Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3.tbl 2022

Page 8

Minning

Með kollegum á leið í Hörpu á 100 ára afmæli Fíh

Hildur Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur Fædd 26. janúar 1958

Þann 5. september síðastliðinn kvaddi Hildur Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur þetta jarðlíf og er stórt skarð hoggið í okkar hóp við ótímabært fráfall hennar. Hildur lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1983 og 1991 meistaraprófi í hjúkrun frá Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum. Jafnframt var hún með sérfræðileyfi í hjúkrun langveikra frá Embættis landlæknis frá 2004, með áherslu á hjúkrun nýrnasjúklinga. Hildur var snemma virk í félagsstarfi hjúkrunarfræðinga, fyrst með Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, sem síðan sameinaðist Hjúkrunarfélagi Íslands í núverandi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga árið 1994. Hjúkrunarfræðingar eiga Hildi mikið að þakka en af einstakri trúmennsku sinnti hún ýmsum störfum fyrir félagið af mikilli einurð og festu. Í áratugi vann hún ötullega að hagsmunabaráttu hjúkrunarfræðinga, með störfum sínum í kjaranefnd en hún sat einnig í stjórn félagsins, stjórnum Starfsmenntunarsjóðs, Styrktarsjóðs og ekki síst Vinnudeilusjóðs. Um hann stóð hún sterkan vörð í áratug og tryggði að þar væri til nægt fé til að styðja hjúkrunarfræðinga fjárhagslega, ef til verkfalls kæmi.

Hildur var ötull talsmaður framþróunar í hjúkrun og munu hjúkrunarfræðingar njóta hennar áhrifa um ókomna tíð. Sem dæmi um frumkvöðlahæfileika hennar stóð Hildur fyrir stofnun fagdeildar nýrnahjúkrunarfræðinga árið 2011 og var m.a. fyrsti formaður deildarinnar. Hún var framsýn og lét ávallt að sér kveða á fundum félagsins með uppbyggilegum og rökstuddum athugasemdum. Hildur var skýr í sinni afstöðu, skoðanaföst og alltaf með hagsmuni hjúkrunarfræðinga að leiðarljósi. Réttlætiskennd hennar var sterk. Framlag Hildar var ekki síður mikið þegar kom að fagmálum þar sem leiðtogahæfileikar hennar nutu sín en Hildur átti sæti í stjórn Vísindasjóðs um tíma, tók þátt í umbótavinnu innan félagsins og starfaði með fræðslunefnd, svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt lét hún líka mikið að sér kveða í baráttumálum sérfræðinga í hjúkrun og var einn helsti leiðtogi þess hóps. Hjúkrunarfræðingar og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga eiga Hildi mikið að þakka fyrir ómetanleg störf í þágu hjúkrunarfræðinga. Blessuð sé minning Hildar Einarsdóttur, sérfræðings í hjúkrun.

Guðbjörg Pálsdóttir Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

6

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hjúkrun – grunnstoð heilbrigðiskerfisins Þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala

1min
pages 68-76

Kraftur og samhljómur á kjararáðstefnu Fíh á Selfossi

7min
pages 62-65

Ritrýnd grein: Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum fyrir eldra fólk sem býr heima

34min
pages 88-100

Ritrýnd grein: Áhrif gjörgæslulegu barns á líðan foreldra

24min
pages 79-87

Viðtal – Ólöf Ásdís Ólafsdóttir aðstoðardeildarstjóri á

4min
pages 60-61

Líknarmeðferð og líknarþjónusta á Íslandi

8min
pages 56-59

Viðtal – Hulda Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landspítala

8min
pages 52-55

Ráðstefna ENDA á Selfossi

3min
pages 50-51

Hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf

3min
page 49

Sportið – Alma Rún Vignisdóttir stundar bæði stang- og

8min
pages 32-35

Viðtal – kvenheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

5min
pages 40-42

Nemarnir Eydís, Orri og Carolin

10min
pages 46-48

100 ára afmælisráðstefna SSN í Kolding

4min
pages 43-45

Dagur byltuvarna

2min
pages 30-31

Rapportið slær í gegn

5min
pages 28-29

Viðtal – Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala

13min
pages 16-21

Lífið er ævintýri

4min
pages 26-27

Minning – Hildur Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur

1min
pages 8-9

Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands heitir nú Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

1min
pages 14-15

Ritstjóraspjall

3min
pages 4-5

Viðtal – Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur

10min
pages 22-25

Viðtal – Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur

9min
pages 10-13

Pistill formanns Fíh

2min
pages 6-7
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.