UPPHAF NÝRRA TÍMA Í ÁRBORG

Page 1

UPPHAF NÝRRA TÍMA Í ÁRBORG

2. sæti, Guðrún Jóhannsdóttir

1. sæti, Tómas Ellert Tómasson

3. sæti, Solveig Pálmadóttir

4. sæti, Ari Már Ólafsson

18. sæti, heiðurssæti, Guðmundur Kr. Jónsson MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND 1


SKYNSEMISSTEFNAN Skynsemisstefnan er enn mikilvægari í dag en áður. Við stöndum á tímamótum mikilla samfélagsbreytinga. Stjórnmál, bæði hér á Íslandi og í löndunum í kringum okkur, hafa ekki farið varhluta af breyttum aðstæðum eins og sést hefur í fréttum undanfarin ár. Á slíkum umrótatímum er enn mikilvægara en áður að stjórnmálamenn tali skýrt um málefni og stefnu.

T

il að lýðræðið virki þurfa kjósendur að hafa skýrar upplýsingar og valkosti þegar kemur að kjörborðinu. Þeir þurfa að geta valið um stefnu, varið atkvæði sínu til flokks sem þeir vita hvert stefnir og fyrir hvað stendur. Stjórnmálamenn eru fulltrúar almennings, ábyrgir fyrir að leiða samfélagið eftir þeirri stefnu sem þeir hafa boðað. Á undanförnum árum hafa stjórnmálamenn hins vegar fært völd í allt of ríkum mæli yfir á hendur embættismanna-

2

MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND

kerfisins, nefnda, hagsmunaafla og fleiri aðila. Þegar stjórnmálamenn gefa frá sér ákvörðunarvaldið og ábyrgðina á þann hátt skerðist vald almennings um leið og lýðræðið virkar þá ekki eins og skyldi. Kosningar snúast alltaf um það að kjósendur velji þá stefnu sem þeir vilja að leiði framþróun í samfélaginu næstu fjögur ár. Þess vegna verða stjórnmálamenn að leggja höfuðáherslu á að kjósendur viti hvað þeir standa fyrir og taka

ábyrgð á stjórn landsins í samræmi við það eftir kosningar í stað þess að fela embættismönnum að stjórna og verja tíma sínum í karp um persónur og það upphlaup sem er til umræðu á samfélagsmiðlum þann daginn. Á tímum sem ólga af samfélagsbreytingum er skynsemistefnan sérstaklega mikilvæg. Stefna sem byggir á að greina úrlausnarefni samfélagsins, leita bestu og skynsamlegustu lausnanna með því að hlusta á öll sjónarmið og vera opin fyrir tillögum frá öllum hliðum og taka ákvörðun byggða á rökum. Mikilvægt er svo að standa með þeirri ákvörðun, með bestu lausnunum, þó það geti verið erfitt. Þetta er stefna Miðflokksins. Stjórnmálaöfl til hægri og vinstri hafa í gegnum áratugina lagt margt gott til stjórnmálanna hvor um sig en

engin ein hugmyndafræði hefur svör við öllum úrlausnarmálum samfélagsins. Skynsemisstefnan býður að hlusta á hugmyndir að lausnum frá öllum hliðum og velja þá bestu, eða blanda þeim saman til að ná enn betri árangri. Framundan bíða fjölmörg úrlausnarefni í Sveitarfélaginu Árborg sem krefjast skynsamlegra lausna og stjórnmálamanna sem eru tilbúnir að berjast fyrir bestu og skynsamlegustu lausninni. Ör íbúafjölgun, stjórnsýslan og fjármál Árborgar; búsetumál; umhverfis-, mannvirkja- og skipulagsmál; byggðamál; fjölskyldan; velferðarog öldrunarmál; íþrótta-, lýðheilsu og tómstundamál; menningar- og ferðamál eru þar á meðal. Miðflokkurinn í Árborg ætlar að takast á við þessi verkefni, og öll hin sem sett eru fram í stefnuskránni , af skynsemi og staðfestu.


1. SÆTI, TÓMAS ELLERT TÓMASSON

UPPHAF NÝRRA TÍMA Í ÁRBORG Þann 26. maí n.k. verður kosið til sveitarstjórnar í Árborg. Valið stendur um áframhaldandi bæjarstjórn Árborgar sem setið hefur s.l. átta ár eða ferskan og skynsaman M-lista Miðflokksins.

M

-listi Miðflokksins í Árborg býður nú fram krafta sína í fyrsta sinni fyrir Sveitarfélagið Árborg. Á framboðslistanum er fólk sem er tilbúið til að leggja hart að sér til að bæta búsetuskilyrðin í Árborg og búa vel í haginn fyrir framtíðina. Framboðslistinn samanstendur af fólki sem hefur mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum, félagsmálum og úr atvinnulífinu. Fólk sem er fætt hér á svæðinu og uppalið; fólk sem er nýflutt í sveitarfélagið og fólk af erlendum uppruna.

Við ætlum að skapa sátt um bæjarstjórn Síðastliðin átta ár eða frá árinu 2010 hafa átt sæti í bæjarstjórn fimm fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Samfylkingar og einn fulltrúi Framsóknarflokks. Þessir þrír flokkar bjóða nú fram sömu fulltrúa í þriðja sinn til bæjarstjórnar, að undanskildum einum frá Sjálfstæðisflokki.

Umdeildar ákvarðanir meirihluta Sjálfstæðisflokksins, með oft á tíðum fulltingi fulltrúa Framsóknarflokksins, á því kjörtímabili sem nú er senn á enda hafa skapað óróa og ósætti á meðal íbúa. Nærtækasta dæmið um slíkt er sú misklíð sem skapast hefur vegna skipulags miðbæjarins á Selfossi. Miðflokkurinn telur að ákvarðanataka eigi að vera sem næst íbúum sveitarfélagsins sem ákvarðanirnar varða. Íbúakosning um einstök mikilvæg mál er því kjörin leið til að auka lýðræði og skapa sátt. Ekki á það síst við um mál, sem eru í eðli sínu ekki pólitísk og auðvelt er að skjóta í dóm íbúanna líkt og skipulagsmál miðbæjarins á Selfossi.

Við ætlum að starfa fyrir alla íbúa Árborgar Sveitarfélagið Árborg hefur margvíslegum skyld-

um að gegna gagnvart íbúum sínum. Þær skyldur helstar eru bundin í lög, eru samfélagslegar og að sinna hagsmunagæslu fyrir sína íbúa. Meðal mikilvægustu verkefna sveitarfélagsins eru: skóla- og fræðslumál, félagsþjónusta; umhverfis- og tæknimál, skipulags- og byggðamál; kjara- og starfsmannamál og lýðræðis- og mannréttindamál. Skipulagsmál verða fyrirferðamikil á komandi kjörtímabili, ekki bara vegna miðbæjarskipulags heldur einnig vegna þeirrar staðreyndar að skipulagt íbúðasvæði verður uppurið innan tíðar vegna örra fjölgunar íbúa. Núgildandi aðalskipulag sem hefur ekki tekið breytingum frá árinu 2010 þarf því að endurskoða, skipuleggja nýja byggð og ný svæði fyrir ýmsa landnotkun. Við endurskoðun aðalskipulagsins ætlar Miðflokkurinn meðal m.a. að gera ráð fyrir framtíðar akstursíþróttasvæði í Árborg sem unnið verður í samráði við akstursíþróttafólk með svipuðum hætti og gert var með golfvöllinn. Vegna íbúafjölgunarinnar nú og sem fyrirséð er að verði á næstu árum verða skóla- og íþróttamál einnig fyrirferðarmikil. Miðflokkurinn hafnar bráðabirgðalausnum í uppbyggingu íþróttamannvirkja. Iðkendafjöldi ungmennafélaganna í Árborg og nærsveitum kallar nú þegar á fjölnota íþróttahús með knattspyrnuvelli í fullri stærð og góðri aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Nauðsynlegt er að koma frárennslismálum Árborgar strax í betra horf, vinna heildstæða framtíðaráætlun vegna fráveitumála fyrir allt

sveitarfélagið og hefja síðan framkvæmdir í áföngum. Stefnuskrá Miðflokksins inniheldur gátlista með 110 atriðum sem flokkurinn ætlar að vinna eftir á komandi kjörtímabili. Margt af því sem listað er upp í stefnuskránni höfðar til skynsemishyggjunnar og manneskjulegra vinnubragða, sum atriði kosta útgjöld og önnur skapa tekjur fyrir sveitarfélagið.

Við ætlum að láta rödd Árborgar heyrast Sveitarfélagið Árborg á sem langfjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi að vera sú rödd sem heyrist hvað hæst í er kemur að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir íbúa svæðisins. Það á að heyrast hátt í bæjarstjórn Árborgar hvað varðar samgöngumál, heilbrigðismál og löggæslumál. Tvöföldun þjóðvegar á milli Selfoss og Hveragerðis, ný brú yfir Ölfusá og þrýsta á að nægt fjármagn komi frá ríki í rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru dæmi um mál sem bæjarstjórn Árborgar á að berjast fyrir. Ófremdarástand hefur skapast í vegakerfinu vegna aukinnar umferðar og það er með öllu óþolandi að íbúar þurfi að bíða í fjórar til fimm vikur eftir tíma hjá heimilislækninum sínum. Miðflokkurinn í Árborg ætlar að láta heyra í sér í fyrrnefndum hagsmunamálum. Miðflokkurinn ætlar að takast á við þessi verkefni, og öll hin, af skynsemi og staðfestu. Kjósum framtíðarsýn og upphaf nýrra tíma í Árborg, merkjum x við M á kjördag. MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND 3


FRAMBOÐSLISTI MIÐFLOKKSINS Í ÁRBORG 1. sæti, Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur/verkefnastjóri 2, sæti, Guðrún Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur 3. sæti, Solveig Pálmadóttir, viðskiptalögfræðingur/hársnyrtimeistari 4. sæti, Ari Már Ólafsson, húsasmíðameistari 5. sæti, Erling Magnússon, lögfræðingur 6. sæti, Sverrir Ágústsson, félagsliði 7. sæti, Arnar Hlynur Ómarsson, bifvélavirki 8. sæti, Ívar Björgvinsson, vélvirki 9. sæti, Jóhann Þór Rúnarsson, stöðvarstjóri 10. sæti, Jón Ragnar Ólafsson, bílstjóri 11. sæti, Arkadiusz Piotr Kotecki, verslunarmaður 12. sæti, Jóhann Norðfjörð Jóhannesson, stýrimaður/byssusmiður 13. sæti, Birgir Jensson, lífeyrisþegi 14. sæti, Sólveig Guðjónsdóttir, bæjarstarfsmaður 15. sæti, Sigurbjörn S. Kjartansson, verkamaður 16. sæti, Guðmundur Marías Jensson, tæknimaður 17. sæti, Hafsteinn Kristjánsson, bifvélavirki 18. sæti, Guðmundur Kristinn Jónsson, Húsasmíðameistari/fv. bæjarfulltrúi

4

MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND


2. SÆTI, GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR

GJALDFRJÁLSAR SKÓLAMÁLTÍÐIR Í ÁRBORG

V

ið hjónin fluttumst í Sveitarfélagið Árborg fyrir tæpum þremur árum frá Dalabyggð þar sem við rákum saman búskap. Ég var kaupfélagsstjóri á Borðeyri áður en ég settist að í Dalabyggð en í því sveitarfélagi átti ég sæti í sveitarstjórn og byggðaráði árin 2010-2014. Ég lauk námi í Viðskiptafræði á sviði stjórnunar frá Háskólanum á Akureyri árið 2007. Fyrir þann tíma starfaði ég um tuttugu ára skeið í Búnaðarbanka Íslands. Í dag starfa ég sem aðstoðarverslunarstjóri í Hagkaup á Selfossi.

Við ætlum að gera grunnskólanna gjaldfrjálsa M-listinn ætlar á komandi kjörtímabili að greiða

fyrir námsgögn og bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn í Árborg. Í dag rukkar Árborg hvert grunnskólabarn um 443 krónur fyrir skólamáltíð auk morgunhressingar og auka 37 krónur fyrir mjólkurglasið!. Útgjaldaaukinn fyrir Árborg er um 100 milljónir króna árlega. Þeim kostnaði er hægt að mæta með sparnaði í yfirstjórninni. Það má t.d. lækka laun bæjarstjóra, fastráða bæjarlögfræðing til að sinna stjórnsýslunni og minnka kaup á aðkeyptri sérfræðiþjónustu sem hægt er að vinna innan veggja ráðhússins, í stað þess að kaupa hana á 25.000 krónur á tímann út í bæ!

MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND 5


STJÓRNSÝSLAN OG FJÁRMÁL ÁRBORGAR Við ætlum að skapa sátt um störf bæjarstjórnar í Við ætlum að rækta samband við vinabæi Árborgar Árborg. og eignast nýja, bæði hér á landi og erlendis. Við ætlum að vinna eftir sveitarstjórnar- og stjórn sýslulögum og virða þær reglur og samþykktir sem Árborg hefur sett sér. Við ætlum að virða lýðræðislegan rétt íbúa.

Við ætlum að ráða bæjarstjóra sem hefur metnað fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar og Suðurlands. Við ætlum að virða útboðsskyldu opinberra aðila. Við ætlum að lækka laun bæjarstjóra. Við ætlum að fastráða bæjarlögfræðing.

Við ætlum að gera stjórnsýslu Árborgar aðgengilegri og opna bókhaldið. Við ætlum að gera innkaup Árborgar skilvirkari og hagkvæmari. Við ætlum að endurskoða starfsmannastefnu Árborgar. Við ætlum ekki að stinga skýrslum undir stól.

6

Við ætlum að leyfa íbúum Árborgar að kjósa um miðbæjarskipulag Selfoss, kennt við Sigtún þróunarfélag og virða niðurstöðu kosninganna.

MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND

Við ætlum að loka fyrir útgjaldaleka Árborgar. Við ætlum að mæta útgjaldaauka vegna gjaldfrjáls grunnskóla með sparnaði í yfirstjórninni. Við ætlum ekki að selja Selfossveitur. Við ætlum að hlusta á alla íbúa Árborgar um hvar má gera betur í Árborg. Við ætlum ekki að gera samninga við óstofnuð einkahlutafélög. Við ætlum ekki að spila með peninga sveitar félagsins í viðskiptum við einkaaðila. Við ætlum að hugsa og framkvæma í lausnum. Við ætlum að starfa með öðrum stjórnmálaflokkum í bæjarstjórn Árborgar með skynsemisstefnuna að leiðarljósi. Við ætlum að gæta hagsmuna Sveitarfélagsins Árborgar í hvívetna. Við ætlum að starfa fyrir alla íbúa Árborgar.


3. SÆTI, SOLVEIG PÁLMADÓTTIR

HREPPAFLUTNINGAR – ALDREI AFTUR! ,,Sá sem hefur heyrt gamalmenni gráta mun ekki gleyma því síðan. Aungvir gráta jafnsáran; grátur gamalla manna er sá eini sanni grátur“. Halldór Laxness – Heimsljós.

V

anvirðandi meðferð á öldruðum brýtur gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægt er að hlúa vel að þeim sem skilað hafa sínu ævistarfi og ætti það velferðarþjóðfélag sem íslendingar búa við að setja það þegar í forgang að gera öldruðum kleift að lifa sín síðustu ár með reisn. Þeir eiga að fá að halda sjálfstæði sínu þar til yfir lýkur og við góða aðhlynningu í tryggu öryggi, í nálægð við ástvini sína. Skortur á hjúkrunarrýmum er grafalvarlegt mál og er ófremdarástand sem ekki á að fyrirfinnast á Íslandi. Langir biðlistar aldraðra af sjúkrahúsum inn á hjúkrunarheimili valda því að margir hverjir lifa það ekki af að komast inn á hjúkrunarheimili.

Þennan vanda þarf að leysa og það skjótt. Þjóðin er að eldast samfara fullkomnari heilbrigðisþjónustu og framförum í læknavísindum. Í Sveitarfélaginu Árborg hefur íbúum 67 ára og eldri fjölgað um ríflega 200 manns á s.l. fjórum árum. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur kallað eftir því að nýtt hjúkrunarheimili sem rísa mun á Selfossi hafi stækkunarmöguleika upp í 80-90 hjúkrunarrými. Í dag hafa þar einungis verið samþykkt rými fyrir 60 manns. Við ætlum að þrýsta á ríkisvaldið að flýta fjölgun hjúkrunarrýma í Árborg – hreppaflutningar eiga að heyra sögunni til!

MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND 7


BÚSETUMÁL Við ætlum að lækka fasteignaskatta á heimili og fyrirtæki. Við ætlum að auðvelda leigu- og búseturéttarfélögum sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða að fjölga íbúðum á sínum vegum í sveitarfélaginu.

Við ætlum að tryggja sem best aðlögun erlendra íbúa að samfélaginu í Árborg og koma í veg fyrir einangrun þeirra.

Við ætlum að gera ráð fyrir byggðarkjarna með sértækum húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk í Árborg við endurskoðun aðalskipulagsins.

Við ætlum ekki að hrekja fjölskyldur úr Árborg með gjöldum sem eru í hrópandi ósamræmi við gjaldskrár annarra sveitarfélaga.

Við ætlum að endurskoða gjaldskrá Selfossveitna. Við ætlum að þrýsta á um að ljósleiðaravæðingu sveitar félagsins verði lokið á kjörtímabilinu.

Við ætlum að tryggja að ekki verði heita- og kaldavatnsskortur í Árborg. Við ætlum að koma á betra innanbæjarleiðarkerfi strætó.

6. sæti, Sverrir Ágústsson

8

Við ætlum að gera átak í að laða að fyrirtæki í sveitarfélagið og bæta þjónustu við þau fyrirtæki sem fyrir eru í Árborg.

MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND

Við ætlum að gera úttekt á gjaldskrám Árborgar. Við ætlum að taka almenningssamgöngur til gagngerrar endurskoðunar bæði innan Árborgar og tenginguna við Reykjavík. Við ætlum að þrýsta á ríkisvaldið að fjölga þjónustuíbúðum og hjúkrunarheimilum í Árborg – Hreppaflutningar eiga að heyra sögunni til.


4. SÆTI, ARI MÁR ÓLAFSSON

VIÐ ÆTLUM AÐ GERA INNKAUP ÁRBORGAR GAGNSÆRRI OG LOKA FYRIR ÚTGJALDALEKANN Vandi sveitarfélaga er af ýmsum toga s.s. fólksflótti og minnkandi tekjur. Önnur sveitarfélög glíma við öllu ánægjulegri vandamál, það er fjölgun íbúa. Árborg vex hratt og er það vel en örri stækkun fylgja vaxtarverkir, ekki síst að halda í við aukna þjónustu í víðasta skilningi. Innkaupa- og útboðsmál

fram að laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins hafa hækkað um 435 milljónir á milli ára. Þær upplýsingar vekja spurningar, því almennar launahækkanir eða umsvif sveitarfélagins gefa ekki tilefni til þessa. Þetta ætlum við að skoða sérstaklega og hagræða verulega m.a. með því að ráða frekar fólk á launaskrá en að kaupa þjónustu af dýrum einkaaðilum útí bæ á 25.000kr. á tímann. Við ætlum að hagræða verulega í rekstri sveitarfélagsins og skera niður aðkeypta vinnu sérfræðinga. Að fastráða bæjarlögfræðing sem sinnir stjórnsýslunni eingöngu, sparar sem dæmi sveitarfélaginu háar fjárhæðir. Það háar fjárhæðir að það dugar að mestu til að greiða fyrir gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna í Árborg. Við ætlum að stoppa útgjaldalekann með því að gera innkaup Árborgar gagnsærri og skilvirkari.

Við ætlum að loka fyrir útgjaldaleka Árborgar Í ársreikningi Árborgar sem nú liggur fyrir kemur

Merkjum x við M á kjördag fyrir upphaf nýrra tíma í Árborg!

Grundvallaratriði er að gæta hagsýni í innkaupum. Útboð er framkvæmanlegt með nokkrum mismunandi aðferðum. Ein þeirra aðferða er svokallað lokað útboð líkt og núverandi meirihluti viðhefur varðandi nýtt 3000 m2 knattæfingarhúsnæði og viðbyggingu við leikskóla, þar sem fyrst fer fram forval og síðan bjóða valdir aðilar í verkið og er þá verkkaupi skuldbundinn að taka tilboði lægstbjóðanda. Þetta er ágætis aðferð þegar árferði gefur tilefni til t.d. þegar verktökum vantar verkefni. Aðferðin er hins vegar ekki eins skilvirk þegar þensluástand ríkir líkt og nú, þar sem hætta á óeðlilega háum tilboðum er mikil. Við ætlum að hafa öll innkaup sveitarfélagins skýrt innrömmuð af reglum um opinber innkaup og leita allra hagstæðustu tilboða í sérhvert verkefni, setja stærri verkefni í opin útboðsferli og áfangaskipta þeim verkefnum svo smærri verktakar á svæðinu hafi möguleika á að taka þátt.

5. SÆTI, ERLING MAGNÚSSON

É

g hef alla tíð verið sjálfstætt starfandi. Ég nam húsasmíði á árum áður og starfaði sem byggingameistari í yfir tvo áratugi áður en ég settist á skólabekk á ný í Háskólanum í Reykjavík og lærði lögfræði. Eftir grunnnám árið 2006 fluttist ég með fjölskyldu mína í sveitarfélagið Árborg. Ég fór strax af stað með lögfræðilega þjónustu byggða á grunnþekkingu minni á mannvirkjum með verkefni vítt og breytt um landið. Í kjölfar efnahagshrunsins settist ég aftur á skólabekk og lauk mastersgráðu í lögfræði sem ég kláraði 2010.

Á þessum tíma var íslenskt efnahagslíf í lægð og því fórum við hjón af stað með verslunarrekstur á Selfossi sem reyndist þungur eftir að stórmarkaðirnir komu á staðinn. Eftir að við lokuðum búðunum söðluðum við um og fórum af stað með ferðaþjónustu sem við rekum í dag. Auk þessa rek ég, ásamt góðum lögmönnum, lögfræðiþjónustu sem er sérhæfð í fasteignarétti þar sem gallamál hverskyns eru mínar ær og kýr. Ég er einnig tilnefndur sérfróður meðdómandi fyrir dómstólum landsins ásamt því að vera oft dómkvaddur matsmaður í mannvirkjatengdum málum.

MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND 9


UMHVERFIS-, MANNVIRKJAOG SKIPULAGSMÁL Við ætlum að styrkja mannvirkjasvið Árborgar. Við ætlum að endurvekja umhverfisnefnd Árborgar. Við ætlum að setja upp eftirlitsmyndavélar við allar innkomur í þéttbýliskjarna Árborgar í samvinnu við lögregluna – ekki bara á Selfossi. Við ætlum að leggja drög að því að á Selfossi verði skrúðgarður. Við ætlum að ráða garðyrkjustjóra/ umhverfisfulltrúa. Við ætlum að láta hverju heimili í Árborg í té frímiða fyrir 10 m3 af sorpi á gámastöðina sem hægt er að nýta sér innan almanaksársins. Við ætlum að koma frárennslismálum Árborgar strax í betra horf, vinna að framtíðarlausn í hreinsun skolps og framkvæma verkið í áföngum. Við ætlum að stofna umhverfissjóð þar sem einstaklingar sem láta sig nærumhverfi sitt varða geta sótt um framkvæmdastyrki í ýmis smáverkefni í nærumhverfi sínu. Við ætlum að koma upp gosbrunnum í sveitarfélaginu.

10

MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND

Við ætlum að setja kraft í gróðursetningu í Árborg í samstarfi með frjálsum félagasamtökum t.d. Skógrækt Selfoss. Við ætlum að flýta endurbótum á götum og gangstéttum í miðbæ Eyrarbakka sem byrjað var á 2010. Við ætlum að gera ráð fyrir akstursíþróttasvæði í Árborg við endurskoðun aðalskipulags. Við ætlum að koma upp veðurstöð á Selfossi í samvinnu við Veðurstofu Íslands. Við ætlum að láta aðgengi fyrir alla gilda um allar byggingar í eigu Árborgar. Við ætlum að ljúka við göngu- og hjólastíginn á milli Stokkseyrar- og Eyrarbakka sem byrjað var á árið 2011. Við ætlum að vinna framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir byggingar í eigu Árborgar. Við ætlum að tryggja nægt lóðaframboð í Árborg. Við ætlum að lengja opnunartíma gámasvæðis.


VIÐ ÆTLUM AÐ HEFJA BYGGINGU Á FJÖLNOTA ÍÞRÓTTAHÚSI Á ÍÞRÓTTASVÆÐINU VIÐ ENGJAVEG, SAMBÆRILEGT VIÐ FÍFUNA Í KÓPAVOGI

M

iðflokkurinn í Árborg hafnar bráðabirgðalausnum í byggingu íþróttamannvirkja. Árborg sem langstærsta sveitarfélagið á Suðurlandi á að vera í fararbroddi á öllum sviðum á Suðurlandi, líka í íþróttum. Iðkendafjöldi ungmennafélaganna í Árborg og nærsveitum kallar nú þegar á íþróttamiðstöð með fjölnota íþróttahúsi. Íbúafjölgun hefur verið mikil undanfarið í Árborg og búast má við því að íbúar verði komnir nærri eða jafnvel yfir 10.000 á þessu ári. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að hægist síðan eitthvað um og verði á 11.000 í lok kjörtímabilsins 2018-2022 og milli 12-13.000 í lok árs 2026, um 4.000 fleiri íbúar en búa í dag í Árborg. Þrettán þúsund manna sveitarfélag auk nágranna okkar hefur þörf og not fyrir slíka aðstöðu.

Hvernig gerum við þetta? Það er nær ómögulegt að gleypa fíl í einum bita, en það er hægt að borða hann í áföngum. Það á líka við um þá framkvæmd sem íþróttamiðstöð er, sem þjónar Árborg og Suðurlandi öllu. Áætlaður kostnaður við slíkt mannvirki fullklárað er 2.400 milljónir króna á núvirði. Byggingarkostnaði er deilt á 8 ár eða 300 milljónir króna á ári að jafnaði. Við ætlum að hefja byggingu á fyrsta áfanga íþróttamiðstöðvar á íþróttasvæðinu við Engjaveg skv. gildandi deiliskipulagi sem rúmar fjölnota íþróttahús með knattspyrnuvelli í fullri stærð, aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir, golf og fleiri íþróttagreinar, sambærilegt við Fífuna í Kópavogi. Húsið getur líka þjónað hlutverki sem samfélagsaðstaða – hvar hægt væri að nýta slíkt húsnæði undir samkomur í bæjarfélaginu,

VIÐ ÆTLUM AÐ GERA RÁÐ FYRIR AKSTURSÍÞRÓTTASVÆÐI Í ÁRBORG VIÐ ENDURSKOÐUN AÐALSKIPULAGS

t.a.m. á hátíðardögum hvort sem illa viðrar eður ei. Aðstaðan mun nýtast öllum aldurshópum og öllum skólastigum. Við ætlum síðar á kjörtímabilinu að hefja undirbúning annars áfanga íþróttamiðstöðvar við Engjaveg sem rúmar handboltahús líkt og Mýrin í Garðabæ og fimleikahús ásamt félagsaðstöðu.

Verktími Hafist verður handa við byggingu Íþróttamiðstöðvar á byggingarreitnum sunnan gervigrasvallar vorið 2019. Fyrsti áfangi tekinn í notkun haustið 2020. Ráðist verði í byggingu annars áfanga vorið 2022 sem rúmar félagsaðstöðu, handbolta-og fimleikahús. Íþróttamiðstöðin verði fullkláruð árið 2026.

Geir Þorsteinsson fyrrverandi formaður KSÍ: „ Algjörlega sammála - yfirbyggður knattspyrnuvöllur er framtíðin í Árborg og eina rétta skrefið. Yfirbyggður völlur mun ekki bara spara kostnað og ferðalög ykkar fólks heldur laða til Árborgar mikinn fjölda gesta sem munu eiga viðskipti í bænum - iðkendur, keppendur, foreldra og áhorfendur.“

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ.

Hugsum til framtíðar við uppbyggingu allra íþróttamannvirkja í Árborg. MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND 11


BYGGÐAMÁL Við ætlum að þrýsta á stjórnvöld að efla Við ætlum að þrýsta á stjórnvöld með markverðum heilsugæslu og sérfræðilækningar við Heilbrigðis hætti þannig að hafist verði handa sem fyrst við byggingu brúar yfir Ölfusá og tvöföldunar þjóðvegar stofnun Suðurlands. nr. 1 á milli Selfoss og Hveragerði. Við ætlum að standa vörð um örugga sjúkraflutninga Við ætlum að þrýsta á stjórnvöld að „Borgarlínan“, innan og utan sveitarfélagsins. þ.e. þjóðvegur nr. 1 yfir Hellisheiði verði endurbættur Við ætlum að þrýsta á stjórnvöld um að lög og að vetrarþjónusta verði aukin svo ekki þurfi að gæslumálum verði komið í viðunandi horf koma til tíðra lokana á honum yfir vetrarmánuðina. í Árnessýslu. Bæjarstjórn á að tala máli íbúanna gagnvart Við ætlum að þrýsta á Vegagerðina um ríkisvaldinu og berjast fyrir bættri þjónustu t.d. úrbætur á Gaulverjabæjarvegi til að minnka á HSu hvar biðtími eftir heimilislækni er orðinn slysahættu vegna umferðar hestamanna. jafnvel 4-5 vikur.

12

MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND


FJÖLSKYLDAN Við ætlum að auka veg starfsnáms á grunnskólastigi.

Við ætlum að bjóða upp á hollar gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll grunnskólabörn í Árborg.

Við ætlum að auka tækifæri nemenda á grunnskólastigi, sem eiga erfitt með hefðbundið bóklegt nám, til að komast í starfstengt nám fyrr á skólastiginu og auka þannig líkurnar á áframhaldandi námi að grunnskóla loknum.

Við ætlum að bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn fyrir grunnskólabörn í Árborg. Við ætlum að hefja byggingu á nýjum hag kvæmum grunnskóla í Björkurstykki sem þjónar Við ætlum að efla verulega vinnuskóla með vel hlutverki sínu. fjölbreyttu og auknu starfsvali unglinga á aldrinum Við ætlum að fjölga leikskólaplássum í Árborg og 13 – 18 ára í samstarfi við fyrirtæki í Árborg svo nemendur eigi þess kost að kynnast sem flestum undirbúa byggingu nýs leikskóla. starfsgreinum og lengja vinnutímann frá því sem verið hefur Við ætlum að efla starf leik- og grunnskóla í samvinnu við starfsfólk og nemendur skólanna. Við ætlum að styðja við þjóðaríþróttina glímu í sam vinnu skóla og íþróttafélög í Árborg Við ætlum að bæta starfsaðstöðu kennara, skólastjórnenda og annarra starfsmanna er sinna Við ætlum að gera sérstakt átak í íslenskunámi barna fræðslumálum í sveitarfélaginu. innflytjenda og foreldra, en einnig að gefa börnunum Við ætlum að efla þjónustu geðhjúkrunarfræðinga kost á menntun í móðurmáli sínu þegar því verður við komið og/eða sálfræðinga í grunnskólum Árborgar. Við ætlum að styðja við börn af erlendu uppruna í Við ætlum að aðlaga betur opnunartíma leikskóla að gegnum öll skólastig og gefa þeim tækifæri til þess vinnutíma foreldra. að þroskast og dafna í íslensku samfélagi í samvinnu við foreldra Við ætlum að undirbúa byggingu tónlistarskóla. Við ætlum að auka fræðslu til ungmenna um jafnrétti og mikilvægi þess.

Við ætlum að bæta samvinnu Árborgar og dagmæðra

Við ætlum að gera leikvellina í Árborg boðlega til Við ætlum að leggja áherslu á að leitað verði leiða leiks fyrir börn og foreldra til að vinna gegn námsleiða og lakari námsárangri hjá drengjum.

VELFERÐAR- OG ÖLDRUNARMÁL

Við ætlum að virða og fara eftir samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Við ætlum að gera sérstakt átak til að efla heimahjúkrun og aðra þjónustu sem eykur möguleika fólks til að búa lengur heima

Við ætlum að virða og fara eftir Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Við ætlum að að koma á samstarfi við SÁÁ um göngudeildarþjónustu í Árborg Við ætlum að gera sérstakt átak í ráðningu fólks með skerta starfsorku í samvinnu við ríkið og atvinnurekendur í Árborg

Við ætlum að gera fleiri eldri borgurum kleift að búa lengur á heimilum sínum með því að efla lýðheilsuþætti, s.s. hreyfingu, mataræði

MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND 13


ÍÞRÓTTA-, LÝÐHEILSU OG TÓMSTUNDAMÁL

Við ætlum ekki að þrengja að félagssvæði hesta Við ætlum að hefja byggingu á fyrsta áfanga íþróttamiðstöðvar á íþróttasvæðinu við Engjaveg mannafélagsins Sleipnis – svæðið er komið til að vera um ókomin ár. skv. gildandi deiliskipulagi sem rúmar fjölnota íþróttahús með knattspyrnuvelli í fullri stærð og Við ætlum að fjölga opnum fjölskyldutímum í aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir líkt og Fífan í Kópavogi. íþróttahúsum Árborgar. Við ætlum að hefja undirbúning annars áfanga Við ætlum að framlengja leigusamningnum við íþróttamiðstöðvar við Engjaveg sem rúmar handboltahús líkt og Mýrin í Garðabæ og fimleikahús Bifreiðaklúbb Suðurlands, Postulanna og 4x4 á Suðurlandi. ásamt félagsaðstöðu.

Við ætlum að gera ráðgjöf og hvatningu til Við ætlum að útbúa Fjölskyldugarð þar sem allar bættrar lýðheilsu að hluta skóla- og tóm kynslóðir geta komið saman og haft gaman. stundastarfs. Við ætlum að taka þátt í verkefninu „heilsueflandi Við ætlum að setja aukinn kraft og fjármuni í samfélag.“ forvarnir í samstarfi við íþróttahreyfinguna og önnur Við ætlum að efla íþróttastarf barna- og ungmenna frjáls félagasamtök. og gera börnunum kleift að æfa fleiri íþróttagreinar. Við ætlum og viljum efla hreyfingu og heilsu Við ætlum að ljúka við þau íþróttamannvirki sem eflingu eldri borgara undir faglegri leiðsögn hvar heilsufarsmælingar eru einnig í boði. þegar hefur verið farið af stað með og huga að nýjum í ört stækkandi sveitarfélagi t.d. íþrótta- og samkomuhús á Stokkseyri. Við ætlum að hafa frítt fyrir alla eldri borgara og öryrkja í sund – ekki bara íbúa Árborgar.

MENNINGAR- OG FERÐAMÁL Við ætlum að koma merkilegri sögu Eyrarbakka, Við ætlum að láta upplýsingamiðstöð ferðamanna fyrrum höfustað Íslands, á framfæri svo sómi sé að. vera auðfundna. Við ætlum að gera átak í að kynna merkilega sögu Við ætlum að endurvekja ferðamálanefnd og staða innan Sandvíkurhrepps. sameina menningarnefnd. Við ætlum að koma á bæjarhátíð í samstarfi við Við ætlum að styðja við menningararf þeirra staða fólk af erlendum uppruna sem býr í Árborg t.d. sem saman mynda Sveitarfélagið Árborg – Selfoss, Pólska daga. Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvíkurhrepp. Við ætlum að ljúka við menningarsalinn og þrýsta á Við ætlum að koma bílabænum Selfoss á framfæri á ríkið að standa við sinn hluta viljayfirlýsinga. landsvísu. Við ætlum að leggja meiri rækt við Stokkseyri – ströndina, tjarnirnar og mýrarnar.

14

MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND


TÆKIFÆRIN Í ÁRBORG

K

völdstund með formanni Miðflokksins, Sigmundi Davíð á kosningaskrifstofu M-lista Miðflokksins í Árborg fimmtudaginn 24. maí kl. 20:00 á Eyravegi 5, Selfossi. Sigmundur Davíð kemur í heimsókn í Árborg, heldur erindi um skipulagsmál og fer yfir tækifærin í Árborg. Sigmundur Davíð hefur víðtæka þekkingu á stjórnsýslu og skipulagsmálum. Hann stundaði m.a. nám við stjórnmála-

fræðideild Kaupmannahafnarháskóla í alþjóðasamskiptum og opinberri stjórnsýslu og einnig Framhaldsnám í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla með áherslu á tengsl hagrænnar þróunar og skipulagsmála. Ekki missa af þessum áhugaverða viðburði. Allir velkomnir - léttar veitingar í boði. #XM2018 - #Xm - #VertuMemm

VIÐ ÞÖKKUM STUÐNINGINN

ÁRBORG Við ætlum að bjóða upp á hollar gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll

grunnskólabörn í Árborg.

Zamierzamy zaoferować zdrowe, darmowe posiłki dla wszystkich

Við ætlum að koma á bæjarhátíð í samstarfi við fólk af erlendum

uppruna sem býr í Árborg t.d. Pólska daga.

Zamierzamy zorganizować festiwal miejski razem z mieszkańcami

Við ætlum að bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn fyrir grunnskólabörn

í Árborg. og foreldra, en einnig að gefa börnunum kost á menntun í móðurmáli sínu þegar því verður við komið. skólastig og gefa þeim tækifæri til þess að þroskast og dafna í íslensku samfélagi í samvinnu við foreldra.

podstawowychj w Árborgu.

Zamierzamy dołożyć szczególnych starań do nauczania języka

Við ætlum að styðja við börn af erlendu uppruna í gegnum öll

gminy obcego pochodzenia, na przykład: Polskie dni.

Zamierzamy zaoferować darmowe materiały do nauki dla dzieci szkół

Við ætlum að gera sérstakt átak í íslenskunámi barna innflytjenda

dzieci w szkołach podstawowych w Árborgu.

islandziego dzieci imigrantów i ich rodziców, ale także dać dzieciom możliwość uczenia się w ich ojczystym języku, kiedy tylko jest to możliwe.

Będziemy wspierać dzieci imigrantów na wszystkich poziomach

edukacji i dawać im, we współpracy z rodzicami, możliwość rozwoju i wzrostu w islandzkim społeczeństwie.

MIÐFLOKKURINN SUÐURL AND 15


VIÐ ERUM ÖLL Í BARÁTTUSÆTI – XM

Við ætlum að bjóða upp á hollar og gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll grunnskólabörn í Árborg

Við ætlum að hefja byggingu á fjölnota íþróttahúsi á íþróttasvæðinu við Engjaveg, sambærilegt Fífunni í Kópavogi

Við ætlum að útbúa fjölskyldugarð þar sem allar kynslóðir geta komið saman og haft gaman

Við ætlum að koma frárennslismálum Árborgar strax í betra horf, vinna áætlun að framtíðarlausn í hreinsun skolps og hefja framkvæmdir í áföngum

Við ætlum að fara í átak í umhverfismálum í fegrun byggðakjarna, stranda og sveita Árborgar

Við ætlum að virða lýðræðislegan rétt íbúa

Við ætlum að gera stjórnsýsluna aðgengilegri, opna bókhaldið og setja upp nýja heimasíðu fyrir Árborg

Við ætlum að gera innkaup Árborgar skilvirkari og hagkvæmari

Við ætlum að lækka fasteignaskatta á heimili og fyrirtæki

Við ætlum að loka fyrir útgjaldaleka Árborgar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.