Úlfljótr Upplýsingarit fyrir gesti Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni
Sumarið 2014 ð
m
ru a g in
s ý l p Up
ði æ v s
r a k i gule
ö m r rá
sk g a D t Kor
nu i ð æ f sv
a
ta s u jón
Þ
g
in y e r fþ
A
s n t a ótsv
flj l Ú a Sag ál m s rfi e v h Um l á m is g g y Ör
Velkomin á Úlfljótsvatn!
Efnisyfirlit 2 .4 .................. .. .. .. .. .. .. .. .. .5 ........ .................. Þjónusta.... .. .. .. .. .. .. s tsvatn l...............6 á Saga Úlfljó m s fi r e v og umh ....8 Umhverfið .................. .. .. .. .. .. .. .. .. ...... ..10 Ör yggi...... .................. .. .. g in y e r 2 g afþ ................1 Dagskrá o .. .. .. .. .. .. .. .. 4 .......... tsvatni.....1 Skátarnir.. jó lfl Ú a t á stöð sk ... baksíða .. .. Útilífsmið .. .. .. .. .. .. ðinu .... Kort af svæ
Velkomin á Úlfljótsvatn! Hér hafa skátar stundað útivist og ævintýri síðan 1941. Markviss uppbygging hefur búið í haginn fyrir skátamót og samkomur sem þú færð núna að njóta. Við Úlfljótsvatn hefur verið rekið almenningstjaldsvæði í á annan áratug. Fyrir marga er helgi eða tvær á Úlfljótsvatni orðin fastur liður af sumrinu. Við vonum svo sannarlega að það verði þannig fyrir þig líka, ef það er ekki þannig nú þegar. Það er markmið okkar að gestir séu öruggir og ánægðir þegar þeir koma til okkar. Þessi upplýsingabæklingur
er ein leið til þess að ná því markmiði. Í honum finnur þú upplýsingar og fróðleik um tjaldsvæðið, dagskrána og skátana. Við vonum að dvöl þín með okkur verði frábær og að þú njótir Úlfljótsvatns eins mikið og við höfum notið þess í yfir 70 ár. Tjaldsvæðið og Útilífsmiðstöðin eru í eigu Bandalags íslenskra skáta og Skátasambands Reykjavíkur. Svæðið er rekið af sjálfsaflafé og með miklum stuðningi sjálfboðaliða skátahreyfingarinnar. Margir af þeim starfsmönnum sem að þú sérð hér
eru sjálfboðaliðar. Án þeirra væri ekki hægt að halda úti því öfluga starfi sem miðstöðin stendur fyrir. Ef þú hefur einhverjar spurningar, ábendingar eða athugasemdir hvetjum við þig til þess að hafa samband við starfsfólkið okkar. Við erum alltaf að reyna að gera hlutina betur og fögnum þess vegna öllum ábendingum. Okkur finnst líka frábært að fá hrós ;) Starfsfólk Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni.
Úlfljótr - Upplýsingarit fyrir gesti Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni • Sumar 2014 • 1. tbl. • 1. árg. • Útgefandi: Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni • Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðmundur Finnbogason, framkvæmdastjóri ÚSÚ • Umbrot og hönnun: Elín Esther Magnúsdóttir • Prentun: Litlaprent
Þjónusta 4
k Skoðaðu lí
a
kortsíiððu á b ak
i n n u g e l i t ú í i d n i g Öll nútíma þæ Rafmagnsmánlfjölda tengistaða fyrir
nokkur Tjaldsvæðið býður upp á og eru í stöðugri endurskoðun álin sm rafmagn. Rafmagn m. glu ten við ta bæ urnýja og á hverju ári er reynt að end a samband við starfsmann haf að til þig m tju Við hve ar um staðsetningu og til að fá frekari upplýsing magni. möguleika á að tengjast raf r geti notið þess að vera alli Athugið að til þess að a. tir að takmarka notkun sín tengdir rafmagni þurfa ges
Netmál
gd í dag. Útilífsmiðstöðin er vel ten a þráðlausu rað háh Hægt er að tengjast að leita því ð me ax neti á vegum Em tölvum. tum fles í gum að Wi-fi tengin ð kreditkorti. Greitt er fyrir það net me st 3G og Einnig er auðvelt að tengja
Þvottaaðstaða
mataráhöld Hægt er að þvo leirtau og . Gestir eru hús stu nu í vöskum við Þjó aðstöðuna og um vel ga gan beðnir um að sápur. Hægt er nota aðeins náttúruvænar nustuhúsi. að kaupa uppþvottalög í Þjó
ira en um 1000 kW í einu. Ekki er æskilegt að nota me tengjast rafmagni aðeins Þá eru gestir beðnir um að únaði og muna að hver með viðurkenndum tengib rétt tjald. Starfsfólk áskilur sér tengill er aðeins fyrir eitt sum þes r efti a far i sem ekk til að taka þá úr sambandi reglum. rafmagni í Þjónustuhúsi Greiða þarf fyrir aðgang að d. áður en stungið er í samban
ækja. 4G netum flestra símafyrirt nig ein ur Útilífsmiðstöðin býð usu neti gestum að tengjast þráðla tenging Sú i. hús stu nu staðarins í Þjó k innan vir ins aðe er hún er ókeypis en Þjónustuhússins.
nota þvottavél Gestum er boðið upp á að i. Hafið og þurrkara í þjónustuhús að fá nánari til ólk rfsf sta við d samban upplýsingar.
Saga Úlfljótsvatns 5
m u d l ö j t m u s u a l n Byrjað í bot skáta á Það má segja að landnám ímánuði ma í Úlfljótsvatni hafi hafist úðir skáta arb sum árið 1941 þegar fyrstu ldu dvö ð ari sum r voru settar upp. Yfi vík, kja Rey frá tir fles r, fjölmargir drengi vor foringja u í tjöldum við vatnið. Auk ðust allir við þeir allt að 14 í einu og höf í botnlausum tjöldum. víkur Jörðin var þá í eigu Reykja til að a han borgar, sem hafði keypt Það var . inu Sog í i eignast vatnsréttind ta ská i nd era þáv Helgi Tómasson, tjórn jars bæ við di sam höfðingi, sem gju fen tar ská að um Reykjavíkur dið og jörðina lánaða, ótímabun rfsemi sína. sta dir un st, slau jald endurg , elsta ann Vinna við Gilwell-skál þann st hóf u, skátaskálann á svæðin lega fald ein n han 15. apríl 1942 og var ar sum Það . inn kallaður Skátaskól skátamót voru haldin tvö fjölmenn ldu þá dvö ur em nfr En við vatnið. ðnum, sta á n sin sta fyr í r kvenskáta foringja á en 12 telpur dvöldu ásamt sinn skóla ar bænum. Þær byggðu síð
er í daglegu lengra frá vatninu. Sá skáli abygging itím nn tali kallaður KSÚ, en sei Ú. DS luð köl drengskátaskólans er m nu kap bús við 1943 tóku skátar ars ann ðal me u vor þar á staðnum, en ll líti og vel a leg sér i ekk k kýr. Það gek um kún s að heyfengur 1947 varð til þes . um töð lfss var komið í fóður á Korpú út ður leig Í kjölfarið var búskapurinn s í stað að og skátar einbeittu sér þes Skátaskólans, mi rfse uppbyggingu og sta ir dreng fyr r aðu ein sem 1946 var sam . áta skáta og kvensk Jóns B. Að öðrum ólöstuðum átti fræðslustjóri Jónasson, kennari og síðar þátt í í Reykjavík, einna drýgstan fyrstu ði uppbyggingu staðarins, bæ rsti Stæ . sín ár árin og allt fram á efri í ur nd nef a end skálinn á svæðinu er u leg dag í sé n han þó , höfuðið á Jónasi “. tali kallaður „JB Árið 2011 keyptu skátar og ðina Skógræktarfélag Íslands jör nú saman að Úlfljótsvatn og starfa þar t. mannrækt og gróðurræk
sumar Á staðnum eru enn reknar gu gön ein búðir, þó þær séu ekki labúðir fyrir skáta, en auk þess skó víðsvegar ur end em sem grunnskólan yfir ja æk ms að af landinu hei skátar, vetrarmánuðina. Þá sækja tök og fleiri am gas féla , itir sve björgunar á staðnum, gjarnan mót og námskeið ðir út fyrir auk þess sem skálar eru leig dag er við Í ði. útilegur og aðra viðbur skyldu fjöl gt sile Úlfljótsvatn rekið glæ auk g, tin gis oka fnp tjaldsvæði og sve fara að a hóp ir fyr er t þess sem vinsæl þangað í hópeflisferðir. jóti, Úlfljótsvatn heitir eftir Úlfl á 10. di landnámsmanni á Austurlan ndinga. Ísle i öld og fyrsta lögsögumann nska ísle lög stu Við hann eru kennd fyr n han sem g, slö þjóðveldisins, Úlfljót til s reg No til ið far a samdi eftir að haf n mu nn Ha . lög d len þar að kynna sér fna í að sto einnig hafa átt stóran þátt er með vissu i ekk en a ing nd Ísle Alþingi rntíma á vitað hvort hann bjó einhve Úlfljótsvatni.
k Skoðaðu lí
Umhverfið og umhverfismál
kortsíiððu á b ak
6
Leggðu þitt af mörkum Úlfljótsvatn er einstakt. Í og við vatnið búa einstakar tegundir sem að ekki er hægt að finna annarstaðar. Skátar eru náttúruvinir og við vonum að gestir okkar deili þeim sjónarmiðum. Þú getur lagt þitt af mörkum í náttúruvernd með því að ganga vel um landið, flokka sorp og minnka það þar sem
hægt er. Það er líka mikilvægt að njóta náttúrunnar og til þess eru fjölmörg tækifæri á Úlfljótsvatni. Prófaðu að fara í gönguferð í skóginum, sigla á vatninu eða fylgjast með fuglalífinu. Leggðu þitt af mörkum því að það skipta allir máli þegar náttúran er annars vegar.
Sorpflokkun Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni leitast við að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Reynt er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif hvort sem er í framkvæmdum eða þjónustu. ÚSÚ leggur áherslu á að halda umhverfismálum í sem bestu standi miðað við aðstæður hverju sinni, og að fylgja lögum og reglugerðum. Umhverfismarkmið ÚSÚ eru eftirfarandi: Lágmarka umhverfisáhrif samhliða starfsemi.
Sjá til þess að svæðið sé ávallt til fyrirmyndar og í góðu ásigkomulagi. Stuðla að jákvæðri uppbyggingu á flóru og fánu svæðisins hvar og hvenær sem það er hægt. Vera gestum og öðrum til fyrirmyndar í umhverfismálum. Stuðla að fræðslu um umhverfismál til gesta og starfsfólks Endurskoða og endurnýja umhverfisstefnu, markmið og vinnubrögð reglulega.
Þú getur hjálpað okkur að halda umhverfinu hreinu með því að flokka sorp. Gestir staðarins eru hvattir til að flokka allt sitt sorp. Að sjálfsögðu flokkum við líka skilagjaldsskyldar umbúðir eins og dósir og flöskur. Grænir skátar sjá um að tæma og flokka þær í flokkunarstöð sinni að Hraunbæ 123. Endilega styrktu starf Útilífs miðstöðvarinnar með því að setja skilagjaldsskyldar umbúðir í „stóru flöskurnar“ okkar.
Flokkunarstöðvar Gámaþjónustan hjálpar okkur við að koma flokkuðu sorpi á leiðarenda. Flokkunarstöðvar eru í Þjónustuhúsi, JB skála og KSÚ skála. Þar má flokka eftirfarandi: Bylgjupappi Fernur og flatur pappi Plast
a
Málmur Rafhlöður Ljósaperur Spilliefni. Starfsfólk ÚSÚ sér reglulega um að tæma sorpflokkunarílát í sorpflokkunargám.
Gæddu landið lífi Þú getur hjálpað okkur að gera Úlfljótsvatn enn betra en það er í dag. Hafðu samband við starfsmann og fáðu að vita hvað þú getur gert til að fegra, hreinsa og bæta Úlfljótsvatn. Það getur verið gaman að prófa að: Planta trjám Laga til á svæðinu
Týna rusl Huga að sumarblómunum Leggja stíg Öll verkefnin er hægt að sníða að þeim sem tekur þátt. Það er semsagt hægt að bjóða börnunum að vera með og gera staðinn betri.
hangir vinningur á spýtunni?
ís leynist vinningur: Á 100 spýtum af Polla li frá Henson al sg nk pö Polla
PIPAR \ TBWA
Farðu á www.olis. is og taktu þátt í leiknum!
•
SÍA •
140826
Vinur við veginn
Öryggi 8
Örugg skemmtun er góð skemmtun Fyrstuhjálparstöðvar
Komi upp óhöpp er hægt að leita aðstoðar hjá starfsfólki. Fyrstuhjálparbúnaður er í Þjónustuhúsi og í JB skála. Hjartastuðtæki er einnig að finna í JB skála. Þar er alltaf hægt að finna aðstoð eða hringja í tjaldvörð í síma 618-7449. Munið að fá aðstoð strax, það er ekkert of lítið til að þess að leita sér aðstoðar.
Brunavarnir
Brunavarnir eru mikilvægar á tjaldsvæðum eins og annars staðar. Til að minnka hættuna á að upp komi óhöpp er mikilvægt að fara eftir þessum leiðbeiningum: Gætið þess að tjalda ekki of þétt. Hafið minnst þrjá metra á milli tjalda og 4 metra á milli tjaldvagna, hjólhýsa og þessháttar farartækja. Muni að gera ráð fyrir fortjöldum þegar tækjum er stillt upp. Gætið þess að snúa beislum á ferðavögnum alltaf út að næstu flóttaleið þar sem að hægt er að koma ökutækið við í neyð. Öðrum ökutækjum skal lagt þannig að auðvelt sé að aka þeim í burtu. Skiljið ekki eftir húsgögn, leiktæki eða annað brennanlegt efni á milli tjalda og ferðavagna. Kynnið ykkur staðsetningu slökkvitækja á svæðinu (sjá kort á baksíðu). Gætið þess að þegar kolum eða grillum er hent sé allur eldur og hiti úr þeim.
Hundar
Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu. Eigendur þurfa þó að gæta þess að hafa þá ávallt í ól og að þeir valdi öðrum gestum ekki ónæði eða óþægindum. Eigendur þurfa ávallt að þrífa upp eftir hundana sína. Gætið einnig að dýralífi í nágrenninu. Við Úlfljótsvatn er fágætt fuglalíf og þannig viljum við hafa það áfram.
Björgunarvesti í bátaleigu og við veiðar Við Úlfljótsvatn er skylda að nota björgunarvesti þegar farið er út á vatnið. Á því eru engar undantekningar gerðar. Vatnið er bæði kalt, djúpt og blautt. Vesti eru alltaf í boði þegar farið er út á bát og eru til í öllum stærðum. Veiðimönnum og barnafólki býðst einnig að fá vesti þó að ekki sé ætlunin að fara út á vatnið. Hafið samband við starfsfólk í Þjónustumiðstöð til að fá frekari upplýsingar.
Reglur um opinn eld og grill Opinn eldur er ekki leyfður á tjaldsvæð inu, til að tryggja öryggi allra sem þangað koma. Boðið er upp á kvöldvökur með varðeld á völdum dögum (sjá dagskrá á facebook og í Þjónustuhúsi) en einnig er hægt að panta varðeld fyrir hópa í einni af varðeldalautum okkar. Grill eru að sjálfsögðu leyfileg á svæð inu enda engin góð útilega án grilllyktar. Kolagrill eru á svæðinu og gestum er frjálst að nota þau. Munið bara að ganga vel um þau og þrífa að lokinni notkun. Gestum er bent á eftirfarandi öryggisatriði: Gætið þess að grill og gas séu ekki of nálægt tjöldum eða tjaldbúnaði, miðið
við að hafa tækin aldrei nær en sem nemur 2 metrum. Hafið ávalt eitthvað undir kolagrillum (sérstaklega einnota grillum) til að skemma ekki grasið. Geymið gaskúta fyrir utan tjöld og vagna en ekki inni í þeim. Hugið sérstaklega að börnum í nágrenni við grill. Gætið þess að slökkva alltaf tryggilega í grillum áður en farið er frá þeim. Skrúfið einnig fyrir gaskúta. Ef skipta þarf um gaskút skal það gert utandyra. Munið einnig að kanna ástand tækjanna reglulega.
Leiðbeiningar til foreldra á tjaldsvæðinu Tjaldsvæðið á Úlfljótsvatni er fyrst og fremst fjölskyldutjaldsvæði. Það skiptir okkur miklu máli að gestir okkar séu öruggir og ánægðir á tjaldsvæðinu. Hluti af því er að fara varlega í náttúrunni. Við viljum gjarnan að börn og fullorðnir njóti þess að fara um og nota svæðið. Munið að börn eru á ábyrgð forráðamanna á svæðinu. Fullorðnir eru á eigin ábyrgð á svæðinu. Hafið alltaf auga með börnum þegar þau eru að leik. Nokkrir staðir sem þarf að fara varlega á eru: Leiktæki og þrautabraut Það er alltaf hægt að detta og meiða sig. Farið því varlega og munið þumalputtaregluna: Ef þú
getur ekki með góðu móti klifrað sjálfur upp þá er örugglega erfitt að fara sjálfur niður. Vatnið Það er alltaf gott að hafa björgunar vesti við vatnið, þetta á sérstaklega við um lítil börn sem ekki kunna sjálf að bjarga sér. Þegar farið er út á vatnið ER SKYLDA að vera í vesti. Vatnið er kalt, fólki getur því brugðið mjög ef það dettur útí. Verið því saman við vatnið og hafið gætur hvert á öðru. Vatnasafarí Vatnasafaríið er kalt þó það sé ekki djúpt. Börn eiga alltaf að hafa fylgdarmann við vatnasafaríið. Gætið þess að þar sem að það er drulla í
botninum geta lausir skór týnst. Verið því í góðum vel festum skóm í safaríinu. Á opnunartíma safarísins (sjá upplýsingar í þjónustumiðstöð) býðst börnum að fá björgunarvesti leigð. Skógurinn og náttúran Það er að sjálfsögðu leyfilegt að njóta skógarins. Gæti þess þó að hafa ávallt auga með börnum á ferð um svæðið. Gestir eru einnig beðnir um að fara varlega í kringum dýralíf staðarins. Við Úlfljótsvatn búa margar tegundir fugla. Njótið þess að skoða þá og fylgjast með þeim en gætið þess að trufla þá ekki í sínu náttúrulega umhverfi. Skátar eru náttúruvinir og okkur þykir vænt um að gestir okkar séu það einnig.
í áraraðir vitum við að allt getur gerst
ENNEMM / SÍA / NM59925
ÞESS VEGNA ER F PLÚS VINSÆLASTA FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN Á ÍSLANDI Best er auðvitað að fyrirbyggja slysin. En eins og við vitum eru nánast engin takmörk fyrir því óvænta sem getur komið upp á. F plús veitir víðtæka tryggingavernd sem sniðin er að VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS
tíma. Njótum lífsins áhyggjulaus með F plús VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.
k Skoðaðu lí
kortsíiððu
Dagskrá og afþreying 10
a
á b ak
Fjölbreytt afþreying fyrir alla fjölskylduna Tjaldsvæðið okkar er fjölskyldutjaldsvæði, þessvegna bjóðum við upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir börn á öllum aldri (líka fullorðnu börnin). Allar helgar er í boði breytileg dagskrá, upplýsingar um
Vatnasafarí
Vatnasafaríið er alltaf opið. Gestir sem nota það eru á eigin ábyrgð og börn á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Um helgar er starfsmaður á svæðinu á ákveðnum tíma og þá er jafnframt hægt að fá leigð björgunarvesti fyrir börnin. Nánari upplýsingar um opnunartíma og dagskrá er að finna á facebook síðunni okkar og í Þjónustumiðstöðinni.
Bogfimi
Nýjasta viðbótin við afþreyingar flóruna okkar er Bogfimi. Gestir geta spreyt sig á alvöru bogfimigræjum um helgar gegn vægu gjaldi. Hægt er að finna upplýsingar um opnunartíma og kaupa miða í Þjónustumiðstöð. Athugið að bogfimi er mjög veðurháð. Bogfimin er í boði í samstarfi við Íþróttafélag Úlfljótsvatns. Þjálfaðir leiðbeinendur eru til taks til að leiðbeina gestum og tryggja öryggi gesta. Börn undir 12 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Nánari upplýsingar um opnunartíma og dagskrá er að finna á facebook síðunni okkar og í Þjónustu miðstöðinni.
hana má nálgast á facebook síðunni okkar, facebook.is/tjaldusu, og í Þjónustumiðstöð. Við bjóðum líka upp á fasta liði á tjaldsvæðinu. Athugið að framboð og tímasetningar geta breyst t.d. út af veðri.
Turn
Útilífsmiðstöðin státar af hæsta klifurturni landsins. Gestir geta spreytt sig á honum gegn vægu gjaldi. Hægt er að finna opnunartíma og kaupa miða í turninn í Þjónustu miðstöð.
Gönguleiðir
Það má finna fjölbreytar gönguleiðir bæði innan landssvæðis Úlfljótsvatns og í kringum það. Útilífsmiðstöðin er staðsett í jaðri Hengilssvæðisins og þaðan má finna vinsæla gönguleið inná svæðið og yfir það. Innan Útilífsmiðstöðvarinnar er einnig að finna spennandi gönguleiðir þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Fáið frekari upplýsingar hjá starfsmanni.
Veiði í vatninu
Bátaleiga
Bátaleigan er opin um helgar ef að veður leyfir. Hægt er að kaupa miða í bátaleiguna og prófa einn eða fleiri af bátunum okkar. Í boði eru hjólabátar, kanóar og kajakar ásamt árabátunum okkar. Á opnunartíma bátaleigunnar er hægt að prófa allar tegundir báta. Utan opnunartíma er hægt að leigja árabáta í Þjónustumiðstöð. Nánari upplýsingar um opnunartíma og dagskrá er að finna á facebook síðunni okkar og í Þjónustumiðstöðinni.
Golfvöllur
Fallegur 9 holu golfvöllur er við Sogsstöðvarnar. Upphafsteigur er við Fræðasetur skáta hjá Ljósafossstöð. Aðgangur að vellinum er ókeypis. hægt er að leigja golfsett í þjónustumiðstöð
Úlfljótsvatn hefur um árabil verið gjöfult veiðivatn. Veiðileyfi í vatninu er innifalið fyrir gesti tjaldsvæðisins og hostelsins. Veiðikorthafar geta einnig veitt í vatninu af landi Útilífsmiðstöðvarinnar. Svæðið í kringum árósana er lokað í maí og júní til að vernda fuglalífið. Annars er allur vesturbakkinn frá Ljósafossstöð upp að landi OR við Straumnet (þar sem að Starfsmannafélag Orkuveitunnar er með sumarhús við norður enda vatnsins). Veiðikorthafar mega ekki veiða innan landamerkja tjaldsvæðisins. Hægt er að kaupa veiðivörur í verslun í Þjónustumiðstöð en þar má einnig leigja veiðstangir. Frekari upplýsingar er hægt að finna á síðunni okkar, www.ulfljotsvatn.is, undir veiði.
Folf
Frísbí-golf er ný íþrótt á íslandi. hún er stunduð með sérstökum frisbídiskum sem þátttakendur reyna að hitta í þar til gerðar körfur í sem fæstum köstum. á Úlfljótsvatni er 10 „holu“ folfvöllur sem gestum stendur til boða að nýta sér. Hægt er að fá leigða folf-diska í Þjónustumiðstöð. Gestum er bent á að fara varlega í leiknum og taka fullt tillit til gangandi og akandi vegfarenda. Þá er mikilvægt að nota undirgöngin undir veginn þegar farið er að holum 8-10. Íþróttin hentar fólki á öllum aldri.
Gilwell skálinn
Skálinn er elsta byggingin á skátasvæðinu. Hann hefur verið gerður upp á undanförnum árum af vöskum skátum í Gilwell-hringnum. Skálinn er núna einskonar safn þar sem að gestir geta stigið inn í gamlan tíma og fengið að sjá list og minjar frá liðnum námskeiðum. Ef þeir eru heppnir eru gamlir skátar í skálanum sem eru tilbúnir að segja frá ævintýrum sínum og annarra. Gilwell hringurinn býður gestum og gangandi að styrkja starfsemina og fá í staðin vöfflu og kaffi. Nánari upplýsingar um opnunartíma og dagskrá er að finna á facebook síðunni okkar og í Þjónustumiðstöðinni.
Fræðasetur
Upplýsingar um dagskrá
Alltaf er hægt að nálgast nýjustu upplýsingar um dagskrá á facebook síðu Útilífsmiðstöðsvarinnar. Þær má einnig nálgast í Þjónustumiðstöð eða hjá starfsfólki. Skannaðu þennan kóða til að skoða facebook-síðu okkar:
Skannaðu þennan kóða til að heimsækja heimasíðu Útilífs miðstöðvarinnar, ulfljotsvatn.is:
Opnað hefur verið fræðasetur skáta við Ljósafossstöð. Setrið hefur að geyma fjölda muna frá skátum ásamt aðstöðu fyrir fræðimenn til að stunda rannsóknir. Setrið er opið almenningi allar helgar eða eftir samkomulagi. Boðið er upp á vöfflur og kaffi gegn vægu verði í setrinu. Nánari upplýsingar um opnunartíma og dagskrá er að finna á facebook síðunni okkar og í Þjónustumiðstöðinni.
ORKA FYRIR ÍSLAND Hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu, í þéttbýli, dreifbýli eða hreinlega uppi á jökli þá sjáum við um að koma þér í samband. Vertu í stuði með okkur. Það er einfalt að koma í viðskipti hvar sem þú ert á landinu, með einu símtali í 422 1000 eða á orkusalan.is. Við seljum rafmagn — um allt land.
Orkusalan
422 1000
orkusalan@orkusalan.is
orkusalan.is
11
Skátarnir 12
Alheims bræðralag og fullt af fjöri!
Skátastarf er frábært tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Í skátunum lærir maður margt sem getur nýst manni í daglegu lífi, auk þess sem allir skátar eru hluti af alheimsbræðralagi skáta. Það þarf því enginn að vera hissa á því að skátarnir eru stærsta friðarhreyfing í heimi. Skátar læra í gegnum leik og ævintýri, og hver og einn velur sér viðfangsefni eftir sínu áhugasviði. Sumir vilja ganga á fjöll og fara í útilegur, öðrum finnst skemmtilegast að elda við varðeld og spila á gítar. Allir skátar læra aðferðir sem gera þeim kleift að takast á við næstum því hvaða verkefni sem verður á vegi þeirra. Þess vegna er kjörorð skáta Ávallt viðbúnir! Hér á opnunni eru lítil dæmi um það sem skátar nota til að skerpa hugann. Vilt þú æfa þig?
AB CD EF GH IJ KL MN OP QR
Skátadulmál
ST
UV ÞÆ XY
Ef skátar þurfa að skrifa bréf sem enginn má lesa nema aðrir skátar nota þeir þennan dulmálslykil. Með því að teikna strikin sem eru utan um viðeigandi staf, og annað hvort punkt eða ekki, er auðvelt að skrifa leynileg
skilaboð! Ekki skemmir fyrir að auðvelt er að leggja dulmálslykilinn á minnið. Í lyklinum er enginn munur á A og Á, E og É, I og Í, O, Ó og Ö, U og Ú eða Y og Ý. Nú þegar þú kannt skátadulmálið, hvað stendur eiginlega hér?
Hér eru falin orð yfir flest það sem skátar taka með sér í útilegu. Þau geta verið lóðrétt, lárétt eða á ská. Áttaviti Bakpoki Dýna Föt Gítar
a g a o a l e t n á l
t ö p l á s t u r t y
Gönguskór Hattur Hnífur Klútur Kort
Nál Nesti Penni Plástur Prímus
Tjald Tvinni Vatn Vettlingur
v i nn i g í t a r ngu s kó r b r n e nn i mb dumd s mæ b h s y ý h h t t j a l dð p nv i ht k f ö t r í a ht y p h fm í f t u ð k o r t æmu n fm s k l ú t u r s t a v i t i i s æm v e t t l i nga r
Skátagátur!
1. Hvort segir maður: „Geitafjöðrin er Á skátahattinum“ eða „geitafjöðrin er Í skátahattinum“? 2. Vilborg á fínan áttavita. Hún gengur 30 skref í norður, svo 30 skref í austur og loks 30 skref í suður og er þá komin aftur á upphafsreit. Hvar er Vilborg eiginlega? 3. Skátahópur er staddur á lítilli eyju þegar eldur kviknar í öðrum enda hennar. Eldurinn er svo breiður að hann nær yfir alla eyjuna og vindur stefnir honum í átt að hópnum sem er á eyjunni miðri. Skátarnir hafa engin vatnsílát eða slökkvitæki. Hvernig geta þeir bjargað sér frá eldinum án þess að slökkva hann? 4. Vatnasafaríið er líka opið í rigningu, því það blotna hvort eð er allir í því. En hvaða föt þola best bleytu? Svör:
1. Geitur hafa ekki fjaðrir. 2. Vilborg er auðvitað á Suðurpólnum. 3. Þeir kveikja annan eld hlémegin við sig og færa sig svo yfir á sviðna jörð, því hún brennur ekki tvisvar. 4. Vaskaföt.
Skátaorðaleit
Kims-leikur
Kims-leikir eru sniðugir til að æfa minnið. Raðaðu nokkrum hlutum (til dæmis 20) á borð eða teppi, án þess að neinn viti hvaða hluti þú notar, og settu svo dúk yfir. Þátttakendur í leiknum koma svo að borðinu eða teppinu og fá að sjá hlutina í 10 sekúndur áður en þú setur dúkinn aftur yfir. Hver getur skrifað flesta hluti rétta á blað?
Dósir eru út um allt. – Bráðnauðsynlegar, ískaldar og eftirsóttar í skipulögðum röðum í ísskápnum eða tómar í hrúgum og pokum í geymslunni eða jafnvel einstæðar úti á götu þar sem þær eru fyrir öllum. Plastflöskur og gler líka.
Við tökum að okkur tómar dósir. Breytum lífi þeirra, söfnum þeim í hópa, skipuleggjum þær og gefum þeim nýtt líf og frelsi. Gefðu okkur dósirnar þínar. Nánar á vefsíðu okkar, skatarnir.is
13
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni 14
Fjölbreytt starfsemi allt árið Á Úlfljótsvatni er ekki bara rekið tjaldsvæði. Útilífsmiðstöðin þjónustar skátahópa og björgunarsveitir ásamt fjölda annarra stærri og minni hópa og samtaka. Miðstöðin er opin allt
Sumarbúðir
Sumarbúðir skáta hafa verið haldnar á Úlfljótsvatni nær óslitið síðan 1941. Sumarbúðirnar eru fastur liður í lífi margra 8-15 ára krakka sem hafa komið ár eftir ár og notið þess að vera við leik og störf á Úlfljótsvatni. Boðið er upp á námskeið fyrir 8-10 ára 10-12 ára og 13-15 ára. Kynntu þér námskeiðs framboðið á www.ulfljotsvatn.is
Hostel
Útilífsmiðstöð skáta rekur Hostel Úlfljótsvatn allt árið. Hostelið tekur á móti gestum sem vilja fá ódýra en heimilislega gistingu. Hægt er að bóka gistingu í einum af skálum okkar í gegnum heimsíðuna okkar, www.ulfljotsvatn.is ÚSÚ tekur einnig á móti inn lendum og erlendum hópum í gistingu allt árið. Það er ekki nauðsynlegt að vera skáti til að njóta þess að vera á Úlfljótsvatni. Vetrarferð hingað er tilvalin enda er staðurinn í aðeins klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík og mjög nálægt fjölda náttúruperla.
Munið na: heimasíðu
n.is ulfljotsvat
árið og tekur á móti hópum og gestum í gistingu, mat og afþreyingu alla daga vikunnar. Það er alltaf velkomið að hafa samband og fá tilboð fyrir þinn hóp.
Skólabúðir
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni hefur í yfir 20 ára rekið skólabúðir fyrir grunnskólanemendur. Boðið er upp á fjölbreytt úrval verkefna og fjölbreytta möguleika í lengd skólabúðanna. Hægt er að koma í allt frá dagsferð upp í 5 daga dvöl. Kennarar og nemendur taka saman þátt í að ákveða dagskránna. Í mörgum tilfellum eru það foreldrafélög og bekkjarfulltrúar sem að skipuleggja ferðirnar í samstarfi við kennara og starfsfólk ÚSÚ. Hafðu samband við starfsfólk ÚSÚ til að fá frekari upplýsingar eða skoðaðu heimasíðuna okkar, www.ulfljotsvatn.is
Námskeið
Útilífsmiðstöðin er þjálfunarmiðstöð skátanna. Hingað sækja skátar fjöl breytt námskeið allt árið. Miðstöðin býður einnig upp á námskeið fyrir almenning, s.s. útieldunarnámskeið, útivistarnámskeið og matreiðslu námskeið. Skoðaðu heimasíðuna okkar, www.ulfljotsvatn.is, til að finna næsta námskeið. Þar er einnig hægt að skrá þátttöku.
Hópefli
Hópefli og hvataferðir eru sífellt að verða vinsælli hjá fyrirtækjahópum, vinahópum og félögum ýmiskonar. Skátarnir hafa um árabil nýtt þekkingu sína á leikjum, samvinnu og fjölbreyttum verkefnum og boðið upp á hópefli af öllum stærðum og gerðum. Starfsfólk Útilífs miðstöðvarinnar er vel þjálfað í hópefli og hvataferðum. Við sníðum dagskránna að þínum þörfum og útbúum ógleymanlegan dag. Hægt er að panta hópefli bæði með og án matar en margir hópar velja að fá allan pakkann hjá okkur. Engin hópur er of stór eða of lítill fyrir Úlfljótsvatn. Hafðu samband við starfsfólk eða skoðaðu heimasíðu okkar, www.ulfljotsvatn.is, til að fá frekari upplýsingar.
Þjónusta við ættarmót
Úlfljótsvatn er tilvalinn staður fyrir ættarmót. Hægt er að bóka bæði tjaldgistingu og innigistingu (t.d. fyrir elstu ættliðina eða ungbarnafólkið). Einnig er hægt að bóka stóra samkomuhúsið okkar fyrir kvöldvökur eða sameiginlegar veislur. Útilífsmiðstöðin býður einnig upp á allskonar dagskrá fyrir börn og fullorðna, s.s. hópefli, leiki og ratleiki. Hægt er að opna turn og báta sérstaklega fyrir hópa og útvega kvöldvökustjóra. Útilífsmiðstöðin getur einnig útvegað og sett upp samkomutjöld fyrir hópa sé þess óskað. Hafið samband við starfsfólk eða sendið póst á ulfljotsvatn@skatar.is
Eftirtaldir aðilar óska ykkur góðrar dvalar á Úlfljótsvatni:
Fagleg þjónusta í rafiðnaði
V
N
S
A
Nesjavellir Þingvellir
Upplýsingar um þjónustumiðstöð og þjónustunúmer Þjónustumiðstöðin okkar er í húsi við aðalhliðið að tjaldsvæðinu ( 12 ). Þar má finna móttöku tjaldsvæðisins ásamt lítilli verslun. Í húsinu er einnig salur sem stendur gestum til boða, ásamt litlum eldhúskrók. Hvort tveggja er hægt að nota án endurgjalds. Þjónustumiðstöðin er opin sem hér segir: Föstudaga klukkan 17-21 Laugardaga klukkan 10-13 og 14-22 Sunnudaga klukkan 10-14 Mánudaga- fimmtudag eftir samkomulagi. Endilega hringið, því það er alltaf hægt að opna. Þjónustusími tjaldsvæðisins er 618-7449. Tjaldvörður er alltaf á vakt og það er alltaf velkomið að hringja.
13
18
1
3 4
2
5
21
6
7 8 14 15 20
9
1 Verkstæði 2 Hrafna- og Fálkaskáli 3 Ráðsmannshús 4 Starfsmannahús 5 Gilwell-skáli 6 Norðursalur / fundarsalur 7 DSÚ-skáli / gisting 8 JB-skáli / gisting / eldhús 9 Strýtan / samkomuhús 10 Salernishús 11 Baðhús 12 Þjónustumiðstöð 13 KSÚ-skáli / gisting / eldhús
16
Vatnasafarí
Leikvöllur
Klifurgrind
Þrautabraut
Klifurturn
19
10 17 11 12
14 15 16 17 18
19 Inngangur tjaldsvæðis 20 Undirgöng 21 Geymslusvæði
Fyrstuhjálparbúnaður
Slökkvitæki
Bátaskýli
Íþróttavöllur
Tjaldsvæði
Nýtt tjaldsvæði
Losunarsvæði fyrir húsbíla
Selfoss Reykjavík