg. 2,04 kg. 2,72 kg.
Langá
52 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
H Í TA R Á 2 0 1 2 Skýrsla Árnefndar SVFR
H í t ará
53
H í t ará : Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum
Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals 1 Skiphylur 0 0 0 0 0 2 Kotdalsfljót 0 5 1 0 6 3 Sveljandi 3 18 8 6 35 4 Flesjufljót 0 3 5 2 10 5 Oddafljót 0 0 0 0 0 6 Festarfljót 2 1 1 0 4 7 Steinastrengur 3 22 0 0 25 8 Steinabrot 2 9 0 0 11 9 Túnstrengir 0 4 4 1 4 10 Kverk 4 14 4 2 24 11 Breiðin 31 40 8 3 82 12 Húshylur 0 0 0 0 0 13 Brúarfoss 0 0 0 0 4 14 Nýjabrú 0 0 0 0 0 15 Húsastrengur 0 1 3 1 5 16 Brúarstrengur 0 0 0 0 17 Grettisstiklur 3 45 6 2 56 18 Langidráttur 8 68 25 12 113 19 Ármót 0 0 1 0 1 20 Grjótin 0 0 0 0 0 21 Járnhylur 0 0 0 0 0 22 Hagahylur 0 3 2 0 5 23 Bakkastrengir 0 0 5 4 9 24 Hraunsnef 0 0 2 3 5 25 Moldbrekkufljót 0 0 0 0 0 26 Mýrarstrengur 0 0 0 0 0 27 Markarfljót 0 0 0 1 1 28 Grettisbæli 0 0 2 4 6 29 Þrepaból 0 0 0 0 0 30 Mósteinar 0 0 0 0 0 31 Kattarfoss 0 0 1 0 1 32 Nr. 3 ofan við Kattarfoss 0 1 4 2 7 33 Nr. 5 ofan við Kattarfoss 0 0 0 3 3 34 Nr. 6 ofan við Kattarfoss 0 4 5 1 10 35 Nr. 8 ofan við Kattarfoss 0 0 0 1 1 36 Nr. 18 ofan við Kattarfoss 0 0 3 0 3 37 Nr. 23 ofan við Kattarfoss 0 0 1 0 1 Óskráð 0 0 0 0 0 Samtals
56 238 87 47 428 H í t ará
54 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Skipting veiði eftir agni,
skipt á mánuði
Agn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Fluga Ótilgreint
56 238 87 47 428 0 0 0 0 0
Samtals
56 238 87 47
Skipting eftir kyni,
428
skipt á mánuði
Kyn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Hrygnur Hængar Ótilgreint
26 102 57 26 9 115 30 19 21 21 0 2
224 266 44
Samtals
56 238 87 47
428
H í t ará
55
Stærstu laxar í Hítará Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. 2. 3. 4. 5.
Eiki og Naldó Gunnar Jakobsson Guðbjartur Skúlason Rune Eðvar Ó. Traustason
10,0 6,3 6,3 6,1 5,9
Ofan við foss Breiðin Breiðin Túnstrengur II 6 ofan við foss
Frances Rauður Óþekkt Green Butt Óþekkt Frances Rauður Hængur Collie Dog Hrygna Undertaker Hrygna
Aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi 1. 2. 3. 4. 5.
Frances Rauður Sunray Shadow Frances Svartur Snælda Hitch
83 71 58 21 16
Skipting afla eftir þyngd Þyngd
Hrygnur Hængar Ótilgreint Samtals
0-2 kg 122 86 16 224 2-4 kg 72 78 16 166 4-6 kg 10 3 8 21 6-8 kg 1 1 1 3 8-10 kg 0 0 1 1 10- yfir 0 0 0 0 Ótilgreint 6 5 2 13 Samtals 211 173 44 428
Meðalþyngd Hrygnur Hængar Ótilgreint Samtals 2,25
2,21 3,06 2,32
H í t ará
56 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Gr j ó t á o g Tálm i :
Skipting veiði eftir agni,
skipt á mánuði
Agn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Fluga Maðkur Ótilgreint
0 0 0 0 6 35 38 14 0 0 0 0
0 93 0
Samtals
6 35 38 14
93
Skipting eftir kyni,
skipt á mánuði
Kyn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Hrygnur Hængar Ótilgreint
1 14 24 5 5 9 40 9 0 12 4 0
44 33 16
Samtals
6 35 38 14
93
Fimm stærstu laxar Grjótá og Tálma Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. 2. 3. 4. 5.
Anna Berglind Árnadóttir Magnús Eyjólfsson Markús Tumi Kristjánsson Ingibjörg Gísladóttir
H í t ará
4,5 4,0 4,0 3,5 3,5
Tálmi 6 Tálmi 8 Tálmi 9 Grjótá 19 Grjótá 28
Maðkur Maðkur Maðkur Maðkur Maðkur
Hrygna Hrygna Hængur Hængur Hrygna
57
H í t ará
58 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Skipting afla eftir þyngd Þyngd
Hrygnur Hængar Ótilgreint Samtals
0-2 kg 30 19 15 64 2-4 kg 13 14 1 28 4-6 kg 1 0 0 1 6-8 kg 0 0 0 0 8-10 kg 0 0 0 0 10- yfir 0 0 0 0 Ótilgreint 0 0 0 Samtals 44 33 16 93
Meðalþyngd Hrygnur Hængar Ótilgreint Samtals 2,15
H í t ará
2,18 1,54 2,05
59
H Í TA R Á 2 0 1 2 Þær breytingar voru gerðar að veiðisvæðið ofan Kattarfoss í Hítará tilheyrir nú aðal veiðisvæði árinnar. Fyrstu þrjár vikurnar voru fjórar dagstangir á aðalsvæði árinnar, en eftir það og út tímabilið sex dagstangir. Veiðisvæðið Grjótá og Tálmi, sem áður var hluti af veiðisvæðinu Hítará II voru tvær dagstangir út allt veiðitímabilið. Veiðin í sumar var í slöku meðallagi og veiddust 521 laxar í allri ánni. Aðalsvæði árinnar gaf 428 laxa þ.e. Hítaráin að Kattarfossi gaf 403 laxa og Hítaráin ofan við Kattarfoss gaf 25 laxa. Þetta er svipuð veiði og var árin 2006 og 2007, en mun lakari veiði en undanfarin ár. Árið 2011 var þriðja besta skráða veiði í ánni, en þá veiddust 811 laxar, en metveiði var árið 2008, en þá veiddust 1288 laxar. Grjótá og Tálmi, sem nú var sér veiðisvæði, gáfu 93 laxa. Áður tilheyrðu þessi veiðisvæði Hítará ofan Kattarfoss, en það svæði gaf nú 25 laxa. Samtals eru þetta 118 laxar en á þessum svæðum veiddust 265 laxar á síðasta ári. Nú var aðeins heimilt að veiða á flugu ofan Kattarfoss, en áður var maðkaveiði leyfð. Veiðin á aðalsvæðinu fór mjög vel af stað og veiddust 56 laxar í júnímánuði. Þetta er besta veiðin í júnímánuði til þessa, árið 2008 var næstbesta veiðin í júní eða 33 laxar. Á síðasta ári veiddust 26 laxar í júní. Júlí gaf 238 laxa, ágúst 87 laxa og september 47 laxa. Veiðin í júní og júlí var ásættanleg, en veiðin í ágúst og september var mun minni en undanfarin ár. Virðast seinni laxagöngurnar ekki hafa skilað sér í ána og því kom nánast enginn nýr lax í ána eftir mánuðamótin júlí /ágúst. Mikil flóð í ánni um miðjan ágúst og mikil óveður í september höfðu einnig neikvæð áhrif á veiðina. Hefðbundin verkefni árnefndar voru ýmist viðhald á húsnæði, húsgögnum og búnaði auk þrifa bæði að utan og innan. Við þessi verk er ævinlega höfð til hliðsjónar úttekt, sem gerð var á húsakosti, aðbúnaði og aðkomu að veiðisvæðum SVFR, og þá sérstaklega hugað að þeim þáttum sem snúa að öryggismálum. Aðal verkefnin tengdum húsnæði og að þessu sinni voru ýmsar lagfæringar ásamt málingarvinnu Þá þurfti að lagfæra eldavél og uppþvottavél í Lundi. Vegslóðir voru lagfærðar, sérstaklega meðfram Hítará ofan ármóta og veiðistaðir endurmerktir í Hítará ofan Kattarfoss. Þá voru gerðar lagfæringar á Túnstreng II með því að moka möl úr veiðistaðnum sem borist hefur í hann á síðustu árum auk þess sem lagfærður var garður sem er í ánni rétt neðan við Túnstrengina. Árnefnd fór á árinu 2012 í tvær hefðbundnar vinnuferðir í Hítará. Árnefndarmenn fóru nokkrar aðrar ferðir til að sinna ýmsum verkefnum og lætur nærri að alls hafi vinnudagar verið um 110 talsins. Unnið hefur verið markvisst að því á undanförnum árum að bæta veiðistaði í Hítará og þá hafa auk þess verið þrjár sleppitjarnir í ánni. Veiðistaðir í neðri hluta árinnar gáfu nú 55 laxa, en í fyrra veiddust á þessu svæði 64 laxar. Er þetta annað árið sem veiðist á þessu svæði, en engin veiði hefur verið skráð í neðri hluta árinnar mörg undanfarin ár þar á undan. Er þessi breyting til mikilla bóta. Ofan ármóta og að Kattarfossi veiddust nú 28 laxar, en í fyrra 50 laxar og árið 2010 veiddust 40 laxar. Það er áhyggjuefni að ekki skuli veiðast meira á þessu svæði, en á svæðinu er sleppitjörn. Vatnsleysi hefur sennilega einhver áhrif. Það er þó ekki eina skýringin og hvetur árnefndin til að unnið verði markvisst að því að bæta gamla veiðistaði á þessu svæði. Þá vill árnefndin benda á, að veiði í Túnstrengjunum, rétt neðan við Lund, hefur verið mjög lítil undanfarin ár. Þó svo að nú sé búið að gera lagfæringar á veiðisvæðinu virðist það ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Þó telur árnefndin að aðgerðirnar séu til bóta. Þá hvetur árnefndin til þess að komið verði fyrir sleppitjörn ofan við Kattarfoss. Árnefnd vill að lokum þakka stjórn og starfsfólki SVFR gott og ánægjulegt samstarf svo og veiðifélagi bænda við Hítará.
Albert Guðmundsson formaður árnefndar
H í t ará
60 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
F Á S K R ÚÐ Í D Ö L U M Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum Heiti Nr Júlí Ágúst
Sept Samtals Hlutf. Athugasemd
Neðri Brúarstrengur 1 6 0 0 6 3,8% Efri Brúarstrengur 2 19 2 0 21 13,4% Þar af 1 urriði Bakkastrengir 3 3 0 1 4 2,5% Neðstafljót 4 0 0 0 0 0,0% Miðfljót 5 0 0 1 1 0,6% Fljótastrengur 6 0 0 0 0 0,0% Happastrengur 7 1 0 0 1 0,6% Hellufljót 8 6 11 3 20 12,7% Ármótastrengur 9 3 0 0 3 1,9% Hrafnakvörn 10 0 0 0 0 0,0% Hamrakvörn 11 0 0 0 0 0,0% Tjaldkvörn 12 0 0 0 0 0,0% Hávaði 13 1 1 0 2 1,3% Eirkvörn 14 12 0 0 12 7,6% Veiðileysa 15 0 0 0 0 0,0% Gullkvörn 16 0 0 0 0 0,0% Fýla 17 0 0 0 0 0,0% Skrúður 18 0 0 0 0 0,0% Rauðka 19 0 0 0 0 0,0% Leynir 20 0 0 0 0 0,0% Neðri stapakvörn 21 4 2 0 6 3,8% Silfurkvörn 22 0 0 0 0 0,0% Matarpollar 23 1 1 0 2 1,3% Víðiker 24 0 0 0 0 0,0% Jóka 25 3 0 1 4 2,5% Efri Stapi 26 0 3 0 3 1,9% Blesa 27 0 0 0 0 0,0% Tvíburi 27,5 0 0 0 0 0,0% Viðbjóður 28 6 3 2 11 7,0% Stebbastrengur 29 0 0 0 0 0,0% Neðri Barki 30 10 4 4 18 11,5% Efri Barki 31 2 0 1 3 1,9% Neðri Strengur 32 0 0 0 0 0,0% Efri Strengur 33 1 0 10 11 7,0% Viðauki 34 1 3 3 7 4,5% Laxhylur 35 3 4 0 7 4,5% Breiðan 36 0 3 4 7 4,5% Katlafoss 37 3 3 2 8 5,1% Samtals 85 40 32 157 100,0% F áskr ú ð
61
Skipting veiði eftir agni Agn Júlí Ágúst Sept Samtals Hlutfall Fluga 18 6 9 33 Maðkur 66 32 21 119 Spónn/Devon 1 2 2 5 Sleppt 3 0 1 4
21,0% 75,8% 3,2% 2,5%
Skipting eftir kyni Kyn Júlí Ágúst Sept Samtals Hrygna Hængur Ótilgreint
48 20 16 84 36 20 16 72 1 0 0 1
F áskr ú ð
62 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
stærstu laxarnir Veiðimaður Kg Cm Veiðistaður Agn Kyn Búi, Skúli og Halldór Sigurður Hannesson og fjölsk. Benni, Siggi Elvar og Jón þór Jóhann D. Snorrason Ari og Garðar
7 88 5,5 85 4,6 4,5 4
Viðbjóður Efri Stapakvörn Neðri Barki Katlafoss Laxhylur
Fluga Maðkur Maðkur Maðkur Maðkur
Hængur Hængur Hængur Hængur Hængur
aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi Rauður Frances Sunray Shadow Svartur Frances Svört Snælda Svört Krafla
7 6 4 2 2
Skipting afla eftir þyngd Þyngd 0-2 2-4 4-6 6-8
kg kg kg kg
Hængar Hrygnur Ótilgreint Samtals 42 61 1 26 23 3 1
104 49 3 1
Meðalþyngd
Laxi sleppt
Hrygnur Hængar Samtals
Ár Veiði
1,95 kg
2012 2011 2010 2009 2008
F áskr ú ð
2,25 kg
2,10 kg
Sleppt Hlutfall
157 4 2,5% 248 9 3,6% 523 123 23,5% 331 58 17,5% 439 13 3,0%
63
S kýrsla Á r n e f n dar S V F R 2 0 1 2 Veiðin í Fáskrúð í sumar olli vonbrigðum og var allangt undir meðalveiði síðustu ára en á land komu alls 156 laxar og 1 urriði. Veiðin fór ágætlega af stað og gaf júlí alls 84 laxa og 1 urriða, ágúst gaf 40 laxa og september gaf 32 og er þetta einhver lélegasti septembermánuður síðustu ára að minnsta kosti. Fyrstu laxarnir veiddusti í opnun, einn 1. júlí og fjórir 2. júlí, allir á flugu. Þyngsti fiskurinn úr ánni þetta árið veiddist á flugu í Viðbjóð þann 2. júlí, 7 kg hængur og var honum sleppt. Þyngsti laxinn veiddur á maðk veiddist í Efri Stapakvörn í ágúst, 85 cm 5,5 kg hængur. Einn urriðið veiddist 7. júlí í Efri Brúrastreng og var hann 2 kg. Besti veiðistaður árinnar var Efri Brúarstrengur með 21 lax (31 lax 2011), næstur var Hellufljót með 20 laxa (46 lax 2011) og í þriðja sæti var Neðri Barki með 18 laxa (23 laxa 2011). Alls gáfu þessir þrír veiðistaðir 59 laxa eða um 38% af heildarveiðinni. Athygli vekur að einungis 21,0% laxa veiddust á flugu, 75,8% á maðk og 3,2% á spón/ Devon. Sömu tölur fyrir 2011 voru fluga 25,4%, maðkur 70,2% og spón/Devon 4,4%. Veiðimenn slepptu samkvæmt veiðibók aðeins 4 löxum eða 2,5% af veiddum laxi sem er grátlega lítið og veldur miklum vonbrigðum. Árið 2011 slepptu veiðimenn alls 9 löxum sem gerir 3,6% af veiðinni það árið, 2010 slepptu veiðimenn alls 123 löxum sem gerir 23,5% af veiðinni það árið, 2009 slepptu veiðimenn alls 58 fiskum sem gerir 17,5% af veiðinni það árið og 2008 slepptu veiðimenn alls 13 fiskum sem gerir 3% af veiðinni það árið. Sleppingar í ár eru því lægri en var 2008 sem er dapurleg þróun. Störf árnefndar voru hefðbundin í aðdraganda veiðitíma og fólust í að bera á pallinn og mála glugga, þakkanta og annað tréverk. Þá voru nýir gluggar pantaðir í herbergi á suður hlið og verða þeir setti í næstkomandi vor. Að venju var leirtau og verkfæri í eldhúsi yfirfarið og endurbætt, skipt um rafhlöður í reykskynjurum og ljós, perur, sjúkrakassi og slökkvitæki yfirfarin.
F.h. árnefndar Jóhannes Vilhjálmsson
F áskr ú ð
64 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
L axá í D ö l u m Skýrsla Árnefndar SVFR. Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum.
Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals 1 Þegjandi 0 38 26 19 83 2 Hornsteinar 0 1 30 7 38 3 Lambastaðakvörn 0 0 19 13 32 4 Svartifoss 0 0 0 27 27 5 Efri Kista 1 17 4 1 23 6 Dönustaðagrjót 0 1 7 10 18 7 Sólheimafoss 0 0 7 10 17 8 Papinn 0 3 9 4 16 9 Mjóhylur 0 5 7 1 13 10 Neðri Kista 0 7 4 1 12 11 Höfðafljót 0 1 0 11 12 12 Svarfhólsgrjót 0 0 2 9 11 13 Matarpollur 2 7 1 0 10 14 Kristnipollur 0 0 2 8 10 15 Brúarstrengur 0 9 0 0 9 16 Silungabreiða 0 0 0 8 8 17 Drykkjarhylur 0 0 2 5 7 18 Leiðólfsstaðakvörn 0 0 0 5 5 19 Hamarsfjót 0 0 0 5 5 20 Höskuldsstaðarstrengur 0 1 0 2 3 21 Bakki 0 0 0 3 3 22 Helgabakki 0 0 0 2 2 23 Sjávarfljót 0 1 0 0 1 24 Krókur 0 0 1 0 1 25 Þegjandakvörn 0 0 0 1 1 26 Bleikjubakki 0 0 0 1 1 27 Helluhylur 0 0 0 1 1 ALLS
L axá í D ö l u m
3
91
121
154
369
65
Skipting veiði eftir agni. Agn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Fluga Maðkur Sleppt
3 91 37 83 0 0 84 71 0 11 8 8
214 155 27
Samtals
0 91 121 154
369
L axá í D ö l u m
66 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Skipting eftir kyni. Kyn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Hrygnur Hængar Óákveðið
1 43 56 77 177 2 46 59 72 179 0 2 6 5 13
Samtals
3 91 121 154
369
Fimm stærstu laxarnir. Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. 2. 3. 4. 5.
Ísleifur og Þorsteinn Magnús Þórarinsson Guðmann og Ragnar Óskar Páll Sveinsson Viðar og Teddi
L axá í D ö l u m
11,0 92 8,5 91 5,0
99 Þegjandi Þegjandi Lambastaðarkvörn Þegjandi 89 Höskuldsstaðastr.
Maðkur Addi.is Maðkur Monro-hitch Rauð Frances
Hængur Hængur Hrygna Hrygna Hrygna
67
Fimm aflahæstu flugurnar. Fluga Fjöldi 1. 2. 3. 4. 5.
Rauður Frances Sunrey Shadow Svartur Frances Kolskeggur Snælda / Colly dog
49 20 17 15 9
Meðalþyngd. Hrygnur Hængar Samtals 2,89
2,6 2,68
skýrsla árnefndar 2012 Rétt eins og víðast hvar annars staðar þá brást veiðin í Laxá í Dölum í sumar og fengust einungis 369 laxar. Þetta eru að sjálfsögðu slæmar fréttir en sveflur í veiði eru jú vel þekktar og engin ástæða til að vera of svartsýnn á veiði næsta árs. Árnefndin hefur átt góðar stundir fyrir vestan, alltaf gott að koma í Dalina. Aðal vinnuferð ársins var farin seinnipartinn í júní, um og eftir starfsdag bænda við ána. Stærstu verkefnin voru smíði á hjólastólabraut og málun utnahúss. Smíðuð var vegleg hjólastólabraut og er nú fært á hjólastól frá bílastæði og inn í hús. Í húsinu er sérútbúið herbergi fyrir fatlaða og fært hjólastól um mest allt húsið. Enn á þó eftir að koma fyrir braut yfir tröppur á milli eldri og nýrri hluta hússins og er ráðgert að klára það verk fyrir næsta veiðitímabil. Eins og fyrr segir þá var húsið málað að utan, að hluta til heilmálað en hitt skrapað og blettað eftir þörfum. Aðstaða á sólpalli var bætt til muna en árnefndin tók að sér, fyrir hönd Veiðifélagsins, að kaupa ný útihúsgög á sólpallinn. Þrátt fyrir slakt veiðisumar þá er árnefndin spennt fyrir vinnu og veiði næsta sumars. Við þökkum fyrir áframhaldandi góða samvinnu við Veiðifélagið og starfsfólk SVFR.
F.h. árnefndar Magnús Þórarinsson
L axá í D ö l u m
68 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Efr i H a u kadalsá 2 0 1 2
Aflaskipting Tegund Lax Bleikja Urriði
Efr i H a u kadalsá
júní júlí ágúst sept.
alls
0 23 12 2 37 1 82 64 17 164 0 1 0 0 1
69
Þyngd á laxi þyngd alls 0-2 kg 2-4 kg 4-6 kg
30 6 1
skipting eftir kyni Hængar 10 Hrygnur 27
Skipting laxveiði eftir agni Agn Fluga maðkur óþekkt
júní júlí ágúst sept. 0 0 3 0 0 22 9 2 0 1 0 0
alls 3 33 1
Stærsti laxinn í Efri-Haukadalsá var 4,5 kg og veiddist í Arnarkletti 26. júlí. Bleikjuveiðin á svæðinu virðist eiga undir högg að sækja en laxveiðin þokast hægt uppá við. Ágætis laxveiði í júlí er ánægjuleg og eftirtektarverð. Langmest af bleikjunni veiddist á maðkinn að þessu sinni og reyndust neðstu staðirnir langbest. Haldið var áfram að merkja veiðistaði árinnar og er áin nú merkt frá efsta veiðistað til neðsta.
F.h. árnefndar Sævar Haukdal
Efr i H a u kadalsá
70 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
S e t b e r g sá Árnefnd Setbergsár fór um miðjan júní að gera svæðið tilbúið fyrir veiðitímabilið. Nefndin setti teljara aftur í ána. Að þessu sinni var valinn nýr staður fyrir teljarann í samráði við formann SVFR þar sem tölur á síðasta ári bentu til þessa að laxinn væri að fara oft í gegnum teljarann, upp og niður. Teljarinn var tekinn upp þann 16. september og höfðu þá 87 laxar gengið í ána, þar af tveir sem gengu í gegnum teljarann aðfaranótt 16. sept. Alls var veiði samkvæmt veiðibók 53 laxar, nánast einvörðungu á maðk. Miðað við þá veiði var hlutfall veiddra laxa heil 60% af þeim fiski sem gekk um teljarann. Veiðin dreifðist betur um ána í ár en á því síðasta og sem dæmi veiddist enginn fiskur fyrir neðan teljara það veiðiár en nú sex. Veiðinni lauk 16 september og var þá gengið frá húsinu, teljari tekinn niður og farið með hann í Vaka til geymslu og yfirferðar. Verkefni árnefndar þetta árið auk teljaramálsins voru að endurmerkja veiðistaði og gera húsið eins þrifalegt og hægt er. Gestabók árinnar sýnir að almennt eru veiðimenn sáttir við aðbúnað en helst eru veiðimenn að gera athugasemdir við merkingar á veiðistöðum. Árnefndin mun taka merkingar til endurskoðunar fyrir næsta veiðiár. Lágmarks viðhald var á húsinu og aðeins tekið það allra nauðsynlegasta og það þrifið eins og hægt er. Á miðju veiðiári bárust fréttir af því að frystikistan virkaði ekki. Því miður tókst ekki að endurnýja hana en gera verður ráð fyrir því fyrir næsta veiðiár. Alls veiddust 53 laxar í Setbergsá 2 á flugu og 51 á maðk.
S e t b e r g sá
71
Tegund
júní
júlí
ágúst sept.
Lax 7 26 Sjóbirtingur
20 2
alls 53 2
Þyngd á laxi alls Kyn 0-2kg. 21 2-4 kg 32
Skipting eftir agni
júní
Hængur Hrygna
júlí
25 28
ágúst sept.
maðkur 7 26 18 fluga 2 óþekkt
S e t b e r g sá
72 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
S kýrsla ár n e f n dar S V F R v i ð D u n ká 2 0 1 2 Sumarið 2012 veiddust 119 laxar í Dunká.
Nr. Veiðistaður
júlí Ágúst
Sept
Samtals
Sjávarstrengur 2 0 0 2 Norðlingavað 0 0 0 0 Grunnavað 0 0 0 0 Rósuhylur 1 0 0 1 Símastrengur 0 0 0 0 Garðsstrengur 6 0 0 6 Leynihylur 1 0 0 1 Bæjarfossar 13 0 0 13 Hallshylur 0 0 0 0 Langihylur 0 0 0 0 Kvíar 0 0 0 0 Kvarnir 0 0 0 0 Veiðifoss 9 6 1 16 Brúarhylur neðri 1 0 0 1 Brúarhylur efri 0 0 0 0 Brúarstrengir 1 2 0 3 Leitishyljir 2 2 0 4 Hellishyljir – 2 1 1 0 2 Smyrilshylur 0 0 0 0 Steinbogahylur 0 0 0 0 Berjabrekkuhylur 0 0 4 4 Flugufljót 10 3 6 19 Fremragilsstrengur 0 1 4 5 Hrískinnarhylur 0 0 0 0 Stekkjarbogastrengur 0 1 2 3 Berghylur 1 3 0 4 27a.Tá 1 2 0 3 Veiðifljót 2 4 4 10 Selstrengur 0 3 1 4 Hestsfoss 2 7 7 16 Óþekkt 1 0 1 2 Samtals 54 35 30 119
D u n ká
73
Skipting veiði eftir kyni Júlí Hængar Hrygnur Ótilgreint
ágúst sept Samtals
14 15 15 44 36 20 15 71 4 0 0 4
D u n ká
74 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Skipting veiði eftir þyngd: Þyngd 0 2 4 6
– – – –
2 4 6 8
Hr.
kg kg kg kg
Hæ Ótilgreint Samtals
29 41 1 0
8 32 3 1
1 3 0 0
38 76 4 1
Meðalþyngd: 2,27 kg Hængar = 2,74 kg Hrygnur = 2,17 kg Ótilgreint = 2,07 kg
stærstu laxarnir: Veiðimaður
kg cm Veiðistaður agn
kyn
dags.
Mikael Egill Strange Ólafur Þór Jóhannson Víkingur Vignisson
7 5,8 5 4,5
Hæ Hæ Hr Hr
10/8 30/8 17/8 8/8
D u n ká
87 Brúarstrengir 82 Leitishyljir 78 Selstrengur 77,5 Veiðifoss
Maðkur Maðkur Maðkur Maðkur
75
16 laxar veiddust á flugu og 103 á maðk. Aðeins 2 löxum var sleppt. Þess má til gamans geta að þessir 16 flugulaxar veiddust á 13 mismunandi flugur og túpur. Aðeins svört Francis, Rauð Francis og Þýsk Snælda gáfu 2 laxa hvor. Veiðin í Dunká var nokkuð góð framan af sumri eins og sjá má af meðfylgjandi töflu. Heldur dró síðan úr veiðinni eftir því sem leið á sumarið en niðurstaðan samt mjög viðunandi og veiðin yfir meðaltali síðustu 20 ára. Þær voru ekki margar árnar sumarið 2012 sem gátu státað af því. Þetta er ekki síður merkilegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti í sögu árinnar var veiði takmörkuð þannig að aðeins mátti hirða 2 laxa pr. stöng á dag. Það voru nokkur holl sem náðu þessum kvóta og vitum við dæmi um hvort tveggja að menn hafi hætt veiðum eða skipt yfir í flugu og sleppt veiddum fiskum eftir að kvóta var náð. Athygli vekur einnig að ekki einn fiskur annar en lax er skráður í veiðibókina og ekki höfum við fregnir af flundru þó að útbreiðsla hennar sé að aukast hratt víða. Bleikja sást ekki heldur en töluverð bleikjuveiði mun hafa verið í ánni á árum áður. Dunká er ný í herbúðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur en gerður var þriggja ára samningur um leigu á ánni frá og með 2012. Árnefndin er þ.a.l. líka ný en hana skipa Grétar Þorgeirsson, Trausti Magnússon, Róbert Grétarsson og Þórarinn Leví Traustason. Árnefndin fór í sína fyrstu ferð fyrir páska og við þá heimsókn varð okkur ljóst að starfið yrði ærið. Byrjað var á að draga vatnsleiðslu yfir ána og tengja hana veiðihúsinu og laga leiðsluna til þar sem leki var. Sólpallurinn sunnan við húsið var rifinn enda að hruni kominn og nýr og stærri pallur byggður ásamt tilheyrandi skjólveggjum. Pallurinn var síðan olíuborinn. Gamall útiskápur var áfastur húsinu (hefur einhvern tíma gengt hlutverki laxageymslu). Var hann rifinn og fúavarið í sárið. Þá var að ráðast á pallinn norðan við húsið en fúavörn var háþrýstiþvegin af og fúavarið að nýju. Þetta var gert af viðleitni við að koma samræmdu útliti og áferð á húsið og umhverfi þess. Skipt var um 2 rúður í veiðihúsinu, niðurföll á þakrennum löguð, bekkur á norðurpalli málaður, sturtubotn lagaður og innihurðir heflaðar til þannig að þær féllu betur að dyrakörmum. Þá voru rólur og rennibraut sem lágu í niðurníðslu við veiðihúsið málað og komið í viðunandi horf. Í samstarfi við landeigendur fengum við stórtækar vinnuvélar og keyrð var möl að húsinu og á leiksvæðið auk þess sem bílastæðið var girt af. Útigeymslu var umturnað, snagar og hillur færðar til, ísskápur færður úr útigeymslu og honum komið fyrir inni í veiðihúsinu. Keyptur var búnaður sem uppá vantaði, svo sem kaffikanna, brauðrist, ryksuga og hreinlætisvörur. Umhverfi hússins var hreinsað auk þess sem ummerki hrossa voru afmáð en hross þessi höfðu sloppið inná lóð hússins um veturinn. Öll þessi vinna var unnin á ansi mörgum helgum í apríl, maí og júní og voru vinnustundirnar nokkuð á fjórða hundraðið þegar upp var staðið. Auk þessa var farið í tvær ferðir í lok veiðitímans til að ganga frá fyrir veturinn, aftengja vatn, setja frostlög í klósett og byrgja glugga svo að einhvað sé nefnt. Árnefnd Dunkár þakkar fyrir alla veitta aðstoð, upplýsingar og samstarf við stjórn og starfsfólk SVFR svo og landeigendum við Dunká
F. h. árnefndar, J. Trausti Magnússon Grétar Þorgeirsson
D u n ká
76 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
G u f u dalsá 2 0 1 2 Skýrsla Árnefndar SVFR. Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum (allar tegundir).
Nr Veiðistaður Júlí Ágúst Sept. Samtals - Vesturós 21 15 0 36 - Miðós 15 27 0 42 - Sýkishylur 4 0 0 4 - Brúarhylur 3 4 0 7 - Fitjabakkar 10 1 0 11 - Brotin 2 20 0 22 - Ármót 5 3 4 12 - Stokksklettar 1 0 1 2 - Stokkur 3 2 2 7 - Affall 5 24 1 30 - Vatnið 6 7 0 13 - Olnbogi 3 28 0 31 - Neðri foss 39 177 0 216 - Klettur 0 2 0 2 - Spegill 31 30 0 61 - Renna 4 8 0 12 - Efri foss 1 14 0 15 - Aðrir 0 0 5 5 Samtals
153
362
13
528
Skipting veiði eftir agni. Agn Júlí Ágúst Sept. Samtals Fluga Maðkur Spónn / Devon ~Sleppt
81 201 3 285 69 150 10 229 3 11 0 14 0? 0? 0? 0
Samtals
153 362 13 528
G u f u dalsá
77
Laxveiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum. Nr Veiðistaður Júlí Ágúst Sept. Samtals - Affall - Ármót - Brúarhylur - Stokkur - Affall - Brotin - Neðri Foss - Hlíðarrenna - Stokksklettar
0 0 1 1 4 0 4 8 2 0 0 2 2 0 0 2 0 0 1 1 2 0 0 2 0 1 0 1 0 0 1 1 0 0 1 1
Samtals
10
1
8
19
stærstu laxarnir. Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn Haukur Odsson Rúnar Sighvatsson Björgvin F. Sveinsson Elvar Wang Atlason Sigmundur Á. Sigurgeirsson
2,5 2,5 2,5 2,3 2,2
68 66 óskr 63 62
Ármót Maðkur Ármót Maðkur 100 m. Ofan brúar Maðkur Stokkur Maðkur Ármót Maðkur
Hrygna Hrygna Hængur Hængur Hrygna
G u f u dalsá
78 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
G u f u dalsá
79
G u f u dalsá 2 0 1 2 Árnefnd fór í tvær vinnuferðir í Gufudal og var sú fyrri farin í byrjun sumars. Húsið yfirfarið og þrifið og hlutum sem vantaði komið upp eftir, bæði í ferðinni og með fyrsta holli. Einnig var merkiskiltum komið fyrir við viðeigandi veiðistaði. Borin var viðarvörn á veiðihúsið og nýjan heitapotts-pall og skjólvegg. Seinni vinnuferðin var svo farin eftir lok veiðitíma og farið yfir birgðastöðu hússins o.fl. því tengt. Einnig voru öll skilti tekin upp fyrir veturinn og komið í hús og veiðibækur teknar með í bæinn. Árnefnd telur að kaupa þurfi nýtt gasgrill fyrir næsta sumar. Heiti potturinn var í notkun í allt sumar og gekk vel. Lax: Í júlí veiddust 10 laxar, 1 í ágúst og 8 í september sem gerir 19 laxa sbr. 20 laxa í fyrra og 46 árið þar á undan. Tveir þeirra voru veiddir á flugu (þar á meðal annar á “HB Grandi blue”), hinir á maðk. Annað: Veiðisumarið 2012 veiddust 528 fiskar í Gufudalsá (sbr. 407 árið 2011 og 513 árið 2010), þar af voru 19 laxar, 4 urriðar/sjóbirtingar og 505 bleikjur. Veiðimenn voru almennt ánægðir með sínar veiðiferðir og aðstöðu til veiða og gistingar.
Fyrir hönd árnefndar Gufudalsár Húnbogi Þorsteinsson, formaður
G u f u dalsá
80 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
N e sv e i ð ar 2 0 1 2 Skýrsla Árnefndar SVFR Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum
Veiðistaður
júlí
ágúst september alls
Beygjan 3 6 6 15 Presthylur 2 5 4 11 Grundarhorn 5 5 10 Hólmavaðsst 1 3 6 10 höfðahylur 4 3 2 9 Skriðuflúð 2 4 2 8 Kirkjuhólmakvísl 3 3 1 7 Langaflúð 2 4 1 7 Grástraumur 5 5 Óseyri 2 3 5 Sandeyrarpollur 1 3 1 5 Kirkjuhólmabrot 1 2 1 4 Knútsstaðatún 3 1 4 Oddahylur 1 1 2 4 Suðurhólmi 3 1 4 Vitaðsgjafi 1 2 1 4 Þvottastrengur 2 1 3 Hornflúð 2 2 Merkjapollur 2 2 Skerflúð 1 1 2 Álftasker 1 1 Laxhólmi 1 1 Suðureyri 1 1 Alls
47 46 31 124
Skipting eftir kyni Kyn
júlí
ágúst september alls
Hrygnur Hængar Óákveðið
22 18 13 53 24 17 16 57 1 11 2 14
47 46 31 124
N e sv e i ð ar
81
stærstu laxarnir Veiðimaður
kg cm Veiðistaður Fluga
Guðmundur Örn og Anna, 7.sep 10,5 Nils Jorgensen, 6.júl Sigmundur Hreiðarsson, 10.ágú 10,2 Mjöll Daníelsdóttir, 3.sep Veiðif. Kippurnar, 31.ágú 9,1
101 100 97 96 94
Hólmavaðsstífla Oddahylur Vitaðsgjafi Kirkjuhólmabrot Beygjan
Snælda Sv. Frances micro Silver Sheep Sunray Shadow Willie gun temple dog
Skipting afla eftir LEngd Lengd
Hrygnur Hængar Samtals
að 59 cm 60-69 cm 70-79 cm 80-89 cm 90-99 cm 100 +
2 13 17 15 6 0
3 18 16 9 9 2
5 31 33 24 15 2
Alls
53 57 110
N e sv e i ð ar
82 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Meðallengd hÆNGAR hRYGNUR 74,98 cm
76,31 cm
Aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi Sunray Shadow 18 Night Hawk 15 Green Butt 7 Rauð Frances 6 Svört Frances 5 Silver Sheep 5 Friggi 5 Black and blue 5 alls 66
N e sv e i ð ar
83
N e sv e i ð ar 2 0 1 2 Það er ekki laust við að veiðin sumarið 2012 hafi verið undir væntingum, eins og svo víða á landinu. Laxagöngur voru minni en von var á og þá bætti ekki úr skák óvenju langur hlýindakafli með tilheyrandi slýi. Í september kom síðan eitt versta kuldakast á Norðurlandi í manna minnum, sem þýddi að áin var óveiðandi svo dögum skipti. Það kom þó ekki í veg fyrir að veiðin í september var með óvenju hátt hlutfall af heildarveiðinni. Það veiddust 124 laxar á Nessvæðinu í sumar og skiptist veiðin nokkuð jafnt á milli mánaða, sem er óvenjulegt. Hlutfall tveggja ára fisks var um 68% sem er eins aðeins lægra hlutfall en oft áður enda var meðalþyngd laxa í sumar lægri en áranna á undan, eða um 75 cm. Eins og árið 2011 voru Sunray Shadow og Night Hawk áberandi fengsælustu flugur sumarsins. Þar á eftir koma Green Butt, Frances rauð og svört, Silver Sheep, Friggi og Black & Blue. Hvað varðar bestu veiðistaðina þá breytist það alltaf lítið eitt á milli ára. 2011 var Hólmavaðsstíflan sá veiðistaður sem gaf flesta fiska en í sumar sem leið var að það Beygjan sem var aflahæst. Presthylur er í öðru sæti og þar á eftir koma Grundarhorn og þá Hólmavaðsstífla. Stærsti fiskur sumarsins, 101 sm og 10,5 kg kom upp úr Hólmavaðsstíflunni og sá næst stærsti úr Oddahyl. Húsið í Nesi og viðmót heimafólks og starfsmanna er ávallt til fyrirmyndar í Nesi og gerir heimsókn veiðimanna á svæðið afar ánægjulega. Löng saga laxveiði á þessu magnaða svæði svífur yfir vötnum og allt skapar þetta mikla og góða stemmningu á svæðinu. Við veiðimenn erum bjartsýnir að eðlisfari og trúum því að sumarið 2013 verði betra en það síðasta og verði afar gjöfult. Þá er gaman að segja frá því að sumarið 2013 verður óbreytt verð á veiðileyfum á Nessvæðinu.
N e sv e i ð ar
84 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
L axá í M ýva t n ssv e i t o g L axárdal Þetta árið skartaði Laxáin sínu fegursta þegar veiðimenn renndu í hlað við veiðihúsin daginn fyrir opnun. Þá var hiti í lofti og ánægjulegir endurfundir með karlaknúsi venju samkvæmt. Forboðinn tóbaksilmur úr vindlum og pípustertum fylltu vitinn með sjússasmjattinu, baukafrussi og skvaldrinu. Framundan var ævintýri... það var borðleggjandi. En... á hvaða línu skyldi maður lenda? Eins og það skipti öllu máli. Spennan magnast og magnast fram eftir kvöldi en eftir dráttinn verður spennufall og menn tínast snemma í kojur til að takast fullfrískir á við morgundaginn. Árnefndarmaður dró út Geldingeyna á sinni fyrstu morgunvakt og var fljótur að strunsa yfir í Brunnhellishróið sem er rómaður vorveiðistaður. Þar blasti við honum óvenju tær áin og sást vel til botns þrátt fyrir straumkvikur hér og þar. Og viti menn. Við hverja hraunnibbu lá stórurriði og eru nibburnar samt óteljandi. Öðru hverju lyfti urriði sér til að geispa en annars lágu þeir hreyfingarlausir niðurvið botn. En þá var það spurningin, skyldu þeir taka og hvernig koma þeir undan vetri? Það tók ekki margar mínútur að finna út úr því. Veiðisumarið byrjaði með látum!
L axá í M ýva t n ssv e i t o g L axárdal
85
Veiðin 2012
Veiðin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal sumarið 2012 Veiðimánuður
Veiðisvæði
Samtals Sleppt
maí
júní
júlí
ágúst alls, %, mt.
alls, %
Mývatnssveit 217 1543 910 1011 3681 2348 -stangarnýting 100% 97% 79% 88% 88% 64% -veiði á stöng á dag 7,8 3,8 2,6 2,7 3,2 Laxárdalur 53 284 256 165 758 455 -stangarnýting 100% 61% 87% 61% 70% 60% -veiði á stöng á dag 2,7 1,6 1,0 0,9 1,1 Samtals 270 1827 1166 1176 4439 Stangarnýting 100% 82% 82% 77% 81% Veiði á stöng á dag 5,6 3,1 1,9 2,1 2,4
2803 63%
Heildarveiðin 2012 var 4439 urriðar samkvæmt veiðibókum. Er það nálægt meðalveiði í Laxánni undanfarinna 25 ára. Ef 2012 er borið saman við árið á undan varð 10% aukning á heildarveiðinni milli ára. Þessu var þó mjög misskipt milli svæða. Í Laxárdalnum var heildarveiðin 758 urriðar sem er 8% samdráttur en 3681 urriðar í Mývatnssveitinni sem er 14% aukning. Stangarnýtingin (hlutfall nýttra stanga af heildarframboði) var slök í Laxárdalnum nema í júlí þar sem hún var viðunandi eða 87%. Engu að síður var stangarnýtingin betri í Laxárdalnum þetta árið miðað við 2011. Í Mývatnssveitinni hins vegar, jókst eftirspurnin umtalsvert milli ára og þar með stangarnýtingin og endaði í 88%. Meðalveiði á nýtta dagstöng var 3,2 fiskar í Mývatnssveitinni sem er aukning um 0,1 frá fyrra ári. Í Laxárdalnum var veiðin hins vegar 1,1 fiskur á dagstöngina og þar munar -0,2 frá fyrra ári. Sú þróun sem sést hefur á undanförnum árum að veiða og sleppa heldur áfram og þetta árið var 63% skráðra fiska sleppt.
L axá í M ýva t n ssv e i t o g L axárdal
86 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Skipting veiðinnar eftir jörðum 2012 Jörð Fjöldi Mest skráð á: ...Mývatnssveitin... Arnarvatn 211 Steinsrass Brettingsstaðir 203 Vörðuflói Geirastaðir 542 Skurðurinn Geldingey 384 Langavik Hamar 147 Hólkotsflói Helluvað 807 Brotaflói Hofstaðir/Hofstaðaey 1387 Ærhelluflói/Vörðuflói ...Laxárdalurinn... Auðnir 96 Nauteyri Árhvammur/Kasthvammur 249 Geitanef Birningsstaðir 99 Árgilsstaðaflói Grenjaðarstaður 1 Gljúfureyri Halldórsstaðir 43 Sláttur Hamar 35 Hrafnsstaðaey Hólar/Árhólar 128 Djúpidráttur Ljótsstaðir 37 Varastaðahólmi Presthvammur 5 Presthólmanes Þverá 65 Djúpidráttur
L axá í M ýva t n ssv e i t o g L axárdal
87
Í þessari töflu er veiðinni skipt upp eftir jörðum. Sú nýjung var gerð í sumar að veiða Hamar úr Laxárdalnum upp að Strákaflóa og í staðinn var Hamarssvæðið teygt suður í Geldingatóftarflóann í landi Hofsstaða. Mest veiðist í landi Hofstaða en ef veiðinni er deilt niður á stangafjöldann er hún mest og svipuð á Geirastöðum, Helluvaði og í Hofstaðalandi (með Hofstaðaeynni). Í meðfylgjandi mynd er sýnd þyngdardreifing skráðra urriða og kemur þá í ljós mikill munur eftir svæðum. Í Laxárdal er algengasta þyngd veiddra urriða 1,6-2,0 kg en í Mývatnssveitinni er hún 1,1-1,5 kg. Meðallengd og meðalþyngd fiska lækkaði frá árinu áður og var 52 sm og 1,7 kg í Laxárdalnum en 45 sm og 1,4 kg í Mývatnssveitinni. Hafa verður í huga, þegar þessar tölur eru metnar, að venjulega er þyngd skráð nánast eingöngu á slátruðum fiskum og þeir eru yfirleitt stærri og fallegri en meðalfiskurinn sem er veiddur. Holdafar urriðans var yfirleitt ágætt þetta árið og ekki var mikill munur á meðal holdafari fiskana eftir svæðum og er það talsverð breyting frá árunum á undan þar sem urriðinn í Laxárdalnum var merkjanlega mun holdrýrari en í Mývatnssveitinni. Hins vegar var áberandi meiri breytileiki í holdafarinu í Laxárdalnum miðað við Mývatnssveitina.
L axá í M ýva t n ssv e i t o g L axárdal
88 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Stærstu urriðarnir í Laxá 2012 Dagur Veiðimaður Veiðistaður Lengd Kg. Fluga 2.júní Karl Udo Luckas Skurðurinn 68 3,7 4.júní Óþekktur Skurðurinn 63 3,5 7.júní Óþekktur Vörðuflói 73 8.júní Ray McQueen Skurðurinn 63 3,3 9.júní Sighvatur H. Mjósund 64 3,3 13.júní Mokveiði.is Skurðurinn 70 3,3 21.ágúst Einar Hafliði Einarsson Skurðurinn 68 3,8 25.jún Vilhjálmur A. Þórðarson Miðkvísl/Brunnhellishró 70 4,7 4.júlí Eyþór Árnason Slæða/Geldingey 69 4,0 12.júní Ásgeir, Gunnar, Leifur Vörðuflói 73 6.ágúst JHF Smith Nestá 64 2,9 1.ágúst Michael Camela Barnavík 61 3,0 23.júlí Jón Ingi Ágústsson Hrafnsstaðaey 67 2,7 30.ágúst Óli Halldórs Nónvík 3,0
Rektor Dýrið Nympha Black Ghost Skuggi Black Ghost Black Ghost Mudler Maribo Svartur Nobbler Nafnlaus Krókur Klinkhammer Klinkhammer Svört púpa
Engin stærðar- eða þyngdarmet voru slegin þetta árið. Eins og fyrri ár veiðist mest af stórfiskum á Geirastöðum en einnig veiddust tveir 73 sm. fiskar í Vörðuflóanum með viku millibili og var þeim báðum sleppt (sami fiskurinn?). Þeir voru ekki þyngdarmældir. Annars er Skurðurinn líkt og vanalega með flesta stórfiskana. Staðfest hefur verið að Vilhjálmur A. Þórðarson veiddi þyngsta skráða fiskinn sem var 4,7 kg og 70 sm. Hann tók í Miðkvíslinni rauk niður stíflubrotin og var landað neðst í Brunnhellishróinu (sjá mynd). Þetta var ákaflega eftirminnileg viðureign að sögn veiðimannsins. Í Laxárdalnum er lengsti fiskurinn veiddur við Hrafnsstaðaey, 67 sm en þyngstu fiskarnir voru 3,0 kg og veiddir í Barnavík og Nónvík.
L axá í M ýva t n ssv e i t o g L axárdal
89
Vinsælustu flugurnar sumarið 2012 Flugugerð Nafn Straumflugur 1 Black Ghost 2 Nobbler (ýmsir litir) 3 Rektor 4 Þingeyingur Vot- og þurrflugur 1 Klinkhammer 2 Maurinn 3 Galdralöpp 4 Black Gnat 5 Black Zulu Púpur og nymfur 1 Pheasant Tail 2 Peacock 3 Vínil púpur 4 Olive Green Það eru litlar breytingar á listanum með vinsælustu flugurnar frá undanförnum árum. Það er þó áfram greinileg aukning í straumfluguveiðinni sem eflaust gleður marga. L axá í M ýva t n ssv e i t o g L axárdal
90 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
L axá í M ýva t n ssv e i t o g L axárdal
91
A f s t ö rf u m ár n e f n dar 2 0 1 2 Árnefndin hóf undirbúning að vorstörfum í Laxárdal og Mývatnssveit snemma vetrar og fundaði með stjórnum SVFR og veiðifélags Laxár og Krakár um ýmis málefni sem snerta nauðsynlegar endurbætur á svæðum og veiðihúsum við Laxá. Þá stóðu árnefndin og Bjarni Höskuldsson frá Aðalbóli fyrir kynningu á Laxá á Akureyri 3. maí sem tókst ágætlega. Vorferðir árnefndar voru farnar 11. maí og 17. – 20. maí og í framhaldinu var tekin sama greinargerð og skýrsla sem var send stjórn SFVR og veiðifélags Laxár. Sömuleiðis eru uppfærðir verkefnalistar í viðhengi með þessari skýrslu. Veiðiferðir árnefndar voru farnar í lok júní í Laxárdalinn og lok ágúst í Mývatnssveitina.
Árnefnd SVFR, 5. nóvember 2012
L axá í M ýva t n ssv e i t o g L axárdal
92 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
T u n g u fl j ó t
2012
Skýrsla Árnefndar SVFR. Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum.
Nr Veiðistaður Apr/maí Jún/júl Ágúst Sep/okt Samtals 1 Flögubakkar 27/1 28 2 Syðrihólmur 61/0 14 34/28 137 3 Efrihólmur/Kríuhólmi 3/0 3/5 4 15 4 Heslisnes/Brúin 14/0 0/3 1 2/1 21 5 Tangi/ Stangarhlaup 20/0 0/10 3 33 6 Fitjabakki 7/0 6/0 1/5 19 7 Grafarvað 1/0 3 0/7 19 8 Tunguselsbakki 2/0 0/5 0/2 9 9 Búrhylur 8/0 3 4/11 26 10 Breiðafor 3 3/13 19 11 Björnshylur/Klapparhylur 0/7 1/ 2 10 12 Hlíðarfit/Gæfubakki 3/0 1/1 1/0 1/0 16 13 Bjarnafoss 2 13/5 18 Samtals
T u n g u fl j ó t
146/1 10/24 38 59/74 352
93
Skipting veiði eftir agni. Agn Apr/maí Jún/júl Ágúst Sep/okt Samtals Fluga 146/1 6 8 28/18 212 Maðkur 26 12 11/10 64 Spónn / Devon 2 3 20/46 76 Sleppt 147 0 5 39 Samtals
147 34 23 59/74
352
Skipting eftir kyni. Kyn Apr/maí Jún/júl Ágúst Sep/okt Samtals Hrygnur 148 Hængar Skráð Kyn Skyptist Mjög jafnt 140 Óákveðið 64 Samtals 352
stærstu sjóbirtingarnir. Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn Kristín/Ágúst/Sigurlaug 9,3 92 Stefán/Friðleifur 8 89 Team-Móri 7,8 87 Þórólfur/Halldór 6,5 80 Guðmundur Hilmarsson 84
Grafarvað Bjarnafoss Syðrihólmur Grafarvað Flögubakki
maðk Hængur Rappala/orange Hængur Black cost Óákv Toby orange Hængur Black cost óákv
aflahæstu flugurnar. Fluga 1. 2. 3. 4. 5.
Lady Gaga Svartur nobbler Black-chost Snælda Hólmfríður
T u n g u fl j ó t
94 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
T u n g u fl j ó t
95
S kýrsla ár n e f n dar T u n g u fl j ó t s 2 0 1 2 Seinni part mars fór árnefnd á bakka Tungufljóts, hús voru þrifin, merkjum komið fyrir og farið yfir búnað á staðnum. Litið var á svæðið í byrjun júní og bætt við hreingerningar búnaði og farið yfir hús. Í byrjun ágúst var farið á staðinn með hreinlætisvörur, hús skoðuð og hekk klippt í slóðanum að Syðri-Hólma og slóðar skoðaðir. Enn vantar að bera ofan í vegarslóðanna, þó beðið hafi verið um það í fjögur ár! Þetta er farið að hindra menn sem ekki geta gengið mikið að sækja veiðar þarna. Veiði jókst um 20 % frá því í fyrra og munar mest um aukna vorveiði,en alls veiddust 352 fiskar, 39 staðbundnir silungar, 50 laxar upp í 12 pund, og 263 sjóbrtingar – þeir stærstu yfirr 9 kg. Um haustið komu nokkur skot í veiðinni en einnig dauflegir dagar ,sem rekja má til kulda og vatnsleysis. Í september kom hlaup í Skaftá og við það urðu breytingar á rennsli Ása eldvatns, en eftir hlaupið minkaði það verulega jökulvatnið sem mætir Tungufljóti við Syðri-Hólma. Það var svo undir lok veiðitímans að komast aftur í venjulegt vatnsmagn. Árnefnd fór og lokaði Tungufljóti 18.-20. oktober, þá var veiði dræm eins og oft áður, vegna kulda, en það fraus á næturnar, og hiti náði mest 4 gráðum um hádaginn. Við gengum frá húsum fyrir veturinn og tókum saman merkin. Það vakti athygli á þessu veiðitímabili að sæsteisnssugubit voru mjög fá miðað við undanfarin ár,og er vonandi að sá leiði vágestur sé að hopa aftur úr lífríki íslenskra veiðisvæða. Eins og áður þökkum við samstarf við stjórn og starfsmenn SVFR
Fyrur hönd árnefndar Lárus A.Jónsson
T u n g u fl j ó t
96 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Eldva t n s b o t n ar 2 0 1 2
Þyngd Tegund Meðal Mesta Lax 2,4 4,5 Bleikja 1,9 2,5 Urriði/sjóbirtingur 2,7 6,2
Skipti eftir tegund Tegund
júní júlí ágúst september október
Samtals
Lax 2 8 Bleikja 2 8 Urriði / sjóbirtingur 3 12 18 11
10 10 44
Samtals
64
3 16 34 11
stærstu fiskarnir Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Fluga Haraldur Eiríksson 88 Beygjan Phesant Tail Guðbjörn Gunnarsson 6,2 86 Breiðan Sunray Flosi Helgason 4,5 73 Heljarhylur Bleik og Blá Snorri Tómasson 4,2 72 Breiðan Rækja Snorri Tómasson 4,0 70 Beygjan Rækja 38 sjóbirtingar voru skráðir 13 sjóbirtingar voru með sár eftir steinsugu 12 fiskum var sleppt aftur.
Eldva t n s b o t n ar
97
Aðeins veiddust 64 fiskar í heild þetta sumarið og þar af voru 38 sjóbirtingar. Síðustu tvö ár hafa ekki verið gjöful, en í fyrra veiddust aðeins 79 fiskar. Í samanburði við veiðina síðustu 10 árin þá er aðeins sumarið 2003 með lakari veiði, en það sumar voru aðeins 52 fiskar skráðir. Meðaltal þessara 10 ára er 97 fiskar á sumri. Sérstaka athygli í sumar vekur lítil veiði framan af, en segja má að ekkert hafi veiðst fyrr en þrjár vikur voru liðnar af ágúst. Miklu skiptir hér m.a. að aðeins örfáir fiskar veiðast í Rafstöðvarlóni. En þegar veiðin loks fór af stað þá duttu menn á stundum í lukkupottinn. Nokkur holl voru þannig með um 10 skráða fiska á stangirnar tvær og meðalþyngd um 3 kg – ekki amalegt það. Þetta er annað sumarið þar sem eingöngu er leyfð fluguveiði í ánni og kvóti einn sjóbirtingur á stöng á dag. Veiðimaður einn í sumar veiddi aðeins eina morgunstund og ekkert gerðist framan af, en áður en vaktinni lauk hafði hann landað 5 sjóbirtingum sem voru frá 52 og upp í 88 cm á lengd, þeim var öllum sleppt - þökk sé honum. Steinsugan setur áfram sitt ógeðfellda mark á sjóbirtinginn, en af 38 sjóbirtingum voru 13 með sár eftir hana. Veiðimenn létu vel af góðri aðstöðu og fögru umhverfi. Umgengni þeirra um húsið og svæðið var og til fyrirmyndar. Kjartan bóndi í Botnum hefur haldið áfram ræktunarstarfi og sleppir þúsundum sumaralinna sjóbirtingsseiða árlega. Árnefnd þakkar veiðimönnum fyrir góða umgengni og Kjartani fyrir gott samstarf.
F.h. árnefndar Eldvatnsbotna Holger Torp formaður
Eldva t n s b o t n ar
98 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
SOG 2012 Skýrsla árnefndar SVFR. Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum.
Sog
99
Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals ALVIÐRA 1 KÚAGIL 2 4 6 2 STRENGIR 3 BREIÐA 7 7 4 ALDA 5 BÆJARSTRENGUR 3 3 6 LÆKJARVÍK 2 2 7 TUNNA 8 KLÖPP 9 LEIRVÍK 10 HRAUNHORN Alviðra samtals 18 ÁSGARÐUR 1 ÁSGARÐSMELUR 2 VATNSMÆLIR 3 GRYFJAN 4 KVÍGUTANGI 5 HVANNHÓLMI 6 SÍMASTRENGUR 10 2 1 13 7 ÁSGARÐSBREIÐA 8 ÁRMÓT 9 KVÖRN 10 GJÁIN 1 1 11 YSTA NÖF 1 1 12 BREIÐA 6 1 7 13 FRÚARSTEINN 3 19 1 23 14 BRYGGJA 15 BÁTALÓN 16 RENNA 17 HLÍÐIN 18 GÍBRALTAR 1 1 Ásgarður samtals 47
Sog
100 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals BÍLDSFELL 1 ÚTFALL 7 3 2 12 2 LANDAKLÖPP 3 SAKKARHÓLMI 3 14 2 31 50 4 RASTARNEF 1 1 5 BULLAUGU 6 SÍMASTRENGUR 7 BÆJARLÆKUR 8 BÍLDSFELLSBREIÐA 7 7 9 EFRI GARÐUR 2 9 11 10 NEÐRI GARÐUR 6 3 5 14 11 VÍKURHORN 12 EFSTABROT 4 4 13 MATARPOLLAR 14 MELHORN 5 6 2 13 15 EFRAHORN 7 7 16 TÓFT 8 4 3 15 17 KOFASTRENGUR 2 2 18 NEÐRA HORN 19 NEÐSTA HORN 20 FLÓINN Bíldsfell samtals 136 ÞRASTARLUNDUR 1 Kúagil 2 2 4 Þrastarl. samtals 4
Sog
Heildarveiði
205
101
Skipting veiði eftir agni. Agn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Fluga 7 63 11 14 Maðkur 3 16 13 9 Spónn / Devon 0 31 4 34
95 41 69
Samtals
205
10 110 28 57
Skipting eftir kyni. Kyn Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals Hrygnur Hængar
7 52 10 26 3 44 18 26
95 91
Samtals
10 110 28 57
205
Sog
102 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Veiðin á svæðum SVFR á árunum 2002 – 2011 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 265 342 250 280 316 668 613 718 1243 750
Sog
103
Skýrsla árnefndar SOGS fyrir SVFR árið 2012. Veiðiárið 2012 gekk í garð með hefðbundu sniði með ferð árnefndar á veiðislóð að vori. Þegar mætt var í Bíldsfell blasti við ánægjuleg sjón, búið var að byggja við veiðihúsið! Bíldfellsbændur höfðu ekki setið auðum höndum þennan veturinn. Nýi hlutinn sasmanstendur af andyri og tveimur svefnherbergjum með baði. Bæði herbergin henta þeim sem nota hjólastól og sama er að segja um baðherbergin sem eru inn af þeim. Eini munurinn er að annað herbergið er með útsýni út yfir ána en hitt til fjalla og heim að bæ. Þessu framtaki þökkum við þeim bræðrum og konum þeirra, Guðmundi, Kristínu, Árna og Sigrúnu fyrir hönd allra sem fengu að njóta nú í sumar. Af veiðum má sjá frekar dapra niðurstöðu sem virðist vera samhljóma niðurstöðum úr fleiri ám, en fara þarf aftur til árana 2002 og 2004 til að sjá svipaðar tölur en með því sem veiddist á Syðri-Brúar svæðinu er um svipaðar tölur að ræða. Von manna er sú að nú sé botninum náð og betri ár framundan. Undanfarin ár hefur ekki verið veitt í klak og seiðum sleppt í ána. Það væri ekki verra að eiga nokra seiðaárganga í hliðarám og lækjum. Ákvörðun þessi er eftir ráðleggingu fiskifræðings Veiðmálastofnunar. Með von um betri tíð og fisk við stein lauk árnefndin hefðbundnum störfum og þakkar fyrir samstarfið á árinu.
Ólafur Kr. Ólafsson árnefndarformaður
Sog
104 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
V armá o g Þ orl e i fsl æ k u r 2 0 1 2 Skýrsla Árnefndar SVFR. Veiði eftir tegundum, skipt niður á mánuði.
Tegund Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Samtals Urriði Lax Bleikja
20 0 0 17 22 43 17 119 1 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 2 1 3
Samtals
21 0 0 17 22 45 18
123
Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum. Veiðistaður Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Samtals 1 Bakkar 11 0 0 0 1 11 0 2 Stöðvarhylur 4 0 0 4 0 7 3 3 Neðan teljara 0 0 0 5 1 0 6 4 Golfvöllur 0 0 0 0 2 6 4 5 Frost og Funi 0 0 0 0 5 2 0 6 Reykjafoss 0 0 0 0 3 4 0 7 Stífla 2 0 0 2 3 0 0 8 Foss 0 0 0 2 0 5 0 9 Beygjan 0 0 0 2 0 1 3 10 Veiðihús 0 0 0 0 6 0 0 11 Einkahylur 0 0 0 0 1 3 0 12 Skógur 2 0 0 1 0 0 0 13 Baula 0 0 0 0 0 3 0 14 Sundlaug 0 0 0 0 0 2 1 15 Grímslækur 2 0 0 0 0 0 0 16 Hesthúsastrengur 0 0 0 1 0 0 0 17 Berghylur 0 0 0 0 0 0 1 18 Hestahylur 0 0 0 0 0 1 0
23 18 12 12 7 7 7 7 6 6 4 3 3 3 2 1 1 1
Samtals
123
V armá
21 0 0 17 22 45 18
105
Skipting veiði eftir agni. Agn Samtals Fluga 123 Maðkur 0 Spónn 0 Sleppt 119
Skipting eftir kyni. Kyn Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept Okt Samtals Hrygnur Hængar Óákveðið
0 0 0 1 5 14 3 0 0 0 3 9 16 5 21 0 0 13 8 15 10
23 33 67
Samtals
21 0 0 17 22 45 18
123
V armá
106 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Níu þyngstu og lengstu fiskarnir. Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9.
Valgeir Ásgeirsson 6 Jón Ingi Sveinsson 4,5 Jón Ingi Sveinsson 4 Níls Jörgensen 84 Hrafn Hauksson 80 Ólafur Guðmundsson 78 Vigfús Ómarsson 76 Guðrún Ósk Óskarsdóttir 75 Skúli Kristinsson 75
V armá
Einkahylur Veiðihús Veiðihús Foss Golfvöllur Foss Reykjafoss Reykjafoss Frost og Funi
Black Ghost #12 Hængur Fluga Ekki skráð Fluga Ekki skráð Spider Ekki skráð Orange, nr.10 Hængur Fluga óþekkt Hængur Frances rauð Hængur Frances rauð Hrygna Tail - black Hængur
107
Fimm aflahæstu flugurnar. Fluga Fjöldi 1. 2. 3. 4. 5.
Orange nobbler Black nobbler Bleik og Blá Flæðamús Frances – rauð
14 7 7 5 5
Skipting afla eftir lengd. Lengd Samtals 0 – 30 cm 30 – 40 cm 40 – 50 cm 50 – 60 cm 60 – 70 cm 70 – 80 cm 80 – 90 cm
15 29 25 24 17 11 2
Samtals 123
V armá
108 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
V armá
109
V armá o g Þ orl e i fsl æ k u r 2 0 1 2 Skýrsla Árnefndar SVFR Í vetur bauð Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar ána út í lokuðu útboði. Endaði það ferli með samningi við SVFR, en töluverður áhugi var meðal veiðileyfasala. Félagið er því orðið leigutaki af vatnasvæðinu á nýjan leik, en því miður fylgdu útboðinu verðhækkanir. Þess má geta á meðan að umrætt útboðsferli fór fram þá stóð yfir undirbúningur að úthlutunarferli SVFR. Vegna þess náði áin ekki inn í söluskrá fyrir sumarið 2012. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á veiðifyrirkomulaginu í Varmá. Aftur verður stangarfjöldi settur í sex stangir allt tímabilið. Hins vegar var öll áin veidd frá 1. apríl og því leyft að veiða á efri svæðunum strax frá opnun. Er þetta samkvæmt skilmálum sem gefnir eru út af veiðifélagi árinnar. Fram til 1. júní skal öllum veiddum fiski sleppt lifandi í ána á nýjan leik, en eftir þann tíma er kvóti sem nemur einum fiski á dag. Eftir sem áður eru veiðimenn hvattir til þess að sleppa þeim fiskum sem þeir veiða, sér í lagi stærri sjóbirtingi. Veiðin í Varmá 2012 var 123 fiskar og er það nokkuð víst að verulega hafi skort á skráningu hjá veiðimönnum. Verða það að teljast vonbrigði að veiðimenn skuli ekki sjá sér fært að skrá allan þann afla sem kemur á land. Flestir fiskar eru á lengdarbilinu 30 – 60 cm. Huga þarf að hvernig laga má skráningu afla t.d. skoða með að láta veiðimenn skrá rafrænt. Teljari var settur niður í Varmá 4. apríl í vor og er hann undir brú við bæinn Þúfu. Hann er fyrst og fremst ætlaður til að telja fisk á göngu upp ána úr sjó. Hann telur þó einnig fiska á niðurleið. Teljarinn metur einnig stærð fiska. Skv. greiningu frá Veiðimálastofnun fóru fiskar að ganga upp að einhverju marki í lok júní og byrjun júlí. Göngur tóku kipp í lok júlí og 23. júlí gengu 55 fiskar upp og einnig kom kippur um miðjan september. Samkvæmt talningu hafa alls gengið nettó upp 896 fiskar frá 4. apríl til 29. október 2012. Af þeim voru 125 stórfiskar (stærri en 70 cm, 247 voru yfir 40 cm en 524 voru 40 cm eða smærri. Árnefndin bætti við og lagaði merkingar við veiðistaði. Veiðikort var lagfært, merktir voru inn helstu bæir, vegir og gönguleiðir og gert aðgengilegt á vef SVFR. Veiðikofinn er í lélegu ástandi og er brýn þörf að laga aðstöðuna en engu að síður var reynt að laga hann til. Árnefndin í samvinnu SVFR gekkst fyrir veiðikynningu á ánni og tókst það mjög vel. Þó sumarið hafi ekki verið gjöfult horfa menn björtum augum til næsta veiðitímabils. Starfsfólki og stjórn SVFR viljum við þakka gott og ánægjulegt samstarf.
Árnefnd Varmár og Þorleifslækjar
V armá
110 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
Á rsskýrsla 2 0 1 2
111
S kýrsla S k e mm t i n e f n dar S V F R Núverandi Skemmtinefnd SVFR tók við í janúarbyrjun og stóð fyrir opnum húsum í febrúar, mars, apríl og maí. Ágætlega var mætt á þessi hús og voru margar skemmtilegar og áhugaverðar kynningar í boði fyrir félagsmenn, ásamt nokkrum nýjum uppákomum. Fastir liðir voru á sínum stað og má þar nefna happahylinn, myndagetraunina og kynning þeirra ársvæða sem eru í boði hjá SVFR. Styrktaraðilar happahylsins þetta árið voru Hrygnan Veiðibúð, Joakims Veiðivörur, Ellingsen, Veiðiflugur, Bókaútgáfan Salka og RJC og má segja að happahylurinn hafi verið virkilega fengsæll þetta árið. Skemmtinefnd þessa árs var þess heiðurs aðnjótandi að vera síðasta skemmtinefndin sem hélt opin hús í salarkynnum félagsins við Háaleitisbraut og verður mikil eftirsjá af þeirri staðsetningu vegna allra þeirra ógleymanlegu stunda sem hafa skapast þar í gegnum árin. Við í Skemmtinefndinni viljum þakka öllum þeim fjölda sem sá sér fært að mæta á opnu húsin þetta árið og bjóðum ykkur velkomin í ný húsakynni þann 30. nóvember að Brautarholti 30, 3. hæð.
Fyrir hönd skemmtinefndar SVFR, Ari Hermóður Jafetsson
Á rsskýrsla 2 0 1 2
112 Á r s s k ý r s l a S ta n g av e i ð i f é l a g s R e y k j av í k u r 2 0 1 2
S kýrsla F r æ ð sl u n e f n dar f y r i r s t arfsfár i ð 2 0 1 1 - 2 0 1 2 Á síðastliðnu starfsári hefur Fræðslu- og bikarnefnd SVFR staðið fyrir fjölbreyttu starfi að vanda. Verkefni Fræðslunefndar eru fjölbreytt. Mikil áhersla er lögð á barna- og unglingastarf félagins auk þess sem nefndin hefur á sinni könnu bikarmál og verðlaunaveitingar á árshátíð eða afmælum félagsins, fræðslu- og hnýtingarkvöldin Hnýttu&bíttu og ýmis önnur fræðsluverkefni. Hnýttu & Bíttu Framhald var á H&B kvöldum félagins og voru þau haldin með svipuðu sniði og undanfarin ár. Félagið leggur til allan búnað og efni til hnýtinganna og fer kennslan fram undir styrkri leiðsögn hins kunna veiðimanns og fluguhnýtara Sigurðar Pálssonar. Áhersla var lögð á að fjölga kvöldunum og var nú í fyrsta sinn boðið upp á tvö sérstök kvöld fyrir byrjendur. Fræðslunefndin hélt 13 slík hnýtingarkvöld og var aðsókn mjög góð. Barna og unglingastarf SVFR Að vanda var fjölbreytt barna- og unglingastarf í boði á síðasta ári. Fræðslunefnd og SVFR hafa lagt metnað í að gera vel við unga meðlimi og kynna þeim íþróttina og félagsstarfið. Auk þess sem allir dagskrárliðir Fræðslunefndar eru að sjálfsögðu opnir félagsmönnum á öllum aldri þá er sérstaklega efnt til veiðidaga í Elliðánum fyrir félaga 18 ára og yngri. Þessir dagar eru vel sóttir og sumarið 2012 veiddu 92 börn undir vaskri leiðsögn Fræðslunefndar SVFR. Á þessum veiðidögum er kappkostað að kynna fyrir ungum veiðimönnum réttar umgengnisreglur við veiðiskap og hvernig á að bera sig að á veiðistað. Þessir dagar hafa heppnast einstaklega vel og fjölmörg börn veiða þarna sinn Maríulax. Síðasta sumar komu alls 92 krakkar til veiða og veiddu þau 44 laxa og af þeim voru 17 Maríulaxar. Síðasta vor var svo haldið kastnámskeið fyrir börn og unglinga. Markmiðið var að kynna börnin fyrir fluguveiðiíþróttinni, umgengni um búnaðinn og fluguköst, en umfram allt að eiga skemmtilegan eftirmiðdag. Það voru þeir bræður Ásmundur og Gunnar Helgasynir sem áttu frumkvæðið að því. Mæltist þetta vel fyrir og yfir 40 börn og unglingar skráðu sig til leiks og stefnt er á að endurtaka leikinn næsta vor. SVFR hvetur félaga sína til að skrá börn sín í félagið og taka þátt í ungliðastarfinu. Gleðin er ósvikin hjá þeim börnum og unglingum sem hafa komið á veiðidagana í Elliðaánum. Önnur verkefni Áfram verður leitast við að efla þá þætti í starfinu sem augljóslega eru að höfða til félagsmanna og brydda uppá nýjungum í framboði á fræðslu til félagsmanna SVFR. Það er markmiðið með starfi Fræðslunefndar að gefa þeim veiðimönnum sem vilja bæta við þekkingu sína og færni kost á því innan vébanda félagsins og tilgangurinn er að sem mest ánægja fáist út úr veiðinni.
Hjalti Björnsson, formaður. Á rsskýrsla 2 0 1 2
113
F rá kas t - o g k e n n sl u n e f n d Starf kast- og kennslunefndar var með sama sniði og undanfarin ár. Haldin voru fjögur námskeið í fluguköstum. Kennt var í T.B.R. húsinu Gnoðarvogi 1 á sunnudagskvöldum. Aðsókn var með afbrigðum léleg og náðist ekki upp í kostnað, og er það í fyrsta skipti sem það gerist. Útiæfingar voru við Rauðavatn og voru sæmilega sóttar. Athuga þarf hvort þessi námskeið gangi í óbreyttu formi. Kastkennslan er samstarf þriggja félaga S.V.F.R, S.V.H. og K.K.R. sem er rekstraraðilinn.
F.h. kast- og kennslunefndar. Gísli R. Guðmundsson.
Á rsskýrsla 2 0 1 2
Á rsskýrsla 2 0 1 2
S ta n g av e i ð i f é la g R e y k j avík u r Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1/11 2011 – 31/10 2012
S kýrsla s t j ó r n ar o g ár i t u n s t j ó r n ar á ársr e i k n i n g i n n . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . II Á r i t u n ó há ð ra e n d u rsko ð e n da . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . III R e ks t rarr e i k n i n g u r 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 1 t i l 3 1 . ok t ó b e r 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . I V Ef n aha g sr e i k n i n g u r 3 1 . ok t ó b e r 2 0 1 2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . V - V I S j ó ð s t r e y m i 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 1 t i l 3 1 . ok t ó b e r 2 0 1 2.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . V II S kýr i n g ar .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . V III - X I V S t j ó r n S t a n g av e i ð i f é la g s R e y k j avík u r : Bjarni Júlíusson, formaður Árni Friðleifsson, varaformaður Hörður Vilberg, ritari Bernhard A. Petersen gjaldkeri Ásmundur Helgason, meðstjórnandi Hörður Birgir Hafsteinsson, meðstjórnandi Ragnheiður Thorsteinsson, meðstjórnandi F ramkv æ mdas t j ó r i : Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri K j ö r i n n e n d u rsko ð a n d i : Grant Thornton endurskoðun ehf. Theodór S. Sigurbergsson löggiltur endurskoðandi
II
Skýrsla stjórnar
Aðalstarfsemi félagsins er leiga á landi og landréttindum. Ársreikningurinn er í öllum meginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Samkvæmt rekstrarreikningi nam rekstrartap félagsins 26,4 millj.kr. á árinu. Eigið fé félagsins í lok árs var neikvætt um 9,7 millj.kr. en var um 15,9 millj.kr. í byrjun árs. Stjórn félagsins leggur til að rekstrartapi ársins verði ráðstafað til næsta árs. Að öðru leyti vísast til ársreiknings varðandi fjárhagsstöðu félagsins og rekstur þess á liðnu ári. Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og framkvæmdastjóri staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir rekstrarárið 1. nóvember 2011 til 31. október 2012 með undirritun sinni. Ársreikningurinn er samstæðureikningur Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Stangaveiðifélags Reykjavíkur ehf. Stöðugildi hjá félaginu voru 4 og launagreiðslur félagsins námu um 27,1 millj.kr. á rekstrarárinu. Stöðugildi hjá félaginu á síðasta rekstrarári voru 4 og launagreiðslur félagsins námu um 24,9 millj.kr. á fyrra rekstrarári. Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og framkvæmdastjóri staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir rekstrarárið 1. nóvember 2011 - 31. október 2012 með undirritun sinni.
Reykjavík, 22. nóvember 2012 Stjórn:
Bjarni Júlíusson, formaður
Gylfi Gautur Pétursson, varaformaður Árni Friðleifsson, varaformaður
Eiríkur St.A.Eiríksson, Bernhard Petersen,ritari gjaldkeri
Ásmundur Helgason, meðstjórnandi
Árni Friðleifsson, meðstjórnandi Hörður B. Hafsteinsson, meðstjórnandi
Bernhard A. Petersen, Hörður Vilberg, ritari meðstjórnandi
Þorsteinn Ólafs, meðstjórnandi Ragnheiður Thorsteinsson, meðstjórnandi
Framkvæmdastjóri: Halldór Jörgensson Páll Þór Ármann
Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2011 - 31.10. 2012
Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1 / 1 1 2 0 1 1 – 3 1 / 1 0 2 0 1 2
2
III
Áritun óháðra endurskoðenda Til stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Við höfum endurskoðað ársreikning Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir reikningsárið 1. nóvember 2011 til 31. október 2012. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning móðurfélagsins og dótturfélags þess og greinist í skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymi og skýringar. Ábyrgð stjórnenda á ársreikningnum. Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Samkvæmt því ber þeim að skipuleggja, innleiða og viðhalda innra eftirliti sem varðar gerð og framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé í meginatriðum án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Ábyrgð stjórnenda nær einnig til þess að beitt sé viðeigandi reikningsskilaaðferðum og reikningshaldslegu mati miðað við aðstæður.
Ábyrgð endurskoðanda. Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum, skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka. Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðferða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til innra eftirlits félagsins sem varðar gerð og framsetningu ársreikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðferðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits fyrirtækisins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á þeim reikningsskilaaðferðum og matsreglum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu ársreikningsins í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.
Álit. Það er álit okkar að ársreikningur samstæðunnar gefi glögga mynd af afkomu félagsins á rekstrarárinu 1. nóvember 2011 til 31. október 2012, efnahag þess 31. október 2012 og breytingu á handbæru fé á rekstrarárinu 1. nóvember 2011 til 31. október 2012, í samræmi við lög um ársreikninga. Ábending Við viljum vekja athygli á skýringu 15 með ársreikningnum þar sem fjallað er um rekstrarniðurstöðu félagsins síðustu ára, eiginfjárstöðu þess og rekstraráætlanir stjórnar.
Reykjavík, 22.nóvember 2012 Grant Thornton endurskoðun ehf.
Theodór S. Sigurbergsson löggiltur endurskoðandi Við undirritaðir, félagskjörnir skoðunarmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur höfum yfirfarið ársreikning þennan og leggjum til að hann verði samþykktur.
Reykjavík, 22. nóvember 2012 Árni Björn Jónasson
Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2011 - 31.10. 2012
Finnbogi G. Guðmundsson
3
Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1 / 1 1 2 0 1 1 – 3 1 / 1 0 2 0 1 2
IV
Rekstrarreikningur 1. nóvember 2011 til 31. október 2012
Skýr.
Samstæða
Móðurfélag
Samstæða
Móðurfélag
1.11.'11-31.10.'12
1.11.'11-31.10.'12
1.11.'10-31.10.'11
1.11.'10-31.10.'11
496.297.541 28.564.000 3.090.016 0 527.951.557
484.740.086 28.564.000 3.090.016 0 516.394.102
403.588.775 5.402.571 34.670.344
403.588.775 5.402.571 34.670.344
403.812.102 6.424.561 23.090.217
403.812.102 6.424.561 23.090.217
Rekstrartekjur Seld veiðileyfi og þóknun fyrir aðstöðu ....................... Félags- og inntökugjöld ................................................... Aðrar tekjur ....................................................................... Söluhagnaður (-tap) .........................................................
15 16 17
451.330.831 449.778.395 27.721.000 27.721.000 12.303.201 7.070.018 ( 1.454.938) ( 1.454.938) 489.900.094 483.114.475
Rekstrargjöld Rekstur veiðisvæða: Leigugjöld ...................................................................... Rekstur veiðihúsa ......................................................... Annar rekstrarkostnaður .............................................
3
Sameiginlegur kostnaður: Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður ........................... Annar rekstrarkostnaður .............................................
19, 3 20
64.950.465 9.374.293
56.307.963 4.316.589
60.519.838 12.460.369
44.009.760 11.223.659
Afskriftir ........................................................................ Afskrifaðar kröfur ........................................................
2, 6 2, 10
2.956.376 32.162.699 553.105.523
2.956.376 32.162.699 539.405.317
3.148.386 8.592.359 518.047.832
3.148.386 8.592.359 500.301.044
Tap fyrir fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) ..................
(
25.153.966) (
23.011.215) (
28.147.738) (
17.186.569)
( (
529.559 3.194.295) ( 2.664.736) (
527.359 ( 3.152.921) ( 2.625.562) (
762.301) ( 4.790.925) ( 5.553.226) (
763.263) 4.389.256) 5.152.519)
0 3.102.688
(
8.259.188) 0
30.598.276) (
30.598.276)
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Vaxtatekjur, verðbætur og arður ................................... Vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur .......................
2, 4 2, 5
Áhrif dótturfélags ............................................................. Áhrif hlutdeildarfélags ..................................................... Tap rekstrarársins ....................................................
Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2011 - 31.10. 2012
Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1 / 1 1 2 0 1 1 – 3 1 / 1 0 2 0 1 2
0 1.443.538 (
(
26.375.164) (
738.387) 0 26.375.164) (
4
V
Efnahagsreikningur
Eignir Skýr.
Samstæða 31.10. 2012
Móðurfélag 31.10. 2012
Samstæða 31.10. 2011
Móðurfélag 31.10. 2011
Fastafjármunir Varanlegir rekstrarfjármunir: Fasteignir .................................................................... Áhöld og tæki ............................................................
2, 6 23.905.484 2.125.282 26.030.766
23.905.484 2.125.282 26.030.766
25.000.000 3.987.142 28.987.142
25.000.000 3.987.142 28.987.142
2.022.697 6.837.196 8.859.893
0 6.837.196 6.837.196
5.886.452 15.342.860 21.229.312
0 15.342.860 15.342.860
34.890.659
32.867.962
50.216.454
44.330.002
31.895.480 6.883.794 2.041.465 8.454.978
25.387.641 6.883.794 792.194 17.495.250
46.597.273 6.525.681 1.950.241 6.484.122
41.985.328 6.525.681 622.765 17.796.975
Veltufjármunir
28.787 49.304.504
1.021 50.559.900
913.214 62.470.531
744.597 67.675.346
Eignir samtals
84.195.163
83.427.862
112.686.985
112.005.348
Áhættufjármunir og langtímakröfur: Eignarhlutir í öðrum félögum ................................ Langtímakröfur .........................................................
2, 8 9
Fastafjármunir Veltufjármunir Skammtímakröfur: Viðskiptakröfur ......................................................... Langtímakostnaður næsta árs ................................. Aðrar kröfur .............................................................. Kröfur á tengd félög ................................................ Handbært fé: Sjóður og bankainnstæður ......................................
2, 10 9
2
Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2011 - 31.10. 2012
5
Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1 / 1 1 2 0 1 1 – 3 1 / 1 0 2 0 1 2
VI
31. október 2012
Skuldir og eigið fé Samstæða 31.10. 2012
Skýr. Eigið fé
Móðurfélag 31.10. 2012
Samstæða 31.10. 2011
Móðurfélag 31.10. 2011
11
Óráðstafað eigið fé (ójafnað tap) ..................................
15.942.856 15.942.856
15.942.856 15.942.856
27.385.549 2.738.555) ( 24.646.994
29.069.912 2.642.719) ( 26.427.193
29.069.912 2.642.719) 26.427.193
Skammtímaskuldir
25.889.199 40.614.336 2.738.555 69.242.090
25.889.199 39.847.035 2.738.555 68.474.789
18.488.354 49.185.863 2.642.719 70.316.936
18.488.354 48.504.226 2.642.719 69.635.299
Skuldir samtals
93.889.084
93.121.783
96.744.129
96.062.492
Skuldir og eigið fé samtals
84.195.163
83.427.862
112.686.985
112.005.348
Eigið fé samtals Langtímaskuldir
( (
9.693.921) ( 9.693.921) (
(
27.385.549 2.738.555) ( 24.646.994
9.693.921) 9.693.921)
12
Langtímaskuldir ................................................................ Næsta árs afborganir langtímaskulda ............................ Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Bankalán ........................................................................... Ýmsar skammtímaskuldir ............................................... Næsta árs afborganir langtímaskulda ............................
Skuldbinding og samningar utan efnahags
12
13
Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2011 - 31.10. 2012
Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1 / 1 1 2 0 1 1 – 3 1 / 1 0 2 0 1 2
6
VII
Sjóðstreymi 1. nóvember 2011 til 31. október 2012
Skýr.
Samstæða
Móðurfélag
Samstæða
Móðurfélag
1.11.'11-31.10.'12
1.11.'11-31.10.'12
1.11.'10-31.10.'11
1.11.'10-31.10.'11
Handbært fé til rekstrar Frá rekstri: Tap af reglulegri starfsemi .............................................. Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi: Afskriftir ...................................................................... Söluhagnaður (tap) ..................................................... Áhrif dótturfélags ....................................................... Áhrif hlutdeildarfélags ............................................... Verðbætur langtímalána ............................................ Verðbætur langtímakrafna ........................................
(
26.375.164) (
26.375.164) (
30.598.276) (
30.598.276)
(
2.956.376 0 0 1.602.142 815.637 0 21.001.009) (
2.956.376 0 738.387 0 ( 815.637 0 ( 21.864.764) (
3.148.386 1.454.938 0 3.102.688) 1.569.912 24.554) ( 27.552.282) (
3.148.386 1.454.938 8.259.188 0 1.569.912 24.554) 16.190.406)
2, 6
2 2, 12 2, 9
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum: Skammtímakröfur; lækkun (hækkun) ..................... Skammtímaskuldir; hækkun (lækkun) .....................
(
14.610.569 8.571.527) ( 6.039.042
16.428.258 ( 8.657.191) 7.771.067
5.046.994) ( 18.311.712 13.264.718
6.349.496) 14.510.792 8.161.296
Handbært fé til rekstrar
(
14.961.967) (
14.093.697) (
14.287.564) (
8.029.110)
6.500.000 1.477.691) ( 800.000 1.000.000) ( 5.173.874 9.996.183
0 1.477.691) 800.000 1.000.000) 5.173.874 3.496.183
Fjárfestingarhreyfingar Arður hlutdeildarfélags .................................................... Fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum ..................... Seldir varanlegir rekstrarfjármunir ................................. Langtímakröfur, breyting ................................................ Niðurfærðar langtímakröfur ...........................................
3.000.000 0 0 0 8.147.551 11.147.551
Fjárfestingarhreyfingar
0 0 0 0 8.147.551 8.147.551
( (
Fjármögnunarhreyfingar Ný langtímalán ................................................................. Greiddar afborganir langtímalána ................................. Tengdir aðilar, breyting ................................................... Skammtíma bankalán, (yfirdráttur) ...............................
( (
Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé ........................ Handbært fé í upphafi rekstrarársins ............................ Handbært fé í lok rekstrarársins ..........................
Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2011 - 31.10. 2012
(
0 2.500.000) ( 1.970.856) 7.400.845 2.929.989
0 2.500.000) ( 301.725 ( 7.400.845 ( 5.202.570
30.000.000 2.500.000) ( 8.791.415) ( 14.417.987) ( 4.290.598
30.000.000 2.500.000) 8.675.705) 14.417.987) 4.406.308
884.427) (
743.576) (
783) (
126.619)
913.214 28.787
744.597 1.021
913.997 913.214
871.216 744.597
7
Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1 / 1 1 2 0 1 1 – 3 1 / 1 0 2 0 1 2
VIII
Skýringar
1.
Starfsemi Nafn félagsins er Stangaveiðifélag Reykjavíkur, skammstafað SVFR, og er heimilisfang þess í Reykjavík. Tilgangur félagsins er: - Að útvega félagsmönnum veiðileyfi og taka í því skyni veiðivötn á leigu eða kaupa veiðisvæði og annast umboðssölu á veiðileyfum. - Að efla hróður stangaveiði með almennri fræðslu um íþróttina, með því að hvetja til hófsemi í veiði og stuðla að því að veiðimenn virði settar veiðireglur og umgangist náttúruna af virðingu og tillitssemi. - Að styrkja stöðu stangaveiði sem almennings- og fjölskylduíþróttar. - Að efla áhuga barna og unglinga á stangaveiði, m.a. með kennslu í veiðileikni í ám og vötnum og hvers konar fræðslustarfi. - Að vinna að samstöðu stangaveiðimanna og standa vörð um rétt þeirra og hagsmuni. - Að stuðla að góðri samvinnu við veiðiréttareigendur og standa fyrir, ásamt þeim, umbótum á veiðisvæðum sem félagið hefur til umráða.
2.
Reikningsskilaaðferðir Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga. Ársreikningurinn er byggður á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Fjárhæðir eru í íslenskum krónum. Ársreikningurinn er samstæðureikningur Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Stangaveiðifélags Reykjavíkur ehf. Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins. Samanburðartölur fyrra árs Þar sem nauðsynlegt var talið, hefur samanburðartölum verið breytt til samræmis við breytta framsetningu á rekstrarárinu. Mat og ákvarðanir Í samræmi við lög um ársreikninga ber stjórnendum við gerð ársreiknings að meta, draga ályktanir og taka ákvarðanir sem hafa áhrif á eignir, skuldir, tekjur og gjöld á reikningsskiladegi. Það sama gildir um ábyrgð stjórnenda varðandi upplýsingar í skýringum ársreiknings. Við mat og ályktanir byggja stjórnendur á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem þær eiga sér stað.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2011 - 31.10. 2012
Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1 / 1 1 2 0 1 1 – 3 1 / 1 0 2 0 1 2
8
IX
Erlendir gjaldmiðlar Eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar á gengi viðskiptadags. Eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru umreiknaðar í íslenskar krónur á gengi í lok rekstrarársins 2012. Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum á árinu eru umreiknuð í íslenskar krónur á viðskiptadegi. Gengismunur sem myndast er færður í rekstrarreikning. Fjármagnsliðir Fjármagnsliðir eru gjaldfærðir í rekstrarreikning á því tímabili sem þeir falla til. Innlausn tekna Tekjur af vörusölu og þjónustu eru færðar þegar til þeirra hefur verið unnið. Vörusala er skráð þegar vörur eru afhentar eða verulegur hluti áhættu og ávinnings af eignarhaldi flyst yfir til kaupanda. Þjónustutekjur eru færðar þegar þjónustan hefur verið innt af hendi. Sala er sýnd í rekstrarreikningi að teknu tilliti til afslátta. Lotun gjalda Útgjöld eru færð í ársreikninginn á því tímabili sem til þeirra er stofnað og kröfuréttur seljanda hefur myndast. Skattamál Félagið er undanþegið tekjuskatti. Varanlegir rekstrarfjármunir Eignir eru skráðar meðal varanlegra rekstrarfjármuna þegar líklegt er að hagrænn ávinningur tengdur eigninni muni nýtast félaginu og hægt er að meta kostnað vegna eignarinnar með áreiðanlegum hætti. Varanlegir rekstrarfjármunir eru upphaflega skráðir á kostnaðarverði. Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna samanstendur af kaupverði og öllum beinum kostnaði við að koma eigninni í tekjuhæft ástand. Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti af kostnaðarverði miðað við eignarhaldstíma á tímabilinu að teknu tilliti til væntanlegs hrakvirðis. Hagnaður eða tap vegna sölu eigna er mismunur söluverðs og bókfærðs verðs eigna á söludegi. Til samræmis við 31. gr. IV kafla laga um ársreikninga nr. 3/2006, nýtti stjórn sér heimild til endurmats fasteignar félagsins að Háaleitisbraut 68. Hefur verð eignar verið fært í efnahagsreikningi til samræmis við matsgerð og verðbreytingin á endurmatsreikning meðal eigin fjár. Að öðru leyti eru varanlegir rekstrarfjármunir færðir til eignar á kostnaðarverði að frádregnum afskriftum. Afskriftir eru reiknaðar sem fastur hundraðshluti miðað við áætlaðan nýtingartíma rekstrarfjármuna þar til að niðurlagsverði er náð. Áætlaður nýtingartími greinist þannig: Fasteignir ............................................................................................................................................................. Áhöld og tæki ......................................................................................................................................................
10-50 ár 3 - 10 ár
Dótturfélag Dótturfélög eru þau félög þar sem móðurfélag fer með yfirráð. Yfirráð eru til staðar þegar móðurfélag hefur vald til að stjórna fjárhags- og rekstrarstefnu félags í þeim tilgangi að hagnast á starfsemi þess. Við mat á yfirráðum er tekið tillit til mögulegs atkvæðisréttar. Reikningsskil dótturfélags eru innifalin í samstæðureikningsskilum frá því að yfirráð nást og þar til þeim lýkur. Viðskipti milli samstæðufélaga og stöður milli þeirra sem myndast hafa í viðskiptum milli félaganna eru felld út við gerð samstæðureikningsins.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2011 - 31.10. 2012
9
Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1 / 1 1 2 0 1 1 – 3 1 / 1 0 2 0 1 2
X
Þar sem hlutdeild í tapi dótturfélags er neikvæð og móðurfélag hefur gengist í ábyrgð fyrir dótturfélagið, er bókfært verð eignarhlutar fært meðal skuldbindinga. Hlutdeildarfélög Hlutdeildarfélög eru þau félög þar sem samstæðan hefur veruleg áhrif á fjárhags-og rekstrarstefnu félaga en þó ekki yfirráð. Veruleg áhrif eru talin vera til staðar þegar samstæðan ræður yfir 20-50% atkvæðisréttar í félagi. Hlutdeildarfélög eru færð í ársreikning samstæðunnar með hlutdeildaraðferð. Hlutdeildaraðferð felur sér að fjárfesting í hlutdeildarfélagi er upphaflega færð á kaupverði en á síðari tímabilum er fjárfestingin hækkuð sem nemur hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélags en lækkuð sem nemur tapi þess. Arður frá hlutdeildarfélagi er aftur á móti færður til lækkunar á fjárfestingu í hlutdeildarfélagi. Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur eru færðar á nafnverði að frádreginni niðurfærslu til að mæta þeim kröfum sem kunna að tapast. Niðurfærslan er byggð á mati á tapsáhættu gagnvart einstökum kröfum og kröfunum í heild. Handbært fé Sjóður, bankainnstæður og skammtímaverðbréf teljast til handbærs fjár í efnahagsreikningi og við gerð sjóðstreymis. Laun og launatengd gjöld 3.
Laun og launatengd gjöld greinast þannig: 1.11.'11-31.10.'12
1.11.'10-31.10.'11
Laun ............................................................................................................................. Launatengd gjöld ....................................................................................................... Laun og launatengd gjöld samtals ..........................................................................
27.060.427 7.707.387 34.767.814
24.903.829 5.529.729 30.433.558
Meðalfjöldi starfsmanna ...........................................................................................
4,0
4,0
1.11.'11-31.10.'12
1.11.'10-31.10.'11
Fjármunatekjur 4.
Fjármunatekjur greinast þannig: Vaxtatekjur ................................................................................................................. Áfallnir vextir ............................................................................................................. Vanskilakostnaður - Tekjur ..................................................................................... Gengishagnaður ........................................................................................................ Vaxtatekjur dótturfélags ...........................................................................................
Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2011 - 31.10. 2012
Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1 / 1 1 2 0 1 1 – 3 1 / 1 0 2 0 1 2
1 1 1 1 1
422.914 0 15.391 89.054 2.200 529.559
( (
(
823.461) 116.645) 0 176.843 962 762.301)
10
XI
Fjármagnsgjöld 5.
Fjármunagjöld greinast þannig: Vaxtagjöld af skammtímaskuld ............................................................................... Vaxtagjöld af langtímaskuldum .............................................................................. Gengistap .................................................................................................................... Annar fjármagnskostnaður ...................................................................................... Dráttarvextir ............................................................................................................... Vaxtagjöld dótturfélags ............................................................................................
1 1 1 1 1 1
1.11.'11-31.10.'12
1.11.'10-31.10.'11
477.964 2.466.942 168.585 1.130 38.300 41.374 3.194.295
779.782 3.471.305 61.069 77.100 0 401.669 4.790.925
Varanlegir rekstrarfjármunir 6.
Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir greinast þannig: Fasteignir Heildarverð 1.11. 2011 .................................................... Afskrifað áður ...................................................................
(
42.880.050 17.880.050)
Áhöld og tæki
(
25.000.000 Afskrifað á reikningsárinu ............................................... Heildareign 31.10. 2012 ................................................... Afskriftarhlutföll ...............................................................
(
1.094.516) 23.905.484
17.613.948 13.626.806)
Samtals
(
3.987.142 (
1.861.860) 2.125.282
60.493.998 31.506.856) 28.987.142
(
2.956.376) 26.030.766
2-10%
10-33%
Fasteignamat
Brunabótamat
Bókfært verð
31.10. 2012
31.10. 2012
31.10. 2012
Opinbert mat fasteigna skiptist þannig:
Háaleitisbraut 68 ...............................................................
20.350.000 20.350.000
22.850.000 22.850.000
23.905.484 23.905.484
Áhættufjármunir og langtímakröfur 7.
Eignarhlutir í dótturfélagi Nafnverð Stangaveiðifélag Reykjavíkur ehf. ...........................................................................
8.
Bókfært verð
1.000.000 1.000.000
0 0
250.000 250.000
2.022.697
Eignarhlutir í öðrum félögum Veiðikortið ehf. .........................................................................................................
Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2011 - 31.10. 2012
2.022.697
11
Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1 / 1 1 2 0 1 1 – 3 1 / 1 0 2 0 1 2
XII
Langtímakröfur 9.
Gerðir hafa verið samningar við veiðiréttareigendur um leigu á ám til lengri tíma. Fyrirframgreidd árleiga er færð í uppgjöri á stofnverði að frádregnum þeim hluta sem fellur til á næsta reikningsári. Langtímakröfur 31.10. 2012
31.10. 2011
Langtímakröfur 1. nóvember 2011 ........................................................................ Viðbót á rekstrarárinu .............................................................................................. Hækkun vegna verðbóta .......................................................................................... Gjaldfærðar langtímakröfur á rekstrarárinu ..........................................................
21.868.541 0 0 (8.147.551) 13.720.990
26.017.861 1.000.000 24.554 (5.173.874) 21.868.541
Langtímakröfur sem gjaldfalla árið 2012 - 2013 ..................................................
(6.883.794)
(6.525.681)
Langtímakröfur 31. október 2012 ..........................................................................
6.837.196
15.342.860
Afborganir af langtímakröfum greinast þannig á næstu ár: Árið 2012 - 2013 ....................................................................................................... Árið 2013 - 2014 ....................................................................................................... Árið 2014 - 2015 ....................................................................................................... Árið 2015 - 2016 .......................................................................................................
31.10. 2012
31.10. 2011
6.883.794 3.418.598 3.418.598 0
6.525.681 5.214.988 5.214.988 4.912.884
13.720.990
21.868.541
Viðskiptakröfur 10.
Viðskiptakröfur eru færðar niður í ársreikningi með óbeinni niðurfærslu að fjárhæð 2,4 millj.kr. Hér er ekki um endanlega afskrift að ræða heldur er myndaður mótreikningur sem mæta á þeim kröfum, sem kunna að tapast og er hann dreginn frá óinnheimtum kröfum í efnahagsreikningi. Afskrifaðar viðskiptakröfu námu 32,2 millj.kr. Almenn niðurfærsla krafna greinist þannig: Niðurfærsla 1. nóvember 2011 ............................................................................... Breyting á rekstrarárinu ............................................................................................ Niðurfærsla 31. október 2012 ................................................................................. Afskrift krafna greinist þannig: Afskrifaðar viðskiptakröfur ..................................................................................... Afskrifuð félagsgjöld ................................................................................................
Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2011 - 31.10. 2012
Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1 / 1 1 2 0 1 1 – 3 1 / 1 0 2 0 1 2
31.10. 2012 5.205.753 (2.777.948) 2.427.805 31.10. 2012 27.437.486 4.725.213 32.162.699
31.10. 2011 5.709.608 (503.855) 5.205.753 31.10. 2011 3.701.932 4.890.427 8.592.359
12
XIII
Eigið fé 11.
Yfirlit um eiginfjárreikninga: Samtals Flutt frá fyrra ári .............................................................................................................................................. Leiðrétt frá fyrra ári ......................................................................................................................................... Áhrif hlutdeildarfélags .................................................................................................................................... Tap rekstrarársins ............................................................................................................................................ Eigið fé samtals 31.10. 2012 ..........................................................................................................................
15.942.856 (2.307.293) 3.045.680 (26.375.164) (9.693.921)
Leiðrétting vegna fyrra árs er vegna skekkju í útreikningi á áhrifum dótturfélags. Þar sem eigið fé hlutdeildarfélags er neikvætt, færast áhrif þess yfir óráðastafað eigið fé. Langtímaskuldir 12.
31.10. 2012
Yfirlit um langtímaskuldir: Landsbankinn ............................................................................................................ Næsta árs afborgun langtímalána ...........................................................................
31.10. 2011
27.385.549 27.385.549 (2.738.555) 24.646.994
29.069.912 29.069.912 (2.642.719) 26.427.193
27.385.549 27.385.549
29.069.912 29.069.912
Langtímaskuldir greinast þannig eftir verðtryggingu: Verðtryggð lán bundin vísitölu neysluverðs ......................................................... Afborganir af langtímaskuldum félagsins greinast þannig á næstu ár: Samtals 31.10. 2012 Árið 2013 .................................................................................................................... Árið 2014 .................................................................................................................... Árið 2015 .................................................................................................................... Árið 2016 .................................................................................................................... Árið 2017 .................................................................................................................... Afborgun síðar ........................................................................................................... Langtímaskuldir alls ..................................................................................................
Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2011 - 31.10. 2012
2.738.555 2.738.555 2.738.555 2.738.555 2.738.555 13.692.774 27.385.549
Samtals 31.10. 2011 2.642.719 2.642.719 2.642.719 2.642.719 2.642.719 15.856.317 29.069.912
13
Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1 / 1 1 2 0 1 1 – 3 1 / 1 0 2 0 1 2
XIV
Skuldbinding og samningar utan efnahagsreiknings 13. Félagið hefur gert leigusamninga við veiðiréttarhafa að fjárhæð 633,4 millj.kr. sem koma til greiðslu á næstu fjórum árum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur ehf. hefur gert rekstrarleigusamning um bifreið. Mánaðarleg grunnleiga var gengistryggð og nam leigugreiðsla ársins 1,5 millj.kr. og er hún færð til gjalda í rekstrarreikningi. Samningur hefur verið gerður upp og bifreið skilað. Á fasteign félagsins hvílir verðtryggt tryggingabréf upphaflega að nafnvirði 25 millj.kr. Bréfið er til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á öllum skuldum og skuldbindingum félagsins við NBI hf., hvort sem þær eru samkvæmt víxlum, lánssamningum, skuldabréfum, yfirdrætti á tékkareikningi, hvers konar ábyrgðum og ábyrgðarskuldbindingum, í hvaða formi sem er, og í hvaða gjaldmiðli sem er, auk vaxta, verðbóta og kostnaðar vegna vanskila. Önnur mál 14.
Heildarfjöldi félagsmanna í lok rekstrarárs 2012 var 3.903, en var 3.929 í upphafi rekstrarárs. Samtals gengu 103 nýir félagar í félagið á árinu en 129 hættu sem félagsmenn.
15.
Á síðustu fjórum árum hefur rekstrarniðurstað félagsins verið neikvæð. Eiginfjárstaða hefur veikst á undanförnum árum og er svo komið að eigið fé félagsins er neikvætt um 9,7 millj.kr. Grunnrekstur félagsins (EBITA) á yfirstandandi rekstrarári nam 10,0 millj.kr. en afskrifaðar kröfur vegna hrunáranna vega þungt í rekstrarniðurstöðu yfirstandandi starfsári. Stjórnin hefur útbúið rekstraráætlanir sem gera ráð fyrir viðsnúningi í rekstri félagsins á næstu árum.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2011 - 31.10. 2012
Á rsr e i k n i n g u r sams t æ ð u 1 / 1 1 2 0 1 1 – 3 1 / 1 0 2 0 1 2
14
Stangaveiðifélag Reykjavíkur Rafstöðvarvegi 14 Elliðaárdal 110 Reykjavík Sími 568 6050 Fax 553 2060 svfr@svfr.is www.svfr.is