Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3.tbl 2022

Page 88

Ritrýnd grein | Peer review

Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum fyrir eldra fólk sem býr heima

ÚTDRÁTTUR Tilgangur Eldra fólk myndar ört stækkandi skjólstæðingahóp innan heilbrigðisþjónustunnar og mörg alþjóðleg stöðluð mælitæki hafa verið sniðin fyrir þennan hóp. Nokkur þessara mælitækja eru til í íslenskum þýðingum en rannsóknir vantar á próffræðilegum eiginleikum þýðinganna. Tilgangur þessa verkefnis var að rannsaka próffræðilega eiginleika íslenskra þýðinga sjö staðlaðra mælitækja sem eru notuð til að meta margvíslegar hliðar heilsu og færni á efri árum; Tímamælt „upp og gakk“ (TUG), Efri árin, mat á færni og fötlun – athafnahluti (MFF-athafnir), Efri árin, mat á færni og fötlun – þátttökuhluti (MFF-þátttaka), Mat á líkamsvirkni aldraðra (MLA), Jafnvægiskvarði tengdur athöfnum og öryggistilfinningu (A-Ö jafnvægiskvarði), Próf til að meta vitræna getu (MMSE) og Þunglyndismat fyrir aldraða (GDS).

Aðferð Rannsóknin byggði á fyrirliggjandi gögnum frá 186 þátttakendum (65-88 ára) sem bjuggu í heimahúsi og 20 þeirra tóku þátt í endurteknum mælingum. Áreiðanleiki endurtekinna mælinga var metinn með ICC2.1 og staðalvillu mælinga en innri áreiðanleiki með Cronbachs alfa. Hugsmíðaréttmæti var metið með fylgni milli mælitækjanna (raðfylgnistuðull Spearmans) og með aðferð þekktra hópa þar sem greint var hvort munur væri á mælingum eftir aldurshópi þátttakenda (65-74 og 75+ ára), byltusögu og notkun gönguhjálpartækja (Mann Whitney U próf).

Niðurstöður Í heildina reyndust próffræðilegir eiginleikar mælitækjanna (áreiðanleiki endurtekinna mælinga, innri áreiðanleiki, hugsmíðaréttmæti) sambærilegir því sem komið hefur fram í rannsóknum á upprunalegum og öðrum erlendum útgáfum af mælitækjunum. MFF-athafnir var að jafnaði með sterkustu próffræðilegu eiginleikana en MMSE þá slökustu. TUG, A-Ö jafnvægiskvarðinn, MFF-þátttaka, GDS og MLA reyndust hafa ásættanlega eða góða próffræðilega eiginleika.

Ályktun Þessar nýju upplýsingar um próffræðilega eiginleika íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum eru mikilvægar fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk sem notar þau til að meta heilsu og færni eldra fólks, og byggir öldrunarþjónustu á mælingunum. Niðurstöðurnar styðja við próffræðilega eiginleika mælitækjanna fyrir alþjóðlegt samhengi og benda til þess að alþjóðlegar upplýsingar um próffræðilega eiginleika þeirra eigi við um íslenskar útgáfur mælitækjanna.

Lykilorð:

Aldraðir, sjálfstæð búseta, próffræði, öldrunarmat, þýðingar.

HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Rannsókn þessi leiðir í ljós að íslenskar þýðingar á alþjóðlegum mælitækjum sem notuð eru fyrir eldra fólk sem býr heima hafa sambærilega próffræðilega eiginleika og upprunalegar útgáfur og þær sem notaðar eru í öðrum löndum. Hagnýting: Niðurstöðurnar styðja við notkun þessara mælitækja meðal hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks í öldrunarþjónustu og -rannsóknum þar sem þau gefa áreiðanlegar og réttmætar upplýsingar um heilsu og færni eldri notenda þjónustunnar. Þekking: Íslenskar þýðingar mælitækjanna hafa verið notaðar meðal heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi en próffræðilegir eiginleikar þeirra hafa verið lítt þekktir fyrr en nú. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Til að fá heildræna sýn á heilsu og færni eldra fólks ættu hjúkrunarfræðingar að nýta þessi alþjóðlegu mælitæki sem rannsökuð hafa verið í íslensku samhengi.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hjúkrun – grunnstoð heilbrigðiskerfisins Þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala

1min
pages 68-76

Kraftur og samhljómur á kjararáðstefnu Fíh á Selfossi

7min
pages 62-65

Ritrýnd grein: Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum fyrir eldra fólk sem býr heima

34min
pages 88-100

Ritrýnd grein: Áhrif gjörgæslulegu barns á líðan foreldra

24min
pages 79-87

Viðtal – Ólöf Ásdís Ólafsdóttir aðstoðardeildarstjóri á

4min
pages 60-61

Líknarmeðferð og líknarþjónusta á Íslandi

8min
pages 56-59

Viðtal – Hulda Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landspítala

8min
pages 52-55

Ráðstefna ENDA á Selfossi

3min
pages 50-51

Hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf

3min
page 49

Sportið – Alma Rún Vignisdóttir stundar bæði stang- og

8min
pages 32-35

Viðtal – kvenheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

5min
pages 40-42

Nemarnir Eydís, Orri og Carolin

10min
pages 46-48

100 ára afmælisráðstefna SSN í Kolding

4min
pages 43-45

Dagur byltuvarna

2min
pages 30-31

Rapportið slær í gegn

5min
pages 28-29

Viðtal – Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala

13min
pages 16-21

Lífið er ævintýri

4min
pages 26-27

Minning – Hildur Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur

1min
pages 8-9

Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands heitir nú Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

1min
pages 14-15

Ritstjóraspjall

3min
pages 4-5

Viðtal – Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur

10min
pages 22-25

Viðtal – Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur

9min
pages 10-13

Pistill formanns Fíh

2min
pages 6-7
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.