Nýja Árborg - xM 2022

Page 1

NÝJA ÁRBORG Frístundamiðstöðin verður vígð 2024

Framkvæmdir við hreinsistöð hefjast sumarið 2022

VIÐ LÁTUM VERKIN TALA Selfosshöllin vígð 9. maí 2022


KJÓSUM MEÐ NÝJU ÁRBORG-XM M-listi Miðflokksins bauð fram í fyrsta sinni í Svf. Árborg fyrir síðustu sveitarstjórnar-kosningar sem haldnar voru í maí 2018. Við buðum þá fram undir kjörorðinu „Nýtt upphaf í Árborg“, með því var tónninn sleginn fyrir kjörtímabilið sem nú er senn á enda. Nú bjóðum við fram undir kjörorðinu „Nýja Árborg“.

VERKIN TALA Verkefnin sem biðu meirihluta bæjarstjórnar sem myndaður var í kjölfar kosninganna 2018 í Svf. Árborg, eftir átta ára valdatíð Dlista Sjálfstæðisflokksins, voru risavaxin. Fáir óska eftir því nú að slík staða banki aftur uppá í sveitarfélaginu, nema þá kannski helst fáir útvaldir.

Undanfarin fjögur ár hefur Svf. Árborg tekið algerum stakkaskiptum. Framtíðarsýnin sem sett var fram þá og áætlanirnar sem unnið var eftir hafa nú risið og raungerst hver af annarri. Í því sambandi má nefna byggingu Selfoss-hallarinnar, sex deilda leikskólans Goðheima og leik-, grunn-, og tónlistarskólans Stekkjaskóla ásamt nýja fjölskyldugarðinum við Gráhellu. Um allt land er eftir því tekið hve vel hefur heppnast til. Umfram eftirspurn eftir húsnæði og hin fordæmalausa íbúafjölgun í sveitarfélaginu segir sína sögu um hve eftirsóknarvert það er orðið að búa í sveitarfélaginu. Leyfum Nýju Árborg áfram að vaxa og dafna á forsendum sveitarfélagsins með fulltingi íbúa , en ekki fjárfesta.

BEITTU BESTUN Á KJÖRDAG OG MERKTU X VIÐ M


TÓMAS ELLERT 1. SÆTI Ég er 51 árs bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Giftur Dýrleifu Júlíu Guðlaugsdóttur líftæknifræðingi, starfandi dagforeldri á Selfossi. Við eigum saman þriggja ára tvíburadæturnar Þorbjörgu Evu og Elízabetu Emblu. Fyrir átti Dýrleif dæturnar Steinrúnu Dalíu og Sylvíu Björk. Ég er einnig svo ríkur að eiga soninn Andra Karl, tengdadótturina Hafdísi Elvu og barnabörnin Daníel Karl og Snædísi Freyju. Þar með er ekki allt upptalið því á heimilinu búa líka íslenski fjárhundurinn Grettir, Border Collie tíkin Súsí auk naggrísanna Hnetu og Perlu. Sannkölluð Pabbi, mamma, börn og bíll stemning á heimilinu :) Ég starfa dags daglega sem byggingarverkfræðingur hjá SG-húsum á Selfossi auk þess að vera bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Fyrstu sex ár ævi minnar ólst ég upp á Grundarfirði áður heldur en að við foreldrar og systkini fluttumst á Selfoss árið 1977.

Hér á Selfossi hef ég svo alið manninn meira og minna síðan. Stundaði nánast allar íþróttir sem að hægt var að stunda í uppvextinum, tilheyrði þeim hópi stráka sem að unnu til fyrstu verðlauna Umf. Selfoss á Íslandsmóti í handbolta árið 1982. Ég valdi reyndar fótboltann fram yfir þegar að í meistaraflokka var komið. Spilaði meðal annars með Þrótti Reykjavík og Fossvogs Víkingum. Lauk svo ferlinum á Selfossi og var fyrirliði liðsins um 3 ára skeið. Ég er ákaflega vel meðvitaður um gildi íþróttastarfs fyrir samfélagið og unni ungmennafélaginu mínu heitt. Það er því miður staðreynd að fátækt er til staðar í okkar samfélagi og því berst ég meðal annars mjög hart fyrir því að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Dropinn holar steininn. Ég elska þá Nýju Árborg sem að við í bæjarstjórnarmeirihlutanum höfum skapað með þrotlausri vinnu síðastliðin fjögur ár. xM fyrir Nýju Árborg á kjördag!

"KRAFTUR, KJARKUR OG ÞOR ERU OKKAR GRUNNGILDI"


+2°C -22% -16%

Ef skógur umlyki Svf. Árborg má búast við því að staðbundinn vindhraði lækki, vindkæling minnki og að staðbundið hitastig myndi þar með hækka. Og getur þar munað allt að 2°C á hitastigi innan og utan skógar. Ræktum meiri skóg í Svf. Árborg!

Til að mæta hækkandi fasteignamati heimila voru fasteignaskattar á heimili lækkaðir þrisvar sinnum á nýliðnu kjörtímabili. Samtals var hlutfallslega lækkunin 22%.

Orkukostnaður til húshitunar er lágur í Svf. Árborg í samanburði við húshitunarkostnað á landsvísu. Því má þakka að sveitarfélagið rekur sína eigin hitaveitu, Selfossveitur. Samkvæmt úttekt Byggðastofnunar er húshitunarkostnaður á Selfossi rúmlega 16% lægri en landsmeðaltal.

Logn


ARI MÁR 2. SÆTI Ég heiti Ari Már Ólafsson, 47 ára varabæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Eiginkona mín er Guðbjörg Hulda Sigurðardóttir. Saman eigum við þrjá syni, Sigurð Hrafn 21 árs, Örn 14 ára og Val 9 ára. Ég er fæddur á Selfossi og bjó þar til sex ára aldurs þegar að við fjölskyldan fluttum í Búrfellsvirkjun. Þar vorum við í sex ár, eða þar til ég varð 12 ára en þá fluttum við til baka á Selfoss, þar hef ég svo alið manninn síðan. Ég er menntaður húsasmíðameistari og starfa við það auk þess að starfa í skipulags- og byggingarnefnd Árborgar. Einnig var ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að sitja nokkra bæjarstjórnar- og bæjarráðsfundi á kjörtímabilinu sem senn er á enda.

Ég er mjög stoltur og hreykinn af þeim árangri sem við í M-lista Miðflokksins náðum í farsælu samstarfi bæjarstjórnarmeirihlutans. Mig hefði ekki órað fyrir því svona fyrir fram að hægt væri að vinna að öllum þessum verkefnum og klára á svo stuttum tíma. Og það meira að segja á Covid-19 tímum. Ég er einn af þeim sem er forfallinn hestamaður, hef starfað mikið í Sleipni og hagsmunafélagi hestamanna í Árborg. Einnig hef ég mjög gaman af stangveiði og fjallaferðum, þá helst snjósleðaferðum. Og fyrir þá sem ekki vita, að þá hef ég töluvert mikinn áhuga á öðrum íþróttagreinum, eins og til dæmis fótbolta. Þar er minn maður og mitt lið, fyrir utan náttúrulega Selfoss, Klopp og Liverpool. YNWA! xM fyrir Nýju Árborg á kjördag!

"VIÐ GERUM ÞAÐ SEM VIÐ SEGJUMST ÆTLA AÐ GERA"


NÝJA ÁRBORG

STEFNUSKRÁ M-LISTA MIÐFLOKKSINS OG SJÁLFSTÆÐRA FYRIR SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 14. MAÍ 2022

STJÓRNSÝSLAN OG FJÁRMÁL ÁRBORGAR Við ætlum halda áfram að skapa sátt um störf bæjarstjórnar í Árborg Við ætlum að halda áfram að vinna eftir sveitarstjórnar- og stjórnsýslulögum og virða þær reglur og samþykktir sem Árborg hefur sett sér Við ætlum að halda áfram að virða lýðræðislegan rétt íbúa Við ætlum að ráða bæjarstjóra sem hefur metnað fyrir hönd Svf. Árborgar og Suðurlands Við ætlum að halda áfram að virða útboðsskyldu opinberra aðila Við ætlum að halda áfram að gera stjórnsýslu Árborgar aðgengilegri og klára vinnuna við að opna bókhaldið Við ætlum að halda áfram að gera innkaup Árborgar skilvirkari og hagkvæmari Við ætlum að rækta samband við vinabæji Árborgar og eignast nýja, bæði hér á landi og erlendis Við ætlum ekki að selja Selfossveitur Við ætlum ekki að láta gróðapunga eignast innviði sveitarfélagsins Við ætlum að halda áfram að hlusta á alla íbúa Árborgar um hvar og hvað má gera betur í Árborg Við ætlum ekki að gera samninga við óstofnuð einkahlutafélög Við ætlum ekki að spila með peninga sveitarfélagsins í viðskiptum við einkaaðila Við ætlum að halda áfram að hugsa og framkvæma í lausnum Við ætlum að halda áfram að starfa með öðrum stjórnmálaflokkum í bæjarstjórn Árborgar með skynsemisstefnuna að leiðarljósi

Við ætlum að halda áfram að gæta hagsmuna Sveitarfélagsins Árborgar í hvívetna Við ætlum að halda áfram að starfa fyrir alla íbúa Árborgar

BÚSETUMÁL Við ætlum að halda áfram að auðvelda leigu- og búseturéttarfélögum sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða að fjölga íbúðum á sínum vegum í sveitarfélaginu Við ætlum að halda áfram að byggja upp byggðarkjarna með sértækum húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk í Árborg Við ætlum að halda áfram að tryggja að ekki verði heita- og kaldavatnsskortur í Árborg Við ætlum að halda áfram að koma á betra innanbæjarleiðarkerfi strætó Við ætlum að halda áfram að gera átak í að laða að fyrirtæki í sveitarfélagið og bæta þjónustu við þau fyrirtæki sem fyrir eru í Árborg Við ætlum að halda áfram að tryggja sem best aðlögun erlendra íbúa að samfélaginu í Árborg og koma í veg fyrir einangrun þeirra Við ætlum að halda áfram að lækka álagningarprósentu fasteignaskatta á heimili og fyrirtæki Við ætlum að taka almenningssamgöngur til Reykjavíkur til gagngerrar endurskoðunar Við ætlum að halda áfram að þrýsta á ríkisvaldið að fjölga þjónustuíbúðum og hjúkrunarheimilum í Árborg – Hreppaflutningar eiga að heyra sögunni til!


NÝJA ÁRBORG UMHVERFIS-, MANNVIRKJA- OG SKIPULAGSMÁL Við ætlum ekki að leyfa fjárfestum að stýra vaxtarhraða sveitarfélagsins Við ætlum að halda áfram að vinna að því að koma frárennslismálum Árborgar í betra horf Við ætlum að stórauka skógrækt í Árborg til að auka skjólmyndun og lífsgæði íbúa Við ætlum að halda áfram að styrkja mannvirkjasvið Árborgar Við ætlum að leggja drög að því að á Selfossi verði skrúðgarður Við ætlum að halda áfram að flýta endurbótum á götum og gangstéttum í miðbæ Eyrarbakka sem byrjað var á 2010 Við ætlum að gera ráð fyrir akstursíþróttasvæði í Árborg við endurskoðun aðalskipulags Við ætlum að láta aðgengi fyrir alla gilda um allar byggingar í eigu Árborgar og hvetja fyrirtæki og einkaaðila að gera það sama Við ætlum að halda áfram að auka við lóðaframboð í Árborg Við ætlum að halda áfram að auka við þjónustustig gámasvæðis Við ætlum að koma upp aðstöðu við gámasvæðið þar sem hægt verður að losa umfram heimilissorp eftir lokun Við ætlum að ljúka við endurbætur Tryggvagarðs

BYGGÐAMÁL Við ætlum að leggja áherslu á að Selfoss sé höfuðstaður Suðurlands Við ætlum að halda áfram að þrýsta á stjórnvöld með markverðum hætti þannig að hafist verði handa sem fyrst við byggingu brúar yfir Ölfusá sem D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg tafði árið 2015 um óákveðinn tíma. Við ætlum að halda áfram að tala máli íbúanna gagnvart ríkisvaldinu og berjast fyrir bættri þjónustu t.d. hvað varðar vetrarþjónustu Hellisheiðar, Borgarlínu sunnlendinga. Við ætlum að þrýsta á stjórnvöld að efla heilsugæslu og sérfræðilækningar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands Við ætlum að halda áfram að standa vörð um örugga sjúkraflutninga innan og utan sveitarfélagsins Við ætlum að halda áfram að þrýsta á stjórnvöld um að löggæslumálum verði komið í viðunandi horf í Árnessýslu Við ætlum að halda áfram að þrýsta á Vegagerðina um úrbætur á Gaulverjabæjarvegi til að minnka slysahættu vegna umferðar hestamanna. Eitt slys er einu slysi of mikið!


NÝJA ÁRBORG FJÖLSKYLDAN Við ætlum að halda áfram að berjast fyrir því að boðið verði upp á hollar gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll skólabörn í Árborg. Dropinn holar steininn! Við ætlum að halda áfram að bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn fyrir grunnskólabörn í Árborg Við ætlum að halda áfram að fjölga leikskólaplássum í Árborg og hefja byggingu á nýjum leikskóladeildum Við ætlum að halda áfram að efla starf leik- og grunnskóla í samvinnu við starfsfólk og nemendur skólanna Við ætlum að halda áfram að bæta starfsaðstöðu kennara, skólastjórnenda og annarra starfsmanna er sinna fræðslumálum í sveitarfélaginu Við ætlum að halda áfram að efla þjónustu geðhjúkrunarfræðinga og/eða sálfræðinga í grunnskólum Árborgar Við ætlum að halda áfram að aðlaga opnunartíma leikskóla að þörfum barna og foreldra Við ætlum að byggja tónlistarskóla við Stekkjaskóla Við ætlum að halda áfram að auka fræðslu til ungmenna um jafnrétti og mikilvægi þess Við ætlum að halda áfram að leggja áherslu á að leitað verði leiða til að vinna gegn námsleiða og lakari námsárangri hjá drengjum Við ætlum að halda áfram að auka veg starfsnáms á grunnskólastigi Við ætlum að halda áfram að auka tækifæri nemenda á grunnskólastigi, sem eiga erfitt með hefðbundið bóklegt nám, til að komast í starfstengt nám fyrr á skólastiginu og auka þannig líkurnar á áframhaldandi námi að grunnskóla loknum

Við ætlum að halda áfram að efla vinnuskólann með fjölbreyttu og auknu starfsvali unglinga á aldrinum 13 – 18 ára í samstarfi við fyrirtæki í Árborg, svo nemendur eigi þess kost að kynnast sem flestum starfsgreinum Við ætlum að halda áfram að styðja við þjóðaríþróttina skák í samvinnu skóla og íþróttafélög í Árborg Við ætlum að halda áfram að gefa erlendum börnum kost á menntun í móðurmáli sínu þegar því verður við komið Við ætlum að halda áfram að styðja við börn af erlendum uppruna í gegnum öll skólastig þannig að þau fái tækifæri til þess að þroskast og dafna í íslensku samfélagi Við ætlum að halda áfram að bæta samvinnu Árborgar og dagmæðra Við ætlum að halda áfram að byggja upp fjölskyldugarða í Árborg

VELFERÐAR- OG ÖLDRUNARMÁL Við ætlum að halda áfram að virða og fara eftir samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Við ætlum að gera sérstakt átak í ráðningu fólks með skerta starfsorku í samvinnu við ríkið og atvinnurekendur í Árborg Við ætlum að gera sérstakt átak til að efla heimahjúkrun og aðra þjónustu sem eykur möguleika fólks til að búa lengur heima Við ætlum að halda áfram að virða og fara eftir Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna Við ætlum að halda áfram að gera fleiri eldri borgurum kleift að búa lengur á heimilum sínum með því að efla lýðheilsuþætti, s.s. hreyfingu og mataræði


NÝJA ÁRBORG ÍÞRÓTTA-, LÝÐHEILSU OG TÓMSTUNDAMÁL Við ætlum að halda áfram með uppbyggingu íþróttamannvirkja Við ætlum að hefja undirbúning og byggingu annars áfanga íþróttamiðstöðvar við Engjaveg sem rúmar handboltahús og fimleikahús ásamt félagsaðstöðu Við ætlum að hefja undirbúning að byggingu nýs gervigrasvallar Við ætlum í samvinnu við Sleipni að hefja undirbúning að byggingu félagsaðstöðu hestamanna við keppnisvöllinn á Brávöllum sem sæmir félaginu Við ætlum að ljúka við frágang á félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis – svæðið er komið til að vera um ókomin ár Við ætlum að halda áfram að útbúa Fjölskyldugarða þar sem allar kynslóðir geta komið saman og haft gaman Við ætlum að halda áfram að taka þátt í verkefninu „heilsueflandi samfélag“ Við ætlum að halda áfram að efla íþróttastarf barna- og ungmenna og gera börnunum kleift að æfa fleiri íþróttagreinar Við ætlum að halda áfram að ljúka við þau íþróttamannvirki sem þegar hefur verið farið af stað með og huga að nýjum í ört stækkandi sveitarfélagi Við ætlum að hafa frítt fyrir alla eldri borgara og öryrkja í sund – ekki bara íbúa Árborgar Við ætlum að fjölga opnum fjölskyldutímum í íþróttahúsum Árborgar Við ætlum að halda áfram að hvetja til bættrar lýðheilsu í skóla- og tómstundastarfi

Við ætlum að setja aukinn kraft og fjármuni í forvarnir í samstarfi við íþróttahreyfinguna og önnur frjáls félagasamtök Við ætlum og viljum efla hreyfingu og heilsueflingu eldri borgara undir faglegri leiðsögn hvar heilsufarsmælingar eru einnig í boði

MENNINGAR- OG FERÐAMÁL Við ætlum að efla upplýsingamiðstöð ferðamanna Við ætlum að endurvekja ferðamálanefnd og sameina menningarnefnd Við ætlum að halda áfram að styðja við menningararf þeirra staða sem saman mynda Sveitarfélagið Árborg – Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvíkurhrepp Við ætlum halda áfram að koma merkilegri sögu Eyrarbakka, fyrrum höfuðstað Íslands, á framfæri svo sómi sé að. „Verndarsvæði í byggð“ vegur þar þungt Við ætlum að gera átak í að kynna merkilega sögu staða innan Sandvíkurhrepps Við ætlum að koma á bæjarhátíð í samstarfi við fólk af erlendum uppruna sem býr í Árborg t.d. Pólska daga Við ætlum að ljúka við menningarsalinn. Á liðnu kjörtímabili fékkst fjárstuðningur frá ríkinu svo mögulegt yrði að ljúka verkefninu. Forhönnun er lokið, nú er bara að setja verkið í útboð og framkvæmd. Menningarsalurinn verður tekinn í notkun haustið 2024.


Manstu hvernig Svf. Árborg leit út áður en að M-listi Miðflokksins og Sjálfstæðra tóku til starfa í meirihluta bæjarstjórnar árið 2018? Fjórum árum síðar og 2.000 íbúum ríkari hefur ásýnd Svf. Árborgar breyst umtalsvert. Svona lítur sveitarfélagið út í dag, árið 2022. Við látum verkin tala!

MIÐBÆR SELFOSS

SVARFHÓLSVÖLLUR

EYRARBAKKI

AUSTURBYGGÐ SELFOSSI

STEKKJASKÓLI

GOÐHEIMAR

SELFOSS

STOKKSEYRI


10 HELSTU ÁHERSLUR Við ætlum að halda áfram með og ljúka þeirri innviðauppbyggingu sem nú þegar er hafin Við ætlum að vinna áfram að því að koma frárennslismálum Árborgar í betra horf Við ætlum að gera stórátak í uppbyggingu og lúkningu göngu-, hjóla- og reiðstíga Við ætlum að stórauka skógrækt í Árborg til að auka skjólmyndun og lífsgæði íbúa Við ætlum að láta aðgengi fyrir alla gilda um allar byggingar í eigu Árborgar og hvetja fyrirtæki og einkaaðila að gera það sama Við ætlum að ná því í gegn í þessari umferð að allar skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar, dropinn holar steininn Við ætlum ekki að leyfa fjárfestum að stýra vaxtarhraða sveitarfélagsins Við ætlum í samvinnu við Sleipni að hefja undirbúning að byggingu félagsaðstöðu hestamanna við keppnisvöllinn á Brávöllum sem sæmir félaginu Við ætlum að stofna til orkuveitufyrirtækis í samstarfi við nágrannasveitarfélög okkar í anda Norðurorku Við ætlum að halda áfram að tala máli íbúanna gagnvart ríkisvaldinu og berjast fyrir bættri þjónustu t.d. Hvað varðar löggæslu, HSu og vetrarþjónustu Hellisheiðar, borgarlínu sunnlendinga


FRAMBOÐSLISTI M-LISTA MIÐFLOKKSINS OG SJÁLFSTÆÐRA Í SVF. ÁRBORG 1. Tómas Ellert Tómasson, Byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar 2. Ari Már Ólafsson, Húsasmíðameistari, nefndarmaður í skipulags- og byggingarnefnd 3. Sigurður Ágúst Hreggviðsson, Sölumaður og fyrrverandi varabæjarfulltrúi í Svf. Árborg 4. Erling Magnússon, Lögfræðingur og húsasmíðameistari 5. Dr. Ragnar Anthony Antonsson, Dr. Í heimspeki, kennari 6. Dýrleif Júlía Guðlaugsdóttir, Líftæknifræðingur og dagforeldri 7. Sveinbjörn Jóhannsson, Húsasmíðameistari 8. Björgvin Smári Guðmundsson, Grunnskóla- og skákkennari og fyrrv. formaður Skákfélags Selfoss og nágrennis 9. Sverrir Ágústsson, Félagsliði á réttargeðdeild LSH 10. Jón Ragnar Ólafsson, Atvinnubílstjóri og íþróttaáhugamaður Heiðurssætin skipa: 11. Ásdís Ágústsdóttir, Húsmóðir 12. Guðmundur Kristinn Jónsson, Heiðursformaður HSK og fyrrverandi bæjarfulltrúi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.