Söluskrá SVFR 2013

Page 1

2013 Söluskrá

Lax- og silungsveiði

stangaveiðifélag reykjavíkur

[ s í m i 5 6 8 6 0 5 0 | n e t fa n g s v f r @ s v f r . i s | w w w. s v f r . i s ]




2013 Söluskrá SVFR Lax- og silungsveiði

Efnisyfirlit:

Ávarp stjórnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Almennar veiðireglur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . SVFR á nýjum stað . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Barna- og unglingastarf SVFR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Fluguveiðiskólinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Silungsveiði:

Veiðikortið 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Elliðaárnar – vorveiði óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . Elliðavatn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þingvallavatn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Norðurá – Flóðatangi óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . Langavatn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hítarvatn á Mýrum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hítará - sjóbirtingur óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hraunsfjörður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Efri-Haukadalsá óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Gufudalsá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Laxá í Aðaldal . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Eldvatnsbotnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tungufljót óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sog – Alviðra óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sog – Þrastalundur óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sog – Bíldsfell óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Varmá – Þorleifslækur óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . .

Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Rafstöðvarvegi 14, Elliðaárdal, 110 Reykjavík, sími 568 6050. Skrifstofa SVFR er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13-17 og á föstudögum 13-16.

Ritstjóri: Ásmundur Helgason Útlit og umbrot: Skissa

4

6 8 8 10 11 12 14 15 15 16 16 17 17 18 18 19 20 22 24 26 27 28 29 30 31

Laxveiði:

Elliðaár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Leirvogsá óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Andakílsá óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Straumar í Borgarfirði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Norðurá I . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Norðurá II óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Gljúfurá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Langá á Mýrum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hítará . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Grjótá og Tálmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Setbergsá á Skógarströnd óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . Dunká á Skógarströnd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Laxá í Dölum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Fáskrúð í Dölum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Fnjóská . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Laxá í Aðaldal – Nesveiðar óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . Laxá í Aðaldal – Árbót og Tjörn lækkað verð . . . . . . . . . . . . Selá í Álftafirði óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sog – Alviðra óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sog – Bíldsfell . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sog - Þrastalundur óbreytt verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

32 34 35 36 38 40 41 42 44 46 48 49 50 52 53 54 56 57 58 60 62

Ýmislegt:

Hvers vegna ætti ég að gerast félagi í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur?… . . . . . . . . . . . . . . . . . 64 Úthlutunarreglur veiðileyfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65 Flóðatafla 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 66 Dagsetningar, stangafjöldi og aðrar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

Höfundar ljósmynda: Henry Gilbey (forsíðumynd), Golli, Jóhann T. Steinsson, Óskar Páll Sveinsson, FFI, Mats Wibe Lund, Þorsteinn Ólafs, Bjarni Höskuldsson, Viðar Jónasson, Klaus Frimor, Henry Gilbey, Matt Harris, Gunnar Helgason og fleiri.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur kann höfundum ljósmynda sérstakar þakkir fyrir afnot af myndum þeirra í skránni.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


PIPAR\TBWA • SÍA • 112120

Montana er útivistartæki seM hentar í bílinn, Mótorhjólið, vélsleðann, bátinn og gönguna. tæki seM fer hvert seM er!

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

Garmin Montana er vatnshelt tæki með 4“ skjá sem hafa má bæði lárétt og lóðrétt. Mikil upplausn í skjá og stillimöguleikar gera Montana að einum skemmtilegasta ferðafélaganum. Tækið sýnir öll örnefni, hæðarlínur og landslag með skuggum, sem gefur kortinu aukna dýpt. Hægt er að skanna kort og loftmyndir og setja í tækið ásamt því að geyma nær ótakmarkað af ferlum, 4.000 vegpunkta og 200 leiðir. Montana er einnig til með 5MP myndavél. Söluaðilar um allt land – sjá www.garmin.is


Ávarp stjórnar Kæru veiðifélagar

Í söluskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir veiðisumarið 2013 er nú sem áður að finna mjög fjölbreytt úrval veiðisvæða af öllum gerðum; laxveiði, urriðaveiði og bleikjuveiði. Hér eru gríðarlega margir og spennandi kostir í boði fyrir alla stangaveiðimenn. Þó laxveiðin síðastliðið sumar hafi valdið veiðimönnum vonbrigðum þá telja fiskifræðingar að ástandið í ánum sé víðast hvar með miklum ágætum og það voru víða sterkir árgangar sem gengu til sjávar sl. vor. Þeir skila sér án efa duglega upp í árnar okkar næsta sumar! Á svæðum SVFR var veiðin upp og ofan, sum svæðin skiluðu sínu meðan önnur voru fyrir neðan meðallag. Mörg svæði seldust upp, t.d. Hítaráin, Nessvæðið í Laxá í Aðadal og Bíldsfellið og við teljum miðað við þær fyrirspurnir sem hafa borist að salan þarna verði góð og hvetjum félagsmenn til að sækja um og tryggja sér veiðileyfi. Stjórn SVFR telur að nú sé ekki tíminn til að hækka verð á veiðileyfum. Við höfum lagt kapp á að halda verði veiðileyfa óbreyttu í krónutölu, eða því sem næst. Víða er lagt upp með sömu verð og í fyrra, t.d. í Norðurá, á Nessvæðinu, Varmá, Leirvogsá og fleiri svæðum. Að auki viljum við leita allra leiða til að lækka annan kostnað við veiðiferðina. Því er ekki að leyna að sumir veiðimenn telja fæðisverð vera hátt og jafnvel þó við séum að fá góðan viðgjörning á sanngjörnu verði, þá getur það tekið í að fara með fjölskyld­ una í veiðihús þar sem greiða þarf fyrir fæði. Við viljum breyta þessu. Í fyrra var bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða veiðimönnum í Hítará að gista í veiðihúsinu án þess að kaupa sér fæði. Einungis þurfti að greiða húsgjald fyrir eina stöng og veiðimenn sáu um sig sjálfir. Veiðimenn hafa tekið þessari nýbreytni fagnandi og nú hefur verið ákveðið að útvíkka þetta og verður sams­ konar fyrirkomulag reynt í Norðurá, Hítará og í Laxá í Dölum. Um leið og við vonum og trúum að félagsmenn SVFR taki þessi fagnandi viljum við hvetja veiðimenn til að ganga vel um veiðhúsin okkar.

unum. Við tókum upp þá nýbreytni í fyrra að ekki væri skylt að gista í veiðihúsinu við Hof eftir 15.júlí og verður sami háttur hafður á í ár. Að sjálfsögðu geta veiðimenn pantað gistingu og fæði eins og fyrr, en nú hafa þeir val. Við minnum á skilafrest umsókna og greiðslufresti sem kynntir eru á blaðsíðu 8 hér í söluskránni sem og reglur um úthlutun veiðileyfa á síðu 65. Við biðjum félagsmenn að kynna sér úthlutunar­ reglurnar vel og vanda umsóknir sínar. Reynslan hefur sýnt að þau tveggja og þriggja stanga svæði sem félagið er með á sínum snærum hafa farið að mestu í úthlutun. Margir veiði­menn hafa misst af góðum dögum á sínum svæðum með því að ætla að bíða með að sækja um og því hvetjum við félagsmenn að taka þátt í úthlutun strax og tryggja sér þar með möguleika á góðum veiðidögum 2013. Enn og aftur minnum við á að félagar í SVFR njóta betri kjara við veiðileyfakaup hjá félaginu en utanfélagsmenn, sem greiða 20% hærra verð.

Stjórn SVFR vill benda veiðimönnum á veiðireglur í einstökum ám og vatnasvæðum, sér í lagi hvað varðar leyfilegt agn og skyldu til að sleppa stórlaxi og tilmæli þar um. Jafnframt hvetur stjórn félagsins veiðimenn til að fara að öllum reglum og gæta hófsemi við veiðar. Að auki skorum við á veiðimenn að sleppa öllum stórlaxi hvar sem hann er veiddur, sé þess nokkur kostur. Sem fyrr þá hvetjum við félagsmenn til að sækja um veiðileyfi sín á netinu og bendum á að fimm félagsmenn sem sækja um á netinu munu fá glæsilegan glaðning á veiðisvæðum félagsins. Kæru veiðimenn við vonum svo sannarlega að þið eigið eftir að eiga góðar stundir á bökkum veiðiáa og veiðivatna næsta sumar og að veiði­ gyðjan verði ykkur gjafmild. Að lokum þá skorum við á ykkur að eiga viðskipti við Stangaveiðifélag Reykjavíkur.

Með veiðikveðjum, Stjórn SVFR Frekari upplýsingar um veiðisvæði félagins er svo að finna á vefnum, undir slóðinni www.svfr.is

Veiðin á urriðasvæðunum fyrir norðan var ágæt. Talsvert var sótt um veiðileyfi þar í í forúthlutun nú í haust en enn eigum við góða daga á svæð­

6

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


SÉRÞEKKING OG FRÁBÆR ÞJÓNUSTA

PIPAR\TBWA • SÍA • 123339

EllingsEn – stangvEiðibúnaður og flugur

Láttu reyna á þjónustuna Komdu í Ellingsen áður en þú leggur af stað í veiði. Sölumenn Ellingsen hafa yfirgripsmikla þekkingu á öllum helstu veiðiám og vötnum landsins. Þeir veita þér upplýsingar um helstu veiðistaði, benda þér á rétta búnaðinn og aðstoða þig við að velja flugur sem henta hverjum stað fyrir sig.

– FULLT HÚS ÆVINTÝRA

REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is


Félagsmenn og aðrir þeir sem veiða á svæðum SVFR eru hvattir til að kynna sér vel og fara ávallt eftir veiðireglum SVFR.

Almennar veiðireglur

Auk hinna almennu veiðireglna á þessari síðu ber veiðimönnum að kynna sér sérreglur fyrir þær ár er þeir veiða í. Brot á reglum varðar refsingu skv. lögum SVFR og skv. landslögum þar sem við á. Veiðileyfi skal bera á sér við veiðarnar og sýna veiðiverði sé þess óskað. Veiðivörðurinn hefur heimild til að vísa þeim frá sem ekki hafa leyfi meðferðis. Veiðiverðir hafa heimild til að skoða veiðitæki og veiðifang. Heimilt er í öllum ám félagsins að tveir veiðimenn séu um stöng og er þeim skylt að vera saman á veiðistað. Þar sem einungis er veitt á flugu er eingöngu heimilt að að nota þar til gerðar fluguveiðistangir, flugulínur og fluguhjól. Ef veiðimenn, sem eru tveir um stöng, veiða báðir samtímis eða nota ólöglegt agn, varðar það brottrekstur beggja úr ánni þegar í stað, bótalaust, upptöku afla og frekari refsingu eftir því sem við á.

Aðbúnaður og umgengni í veiðihúsum

Í þeim veiðihúsum sem eru án daglegrar þjónustu getur SVFR ekki ábyrgst að allur búnaður sé til staðar. Vinsamlegast hafið hreinlætisvörur, matvæli og sængurföt meðferðis. Ræstið veiðihúsin vandlega áður en heim er haldið og takið allt rusl með ykkur. Fleygið ekki rusli í árnar, á árbakkana eða á víðavangi. Hlífið gróðri og valdið ekki jarðraski. Akið ekki yfir ræktað land. Lokið hliðum. Gangið vel um veiðihús og umhverfi þeirra. Leyfið töku hreistursýna ef óskað er. Afar mikilvægt er að skrá alla veiði í veiðibækur fyrir brottför.

Umsóknir um veiðileyfi

Umsóknir fara nú fram rafrænt í gegnum heimasíðu félagsins. www.svfr.is. Skilafrestur umsókna rennur út fimmtudaginn 13.desember. Umsóknum sem skilað er eftir þann frest, er úthlutað eftir að fyrstu úthlutun er lokið, sjá nánar í úthlutunarreglum.

Greiðslur: Gjalddagi félagsgjalda 2013 er 2. des­ ember 2012 og eindagi 5.janúar 2013. Ef ekki er greitt á eindaga þá reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.

hverja stöng fyrir alla þá daga sem veiðileyfi gilda. Ef veiðimenn hyggjast ekki nýta veiðileyfi ber að tilkynna það í viðkomandi veiðihús með

Eindagi veiðileyfa er 1. febrúar 2013. Ef félags­ maður kaupir veiðileyfi fyrir meira en 60.000 kr. í úthlutun gefst kostur á að dreifa greiðslum á allt að þrjá gjalddaga, 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl og eru félagsmenn hvattir til að standa skil á veiðileyfum innan tilskilins frests.

Umsóknir á netinu

Ef félagsmenn nýta sér ekki úthlutuð veiðileyfi ber þeim skylda til að tilkynna skrifstofu það með óyggjandi hætti t.d. tölvupósti eins fljótt og unnt er.

Boðið er upp á léttgreiðslur eða raðgreiðslur til að ganga frá veiðileyfakaupum að fullu. Ef ekki er greitt á eindögum áskilur félagið sér rétt til þess að selja veiðileyfin.

a.m.k. tveggja daga fyrirvara.

Félagar í SVFR geta sótt um veiðileyfi á heima­ síðunni okkar svfr.is. Hlutfall netumsókna hefur vaxið hratt á milli ára og flýtir verulega fyrir úthlutunarferlinu. Við hvetjum því félagsmenn til að skila inn umsóknum á rafrænan hátt fyrir komandi veiðitímabil.

Fyrirvari

Upplýsingar í söluskrá eru birtar með fyrirvara um villur. SVFR áskilur sér rétt til að leiðrétta þær upplýsingar sem þar birtast eða breyta þeim.

Ef keypt eru veiðileyfi í Norðurá, Langá, Hítará eða Laxá í Dölum á þeim tímum sem er fæðisog gistiskylda er skylt að kaupa eitt fæði fyrir

SVFR á nýjum stað Stangaveiðifélagið flutti á nýjan stað í sumar sem leið og því þurfa þeir sem koma í drátt um veiðileyfi að taka stefnuna inn í Elliðárdal en ekki upp á Háaleitisbraut. Félagið hefur haft aðsetur að Háaleitisbraut 68 í um fjörutíu ár þegar kom að flutningnum í vor. Flutningurinn átti sér langan aðdraganda, en á aðalfundi félagsins árið 2000 voru fyrst kynntar hugmyndir um að SVFR flytti skrifstofuhúsnæði og félagsheimili fyrir starfsemi sína í Elliðaárdal. Í janúar 2004 staðfesti borgarráð deiliskipulag fyrir Elliðaárdal þar sem gert ráð fyrir lóð undir starfsemi félagsins. Öll áform um húsnæðisbyggingar voru síðan lögð af í hruninu, en engu að síður var eftir sem áður stefnt að því að flytja í Elliðaárdalinn. Nýja húsnæðið er með heimilisfang að Rafstöðvarvegi 14. Farið er inn á hjá gömlu rafstöðinni og inn í port á vinstri hönd.

8

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


ÞEGAR ÞÚ KAUPIR NÝJAN BÍL

VERTU VISS UM AÐ HANN SÉ FLOTTUR Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. Í honum er ný 255 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins 9,3 l /100 km í blönduðum akstri, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu, loftpúðafjöðrun á öllum hjólum er tengd Terrain Response stillanlegu fjöðrunnarkerfi. Sæti ásamt frágangi innréttingar er í hæsta

gæðaflokki og hægt er að velja um viðaráferð eða gljálakkaða píanóáferð. Ef vitlaust eldsneyti er afgreitt á Discovery 4 lokar hann sjálfkrafa á eldsneytisáfyllingu. Ef þú hefur ekki prófað Discovery skaltu endilega hafa samband við okkur í síma 525 8000 eða koma í heimsókn og skreppa í reynsluakstur.

ENNEMM / SÍA / NM49259

Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is

NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 · www.landrover.is

B&L • Sævarhöfða 2 • 110 Reykjavík


Barna- og unglingastarf SVFR

Að vanda verður fjölbreytt barna- og unglingastarf í boði á árinu 2013. Fræðslunefnd og SVFR hafa lagt metnað í að gera vel við unga meðlimi og kynna þeim íþróttina og félagsstarfið. Auk þess sem allir dagskrárliðir Fræðslunefndar eru að sjálfsögðu opnir félagsmönnum á öllum aldri þá er sérstaklega efnt til veiðidaga í Elliðánum fyrir félaga 18 ára og yngri. Þessir dagar eru vel sóttir og sumarið 2012 veiddu 92 börn og unglingar undir vaskri leiðsögn Fræðslunefndar SVFR. Á þessum veiðidögum er kappkostað að kynna fyrir ungum veiðimönnum réttar umgengnisreglur við veiðiskap og hvernig á að bera sig að á veiðistað. Þessir dagar hafa heppnast einstaklega vel og fjölmörg börn veiða þarna sinn Maríulax. Síðasta sumar veiddu krakkarnir 92 hvorki meira né minna en 44 laxa og af þeim voru 17 Maríulaxar. Síðasta vor var svo haldið kastnámskeið fyrir börn og unglinga. Markmiðið var að kynna börnin fyrir fluguveiðiíþróttinni, umgengni um búnaðinn og fluguköst, en umfram allt að eiga skemmtilegan eftirmiðdag. Það voru þeir bræður Ásmundur og Gunnar Helgasynir sem áttu frumkvæðið að því. Mæltist þetta vel fyrir og yfir 40 börn og unglingar skráðu sig til leiks og stefnt er á að endurtaka leikinn næsta vor.

10

SVFR hvetur félaga sína til að skrá börn sín í félagið og taka þátt í ungliðastarfinu. Gleðin er ósvikin hjá þeim börnum og unglingum sem hafa komið á veiðidagana í Elliðaánum. Þá er gott úrval veiðisvæða hér sem hagstætt er að fara með börnin til veiða og þá má minna á þann góða kost sem Veiðikortið er.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


Fluguveiðiskólinn

Í sumar verður haldinn fluguveiðiskóli fyrir krakka og unglinga þar sem kennt verður hvernig á kasta með flugustöng, hnýta flugur og veiða. Farið verður yfir allan búnað og gefin góð ráð. Það sem farið verður í er eftirfarandi: • • • • • •

Fluguköst og fluguveiði Fluguhnýtingar Val og umgengni á veiðibúnaði og veiðistöðum Öryggi í veiði Frágangur og meðferð á afla Fiskalíffræði, flökun og eldun

Dagsetningar 2013

Krakkanámskeið Námskeiðin eru fyrir hressa krakka og unglinga á aldrinum 10-18 ára, jafnt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref og þá sem lengra eru komnir. Námskeiðin fara fram bæði utan- og innandyra og þátttakendur þurfa því að vera klæddir eftir veðri. Einnig er gott að hafa með sér inniskó, vöðlur eða stígvel og nesti. Ekki er nauðsynlegt að eiga flugustöng en það skemmir ekki að hafa sína eigin stöng með. Námskeiðin fara fram við gamla Elliðavatnsbæinn og standa í fjóra tíma á dag, ýmist í þrjá eða fimm daga. Bæði er boðið upp á námskeið á morgnana frá kl. 8.00 til 12.00 og seinni partinn frá kl. 13.00 til 17.00. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður á hverju námskeiði.

5.-7. júní þriggja daga námskeið 10.-14. júní fimm daga námskeið 17.-21. júní fimm daga námskeið Verð til félagsmanna SVFR er kr. 8.000.- fyrir 3 daga námskeið. Verð til félagsmanna SVFR er kr. 13.000.- fyrir 5 daga námskeið. Verð til utanfélagsmanna er 20% hærra. Allar skráningar og frekari upplýsingar og er að finna á WWW.VEIDIHEIMUR.IS

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

11


silungsveiði

Veiðikortið 2013

– Elliðavatn komið á kortið! Veiðikortið er nú að hefja níunda starfsár sitt. Allt frá fyrsta degi hefur því verið mjög vel tekið og má meðal annars þakka hinar frábæru viðtökur því, að tekist hefur að auka framboð spennandi veiðivatna og halda jafnframt verðlaginu í skefjum. Veiðikortið 2012 kostar nú aðeins kr. 6.900 í almennri sölu. Félagsmenn í SVFR geta keypt kortið á aðeins kr. 5.500.- á skrifstofu félagsins. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa. Félagar í SVFR geta pantað kortið um leið og þeir skila inn umsóknum um veiðileyfi en á umsóknum verður hægt að haka við Veiðikortið og þá fá félagsmenn kortið sent heim. Einnig er hægt að kaupa Veiðikortið á skrifstofu félagsins eða með tölvu­ pósti svfr@svfr.is. Utanfélagsmenn geta líka keypt kortið hjá SVFR en einnig á www. veidikortid.is, á næstu N1 eða Olís bensínstöð, Íslandspósti sem og í veiðivöruverslunum um land allt. Með Veiðikortinu fylgir vegleg handbók þar sem vötnin eru kynnt ítarlega til að auðvelda aðgengið að þeim, og einnig kynntar fyrir korthöfum þær reglur sem gilda um hvert vatnasvæði. Einnig eru í handbókinni kort og myndir frá vatna­ svæðunum sem í boði eru. Þar má einnig finna grunnupplýsingar á ensku. Á vef Veiðikortsins er búið að setja upp myndabanka þar sem hægt er að skoða myndir sem veiðimenn hafa sent inn fyrir hvert vatnasvæði. Einnig er hægt að sækja rafræna veiðiskýrslu og eru veiðimenn hvattir til að senda hana útfyllta eftir hvert veiðitímabil til Veiðikortsins á tölvupósti.

12

Allar fréttir af nýjum vatnasvæðum og aðrar fréttir verða birtar á heimasíðu Veiðikortsins, www. veidikortid.is.

HELSTU BREYTINGAR FYRIR 2012 eru:

Búið er að tryggja áframhaldandi samninga við flest þau vötn sem voru í Veiðikortinu 2012 og er netið orðið þétt og stór hluti af bestu veiðivötnum landsins þar á meðal. Við kynnum Elliðavatn til leiks en margir veiði­ menn hafa beðið eftir að því að það kæmi á kortið. Það er ánægjulegt fyrir höfuð­ borgar­búa að geta veitt í þessu öfluga veiði­vatni rétt við borgar­ mörkin. Vatna­svæðið í Svína­dal, þ.e.a.s. Þóris­staðavatn, Eyrar­vatn og Geitabergsvatn verða ekki með í Veiði­kortinu 2013.

00000

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


VATNASVÆÐIN, sem í BOÐI VERÐA í VEIÐIKORTINU 2013

1. Arnarvatn á Melrakkasléttu

18. Meðalfellsvatn í Kjós

2. Baulárvallavatn á Snæfellsnesi

19. Mjóavatn í Breiðdal

3. Elliðavatn

20. Sauðlauksdalsvatn við Patreksfjörð

4. Haugatjarnir í Skriðdal 5. Haukadalsvatn í Haukadal 6. Hítarvatn á Mýrum 7. Hólmavatn í Dölum

21. Skriðuvatn í Suðurdal 22. Sléttuhlíðarvatn í Skagafirði 23. Svínavatn í Húnavatnssýslu

8. Hópið í Húnavatnssýslu

24. Syðridalsvatn við Bolungavík

9. Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu

25. Sænautavatn á Jökuldalsheiði 26. Urriðavatn við Egilsstaði

10. Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi

27. Úlfljótsvatn – Vesturbakkinn

11. Hraunsfjörður á Snæfellsnesi 12. Kleifarvatn á Reykjanesskaga 13. Kleifarvatn í Breiðdal 14. Kringluvatn í SuðurÞingeyjarsýslu

28. Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði 29. Vífilsstaðavatn í Garðabæ 30. Víkurflóð við Kirkjubæjarklaustur 31. Þingvallavatn – þjóðgarður

15. Langavatn í Borgarbyggð

32. Þingvallavatn - fyrir landi Ölfusvatns

16. Laxárvatn í Dölum

33. Þveit við Hornafjörð

17. Ljósavatn í SuðurÞingeyjarsýslu

34. Æðarvatn á Melrakkasléttu 35. Ölvesvatn - Vatnasvæði Selár

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

13


silungsveiði

2

stangir

Eingöngu fluguveiði

Elliðaárnar – vorveiði Sumarið hefst í Elliðaánum

Það jafnast ekkert á við að standa út í á og heyra sönginn í lóunni og hrossagaukinn steypa sér. Þá er veiðisumarið hafið hjá flestum veiðimönnum. Undanfarin ár hefur Stangaveiðifélagið gert félögum sínum kleyft að ná úr sér veiðihrollinum með því að bjóða upp á vorveiði á urriða í Elliðaánum. Þessi tími hefur verið vel nýttur af veiðimönnum og hefur alla jafnan veiðst vel. Lífríkið í ánni er mjög gott og stofn staðbundins urriða sterkur. Seldar verða 2 stangir, hálfan dag í senn, fyrir eða eftir hádegið. Veiðimenn eru beðnir um að ganga vel um og gæta að viðkvæmu fuglalífi. Hreiður og egg geta verið við hvert fótmál. Veiðitíminn er kl. 7–13 og 15–21.

Veiðisvæði

Veiðisvæðið nær frá Höfuðhyl að og með Hrauni. Best veiðist í efri hluta Elliðaánna og eru Ármótin og Höfuðhylur sterkustu hyljirnir í vorveiðinni. Athugið að ekki er leyft að veiða nær Elliða­ vatnsstíflu en 50 metra.

Veiðireglur

Aðeins er leyft að veiða á flugu í vorveiðinni. Veiðihúsið er lokað á þessum tíma, en nánari reglur um veiðarnar ásamt svæðaskiptingum eru sendar leyfishöfum í tölvupósti með nægjanlegum fyrirvara. Veiðimönnum er skylt að skila veiðiskýrslu rafrænt að veiðum loknum. Elliðaár - vorveiði Verð á stöng hálfan dag Veiðidagar Stangafj. Vorveiði

Félagsverð

1/5 - 31/5 2 4.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Heildarlausnir í pökkun Kassar, öskjur, arkir, pokar, filmur

Skór, stígvél, vettlingar vinnufatnaður, hnífar, brýni, bakkar, einnota vörur o.fl.

Pökkunarvélar, kokkahnífar, pokar

Suðurhraun 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is

14

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


Fylgir veiðikortinu

00000

Sjá nánar á veidikortid.is

Allt löglegt agn er leyfilegt

Elliðavatn

Náttúrparadís – þar sem ævintýrin gerast Elliðavatn er víðfrægt veiðivatn steinsnar frá höfuðborginni. Úr vatninu renna Elliðaár til sjávar. Vatnið hefur verið kallað háskóli fluguveiðimannsins. Í vatninu er bæði staðbundin bleikja og urriði. Urriðinn hefur sótt á undanfarin ár og er orðinn uppistaðan í afla stangveiðimanna. Bleikjan hefur látið undan síga eins og víðar á suðvesturlandi. Óvíst er um orsakir niðursveiflu bleikjustofnsins en heyrst hafa kenningar um óhagstætt hlýnandi

veðurfar og nýrnasjúkdóma. Þegar líða tekur á sumarið gengur lax í vatnið um Elliðaárnar og veiðast nokkrir slíkir á hverju sumri. Laxinn gengur síðan áfram í Hólmsá og Suðurá og hrygnir að hausti.

Veiðitími

Daglegur veiðitími er kl. 7.00–23.00. Veitt er frá 1. maí til og með 15. september árlega.

Leyfilegt agn

Allt löglegt agn er leyfilegt.

Veiðisvæði

Fyrir landi bæjanna Elliðavatns eða Vatnsenda.

Sjá nánar á veidikortid.is

Veiðileyfi

Leyfi í vatninu fylgir Veiðikortinu 2013

Þingvallavatn

Silungsperla í Þjóðgarði Allt löglegt agn er leyfilegt

Þingvallavatn er frægasta og stærsta náttúrulega stöðuvatn landsins, 83,7 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er 114 m. Fjölbreytt lífríki er í og við vatnið; fiskar, fuglar, minkar og ýmis smádýr. Úr Þingvallavatni rennur Sogið, stærsta bergvatnsá landsins.

Fylgir veiðikortinu

00000

Sjá nánar á veidikortid.is

Fjórar tegundir bleikju finnast í vatninu; kuðunga­bleikja, sílableikja, dvergbleikja og murta. Þingvalla­ vatns­urriðinn er næstum þjóð­sagna­ kenndur en hann getur orðið ­ tröllvaxinn. Sjá nánar á veidikortid.is

Veiðileyfi

Veiðisvæði

Leyfilegt agn

Veiðisvæðið er aðeins í landi Þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Fylgir Veiðikortinu 2013.

Veiðitími

Árlegur veiðitími er frá 1. maí til og með 15. september. Allt löglegt agn er leyfilegt. Sjá nánar á veidikortid.is

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

15


silungsveiði

2

stangir

Norðurá – Flóðatangi

Allt löglegt agn leyfilegt

Silungsveiði með laxavon

Flóðatangi er neðsta veiðisvæði Norðurár. Svæðið tekur við af Munaðarnessvæðinu og nær að ármótum Norðurár og Hvítár. Aðallega veiðist þar urriði og bleikja en laxavon er talsverð þar sem allur Norðurárlaxinn fer í gegnum svæðið. Þeir sem hitta á göngurnar hafa iðulega fengið góða veiði. Þá hefur sjóbirtingsveiði verið að aukast undanfarin ár og hafa margir stórir birtingar veiðst. Verði veiðileyfa er stillt í hóf og svæðið hentar ágætlega fyrir fjölskyldur.

Veiðimenn leggja sjálfir til sængur, mat og allar hreinlætisvörur. Gasgrill er við húsið. Vinsamlegast ræstið húsið vel fyrir brottför og takið með ykkur allt rusl.

Veiðimenn eru hvattir til að bóka allan afla í veiðibók.

Frá Reykjavík er ekinn þjóðvegur 1 í gegnum Borgarnes og áfram norður. Hjá veitingaskálanum Baulu (um 20 km frá Borgarnesi) er beygt til hægri í átt að Varmalandi (vegur 50). Ekið er yfir brúna yfir Norðurá að afleggjaranum að Varmalandi þar sem beygt er til hægri og ekið niður með ánni að bæjunum Melkoti og Flóðatanga. Veiðihúsið er í landi Melkots.

Veiðisvæði

Svæðið nær frá Klapparhyl (021) fyrir neðan Munaðarnesbæinn og niður að ármótum við Hvítá.

Veiðileyfi

Einn eða fleiri dagar í senn frá morgni til kvölds. Stangirnar eru seldar saman.

Veiðitími

Veitt er kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00, en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00– 21.00. Heimilt er að færa veiðitíma eftir 1. september í 08.00-20.00 í samvinnu við veiðivörð eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

Leyfilegt agn

Veiðireglur

Settur hefur verið kvóti þannig að heimilt er að veiða fimm laxa á stöng á vakt. Veiðimenn mega veiða og sleppa eftir að kvóta hefur verið náð. Skylt er að sleppa öllum tveggja ára laxi og skal þá styðjast við skilgreiningu Veiðimálastofnunar, þar sem miðað við að um 70 cm lengd samsvari 7 punda laxi. Sjá jafnframt almennar reglur fremst í söluskránni. Gott veiðikort af ánni fæst á skrifstofu SVFR.

Veiðihús

Veiðihúsið er stórt, gamalt einbýlishús í landi Melkots. Í húsinu er rafmagn, hiti og öll helstu eldhúsáhöld. Eldhús og baðherbergi eru nýuppgerð. Athugið að veiðihúsið er ekki til afnota fyrir veiðimenn eftir 1. september.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Norðurá Flóðatangi Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

5/6 - 20/6 21/6 - 20/7 21/7 - 31/8

Félagsverð

2 2 2

8.100 9.900 8.900

Veiðileyfi án veiðihúss 1/9 - 20/9 2 8.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Fluga, maðkur og spónn.

Langavatn

Fylgir veiðikortinu

Gott silungsveiðivatn í Borgarfirði

00000

Langavatn er í sunnanverðum Langadal í Mýrasýslu, norðaustur af Grímsstaðamúla. Hæð þess yfir sjó er 215 m og flatarmál 5,1 km2. Mesta dýpi vatnsins er um 36 metrar. Í vatninu veiðist bæði bleikja og urriði, bæði litlir og stórir fiskar. Leiðin að Langavatni liggur eftir þjóðvegi nr. 1 um Borgarnes að Svignaskarði. Þar er ekinn 13 km. langur afleggjari, jafnan fólksbílafær, á vinstri hönd, upp með Gljúfurá.

16

Veiðileyfi:

Allt löglegt agn leyfilegt

Sjá nánar á veidikortid.is

Langavatn fylgir Veiðikortinu.

Veiðitími:

Veiðitímabilið er frá 15. júní til 20. september. Daglegur veiðitími er kl. 7.00–24.00. Best er að veiða í Langavatni fyrri hluta sumars.

Agn:

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn. Sjá nánar á veidikortid.is

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


Hítarvatn á Mýrum Allt löglegt agn leyfilegt

Fylgir veiðikortinu

00000

Sjá nánar á veidikortid.is

Mjög góð silungsveiði er í Hítarvatni, bæði urriði og bleikja. Fyrri hluti sumars getur verið einstaklega gjöfull þegar vel tekst til. Veitt er með allri strandlengju vatnsins. Tilvalið er fyrir fjölskyldur að dveljast við Hítarvatn og renna fyrir fisk. Umhverfið er einstakt og veiðin yfirleitt góð sem gerir þetta vatn að afar ákjósanlegum áfangastað fyrir silungsveiðifólk og fjölskyldur.

hóflegu gjaldi. Í húsinu eru tvö aðskilin herbergi, í hvoru þeirra er svefnrými fyrir átta manns. Húsið er leigt út af Guðrúnu Jónsdóttur og Finnboga Leifssyni á bænum Hítardal, sími 4371883 eða 437-1715.

Veiðisvæði

Leyfilegt agn

Fluga, maðkur og spónn.

Við vatnið er tjaldstæði, þar er ágæt hreinlætis­ aðstaða.

Veiðileyfi

Veiðireglur

Leiðarlýsing að veiðisvæði

Hítarvatn allt. Hítarvatn fylgir Veiðikortinu. Athugið að veiðileyfi eru einnig seld á bænum Hítardal sem er í leiðinni upp að vatninu.

Veiðitími

Frá morgni til kvölds 29. maí – 31. ágúst.

Öll veiði af bátum er bönnuð í vatninu. Athugið að talsverður mývargur getur verið við vatnið á góðviðrisdögum. Þá er vissara að gleyma ekki flugnanetinu. Lausaganga hunda er bönnuð.

Frá Borgarnesi að Hítarvatni eru 46 km. Ekið er út af þjóðveginum vestur á Snæfellsnes, sunnan Hítarár og haldið norður eftir vegi nr. 539. Sjá nánar á veidikortid.is

Veiðihús

Gott gangnamannahús með hreinlætisaðstöðu er við vatnið. Í því er hægt að fá gistingu gegn

3

Hítará - sjóbirtingur

stangir

Glæsileg veiðiá á Mýrum

Hítará er með þekktari veiðiám landsins. Einstakt veiðihús og glæsilegt umhverfi hafa fallið í mjög góðan jarðveg hjá ánægðum veiðimönnum. Nú er boðið uppá sjóbirtingsveiði í neðri hluta árinnar frá 22. – 30. september. Fjölbreytileiki veiðistaða er mikill og staðsetning veiðihúss Jóhannesar á Borg er einstök; í ævintýralegu umhverfi kletta og veiðihylja þar sem heyra má fossniðinn frá Brúarfossi.

Leyfilegt agn Fluga.

Veiðireglur

Veiðisvæði

Veitt er frá hádegi til hádegis. Veitt er með þremur stöngum á tímabilinu.

Veiðileyfi

Skylt er að sleppa öllum laxi sem og allri sjóbleikju, heimilt er að taka þrjá sjóbirtinga á stöng á dag en eftir að þeim kvóta er náð er heimilt að veiða og sleppa.

Frá ósi og upp að og með Festarfljóti. Gott veiðikort má prenta út af vef SVFR. Tveir dagar í senn, frá hádegi til hádegis.

Veiðitími

Kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00 daglega. Heimilt er að breyta veiðitíma í 08.00-20.00 í samvinnu við veiðivörð eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

Veiðihús

Veiðihúsið fyrir Hítará er hið fornfræga veiðihús „Lundur“. Til staðar eru uppábúin rúm fyrir veiðimenn og þrif þegar veiðimenn yfirgefa húsið. Það skal áréttað að veiðimenn eru góðfúslega beðnir að ganga vel um veiðihúsið og taka vel til eftir sig, þó húsið verðið þrifið sérstaklega á skiptidögum.

Eingöngu leyfð fluguveiði

Veiðimenn mega koma í húsið einni klst. fyrir veiðitíma og ber að rýma það einni klst. eftir að veiðitíma lýkur. Í veiðihúsinu mega dveljast tveir fyrir hvert selt leyfi.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Ekið er sem leið liggur í gegnum Borgarnes og tekinn afleggjari til vinstri út á Snæfellsnes og eknir um 25 kílómetrar. Veiðihúsið er á vinstri hönd áður en ekið er yfir Hítarána. Hítará - sjóbirtingur Verð á stangardag Veiðidagar Tveir dagar í senn

Stangafj.

Félagsverð

20/9 - 30/9 3 15.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

17


silungsveiði Fylgir veiðikortinu

Allt löglegt agn leyfilegt

00000

Sjá nánar á veidikortid.is

Hraunsfjörður

Draumur silungsveiðimanna Hraunsfjörður fjölbreytt og skemmtilegt silungsveiðisvæði. Um er að ræða lón fyrir innan stíflu við Mjósundabrú (innri bruin) yfir Hraunsfjörð á Snæfellsnesi. Svæðið er víðáttumikið og mjög víða má finna fisk í lóninu eða öllu heldur, firðinum. Innan við stíflu má eiga von á laxi þegar líður á sumarið. Bleikja heldur sig með kantinum á Berserkjahrauni sem liggur að lóninu austan megin. Innar eru grónar hlíðar, víkur og nes. Er líður á sumarið færir bleikja sig oft innar í lónið nær fjarðarbotninum. Oft á tíðum er mjög góð silungsveiði þar um slóðir og bleikjan stundum væn.

Veiðileyfi

Veiðisvæði

Veiðireglur

Lónið innan við stíflu. Veiði neðan stíflu er bönnuð með öllu. Athugið að það er bannað að veiða í stífluopinu og ekki er heimilt að standa á steinsteypta kantinum og kasta þaðan. Ekki má veiða nær stíflu en 100 m þar sem nyrsti hluti vesturbakkans er í eigu Bersrkseyri og tilheyrir ekki svæðinu.

Hraunsfjörður er hluti af Veiðikortinu 2013.

Veiðitími

Kl. 7.00–23.00.

Leyfilegt agn

Fluga, maðkur og spónn. Almennar reglur. Við hvetjum veiðimenn til að ganga vel um við Hraunsfjörðinn.Rusl má skilja eftir í ruslagámi við Mjósundabrú.

Veiðihús

Ekkert veiðihús er við Hraunsfjörð en góð aðstaða er fyrir tjöld eða fellihýsi og stutt er í bænda­ gistingu við Grundarfjörð eða nær Stykkishólmi.

Leiðarlýsing

Hraunsfjörður er í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík séu farin Hvalfjarðargöng. Ekið er sem leið liggur upp í gegnum Borgarnes og síðan vestur Mýrar og yfir Vatnaheiði í átt að Stykkishólmi. Þegar komið er yfir heiðina er beygt til vinstri í átt að Grundarfirði og síðan, rúmum 4 km seinna eftir að farið hefur verið yfir Hraunsfjarðarbúnna, aftur til vinstri við skilti er vísar á veiðisvæði. Sjá nánar á veidikortid.is

2

Efri-Haukadalsá Sjóbleikja í fögru umhverfi

Veiðisvæðið spannar 11 kílómetra frá Hlaupagljúfrum að Haukadalsvatni, þannig að rúmt er um veiðimenn en veitt er á tvær stangir hverju sinni. Efsti hluti árinnar fellur um gljúfur en neðar er áin lygnari og hentar sjóbleikju vel. Lax veiðist einnig í ánni en sjaldnast í miklum mæli. Lítið veiðihús í landi Leikskála fylgir ánni, með svefnaðstöðu fyrir átta manns og barnakoju. Ágætis aðstaða er við húsið m.a. verönd þar sem er heitur pottur. Haukadalsá er góður kostur fyrir fjölskylduna og getur oft mikið líf verið í ósnum þar sem Efri-Haukadalsá fellur í Haukadalsvatn.

Veiðisvæði

Efri hluti Haukadalsár ofan Haukadalsvatns. Veiðisvæðið spannar frá Hlaupagljúfrum niður að Haukadalsvatni.

Veiðileyfi

Sumarið 2013 er áin seld í tveggja daga hollum, frá hádegi til hádegis. Stangirnar tvær eru seldar saman.

Veiðitími

Veiðitíminn er kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00. Eftir 15. ágúst er veiðitíminn kl. 15.00–21.00.

18

Leyfilegt agn

Fluga og maðkur.

Veiðihús

Ágætt veiðihús í landi Leikskála fylgir ánni. Það er ekki stórt en þykir notalegt. Húsið er með svefnaðstöðu fyrir átta manns og barnakoju. 8 sængur og koddar eru á staðnum en veiðimenn koma með sængurver. Gasgrill er við húsið. Heitur pottur er á verönd við húsið. Veiðimenn skulu ganga vel frá eftir sig og eru minntir á að taka allt rusl með sér. Ruslagámur er staðsettur við brú yfir Haukadalsá.

stangir

Fluga og maðkur

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Ekið er sem leið liggur þjóðveg 1 í gegnum Borgarnes og áfram upp Norðurárdalinn. Tekinn er afleggjari á vinstri hönd er liggur um Bröttubrekku áleiðis til Búðardals. Beygt er inn á afleggjara til hægri rétt áður en farið er yfir brúna yfir Haukadalsá. Ekið er meðfram vatninu og áfram upp með ánni og er veiðihúsið þá fljótlega á vinstri hönd. Efri-Haukadalsá Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

20/6 - 10/7 2 9.900 10/7 - 14/7 2 13.900 14/7 -17/8 2 15.900 17/8 - 4/9 2 13.900 4/9 - 14/9 2 10.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


4

Gufudalsá

stangir

Frábær fjölskylduveiði

Gufudalur í Austur-Barðastrandarsýslu geymir eina bestu sjóbleikjuá landsins. Árlega veiðast yfirleitt í kringum 400 til 800 bleikjur á vatnasvæðinu ásamt nokkrum tugum af laxi. Gufudalsá er dragá sem safnar vatni úr smálækjum og fellur í gegnum Gufudalsvatn. Gufudalsá er frábær bleikjuveiðiá enda verið mjög vinsæl hjá félagsmönnum síðustu ár. Veiðisvæðið er tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Veiðimenn, bæði ungir og aldnir, njóta sín á bökkum Gufudalsár. Sjógengin bleikja veiðist bæði í ánni og vatninu, mest í kringum eitt pund, en stærðin getur þó farið allt upp í fjögur pund. Nokkrir tugir laxa hafa veiðst síðustu árin og mest veiðist á flugu, bæði silungur og lax. Í Gufudal, sem er fjöllum girtur og kjarri vaxinn dalur, eru tvær jarðir í ábúð, Fremri-Gufudalur og kirkjujörðin Gufudalur neðri.

Veiðisvæði

Gufudalsá öll frá ósi og að efri fossum ofan Gufudalsvatns og Gufudalsvatn allt. Heildarlengd veiðisvæðisins er um það bil 8 km. Við viljum vekja athygli veiðimanna á því að í vatninu leynast stórar bleikjur og einnig stöku lax. Því gæti verið vænlegt til árangurs að eyða meiri tíma við vatnið. Frekari upplýsingar um veiðistaði í vatninu veita landeigendur við Gufudalsá fúslega.

Veiðileyfi

Veiðitíminn er 12 klst. á dag, á tímabilinu kl. 7.00–22.00 heila daga, en á skiptidögum skal veiði lokið kl. 13.00 og má hefjast á ný kl. 15.00. Lengri hvíldartími er við fossa ofan vatns, skv. nánari veiðireglum í veiðihúsi.

Leyfilegt agn

Fluga, maðkur og spónn.

14.00. Í húsinu mega dvelja eins margir og húsrúm leyfir. Sængur og koddar eru til staðar en veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað, handklæði og hreinlætisvörur. Veiðimönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför og taka með sér rusl en ruslagámur er niðri við þjóðveg. Kort af ánni mun hanga uppi í veiðihúsi ásamt ítarlegri veiðireglum. Skrá skal alla veiði í veiðibók og er sérstaklega brýnt fyrir veiðimönnum að skrá aðeins einn fisk í hverja línu veiðibókarinnar.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Frá Reykjavík eru um 250 km vestur í Gufudal og er ekið um Borgarnes, Bröttubrekku, Dali og Gilsfjarðarbrú og áfram vestur þjóðveg nr. 60, fyrir Þorskafjörð, yfir Hjallaháls og fyrir Djúpafjörð, yfir Ódrjúgsháls í Gufufjörð. Frá vegamótum í Gufudal er ekið inn dalinn yfir litla brú og beygt strax til hægri og er veiðihúsið við enda slóðans, niður undir Gufudalsvatni.

Veiðihús

Veiðihúsið er með sex tveggja manna herbergjum, fjórum með rúmum og tveimur með kojum. Eldhús með eldhúsáhöldum og borðbúnaði fyrir 12, borð- og setustofa, baðherbergi, snyrting, forstofa, heitur pottur, kæligeymsla o.s.frv. Á staðnum er gasgrill. Einnig er sjónvarpsskjár, eingöngu fyrir dvd-diska. Komudag mega veiðimenn koma í veiðihúsið kl. 14.00 og brottfarardag skulu þeir vera farnir úr húsinu kl.

Gufudalsá Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

8/7 - 15/7 4 13.500 15/7 -26/8 4 15.800 26/8 - 6/9 4 11.300 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

joakim s

´

Í boði eru tveggja og þriggja daga holl til skiptis. Þriggja daga holl veiða frá hádegi á fimmtudegi til hádegis á sunnudegi og svo taka við tvö tveggja daga holl. Veitt er frá hádegi til hádegis. Veitt er á 4 stangir í ánni og vatninu. Að höfðu samráði við veiðiréttareigendur í Fremri-Gufudal er börnum í fylgd veiðimanna heimilt að veiða með fleiri stöngum í vatninu. Stangirnar eru eingöngu seldar allar saman.

Veiðitími

Allt löglegt agn leyfilegt

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

19


silungsveiði

4

stangir

Vatnasvæði Kolku

Allt löglegt agn leyfilegt

Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá

Gjöfular sjóbleikjuár með laxavon Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá eru gjöfular sjóbleikjuár með góðri laxavon í næsta nágrenni við Hóla í Hjaltadal. Árnar sameinast nokkru fyrir neðan þjóðveginn og heitir hið sameiginlega vatnsfall Kolka og ósinn Kolkuós. Þar var forðum töluverð byggð og helsta höfn í Skagafirði. Undanfarin sumur hafa veiðst í ánni um 50 laxar og um 300 silungar.

Veiðisvæði

Vatnasvæði Kolku er fjögurra stanga veiðisvæði. Í Kolbeinsdalsá eru 15 merktir veiðistaðir upp að stíflu og í Hjaltadalsá eru um 40 veiðistaðir. Árnar renna síðustu kílómetrana saman til sjávar og á þeim kafla eru 5 veiðistaðir.

Veiðileyfi

Tveir dagar í senn og seljast allar stangirnar saman. Boðið er upp á 2ja daga holl, frá hádegi sunnudags til hádegis fimmtudags og svo 3ja daga holl frá hádegi fimmtudags til hádegis sunnudags.

Veiðitími

Frá 20. júní til og með 15. ágúst er veiðitíminn kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00. Frá 15. ágúst til 15. september er veiðitíminn kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00. Heimilt er að færa veiðitíma eftir 1. september í 08.00-20.00 í samvinnu við veiðivörð eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

Leyfilegt agn

Fluga, maðkur og spónn.

20

Veiðireglur

Veitt er frá hádegi til hádegis. Tillaga að svæða­ skiptingu er í veiðihúsinu. Aðgengi að ánni er mjög gott og dugir 4x4 fólksbíll til að athafna sig við ána. Gott veiðikort fæst á skrifstofu SVFR.

Veiðihús

Lítið, ágætt hús stendur við Efri-Ás. Undanfarin ár hefur aðstaðan verið stórbætt með því að leiða rafmagn og heitt vatn í húsið og pallur byggður við húsið. Í húsinu eru tvö svefnherbergi og svefnloft. Veiðimenn verða að koma með sængur, kodda og sængurföt eða svefnpoka sjálfir. Hægt er að panta þrif og munu upplýsingar ATHUGIÐ: Boðið er upp á skemmtilega viðbót ef keypt eru veiðileyfi á vatnasvæði Kolku eftir 20. ágúst. Þá gefst veiðimönnum tækifæri á að blanda saman stangaveiði og skotveiði því að kostur gefst á að komast á gæsaskytterí á kornakri í dalnum. Þessi möguleiki fylgir með veiðileyfum þegar allt hollið er keypt á tímabilinu frá 20. ágúst og út veiðitímann sem er til 30. sept. Leyfi er fyrir 4 veiðimenn (4 byssur) eða jafnmörg leyfi og fjöldi stanga eru í ánni. Nánari upplýsingar má finna í veiðihúsinu. Gæsaveiðileyfi eru seld til loka október.

um það verða í húsinu og á skrifstofu SVFR. Á skiptidegi skal rýma húsið fyrir kl. 14.00.

Leiðarlýsing að ársvæðinu

Veiðisvæðið er um 300 km frá Reykjavík. Stysta leiðin frá Reykjavík er að beygja af þjóðvegi 1 hjá Blönduósi og aka um Refasveit en síðan upp Norðurárdal og um Þverárfjall yfir til Sauðárkróks og þaðan í Hjaltadal. Einnig er hægt að aka áfram þjóðveg 1 um Langadal og yfir Vatnsskarð. Hjá Varmahlíð í Skagafirði er þá beygt og ekið í áttina að Sauðárkróki og haldið áfram yfir brýrnar á Héraðsvötnum. Þegar komið er yfir brýrnar er beygt til vinstri og ekið í um 10 mín. þangað til komið er að skilti sem á stendur „Heim að Hólum“. Þar er beygt inn Hjaltadal og ekið áfram þangað til komið er að brú yfir Hjaltadalsá. Farið er yfir brúna á ánni við Laufskálarétt og beygt til vinstri að bænum Efri-Ási þar sem veiðihúsið stendur.

Umsjónarmaður:

Þórarinn Halldórsson, sími 868-4043 Haltadalsá og Kolbeinsdalsá Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

21/6 - 5/7 4 8.700 5/7 - 18/9 4 12.300 18/9 - 30/9 4 9.800 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


Minningar

Munum eftir morgninum sem við læddumst út úr veiðihúsinu meðan félagarnir sváfu. Munum eftir seiðandi niði árinnar og ilminn af morgninum sem heilsaði okkur. Munum eftir fyrsta laxi sumarsins og undruninni þegar við fengum fyrstu tökuna þegar við áttum við áttum síst von á henni. Munum eftir augnablikinu þegar við vissum að þeirri stund og stað tæki laxinn tæki fluguna. Munum eftir laxinum sem gaf okkur högg á fluguna en skildi okkur eftir með tómleilkatilfinningu. Munum eftir tæru sumarnóttunum þegar allt hljóðnaði og náttúran lagðist til svefns með okkur. Munum eftir löngu, góðu samtölunum við vinina sem sem við eignuðumst fyrir lífstíð í veiðinni. Munum eftir frelsistilfinningunni og virðingunni fyrir lífinu þegar við slepptum laxinum. Munum afhverju við elskum veiðina svona mikið...

Þetta snýst allt um upplifunina. Veiðikveðja til allra okkar mætu viðskiptavina með þökk fyrir ánægulegar stundir á árinu Við óskum ykkur velfarnaðar og veiðilukku á árinu 2013.


silungsveiði

Laxá í Aðaldal

Presthvammur – Staðartorfa – Múlatorfa Mikil veiði fyrir lítinn pening – líklega bestu kaupin Laxá er eitt frjósamasta straumvatn á Íslandi og þar má finna einn sterkasta urriðastofn landsins. SVFR hefur á sinni könnu veiðisvæðin efst í Aðaldal, neðan Laxárvirkjunar, en þar má finna sannkallaða paradís silungsveiðimannsins. Veiðisvæðin í Presthvammi, Staðartorfu og Múlatorfu eru fjölbreyttur og skemmtilegur kostur fyrir þá sem vilja njóta veiða í fallegu umhverfi. Hér er silungsveiðimaðurinn á heimavelli, hvert svæði hefur sín sérkenni og mismunandi aðstæður gefa kost á veiðum hvort sem er með þurrflugu, straumflugum eða andstreymis með púpum. Áður fyrr voru veiðisvæðin, sem hér um ræðir, þekkt sem laxveiðisvæði en í seinni tíð hefur laxinn átt undir högg að sækja á þessum slóðum, en engu að síður er töluverð laxavon síðla sumars. Því er veiðimönnum bent á að skylt er að sleppa öllum laxi. Á þessum fjölbreyttu veiðisvæðum hafa veiðst stórir silungar, allt að ellefu pund,

en mikið af urriðanum er tvö til þrjú pund. Veiðimenn eru hvattir til að hlífa stærri urriðanum og hirða frekar þá minni sem eru mun betri matfiskar. Stórbrotið landslag er í Aðaldalnum og mikið fuglalíf við ána og eru veiðimenn beðnir að taka tillit til þess og ganga varlega um.

Þessi svæði hafa verið að gefa alveg “fantagóða veiði” undanfarin ár, eða vel á annað þúsund silunga árlega, auk nokkurra tuga laxa. Því er óhætt að fullyrða að þessi svæði séu afar góður kostur fyrir silungsveiðimanninn, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Svæðin eru í um 90 kílómetra fjarlægð frá Akureyri, og í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík.

Veiðileyfi

Einn eða fleiri dagar frá morgni til kvölds. Stangirnar á hverju svæði fyrir sig seljast helst saman.

Veiðitími

1. júní til 20. sept. Veitt er kl. 7.00–13.00 og kl. 16.00–22.00. Eftir 5. ágúst breytist seinni vakt og færist fram um eina klukkustund. Heimilt er að færa veiðitíma eftir 1. september í 08.0020.00 í samvinnu við veiðivörð eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

Veiðireglur og leyfilegt agn

Eingöngu er leyfð fluguveiði. Undantekningarlaust skal sleppa laxi. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa stærri urriðum. Akið eftir vegarslóðum en ekki yfir tún og gróið land. Kvóti er fjórir urriðar á hverja dagstöng. Þegar kvóta er náð má veiða og sleppa.

Veiðihús – breytt fyrirkomulag

Fram til 1. júlí fylgir veiðihúsið Lynghóll urriða­ svæðunum. Húsið er í landi Knútsstaða og þar eru fimm herbergi með svefnaðstöðu fyrir tíu manns, heitum potti og vel búnu eldhúsi. Frá

22

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


5

stangir

Eingöngu leyfð fluguveiði

Lynghóli er um tíu mínútna akstur upp á veiði­ svæðin við Presthvamm, Staðartorfu og Múlatorfu. Kostnaður vegna gistingar er innifalinn í verði veiðileyfa. Í húsinu eru sængur og koddar og þurfa veiðimenn að taka með sér sængurfatnað, handklæði og allar hreinlætisvörur. Ganga skal vel um og skal húsum ávallt skilað hreinum.

Verði breytingar á virðisaukaskatti, eða öðrum sköttum, á fæði og/eða gistingu í veiðihúsum áskilur SVFR sér rétt til þess að breyta verðum til samræmis.

Eftir 1. júlí og út veiðitímann fylgir ekkert hús svæðinu. Þó má athuga á skrifstofu SVFR hvort Lynghóll sé laus.

Leiðarlýsing að veiðihúsum

Lynghóll: Beygt er af Húsavíkurvegi við bæjarmerki Knútsstaða og er Lynghóll rautt hús á hægri hönd.

Veiðisvæði Presthvamms

Veiðisvæðið nær frá Laxárvirkjun að austan niður að veiðisvæði Klambra. Veiðibók er varðveitt í veiðiskúr á svæðinu þar sem veiðimenn geta einnig leitað skjóls. Athugið að bátur er á svæðinu og notkun er á ábyrgð veiðimanna. Veiðimönnum er skylt að skrá allan afla, einn fisk í hverja línu.

Staðartorfa og Múlatorfa

Veiðisvæðið nær frá Laxárvirkjun niður að veiðimörkum ofan við svæði Syðrafjalls (vesturbakki) og er það alls um 5 kílómetrar. Aðgengi er gott og fólksbílafært niður að á. Veiðimönnum er skylt að skrá allan afla, einn fisk í hverja línu. Veiðimenn athugið Lynghóll fylgir með í verði veiðileyfa í júní. Á öðrum tíma fylgir ekkert veiðihús. Veiðitimínn breyttist í fyrra og verður áfram þannig; byrjað er að veiða 1. júní og veitt til 20. september.

Almanak 2013_Layout 1 23.11.2012 15:22 Page 1 Staðartorfa Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

Almanak

1/6-12/6 2 16.100 15/6-16/6 2 16.100 3/7-7/7 2 11.800 15/7-23/7 2 11.800 5/8-31/8 2 12.900 1/9-20/9 2 16.100 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Háskóla Íslands 2013 komið í helstu bókaverslanir um land allt. Fæst einnig í áskrift á: www.almanak.hi.is Flóðataflan er öllum laxveiðimönnum ómissandi!

Múlatorfa Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

1/6-14/6 2 16.100 16/6-19/6 2 16.100 7/7-9/7 2 11.800 15/7-30/7 2 11.800 5/8-31/8 2 12.900 1/9-20/9 2 16.100 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Presthvammur Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

1/6-16/6 1 16.100 20/6-30/6 1 16.100 1/7-7/7 1 11.800 12/7-30/7 1 11.800 5/8-31/8 1 12.900 1/9-20/9 1 16.100 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

H

Á

S

K

Ó

L

A

Ú

T

G

Á

haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003

F A

N

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

23


silungsveiði

Laxá

í Mývatnssveit og Laxárdal Urriðasvæðin í Laxá í Laxárdal og Mývatnssveit eru án vafa ein bestu urriðaveiðisvæði í heiminum. Þarna veiðast þúsundir urriða á sumri og eru veiðimenn að fá allt að 8 punda urriða. Þetta er draumasvæði þurrfluguveiðimanna og þeirra sem kjósa að veiða andstreymis. Umhverfið lætur engan ósnortinn og þeir sem leggja leið sína á þetta magnaða svæði eiga það til að falla svo kyrfilega fyrir svæðinu að þeir eru ekki í rónni fyrr en árið eftir, þegar næsta veiðiferð á svæðið stendur fyrir dyrum. Sumarið 2012 var nokkuð gott á urriðaslóðum og þá sérstaklega í Mývatnssveitinni. Væntingar eru til þess að sumarið 2013 verði enn betra. Frá því að SVFR tók við rekstri þessara veiðisvæða hefur ekki farið jafn mikið af dögum í forúthlutun. Því eru færri dagar til úthlutunar en áður, enda félagsmenn smám saman að uppgötva þessi mögnuðu svæði.

24

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


24

stangir

Eingöngu fluguveiði

Daglegur veiðitími er kl. 8.00–14.00 og 16.00– 22.00. Eftir 15. ágúst er veitt kl. 8.00–14.00 og 15.00–21.00. Undantekningar geta verið frá þessu.

Veiðireglur

Aðeins skal veitt með flugu og nota skal þar til gerðar flugustangir, flugulínur og fluguveiðihjól.

Veiðisvæði

Um er að ræða tvö veiðisvæði, efra svæðið sem í daglegu tali nefnist Laxá í Mývatnssveit og neðra svæðið sem gengur undir nafninu Laxá í Laxárdal. Sjá nánari lýsingu á hvoru svæði fyrir sig. Sú nýbreytni var tekin upp sumarið 2012 að neðri hluti Hamars fylgir Laxárdalnum, frá og með Strákaflóa og niður eftir, og verður svo áfram.

Einungis er heimilt að veiða á flugu. Samkvæmt reglum Veiðifélags Laxár og Krákár er einungis heimilt að veiða á einkrækju og tvíkrækju.

Skylt er að sleppa öllum silungi sem er undir 35 sm lengd. Einnig er mælst til þess að sleppt sé silungi sem kominn er nálægt hrygningu seint á veiðitíma. Veiðimönnum er heimilt að hirða fjóra silunga á dag eða tvo á hálfum degi.

Veiðitími

Veiðileyfi

Leyfilegt agn

Veiðitími er frá morgni 29. maí til og með kvöldi 31. ágúst 2012.

Svæðin eru ýmist seld í eins, tveggja eða þriggja daga hollum sem hefjast á hádegi og lýkur á hádegi.

Efra svæði

Neðra svæði

– Laxá í Mývatnssveit

– Laxá í Laxárdal

Veiðisvæði

Efra svæðið nær yfir þann hluta árinnar er tilheyrir Mývatnssveit og efsta hluta Laxárdals. Á svæðið eru seldar 14 dagstangir.

Veiðihús

Veiðimenn gista í veiðihúsinu Hofi þar sem þeir greiða fyrir uppábúin rúm og fullt fæði á staðnum. Veiðimenn greiða kr. 14.900 á mann fyrir fæði og gistingu og er gistiskylda á svæðinu fram að 15. júlí. Ef veiðimenn eru tveir á stöng er verðið kr. 12.900 á dag fyrir fullt fæði og gistingu. Frá 15. júlí er ekki gistiskylda á svæðinu. Verði

breytingar á virðisaukaskatti, eða öðrum sköttum, á fæði og/eða gistingu í veiðihúsum áskilur SVFR sér rétt til þess að breyta verðum til samræmis. Laxá í Mývatnssveit Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Veiðisvæði

Neðra svæðið er í Laxárdal. Það nær yfir meirihluta Laxárdals eða frá veiðimörkum neðst á veiðisvæði Laxár í Mývatnssveit, frá og með Strákaflóa og niður undir Laxárvirkjun. Á svæðið eru seldar 10 dagstangir.

Veiðihús

Veiðimenn gista í veiðihúsinu að Rauðhólum þar sem þeir greiða fyrir uppábúin rúm og fullt fæði á staðnum. Veiðimenn greiða kr. 14.900 á mann fyrir fæði og gistingu og er gistiskylda á svæðinu allt tímabilið. Ef veiðimenn eru tveir á stöng er verðið kr. 12.900 á dag fyrir fullt fæði og gistingu.

Verði breytingar á virðisaukaskatti, eða öðrum sköttum, á fæði og/eða gistingu í veiðihúsum áskilur SVFR sér rétt til þess að breyta verðum til samræmis. Laxá í Laxárdal

Félagsverð

3/7-8/7 6 35.000 18/7-21/7 5 35.000 27/7-30/7 4 35.000 1/8-8/8 14 24.900 25/8-31/8 10 19.700 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

2/6-5/6 10 29.900 5/6-11/6 6 29.900 17/6-21/6 10 29.900 24/6-27/6 8 29.900 13/8-16/8 10 24.900 18/8-31/8 10 19.700 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

´

joakim s

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

25


silungsveiði

2

stangir

Allt löglegt agn leyfilegt

Eldvatnsbotnar

Tveggja stanga sjóbirtingsveiði, perla veiðimannsins í glæsilegu umhverfi Eldvatnsbotnar eru efsti hluti Eldvatnsins í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu, tveggja stanga sjóbirtingsveiðisvæði í fögru umhverfi í landi Botna. Áin á upptök sín í svokölluðu Rafstöðvarlóni sem er sunnan við bæinn að Botnum. Hún rennur í tveimur kvíslum úr vatninu og er veiði í báðum kvíslunum, einkum þó þeirri vestari. Vinsældir svæðisins hafa aukist mikið enda er þar að finna bæði fallegt umhverfi og hægt að setja í stóra fiska. Veiðimenn hafa aðgang að veiði í Fljótsbotni, en það er stöðuvatn sem liggur við veginn að Eldsvatnsbotnum. Í vatninu er bleikja og sjóbirtingur.

Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund eftir að veiðitíma lýkur og skulu rýma það á sama tíma brottfarardag. Veiðimenn leggja sjálfir til allan rúmfatnað og hreinlætisvörur. Vinsamlegast þrífið húsið vandlega við brottför og takið með ykkur allt rusl.

Við viljum vekja athygli veiðimanna á því að Eldvatnsbotnasvæðið er að öðru jöfnu snemm­ gengara en önnur sjóbirtingssvæði á Suðurlandi og er besti tíminn þar frá því um 10.-14. ágúst og út ágústmánuð. En eins og menn vita koma þeir stóru fyrst.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Veiðisvæði

Rafstöðvarlón, Fljótsbotn og báðar kvíslar Eldvatnsbotna að merktum veiðimörkum. Veiðisvæðið nær u.þ.b. tvo km í hvorri kvísl frá lóninu að merktum veiðimörkum. Bleikja er bæði í ánni og vötnunum og getur hún verið mjög væn.

Veiðileyfi

Tveir dagar í senn. Stangirnar eru ávallt seldar saman.

Vikuleiga

Á tímabilinu frá 21. júní til 26. júlí er seld vika í senn. Þá má eingöngu veiða í Rafstöðvarlóni og Fljótsbotni. Þetta er upplagður tími til að fara með fjölskylduna til veiða.

Veiðitími

Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst er veiðitíminn kl. 7.00–13.00 og 15.00– 21.00. Heimilt er að færa veiðitíma eftir 1. sept­ ember í 08.00-20.00 í samvinnu við veiðivörð

26

eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

Leyfilegt agn og kvóti

Eingöngu er leyfð fluguveiði með flugustöngum, flugulínum og fluguhjólum í kvíslunum. Kvóti er

einn sjóbirtingur á stöng á dag. Eftir það má veiða og sleppa sjóbirtingi. Ekki er kvóti á staðbundnum urriða, bleikju og laxi. Í Rafstöðvarlóni og Fljótsbotni má veiða á flugu, maðk og spón. Börnum er heimilt að veiða í Rafstöðvarlóni og Fljótsbotni með samtals tveimur stöngum til viðbótar við þær tvær stangir sem heimilar eru í ánni.

Veiðireglur

Veitt er frá hádegi til hádegis. Þar sem stangirnar eru einungis seldar saman látum við veiðimönnum eftir að skipta milli sín svæðum. Börnum er heimilt að veiða í Rafstöðvarlóni og Fljótsbotni með tveimur stöngum til viðbótar við þær tvær stangir sem heimilar eru í ánni. Mikilvægt er að bóka fiska með steinsugubiti.

Veiðihús

Húsið er ágætlega búið tækjum og áhöldum. Í því eru þrjú herbergi, tvö með tveimur rúmum en það þriðja er með einu rúmi (samtals fimm rúmstæði). Sængur fyrir 5 eru í húsinu. Húsið er bæði raf- og gasvætt, m.a. er örbylgjuofn og eldunarhella í eldhúsinu.

Ekið er frá Reykjavík sem leið liggur að Vík í Mýrdal og áfram 50 kílómetra framhjá Vík, þá er beygt til hægri afleggjara að bænum Botnar (er merkt «Botnar» við þjóðveg 1). Afleggjarinn er um 6,5 km og er ekið um hlaðið á bænum, beygt til hægri og áfram 2 kílómetra að veiðihúsinu. Þegar ekið er yfir Kúðafljótið eru 10 km að afleggjaranum þar sem beygt er niður að Botnum. Það er fólksbílafært að veiðihúsinu en vegslóðinn frá bænum að veiðihúsi er grófur, en traustur. Með ánni er slóði sem getur orðið illa fær fólksbílum í bleytu, best er að vera á fjórhjóla­ drifnum bíl eða jeppa.

Eldvatnsbotnar Veiðidagar Stangafj. Félagsverð Vikur með tveimur stöngum sem seldar eru saman 21/6 - 26/7

2

41.300

2ja daga holl - verð á stangardag 26/7 - 11/8 2 10.900 11/8 - 27/8 2 13.100 27/8 - 10/9 2 12.100 10/9 - 24/9 2 11.400 24/9 - 10/10 2 13.300 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


4

Tungufljót

stangir

Magnað sjóbirtingssvæði með stórum birtingum

Allt löglegt agn leyfilegt

Tungufljótið er vatnsmikil bergvatnsá sem á upptök sín í Svartahnjúksfjöllum og fellur milli Búlandsog Ljótsstaðaheiða til byggðar og sameinast Ása-Eldvatni á láglendinu. Auk sjóbirtingsins er laxavon og þó nokkuð af staðbundnum silungi. Árlega veiðast rígvænir sjóbirtingar, sem oft eru um og yfir 15 pund. Óvíða er því stórfiskavonin meiri. Tungufljót er skemmtilegt 4 stanga veiðisvæði sem hentar vel fyrir fjölskyldur og minni hópa.

Veiðitími

Kl. 7.00-13.00 og 16.00-22.00 fram að 14. ágúst. Frá 15. ágúst til 1. september kl. 7.00-13.00 og 15.00-21.00 en eftir það er heimilt er að færa veiðitíma í 08.00-20.00 í samvinnu við veiðivörð eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

Leyfilegt agn

Fluga, maðkur og spónn. Vorveiði er í Tungufljóti 1. apríl – 29. maí. Eingöngu er heimilt að veiða á flugu og er skylt að sleppa öllum afla. Seldir eru stakir dagar og veitt er frá hádegi til hádegis.

Vikuleiga með veiðileyfum

25. maí - 10. ágúst er hægt að fá veiðihúsið á leigu, viku í senn, með leyfum fyrir fjórar stangir. Leigutími er frá kl. 14.00 á föstudegi til kl. 13.00 á föstudegi. Veiðimenn skulu hafa þrifið veiðihúsið og yfirgefið það fyrir kl. 13.00 á brottfarardegi. Frá hádegi 10. ágúst og út veiðitímann eru seld tveggja daga holl frá hádegi til hádegis.

Veiðisvæði

Veiðisvæði Tungufljóts nær frá Stangarhlaupi (200) niður að Hrífunesi (10).

Veiðileyfi

Stakir dagar í vorveiði. Vikur yfir sumartímann og frá byrjun ágúst eru seldir tveir dagar í senn.

Veiðireglur

Veitt er frá hádegi til hádegis. Frá og með hádegi 15. september er kvóti, veiðimenn mega taka tvo sjóbirtinga á dag. Í vorveiðinni verður að sleppa öllum fiski. Jafnframt er mælst til þess að stórum sjóbirtingi sé sleppt og þeim sem eru komnir nálægt hrygningu. Ekki er kvóti á lax og bleikju.

Veiðihús

Veiðihúsið stendur í hlíð í landi Hemru með stórkostlegu útsýni yfir meirihluta veiðisvæðisins. Sumarið 2007 var byggt viðbótarhús við veiðihúsið þar sem í eru tvö svefnherbergi auk salernis- og sturtuaðstöðu. Samhliða þessu voru gerðar breytingar á eldra húsinu þannig að þar eru nú tvö svefnherbergi, eldhús og sameiginleg aðstaða var bætt til muna. Við húsið er gasgrill. Komudag mega veiðimenn koma í veiðihúsið kl. 14.00 og skulu rýma það á sama tíma. Menn eru beðnir um að ganga vel um húsin og minntir á að taka með sér allt rusl að lokinni dvöl, þrífa húsið vel og skilja eftir opið. Sængur og koddar

eru í húsinu en veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað og allar hrein­lætis­vörur.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Ekið er austur fyrir Vík í Mýrdal í um það bil 30 mínútur, eða þar til komið er að stóru skilti á vinstri hönd sem leiðbeinir mönnum heim að bæjunum Hemru og Flögu. Keyrt er fram hjá bænum Hemru, fram hjá félagsheimilinu og er veiðihúsið næsta hús á hægri hönd. Tungufljót Stakir dagar frá hádegi til hádegis Verð á stangardag Veiðidagar Stangafj. Félagsverð 1/4 - 3/4 4/4 - 10/4 10/4 - 18/4 18/4 - 2/5 2/5 - 25/5

4 4 4 4 4

21.100 15.900 10.900 8.900 6.900

Vikur með veiðileyfum 4 stangir í viku, hús með veiðileyfum frá 14:00 á föstudögum til 12:00 á föstudögum 25/5 - 1/6 1/6 - 17/8

4 4

50.300 57.400

Tveggja daga holl 17/8 - 25/8 4 19.900 25/8 - 6/9 4 26.900 6/9 - 12/9 4 29.900 12/9 - 20/9 4 36.900 20/9 - 18/10 4 39.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

27


silungsveiði

3

stangir

Sog – Alviðra Vorbleikja

Allt löglegt agn leyfilegt

Vorveiðin á Alviðru hefur lítið verið stunduð en ljóst er að þar leynist talsvert af bleikju, sem getur verið stór, eins og á öðrum svæðum í Soginu. Enn vantar mikið upp á að allir leyndardómar svæðisins í þessum efnum hafi verið uppgötvaðir.

Veiðisvæði

Vesturbakki Sogs fyrir landi Alviðru og austur­ bakki neðan brúar við Þrastalund.

Veiðileyfi

Einn eða fleiri dagar í senn.

Veiðitími

Kl. 8.00–20.00 daglega.

Leyfilegt agn

Fluga, maðkur og spónn.

28

Veiðireglur

Veitt er frá morgni til kvölds. Skylt er að sleppa hoplaxi. Gott kort fæst á skrifstofu SVFR.

Veiðihús

og koddar. Munið að þrífa húsið og taka með ykkur allt rusl.

Veiðimenn eru minntir á að gæta ýtrustu varkárni þegar vaðið er út í ána og nota björgunarvestin sem geymd eru í veiðihúsinu.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Sjá texta við laxveiðisvæðið Alviðru.

Húsið er það sama og notað er á laxveiði­tímanum. Sjá nánar um það þar. Veiðimenn mega koma í hús klukkustund eftir að veiðitíma lýkur daginn fyrir veiðidag og ber að rýma það á sama tíma brottfarardag. Veiðimenn leggja sjálfir til matvæli, hreinlætis­vörur, rúmföt og handklæði. Á staðnum eru kolagrill, sængur

Alviðra Silungur Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

1/4-31/5 3 4.200 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


2

stangir

Sog – Þrastalundur

Allt löglegt agn leyfilegt

Tveggja stanga silungsveiðisvæði

Þrastalundarsvæðið er þægilegt yfirferðar og fagurt. Líkt og annars staðar í Soginu er hægt að hitta á góða bleikjuveiði og verðið er mjög hagstætt.

Skylda er að skrá allan afla, sem er afar mikilvægt.

Veiðisvæði

Leiðarlýsing að veiðisvæðinu

Veiðisvæðið er austurbakki Sogsins, frá veiðimörkum við Kúagil, sem er rétt neðan við tjaldsvæðið og bílastæðin, og upp að Álftavatni.

Leyfilegt agn

Fluga, maðkur og spónn.

Veiðireglur

Veiðileyfi

Veitt er frá morgni til kvölds. Gott veiðikort fæst á skrifstofu SVFR.

Veiðitími

Veiðimenn eru minntir á að gæta ýtrustu varkárni þegar vaðið er út í ána og nota björgunarvestin sem geymd eru í veiðihúsinu við Alviðru.

Einn eða fleiri dagar í senn. Kl. 7.00-13.00 og 16.00-22.00 fram að 14. ágúst. Frá 15. ágúst til 1. september kl. 7.00-13.00 og 15.00-21.00 en eftir það er heimilt er að færa veiðitíma í 08.00-20.00 í samvinnu við veiðivörð eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

Veiðihús

Ekkert veiðihús er fyrir svæðið. Veiðimönnum stendur til boða salernis- og hreinlætisaðstaða í nýjum veitingaskála í Þrastalundi. Veiðibók er á staur við Kúagil við göngustíg að veiðisvæðum.

Ekið er sem leið liggur í átt til Selfoss. Áður en komið er að Selfossi er beygt til vinstri áleiðis upp í Grímsnesið. Veiðisvæðið er ofan við brúna yfir Sogið og er ekið að söluskálanum í Þrasta­ lundi og eftir slóða fyrir aftan skálann, í gegnum skóginn og inn á tjaldstæðið. Þaðan liggur göngustígur að ánni. Þrastalundur Silungur Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

24/6-6/7 2 4.500 7/7-31/8 2 5.900 1/9-24/9 2 3.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

29


silungsveiði

3

stangir

Allt löglegt agn leyfilegt

Sog – Bíldsfell

Bleikjuveiði í apríl og maí Bíldsfellssvæðið hefur fyrir löngu sannað sig sem frábært bleikjuveiðisvæði. Það er þekkt fyrir margar og stórar bleikjur og hefur gjarnan veiðst mjög vel í vorveiðinni á svæðinu. Veiðimönnum er ráðlagt að vaða ekki of langt yfir skammt.

Veiðisvæði

Vesturbakki Sogs fyrir landi Bíldsfells og Tungu í Grafningi.

Veiðileyfi

Einn eða fleiri dagar í senn.

HNÝTINGANÁMSKEIÐ Byrja í janúar Byrjendanámskeið

Veiðitími

Kl. 8.00–20.00.

Leyfilegt agn

Fluga, maðkur og spónn.

Veiðireglur

Farið verður yfir öll helstu grunnatriðin í fluguhnýtingum. Byrjað verður á einföldum silungapúpum síðan verður farið í straumflugur og endað á laxaflugum.

Veitt er frá morgni til kvölds. Ekki er leyfilegt að veiða frá uppfyllingartanganum austan við rafstöðvarútfallið. Skylt er að sleppa hoplaxi.

Veiðihús

Veiðihúsið er hið glæsilegasta (sjá nánar um það í umfjöllun um laxveiðisvæðið Bíldsfell).

Framhaldsnámskeið Kennt verður að hnýta flóknari laxa og silungaflugur. Einnig verða hnýttar túbur. Farið verður bæði í hefðbundnar sökkvandi túbur og gárutúbur.

Kennari Óskar Páll Sveinsson Landsþekktur hnýtari og veiðimaður Námskeiðin fara fram í verslun okkar Langholtsvegi 111.

Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund eftir að veiðitíma lýkur daginn fyrir veiðidag og ber að rýma það á sama tíma brottfarardag. Veiðimenn leggja sjálfir til matvæli, allar hreinlætisvörur, rúmföt og handklæði. Á staðnum eru gasgrill, sængur og koddar. Munið að þrífa húsið og taka með ykkur allt rusl.

Veiðimenn eru minntir á að gæta ýtrustu varkárni þegar vaðið er út í ána og nota björgunarvestin sem geymd eru í veiðihúsinu.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Sjá leiðarlýsingu við laxveiðisvæðið Bíldsfell.

Öll tæki og tól á staðnum. Hvort námskeið er tvö kvöld.

Skráning hjá

Veiðimenn athugið: Eftirfarandi dagar eru ekki til úthlutunar fyrir sumarið 2012 (eru dagar landeigenda): 3. og 4. - 9.og 10. - 15. og 16. - 21. og 22. - 27. og 28. apríl 3. og 4. - 9.og 10. - 15. og 16. - 21. og 22. - 27. og 28. maí

Bíldsfell Silungur Verð á stangardag Veiðidagar

veiðiflugur.is - hilmar@veidiflugur.is - sími 5271060

30

Stangafj.

Félagsverð

1/4-31/5 3 7.800 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


6

stangir

Varmá – Þorleifslækur

Eingöngu fluguveiði

Ein mesta og dulmagnaðasta sjóbirtingsá landsins Varmá á gott sumar að baki. Varmá rennur um Hveragerði og eftir að hún hefur sameinast Sandá nefnist hún Þorleifslækur sem rennur í Ölfusá, um 6 km frá sjó. Vatnasvæði Varmár er um margt sérstakt en þar má finna allar tegundir íslenskra fersk­vatns­ fiska en sjóbirtingurinn er þó alls ráðandi á svæðinu. Sumarið 2012 var gott sumar í Varmá. Margir stórir staðbundnir urriðar veiddust ásamt sjóbirtingum um og yfir 80 cm. Heyrst hefur að veiðimenn hafa ekki verið nógu duglegir við að skrá niður afla sinn og hvetjum við því alla veiðimenn til að skrá alla veidda fiska í veiðibókina sem er staðsett í veiði­kofanum. Áin er heldur betur að koma til baka eftir klórslysið sem hún varð fyrir árið 2007 og ótrúlegt er hvað það leynast stórir og sterkir fiskar í þessari litlu og nettu á. Hér er tilvalið að leiða unga menn inn í undraheim stanga­veiðinnar. Veiðitímabilið er langt á bökkum árinnar en í apríl hefst veiði á sjóbirting í Þorleifslæk og stendur veiði yfir fram til 20. október. Hér er griðastaður fluguveiðimanna en rétt er að taka fram að til þess að hlúa að fiskistofnum þessa viðkvæma vatnasvæðis er kvóti 1 fiskur á hverja stöng á dag. Einnig biðlum við til veiðimanna að sleppa þeim stóru.

Veiðisvæði

Varmá og Þorleifslækur er í heild sinni eitt veiðisvæði, hátt í 20 kílómetrar. Sú breyting var gerð að nú má veiða fyrir ofan þjóðveg allt tímabilið.

Tímabil

Frá 1. apríl til 20. október.

Veiðileyfi

Veiðitími

1. apríl til 30. apríl kl. 7.00-13.00 og 15.0021.00, 1. maí til 14. ágúst kl. 7.00-13.00 og 16.00-22.00, frá 15. ágúst til 14. september kl. 7.00-13.00 og 15.00-21.00 en eftir það kl. 8.00-20.00.

Leyfilegt agn

Eingöngu er leyfð fluguveiði með flugustöng í Varmá-Þorleifslæk.

Veiðihús:

Kofi er til afnota fyrir veiðimenn og er veiði­ bókin geymd þar. Veiðikofinn er um 200 m neðan þjóðvegar. Ekið er yfir Varmá og svo beygt strax til hægri.

Einn eða fleiri dagar í senn frá morgni til kvölds. Seldar eru sex stangir á dag sumarið 2013.

Veiðireglur

Eingöngu er veitt á flugu og kvóti er upp á 1 fisk á dag fyrir hverja stöng.

Varmá Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

1/4 - 6 19.900 2/4- 6 14.900 3/4- 6 12.900 4/4-30/4 6 10.900 1/5-31/5 6 8.900 1/6-30/6 6 7.900 1/7-14/8 6 9.900 15/8-20/10 6 12.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

31


Laxveiði

Elliðaár nýtt fyrirkomulag Laxveiðiperla í miðri borg

Elliðaárnar eru sannkölluð perla Reykjavíkur og megum við Íslendingar vera stoltir af því að eiga jafn góða laxveiðiá og raun ber vitni í höfuðborg landsins. Veiðin í Elliðaánum hefur verið stöðug og góð undanfarin ár. Veiðin sumarið 2012 var nokkuð lakari en sumarið 2011 og skiluðu Elliðaárnar 830 löxum á land samanborið við 1.147 laxa 2011. Þetta er nokkuð minni veiði og meðaltal síðustu áratuga, en þó langt því frá léleg veiði og standa Elliðaárnar vel í samanburði við aðrar ár hér á landi. Við vonumst til þess að góð veiði verði í Elliðaánum á komandi sumri enda hefur hófs verið gætt í veiðinni undanfarin ár. Seiðum er ekki sleppt í Elliðaárnar og eru þær því algerlega sjálfbærar, þ.e. afkoma laxastofnsins byggir einvörðungu á seiðaframleiðslu árinnar sjálfrar. Kvóti er tveir laxar á hálfsdagstöng og verður svo áfram.

NÝJUNG

Sérstök umsóknarlína er um Elliðaár þannig að ekki er þörf á að nýta A umsókn til að sækja um Elliðaárnar. Þannig geta félagsmenn nýtt sér A umsóknir sínar til að sækja um önnur svæði hjá félaginu.

Veiðisvæði

Frá Elliðavatnsstíflu niður að ósi. Óheimilt er að

veiða á eftirtöldum stöðum:

Ekki má veiða nær laxastiga í Elliðavatnsstíflu en 50 metra. Sama gildir um Árbæjarstíflu og teljarann við Rafstöðina, þar sem veiði er óheimil 50 metrum fyrir ofan og neðan þessi mannvirki. Veiði er bönnuð í vesturkvísl Elliðaánna, frá Höfðabakkabrú að sjó. Í júní og eftir miðjan ágúst eru veiðisvæðin tvö og þá er veitt á fjórar stangir í ánum. Frá og með 1. júlí til og með 15. ágúst eru veiðisvæðin þrjú og veitt með sex stöngum. Tvær stangir eru á hverju svæði. Stór hluti Elliðaánna er frjálst veiðisvæði og ekki innan skiptingar. Allar nánari upplýsingar um veiðisvæði gefa veiðiverðir, en einnig eru nákvæmar upplýsingar um veiðireglur og veiðisvæði fáanlegar í veiðihúsi. Veiðimenn eru hvattir til að kynna sér veiði­ reglurnar vel áður en veiði hefst. Brot á veiði­ reglum varðar brottvikningu úr Elliðaánum.

Veiðileyfi

Hálfur dagur í senn.

Veiðitími

Kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00 daglega.

32

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


4-6 stangir Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Leyfilegt agn

Fluga og maðkur. Í urriðaveiði á vorin er aðeins leyfð fluguveiði. Ath. að bannað er að nota maðk í Hundasteinum og þar fyrir ofan.

Veiðitímabil

Silungsveiðitímabilið í Elliðaánum hefst 1. maí og lýkur 15. júní, en laxveiðin hefst 20. júní og stendur til og með 31. ágúst.

Veiðireglur

Í byrjun veiðitíma skulu veiðimenn (báðir ef tveir eru um stöng) koma í veiðihúsið og afhenda veiðiverði leyfi sitt. Dregið er um svæði 15 mínútum fyrir upphaf veiðitíma á hverri vakt. Veiðimönnum er skylt að mæta í veiðihús eftir að veiði lýkur, jafnvel þótt þeir hafi ekkert veitt. Leyft er að veiða með maðki og flugu. Maðkveiði er aðeins leyfð í neðri hluta Elliðaánna. Reglur um það eru í veiðihúsi og kynntar í upphafi veiða.

Veitt er á fjórar stangir í júní og frá og með 16. ágúst til loka veiðitímans.

1600

Veiðimönnum er skylt að leyfa töku hreisturs­ sýna og annarra sýna ef óskað er.

1200

Athugið að óheimilt að veiða fleiri en tvo laxa á stöng á hverri vakt (hvern hálfan dag).

Veiðihús

Veiðihúsið er lítið og þægilegt og notað í upphafi daglegs veiðitíma til að draga um svæði og í lok veiðitímans til að skrá afla. Þar er salernisaðstaða fyrir veiðimenn.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Veiðihúsið stendur í hólmanum á milli austurog vesturkvíslarinnar, rétt ofan vegarins upp Ártúnsbrekku. Sé ekið niður Breiðholtsbraut er beygt til hægri inn á aðrein að Vestur­ landsvegi. Á miðri aðreininni er beygt til hægri inn á afleggjara sem liggur að veiðihúsi.

1400 1000 800 600 400 200 0 ‘03

‘04

‘05

‘06

‘07

‘08

‘09

‘10

‘11

‘12

Elliðaár Verð á stöng hálfan dag Veiðidagar Stangafj. Félagsv. f.h. Félagsv. e.h. 21/6-24/6 25/6 - 30/6 1/7 - 31/7 1/8 - 10/8 11/8 - 15/8 16/8 - 31/8

4 4 6 6 6 4

12.900 16.900 19.900 16.900 14.900 11.900

10.900 13.900 16.900 14.900 12.900 9.900

Verðskrá birt með fyrirvara um samþykki OR Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Hefur þú skaðast í slysi? EFLIR al m an n ate ng s l / H N OTS KÓ GUR gr afís k h ö n nu n

Slys geta gerbreytt aðstæðum í lífi okkar allra. Erfiðleikarnir geta verið líkamlegir, sálrænir, félagslegir og fjárhagslegir. Hringdu þá í okkur hjá Fulltingi. Við erum sérfræðingar á þessu sviði og útskýrum rétt þinn á mannamáli. l Það kostar þig ekkert að kanna rétt þinn á bótum! l Þér er velkomið að hafa samband hvenær sem þér hentar.

Hringdu vinsamlega í síma 533 2050 eða sendu okkur tölvupóst: fulltingi@fulltingi.is Suðurlandsbraut 18 • 108 Reykjavík • www.fulltingi.is • fulltingi@fulltingi.is

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

33


Laxveiði

2

stangir

Leirvogsá

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Laxveiði í borgarlandinu sem kemur á óvart Leirvogsá er spennandi laxveiðiá í fögru umhverfi sem rennur á mörkum Reykjavíkurborgar og Mosfells­ bæjar. Í Leirvogsá er rúmt um veiðimenn enda er aðeins veitt á tvær stangir í ánni. Há meðalveiði á stöng hefur freistað veiðimanna í Leirvogsá en undanfarin ár hefur veiðin þó dalað. Það verður líflegt á bökkum Lerivogsár þegar áin dettur í gírinn á ný. Sumarið 2012 veiddist 201 lax í Leirvogsá, 2011 veiddust 383 laxar, 2010 veiddust 559 laxar í Leirvogsá og 777 árið 2009. Meðalveiði síðustu fjögurra ára er því 480 laxar sem er dágott á aðeins tvær stangir. Veiðitímabilið hefst þann 1. júlí 2013 og er veitt til 26. september. Margir fjölbreyttir veiðistaðir prýða þessa fallegu á. Maðkveiðimenn una sér vel í Leirvogsá en áin geymir einnig fjölda frábærra fluguveiðistaða. Leirvogsá er dragá með lindarvatnsáhrifum og er vatnasvið hennar um það bil 85 ferkílómetrar. Hún rennur úr Leirvogsvatni og er um það bil 12 kílómetra löng, en fiskgengi hlutinn er um átta kílómetrar og endar undir Tröllafossi. Fyrir utan laxinn er mikið af vænum sjóbirtingi í Leirvogsá sem hefur verið í uppsveiflu á undanförnum árum.

Veiðileyfi

Einn dagur í senn frá morgni til kvölds.

Veiðitími

2. júlí – 4. ágúst kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 daglega. 5. ágúst – 4. september kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00. 5. – 26. september kl. 7.00– 13.00 og 14.00–20.00.

Leyfilegt agn

Fluga og maðkur.

Veiðireglur

Veitt er frá morgni til kvölds. Ef stangirnar tvær eru ekki keyptar saman skulu veiðimenn mæta í veiðihús kl. 6.40 að morgni til að draga um veiðisvæði. Veiðimönnum ber að koma í veiðihús í lok veiðidags til skráningar afla.

Veiðisvæði

Frá 1. júlí til og með 29. júlí er ánni skipt í þrjú veiðisvæði. Svæði 1 nær frá ósi að og með Sleppitjarnarhyl. Svæði II er frá Neðri-Skrauta til og með Grundarhorni. Svæði III er frá og með Bakka og að Tröllafossi. Frá 30. júlí og til og með 26. september er ánni skipt í tvö veiðisvæði. Svæði I nær frá ósi árinnar að og með Seljalands­ streng og svæði II er frá og með Holu og að Tröllafossi. Seljalandsstrengur er fyrir ofan Svilaklöpp.

34

1400 1200 1000 800 600 400 200 0 ‘03

‘04

‘05

‘06

‘07

‘08

‘09

‘10

‘11

‘12

Veiðihús

Veiðihúsið er í landi Norður-Grafar. Það er gamalt og gott og þjónar vel tilgangi sínum. Í því er rafmagn, heitt vatn, eldunaraðstaða og vatns­ salerni. Á bílastæðinu er gámur sem notaður er til að gera að og ganga frá afla. Veiðimenn eru beðnir um að ganga vel um veiðihúsið, ána og umhverfi hennar, ræsta húsið vel fyrir brottför og taka með sér allt rusl.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Frá Reykjavík er ekið sem leið liggur um Vestur­ landsveg gegnum Mosfellsbæ yfir Leirvogsá og tekinn þriðji afleggjari á hægri hönd í gegnum iðnaðarhúsahverfi. Þessi vegur kvíslast fljótlega og er fyrst farinn vinstri afleggjari og síðan sá hægri. Ekið er eftir honum alls 3,5 kílómetra og ekið niður brekku, þá blasir veiðihúsið við á hægri hönd. Leirvogsá Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

2/7 - 3/7 2 48.000 4/7 - 6/7 2 74.800 7/7 - 2 85.500 8/7 - 9/7 2 92.900 12/7-14/7 2 92.900 6/8 -11/8 2 89.900 12/8 - 15/8 2 85.500 16/8 - 20/8 2 74.800 22/8 - 24/8 2 74.800 25/8 - 27/8 2 56.600 28/8 - 30/8 2 48.000 31/8 - 1/9 2 45.900 2/9 - 5/9 2 42.700 6/9 - 14/9 2 39.500 15/9 - 26/9 2 38.400 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


2

stangir

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Andakílsá

Skemmtilegt veiðisvæði fyrir veiðimenn á öllum aldri Andakílsá fellur úr Skorradalsvatni í Andakílsárfoss og liðast síðan u.þ.b. 8 kílómetra löng um sléttlendið niður í Borgarfjörð. Meðaltalsveiði árinnar s.l. 10 ár er um 330 laxar en veiði hefur verið nokkuð misskipt á milli ára, hæst fór hún yfir 800 laxa fyrir fjórum árum. Andakílsá er frábær fluguveiðiá og veiðist hátt hlutfall laxanna á flugu. Áin er afar aðgengileg og hentar jafnt ungum sem öldnum og er því afar fjölskylduvæn.

Veiðisvæði

Veiðisvæði árinnar er nú 8 km langt og nær frá Andakílsárfossum að ofan og niður að ósum árinnar. Þetta er breyting á veiðitilhögun því að það sem áður var silungasvæði, og náði frá gömlu brúnni sem er ofan brúar á þjóðvegi 50 og niður í ósa, hefur nú verið sameinað laxasvæðinu enda veiddust þar orðið fleiri laxar en silungar.

Veiðileyfi

Seldir eru stakir dagar frá morgni til kvölds frá 20. júní til 29. júní og aftur frá 12. september og út veiðitímann. Á tímabilinu 30. júní – 11. september er áin seld í 2ja daga hollum þar sem byrjað og endað er á hádegi. Fyrsta og síðasta hollið er einn og hálfur dagur. Stangirnar tvær eru seldar saman.

Veiðitími

20. júní – 13. ágúst kl. 7.00–13.00 og 16.00– 22.00 daglega. Eftir 14. ágúst kl.7.00–13.00 og 15.00–21.00. Eftir 1. september er heimilt að breyta veiðitíma í 08.00-20.00 í samvinnu við veiðivörð eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

í ánni er verið að eyða þessum stórlaxagenum. Það eru því vinsamleg tilmæli til veiðimanna að sleppa tveggja ára laxi. Það er einnig eindregin ósk veiðiréttareigenda að veiðimenn taki hreistursýni af öllum veiddum fiski. Með hreistursýnum fást upplýsingar um uppruna og heimtur úr sleppingum sem veiðifélagið hefur staðið að.

Þar sem stangirnar tvær eru aðeins seldar saman skipta veiðimenn sjálfir með sér veiðisvæðinu. Andakílsá var á árum áður þekkt fyrir stóra fiska og með því að drepa þá síðustu í þessum flokki

Ath. að merki Stangaveiðifélags Reykjavíkur er við rimlahlið á afleggjara niður að veiðihúsi. VEIðIMENN ATHUGIð

Veiðihúsið er með heitum potti í hlaðvarpanum, rafmagni og hita. Svefnrými er fyrir 7 manns í tveimur svefnherbergjum. Í öðru herberginu eru fjórar kojur en í hinu tvíbreitt rúm og ein koja. Í baðherbergi er sturta og við húsið er gasgrill.

Vinsamlegast takið hreistursýni. Í húsinu eru pokar undir þau.

VEIðIMENN ATHUGIð

Veiðimenn mega koma í húsið einni klukkustund eftir að veiði lýkur, daginn fyrir veiðidag, og skulu rýma það á sama tíma brottfarardag. Þegar seld eru 2ja daga holl frá hádegi til hádegis mega veiðimenn koma í hús klukkustund áður en veiði hefst. Veiðimenn skulu ræsta húsið rækilega fyrir brottför og taka með sér allt rusl. Hægt er að kaupa þrif, sjá upplýsingar í veiðihúsi.

Eftirfarandi dagar eru ekki til úthlutunar fyrir sumarið 2013:

Í húsinu eru sængur og koddar en veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað og allar hreinlætisvörur.

Stangafj.

22/6, 26/6, 30/6 – 2/7, 8 – 10/7, 18 – 20/7, 24 – 26/7, 1 – 3/8, 9 – 11/8, 17 – 19/8, 25 – 27/8, 2 – 4/9, 10 – 12/9, 15/9, 19/9, 23/9, 27/9.

Andakílsá Verð á stangardag Veiðidagar Stakir dagar 20/6-24/6 25/6-29/6

Félagsverð

2 2

22.400 28.800

2 2 2 2 2 2

39.500 49.900 59.900 49.900 39.800 34.500

2 dagar hád. til hád.

Fluga og maðkur. Veitt er á tvær stangir í ánni frá 20. júní til og með 30. september.

Að Andakílsá eru 72 kílómetrar frá Reykjavík (um Hvalfjarðargöng). Ekið er sem leið liggur þjóðveg 1 í átt til Borgarness. Skömmu áður en ekið er yfir Borgarfjarðarbrúna er beygt til hægri inn á Borgarfjarðarbraut (þjóðvegur 50) og hún ekin sem leið liggur í áttina að Hvanneyri. Strax eftir að ekið hefur verið yfir Andakílsá er beygt til hægri, inn á Skorradalsveg (þjóðvegur nr. 508) og hann ekinn um einn kílómetra þar til komið er að afleggjara að veiðihúsi á hægri hönd.

Veiðihús

Leyfilegt agn Veiðireglur

Leiðarlýsing að veiðihúsi

30/6-6/7 6/7-16/7 16/7- 11/8 11/8- 23/8 23/8 - 4/9 4/9 - 11/9

900 800 700 600 500 400 300 200 100 0

Stakir dagar

‘03

‘04

‘05

‘06

‘07

‘08

‘09

‘10

‘11

‘12

12/9 - 14/9 2 32.400 15/9 - 23/9 2 31.300 24/9 - 28/9 2 29.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

35


Laxveiði

2

Straumar í Borgarfirði

Frábær laxveiði og auðvelt aðgengi

Þar sem Norðurá í Borgarfirði sameinast Hvítá er fornfrægt veiðisvæði Strauma. Svæðið er stangaveiðimönnum að góðu kunnugt og þá helst vegna þess að þar geta veiðimenn lent í eftirminnilegum ævintýrum þegar laxinn er á göngu upp í bergvatnsárnar. Í Straumum veiðist lax sem gengur upp í Norðurá, Gljúfurá og Þverá auk þess sem eitthvað af laxi heldur alltaf til á svæðinu fram á haustið. Sjóbirtingur bætist í veiðina strax upp úr miðjum júlí. Árið 2012 veiddust 270 laxar á svæðinu og 250 sjóbirtingar. Meðallaxveiði síðustu fimm ára eru 347 laxar. Í Straumunum er veitt með tveimur stöngum allt tímabilið og er svæðið frábær kostur fyrir veiðimenn sem vilja vera út af fyrir sig. Því fylgir annað elsta veiðihús landsins og geymir það mikla sögu. Ef veggir þess gætu talað væri hægt að fylla margar bækur af ótrúlegum veiðisögum. Veiðihúsið sem er nokkuð komið til ára sinna en er vel viðhaldið, er notalegt og sjarmerandi en það er aðeins steinsnar frá veiðisvæðinu og við hlið þess er mjög gott, nýlegt svefnhús með tveimur svefnherbergjum og snyrtingu. Straum­ arnir eru því kjörið svæði fyrir fjölskylduna þar sem nóg pláss er fyrir alla. Veiðimönnum ber að þrífa hús vandlega fyrir brottför en hægt er að kaupa þrif hjá Þorkeli í Ferjukoti í síma 4370082. Gott er að hafa samband við hann með nokkura daga fyrirvara, ef veiðimenn óska eftir að kaupa þá þjónustu.

Veiðisvæði

Frá morgni 5. júní og út veiðitímann eru Straumar seldir einir og sér, tvær stangir.

Veiðileyfi

Einn eða tveir dagar í senn frá hádegi til hádegis og seljast stangirnar ávallt saman, nema frá morgni 5. júní til hádegis 7. júní (opnun), þegar seldur er tveir og hálfur dagur.

stangir

Allt löglegt agn leyfilegt

Veiðireglur

Veitt er frá hádegi til hádegis. Vinsamlegast skráið alla veiði í veiðibók sem er í húsinu.

Veiðihús

Húsið er annað elsta veiðihús landsins, byggt af enskum veiðimönnum um 1930. Í húsinu eru tvö tveggja manna herbergi, stofa, eldhús og baðherbergi. Eingöngu er boðið upp á svefnpokagistingu þar sem eru fjögur einbreið rúm og einn beddi í stofu. Verönd með grilli. Viðbótarhús, með tveimur tveggja manna svefn­ herbergjum og salerni, hefur verið sett upp við hlið gamla hússins.

Veiðitími

Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 daglega en frá hádegi 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00.

Veiðimenn mega koma í húsið einni klukkustund fyrir veiðitíma en brottfarardag skulu þeir rýma hús klukkustund eftir að veiðitíma lýkur. Munið ávallt að ræsta hús og hirða rusl. Hægt er að kaupa þrif. Veiðimenn eru beðnir að fara sparlega með vatnið.

Leyfilegt agn

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Í Straumum er leyfður maðkur, fluga og spónn allt tímabilið.

Ekið er upp ásinn við Ferjukot, nánar tiltekið á milli Ferjukotssíkja og gömlu Hvítárbrúar. Þaðan er ekið uns komið er að húsinu.

Umsjónarmaður/veiðivörður

Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti, sími 437-0082.

Straumar Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

5/6- 8/6 2 25.400 8/6 - 11/6 2 29.900 11/6 -15/6 2 39.900 16/6 - 18/6 2 59.900 11/8 - 16/8 2 62.500 20/8 - 1/9 2 29.900 1/9 - 3/9 2 19.800 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

36

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


Grant Thornton er framsækið og leiðandi endurskoðunarfyrirtæki

Grant Thornton er eitt af leiðandi alþjóðlegum samtökum endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækja sem veitir viðskiptavinum sínum faglega og persónulega þjónustu á sviði fjármála og viðskipta. Það er keppikefli okkar að aðstoða viðskiptavini við að ná markmiðum sínum þannig að þeir hafi af þjónustunni sýnilegan ávinning.

www.GrantThornton.is

Endurskoðun • Ráðgjöf


Laxveiði

Norðurá I Fegurst áa

Norðurá í Borgarfirði er ein albesta laxveiðiá landsins, fjölbreytt og gjöful. Meðalveiði síðustu fimm ára er um 2.000 laxar á sumri hverju, þrátt fyrir að veiðin sl. sumar hafi ekki verið eins og við höfum átt að venjast. Sumarið 2008 var metveiði í Norðurá þegar 3.308 laxar veiddust. Norðurá er afar fjölbreytt á. Neðsta svæðið rennur um gljúfur þar sem eru nafntogaðir veiðistaðir eins og Stokkhylsbrot, Myrkhylur og Eyrin. Á miðsvæði árinnar taka við ólíkir veiðistaðir; lygnar breiður og stríðir strengir - og allt þar á milli. Efsta svæðið, sem sést afar vel þegar þjóðvegur 1 er ekinn um Norðurárdalinn, einkennist af lygnum veiðistöðum, beygjum og grasi grónum bökkum. Það er því óhætt að segja að Norðurá sé margbrotin á í mögnuðu umhverfi sem lætur engan ósnortinn.

Veiðisvæði

Veiðisvæði Norðurár I breytist nokkuð yfir sumarið. Á tímabilinu frá 7. til 15. júní nær svæðið frá og með Engjanefi við Munaðarnes og upp alla ána, eins og veiða má. 15. júní til 6. júlí nær veiðisvæðið frá Hnýfli og upp að Fornahvammsbrú, en frá hádegi 6. júlí til hádegis 1. september nær svæðið frá Engjanefi við Munaðarnes, að og með Hvammsleiti.

38

Frá 1. september og út veiðitímann fylgir öll áin aðalsvæðinu en athugið að óheimilt er að veiða ofan Króks. Stekkur fylgir aðalsvæðinu (Norðurá I) frá 5. til 15. júní og aftur frá 6. júlí og út veiðitímann. Vakin er athygli á að fyrrihluta júnímánaðar er einungis veitt með 8 stöngum til 15.júní en 9 stöngum 15.-18.júní.

Veiðitími

Daglegur veiðitími er kl. 7.00–13.00 og 16.00– 22.00 en frá hádegi 14. ágúst er veitt kl. 15.00– 21.00. Stytta má hvíldartíma ef allir veiði­leyfis­ hafar eru því samþykkir, en þó þannig að veiðitími dagsins fari ekki yfir 12 tíma. Síðasta veiðidag

er veiðimönnum heimilt að veiða til kl. 13.00, en þá skulu þeir gæta þess að vera búnir að tæma herbergi sín kl. 13.30 til að auðvelda starfsfólki ræstingu og frágang.

Leyfilegt agn

Eingöngu er heimilt að veiða á flugu og beita hefðbundnum fluguveiðistöngum.

Svæðaskipting

Umsjónarmaður skipuleggur svæðaskiptingu, sem er að finna á töflu fyrir framan setustofuna, og draga veiðimenn sér svæði um 20 mínútum fyrir veiðitímann. Gott kort má prenta út af vef SVFR.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


TAKIÐ VEL EFTIR

8-12 stangir

Stekkur fylgir aðalsvæðinu frá hádegi 7/6 til hádegis 15/6, frá hádegi 6/7 og út veiðitímann. Athugið jafnframt að Kálfhylsbrot tilheyrir Munaðarnessvæðinu.

ÁGÚSTVEIÐI 2 DAGAR Á tímabilinu 7. júní til 15. júní og aftur frá 8. ágúst til 9. september er áin seld í 2ja daga hollum. Á öðrum tímum eru veiðileyfin aðeins seld 3 daga í senn.

Eingöngu fluguveiði

Veiðimenn eru hvattir til að gæta fullrar varúðar við notkun báta og kláfs og tekið skal fram að þeir nota þessi tæki á eigin ábyrgð. Veiðimenn skulu ætíð setja á sig björgunarvesti þegar bátar eru notaðir. Þau er að finna í sérstökum kassa við bátana, auk þess sem staðarhaldari er með aukavesti ef þörf er á. Sérstakrar varúðar er þörf við notkun kláfsins í vatnavöxtum. Veiðistaða­ lýsingu og veiðikort má fá á skrifstofu SVFR og í veiðihúsinu.

Veiðimenn mega koma í húsið einni klst. fyrir veiðitíma og ber að rýma það einni klst. eftir að veiðitíma lýkur. Í veiðihúsinu mega dveljast tveir fyrir hvert selt leyfi.Verði breytingar á virðisauka­

Veiðihús

Veiðihúsið við Norðurá stendur á Rjúpnaási, á glæsilegum stað með útsýni að Laxfossi. Aðstaða öll og aðbúnaður er til fyrirmyndar og með því besta sem þekkist á landinu. Í húsinu eru 12 tveggja manna herbergi, öll með sér baðherbergi. Þá eru í húsinu gufubað, vöðlugeymsla og mjög góð laxageymsla, bæði með frysti og kæli. Veiðimönnum er skylt að dvelja í húsinu. Á tímabilinu 7. júní – 21. júní og frá 8.ágúst og út veiðitímann er fæðisverð kr. 12.900 á mann en 21.900 á öðrum tímum miðað við tvo á stöng. Séu veiðimenn einir á stöng er verð fyrir fæði og gistingu 3.000 kr. hærra. Verði breytingar á virðisaukaskatti, eða öðrum sköttum, á fæði og/ eða gistingu í veiðihúsum áskilur SVFR sér rétt til þess að breyta verðum til samræmis.

Veiðireglur

Vakin er athygli á veiðireglum SVFR en þær er að finna fremst í söluskránni og á vef félagsins, sjá slóðina www.svfr.is. Skylt er að sleppa öllum tveggja ára laxi og skal þá styðjast við skilgreiningu Veiðimálastofnunar þar sem miðað er við að um 70 cm lengd samsvari 7 punda laxi. Kvóti er á veiði og er heimilt að veiða fimm laxa á stöng á vakt. Eftir að kvóta hefur verið náð er heimilt að veiða og sleppa. Veiði er bönnuð í Nikulásarkeri og 30 metra upp fyrir laxastigann í Laxfossi. Einnig er óheimilt að veiða í Glanna, þ.e. fyrir ofan Berghyl og upp að Hólabakshyl.

Athugið að eftir 23. ágúst er ekki fæðisskylda, heldur sjá veiðimenn um eigin kost. Til staðar verða uppábúin rúm fyrir veiðimenn og húsið er þrifið þegar veiðimenn yfirgefa það. Það skal áréttað að

veiðimenn eru góðfúslega beðnir að ganga vel um veiðihúsið og taka vel til eftir sig, þó húsið verðið þrifið sérstaklega á skiptidögum.

skatti, eða öðrum sköttum, á fæði og/eða gistingu í veiðihúsum áskilur SVFR sér rétt til þess að breyta verðum til samræmis.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Frá Reykjavík er ekinn þjóðvegur nr. 1, í gegnum Borgarnes og áfram norður. Um 5 km norðan við veitingaskálann Baulu (um 25 km norðan Borgarness) er beygt til hægri upp afleggjara sem liggur að veiðihúsinu. Við afleggjarann er að finna SVFR-merki til leiðbeiningar fyrir veiðimenn.

Umsjónarmaður:

Sjá upplýsingar á svfr.is Norðurá I Verð á stangardag Veiðidagar Stangafj. 7/6- 9/6 9/6-11/6 11/6-13/6 13/6-15/6

8 8 8 8

15/6-18/6 18/6-21/6

9 12

3000

Veiðileyfi án fæðisskyldu

2500

23/8 - 25/8 25/8 - 27/8 27/8 - 29/8 29/8 - 1/9

1000

58.000 69.000

Háreksstaðaeyrar - Munaðarnes

3500

1500

35.300 37.600 40.000 43.500

Áin ofan Stekks: 3 dagar í senn

5/8 -8/8 12 11/8 - 14/8 12 2 dagar í senn 14/8-16/8 12 16/8-18/8 12 18/8-21/8 12

2000

Nýtt verð Félagsverð

12 12 12 12

58.900 51.500 49.400 47.100 45.700 49.900 47.800 44.300 39.900

Öll áin neðan Króks

500 0 ‘03

‘04

‘05

‘06

‘07

‘08

‘09

‘10

‘11

‘12

1/9 - 9/9 12 39.600 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

39


Laxveiði

3

stangir

Eingöngu fluguveiði

Norðurá II

Munaðarnes – Fjallið

Norðurá II er kjörið svæði fyrir smærri hópa sem vilja heimsækja eina gjöfulustu laxveiðiá landsins og vera út af fyrir sig í góðu veiðihúsi. Nú er veitt frá hádegi til hádegis í Norðurá II frá 2. ágúst í tveggja daga hollum og stangirnar seldar saman. Veiðisvæði Norðurár II breytist nokkuð yfir sumarið. Á tímabilinu 5.–7. júní nær svæðið frá Hnífli að veiðimörkum fyrir neðan Munaðarnes. 16. júní – 6. júlí nær svæðið frá og með Kálfhylsbroti og að veiðimörkum fyrir neðan Munaðarnes. Frá 2. ágúst er svæðið hins vegar frá Símastreng og að brú fyrir ofan Fornahvamm.

Veiðitími

Daglegur veiðitími er kl. 7.00–13.00 og 16.00– 22.00 en frá hádegi 14. ágúst er veitt kl. 15.00– 21.00. Stytta má hvíldartíma ef allir veiðileyfis­ hafar eru því samþykkir, en ekki á þó veiða lengur en 12 tíma á dag.

Svæðaskipting

Tillögu að svæðaskiptingu er að finna á töflu á vegg þegar gengið er inn í veiðihúsið. Skipting miðast við að veiðimenn fari tvisvar yfir alla ána þegar um tveggja daga holl er að ræða. Veiði­ mönnum er heimilt að breyta þeirri skiptingu, séu allir veiðileyfishafar því samþykkir.

Leyfilegt agn

Heimilt er að veiða á flugu og beita til þess hefðbundnum fluguveiðistöngum.

Veiðireglur

Vakin er athygli á veiðireglum SVFR en þær er að finna fremst í söluskránni og á vef félagsins, sjá slóðina www.svfr.is.

40

Skylt er að sleppa öllum tveggja ára laxi og skal þá styðjast við skilgreiningu Veiðimálastofnunar þar sem miðað við að um 70 cm lengd samsvari 7 punda laxi. Kvóti er á veiði og er heimilt að veiða fimm laxa á stöng á vakt. Eftir að kvóta hefur verið náð er heimilt að veiða og sleppa.

Veiði er bönnuð ofan brúar við Fornahvamm. Veiðistaðalýsingu og veiðikort er unnt að fá í veiðihúsinu og á vef SVFR. Veiðimenn skulu skrá alla veiði í bók sem liggur frammi í veiðihúsinu. (Í júní geta veiðimenn skilað miða í póstkassa við Stekk með upplýsingum um veiði.)

Veiðihús

Veiðihúsið stendur við Skógarnef skammt norðan Hvamms. Húsið er með þremur tveggja manna herbergjum, eldhúskrók, stofu, borðstofu og baðherbergi með sturtu. Rafmagn er í húsinu. Einnig eru svefnloft, gasgrill, útigeymsla og ágæt sólverönd. Veiðimenn leggja sjálfir til mat, sængurfatnað og hreinlætisvörur. Veiðimenn mega koma í húsið einni klukkustund áður en veiði hefst og skulu rýma það á sama tíma brottfarardaginn. Vinsamlegast ræstið húsið vel fyrir brottför og takið með ykkur allt rusl. Unnt að fá uppábúin rúm og þrif gegn vægu gjaldi, áhugasamir hafi samband við skrifstofu SVFR eða Guðmund Viðarsson í síma 435- 0058 með a.m.k. tveggja daga fyrirvara.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Frá Reykjavík er ekinn þjóðvegur nr. 1 í gegnum Borgarnes og áfram norður. Veiðihúsið er í landi Hvamms, um 10 km fyrir norðan Hreðavatnsskála (um 40 km norðan Borgarness). Ekið er fram hjá bænum Hvammi og skömmu síðar er beygt til vinstri upp slóða sem liggur að húsinu.

Umsjónarmaður:

Sjá upplýsingar á svfr.is Norðurá II Veiðidagar Stfj Munaðarnes og Stekkur

Verð st.

5/6 - 7/6 (2,5 dagur)

30.600

3

Munaðarnes að Kálfhylsbroti, stakir dagar 16/6 - 20/6 21/6 - 23/6 27/6 - 30/6

3 3 3

30.600 32.900 42.400

Símastrengur að Hvassármótum 2ja daga holl, hád. - hád. 6/8 - 8/8 3 50.600 8/8 - 14/8 3 43.900 14/8 - 22/8 3 39.800 22/8 - 1/9 3 34.500 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

joakim s

´

Veiðisvæði

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


3

Gljúfurá

stangir

Ein af perlum Borgarfjarðar

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Gljúfurá er sérstaklega skemmtileg þriggja stanga laxveiðiá í fögru umhverfi. Veiðistaðir eru fjölmargir og fjölbreyttir og hentar áin vel fyrir veiði bæði á flugu og maðki. Veiðin 2012 var undir 230 laxa meðaltalsveiði árinnar sl. 10 ár en meðalveiði áranna 2008 – 2011 er um 300 laxar. Þó að Gljúfurá henti vel til fluguveiða hefur stærstu hluti laxveiðinnar veiðst á maðk. Gljúfurá hentar afar vel samstilltum hópum og fjölskyldum enda fylgir afar gott veiðihús með í pakkanum, með heitum potti.

Veiðisvæði

Veiðisvæðið nær frá Klaufhamarsfossi að Norðurá. Hóp tilheyrir ekki veiðisvæðinu.

Veiðileyfi

Veiðitímabilið er frá 25. júní til 30. september og er veitt tvo daga í senn, frá hádegi til hádegis, nema í opnun þegar veitt er frá morgni 25. júní til hádegis 26. júní.

Veiðitími

Kl. 7.00-13.00 og 16.00-22.00, frá 14. ágúst Kl. 7.00-13.00 og 15.00-21.00 og frá 20. sept­ ember 8.00-20.00 og frá 20. september 8.0020.00, að fengnu samþykki veiðivarðar eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

Veiðihús

Glæsilegt veiðihús með heitum potti fylgir ánni. Baðherbergi með sturtu er með hverju herbergi. Í húsinu er rafmagn og hiti. Sængur og koddar eru í húsinu en veiðimenn þurfa að taka með sér sængurfatnað sem og allar hreinlætisvörur. Lykill að veiðihúsinu er við inngöngudyr og ber að skilja hann þar eftir að loknum veiðitíma. Gasgrill er við húsið. Komudag mega veiðimenn koma í veiðihúsið kl. 14.00 og skulu rýma það á sama tíma brott­ farardag. Veiðimenn eru beðnir um að þrífa húsið vel áður en þeir yfirgefa það og taka með sér

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Veiðihúsið er í landi Svignaskarðs, u.þ.b. 20 km frá Borgarnesi. Beygt er til vinstri út af þjóðvegi 1 við Svignaskarð og síðan ekinn fyrsti afleggjari til hægri alveg á enda (4–5 mín.), þá blasir veiðihúsið við.

Veiðivörður:

Birna Konráðsdóttir, sími 864-5404. VEIðIMENN ATHUGIð Athugið að dagarnir 22/7 til 28/7 eru ekki til úthlutunar

Gljúfurá Verð á stangardag Veiðidagar

Fluga og maðkur. Veitt er á þrjár stangir í ánni frá 25. júní til 30. september og eru stangirnar ávallt seldar saman. Tvær stangir í Langavatni fylgja hverju leyfi í Gljúfurá. Gott kort má prenta út af vef SVFR. Veiðimenn eru hvattir til að taka hreistursýni en góð aðstaða er til þess. Kvóti er 5 laxar á stöng á dag. Eftir að kvóta er náð er heimilt að veiða en skylt að sleppa öllum laxi.

Í veiðihúsinu mega dveljast tveir fyrir hvert selt leyfi en ótakmarkaður fjöldi ef allar stangir eru keyptar saman.

VEIðIMENN ATHUGIð Vinsamlegast takið hreistursýni. Í húsinu eru pokar undir þau.

Leyfilegt agn Veiðireglur

allt rusl. Hægt er að kaupa þrif en upplýsingar um það eru í veiðihúsinu við komu.

350 300 250 200 150 100 50 0 ‘03

‘04

‘05

‘06

‘07

‘08

‘09

‘10

‘11

‘12

Stangafj.

Félagsverð

25/6-26/6 3 49.900 26/6-30/6 3 43.900 30/6-2/7 3 48.300 2/7-22/7 3 53.800 28/7-9/8 3 53.800 9/8-31/8 3 43.900 31/8-8/9 3 38.300 8/9-14/9 3 34.650 14/9-20/9 3 32.250 20/9-28/9 3 29.800 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

41


Laxveiði

Langá á Mýrum

Fín veiði, gott aðgengi og flott veiðihús. Langá á Mýrum er ein af bestu laxveiðiám landsins og á sér fjölmarga aðdáendur. Langá er fjölbreytt veiðiá með um eitt hundrað skráða veiðistaði en áin á upptök sín í Langavatni, 36 kílómetrum frá sjó.

Veiðin í Langá sumarið 2012 var ágæt en þar veiddust um 1.100 laxar og var veiðin nokkuð jöfn út tímabilið. Vatnsbúskapur í Langá er öllu jafnan góður enda tryggir vatnsmiðlun í Langavatni veiðimönnum aukabirgðir af vatni og jafnt og gott rennsli allt sumarið. Frábært vatn var í Langá allt til loka tímabilsins 2012 og nutu fluguveiðimenn þess sérstaklega.

Leyfilegt agn

Fín veiði hefur verið í Langá undanfarin ár, 2011 veiddust 1.905 laxar en 2010 náðust 2.178 laxar. Yfir 2.000 laxar komu á land úr Langá þrjú ár í röð, 2008-2010. Snemmsumarveiði hefur aukist í Langá undanfarin ár en aðeins er veitt síðustu 10 dagana í júní og hefur gengið vel. Þá er haustveiðin í Langá einnig góð.

Frá hádegi 24/6 er veitt á 8 stangir, frá hádegi 26/6 er veitt á 10 stangir og frá hádegi 30/6 til hádegis 12/9 er veitt á tólf stangir. Veitt er á 10 stangir eftir 12/9 nema síðustu fjóra daga veiði­ tímans þegar veitt er á 8 stangir.

Aðgengi að veiðistöðum Langár er til fyrirmyndar og heita má að hægt sé að aka að öllum merktum veiðistöðum á 26 kílómetra löngum veiðibakka. Áratugum saman hafa landeigendur og leigutakar nostrað við ána til að tryggja að dvöl veiðimanna við Langá verði sem ánægjulegust.

Notalegt veiðihús

Það væsir ekki um veiðimenn í veiðihúsinu Langárbyrgi en þar er þjónusta við veiðimenn eins og best verður á kosið. Húsið er nýlegt með tólf tveggja manna herbergjum með baðherbergi og dýrindis rúmum. Í gufubaðinu er kjörið að fara yfir helstu afrek dagsins á bakkanum og í setustofunni geta menn horft dreymnir á svip yfir Hvítsstaðahyljina og lagt upp veiði næsta dags eða bara slakað á við árnið Langár eftir ljúffengar veitingar. Aðstaða fyrir vöðlur, skó og tilheyrandi er jafnframt mjög góð. Langá er meðalstór á og blátær. Átta til níu feta einhenda með línu 6-9 er kjörið veiðitæki og eru litlar flugur alla jafnan gjöfulastar. Í Langá er fjöldi hylja þar sem kjörið er að gára vatns­ yfirborðið til að egna laxinn til töku. Uppistaðan í aflanum er kraftmikill smálax en stærstu fiskar hvers tímabils hafa undanfarin ár verið á bilinu 12-15 pund.

42

Ríflegur kvóti

Það er til marks um góða veiði í Langá að kvóti veiðimanna á hverri vakt er ríflegur eða 5 laxar á stöng. Það eru vinsamleg tilmæli til veiðimanna að sleppa 70 cm laxi og stærri í ána aftur í samræmi við tilmæli Veiðimálastofnunar og SVFR. Veitt er á blandað agn í Langá eftir 20. ágúst, maðk og flugu.

ATHUGIÐ: Síðustu fjóra daga tímabilsins er boðið

upp á staka daga í Langá án fæðis- og gistingar. Veiðimenn hafa aðgang að vöðlu- og laxageymslu en veiðihúsið verður lokað. Aðeins er veitt á 8 stangir og því mjög rúmt um veiðimenn. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast töfrum Langár í mögnuðum umhverfi á Mýrunum.

Veiðisvæði

Veiðisvæðið er um 26 km langt með um 100 merktum veiðistöðum.

Fluga til hádegis 20. ágúst en eftir það fluga og maðkur.

Veiðireglur

Veitt er frá hádegi til hádegis nema síðustu 4 dagana þegar veitt er frá morgni til kvölds. Veiðimenn eru hvattir til þess að sleppa stórlaxi og kvóti er fimm laxar á vakt. Veiðikort og veiðistaðalýsingu má nálgast á www.langa.is og á Langárhluta vefs SVFR.

Veiðitími

Daglegur veiðitími er kl. 7.00–13.00 og 16.00– 22.00. Frá 16. ágúst er veitt kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00. Á stökum dögum í lok tímabils er veitt frá kl. 8.00-20.00.

Veiðihús

Veiðihúsið við Langá stendur í landi Jarðlangs­ staða á glæsilegum útsýnisstað. Aðstaða og aðbúnaður er með því besta sem gerist á landinu. Í húsinu eru 12 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi. Í húsinu eru gufubað og mjög góð vöðlugeymsla. Fæðisverð 24. júní til 3. júlí og frá 27. ágúst til 20. september er kr. 12.900 á mann miðað við tvo á stöng. Á öðrum tíma er fæðisverðið kr. 21.900. Séu veiðimenn einir á stöng er verð fyrir fæði og gistingu 3.000 kr.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


8-12 stangir Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

hærra. Verði breytingar á virðis­auka­skatti, eða öðrum sköttum, á fæði

og/eða gistingu í veiðihúsum áskilur SVFR sér rétt til þess að breyta verðum til samræmis. Síðustu 4 veiði­dagana er veiðihúsið lokað en þó eru

vöðlu­geymsla og aðgerðaraðstaða opin.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

3500 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 ‘03

‘04

‘05

‘06

‘07

‘08

‘09

‘10

‘11

‘12

Langá Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

12/8-14/8 16/8 - 18/8 18/8 - 20 /8 27/8 - 29/8 29/8-1/9 1/9 - 4/9 4/9 - 6/9 6/9 - 8/9 10/9 - 12/9 14/9- 16/9 16/9 - 18/9 18/9 - 20/9 2,5 dagar

12 12 12 12 12 12 12 12 12 10 10 8

Félagsverð 75.200 66.800 66.800 84.900 76.600 66.400 66.400 51.700 40.700 38.400 37.000 37.000

Stakir dagar frá morgni til kvölds 21/9 - 24/9 8 35.600 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

joakim s

Sími í veiðihúsi er 437-2377.

´

Langárbyrgi stendur á Byrgisholti í landi Jarðlangsstaða, um 6 km ofan við þjóðveginn út á Snæfellsnes. Ef keyrt er frá Borgarnesi er beygt upp merktan afleggjara rétt áður en keyrt er yfir Langá á þjóðveginum. Neðstu veiðistaðir eru þá á vinstri hönd (Strengir og Breiðan). Eftir 6 km akstur eftir afleggjaranum blasir Langárbyrgi við á vinstri hönd.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

43


Laxveiði

4-6 stangir Eingöngu fluguveiði

Hítará

Frábær laxveiðiá á Mýrum Hítará er ein af þekktustu veiðiám landsins. Einstakt veiðihús og glæsilegt umhverfi hafa fallið í mjög góðan jarðveg hjá ánægðum veiðimönnum. Fjölbreytileiki veiðistaða er mikill og staðsetning veiðihúss Jóhannesar á Borg, í ævintýralegu umhverfi kletta og veiðihylja þar sem heyra má fossniðinn frá Brúarfossi, er einstök.

Kattarfoss, tilheyrir nú svæðinu.

Veiðisvæði

Veiðihús

Frá ósi og upp að veiðimörkum neðan Klifsands. Gott veiðikort má prenta út af vef SVFR.

Veiðileyfi

Tveir dagar í senn, frá hádegi til hádegis.

Veiðitími

Kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00 daglega.

Leyfilegt agn

Eingöngu er leyfð fluga. Fimm aflahæstu flugurnar á árinu 2012 voru gáruflugur (hitch), rauður og svartur Frances, Collie dog og Sunray Shadow í ýmsum útfærslum.

Veiðireglur

Veitt er frá hádegi til hádegis. Veitt er með fjórum stöngum á tímabilinu 18. júní til 4. júlí, en með sex stöngum eftir það og laxveiðitímann. Skylt er að sleppa öllum laxi sem er stærri en 70 cm að lengd. Samkvæmt skilgreiningu Veiðimálastofnunar er þar um laxa sem eru þyngri

44

en 3,5 kg. Í ljósi erfiðrar stöðu sjóbleikju á Vesturlandi eru veiðimenn hvattir til að sleppa allri sjóbleikju sem þeir kunna að veiða.

Sumarið 2012 kom ekki illa út í Hítará eins og víða annars staðar. Heildarveiðin í Hítará var um 530 laxar sem verður að teljast ansi gott. Svæðið ofan Kattarfoss tilheyrir aðalsvæðinu sumarið 2013, rétt eins og sl. sumar.

Athugið: Vakin er athygli á því að Hítará ofan

Veiðihúsið fyrir Hítará er hið fornfræga veiðihús „Lundur“ og er það til staðar fyrir veiðimenn, en ekki er boðið uppá fæði fyrri hluta veiðitímans og eftir 5. ágúst. Til staðar eru uppábúin rúm fyrir veiðimenn og húsið er þrifið þegar veiðimenn yfirgefa það. Það skal áréttað að veiðimenn eru góðfúslega beðnir að ganga vel um veiðihúsið og taka vel til eftir sig, þó húsið verðið þrifið sérstaklega á skiptidögum. Veiðimenn mega koma í húsið einni klst. fyrir veiðitíma og ber að rýma það einni klst. eftir að veiðitíma lýkur. Í veiðihúsinu mega dveljast tveir fyrir hvert selt leyfi. Verði breytingar á virðisauka­

skatti, eða öðrum sköttum, á fæði og/eða gistingu í veiðihúsum áskilur SVFR sér rétt til þess að breyta verðum til samræmis.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Ekið er sem leið liggur í gegnum Borgarnes og tekinn afleggjari til vinstri út á Snæfellsnes og eknir um 25 kílómetrar. Veiðihúsið er á vinstri hönd áður en ekið er yfir Hítarána.

1400 1200 1000 800 600 400 20 0 ‘03

‘04

‘05

‘06

‘07

‘08

‘09

‘10

‘11

‘12

Hítará Verð á stangardag Veiðidagar Stangafj. Veiðileyfi án fæðisskyldu

Félagsverð

18/6 - 20/6 2,5 dagar 4 41.900 20/6 - 22/6 4 35.900 22/6 - 24/6 4 39.900 24/6 - 26/6 4 41.900 26/6 - 28/6 4 49.000 28/6 - 30/6 4 55.900 30/6 - 2/7 4 59.900 2/7 - 4/7 4 69.900 25/8 - 27/8 6 52.600 27/8 - 29/8 6 49.200 29/8 - 2/9 6 45.000 2/9 - 6/9 6 41.900 6/9 - 12/9 6 39.000 12/9 - 18/9 6 36.000 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is



Laxveiði

2

stangir

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Grjótá og Tálmi

Skemmtileg veiði í fallegu umhverfi Áin Tálmi er hliðará Hítarár og fellur í Hítará rétt ofan Langadráttar. Grjótá fellur síðan í Tálma. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu og þarna er að finna marga veiðistaði sem henta vel fyrir alla fjölskylduna en geta ber þess að landið getur reynst erfitt yfirferðar ungum börnum. Veiðin í Hítará og Grjótá og Tálma gekk vel sumarið 2012. Þetta svæði er afar skemmtilegt og hefur verið nokkuð eftirsótt hjá félögum í SVFR undanfarin ár, enda hentar það fullkomlega litlum hópum og fjölskyldum. Svæðinu fylgir notalegt hús með gasgrilli og helstu þægindum.

Veiðisvæði

Tálmi niður að ármótum Melsár, og Grjótá öll að efstu tveimur veiðistöðunum undanskyldum. Gott veiðikort má prenta út af vef SVFR.

Athugið að tveir efstu veiðistaðirnir í Grjótá, 31 og 32, eru friðaðir.

Veiðileyfi

Veiðireglur

Veitt er frá morgni til kvölds. Það eru tilmæli til veiðimanna að þeir sleppi öllum laxi sem er 70 cm eða lengri. Kvóti er í ánni uppá þrjá laxa á stöng á dag. Þegar kvóta er náð, má veiða og sleppa. Í ljósi erfiðrar stöðu sjóbleikju á veiðisvæðinu eru veiðimenn hvattir til að gefa þeim bleikjum líf er þeir kunna að veiða.

Tveggja daga holl frá hádegi til hádegis, frá upphafi veiðitíma til 18. júní til 20. september. Veitt er á tvær stangir allt veiðitímabilið og eru stangirnar ávallt seldar saman.

Það skal áréttað að tveir efstu veiðistaðirnir í Grjótá hafa verið friðaðir síðan 2010 og verður svo einning sumarið 2013.

Veiðitími

ofan Kattarfoss, það tilheyrir nú Hítará I.

Kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00 daglega.

Leyfilegt agn

Fluga og maðkur.

Veiðihús

Ágætt veiðihús er á svæðinu. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi. Í því er rafmagni, gasgrill og helstu þau þægindi sem veiðimenn kjósa. Sængur og koddar eru í húsinu en veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað og allar hreinlætisvörur. Þegar seldir eru stakir dagar frá morgni til kvölds mega veiðimenn koma í húsið klukkustund eftir að veiðitíma lýkur daginn fyrir veiðidag og ber að rýma það á sama tíma brottfarardag. Þegar seld eru 2ja daga holl frá hádegi til hádegis mega veiðimenn koma í hús klukkustund áður en veiði hefst. Þrífa ber veiðihúsið fyrir brottför.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Ekið er út af þjóðveginum vestur á Snæfellsnes sunnan Hítarár og haldið upp eftir vegi 539. Ekið er yfir brúna á Grjótá og er húsið þá á hægri hönd.

Athugið: EKKI er heimilt að veiða á svæðinu fyrir Munið að skrá alla veiði í bók sem liggur frammi í veiðihúsinu.

Grjótá og Tálmi Verð á stangardag Veiðidagar Stakir dagar 18/6 - 23/6 24/6 - 29/6

Stangafj.

Félagsverð

2 2

16.800 19.400

2 2 2 2 2 2

25.900 32.900 43.400 49.900 40.100 30.900

Tveir dagar í senn 30/6 - 4/7 4/7 - 6/7 6/7 - 8/7 8/7 - 30/7 30/7 - 23/8 23/8 - 27/8 Stakir dagar 27/8 - 5/9 2 26.300 6/9 - 18/9 2 18.300 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

´

joakim s 46

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is



Laxveiði

2

stangir

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Setbergsá á Skógarströnd Nett tveggja stanga laxveiðiá

Undanfarin áratug hefur einn landeigenda verið sjálfur með ánna og veiðiálag hefur verið sáralítið. SVFR hefur verið með ánna í sínum ranni undanfarin tvö ár og hefur gengið þokkalega. Meðalveiði áranna 1978 til 2004 er 114 laxar en sumarið 2012 veiddust 55 laxar. Áin kemur úr hálendinu suður af Litla Langadal, úr Sátu og Hestfjalli. Hún rennur fram dalinn og á sameiginlegan ós í Stóru Langadalsá en árnar falla síðan til sjávar rétt fyrir vestan bæinn Ós. Í þurrkatíð getur reynt á veiðimenn og þá gildir að fara varlega að veiðistöðum. Setbergsá er nokkuð sérstök á og virkar afar vatnslítil miðað við árfarveginn. Veiðimenn ættu þó ekki að láta blekkjast, því laxinn á ófáa felustaði í ánni.

Veiðisvæði

Veiðisvæði nær frá veiðimörkum 50m fyrir ofan ós Setbergsár og Stóru Langadalsár, upp að hyl sem er rétt ofan við fjárhúsin við Litla Langadal.

Veiðitími

Daglegur veiðitími er kl. 7.00–13.00 og 16.00– 22.00 en frá hádegi 14. ágúst er veitt kl. 15.00– 21.00. Stytta má hvíldartíma ef allir veiðileyfis­ hafar eru því samþykkir, en þó þannig að veiðitími dagsins fari ekki yfir 12 tíma.

Seldir eru tveir dagar í senn, frá hádegi til hádegis. Veitt er sex daga í hverri viku, alla fimmtudaga er áin hvíld. Kvóti er tveir laxar á stöng á dag og eftir að kvóta er náð, er heimilt að veiða og sleppa. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa tveggja ára laxi, sé þess nokkur kostur. Ekki má veiða nær laxastiga í Illafossi en sem nemur 30m. Veiðimenn eru sérstaklega beðnir að aka varlega um alla slóða, loka hliðum sem þeir koma að og forðast að aka yfir gróið land.

Leyfilegt agn

Eingöngu er heimilt að veiða á flugu og maðk.

Veiðireglur

Vakin er athygli á veiðireglum SVFR en þær er að finna fremst í söluskránni og á vef félagsins, sjá slóðina www.svfr.is. Kvóti er á veiði og er heimilt að veiða tvo laxa á stöng á dag. Eftir að kvóta hefur verið náð er heimilt að veiða og sleppa.

Veiðihús

Veiðihúsið sem er í landi Klungurbrekku, er orðið lúið, en hefur þó verið lagfært og þar má vel gista. Ágæt hreinlætis- og salernisaðstaða er í húsinu, tvö svefnherbergi og eldunaraðstaða. Veiðimenn geta jafnframt komið með tjaldvagna eða fellihýsi og lagt þeim á planið við veiðihúsið. Hvorki eru sængur, lök né koddar í húsinu. Gasgrill er á staðnum.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Vegalengdin vestur úr Reykjavík er um 160 km. Frá Reykjavík er ekinn þjóðvegur nr. 1, í gegnum Borgarnes og vestur Mýrar. Farinn er Heydalsvegur (þjóðvegur nr. 55) og síðan beygt til vinstri (til vesturs) við bæinn Bíldhól og ekið í áttina að Stykkishólmi. Vegalengd frá gatnamótunum er um 24 km. Rétt eftir að farið er yfir Setbergsá er slóði til vinstri upp að Klungurbrekku, þar er veiðihúsið, um 500m frá veginum,. Til Stykkishólms eru um 25 km.

Öryggisbelti? Svo þú getir gengið burt af slysstað.

- örugg bifreiðaskoðun Sími 570 9000 - Þjónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is

48

Umsjónarmaður: Sjá upplýsingar á svfr.is Setbergsá Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

17/7 - 19/7 2 21.900 20/7 - 26/7 2 23.900 27/7 - 2/8 2 23.900 3/8 - 9/8 2 25.900 10/8 - 16/8 2 25.900 17/8 - 23/8 2 27.900 24/8 - 30/8 2 29.900 31/8 - 6/9 2 33.900 7/9 - 9/9 2 31.900 9/9 - 11/9 2 29.900 11/9 - 13/9 2 27.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


2

stangir

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Dunká á Skógarströnd

Skemmtileg tveggja stanga á sem sló í gegn hjá félagsmönnum SVFR í fyrra Dunká fellur til sjávar á innanverðri Skógarströnd í Dalasýslu. Hún á upptök sín þar í fjöllunum og er 11 km löng, þar af eru 4,5 km fiskgengir eða upp að Hestfossi. Á fjórða tug merktra veiðistaða eru í Dunká. Allt umhverfi við Dunká er glæsilegt, kjarri vaxnar hlíðar og fallegt útsýni yfir Breiðafjörðinn. Dunká getur reynt nokkuð á líkamlegt atgervi veiðimanna, sérstaklega á þeim hluta sem hún rennur um gljúfur. Veiðin árin 2008-2011 var 183, 154, 175 og 100 laxar. Sumarið 2012 veiddust 120 laxar í ánni og er hún því ein fárra áa á landinu sem var með meiri veiði sumarið 2012 en 2011.

Veiðisvæði

Veiðisvæði nær frá veiðimörkum 50m fyrir ofan ós árinnar, upp að Hestfossi, en hann er ekki laxgengur. Til að veiða efri hluta árinnar má fara slóða vestan megin ár, en veiðimönnum er bent á að hann er mjög ójafn og helst nauðsynlegt að vera á vel útbúnum jeppa.

Veiðitími

Seldir eru tveir dagar í senn frá hádegi til hádegis. Daglegur veiðitími er kl. 7.00–13.00 og 16.00– 22.00 en frá hádegi 14. ágúst er veitt kl. 15.00– 21.00. Stytta má hvíldartíma ef allir veiði­leyfis­ hafar eru því samþykkir, en þó þannig að veiðitími dagsins fari ekki yfir 12 tíma.

Leyfilegt agn

Eingöngu er heimilt að veiða á flugu og maðk.

Svæðaskipting

Tillaga að svæðaskiptingu er að finna í veiðihúsi. Þar er jafnframt kort af ánni, sem má að auki prenta út af vef SVFR.

Veiðireglur

Kvóti er á veiði og er heimilt að veiða tvo laxa á stöng á dag. Eftir að kvóta hefur verið náð er heimilt að veiða og sleppa. Vakin er athygli á veiðireglum SVFR en þær er að finna fremst í söluskránni og á vef félagsins, sjá slóðina www.svfr.is. Veiðimenn eru minntir á að virða þann kvóta sem settur er.

Veiðihús

Í veiðihúsinu sem er í landi Dunks, austan megin árinnar, er ágæt aðstaða. Þar er frystikista, grill og öll helstu þægindi fyrir veiðimenn.. Þar eru þrjú svefnherbergi og svefnpláss fyrir a.m.k. 6 – 8 manns. Það eru sængur og koddar í húsinu og veiðimenn koma með sængurföt. Það er bannað að hafa hunda á veiðisvæðinu þ.e.a.s hundahald er bannað.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Frá Reykjavík eru um 170 km að veiðihúsi. Ekinn er þjóðvegur nr. 1 um Hvalfjarðargöng, Borgarnes,

Norðurádal og beygt inn á Vestfjarðaveg nr.60 við Bröttubrekku. Skömmu áður en komið er að brú yfir Haukadalsá er beygt til vinstri inn á Snæfellsnesveg nr 54. Dunká er um 15 km frá gatnamótunum. Leiðin um Heydal er nokkurn veginn jafnlöng. Veiðihúsið er neðan við veginn, austan megin við ána rétt ofan við ósinn. Lyklar að veiðihúsi afhendast á bænum Dunki.

Umsjónarmaður: Sjá upplýsingar á svfr.is

Dunká Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

1/7 - 2/7 2 26.900 2/7 - 4/7 2 28.250 4/7 - 6/7 2 28.250 6/7 - 10/7 2 31.400 10/7 - 12/7 2 36.650 14/7 - 18/7 2 41.900 18/7 - 20/7 2 48.200 22/7 - 28/7 2 48.200 30/7 - 11/8 2 48.200 11/8 - 29/8 2 45.700 29/8 - 10/9 2 34.250 10/9 - 18/9 2 28.450 18/9 - 24/9 2 26.250 24/9 - 26/9 2 25.100 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

49


Laxveiði

Laxá í Dölum Breytt veiðitilhögun

Laxá í Dölum er mjög eftirsótt meðal veiðimanna. Sumarið 2011 veiddust 568 laxar í Laxá. Sumarið 2012 veiddust 369 laxar. Seiðamælingar 2011 gáfu vísbendingu um að seiðabúskapur sé mjög góður og ágætis horfur eru á að veiðin á næsta ári verði betri. Meðaltalsveiði síðustu tíu ára er 1.470 laxar og því er óvíða að finna meiri meðalveiði á hverja dagstöng. Fluguveiði hefur aukist undanfarin ár enda hentar áin slíku agni vel.

Laxá er þekkt fyrir miklar aflahrotur í vætutíð en þegar þurrkar geisa getur reynt á veiðimanninn. Aðkoma að veiðistöðum er góð og er áin einstaklega þægileg til veiða á þeim 25 kílómetra kafla sem hún er laxgeng. Við Þrándargil er fallegt og rúmgott veiðihús með helstu þægindum.

Veiðisvæði

Frá ósi og upp að Sólheimafossi.

Veiðileyfi

Tveir og þrír dagar í senn, frá hádegi til hádegis.

Veiðitími

Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00. Eftir 14. ágúst er síðari vaktin kl. 15.00–21.00. Á brottfarardegi lýkur veiði klukkan 12.30 en veiði er heimil til 13.00 séu veiðimenn búnir að tæma herbergi sín fyrir hádegi. Heimilt er að breyta veiðitíma eftir 1. september í 08.00-20.00 í samvinnu við veiðivörð eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

Breytingar á veiðitilhögun. Breytingar á veiðitilhögun. Frá opnun þann 28. júní og til og með 20. júlí er veitt með flugu og maðki. Kvóti á þessu tímabili er 3 laxar á stöng hverja vakt, eftir það má veiða og sleppa. Fæðisskylda verður afnumin á áðurgreindum tíma og því tilvalið fyrir veiðihópa eða fjölskyldur að komast að í Laxá í Dölum á þessum tíma. Veiðihópar hafa full afnot af veiðihúsinu við Þrándargil og geta eldað sjálfir. Innifalið í húsgjaldi er uppábúið rúm og þrif.

50

Frá opnun þann 28. júní og til og með 20. júlí er veitt með flugu og maðki. Kvóti á þessu tímabili er 3 laxar á stöng hverja vakt. Fæðisskylda verður afnumin á áðurgreindum tíma og því tilvalið fyrir veiðihópa eða fjölskyldur að komast að í Laxá í Dölum á þessum tíma. Veiðihópar hafa full afnot

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


6

stangir

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

af veiðihúsinu við Þrándargil og geta eldað sjálfir. Innifalið í húsgjaldi er uppábúið rúm og þrif. Frá 20. júlí til 17. ágúst er veitt eingöngu með flugu en frá hádegi 17. ágúst er veitt með flugu og maðki. Vakin er athygli á því að á flugu­ veiðitíma skal nota flugustangir með fluguhjólum en ekki kaststangir. Frá 20. júlí og út veiðitíma verður kvóti fjórir laxar á stöng hverja vakt. Óheimilt er að færa kvóta á milli dagsparta nema á heilum dögum þegar kvóti er átta laxar á dag.

Athugið: Brot á veiðireglum geta varðað brott­ vikningu af veiðislóð.

Veiðihús

Í veiðihúsinu við Þrándargil eru sex rúmgóð tveggja manna herbergi, öll með salerni og sturtu. Einnig er gufubað. Veiðimönnum er skylt að dveljast í veiðihúsinu allt veiðitímabilið. Tímabilið 28. júní – 20. júlí er ekki fæðisskylda, heldur sjá veiðimenn um eigin kost. Til staðar verða uppábúin rúm fyrir veiðimenn og húsið er þrifið þegar veiðimenn yfirgefa það. Það skal áréttað að veiðimenn eru góðfúslega beðnir að ganga vel um veiðihúsið og taka vel til eftir sig, þó húsið verðið þrifið sérstaklega á skiptidögum.

Frá 20. júlí til 1.september er fæðisgjald kr. 21.900 á mann. Frá 1. september og út veiðitíma er fæðisgjald 12.900 á mann. Fæðisverð miðast við tvo á stöng. Séu veiðimenn einir á stöng er verð fyrir fæði og gistingu 3.000 kr. hærra. Verði

breytingar á virðisaukaskatti, eða öðrum sköttum, á fæði og/eða gistingu í veiðihúsum áskilur SVFR sér rétt til þess að breyta verðum til samræmis.

Veiðimenn mega koma í húsið einni klst. fyrir veiðitíma og ber að rýma það einni klst. eftir að veiðitíma lýkur. Eru veiðimenn hvattir til að ganga vel um húsið, sérstaklega á þeim tíma sem þeir elda sjálfir. Í veiðihúsinu mega dveljast tveir fyrir hvert selt leyfi.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Frá Reykjavík eru um 150 km að veiðihúsi. Ekinn er þjóðvegur nr. 1 um Hvalfjarðargöng, Borgarnes, Norðurárdal og beygt inn á Vestfjarðaveg nr. 60 við Bröttubrekku. Nokkru áður en komið er að Búðardal er ekið inn á Laxárdalsveg nr. 59 og áleiðis inn dalinn, fram hjá bænum Leiðólfsstöðum og er veiðihúsið í Þrándargili næsta hús á hægri hönd.

2000 1800 1600 1400 1200 1000 800 600 400 200 0 ‘03

‘04

‘05

‘06

‘07

‘08

‘09

‘10

‘11

‘12

Laxá í Dölum Verð á stangardag Veiðidagar Stangafj. Veiðileyfi án fæðisskyldu 28/6-30/6 30/6 - 2/7 2/7 - 4/7 4/7 -6/7 6/7 - 8/7 12/7 - 14/7 14/7 - 16/7 16/7 - 18/7 18/7 - 20/7 20/7 - 22/7 22/7 - 24/7

6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6

Félagsverð 48.900 38.900 41.900 44.900 48.500 68.900 68.900 76.900 85.900 87.900 89.000

Veiðileyfi með fæðis- og gistiskyldu Þrír dagar í senn hád. til hád 11/8 - 14/8 14/8 - 17/8 26/8 - 29/8 29/8 - 1/9 1/9-4/9 10/9 - 13/9 16/9- 19/9 19/9 - 22/9 22/9 - 25/9

6 6 6 6 6 6 6 6 6

89.900 89.900 86.900 84.900 79.900 55.900 46.900 42.900 39.900

Tveir dagar í senn, hád. til hád. 25/9 - 27/9 6 35.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

51


Laxveiði

2-3 stangir Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Fáskrúð í Dölum Dalasæla

Fáskrúð í Dölum er afskaplega falleg og þægileg á stutt frá Búðardal. Fáskrúð hefur verið mjög vinsæl hjá félagsmönnum SVFR síðustu ár. Í ánni er veitt á þrjár stangir á besta tímanum en tvær stangir til endanna. Fáskrúð er kjörin fyrir fjölskyldur eða veiðihópa. SVFR hefur til ráðstöfunar 50% veiðitímans á móti SVFA eða aðra hverja sex daga. 36 merktir veiðistaðir eru í Fáskrúð frá sjó og rétt upp fyrir Katlafossa þangað sem áin er fiskgeng. Undanfarin sumur hefur verið mjög góð veiði í ánni. 2011 veiddust 248 laxar. Síðasta sumar var veiðin tæplega 160 laxar.

Komudag mega veiðimenn koma í húsið kl. 14.00 og brottfarardag skulu þeir yfirgefa húsið á sama tíma.

Veiðisvæði

Ekið er sem leið liggur þjóðveg 1 í gegnum Borgarnes og áfram upp Norðurárdalinn. Tekinn er afleggjari á vinstri hönd er liggur að Búðardal. Fáskrúð er um 8 km vestan við Búðardal og alls eru um 160 km að Fáskrúð, frá Reykjavík.

Veiðistaðir 1–36 frá brú að Katlafossum.

Veiðileyfi

Tveir dagar í senn og seljast stangirnar ávallt saman.

Veiðitími

Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 daglega en frá hádegi 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00. Heimilt er að breyta veiðitíma eftir 1. september í 08.00-20.00 í samvinnu við veiðivörð eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

Leyfilegt agn

Fluga og maðkur. Athugið að spónveiði er ekki

leyfð.

Veiðireglur

Veitt er frá hádegi til hádegis. Kvóti er á veiði, 3 laxar á stöng á dag. Eftir það má veiða og sleppa.

Vinsamlegast skráið alla veiði í veiðibók sem er í húsinu. Veiðivörður sér um töku hreistursýna og hefur hann aðgang að laxageymslu í þeim tilgangi. Gott veiðikort af Fáskrúð má prenta út af vef SVFR.

Hægt er að kaupa þrif hjá Erlu Guðbjörnsdóttur, Höskuldsstöðum, s. 434-1205 og 861-1206.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Veiðihús

Veiðihúsið, sem fylgir Fáskrúð, er íbúðarhúsið að Ljárskógum, mjög snyrtilegt hús með góðu útsýni yfir Hvammsfjörð. Í húsinu eru 9 rúm og nokkrar aukadýnur ásamt góðu baðherbergi. Í bílskúrnum við húsið hefur verið settur upp góður gufubaðsklefi og sturta. Þá hefur verið sett upp vöðlu- og laxageymsla. Aðstaðan er mjög góð og hentar sérlega vel fyrir fjölskyldur og hópa. Á staðnum er gasgrill. Í húsinu eru 6 sængur og 6 koddar og þurfa veiðimenn að taka með sér sængur­fatnað, handklæði og allar hreinlætis­ vörur. Veiðimenn sjá sjálfir um matseld, uppvask og þrif fyrir brottför og skulu taka með sér allt rusl.

600 500 400 300 200 100 0 ‘03

‘04

‘05

‘06

‘07

‘08

‘09

‘10

‘11

‘12

Fáskrúð Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

30/6 - 2/7 2 45.500 2/7 - 6/7 2 36.400 12/7 - 18/7 2 50.900 24/7 - 30/7 3 50.900 5/8 - 11/8 3 50.900 17/8 - 23/8 3 50.900 29/8 - 4/9 2 46.900 10/9 - 16/9 2 40.900 226/9 - 26/9 2 33.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

52

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


4-8 stangir Allt löglegt agn leyfilegt

Fnjóská

Straumþung og heillandi Fnjóská er falleg og vatnsmikil bergvatnsá með mörgum glæsilegum veiðistöðum. Hún hentar mjög vel til fluguveiða og þá sérstaklega sá hluti árinnar sem er ofan gljúfranna á neðsta veiðisvæðinu. Leigutaki árinnar er Stangaveiðifélagið Flúðir en SVFR býður félagsmönnum sínum upp á valda daga í ánni í samstarfi við Flúðir. Ýmsan fróðleik um Fnjóská er að finna á vef Flúða, www.fludir.svak.is. Sumarið 2012 veiddust 264 laxar í Fnjóská og var meðalþyngd þeirra yfir 4 kg enda er laxinn í Fnjóská almennt stór og kraftmikill. Góð veiði hefur verið í Fnjóská undanfarin sumur, 690 laxar veiddust 2011 sem er annað besta veiðisumarið í sögu Fnjóskár en metið frá 2010 bíður þess að verða slegið en þá veiddust 1.054 laxar. Meðalveiði síðustu fjögurra ár er rúmlega 600 laxar.

Veiðisvæði

Veiðisvæði Fnjóskár er um 50 km langt, skipt niður í sex svæði, og nær það frá ósi árinnar, sem er rétt innan við Grenivík, og upp að ármótum Bakkaár og Fnjóskár við bæinn Reyki sem er efsti bærinn í Fnjóskadal. Svæði 1–4 eru laxasvæði árinnar en auk þess er þar góð silungsveiði. Þessi svæði ná frá ósi og upp undir bæinn Steinkirkju sem er töluvert fyrir ofan brúna við þjónustumiðstöðina í Vaglaskógi.

Veiðileyfi

Svæði 1–4 eru seld saman, tveir dagar í senn, þar sem farið er hálfan dag á hvert svæði, og er veitt frá hádegi til hádegis. Tvær stangir eru á hverju svæði. Þegar keypt eru leyfi liggur svæðaskipting fyrir sem veiðimenn verða að

kynna sér vel áður en haldið er til veiða. SVFR hefur til umráða 6 stangir á þeim veiðidögum sem eru tilgreindir hér í söluskránni en Flúðir 2. Veiðimenn verða að hafa með sér gilt veiðileyfi þar sem skipting er tilgreind.

Veiðitími

Frá 18. júní til og með 10. ágúst er veitt kl. 7.00– 13.00 og 16.00–22.00, en eftir það er veitt kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00. Frá og með hádegi 11. ágúst og til lokunar árinnar er aðeins leyft að veiða á flugu á svæðum 2–4. Allt löglegt agn er leyfilegt allt sumarið á svæði 1, og til hádegis 11. ágúst á svæðum 2-4.

Veiðireglur

Hámarksveiði á stöng er þrír laxar á hálfum degi en eftir það má veiða á flugu og sleppa. Í september skal sleppa öllum tveggja ára laxi eða setja hann í klak gegn greiðslu. Silungsveiði er án takmarkana.

Veiðikort

Veiðikort af ánni fæst á heimasíðu SVFR og á heimasíðu Flúða, www.fludir.svak.is.

Veiðihús

Skarð er austan árinnar, á mörkum 1. og 2. veiðisvæðis, hvítt, reisulegt tveggja hæða hús með rauðu þaki og brúnu þakskeggi. Húsið stendur hátt og skemmtilegt útsýni er bæði upp og niður dalinn. Aðstaða veiðimanna er á neðri hæðinni. Þar eru 5 svefnherbergi sem samtals eru með 12 rúmum, 1200 1000 800 600 400 200 0 ‘04

‘05

Menn leggja sjálfir til allan sængurfatnað og handklæði. Þrif eru innifalin í verði þegar gist er í Skarði en fara skal með allt rusl í gáma sem eru við þjóðveginn a.m.k. á tveimur stöðum við ána.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Leyfilegt agn

‘03

snyrting með sturtu, eldhús með eldavél, örbylgjuofni, ísskápi og uppþvottavél og alrými sem er vel búið húsgögnum og notað sem borðstofa og setustofa.

‘06

‘07

‘08

‘09

‘10

‘11

‘12

Ekið er eftir þjóðvegi 1 frá Akureyri til austurs þar til komið er að vegamótum út á Grenivík til vinstri af þjóðvegi 1 áður en lagt er á Víkurskarð. Ekið er áfram í áttina til Grenivíkur fram hjá Laufási og yfir brúna á Fnjóská en þar er beygt til hægri. Skarð er á vinstri hönd, um 3 km frá þessum vegamótum. Einnig er hægt að aka um Víkurskarð og yfir Fnjóská neðan við Vaglaskóg og þaðan um veginn í áttina að Dalsmynni. Flúðasel er, sem fyrr segir, ofar í dalnum en ekin er sama leið og að Skarði, hvor leiðin sem valin er. Húsið er A-bústaður og stendur það við veginn nokkru fyrir sunnan bæinn Böðvarsnes.

Umsjónarmaður:

Sigurður Ringsted, form. Veiðifélagsins Flúða, sími 892-8801. Fnjóská Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

20/6-22/6 6 15.900 26/6-28/6 6 19.900 2/7-4/7 6 22.900 8/7-10/7 6 26.900 26/7-28/7 6 59.900 1/8-3/8 6 59.900 7/8-9/8 6 59.900 13/8-15/8 6 58.800 19/8-21/8 6 52.800 25/8-27/8 6 46.800 31/8-2/9 6 39.600 6/9-8/9 6 27.600 12/9-14/9 6 21.600 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

53


Laxveiði

Laxá í Aðaldal – Nesveiðar

Stórlaxar og stórbrotið umhverfi

Veiðisvæðin í Laxá í Aðaldal, sem hafa verið nefnd Nesveiðar einu nafni, eru gríðarlega vinsæl og undanfarin ár hafa veiðileyfi sem næst selst upp. Það skal engan undra því undanfarin ár hefur hlutfall stórlaxa, tuttugu pund og stærri, hvergi á landinu verið hærra en á þessu gríðarfallega veiðisvæði. Veiðin á stangirnar átta síðasta sumar var þó undir væntinum sem víða annars staðar á landinu. Meðalveiði undanfarinna þriggja ára er um 350 laxar. En stórlaxahlutfallið er hátt á þessum slóðum, heil 70-80%. Að veiða í Laxá í Aðaldal lætur engan ósnortinn og fullyrða fjölmargir veiðimenn að þeir verði aldrei samir eftir að hafa notið hins stórbrotna umhverfis og jafnvel sett í og landað (og sleppt) einum yfir 20 pundin. Staðarleiðsögumaður til aðstoðar veiðimönnum er á svæðinu.

54

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


8

stangir

Eingöngu fluguveiði

Leyfilegt agn

Eingöngu er leyfilegt að veiða á flugu, líkt og annars staðar við Laxá.

Veiðisvæði

Veiðisvæðið nær til landamerkja jarðanna Ness og Árness, Knútsstaða, Hólmavaðs og Ytra-Fjalls. Það nær frá og með Laxhólma að ofanverðu að vestan, til og með veiðistaðanna fyrir landi Knútsstaða. Veiðisvæðið er klofið af jörðunum Jarlsstöðum og Tjörn (vesturbakki) og Árbót (austurbakki), en þau svæði fylgja ekki Nesveiðum. Einnig tilheyrir Hrúthólmi, sem er ofan Grástraums, Jarlsstöðum, en Straumeyjar, sem eru fyrir landi Jarlsstaða, tilheyra Nesveiðum. Þar mega veiðimenn veiða úr eyjunum. Austurbakkinn til

móts við land Hólma­vaðs og Ytra-Fjalls fylgir ekki veiðunum.

Veiðileyfi

Frá hádegi 1. júlí til 20. september eru seldir þrír dagar í senn. Svæðinu er skipt í fjögur veiðisvæði og eru tvær stangir á svæði. Seldar eru 8 stangir á dag.

Veiðitími

Á fyrri hluta sumars er veiðitími kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00. Er sumri fer að halla er seinni vaktin færð framar.

Veiðireglur

Aðeins er leyfð fluguveiði og skal laxinum sleppt eftir viðureign. Skylduslepping er á öllum laxi. Viðkvæm náttúra svæðisins krefst varkárni af hendi veiðimanna en við Laxá er viðkvæmt fuglalíf. Gangið vel og snyrtilega um árbakkana. Bátar eru á nokkrum veiðistöðum.

Notkun báta er á eigin ábyrgð, vinsamlega notið vestin sem eru í veiðihúsinu.

Veiðihús

Veiðiheimilið Árnesi. Þar eru sjö tveggja manna herbergi með baði, auk tveggja eins manns herbergja. Skyldufæði er í húsinu. Veiðimenn mega koma í hús klukkustund áður en veiði hefst og skulu hafa rýmt herbergi sín klukku­stund eftir að veiði lýkur á brottfarardag. Verð á fæði og gistingu er 17.900 á mann á dag. Séu veiðimenn einir á stöng er verð fyrir fæði og gistingu 3.000 kr. hærra. Verði breytingar á virðisaukaskatti, eða

öðrum sköttum, á fæði og/eða gistingu í veiðihúsum áskilur SVFR sér rétt til þess að breyta verðum til samræmis.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Beygt er af Húsavíkurvegi nokkurn veginn gegnt Hafralækjarskóla og félagsheimilinu Ýdölum við bæjarmerki Árness og stendur veiðihúsið við bæjarstæðið. Frá Húsavík að Árnesi er um 15 mínútna akstur.

Umsjónarmaður:

Árni Pétur Hilmarsson, sími 866-3586. 1600 1400 1200 1000 800 600 400 200 0 ‘03

‘04

‘05

‘06

‘07

‘08

‘09

‘10

‘11

‘12

Laxá – Nesveiðar Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

4/7 - 7/7 8 37.900 7/7 - 9/7 8 49.900 9/7 - 15/7 8 52.900 27/8-30/8 5 66.700 12/9-15/9 8 41.600 15/9-18/9 8 39.500 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

55


Laxveiði

3

stangir

Eingöngu fluguveiði

Laxá í Aðaldal – Árbót og Tjörn

Á hagstæðu verði í mestu stórlaxaá landsins SVFR býður nú þriggja stanga svæði fyrir löndum Tjarnar og Árbótar, í Aðaldalnum miðjum. Veiðisvæðin eru gegnt hvort öðru, en þó er svæðið talsvert lengra Árbótarmegin. Hér er nóg pláss fyrir stangirnar þrjár enda flestir veiðistaðirnir ansi langir. Þetta svæði er frábær kostur fyrir þá sem vilja komast í mestu stórlaxa á landsins. Hér er aðgengi afar þægilegt, veiðmenn sjá sjálfir um sinn kost og gista í mjög vel útbúnu veiðihúsi með heitum potti. Á svæðinu eru þekktir veiðistaðir eins og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengur, Höskuldarvík, Bótarstrengur og Langaflúð. Veiðin sumarið 2011 á þessum svæðum var 53 laxar en minni árið 2012. Einstök náttúrufegurðin lætur engan ósnortinn og ekki skemmir stórlaxavonin. Þá hefur undanfarin sumur verið gnægð af silungi og urriða á þessu svæði.

sængurfatnað, handklæði og allar hreinlætisvörur. Ganga skal vel um og skal húsum ávallt skilað hreinum.

Veiðisvæði

Árni Pétur Hilmarsson, sími 866-3586.

Veiðisvæðið nær frá Tjarnarhólma að og með Birgisflúð Tjarnarmegin og frá Höskuldarvík niður að Bæjarklöpp Árbótamegin.

Veiðileyfi

Frá hádegi 1. júlí til 20. september eru seldir stakir dagar frá morgni til kvölds. Leyfilegt er að veiða á eina stöng Tjarnarmegin (vesturbakkinn) og tvær stangir Árbótarmegin (austurbakkinn).

Viðkvæm náttúra svæðisins krefst varkárni af hendi veiðimanna en við Laxá er viðkvæmt fuglalíf. Gangið vel og snyrtilega um árbakkana.

Veiðihús

Veiðimenn hafa aðgang að veiðihúsinu Lynghól. Húsið er í landi Knútsstaða og þar eru fimm herbergi með svefnaðstöðu fyrir tíu manns, heitur pottur og vel útbúið eldhús. Í húsinu eru sængur og koddar og þurfa veiðimenn að taka með sér

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Beygt er af Húsavíkurvegi við bæjarmerki Knútsstaða og er Lynghóll rautt hús á hægri hönd.

Umsjónarmaður:

Laxá, Tjarnarsvæði Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

1/7 - 20/7 3 19.900 21/7 - 25/8 3 23.900 26/8 - 5/9 3 19.900 6/8 - 20/9 3 15.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Veiðitími

Á fyrri hluta sumars er veiðitími kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00. Eftir 15. ágúst færist seinni vaktin fram um klukkutíma. Eftir 1. september er heimilt að breyta veiðitíma í 08.00-20.00 í samvinnu við veiðivörð eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

Leyfilegt agn

Eingöngu er leyfilegt að veiða á flugu, líkt og annars staðar við Laxá.

Veiðireglur

Aðeins er leyfð fluguveiði og skal laxinum sleppt eftir viðureign, undantekningalaust. Skyldu­ slepping er á öllum laxi. Leyfilegt er að veiða á eina stöng Tjarnarmegin (vesturbakkinn) og tvær stangir Árbótarmegin (austurbakkinn).

56

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


2

stangir

Selá í Álftafirði

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Á sér fastan aðdáendahóp Selá er vinsæl tveggja stanga á í sérlega fallegu umhverfi þar sem kyrrðin ein ríkir. Áin rennur um Starmýrardal í Álftafirði, rétt austan við Þvottárskriður, nánast mitt á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs. Áin lætur lítið yfir sér þar sem hún rennur undir brúna á þjóðvegi nr. 1, en um aðalveiðisvæðið hlykkjast hún um mjög fallegt umhverfi þar sem finna má kjarrivaxið gljúfur og líparítkletta.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Leyfilegt er að veiða á flugu og maðk en áin hentar sérlega vel til fluguveiða. Hafa byrjendur í fluguveiði náð undraverðum árangri sem sést best á fjölda maríulaxa. Náttúrulegur laxastofn er í ánni og hafa rannsóknir Veiðimálastofnunar sýnt að ágæt vaxtarskilyrði eru fyrir laxaseiði.

Ekið er eftir þjóðvegi nr. 1 fram hjá Höfn í Hornafirði, gegnum Lón, um Hvalnes- og Þvottárskriður þangað til komið er í Álftafjörð. Ekið er yfir brúna á Selá og áfram í um 10 km á þjóðvegi 1. Þá er beygt er til vinstri að Múla 3 og keyrt um hálfan kílómeter. Húsið er tvílyft, klætt með bárujárni.

Veiðisvæði

Upplýsingar og eftirlit

Öll áin sem er fiskgeng eða um 9 km með 20 veiðistöðum.

Veiðileyfi

Einn eða fleiri dagar frá hádegi til hádegis frá 1. júlí til 30. september. Stangirnar tvær eru ávallt seldar saman.

Veiðitími

Héraðsprent

Daglegur veiðitími er kl. 7.00–13.00 og 16.00– 22.00 daglega. Frá 8. ágúst er veitt kl. 7.00– 13.00 og 15.00–21.00.

Leyfilegt agn

Fluga og maðkur.

Haukur Elísson s. 844 6831

Veiðireglur

Veitt er frá morgni til kvölds.

Veiðihús

Aðstaða fyrir veiðimenn er í gömlu íbúðarhúsi sem er til afnota fyrir veiðimenn. Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund fyrir upphaf veiðitíma og ber að rýma það klukkutíma eftir að veiði lýkur á brottfarardagi. Þrífa ber veiðihúsið fyrir brottför og taka með sér allt rusl.

Breiðdalur

…brosir við þér

Selá í Álftafirði Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

1/7 - 14/7 2 13.800 14/7 - 21/7 2 20.200 21/7 - 28/7 2 24.800 28/7 - 9/9 2 29.900 9/9 - 16/9 2 15.900 16/9 - 30/9 2 12.700 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Verið velkomin austur! Welcome to east Iceland! Willkommen in Ostisland! Bienvenue dans l’est d’Islande!

www.breiddalur.is svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

57


Laxveiði

3

stangir

Sog – Alviðra

Allt löglegt agn leyfilegt

Felustaður stórlaxanna

Sumarið 2009 var gott veiðisumar í Soginu en þá veiddust 56 laxar í Alviðru. Sumarið 2010 var enn betra og veiddust 183 í Alviðru og sumarið 2011 komu 88 laxar í bókina í Alviðru. Síðastliðið sumar var eins og kunnugt er mun lakara veiðisumar en árin þar á undan og voru aðeins 18 laxar færðir til bóka. Sem er í raun grátlegt fyrir þetta fornfræga veiðisvæði því leitun er að fallegra veiðivatni. Alviðra er uppáhald margra stangveiðimanna því svæðið er ægifagurt og stórlaxarnir, sem sjást öðru hverju á „Öldunni“, hafa margri andvöku valdið. Hér, sem annars staðar í þessari mestu bergvatnsá landsins, er kjörið að kasta flugu, bæði stutt og langt.

Veiðisvæði

Vesturbakki Sogs í landi Alviðru og austurbakki neðan brúar við Þrastalund.

Veiðileyfi

Einn eða fleiri dagar í senn.

Veiðitími

Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00. Heimilt er að breyta veiðitíma eftir 1. september í 08.0020.00 í samvinnu við veiðivörð eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

Leyfilegt agn

Fluga, maðkur og spónn. Fram að 1. september er kvóti sex laxar á stöng á dag og eftir 1. september er kvóti tveir laxar á stöng á dag. Heimilt er að veiða og sleppa eftir að kvóta er náð. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa ávallt stórlaxi.

Veiðireglur

Veitt er frá morgni til kvölds. Gott veiðikort má prenta út af vef SVFR.

Veiðimenn athugið: 7., 8. og 9. júlí eru ekki til úthlutunar.

1400 1200 1000

Veiðimenn eru minntir á að gæta ýtrustu varkárni þegar vaðið er út í ána og nota björgunarvestin sem geymd eru í veiðihúsinu.

800

Veiðihús

200

Á Alviðru er glæsilegt veiðihús með þremur svefnherbergjum. Í húsinu er rafmagn og heitt vatn. Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund eftir að veiðitíma lýkur daginn fyrir veiðidag og ber að rýma það á sama tíma brottfarardag. Menn eru vinsamlega beðnir um að ræsta húsið vel fyrir brottför og taka með sér allt rusl. Veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað, mat og hreinlætis­ vörur. Á staðnum er gasgrill, sængur og koddar. Ef vandræði koma upp er varða veiðihúsið geta menn snúið sér til umsjónarmanns Alviðrunefndar. Hann hefur aðsetur á Alviðrubænum.

600 400 0 ‘03

‘04

‘05

‘06

‘07

‘08

‘09

‘10

‘11

‘12

Sog - Alviðra Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

24/6-6/7 3 19.900 10/7-13/7 3 28.800 14/7-31/8 3 32.000 1/9-10/9 3 24.500 11/9-24/9 3 19.200 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Veiðihúsið stendur rétt fyrir ofan vegamót Torfastaðavegar (leiðir merktar 350 og 35 áður en komið er að brúnni við Þrastalund). Ekið er frá Torfastaðavegi áleiðis upp heimreið að Alviðrubænum og síðan til hægri.

Veiðimenn athugið: Sogið er mikilvægt svæði í flóru SVFR. Þar máttu eiga von á stærri löxum en víðast hvar annarsstaðar, svæðið er nálægt höfuð­ borgar­ svæðinu, umhverfið stórfenglegt, veitt er frá morgni til kvölds, hægt er að kaupa einn dag eða fleiri og verð á veiðileyfum eru hófleg. Ef þú hefur ekki prófað Sogið áður þá skaltu láta verða af því sumarið 2013. Kvóti er 6 laxar á stöng á dag. Eftir 1. september er kvóti 2 laxar á stöng á dag.

58

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is



Laxveiði

Sog – Bíldsfell

Hér eru stórlaxar á sveimi Bíldsfellssvæðið er í huga margra einn samfelldur veiðistaður. Veiðilegir strengir, straumbrot og ólgur eru óteljandi og veiðimenn því ævinlega „rétt byrjaðir“ þegar veiðiferð lýkur. Síðastliðið sumar veiddust 135 laxar á stangirnar þrjár. Sumarið 2011 var gott í Soginu og í Bíldsfelli veiddust 405 laxar. Metsumarið 2010 veiddust 480 laxar í Bíldsfelli. Einnig er á svæðinu mikið af bleikju sem getur verið mjög stór. Margir veiðimenn heimsækja svæðið eingöngu til að gera út á bleikjuna. Í Soginu máttu eiga von á 20 pundurum, það veiddust þrír slíkir sumarið 2011 og einn 18 punda síðasta sumar. Veiðihúsið við Bíldsfell

hefur verið stækkað og nú fer enn betur um veiðimenn á þessu frábæra svæði.

Veiðisvæði

Vesturbakki Sogsins, frá útfalli við virkjunina að og með ármótum Tunguár.

Veiðileyfi

Einn eða fleiri dagar í senn.

Veiðitími

Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00. Heimilt er að breyta veiðitíma eftir 1. september í 08.0020.00 í samvinnu við veiðivörð eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

Leyfilegt agn

Fluga, maðkur og spónn. Fram að 1. september er kvóti sex laxar á stöng á dag og eftir 1. september er kvóti tveir laxar á stöng á dag. Heimilt er að veiða og sleppa eftir að kvóta er náð. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa ávallt stórlaxi.

Veiðireglur

Veitt er frá morgni til kvölds. Ekki er heimilt að veiða frá uppfyllingartanganum austan við rafstöðvarútfallið. Gott veiðikort má prenta út af vef SVFR. Veiðimenn eru minntir á að gæta ýtrustu varkárni þegar vaðið er út í ána og nota björgunarvestin sem geymd eru í veiðihúsinu.

Veiðihús

Á staðnum er afar gott veiðihús með þremur tveggja manna herbergjum. Ný og glæsileg viðbygging sem var tekin í notkun síðastliðið sumar og í því eru tvö tveggja manna herbergi.

60

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


3

stangir

Allt löglegt agn leyfilegt

VEIÐIMENN ATHUGIÐ Eftirfarandi dagar eru ekki til úthlutunar fyrir sumarið 2012 (eru dagar landeigenda): 24. júní 10.-13., 17.-19. og 25-27. júlí 14.-19. og 28.-31. ágúst 5.-7., 11.-13. og 17.-20. september

Sog - Bíldsfell Verð á stangardag Veiðidagar

Í húsinu er hiti, rafmagn og steypibað. Afar vel fer um veiðimenn í Bíldsfelli.

Nánari upplýsingar gefa Árni og Guðmundur Þorvaldssynir, í síma 482-2671.

Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund eftir að veiðitíma lýkur daginn fyrir veiðidag og ber að rýma það á sama tíma brottfarardag. Veiðimenn leggja sjálfir til mat, hreinlætisvörur, rúmföt og handklæði.

Leiðarlýsing að veiðihúsi

Á staðnum eru gasgrill, sængur og koddar. Menn eru beðnir um að þrífa húsið vel og taka allt rusl með sér er þeir yfirgefa húsið.

Ef komið er frá Reykjavík er beygt til vinstri upp Torfastaðaveg (vegur 350) áður en komið er að brúnni yfir Sogið hjá Þrastalundi. Að afleggjar­ anum að Bíldsfelli eru um 5 km. Sá afleggjari er ekinn alveg niður að á, þar sem veiðihúsið stendur.

Stangafj.

Félagsverð

25/6-30/6 3 27.500 1/7-7/7 3 33.500 8/7-9/7 3 39.900 14/7-16/7 3 47.400 20/7-24/7 3 47.400 28/7-13/8 3 47.400 20/8-27/8 3 47.400 1/9-4/9 3 39.900 8/9-10/9 3 39.900 14/9-16/9 3 35.800 21/9-24/9 3 35.800 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangveiðin á ÍSlandi 2012 Veiðisögur • Veiðisvæði • Veiðifréttir • Veiðimenn

VÖTN & VEIÐI Stangveiði á Íslandi 2012

VÖTN & VEIÐI Stangveiði á Íslandi 2012

Veiðisögur • Veiðisvæði • Veiðifréttir • Veiðimenn

Litróf Sími 563 6000 · litrof@litrof.is

Fæst á flestum bóksölustöðum

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

61


Laxveiði

1

stangir

Allt löglegt agn leyfilegt

Sog - Þrastalundur

Einnar stangar laxveiðisvæði

Þrastalundarsvæðið á sér marga fasta viðskiptavini sem þekkja svæðið og vita hvar ganga má að laxinum nánast sem vísum. Sumrin 2009 til 2011 voru afar góð í Soginu en 2012 var hins vegar fjarri því að vera eins gott og árin á undan. Þrastarlundur var engin undantekning en þó standa vonir til að næsta sumar verði veiðin aftur ásættanleg. Reyndar er léleg skráning afla viðvarandi vandamál á þessu svæði og ástæða til að minna veiðimenn á að skrá allan afla.

er að breyta veiðitíma eftir 1. september í 08.0020.00 í samvinnu við veiðivörð eða skrifstofu SVFR, ef allir handhafar veiðileyfis eru því samþykkir.

Svæðið er þægilegt yfirferðar og fagurt. Stórlaxar sjást öðru hverju í Kúagili og hafa margir veiðimenn lent í ævintýrum hér. Hér, sem annars staðar í þessari mestu bergvatnsá landsins, er kjörið að kasta flugu, bæði stutt og langt. Einn eða fleiri dagar í senn frá morgni til kvölds.

Fluga, maðkur og spónn. Fram að 1. september er kvóti sex laxar á stöng á dag og eftir 1. september er kvóti tveir laxar á stöng á dag. Heimilt er að veiða og sleppa eftir að kvóta er náð. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa ávallt stórlaxi.

Veiðitími

Veiðireglur

Veiðisvæði

Austurbakki Sogsins í landi Þrastalundar, ofan brúarinnar við Þrastalund. Frá vík við tjaldstæði niður að brú.

Veiðileyfi

Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00. Heimilt

Leyfilegt agn

Veitt er frá morgni til kvölds. Gott veiðikort má prenta út af vef SVFR. Veiðimenn eru minntir á að gæta ýtrustu varkárni þegar vaðið er út í ána og nota björgunarvestin sem geymd eru í veiðihúsinu í Alviðru.

Veiðihús

Þrastalundarsvæðinu fylgir ekki veiðihús. Í veit­ inga­skálanum í Þrastalundi geta veiðimenn fengið veitingar.

Leiðarlýsing að veiðisvæðinu

Ekið er sem leið liggur til Selfoss. Áður en komið er að Selfossi er beygt til vinstri áleiðis upp í Gríms­nesið. Veiðisvæðið er ofan við brúna yfir Sogið, við veitingaskálann í Þrastalundi. Veiði­ bók er á staur við Kúagil við göngustíg að veiðisvæðum. Sog - Þrastalundur Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

24/6-4/7 1 19.900 5/7-13/7 1 25.900 14/7-31/8 1 27.900 1/9-24/9 1 19.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

62

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


iPad 4

Tvöfalt hraðari og ótrúlega skarpur.

iPad mini

Haltu á hinum stafræna heimi í einu undratæki sem smellpassar í lófann.

Laugavegi 182

Opnunartímar Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 Sími 512 1300 | www.epli.is

Smáralind

Opnunartímar Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1300 | www.epli.is


Hvers vegna …

... ætti ég að gerast félagi í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur? Stangaveiði er góð íþrótt og fjölskylduvæn. Hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur áttu möguleika á að fá veiðileyfi í mjög fjölbreyttum ám og vötnum. Raunar er úrvalið svo mikið að enginn einn aðili annar á landinu býður upp á jafn fjölbreytta valkosti eins og SVFR. Félagið býður þó ekki bara veiðileyfi til sölu því í félaginu er öflugt fræðslustarf og í gegnum barna- og unglingastarfið hafa ótal margir veiðimenn stigið sín fyrstu skref í veiðinni. 1. Ódýrari veiðileyfi 2. Öflugt barna- og unglingastarf 3. Forgangur að veiðileyfum í fjölmörgum góðum lax- og silungsveiðiám 4. Elliðaárnar 5. Veiðikortið með afslætti 6. Fréttabréf SVFR – Veiðifréttir 7. 2-3 tölublöð af tímaritinu Veiðimaðurinn árlega 8. Aðgangur að skemmti- og kynningarkvöldum félagsins 9. Aðgangur að skemmtilegum félagsskap veiðimanna

64

Félagsaðild í SVFR er með þrennum hætti: 17 ára og yngri 18-66 ára 67 ára og eldri Hægt er að sækja um fjölskylduaðild hjá SVFR. Þá greiðir fyrsti fjölskyldumeðlimur fullt félagsgjald en maki og börn aðeins brot af gjöldum. Skilyrði þess að fjölskylduaðild sé samþykkt er að allir aðilar eigi sameiginlegt aðsetur og að aðeins eitt eintak Veiðimanns ins og Veiðifrétta sé sent á heimilið. Vinsamlegast sækið um fjölskylduaðild á skrifstofu SVFR með því að fylla út eyðublöð sem þar fást. Nýr félagsmaður, sem gengur í félagið eftir 1. nóvember og fram að úthlutun veiðileyfa, greiðir bæði inntöku- og félagsgjald fyrir yfirstandandi ár. Eftir úthlutun greiðir nýr félagi aðeins inntökugjald fyrir viðkomandi ár, enda hefur hann misst af úthlutun veiðileyfa fyrir næsta sumar.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013 svfr.is


Úthlutunarreglur

6. VÆGI UMSÓKNA

Vægi umsókna er reiknað þannig út: A-umsókn gefur fimm stig, B-umsókn gefur fjögur stig, C-umsókn gefur þrjú stig, D-umsókn gefur tvö stig og E-umsókn eitt stig. Ef um hópumsókn er að ræða, þ.e. veiðifélagar vísa hver í annan 1. SKILAFRESTUR og sækja saman um allar stangir veiðisvæðisins, Umsóknir skulu berast skrifstofu SVFR fyrir lok fæst eitt aukastig fyrir umsóknina. skilafrests sem auglýstur er með úthlutunar­ gögnum. Umsóknir, sem berast eftir að skila­ Um úthlutun í Norðurá I gildir að stöngunum tólf er frestur rennur út, koma til úthlutunar eftir að skipt í þrjú fjögurra stanga hólf. Fjórar umsóknir, annarri úthlutun er lokið. sem vísa hver í aðra, mynda því hópumsókn í

veiðileyfa 2. ÚTHLUTUN

Úthlutun veiðileyfa til félaga í SVFR fer fram í desember eða janúar ár hvert. Þar sem biðlisti myndast skal skrifstofa endurúthluta óstaðfestum stöngum.

3. LEIÐBEININGAR VEGNA UMSÓKNA

Stjórn félagsins útfærir leiðbeiningar sem fylgja munu umsóknargögnum ár hvert. Þar skal koma fram ýmis tölfræði til að aðstoða umsækjendur við gerð umsókna.

4. EIN UMSÓKN – EIN STÖNG

7. UMSÓKNIR EINSTAKLINGA

Ef einstaklingur sækir um eina stöng á tilteknu veiðisvæði á A-umsókn sinni, þá skal honum heimilt að nýta B-umsókn sína til að sækja um aðra stöng á sama svæði. Skal slík umsókn metin jafngild hópumsókn tveggja einstaklinga sem leggja inn A- og B-umsókn og benda hvor á annan.

Til skýringa á stigagjöf:

Sami aðili sækir um báðar stangirnar í Andakílsá, A-umsókn og B-umsókn. Umsóknin fær 9 stig Norðurá I. Tólf stanga hópumsókn hefur þó forgang og eitt aukastig sem hópumsókn eða samtals á þrjár fjögurra stanga umsóknir. 10 stig. Til að hópur veiðifélaga eigi möguleika á að fá úthlutað öllum stöngum í vinsælli þriggja stanga 8. JAFNSTERKAR UMSÓKNIR á þarf því þrjár umsóknir sem vísa hver í aðra. Í þeim tilvikum þar sem aðilar hafa gefið upp Öflugustu umsóknirnar ganga fyrir varðandi varadagsetningar, er úthlutunarmönnum heimilt að færa hópinn á umræddar varadagsetningar úthlutun. til að koma í veg fyrir drátt, án þess að hafa Vægi umsókna margfaldast ekki þó að umsóknir samband við hlutaðeigandi. séu fleiri en stangafjöldi, þ.e. sex A-umsóknir um þrjár stangir í einn dag eru ekki sterkari en Ef umsóknir eru jafnsterkar, skal hafa samband við alla aðila eða tengiliði veiðihópa, þeim gerð þrjár A-umsóknir. grein fyrir stöðunni og athugað hvort einhverjir Til SKÝRINGAR á STIGAGJÖF UMSÓKNA geti fært sig. Ef svo er ekki skal draga um hver eru þrjú DÆMI hér að NEÐAN: umsóknanna hljóti úthlutun. Metið er af Sótt er um allar stangirnar fjórar í Gufudalsá umsjónarmanni ársvæðis hvort fulltrúum allra tiltekna dagsetningu. umsókna skuli gefinn kostur á að vera viðstaddir þegar dregið er. Náist ekki í alla fulltrúa, eða 1. Fjórir einstaklingar sækja um með þeir mæta ekki, skal starfsmaður skrifstofu eða A-umsókn. stjórnarmaður mæta í þeirra stað. Umsóknin fær 20 stig. 5+5+5+5=20.

Hver félagsmaður á rétt á einni stöng til úthlutunar eða öllu heldur einni stöng í samræmi við þá tímalengd (sölueiningu) sem miðað er við í þeirri á sem um ræðir (eins dags veiði, tveggja daga holl eða þriggja daga holl) fyrir hverja umsókn sem hann skilar inn, svo fremi sem vægi annarra umsókna sé ekki meira og að framboð veiðileyfa sé fullnægjandi. 2. Fjórir veiðifélagar sækja um saman með A-umsókn.(hópumsókn) 5. FORGANGSRÖÐUN UMSÓKNA Umsóknin fær 21 stig. 5+5+5+5+1=21. Byrja skal á að úthluta sterkustu umsókninni (hóp- eða einstaklingsumsókn) um daga eða 3. Tveir veiðifélagar sækja um með A-umsókn og tveir með B-umsókn. veiðitímabil á hverju veiðisvæði. (hópumsókn) Heimilt skal að flytja til veikari umsókn fyrir Umsóknin fær 19 stig. 5+5+4+4+1=19. sterkari, innan sama veiðisvæðis, en jafnan skal reynt að hafa samband við viðkomandi veiðimenn Í þessu tiltekna dæmi er hópur 2 með 21 stig og fær því úthlutunina. (eða tengiliði veiðihópa) og bera slíkan flutning undir þá, ef í þá næst.

9. SÉRREGLUR UM EINSTÖK VEIÐISVÆÐI

Stjórn SVFR er heimilt að útfæra sértækar reglur sem gilda fyrir tiltekin veiðisvæði en slíkar reglur skal ávallt kynna í söluskrá með því ársvæði sem um er rætt.

10. VAFAATRIÐI

Sé félagsmaður SVFR óánægður með úthlutun sína getur hann, undir umsjón forsvarsmanns úthlutunar á viðkomandi ársvæði, fengið að skoða meðhöndlun umsóknar sinnar. Stjórn SVFR ber ábyrgð á úthlutun veiðileyfa og úrskurðar um vafaatriði. Þannig lagt fram og samþykkt í september 2010. Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2013

65


Hítará +0,3 Gljúfurá +0,29 Norðurá +0,29 Straumar +0,29 Leirvogsá 0.00

Elliðaár 0.00 Selá í Álftafirði -1,40 (miðað við Papey) Sogið -0,32 Hólsá -0,35

Þverá -0,35 Eldvatnsbotnar -0,40 Tungufljót -0,42 Víkurá í Hrútafirði +3,48

Meðalmunur flóðs og fjöru í Reykjavík er 3,8m í stórstreymi en 1,7m í smástreymi. Til að finna hvenær háflóð

Laxá í Aðaldal +5,10 Fnjóská +4,33 Hjaltadalsá og Kolka +3,50 Krossá +0,42 Fáskrúð +0,32

Frávik frá flóðatöflu fyrir helstu ársvæði SVFR

JÚNÍ Maí Júní Maí Júní Maí Júní

217 2 17 217 17 217 217 2

217 2 17 217 17 217 17 2

17 2

17

16

0,6 3,8 0,8 3,4 0,9 3,5 1,1 3,2

0545 3,8 0545 3,7 3,8 0510 0545 3,7 3,8 0559 0510 05453,6 3,7 3,8 0510 0545 3,6 3,7 0522 0559 3,8 05103,7 3,6 3,7 0522 0559 05103,7 3,6 0049 0522 3,7 05590,6 3,6 0049 0522 05590,6 3,7 0042 0049 3,6 05220,1 0,6 0042 3,7 0049 0522 0,1 0,6 0106 0042 3,7 00490,6 0,1 0,6 0042 0049 0,6 0,1 0116 0106 0,6 00420,0 0,6 0116 0,1 0106 0042 0,0 0,6 0144 0116 0,1 01060,4 0,0 0,6 0116 0106 0,4 0,0 0216 0144 0,6 01160,1 0,4 0216 0,0 0144 0116 0,1 0,4 0219 0216 0,0 01440,3 0,1 0,4 0216 0144 0,3 0,1 0259 0219 0,4 02160,6 0,3 0259 0,1 0219 0216 0,6 0,3 0259 0,1 0219 0,6 0259 0219 0,6 0,3 0259 0,6 0259 93,8 24 90,20510 24 90,3 924 9 924 90559 24 924 24 90,2 24 9 24 90,2 924 93,7 24 924 24 93,9 24 924 9 924 90106 24 924 24 94,1 24 924 9 924 90144 24 924 24 94,1 24 924 9 924 90219 24 924 24 93,8 24 24 9 24 90,3 24 0,21156 1126 1156 0,2 1126 1156 0,3 0,2 1206 1126 1156 0,4 0,3 1206 0,2 1126 1156 0,4 0,3 1137 1206 0,2 1126 0,4 0,3 1137 1206 1126 0,4 0652 1137 0,3 1206 3,5 0,2 0,4 0652 1137 1206 3,5 0,2 0644 0652 0,4 1137 3,5 0644 0,2 0652 1137 3,9 3,5 0708 0644 0,2 0652 3,5 3,9 0708 3,5 0644 0652 3,5 3,9 0719 0708 3,5 0644 3,5 0719 3,9 0708 0644 4,1 3,5 0747 0719 3,9 0708 3,8 4,1 0747 3,5 0719 0708 3,8 4,1 0822 0747 3,5 0719 3,8 0822 4,1 0747 0719 4,1 3,8 0825 0822 4,1 0747 4,0 4,1 0825 3,8 0822 0747 4,0 4,1 0911 0825 3,8 0822 4,0 0911 4,1 0825 0822 3,8 4,0 0911 4,1 0825 3,8 4,0 0911 0825 3,8 4,0 091124 3,8 0911

0016 0,2 0016 3,9 0,2 0549 0016 3,9 0,2 0031 0549 00160,4 3,9 0031 0,2 0549 0016 0,4 3,9 0009 0031 0,2 05490,2 0,4 3,9 0009 0031 05490,2 0,4 0123 0009 3,9 00310,6 0,2 0,4 0123 0009 00310,6 0,2 0130 0123 0,4 00090,0 0,6 0130 0,2 0123 0009 0,0 0,6 0137 0130 0,2 01230,6 0,0 0137 0,6 0130 0123 0,6 0,0 0200 0137 0,6 01300,0 0,6 0200 0,0 0137 0130 0,0 0,6 0215 0200 0,0 01370,4 0,0 0215 0,6 0200 0137 0,4 0,0 0255 0215 0,6 02000,3 0,4 0255 0,0 0215 0200 0,3 0,4 0256 0255 0,0 02150,5 0,3 0256 0,4 0255 0215 0,5 0,3 0337 0256 0,4 02550,9 0,5 0337 0,3 0256 0255 0,9 0,5 0337 0,3 0256 0,9 0,5 0337 0256 0,9 0,5 0337 0,9 0337 100,2 25 103,90549 25 10 10 25 10 10 25 10 25 10 25 25 10 25 10 25 10 10 25 10 25 10 25 25 10 25 10 25 10 10 25 10 25 10 25 25 10 25 10 25 10 10 25 10 25 10 25 25 10 25 10 25 10 10 25 10 25 10 25 25 10 25 25 10 25 10 25 3,90621 1203 0621 0,1 3,9 1203 0621 0,1 3,9 0635 1203 0621 3,6 0,1 0635 3,9 1203 0621 3,6 0,1 0608 0635 3,9 1203 3,9 3,6 0,1 0608 0635 1203 3,9 3,6 0727 0608 0,1 0635 3,5 3,9 3,6 0727 0608 0635 3,5 3,9 0733 0727 3,6 0608 4,0 3,5 0733 3,9 0727 0608 4,0 3,5 0740 0733 3,9 0727 3,5 4,0 0740 3,5 0733 0727 3,5 4,0 0804 0740 3,5 0733 4,1 3,5 0804 4,0 0740 0733 4,1 3,5 0819 0804 4,0 0740 3,8 4,1 0819 3,5 0804 0740 3,8 4,1 0904 0819 3,5 0804 3,9 3,8 0904 4,1 0819 0804 3,9 3,8 0906 0904 4,1 0819 3,8 3,9 0906 3,8 0904 0819 3,8 3,9 0954 0906 3,8 0904 3,5 3,8 0954 3,9 0906 0904 3,5 3,8 0954 3,9 0906 3,5 3,8 0954 0906 3,5 3,8 095425 3,5 0954

11

12

13

14

15

9

10

11

12

13

14

15

823 8 23 823 23 823 8 23 8

823 8 23 823 23 823 823 8

823 8 23 823 23 823 823 8

722 7 22 722 22 722 722 7

823 8 23 823 23 823 823 8

722 7 22 722 22 722 722 7

823 8 23 823 23 823 23 8

722 7 22 722 22 722 22 7

23 8

22 7

21 6

23

22

21

30 15

0517 0,70517 0,7 0517 0,70517 0,7 0517 310,7 3,3112931 3,3112931 3,3 112931 3,3112931 3,3 1129

0517 1129

0,7 3,3

2359

3,42359

3,42359

3,4 2359

3,42359

3,4 2359

3,4

◑ F 1734◑ F0,91734◑ F0,91734◑ F0,9 1734◑ F0,91734◑ F0,9 1734 0,9

31

M

31

31

31

0045 2,90045 2,90045 0657 1,30657 1,30657 1324 3,01324 3,01324 1947 M 1,51947 M1,51947

2,8 1,5

1324 1520 1324 1520 3,0 1324 3,0 L3,1 1520 L 3,11520 L3,1 1520 3,1 L 3,0 L 3,1 L 3,11520 M3,0 M2151 1,5 1947 M1,5 2151 19471,5 1,5 1947 1,52151 1,5 1,5 2151 1,52151 1,5 2151 1,5

2,9 0045 2,9 0240 00452,80240 2,9 0045 0240 2,9 2,8 0240 2,80240 2,8 0240 31 3131 311,5 31 312,8 1,3 0657 1,3 0855 0657 0855 1,3 0657 1,50855 1,3 31 1,5 085531 1,5085531 1,5 0855

30 15 15 30 15 15 30 15 30 15 30 30 15 30 15 30 15 15 30 15 30 15 30 30 15 30 15 30 15 15 30 15 30 15 30 30 15 30 15 30 15 15 30 15 30 15 30 30 15 30 15 30 15 15 30 15 30 15 30 30 15 30 30 15

29 14 14 29 14 14 29 14 29 14 29 29 14 29 14 29 14 14 29 14 29 14 29 29 14 29 14 29 14 14 29 14 29 14 29 29 14 29 14 29 14 14 29 14 29 14 29 29 14 29 14 29 14 14 29 14 29 14 29 29 14 29 29 14

30 15

29 14

28 13

30

29

28

27

0310 0,80310 0,8 0332 0310 0,4 0,8 0332 0310 0,4 0,8 0329 0332 03100,9 0,4 0329 0,8 0332 0310 0,9 0,4 0419 0329 0,8 03320,5 0,9 0,4 0419 0329 03320,5 0,9 0432 0419 0,4 03290,9 0,5 0,9 0432 0419 03290,9 0,5 0543 0432 0,9 04190,8 0,9 0543 0,5 0432 0419 0,8 0,9 0442 0543 0,5 04320,9 0,8 0442 0,9 0543 0432 0,9 0,8 0554 0442 0,9 05431,1 0,9 0554 0,8 0442 0543 1,1 0,9 0602 0554 0,8 04421,1 1,1 0602 0,9 0554 0442 1,1 1,1 0112 0602 0,9 05542,7 1,1 0112 1,1 0602 0554 2,7 1,1 0218 0112 1,1 06023,1 2,7 0218 1,1 0112 0602 3,1 2,7 0316 0218 1,1 01122,9 3,1 0316 2,7 0218 0112 2,9 3,1 0316 2,7 0218 2,9 3,1 0316 0218 2,9 3,1 0316 0916 3,30916 3,3 0940 0916 3,5 3,3 0940 0916 3,5 3,3 0936 0940 09163,1 3,5 0936 3,3 0940 0916 3,1 3,5 1029 0936 3,3 09403,4 3,1 3,5 1029 0936 09403,4 3,1 1042 1029 3,5 09363,1 3,4 3,1 1042 1029 09363,1 3,4 1158 1042 3,1 10293,2 3,1 1158 3,4 1042 1029 3,2 3,1 1055 1158 3,4 10423,3 3,2 1055 3,1 1158 1042 3,3 3,2 1215 1055 3,1 11583,1 3,3 1215 3,2 1055 1158 3,1 3,3 1232 1215 3,2 10553,2 3,1 1232 3,3 1215 1055 3,2 3,1 0725 1232 3,3 12151,6 3,2 0725 3,1 1232 1215 1,6 3,2 0838 0725 3,1 12321,2 1,6 0838 3,2 0725 1232 1,2 1,6 0926 0838 3,2 07251,4 1,2 0926 1,6 0838 0725 1,4 1,2 0926 1,6 0838 1,4 1,2 0926 0838 1,4 1,2 0926 1518 0,81518 0,8 1543 1518 0,5 0,8 1543 1518 0,5 0,8 1536 1543 15181,0 0,5 1536 0,8 1543 1518 0,5 1631 1536 0,8 1543 1,0 0,5 1631 1536 1543 0,7 1,0 1647 1631 0,5 1536F1,1 0,7 1,0 1647 1631 1536F 1,1 0,7 1807 1647 1,0 16311,1 1,1 0,7 1647 1631 1,1 1,1 1707 1807 0,7 16471,0 1,1 1707 1,1 1807 1647 1,0 1,1 1829 1707 1,1 18071,3 1,0 1829 1,1 1707 1807 1,3 1,0 1856 1829 1,1 17071,3 1,3 1856 1,0 1829 1707 1,3 1359 1856 1,0 1829 1,3 1359 1,3 1856 1829 1,3 1504 1359 1,3 1856F 3,4 2,9 1504 1,3 1359 1856 3,4 1537 1504 1,3 13593,2 3,4 2,9 1504 1359 3,2 3,4 1537 2,9 1504 3,2 3,4 1537 1504 3,2 3,4 1537 FM1,0 FM0,7 FM F 1807 FF 1,3 F F2,9 F 2,9 F 2,9 F1537 M Þ M Þ M M Þ M M Þ M Þ Þ L L M ◑ L S ◑ S L M ◑ S L M ◑ S L Þ M ◑ S Þ M ◑ S F Þ M F Þ M Þ Þ S F S F M S M S M S M S M 2135 3,42135 3,4 2208 2135 3,7 3,4 2208 2135 3,7 3,4 2154 2208 21353,4 3,7 2154 3,4 2208 2135 3,4 3,7 2257 2154 3,4 22083,6 3,4 3,7 2257 2154 22083,6 3,4 2302 2257 3,7 21543,3 3,6 3,4 2302 2257 21543,3 3,6 2302 3,4 2257 3,3 3,6 2302 2257 3,3 2317 3,6 23023,32317 3,3 2302 3,32317 3,3 3,3 2317 3,32317 3,3 2317 2033 3,3 1,62033 1,6 2131 2033 1,0 1,6 2131 2033 1,0 1,6 2202 2131 20331,3 1,0 2202 1,6 2131 2033 1,3 1,0 2202 1,6 2131 1,3 1,0 2202 2131 1,3 1,0 2202

29 14

28 13 13 28 13 13 28 13 28 13 28 28 13 28 13 28 13 13 28 13 28 13 28 28 13 28 13 28 13 13 28 13 28 13 28 28 13 28 13 28 13 13 28 13 28 13 28 28 13 28 13 28 13 13 28 13 28 13 28 28 13 28 28 13

27 12

26

0234 0,50234 0,5 0239 0234 0,2 0,5 0239 0234 0,2 0,5 0250 0239 02340,7 0,2 0250 0,5 0239 0234 0,7 0,2 0323 0250 0,5 02390,3 0,7 0,2 0323 0250 02390,3 0,7 0348 0323 0,2 02500,8 0,3 0,7 0348 0323 02500,8 0,3 0449 0348 0,7 03230,6 0,8 0449 0,3 0348 0323 0,6 0,8 0358 0449 0,3 03480,7 0,6 0358 0,8 0449 0348 0,7 0,6 0501 0358 0,8 04490,8 0,7 0501 0,6 0358 0449 0,8 0,7 0458 0501 0,6 03580,9 0,8 0458 0,7 0501 0358 0,9 0,8 0606 0458 0,7 05011,4 0,9 0606 0,8 0458 0501 1,4 0,9 0050 0606 0,8 04583,0 1,4 0050 0,9 0606 0458 3,0 1,4 0153 0050 0,9 06062,7 3,0 0153 1,4 0050 0606 2,7 3,0 0153 1,4 0050 2,7 3,0 0153 0050 2,7 3,0 0153 0840 3,50840 3,5 0844 0840 3,8 3,5 0844 0840 3,8 3,5 0856 0844 08403,3 3,8 0856 3,5 0844 0840 3,3 3,8 0931 0856 3,5 08443,6 3,3 3,8 0931 0856 08443,6 3,3 0955 0931 3,8 08563,2 3,6 3,3 0955 0931 08563,2 3,6 1101 0955 3,3 09313,4 3,2 1101 3,6 0955 0931 3,4 3,2 1006 1101 3,6 09553,3 3,4 1006 3,2 1101 0955 3,3 3,4 1117 1006 3,2 11013,3 3,3 1117 3,4 1006 1101 3,3 3,3 1120 1117 3,4 10063,3 3,3 1120 3,3 1117 1006 3,3 3,3 1236 1120 3,3 11173,0 3,3 1236 3,3 1120 1117 3,0 3,3 0706 1236 3,3 11201,3 3,0 0706 3,3 1236 1120 1,3 3,0 0808 0706 3,3 12361,6 1,3 0808 3,0 0706 1236 1,6 1,3 0808 3,0 0706 1,6 1,3 0808 0706 1,6 1,3 0808 1443 0,61443 0,6 1450 1443 0,3 0,6 1450 1443 0,3 0,6 1456 1450 14430,8 0,3 1456 0,6 1450 1443 0,8 0,3 1534 1456 0,6 14500,4 0,8 0,3 1534 1456 14500,4 0,8 1557 1534 0,3 14560,9 0,4 0,8 1557 1534 14560,9 0,4 1706 1557 0,8 15340,8 0,9 1706 0,4 1557 1534 0,8 0,9 1614 1706 0,4 15570,9 0,8 1614 0,9 1706 1557 0,9 0,8 1726 1614 0,9 17061,1 0,9 1726 0,8 1614 1706 1,1 0,9 1738 1726 0,8 16141,2 1,1 1738 0,9 1726 1614 1,2 1,1 1858 1738 0,9 17261,6 1,2 1858 1,1 1738 1726 1,6 1,2 1341 1858 1,1 17383,2 1,6 1341 1,2 1858 1738 3,2 1,6 1432 1341 1,2 18583,0 3,2 1432 1,6 1341 1858 3,0 3,2 1432 1,6 1341 3,0 3,2 1432 1341 3,0 3,2 1432 S S S S S M S M S Þ M S Þ M S M Þ M M Þ M F M Þ F M Þ L F M L F M L F L F ◑ M L ◑ M S L ◐ ◑ M M S ◐ ◑ M M ◐ F ◑ M M ◐ F ◑ M M L F ◐ M L F ◐ M S L F S L F S L S L S 2056 3,62056 3,6 2110 2056 4,0 3,6 2110 2056 4,0 3,6 2112 2110 20563,5 4,0 2112 3,6 2110 2056 3,5 4,0 2158 2112 3,6 21103,9 3,5 4,0 2158 2112 21103,9 3,5 2212 2158 4,0 21123,4 3,9 3,5 2212 2158 21123,4 3,9 2327 2212 3,5 21583,5 3,4 2327 3,9 2212 2158 3,5 3,4 2224 2327 3,9 22123,4 3,5 2224 3,4 2327 2212 3,4 3,5 2343 2224 3,4 23273,2 3,4 2343 3,5 2224 2327 3,2 3,4 2347 2343 3,5 22243,2 3,2 2347 3,4 2343 2224 3,2 3,2 2347 3,4 2343 3,2 3,2 2347 2343 3,2 2011 3,2 23471,32011 3,2 2347 1,3 2108 2011 3,2 1,5 1,3 2108 2011 1,5 1,3 2108 2011 1,5 1,3 2108 2011 1,5 1,3 2108

28 13

27 12 12 27 12 12 27 12 27 12 27 27 12 27 12 27 12 12 27 12 27 12 27 27 12 27 12 27 12 12 27 12 27 12 27 27 12 27 12 27 12 12 27 12 27 12 27 27 12 27 12 27 12 12 27 12 27 12 27 27 12 27 27 12

26 11

0200 0,40200 0,4 0152 0200 0,0 0,4 0152 0200 0,0 0,4 0214 0152 02000,6 0,0 0214 0,4 0152 0200 0,6 0,0 0230 0214 0,4 01520,1 0,6 0,0 0230 0214 01520,1 0,6 0308 0230 0,0 02140,8 0,1 0,6 0308 0230 02140,8 0,1 0358 0308 0,6 02300,3 0,8 0358 0,1 0308 0230 0,3 0,8 0319 0358 0,1 03080,6 0,3 0319 0,8 0358 0308 0,6 0,3 0414 0319 0,8 03580,5 0,6 0414 0,3 0319 0358 0,5 0,6 0407 0414 0,3 03190,7 0,5 0407 0,6 0414 0319 0,7 0,5 0506 0407 0,6 04141,2 0,7 0506 0,5 0407 0414 1,2 0,7 0541 0506 0,5 04071,2 1,2 0541 0,7 0506 0407 1,2 1,2 0025 0541 0,7 05062,7 1,2 0025 1,2 0541 0506 2,7 1,2 0025 1,2 0541 2,7 1,2 0025 0541 2,7 1,2 0025 0805 3,60805 3,6 0754 0805 3,9 3,6 0754 0805 3,9 3,6 0819 0754 08053,4 3,9 0819 3,6 0754 0805 3,4 3,9 0836 0819 3,6 07543,8 3,4 3,9 0836 0819 07543,8 3,4 0913 0836 3,9 08193,3 3,8 3,4 0913 0836 08193,3 3,8 1007 0913 3,4 08363,6 3,3 1007 3,8 0913 0836 3,6 3,3 0924 1007 3,8 09133,4 3,6 0924 3,3 1007 0913 3,4 3,6 1026 0924 3,3 10073,6 3,4 1026 3,6 0924 1007 3,6 3,4 1020 1026 3,6 09243,5 3,6 1020 3,4 1026 0924 3,5 3,6 1129 1020 3,4 10263,2 3,5 1129 3,6 1020 1026 3,2 3,5 1215 1129 3,6 10203,3 3,2 1215 3,5 1129 1020 3,3 3,2 0632 1215 3,5 11291,6 3,3 0632 3,2 1215 1129 1,6 3,3 0632 3,2 1215 1,6 3,3 0632 1215 1,6 3,3 0632 1410 0,41410 0,4 1403 1410 0,1 0,4 1403 1410 0,1 0,4 1420 1403 14100,6 0,1 1420 0,4 1403 1410 0,6 0,1 1441 1420 0,4 14030,2 0,6 0,1 1441 1420 14030,2 0,6 1515 1441 0,1 14200,8 0,2 0,6 1515 1441 14200,8 0,2 1610 1515 0,6 14410,5 0,8 1610 0,2 1515 1441 0,5 0,8 1531 1610 0,2 15150,7 0,5 1531 0,8 1610 1515 0,7 0,5 1632 1531 0,8 16100,8 0,7 1632 0,5 1531 1610 0,8 0,7 1635 1632 0,5 15310,9 0,8 1635 0,7 1632 1531 0,9 0,8 1742 1635 0,7 16321,4 0,9 1742 0,8 1635 1632 1,4 0,9 1841 1742 0,8 16351,3 1,4 1841 0,9 1742 1635 1,3 1,4 1307 1841 0,9 17422,9 1,3 1307 1,4 1841 1742 2,9 1,3 1307 1,4 1841 2,9 1,3 1307 1841 2,9 1,3 1307 F F L F L F L F L L L S L S L M S L M S L Þ M S Þ M S F Þ M F Þ M F F Þ F F Þ L F F L F F S L F S L F Þ S L Þ S L ◑ M Þ S ◑ M Þ S ◑ M Þ ◑ M Þ ◑ M ◑ M F 2021 3,82021 3,8 2019 2021 4,2 3,8 2019 2021 4,2 3,8 2034 2019 20213,7 4,2 2034 3,8 2019 2021 3,7 4,2 2102 2034 3,8 20194,1 3,7 4,2 2102 2034 20194,1 3,7 2129 2102 4,2 20343,5 4,1 3,7 2129 2102 20343,5 4,1 2232 2129 3,7 21023,8 3,5 2232 4,1 2129 2102 3,8 3,5 2140 2232 4,1 21293,6 3,8 2140 3,5 2232 2129 3,6 3,8 2250 2140 3,5 22323,5 3,6 2250 3,8 2140 2232 3,5 3,6 2243 2250 3,8 21403,4 3,5 2243 3,6 2250 2140 3,4 3,5 2358 2243 3,6 22502,9 3,4 2358 3,5 2243 2250 2,9 3,4 2358 3,5 2243 2,9 3,4 2358 2243 2,9 1939 3,4 23581,71939 2,9 2358 1,71939 2,9 1,7 1939 1,71939

27 12

26 11 11 26 11 11 26 11 26 11 26 26 11 26 11 26 11 11 26 11 26 11 26 26 11 26 11 26 11 11 26 11 26 11 26 26 11 26 11 26 11 11 26 11 26 11 26 26 11 26 11 26 11 11 26 11 26 11 26 26 11 26 26 11

2,9 1,4

3,2 1537 3,2 M1,3 2202 1,3

2,9 0316 30 1,4 0926

2,7 1,6

1432 3,0 S3,0 1,5 2108 1,5

2,7 0153 29 1,6 0808

2,7 1,6

1,5 3,0 1,6

1,2 3,2 1,4 2,9

1307 2,9 L2,9 1,7 1939 1,7

2,7 0025 28 1,6 0632

27

1659 F1,4 2,9 2314

1,2 0421 26 3,2 1045

1606 M1,1 3,2 2218

1522 Þ0,8 3,4 2132

0,4 4,0 1443 0,5 M0,5 3,7 2052 3,7

0,4 0222 23 4,0 0831

0,2 4,2

1405 0,3 S0,3 4,0 2013 4,0

0,2 0146 22 4,2 0753

0,1 4,2 1327 0,1 L0,1 4,2 1935 4,2

0,1 0110 21 4,2 0715

1249 0,1 F0,1 4,3 1857 4,3

0,1 0033 20 4,2 0638

0126 0,20126 0,2 0108 0126 0,0 0,2 0108 0126 0,0 0,2 0140 0108 01260,5 0,0 0140 0,2 0108 0126 0,5 0,0 0141 0140 0,2 01080,0 0,5 0,0 0141 0140 01080,0 0,5 0231 0141 0,0 01400,7 0,0 0,5 0231 0141 01400,7 0,0 0308 0231 0,5 01410,2 0,7 0308 0,0 0231 0141 0,2 0,7 0243 0308 0,0 02310,6 0,2 0243 0,7 0308 0231 0,6 0,2 0328 0243 0,7 03080,3 0,6 0328 0,2 0243 0308 0,3 0,6 0325 0328 0,2 02430,6 0,3 0325 0,6 0328 0243 0,6 0,3 0418 0325 0,6 03280,9 0,6 0418 0,3 0325 0328 0,9 0,6 0432 0418 0,3 03250,9 0,9 0432 0,6 0418 0325 0,9 0,9 0517 0432 0,6 04181,5 0,9 0517 0,9 0432 0418 1,5 0,9 0517 0,9 0432 1,5 0,9 0517 0432 1,5 0,9 0517 1,5 0517 0731 3,80731 3,8 0709 0731 4,0 3,8 0709 0731 4,0 3,8 0744 0709 07313,5 4,0 0744 3,8 0709 0731 3,5 4,0 0744 0744 3,8 07093,9 3,5 4,0 0744 0744 07093,9 3,5 0836 0744 4,0 07443,4 3,9 3,5 0836 0744 07443,4 3,9 0915 0836 3,5 07443,8 3,4 0915 3,9 0836 0744 3,8 3,4 0847 0915 3,9 08363,5 3,8 0847 3,4 0915 0836 3,5 3,8 0937 0847 3,4 09153,8 3,5 0937 3,8 0847 0915 3,8 3,5 0932 0937 3,8 08473,6 3,8 0932 3,5 0937 0847 3,6 3,8 1035 0932 3,5 09373,4 3,6 1035 3,8 0932 0937 3,4 3,6 1058 1035 3,8 09323,4 3,4 1058 3,6 1035 0932 3,4 3,4 1148 1058 3,6 10353,0 3,4 1148 3,4 1058 1035 3,0 3,4 1148 3,4 1058 3,0 3,4 1148 1058 3,0 3,4 1148 3,0 1148 1338 0,31338 0,3 1320 1338 0,0 0,3 1320 1338 0,0 0,3 1347 1320 13380,5 0,0 1347 0,3 1320 1338 0,5 0,0 1351 1347 0,3 13200,1 0,5 0,0 1351 1347 13200,1 0,5 1437 1351 0,0 13470,7 0,1 0,5 1437 1351 13470,7 0,1 1518 1437 0,5 13510,3 0,7 1518 0,1 1437 1351 0,3 0,7 1452 1518 0,1 14370,6 0,3 1452 0,7 1518 1437 0,6 0,3 1543 1452 0,7 15180,5 0,6 1543 0,3 1452 1518 0,5 0,6 1545 1543 0,3 14520,7 0,5 1545 0,6 1543 1452 0,7 0,5 1644 1545 0,6 15431,1 0,7 1644 0,5 1545 1543 1,1 0,7 1720 1644 0,5 15451,2 1,1 1720 0,7 1644 1545 1,2 1,1 1808 1720 0,7 16441,6 1,2 1808 1,1 1720 1644 1,6 1,2 1808 1,1 1720 1,6 1,2 1808 1720 1,6 1,2 1808 1,6 1808 F 3,9 F1959 L 4,3 L4,3 FF M F F3,7 LF 3,7 L F3,8 ML 3,8 F 3,7 ML3,6 F2151 ÞM3,6 L 3,8 ÞM L2259 ÞFM M2330 SL 4,3 S L3,8 MS 3,8 MS4,3 M MS4,3 MM S FMM FM M M2101 F 4,0 F2201 ◐ ◐ FÞ3,2 ◑ ◐FF3,2 Þ 3,2 ◑◐F 3,2 FÞ3,2 ◑◐F F ◑◐F 3,2 F 2330 ◑ F 3,2 ◑F 1947 F 3,91947LF 3,9 1933 1947L F 4,3 3,9 1933 1947 1959 1933 1947 4,3 3,9 1933 1947 2009 1959 3,9 1933 3,8 2009 1959 1933 3,8 2050 2009 4,3 1959 3,7 4,3 3,8 2050 2009 1959 3,7 4,3 2139 2050 3,8 2009 4,0 3,7 2139 4,3 2050 2009 4,0 3,7 2101 2139 4,3 2050 4,0 3,7 2139 2050 2201 2101 3,7 2139 3,7 4,0 2101 2139 2151 2201 4,0 2101 3,8 3,7 2201 2101 2259 2151 3,7 2201 3,2 3,6 3,8 2151 2201 3,2 3,6 2330 2259 3,8 2151 3,2 3,6 2259 2151 2330 3,6 2259 2330 2259 3,2 3,2 2330

26 11

0051 0,20051 0,2 0028 0051 0,1 0,2 0028 0051 0,1 0,2 0106 0028 00510,4 0,1 0106 0,2 0028 0051 0,4 0,1 0054 0106 0,2 00280,1 0,4 0,1 0054 0106 00280,1 0,4 0157 0054 0,1 01060,6 0,1 0,4 0157 0054 01060,6 0,1 0218 0157 0,4 00540,0 0,6 0218 0,1 0157 0054 0,0 0,6 0210 0218 0,1 01570,6 0,0 0210 0,6 0218 0157 0,6 0,0 0244 0210 0,6 02180,1 0,6 0244 0,0 0210 0218 0,1 0,6 0248 0244 0,0 02100,5 0,1 0248 0,6 0244 0210 0,5 0,1 0335 0248 0,6 02440,6 0,5 0335 0,1 0248 0244 0,6 0,5 0339 0335 0,1 02480,7 0,6 0339 0,5 0335 0248 0,7 0,6 0421 0339 0,5 03351,2 0,7 0421 0,6 0339 0335 1,2 0,7 0421 0,6 0339 1,2 0,7 0421 0339 1,2 0,7 0421 0656 3,90656 3,9 0628 0656 4,0 3,9 0628 0656 4,0 3,9 0710 0628 06563,6 4,0 0710 3,9 0628 0656 3,6 4,0 0655 0710 3,9 06283,9 3,6 4,0 0655 0710 06283,9 3,6 0801 0655 4,0 07103,4 3,9 3,6 0801 0655 07103,4 3,9 0823 0801 3,6 06553,9 3,4 0823 3,9 0801 0655 3,9 3,4 0813 0823 3,9 08013,5 3,9 0813 3,4 0823 0801 3,5 3,9 0850 0813 3,4 08234,0 3,5 0850 3,9 0813 0823 4,0 3,5 0853 0850 3,9 08133,7 4,0 0853 3,5 0850 0813 3,7 4,0 0947 0853 3,5 08503,7 3,7 0947 4,0 0853 0850 3,7 3,7 0955 0947 4,0 08533,6 3,7 0955 3,7 0947 0853 3,6 3,7 1045 0955 3,7 09473,2 3,6 1045 3,7 0955 0947 3,2 3,6 1045 3,7 0955 3,2 3,6 1045 0955 3,2 3,6 1045 1305 0,21305 0,2 1241 1305 0,0 0,2 1241 1305 0,0 0,2 1314 1241 13050,4 0,0 1314 0,2 1241 1305 0,4 0,0 1305 1314 0,2 12410,0 0,4 0,0 1305 1314 12410,0 0,4 1402 1305 0,0 13140,6 0,0 0,4 1402 1305 13140,6 0,0 1429 1402 0,4 13050,1 0,6 1429 0,0 1402 1305 0,1 0,6 1417 1429 0,0 14020,6 0,1 1417 0,6 1429 1402 0,6 0,1 1456 1417 0,6 14290,2 0,6 1456 0,1 1417 1429 0,2 0,6 1504 1456 0,1 14170,6 0,2 1504 0,6 1456 1417 0,6 0,2 1556 1504 0,6 14560,8 0,6 1556 0,2 1504 1456 0,8 0,6 1615 1556 0,2 15040,9 0,8 1615 0,6 1556 1504 0,9 0,8 1659 1615 0,6 15561,4 0,9 1659 0,8 1615 1556 1,4 0,9 1659 0,8 1615 1,4 0,9 1659 1615 1,4 0,9 1659 SF 4,1 S F3,8 LF 4,2 F 4,0 L F3,9 F1925 SL 3,9 F 4,2 SL4,3 F4,2 ÞS L4,3 ÞS3,8 L MÞ S3,8 MÞ4,2 S2048 FM4,2 Þ 3,8 FM Þ2026 FF M F F4,1 M2113 F 3,8 F2109 MS 3,8 F 4,1 MS3,5 F2210 MM3,5 S 3,8 MM S2221 FMM FM M2314 FM M3,4 1913 F 4,01913FF 4,0 1851 1913F F 4,2 4,0 1851 1913 1925 1851 1913 4,2 4,0 1851 1913 1920 1925 4,0 1851 3,9 1920 1925 1851 3,9 2014 1920 4,2 1925 4,3 3,9 2014 1920 1925 4,3 2048 2014 3,9 1920 3,8 4,3 2014 1920 2026 2048 4,3 2014 3,8 4,2 3,8 2048 2014 3,8 4,2 2113 2026 3,8 2048 3,8 4,2 2026 2048 2109 2113 4,2 2026 4,1 3,8 2113 2026 2210 2109 3,8 2113 3,8 4,1 2109 2113 2221 2210 4,1 2109 3,4 3,5 3,8 2210 2109 3,4 3,5 2314 2221 3,8 2210 2,9 3,4 3,5 2221 2210 2,9 3,4 2314 3,5 2221F2,9 2314 2221F 2,9 3,4 2314

0,21231 0,2 1813 1231 4,1 0,2 1813 1231 4,1 0,2 1241 1813 12310,4 4,1 1241 0,2 1813 1231 4,1 1220 1241 0,2 18130,1 0,4 1241 18130,1 0,4 1329 1220 4,1 12410,6 0,4 1220 12410,6 1341 1329 0,4 12200,1 1341 1329 1220 0,1 0,6 1343 1341 0,1 13290,5 0,1 0,6 1341 1329 1411 1343 0,6 13410,0 0,5 0,1 1343 1341 0,0 0,5 1427 1411 0,1 13430,5 0,0 0,5 1411 1343 1512 1427 0,5 14110,5 0,5 0,0 1427 1411 1523 1512 0,0 14270,6 0,5 0,5 1512 1427 1606 1523 0,5 15121,1 0,6 0,5 1523 1512 1606 0,5 1523 1,1 1606 1523 1,1 0,6 1606 M●L4,2 M ÞM ÞM MÞ M MÞ3,9 M1343 FM0,5 Þ 0,1 FM Þ1411 LF M L F3,9 M1427 SL 0,5 S L3,8 F1512 L1523 S1606 M ○● FM ○●FM ●○● FF M ●○F● FM ●○ LF0,4 F F 4,1 F1220 ○ F ○● L0,1 F1329 ○3,8 L0,1 ○0,6 L0,1 F 0,0 ÞS 0,5 L 0,5 Þ S3,7 MÞ 0,6 S 0,5 MÞ3,2 M1,1 Þ 0,6 M3,2 Þ0,6 M3,2 4,01839 4,01839 4,0 1839 4,0 1852 1839 3,9 1852 4,0○ 1839 3,9 1834 1852 4,0○●L○ 4,2 3,9 1834 1852 3,9 1940 1834 1852 3,8 4,2 3,9 1940 1834 1852 4,2 1958 1940 3,9 1834 4,3 3,8 1958 4,2 1940 1834 4,3 3,8 1953 1958 4,2 1940 4,3 1953 3,8 1958 1940 3,9 4,3 2027 1953 3,8 1958 4,3 3,9 2027 4,3 1953 1958 4,3 3,9 2032 2027 4,3 1953 4,3 2032 3,9 2027 1953 3,9 4,3 2125 2032 3,9 2027 3,9 2125 4,3 2032 2027 3,8 3,9 2126 2125 4,3 2032 3,8 2126 3,9 2125 2032 3,7 3,8 2218 2126 3,9 2125 3,7 2218 3,8 2126 2125 3,2 3,7 2218 3,8 2126 3,7 2218 2126 3,7 2218

Þ

0016 0621 1231 ● 1839

823 8

722 7 22 722 22 722 722 7

621 6 21 621 21 621 21 6

1736 1804 3,9 3,9 1736 1804 3,9 1817 1736 18043,9 3,9 3,9 1736 1804 3,9 3,9 1750 1817 3,9 17364,1 1750 1817 17364,1 1255 1750 3,9 18170,6 4,1 3,9 1255 1750 18170,6 4,1 1253 1255 3,9 17500,1 0,6 4,1 1255 1750 1311 1253 4,1 12550,6 0,1 0,6 1253 1255 0,6 0,1 1327 1311 0,6 12530,0 0,6 0,1 1311 1253 1354 1327 0,1 13110,4 0,0 0,6 1327 1311 0,4 0,0 1430 1354 0,6 13270,2 0,4 0,0 1354 1327 1440 1430 0,0 13540,4 0,2 0,4 1430 1354 1522 1440 0,4 14300,8 0,4 0,2 1440 1430 0,8 0,4 1522 0,2 1440 0,8 1522 1440 0,8 0,4 1522 ML 0,2 ML3,9 ÞM0,4 ÞM ÞM MÞ 3,9 Þ 3,9 Þ1817 FF M FF3,9 M3,9 SF F 3,9 F F 1253 ÞM0,1 S 0,6 ÞM S1311 MÞ M MÞ4,4 M1327 FM0,0 Þ 0,6 FM Þ1354 LF M L F4,1 M1430 F 0,4 F1440 L 0,2 L1522 M0,4 2350 MÞ 0,32350FM0,3 2350FM0,3 2350 0,32350 0,3 2350 1907 0,3 SF3,8 1907MS F 3,8 1909 1907MS 4,4 3,8 1909 1907 4,4 3,8 1921 1909 1907 3,9 4,4 1921 3,8 1909 1907 3,9 4,4 1941 1921 3,8 1909 3,9 1941 4,4 1921 1909 4,4 3,9 1959 1941 4,4 1921 4,0 4,4 1959 3,9 1941 1921 4,0 4,4 2043 1959 3,9 1941 4,0 2043 4,4 1959 1941 4,1 4,0 2043 2043 4,4 1959 4,1 2043 4,0 2043 1959 3,9 4,1 2132 2043 4,0 2043 3,4 3,9 2132 4,1 2043 2043 3,4 3,9 2132 4,1 2043Þ3,4 3,9 2132 2043Þ 3,4 3,9 2132

3,91804

23 8

Birt með leyfi Sjómælinga Íslands.

M

S

L

F

F

●M

Þ

0545 1156 1804

23 8

722 7 22 722 22 722 7 22 7

621 6 21 621 21 621 621 6

20

0505 3,70505 3,7 0431 0505 3,5 3,7 0431 0505 3,5 3,7 0521 0431 05053,5 3,5 0521 3,7 0431 0505 3,5 3,5 0436 0521 3,7 04313,6 3,5 3,5 0436 0521 04313,6 3,5 0014 0436 3,5 05210,7 3,6 3,5 0014 0436 05210,7 3,6 0554 0014 3,5 04363,8 0,7 0554 3,6 0014 0436 3,8 0,7 0033 0554 3,6 00140,7 3,8 0033 0,7 0554 0014 0,7 3,8 0031 0033 0,7 05540,1 0,7 0031 3,8 0033 0554 0,1 0,7 0114 0031 3,8 00330,5 0,1 0114 0,7 0031 0033 0,5 0,1 0136 0114 0,7 00310,0 0,5 0136 0,1 0114 0031 0,0 0,5 0146 0136 0,1 01140,3 0,0 0146 0,5 0136 0114 0,3 0,0 0222 0146 0,5 01360,4 0,3 0222 0,0 0146 0136 0,4 0,3 0222 0,0 0146 0,4 0,3 0222 0146 0,4 0,3 0222 1119 0,41119 0,4 1049 1119 0,6 0,4 1049 1119 0,6 0,4 1130 1049 11190,5 0,6 1130 0,4 1049 1119 0,5 0,6 1053 1130 0,4 10490,4 0,5 0,6 1053 1130 10490,4 0,5 0617 1053 0,6 11303,4 0,4 0,5 0617 1053 11303,4 0,4 1206 0617 0,5 10530,2 3,4 1206 0,4 0617 1053 0,2 3,4 0635 1206 0,4 06173,5 0,2 0635 3,4 1206 0617 3,5 0,2 0632 0635 3,4 12064,0 3,5 0632 0,2 0635 1206 4,0 3,5 0716 0632 0,2 06353,7 4,0 0716 3,5 0632 0635 3,7 4,0 0740 0716 3,5 06324,2 3,7 0740 4,0 0716 0632 4,2 3,7 0751 0740 4,0 07164,0 4,2 0751 3,7 0740 0716 4,0 4,2 0831 0751 3,7 07404,0 4,0 0831 4,2 0751 0740 4,0 4,0 0831 4,2 0751 4,0 4,0 0831 0751 4,0 4,0 0831 1727 3,71727 3,7 1659 1727 3,6 3,7 1659 1727 3,6 3,7 1741 1659 17273,8 3,6 1741 3,7 1659 1727 3,8 3,6 1706 1741 3,7 16593,9 3,8 3,6 1706 1741 16593,9 3,8 1221 1706 3,6 17410,6 3,9 3,8 1221 1706 17410,6 3,9 1821 1221 3,8 17064,3 0,6 1821 3,9 1221 1706 4,3 0,6 1238 1821 3,9 12210,6 4,3 1238 0,6 1821 1221 0,6 4,3 1242 1238 0,6 18210,1 0,6 1242 4,3 1238 1821 0,1 0,6 1322 1242 4,3 12380,4 0,1 1322 0,6 1242 1238 0,4 0,1 1350 1322 0,6 12420,0 0,4 1350 0,1 1322 1242 0,0 0,4 1403 1350 0,1 13220,3 0,0 1403 0,4 1350 1322 0,3 0,0 1443 1403 0,4 13500,5 0,3 1443 0,0 1403 1350 0,5 0,3 1443 0,0 1403 0,5 0,3 1443 1403 0,5 0,3 1443 ● ● ● ● ● ● ● ● ● M Þ M Þ M M Þ M M Þ M F M Þ F M Þ F L M F L M ○ ● S L F ○ S L F ○ M S L ○ M S L Þ ○ M S ● Þ ○ M S F Þ ● M F Þ M F F Þ F F Þ S F F S F F M S F M S F M S M S M 2338 0,42338 0,4 2312 2338 0,5 0,4 2312 2338 0,5 0,4 2355 2312 23380,5 0,5 2355 0,4 2312 2338 0,5 0,5 2324 2355 0,4 23120,4 0,5 0,5 2324 2355 23120,4 0,5 1833 2324 0,5 23553,8 0,4 0,5 1833 2324 23553,8 0,4 1833 0,5 2324 3,8 0,4 1833 2324 3,8 1849 0,4 18333,81849 3,8 1833 3,8 1856 1849 3,8 4,4 3,8 1856 1849 4,4 3,8 1928 1856 18494,0 4,4 1928 3,8 1856 1849 4,0 4,4 2001 1928 3,8 18564,3 4,0 2001 4,4 1928 1856 4,3 4,0 2005 2001 4,4 19284,0 4,3 2005 4,0 2001 1928 4,0 4,3 2052 2005 4,0 20013,7 4,0 2052 4,3 2005 2001 3,7 4,0 2052 4,3 2005 3,7 4,0 2052 2005 3,7 4,0 2052

722 7

621 6 21 621 21 621 621 6

20 5

0,1 4,2

8

M

22 7

621 6 21 621 21 621 621 6

520 5 20 520 20 520 20 5

19

8

22 7

621 6 21 621 21 621 6 21 6

520 5 20 520 20 520 520 5

19

0420 3,50420 3,5 0347 0420 3,2 3,5 0347 0420 3,2 3,5 0439 0347 04203,5 3,2 0439 3,5 0347 0420 3,5 3,2 0347 0439 3,5 03473,4 3,5 3,2 0347 0439 03473,4 3,5 0539 0347 3,2 04393,4 3,4 3,5 0539 0347 04393,4 3,4 0503 0539 3,5 03473,6 3,4 0503 3,4 0539 0347 3,6 3,4 0601 0503 3,4 05393,4 3,6 0601 3,4 0503 0539 3,4 3,6 0544 0601 3,4 05033,8 3,4 0544 3,6 0601 0503 3,8 3,4 0044 0544 3,6 06010,6 3,8 0044 3,4 0544 0601 0,6 3,8 0056 0044 3,4 05440,0 0,6 0056 3,8 0044 0544 0,0 0,6 0115 0056 3,8 00440,3 0,0 0115 0,6 0056 0044 0,3 0,0 0146 0115 0,6 00560,2 0,3 0146 0,0 0115 0056 0,2 0,3 0146 0,0 0115 0,2 0,3 0146 0115 0,2 0,3 0146 1038 0,61038 0,6 1009 1038 0,9 0,6 1009 1038 0,9 0,6 1051 1009 10380,6 0,9 1051 0,6 1009 1038 0,6 0,9 1007 1051 0,6 10090,7 0,6 0,9 1007 1051 10090,7 0,6 1145 1007 0,9 10510,6 0,7 0,6 1145 1007 10510,6 0,7 1117 1145 0,6 10070,4 0,6 1117 0,7 1145 1007 0,4 0,6 1204 1117 0,7 11450,7 0,4 1204 0,6 1117 1145 0,7 0,4 1156 1204 0,6 11170,3 0,7 1156 0,4 1204 1117 0,3 0,7 0646 1156 0,4 12043,6 0,3 0646 0,7 1156 1204 3,6 0,3 0659 0646 0,7 11564,2 3,6 0659 0,3 0646 1156 4,2 3,6 0719 0659 0,3 06464,0 4,2 0719 3,6 0659 0646 4,0 4,2 0753 0719 3,6 06594,2 4,0 0753 4,2 0719 0659 4,2 4,0 0753 4,2 0719 4,2 4,0 0753 0719 4,2 4,0 0753 1646 3,51646 3,5 1621 1646 3,3 3,5 1621 1646 3,3 3,5 1703 1621 16463,6 3,3 1703 3,5 1621 1646 3,6 3,3 1621 1703 3,5 16213,6 3,6 3,3 1621 1703 16213,6 3,6 1758 1621 3,3 17033,7 3,6 3,6 1758 1621 17033,7 3,6 1733 1758 3,6 16214,1 3,7 1733 3,6 1758 1621 4,1 3,7 1816 1733 3,6 17583,7 4,1 1816 3,7 1733 1758 3,7 4,1 1810 1816 3,7 17334,3 3,7 1810 4,1 1816 1733 4,3 3,7 1251 1810 4,1 18160,5 4,3 1251 3,7 1810 1816 0,5 4,3 1309 1251 3,7 18100,0 0,5 1309 4,3 1251 1810 0,0 0,5 1329 1309 4,3 12510,3 0,0 1329 0,5 1309 1251 0,3 0,0 1405 1329 0,5 13090,3 0,3 1405 0,0 1329 1309 0,3 0,3 1405 0,0 1329 0,3 0,3 1405 1329 0,3 0,3 1405 L L S L S L S S S M S M S Þ M S Þ M S M Þ M M Þ M F M Þ F M Þ L F M L F M S L F S L F ○ M S L ○ M S L ○ M M S M ○ M S F M ○ M F M ○ M F M F M F F L L S 2257 0,62257 0,6 2232 2257 0,8 0,6 2232 2257 0,8 0,6 2317 2232 22570,6 0,8 2317 0,6 2232 2257 0,6 0,8 2239 2317 0,6 22320,6 0,6 0,8 2239 2317 22320,6 0,6 2239 0,8 2317 0,6 0,6 2239 2317 0,6 2354 0,6 22390,32354 0,6 2239 0,32354 0,6 0,3 2354 0,32354 0,3 2354 1858 0,3 4,01858 4,0 1920 1858 4,4 4,0 1920 1858 4,4 4,0 1932 1920 18584,1 4,4 1932 4,0 1920 1858 4,1 4,4 2013 1932 4,0 19204,0 4,1 2013 4,4 1932 1920 4,0 4,1 2013 4,4 1932 4,0 4,1 2013 1932 4,0 4,1 2013

621 6

520 5 20 520 20 520 520 5

19 4

7

S

21 6

520 5 20 520 20 520 520 5

419 4 19 419 19 419 19 4

7

21 6

520 5 20 520 20 520 5 20 5

419 4 19 419 19 419 419 4

0323 3,30323 3,3 0253 0323 3,0 3,3 0253 0323 3,0 3,3 0351 0253 03233,4 3,0 0351 3,3 0253 0323 3,4 3,0 0254 0351 3,3 02533,2 3,4 3,0 0254 0351 02533,2 3,4 0458 0254 3,0 03513,3 3,2 3,4 0458 0254 03513,3 3,2 0407 0458 3,4 02543,4 3,3 0407 3,2 0458 0254 3,4 3,3 0522 0407 3,2 04583,2 3,4 0522 3,3 0407 0458 3,2 3,4 0451 0522 3,3 04073,6 3,2 0451 3,4 0522 0407 3,6 3,2 0013 0451 3,4 05220,8 3,6 0013 3,2 0451 0522 0,8 3,6 0015 0013 3,2 04510,1 0,8 0015 3,6 0013 0451 0,1 0,8 0046 0015 3,6 00130,4 0,1 0046 0,8 0015 0013 0,4 0,1 0110 0046 0,8 00150,1 0,4 0110 0,1 0046 0015 0,1 0,4 0110 0,1 0046 0,1 0,4 0110 0046 0,1 0,4 0110 0947 0,80947 0,8 0921 0947 1,2 0,8 0921 0947 1,2 0,8 1008 0921 09470,7 1,2 1008 0,8 0921 0947 0,7 1,2 0916 1008 0,8 09210,9 0,7 1,2 0916 1008 09210,9 0,7 1106 0916 1,2 10080,7 0,9 0,7 1106 0916 10080,7 0,9 1025 1106 0,7 09160,6 0,7 1025 0,9 1106 0916 0,6 0,7 1127 1025 0,9 11060,8 0,6 1127 0,7 1025 1106 0,8 0,6 1105 1127 0,7 10250,5 0,8 1105 0,6 1127 1025 0,5 0,8 0616 1105 0,6 11273,5 0,5 0616 0,8 1105 1127 3,5 0,5 0618 0616 0,8 11054,0 3,5 0618 0,5 0616 1105 4,0 3,5 0649 0618 0,5 06163,9 4,0 0649 3,5 0618 0616 3,9 4,0 0715 0649 3,5 06184,2 3,9 0715 4,0 0649 0618 4,2 3,9 0715 4,0 0649 4,2 3,9 0715 0649 4,2 3,9 0715 1556 3,21556 3,2 1535 1556 3,0 3,2 1535 1556 3,0 3,2 1619 1535 15563,4 3,0 1619 3,2 1535 1556 3,4 3,0 1533 1619 3,2 15353,3 3,4 3,0 1533 1619 15353,3 3,4 1720 1533 3,0 16193,6 3,3 3,4 1720 1533 16193,6 3,3 1642 1720 3,4 15333,8 3,6 1642 3,3 1720 1533 3,8 3,6 1741 1642 3,3 17203,6 3,8 1741 3,6 1642 1720 3,6 3,8 1722 1741 3,6 16424,0 3,6 1722 3,8 1741 1642 4,0 3,6 1219 1722 3,8 17410,6 4,0 1219 3,6 1722 1741 0,6 4,0 1228 1219 3,6 17220,1 0,6 1228 4,0 1219 1722 0,1 0,6 1258 1228 4,0 12190,3 0,1 1258 0,6 1228 1219 0,3 0,1 1327 1258 0,6 12280,1 0,3 1327 0,1 1258 1228 0,1 0,3 1327 0,1 1258 0,1 0,3 1327 1258 0,1 0,3 1327 F F F F F F F F F F L S L S L M S L M S L Þ M S Þ M S Þ M Þ M F Þ Þ L F L S L S L ● S Þ L ● Þ S L ○ ● M Þ S ○ ● M Þ S ○ F ● M Þ ○ F ● M Þ L F ○ M L F ○ M L F L F L 2209 0,82209 0,8 2146 2209 1,1 0,8 2146 2209 1,1 0,8 2234 2146 22090,7 1,1 2234 0,8 2146 2209 0,7 1,1 2150 2234 0,8 21460,9 0,7 1,1 2150 2234 21460,9 0,7 2337 2150 1,1 22340,7 0,9 0,7 2337 2150 22340,7 0,9 2304 2337 0,7 21500,5 0,7 2304 0,9 2337 2150 0,5 0,7 2358 2304 0,9 23370,8 0,5 2358 0,7 2304 2337 0,8 0,5 2343 2358 0,7 23040,4 0,8 2343 0,5 2358 2304 0,4 0,8 1828 2343 0,5 23583,9 0,4 1828 0,8 2343 2358 3,9 0,4 1839 1828 0,8 23434,4 3,9 1839 0,4 1828 2343 4,4 3,9 1901 1839 0,4 18284,1 4,4 1901 3,9 1839 1828 4,1 4,4 1935 1901 3,9 18394,2 4,1 1935 4,4 1901 1839 4,2 4,1 1935 4,4 1901 4,2 4,1 1935 1901 4,2 4,1 1935

520 5

419 4 19 419 19 419 419 4

6

L

20 5

419 4 19 419 19 419 419 4

6

20 5

419 4 19 419 19 419 4 19 4

0205 3,20205 3,2 0142 0205 2,9 3,2 0142 0205 2,9 3,2 0253 0142 02053,2 2,9 0253 3,2 0142 0205 3,2 2,9 0153 0253 3,2 01423,0 3,2 2,9 0153 0253 01423,0 3,2 0411 0153 2,9 02533,2 3,0 3,2 0411 0153 02533,2 3,0 0308 0411 3,2 01533,3 3,2 0308 3,0 0411 0153 3,3 3,2 0437 0308 3,0 04113,1 3,3 0437 3,2 0308 0411 3,1 3,3 0349 0437 3,2 03083,3 3,1 0349 3,3 0437 0308 3,3 3,1 0542 0349 3,3 04373,4 3,3 0542 3,1 0349 0437 3,4 3,3 0533 0542 3,1 03493,8 3,4 0533 3,3 0542 0349 3,8 3,4 0016 0533 3,3 05420,6 3,8 0016 3,4 0533 0542 0,6 3,8 0033 0016 3,4 05330,1 0,6 0033 3,8 0016 0533 0,1 0,6 0033 3,8 0016 0,1 0,6 0033 0016 0,1 0,6 0033 0837 1,10837 1,1 0815 0837 1,4 1,1 0815 0837 1,4 1,1 0915 0815 08370,9 1,4 0915 1,1 0815 0837 0,9 1,4 0818 0915 1,1 08151,1 0,9 1,4 0818 0915 08151,1 0,9 1022 0818 1,4 09150,8 1,1 0,9 1022 0818 09150,8 1,1 0929 1022 0,9 08180,8 0,8 0929 1,1 1022 0818 0,8 0,8 1045 0929 1,1 10221,0 0,8 1045 0,8 0929 1022 1,0 0,8 1008 1045 0,8 09290,8 1,0 1008 0,8 1045 0929 0,8 1,0 1146 1008 0,8 10450,8 0,8 1146 1,0 1008 1045 0,8 0,8 1144 1146 1,0 10080,3 0,8 1144 0,8 1146 1008 0,3 0,8 0620 1144 0,8 11463,8 0,3 0620 0,8 1144 1146 3,8 0,3 0638 0620 0,8 11444,2 3,8 0638 0,3 0620 1144 4,2 3,8 0638 0,3 0620 4,2 3,8 0638 0620 4,2 3,8 0638 1447 3,01447 3,0 1432 1447 2,8 3,0 1432 1447 2,8 3,0 1527 1432 14473,2 2,8 1527 3,0 1432 1447 3,2 2,8 1437 1527 3,0 14323,0 3,2 2,8 1437 1527 14323,0 3,2 1638 1437 2,8 15273,5 3,0 3,2 1638 1437 15273,5 3,0 1548 1638 3,2 14373,5 3,5 1548 3,0 1638 1437 3,5 3,5 1701 1548 3,0 16383,5 3,5 1701 3,5 1548 1638 3,5 3,5 1628 1701 3,5 15483,7 3,5 1628 3,5 1701 1548 3,7 3,5 1756 1628 3,5 17013,7 3,7 1756 3,5 1628 1701 3,7 3,7 1757 1756 3,5 16284,3 3,7 1757 3,7 1756 1628 4,3 3,7 1227 1757 3,7 17560,5 4,3 1227 3,7 1757 1756 0,5 4,3 1249 1227 3,7 17570,1 0,5 1249 4,3 1227 1757 0,1 0,5 1249 4,3 1227 0,1 0,5 1249 1227 0,1 0,5 1249 ● ● ● ● F L F L F S L F S L F M S L M S L M M S M M S F M M F M M F F M F F M L F F L F F M L F M L F Þ M L Þ M L Þ F M F Þ M F F Þ F F Þ F ● F F ● F F 2105 1,12105 1,1 2045 2105 1,4 1,1 2045 2105 1,4 1,1 2144 2045 21050,9 1,4 2144 1,1 2045 2105 0,9 1,4 2053 2144 1,1 20451,2 0,9 1,4 2053 2144 20451,2 0,9 2255 2053 1,4 21440,8 1,2 0,9 2255 2053 21440,8 1,2 2210 2255 0,9 20530,8 0,8 2210 1,2 2255 2053 0,8 0,8 2320 2210 1,2 22551,0 0,8 2320 0,8 2210 2255 1,0 0,8 2251 2320 0,8 22100,7 1,0 2251 0,8 2320 2210 0,7 1,0 2251 0,8 2320 0,7 1,0 2251 2320 0,7 1,0 2251 0,7 2251 1831 0,7 4,01831 4,0 1857 1831 4,3 4,0 1857 1831 4,3 4,0 1857 1831 4,3 4,0 1857 1831 4,3 4,0 1857

419 4

5

F

19 4

5

19 4

4

4

F

◑M

3,6 0,6 4,0 0,4

3,3 0,9 3,7 0,7

◑M

1739 M4,2 0,2 2355

1657 Þ4,0 0,4 2315

3,6 0433 17 0,6 1045

16

4,1 0,1 4,3

217 2 17 217 17 217 217 2

16 1

0039 3,20039 3,2 0025 0039 2,9 3,2 0025 0039 2,9 3,2 0140 0025 00393,2 2,9 0140 3,2 0025 0039 3,2 2,9 0047 0140 3,2 00253,0 3,2 2,9 0047 0140 00253,0 3,2 0317 0047 2,9 01403,2 3,0 3,2 0317 0047 01403,2 3,0 0206 0317 3,2 00473,1 3,2 0206 3,0 0317 0047 3,1 3,2 0343 0206 3,0 03173,0 3,1 0343 3,2 0206 0317 3,0 3,1 0240 0343 3,2 02063,2 3,0 0240 3,1 0343 0206 3,2 3,0 0504 0240 3,1 03433,2 3,2 0504 3,0 0240 0343 3,2 3,2 0443 0504 3,0 02403,6 3,2 0443 3,2 0504 0240 3,6 3,2 0551 0443 3,2 05043,6 3,6 0551 3,2 0443 0504 3,6 3,6 0559 0551 3,2 04434,1 3,6 0559 3,6 0551 0443 4,1 3,6 0559 3,6 0551 4,1 3,6 0559 0551 4,1 3,6 0559 4,1 0559 0708 1,10708 1,1 0652 0708 1,5 1,1 0652 0708 1,5 1,1 0807 0652 07081,0 1,5 0807 1,1 0652 0708 1,0 1,5 0711 0807 1,1 06521,2 1,0 1,5 0711 0807 06521,2 1,0 0932 0711 1,5 08070,9 1,2 1,0 0932 0711 08070,9 1,2 0827 0932 1,0 07111,0 0,9 0827 1,2 0932 0711 1,0 0,9 0954 0827 1,2 09321,1 1,0 0954 0,9 0827 0932 1,1 1,0 0901 0954 0,9 08271,0 1,1 0901 1,0 0954 0827 1,0 1,1 1109 0901 1,0 09541,0 1,0 1109 1,1 0901 0954 1,0 1,0 1057 1109 1,1 09010,6 1,0 1057 1,0 1109 0901 0,6 1,0 1155 1057 1,0 11090,6 0,6 1155 1,0 1057 1109 0,6 0,6 1211 1155 1,0 10570,1 0,6 1211 0,6 1155 1057 0,1 0,6 1211 0,6 1155 0,1 0,6 1211 1155 0,1 0,6 1211 0,1 1211 1319 2,91319 2,9 1311 1319 2,6 2,9 1311 1319 2,6 2,9 1421 1311 13193,0 2,6 1421 2,9 1311 1319 3,0 2,6 1332 1421 2,9 13112,9 3,0 2,6 1332 1421 13112,9 3,0 1549 1332 2,6 14213,3 2,9 3,0 1549 1332 14213,3 2,9 1449 1549 3,0 13323,3 3,3 1449 2,9 1549 1332 3,3 3,3 1614 1449 2,9 15493,3 3,3 1614 3,3 1449 1549 3,3 3,3 1525 1614 3,3 14493,5 3,3 1525 3,3 1614 1449 3,5 3,3 1722 1525 3,3 16143,6 3,5 1722 3,3 1525 1614 3,6 3,5 1711 1722 3,3 15254,0 3,6 1711 3,5 1722 1525 4,0 3,6 1801 1711 3,5 17223,9 4,0 1801 3,6 1711 1722 3,9 4,0 1819 1801 3,6 17114,3 3,9 1819 4,0 1801 1711 4,3 3,9 1819 4,0 1801 4,3 3,9 1819 1801 4,3 3,9 1819 4,3 1819 F F F F F L F F L F F S L F S L F Þ S L Þ S L M Þ S M Þ S F M Þ F M Þ F F M F F M S F F S F F M S F M S F M M S M M S ○ M F M ○ M F M ○ F M ○ F M ○ F ○F 1935 1,21935 1,2 1921 1935 1,5 1,2 1921 1935 1,5 1,2 2038 1921 19351,1 1,5 2038 1,2 1921 1935 1,1 1,5 1945 2038 1,2 19211,3 1,1 1,5 1945 2038 19211,3 1,1 2208 1945 1,5 20381,0 1,3 1,1 2208 1945 20381,0 1,3 2110 2208 1,1 19451,0 1,0 2110 1,3 2208 1945 1,0 1,0 2235 2110 1,3 22081,1 1,0 2235 1,0 2110 2208 1,1 1,0 2150 2235 1,0 21100,9 1,1 2150 1,0 2235 2110 0,9 1,1 2340 2150 1,0 22350,9 0,9 2340 1,1 2150 2235 0,9 0,9 2332 2340 1,1 21500,4 0,9 2332 0,9 2340 2150 0,4 0,9 2332 0,9 2340 0,4 0,9 2332 2340 0,4 0,9 2332 0,4 2332 0,4

217 2 17 217 17 217 217 2

116 1 16 116 16 116 16 1

3,9 0,3 4,2 0,2

217 2 17 217 17 217 2 17 2

116 1 16 116 16 116 116 1

1,2 1756 1805 1,5 1,2 1756 1805 1,5 1,2 1302 1756 18053,0 1,5 1302 1,2 1756 1805 1,5 1829 1302 1,2 17561,4 1,5 1302 17561,4 1450 1829 1,5 13023,2 1,4 3,0 1450 1829 13023,2 1345 1450 3,0 18293,1 1345 1450 1829 3,1 3,2 1516 1345 1,4 14503,2 3,1 3,2 1345 1450 1414 1516 3,2 13453,3 3,2 3,1 1516 1345 3,3 3,2 1642 1414 3,1 15163,4 3,3 3,2 1414 1516 1619 1642 3,2 14143,7 3,4 3,3 1642 1414 1730 1619 3,3 16423,7 3,7 3,4 1619 1642 1739 1730 3,4 16194,2 3,7 3,7 1730 1619 1739 3,7 1730 4,2 1739 1730 4,2 3,7 1739 ◐◑ FM ◐◑FM ◐ F◑F M ◐◑ FM ◐ F◐ L3,0 F ◐F L◐3,0 F1829 ◐ M LF 3,0 M ◐1,1 LF ÞM ◐1,1 L1,4 ◐3,2 L1,4 MÞ M MÞ1,2 M1516 FM3,2 Þ 3,1 FM Þ1414 LF M L F1,1 M1642 SL 3,4 F 3,3 S L0,7 F1619 ÞS 3,7 L 3,4 Þ S0,7 L1730 MÞ 3,7 S 3,7 MÞ0,2 S1739 M4,2 Þ 3,7 M0,2 Þ3,7 M0,2 1915 F 1,2 1915 1,2 1915 1,2 1915 1,2 2110 1915 1,2 2110 1915 2003 2110 1,2 ÞM 1,2 1,1 2003 2110 1,2 1,1 2140 2003 2110 1,2 2140 1,1 2003 2110 1,2 1,2 2039 2140 1,1 2003 1,1 1,2 2039 1,2 2140 2003 1,1 1,2 2303 2039 1,2 2140 1,1 2303 1,2 2039 2140 1,1 1,1 2242 2303 1,2 2039 1,1 2242 1,1 2303 2039 0,7 1,1 2347 2242 1,1 2303 0,7 2347 1,1 2242 2303 0,7 0,7 2355 2347 1,1 2242 0,7 2355 0,7 2347 2242 0,2 0,7 2355 0,7 2347 0,7 2355 2347 0,7 2355

1,21805

217 2

116 1 16 116 16 116 116 1

0546 1,0 0546 1,4 1,0 0537 0546 1,4 1,0 0023 0537 05463,3 1,4 1,0 0537 0546 3,3 1,4 0604 0023 1,0 05371,2 3,3 1,4 0604 0023 05371,2 3,3 0214 0604 1,4 00233,1 3,3 0214 0604 00233,1 1,2 0101 0214 3,3 06043,1 3,1 0101 1,2 0214 0604 3,1 3,1 0239 0101 1,2 02143,0 3,1 3,1 0101 0214 3,0 3,1 0128 0239 3,1 01013,1 3,0 0128 3,1 0239 0101 3,1 3,0 0417 0128 3,1 02393,0 3,1 3,0 0128 0239 3,0 3,1 0341 0417 3,0 01283,3 3,0 0341 3,1 0417 0128 3,3 3,0 0519 0341 3,1 04173,4 3,3 3,0 0341 0417 3,4 3,3 0519 0519 3,0 03413,9 3,4 0519 3,3 0519 0341 3,9 3,4 0519 3,3 0519 3,9 0519 0519 3,9 3,4 0519 3,9 0519 31,0 18 33,00537 18 32,7 318 3 318 30023 18 318 18 32,8 18 3 18 32,8 318 31,2 18 318 18 31,1 18 318 3 318 30239 18 318 18 31,1 18 318 3 318 30417 18 318 18 30,9 18 318 3 318 30519 18 318 18 30,3 18 18 3 18 33,4 18 3,01157 1153 1157 3,0 1153 1157 2,7 3,0 0650 1153 1157 1,0 2,7 0650 3,0 1153 1157 1,0 2,7 1221 0650 3,0 1153 1,0 2,7 1221 0650 1153 1,0 0833 1221 2,7 0650 1,0 2,8 1,0 0833 1221 0650 1,0 2,8 0722 0833 1,0 1221 1,0 0722 2,8 0833 1221 1,1 1,0 0854 0722 2,8 0833 1,2 1,1 0854 1,0 0722 0833 1,2 1,1 0747 0854 1,0 0722 1,2 0747 1,1 0854 0722 1,1 1,2 1025 0747 1,1 0854 1,2 1,1 1025 1,2 0747 0854 1,2 1,1 0959 1025 1,2 0747 1,2 0959 1,1 1025 0747 0,9 1,2 1123 0959 1,1 1025 0,8 0,9 1123 1,2 0959 1025 0,8 0,9 1130 1123 1,2 0959 0,8 1130 0,9 1123 0959 0,3 0,8 1130 0,9 1123 0,3 0,8 1130 1123 0,3 0,8 113018 0,3 1130

0546 1157 1805

17 2

116 1 16 116 16 116 116 1

3

Þ

17 2

116 1 16 116 16 116 1 16 1

2

116 1

0437 0,80437 0,8 0438 0437 1,2 0,8 0438 0437 1,2 0,8 0536 0438 04370,9 1,2 0536 0,8 0438 0437 0,9 1,2 0504 0536 0,8 04381,2 0,9 1,2 0504 0536 04381,2 0,9 0106 0504 1,2 05363,2 1,2 0,9 0106 0504 05363,2 1,2 0619 0106 0,9 05041,1 3,2 0619 1,2 0106 0504 1,1 3,2 0131 0619 1,2 01063,0 1,1 0131 3,2 0619 0106 3,0 1,1 0019 0131 3,2 06193,2 3,0 0019 1,1 0131 0619 3,2 3,0 0314 0019 1,1 01312,8 3,2 0314 3,0 0019 0131 2,8 3,2 0224 0314 3,0 00193,1 2,8 0224 3,2 0314 0019 3,1 2,8 0442 0224 3,2 03143,2 3,1 0442 2,8 0224 0314 3,2 3,1 0433 0442 2,8 02243,6 3,2 0433 3,1 0442 0224 3,6 3,2 0433 3,1 0442 3,6 3,2 0433 0442 3,6 3,2 0433 1046 3,21046 3,2 1049 1046 2,8 3,2 1049 1046 2,8 3,2 1147 1049 10463,1 2,8 1147 3,2 1049 1046 3,1 2,8 1117 1147 3,2 10492,9 3,1 2,8 1117 1147 10492,9 3,1 0727 1117 2,8 11471,0 2,9 3,1 0727 1117 11471,0 2,9 1239 0727 3,1 11173,0 1,0 1239 2,9 0727 1117 3,0 1,0 0747 1239 2,9 07271,1 3,0 0747 1,0 1239 0727 1,1 3,0 0637 0747 1,0 12391,1 1,1 0637 3,0 0747 1239 1,1 1,1 0927 0637 3,0 07471,3 1,1 0927 1,1 0637 0747 1,3 1,1 0845 0927 1,1 06371,1 1,3 0845 1,1 0927 0637 1,1 1,3 1047 0845 1,1 09271,1 1,1 1047 1,3 0845 0927 1,1 1,1 1045 1047 1,3 08450,6 1,1 1045 1,1 1047 0845 0,6 1,1 1045 1,1 1047 0,6 1,1 1045 1047 0,6 1,1 1045 1651 0,91651 0,9 1649 1651 1,3 0,9 1649 1651 1,3 0,9 1753 1649 16511,1 1,3 1753 0,9 1649 1651 1,1 1,3 1720 1753 0,9 16491,3 1,1 1,3 1720 1753 16491,3 1,1 1343 1720 1,3 17533,1 1,3 1,1 1343 1720 17533,1 1,3 1852 1343 1,1 17201,2 3,1 1852 1,3 1343 1720 1,2 3,1 1409 1852 1,3 13433,1 1,2 1409 3,1 1852 1343 3,1 1,2 1302 1409 3,1 18523,2 3,1 1302 1,2 1409 1852 3,2 3,1 1550 1302 1,2 14093,2 3,2 1550 3,1 1302 1409 3,2 3,2 1513 1550 3,1 13023,4 3,2 1513 3,2 1550 1302 3,4 3,2 1656 1513 3,2 15503,5 3,4 1656 3,2 1513 1550 3,5 3,4 1657 1656 3,2 15134,0 3,5 1657 3,4 1656 1513 4,0 3,5 1657 3,4 1656 4,0 3,5 1657 1656 4,0 3,5 1657 ◑M F 3,0 Þ 3,4 ◑M F 3,0 Þ3,4 ◑ F FM3,0 ◑ F 3,1 F M3,0 SF◑3,1 F2000 ◑ F2000 MS F1,1 MS1,1 F 3,1 ÞM S 1,1 ÞM S2031 MÞ M M1923 FM1,2 Þ 1,3 FM Þ2216 LF M L F1,0 M2140 ML 1,0 F 1,3 ML1,0 F2315 ÞM1,0 L 1,0 ÞM L2315 ÞM M1,0 2321 Þ 3,42321MÞ 3,4 2317 2321MÞ 3,0 3,4 2317 2321 2317 2321 2317 2321 2341 3,4 2317 2341 2317 2341 3,0 SF 1,1 3,1 2341 3,1 2000 2341 2000 2341 2031 3,1 2000 1,3 1,1 2000 1,3 1923 2031 1,1 MÞ 1,2 1,3 2031 2216 1923 2031 1,3 1,2 1,3 1923 2031 1,3 1,2 2140 2216 1,3 1923 1,3 1,2 2216 1923 2315 2140 1,2 2216 1,0 1,3 2140 2216 2315 2315 1,3 2140 0,4 1,0 1,0 2315 2140 0,4 1,0 2315 1,0 2315Þ0,4 2315 2315Þ 0,4 1,0 2315

16 1

2

M

16 1

Hæð

1

3,3 0335 0,9 0951 1607 M3,7 0,7 2229

HæðTími

JÚLÍ Ágúst áGÚST September Júlí Júlí Ágúst Júlí Ágúst Ágúst September Ágúst September Ágúst September September September September

Tími og hæð Tími flóðs og hæð Tími og flóðs fjöru og hæð Tími og flóðs fjöru og hæð Tími og fjöru flóðs og hæð Tími og fjöru flóðs og hæð og fjöru flóðs og fjöru

Júní Júlí Júní Júlí Júní Júlí

Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Tími Hæð Hæð Tími Hæð Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími TímiHæð Hæð Tími Hæð Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími TímiHæð Hæð Tími Hæð Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Tími Hæð Hæð Tími Hæð Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Tími Hæð Hæð Tími Hæð Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Tími Hæð Hæð Tími Hæð Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Tími Hæð Hæð Tími Hæð Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Tími Hæð Hæð Tími Hæð Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Tími Hæð Hæð Tími Hæð Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Tími Hæð Hæð Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími

MAÍ Apríl Maí Apríl Maí Apríl Maí

Tími og hæð Tími flóðs og hæð Tími og flóðs fjöru og hæð Tími og flóðs fjöru og hæð Tími og fjöru flóðs og hæð Tími og fjöru flóðs og hæð og fjöru flóðs og fjöru

Apríl

1

HæðTími

Apríl

0338 0,50338 0,5 0350 0338 1,0 0,5 0350 0338 1,0 0,5 0431 0350 03380,6 1,0 0431 0,5 0350 0338 0,6 1,0 0413 0431 0,5 03501,0 0,6 1,0 0413 0431 03501,0 0,6 0620 0413 1,0 04310,9 1,0 0,6 0620 0413 04310,9 1,0 0521 0620 0,6 04131,0 0,9 0521 1,0 0620 0413 1,0 0,9 0026 0521 1,0 06203,2 1,0 0026 0,9 0521 0620 3,2 1,0 0534 0026 0,9 05211,0 3,2 0534 1,0 0026 0521 1,0 3,2 0157 0534 1,0 00262,8 1,0 0157 3,2 0534 0026 2,8 1,0 0103 0157 3,2 05343,1 2,8 0103 1,0 0157 0534 3,1 2,8 0353 0103 1,0 01572,9 3,1 0353 2,8 0103 0157 2,9 3,1 0335 0353 2,8 01033,3 2,9 0335 3,1 0353 0103 3,3 2,9 0335 3,1 0353 3,3 2,9 0335 0353 3,3 2,9 0335 0944 3,50944 3,5 0958 0944 3,0 3,5 0958 0944 3,0 3,5 1041 0958 09443,3 3,0 1041 3,5 0958 0944 3,3 3,0 1023 1041 3,5 09583,0 3,3 3,0 1023 1041 09583,0 3,3 1234 1023 3,0 10413,1 3,0 3,3 1234 1023 10413,1 3,0 1137 1234 3,3 10233,0 3,1 1137 3,0 1234 1023 3,0 3,1 0642 1137 3,0 12341,0 3,0 0642 3,1 1137 1234 1,0 3,0 1154 0642 3,1 11373,2 1,0 1154 3,0 0642 1137 3,2 1,0 0812 1154 3,0 06421,4 3,2 0812 1,0 1154 0642 1,4 3,2 0721 0812 1,0 11541,2 1,4 0721 3,2 0812 1154 1,2 1,4 1001 0721 3,2 08121,3 1,2 1001 1,4 0721 0812 1,3 1,2 0951 1001 1,4 07210,9 1,3 0951 1,2 1001 0721 0,9 1,3 0951 1,2 1001 0,9 1,3 0951 1001 0,9 1,3 0951 1551 0,61551 0,6 1558 1551 1,1 0,6 1558 1551 1,1 0,6 1643 1558 15510,8 1,1 1643 0,6 1558 1551 0,8 1,1 1623 1643 0,6 15581,1 0,8 1,1 1623 1643 15581,1 0,8 1845 1623 1,1 16431,1 1,1 0,8 1845 1623 16431,1 1,1 1745 1845 0,8 16231,2 1,1 1745 1,1 1845 1623 1,2 1,1 1300 1745 1,1 18453,1 1,2 1300 1,1 1745 1845 3,1 1,2 1810 1300 1,1 17451,2 3,1 1810 1,2 1300 1745 1,2 3,1 1441 1810 1,2 13003,0 1,2 1441 3,1 1810 1300 3,0 1,2 1353 1441 3,1 18103,2 3,0 1353 1,2 1441 1810 3,2 3,0 1616 1353 1,2 14413,3 3,2 1616 3,0 1353 1441 3,3 3,2 1607 1616 3,0 13533,7 3,3 1607 3,2 1616 1353 3,7 3,3 1607 3,2 1616 3,7 3,3 1607 1616 3,7 3,3 1607 MÞ M MÞ3,5 M2312 FM3,5 Þ 3,2 FM3,2 Þ3,2 LFM LFM ◐ LSF 3,2 ◐ SL3,1 F 2359 M ◐ S3,1 L 1916 ◐1,2 SL1916 ◐M Þ◐1,2 S ◐M Þ◐1,23,1 S1916 ◐ F ÞM1,2 F◐1,5 Þ M2110 FF◐1,5 Þ2021 ◐1,5 Þ2110 SF 1,3 F 1,5 S F1,2 F2239 MS 1,2 F 1,3 MS0,7 F2229 M0,7 S 1,2 M0,7 S1,2 M0,7 2214 M 3,62214ÞM3,6 2220 2214ÞM 3,2 3,6 2220 2214 3,2 3,6 2312 2220 2214 3,2 3,6 2220 2214 2244 2312 3,6 2220 3,5 2244 2312 2220 3,2 3,5 2244 3,2 2312 3,2 3,5 2244 2312 2359 3,5 2244 3,2 2244 2359 3,2 M 3,1 2359 3,1 1916 2359 2359 2110 3,1 1916 1,2 1916 2110 1,2 F F 1,3 2021 2239 2021 2110 1,3 1,5 2021 2110 2229 2239 1,5 2021 1,2 1,3 2239 2021 2229 1,3 2239 2229 2239 1,2 2229

Tími

Apríl Apríl

Tafla I Tafla I Tafla I Tafla I Tafla I Tafla I 64°09'N., 21°56'V. 64°09'N., Tafla 21°56'V. 64°09'N., I Tafla 21°56'V. 64°09'N., I Tafla 21°56'V. 64°09'N., I Tafla 21°56'V. 64°09'N., I Tafla 21°56'V. I I 64°09'N., 21°56'V. 64°09'N., 21°56'V. 64°09'N., 21°56'V. 64°09'N., 21°56'V. 64°09'N., 21°56'V. 64°09'N., 21°56'V. REYKJAVÍK 2013 REYKJAVÍK 2013 REYKJAVÍK 2013 REYKJAVÍK 2013 REYKJAVÍK 2013 2013 REYKJAVÍK REYKJAVÍK 2013 REYKJAVÍK 2013 REYKJAVÍK REYKJAVÍK 2013 REYKJAVÍK 2013 2013 erTafla annars staðar á landinu þarf2013 ýmist að draga frá (-) eða leggja við (+) tímann. Tímamismunur á frávikum er gefinn upp REYKJAVÍK í klukkustundum og mínútum:

Stórstreymi er merkt sérstaklega inn á dagatalið

Flóðatafla 2013


EXPO • www.expo.is

Við höfum allt fyrir veiðimanninn. Sérfræðingar okkar veita þér faglega ráðgjöf og góða þjónustu.

í inters po

rt!

veiðideild - intersport bíldshöfða sími 585 7220 - opið: mán. - fös. 10 - 19. lau. 10 - 18. sun. 12 - 18

Velkomin

nú bjóðum við upp á allar veiðivörurnar á sama stað

glæsileg veiðideild í intersport bíldshöfða


Metnaður okkar er að þjónusta viðskiptavini af þekkingu og reynslu og tryggja þeim ánægjulega og árangursríka veiðiferð.

V E I Ð I H O R N I Ð - S Í Ð U M Ú L A 8 - 108 R E Y K J AV Í K - S Í M I 568 8410 - V E I D I H O R N I D. I S

/// F LU G A N . I S ///

VEIDIMADURINN.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.