Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3.tbl 2022

Page 14

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild við Háskóla Íslands

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild við Háskóla Íslands Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands samþykkti á deildarfundi 25. ágúst 2021 að breyta nafni deildarinnar í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild. Nafnbreyting tók gildi við upphaf næsta háskólaárs þ.e. 1. júlí 2022.

Tillagan um breytt heiti deildarinn barst frá námsbraut í ljósmóðurfræði en árið 2021 voru 25 ár frá því kennsla í ljósmóðurfræði hófst við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Menntun í ljósmóðurfræðum á sér langa sögu á Íslandi en hún hófst árið 1761 með komu danskrar ljósmóður til Íslands, ljósmóðurfræði þau er hún kenndi byggðust á leiðbeiningum frá fyrsta landlækninum (nú Embætti landlæknis). Frá árinu 1982 hefur nám og starfsleyfi í hjúkrun verið krafa fyrir inngöngu í ljósmóðurfræðinám. Það er þó ekki svo um allan heim og á heimsvísu er mikil umræða um hvernig námi í ljósmóðurfræðum sé best fyrir komið. Ljósmóðurfræðin er sér fræðigrein en systurfræði við hjúkrunarfræðina. Í dag er nám í ljósmóðurfræði hérlendis tveggja ára nám á meistarastigi og er meistarapróf skilyrði fyrir því að fá að starfa sem ljósmóðir. Í rökum námsbrautar í ljósmóðurfræði fyrir breyttu heiti kom fram að við deildina starfi tveir prófessorar í ljósmóðurfræði, dósent, lektorar og aðjúnktar og að frá Hjúkrunarfræðideild hafi útskrifast fimm ljósmæður með doktorspróf. Þeim fer fjölgandi því nú eru tvær ljósmæður í doktorsnámi við deildina. Þá kom fram að það væri styrkur fyrir deildina að bera nöfn beggja greinanna en „breytt heiti myndi auka veg og vanda hennar og minna á hve víðfeðmt hlutverk hennar er. Þetta á ekki síst við sýnileika í breidd rannsóknaverkefna sem deildin hýsir en vöxtur rannsókna á fræðasviðunum hefur verið töluverður undanfarin áratug. Greinarnar eru sannarlega nátengdar, tvær greinar sem eru skyldar en með mismunandi áherslur og fræði og verða við þessa breytingu aflmeiri saman. Báðar greinarnar eiga langa sögu og ríka hefð í íslenskri heilbrigðissögu og höfðu um árabil sitt hvorn skólann þar sem menntun stéttanna fór fram.” 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022

Undir þetta sjónarmið var tekið á deildarfundi Hjúkrunarfræðideildar. Það er mikilvægt að báðar stéttirnar séu sýnilegar innan skólans og utan og fer vel á að breyta heiti deildar á 25 ára afmælisári náms í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands og að heitið endurspegli þá starfsemi sem fram fer innan deildarinnar. -----Herdís Sveinsdóttir prófessor og deildarforseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hjúkrun – grunnstoð heilbrigðiskerfisins Þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala

1min
pages 68-76

Kraftur og samhljómur á kjararáðstefnu Fíh á Selfossi

7min
pages 62-65

Ritrýnd grein: Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum fyrir eldra fólk sem býr heima

34min
pages 88-100

Ritrýnd grein: Áhrif gjörgæslulegu barns á líðan foreldra

24min
pages 79-87

Viðtal – Ólöf Ásdís Ólafsdóttir aðstoðardeildarstjóri á

4min
pages 60-61

Líknarmeðferð og líknarþjónusta á Íslandi

8min
pages 56-59

Viðtal – Hulda Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landspítala

8min
pages 52-55

Ráðstefna ENDA á Selfossi

3min
pages 50-51

Hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf

3min
page 49

Sportið – Alma Rún Vignisdóttir stundar bæði stang- og

8min
pages 32-35

Viðtal – kvenheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

5min
pages 40-42

Nemarnir Eydís, Orri og Carolin

10min
pages 46-48

100 ára afmælisráðstefna SSN í Kolding

4min
pages 43-45

Dagur byltuvarna

2min
pages 30-31

Rapportið slær í gegn

5min
pages 28-29

Viðtal – Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala

13min
pages 16-21

Lífið er ævintýri

4min
pages 26-27

Minning – Hildur Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur

1min
pages 8-9

Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands heitir nú Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

1min
pages 14-15

Ritstjóraspjall

3min
pages 4-5

Viðtal – Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur

10min
pages 22-25

Viðtal – Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur

9min
pages 10-13

Pistill formanns Fíh

2min
pages 6-7
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.