Tjaldsvæðablað 2015

Page 1

Úlfljótr Upplýsingarit fyrir gesti Fjölskyldutjaldsvæðisins á Úlfljótsvatni

Gott að vita Rafmagn Þú getur tengst rafmagni á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu. Nánari upplýsingar um staðsetningu tengla er að finna hjá starfsmanni í Þjónustuhúsi. Athugið að of mikil notkun getur leitt til vandræða, svo sem að rafmagn slái út. Hvert rafmagnstengi er aðeins ætlað fyrir eitt tjald og ekki er æskilegt að notkun sé umfram 1000 kW í einu. Vinsamlegast greiðið fyrir aðgang að rafmagni í Þjónustuhúsinu áður en stungið er í samband.

Internet Það er ekkert mál að komast á netið á Úlfljótsvatni. Hægt er að tengjast háhraða þráðlausu neti á vegum 365 með því að leita að Wi-fi tengingu. Greitt er fyrir þá þjónustu með kreditkorti. Einnig er auðvelt að tengjast 3G og 4G net um flestra símafyrirtækja á svæðinu. Þú kemst líka á opið og ókeypis net í Þjónustuhúsinu, en sú tenging virkar aðeins í og við Þjónustuhúsið.

Þvottaaðstaða Þú getur þvegið leirtau og mataráhöld í vöskum við Þjónustuhús. Vinsamlegast gangið vel um aðstöðuna og notið aðeins umhverfisvænar sápur. Hægt er að kaupa uppþvottalög í Þjónustuhúsi. Í Þjónustuhúsi er einnig hægt að þvo og þurrka þvott gegn gjaldi.

Velkomin á Úlfljótsvatn

H

ér hafa skátar stundað útivist og ævintýri síðan 1941. Markviss uppbygging hefur búið í haginn fyrir skátamót og samkomur sem þú færð núna að njóta. Við Úlfljótsvatn hefur verið rekið almenningstjaldsvæði í 15 ár. Fyrir marga er helgi eða tvær á Úlfljótsvatni orðin fastur liður af sumrinu. Við vonum svo sannarlega að það verði þannig fyrir þig líka, ef það er ekki þannig nú þegar. Það er markmið okkar að gestir séu öruggir og ánægðir þegar þeir koma til okkar. Þessi upplýsingabæklingur er ein leið til þess að ná því markmiði. Í honum finnur þú upplýsingar og fróðleik um tjaldsvæðið og dagskrána sem í boði er. Við vonum að dvöl þín með okkur verði frábær og að þú njótir Úlfljótsvatns eins mikið og við höfum notið þess í yfir 70 ár.

Tjaldsvæðið og Útilífsmiðstöðin eru í eigu Bandalags íslenskra skáta og Skátasambands Reykjavíkur. Svæðið er rekið af sjálfsaflafé og með miklum stuðningi sjálfboðaliða skátahreyfingarinnar. Margir af þeim starfsmönnum sem að þú sérð hér eru sjálfboðaliðar. Án þeirra væri ekki hægt að halda úti því öfluga starfi sem miðstöðin stendur fyrir. Ef þú hefur einhverjar spurningar, ábendingar eða athugasemdir hvetjum við þig til þess að hafa samband við starfsfólkið okkar. Við erum alltaf að reyna að gera hlutina betur og fögnum þess vegna öllum ábendingum. Okkur finnst líka frábært að fá hrós ;) Starfsfólk Úlfljótsvatns.

Með heimsókn þinni styrkir þú öflugt æskulýðsstarf!

Flokkun sorps

Leggðu þitt af mörkum

Gestir eru beðnir um að hjálpa okkur að minnka neikvæð umhverfisáhrif Útilífsmiðstöðvarinnar, til dæmis með því að ganga vel um svæðið og flokka það sorp sem til fellur á meðan á dvöl stendur. Flokkunarstöðvar eru í Þjónustuhúsi, JB skála og KSÚ skála. Starfsfólk sér svo reglulega um að tæma flokkunarílát í sorpflokkunargám. Dósir og flöskur mega svo gjarnan fara í „stóru flöskurnar" okkar á tjaldsvæðinu, til styrktar Úlfljótsvatni.

Þú getur hjálpað okkur að gera Úlfljótsvatn enn betra en það er í dag. Hafðu samband við starfsmann og fáðu að vita hvað þú getur gert til að fegra, hreinsa og bæta Úlfljótsvatn. Það getur verið gaman að prófa að planta trjám, laga til á svæðinu, tína rusl, huga að sumarblómunum eða leggja stíg Öll verkefnin er hægt að sníða að þeim sem tekur þátt. Það er semsagt hægt að bjóða börnunum að vera með og gera staðinn betri.

www.ulfljotsvatn.is • www.sumarbudir.is • www.facebook.com/tjaldusu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Tjaldsvæðablað 2015 by ulfljotsvatn - Issuu