Tjaldsvæðablað 2015

Page 1

Úlfljótr Upplýsingarit fyrir gesti Fjölskyldutjaldsvæðisins á Úlfljótsvatni

Gott að vita Rafmagn Þú getur tengst rafmagni á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu. Nánari upplýsingar um staðsetningu tengla er að finna hjá starfsmanni í Þjónustuhúsi. Athugið að of mikil notkun getur leitt til vandræða, svo sem að rafmagn slái út. Hvert rafmagnstengi er aðeins ætlað fyrir eitt tjald og ekki er æskilegt að notkun sé umfram 1000 kW í einu. Vinsamlegast greiðið fyrir aðgang að rafmagni í Þjónustuhúsinu áður en stungið er í samband.

Internet Það er ekkert mál að komast á netið á Úlfljótsvatni. Hægt er að tengjast háhraða þráðlausu neti á vegum 365 með því að leita að Wi-fi tengingu. Greitt er fyrir þá þjónustu með kreditkorti. Einnig er auðvelt að tengjast 3G og 4G net um flestra símafyrirtækja á svæðinu. Þú kemst líka á opið og ókeypis net í Þjónustuhúsinu, en sú tenging virkar aðeins í og við Þjónustuhúsið.

Þvottaaðstaða Þú getur þvegið leirtau og mataráhöld í vöskum við Þjónustuhús. Vinsamlegast gangið vel um aðstöðuna og notið aðeins umhverfisvænar sápur. Hægt er að kaupa uppþvottalög í Þjónustuhúsi. Í Þjónustuhúsi er einnig hægt að þvo og þurrka þvott gegn gjaldi.

Velkomin á Úlfljótsvatn

H

ér hafa skátar stundað útivist og ævintýri síðan 1941. Markviss uppbygging hefur búið í haginn fyrir skátamót og samkomur sem þú færð núna að njóta. Við Úlfljótsvatn hefur verið rekið almenningstjaldsvæði í 15 ár. Fyrir marga er helgi eða tvær á Úlfljótsvatni orðin fastur liður af sumrinu. Við vonum svo sannarlega að það verði þannig fyrir þig líka, ef það er ekki þannig nú þegar. Það er markmið okkar að gestir séu öruggir og ánægðir þegar þeir koma til okkar. Þessi upplýsingabæklingur er ein leið til þess að ná því markmiði. Í honum finnur þú upplýsingar og fróðleik um tjaldsvæðið og dagskrána sem í boði er. Við vonum að dvöl þín með okkur verði frábær og að þú njótir Úlfljótsvatns eins mikið og við höfum notið þess í yfir 70 ár.

Tjaldsvæðið og Útilífsmiðstöðin eru í eigu Bandalags íslenskra skáta og Skátasambands Reykjavíkur. Svæðið er rekið af sjálfsaflafé og með miklum stuðningi sjálfboðaliða skátahreyfingarinnar. Margir af þeim starfsmönnum sem að þú sérð hér eru sjálfboðaliðar. Án þeirra væri ekki hægt að halda úti því öfluga starfi sem miðstöðin stendur fyrir. Ef þú hefur einhverjar spurningar, ábendingar eða athugasemdir hvetjum við þig til þess að hafa samband við starfsfólkið okkar. Við erum alltaf að reyna að gera hlutina betur og fögnum þess vegna öllum ábendingum. Okkur finnst líka frábært að fá hrós ;) Starfsfólk Úlfljótsvatns.

Með heimsókn þinni styrkir þú öflugt æskulýðsstarf!

Flokkun sorps

Leggðu þitt af mörkum

Gestir eru beðnir um að hjálpa okkur að minnka neikvæð umhverfisáhrif Útilífsmiðstöðvarinnar, til dæmis með því að ganga vel um svæðið og flokka það sorp sem til fellur á meðan á dvöl stendur. Flokkunarstöðvar eru í Þjónustuhúsi, JB skála og KSÚ skála. Starfsfólk sér svo reglulega um að tæma flokkunarílát í sorpflokkunargám. Dósir og flöskur mega svo gjarnan fara í „stóru flöskurnar" okkar á tjaldsvæðinu, til styrktar Úlfljótsvatni.

Þú getur hjálpað okkur að gera Úlfljótsvatn enn betra en það er í dag. Hafðu samband við starfsmann og fáðu að vita hvað þú getur gert til að fegra, hreinsa og bæta Úlfljótsvatn. Það getur verið gaman að prófa að planta trjám, laga til á svæðinu, tína rusl, huga að sumarblómunum eða leggja stíg Öll verkefnin er hægt að sníða að þeim sem tekur þátt. Það er semsagt hægt að bjóða börnunum að vera með og gera staðinn betri.

www.ulfljotsvatn.is • www.sumarbudir.is • www.facebook.com/tjaldusu


Afþreying Helgardagskrá Um helgar er sérstök dagskrá í boði fyrir tjaldgesti. Þá geta gestir prófað bogfimi með ekta bogum, klifrað í hæsta klifurturni landsins eða notið þess að sigla á Úlfljótsvatni, ef veður leyfir. Fyrir slíka dagskrá eru keyptir sérstakir dagskrármiðar sem er svo framvísað á dagskrársvæði. Miðarnir fást í Þjónustuhúsinu. Hver dagskrárliður er í boði í 2-3 klst. um hverja helgi. Tímasetningar dagskrárliða eru birtar í Þjónustuhúsi og á facebook-síðu okkar, www.facebook.com/tjaldusu.

Alltaf eitthvað að gera! Tjaldsvæðið á Úlfljótsvatni er fjölskyldutjaldsvæði. Þess vegna bjóðum við upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, alla vikuna. Við KSÚ-skála er æsilegt vatnasafarí þar sem skemmtilegt er að ærslast í góðu veðri. Enginn er verri þótt vökni! Veiði í Úlfljótsvatni, innan marka tjaldsvæðisins, er innifalin í gistingu. Utan þess eru seld veiðileyfi í Þjónustuhúsinu, þar sem líka er hægt að leigja veiðistangir. Glæsilegur 10 holu frisbí-golfvöllur liggur um svæðið, sá elsti á landinu. Hægt er að leigja diska í Þjónustuhúsi. Við Sogsstöðvarnar er fallegur 9 holu golfvöllur sem er opinn almenningi án endurgjalds. Við upphafsteig golfvallarins er Fræðasetur skáta. Um helgar er hægt að skoða þar gamla skátamuni. Hægt er að stunda fótbolta og blak á íþróttavelli Úlfljótsvatns. Starfsfólk lánar þér bolta ef á þarf að halda. Kíktu í labbitúr! Upp á fjall, inn að Grafningsrétt, í kringum vatnið. Í nágrenni Úlfljótsvatns eru óteljandi gönguleiðir.

Öryggi Hjálpumst að

Hugið sérstaklega að brunavörnum þegar þið komið ykkur fyrir. Passið bil milli tjalda og kynnið ykkur staðsetningu slökkvitækja á kortinu. Farið varlega með grill og gætið þess að þau séu ekki of nálægt eldmati. Opinn eldur er ekki leyfður á tjaldsvæðinu. Hægt er að kaupa leyfi og eldivið til að halda varðeld í varðeldalaut. Hundar á tjaldsvæðinu þurfa ávallt að vera í ól og mega ekki valda öðrum gestum óþægindum eða ónæði, né heldur dýra- og fuglalífi á svæðinu. Notið ávallt björgunarvesti ef farið er út á bát. Fáið leiðbeiningar um rétta notkun. Hafið auga með börnunum, sérstaklega í kringum vatnið. Hafið einnig í huga að í leiktækjum, vatnasafarí og skóginum er oft betra að hafa einhvern fullorðinn til að gæta öryggis.

Helstu kennileiti 1 Verkstæði 2 Hrafna- og Fálkaskálar 3 Ráðsmannshús 1

4 Nesjaskáli 5 Gilwell-skáli

2

6 Norðursalur

3

7 DSÚ-skáli (gisting)

4

8 JB-skáli (gisting/eldhús)

6 5 7

9 Strýtan (samkomuhús)

20

10 Salernishús

9

8

16

11 Sturtuhús 12 Þjónustuhús

14

13 KSÚ-skáli (gisting/eldhús)

15 22

14 Klifurturn 15 Þrautabraut 16 Klifurgrind

13

17 Leikvöllur

17 23

18 Vatnasafarí

21 Inngangur tjaldsvæ

19 Bátaskýli

22 Undirgöng

20 Íþróttavöllur

23 Geymslusvæði

Líf og fjör allt árið Fjölbreytt þjónusta fyrir hópa Á síðustu árum hefur almenningur í auknum mæli sótt á Úlfljótsvatn og er fjölbreytni í starfseminni er alltaf að aukast. Hafið endilega samband á ulfljotsvatn@skatar.is og fáið nánari upplýsingar eða tilboð fyrir hópinn þinn. Sumarbúðir hafa verið reknar á Úlfljótsvatni frá árinu 1941. Boðið er upp á námskeið fyrir 8-10 ára, 10-12 ára og 13-15 ára. Skoðið www.sumarbudir.is. Skólabúðir hafa verið reknar á Úlfljótvatni í um aldarfjórðung. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá sem fer að miklu leiti fram utandyra og tengist með ýmsum hætti við náttúru, útivist, hópefli og námsefni grunnskóla. Skoðið www. ulfljotsvatn.is. Útilífsmiðstöðin er þjálfunarmiðstöð skáta en aðrir hópar leita í auknum mæli á staðinn til að halda námskeið og ráðstefnur. Einnig er hægt að panta námskeið hjá Útilífsmiðstöðinni, til dæmis í útivistariðkun, útieldun, matreiðslu, útikennslu og fleiru. Skoðið www.ulfljotsvatn.is. Hópeflis- og hvataferðir fyrir starfsmenn og aðra hópa njóta meiri vinsælda með hverju árinu. Í boði er einnig að tengja hópeflið við dýrindis grillmáltíðir, fundahöld eða aðra dagskrá. Skoðið www.ulfljotsvatn.is. Ættarmót eiga vel heima á Úlfljótsvatni, enda er allt til alls þar til að skemmta og fæða stóra hópa. Skoðið www.ulfljotsvatn.is.

Úlfljótr - Upplýsingarit fyrir gesti Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni • Sumar 2015 • 1. tbl. • 2. árg. • Útgefandi: Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni • Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðmundur Finnbogason, framkvæmdastjóri ÚSÚ • Umbrot og hönnun: Elín Esther Magnúsdóttir • Prentun: Svansprent

www.ulfljotsvatn.is • www.sumarbudir.is • www.facebook.com/tjaldusu


Skyndihjálparbúnaður

N 19

Heilabrot

Slökkvitæki

Kims-leikur

Tjaldsvæði

Kims-leikir eru sniðugir til að æfa minnið. Raðaðu nokkrum hlutum (til dæmis 20 stk.) á borð eða teppi, án þess að neinn viti hvaða hluti þú notar, og settu svo dúk yfir. Þátttakendur í leiknum koma svo að borðinu eða teppinu og fá að sjá hlutina í 10 sekúndur áður en þú setur dúkinn aftur yfir. Hver getur skrifað flesta hluti rétta á blað?

Nýtt tjaldsvæði Losunarsvæði fyrir húsbíla

Finndu villurnar Hér eru tvær myndir úr bráðskemmtilegri útilegu. Myndirnar eru næstum eins, fyrir utan tólf lítil smáatriði. Getur þú fundið þau öll?

16

17

10 11 12

21

Þjónustuhús og þjónustunúmer

ngur tjaldsvæðis göng mslusvæði

Þjónustumiðstöðin er opin kl. 17-21 á föstudögum, 10-13 og 14-22 á laugardögum og 10-14 á sunnudögum. Aðra daga eftir samkomulagi. Þjónustusími tjaldsvæðisins er 618 7449. Tjaldvörður er alltaf á vakt og alltaf velkomið að hringja.

ORKA FYRIR ÍSLAND Hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu, í þéttbýli, dreifbýli eða hreinlega uppi á jökli þá sjáum við um að koma þér í samband. Vertu í stuði með okkur. Það er einfalt að koma í viðskipti hvar sem þú ert á landinu, með einu símtali í 422 1000 eða á orkusalan.is. Við seljum rafmagn — um allt land.

Orkusalan

422 1000

orkusalan@orkusalan.is

orkusalan.is


LÁTTU OKKUR SJÁ UM AKSTURINN!

ÞÓRSMÖRK OG LANDMANNALAUGAR DAGLEGA FRÁ 13. JÚNÍ TIL 15. SEPTEMBER 2015 Bjóðum sérstök fargjöld fyrir Laugavegsgöngugarpa. Trex er eitt af stærstu rútufyrirtækjum landsins með áratuga reynslu í þjónustu við hópa, ekki síst skóla- og fjölskylduhópa. Við höfum um 75 bíla í akstri á sumrin og 55 bíla sem eru vel búnir til vetraraksturs. Önnumst allt frá innanbækjarskutli upp í krefjandi hálendisferðir á fjallabílum. Rútur með sætum fyrir 14-69 farþega og að sjálfsögðu eru öryggisbelti í öllum sætum. Hafið samband og leitaðu tilboða fyrir hópinn þinn! Up bók pl. & ani rá

trex

.is

Sími: 587 6000 - Netfang: info@trex.is

www.ulfljotsvatn.is • www.sumarbudir.is • www.facebook.com/tjaldusu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.