Orlof 2014

Page 1

ORLOF 2014

ORLOFSSJÓÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA

Stjórn orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga:

Ólöf S. Sigurðardóttir, formaður Birna Jónsdóttir Guðrún Ágústsdóttir Ingibjörg Rósa Friðbjörnsdóttir K. Hjördís Leósdóttir Guðrún A Guðmundsdóttir, fulltrúi á skrifstofu FÍH, er starfsmaður nefndarinnar Bjarni Ingvarsson, umsjónarmaður eigna orlofssjóðs


Ágætu félagsmenn Í þessu blaði er að finna allar upplýsingar um allt það er orlofssjóður býður félagsmönnum sínum og þá leigukosti sem í boði eru í sumarúthlutun 2014. Eins og áður leitast stjórn orlofssjóðs við að bjóða félagsmönnum uppá fjölbreytt orlofstilboð. Auglýst var í bæjarblöðum víða um land, fengum við einnig ábendingar frá félagsmönnum. Bjarni umsjónarmaður okkar fór og tók út þá leigukosti sem okkur buðust. Því miður uppfylltu þeir ekki allir þær kröfur sem við gerum um öryggi og aðbúnað. Því eru heldur færri vikur í boði en síðastliðið sumar. Bjarni sér einnig um reglulegt eftirlit og viðhald með eignum sjóðsins. Mikil ánægja er með þau orlofshús sem sjóðurinn á og er nýting þeirra mjög góð allt árið. Á síðastliðnu ári var samþykkt að leyfa gæludýr í húsi félagsins að Lokastíg 1, Grímsnesi. Þetta hefur mælst vel fyrir meðal félagsmanna og gengið vel Við viljum minna á að leigutaki er að öllu leyti ábyrgur fyrir frágangi og umgengni á því húsi sem hann hefur á leigu. Það er með öllu óheimilt að framselja leigusamning, hvort heldur er innan fjölskyldu eða til annarra. Að gefnu tilefni skal minnt á að allur rekstur orlofssjóðs er greiddur af orlofsgjaldi vinnuveitenda til orlofssjóðs en er ekki tekinn af félagsgjöldum félagsmanna. Framlag launagreiðanda er 0,25% af heildarlaunum félagsmanna. Stjórn orlofssjóðs hvetur félagsmenn til þess að fara inná orlofsvefinn og skoða punktastöðu sína. Nokkrar breytingar verða nú gerðar á punktafrádrætti í samræmi við niðurgreiðslu sjóðsins. Í því sambandi má nefna að punktafjöldi fyrir golfkortið fer niður í 1 punkt og gjafakort ferðafélaganna niður í 5 punkta. Auk þess minnkar punktafrádráttur niður í 15 punkta fyrir sumarhúsadvöl fyrstu tvær vikurnar í júní og síðustu þrjár í ágúst, þessar vikur hafa ekki alltaf leigst út síðastliðin ár. Þetta er tilraun til að auka nýtingu og koma til móts við félagsmenn. Nú þegar daginn er farið að lengja og vorið nálgast er tímabært að fara að skipuleggja sumarfríið. Það eru alltaf einhverjar breytingar á valkostum milli ára. Nýjir valkostir koma inn og aðrir detta út. Meðal nýrra kosta í sumar er orlofshús í Varmahlíð, Skagafirði. Eins og áður verður boðið upp á fjölbreytta kosti undir liðnum “ávísanir“ sem orlofsjóður Fíh niðurgreiðir fyrir félagsmenn sína. Getur þú nýtt þér hótelmiða, gjafabréf í flug, veiðikortið, útilegukortið, kort í Hvalfjarðargöngin, golfkortið eða gjafakort ferðafélaganna? Kynntu þér þetta nánar hér í blaðinu. Stjórn orlofssjóðsins hefur lagt metnað sinn í að bjóða uppá vandaða, fjölbreytta og góða orlofskosti til að mæta þörfum sem flestra félagsmanna og stuðla þannig að ánægjulegu orlofi. Fyrir hönd stjórnar orlofssjóðs Ólöf S. Sigurðardóttir

2


Til félagsmanna Punktastýrð úthlutun. Punktastýrð úthlutun hófst sumarið 2010 og gekk vel í flesta staði. Kosturinn við punktastýrða úthlutun er að þá fá félagsmenn að vita strax hvaða íbúð/hús þeir fá eftir að greiðsla hefur farið fram, þarf því ekki að bíða eftir úthlutun sem tekur töluverðan tíma að vinna áður en ljóst er hver fær úthlutað.

Biðlisti. Enginn biðlisti er, þegar íbúðum/orlofshúsum er skilað inn er það sett strax inn á orlofsvefinn og þá gildir reglan fyrstur bókar fyrstur fær. Einungis eru endurgreidd 80% af upphæð þegar íbúð/orlofshúsi er skilað inn þ.e. ef það er gert með viku fyrirvara. Eftir það dragast 10% frá fyrir hvern dag þar til 2 dagar eru í leigu þá er ekki endurgreitt lengur.

Punktastaða. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að skoða punktastöðu sína á orlofsvefnum. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu félagsins á netfangið hjukrun@hjukrun. is ef þið hafið athugasemdir við orlofspunktaeign ykkar.

Sængurfatnaður (lín). Það þarf alls staðar að taka með sér sængurfatnað (lín) nema annað sé tekið fram sem og handklæði, diskaþurrkur, borðklúta, plastpoka, handsápu o.þ.h. Einnig minnum við á að á þeim stöðum, þar sem kolagrill eru þarf að taka með sér bæði kol og kveikilög.

Hvernig sækja á um á orlofsvefnum. Til að komast inn á vef orlofssjóðs er farið inn á www.hjukrun.is , valinn orlofssjóður, sjálfsafgreiðsla og innskráning. Þar þurfa hjúkrunarfræðingar að slá inn eigin kennitölu og netfang. Vefurinn er lokaður öðrum en sjóðsfélögum. Sjóðsfélagar eru hjúkrunarfræðingar, sem starfa hjá vinnuveitendum, og sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingar sem greiða í orlofssjóðinn. Uppfærsla punkta. Við stofnun orlofssjóðsins árið 1994 tók gildi punktakerfi sem úthlutað er eftir. Hver sjóðsfélagi ávinnur sér 1 punkt fyrir hvern unninn mánuð, skv. skilagreinum frá vinnuveitanda fyrir árið á undan. Orlofskerfið vinnur þannig, að uppfærsla á orlofspunktum fer fram í lok febrúar ár hvert, ef skilagreinar hafa ekki borist frá vinnuveitendum fyrir allt árið á undan, þá koma þeir punktar, sem á vantar í uppfærslunni í febrúar ári síðar. Punktar eru ekki notaðir sem greiðsla fyrir leigu heldur stýra því hverjir eru í forgangi við úthlutunina. Þeir sem eiga flesta punkta ganga fyrir. Ef félagsmaður hefur fullnýtt punktaeign sína þarf hann að vinna sér inn punkta á ný því ekki er hægt að fara í mínus á orlofsvefnum. Leigusamningar. Lesið vel leigusamninginn, prentið hann út rétt áður en lagt er á stað í fríið því leigusamningurinn getur verið uppfærður með nýjum upplýsingum sem áríðandi er fyrir leigjendur að kynna sér, t.d. getur lykilnúmer á lyklaboxinu breyst með engum fyrirvara. Allar nýjar upplýsingar uppfærast inn á leigusamninginn á orlofsvefnum. Lyklar. Lyklar að orlofshúsum og íbúðum eru aðeins afhentir gegn framvísun á leigusamningi. Dvalargestir eru beðnir um að hringja á undan sér til umsjónarmanns ef komið er á öðrum tíma en gefið er upp á leigusamningi. Í nokkrum orlofshúsum er öryggishólf með lykli að húsinu, talnaröð er þá gefin upp á leigusamningnum.

Umgengni. Orlofshúsin eru sameign okkar allra og nauðsynlegt að við sameinumst um að umgangast þau með því hugarfari. Afar mikilvægt er að húsin séu vel þrifin við brottför og ekki gleyma grillinu og heita pottinum. Einnig að þrífa tuskur vel eftir þrifin svo ekki komi ólykt af þeim því þær eru ekki teknar vikulega alls staðar. Þrifagjald. Ætlast er til að hver og einn gangi frá húsinu eins og hann vildi sjálfur koma að því. Ef félagsmaður kemur að húsi sem er ekki eins og það á að vera er mjög mikilvægt að hafa samband strax við umsjónarmann. Verði vanhöld á þrifum að mati umsjónarmanns getur það varðað áminningu og að leigutaka verði gert að greiða staðlað þrifagjald, 12.000 kr. Ef um meiriháttar vanhöld á þrifum er að ræða, sem útheimta meiri útgjöld fyrir orlofssjóð, getur gjaldið orðið hærra. Næsti gestur sem kemur á eftir þeim sem illa þrífur verður að hafa samband við umsjónarmann og/eða taka myndir svo hægt sé að innheimta þrifagjaldið. Reykingar eru stranglega bannaðar í öllum íbúðum og orlofshúsum. Dýrahald. Leyfilegt er að hafa gæludýr í 3 orlofshúsum, á Lokastíg 1, í Grímsnesi, Bjarteyjarsandi, á Hvalfjarðarströnd, minna húsinu og í íbúðinni á Stöðvarfirði. Gaman væri ef félagsmenn sendu inn skemmtilegar sumar­ myndir í orlofsblaðið. Með bestu óskum um gleðilegt sumar. Guðrún A. Guðmundsdóttir, fulltrúi á skrifstofu FÍH.

Óheimilt að framselja leigusamning. Það er með öllu óheimilt að framselja orlofshúsasamningana, hvort heldur innan fjölskyldu eða til annarra.

Orlofssjóður FÍH Útgefandi: Orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Vinnsla efnis: Guðrún A. Guðmundsdóttir, fulltrúi

Skrifstofa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22, 105 Reykjavík Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 10-16

Sími: 540 6400 Fax: 540 6401 Netfang: hjukrun@hjukrun.is

3


PUNKTASTÝRÐ ÚTHLUTUN Á VIKULEIGU SUMARIÐ 2014 Reglur um úthlutun - Punktastýrð úthlutun er framkvæmd á eftirfarandi hátt: Orlofsvefurinn hefur verið stilltur þannig að einungis þeir sem eiga tilskilinn fjölda orlofspunkta komast inn á orlofstímabilið fyrir vikuleigu júní, júlí og ágúst til að bóka á neðangreindum dögum. Orlofsvefurinn verður opnaður kl. 9:00 að morgni 12. mars 2014. 12. til 19. mars geta þeir sem eiga 112-240 punkta bókað og greitt fyrir viku 19. – 26. mars geta þeir sem eiga 82-240 punkta bókað og greitt fyrir viku 26. mars til 2. apríl til geta þeir sem eiga 20-240 punkta pantað og greitt fyrir viku 2. apríl geta allir bókað óháð punktastöðu og greitt fyrir viku Punktafrádráttur: Við hverja úthlutun eru dregnir frá punktar. Tímabilið 30. maí til 13. júní eru teknir 15 punktar í frádrátt Tímabilið 13. júní til 8. ágúst eru teknir 30 punktar í frádrátt Tímabilið 8. ágúst til 29. ágúst eru teknir 15 punktar í frádrátt Úthlutað er samkvæmt punktaeign sjóðsfélaga.

4


O R L O FS ÍBÚ ÐIR/H Ú S

Íbúðir í eigu orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru til leigu allt árið og gildir reglan fyrstur pantar, fyrstur fær. Íbúð í Sóltúni 9, Reykjavík. Íbúð á Klapparstíg 1, Reykjavík. Íbúð í Furulundi 8d, Akureyri. Íbúðirnar er hægt að panta frá 1 upp í 7 daga í senn. Frá dragast 3 punktar fyrir hverja nótt í júní, júlí og ágúst en á öðrum tímum dregst frá 1 punktur fyrir hverja nótt. Eftirfarandi tafla sýnir hvenær skráning hefst á orlofsvefnum fyrir leigu á íbúðunum allt árið og á þeim orlofshúsum sem í boði eru yfir vetrartímann. Nýr mánuður bætist við 1. hvers mánaðar kl. 9:00 að morgni. 1. janúar

hefst skráning fyrir apríl

1. febrúar

hefst skráning fyrir maí

1. mars

hefst skráning fyrir júní

1. apríl

hefst skráning fyrir júlí

1. maí

hefst skráning fyrir ágúst

1. júní

hefst skráning fyrir september

1. júlí

hefst skráning fyrir október

1. ágúst

hefst skráning fyrir nóvember

1. september

hefst skráning fyrir desember

1. október

hefst skráning fyrir janúar

1. nóvember

hefst skráning fyrir febrúar

1. desember

hefst skráning fyrir mars

5


ORLOFSÍBÚÐIR Í EIGU ORLOFSSJÓÐS FÍH

TIL LEIGU ALLT ÁRIÐ Reykjavík, íbúð í Sóltúni 9, nr. 104. Eign orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Íbúðin er 86 fm á 1. hæð. Baðherbergi með sturtu. Barnarúm og barnastóll. Sængur og koddar fyrir 8. Borðbúnaður er fyrir 12, einnig allur algengur eldhúsbúnaður, s.s. ísskápur, uppþvottavél, örbylgjuofn, útvarp með geislaspilara, sjónvarp og DVDtæki. Gengið er beint úr stofu út á verönd á jarðhæð. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Leigan er 3.500 kr. á sólarhring. Leigutími allt árið. Sjá upplýsingar um hvenær skráning hefst á orlofsvefnum. Íbúðin er reyklaus. Ekki er heimilt að hafa gæludýr í íbúðinni. Punktafrádráttur er 3 punktar fyrir hverja nótt í júní, júlí og ágúst en 1 punktur á öðrum tímum. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

86 2 Nei Nei 2 8 4

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 12 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Já Nei Já Já Nei Nei Mism

Reykjavík, íbúð á Klapparstíg 1. Eign orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Íbúðin er 61 fm og skiptist í anddyri með skáp, 1 svefnherbergi með hjónarúmi, ferðabarnarúmi og fataskápum, baðherbergi með sturtu, eldhús með borðkrók. Borðbúnaður er fyrir 8 manns, eldhúsið er hálfopið inn í stofu. Stofan er m.a. með svefnsófa, 2 hægindastólum, útvarpi, sjónvarpi og DVD-tæki. Gengið er beint úr stofu út á verönd á jarðhæð hússins. Svefnpláss og sængur miðast við 3 gesti. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Leigan er 3.500 kr. á sólarhring. Leigutími allt árið. Sjá upplýsingar um hvenær skráning hefst á orlofsvefnum. Íbúðin er reyklaus. Ekki er heimilt að hafa gæludýr í íbúðinni. Punktafrádráttur er 3 punktar fyrir nóttina í júní, júlí og ágúst en 1 punktur á öðrum tímum. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

6

61 1 Nei Já 1 4 3

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 8 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Nei Já Já Nei Nei Mism


Akureyri, íbúð að Furulundi 8d. Eign orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Íbúðin er 69 fm að stærð. Stofa og tvö svefnherbergi, annað með koju fyrir 2, hitt með tvíbreiðu rúmi, að auki eru 2 aukadýnur og barnarúm. 6 sængur og 6 koddar eru í íbúðinni. Borðbúnaður fyrir 12 manns, ísskápur, uppþvottavél, örbylgjuofn, útvarp, sjónvarp, DVD-tæki og gasgrill. Leigjendur þurfa að hafa með sé sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Leigan er 3.500 kr. á sólarhring. Leigutími allt árið. Sjá upplýsingar um hvenær skráning hefst á orlofsvefnum. Íbúðin er reyklaus. Ekki er heimilt að hafa gæludýr í íbúðinni. Punktafrádráttur er 3 punktar fyrir nóttina í júní, júlí og ágúst en 1 punktur á öðrum tímum. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

69 2 Nei já 2 6 4

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 12 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Já Nei Já Já Gas Nei Mism

Gæludýr eru ekki leyfð í íbúðunum. Íbúðirnar eru reyklausar. Í íbúðunum er borðbúnaður fyrir jafnmarga og húsið er fyrir auk allra venjulegra eldhúsáhalda. Leigjendur sjá sjálfir um þrif við brottför.

Umgengni í orlofshúsum og íbúðum Stjórn orlofsnefndar FÍH vill koma á framfæri eftirfarandi atriðum varðandi orlofshúsin sem ýmist eru í eigu sjóðsins eða eru leigð á vegum hans og standa hjúkrunarfræðingum til boða. • Eignirnar eru leigðar með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum. • Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dvelja á hans vegum á leigutíma. • Leigjandi skal ganga vel um, ræsta húsið við brottför og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað.

• Dvalargestir eru beðnir um að forðast hávaða á orlofshúsasvæðinu. • Leigjandi skal gæta þess að spilla ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt. • Lesið vel leigusamning og leiðbeiningar sem hanga uppi og skylt er að fara eftir. Orlofsnefnd hefur lagt metnað sinn í að hafa orlofshúsin sem best úr garði gerð, bæði okkar eigin og þau sem við leigjum af öðrum. Kröfur eru stöðugt að aukast um gæði og aðbúnað og reynum við að uppfylla þær og stuðla þannig að því að fólk eigi ánægjulegt orlof. Umgengni við húsin hefur yfirleitt verið góð. Allir geta gert sér í hugarlund þau

vonbrigði sem fólk verður fyrir þegar óhreinindi og sóðaskapur blasa við þeim sem eru að hefja oft langþráð frí með þeim væntingum sem gjarnan fylgja. Með þessum orðum vill orlofsnefnd ítreka mikilvægi þess að ganga alltaf vel frá vistarverum og hafa í huga þann sígilda boðskap að ganga frá eins og maður vill sjálfur koma að. Enginn þrífur á milli leigjenda svo þetta er alfarið í okkar höndum. Sá sem hefur húsið á leigu er að öllu leyti ábyrgur fyrir frágangi og umgengni.

7


Sumarorlof 2014 ATHUGIÐ! Áríðandi er að félagsmenn prenti út kvittun fyrir leigu áður en farið er í orlofshús/íbúð þar sem á kvittuninni eru mikilvægar upplýsingar fyrir leigutaka. Athugið að prenta aftur út kvittun rétt áður en leiga hefst þar sem einhverjar forsendur hafa getað breyst á tímanum frá því að bókað var og þar til farið er. Góð umgengni er hagur okkar allra og því er mikilvægt að skilja við eins og við viljum koma að. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga áskilur sér rétt til að innheimta sérstakt þrifagjald þar sem ekki er nægjanlega vel skilið við. Virðið þann fjölda einstaklinga sem uppgefið er að hver orlofsbústaður/íbúð taki. Bjarteyjarsandur Stærra húsið Hvalfjarðarströnd. Sjá nánar www.bjartey.is.

Húsið er 68 fm og ætlað 7 manns. Í húsinu eru 3 svefnherbergi, eitt með 2 kojum (tvíbreiðu rúmi undir og einföldu rúmi yfir) og tvö herbergi með hjónarúmum. Eldhús með blástursofni, ísskápur með frysti, auk allra venjulegra eldhúsáhalda. Eldhús er opið inn í stofu, sameiginlegt rými er u.þ.b. 40 fm. Baðherbergi með sturtu. Rúmgott anddyri. Örbylgjuloftnet er á staðnum, hægt að tengja afruglara. Stór og falleg verönd með stólum og borði. Heitur pottur. Hægt er að kaupa þrif í lok dvalar á staðnum, þeir sem þess óska skulu hafa samband við umsjónarmenn með góðum fyrirvara. Bjarteyjarsandur býður upp á margt skemmtilegt. Þar er frábær aðstaða fyrir börn, þau geta t.d. farið og skoðað dýrin á bænum. Stutt er í kræklingafjöru. Ýmsar skemmtilegar gönguleiðir eru á svæðinu. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

68 3 Nei Nei Nei 8 7

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 12 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Já Nei Nei Já Gas Já Fös

Leiga: 25.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Afhentir á Bjarteyjarsandi, sími 433 8851 og 862 1751, og skilað þangað aftur. Umsjónarmenn: Kolbrún og Sigurjón, Bjarteyjarsandi.

Bjarteyjarsandur Minna húsið Hvalfjarðarströnd. Sjá nánar www.bjartey.is.

Húsið er 48 fm ætlað 6 manns. Í húsinu eru 3 svefnherbergi með 2 rúmum í hverju herbergi, eldhúsið opið inn í stofu, með 2 eldunarhellum og bakarofni, ísskáp auk allra venjulegra eldhúsáhalda. Baðherbergi með sturtu. Góð verönd með heitum potti. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

48 3 Nei Nei Nei 6 6

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 12 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Nei Nei Já Gas Já Fös

Leiga: 20.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sé sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Afhentir á Bjarteyjarsandi, sími 433 8851 og 862 1751, og skilað þangað aftur. Umsjónarmenn: Kolbrún og Sigurjón, Bjarteyjarsandi.

Gæludýr eru leyfð í þessu húsi, með þeim skilyrðum að leigjendur greiði aukaþrifagjald í samráði við eigendur á Bjarteyjarsandi. Nauðsynlegt er að láta vita við komuna í húsið að gestir séu með gæludýr. Einnig er hægt að kaupa þrif í lok dvalar á staðnum, þeir sem þess óska skulu hafa samband við umsjónarmenn með góðum fyrirvara.

8


Húsafell Brekkuskógur 3, Húsafelli. Eign orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sjá nánar www.husafell.is.

Nýlegt 79 fm orlofshús í Húsafelli. 3 herbergi, eitt með hjónarúmi, annað með 2 rúmum og svo eitt með 3 kojum. Skápar eru í öllum herbergjum. Baðherbergi með sturtu, útgangur út á verönd. Eldhús með ísskáp með frysti ásamt öllum venjulegum eldhúsbúnaði. Eldhúsið er með borðkrók og opið inn í stofu. Húsið er fullbúið húsgögnum. Úr stofu er gengið út á 100 fm verönd með heitum potti og góðum skjólveggjum, garðhúsgögnum og kolagrilli. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

79 3 Nei Nei Nei 8 8

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 12 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Já Nei Já Já Kola Já Fös

Leiga: 25.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð á leigusamningnum.

Þórubúð á Hellnum Hér er um að ræða snyrtilegan timburbústað í fallegu og friðsælu umhverfi í hraunjaðrinum skammt fyrir ofan Hellnar sem eru á sunnanverðu Snæfellsnesi lítið eitt vestar en Arnarstapi. Til að komast að húsinu er ekið niður að sjávarbakkanum neðst í þorpinu, síðan er ekið eftir vegi til vinstri meðfram sjávarbakkanum og upp að hrauninu og meðfram því spölkorn. Bílaplanið við húsið er rétt við útidyrnar. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

49 3 Nei Nei 2 7 7

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 10 Nei

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Nei Já Já Gas Nei Fös

Inn af forstofunni er opið rými ásamt eldhúskrók með borði og fjórum stólum. Svefnherbergi með koju sem er tvíbreið neðrikoja um 120 cm breið og einbreið efrikoja. Í eldhúsinu eru öll helstu tæki til matargerðar, örbylgjuofn og lítill ísskápur. Ekki er bakarofn í eldhúsinu, einungis helluborð með tveimur hellum. Til hliðar við eldhúsið og opna rýmið eru 2 rúmgóð svefnherbergi. Tvíbreið rúm eru í þeim báðum. Hægt er eð fá leigð sængurföt en þau þarf að panta með fyrirvara. Góður kostur fyrir þá sem vilja njóta kyrrðar og útiveru. Þeim sem vilja mikinn lúxus eins og heitan pott, stóran sólpall, rúmgott hús, sjónvarp og internet ættu síður að leigja þennan bústað.

Á Hellnum er kaffihús og mjög sérstakur veitingastaður Fjöruhúsið rétt við fjöruna neðst í þorpinu. Rétt hjá sumarhúsunum er Maríulind, sem er þekkt heilsulind. Göngustígur liggur í gegnum hraunið að Arnarstapa (3 km ganga), sem meðal annars er stórkostlegur staður til fuglaskoðunar. Í nágrenninu eru margar fallegar gönguleiðir, hestaleiga, sundlaug, golfvöllur og skipulagðar skoðunar- og vélsleðaferðir á Snæfellsjökul og hellaferðir. Leiga: 20.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00 Lyklar: Við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð á leigusamningnum.

Heiti potturinn: Leiðbeiningar um notkun á pottinum eru í hverju húsi, vinsamlegast farið eftir þeim. Aldrei er of varlega farið. Börn eiga aldrei að vera án umsjónar í eða við heita pottinn og setjið lokið yfir pottinn þegar hann er ekki í notkun. Ávallt skal prófa hita vatnsins áður en farið er ofan í. Einnig skal tryggja að pottlok sé vel fest.

9


Flókalundur Á Barðaströnd, hús nr. 8. Sjá nánar www.flokalundur.is.

Húsið er 42 fm með 2 svefnherbergjum, stofu og borðstofu með eldhúskrók. Svefnpláss og sængur fyrir 6 manns og hægt að fá dýnu hjá umsjónarmanni. Í húsinu er ísskápur auk allra venjulegra eldhúsáhalda. Barnarúm er hægt að fá hjá umsjónarmanni. Sundlaug með heitum pottum er í orlofsbyggðinni. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

42 2 Nei Nei Já 5 5

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Nei Já 8 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Nei Já Já Kola Nei Fös

Leiga: 20.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð á leigusamningnum.

Þingeyri Aðalstræti 19, Þingeyri (íbúð á efri hæð)

3ja herbergja orlofsíbúð á 2 hæðum, 60 fermetrar hvor hæð. Á neðri hæð eru 2 herbergi með 2 rúmum og 1 herbergi með einu rúmi. Á efri hæð er stofa þar sem 5 til 6 geta sofið á ferðarúmum. Allt sem til þarf í eldhúsi. Snyrtingar á báðum hæðum. Sólpallur m/grillaðstöðu, ætlaður fyrir báðar íbúðir. Þvottavél er sameiginleg fyrir báðar íbúðir. Sjónvarp og útvarp. Hægt að fá það sem þurfa þykir* sbr. töflu í Hótel Sandafelli þar sem lyklar eru afhentir. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

120 3 Já Nei

*

5* 5

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

*

Já Já Nei Já 8 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Já Já Já Kola Nei Fös

Leiga: 22.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar afhentir í Hótel Sandafelli, sími 456 1600, gegn framvísun leigusamnings. Ýmis afþreying er í boði sjá link www.eaglefjord.is

Þingeyri Aðalstræti 19, Þingeyri (íbúð á neðri hæð)

3 herbergja orlofsíbúð á jarðhæð. 2 svefnherbergi, stofa og eldhús. Allt sem til þarf í eldhúsi. Sólpallur með grillaðstöðu ætlaður fyrir báðar íbúðir. Þvottavél er sameiginleg fyrir báðar íbúðir. Sjónvarp og útvarp. Hægt að fá það sem þurfa þykir* sbr. töflu í Hótel Sandafelli þar sem lyklar eru afhentir.

Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

60 2 Nei 2 * 5 5

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

* Já Já Nei Já 8 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Já Já Já Kola Nei Fös

Leiga: 20.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar afhentir í Hótel Sandafelli, sími 456 1600, gegn framvísun leigusamnings.

Vestur af tjaldstæðinu á Þingeyri má finna víkingasvæðið en þar verður starfsemi alla daga í sumar frá kl. 9:00-22:00, aðalþemað verður í anda Gísla sögu Súrssonar. Siglingar og ýmisleg afþreying er í boði á staðnum. Sjá link www.eaglefjord.is

10


Varmahlíð Reykhólsvegur 16A, Varmahlíð.

Bústaðurinn er í litlu sumarbústaðahverfi ofan við Varmahlíð í Skagafirði. Húsið er á einni hæð 63 fm að stærð, með hitaveitu. Gisting er fyrir 6-8 manns. 3 svefnherbergi, 2 rúm í tveimur og svefnsófi í því þriðja. Eldhúskrókur, opinn inn í stofu. Eldavél með ofni, örbylgjuofni og ísskáp ásamt öllum venjulegum eldhúsbúnaði. Baðherbergi með sturtu. Sólpallur á tvo vegu við húsið og þar er heitur pottur og gasgrill. Lítil geymsluhús fyrir grilllið og útihúsgögn. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

63 3 Nei Já

Nei 6 6

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 10 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Nei Já Já Gas Já Fös

Leiga: 20.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð á samningnum.

Hólar í Hjaltadal 5 herbergja íbúð. Margt er að sjá á þessum sögufræga stað sbr. vefsíðuna http://www.iww.is/tours/holar/

Íbúðin er 98 fm. Svefnherbergi eru fjögur. Í hjónaberbergi eru tvö 90 cm breið rúm. Í minni herbergjunum er eitt sams konar rúm í hverju herbergi. Í eldhúsi er ísskápur, auk allra venjulegra eldhúsáhalda. Eldhús er opið inn í stofu. Baðherbergi með sturtu. Gengið er inn í íbúðina á jarðhæð en úr stofunni út á svalir. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

98 4 Nei Nei 4 5 5

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 8 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Já Nei Já Kola Nei Fös

Leiga: 25.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð á samningnum. Frítt fyrir dvalargesti í sundlaugina og heita pottinn á Hólum gegn framvísun lykils. Auk þess geta dvalargestir fengið afhenta í afgreiðslu Ferðaþjónustunnar á Hólum frímiða í aðra sundlaug í Skagafirði einu sinni meðan á dvöl stendur.

Útilegukortið 2014 Orlofssjóður Fíh býður félagsmönnum sínum að kaupa Útilegukortið á sérstökum afsláttarkjörum. Útilegukortið kostar 9.000 kr. og er til sölu á orlofsvef félagsins. Einungis er hægt að kaupa eitt Útilegukort á hverja kennitölu félagsmanns. Eftir að greitt hefur verið fyrir kortið sendir söluaðili Útilegukortið í pósti til viðkomandi félagsmanns. Tveir punktar eru dregnir af við kaup á Útilegukortinu. Markmiðið með stofnun Útilegukortsins er að gefa ferðamönnum kost á því að ferðast um Ísland á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á sérvöldum tjaldsvæðum um land allt. Útilegukortið er í gildi eins lengi og tjaldsvæðin eru opin. Kortið veitir eiganda þess, maka og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti á hverju tjaldsvæði. Nánari upplýsingar um tjaldstæðin er að finna á www.utilegukortid.is.

11


Siglufjörður Íbúð að Lindargötu 20.

Íbúðin er 90 fm efri hæð í tvíbýlishúsi. 3 svefnherbergi, stór stofa, eldhús, baðherbergi með sturtu, þvottahús með þvottavél og geymsla með litlum ísskáp og hillum. Í herbergjum er a) hjónarúm b) rúm sem er ein og hálf breidd c) einstaklingsrúm. Einnig er góður svefnsófi í stofunni fyrir tvo. Í eldhúsi er ísskápur með stórum frysti auk allra venjulegra eldhúsáhalda. Í stofu er stórt borðstofuborð og stólar. Góðar sólríkar svalir með húsgögnum og kolagrilli.. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

90 3 Nei Já 4 6 7

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Nei Nei Já Já Já 10 Hellur

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Já Nei Já Kola Nei Fös

Leiga: 20.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð á leigusamningnum.

Akureyri Íbúð í Kjarnagötu 28, 3. hæð.

Mjög falleg stór þriggja herbergja íbúð, rúmlega 80 fm. Hún skiptist í anddyri, samliggjandi stofu, eldhús og 2 svefnherbergi. Hjónaherbergi er með 2 rúmum og barnaherbergi með koju fyrir 2. Baðherbergi er með sturtu og þvottavél. Í eldhúsi er ísskápur og frystiskápur, auk allra venjulegra eldhúsáhalda. Svalir í suður með kolagrilli. Íbúðin er alveg við golfvöllinn og Kjarnaskóg. Matvöruverslun er í göngufæri. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

80 2 Nei Nei 2 6 4

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 8 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Já Já Já Já Kola Nei Fös

Gjafabréf í ferðir með Útivist og Ferðafélagi Íslands. Gjafabréf verða áfram til sölu í ferðir að eigin vali að verðmæti 20.000 kr. með Útivist og Ferðafélagi Íslands. Verð til félagsmanna á gjafabréfi frá Útivist er 12.000 kr. og frá Ferðafélagi Íslands 11.000 kr. 5 punktar eru dregnir af við þessi kaup. Gjafabréfin eru seld á orlofsvefnum undir liðnum „afsláttarávísanir“. Orlofssjóður niðurgreiðir þessi bréf. Athugið að sumarlokun skrifstofunnar er frá 14. júlí til 5. ágúst.

12

Leiga: 20.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Securitas á Akureyri.


Hrísaskógar 2, Eyjafjarðarsveit Bústaðurinn er í landi Hrísa við Gnúpufell.

Húsið er 50 fm auk 20 fm svefnlofts. Gisting er fyrir 8 manns. 2 svefnherbergi, annað með hjónarúmi og hitt er með kojum. Svefnpláss er fyrir 4 niðri og á svefnlofti eru 4 gormadýnur ásamt fleiri þynnri dýnum. Eldhúskrókur, opinn inn í stofu. Eldavél með ofni, örbylgjuofni og ísskáp ásamt öllum venjulegum eldhúsbúnaði. Stofa með kamínu. Baðherbergi með sturtu. Við húsið er heitur rafmagnspottur og gasgrill. Leiktæki eru sameiginleg með fjórum öðrum sumarhúsum á svæðinu. Bústaðurinn er í brekku þar sem skógrækt hófst 1984 og er mikið af lerki og furutrjám. Gönguleiðir eru nokkrar í nágrenninu. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

50 2 Já Nei Já 8 4

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 8 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Nei Já Já Gas Já Fös

Leiga: 20.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð á samningnum.

Hauganes Eyjafirði

Íbúð á Hauganesi sem er um 12 km frá Dalvík og 34 km frá Akureyri. Göngufæri er þaðan á Árskógssand um 3,8 km. (Hríseyjarferjan gengur frá Árskógssandi.) Íbúðin er 80 fm, 2 svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi og þvottahús. Í báðum herbergjum eru tvíbreið rúm og svefnsófi er í stofu. Auk þess eru 6 dýnur og ferðabarnarúm. Borðbúnaður fyrir 12 manns, stækkanlegt eldhúsborð fyrir 6-8 manns, spansuðuhellur, uppþvottavél, stór ísskápur og barnastóll í eldhúsi. Á baðherbergi er sturta og baðker. Í þvottahúsi er þvottavél og þvottasnúrur eru bæði inni og úti. Á verönd er kolagrill, garðhúsgögn og heitur pottur. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

80 2 Nei Já 6 6 2

Barnarúm (ferða) Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Nei Já 12 Hellur

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Já Já Nei Já Kola Já Fös

Leiga: 25.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð á samningnum.

Vörðuholt Aðaldal í Þingeyjarsýslu

Sumarhúsið er 114 fm. Í húsinu eru 3 svefnherbergi, 1 þeirra með hjónarúmi og 2 með tveimur einbreiðum rúmum. Eldhús og borðstofa á efri palli. Falleg stofa með sjónvarpi og kamínu. Þar er gengið út á pallinn þar sem er heitur pottur. Fallegt útsýni út á Laxá í Aðaldal. Húsið er fullbúið öllum helstu raftækjum. Borðbúnaður er fyrir 12 manns auk allra venjulegra eldhúsáhalda. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

114 3 Nei Nei Nei 6 6

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Nei Já 8 Nei

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Nei Nei Já Gas Já Fös

Leiga: 25.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð á leigusamningnum.

13


Úlfsstaðaskógur Fljótsdalshéraði, hús nr. 25. 11 km frá Egilsstöðum. Sjá nánar www.egilsstadir.is.

Húsið er 45 fm. Í húsinu er stofa, eldhús, baðherbergi með sturtu, 2 svefnherbergi, annað með hjónarúmi og skápum, hitt með 2 kojum. Í eldhúsi er m.a. ísskápur auk allra venjulegra eldhúsáhalda. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

45 2 Já Nei 3 6 4

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Nei Já 8 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Nei Nei Já Kola Nei Fös

Stöðvarfjörður

Leiga: 20.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð á leigusamningi.

Heimilt að hafa með sér gæludýr.

Íbúð að Heiðmörk 19, 1. hæð.

Íbúðin er 76 fm. Í íbúðinni er stofa, eldhús, baðherbergi með sturtu og baðkeri. Eitt svefnherbergi með hjónarúmi, svefnsófi fyrir tvo í stofu og tvær aukadýnur í geymslu. Í eldhúsi er stór borðkrókur, eldavél, ísskápur með frysti auk allra venjulegra eldhúsáhalda. Sólpallur með útihúsgögnum og kolagrilli. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

76 1 Nei Já 2 6 2

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 8 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Nei Já Já Kola Nei Fös

Leiga: 20.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Íbúðinni er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Afhentir hjá Sigríði K. Júlíusdóttur, Sævarenda 7, Stöðvarfirði, sími 846 2573, 896 2830.

Breiðdalsvík Ásvegur 4

Húsið er á tveimur hæðum, um 120 fm. Á efri hæð eru tvö rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi með sturtu ásamt litlu milliherbergi. Á jarðhæð er anddyri, herbergi með svefnsófa, eldhús sem er vel tækjum búið og góð stofa úr henni er gengið út á sólpall. Stór og vel gróin lóð, gamall trjágróður veitir gott skjól við húsið. Einnig er rabbabaragarður sem gestir mega njóta meðan á dvöl stendur.

Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

14

120 3 Nei Nei 2 8 4

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 8 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Já Nei Já Já Kola Nei Fös

Leiga: 20.000 kr. á viku yfir sumartímann. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð á leigusamningi.


Bláskógar við Úlfljótsvatn Eign orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Húsið er 55 fm. Eldhús sem er opið inn í stofu. Baðherbergi með sturtu, útgangur út á verönd. 3 svefnherbergi, tvö þeirra með 2 rúmum, það þriðja með kojum fyrir 2. Svefnloft með 4 dýnum, þar eru einnig notalegir stólar og sjónvarp með myndbandstæki og DVD spilari. Í eldhúsi er ísskápur auk allra venjulegra eldhúsáhalda. Í stofu eru leðurhúsgögn og sjónvarp. Afruglari, þannig að hægt er að kaupa frítímaáskrift að Stöð 2. Mjög stór verönd með heitum potti og góðum skjólveggjum, kolagrilli, borði og stólum. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

55 3 Já Nei 4 6 6

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 10 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Nei Já Já Kola Já Fös

Leiga: 20.000 kr. á viku yfir sumartímann. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð á leigusamningi. Umsjónaraðili: Þjónustumiðstöðin á Úlfljótsvatni.

Ásabraut 31 Í landi Búrfells, Grímsnesi.

Nýtt glæsilegt 70 fm orlofshús í Grímsnesi. Í húsinu eru 2 svefnherbergi, annað með hjónarúmi, hitt með tvíbreiðum svefnsófa. Svefnloft með 4 dýnum. Baðherbergi með sturtu, útgangur út á verönd. Eldhúsið er opið inn í stofu, með ísskáp,ásamt öllum venjulegum eldhúsbúnaði. Húsið er fullbúið húsgögnum. Mjög stór verönd með heitum potti, útisturtu, garðhúsgögnum og gasgrilli. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

70 2 Já Nei 4 8 4

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp m.geislaspilara Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 10 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Nei Já Já Gas Já Fös

Leiga: 25.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð á samningnum.

Veiðikortið 2014 Veiðikortið er mjög hagkvæmur kostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða ótakmarkað í rúmlega 30 veiðivötnum víðs vegar á landinu sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Með kortinu fylgir veglegur bæklingur þar sem vötnin eru ýtarlega kynnt til að auðvelda aðgengið að þeim sem og kynna fyrir korthöfum þær reglur sem gilda við hvert vatnasvæði. Einnig eru þar kort og myndir frá vatnasvæðunum sem í boði eru. Hægt er að skoða bæklinginn á heimasíðu Veiðikortsins, www.veidikortid.is, en þar má einnig lesa fréttir, fara á spjallið og lesa reglur og upplýsingar um vatnasvæðin. Einnig er hægt að sækja veiðiskýrslu og skoða myndasafn fyrir hvert vatnasvæði fyrir sig. Veiðikortið kostar 3.500 kr. og er til sölu á orlofsvef félagsins. Einungis er hægt að kaupa tvö veiðikort á hverja kennitölu félagsmanns. 1 punktur dregst frá við kaup kortsins. Eftir að greitt hefur verið fyrir kortið verður það sent í pósti til viðkomandi félagsmanns. Tryggið ykkur Veiðikortið tímalega. Sjá nánar www.veidikortid.is.

15


Ásgarðsland, Grímsnesi

Heimilt að hafa með sér gæludýr.

Orlofshús að Lokastíg 1. Eign orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Húsið sem heitir Lyngbrekka er 87 fm auk svefnlofts. 3 svefnherbergi. Rúm eru fyrir 6 manns, aukadýnur eru á svefnlofti. Baðherbergi með sturtu, þar er útgangur út á verönd. Eldhús með ísskáp, ásamt öllum venjulegum eldhúsbúnaði. Húsið er nýtt og er fullbúið nýjum leðurhúsgögnum í stofu. Útvarp með geislaspilara, í stofu er sjónvarp með DVD-spilara. Uppi á svefnlofti er lítill hornsófi og sjónvarp með DVD-spilara. Á veröndinni er 19 fm gestahús, 1 herbergi með hjónarúmi, ísskáp og salerni. Mjög góð 70 fm verönd með heitum potti, útisturtu, kolagrilli, borði og stólum. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

87 3 Já Nei 6 12 6

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 20 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Já Nei Já Já Kola Já Fös

Leiga: 25.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Við hliðið er öryggishólf með talnalás og við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð að hliðlásnum og lykilhólfinu á samningnum.

Ásgarðsland, Grímsnesi Orlofshús að Lokastíg 3. Eign orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Húsið sem heitir Móbrekka er 90 fm með svefnlofti. 3 svefnherbergi. Rúm eru fyrir 6 manns, aukadýnur eru á svefnlofti. Baðherbergi með sturtu þar er útgangur út á verönd. Eldhús með ísskáp ásamt öllum venjulegum eldhúsbúnaði. Húsið er nýtt og er fullbúið nýjum leðurhúsgögnum í stofu. Útvarp með geislaspilara, í stofu er sjónvarp með DVD-tæki. Uppi á svefnlofti er hornsófi og sjónvarp með DVD-tæki. Á veröndinni er 19 fm gestahús, 1 herbergi með hjónarúmi, ísskáp og salerni. Mjög góð 70 fm verönd með heitum potti, útisturtu, kolagrilli, borði og stólum. Ferrmetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

90 3 Já Nei Já 12 6

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður, fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Já Já 20 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Já Nei Já Já Kola Já Fös

Leiga: 25.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað, handklæði, borðtusku og diskaþurrkur. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar: Við hliðið er öryggishólf með talnalás og við útidyr hússins er öryggishólf með lykli að húsinu, orlofsgestir fá uppgefna talnaröð á samningnum.

Kæru orlofsgestir! Okkur langar að fræða ykkur aðeins um nágrenni bústaða Fíh í Grímsnesi. Bústaðirnir okkar eru byggðir í landi Ásgarðs en það er býlið á vinstri hönd þegar beygt er inn á Búrfellsveginn í átt að Lokastíg sem er götuheitið. Bústaðirnir heita Móbrekka sem stendur hærra og Lyngbrekka er sá sem stendur neðar. Ef horft er til suðurs úr bústöðunum heitir mýrin til vinstri Grenjamýri og ásinn fyrir ofan Grensás. Litlu lækirnir fyrir framan heita Geldingalækir. Flötin þar fyrir framan sem búið er að planta öllum trjánum heitir Kaldalind. Ásinn þar fyrir framan og aðeins til hægri heitir Hádegisás en fjallið fjærst er Ingólfsfjall. Bíldsfell er svo vestan við það nær bústöðunum. Búrfell sem er 536 metrar er síðan fjallið næst okkur. Er það einstaklega skemmtilegt uppgöngu og ótrúlega víðsýnt þaðan. Þar er líka stöðuvatn efst sem kemur skemmtilega á óvart. Besta uppgangan er austan við túnið á Búrfelli, upp Hundahrygginn. Nónhólar er ásinn á bak við bústaðina okkar. Hægt er að fá kort af gönguleiðum á öll fjöll í Grímsnes- og Grafningshreppi á skrifstofu hreppsins á Borg og á vefnum gogg@gogg.is þar sem allar upplýsingar eru líka um sorplosun, opnunartíma sundlaugarinnar og margt fleira. Okkur í orlofsnefndinni langar að biðja ykkur að fylla út umgengnilistann sem er í bústöðum félagsins ef þið hafi yfir einhverju að kvarta eða eruð með góðar hugmyndir, koma honum svo á skrifstofuna okkar því við lesum ekki gestabækurnar. Munum svo að við eigum þessi hús. Göngum um þau og og skiljum við eins og við viljum koma að þeim. Óskum ykkur góðrar dvalar. Orlofsnefndin.

16


Vestmannaeyjar Dalabú, Vestmannaeyjum.

Nýuppgerð, björt og rúmgóð íbúð á 2 hæðum. Á neðri hæð er eldhús, borðstofa og setustofa auk baðherbergis með nuddsturtuklefa. Á efri hæð eru 3 svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum auk tveggja dýna, stór setustofa og sólpallur. Mjög gott útsýni. Í eldhúsinu eru öll helstu tæki, búnaður og áhöld fyrir almenna matargerð. Í stofu er sjónvarp og geislaspilari. Rúmföt eru til leigu ef vill, diskaþurrkur, handþurrkur og borðklútar eru til staðar. Íbúðinni skal skila í sama ástandi og hún var leigð í en einnig er hægt að kaupa þrif, þau þarf að panta með fyrirvara. Fermetrar Fjöldi svefnherbergja Svefnloft Svefnsófi í stofu Dýnur Fjöldi sænga og kodda Fjöldi rúma

129 3 Nei Nei 2 8 3

Barnarúm Barnastóll Sjónvarp DVD-spilari Útvarp Borðbúnaður fjöldi Eldavél með ofni

Já Já Já Nei Já 10 Já

Uppþvottavél Þvottavél Örbylgjuofn Ræstiefni Grill Heitur pottur Skiptidagur

Nei Nei Já Já Kola Nei Fös

Leiga er 25.000 kr. á viku. Leigjendur þurfa að hafa með sér sængurfatnað og handklæði. Húsinu er skilað kl. 14:00 og nýjir leigjendur taka við kl. 16:00. Lyklar eru afhentir eftir samkomulagi í síma 897 9616 Ragnheiður, eða í síma 694 2598, Svava. Vinsamlega athugið að það þarf að panta í Herjólf með góðum fyrirvara.

Útivist og nágrenni Ýmsar fallegar gönguleiðir eru um Heimaey. Þar er einnig skemmtileg sundlaug og golfvöllur. Öll aðstaða er fyrir hestamenn sem vilja koma með hesta með sér, þ.á m. hestagerði. Einnig er hægt að fá leiðsögumann um eyjuna.

Golfkortið 2014 Orlofssjóður FÍH ætlar áfram að bjóða félagsmönnum sínum að kaupa Golfkortið á sérstökum afsláttarkjörum. Breytingar hafa verið gerðar á kortinu og mun nú aðeins verða í boði eitt kort sem gildir 2 fyrir 1 á alla vellina (greitt fyrir 1 en 2 geta spilað) en áður voru í boði einstaklingskort og fjölskyldukort. Ef félagsmaður ætlar að nota kortið sem fjölskyldukort þarf hann því að kaupa tvö núna. Einnig munu vellir vera með 40-50% afslátt fyrir einstaklinga af vallargjöldum og nú mun vera hægt að skrá rástíma á heimasíðunni, hvort sem er með tölvu eða farsíma en það hefur ekki verið hægt nema vera skráður í golfklúbb. Golfverslun verður í boði fyrir korthafa á netinu fyrir korthafa með ýmsan varning fyrir golfiðkendur á heildsöluverði. Gerður hefur verið samstarfssamningur við 30 golfvelli fyrir árið 2014. Golfkortið gerir golfáhugamönnum kleift á ódýran og auðveldan hátt að spila golf í fríinu, á ferð sinni um landið eða einfaldlega að prófa nýja velli. Fjölskyldan getur öll leikið saman án stórútgjalda í fríinu, þar sem hvert kort veitir að lágmarki 50% afslátt af vallargjaldi á hverjum stað, ef tveir spila.

Kortið fyrir 2014 kemur út í apríl og verða 2 kort í boði fyrir félagsmann. 1 punktur dregst frá við kaupin á kortinu. Eftir að greitt hefur verið fyrir kortið sendir söluaðili Golfkortið í pósti til viðkomandi félagsmanns. Með hverju keyptu korti fylgir handbók og 10 stk 7 mm trétí. www.golfkortid.is.

17


Afsláttarmiðar í Hvalfjarðargöngin Afsláttarmiðar í Hvalfjarðargöngin verða áfram til sölu á orlofsvef félagsins undir liðnum “Ávísanir”. Miðarnir eru seldir í 10 miða búnti á 4.000 kr. Einungis er hægt að kaupa tvö 10 miða kort á hverja kennitölu félagsmanns. Eftir að greitt hefur verið fyrir miðana sendir skrifstofa FÍH miðana í pósti til viðkomandi félagsmanns eða hann getur sótt þá á skrifstofuna (en athuga þarf að skrifstofan er lokuð 14. júlí - 5. ágúst). Einn punktur dregst frá við kaupin. Orlofssjóður niðurgreiðir þessa afsláttarmiða.

Orlofshús í boði sumarið 2014

Siglufjörður

Hauganes

Þingeyri

Vörðuholt

Hólar Akureyri

Flókalundur

Hrísar Úlfsstaðaskógur

Húsafell

Stöðvarfjörður Breiðdalsvík

Hellnar Bjarteyjarsandur

Reykjavík

Grímsnes Úlfljótsvatn

Vestmannaeyjar

Leiga sem fellur ekki undir hefðbundna sumarútleigu Á orlofsvefnum geta félagsmenn kynnt sér hvaða íbúðir eru lausar, sem falla ekki undir hefðbundna sumarútleigu, og gengið frá bókun og greiðslu. Félagsmenn prenta sjálfir út leigusamning þegar þeir hafa gengið frá greiðslunni. Á leigusamningnum koma fram allar upplýsingar, svo sem sími umsjónaraðila og hvar hægt er að ná í lyklana. Ef leigjendur koma seinna en tiltekið er á leigusamningnum verður að láta umsjónaraðila vita þar sem það á við. Framvísa þarf leigusamningi til að fá lykla afhenta. Nemar og þeir sem eiga fáa sem enga punkta geta leigt íbúð og/eða sumarbústað ef laust er með viku fyrirvara.

18


Spurt og svarað Hvað er punktastýrð úthlutun? Punktastýrð úthlutun merkir að þeir sem eru með flesta punkta geta fyrstir bókað sumarhús fyrir sumarið, þetta gildir ekki fyrir íbúðir í eigu félagsins. Sumarið 2014 geta þeir sem eru með 112-240 punkta byrjað að bóka 12. mars. Þeir sem eru með 82-240 punkta geta bókað frá 19. mars. Þeir sem eru með 20-240 punkta geta bókað frá 26. mars. Eftir 2. apríl geta allir bókað sumarhús óháð punktastöðu. Um leið og bókað er þarf að greiða fyrir húsið/íbúðina. Hvað getur verið að ef ekki tekst að skrá sig inn á orlofsvefinn? Ef til vill er um nýjan félagsmann að ræða sem ekki hefur gengið frá umsókn sinni í félagið eða kennitala er ekki rétt slegin inn. Sendir orlofssjóður kvittun heim eftir að bókað hefur verið á vefnum? Nei, það er alltaf hægt að ná í leigusamninginn á orlofsvefnum undir „kvittanir“. Nauðsynlegt er að prenta út leigusamninginn rétt áður en farið er í orlofshúsið/íbúðina því leigusamningar geta alltaf breyst, t.d. að nýjar upplýsingar hafi verið settar inn eða ný talnaröð á lyklaboxinu sett inn rétt fyrir orlofstímann. Hvað fær félagsmaður marga orlofspunkta á ári? Hver sjóðsfélagi ávinnur sér 1 punkt fyrir hvern unninn mánuð skv. skilagreinum frá vinnuveitanda fyrir árið á undan. Orlofskerfið vinnur þannig, að uppfærsla á orlofspunktum fer fram í lok febrúar ár hvert, ef skilagreinar hafa ekki borist frá vinnuveitendum fyrir allt árið á undan, þá koma þeir punktar sem á vantar í uppfærslunni í febrúar ári síðar.

Hvað gerist ef félagsmaður hættir við að fara í orlofshús sem hann hefur þegar greitt fyrir? Aðeins eru endurgreidd 80% af upphæðinni ef afbókun er gerð með viku fyrirvara, síðan eru dregin 10% frá þeirri endurgreiðslu á dag. Þegar tveir dagar eru í leigutíma er ekki hægt að fá endurgreitt en orlofspunktar skerðast þó ekkert. Hvað verður um hluti sem gleymast í orlofshúsum? Hafa skal samband við umsjónarmann orlofshúsanna. Upplýsingar um síma þeirra er að finna á leigusamningnum. Hvað eru hótelmiðar? Orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býður upp á niðurgreidda hótelmiða, sjá nánar „Hótelmiðar – vetur“ og „Hótelmiðar – sumar“ hér í blaðinu. Hótelmiðarnir eru eingöngu seldir á orlofsvefnum, undir liðnum „ávísanir“ Hvernig á að sækja rafrænt um orlofshús? • Farið er inn á www.hjukrun.is => orlofssjóður => sjálfsafgreiðsla => þar er slegin inn kennitala og netfang umsækjanda. • Þá er umsækjandi kominn inn á sína eigin síðu í orlofssjóðnum (sjá nafn efst í hægra horni). • Farið er inn á „bókanir laust“ og valið landsvæði og teknir frá þeir dagar eða sú vika sem óskað er • Síðan fer fram greiðsluferlið og loks er prentaður út leigusamningur. Alltaf er hægt að sjá eigusamninginn inni á sinni síðu á orlofsvefnum undir liðnum „kvittanir“ • Ef þið lendið í vandræðum skuluð þið hafa samband við skrifstofu.

Af hverjum er rekstur orlofssjóðs greiddur? Allur rekstur orlofssjóðs er greiddur af orlofsgjaldi vinnuveitenda til orlofssjóðs en er ekki tekinn af félagsgjöldum félagsmanna. Framlag launagreiðanda er 0,25% af heildarlaunum félagsmanna.

19


Hótelmiðar Sala hótelmiða er á hjukrun.is undir liðnum Orlofssjóður, sjálfsafgreiðsla, ávísanir. Athuga þarf hvort gisting sé til á hóelinu áður en miðar eru keyptir svo félagsmenn sitji ekki uppi með miða sem þeir geta ekki notað.

*

Hótelmiðar - vetur

Gildir frá

til

Gistiheimilið Keflavík. Eins manns herbergi

16.09.2014

31.12.2014

Verð 4.300

Gistiheimilið Keflavík. Tveggja manna herbergi

16.09.2014

31.12.2014

5.300

Gistihúsið Hamar, Vestm.eyjum 2ja manna

01.03.2014

01.05.2014

5.500

Hótel Keflavík. Eins manns herbergi

16.09.2014

31.12.2014

7.300

Hótel Keflavík. Tveggja manna herbergi

16.09.2014

31.12.2014

10.300

Hótel Keflavík. Fjölskylduherbergi

16.09.2014 - 31.12.2014

Fosshótel

01.01.2014

31.12.2014

14.300 7.000

Icelandair hótel Akureyri, Hérað, Klaustur, Flúðir, Hamar

01.10.2013

30.04.2014

7.800

Icelandair hótel í Keflavík og Reykjavík Natura

01.10.2013

30.04.2014

9.000

Hótel Norðurland – Akureyri. Eins manns herbergi

01.09.2013

Hótel Norðurland – Akureyri. Tveggja manna herb.

01.09.2013

31.05.2014

Hótel KEA – Akureyri. Eins manns herbergi

01.09.2013

31.05.2014

10.250

Hótel KEA – Akureyri. Tveggja manna herbergi

01.09.2013

31.05.2014

13.465

Hótel Ísafjörður – tveggja manna herbergi

23.10.2013

15.04.2014

12.000

Hótel Ísafjörður - eins manns herbergi

23.10.2013

15.04.2014

10.000

Gistiheimilið Ísafirði tveggja manna herbergi

23.10.2013

15.04.2014

10.200

Gistiheimilið Ísafirði eins manns herbergi

23.10.2013

15.04.2014

6.800

31.05.2014

Hótelmiðar - sumar

Gildir frá

til

Gistiheimilið Keflavík. Eins manns herbergi

01.05.2014

15.09.2014 15.09.2014

8.210 11.010

Verð 4.300

Gistiheimilið Keflavík. Tveggja manna herbergi

01.05.2014

Gistihúsið Hamar, Vestmannaeyjum 2ja manna

01.05.2014

01.09.2014

5.500*

6.300

Hótel Keflavík. Eins manns herbergi

01.05.2014

15.09.2014

12.300

Hótel Keflavík. Tveggja manna herbergi

01.05.2014

15.09.2014

15.300

Hótel Keflavík. Fjölskylduherbergi

01.05.2014

15.09.2014

19.300

Hótel Siglunes, Siglufirði, 2ja manna herb.

01.05.2014

31.08.2014

16.400

Hótel Siglunes, 2ja manna m/sameiginl. baði

01.05.2014

31.08.2014

10.400

Fosshótel

01.01.2014

31.12.2014

7.000*

Fosshótel Lind, Rauðarárstígur 18, 101 Reykjavík, Fosshótel Barón, Baronstígur 2, 101 Reykjavík, Fosshótel Reykholt, 320 Reykholt, Fosshótel Húsavík, Ketilsbraut 22, 640 Húsavík, Fosshótel Dalvík, Skíðabraut 18, 620 Dalvík, Fosshótel Núpar, 880 Kirkjubæjarklaustur, Fosshótel Vatnajökull, Lindarbakka, 781 Hornafirði, Fosshótel Laugar, 650 Laugum, Fosshótel Vestfirðir, Aðalstræti 100, 450 Patreksfirði, Fosshótel Austfirðir, 750 Fáskrúðsfirði Frá september til maí þarf einungis 1 gistimiða til að gista á Fosshótelunum. *Í júní, júlí og ágúst skal greiða með andvirði 2 gistimiða fyrir 1 nótt á öllum Fosshótelum. Það gildir líka á sumartíma hjá Gistihúsinu Hamar, Vestmannaeyjum. Miðarnir á Fosshótelum gilda ekki á sérstökum viðburðum s.s. Mærudögum á Húsavík, Fiskideginum mikla og Menningarnótt í Reykjavík. Miðinn gildir fyrir tveggja manna herbergi með baði, morgunverður innifalinn. Aukarúm kostar 5.500 krónur á Fosshótelunum. (1 barn undir 12 ára frítt í herbergi með foreldri/um). Ath. Fosshótelin eru ekki öll með opið allan ársins hring.

20


Gjafabréf hjá Icelandair og Wow air Gjafabréf í flug hjá Icelandair og Wow air eru til sölu á orlofsvefnum meðan birgðir endast. Miðað er við að hver félagsmaður geti keypt 2 gjafabréf á ári hjá hvoru flugfélagi. Gjafabréfin gilda í tvö ár frá útgáfudegi til félagsins, en ekki er hægt að fá þau endurgreidd. Verð fyrir gjafabréf er 22.000 kr. hjá Icelandair og gildir sem 30.000 kr. greiðsla upp í fargjald og 18.000 kr. hjá Wow air og gildir það sem 25.000 kr. greiðsla upp í fargjald til allra áfangastaða flugfélaganna. Ef bókuð er ferð, sem kostar minna en virði gjafabréfins, verður mismunurinn eftir á gjafakortsnúmerinu og hægt er að nýta hann síðar. Ef bókuð er ferð, sem kostar meira en virði gjafabréfsins, nýtist gjafabréfið sem greiðsla upp í verð þeirrar ferðar. Afganginn er hægt að greiða með greiðslukorti. Til þess að kaupa gjafabréf þarf að fara inn á orlofsvefinn og velja þar „ávísanir“. Við kaup á gjafabréfum dragast frá 7 punktar. Orlofssjóður niðurgreiðir þessi gjafabréf.

Leiðbeiningar - Hvernig á að bóka og greiða flug Icelandair með gjafabréfi Gjafabréfalykillinn (lykillinn kemur upp þegar gjafabréfið er keypt) er færður inn á síðu í bókunarferlinu sem heitir –greiðsluupplýsingar-. Reiturinn er neðst á síðunni. Þar er einnig hægt að smella á -bæta við- ef nota á fleiri en eitt gjafabréf. Athugið að smella þarf á –bæta við- á eftir innslætti hvers gjafabréfalykils. Í öryggisskyni er beðið um greiðslukortaupplýsingar í ferlinu þrátt fyrir að öll ferðin sé greidd með gjafabréfum. Eftir að bókun lýkur fáið þið sendan rafrænan flugmiða og kvittun í tölvupósti. Athugið að ekki er hægt að nýta gjafabréfið eftir að bókun er gerð heldur er það notað um leið og bókunin er framkvæmd. Ef bókað er hjá sölumanni gilda reglur Icelandair um þjónustugjöld. Vinsamlega athugið að ef greiða skal með gjafabréfi Vildarklúbbs, er einungis hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð. Allar nánari upplýsingar um skilmála gjafabréfa Vildarklúbbsins er að finna á www.icelandair.is. Leiðbeiningar - Hvernig á að bóka og greiða flug hjá Wow air með gjafabréfi Gjafabréfið gildir sem greiðsla í flug með Wow air í tvö ár frá útgáfudegi og það fæst ekki endurgreitt. Að bóka flug með gjafabréfi er mjög svipað því að bóka flug með venjulegum hætti. Á greiðslusíðunni skal velja að greiða með gjafabréfi og slá inn gjafabréfsnúmerið. Ef þið þurfið aðstoð skuluð þið hafa samband við Wow air í síma 590 3000.

21


Orlof Ávinnsla orlofs á sér stað frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Sumarorlofstímabil er frá 1. maí til 15. september. Taka orlofs: Yfirmaður ákveður í samráði við starfsmenn hvenær orlof skuli veitt. Hann á að kanna óskir starfsmanna og skal að því loknu tilkynna eins fljótt og unnt er, í síðasta lagi mánuði fyrir byrjun orlofs, hvenær orlof skuli hefjast (gr. 4.5.1). Starfsmenn eiga rétt á að fá a.m.k. 20 virka daga (160 vinnuskyldustundir) af orlofi sínu á sumarorlofstímabilinu. Lenging orlofs: Orlof, sem tekið er að loknu sumarorlofstímabili, lengist um 1/4 og sama gildir ef orlof er tekið fyrir sumarorlofstímabil að ósk vinnuveitanda (gr. 4.4.3) að undanskildum þeim sem starfa á kjarasamningum FÍH við sveitarfélögin. Þá er lengingin 33% en kemur aðeins til ef hluti orlofs er tekin utan sumarorlofstíma að ósk vinnuveitanda. Veikindi í orlofi: Ef starfsmaður veikist í orlofi teljast veikindin ekki til orlofs enda séu þau tilkynnt strax til vinnuveitanda og sönnuð með læknisvottorði eins fljótt og við verður komið (gr. 4.6.1).

Frestun á töku orlofs: Heimilt er að fresta töku orlofs um allt að einu ári með samþykki yfirmanns. Ef starfsmaður ákveður að fresta töku orlofs þarf hann að ljúka því fyrir lok síðara orlofstökuársins. Ef starfsmaður tekur ekki orlof eða hluta af orlofi samkvæmt beiðni yfirmanns síns geymist orlofið til næsta árs, eða þá ber að greiða honum yfirvinnukaup fyrir starf sitt þann tíma (gr. 4.7.2). Ef starfsmaður vinnur í stað þess að taka orlof skal hann fá staðfestingu þess efnis hjá yfirmanninum. Það er á ábyrgð yfirmanns að tilkynna launadeild þegar hann hefur gefið samþykki sitt fyrir því að starfsmaður vinni í orlofi. Lengd orlofs er lífaldurstengd sbr. töfluna hér á eftir. Lengd orlofsins er háð aldri starfsmannsins á almanaksárinu. Lágmarksorlof er tveir vinnudagar eða 16 vinnuskyldustundir fyrir hvern unninn mánuð í fullu starfi.

Orlofsréttur: Aldur

Vinnuskyldustundir Vinnudagar á ári á mánu›i á ári

< 30 ára 30-37 ára > 37 ára

192 216 240

16 18 20

24 27 30

Taflan sýnir áunnið orlof eða orlofsrétt miðað við fullt starf. Orlofsréttur ef unnið er hlutastarf: Vinni starfsmaður hlutastarf er orlofsrétturinn hlutfallslegur og miðast hann við starfshlutfall á ávinnslutíma. Dæmi: Ef starfsmaður er 38 ára eða eldri og vinnur 80% starf allt orlofsárið þá er orlofsréttur hans 240 x 0,8 = 192 vinnuskyldustundir.

Reglur orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er hægt að sjá á vefnum undir hjukrun.is

Eitt kort 36 vötn 6.900 kr www.veidikortid.is

2 0 1 4 2 0 1 4 2 0 1 4

00000 00000 00000

Kynnið ykkur sértilboð til félagsmanna á skrifstofu

22


... rétti sta›urinn vid flugvöllinn Fyrsta flokks gisting Bílageymsla Akstur á flugvöllinn Morgunver›ur

Allt innifali› Vatnsnesvegi 12-14 230 Keflavík, Iceland Tel: 354-420-7000 Fax: 354-420-7002 stay@hotelkeflavik.is www.hotelkeflavik.is

... the perfect place near the airport First class accommodation Car garage Transport to the airport Breakfast

Everything included

23


YFIRLIT UM RÉTTINDI ÞÍN Á EINUM STAÐ

Á sjóðfélagavef LSR færð þú m.a. upplýsingar um réttindi þín, greidd iðgjöld og séreignarsparnað ásamt því að hafa aðgang að Lífeyrisgáttinni. Lífeyrisgáttin er ný leið fyrir sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum. Með Lífeyrisgáttinni opnast greið leið að þessum upplýsingum.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Upplýsingar um lífeyrisréttindi á einum stað.

www.lsr.is

Engjateigi 11 105 Reykjavík Sími: 510 6100 Fax: 510 6150 lsr@lsr.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.