JÓLABLAÐ MIÐFLOKKSINS Í SUÐURKJÖRDÆMI 2019
MIÐFLOKKURINN
Jólahugvekja ALLT ÞAÐ SEM ER ÆSKILEGT FYRIR VELFERÐ MANNSINS
A
braham Lincoln er einn merk asti forseti sem Bandaríkjamenn hafa átt og meta margir hann fremstan allra forseta. Hann sagði eitt sinn; „Allt það sem æskilegt er fyrir velferð mannsins, bæði í þessu lífi og öðru, má finna í Biblíunni.” Fyrir skömmu var mér boðið á aðventukvöld Gídeonfélagsins. Þar var saman komin góður hópur fólks sem á það sameiginlegt að vilja stuðla að því að sem flestir eignist Guðs orð. Mér er það minnisstætt þegar ég var ungur að árum og fékk Nýja testamentið að gjöf frá Gídeonfélaginu. Mér þótti bókin ákaflega falleg og þorði varla að fletta henni í fyrstu af ótta við a hún yrði þá fljótt slitin. Gídeonfélagið var stofnað 1899 í Bandaríkjunum af þremur ein staklingum. Félagsskapurinn breidd ist hægt og rólega út og var Ísland þriðja landið þar sem Gídeonfélag var stofnað. Það er í sjálfu sér svolítið merkilegt í ljósi þess að starfsemi þess er í dag nánast í öllum löndum heims. Meðlimir á heimsvísu eru um 270 þúsund og þeir færa öllum sem vilja Nýja testamentið og Biblíuna að gjöf á yfir 100 tungumálum.
Félagið hefur gefið rúmlega tvo milljarða eintaka af Biblíunni frá stofnun. Á Íslandi gaf félagið fyrstu Biblíuna á hótelherbergi árið 1949 en það var á Hótel Borg. Árið 1954 hóf félagið að fara í grunnskólana og gefa 10 ára börnum Nýja-testamentið. ÍSLENSKT SAMFÉLAG OG KRISTNAR RÆTUR Þeirri vegferð lauk því miður árið 2011 þegar kristin trú var sett í skammarkrókinn af Mann réttindaráði Reykjavíkurborgar. Þegar borgin bannaði að dreifa í grunnskólum boðandi efni eins og það var orðað. Þremur árum áður eða árið 2008 bannaði þá verandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins kristnifræði kennslu í skólum landsins. Þessar ákvarðanir voru ekki heillavænlegar að mínum dómi. Það var óskynsamleg ákvörð un að þessi bók bókanna sem svo ríkulega hefur mót að íslenska menningu og íslensk an trúararf skuli þannig gerð að hornreku í íslensku skóla kerfi. Uppeldishlutverk skól ans er mikilvægt, ekki síst siðgæðis uppeldi. Skólum er ætlað að miðla slíkum gildum og í íslensku
samfélagi eiga þessi gildi sér kristnar rætur. Taka á tillit til þess að kristin trú hefur verið ráðandi í mótun menningar okkar og samfélags. Nú þegar styttist til jóla spyr maður sig að því hvenær verði farið að fetta fingur út í helgidagahald. Verður það jafn sjálfsagt að við fáum frí á kristn um helgidögum og verið hefur? Segja má að hér á landi hafi gætt tilhneigingar til ákveðinnar afkristnunar síðustu árin. Þessari öfugþróun hefur verið stjórnað af háværum minnihluta. Hér þarf að snúa við blaðinu. Bersýnilegt er að kirkjulegt starf hefur mjög færst í aukanna á aðventunni í íslenskum söfn uðum hin síðari ár. Mikið fram boð er af tónleikum og öðru efni sem laðar fólk að kirkjunni. Á þessum árstíma erum við minnt á langa samleið trúar og lista, ekki síst trúar og tónlistar og er það ánægjulegt. MIKILVÆGI KYRRÐARINNAR Í AÐDRAGANDA JÓLA Boðberar kristninnar hafa á öllum tímum bent á mikilvægi kyrrð arinnar, mikilvægi þess
BIRGIR ÞÓRARINSSON að draga sig um stund í hlé frá áreiti umhverfisins. Margir sakna kyrrðar og jafnvel þagnar á þessum tíma frammi fyrir öll um þeim hávaða sem umlykur fólk í flóði auglýsinga fyrir jóla hátíðina. Við eigum ekki að van meta mikilvægi kyrrðarinnar í aðdraganda jóla. Hugleiðum vel í hverju jóla undirbúningur okkar ætti helst að vera fólginn. Upplagt er nú á aðventunni að hugleiða gildi hinnar kristnu trúar, hver sé boðskapur jólanna og hver sé kjarni hinnar kristnu trúar og kristins siðar, sem hefur fylgt þjóðinn í meira en þúsund ár. „Allt það sem er æskilegt fyrir velferð mannsins“. Gleðileg jól.
Hátíðar Ris a’la Mandel
Hér kemur ævagömul fjöl skylduuppskrift af hátíðar Ris a’la Mandel sem hefur verið á mínum jólum frá því ég man eftir mér. Uppskriftin kemur frá móður minni sem fékk hana hjá vinkonu Danmörku þegar hún var þar ung kona í skóla. 2 l mjólk (ekki létt mjólk) 3 dl hrísgrjón (verða að vera River Rice eða grjón sem drekka vel í sig vökva) Vanillusykur (Ég nota vanillu stöng og smakka til, ef vantar þá bæti ég við vanillusykri)
Þetta er soðið lon og don (fyrst sett 1 l mjólk og bæti svo hinni hægt og rólega út í þegar grauturinn þykkist) og hrært stöðugt í og þá sett í skál eða haft áfram í pottinum og bætt við 10-12 msk. sykur og hrært. Látið kólna vel! Minn pottur fer beint út til að kólna. 2 pelar rjómi þeytt og 6-8 dl sett út í kaldan grautinn. Geyma í ísskáp eða úti á svölum yfir nótt ef ekki er frost!
Sósan er toppurinn á þessu sem gerir okkar Ris a’la Mandel öðruvísi! 6 dl sykur bræddur á þurri pönnu eða potti (standa þarf
2 | Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi
yfir þessu), þegar sykur er ljósbrúnn og bubblar er hitinn lækkaður og 8 dl af vatni sett smátt og smátt út í sykurinn og hrært í. Þetta er síðan kælt vel og bætt út í mjórri bunu í þeyttan rjómann sem er svo geymdur. Rís a’la Mandel og sósan er síðan borið fram þannig að ég set í litlar skálar og sósuna með til hliðar. Ef ég nota þetta sem möndlugraut þá fel ég möndluna í einni skálinni. Sigrún Gísladóttir Bates
JÓLABLAÐ 2019
SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON:
Verjum íslenskar jólahefðir E in mesta auðlind hvers samfélags er að eiga sam eigin lega menningu og sögu. Fyrir þjóð felast ómetanleg verðmæti í því að þekkja sam eigin lega reynslu og minni. Slík sameiningartákn ýta undir þá tilfinningu að fólk tilheyri einum hópi og fyrir vikið undir það viðhorf að gæta þurfi að öllum meðlimum hópsins, þjóðarinnar allrar. Í slíkum samfélögum er sama hvort stjórnmálaflokkar hneigj ast til vinstri eða hægri eða eru á miðjunni, nánast allir hafa skilning á því að hópurinn þurfi að standa saman. Eitt það mikilvægasta í menn ingu okkar er jólahaldið. Á jólum og í aðdraganda þeirra ríkir einstök samkennd meðal íslensku þjóðarinnar. Við erum minnt á að við séum í raun ein stór fjöl skylda. Samkennd og velvild í garð náungans er jafnan meiri en á öðrum tímum ársins og flestir vilja sýna það í verki, hvort sem
þeir gera það með því passa sig á að sýna tillitssemi í umferðinni, styrkja góð málefni eða brosa til ókunnugra og óska gleðilegra jóla. Við megum þó ekki líta á allt það góða við íslenskt jólahald sem sjálfgefna og óumbreytanlega hluti. Friður og samkennd jólanna er afleiðing langrar sögu sem þarf að rækta og varðveita. Þess vegna er það sérstakt áhyggju efni að á undanförnum árum hafi verið leitast við að þrengja að hefðum og jafnvel grund velli jólahalds á Íslandi og víðar. Eins og alltaf eru slíkar breytingar boðaðar í nafni góðra markmiða og með vísan í jákvæð orð eins og frelsi og fjölbreytileika. Þannig er okkur sagt að í nú tímasamfélagi geti ekki gilt gamlar reglur um frí á helgidögum. Frelsið kalli á að fyrirtæki fái að láta fólk vinna þá daga eins og aðra daga. Vitanlega hafa margar stéttir ætíð þurft að vinna á jólum (t.a.m. heilbrigðisstarfsfólk, löggæsla og slökkvilið) en þá hefur verið litið
á það sem lofsverða fórnfýsi þeirra sem starfa fyrir samfélagið. Um leið hefur þótt rétt að þeir sem þyrftu að vera við vinnu yfir jól fengju að njóta hátíðarinnar eins og kostur er fremur en að jóladagarnir væru eins og hver önnur vakt. Verra er þó að borið hefur á því að jólahaldi sé að verulegu leyti út hýst úr sumum af mikilvægustu stofnunum samfélagsins. Það á til dæmis við um skóla í sumum sveit arfélögum, einkum í Reykjavík. Dæmi eru um að börn fái ekki að fara í kirkju með skólanum fyrir jól eða sýna jólaleikrit og jafnvel ekki að halda litlu jólin í skólanum. Undirbúningur jól anna í skóla hefur frá upphafi verið stór þáttur í aðdraganda friðar hátíðarinnar á Íslandi. Kynslóð fram af kynslóð hefur jólaundirbúningur í skólum veitt börnum einstakar ánægju stundir og verið liður í því að viðhalda hinni sameiginlegu ís lensku jólamenningu. Því er stundum haldið fram að þetta þurfi að breytast vegna þess
að nú hafi hlutfall Íslendinga sem játa ekki Kristni aukist. Slík rök eru fjarstæðukennd og sannarlega ekki í anda jólanna. Auk þess ganga slík viðhorf jafnan gegn vilja þeirra sem flutt hafa til landsins. Flestir telja þeir eðlilegt og ánægjulegt að fá að taka þátt í siðum landsins og líta ekki svo á að með því að taka þátt í íslenskum jólaundirbúningi séu þeir að ganga gegn eigin trúar brögðum. Þegar íbúar Vesturlanda flytja í aðra heimshluta þykir þeim jafnan eðlilegt og ánægjulegt að fá að kynnast sið um nýja heima landsins. Ég vona að hið samhenta og góða samfélag suðurkjördæmis muni njóta þess friðar og þeirrar gleði sem einkennt hefur íslenskt jólahald um aldir og rækta þá miklu samkennd sem fylgir jóla hátíðinni. Gleðileg jól.
Hallfríður Guðný Hólmgrímsdóttir
HALLFRÍÐUR GUÐNÝ HÓLMGRÍMSDÓTTIR bæjarfulltrúi Grindavík Hver er uppáhalds jólasveininn þinn? Stúfur alltaf verið svolítið uppáhalds. Hefur þú fengið kartöflu í skóinn? Nei aldrei, alltaf verið svo stillt og prúð. Er langt síðan að þú hættir að setja skóinn í gluggann?
Set skóinn enn í gluggann eða öllu heldur stígvélið, maður fær miklu meira ef skórinn er stór. Trúir þú á grýlu? Já auðvitað, gera það ekki allir? Ferðu í jólaköttinn í ár? Nei verð ég ekki að reyna að splæsa í eitthvað nýtt að minnsta kosti nýja sokka Bakar þú fyrir jólin? Já alltaf, mikil hefð verið fyrir því í fjölskyldunni. Hvað borðar þú yfir hátíðarnar? Hamborgarahrygg á aðfangadag og hangikjöt á jóladag, breyti aldrei útaf venjunni. Hvað má alls ekki vanta með jólasteikinni? Malt og appelsín er alveg
bráðnauðsynlegt með steikinni. Hver fær stærsta pakkann í ár? Það er alltaf mesta spennan að sjá hver fær stærsta pakkann en hann er ekki alltaf innihaldsríkastur. Verður það ekki bara að koma í ljós á aðfangadag? Eru einhverjar hefðir í fjölskyldunni? Fór alltaf til ömmu og afa á aðfangadagskvöld þegar ég var barn, í heitt súkkulaði og kökur. Þessari hefð hef ég haldið við og borðin svigna undan kræsingunum og að sjálfsögðu er heitt súkkulaði og rjómi. Hverju má alls ekki sleppa yfir hátíðarnar? Spilunum á aðfangadagskvöld eftir kaffið, oft spilað framundir
Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi | 3
morgun jóladags. Mottó: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Segja að lokum: Jólin er tími samveru og gleði hjá flestum en alls ekki öllum, lítum vel í kringum okkur því það eiga margir um sárt að binda. Faðmlag, kærleikur og fallegt bros getur gert daginn betri fyrir svo marga. Óska öllum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar, megi árið 2020 verða ykkur gæfusamt og kærleiksríkt.
MIÐFLOKKURINN
Lýðræðið á sveitarstjórnarstiginu kjörnir af öðrum listum eða sjálfkjörnir. Fulltrúavalið í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins þ.e. í stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtaka og nefndir og ráð á vegum þeirra endurspegla þó ekki úrslit kosninganna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í mörg undanfarin ár hvatt sveitarfélög landsins til að leyfa íbúum að koma meira RITSTJÓRNARGREIN: að stjórn sveitarfélaganna með því að taka upp íbúakosningar um ýmis málefni. Sambandið lestir sem starfa í stjórn hefur auk þess haldið námskeið málum gera það til að hafa um lýðræðismál og látið líta áhrif og til að öðlast áhrif þá svo út að lýðræðismál væru því þarf að fá kjósendur á sitt band í afar hugleikin - raunin er allt kosningum og til að greiða manni önnur! Skipan í stjórn Sambands atkvæði sitt. Atkvæðum þess um íslenskra sveitarfélaga er einmitt er síðan umbreytt í vald og með skýrasta dæmið um það hve ræðisleg vinnubrögðin eru valdinu fá stjórnmálamenn tæki ólýð færi til að framkvæma hugmyndir þar á bæ. Við val á ellefu fulltrúum í sínar og stefnur. Alls voru kjörnir 502 sveitar stjórn Sambandsins er notast stjórn ar menn á land inu öllu í við svokallaða uppstillinganefnd síðustu sveitarstjórnarkosningum, – „því það hefur alltaf verið um 40% þeirra voru kjörnir af gert þannig“ – og með þeim listum Samtryggingarflokkanna aðferðum og útreikningum ásamt viðhengjum, en 60% voru sem „alltaf“ hafa verið notaðir,
F
útilokaði uppstillinganefndin strax 60% sveitarstjórnarfólks frá því að eiga möguleika á setu í stjórn sambandsins þ.e. alla nema eigin fulltrúa. Eftir að upp stillinganefndin hafði svo lokið störfum og borið fram til sam þykktar tillögu sína um hverjir ættu að skipa stjórn sambandsins á fyrsta Landsþingi eftir kosn ingar, varð niðurstaðan sú að öll 11 sæti stjórnar sambandsins eða 100% eru skipuð fulltrúum Sam tryggingarflokkanna, þó ekki hafi þeir fengið nema 40% atkvæða í kosningunum! Á landsþingum sambandsins eru svo 60% þing fulltrúa frá Samtryggingarflokk unum með kosningarétt, þó þeir eigi einungis um 40% kjörinna sveitarstjórnafulltrúa á landsvísu! Hvernig skyldi svo standa á því að allt sem lagt er til af stjórninni á Landsþingum sé þar samþykkt, en öðru vísað frá? – svarið er augljóst. Af hverju er þetta svona? – Svarið er einfalt, Samtryggingar flokkarnir hafa raðað starfsfólki sér hliðhollu á jötuna sem taka þátt í því með fulltrúum Sam
4 | Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi
tryggingarflokkanna að upplýsa ekki ný eða önnur framboð um hvar möguleikar þeirra liggja til áhrifa í efsta lagi sveitar stjórnarstigsins. Þrátt fyrir það sem að framan greinir, þá er von um að breytt vinnulag í efsta lagi sveitar stjórn arstigsins sé í sjónmáli. Þau undur og stórmerki gerðust nefnilega á téðu Landsþingi að kona var kjörin sem formaður sam bandsins, sú fyrsta í sögu þess, 38 árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslenska lýðveldisins - sem lýsir glöggt hve vinnubrögðin við val í stjórn þess fram að þessu hafa verið gamaldags. Ég ber þá von í brjósti að núverandi formaður reki slyðru orðið af „Samtryggingar sam bandi íslenskra sveitarfélaga“, rífi í stýrið, taki U-beygju með vagn inn og aki með hann í lýðræðisátt. Gleðilega hátíð! Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Svf. Árborg.
JÓLABLAÐ 2019
Hvað gerir jólatíðina að því sem hún er? Þ ú hefur eflaust velt því fyrir þér lesandi góður hvað það er sem gerir jóla tíðina að því sem hún er. Hvað er það sem dregur fram bestu útgáfuna af okkur flestum? Besta útgáfan af okkur er án efa barnið í okkur og um jól reynum við að endurlifa barnajólin. Grípa þau og sleppa ekki. Samt er það eins og að reyna að ganga undir regnbogann. Maður er næstum kominn, en kemst aldrei alveg. Maður notar hefðirnar, jólalögin, skrautið og matinn til að tengja við barnajólin. Lykt af vissum hlutum er jólalykt í huga margra. Eplalyktin var sérstök eða lykt af þornandi grenigrein. Allt þetta snertir strengi í dag. Margs er að minnast. Raf mögn uð spenna. Bræður bíða við glugga eftir að Land Rover inn renni í hlað eftir innkaupa leiðangur. Amma og langafi
bíða líka. Kannski ekki endilega af spenningi yfir varningnum. Líklega frekar með léttar áhyggjur af ungum foreldrum á ferð í snjó og þæfingi. Ekki tekst að sjá allt sem út úr bílnum kemur, þrátt fyrir talsverðar ráðstafanir. Loks er einu herberginu lokað með ströngum skipunum um að piltar haldi sig fjarri. Ekki tókst það alltaf. Þetta herbergi kallaði amma pukursherbergi. Á jólum þarf að gera allt. Hitta alla og vera samt líka einn með sjálfum sér með góða bók í hönd. O þau líða hratt og hverfa á braut eins og hendi sé veifað og maður horfir á eftir þeim eins og góðum vini, vinkar af og til þar til þau hverfa sjónum að lokum. Og getur farið að hlakka til næstu jóla. Sumir vilja meina að jólin séu bara arfur frá forneskju sem tengist því að dag tekur að lengja á Norðurhveli. Jól séu gömul
hefð sem skapaðist vegna þess að sólin fer aftur að hækka á himni. Nýtt upphaf og ný hringferð lífsins. Ljósinu fagna allar frumur mannsins og það gerir hugurinn og jafnvel sálin líka. Myrkur og kuldi eru andstæð okkar innsta eðli. Sjálfsagt er það þess vegna sem við hugsum um himnaríki sem ríki ljóssins. Og í framhjáhlaupi má geta þess að þeir sem telja sig hafa upplifað heimsókn í himnaríki muna aðeins eftir ljósi og ást. Sálmur Stefáns frá Hvítárdal, Kirkjan ómar öll, geymir þetta erindi: Guð er eilíf ást, engu hjarta’ er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf.
ELVAR EYVINDSSON Í huga Kristinna manna eru jólin hátíð ljóss og friðar og alls þess sem fagurt er og gott, fæðingarhátíð Frelsarans. Hann boðaði líka ljós og frið. Og um hann er sögð merkilegasta saga sem sögð hefur verið um nokkra manneskju. Um boðskap sem var og er á skjön við aðrar sögur af stórmennum. Hún er ekki saga um völd eins og þau eru oftast skilin, né ofbeldi, né undirmál eða fláræði. Hún er saga um hreinleika og fullkomnun. Ljós og frið í einum manni. Og óskina og fyrirheitið um ljós og frið í okkur öllum. Ég óska öllum nær og fjær gleðilegra jóla, árs og friðar.
Margrét Þórarinsdóttir
MARGRÉT ÞÓRARINSDÓTTIR bæjarfulltrúi Reykjanesbæ Hver er uppáhalds jólasveininn þinn? Kertasníkir, því að þá eru jólin ekki langt undan.
Hefur þú fengið kartöflu í skóinn? Já, því miður, hver vissi að það væri bannað að stela bílnum hans pabba.. Er langt síðan að þú hættir að setja skóinn í gluggann? Set skóinn enn í gluggann til að fá gjöf frá Kertasníki, það er alltaf mjög mikill stemmari í því. Trúir þú á grýlu? Já, auðvitað ég bý í Keflavík. Ferðu í jólaköttinn í ár? Nei, svo sannarlega ekki! Bakar þú fyrir jólin? Já, ég baka alltaf með mömmu minni og dóttur, alltaf mjög gaman.
Hvað borðar þú yfir hátíðarnar? Það fer eftir því hvar ég er stödd í heiminum, ég er ekki mikið á Íslandi yfir hátíðarnar. Hvað má alls ekki vanta með jólasteikinni? Hnífapörin, ef að þau verða ekki með er lítið hægt að borða. Hver fær stærsta pakkann í ár? Börnin mín fá alltaf stærstu pakkana en ég geri ekki upp á milli þeirra. Eru einhverjar hefðir í fjölskyldunni? Jólaboðin hjá okkur systkinunum, baksturinn með börnunum, horfa á jólamynd og borða konfekt
Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi | 5
og spila en það má ekki spila á aðfangadag þannig að við bíðum alltaf spennt að klukkan sé orðin 00:01 þá hefst fjörið. Hverju má alls ekki sleppa yfir hátíðarnar? Malt og appelsín er möst! Mottó: Lífið er núna! Segja að lokum: Gangið hægt um gleðinnar dyr og munum að hlýnun jarðar á sér stað. Ást og friður allir saman og eigið gæfuríkt ár 2020.
MIÐFLOKKURINN
Jólahefðir hjá Karli Gauta F lest heimili hafa sínar fast mótuðu jólahefðir, svo sem hvernig húsið er skreytt, hvað sé í jólamatinn, hvaða jóla boð séu á dagskránni, hvort á heimilinu sé lifandi tré eða gervi jólatré og margt fleira. Hjá minni fjölskyldu hefur flest af þessu verið með ákveðnu sniði í gegnum árin, þó með smá vægilegum breytingum, t.d. hefur jólaljósaskreytingum fjölgað og þær vaxið að umfangi með hverju ári. Við erum með hamborgara hrygg á aðfangadagskvöld en þar varð ég að lúta í lægra haldi, þar sem ég ólst upp við svínalæri, en óhætt er að segja að þetta er að venjast. Konan mín er mikið jólabarn og sér um yfirstjórn jólahaldsins, skipuleggur skreytingar og sér
um að jólalögin fái að óma um heimilið frá byrjun desember. Hins vegar er eitt svið þar sem kemur að minni þátttöku, það er að gera jólaísinn og fylgi ég þar uppskrift sem ég ólst upp við. Aðeins ein regla er í gildi; Á uppskriftinni og aðferðinni við gerð íssins verða ekki leyfðar neinar breytingar! Heimatilbúinn jólaís hefur fylgt minni fjölskyldu alla tíð og þykir ómissandi þáttur í jóla undirbúningnum. Mikil spenna er í kringum þessa ísgerð og hafa synir mínir smitast af henni og í takt við það hefur magn ið aukist síðustu ár. Mest er gert af súkkulaðiís, en nokkur box af vanilluís, svona til að gæta hóf semdar.
JÓLAÍS GAUTA 6 eggjarauður og 4 eggjahvítur 180 grömm sykur ¾ lítrar rjómi Síríus suðusúkkulaði 100 grömm Vanilludropar Við ísgerðina er mælt með fum lausum vinnubrögðum, annars er hætt við að það komi niður á gæðunum. Fyrst eru eggin þeytt, þar til þau verða ljóshvít (kannski 15 mínútur í hrærivél) Út í hræruna er sykurinn settur og vanilludroparnir. Sykurmagnið má þó minnka eftir smekk hvers og eins. Rjóminn er þeyttur á meðan eggin hrærast. Einnig og jafnframt er suðu súkkulaðið brætt í vatnsbaði. Rjómanum og eggjahrærunni er hrært saman handvirkt og síð an er súkkulaðinu hellt yfir smám
KARL GAUTI HJALTASON saman og hrært í á meðan. Mikil vægt er að átta sig á áferðinni sem kemur eftir því hvernig þetta er gert. Ef þetta er gert hægt og rólega koma súkkulaðiflísar í ísinn, en ef þetta er gert hratt verður ísinn mórauður á litinn. Afurðin er síðan sett í ílát, álpappír settur yfir og ílátin sett strax í frysti. Sé ísinn látinn standa of lengi er hætt við að það komi gult botnfall í hann, þar sem eggin eiga það til að setjast. Neytið í einrúmi að nóttu til, þegar enginn er til að trufla. Gleðileg jól.
Starfsfólk Set á Íslandi og í þýskalandi óskar viðskiptavinum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Áramótalokun Set verður frá og með 20. desember 2019 til og með 5. janúar 2020.
6 | Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi
JÓLABLAÐ 2019
Gleðileg jól! HVERAGERÐISBÆR
REYKJANESBÆR
Haustfundur flokksráðs Miðflokksins
Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn á Park-Inn hótel í Reykjanesbæ laugardaginn 9. nóv ember síðastliðinn. Alþingismenn, bæjarfulltrúar og aðrir góðir gestir víðsvegar um landið gerðu sér ferð suður með sjó til þess að taka þátt. Kjördæmafélag Miðflokksins
hafði veg og vanda af fundinum sem heppnaðist að öllu leiti vel og á annað hundrað manns mættu á. Ræða formannsins var hnit miðuð og hárbeitt eins og hans var von og vísa og fjölmargir flokks félagar kváðu sér síðan hljóðs þegar almennar umræður
voru. Það var á fólki að heyra að almenn ánægja væri með vinnu okkar fólks hvort sem væri á þingi eða í sveitarstjórnum. Að loknum fundarhöldum og dagskrá dagsins var hátíðarkvöldverður þar sem gestir snæddu dýrindis veislumat
undir gríni, glensi og skemmti atriðum. Kunnum við starfsmönnum Park-Inn hótelsins bestu þakkir fyrir faglega og frábæra þjónustu. Sjá myndir á næstu síðu.
Kjördæmafélag Suðurkjördæmis Einar G. Harðarson, formaður Sigrún Bates, gjaldkeri G. Svana Sigurjónsdóttir, meðstjórnandi Óskar H. Þórmundsson, ritari Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, varaformaður Sverrir Ómar Victorsson, meðstjórnandi Tómas Ellert Tómasson, meðstjórnandi
Útgefandi: Kjördæmafélag Suðurkjördæmis Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Ellert Tómasson | Umbrot: Hönnunarhúsið ehf. | Forsíðumynd: Birgir Þórarinsson Upplag: 7.000 | Prentun: Prentmet
Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi | 7
Miðflokkurinn óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári
„Við erum ekki í vandamálabransanum. Við erum í lausnabransanum.“ – Sigmund Davíð Gunnlaugsson –