Tímarit hjúkrunarfræðinga 3.tbl 2020

Page 1

tímarit

hjúkrunarfræðinga the icelandic journal of nursing

3. tbl. 2020 • 96. árgangur

2020


RIZ.L.A.2020.0007.01 KONTOR REYKJAVIK /

FÆST NÚ ÁN LYFSEÐILS LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI

RIZAT TRIPTA AN ALV VOGE O N INNIHELDUR RIZATRIPTAN

HRÖÐ VERKUN

Rizatriptan 10 mg, munndreifitöflur, 2 stk. Virkt efni: Rizatriptan. Ábending: Bráð meðferð við höfuðverk tengdum mígreniköstum, með eða án fyrirboða fyrir fullorðna. Taka skal Rizatriptan Alvogen eins fljótt og hægt er eftir að mígreniseinkenni byrja. Ekki skal nota lyfið fyrirbyggjandi til að koma í veg fyrir míg m renikast. Ekki taka meira en tvo skammta af Rizatriptan Alvogen á sólarhring. Það eiga einnig að líða

VIÐ MÍGR RENI

M MUNNDREIFI TÖFLUR

Í LAUSASÖLU

minnst 2 klst. á milli skammta. Ef ástandið versnar, skal leita til læknis. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli giseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf rf á frekari upplýsinng n um um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upppl p ýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

FÆST ÁN LY YFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN

alvogen.is


tímarit

hjúkrunarfræðinga the icelandic journal of nursing

3. tbl. 2020 • 96. árgangur

Efnisyfirlit Félagið Félagið Bls.

4 ritstjóraspjall

6 formannspistill

Fagið Bls. 44 Markmiðið að valdefla unga hjúkrunarfræðinga — nightingale-verkefnið

— 14 Mikið um að vera í kjaramálum — gerðardómur vonbrigði, en tækifæri til framtíðar — 20 Trúnaðarmenn félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Viðtöl og greinar Bls.

8 Samstarfið við SSn lagði grunn að þróun hjúkrunar á Íslandi

— 22 fólk er líkamlega og andlega þreytt eftir langvarandi álag — Viðtal við ragnheiði Ósk Erlendsdóttur — 26 heilsukvíði og streita á tímum covid-19 — 28 157 þúsund flettingar á viku á heilsuvera.is — 30 núna erum við í miðri orrustu og hugsum bara um einn dag í einu, segir Margrét Björnsdóttir — 34 „Við megum vera stolt af okkur sem stétt“ — Viðtal við ingibjörgu rós kjartansdóttur — 36 Mikið áfall að greinast með covid-19 — 50 Setið fyrir svörum … Ásta Thoroddsen, gísli níls Einarsson og Sigurður Ýmir Sigurjónsson — 54 Sjáloðaliðastarf á indlandi — 60 hjúkrunarfræðin gaf nýja sýn á lífið

— 64 nýlegar doktorsvarnir — 65 Meðferð sjúklinga fyrstu þrjá sólarhringana eir blóðþurrðarslag í heila eir Marianne E. klinke, gunnhildi henný helgadóttur, Lilju rut jónsdóttur, kristínu Ásgeirsdóttur og jónínu h. hafliðadóttur — 73 Stofnfrumuígræðsla — meðferð í hraðri framþróun eir Sólveigu aðalsteinsdóttur — 78 af hverju er mikilvægt að fylgjast með kvíða, þunglyndi og hvataröskun hjá parkinsonsjúklingum í kjölfar djúpkjarna-rafskautsörvunar? eir Snædísi jónsdóttur, jónínu h. hafliðadóttur og Marianne E. klinke — 85 ritrýnd grein: Starfsánægja hjúkrunarfræðinga og viðhorf til þjónustu í fari yfirmanna á umbreytingartímum í heilbrigðisþjónustu. höfundar: kristín Þórarinsdóttir, hjördís Sigursteinsdóttir og kristín Thorberg — 92 ritrýnd grein: hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér? höfundar: fjóla Sigríður Bjarnadóttir, kristín Þórarinsdóttir og Margrét hrönn Svavarsdóttir — 102 ritrýnd grein: „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni.“ höfundar: Sandra Sif gunnarsdóttir og Sigríður halldórsdóttir — 112 ritrýnd grein: heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein. höfundur: kristín Björnsdóttir

Pistlar Bls. 40 Þankastrik: Mállaus í landi iittala og Múmínálfa á tímum heimsfaraldurs — 42 Með augum hjúkrunarfræðingsins — 48 Tæpitungulaust: hvað get ég gert núna? eftir gunnar hersvein

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 3


Ritstjóraspjall

Helga Ólafs ritstjóri.

frá 28. febrúar hafa tæplega 5000 manns smitast af covid-19 hér á landi og 17 látist þegar þetta er ritað í byrjun nóvember. ríflega 270 hafa lagst á sjúkrahús og 43 innlagnir á gjörgæslu. Álagið er mikið á heilbrigðisstarfsfólk, og var þegar mikið fyrir faraldurinn. Vegna starfs síns hefur öldi hjúkrunarfræðinga farið í sóttkví og verið í einangrun frá ölskyldu og vinum vegna smithættu. fyrir skömmu staðfesti alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga að 1.500 hjúkrunarfræðingar frá 44 löndum hefðu látist af völdum covid-19. Áætlað er að dauðsföll heilbrigðisstarfsmanna af völdum covid-19 á heimsvísu gætu orðið fleiri en 20.000. hjúkrunarfræðingarnir Sesselja haukdal friðþjófsdóttir og Ásgeir Valur Snorrason voru meðal þeirra fyrstu sem greindust með covid-19 hérlendis. Ásgeir Valur varð ekki mikið veikur en Sesselja var ekki svo heppin. Þegar hún hafði lokið margra vikna einangrun var tilhlökkunin mikil að komast út meðal fólks og hreyfa sig. „Þegar stóri dagurinn kom þorði ég hreinlega ég ekki ein út, ég fékk smá áfall og einfaldlega grét. Það var mikið áfall. Ég man að ég horfði mikið á fréttir og hafði miklar áhyggjur hversu veik ég gæti orðið — gæti ég dáið?“ Sesselja er enn að glíma við fylgikvilla covid-19. að fást við óþekkta veiru er mikill rússíbani og hefur tekið mikið á Sesselju, en hún deilir reynslu sinni af því að smitast af covid-19 með lesendum blaðsins. Það sem styrkir hana á vegferðinni er að muna góðu dagana — hvernig lífið var fyrir covid-19. „Það geta allir fengið þessa veiru. Það eru allir undir hnífnum,“ segir Sólrún Ólína Sigurðardóttir, formaður fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Þrátt fyrir að fólk sé orðið reynslunni ríkara í þriðju bylgju faraldursins eru margir orðnir þreyttir. „Við fundum fyrir töluverðum heilsukvíða og streitu vegna hinnar óþekktu veiru og o þuri fólk bara að ræða við einhvern um líðan sína og einkenni. Sá kvíði er enn til staðar og þó að störf hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu snúist alla jafnan um stuðning við andlega líðan þá hefur vissulega reynt enn meira á okkur í þessum faraldri.“ Í þessu tölublaði er öldi viðtala við hjúkrunarfræðinga víðs vegar um heilsugæsluna en þeir hafa staðið í ströngu frá upphafi faraldursins, allt frá því að sjá um sýnatöku, sinna upplýsingagjöf, róa fólk og hughreysta. Það hefur verið stórt hlutverk hjúkrunarfræðinga að sinna upplýsingagjöf bæði í gegnum síma og netspjall og hefur netspjallið á heilsuvera.is slegið öll met í ölda heimsókna í kjölfar covid-19. rætt er við Margréti héðinsdóttur sem hefur byggt upp netspjallið og stýrt vefnum undanfarin tvö ár. Það eru ekki allir eins lánsamir að hafa aðgang að öflugu heilbrigðiskerfi eins og Eyrún gísladóttir upplifði þegar hún fór í sjáloðaliðastarf til indlands sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur. Eyrún gefur lesendum innsýn í arlægan veruleika í máli og myndum. forsíðumyndina tók helga Sif friðjónsdóttir af listaverki eir Vilmund Þorgrímsson myndhöggvara að hvarfi í Djúpavogi.

TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Suðurlandsbraut 22, 108 reykjavík Sími 540 6405 netfang helga@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is

Ritstjóri og ábyrgðarmaður helga Ólafs Fagritstjóri hafdís Skúladóttir Ritnefnd aðalbjörg Stefanía helgadóttir, alda Ásgeirsdóttir, anna Ólafía Sigurðardóttir, hafdís Skúladóttir, hrund Scheving Thorsteinsson, Margrét hrönn Svavarsdóttir, Sigurlaug anna Þorsteinsdóttir Blaðamaður Magnús hlynur hreiðarsson Forsíðumynd helga Sif friðjónsdóttir Ljósmyndir Ýmsir Yfirlestur og próförk ragnar hauksson Auglýsingar Erna Sigmundsdóttir sími 821 2755 Hönnun og umbrot Egill Baldursson ehf. Prentun Prenttækni ehf.

Útgefandi: félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400

Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu ritstjori@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. iSSn 2298-7053

4

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


AN NIOS só ssótthrei ótth einsiefni sief i Alhliðaa lausnir á sviði sótthreinsunar einsunar fyrir heilbrigðisstofnanir sstofnanir • Til þrifaa og sótthreinsunar á öllum m sviðum • Hreinssun á höndum, á yfirborði, áhöldum á og tækjabúnaði • Efni seem fara vel með umhverfi og og yyfirborð • Öflug vverkun á skömmum tíma

Bjóðum upp á faglega þjónustu viðð Anios hefuur í rúm 100 ár verið í fararbroddi í þróun og framleiðslu á sótthreinnsivörum ætluð heilbrigðisstofnunuum og skurðstofum. Anios legggur mikla áherslu á að framleiðsla oog prófanir standist evrópska staðla s og verkferla í sótthreinsun oog hreinlæti og vinnur náiðð með leiðandi rannsóknastofum og o háskólum víðsvegar í Evrópu.

Markmið okkar eru að ð efla heilsu, auka lífsgæði, auðvelda störf rf og daglegt líf

Stuðlaberg heilbirgðistækni ækni ehf. • Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • 569 3180 • stb.is


Formannspistill

2020 Það er óhætt að segja að enginn hafi átt von á að árið 2020 yrði eins og raun ber vitni. Til stóð að fagna ári hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, líkt og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafði áformað, með ýmsum hætti, og m.a. í samvinnu við Ljósmæðrafélag Íslands. Það bíður betri tíma eins og svo margt annað sem einkennir þetta ár. Aftur á móti má segja að sýnileiki hjúkrunarfræðinga hafi birst á annan hátt þegar covid-19-veirufaraldurinn skall á landinu í upphafi árs og hefur svo eftirminnilega haft áhrif á þjóðina sem og alla heimsbyggðina. Í stað þess að koma saman og fagna árinu eins og til stóð, m.a. til að vekja athygli á mikilvægi stéttarinnar um allan heim, þá hefur mikilvægi hjúkrunarfræðinga í heilbrigðiskerfinu komið berlega í ljós og sýnileikinn á störfunum sjaldan, ef nokkru sinni, verið eins mikill.

Hjúkrunarfræðingar koma víða við sögu

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Við erum enn að kljást við afleiðingar veirunnar og í þriðju bylgju faraldursins eru það hjúkrunarfræðingar enn sem áður sem skipuðu eitt mikilvægasta hlutverkið í viðbrögðum heilbrigðiskerfisins. Það er alveg sama hvert er litið, hvort sem það er á heilbrigðisstofnunum eða hjúkrunarheimilum, þá eru það hjúkrunarfræðingar sem stýra aðgerðum og samhæfa þær og eru við hlið sjúklinganna. Á heilsugæslustöðvum eru þeir í samskiptum við skjólstæðingana og taka m.a. ákvarðanir um hvort taka beri sýni ef grunur leikur á smiti. Einnig eru það hjúkrunarfræðingar sem vinna við rakningu smita, ákvarða um sóttkví hjá fólki og reyna að fyrirbyggja þannig frekari útbreiðslu veirunnar. Ég þreytist því seint á að segja að hjúkrunarfræðingar eru lykilstéttin í baráttunni við veiruna. Þeir koma við sögu í ákvörðun um sýnatöku, smitrakningu, sóttkví og að hjúkra þeim sem veikjast af veirunni, auk venjubundinna hjúkrunarstarfa. Því burtséð frá faraldrinum hefur ekkert breyst hvað þörf fyrir hjúkrun varðar.

Við leggjum ekki árar í bát, nýtum okkur það sem áunnist hefur, söfnum fleiri verkfærum í kistuna og höldum baráttunni áfram. Ég hef þá trú að virðingin, sem enn frekar hefur skapast í ár á störfum hjúkrunarfræðinga, muni skila sér þó síðar verði.

Baráttunni lýkur seint Þó í ár hafi öllum orðið ljóst mikilvægi stéttarinnar lauk á sama tíma 18 mánaða kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga við ríkið. Það er upplifun margra að stéttin hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem henni bar af hálfu yfirvalda og þau vonbrigði eru skiljanleg. nú liggur niðurstaðan fyrir og henni verður ekki hnikað. unnið er af fullum krafti við að ljúka þeim stofnanasamningum og miðlægu samningum sem eftir

6

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


2020 standa þannig að það liggi fyrir hver laun hjúkrunarfræðinga verði þegar upp er staðið. Þó við höfum háð þessa launabaráttu undanfarin 100 ár — í landi jafnréttis og á ári hjúkrunarfræðinga 2020 — þá er ljóst að henni er alls ekki lokið. heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án okkar og höfum við í ár enn einu sinni sönnur fyrir því. Við leggjum ekki árar í bát, nýtum okkur það sem áunnist hefur, söfnum fleiri verkfærum í kistuna og höldum baráttunni áfram. Ég hef þá trú að virðingin, sem enn frekar hefur skapast í ár á störfum hjúkrunarfræðinga, muni skila sér þó síðar verði.

Settu grímuna fyrst á þig En faraldrinum er ekki lokið. Við stöndum frammi fyrir því að veiran verður hluti af okkar veruleika þar til bólusetning við henni finnst. hér á landi búum við við betra starfsumhverfi og öryggisbúnað en víða um heim. Það er ljóst að öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, með þeim búnaði sem til þarf, er einn mikilvægasti þátturinn í starfsumhverfi okkar. félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun eftir sem áður fylgja því eftir að atvinnurekendur tryggi öryggi og heilbrigði hjúkrunarfræðinga við störf eins og Vinnueftirlitið mælir til um. nú

fremur en nokkru sinni fyrr getur það skipt sköpum að greina vel á milli vinnu og einkalífs og gera það eins vel og hugsast getur. Sú vegferð er vandrötuð því á sama tíma og þetta skal haft í heiðri er mikil eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum til starfa og hafa yfirvöld m.a. biðlað til okkar um aukið vinnuframlag. Ég geri mér grein fyrir að það togast hér á tveir pólar, og í ofanálag er þegar mikið álag á hjúkrunarfræðingum vegna faraldursins. Þess heldur skiptir miklu máli að hlúa vel að sjálfum sér á milli vakta, eiga gæðastundir með fjölskyldunni sinni, gera eitthvað jákvætt og uppbyggilegt fyrir sjálfan sig, jafnt líkamlega sem andlega. Þetta ár verður í minnum haft. gerum áfram okkar besta, lærum af reynslunni og verum góð hvert við annað.

Átt þú orlofseign sem þú vilt leigja? Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar eftir að leigja vönduð sumarhús eða orlofsíbúðir fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði víðs vegar um landið og erlendis. Eignirnar þurfa að vera snyrtilegar, fullbúnar húsgögnum og öðrum viðeigandi búnaði. Áhugasamir sendi upplýsingar á hjukrun@hjukrun.is H²D KDȴ VDPEDQG YL² VNULIVWRIX ¯ V¯PD 540 6400.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 7


Samstarfið við SSN lagði grunn að þróun hjúkrunar á Íslandi — Aðalbjörg Finnbogadóttir og Helga Ólafs tóku saman

Í ár eru liðin 100 ár frá stofnun SSN. Í september 1920 komu saman í Kaupmannahöfn 1000 hjúkrunarfræðingar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi á fyrsta samnorræna samráðsfund hjúkrunarkvenna. Þar var samþykktur sameiginlegur samstarfsgrundvöllur sem skyldi vera undirstaðan að skipulagi samtakanna. SSN skyldi einkum berjast fyrir þremur málefnum: Þriggja ára menntun hjúkrunarkvenna að lágmarki, styttingu vinnudags hjúkrunarkvenna og samræmingu og endurbótum á launum og eftirlaunum þeirra.

Standandi f.v.: Aðalbjörg Finnbogadóttir, Jón Aðalbjörn Jónsson og Ásta Möller. Sitjandi f.v.: Sigþrúður Ingimundardóttir og Elsa B. Friðfinnsdóttir.

8

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar í tæplega 100 ára samstarfi íslenskra hjúkrunarfræðinga við SSn eða Samvinnu hjúkrunarfræðinga á norðurlöndum. allt frá stofnun árið 1920 hefur SSn barist fyrir bættri menntun, starfsskilyrðum og launum hjúkrunarfræðinga. Það er við hæfi að rifja upp samstarf félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við SSn á þessum tímamótum en félag hjúkrunarfræðinga á Íslandi varð aðili að SSn 1923. Til að rifja upp aðild fíh að SSn og hvað samstarfið hefur fært félaginu fengum við til liðs við okkur fulltrúa félagsins undanfarna áratugi: Sigþrúði ingimundardóttur, fyrrverandi formann hjúkrunarfélags Íslands, Ástu Möller og Elsu B. friðfinnsdóttur, fyrrverandi formenn félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, aðalbjörgu finnbogadóttur, fyrrverandi sviðstjóra fagsviðs fíh, og jón aðalbjörn jónsson, fyrrverandi alþjóðafulltrúa félagsins. Viðmælendur voru á einu máli um að samstarf félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við SSn hefði lagt stóran grunn að þróun hjúkrunar á Íslandi.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


samstarfið við ssn lagði grunn að þróun hjúkrunar á íslandi

Heimskonur á sínum tíma Það voru kjarnakonur sem stofnuðu SSn og þær þurftu að leggja á sig langa og erfiða ferð með lestum, skipum og sporvögnum þess tíma til að komast til kaupmannahafnar á stofnfundinn. félag íslenskra hjúkrunarkvenna gerðist aðili að SSn 1923 og mætti þar ritari félagsins til Óslóar fyrir hönd íslensku hjúkrunarstéttarinnar. „Þetta voru heimskonur á sínum tíma,“ segir Ásta en þær sigldu árlega á fundi og ferðalagið gat verið mjög langt. félag íslenskra hjúkrunarkvenna sótti það fast að halda fulltrúamót á Íslandi árið 1927, að sögn Sigþrúðar. Landspítalinn var þá í smíðum og snerust nefndarstörfin því mikið um allt er laut að hjúkrun þar. Engin forstöðukona hafði verið ráðin og félagið taldi nauðsynlegt að fá ráðgjöf og hjálp um hvernig stjórnun, menntun og starf yrði á hinum nýja spítala allra landsmanna og í væntanlegum hjúkrunarskóla Íslands. fulltrúar komu með farþegaskipinu Island, bjuggu á einkaheimilum og dvöldu hér í 10 daga. haldinn var opinn fundur með stjórn Landspítalasjóðs, byggingarnefnd, læknum og forystukonum kvenfélaga, ásamt öllum þeim er áhuga höfðu á að sækja fundinn. Þar var fjallað um þau mál er brunnu á og sitt sýndist hverjum. norrænu forystukonurnar héldu allar erindi og tóku oft til máls. Það skyldi því engan undra að við vorum meiri þiggjendur til að byrja með vegna smæðar, segir Sigþrúður Ásta fer með okkur aftur til ársins 1939 þegar hún nefnir að hátt í 500 hjúkrunarkonur frá norðurlöndum hafi komið sjóleiðis til Íslands á fulltrúamót og hjúkrunarkvennaþing SSn. Skipið var bæði ráðstefnu- og gististaður þeirra enda ekki til hótel fyrir þennan fjölda. að þinginu loknu var ákveðið að sýna gestunum landið.

Frá fulltrúafundi SSN í Bergen 1928. Á myndinni eru Sigríður Eiríksdóttir (lengst til vinstri í fremstu röð), Kristín Thoroddsen (þriðja frá vinstri í öftustu röð) og Magdalena Á. Guðjónsdóttir (önnur frá vinstri í efstu röð).

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 9


aðalbjörg finnbogadóttir og helga ólafs Var farið með hópinn á Þingvöll og síðan ekið með þær alla leið norður til akureyrar þar sem skipið beið þeirra. Það var tregablandin kveðjustund á bryggjunni þegar þær kvöddust enda óvíst hvort þær myndu hittast aftur þar sem stríðsógn lá í loftinu, rifjar Elsa upp.

Ef við hverfum aftur um tæp 100 ár þá var hér enginn hjúkrunarskóli og enginn Landspítali og sóttu íslenskar hjúkrunarkonur menntun sína til Danmerkur. Hér á landi var strax í upphafi lögð áhersla á að hjúkrunarnámið yrði þriggja ára nám og réð stuðningur SSN miklu um að svo varð.

„Þarna komu voldugar konur að hitta volduga ráðamenn á Íslandi — og þeir hlustuðu“ allt frá stofnun SSn var mikil áhersla lögð á að hjúkrunarnám yrði þrjú ár en það var í raun fyrsta krafan sem samráðsvettvangurinn sammæltist um og var til umræðu innan samtakanna áratugum saman. Minnstu munaði að umræður um innihald og hversu mikla menntun þyrfti til að geta kallað sig hjúkrunarfræðing hefði klofið SSn en sænskir hjúkrunarfræðingar uppfylltu ekki þriggja ára menntunarkröfuna fyrr en 1993. Menntun var aðalatriðið til að byrja með, en ekki síður félagslegur stuðningur, segir Sigþrúður. hjúkrunarfræðingar voru fáir hér á landi og því mikilvægt að hafa tengingu við umheiminn, bæði faglega og félagslega. Ef við hverfum aftur um tæp 100 ár þá var hér enginn hjúkrunarskóli og enginn Landspítali og sóttu íslenskar hjúkrunarkonur menntun sína til Danmerkur. hér á landi var strax í upphafi lögð áhersla á að hjúkrunarnámið yrði þriggja ára nám og réð stuðningur SSn miklu um að svo varð. fulltrúar SSn lögðu mikla áherslu á þriggja ára nám við íslenska ráðamenn og framlag þeirra lagði stóran grunn að þróun hjúkrunar á Íslandi. „Þarna komu voldugar konur að hitta volduga ráðamenn á Íslandi — og þeir hlustuðu,“ segir Ásta en hjúkrunarnám varð þriggja ára nám strax við stofnun hjúkrunarskóla Íslands 1931. Á þeim tíma höfðu eingöngu finnar og færeyingar hafið þriggja ára nám.

Fyrstu nemarnir voru brautskráðir frá Hjúkrunarkvennaskóla Íslands vorið 1933, hér ásamt læknum og hjúkrunarkonum Landspítalans.

10

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


samstarfið við ssn lagði grunn að þróun hjúkrunar á íslandi

Íslendingar ein af fyrstu Norðurlandaþjóðunum að innleiða þriggja ára hjúkrunarnám Elsa segir það í raun merkilegt hvað við höfum verið framarlega þegar kemur að hjúkrunarnámi hér á landi. Á þeim tíma þegar unnið var að því að koma hjúkrunarnámi á háskólastig voru fjölbrautaskólarnir að hefja göngu sína. Menntamálaráðuneytið lagði mjög mikla áherslu á að hjúkrunarnámið væri kennt í fjölbrautaskóla en hjúkrunarfræðingar hér á landi, þar á meðal kennaradeild hjúkrunarfélagsins, börðust gegn því þar sem vilji var fyrir því að hjúkrunarnámið hér á landi færi í háskóla, segir Sigþrúður, og þá munaði miklu um stuðninginn sem kom frá SSn, segir hún jafnframt. Það er í raun merkilegt hve okkur tókst að taka stór skref í menntunarmálum hjúkrunarfræðinga, segir Elsa og jón leiðir líkum að því að ástæðan gæti verið hversu stuttar boðleiðirnar eru. Það eru svo mikil tengsl og greitt aðgengi að stjórnmálamönnum ólíkt því hvernig það er á hinum norðurlöndunum, segir jón enn fremur. En það var ekki bara greitt aðgengi að stjórnmálamönnum á þessum árum heldur einnig að þeim sem stýrðu háskóla Íslands og áhrifamönnum í læknadeild þegar námið var samþykkt inn í háskólann, bætir Sigþrúður við. Það voru allir á einu máli hve mikill stuðningur hefur verið af SSn, og ekki síst þegar kemur að menntunarstigi hjúkrunarfræðinga. Það var ávallt lögð mikil áhersla á að norðurlöndin stæðu saman og styddu hvert annað, t.d. með því að miðla

upplýsingum. Þetta samstarf er grundvöllurinn að norræna velferðarkerfinu og því mannúðarsjónarmiði að allir hafi rétt á heilbrigðisþjónustu, segir Ásta. „Við vorum að byggja á sterkum hugmyndafræðilegum grunni,“ segir Elsa, og það var hlustað á norðurlandaþjóðirnar enda hefur Evrópusamstarf hjúkrunarfræðinga horft til SSn þegar kemur að menntun hjúkrunarfræðinga.

Á þessum tíma gafst hjúkrunarkonum ekki mikið rými fyrir félagslíf en allt fram á miðja síðustu öld var það alvanalegt að hjúkrunarkonurnar byggju á sjúkrahúsinu. Þá var einnig algengt að hjúkrunarkonur fengju hluta af launum sínum greiddan í formi fæðis og húsnæðis. „Þær voru giftar starfinu,“ segir Elsa og Jón bætir við að danskar hjúkrunarkonur hafi á þeim tíma þurft leyfi frá yfirmanni sínum til að gifta sig.

Stytting vinnudags og hækkun launa frá upphafi var nokkur ágreiningur innan SSn um styttri vinnudag en samkomulag var um að 12–14 stunda vaktafyrir-

Um 500 hjúkrunarkonur sóttu hjúkrunarkvennamót á Íslandi 1939 og var einn af hápunktum ferðarinnar að heimsækja Þingvelli.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 11


aðalbjörg finnbogadóttir og helga ólafs komulag væri óboðlegt. Töldu margar hjúkrunarkonur að það að stytta vinnudag bryti í bága við köllun og siðferði hjúkrunarkonunnar og að þrískiptar vaktir myndu valda sjúklingum óróleika og dreifing á starfskyldum gæti spillt vinnugleði hjúkrunarkvenna og faglegum metnaði þeirra. Á þessum tíma gafst hjúkrunarkonum ekki mikið rými fyrir félagslíf en allt fram á miðja síðustu öld var það alvanalegt að hjúkrunarkonurnar byggju á sjúkrahúsinu. Þá var einnig algengt að hjúkrunarkonur fengju hluta af launum sínum greiddan í formi fæðis og húsnæðis. „Þær voru giftar starfinu,“ segir Elsa og jón bætir við að danskar hjúkrunarkonur hafi á þeim tíma þurft leyfi frá yfirmanni sínum til að gifta sig.

Það var ekki fyrr en 1937 að almennur átta stunda vinnudagur varð viðurkenndur í Noregi og á Íslandi var það 1942. Vinnuvikan var áfram æði löng en það var ekki fyrr en í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar sem fimm daga vinnuvika varð viðtekin á Norðurlöndunum.

Það var ekki fyrr en 1937 að almennur átta stunda vinnudagur varð viðurkenndur í noregi og á Íslandi var það 1942. Vinnuvikan var áfram æði löng en það var ekki fyrr en í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar sem fimm daga vinnuvika varð viðtekin á norðurlöndunum. Þriðja krafan sem sett var fram á stofnfundi SSn var bætt laun. Þetta er sá liður sem alger einhugur hefur ríkt um innan SSn frá upphafi. Þrátt fyrir það er þetta eina stofnkrafan sem ekki hefur verið uppfyllt þar sem hjúkrunarfræðingar á norðurlöndunum eru enn með of lág laun miðað við aðrar fagstéttir með sambærilega menntun og ábyrgð.

löndum með fyrstu stéttum til að setja sér siðareglur fyrir þá sem stunda hjúkrunarrannsóknir. Þær voru síðan prentaðar og þýddar á öll norðurlandamálin. Enn leggja tiltölulega fáir hjúkrunarfræðingar stund á rannsóknir innan SSn. Íslendingar urðu fyrstir norðurlandaþjóða að hefja hjúkrunarfræðinám á háskólastigi og því hefur löngum verið horft til menntunarstigs á Íslandi. Enda er óhætt að segja að íslenskir hjúkrunarfræðingar séu framarlega þegar kemur að rannsóknum í hjúkrun og innleiðingu nýrrar þekkingar sem fengist hefur þaðan, en þegar litið er til allra norðurlanda þá eru eingöngu 1–2% hjúkrunarfræðinga með doktorsgráðu. Þá hefur félag íslenskra hjúkrunarfræðinga verið í fararbroddi þegar kemur að styrkveitingum til viðbótar- og endurmenntunar.

Tregða að tala ensku á fundum Samtalið færðist frá menntun til tungumálaörðugleika en öll samskipti hjá samráðsvettvanginum voru á norðurlandamálunum þremur, þ.e. dönsku, sænsku og norsku. „Ég var ekki góð í norðurlandamálum og þegar ég sótti minn fyrsta stjórnarfund hjá SSn skildi ég varla orð sem þar fór fram,“ rifjar Ásta upp. hún óskaði eftir að fá að tala ensku en þar sem ekki höfðu allir vald á ensku var það ekki samþykkt. allt til þessa dags hefur verið mikil tregða á meðal félaga í SSn að tala ensku á sameiginlegum fundum, og þá sér í lagi hjá Dönum,

Samstarfið við SSN mikilvægt í kjarabaráttu að mati Ástu, sem var fyrsti formaður sameinaðra hjúkrunarfélaga, skipti samstarfið við SSn miklu þegar kom að kjaramálum. Stuðningurinn var ómetanlegur og í kjarabaráttu hér á landi var hægt að vísa til annarra norðurlanda, en félögin studdu hvert annað með miðlun upplýsinga, í verkföllum og hvers kyns hugmyndafræði sem lýtur að stéttinni og starfi hennar. Elsa segir mikinn stuðning hafa verið þegar kom að launamálum, en ekki síður var stuðningurinn mikill þegar kom að kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, t.a.m. um vaktaskipulag. „Þetta var ný hugsun sem við vorum að reyna að innleiða,“ segir hún.

Rannsóknir og innleiðing nýrrar þekkingar í hjúkrun allt frá stofnun SSn hefur verið lögð mikil áhersla á rannsóknir í hjúkrunarfræði og voru hjúkrunarfræðingar á norður-

12

Í Kaupmannahöfn árið 1995 þar sem fjórir leiðtogar hjúkurnarstéttarinnar fagna 75 ára afmæli norrænnar samvinnu innan SSN. Á myndinni eru frá vinstri: Vilborg Ingólfsdóttir, Ásta Möller, María Pétursdóttir og Sigþrúður Ingimundardóttir.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


samstarfið við ssn lagði grunn að þróun hjúkrunar á íslandi

Formenn norrænu félaga hjúkrunarfræðinga við undirritun kjarastefnu SSN á ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í september 2018.

segir jón. „Maður stendur aldrei jafnfætis þegar maður talar ekki móðurmálið við þá sem tala sitt móðurmál,“ segir Elsa. Árið 1994 var gripið til þess ráðs að halda sérútbúið dönskunámskeið á vegum félagsins fyrir íslenska hjúkrunarfræðinga sem tóku þátt í SSn-samstarfinu og síðar fór Elsa m.a. í Endurmenntun hÍ til að læra dönsku í norðurlandasamstarfi. Á stjórnarfundum SSn í dag tala allir fulltrúar á sínu móðurmáli og styðjast við túlka eftir því sem við á, segir aðalbjörg. Þá eru að hennar sögn öll samskipti í vinnuhópum innan SSn á ensku en innan samtakanna eru starfandi vinnuhópar þar sem hvert land á sinn fulltrúa. Þessir hópar vinna m.a. að faglegum framgangi og pólitískum áhrifum hjúkrunarfræðinga á norðurlöndunum.

Hagsmunamálin enn þau sömu Eins og fyrr segir voru íslenskar hjúkrunarkonur í upphafi meira þiggjendur í SSn vegna þess hversu fáar þær voru. Það hefur breyst í áranna rás og leggja nú íslenskir hjúkrunarfræðingar til samstarfsins jafnt á við hinar norðurlandaþjóðirnar. jón nefnir að félagið hafi unnið að endurskoðun á stefnu SSn sem fól m.a. í sér aukið samstarf SSn og norðurlandaráðs og verið í forystu í gæðastarfi innan SSn þar sem íslenskir hjúkrunarfræðingar stýrðu gæðahópum sem unnu m.a. að gerð gæðavísa í hjúkrun. Einnig tókum við að okkur að skipuleggja og koma á rafrænum samskiptum innan SSn sem á þeim tíma var nýlunda, segir jón. Í dag fundar stjórn SSn, sem samanstendur af öllum formönnum félaganna sex, tvisvar á ári, vor og haust, heldur ráðstefnur um ýmis mál er tengjast baráttumálum Snn og þróun hjúkrunar auk þess að starfshópar SSn hittast reglulega og vinna að framgangi mála bæði faglegum og pólitískum. Þá koma norðurlöndin sterk saman á alþjóðavettvangi sem og innan Evrópu þannig að eftir þeim, og því sem þau standa fyrir, er tekið. hagsmunamál SSn hafa í raun ekkert breyst undanfarin 100 ár og baráttumálin eru þau sömu í öllum sex löndunum: að fagið verði metið að verðleikum og að launakjörin batni. Samstarfsvettvangurinn, sem núna eru í 340.000 hjúkrunarfræðingar frá öllum norðurlöndunum, beitir sér fyrir þessum hagsmunum með því að þrýsta á stjórnmálamenn í hverju norðurlandanna fyrir sig og í Evrópu.

„Maður stendur aldrei jafnfætis þegar maður talar ekki móðurmálið við þá sem tala sitt móðurmál,“ segir Elsa. Árið 1994 var gripið til þess ráðs að halda sérútbúið dönskunámskeið á vegum félagsins fyrir íslenska hjúkrunarfræðinga sem tóku þátt í SSN-samstarfinu og síðar fór Elsa m.a. í Endurmenntun HÍ til að læra dönsku í Norðurlandasamstarfi.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 13


Mikið um að vera í kjaramálum — Gerðardómur vonbrigði, en tækifæri til framtíðar

Það hefur verið mikið um að vera í kjaramálum hjúkrunarfræðinga frá því í byrjun síðasta árs þegar kjarasamningar hjúkrunarfræðinga við helstu viðsemjendur runnu út. Viðræður um þessa kjarasamninga hafa verið stór þáttur í starfsemi kjara- og réttindasviðs félagsins undanfarið. Nú liggur fyrir kjarasamningur við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs í formi miðlunartillögu og við Reykjavíkurborg. Þegar þessi grein er skrifuð um miðjan október sér fyrir endann á viðræðum við reykjalund, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband sveitarfélaga. Á haustmánuðum 2020 hófst undirbúningur að styttingu vinnuvikunnar en um er að ræða sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og vinnuveitenda um útfærslu á styttingu vinnutíma dag- og vaktavinnufólks. Þá hefur staðið yfir vinna við starfsmat hjúkrunarfræðinga hjá sveitarfélögunum. faraldur covid-19 hefur jafnframt komið mikið við sögu undanfarna mánuði. Mikil umræða hefur verið í lokuðum hópum á samfélagsmiðlum, stundum byggð á misskilningi, og skoðar stjórn félagsins möguleikann á lokuðu spjallsvæði fyrir hjúkrunarfræðinga á vef fíh. Í þessari grein er leitast við að gefa yfirlit um þessi stóru mál sem hafa verið í gangi og hvaða verkefni verði í gangi á næstu vikum í kjaramálum hjúkrunarfræðinga.

Kjaraviðræður Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs.

allir miðlægir kjarasamningar hjúkrunarfræðinga losnuðu í mars 2019 og standa viðræður um nýja kjarasamninga enn yfir. gerðardómur, sem féll í kjölfar verkfalls og lagasetningar á hjúkrunarfræðinga árið 2015, er þar stærstur og er kjarasamningurinn við ríki að mörgu leyti fyrirmyndin í viðræðum við aðra. jafnframt starfar stærstur hluti hjúkrunarfræðinga hjá ríki. fíh semur við fimm aðila um miðlægan kjarasamning: ármálaráðherra f.h. ríkissjóðs (ríki), reykjalund, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SfV), reykjavíkurborg og Samband sveitarfélaga.

Kjarasamningaviðræður hófust í febrúar og mars 2019. Áður en farið var í kjarasamningaviðræður fór formaður ásamt starfsmönnum kjara- og réttindasviðs í fundarherferð um landið til að undirbúa komandi viðræður og eins að ræða kjaramál við hjúkrunarfræðinga.

Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur í kjaramálum.

14

hjá ríki, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og reykjalundi allar miðlægur kjarasamningur m.a. um launatöflur, taxtahækkanir, vinnutíma, vaktaálag og réttindi, eins og orlof, veikindi og uppsagnarfrest. Samhliða þessum samningum eru í gildi stofnanasamningar við einstaka stofnanir sem fela í sér launaröðun, röðun í starfsheiti og ákvæði um persónubundna þætti. Samningar við reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga eru ólíkir ríkissamningnum að því leyti að í þeim er samið um bæði almenn réttindi, starfsheiti, persónubundna þætti og launaröðun.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


mikið um að vera í kjaramálum kjarasamningaviðræður hófust í febrúar og mars 2019. Áður en farið var í kjarasamningaviðræður fór formaður ásamt starfsmönnum kjara- og réttindasviðs í fundarherferð um landið til að undirbúa komandi viðræður og eins að ræða kjaramál við hjúkrunarfræðinga. Þá lét félagið gera könnun á viðhorfi hjúkrunarfræðinga til kjaramála. Eftir fundarherferðina og rýni kannana og annarra gagna, sem snerta kaup og kjör hjúkrunarfræðinga, var lögð fram kröfugerð við viðsemjendur sem að grunni til voru eftirfarandi atriði: 1. Laun, vinnutími og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé með þeim hætti að þeir vilji vinna innan íslenska heilbrigðiskerfisins. 2. Tilgangur stofnanasamninga verði skýr og ármögnun þeirra tryggð. 3. fjármagn til jafnlaunavottunar verði tryggt. 4. Sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga verði hluti af vinnutíma. 5. nýr kjarasamningur feli í sér breytingar á tryggingakafla og veikindakafla. 6. útbúin verði mönnunarviðmið fyrir hjúkrunarfræðinga sem nái yfir mismunandi stig heilbrigðisþjónustu. 7. nýr kjarasamningur taki við af gerðardómi. Lengd samnings verði sambærileg við samninga annarra aðila á vinnumarkaði. Mjög hægur gangur var í viðræðunum fíh við ríkið á árinu 2019 og fyrstu mánuðum 2020 og reyndi það mikið á þolinmæði hjúkrunarfræðinga. Margar ástæður er hægt að nefna fyrir þessum hæga gangi í viðræðunum. Lengstan tíma í viðræðunum tóku umræður um kerfisbreytingu vegna styttingar vinnuvikunnar, sérstaklega þegar kemur að vaktavinnu. auk þess var mikill ágreiningur vegna launaliðar kjarasamningsins, þá bæði varðandi launahækkanir og eins atriði tengd viðbótarlaunum hjúkrunarfræðinga. Eir ölmarga samningafundi var skrifað undir kjarasamning 10. apríl 2020. Samningurinn var kynntur á rafrænum kynningarfundum, gegnum vef og tölvupóstsamskipti en var felldur í atkvæðagreiðslu. Í framhaldinu lét fíh framkvæma könnum sem send var til hjúkrunarfræðinga til að kanna afstöðu hjúkrunarfræðinga til fellds kjarasamnings. Áframhaldandi samningaviðræður skiluðu litlum árangri og boðaði félagið til verkfalls hjúkrunarfræðinga frá og með 23. júní 2020. Skipuð var verkfallsstjórn og var allt tilbúið fyrir að verkfall myndi heast. að kvöldi 22. júní lagði ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu sem var að lokum samþykkt í atkvæðagreiðslu hjúkrunarfræðinga. Miðlunartillagan fól í sér að ríkissáttasemjari skipaði gerðardóm til að alla um afmörkuð atriði launaliðs sem ágreiningur var um. um öll önnur atriði, sem tilgreind eru í miðlunartillögunni, er samkomulag á milli samningsaðila. Þar má nefna breytingu á orlofskafla, styttingu vinnutíma í dag- og vaktavinnu, rétt til sí- og endurmenntunar, breytta yfirvinnuprósentu, önnur laun sem starfinu fylgja, undanþágu frá nætur- og bakvöktum við 55 ára aldur. Einnig var lagt upp með að endurskoða veikindakafla kjarasamnings á samningstímanum.

niðurstaða gerðardóms var birt 1. september og voru úrskurðarorð gerðardómsins eirfarandi: „Ríkið skal leggja heilbrigðisstofnunum sem hafa almenna hjúkrunarfræðinga í þjónustu sinni til aukna ármuni sem skal ráðstafað til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga á grundvelli stofnanasamnings, alls 1.100 miljónir króna á ársgrundvelli frá 1. september 2020. Í þessari árhæð felst heildarviðbótarframlag til stofnana að meðtöldum launatengdum gjöldum. Í endurnýjuðum stofnanasamningum sem gera skal á hverri stofnun fyrir lok árs 2020 skulu aðilar semja um hvernig ármunum þeim sem stofnun eru lagðir til samkvæmt úrskurði þessum verði ráðstafað.“

Í greinargerðinni kom fram að kynbundinn launamunur sé til staðar hjá ríkinu, vísbendingar væru um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt og að þeir fengju ekki greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi.

greinargerð gerðardóms var ítarleg en niðurstaðan mikil vonbrigði. niðurstaðan uppfyllti alls ekki þær kröfur sem barist var fyrir við samningaborð, né væntingar sem gerðar voru til hennar með samþykkt miðlunartillögu. Í greinargerðinni kom fram að kynbundinn launamunur sé til staðar hjá ríkinu, vísbendingar væru um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt og að þeir fengju ekki greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Þó að niðurstaða gerðardóms hafi ekki tekist á við að leiðrétta þær vísbendingar sem hann komst að í sinni skoðun má vissulega nýta þær áfram í áframhaldandi baráttu. Með þessu hefur gerðardómur ýtt verkefninu til baka í nærumhverfið á stofnunum og til félagsins. fjárhæðin dugir ekki til þess að leiðrétta launasetningu hjúkrunarfræðinga að fullu. fjárhæðinni var misjafnlega skipt í úrskurðarorðunum og rökin sem gefin voru fyrir því voru þau að í grunninn væri launasetningin með lakari hætti þar sem mest var í lagt og að markmiðið væri að jafna launakjör hjúkrunarfræðinga hjá ríki. Vinna við endurskoðun stofnanasamninga hófst í kjölfar niðurstöðu gerðardóms og tilmæli hans höfð að leiðarljósi í þeirri vinnu og áhersla lögð á almenna hjúkrunarfræðinga. Þegar hefur verið lokið við að ganga frá stofnanasamningi á Landspítala og Sjúkrahúsinu á akureyri og viðræður við aðrar stofnanir ríkisins hafnar eða komnar vel á veg og eiga að liggja fyrir í síðasta lagi um áramót og vera aurvirkar til 1. september 2020. gengið var frá endurskoðuðum stofnanasamningi við Landspítala um miðjan september 2020 og Sjúkrahúsið á akureyri um miðjan október. Viðræður við aðrar stofnanir standa yfir og er þá meðal annars hor til þess hvort hægt sé að gera sameiginlegan stofnanasamninga fyrir heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni. Stofnanasamningar eru annars eðlis en miðlægir kjarasamningar og hafa enga endadagsetningu. Þeir eru í gildi þar til nýr tekur við óháð miðlægum

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 15


gunnar helgason og harpa júlía sævarsdóttir samningum. Ekki liggur enn fyrir hver eiginleg launasetning hjúkrunarfræðinga verður á öllum stofnunum ríkisins, þar sem endanleg launaröðun er í stofnanasamningum. allur þungi er nú lagður á að ljúka þeim viðræðum við heilbrigðisstofnanir. Stjórn fíh ákvað í framhaldi af niðurstöðu gerðardóms að fá lögfræðilegt álit um hvort hún samræmdist miðlunartillögunni, hvort hún væri lögmæt og hvort hægt sé að fá henni hnekkt. niðurstaða lögfræðings félagsins var sú að gerðardómur hafi ha ríkt frelsi til að ákveða frekari útfærslu á úrskurði sínum og að hann standist lög. Því er ljóst að niðurstaða gerðardóms er endanleg og gild.

Stytting vinnuviku dagvinnu- og vaktavinnufólks Stytting vinnuviku hjúkrunarfræðinga var eitt af stóru markmiðum fíh í kjarasamningaviðræðum. Vaktavinnuhópur, sem í voru fulltrúar aSÍ, BhM, BSrB, fíh, reykjavíkurborgar, ríkis og sveitarfélaga, vann tillögur að breytingum á vinnutíma vaktavinnufólks. Tillögurnar má finna í miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem fylgiskjal 2 sem fylgdi nýjum kjarasamningi. fylgiskjal 1, sem unnið var af samningsaðilum, allar um breytingar á vinnutíma dagvinnufólks. helstu atriði varðandi breytingar á vinnutíma eru eirfarandi: Vinnuvika vaktavinnufólks fer úr 40 stundum í 36 frá 1. maí 2021. Með frekari útfærslu getur vinnuvikan styst í allt að 32 stundir. Það á einkum við þá hjúkrunarfræðinga sem vinna kvöld-, nætur- og helgarvaktir. Þeir sem eru í hlutastarfi í dag munu geta unnið jafnmargar klukkustundir eir breytingarnar, en hækkað starfshlutfall sitt sem styttingunni nemur og þar með bætt launakjör sín. greitt verður sama vaktaálag fyrir vinnu utan dagvinnutíma fyrir utan að álag á næturvöktum er hækkað. ný launaumbun, vaktahvati, verður greidd hlutfallslega eir flækjustigi vinnufyrirkomulags og umbunar þeim sem vinna ölbreyttar vaktir og eru í yfir 70% starfi. Búinn er til hvati til að vinna ölbreyttar vaktir með hliðsjón af öryggi, heilsu og jafnvægi vinnu og einkalífs. Þetta er stórt sameiginlegt verkefni sem verður útfært eins fyrir þá hópa sem það snertir, með þátttöku stýrihóps aðila ásamt innleiðingarhópum og verkefnastjórn. Markmið breytinganna er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og er þeim ætlað að auka jafnvægi á milli vinnu og einkalífs þannig að störf í vaktavinnu verði eirsóknarverðari. Þá eiga þær að auka stöðugleika í mönnun, draga úr þörf fyrir yfirvinnu ásamt því að bæta öryggi og þjónustu við almenning. Vinnuvika dagvinnufólks styttist um að lágmarki 13 mín. á dag. Við það fer vinnutími í 38,55 klst. á viku. Með samkomulagi á stofnun verður auk þess hægt að minnka vinnutíma um allt að 2,55 klst. til viðbótar eða alls í 36 klst. gegn niðurfellingu á föstum/skipulögðum neysluhléum (forræði á kaffitíma verður ekki lengur hjá starfsmanni). hægt er að útfæra styttinguna með ýmsum hætti en þjónusta á að vera jafngóð eða betri. Dagvinnumenn hafa áfram heimild til að njóta matar- og kaffitíma en hafa ekki forræði yfir þeim tíma. Bættir vinnustaðahættir og betri nýting vinnutíma er meðal helstu markmiða styttingar vinnutíma. forsenda styttingar hjá dagvinnufólki eru samræður um betri vinnutíma á hverri stofnun fyrir sig. útfærslan tekur mið af starfsemi stofnunar og getur því verið með ólíkum hætti milli stofnana. Starfsmenn kjara- og réttindasviðs eru þátttakendur í undirbúningi á styttingu vinnuvikunnar. um er að ræða þátttöku í stýrihópum og innleiðingarhópum en mikil vinna er fram undan áður en styttri vinnuvika tekur gildi fyrir dagvinnufólk 1. janúar og 1. maí fyrir vaktavinnufólki. um er að ræða tímamótabreytingar á styttingu vinnuvikunnar sem hefur verið baráttumál fíh í áratugi. Ljóst er að einhverjar hindranir verða á veginum en það er trú fíh að þessi útfærsla á styttingu vinnuvikunnar feli í sér mikil tækifæri sem fíh hvetur hjúkrunarfræðinga til þess að nýta sér og taka breytingunum með opnum huga. Á vefnum betrivinnutimi.is er að finna ýmsar upplýsingar um styttingu vinnu-

16

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


mikið um að vera í kjaramálum vikunnar og er smám saman verið að bæta inn fræðsluefni á vefinn. fíh vill hvetja hjúkrunarfræðinga til að kynna sér vel þessar upplýsingar og fylgjast vel með vefnum á næstu vikum og mánuðum.

Covid-19 Ýmis réttindamál í tengslum við heimsfaraldur covid-19 hafa komið til umfjöllunar og meðferðar hjá kjara- og réttindasviði frá því að faraldurinn hófst síðastliðið vor. Í byrjun faraldursins var mest leitað til fíh vegna réttindamála, meðal annars vegna launa í sóttkví, vinnu á tveimur vinnustöðum eða vegna uppskiptingar starfsmannahópa. fjármálaráðuneytið gaf út sérstakar leiðbeiningar til stofnana um ýmis álitamál og einnig gáfu stofnanir út verklagsreglur fyrir stjórnendur og starfsfólk um atriði tengd covid-19. flest álitamál, sem upp komu, voru leyst í samræðum félagsins og viðkomandi stofnunar, en í nokkrum málum þurfti aðstoð lögfræðings. Í framhaldinu var sett upp spurt og svarað á vefsvæði félagsins þar sem fjallað er um réttindi hjúkrunarfræðinga tengd ýmsum atriðum í alheimsfaraldri. Álitamál vegna álagsgreiðslu til starfsfólks í heilbrigðisþjónustu komu inn á borð félagsins. Í fjáraukalögum kom fram

að greiða skuli því starfsfólki sem staðið hefur í framlínunni í baráttunni við covid-19-faraldurinn sérstaka launaauka í eingreiðslu. útfærsla á greiðslunni var í höndum heilbrigðisráðuneytisins og forstöðumanna viðkomandi heilbrigðisstofnana. Þá hefur fíh verið í samtarfi við Læknafélag Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands varðandi réttindi og tryggingar starfsfólks í bakvarðasveit. Einnig var rætt við heilbrigðisráðuneytið vegna veikinda- og slysabótaréttar starfsfólks sem útsett er fyrir covid-19 við dagleg störf. Ljóst er að ýmis álitamál munu halda áfram að koma upp þar sem faraldurinn stendur enn og eftirköst af smiti kunna að hafa áhrif til frambúðar og er það til dæmis spurning hvort covid-19 eigi að teljast atvinnusjúkdómur í einhverjum tilfellum.

Umræða um kjaramál  á samfélagsmiðlum  Mikil umræða hefur verið um kjaramál hjúkrunarfræðinga á samfélagsmiðlum á þessu ári. komið hefur fyrir að hjúkrunarfræðingar hefji umræður á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum um ýmis mál sem snerta viðræður um nýjan kjarasamning eða viðræður. Oft byggist umræðan á misskilningi eða ónógum upplýsingum.

F YR I R ÓNÆ M I S K ER RFIÐ

Be a Glucans IMM MUNE N SUPPORT+ O ld fluga blöndu af vítamínum, um g steinefnum sem styrkja og yðja við ónæmiskerfi líkaman a s.

Sýnt hefur verið fram á að ð Beta-Glúkan lækki kólesteról og viðhaldi eðlilegu kóle ó sterólmagni í blóði. Einnig er það tallið vera ónæmisvari sem m efli svörun ón næmiskerfisins. A-vítamín, C-vítamín, D-vítamín, sínk og selen eru vítamín og steinefni sem öll stuðla að ð eðlilegri starfsemi ónæmi æ skerfisins. Hvítlaukur og Elderberr y hafa verið notuð í aldanna raðirr til að styrkja ónæmiskerfið, sérs é takle kl ga gegn b bak kteríum í og vír í usum og er Elder ld berr y einnig i i talin li gó óð við hósta og vandamálum í öndunar a færum.

Fæst í apótekum, he h ilsubúðum og heilsuhillum m verslana.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 17


gunnar helgason og harpa júlía sævarsdóttir fíh svarar ekki spurningum á lokuðum síðum á samfélagsmiðlum og er sú stefna mörkuð af stjórn félagsins. Með þessu er stjórn ekki að tala um að hjúkrunarfræðingar megi ekki eða eigi ekki að tjá sig um kjaramál eða deila sínum skoðunum og sjónarmiðum. Stjórnin vill með þessu frekar tala fyrir því að umræða um kjaramál eigi sér stað á faglegan og ábyrgan hátt. Stjórn félagsins skoðar nú möguleikann á því að hjúkrunarfræðingar hafi spjallsvæði til að ræða sín mál og hefur stjórn félagsins þegar farið að vinna í því að athuga með slíkt svæði inni á vef félagsins.

Skoðanafrelsi er við lýði, en orð hafa ábyrgð og hjúkrunarfræðingar eiga sem ábyrg fagstétt að geta komið skoðunum sínum vel og faglega frá sér. Því miður hefur það ekki alltaf verið svo og slík umræða vekur mesta athygli og fjölmiðlar grípa hana á lofti og vilja þá eigna allri stéttinni þá skoðun og orðræðu.

Skoðanafrelsi er við lýði, en orð hafa ábyrgð og hjúkrunarfræðingar eiga sem ábyrg fagstétt að geta komið skoðunum sínum vel og faglega frá sér. Því miður hefur það ekki alltaf verið svo

18

og slík umræða vekur mesta athygli og fjölmiðlar grípa hana á lofti og vilja þá eigna allri stéttinni þá skoðun og orðræðu. Það er ekki gott og hjálpar hjúkrunarfræðingum ekki í sinni baráttu fyrir bættum kjörum og réttindum og frekari virðingu. kjara- og réttindasvið hvetur hjúkrunarfræðinga til þess að leita til félagsins með spurningar um kjara- og réttindamál. Tölvupóstfangið er kjarasvid@hjukrun.is.

Að lokum Þó að miðlægur kjarasamningur hefði mátt skila meiru varðandi launalið kjarasamnings þá ávannst margt annað í þessum samningum og má þar helst nefna stór skref í átt að styttri vinnuviku sem barist hefur verið fyrir í lengri tíma sem og réttur til sí- og endurmenntunar, lengra orlof og hærri yfirvinnuprósenta. Mikilvægt er að fylgja þessum þáttum vel eftir og nýta tækifærin sem þar er að finna sem best. kosning trúnaðarmanna fer að fara í gang og verið er að skipuleggja ítarlega fræðslu til handa þeim og öðrum til þess að kynna þessa veigamiklu þætti, eins og betri vinnutíma, með sem skilvirkustum hætti. Mikil umræða er nú meðal hjúkrunarfræðinga um mismunandi laun á stofnunum. Mörg sjónarmið eru þar uppi, meðal annars þau að borga þurfi hjúkrunarfræðingum meira fyrir að starfa á landsbyggðinni og að Landspítali greiði nú hæstu launin. Ekki eru einföld svör við þessum spurningum eða fullyrðingum þar sem oft er verið að bera saman stofnanasamninga sem hafa mismunandi aðferðir við launasetningu hjúkrunarfræðinga. Viðbótarlaun hjúkrunarfræðinga á Landspítala hafa flækt mjög hlutina þegar kemur að vinnu við endurskoðun stofnanasamninga og eins við túlkun á niðurstöðu gerðardóms. Ljóst var að laun hjúkrunarfræðinga á Landspítala myndu lækka ef ekki tækist að tryggja fjármagn til þess að halda launum sem höfðu viðbótarlaun óbreyttum, ásamt því að hækka laun annarra sem ekki höfðu notið viðbótarlauna. Svo virðist vera sem hækka hafi þurft laun meira á Landspítala en á öðrum stofnunum til að tryggja jöfn laun og því hafi stofnuninni verið tryggt meira fjármagn til þess að endurskoða stofnanasamninga. Barátta fyrir bættum kjörum hjúkrunarfræðinga er áframhaldandi verkefni fíh. Því verkefni lauk ekki þegar gerðardómur úrskurðaði um laun hjúkrunarfræðinga í september. Vonbrigði hjúkrunarfræðinga með þann úrskurð eru fullkomlega skiljanleg og tekur starfsfólk kjarasviðs fíh undir þau vonbrigði.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


fastus.is

SNÚN NINGS SLÖK K Fastus býður uppá margar gerðir af snúningslökum til að auðveld da snúning og hagræðingu í rúmi

MA ASTER TURNER SNÚNINGSKERFIÐ • • • • •

Fyrir þá sem þurfa mikla aðstoð við hagræðingu í rúmi F G Gerir umönnunaraðilum kleift að snúa/hreyfa fólk á auðveldari hátt m betri líkamsbeitingu, jafnvel hægt að nota fólkslyftara með M Minnkar núning og tog á húð og undirliggjandi vefi þar sem núningur á sér stað á milli dýnuhlífar og yfirlaks og hentar því sem sáravörn S Samanstendur af dýnuhlíf og yfirlaki. Ýmsar stærðir og útfærslur í boði D Dýnuhlíf má þvo á 60° og yfirlök á 85°

QU UICK ON SNÚNINGSTEYGJULÖK • • • • • • •

A Auðvelda fólki að snúa og hreyfa sig í rúmi Auðvelt að setja lakið á dýnuna og taka það af A Engin laus lök sem færast til eða krumpast undir E Stamur kantur beggja vegna til að varna falli/byltu úr rúmi S Hefur stamt svæði hjá fótum til að auðvelda viðspyrnu H Fæst á flestar dýnustærðir F Má þvo á 85° M

Nánari upplýsingar veitir: Sandra Hjálmarsdóttir hjúkrunarfræðingur sandra@fas stus.is Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastu us.is


Trúnaðarmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarfræðingar eru stór starfstétt og það er öllum hjúkrunarfræðingum til hagsbóta að hafa öfluga tengiliði inni á flestum vinnustöðum. Með því heyrast viðhorf hjúkrunarfræðinga alls staðar að og fá sterkan samhljóm með áherslur mismunandi hópa að leiðarljósi. Trúnaðarmannakerfi fíh er skipt í tvo flokka, annars vegar hefðbundið trúnaðarmannakerfi og hins vegar trúnaðarmannaráð. hugmyndin er að trúnaðarmenn verði fyrst og fremst tengiliðir inn á deildir og stofnanir. Þeim til stuðnings væri minni hópur aðaltrúnaðarmanna sem sæti í trúnaðarmannaráði. Þeir trúnaðarmenn sem sitja í trúnaðarmannaráði fá sérstaka fræðslu og menntun og laun frá félaginu fyrir störf sín. Starfsskyldur þeirra eru ríkari sem og ábyrgð gagnvart

félaginu. Þessir trúnaðarmenn hefðu m.a. það hlutverk að þjóna fleiri en einni starfseiningu. kosning trúnaðarmanna og í trúnaðarmannaráð á sér stað á tveggja ára fresti. Þannig er hægt að yfirfara kerfið á tveggja ára fresti þó vissulega sé hægt að skipta um trúnaðarmenn þess á milli ef nauðsyn ber til. kosningu trúnaðarmanna á að vera lokið 1. febrúar 2021 og kosningu í trúnaðarmannaráð 1. mars 2021.

Viltu hafa áhrif á launa- og starfskjör þín og annarra hjúkrunarfræðinga? Trúnaðarmenn eru mikilvægir tengiliðir Er starfandi trúnaðarmaður á þinni deild? Já/nei. Viltu halda áfram að gefa kost á þér? Ef ekki hefðir þú áhuga á að vera trúnaðarmaður? Ágætu hjúkrunarfræðingar. Komið er að kjöri trúnaðarmanna Fíh fyrir starfstímabilið 2021–2023. Mjög mikilvægt er að til staðar sé trúnaðarmaður á starfseiningum hjúkrunarfræðinga. Meginhlutverk trúnaðarmanna er að: • Vera tengiliðir milli hjúkrunarfræðinga og stjórnenda. • Koma upplýsingum um kjara- og réttindamál til hjúkrunarfræðinga á starfseiningu/stofnun. • Standa vörð um réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga. • Kynna sér ítarlega kjarasamninga Fíh. • Upplýsa hjúkrunarfræðinga um ný og breytt atriði kjarasamninga. • Fylgjast með að réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga séu virt. • Taka við kvörtunum og fyrirspurnum hjúkrunarfræðinga, leita svara við þeim eða koma þeim í viðeigandi farveg innan stofnunar eða hjá kjara- og réttindasviði Fíh. Kosið er í ráðið á tveggja ára fresti fyrir 1. febrúar hvers árs sem stendur á oddatölu. Tilnefningar frá stofnun/deild skulu berast til kjararáðgjafa Fíh eva@hjukrun.is fyrir 30. janúar 2021.

20

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


Kosning í trúnaðarmannaráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2021–2023 Ágæti trúnaðarmaður. Viltu hafa áhrif á laun og kjarasamninga hjúkrunarfræðinga? Auglýst er eftir trúnaðarmönnum í trúnaðarmannaráð. Framboð þurfa að berast frá eftirtöldum sviðum/stofnunum fyrir 1. mars 2021. Komið er að kjöri í trúnaðarmannaráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) starfstímabilið 2021–2023. Hlutverk trúnaðarmannaráðs er að: • Vera samninganefnd Fíh innan handar við gerð kjarasamninga. • Vinna að undirbúningi kröfugerðar Fíh á hverjum tíma með starfsmönnum kjara- og réttindasviðs. • Vinna að áherslum Fíh í kjaramálum. • Gegna ráðgefandi hlutverki, en ráðið kemur þó ekki beint að gerð kjarasamninga. Í ráðinu sitja samtals 15 fulltrúar auk starfsmanna kjara- og réttindasviðs Fíh. Skipan í ráðið tekur mið af viðsemjendum Fíh í miðlægum kjarasamningum og skiptist hún þannig: • Frá ríki, stofnunum þar sem hjúkrunarfræðingar vinna samkvæmt kjarasamningi við fjármálaráðherra fyrir

hönd ríkissjóðs, sitja fulltrúar frá hverri heilbrigðisstofnun ríkisins. Þrír fulltrúar Landspítala (einn frá hverju klínísku sviði), einn frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og einn af hverri heilbrigðisstofnun: Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. • Frá öðrum viðsemjendum, þ.e. Reykjavíkurborg, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Reykjalundi, situr einn fulltrúi frá hverjum viðsemjanda. Kosið er í ráðið á tveggja ára fresti fyrir 1. mars hvers árs sem stendur á oddatölu. Tilnefningar frá stofnun/deild skulu berast til kjararáðgjafa Fíh á netfangið eva@hjukrun.is fyrir 27. febrúar 2021. Fyrir setu á fundum trúnaðarmannaráðs er greitt tímakaup skv. verklagsreglum Fíh. Ferðakostnaður vegna fundarsóknar er jafnframt greiddur skv. verklagsreglum Fíh.

Kveðjur Kv ðj til heilbr h ilbrigðis i ði sttarfsffólk ólks k

með m eð e ð vir vi ði ðin ð ngu n gu og þ og þak kk klæ ætii æ

arionbanki.is

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 21


Fólk er líkamlega og andlega þreytt eftir langvarandi álag  — Viðtal  við  Ragnheiði  Ósk  Erlendsdóttur,  framkvæmdastjóra  hjúkrunar  á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Gríðarlegt álag hefur verið á starfsfólki Heilsugæslu höfuðborgarinnar vegna covid-19 þar sem allir hlaupa hratt og gera sitt besta til að ná að halda utan um ástandið og sinna sínum skjólstæðingum á sem allra bestan hátt. Það eru margar spurningar sem vakna á þessum dæmalausu tímum í mannkynssögunni þar sem óþekkt veira herjar á meira og minni alla heimsbyggðina. En ef við snúum okkur að hjúkrun og starfsemi heilsugæslunnar í höfuðborginni þá er engin betri til svara en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gefum henni orðið.

Ófyrirsjáanleikinn er erfiðastur „Þetta er eitt stærsta og flóknasta verkefni sem ég hef tekið þátt í. Ófyrirsjáanleikinn er erfiðastur og ég fyllist undrun á hverjum degi yfir því hvernig allir ná að leggja saman til að marka nýjan veg. Það besta við svona stór verkefni er að maður sér girðingarnar hverfa og fullt af nýjum brúm verða til og ég vona að það verði lærdómur sem við tökum með okkur inn í framtíðina,“ segir ragnheiður og bætir strax við: „Þetta er nýr veruleiki sem ekkert okkar hefur lifað áður, því finnum við fyrir mikilli upplýsingaþörf hjá almenningi. fólk er óöruggt og vill komast í tengingu við heilbrigðiskerfið. Það vill fá upplýsingar en einnig tryggingu fyrir að það sé að gera rétt. Það hefur því verið stórt hlutverk hjúkrunarfræðinga að sinna þessari upplýsingagjöf, bæði í gegnum síma og netspjall. Þegar almannavarnastigið fór upp á neyðarstig í vor fengum við til dæmis alla skólahjúkrunarfræðingana til að koma í þessa upplýsingagjöf ásamt öllum hjúkrunarfræðingum sem voru í einhverjum öðrum verkefnum.“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Öryggisverðir þjálfaðir í Leifsstöð ragnheiður segir að þegar hún horfi til baka þá hafi maímánuður verið nokkuð góður enda hafi allt verið komið í nokkuð fastar skorður og stjórnendur hafi lagt áherslu á að reyna að koma hefðbundinni heilsugæslustarfsemi aftur í gang. En þá kom næsta verkefni sem var að opna landið með landamæraskimun í Leifsstöð. Það verkefni byrjaði 15. júní. „undirbúningstíminn eins og áður var ævintýralega stuttur. heilbrigðisstarfsfólk var sú starfsstétt sem lá alls ekki á lausu. Því var úr vöndu að ráða því við sáum fyrir að við þyrftum mikinn mannafla, nær allan sólarhringinn. Þá var brugðið á það ráð að fá öryggisverði sem störfuðu á flugvellinum til að aðstoða okkur. Þeir voru þjálfaðir upp og unnu undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga og lækna. Þetta var að sjálfsögðu umdeilt en þótti þó skynsamlegra heldur en að draga úr heilbrigðisþjónustu á öðrum stöðum. Á þessum tíma hafði hjúkrunarfélagið einnig boðað til verkfalls og þá leit þetta ekki vel út, eins og við værum að bralla einhver undanbrögð og fá fólk til að ganga í störf hjúkrunarfræðinga en sú var alls ekki raunin,“ segir ragnheiður og dæsir. hún segir að sumarið hafi síðan gengið þokkalega, margir hafi tekið þátt í landamæraverkefnunum, bæði opinberir aðilar og einkaaðilar. „Það var því oft töluverð spenna í loftinu þegar allir þurftu að koma sér saman um verklag og leiðir,“ segir hún.

22

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


fólk er líkamlega og andlega þreytt eftir langvarandi álag í gegnum húsið, inn á einum stað og út á öðrum og haft langa röð innan dyra með 2 m millibili og með sem fæstum snertiflötum,“ segir ragnheiður. Í dag eru á Suðurlandsbrautinni tekin landamærasýni, einkennasýni og sóttkvíarsýni. Á hverjum tíma eru um 30–40 starfsmenn og þar af um 6–10 hjúkrunarfræðingar eða læknar. Sýnatökufjöldinn fer alltaf vaxandi og er um 2–3 þúsund á hverjum degi.

Hjúkrunarfræðingar tryggja sóttvarnir ragnheiður segir að í svona starfsemi, þar sem umfangið er svona mikið, séu sóttvarnir gríðarlega mikilvægar. Það hafi verið hlutverk hjúkrunarfræðinga að tryggja að sóttvarnir væru með þeim hætti að sem minnst hætta væri fyrir skjólstæðinga og starfsfólk að smitast. Til dæmis þurfti að kenna öllum að klæðast hlífðarbúnaði rétt og ekki síst hvernig á að klæða sig úr. hvernig fólk má fara á milli svæða, hvað eru hrein svæði og hvað eru óhrein svæði. Einnig sé það hlutverk hjúkrunarfræðinga og lækna að hafa stöðugt gæðaeftirlit á sýnatökunni sjálfri.

Upplýsingagjöf mest hjá hjúkrunarfræðingum „Fjölskyldan um versló.“ Ragnheiður, ásamt syni sínum Agnari og tengdadótturinni Írunni.

Allt hrátt og frekar óvistlegt Þegar hér var komið sögu var ákveðið að hafa tvöfalda landamæraskimun og skima alla aftur eftir 5 daga; þá var Suðurlandsbrautin opnuð. „Þarna var autt og yfirgefið hús fengið að láni og starfsemin kýld í gang. Ekkert fansí, allt hrátt og frekar óvistlegt, en það varð bara svo að vera, „the show must go on,“ segir ragnheiður brosandi. Starfsfólk frá Öryggismiðstöðinni kom með starfsfólkinu á Suðurlandsbrautina og hefur starfað þar með því, hjúkrunarfræðingum og læknum.

Símarnir rauðglóandi ragnheiður segir að þegar önnur bylgjan hafi riðið yfir hafi hún og aðrir stjórnendur séð að heilsugæslustöðvarnar voru orðnar undirlagðar í covid-erindum. Símarnir voru rauðglóandi og mikil starfsemi í sýnatökum. Því hafi verið ljóst að ef heilsugæslan ætlaði að halda uppi hefðbundinni starfsemi þyrfti að losna við covid sem mest út af stöðvunum. „Því var ákveðið að færa alla einkennasýnatökuna á Suðurlandsbrautina og framkvæma hana í tjaldi þar fyrir utan. Sýni voru tekin úr fólki í bílum. En þegar á leið og veturinn nálgaðist sáum við að þetta gæti ekki gengið til lengdar og tókum þá undir okkur meira húsnæði á Suðurlandsbrautinni eins og sannir hústökumenn. nú þurfti að pæla hvernig við gætum látið fólk streyma

nú er ragnheiður beðin að lýsa störfum hjúkrunarfræðinga á þessum sérstöku tímum og hvernig störf þeirra hafa breyst í kjölfar covid-19. „já, upplýsingagjöf til almennings er orðinn miklu stærri hluti af starfsemi hjúkrunarfræðinga, símtöl hafa margfaldast og eins netspjallið sem er stöðugt að vaxa. Sóttvarnir eru einnig orðnar mjög stór þáttur í starfseminni, bæði innan heilsugæslunnar og eins sem ráðgjöf til almennings. Sýnatökur eru einnig nýr þáttur í störfum hjúkrunarfræðinga í svona miklum mæli eins og er í dag.“

„Já, álagið er búið að vera gríðarlega mikið, fólk er þreytt og líka bara mjög andlega þreytt, því þetta covid-fár heltekur hugann þannig að lítið svigrúm er til að koma með aðrar nýjungar, verkefni eða þróun. Þetta eru neikvæðu hliðarnar á covid, það leggur einhvern veginn allt undir sig alls staðar.“

Fólk er andlega þreytt Eins og gefur að skilja er mikið álag á öllu heilbrigðisstarfsfólki, það þekkir ragnheiður manna best. „já, álagið er búið að vera gríðarlega mikið, fólk er þreytt og líka bara mjög andlega þreytt, því þetta covid-fár heltekur hugann þannig að lítið svigrúm er til að koma með aðrar nýjungar, verkefni eða þróun. Þetta eru neikvæðu hliðarnar á covid, það leggur einhvern veginn allt undir sig alls staðar. Ég held því að við

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 23


magnús hlynur hreiðarsson

Ragnheiður segir starfsandann og stemminguna á meðal starfsfólk heilsugæslunnar ótrúlega góða þrátt fyrir gríðarlegt álag á öllu starfsfólki. Hér eru fjórir hressir hjúkrunarfræðingar gallaðir og klárir í sýnatöku á Suðurlandsbrautinni.

þurfum bara að gefa okkur þennan tíma í þetta verkefni og sætta okkur við að önnur verkefni verða ekki í fluggírnum á meðan. En að sama skapi er mikilvægt að vera meðvitaður um að láta covid ekki vaða yfir allt. Síðan eru það þeir sem eru í sýnatökunni sjálfri. Það er mjög erfitt að standa heilu dagana í fullum skrúða og taka sýni. Þetta eru algjörar hetjur sem standast það álag.“

„En ef maður reynir nú að líta aðeins upp, þá að sjálfsögðu berum við þá von í hjarta að bóluefni komi og losi okkur undan þessu stríði, en hvenær það verður virðist vera nokkuð óljóst enn þá,“ segir hún.

Hætt að vera nýtt og spennandi ragnheiður segir að þriðja bylgjan af covid, sem gengur yfir núna, sé mun erfiðari en hinar tvær. „já, tvímælalaust, hún er erfiðari þar sem nú fer meira að reyna á þolið. Þetta er alveg hætt að vera nýtt og spennandi. annað sem er erfiðara í þessari bylgju er að það hafa svo mörg börn lent í sóttkví og heilu leikskólarnir þurfa að mæta í sýnatöku til að losna úr sóttkví. aðstæðurnar á Suðurlandsbrautinni voru á engan hátt boðlegar fyrir þessi litlu börn. En þá tók hústökufólkið til sinna ráða og opnaði móttöku fyrir börnin á 2. hæðinni þar sem mögulegt var að sinna hverju barni í sérherbergi.“ ragnheiður segir mjög erfitt að spá um framhaldið með covid, hún sé enn þá á þeim stað að setja hausinn undir sig og halda bara áfram skref fyrir skref, dag fyrir dag. „En ef maður reynir nú að líta aðeins upp, þá að sjálfsögðu berum við þá von í hjarta að bóluefni komi og losi okkur undan þessu stríði, en hvenær það verður virðist vera nokkuð óljóst enn þá,“ segir hún.

24

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


fólk er líkamlega og andlega þreytt eftir langvarandi álag

Starfsandinn er góður

Ótrúlega stolt og þakklát

Það verður ekki hjá því komist að spyrja ragnheiði um starfsandann á vinnustaðnum í miklu álagi. „Eins og þetta horfir við mér er starfsandinn góður og þetta hefur þjappað fólki saman, en á sama tíma er fólk orðið mjög þreytt á ástandinu. hjúkrunarfræðingar og heilbrigðisstarfsfólk er líka bara venjulegt fólk og aðstæður þeirra eru mismunandi og þar af leiðandi covid-ógnin mismunandi. Við höfum lagt áherslu á reglulega, daglega stöðufundi á öllum starfseiningum og það gerir fólki mjög gott á svona tímum. Einnig höfum við hvatt starfseiningar til að gera eitthvað skemmtilegt saman þar sem viðburðir okkar eins og fræðadagarnir og árshátíðin hafa fallið niður vegna covid.“

Það er komið að lokaorðunum og það stendur ekki á svörum hjá ragnheiði: „Bara hvað ég er ótrúlega stolt og þakklát fyrir að fá að vera samferða og starfa með svona flottum hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki í heilsugæslunni. Ég merki ótrúlegan vilja, þol, þrautseigju, styrk, snilli, góðmennsku og kærleik frá þeim á hverjum degi. hjúkrunarfræðingar eru „stórasta stétt í heimi,“ segir hún hlæjandi. Viðtal: Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbriggðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkraahúsa landsins. Sjúkrahúsið er kennslusjúkrahús og fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til að hljóta alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni. J f f t er SAk meðð ISO vottun Jafnframt tt á allri ll i sinni i i starfsemi. t f i Akureyri er fjölskylduvænn bær með góða möguleika til afþreyingar jafnt sumar sem vetur. Hann státar af blómlegu PHQQLQJDUOt¿ RJ DIEUDJèV ~WLYLVWDUVY èXP VHP JOHèMD KHLPDPHQQ MDIQW VHP JHVWNRPDQGL Ef þú vilt koma og vinna á skemmtilegum vinnustað þar sem áhersla er lögð á heilsu og vellíðan starfsmanna og gott VWDUIVXPKYHU¿ ìi HU 6$N JyèXU NRVWXU Við tökum vel á móti þér!

ÖR RYGGI Y - SAMVINNA A - FRAMSÆKNI

VIL LT ÞÚ GANGA A TIL LIÐS VIÐ ÖFLUGA AN HÓP HJÚKRUNARFRÆÐINGA A VIÐ SJÚKRA SJÚKRAHÚSIÐ AHÚSIÐ Á AKUREYRI?

.tNWX i YHÀQQ RNNDU VDN LV DWYLQQD

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 25


Heilsukvíði og streita á tímum covid-19

„Stór hluti starfs okkar undanfarið hefur verið að róa fólk. Breytingarnar voru svo hraðar til að byrja með og við áttum fullt í fangi með að læra hvernig við ættum að bregðast við, sem og að halda ró okkar í þessu ölduróti. Stundum varð fólk mjög reitt en það var þessi óvissa um veiruna og óöryggið um hvers lags sóttkví fólk átti að fara í enda nýr og óþekktur veruleiki sem við höfum öll staðið frammi fyrir undanfarna mánuði,“ segir Sólrún Ólína Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni í Salahverfi og formaður fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga.

„Fólk þurfti bara að ræða við einhvern“ „Margir vildu komast strax í sýnatöku og í byrjun þurftum við að beita okkar klíníska nefi til að meta þörf fyrir sýnatöku. Það fór að sjálfsögðu eftir einkennum hjá hverjum og einum og oft fylgdum við fólki eftir í nokkra daga áður en það komst að í sýnatöku. Þegar sýnatökupinnarnir kláruðust þurfti virkilega að vanda til verka,“ rifjar hún upp.

Í upphafi faraldursins byrjaði þetta rólega en svo drukknuðum við í símaráðgjöf um covid-19, segir Sólrún. „Margir vildu komast strax í sýnatöku og í byrjun þurum við að beita okkar klíníska nefi til að meta þörf fyrir sýnatöku. Það fór að sjálfsögðu eir einkennum hjá hverjum og einum og o fylgdum við fólki eir í nokkra daga áður en það komst að í sýnatöku. Þegar sýnatökupinnarnir kláruðust þuri virkilega að vanda til verka,“ riar hún upp. „Við fundum fyrir töluverðum heilsukvíða og streitu vegna hinnar óþekktu veiru og o þuri fólk bara að ræða við einhvern um líðan sína og einkenni,“ segir hún jafnframt. Sá kvíði er enn til staðar og þó að störf hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu snúist alla jafnan um stuðning við andlega líðan þá hefur vissulega reynt enn meira á okkur í þessum faraldri. Þrátt fyrir að fólk geti nú pantað sjál sýnatöku, sem fram fer í gamla Orkuhúsinu á Suðurlandsbraut fyrir höfuðborgarsvæðið, eru símtölin ófá við að veita ráðleggingar, m.a. hvort þörf sé á úrvinnslusóttkví, hvernig best sé að leysa ýmsar aðstæður í sóttkví og einangrun, sem og að hughreysta fólk þegar það finnur fyrir einkennum.

Sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu Í byrjun faraldurs hvíldi skipulag og framkvæmd skimana á herðum hjúkrunarfræðinga. Sýnatökur fóru fram undir beru loi víðs vegar um landið. Sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu voru svo fluttar inn á Suðurlandsbrautina á haustdögum en ekki var sama upp á teningnum á landsbyggðinni. Þar hafa sýnatökur farið að mestu leyti fram undir beru loi. Sums staðar hefur iðnaðarhúsnæði og bílakjallarar verið nýttir. Þar er lohiti o ekki hár en aðstæður þó betri en utandyra. Þessi vinnuaðstaða er í mörgum tilfellum ekki boðleg fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa staðið sig ótrúlega vel í sýnatökunni í alls kyns veðrum, segir Sólrún og hennar von er að aðstæður fyrir sýnatökur á landsbyggðinni verði mannsæmandi þegar veturinn skellur á.

Dregið úr heimavitjunum og aukin símaþjónusta Verulega hefur dregið úr vitjunum hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun á Selfossi en þess í stað er sjúklingum fylgt eir í gegnum síma með aðstoð sjúkraliða og aðstandenda. nokkuð hefur verið um að skjólstæðingar heimahjúkrunar hafi afþakkað komu

26

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


heilsukvíði á tímum covid-19

Skólahjúkrun Sólrún telur að stuðningur og eirfylgd við nemendur í grunnskólum landsins hafi kannski ekki verið eins öflug í vor og undanfarin ár þar sem skólahjúkrunarfræðingum var kippt inn á stöðvarnar bæði til að minnka smithættu og einnig til að sinna auknu álagi á heilsugæslustöðvunum. Það var því mikið álag á skólahjúkrunarfræðinga þegar þeir komust loksins aur inn í skólana í vor og voru margir sem náðu ekki að klára verkefni vetrarins. Áhersla er lögð á að klára þessi verkefni nú í haust. hún segir jafnframt að skólahjúkrunarfræðingar finni fyrir aukinni vanlíðan og óöryggi hjá nemendum nú í þriðju bylgju faraldursins. Það verði því ærið verkefni að halda utan um þessi börn þegar faraldrinum linni.

Hjúkrunarmóttaka Mikil orka fór í að skipuleggja sýnatökur þegar faraldurinn hófst og flestum heilsugæslustöðvum var skipt upp í tvo hópa, annars vegar þeir sem unnu heima og hins vegar þeir sem störfuðu inni á stöðvunum. Því reyndist í mörgum tilfellum nauðsynlegt að draga úr flæði skjólstæðinga inn á hjúkrunarmóttökur. Einnig var heilsueflandi viðtölum við skjólstæðinga með sykursýki og aðra langvinna sjúkdóma víða sinnt símleiðis eða hreinlega frestað um óákveðinn tíma. Stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga í Færeyjum 2019. Frá vinstri: Ingibjörg Steindórsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, Anna Guðríður Gunnarsdóttir, Sólrún Ólína Sigurðardóttir, Áslaug Birna Ólafsdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir og Sveinbjörg Ólafsdóttir.

hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eir að faraldurinn hófst. Sömuleiðis var dregið úr heimavitjunum til foreldra nýbura. Vinnulag í ungbarnavernd hefur sömuleiðis breyst. „Það er afar misjafnt hvernig vinnulag í ungbarnavernd hefur breyst,“ segir anna guðríður gunnarsdóttir, verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar heilsugæslustöðvar Selfoss. „flestar höguðu því til að byrja með eins og vanalega en þegar öldi smitaðra fór vaxandi var því breytt á landsvísu þannig að komum inn á heilsugæsluna fækkaði og þess í stað var hringt í foreldra við 4 vikna, 9 vikna og 10 mánaða skoðun. Þá var á sumum stöðum öllum 2½ árs og 4 ára skoðunum frestað. heimavitjunum til nýbura og foreldra var fækkað og ölskyldunum fylgt eir símleiðis. Á sumum stöðvum var farið með vigt heim til foreldra, þeir vigtuðu síðan börnin sjálf og fengu símtal frá hjúkrunarfræðingi í kjölfarið. Þannig voru mörg erindi leyst í ungbarnaverndinni með aukinni símaþjónustu,“ segja anna og Sólrún. hjúkrunarfræðingar í ungbarnavernd hafa upplifað mikið óöryggi og vanlíðan meðal nýbakaðra mæðra og foreldra í kjölfar faraldursins, segir anna og Sólrún tekur undir það. Sumar barnshafandi mæður hafa verið mjög einangraðar á meðgöngunni sem og eir fæðingu og hafa jafnvel þur að fara í gegnum fæðingu án nánasta aðstandanda. anna segir óvissuna erfiða fyrir verðandi foreldra, m.a. varðandi þátttöku maka í fæðingunni því það hafi áhrif á andlega líðan þeirra síðustu vikur meðgöngunnar.

„Vinnudagarnir breytast sífellt og það er þessi undirliggjandi streita — ekki bara hjá þeim sem hringja á heilsugæsluna heldur eru hjúkrunarfræðingar þreyttir. Það mætti segja að fram sé komin töluverð farsóttarþreyta í mannskapinn.“

Þreyta og undirliggjandi streita fólk er reynslunni ríkara nú í þriðju bylgju faraldursins en margir eru orðnir þreyttir. „Það er óhætt að segja að álag hefur verið mikið á hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu og kannski aldrei verið jafn mikið og árið 2020 en það gleymist o í umræðunni sem oar beinist að álagi á hjúkrunarfræðinga sjúkrahúsanna. „Vinnudagarnir breytast sífellt og það er þessi undirliggjandi streita — ekki bara hjá þeim sem hringja á heilsugæsluna heldur eru hjúkrunarfræðingar þreyttir. Það mætti segja að fram sé komin töluverð farsóttarþreyta í mannskapinn. kjarabarátta hjúkrunarfræðinga hefur ekki hjálpað til á þessum óvissutímum,“ segir Sólrún. Það sem einkennt hefur störf hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum landsins er sveigjanleiki, þolinmæði, auðmýkt og einlægni. „Það geta allir fengið þessa veiru. Það eru allir undir hnífnum.“

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 27


157 þúsund flettingar á viku á heilsuvera.is

Heilsuvera.is er sá vefur sem flestir ef ekki allir Íslendingar þekkja og ekki síður netspjallið á síðunni sem hefur slegið öll met í fjölda heimsókna í kjölfar covid-19. Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur stýrir Heilsuveru af miklum myndarskap og hefur byggt upp netspjallið sem gegnir mjög mikilvægu hlutverki í dag.

Vefurinn er rekinn af heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis. Margrét sagði okkur frá vefnum og hvernig hann hefur þróast í gegnum árin, og ekki síst hversu miklu máli hann skiptir fyrir fólk í dag. „já, heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. inni á mínum síðum er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Markmið síðunnar er að koma á framfæri við almenning áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis. Við viljum vera til staðar fyrir fólk með réttar og öruggar upplýsingar,“ segir Margrét og tekur um leið fram að vefurinn sé fjórskiptur. „já, með því á ég við að það eru mínar síður þar sem þarf að nota rafræn skilríki, í öðru lagi er það þekkingarvefurinn þar sem fólk getur lesið sér til um fjölmargt sem við kemur heilsu, í þriðja lagi er þjónustuvefsjá þar sem fólk getur fundið næstu heilsugæslu eða bráðaþjónustu og fjórði þátturinn er svo netspjallið sem er opið frá 8 til 22 alla daga.“

Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur.

„Já, það er varla hægt að segja að netspjallið hafi verið til áður en covid bauð sér í heimsókn. Við opnuðum netspjallið rétt fyrir jólin 2018 en þá svaraði ég ein og var bara með opið þegar ég gat. Meðalfjöldi samtala árið 2018 var 12 samtöl á dag. Svo kom covid og á 2 vikum fór spjallið úr þessum 12 í 1070 á dag.“

Netspjallið varla til fyrir covid hjúkrunarfræðingar svara og leiðbeina fólki um heilbrigðiskerfið og gefa almenn ráð á netspjallinu. Margrét segir að vefurinn, og ekki síst netspjallið, hafi sprungið út eftir að covid-19 bankaði upp á. „já, það er varla hægt að segja að netspjallið hafi verið til áður en covid bauð sér í heimsókn. Við opnuðum netspjallið rétt fyrir jólin 2018 en þá svaraði ég ein og var bara með opið þegar ég gat. Meðalfjöldi samtala árið 2018 var 12 samtöl á dag. Svo kom covid og á 2 vikum fór spjallið úr þessum 12 í 1070 á dag. Það segir sig sjálft að ég átti ekki séns í þetta. Ég fór til framkvæmdastjóra hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (hh) einn daginn og spurði: „Eigum að loka þessu netspjalli eða reyna að manna það?“ Það var tekin ákvörðun á núll einni að manna það til að anna eftirspurn og fengu allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem vinna á skrifstofu hh og á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu skyndikúrs og var svo hent í djúpu laugina, segir Margrét.

28

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


157 þúsund flettingar á viku á heilsuvera.is

15 hjúkrunarfræðingar vinna við að svara netspjallinu Margrét segir að í dag séu 15 hjúkrunarfræðingar í vinnu við að svara netspjallinu en í þeirri bylgju sem nú er í gangi er aftur búið að virkja þá hjúkrunarfræðinga og ljósmæður sem vinna á skrifstofunni og það eru núna 25 manns að svara spjallinu. „Það er erfitt að standa þessa vakt í marga klukkutíma og því höfum við þriggja tíma vaktir og stundum bara tveggja tíma vaktir,“ segir Margrét, en netspjallið er opið frá kl. 8 til 22 alla daga. Spurningarnar sem koma í gegnum netspjallið eru margar og fjölbreyttar, það þekkir Margrét manna best. „fólk spyr um allt milli himins og jarðar. flestir eru að spyrja um covid-19 og vilja fá útskýringar á sóttkví og einangrun. Það er algengt að við vísum á heilsugæsluna en algengast er að almenn ráð dugi við þeim fyrirspurnum sem við fáum. En ég hef fengið fyrirspurnir um eldamennsku á fiski, viðbrögð við slysum og óhöppum, frá fólki sem líður illa, finnur til, hefur orðið fyrir ofbeldi, er með óvær börn og þeim sem vilja vanda sig í uppeldinu, konum sem voru að átta sig á að þær eru barnshafandi og bara flest það sem við kemur heilsu og lífi fólks,“ segir Margrét að lokum.

„En ég hef fengið fyrirspurnir um eldamennsku á fiski, viðbrögð við slysum og óhöppum, frá fólki sem líður illa, finnur til, hefur orðið fyrir ofbeldi, er með óvær börn og þeim sem vilja vanda sig í uppeldinu, konum sem voru að átta sig á að þær eru barnshafandi og bara flest það sem við kemur heilsu og lífi fólks.“

Viðtal: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Framboð til formanns Fíh

%ť-) !) ĝ' ". ļ.' ).&- #%ƒ&-0) -!-Ďƹ$)" 0"'ƭ.$- ȅ$- !- ( *ƹ0( /$' !*-( )). !ĝ' ".$). Samkvæmt lögum félagsins er formaður kjörinn í allsherjaratkvæðagreiðslu. Einungis félagsmenn með fulla aðild* eru kjörgengir í embætti formanns. Kjörtímabil formanns er fjögur ár og skal formaður vera í fullu starfi hjá félaginu. Frambjóðendur til embættis formanns skulu skila til kjörnefndar skriflegu framboði ásamt meðmælendaskrá með nöfnum a.m.k. 25 félagsmanna.

- ( *ƹ ù. (/ 0) $-.&-$ȅ0( ( ƹ(Ď' ) -$./ /$' kjörnefndar á skrifstofu Fíh merkt: Kjörnefnd Fíh Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík

Framboðsfrestur er til 31. janúar 2021 * Fulla aðild hefur hjúkrunarfræðingur sem sótt hefur um aðild að félaginu, greiðir félagsgjöld samkvæmt ákvörðun aðalfundar af launum sínum og atvinnuveitandi greiðir tilskilin gjöld í sjóði félagsins fyrir hans hönd.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020

29


Núna erum við í miðri orrustu og hugsum  bara um einn dag í einu segir Margrét Björnsdóttir Margrét Björnsdóttir hóf hjúkrunarferilinn sem hjúkrunarnemi á bráðamóttöku barna á Landspítalanum og hélt þar áfram eftir útskrift. Síðar fór hún að vinna á hjartadeildinni og við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Eftir það lá leið hennar til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og þar starfar hún nú sem fagstjóri hjúkrunar á heilsugæslunni í Garðabæ. Margrét er líka heilsuhagfræðingur. Hún svaraði nokkrum spurningum blaðsins sem snúa fyrst og fremst að covid-19-faraldrinum og hlutverki heilsugæsluhjúkrunarfræðinga á þeim vettvangi.

Símalistinn sprakk „Ég man þegar við vorum upplýst um það snemma árs 2020 að í kína væri komin upp veirusýking sem dreifðist hratt um heiminn. Það leið ekki langur tími þangað til veiran var komin til Íslands. Þá byrjaði ballið og starfsemi heilsugæslunnar gjörbreyttist á örskömmum tíma. Stöðinni var snemma skipt upp vegna samkomutakmarkana og þannig var helmingur starfsfólks á stöðinni í klínískri vinnu en hinn helmingurinn utan stöðvar í fjarvinnu. Þannig unnum við í tæplega þrjá mánuði. Í upphafi faraldursins gegndu hjúkrunarfræðingar innan heilsugæslunnar gríðarlega mikilvægu hlutverki við sýnatökur, símaráðgjöf og skráningu í sóttkví. Símalistinn sprakk og við vorum oft langt fram eftir að klára seinustu símtöl dagsins. Einnig fjölgaði fyrirspurnum í gegnum heilsuveru á netinu til muna. allar stöðvar voru daglega að taka sýni. fyrst um sinn fóru sýnatökurnar fram úti. Bílaraðirnar voru langar og það var oft kalt,“ segir Margrét.

Margrét Björnsdóttir, heilsuhagfræðingur og fagstjóri hjúkrunar á heilsugæslunni í Garðabæ.

Bílastæðakjallari Hörpu Margrét segir að til að anna eftirspurn um helgar hafi heilsugæslustöðvarnar skipst á að standa vaktina í bílstæðakjallaranum í hörpu. „já, um tíma var skortur á búnaði eins og sýnapinnum og þá þurfti að vanda vel hverja ætti að bóka í sýnatöku og hverja ekki. Eftir því sem fleiri sýktust fór covid-19 að leggja undir sig meira af okkar daglegu starfsemi og við þurftum að forgangsraða verkefnum enn frekar. aðeins bráð erindi komu inn á stöð og því sem hægt var að sinna símleiðis var sinnt með þeim hætti. Til þess að minnka líkur á smiti var komið upp sýkingamóttöku á ákveðnum tíma dags. Verkefnum var forgangsraðað í ungbarnavernd, mæðravernd og heilsuvernd skólabarna. Til lengdar er þó ekki hægt að skerða þessa þjónustu.“

Verkefni heilsugæslunnar hafa breyst Eins og gefur að skilja hafa verkefni heilsugæslunnar breyst og þróast mikið frá því í upphafi ársins. „já, það má með sanni segja, seinustu vikur hafa inflúensubólusetningar verið stór partur af starfseminni. Símaráðgjöfin er áfram mikil og nú hefur bæst við í skjólstæðingahópinn fólk með eftirköst af covid-19. Þegar bóluefni kemur á markað verður það svo hlutverk heilsugæslunnar að sjá um þá bólusetningu. Það eru því næg verkefni fram undan. Á heilsugæslunni í garðabæ höfum við líka lent í smiti innan starfsmannahópsins og það leiddi til þess að stór hluti starfsmanna var um tíma í sóttkví. Það reyndi mikið á en var að sama skapi lærdómsríkt,“ segir Margrét.

30

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ERT TU MEÐ Ð ÞURRA HÚÐ? ? HÚÐKLÁÐA A? OFNÆMISH HÚÐ?

LIIPIKAR AP+ Errtir ekki húðina. Alllt frá fyrsta de egi lífs líf ífsins. sins i


magnús hlynur hreiðarsson

Heilbrigðisstarfsfólk frá heilsugæslunni í Garðabæ sem stillti sér upp í myndatöku einn daginn nýlega eftir sýnatöku í bílastæðakjallara Hörpu.

Hjúkrunarfræðingar í brennidepli

Þolinmæði fólks minnkar

Þegar Margrét er spurð um kórónufaraldurinn segir hún að það hafi lengi verið búið að vera í umræðunni að við myndum einhvern tímann standa frammi fyrir heimsfaraldri á borð við covid-19. Árið 2020 hafði verið tilnefnt ár hjúkrunar af alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WhO) og Margréti fannst það táknrænt að heimsfaraldur hafi einmitt skollið á á þeirri stundu. Í þessu samhengi segir hún að hjúkrunarfræðingar hafi heldur betur verið í brennidepli. „Þeir hafa staðið vaktina og sýnt fram á mikilvægi sitt. Þetta hefur verið gríðarlega stórt og mikið verkefni sem ekki sér fyrir endann á. Þegar fram í sækir verður athyglisvert að horfa um öxl og hugsa til þess sem maður lagði af mörkum í baráttunni. núna erum við í miðri orrustu og hugsum bara um einn dag í einu.“

að lokum er Margrét spurð hvernig hennar fólki líði í vinnunni í þessu mikla álagi? „Það er engin spurning að mikið álag til lengdar tekur vissulega á. frá því í upphafi faraldursins höfum við staðið keik og haldið ótrauð áfram, horft á lausnir en ekki vandamál og allir hafa lagt sig 100% fram. Vorið var erfitt og það reyndi á að hitta ekki suma vinnufélagana í tæpa þrjá mánuði. Það voru því fagnaðarfundir þegar við sameinuðumst aftur í sumar eftir langan aðskilnað. Þegar sumarið kom var fólk orðið þreytt og þá var kærkomið að komast í sumarfrí. nú er haustið komið og covid-19-verkefnið heldur áfram. Á mínum vinnustað höfum við lagt áherslu að vera með daglega stöðufundi til að halda öllum upplýstum um gang mála. Við pössum vel hvert upp á annað og tölum saman. Það er mikilvægt að taka einn dag í einu og gera sér stundum glaðan dag.“ Viðtal: Magnús Hlynur Hreiðarsson

32

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


HEILBRIG GÐISVÖRUR R Við bjóðum gæðavörur fyrir heilbrigðish og sjúkrastofnanir

Í Rekstrarlandi fæst úrval af hjúkrunar- rekstrarvörum fyrir heilbrigðisstofnanir, heilsugæslu og dvalarheimili ásamt ýmiss konar hlífðar- og varnarbúnaði. Í Rekstrarlandi fást ennfremur ýmis sérhæfð tæki og mælar. Sér fræðingar okkar veita faglega aðstoð við innkaup og pöntun. R e k s t r a r l a n d | V a t n a g ö r ð u m 10 | 10 4 R e y k j a v í k | S í m i 5 1 5 1 10 0 | O p i ð a l l a v i r k a d a g a k l . 8 – 17


„Við megum vera stolt af okkur sem stétt“ — Viðtal við Ingibjörgu Rós Kjartansdóttur

„Álagið er búið að vera gríðarlega mikið síðustu vikur. Ég byrjaði að starfa í Orkuhúsinu 1. september og fljótlega eftir það byrjaði þriðji faraldurinn,“ segir Ingibjörg Rós Kjartansdóttir sem fór úr háloftunum í covid-gallann í sýnatökur í Orkuhúsinu. „Ég tel mig vera vana að vinna undir miklu álagi og við krefjandi aðstæður. Þessi vinna er frábrugðin þar sem við erum að glíma við faraldur. Ég hefði aldrei ímyndað mér að við myndum ganga í gegnum svona faraldur — þessar aðstæður í heiminum eru ótrúlegar og eiga eftir að hafa miklar afleiðingar í för með sér.“ Við erum að glíma við veiru sem við þekkjum ekki vel og við erum að reyna að gera hlutina eins vel og við getum, segir Ingibjörg. „Bara það að vinna í „covid-19-galla“ er glíma. Við erum klædd í heilslopp, með hárnet, grímu, skjöld og tvö lög af hönskum. að vinna í þessum galla í 2–4 klukkustundir samfellt er meiri háttar streð og eftir langan vinnudag er maður gjörsamlega búinn á því andlega og líkamlega,“ segir ingibjörg aðspurð um álagið í Orkuhúsinu þar sem sýnatökur fara fram.

Yfirumsjón með sýnatökum ingibjörg starfar sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er með starfstöð á Suðurlandsbraut 34 í reykjavík, eða Orkuhúsinu svokallaða, þar sem covid-19-sýnatökur fara fram. hún hefur yfirumsjón og eftirlit með sýnatökum, auk þess að svara netspjalli á heilsuveru.is. fimm hjúkrunarfræðingar eru starfandi í Orkuhúsinu, auk þess starfa 20–30 sérþjálfaðir starfsmenn á hverri vakt frá Öryggismiðstöðinni. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur.

Við höfum verið að taka sýni úr fólki á öllum aldri, eða alveg frá eins mánaðar börnum og upp í 92 ára gamalt fólk. Þessir aldursflokkar eru miskrefjandi og við erum sífellt að breyta starfseminni til þess að bæta okkur þar sem við erum ávallt að reyna að veita sem besta þjónustu.

Allt að 4000 sýni á dag „Á Suðurlandsbrautinni tökum við allt að 4000 sýni á hverjum degi. Við tökum sýni úr fólki sem er að losna úr sóttkví, einkennasýnatöku, seinni sýnatöku á landamærum og slembiskimun. Við höfum verið að taka sýni úr fólki á öllum aldri, eða alveg frá eins mánaðar börnum og upp í 92 ára gamalt fólk. Þessir aldursflokkar eru miskrefjandi og við erum sífellt að breyta starfseminni til þess að bæta okkur þar sem við erum ávallt að reyna að veita sem besta þjónustu. Mikilvægt er fyrir mig og okkur að ferlið sé skilvirkt og gangi hratt fyrir sig. Við viljum veita góða þjónustu og það skiptir mig miklu máli að fólk sé ánægt,“ segir ingibjörg.

34

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


„við megum vera stolt af okkur sem stétt“

Gríðarlegt álag á öllum

Úr flugfreyjunni í covid-gallann

ingibjörg er næst spurð um álagið á starfsfólkinu í Orkuhúsinu vegna covid-19. „Það er auðvitað gríðarlega mikið álag á okkur og mér finnst allir standa sig 100% og gott betur en það. auðvitað koma dagar þar sem fólk er algjörlega bugað, því er mikilvægt að tala saman og vera meðvitaður um samstarfsmenn sína. Það koma dagar þar sem ég sest ekki niður — það er bara þannig. Ég vil vinna verkefnið vel og má segja að ég sé stundum of samviskusöm. Það er gott samstarf á milli starfsmannanna og ég tel mikilvægt að við hrósum hvert öðru, sérstaklega á erfiðum dögum. Bara það að fá klapp á bakið og að einhver segi manni að maður sé að vinna vel skiptir gríðarlega miklu máli.“

auk þess að vera hjúkrunarfræðingur er ingibjörg líka flugfreyja. „já, það má segja það að ég hafi farið beint úr fluginu í þetta verkefni, fyrir mig var ekkert mál að skipta yfir. Ég hef verið að fljúga af og til síðan 2007 en útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 2009 og hef því verið að flakka á milli starfa síðan þá. Ég lít þó á mig fyrst og fremst sem hjúkrunarfræðing og ég er mjög stolt af minni stétt enda mikill hjúkrunarfræðingur í eðli mínu,“ segir ingibjörg. Viðtal: Magnús Hlynur Hreiðarsson

ÖF FLUG GIR G GÓÐG GERLAR fy yrir alla fjölsk j yld y du una

um

sten ndur vörð um þína heilsu ilsubúðum ðum og heilsuhillum verslana

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 35


Mikið áfall að greinast með covid-19

Hjúkrunarfræðingarnir Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir og Ásgeir Valur Snorrason voru meðal þeirra fyrstu sem greindust með covid-19. Þau halda reglulega fjölbreytt námskeið í skyndihjálp og sérhæfðum námskeiðum fyrir fagfólk í heilbrigðisgeiranum á vegum Bráðaskólans sem þau eru búin að eiga í tæp tíu ár. Þau voru einmitt að undirbúa eitt slíkt námskeið þegar þau fá símtal frá Kristni Sigvaldasyni, yfirlækni á gjörgæslu, um að hann væri kominn í sóttkví en hann ætlaði að kenna námskeiðið með þeim. Kristinn reyndist ekki sýktur en bæði Sesselja og Ásgeir Valur reyndust jákvæð eftir greiningu. Ásgeir Valur varð ekki mikið veikur en Sesselja var ekki svo heppin.

Covid-sjúklingur númer 52 „Ég er covid-sjúklingur númer 52,“ segir Sesselja en hún smitast 2. mars og greinist 7. mars. Sesselja segir að það hafi verið gríðarlegt áfall að smitast af covid-19 en hún er með asma og þar af leiðandi leggjast hvers kyns sýkingar illa á lungun. hún gerði sér strax grein fyrir hvernig hún hafði smitast og var því á varðbergi þegar grunur lék á smiti. fyrstu einkennin voru vöðvaverkir sem hún taldi fyrst vera harðsperrur. Þann 7. mars er hún orðin veik, hún fær greiningu og fljótlega ágerast einkennin en þau voru helst beinverkir, ljósfælni, sljóleiki, slappleiki og mikill hósti, hálsbólga og kölduköst. Ástandið fór fljótt versnandi og hún missti alla matarlyst og bragðskyn og fékk kviðkrampa, ógleði, svima, orkuleysi, óráð, vöðvakrampa og þar fram eir götunum. hún fær sýklalyf þremur dögum síðar og á tíunda degi fær hún vökva í æð en ónæg vökvadrykkja var eitt af vandamálunum, að sögn hennar.

Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir, gjörgæsluhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala.

„Það var mikið áfall. Ég man að ég horfði mikið á fréttir og hafði miklar áhyggjur hversu veik ég gæti orðið — gæti ég dáið? Ég fékk oft slæma martröð á næturnar og úthaldið var ekki meira en svo að ég náði að ferðast á milli rúmsins míns, sófans og á salernið,“ rifjar hún upp.

Fékk ómetanlegan stuðning „fyrstu 14 dagana gerði ég mér í raun enga grein fyrir hversu veik ég var. Ég lá mest í móki og var með óráð sennilega í einn til tvo daga — ég man ekkert eir neinum samskiptum þá daga,“ segir Sesselja. hún segir það hafa verið mikið áfall þegar hún fékk að vita að bæði vinnufélagar og vinir hennar hefðu hringt í hana en hún mundi ekkert eir þeim samskiptum. „Það var mikið áfall. Ég man að ég horfði mikið á fréttir og hafði miklar áhyggjur hversu veik ég gæti orðið — gæti ég dáið? Ég fékk o slæma martröð á næturnar og úthaldið var ekki meira en svo að ég náði að ferðast á milli rúmsins míns, sófans og á salernið,“ riar hún upp. Sonur Sesselju var með henni í sóttkví og segir hún það hafa verið ómetanlegan stuðning, auk þess sem ættingjar, vinir, yfirmenn og vinnufélagar hafi verið í daglegum samskiptum við hana

36

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


mikið áffall að greinast með covid-19

Fjölskyldan var samfleytt í 37 daga sóttkví

Ásgeir Valur Snorrason svæfingahjúkrunarfræðingur.

Ásgeir Valur Snorrason varð sem betur fer aldrei alvarlega veikur af covid-19. fyrstu einkennin voru bein- og vöðvaverkir. „Þetta voru meira verkir eins og ég hefði labbað á Esjuna — sem reyndar er langt síðan ég hef gert — en mér leið svolítið þannig. Ég var einhvern veginn alveg lemstraður,“ segir hann. hann var hitalaus og með smá kvefeinkenni. „Í nokkra daga var svo sem ekkert að frétta nema að ég var greindur með covid-19. Ég var samt virkilega þreyttur og nýtti tímann í að skanna ljósmyndir frá mömmu. Ég skannaði órar myndir og hvíldi mig í

hvort sem það var með skilaboðum, hringingum eða að bjóða fram aðstoða sína með því að kaupa inn fyrir hana. „Það var ómetanlegur stuðningur,“ segir hún.

Sesselja var í einangrun í fjórar vikur og að þeim tíma loknum var hún enn með mikinn og þurran hósta og kraftlaus. Hún skyldi halda sig frá því að eiga samskipti við aðra í tvær vikur enn. „Ég man hvað ég hlakkaði til. Ég ætlaði svo aldeilis að „tækla“ þessi veikindi, fara út að labba og allt heila prógrammið,“ segir hún.

Mikið áfall að greinast með covid-19 Starfsemi covid-deildarinnar var ekki hafin á þessum tíma en Sesselja fékk daglega símhringingar frá Landspítalanum þar

klukkustund,“ riar hann upp. Eir nokkra daga fauk bragðskynið, eins og hann orðar það. Það kom reyndar seint til baka en kom þó. „Mér finnst lyktin af bensíni núna vera vond en mér þótti hún góð og ég stóð mig að því að lykta af bensíntankinum. Þannig að þetta hefur ha í för með sér ákveðna skerðingu að geta ekki sniffað af bensíni,“ segir Ásgeir kíminn. „Það er samt ekkert létt að lenda í þessu þrátt fyrir að ég hafi aldrei orðið alvarlega veikur. Það er ákveðin breyting og nú fer ég til dæmis alltaf að sofa klukkan háltíu í staðinn fyrir klukkan ellefu,“ segir hann. Eiginkona Ásgeirs var ekki eins heppin en hún greindist jákvæð út af covid-19 síðar í marsmánuði, eða um það leyti sem Ásgeir var að hressast — og svo tóku dætur þeirra við. hún var í 37 daga samfleytt í sóttkví. „Við vorum öll í einangrun eir að ég veiktist þar til hún losnaði og vorum í raun föst í íbúðinni okkar í 37 daga,“ segir Ásgeir. „Mér fannst það allt í lagi en konan mín var orðin mjög þreytt enda varð hún mjög veik en hún þuri að fara á göngudeildina, auk þess sem ég gaf henni vökva í æð,“ segir hann. „Mér fannst þetta í raun ágætur tími enda orðinn langþreyttur eir mikla vinnutörn. Ég var í góðum félagsskap með sjálfum mér og ölskyldunni minni. Við gerðum eins gott úr þessu og við gátum og fengum heimsendan góðan mat frá jómfrúnni og öðrum góðum veitingastöðum. Þetta var samt erfiðara fyrir konuna, að vera svona föst með karlinum, enda var hún ánægð þegar hún loksins losnaði,“ segir Ásgeir brosandi.

sem innt var eir líðan hennar, sem og var hún minnt á að drekka nægan vökva. Þá hafði heilsugæslan einnig samband og bauð henni að hringja ef hún þyri frekari hjálp. Sesselja var í einangrun í órar vikur og að þeim tíma loknum var hún enn með mikinn og þurran hósta og kralaus. hún skyldi halda sig frá því að eiga samskipti við aðra í tvær vikur enn. „Ég man hvað ég hlakkaði til. Ég ætlaði svo aldeilis að „tækla“ þessi veikindi, fara út að labba og allt heila prógrammið,“ segir hún. „Þegar stóri dagurinn kom þorði ég hreinlega ég ekki ein út, ég fékk smá áfall og einfaldlega grét,“ riar hún upp. hún var enn mjög máttlaus og segir það hafa verið óljóst hve mikið hún þyldi. af þeim sökum fékk hún fylgd hvort sem það var í göngutúr eða bílferð. kortersgöngutúr gat fylgt ögurra klukkustunda hóstakast. „Þetta var mikið áfall og greinilegt að þetta gengi ekki svona hratt fyrir sig en smátt og smátt kom orkan og hóstinn minnkaði,“ segir hún sjö mánuðum eir að hún smitaðist. Sesselja segist lítið meira geta en unnið vinnuna sína og í raun lítur hún á hana sem endurhæfingu. „Ég er enn að bíða eir að komast á þann stað. Ég hef lært að ég þarf að passa mig að verða ekki of þreytt, ég hef lært að biðja um hjálp og ég reyni að finna hinn gullna meðalveg.“

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 37


helga ólafs

Er enn að glíma við fylgikvilla Sesselja er enn að glíma við fylgikvilla covid-19. Mánuðum saman var það vöðvakrampi, slappleiki og orkuleysi og nýlega var hún greind með áunna gigt. hún segir það vissulega hafa verið reiðarslag og gert alla framtíðina mjög óvissa. „Ég hef áhyggjur. hvað með önnur líffæri, eru þau heil? Er þetta ekki komið nóg?“ að fást við óþekkta veiru er mikill rússíbani og hefur eðlilega tekið mikið á. Það sem styrkir hana á vegferðinni er að muna góðu dagana — hvernig lífið var fyrir covid-19. „Ég ákvað strax í upphafi veikinda að halda dagbók með stuttum athugasemdum um líðan, verki og svefn og þess háttar. Það var eina leiðin fyrir mig til að geta rakið eir á hvernig þessi veikindi hafa verið. Vika 28 var frábær. Það var stór áfangi og fyrstu sjö dagar án bakslags. Og henni var fagnað með kaupum á fallegu málverki sem mun ætíð minna mig á að þetta er allt að koma,“ segir Sesselja. góðu dagarnir eru fleiri en þeir slæmu. hún er á vissum batavegi, orkan er að koma aur og lungun að styrkjast. að halda í jákvæðnina og horfa á góðu hlutina gengur oast hjá henni en ekki alltaf því óvissan er enn til staðar. „Ég spyr mig mikið hvað má betur fara, hvaða lærdóm er hægt að draga af þessari lífsreynslu bæði sem sjúklingur og hjúkrunarfræðingur? Mest aðkallandi finnst mér sem sjúklingur að fá sem allra fyrst markvissa endurhæfingu. Það er eitthvað sem þarf að leggja mun fyrr meiri áherslu á. Við vitum öll hversu mikilvæg sjúkraþjálfun og endurhæfing er í bataferli hjá skjólstæðingum okkar.“

Sérstakt að hljóta meðferð í gegnum síma Sesselja segir það hafa verið sérstaka reynslu að vera svona veik og að hljóta meðferð í gegnum síma. „Ég var ekki í ástandi til að meta hversu veik ég var og það hefði verið gott að hugsa út fyrir boxið: fá kannski að tala við ættingja eða vera með sjúkling í mynd? að heilbrigðisstarfsfólk komi og meti sjúkling þegar hann segir frá margra klukkustunda óráði? Ég spyr mig þessara spurninga … en ég tel að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að bera meiri ábyrgð. Sjúklingur er ekki alltaf í ástandi til að meta sig sjálfur.“ Sesselja segir staðfest samskipti skipta gífurlega miku máli við þessar kringumstæður svo hægt sé að fyrirbyggja misskilning og vera viss um að allt sé rétt skilið. Þannig er til dæmis hægt að virkja ættingja, fá mat frá þeim, gefa góð ráð og nýta artæknibúnað. hún tekur það þó sérstaklega fram að í heild hafi símaþjónustan verið mjög fagleg, það hafi verið mikil umhyggja og allir voru að gera sitt besta.

38

Vinnuframlag hjúkrunarfræðinga verður seint metið heilbrigðiskerfið stóð sig mjög vel í þessari fyrstu bylgju, segir Sesselja. „fyrir mig sem gjörgæsluhjúkrunarfræðing var það mjög sérstakt að upplifa þennan faraldur frá báðum hliðum. Ég sinnti hjúkrun covid-sýktra þegar ég kom aur til vinnu og horfði á vinnufélaga mína leggja dag við nótt að halda deildinni gangandi. Þessir mánuðir voru helgaðir vinnu og það lögðu sig allir í verkefnið dag og nótt: að hjúkra við þessar erfiðu kringumstæður sem voru stöðugum breytingum undirorpnar, hvort sem það þuri að stækka deildir eða ölga rúmum. Þetta var algert kraaverk og vinnuframlagið verður seint metið. Það eiga allur heiður skilinn, hvort sem það eru stjórnendur eða starfsfólk deilda.“

Sesselja segir það hafa verið sérstaka reynslu að vera svona veik og að hljóta meðferð í gegnum síma. „Ég var ekki í ástandi til að meta hversu veik ég var og það hefði verið gott að hugsa út fyrir boxið: Fá kannski að tala við ættingja eða vera með sjúkling í mynd? Að heilbrigðisstarfsfólk komi og meti sjúkling þegar hann segir frá margra klukkustunda óráði?“

Sesselja segir hafa verið gaman að finna hvað bakvarðasveitin og annað fagfólk frá öðrum deildum aðlagaðist með skömmum fyrirvara í stórbreytt vinnuumhverfi okkar og hvað það hafi sýnt sig hvers hjúkrunarfræðingar eru megnugir. Sömuleiðis hversu fljótt menntadeild Landspítalans lagaði sig að rafrænum samskiptum og bjó til ný námskeið á skömmum tíma, t.d. fyrir fyrir bakvarðasveitina. „já, þetta hafa verið einstakir tímar sem reyndar eru ekki búnir en þegar ég horfi til baka fyllist ég stolti og er þakklát fyrir að hafa verið hluti af þessu stóra verkefni þar sem hjúkrunarfræðingar eru einn stærsti hlekkurinn í keðju heilbrigðiskerfisins.“

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


Það er kjörið að versla jólagjafirnar í vefverslun Krabbameinsfélagsins. Um leið styrkir þú starf félagsins í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og fjölskyldna þeirra. Kynnið ykkur glæsilegt úrval á vefverslun.krabb.is


Þankastrik Mállaus í landi Iittala og Múmínálfa á tímum heimsfaraldurs Hildur Sveinsdóttir

Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt er varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta allað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvað eina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.

hvernig er að vera íslenskur hjúkrunarfræðingur sem talar ensku, norsku og sænsku, vera búsett í finnlandi en vinna í noregi af því ég verð að vera talandi á finnsku til að fá vinnu í finnlandi? allt gott að frétta eða hvað í landi iittala og Múmínálfa með covid-heimsfaraldur í þokkabót? Ég hef unnið sem hjúkrunarfræðingur undanfarin 14 ár, útskrifaðist frá ha 2006, með meistarapróf frá hÍ 2015 og hef starfað í þremur löndum, Íslandi, noregi og Svíþjóð. Ég flutti til finnlands fyrir tæpu ári til að elta ástina og var spennt að mæta til starfa og láta til mín taka í finnska heilbrigðiskerfinu, en já … það er nú eins og það er.

Get heilsað og boðið góðan daginn eftir tvö finnskunámskeið Hildur Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur.

að læra finnsku er eitthvað það erfiðasta sem ég hef tekist á við. Það eru tvö opinber tungumál í finnlandi, finnska og sænska, en þar sem flestir finnar á helsinkisvæðinu tala fyrst og fremst finnsku duga mínir sænsku hæfileikar ekki til að fá starf. Ég er búin að fara á tvö finnskunámskeið í Opna háskólanum í helsinki, get heilsað og boðið góðan daginn, skil aðeins meira en ég tala en það nær ekki mikið lengra. Ég var mjög fljót að ná sænsku og norsku enda bæði tungumálin náskyld íslensku og hjálpaði það mjög við að komast inn í samfélagið. En þetta verkefni ætlar að taka lengri tíma. Það má gera ráð fyrir tveggja ára tungumálanámi til að vera vinnufær á finnsku sjúkrahúsi og á ég því talsvert í land. aðdáun mín á erlendum starfsfélögum mínum á Íslandi er mikil því þeir hafa staðið frammi fyrir nákvæmlega sömu aðstæðum, flytja til nýs land og reyna að læra tungumál sem er algjörlega framandi og upplifa e.t.v. að reynsla þeirra í heimalandinu nýtist ekki af því þeir geta ekki tjáð sig á nýja tungumálinu.

„Það er erfitt að skilja ekki málið, geta ekki gert mig skiljanlega og vera háð manninum mínum að túlka og aðstoða mig við hluti sem ég er vön að bjarga mér með. Ferð í kjörbúð verður allt í einu löng og flókin þegar mikill tími fer í að lesa á allar umbúðir og jafnvel með google translate í símanum til að vera viss um að ég sé að kaupa léttmjólk en ekki rjóma.“

40

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


mállaus í landi iittala og múmínálfa Það er erfitt að skilja ekki málið, geta ekki gert mig skiljanlega og vera háð manninum mínum að túlka og aðstoða mig við hluti sem ég er vön að bjarga mér með. ferð í kjörbúð verður allt í einu löng og flókin þegar mikill tími fer í að lesa á allar umbúðir og jafnvel með google translate í símanum til að vera viss um að ég sé að kaupa léttmjólk en ekki rjóma. Þetta leiðir af sér pirring og vonleysi, rússíbana af tilfinningum og heimþrá og í ofanálag búum við á fordæmalausum tímum þar sem ég kemst ekki einu sinni heim til Íslands eða fjölskyldan til mín vegna covid. Þetta er afskaplega sérstakt ástand fyrir einstakling eins og mig sem er vön að vinna mikið og aldrei þurft að hafa fyrir því að fá vinnu. Það er líka erfitt að taka þessu ekki persónulega og átta sig á að ég fái ekki einu sinni séns þrátt fyrir að vera meira en nægilega hæf í starfið. En ég skil þetta mjög vel og það er langt í frá að mínar aðstæður séu einstakar. Svona er þetta bara!

„Sem betur fer vantar hjúkrunarfræðinga meira en nokkru sinni fyrr í Noregi og ferðast ég þangað einu sinni til tvisvar í mánuði og vinn á vökudeild í Ósló við Oslo universitetssykehus — OUS. Þörfin fyrir afleysingarfólk er gríðarleg og um helgar er oft helmingur starfsfólksins frá Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi.“

vera með neikvætt covid-próf áður en ég mæti á fyrstu vakt, fer í annað próf eftir sjö til átta daga og geng með andlitsgrímu fyrstu tíu dagana ef ég er svo lengi. Vökudeildinni hefur verið skipt nánast í tvennt, hámark fimm starfsmenn fá að vera í mat á sama tíma og var deildin algjörlega lokuð fyrir gestum í vor. Í næstum tvo mánuði fengu feður ekki að koma í heimsókn til barnanna sinna nema þegar þau fæddust og ef þau voru alvarleg veik. Þetta skapaði svakalegt álag á foreldrana og sálarangist fyrir marga sem áttu börn sem lágu lengi inni. Það varð því gleðilegt þegar feður fengu að koma í heimsókn tvisvar í viku, fimm klukkustundir í senn og frekar krúttlegt að sjá þá í röð fyrir framan deildina rétt fyrir kl. 16 og bíða eftir að mega koma inn. nú má eitt foreldri koma á vakt, þ.e. ef móðir kemur á morgunvakt, verður faðir að bíða þar til á kvöldvakt og svo öfugt. Er þetta til að minnka umferð um deildina og líkur á smiti milli foreldra og starfsfólks. Ég vona að ég nái einhvern tímann að skrifa um reynslu mína af því að starfa hér í finnlandi, svona þegar ég næ að segja heila setningu á finnsku. Þangað til slaka ég á í sánu og æfi mig að segja á finnsku: Minun nimi on hildur ja puhun vähän suomea. kiitos paljon kaikille tämän lukemisesta ja tervetuloa Suomeen! Ég skora á skólasystur mína úr hjúkrunarnáminu, Þóru Sif Sigurðardóttur, forstöðumann Lögmannshlíðar, öldrunarheimilis akureyrar, að skrifa næsta Þankastrik.

Mikil þörf fyrir afleysingarfólk En óttist ekki að ég sitji með hendur í skauti og láti mér leiðast. Sem betur fer vantar hjúkrunarfræðinga meira en nokkru sinni fyrr í noregi og ferðast ég þangað einu sinni til tvisvar í mánuði og vinn á vökudeild í Ósló við Oslo universitetssykehus — OuS. Þörfin fyrir afleysingarfólk er gríðarleg og um helgar er oft helmingur starfsfólksins frá Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og finnlandi. Það hafa vissulega komið upp strembin tímabil, ég vann ekkert í apríl og maí þar sem erfitt var að finna flug milli helsinki og Óslóar og hefði ferðalagið tekið frá 16 til 25 klst. með millilendingu t.d. í frankfurt, London eða Stokkhólmi. Í vor og byrjun sumars þurfti ég að hafa bréf með staðfestingu þess að ég væri að ferðast vegna vinnu til að sýna við landamæraeftirlit, bæði þegar ég fór frá finlandi og líka þegar ég kom til noregs, en annars hefði ég ekki fengið að ferðast. Vegna aukinna smita í september í Evrópu og á norðurlöndunum hefur þessu fyrirkomulagi verið komið á aftur. reglurnar breytast ört fyrir erlent starfsfólk hjá OuS eða fast starfsfólk sem hefur ferðast erlendis. Í mars var landinu lokað og mátti erlent starfsfólk ekki koma til vinnu ef það ferðaðist með flugi en mátti koma með lest, rútu eða bíl. Viku seinna var þessu breytt en þá fengu margir danskir hjúkrunarfræðingar skilaboð um að þeir mættu ekki starfa erlendis heldur ættu að halda sig heima. nú er það svo að ég þarf að

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 41


Með augum hjúkrunarfræðingsins Ljósmyndasamkeppni

Fjöldi fallegra mynda barst í ljósmyndasamkeppni Tímarits hjúkrunarfræðinga fyrir þetta tölublað frá íslenskri náttúru, furðuverur úr steini og hjúkrunarfræðingum að störfum. Forsíðumyndina sem varð fyrir valinu tók Helga Sif Friðjónsdóttir í sumar á ferð sinni í kringum landið. Myndin er af listaverki eftir Vilmund Þorgrímsson myndhöggvara og er listaverkið til sýnis á safni hans „Bones and stones” að Hvarfi í Djúpavogi. Tímarit hjúkrunarfræðinga þakkar þátttökuna og birtir nokkrar innsendar myndir.

Göngustígur. Myndina tók Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir.

Haustganga í Vestmannaeyjum. Myndina tók Hildur Vattnes Kristjánsdóttir.

42

Geislabaugur. Myndin er af Berglindi Gestsdóttur hjúkrunarfræðingi sem stendur vaktina á bráðamóttökunni. Myndina tók Elín Tryggvadóttir.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


með augum hjúkrunarfræðingsins

Haustganga í Vestmannaeyjum í góðum félagsskap. Myndina tók Hildur Vattnes Kristjánsdóttir.

Furðuvera. Myndina tók Svanhvít Vatnsdal Jóhannsdóttir.

Útsýnisskífa. Myndina tók Svanhvít Vatnsdal Jóhannsdóttir.

Jarðtenging í Elliðaárdalnum. Myndina tók Sólveig Sveinbjörnsdóttir.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 43


Markmiðið að valdefla unga hjúkrunarfræðinga — Nightingale-verkefnið

Nightingale-verkefnið er þáttur í alþjóðlega Nursing Now-verkefninu sem ætlað er að vekja athygli á störfum og mikilvægi fagstéttarinnar um allan heim. Markmið átaksins hefur verið að bæta stöðu og ímynd hjúkrunar á alþjóðavettvangi og valdefla hjúkrunarfræðinga. Því var sett af stað svonefnt Nightingale-verkefni í ár í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Florence Nightingale sem hefur þann tilgang að ná til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra yngri en 35 ára og styðja næstu kynslóð í að verða leiðtogar í sínu fagi.

Þátttakendur velferðarsviðs Reykjavíkurborgar ásamt leiðbeinendum.

Markmiðið var að a.m.k. 20.000 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður um heim allan njóti góðs af átakinu og a.m.k. 1.000 vinnustaðir taki þátt í verkefninu. nú þegar hafa yfir 20.000 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á 572 vinnustöðum í 66 löndum hafið þátttöku í verkefninu. nightingale-verkefninu hefur verið hrint af stað hér á landi og þegar nokkrir vinnustaðir skráð sig til leiks.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar Velferðarsvið reykjavíkurborgar tók fagnandi áskorun alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga (iCn) um að leggja sitt af mörkum til markvissrar styrkingar á fagmennsku og leiðtogahæfileikum ungra hjúkrunarfræðinga. hjúkrunarfræðingarnir

44

Margrét guðnadóttir og Vilhelmína Einarsdóttir tóku að sér að halda utan um verkefnið innan borgarinnar og skipuleggja framkvæmd þess og framgang. unnið var út frá hugmyndum leiðtogaþjálfunar og stuðst við fræðsluefni og umræðu um ýmsa sérhæfða nálgun hjúkrunar. Dagskráin samanstóð af ölbreyttum tveggja klukkustunda mánaðarlegum fræðslufundum á dagvinnutíma, í skemmtilegum og örvandi félagsskap ungra hjúkrunarfræðinga innan velferðarsviðs reykjavíkurborgar. fjallað var um framtíð hjúkrunar og heilbrigðiskerfisins, stefnu hjúkrunar, persónuleg markmið og faglega þróun. rætt var um leiðtogahæfileika og þreytt voru stutt próf til að greina betur styrkleika og veikleika hvers og eins. Í framhaldinu voru þátttakendur hvattir til að nýta sér sér þetta tækifæri til að finna sér formlegan leiðbeinanda og setja sig í samband við fagmann

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


markmiðið að valdefla unga hjúkrunarfræðinga sem væri þeim fyrirmynd. að sögn Margrétar er markviss stuðningur leiðbeinanda vannýtt auðlind. innan fagsins eru margar góðar fyrirmyndir sem auðvelt er að nálgast. Með auknu og skipulögðu samtali milli óreyndra og þeirra sem búa yfir meiri reynslu liggja tækifæri gagnkvæms lærdóms og þróunar á enn sterkari fagvitund hjúkrunarfræðinga, segir Margrét. Breyttar aðstæður í vinnuumhverfinu og samfélaginu hafði ófyrirséð áhrif á verkefnið og því verður það að bíða betri tíma. að sögn Margrétar var þátttaka mjög góð og fleiri hefðu viljað taka þátt en fengu vegna aldurstakmarkana. „Það er fullvíst að velferðarsvið reykjavíkurborgar mun áfram leggja áherslu á markvissa styrkingu á faglegri færni hjúkrunarfræðinga sinna,“ segir hún.

20 hjúkrunarfræðingar frá 12 deildum Landspítalans tóku þátt nightingale-verkefninu var hrint af stað í lok janúar 2020 á Landspítala með þátttöku 20 ungra hjúkrunarfræðinga frá 12 klínískum deildum. nightingale-verkefnið fellur vel að áherslum Landspítala um starfsþróun innan skilgreinds vinnutíma í frjóu lærdómsumhverfi með það að markmiði að starfsfólk Landspítala búi yfir hæfni til að auka gæði, öryggi og hagkvæmni þjónustunnar. Þátttakendur skuldbundu sig til að taka

virkan þátt í ölbreyttri dagskrá um leiðtogafærni á 12 mánaða tímabili frá janúar til desember 2020. Verkefnið á Landspítalanum hefur falið í sér leiðtogaþjálfun þar sem þátttakendur hafa lesið greinar og hlustað á myndbönd um leiðtogahæfni, tekið nám á netinu á vegum Institute for Healthcare Improvement Open School, komið saman og hlustað á fyrirlestra sem tengjast leiðtogahlutverkinu, og farið í heimsókn til Embættis landlæknis, að sögn huldu Pálsdóttur, verkefnastjóra menntadeildar Landspítala. fyrirlestrarnir hafa verið um markmiðasetningu og teymisvinnu, hvernig við nýtum styrkleika okkar í starfi og leiðtogafærni. hver mánuður er tileinkaður ákveðnu þema og í febrúar var þemað t.a.m. teymisvinna. „Covid-19-faraldurinn hefur auðvitað sett strik í reikninginn og hindrað þátttöku okkar bæði í að fara á milli deilda innan spítalans og ley þátttakendum að velja sér leiðbeinanda á öðrum deildum, kynnast honum nánar og fylgja honum eir í starfi. En á móti kemur að við eigum mjög færa leiðtoga innanhúss sem hafa komið og spjallað við okkur,“ segir hulda. „Þá bauð Embætti landlæknis okkur í heimsókn við mikla ánægju þátttakenda. Starfsemi embættisins var kynnt og héldu nokkrir hjúkrunarfræðingar og landlæknir erindi og var áhersla lögð á umbótastörf í þágu heilsu og vellíðanar landsmanna. Það er von okkar á Landspítalanum að þátttakendur öðlist færni til að eiga frumkvæði að og stýra verkefnum innan Land-

T

kum sem og fni, salt, ger eða laktósa.

Umbúðir endurun nnar úr plasti úr sjónum.

Fæst í apótekum, heilsubúðum ilsubúðum og heilsuhillum verslana.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 45


helga ólafs

Þátttakendur frá Landspítala.

spítalans og heilbrigðisþjónustunnar. Viðfangsefnin eru endalaus og óteljandi og til þess þarf hæ fólk með frumkvæði, drira og ástríðu að leiðarljósi um að stýra verkefnum er stuðla að umbótum í starfi.“

Hlustum-verkefnið á vegum Sjúkrahússins á Akureyri Sjúkrahúsið á akureyri tók þátt í nightingale-verkefninu og lagði sitt af mörkum við að styðja ákvörðun alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WhO) með einu ákveðnu verkefni, hLuSTuM, sem stýrt var af Erlu Björnsdóttur, ráðgjafa fræðslu og starfsþróunar á Sak. Tilgangur verkefnisins var að skilgreina og reyna að koma til móts við þarfir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra með það í huga að bæta starfsumhverfi þeirra. hver og ein deild skipaði tvo fulltrúa sem tóku þátt í verkefninu fyrir hönd deildarinnar. Leitast var við að fulltrúar deildanna væru undir 35 ára líkt og verkefni nightingale kvað á um. Starfsmenn deilda Sak höfðu síðan tækifæri til þess að koma hugmyndum um bætt starfsumhverfi til þeirra fulltrúa sem skipaðir voru og tóku þátt fyrir hönd hverrar deildar. haldnir voru vinnufundir með fulltrúum allra deilda þar sem farið var í gegnum þá þætti sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður töldu geta ha áhrif á starfsumhverfi, starfslíðan eða starfsþróun þeirra. Lagðar voru fram spurningar um hver áhrifin yrðu ef kæmi til þeirra breytinga sem lagðar voru til. um miðjan nóvember munu niðurstöður verkefnisins verða kynntar starfsmönnum Sak á opnum fundi. Þar verður farið yfir þær hugmyndir sem komu fram og þær breytingar sem munu eiga sér stað og hafa áhrif á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Ljóst er að niðurstöðurnar munu einnig hafa áhrif á aðrar starfstéttir og er það einkar gleðilegt, sumar þeirra eru nú þegar komnar til framkvæmda þó ekki sé búið að kynna þær og má nefna til dæmis breytingar á matseðli í eldhúsi, aðgengi að „smoothie“ í eldhúsi, gleðistyrk glaums o.fl. „Það er mikilvægt að viðhorf starfsfólksins fái að heyrast og það fái að vera þátttakendur þar sem aðaláhersla er lögð á samtal sem byggist á einlægum áhuga og því að efla traust. Það er von mannauðsdeildar að verkefni sem þetta verði fyrirmynd að áframhaldandi vinnu með fleiri starfstéttum svo veita megi og bæta þjónustu sem fullnægir þörfum starfsmanna,“ segir hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og bráða- og þróunarsviðs á Sjúkrahúsinu á akureyri.

46

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


FRÍMANN & HÁL H LFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA

Frímann

Hálfd Hál álfdán n

Ólöf

s: 897 2468

s: 898 8 5 576 65

s: 898 3075

Stapahraun ni 5, 5 H Hafnarrfiirði | 565 9775 www w.uth th.is | uth@uth.is uth@ut th is


Tæpitungulaust Hvað get ég gert núna? — Gunnar Hersveinn Við getum aðeins þrifist vel og búið við farsæld ef annað í kringum okkur, fólk, dýr, jurtir, land, vatn og haf, þrífst einnig vel. Allir geta gert eitthvað, hver starfsstétt, hver fjölskylda, hver einstaklingur. „Gefum af okkur — sýnum góðvild og samkennd.“ Veldu þér stað og hlutverk og taktu þátt í endurreisninni. „Ég hef oft hugsað um þessa spurningu: „hvað get ég gert?“ En þegar ég á að fara að tala um þetta finnst mér ég ekkert geta sagt. kannske er það af því að ég veit ekki hvað ég á að gera.“ Þannig skrifaði Sigursteinn faðir minn í hugleiðingu tvítugur að aldri. hann fjallar þar um hugsanlegt hlutverk sitt í lífinu og tækifæri til að láta gott af sér leiða. hann talar um hvað það er auðvelt að gera eitthvað allt annað, kannski vegna eigingirni, óþolinmæði eða leti. Það er svo auðvelt að fljóta sofandi að feigðarósi án þess að vinna afrek. hver hefur sitt hlutverk, gefur sér eða velur hlutverk í lífinu ef gæfan lofar. Þetta var skrifað fyrir 72 árum. En um svipað leyti útskrifaðist David attenborough frá Cambridge í náttúruvísindum og hugleiddi eflaust það sama.

Gunnar Hersveinn heimspekingur.

Nú vitum við að enginn verður hamingjusamur með því að hugsa einungis um sjálfan sig. Okkur ber nú skylda til að hjálpa hvert öðru ef um hættulegar aðstæður er að ræða. En til að bæta samskiptin þurfum við að efla tiltekin lífsgildi og gera eitthvað fallegt fyrir aðra.

Að breyta hjartalagi hvað get ég gert? er spurning sem einnig ég hef glímt við, kannski erfði ég hana en vonandi er hún sammannleg. Ég gerði tilraun til að svara henni almennt í bókinni Heillaspor – gildin okkar (forlagið, 2020). Til að svara þessari spurningu setti ég fram tilgátu um hvernig góðvildin birtist í veröldinni sem löngun til að breyta hjartalagi fólks. Þessi hugsun, löngun og síðast en ekki síst hjálpsemi breytti öllu til betri vegar. Einn hópur fólks fann til með öðrum hóp sem átti bágt. Þau settu sig í spor þeirra, ímynduðu sér hvernig þeim liði og spurðu sig: „hvað get ég gert til að þeim líði betur?“ Þau ákváðu að rétta þeim hjálparhönd. Engum bar skylda í upphafi til að hjálpa enda var ekki búið að spá fyrir um þetta atferli. nú vitum við að enginn verður hamingjusamur með því að hugsa einungis um sjálfan sig. Okkur ber nú skylda til að hjálpa hvert öðru ef um hættulegar aðstæður er að ræða. En til að bæta samskiptin þurfum við að efla tiltekin lífsgildi og gera eitthvað fallegt fyrir aðra.

Þurfum meira en gáfur  David attenborough, sem er af sömu kynslóð og pabbi, Vigdís finnbogadóttir og vinir hennar, spurði sig aftur 93 ára gamall eftir áratuga farsælt starf við að miðla villtu dýra- og plöntulífi til almennings í sjónvarpi og bókum: „hvað get ég gert

48

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


hvað get ég gert núna? núna?“ Til að svara spurningunni gerði hann kvikmyndina A Life On Our Planet sem var frumsýnd í október 2020. Markmiðið var að sýna og sannfæra: að okkur ber skylda til að hætta að eyðileggja villt svæði á jörðinni og skaða líffræðilega fjölbreytni. Við eigum að hlúa að því villta. attenborough varð vitni að því hvernig villt svæði lífríkisins á jörðinni skruppu saman frá árinu 1937 úr 66% hlutfalli í 35% árið 2020. Lífið á jörðinni var í jafnvægi í tíu þúsund ár, þar sem árstíðir skiptust á eins og eftir klukkunni, en nú stefnir í sjötta útrýmingarskeiðið. helmingur trjáa í regnskógum hefur verið felldur, meðal annars til að framleiða pálmaolíu og kjöt. regnskógurinn í Borneó í asíu hefur til að mynda minnkað um helming af mannavöldum. helmingur frjósams jarðvegs á jörðinni er nú ræktað land. heimkynni okkar eru takmörkuð auðlind. Villifána (wild fauna) jarðar er ekki aðeins takmörkuð auðlind heldur einnig á hverfanda hveli.

• kærleikur: að breiða góðvild út um víða veröld öllum til handa • mildi: að efla mannúð og læra að bregðast fallega við • umhyggja: að skilja að allir þurfa á hlýju að halda • yndi: að njóta samskipta við fólk og náttúru • náttúruást: að tengja saman ástríkið á jörðinni undir heiðskírum himni. Stóra verkefnið fram undan er ekki að endurreisa efnahag og atvinnulíf til sama horfs og áður heldur að endurnýja það í nafni sjálfbærni, ekki aðeins til að hjálpa jörðinni og villtu dýra- og plöntulífi heldur einnig til að bjarga sjálfum okkur frá þjáningunni. Mannkynið hefur lagt alla jörðina undir sig og fátt eitt af villtri náttúru er ósnert. kvikmynd attenboroughs er vitnisburður um það og við þurfum núna útsjónarsemi til að bjarga villtum dýrum og líffræðilegum fjölbreytileika undan okkur sjálfum.

Villt svæði fánu og flóru

Stóra verkefnið fram undan er ekki að endurreisa efnahag og atvinnulíf til sama horfs og áður heldur að endurnýja það í nafni sjálfbærni, ekki aðeins til að hjálpa jörðinni og villtu dýraog plöntulífi heldur einnig til að bjarga sjálfum okkur frá þjáningunni. Mannkynið hefur lagt alla jörðina undir sig og fátt eitt af villtri náttúru er ósnert.

attenborough segir að við þurfum ekki aðeins gáfur/skynsemi til að snúa þróuninni við heldur einnig visku. hann segir ekki hvers konar visku heldur skilur áhorfendur eftir með þá spurningu í huga. hver er þessi viska? Tæpitungulaust tel ég að viskan sé:

Við þurfum að æfa okkur í gagnrýnni og skapandi hugsun og læra að vega og meta sambandið milli lífsgilda og farsældar í lífinu til að takast á við ringulreiðina sem gæti verið fram undan. Við þurfum að kenna kærleika, mildi og umhyggju af krafti. Við þurfum að taka boðskap Davids attenborough alvarlega og endurreisa líffræðilegan fjölbreytileika og endurheimta villt svæði fánu og flóru. fylla það sem við tæmdum. Við þurfum að setja aukinn kraft í að ná sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum, sjálfbærar borgir og samfélög, ábyrga neyslu og framleiðslu o.s.frv. Það er enn þá raunhæfur möguleiki, og að ná í leiðinni markmiðum um enga fátækt og ekkert hungur með auknum jöfnuði. Það grætilega er að við erum að tortíma á tímum þar sem við höfum tækifæri til að efla líffræðilega fjölbreytni. Snúum þróuninni við! Það er enn ráðrúm til að breyta.

vertu með á

https://www.facebook.com/hjukrun

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 49


Setið fyrir svörum … — Þrjár kynslóðir sitja fyrir svörum

„Það þýðir nú lítið að vera að velta sér upp úr einhverju sem maður fær ekki breytt,“ segir Ásta Thoroddsen aðspurð um hver mesta eftirsjáin sé, en hún ásamt Gísli Níls Einarssyni og Sigurði Ými Sigurjónssyni sitja fyrir svörum um allt frá því hvaða bækur liggja á náttborðinu þeirra til dyggða og lasta. Það sem hræðir Gísla mest er að hafa ekki nægan tíma til að koma öllu í verk í þessu lífi. „Það er svo margt sem maður á eftir að gera.“ Að mati Sigurðar er hans helsti löstur leti og á hann það sameiginlegt með Ástu. „Ég er get verið ótrúlega latur. Ég er týpan sem keyri mig á batteríum og þarf að endurhlaða mig reglulega. Á þeim tímapunktum nenni ég ekki neinu,“ segir Sigurður. Sá eiginleiki sem Gísli vildi helst hafa er að geta sest niður hvar og hvenær sem er — líkt og bróðir hans Óskar gat gert — og fengið sér stutta kríu til að hlaða batteríin.

Er fullkomin hamingja til? — Ásta Thoroddsen

Ásta Thoroddsen, prófessor í hjúkrunarfræði.

50

Fullkomin hamingja er … þegar ég hef fólkið mitt, börnin, barnabörnin, tengdabörnin og manninn minn nálægt mér. En svo er spurning hvort fullkomin hamingja er til? Hvað hræðist þú mest? Sem betur fer veit ég ekki hvað ég hræðist mest. En að missa heilsuna er hrikaleg tilhugsun. Fyrirmyndin? Ég gæti nefnt fólk sem mér finnst til fyrirmyndar en ég tel það ekki endilega vera mínar fyrirmyndir. Eftirlætismáltækið? ætli við náum þessu, komist ekki næst því. Hver er þinn helsti kostur? heiðarleiki og seigla. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung? Lengi vel sá ég sjálfa mig fyrir mér í sendiráði úti í heimi. Eftirlætismaturinn? Þessa vikuna eru það svínakóteletturnar sem hann Bolli minn býr til. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? fals og óheiðarleika. Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? að hafa komið frábæru börnunum mínum í heiminn. Svo er ég ákaflega stolt af því að hafa náð að stofna rannsókna- og þróunarsetur um iCnP sem hefur hlotið viðurkenningu iCn, alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga. Eftirminnilegasta ferðalagið? Þau eru nú ansi mörg ferðalögin. Sumarið 2019 fór öll fjölskyldan, 19 manns, til Ítalíu þar sem við leigðum okkur stórt hús. Það var alveg magnað. Ofmetnasta dyggðin? Dugnaður. Sumir hafa alltaf svo brjálað að gera og virðast ekki gefa sér tíma til að njóta. Hver er þinn helsti löstur? Leti og félagsfælni í stórum hóp. Hverjum dáist þú mest að? Þegar ég skrifa þetta er alþjóðlegi alzheimerdagurinn. Ég dáist að aðstandendum ungra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Magnús karl Magnússon og anna Ólafía Sigurðardóttir bera þar af, ég dáist að þeim og þau eru afar góðar fyrirmyndir. Eftirlætishöfundurinn? Enginn einn. Vigdís grímsdóttir var lengi vel í uppáhaldi hjá mér. hins vegar hef ég á undanförnum árum lesið bækur sem hafa skilið mikið eftir hjá mér, t.d. Veröld sem var eftir Stefan Zweig og náðarstund eftir hönnu kent. Þýðingin á þeirri seinni er líka alveg frábær. Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? heyrðu, og klárlega. Mesta eftirsjáin? Það þýðir nú lítið að vera velta sér upp úr einhverju sem maður fær ekki breytt. Eftirlætisleikfangið? ætli það sé ekki bara síminn. Bókin á náttborðinu? fjórar bækur eftir Ólaf jóhann Ólafsson og saklausar ástarsögur eftir ingibjörgu Sigurðardóttur sem ég hafði aldrei heyrt

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


setið fyrir svörum … um og komu út á 6. og 7. áratugnum. Eftir að hafa klárað guðrúnu frá Lundi ákvað ég að skoða þessar. Mér áskotnuðust nokkrir bókakassar frá fólki sem var að flytja og ákvað að lesa fjölda bóka úr þeim sem ég hafði ekki áður lesið. Þetta hefur sparað margar ferðir á bókasafnið. Svo er spurning hvað á að gera við bækurnar eftir lesturinn. Stóra ástin í lífinu? hann Bolli minn. Þitt helsta afrek? fyrir utan að hafa komið börnunum fjórum í heiminn þá kýs ég að nefna doktorsgráðuna sem ég lauk seint og um síðir. Eftirlætisdýrið? Ekkert. Hvar vildir þú helst búa? Ég er mjög sátt við staðinn þar sem ég bý í reykjavík. Hvað er skemmtilegast? að ferðast og njóta matar með fjölskyldu og vinum. Hvaða eiginleika metur þú mest í fari vina? heilindi. Eftirlætiskvikmyndin? Engin. Markmið í lífinu? að njóta hversdagsleikans og dagsins í dag. Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Ég held að mér hefði þótt gaman að vera veðurfræðingur. Það gerir nördinn í mér. Eitthvað að lokum … njótum dagsins í dag og ekki fresta því sem þig langar til að gera til morgundagsins. Maður er óþægilega oft minntur á að margir fengu ekki að njóta morgundagsins. Þetta gerist æ oftar enda ég komin á þann aldur.

„Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær“ — Gísli Níls Einarsson Fullkomin hamingja er … að njóta að vera með fjölskyldunni og vera að veiða úti í á. Hvað hræðist þú mest? að hafa ekki nægan tíma til að koma öllu í verk í þessu lífi. Það er svo margt sem maður á eftir að gera. Fyrirmyndin? Er þakklátur fyrir að hafa kynnst mörgum fyrirmyndum á lífsleiðinni sem hafa verið mér gott leiðarljós í lífinu. foreldra mína sem kenndu mér jákvætt hugarfar og hugrekki til að leita á vit ævintýranna. Í hjúkruninni er ég afskaplega þakklátur fyrir fyrirmyndina sem ég fann í Margréti Tómasdóttir og guðbjörgu Pálsdóttur hjúkrunarfræðingum sem eru miklir snillingar, leiðtogar og persónur. frábærar fyrirmyndir. Eftirlætismáltækið? Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. aðalhvatningarfrasinn hans pabba við mig þegar ég var eitthvað að væla utan í honum. Hver er þinn helsti kostur? Bjartsýnt viðhorf til lífsins og jákvæðni til að takast á við nýverkefni. Sömuleiðis drifkrafturinn við að koma hlutum af stað eða flokkast það kannski undir þrjósku? Hvað vildirðu verða þegar þú varst ungur? fyrst vildi ég vera gröfumaður, svo rallí-bílstjóri, prestur, því næst slökkviliðsmaður og svo hjúkrunarfræðingur. Eftir erfitt val endaði ég svo á því að verða slökkviliðsmaður og hjúkrunarfræðingur. Eftirlætismaturinn? nætursaltaður þorskur og hamsatólg. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? undirförli, óheiðarleika og neikvæðni. Hverju ertu stoltastur af að hafa áorkað? Stoltastur að hafa loksins sjóast eftir að hafa verið sjóveikur fyrstu 3 mánuðina þegar ég byrjaði 16 ára til sjós. Eftirminnilegasta ferðalagið? Sex mánaða heimsreisan mín kringum hnöttinn sem hófst daginn eftir stúdentsútskriftina mína 1994. heimsreisan byrjaði á því að flugvélin fór út af flugbrautinni í upphafi flugtaksins. „fall er fararheill,“ sagði einhver — síðan stökk ég upp í næstu vél. Ofmetnasta dyggðin? að vinnan sé allt. Hver er þinn helsti löstur? get verið óþolinmóður þegar mér finnst hlutirnir ekki ganga nógu hratt fyrir sig. Vil þá ýta á eftir hlutum og stíg stundum á tær. Á líka til með að gera of miklar kröfur til annarra þar sem ég geri miklar kröfur til sjálfs mín. Hverjum dáist þú mest að? get ekki annað en dáðst af fólkinu í landinu sem er nú að takast á við covid-19-heimsfaraldurinn. Þetta er meira en að segja það að sýna sterka samstöðu og úthald til að tryggja öryggi og lýðheilsu í samfélaginu okkar. Eftirlætishöfundurinn? jo nesbo og fleiri glæpasöguhöfundar eru vinsælir hjá mér. Mesta eftirsjáin? fara ekki í meistaranám til houston í Texas í „Emergency nurse Practioner“ eins og til stóð. Var búinn að taka undirbúningsnámskeið fyrir bandaríska hjúkrunarleyfið í new York. En svo gripu örlögin inn í. Eftirlætisleikfangið? fluguveiðistöngin og heimagerðu flugurnar. Bókin á náttborðinu? atomic habits, Tiny Changes, remarkable results. Stóra ástin í lífinu? Drengirnir mínir tveir og inga Lú, hjúkrunarfræðingur á a-2. Hvaða eiginleika

Gísli Níls Einarsson hjúkrunarfræðingur.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 51


setið fyrir svörum … vildirðu helst hafa? að geta sest niður hvenær sem er og tekið 10–15 mínútna svefnpásu til að hlaða batteríin. Ótrúlegur eiginleiki sem Óskar bróðir minn gat alltaf nýtt sér. Þitt helsta afrek? Þátttaka í sjúkraflugi til Taílands á vegum forsætisráðuneytisins árið 2004 til að ná í slasaða Svía í kjölfar jarðskjálftaflóðbylgjunnar. Margir af þeim slösuðu voru að fara heim án barna sinna eða maka sem fundust ekki eftir flóðbylgjuna. Eftirlætisdýrið? hundurinn Snúður hans Óla frænda. Hvar vildir þú helst búa? Í Ástralíu við ströndina og fara í sjóinn á hverjum degi. Það var himneskt að vera skiptinemi í Ástralíu. Hvað er skemmtilegast? hlæja með vinum, ættingjum og vinnufélögum. Það er svo losandi á margan hátt að hlæja, jafnvel við erfiðar aðstæður. Hvaða eiginleika metur þú mest í fari vina? að þeir séu til staðar og tilbúnir að taka manni eins og maður er. Eitt það dýrmætasta í heimi er að eiga slíka vini því það er ekki sjálfgefið. Eftirlætiskvikmyndin? forrest gump og Yes Man. Markmið í lífinu? að hafa áhrif til góðs í samfélaginu og gagnvart þeim sem eru mér næstir. Eftirminnilegasti sjúklingurinn? Það var eldri maður sem ég hjúkraði sem hjúkrunarnemi á a-7 í fossvogi. Man alltaf svo vel hve hann var afskaplega þakklátur fyrir allt sem við jón Símon, sjúkraliði á a-7, gerðum fyrir hann. fékk líka aukainnsýn í hans líf og aðstæður þegar ég heimsótti hann eftir útskrift sem lið í hjúkrunarnemaverkefni mínu. Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Stjórnun og stefnumótun á hug minn allan þessa daga. Sæi fyrir mér að feta mig inn á slíka braut innan heilbrigðisþjónustunnar. Eitthvað að lokum … undanfarna mánuði hef ég fyllst miklu stolti af því að sjá hvernig hjúkrunarfræðingar hafa leikið lykilhlutverk í heilbrigðisþjónustunni gegn covid-faraldrinum. Það er trú mín að sú djúpa innsýn sem almenningur hefur að undanförnu fengið í nútímahlutverk og störf hjúkrunarfræðinga í covid-faraldrinum muni styðja enn betur við þróun og viðurkenningar á stéttinni til framtíðar.

Stærsta ástin mín í mínu lífi er ég! Svo er unnustinn í öðru sæti — Sigurður Ýmir Sigurjónsson

Sigurður Ýmir Sigurjónsson hjúkrunarfræðingur.

52

Fullkomin hamingja er … Bundin við mjög stutt augnablik þegar maður nær að gleyma öllum öðrum tilfinningum og upplifir aðeins hamingju í því andartaki. Slík augnablik geta verið það að ná langtímamarkmiði líkt og að útskrifast úr krefjandi námi — yfir í einföldu hlutina líkt og að njóta kaffibolla í morgunsárið með ástvini. Slík augnablik skapa hamingjusamar minningar sem maður býr að alla lífsleiðina og kippa ávallt upp munnvikunum þegar maður minnist þeirra. Hvað hræðist þú mest? Það hljómar ögn kjánalega en minn helsti ótti eru hákarlar og djúpur sjór. Þessi ótti birtist bara allt í einu þegar ég var barn og hefur alltaf fylgt mér. Það hefur ekki einu sinni neitt atvik sem kallaði fram þann ótta — ég hef aldrei orðið fyrir hákarlaárás og sem barn horfði ég aldrei á myndir líkt og Ókindina. Fyrirmyndin? Mínar fyrirmyndir eru þær konur sem ólu mig upp: móðir mín og langamma. Þessar mögnuðu konur byrjuðu með lítið á milli fingranna en létu ekki deigan síga. Mamma eignaðist mig mjög ung og vann mjög mikið þegar ég var ungur til þess að fæða mig og klæða. Svo skellti hún sér í nám þegar yngri bróðir minn fæddist og kláraði framhaldsskóla nokkrum árum á undan mér. Í dag er þessi magnaða kona með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum. Mínar helstu fyrirmyndir í hjúkrun eru hins vegar margar flottar konur. Ég man alltaf eftir hönnu þegar ég starfaði á Landakoti á deild L2 sem í dag er orðið að Vífilsstöðum. kristín Davíðsdóttir á smitsjúkdómadeild (ég lít svo upp til hennar að ég er með sama húðflúr og hún á hendinni). Listinn gæti haldið áfram en ég vil þó enda á að einn helsti hjúkrunarfræðingur sem ég lít upp til er Sigríður Zoëga. Ég var svo heppinn að fá hana sem leiðbeinanda í lokaverkefninu mínu í hjúkrunarfræði ásamt Brynju ingadóttur. Eftirlætismáltækið? hver er sinnar gæfu smiður. Hver er þinn helsti kostur? Ég er með mjög opið hugarfar. Það gerir mér kleift að takast auðveldlega á við breytingar sem koma til. Ég á þar með auðvelt með

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


setið fyrir svörum … að setja mig inn í nýjar aðstæður og er með mikinn vilja til að læra á nýja hluti. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ungur? Dýralæknir eða náttúrufræðingur. Ég hafði mikla ást á dýrum og náttúrunni. Ég lærði í raun ekki að elska mannfólk fyrr en ég varð 18–19 ára og fékk áhuga á hjúkrun um 22 ára. Eftirlætismaturinn? Það var alltaf pítsa, en í dag er það mjög breytilegt. karríréttir eru komnir í mikið uppáhald nýlega. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? Metnaðarleysi. Á mjög erfitt með einstaklinga sem hafa engan áhuga á því sem þeir eru að gera og leggja engan metnað í verkið. Hverju ertu stoltastur af að hafa áorkað? úff, nú á ég erfitt með mig. Ég er með mikið „impostor syndrome“. Ég verð að segja að ég sé stoltastur af að hafa klárað námið með öllum þeim aukaverkefnum sem ég tók að mér. Ég er líka mjög stoltur af nkn-námskeiðakerfinu sem ég og Elfa rún guðmundsdóttir byrjuðum með hjá Curator, félagi hjúkrunarnema. Eftirminnilegasta ferðalagið? Þegar ég fór sem leiðbeinandi í sumarbúðir fyrir hinsegin ungmenni í Þýskalandi. Var ótrúlega skemmtileg reynsla og ég var svo heppinn að fá að fara tvisvar. Ofmetnasta dyggðin? hugrekki. Stundum er allt í lagi að vera hræddur og geta sagt skilið við aðstæður sem manni finnst maður ekki hafa neina stjórn á. Hver er þinn helsti löstur? Ég get verið ótrúlega latur. Ég er týpan sem keyri mig á batteríum og þarf að endurhlaða mig reglulega. Á þeim tímapunktum nenni ég ekki neinu. Hverjum dáist þú mest að? aktívistum, einstaklingum í grasrótinni sem ýta af stað breytingum til hins betra. Eftirlætishöfundurinn? Það var alltaf j.k. rowling — þar til hún kom upp um sig sem TErf (transexclusionary radical feminist). Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? Brussan. Ég nota líklegast orðið „úbbs“ eða „ææ“ oftast. Mesta eftirsjáin? að hafa verið lengi að átta mig á því hvað ég vildi í lífinu. En það er sömuleiðis einn af kostunum hjá mér. Ég lærði mjög mikið á því að hafa tekið minn tíma. Eftirlætisleikfangið? Eins og er er það nýi „instant-pot“ potturinn sem ég var að kaupa. Bókin á náttborðinu? Eins og er er ég að lesa „getting off right: a safety manual for injection drug users“ sem part af undirbúningi fyrir sjálfboðaliðavinnu hjá frú ragnheiði. annars hlusta ég bara mikið á hljóðbækur eða aSMr fyrir svefninn. Stóra ástin í lífinu? Stærsta ástin mín í mínu lífi er ég! Svo er unnustinn í öðru sæti. „If you can’t love yourself, how in the hell are you gonna love somebody else?“ — ruPaul. Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? að vera orkumeiri. Ég þarf oft að taka mér góðan tíma í að hlaða batteríin áður en ég sný mér að öðrum verkefnum eftir vinnudaginn. Þitt helsta afrek? Ég fór úr því að vera lítill strákur sem var lagður í einelti í grunnskóla yfir í að vera einstaklingur sem sinnir öðrum einstaklingum. Ég fór úr því að vera ýtt til hliðar á skólagöngum yfir í að gegna formennsku í tveim félögum, vera kosinn forseti sviðsráðs í Stúdentaráði og fá stöðu aðstoðardeildarstjóra strax eftir nám. Ég fór úr því að eiga enga vini yfir í að eiga geðveikan vinahóp og frábæran unnusta. Mitt helsta afrek er að standa með sjálfum mér. Eftirlætisdýrið? hundar. Ég gæti ekki ímyndað mér lífið eins og er án röskvu minnar. Hvar vildir þú helst búa? Minn helsti draumur væri að búa í t.d. kaliforníu eða kanada. Þýskaland eða Svíþjóð eru líka ofarlega á listanum. Hvað er skemmtilegast? frídagar þar

sem ég hef engin plön. Þá fer ég að fikta í eldhúsinu og baka eða elda eitthvað nýtt. Hvaða eiginleika metur þú mest í fari vina? húmor, og ekki verra ef hann er ögn grófur. Það sem ég á sameiginlegt með einum besta vini mínum er það að við getum sagt mjög grófar sögur við hvort annað og hlegið eins og tröllskessur. Eftirlætiskvikmyndin? Þær eru nokkrar.The Phantom of the Opera, The nightmare before Christmas, The rocky horror Picture Show (já, ég elska söngleiki). Svo get ég horft reglulega á klassískar myndir eins og alien-myndirnar. Markmið í lífinu? Ég get ekki sagt að ég hafi mér lífsmarkmið, ég er meira í núinu. núverandi markmið er að finna mér meistaranám við hæfi. Ef ég ætti mér lífsmarkmið væri það líklegast að njóta þess sem er og hafa eitthvað til þess að njóta. Eftirminnilegasti sjúklingurinn? Ég man alltaf eftir einni konu sem var með langt komna heilabilun. Þessi kona mundi samt alltaf hvað ég heiti. hún var stödd á biðdeild eftir hjúkrunarheimili á Landspítalanum, en í hausnum var hún stödd á hóteli í frakklandi. kom alltaf fram á morgnana og heilsaði öllum með: „Bonjour!“ og var alltaf svo skemmtilega hissa að það væru íslensk dagblöð í boði á þessu franska hóteli. Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Eins og er starfa ég sem aðstoðardeildarstjóri á Báruhrauni, hrafnistu í hafnarfirði. Ég er ráðinn þar til eins árs þannig að ég hef verið að spá í hvert ég stefni næst. Ég hef nokkra staði í huga en ég held að ég muni hafa hugann opinn. Það verður skemmtilegt að sjá hvar ég verð eftir ár. Eitthvað að lokum … hjúkrunarfræðingar eru mögnuð stétt. Stéttin á meiri virðingu skilið en samfélag og stjórnvöld veita henni að svo stöddu. Stéttin er bundin við staðalímynd sem endurspeglar alls ekki raunveruleikann og við þurfum að vekja athygli á því. Við höfum rödd — notum hana. hjúkrunarfræðingar, stöndum með okkur. notum titil okkar með stolti og segjumst aldrei vera „bara“ hjúkrunarfræðingur.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 53


Sjálfboðaliðastarf á Indlandi

Eftir að Eyrún Gísladóttir útskrifaðist úr hjúkrunarfræði lét hún gamlan draum rætast að fara til Indlands til að kynnast menningu og þjóð Indverja, en ekki síður að vinna sem sjálfboðaliði við hjúkrun. Spítalinn sem hún vann á var ríkisrekinn og þar var mikil fátækt. Rúmin voru óhrein, áhöld skítug og maurar skriðu á veggjum. En fólkið var brosmilt og hamingjusamt. Eyrún, sem er reynslunni ríkari eftir dvölina, gefur lesendum innsýn í fjarlægan veruleika og hvetur hjúkrunarfræðinga sem hafa tök á að fara utan í sjálfboðaliðastarf.

Eyrún Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

haustið eftir að ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá háskólanum á akureyri fyrir þremur árum fór ég til indlands í sjálfboðaliðastarf. Mig hafði lengi dreymt um að ferðast til indlands, kynnast menningu og þjóð og sinna sjálfboðastarfi þar. Ég hafði lesið bók sem heitir Shantaram eftir gregory David roberts sem fjallar um mann sem fer til indlands og sinnir einhvers konar sjálfboðastarfi í fátækrahverfi í Mumbai. að lesa frásagnirnar af stórkostlegri menningu indlands en líka þeirri gríðarlegu fátækt sem þar er og heilbrigðisvandanum sem því fylgir, varð til þess að indland varð fyrir valinu. Mig langaði líka að láta gott af mér leiða í fátæku samfélagi þar sem heilbrigðisþjónustu er ábótavant en meirihluti indversku þjóðarinnar tilheyrir lágstétt og hefur skertan aðgang að upplýsingum um heilbrigðismál og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þetta var kannski ekki mjög dæmigerð útskriftarferð en fyrir mig var þetta nauðsynlegt ferðalag til að þroskast og kynnast sjálfri mér. Margir telja indland vera hættulegt fyrir konu að ferðast ein en mér fannst ég þurfa að takast á við þetta verkefni ein og það gerði ég. ferðalagið byrjaði á þriggja vikna sjálfboðaliðastarfi í himachal Pradesh-héraði á norður-indlandi. Því næst fór ég í 7 daga jógaferð til jóga-höfuðborgar indlands, rishikesh, og að lokum 10 daga lestarferð um Suðurindland og karnataka. Ég lærði ótrúlega margt af sjálfboðaliðastarfinu, en ekki síður af jóganu og ferðalaginu um indland. Ég nýti mér reynsluna sem ég öðlaðist þarna mikið í daglegu lífi, bæði í starfi og einkalífi.

Himachal Pradesh Ég fór því ekki í sturtu í heilar 3 vikur en fór í svokallað „fötubað“ þar sem fata er fyllt af vatni og ausa er notuð til að ausa yfir mann vatni. Það að fara ekki í sturtu í 3 vikur er lífsreynsla fyrir sig og minnir mann á hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi og fá hreint og heitt vatn alla daga.

54

himachal Pradesh-hérað er á norður-indlandi rétt við himalajafjöllin. 90% íbúa í himachal Pradesh búa í dreifbýli og þar ríkir mikil fátækt og langt að sækja heilbrigðisþjónustu. Ég bjó í þorpi sem heitir Palampur og var umhverfið stórkoslegt í kringum húsið sem ég bjó í, himalajafjöllinn í bakgarðinum og te-akrar umluktu allt. fínasta aðstaða var í húsinu sem ég bjó í en engin sturta og heitt vatn af skornum skammti. Ég fór því ekki í sturtu í heilar 3 vikur en fór í svokallað „fötubað“ þar sem fata er fyllt af vatni og ausa er notuð til að ausa yfir mann vatni. Það að fara ekki í sturtu í 3 vikur er lífsreynsla fyrir sig og minnir mann á hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi og fá hreint og heitt vatn alla daga. Í Palampur koma ekki margir ferðamenn og því þótti ég merkileg sjón, bæði í þorpinu þar sem ég bjó og á sjúkrahúsinu. fólki þótti gaman að því að hitta mig og vildu flestir tala við mig og taka myndir af mér. Það var ofboðslega skrítin tilfinning að vera frábrugðin öllum öðrum, en líka gaman að fá að kynnast alls konar fólki og menningu þess. Á meðan á sjálfboðaliðastarfinu stóð fór ég í indverskt brúðkaup, stundaði jóga, fékk kennslu í hindí og lærði að elda alls konar indverskan mat.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


sjálfboðaliðastarf á indlandi

Rajiv Gandhi Ayurvedic Hospital.

Sjálfboðaliðastarfið Ég sinnti sjálfboðastarfi á sjúkrahúsi í þorpi sem heitir Paprola og er stutt frá Palampur. Sjúkrahúsið, sem ég starfaði á, heitir rajiv gandhi ayurvedic hospital en það er ríkisrekið háskólasjúkrahús með 200 rúmplássum. Sjúkrahúsið sinnir flestu eins og sjúkrahús hérlendis ásamt því að vera með ajúrveda-lækningar. hugtakið ajúrveda felur í sér samþættingu hugar, líkama, tilfinningar og sálar og er þar notast við ýmsar náttúrujurtalækningar. Á sjúkrahúsinu voru ræktaðar ýmsar lækningajurtir sem voru gefnar í bland við önnur lyf og var boðið upp á margs konar ajúrveda-meðferð. Þar sem sjúkrahúsið var ríkisrekið gat fólk af lægri stéttum sótt þjónustu þangað, þ.e. þeir sem ekki höfðu mikið á milli handanna. Efnaðra fólk sótti sína þjónustu á einkarekin sjúkrahús en þar er búnaður og þjónusta mun betri. Á sjúkrahúsinu í Paprola þurfti fólk ekki að borga fyrir sjúkrahúsdvölina en sjúklingar þurftu að kaupa

Hér er verið að vinna jurtir í lyf.

Ýmsar jurtir sem verið var að prófa.

Apótekið, hér myndaðist oft löng röð.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 55


eyrún gísladóttir

Herbergi á sjúkrahúsinu.

sjálfir öll lyf og allan búnað, þ.e. nálar, sprautur, æðaleggi, vökvasett o.s.frv. apótek var á sjúkrahúsinu þar sem hægt var að kaupa lyfin og búnaðinn. Sjúklingar lágu á herbergjum með mörgum öðrum og í flestum tilfellum fylgdi stórfjölskyldan með sjúklingunum, börn, makar, foreldrar, afar, ömmur, frændur og frænkur. Því voru stofurnar á sjúkrahúsinu mjög þéttsetnar. fjölskyldan sinnti þeirra helstu þörfum sem og að aðstoða við klósettferðir, að klæða sig og fleira. fjölskyldan kom með allan mat og sátu oft stórfjölskyldurnar á göngunum að borða. klósettin á sjúkrahúsinu voru holur eins og tíðkast á indlandi. Sjúkrahúsið var mjög óhreint, veggir og gólf mjög skítug, rúmin voru óhrein og maurar skriðu um alla veggi og rúm. rusli var hent út um glugga á sjúkrahúsinu, alls konar matarleifum, úrgangi, lyfjaafgöngum, nálum o.fl., og safnaðist það fyrir á gluggasyllum sjúkrahússins með tilheyrandi lykt og pöddum.

Sjúkrahúsið var mjög óhreint, veggir og gólf mjög skítug, rúmin voru óhrein og maurar skriðu um alla veggi og rúm. Rusli var hent út um glugga á sjúkrahúsinu, alls konar matarleifum, úrgangi, lyfjaafgöngum, nálum o.fl., og safnaðist það fyrir á gluggasyllum sjúkrahússins með tilheyrandi lykt og pöddum.

Ég fann ruslafötu á einum stað á sjúkrahúsinu, hér er ýmis úrgangur, vökvasett, nálar, matarleifar o.fl. Í bakgrunni má sjá klósettin.

56

Sjálfboðaliðastarfið mitt fól í sér aðallega að gefa lyf í æð eða vöðva, en hjúkrunarfræðingarnir á deildinni sinntu eingöngu lyfjagjöf og skráningu. Læknar fóru svo sinn stofugang eins og tíðkast einnig hérlendis. flestir læknarnir voru ungar konur að læra lækningar og þetta þótti mér mjög skemmtilegt að sjá miðað við ríkjandi karlamenningu indlands. Búnaður á sjúkrahúsinu var af skornum skammti, spritt var ekki til á sjúkrahúsinu eða að minnsta kosti ekki til notkunar fyrir hjúkrunarfræðinga eða sjúklinga. Við þvoðum hendurnar með sápustykki sem allir deildu og hanska sá ég aðeins einu sinni og þá héngu þeir til þerris eins og ætti að endurnýta þá. Ég keypti mér spritt sem ég hafði á mér alla daga og hvatti samstarfsfólk mitt til að hósta í olnboga og gaf því spritt til að spritta hendur á milli sjúklinga. Ég held að þeim hafi fundist ég stór-

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


sjálfboðaliðastarf á indlandi

Hér er öll fjölskyldan mætt með sjúklingnum.

furðuleg. Ég lenti í því einn daginn að stinga mig á notaðri nál og þegar ég spurðist fyrir hvað ég ætti nú að gera var ég hvött til að þvo mér um hendurnar.

Nálarnar notuðum við aftur og aftur hjá sömu sjúklingum þar sem of dýrt var fyrir sjúklingana að kaupa nýjar nálar. Um æðaleggina og vökvasettin skriðu maurar og þegar vökvasettin voru ekki í notkun skriðu maurarnir upp og niður slöngurnar. Eins og kom fram þurftu sjúklingar að borga fyrir öll lyf og búnað og því þurftum við að passa mjög vel að setja rétt upp æðaleggi því að ef uppsetningin mistókst þurfti sjúklingurinn sjálfur að kaupa nýjan æðalegg. Í sumum tilfellum tókst uppsetningin illa en æðaleggirnir voru samt notaðir og í flestum tilfellum voru æðaleggirnir allt of lengi í sjúklingum og margir komnir með æðabólgu. nálarnar notuðum við aftur og aftur hjá sömu sjúklingum þar sem of dýrt var fyrir sjúklingana að kaupa nýjar nálar. um æðaleggina og vökvasettin skriðu maurar og þegar vökvasettin voru ekki í notkun skriðu maurarnir upp og niður slöngurnar. ampúllurnar með saltvatninu voru brotnar annaðhvort með óhreinum matarhníf eða á gluggasyllu þar sem glerið var mjög þykkt og ekki hægt að brjóta það með höndunum. Eftir lyfjagjöf voru nálarnar og annar búnaður skilinn eftir á rúmi sjúklingsins og hann átti að sjá um að farga því.

Stúlkubörn enn borin út á Indlandi Á sjúkrahúsinu kynntist ég fæðingarlækni og aðstoðaði ég hana við ómskoðun óléttra kvenna. Þar fengu konurnar ekki að vita kyn barnsins. Samkvæmt lögum á indlandi mega fæðingarlæknar ekki segja frá kyni barns, en algengt er að stúlkubörnum sé eytt eða þau séu borin út eftir fæðingu. konurnar þurftu líka að skrifa undir skjal um að ef þær myndu fæða stúlkubarn myndu þær ekki drepa barnið. Mér er alltaf minnisstætt þegar hjúkrunarfræðingur sagði við móður sem eignaðist strák að nú væri fjölskyldan fullkomnuð. Á sjúkrahúsinu fékk ég líka að fylgjast með ýmsum aðgerðum, margs konar meðferð o.fl. og var ég viðstödd fæðingu í fyrsta skipti. Það var eiginlega bara skelfileg sjón, það væri lygi ef ég segði annað. konan var látin hálfsitja á bekk með þrjá lækna yfir sér og þegar barnið var að koma var spöngin klippt með mjög svo óhreinum skærum. Barnið var svo tekið af móðurinni og farið með það án þess að sýna móðurinni barnið og var hún svo saumuð saman. Ég veit ekki hvað leið langur tími þangað

Hér átti fólk að henda nálum, en þessi ruslafata var geymd inn á skrifstofu hjúkrunarfræðinganna.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 57


eyrún gísladóttir til móðirin fékk að sjá barnið sitt en það var að minnsta kosti ekki inni á fæðingarstofunni. Myndirnar sýna betur hvað ég á við með orðum mínum um skelfilega sjón. Ári síðar fæddi ég mitt fyrsta barn og var mér mikið hugsað til þessarar fæðingar og móðurinnar á sjúkrahúsinu á indlandi.

Gefandi að hjúkra þeim sem höfðu ekki efni á heilbrigðisþjónustu

Hér fór ómskoðun fram, konurnar komu í hópum inn á herbergið og biðu á bekknum á meðan verið var að ómskoða. Karlmenn voru ekki viðstaddir ómskoðun.

Sjálfboðastarfið sem ég átti að sinna var því miður ekki vel heppnað þó svo að ég hafi fengið að sjá og kynnast ýmislegu sem ég hef klárlega lært af. Tungumálaerfiðleikar og samskiptaleysi á milli sjúkrahússins og samtakanna sem ég var með á indlandi varð til þess að ég var, að virtist, mest til sýnis og sat oft og gerði ekkert allan daginn á sjúkrahúsinu. Í lokin fékk ég að vera styttri daga á sjúkrahúsinu og fór að aðstoða vinkonu mína sem bjó með mér í sjálfboðaliðahúsinu við að kenna börnum í litlu þorpi í fjöllunum nálægt. Þorpið er á mjög einangruðum stað og þar ríkir gríðarleg fátækt. Á skilti fyrir utan þorpið stóð nafnið á þorpinu og fyrir neðan það stóð „below poverty line“, undir fátæktarmörkum. Við kenndum börnunum stærðfræði og ensku en fórum líka í ýmsa leiki með þeim. Í þorpinu spurðist út að ég væri hjúkrunarfræðingur og komu nokkrir íbúar til mín og fengu mig til að líta á og búa um sár. Það þótti mér ótrúlega gefandi, og ef ég hefði ráðið mínu sjálfboðastarfi hefði ég frekar viljað starfa í þorpinu við að stuðla að forvörnum og hjúkra þeim veiku sem ekki höfðu efni á heilbrigðisþjónustu eða gátu ekki ferðast úr þorpinu. Mér hefur mikið verið hugsað til fólksins í þorpinu og þá sérstaklega krakkanna en því miður eru ýmsar reglur sem koma í veg fyrir að ég geti aðstoðað fjölskyldur í þessu þorpi. Ég get ekki einu sinni sent þeim föt eða búnað og það þykir mér miður.

Fólkið sem ég kynntist er stórkostlegt fólk og held ég að ég hafi aldrei hitt jafn hamingjusamt fólk og Indverja. Indland mun alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég mun fara þangað aftur enda ekki búin að skoða nema smápart af risastóru landi. Á meðan kirja ég möntrur hér heima, stunda jóga og læt mig dreyma um brosandi vini mína á Indlandi.

Fæðingarbekkurinn. Balinn á gólfinu var fyrir fylgjuna.

58

Þegar sjálfboðaliðastarfinu var lokið fór ég til rishikesh, jógahöfuðborgar indlands. Þar var ég í 7 daga og stundaði jóga og hugleiðslu alla daga. Ég endaði svo ferðalagið á 10 daga lestarferð um Suður-indland og karnataka en ég ferðaðist þar ásamt hópi fólks. Á öllu þessu ferðalagi kynntist ég stórkostlegri menningu indlands og fólkinu þar. fólkið sem ég kynntist er stórkostlegt fólk og held ég að ég hafi aldrei hitt jafn hamingjusamt fólk og indverja. indland mun alltaf eiga stað í hjarta

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


sjálfboðaliðastarf á indlandi mínu og ég mun fara þangað aftur enda ekki búin að skoða nema smápart af risastóru landi. Á meðan kirja ég möntrur hér heima, stunda jóga og læt mig dreyma um brosandi vini mína á indlandi. Ég mæli með því að allir hjúkrunarfræðingar prófi a.m.k. einu sinni á ævinni að fara til útlanda í sjálfboðaliðastarf. Það að stíga út fyrir þægindarammann, víkka sjóndeildarhringinn og kynnast menningu sem er ólík okkar þroskar mann bæði sem fagmanneskju og sem einstakling. Maður öðlast aðra sýn á lífið og lærir m.a. að meta það sem það hefur fært manni og ég get með sanni sagt að reynsla mín sem sjálfboðaliði hefur gert mig að betri hjúkrunarfæðingi og manneskju.

Ég hitti þessi börn fyrir utan veitingastað í Góa, þau voru að selja armbönd. Í flestum tilfellum fara peningar sem börnin fá fyrir sölu á munum ekki til barnanna sjálfra en ég gaf þeim matinn minn og vatnsflösku sem þau voru alsæl með.

Náttúr á an n er okkar allrra UMH HVERFISVERÐLAUN ATVI T INNULÍFSINS

Brim er stoltur handh hafi Umhverfisverðlauna atvin nnulífsins 2019. Með skýrri sýn, virðin ngu fyrir umhverfi okkar og óm metanlegu starfsfólki, hefur o okkur tekist að verða leiðandi í umhverfismálum á Íslandi. Verðlaunin eru okkur hvatning til að ganga enn lengra í sátt og samlyndi við náttúruna - takk fyrir okkur.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 59


Hjúkrunarfræðin gaf nýja sýn á lífið

Dr. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur er með marga hatta á höfðinu því hún er forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun við Hjúkrunarfræðideild HÍ, formaður kennslunefndar Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og vinnur líka á rannsóknastofu LSH og HÍ í bráðafræðum. 70 hjúkrunarfræðingar víðs vegar að af landinu hófu nám í bráðahjúkrun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands haustið 2019. Í ágúst sama ár sóttu nemendurnir þriggja daga námskeið sem haldið var í húsnæði Íþróttakennaraháskólans á Laugarvatni. Dr. Þórdís katrín Þorsteinsdóttir sá um skipulagningu námskeiðsins, en hún er fædd og uppalin í reykjavík og hefur búið þar alla tíð utan 9 ára sem hún bjó í Svíþjóð. „Ég gekk í Álftamýrarskóla og Menntaskólann við hamrahlíð. Móðir mín heitir ingibjörg Björnsdóttir, fyrrverandi verkefnisstjóri í norræna húsinu, og stjúpfaðir minn var Ólafur h. Óskarsson skólastjóri, faðir minn er Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus í eðlisfræði og vísindasögu, og stjúpmóðir Sigrún júlíusdóttir, prófessor emeritus í félagsráðgjöf. Ég á alls 4 bræður. Eiginmaður minn er Ásgeir Thoroddsen, krabbameinsskurðlæknir kvenna, og við eigum börnin Tómas jökul laganema, ingibjörgu menntaskólanema, Svanbjörn Orra grunnskólanema og labradorhundinn Dítu.“

Dr. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur með marga hatta í vinnunni sinni. Hér er hún stödd á Laugarvatni á námskeiðinu sem hún hafði yfirumsjón með í ágúst síðastliðnum. Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.

„Frá fyrsta misseri í HÍ hef ég verið sannfærð um að þetta væri fyrir mig. Námið var mjög fjölbreytt en þar lærði ég ekki síst að losna við feimnina, standa með sjálfri mér og tala um viðkvæm málefni. Ég kann vel við þessa heildrænu hugsun sem hjúkrun byggist á, að horfa á einstaklinginn í heild og í sínu umhverfi en ekki á einstaka vandamál eða sjúkdóm sem hrjáir hann.“

Lærði að standa með sjálfri sér í hjúkrunarfræði Sjúkrahúsumhverfið, þá sérstaklega langir gangar og hvítir sloppar, vöktu athygli Þórdísar katrínar á unga aldri. henni datt þó ekki hjúkrunarfræðinám í hug fyrr en ein af elstu og bestu vinkonum hennar, sem var þá byrjuð í náminu, hvatti hana til þess. „frá fyrsta misseri í hÍ hef ég verið sannfærð um að þetta væri fyrir mig. námið var mjög fjölbreytt en þar lærði ég ekki síst að losna við feimnina, standa með sjálfri mér og tala um viðkvæm málefni. Ég kann vel við þessa heildrænu hugsun sem hjúkrun byggist á, að horfa á einstaklinginn í heild og í sínu umhverfi en ekki á einstaka vandamál eða sjúkdóm sem hrjáir hann. hjúkrunarfræðin gaf mér í raun algerlega nýja sýn í lífinu.“ Þórdís katrín starfaði meðal annars á áfengisdeild, öldrunardeild og á sjúkrahúsinu á húsavík samhliða námi. Eftir útskrift starfaði hún lengst af á almennri handlækningadeild á Landspítalanum við hringbraut en einnig á bráðamóttökunni og hjartadeild. Í Svíþjóð starfaði hún á handlækningadeild sjúkrahússins í Borås og síðar sem rannsóknarhjúkrunarfræðingur á krabbameinsmiðstöðinni í gautaborg. hún lauk meistaranámi frá háskóla Íslands og dipl-

60

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


hjúkrunarfræðin gaf nýja sýn á lífið

Einn hluti af námskeiðinu var kennsla í því hvernig tekið skuli á móti slösuðum með sjúkrabílum og þyrlum og hvernig er best að skipuleggja slíkar aðgerðir þannig að hlutirnir gangi sem best fyrir mig. Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.

ómanámi við háskólann í gautaborg þar sem hún lauk doktorsprófi í heilbrigðisvísindum 2011. Í kjölfarið var hún ráðin verkefnisstjóri og síðar forstöðumaður rannsóknastofu háskóla Íslands og Landspítala í bráðafræðum. auk þess hefur hún starfað við hjúkrunarfræðideild hÍ frá 2013 og er þar dósent í hálfu starfi. Þó hún segist vera í vinnunni næstum allan sólarhringinn nær hún að slaka á við útiveru og alls konar hreyfingu, helst með fjölskyldunni og hundinum. hún er í fjórum saumaklúbbum, sem gera reyndar allt annað en að sauma, og á nánar og góðar vinkonur. Einnig er hún í leshring og les skáldsögur. „nýjasta fjölskyldusportið okkar er golf en annars erum við líka mikið skíðafólk og skíðaferðir í alpana eru í miklu uppáhaldi fjölskyldunnar allrar,“ bætir hún við.

Nær aldrei að klára verkefnalistann því það bætist alltaf við Starfið er alltaf í huga Þórdísar katrínar þó að hún sitji ekki stöðugt við, en segja má að hún beri ýmsa hatta. Því er for-

vitnilegt að vita hvernig störfin fléttast saman. „já, það er satt, ég veit eiginlega aldrei hvaða hatt ég er með þegar ég mæti í vinnuna heldur blandast þessir titlar saman í mjög fjölbreytt starf. Ég get verið að skipuleggja einstaka kennslufyrirlestur eða heil námskeið, semja verkefnalýsingar, fara yfir próf eða verkefni, funda með nemendum um efnistök í BS-, MS- eða doktorsverkefni þeirra, ræða við samstarfsfólk og leggja drög að brýnum verkefnum og þar með að bættri bráðahjúkrun, stjórna fundum og gefa álit á ýmsum málum, t.d. tengdum kennslu í háskólanum sem formaður kennslumálanefndar heilbrigðisvísindasviðs, flytja erindi á ráðstefnum, rýna í rannsóknargögn og skrifa fræðigreinar, ritrýna greinar, taka þátt í erlendu samstarfi um bráðahjúkrun og svo má lengi telja. Verkefnalistinn minn er sem sagt alltaf mjög langur og ég næ aldrei að klára hann því það bætist alltaf við. Mér finnst skemmtilegast þegar ég á í árangursríku samstarfi sem birtist til dæmis við útskrift nemenda sem ég hef leiðbeint eða þegar við fáum rannsóknarniðurstöður birtar á erlendum ráðstefnum eða í tímaritum. Svo er ég að vinna með frábæru fólki sem leysir öll vandamál og gerir vinnudaginn skemmtilegan.“

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 61


magnús hlynur hreiðarsson

Hjúkrunarfræðingarnir, sem mættu á námskeiðið á Laugarvatni, voru alls staðar að af landinu og voru sammála um að námskeiðið hefði tekist frábærlega og það hefði verið gott að koma úr erlinum í sveitasæluna á Laugarvatni. Allir voru með grímur til að gæta fyllstu sóttvarna. Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Mikill áhugi á bráðahjúkrun Þórdís katrín undirbjó þriggja daga námskeið nýlega á Laugarvatni fyrir þá sem eru að læra bráðahjúkrun. Ástæðan var tvíþætt, annars vegar frétti hún að húsnæði Íþróttakennaraháskólans á Laugarvatni væri laust og hins vegar komu nemendur víða að af landinu: „Því stakk ég upp á því að hafa þessa kennsludaga á Laugarvatni og þannig þyrftu allir að fara að heiman. nemendur tóku mjög vel í þetta, en það stóð tæpt að þetta tækist því við ætluðum að hafa kennsluna í mars en urðum að fresta vegna covid. Við þorðum svo ekki að staðfesta staðsetninguna og framkvæmdina í haust fyrr en ljóst var að samkomutakmarkanir leyfðu, þ.e. að þessi fjöldi mátti koma saman í kennslu með 1 metra reglu. að vera á Laugarvatni, í því fallega umhverfi, skipti verulegu máli, þó svo alls ekki allir hafi gist á heimavistinni sem þarna er. Þarna vorum við í friði og tókum samþjappaða kennsludaga í að fjalla um málefni sem öllum voru hugleikin. Það skapaðist afskaplega góð stemning, hjúkrunarfræðingar frá mismunandi sjúkrastofnunum kynntust og vonandi mun það leiða til alls konar samvinnu og framfara.“

„Undanfarin ár hefur verið mikið álag á hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni vegna bráðra tilvika ferðamanna sem hafa verið á stöðum þar sem ekki er endilega formlegur viðbúnaður eða sjúkrastofnun til að sinna þeim fjölda fólks sem raunverulega hefur verið á svæðinu, t.d. stór umferðarslys á Suðurlandi og önnur slík tilvik.“

Mikill áhugi er á sérnámi í bráðahjúkrun og það á sér skýringar. „undanfarin ár hefur verið mikið álag á hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni vegna bráðra tilvika ferðamanna sem hafa verið á stöðum þar sem ekki er endilega formlegur viðbúnaður eða sjúkrastofnun til að sinna þeim fjölda fólks sem raunverulega hefur verið á svæðinu, t.d. stór umferðarslys á Suðurlandi og önnur slík tilvik. auk þess felur bráðahjúkrun sífellt í sér ný og ný viðfangsefni, til dæmis tengd öldrun þjóðarinnar, síbreytilegri samfélagsgerð, nýjum vímuefnum, frístundaiðkun og svo má lengi telja. Það er mjög gleðilegt að svona margir hjúkrunarfræðingar hafi fundið þörfina fyrir að fara í þetta framhaldsnám í bráðahjúkrun til að vera betur í stakk búnir að takast á við þau krefjandi verkefni sem fyrir þeim liggja í starfi.“ Þórdís katrín álítur bráðahjúkrunarnámið veita mikilvægan þekkingargrunn um leið og það dýpkar og styrkir þann góða grunn sem grunnnám í hjúkrunarfræði er

62

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


hjúkrunarfræðin gaf nýja sýn á lífið á Íslandi: „kennsla og námsskrá í hjúkrunarfræðideild hÍ er í raun í stöðugri endurskoðun í takt við samfélagsbreytingar og þær þarfir sem eru í samfélaginu fyrir hjúkrun. námsskráin núna miðar til dæmis að öldrun þjóðarinnar og því hvernig almenn heilbrigðisþjónusta er skipulögð í grunninn en svo hafa útskrifaðir hjúkrunarfræðingar tækifæri til að sérhæfa sig að loknu grunnnámi og fá líka einingar úr grunnnámi metnar inn í meistaranám. Þetta tel ég góðan kost og ég sé virkilega góða og faglega hjúkrunarfræðinga útskrifast úr BS-náminu okkar.“

Framtíðarsýnin er skýr hjá fjölhæfu fræði- og útivistarkonunni „Í tengslum við skipulag diplómanámsins okkar hef ég séð hve mikilvægt það er að hjúkrunarfræðingar alls staðar að af landinu hafi tækifæri og aðstöðu til að sækja framhaldsnám. Við bjóðum upp á klínískt framhaldsnám sem ekki er hægt að kenna í fjarkennslu nema að litlu leyti en einhverjir hafa þurft að hætta þar sem þeir fengu ekki námsleyfi eða fjárhagslegan stuðning til að sækja námið. Ef efla á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni í takt við tímann þarf þetta að breytast, og meiri stuðningur en fæst með kjarasamningsbundnum réttindum að koma til.“ Viðtal: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Meltin ngarensímin frá hafa umbylt lífi fjölda a fólks

Melting garensím geta hjálpað fólki við v fjölmörg vandamál tengd d meltingunni. Ég finn sjálf hvað meltingarensíminn auðvelda mér lífið og gefa mér aukna orku. Ég g mæ æli heilshugar g með ensímunuum frá Enzymedica. y Kristín Steindórsdóttir Næringarþeerapisti. Heilsugæslur lur og spítalar geta óskað eftir sýnishornum fyrir sjúklinga. Vinsamlega V sendið póst á synisshorn@artasan.is

Fæst í apótekum, heilsubúðum m og heilsuhillum verslana

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 63


Nýlegar doktorsvarnir

Valgerður Lísa Sigurðardóttir.

Valgerður Lísa Sigurðardóttir varði doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands 5. júní. ritgerðin ber heitið: neikvæð upplifun fæðingar og ljósmóðurmeðferð: framtíðarsýn barneignarþjónustu (negative birth experience and midwifery counselling intervention: a vision for maternity care). aðalmarkmið rannsóknarinnar var að skipuleggja ljósmóðurmeðferð fyrir konur sem hafa þörf fyrir að fara yfir upplifun fæðingar. Í fyrsta hluta voru markmiðin að lýsa fæðingarupplifun kvenna fyrstu tvö árin eir fæðingu og skoða áhrif stuðnings á upplifun fæðingar. Markmið annars hluta var að skoða væntingar og reynslu kvenna af að fara yfir upplifun fæðingar með ljósmóður í Ljáðu mér eyra (LME) þjónustu á Landspítala. Markmið þriðja hluta var að lýsa uppbyggingu og forprófa meðferð sem fól í sér að konur í áhættumeðgöngu skrifuðu um fæðingarupplifun og komu í viðtal eir fæðingu til ljósmóður sem sinnti þeim í meðgönguvernd. andmælendur voru dr. Mirjam Lukasse, prófessor við Oslo Metropolitan university, Deild hjúkrunar og heilsueflingar, Ósló, og dr. inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Sálfræðideild háskólans í reykjavík. * * *

Ásta Bjarney Pétursdóttir.

64

Ásta Bjarney Pétursdóttir varði doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands 11. júní. ritgerðin ber heitið: Styrkleikamiðuð ölskyldustuðningsmeðferð í sérhæfðri líknarheimaþjónustu (family nursing Strengths-Oriented Supportive intervention in Specialized Palliative home Care). aðalmarkmið rannsóknarinnar var að skipuleggja, innleiða og meta árangur íhlutunar sem felur í sér styrkleikamiðaðar meðferðarsamræður fyrir nána aðstandendur sjúklinga með lífshættulegt krabbamein, auk þess að meta langtímaáhrif á andlega líðan aðstandenda eir andlát sjúklingsins. Einnig að útbúa sértækt innleiðingarferli fyrir hjúkrunarfræðinga sem sinna líknarheimaþjónustu. aðstandendur sjúklinga með lífshættulegt krabbamein þurfa á sérhæfðum stuðningi að halda vegna þess álags sem getur fylgt veikindaferlinu og alvarlegum afleiðingum þess. Íhlutun í formi meðferðarsamræðna getur styrkt aðstandendur í að vera betur í stakk búnir til að takast á við aðstæðurnar. umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Erla kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild. auk hennar sátu í doktorsnefnd þau Valgerður Sigurðardóttir, Erna haraldsdóttir, Mary kay rayens og arna hauksdóttir. andmælendur voru dr. Carole robinson, prófessor emeritus við faculty of health and Social Development university of British Columbia, kanada, og dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, prófessor og deildarforseti við Sálfræðideild háskólans í reykjavík.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


Meðferð sjúklinga fyrstu þrjá sólarhringana eftir blóðþurrðarslag í heila Hlutverk hjúkrunarfræðinga í skimun á hita, blóðsykri og kyngingu: Fræðileg samantekt Marianne E. Klinke1,2, Gunnhildur Henný Helgadóttir2, Lilja Rut Jónsdóttir2, Kristín Ásgeirsdóttir1, Jónína H. Hafliðadóttir1 Í þessari grein verður allað um helstu orsakir og einkenni blóðþurrðarslags og hvað það er sem gerist í heilanum þegar einstaklingur fær slag. Heilbrigðisstafsmenn nota oft orðatiltækið ,,tímatap er heilatap“, en hvaða merkingu hefur það í raun og veru? Varpað verður ljósi á mikilvægi réttra viðbragða í bráðameðferð sem og mikilvægi sérhæfðrar heilaslagseiningar. Rannsóknir sýna að sérhæft eftirlit og meðferð hjúkrunarfræðinga við hækkuðum hita og blóðsykri í kjölfar heilaslags, ásamt því að bregðast við kyngingarerfiðleikum fyrstu þrjá sólarhringana eftir áfallið, hefur jákvæð áhrif á batahorfur sjúklinga. Til þess að efla þekkingu hjúkrunarfræðinga á þessum þáttum er stuðst við niðurstöður fræðilegrar samantektar.

Heilaslag — tegundir, algengi og afleiðingar Áætlað er að á heimsvísu fái einn af hverjum sex heilaslag á lífsleiðinni sem gerir meira en 13,7 milljónir manns árlega (http://world-stroke.org). Heilaslag er alvarlegt áfall. Til að mynda deyr ein manneskja vegna heilaslags á 40 sekúndna fresti í Bandaríkjunum og er þetta önnur algengasta dánarorsök í hinum vestræna heimi og algengasta orsökin fyrir fötlun fullorðinna (Benjamin o.fl., 2019; Regenhardt o.fl., 2017; World Health Organization, 2017). Heilaslag ógnar heilsu, sálfélagslegri vellíðan fólks og afleiðingar þess geta skert lífsgæði (Benjamin o.fl., 2019; Yu og Kapral, 2019). Heilaslag er einnig afar kostnaðarsamt fyrir samfélagið. Í því samhengi má nefna að 69% af þeim sem útskrifast heim eir heilaslag geta ekki snúið aur til vinnu og einn af fimm er háður umönnun aðstandenda (Stroke Association, 2016). Heilaslag hefur verið skilgreint sem skyndileg skerðing á starfsemi taugakerfisins sem varir lengur en í sólarhring og orsakast af truflun á blóðflæði til heilans. Heilaslag skiptist í tvær megintegundir: (1) heilablóðþurrð og (2) heilablæðingu. Talið er að 80–85% tilfella séu vegna blóðþurrðar (Watkins og Cadilhac, 2020). Heilablóðþurrð orsakast af skertu blóðflæði sem verður vegna þrengingar eða stíflu í æð sem nærir ákveðinn hluta heilans. Stífla í stórum æðum verður oast vegna blóðsegamyndunar frá hjarta eða aðlægum æðum eða vegna æðakölkunar. Stíflur í litlum æðum heilans eiga sér ýmsar skýringar, meðal annars smáæðasjúkdóma (Denny o.fl., 2020). Þrátt fyrir að tilfellum heilablóðþurrðar hafi almennt fækkað vegna aukinna forvarna og betri meðferðar, er álitið 1 2

Taugalækningadeild B2 Landspítala-háskólasjúkrahúss Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

að þeim muni samt ölga þar sem lífaldur fólks fer hækkandi og heilaslag er algengara hjá öldruðum einstaklingum en ungum (Benjamin o.fl., 2019; Li o.fl., 2020). Á Íslandi fá um það bil 400 einstaklingar heilaslag á hverju ári eða rúmlega einn á dag. Um 250 þeirra leggjast inn á taugalækningadeild Landspítala (Ólafur Sveinsson o.fl., 2014). Nýgengi heilaslags á Íslandi er 144 á hverja 100.000 íbúa og er 81% vegna heilablóðþurrðar (Hilmarsson o.fl., 2013). Um þriðjungur þeirra á á hættu að fá heilaslag aur ef ekki er gripið til fyrirbyggjandi meðferðar (Benjamin o.fl., 2019).

Bráðaheilaslag Einkenni blóðþurrðarslags byrja yfirleitt skyndilega og geta versnað hratt, á nokkrum mínútum eða klukkustundum. Hröð viðbrögð við upphaf einkenna skipta miklu máli til þess að minnka líkur á óaurkræfum skaða (Powers o.fl., 2019; Puig o.fl., 2020). Algeng einkenni blóðþurrðarslags eru: sjóntruflanir (tvísýni, skert sjónsvið), skyndilegt máttleysi eða lömun útlima eða andlits, þvoglumæli eða erfiðleikar við tal, truflun eða skerðing á hreyfigetu og jafnvægi. Einkennin fara eir því hvar staðsetning heilaslagsins er (Williams o.fl., 2020).

Jaðarsvæði Í kjölfar blóðþurrðarslags myndast drep í heilavefnum sem kallast drepkjarni (e. ischemic core). Taugafrumurnar í drepkjarnanum deyja nánast um leið og blóðsegamyndun hefur átt sér stað. Umfang heiladreps fer eir staðsetningu og stærð blóðsegans. Í kringum drepsvæðið myndast svokallað jaðarsvæði (e. penumbra) sem liggur í dvala vegna minnkaðs blóðflæðis og skertra efnaskipta. Jaðarsvæðið er í mikilli hættu á

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 65


marianne e. klinke o.fl. að verða fyrir frumudauða. Það er því lykilatriði að viðhalda og auka blóðflæði til jaðarsvæðisins til þess að koma í veg fyrir frekari stækkun á drepsvæðinu. Því fyrr sem gripið er inn í þegar blóðsegi er til staðar, því minni líkur eru á heilaskemmdum og þar af leiðandi betri batahorfur fyrir sjúklinginn (Leigh o.fl., 2018). Sjá mynd 1 af drepkjarna og jaðarsvæði í kringum drepkjarnann.

Drepkjarni: Varanlegur skaði Jaðarsvæði: Lifandi svæði en hætta á að þar verði drep

Mynd 1. Drepkjarni og jaðarsvæði í kringum drepkjarnann

Vegna þess hversu hratt heilafrumur deyja í byrjun heilaslags er o talað um að „tímatap sé heilatap“. Til þess að gera sér betur grein fyrir skaðanum má nefna að við dæmigerða heilablóðþurrð í stórri slagæð (a. media cerebri) verða eirfarandi breytingar að jafnaði á hverri klukkustund: • • • •

120 milljón taugafrumur deyja 830 milljónir boðskipta við taugamót taugafrumna munu ekki eiga sér stað 714 km tap af hvítu efni sem umlykur taugasíma taugafrumnanna Heilinn eldist um 3,6 ár

Ef þetta er reiknað út frá einni sekúndu deyja 32.000 taugafrumur og heilinn eldist um 8,7 klukkustundir. Þetta sýnir að hver einasta sekúnda skiptir máli í bráðameðferð sjúklinga með heilablóðþurrð. Geta má að þetta er eingöngu lýsandi dæmi en það er mismunandi eir sjúklingum hversu öflugt aðlægt blóðflæði er í kringum drepið og hversu hratt drepsvæðið stækkar (Jung o.fl., 2017; Saver, 2006).

Bráðameðferð eftir heilaslag Undanfarna þrjá áratugi hefur verið allað um mikilvægi markvissra viðbragða þegar einstaklingur fær heilaslag (Dennis og Langhorne, 1994; Teasell o.fl., 2016). Miklar framfarir hafa orðið í læknismeðferð og hafa þær fengið meiri athygli heldur en mikilvægi góðs klínísks eirlits og hjúkrunarmeðferðar. Vitað er að bæði læknismeðferð og hjúkrunarmeðferð skiptir miklu máli fyrir batahorfur sjúklinga (Miller o.fl., 2010; Williams o.fl., 2020). Hjúkrunarfræðingar bera o ábyrgð á að samhæfa meðferð sjúklings. Vel skipulagt ferli sjúklings eir heilaslag leiðir til bættrar heilsu og sjálfsbjargargetu og fækkar legudögum á sjúkrahúsi. Auk þess verður kostnaður minni (Langhorne og Ramachandra, 2020).

Ef sjúklingur leggst inn á sjúkrahús nógu snemma eftir heilaslag er stundum hægt að veita svokallaða enduropnunarmeðferð. Um er að ræða tvenns konar meðferð, annars vegar segaleysandi lyfjagjöf og hins vegar segabrottnám. Fyrstu þrjá sólarhringana eir heilaslag vinna hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk markvisst að tveimur meginmarkmiðum: (1) að koma í veg fyrir frekari heilaskaða og (2) að hindra fylgikvilla heilaslags (Chapman o.fl., 2019; Denny

66

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


meðferð sjúklinga fyrstu þrjá sólarhringa eftir blóðþurrðarslag í heila o.fl., 2020). Ef sjúklingur leggst inn á sjúkrahús nógu snemma eir heilaslag er stundum hægt að veita svokallaða enduropnunarmeðferð. Um er að ræða tvenns konar meðferð, annars vegar segaleysandi lyagjöf og hins vegar segabrottnám. Báðar þessar aðferðir kreast þess að sjúklingurinn uppfylli ströng skilyrði og því eru ekki allir sem geta nýtt sér þessi úrræði (Powers o.fl., 2019).

Segaleysandi meðferð með tPA Segaleysandi meðferð með Tissue Plasminogen Activator (tPA) lyagjöf í æð er áhrifarík læknisfræðileg meðferð við heilablóðþurrð (Powers o.fl., 2019). Fresturinn til að beita tPAlyagjöf er knappur eða órar og hálf klukkustund eir að fyrstu einkenni heilaslags koma fram. Í einstaka tilfellum er hægt að gefa tPA þegar lengri tími hefur liðið frá upphafi einkenna eða þegar upphafstími einkenna er óljós, eins og þegar fólk vaknar upp með heilaslag (omalla o.fl., 2018; Powers o.fl., 2019). Um það bil þriðji hver sjúklingur sem fær tPAmeðferð innan þriggja klukkustunda frá upphafi heilaslags hefur náð fullum bata þrem mánuðum eir meðferðina, en einn af hverjum sex sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með tPA innan ögurra og hálfrar klukkustunda eir heilaslag hafa náð fullum bata þrem mánuðum eir meðferðina (Lees o.fl., 2010). Batahorfur sjúklings fara eir því hversu hratt er brugðist við blóðþurrðinni og hversu lengi svæði heilans er án nægjanlegs súrefnis (Denny o.fl., 2020). Fyrstu árin eir að tPA meðferð hófst á Íslandi fengu innan við 6% sjúklinga með blóðþurrðarslag meðferðina á Landspítalanum (Albert P. Sigurðsson, 2018). Þetta er mjög lág tala miðað við hin Norðurlöndin. Í október árið 2017 var innleitt nýtt ferli á Landspítala til þess að stytta tímann frá upphafi einkenna til tPA-meðferðar og ölga þar af leiðandi þeim sem fá meðferðina. Fyrsta árið eir að verklagið var tekið í notkun fengu meira en helmingi fleiri sjúklingar segaleysandi meðferð á Landspítalanum. Tíminn frá því að sjúklingurinn kemur inn á spítala og þangað til lyagjöf hefst, hefur einnig styst um 40 mínútur (munnleg heimild Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir).

Segabrottnám Segabrottnám er innæðaaðgerð sem framkvæmd er með sérstökum æðaþræðingarleggjum þar sem hægt er að arlægja blóðsega í stórum, aðlægum slagæðum heilans. Árangur þessarar aðgerðar er háður því hversu langur tími líður frá upphafi einkenna og þar til að búið er að koma blóðflæði aur á svæðið. Fyrir hverja 15 mínútna styttingu á þessum tíma er áætlað að 39 sjúklingar af 1000 sem fá þessa meðferð verði fyrir minni fötlun og aðrir 25 sjúklingar verði sjáljarga (Saver o.fl., 2016). Mestur ávinningur fæst ef segabrottnám fer fram innan sex klukkustunda frá fyrstu einkennum heilaslags. Ef aðlægt blóðflæði er gott er stundum hægt að beita segabrottnámi síðar með góðum árangri (Alberts o.fl., 2018; Motyer o.fl., 2017; Nogueira o.fl., 2018).

Heilaslagseiningar Þrátt fyrir að áðurnefndar enduropnunaraðgerðir gefi mjög góða raun og árangur þeirra sé sannaður í mörgum rannsóknum, má ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að sérhæfðar heilaslagseiningar eru mikilvægar í meðferð heilaslagssjúklinga. Heilaslagseiningar auka batahorfur sjúklinga óháð aldri, fyrra heilsufari og alvarleika slags. Frá árinu 1990 hefur meðferð sjúklinga á sérhæfðum heilaslagseiningum skilað langtum bestum árangri allra þeirra aðferða og úrræða sem hafa verið reynd (Hill og Hachinski, 1998). Af hverjum 100 sem hljóta meðferð á heilaslagseinungum lifa 2 fleiri af, 6 fleiri sem útskrifast á eigið heimili og 6 fleiri sem verða alveg sjáljarga heldur en sjúklingar sem fá ekki þessa sérhæfðu meðferð (Langhorne og Ramachandra, 2020). Líta ætti alltaf á heilaslagseiningu sem kjarnann í meðferð heilaslagssjúklinga (Hamann o.fl., 2016; Teasell o.fl., 2016; Langhorne og Ramachandra, 2020). Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þessi jákvæðu áhrif eru svo sterk. Árangurinn er byggður á nokkrum einföldum verklagsreglum í eirliti og meðferð, sem er ekki kostnaðarsöm, en kreast sérhæfðar þekkingar og þverfaglegrar samvinnu (Teasell o.fl., 2016).

Hjúkrunareftirlit fyrstu þrjá sólarhringana — líkamshiti, blóðsykur og kynging Það eru margir þættir í hjúkrunareirliti sem skipta máli fyrir horfur heilaslagssjúklinga fyrstu þrjá sólarhringana eir áfallið. Í eirfarandi umöllun verður sjónum beint að þremur mikilvægum þáttum sem eru hiti, blóðsykur og kynging. Hækkun á líkamshita, blóðsykri og kyngingarerfiðleikar eru algeng vandamál eir blóðþurrðarslag. Fyrstu sjö dagana eir áfallið hækkar líkamshiti hjá 40–61% sjúklinga og eru um 25% þeirra komin með hitahækkun aðeins 6 klukkustundum frá upphafi slags (Greer o.fl., 2008; Wrotek o.fl., 2011). Blóðsykurshækkun sést hjá allt að 50% sjúklinga bæði hjá þeim sem eru með og án þekktrar sykursýki (Fuentes o.fl., 2018). Kyngingarerfiðleikar eru meðal 25%–81% sjúklinganna eir því hvernig þátttakendur eru valdir og eir þeirri aðferð sem notuð er við greiningu (Daniels o.fl., 2019) en er að jafnaði í kringum 65% fyrstu dagana (Hines o.fl., 2016). Öll þessi þrjú vandamál geta leitt til aukinnar sjúkdómsbyrðar og ölgað dauðsföllum (Clark o.fl., 2014; Middleton o.fl., 2011; Pinzon o.fl., 2017; Skafida o.fl., 2018). Til þess að stuðla að auknum batahorfum eir heilaslag er nauðsynlegt að greina vandamál sem fyrst (Kenny o.fl., 2016). Slembirannsókn Middleton og félaga (2011) markaði tímamót en þar kom fram að notkun skýrra verkferla í hjúkrun, varðandi eirlit og meðferð á hækkuðum líkamshita, blóðsykri og kyngingarerfiðleikum (FeSS-verkferill, Fever, Sugar, Swallowing) fyrstu þrjá sólarhringana eir heilaslag, dró marktækt úr dauðsföllum og varanlegri fötlun. Almennt hafa alþjóðalegar klínískar leiðbeiningar um meðhöndlun sjúklinga eir heilaslag mælt með skimun og meðferð við öllum ofarnefndum

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 67


marianne e. klinke o.fl. þáttum (Canadian Stroke Best Practices, 2018; Powers o.fl., 2019). Þrátt fyrir þennan samhljóm skortir skýr fyrirmæli um hversu o ber að framkvæma slíkt mat og hvers konar meðferð ber að veita ef vandamál greinast. Eingöngu tilmæli frá Middleton og félögum (2011) gefa skýrt til kynna tíðni skimunar, viðbrögð og hjúkrunarmeðferð. Verið er að innleiða þennan verkferil víða í Evrópu (Middelton og Pfeilschier,

2020; Mikulik o.fl., 2017) og til stendur að innleiða hann á taugalækningadeild Landspítala í byrjun næsta árs. Nú þegar er verið að fylgjast með þessum þáttum en ekki á eins kerfisbundinn hátt og FeSS-verkferillinn gefur til kynna. Nánari útskýringar á eirliti með hita, blóðsykri og kyngingu má sjá í töflu 1.

Tafla 1. Útskýringar á eirliti með líkamshita, blóðsykri og kyngingarskimun Lýsing

Tíðni mælinga og skráninga

Æskilegasta mæligildi

Viðbrögð við mælingum

Hækkaður líkamshiti? Hækkaður líkamshiti er varnarviðbragð líkamans við veikindum/ógn. Hækkun líkamshita getur verið fylgikvilli sýkingar, algengast vegna þvagfærasýkingar eða lungnabólgu

Hækkaður hiti veldur bólgusvörun, eykur efnaskipti og getur þannig valdið aukaálagi fyrir jaðarsvæðið, sem nú þegar er viðkvæmt, og þannig leitt til stækkunar drepkjarnans og aukið taugafrumudauða (ompson, 2015)

Hiti mældur strax við komu og síðan á 4 til 6 klst. fresti fyrstu 3 sólarhringana eir innlögn

< 37,5°C

Ef >37,5°C: • arlægja sængur og hitara, ef til staðar • gefa 1 gr paracetamol (nema frábendingar) og fylgjast með virkni (ef sjúkl. má ekkert fá um munn (NPO) þá í endaþarm, í æð eða í næringarslöngu) Ef > 38,0°C: • Láta vaktlækni vita • Meta þörf á uppvinnslu vegna sýkingar (þvagprufa, blóðprufur, lungnamynd) • Áframhaldandi hitamælingar á 6 klst. fresti

Hækkaður blóðsykur? Ýmislegt getur valdið hækkuðum blóðsykri: streituviðbrögð (örvun á driaugakerfinu), áður greind sykursýki og ógreind sykursýki

Hækkun á blóðsykri virkjar bólgusvörun líkamans og í kjölfarið deyja taugafrumur hraðar. Hækkaður blóðsykur getur valdið auknum bjúg og aukið hættu á blæðingu í drepinu (Clark o.fl., 2014)

Blóðsykur mældur strax við komu og síðan 4 × á dag fyrstu 2 sólarhringana (fastandi og u.þ.b. ½ klst. eir máltíðir). Ef blóðsykur er > 10 mmól/L eða sjúkl. með þekkta sykursýki, þá á að mæla blóðsykur fyrir og eir máltíðir í 3 sólarhr. eir innlögn

< 10 mmól/L (fyrstu 3 sólarhringana eir innlögn)

Ef blóðsykur er > 10 mmól/L þarf að hea vökvagjöf í æð og hea blóðsykurslækkandi meðferð með lyum. Blóðsykursmælingum er ölgað ef þörf er á vegna ínsúlínmeðferðar.

Kyngingarvandi? Fjöldi einkenna sem fylgja heilaslagi getur truflað kyngingu, t.d. lömun í munni eða hálsi, vitræn skerðing/verkstol (t.d. borðar of hratt, tyggur stöðugt án þess að kyngja), skert meðvitund og skert skyn. Kyngingarvandi sést á þremur mismunandi stigum: munnstigi, kokstigi og vélindastigi

Kyngingarerfiðleikar geta valdið alvarlegum fylgikvillum, t.d. lungnabólgu, vannæringu, vökvaskorti, lengri legu á sjúkrahúsi og aukinni dánartíðni (Chapman o.fl., 2019; Daniels o.fl., 2019)

Skima skal eir kyngingarerfiðleikum áður en sjúkl. fær nokkuð um munn (mat/vökva/lyf) eða innan sólarhrings frá innlögn. Nauðsynlegt er að skrá niðurstöður

Á ekki við

(Ekki hefur verið sýnt fram á að batahorfur aukist við það að lækka blóðsykur niður fyrir eðlileg gildi (BS milli 4,4 og 7). Það getur jafnvel verið skaðlegt vegna aukinnar hættu á á lágum blóðsykri (hypoglycaemia) (Bruno o.fl., 2019) Ef sjúkl. stenst ekki kyngingarskimun skal hann hafður fastandi um munn þar til talmeinafræðingur er búinn að gera formlegt mat á kyngingargetu Íhuga næringarslöngu og/eða vökvagjöf í æð

Síðustu 3 dálkarnir í töflunni eru byggðir á FeSS-verkferlinum — Fever, Sugar, Swallowing (Middelton o.fl., 2011)

68

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


meðferð sjúklinga fyrstu þrjá sólarhringa eftir blóðþurrðarslag í heila

Þekkingarleit með fræðilegri samantekt Hlutverk hjúkrunarfræðinga við eirlit með líkamshita, blóðsykri og kyngingarerfiðleikum var skoðað í fræðilegri samantekt. Teknir voru út þættir sem veita innsýn í tíðni vandamála, árangur hjúkrunareirlits sem og hvetjandi og hindrandi þætti við innleiðingu og þjálfun hjúkrunarfræðinga í eirliti á fyrrnefndum þáttum. Heimildaleit var framkvæmd í Pubmed og CINAHL og tók mið af heimildum birtum á árunum 2014–2018, sjá flæðirit yfir heimildaleit á mynd 2 (sjá mynd 2 í viðauka í vefútgáfu tímaritsins á hjukrun.is).

Niðurstöður leitar Leitin í gagnagrunnunum PubMed og CINAHL skilaði 517 greinum. Eir skimun á titlum og þegar búið var að arlægja tvítekningar stóðu eir 22 greinar. Sex greinar voru teknar út eir að ágrip voru skimuð. Eir lestur heildartexta uppfylltu 14 greinar inntökuskilyrði, en ein grein bættist við í framvirkri snjóboltaleit í Google Scholar (Wohlin, 2014). Í niðurstöðum voru því samtals notaðar 15 greinar og er greinunum skipt í tvo flokka. Í öðrum flokknum eru níu greinar sem alla um kyngingu (tafla 2) og í hinum flokknum sex greinar sem alla um áhrif þess að meta líkamshita, blóðsykur og kyngingu saman (tafla 3). Niðurstöðum hverrar rannsóknar fyrir sig er lýst í töflu 2 og 3 (sjá nánar í viðauka í vefútgáfu tímaritsins á hjukrun.is).

Áhersluatriði út frá niðurstöðunum og umræður Þegar tíðni kyngingarerfiðleika var skoðuð var áhugavert að sjá að hún jókst mikið þar sem sjúklingar voru oar skimaðir (Al-Khaled o.fl., 2016). Þetta bendir til að um mjög vangreint vandamál sé að ræða. Nú er álitið að tveir þriðju þeirra sem fá heilaslag hafi kyngingarerfiðleika (Palli o.fl., 2017). Með markvissri skimun mun sú tala hugsanlega hækka. Fylgikvillar kyngingarerfiðleika eru ásvelgingarlungnabólga, minni sjálfsbjargargeta og jafnvel dauði (Al-Khaled o.fl., 2016; Bray o.fl., 2017; Palli o.fl., 2017). Til þess að hægt sé að greina vandamálið þarf að hafa eirlit og meðferð í föstum skorðum. Vitað er að skimun eir kyngingarerfiðleikum strax við innlögn á sjúkrahús ber árangur en því miður hefur því ekki verið sinnt nógu markvisst (Joundi o.fl., 2017). Á Landspítala eru til klínískar leiðbeiningar þar sem mælt er með að kerfisbundin skimun á kyngingarerfiðleikum sé gerð hjá öllum heilaslagssjúklingum (Landspítali, 2010), en líkt og o sést erlendis er því ekki framfylgt nægjanlega o.

Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til þess að framkvæma kyngingarskimun. Þeir eru til staðar allan sólarhringinn á sjúkrahúsum og geta þess vegna fylgst með sveiflum í kyngingargetu sjúklings sem oft kemur fram við versnun einkenna eða þreytu.

Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til þess að framkvæma kyngingarskimun. Þeir eru til staðar allan sólarhringinn á sjúkrahúsum og geta þess vegna fylgst með sveiflum í kyngingargetu sjúklings sem o kemur fram við versnun einkenna eða þreytu (Anderson o.fl., 2016). Mörg mismunandi skimunartæki til þess að bera kennsl á kyngingarerfiðleika eru til og má þar nefna Toronto Bedside Swallowing Screening (TOR-BSST), Rapid Aspiration Screening in Suspected Stroke (RAST), Gugging Swallowing Screen (GUSS) og Fever, Sugar, Swallowing (FeSS) (Anderson o.fl., 2016; Palli o.fl., 2017; Middelton o.fl., 2011). Öll þau skimunartæki sem mælt

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 69


marianne e. klinke o.fl. er með að hjúkrunarfræðingar noti eiga það sameiginlegt að notað er svokallað vatnspróf. Í vatnsprófi er sjúklingi gefið örlítið vatn um munn til þess að meta kyngingargetu. Áður en vatnspróf er gert er gengið úr skugga um að sjúklingur geti haldið sér vakandi í að minnsta kosti 15–20 mínútur. Forsenda vatnsprófs er einnig að sjúklingur geti setið uppréttur. Ef minnsti vafi leikur á að um kyngingartruflun sé að ræða er sjúklingur hafður fastandi og sérhæfður heilbrigðisstarfsmaður, til dæmis talmeinafræðingur, kallaður til (Barnard, 2011). Ekki er nægjanlegt að greina kyngingarerfiðleika heldur þarf að skrá niðurstöður og koma þannig upplýsingum um erfiðleikana til skila. Skráningu á kyngingarskimun er o ábótavant (Joundi o.fl., 2017). Á Landspítalanum er ekki til staðar auðveld leið til að skrá niðurstöður kyngingarskimunar og það leiðir til þess að jafnvel þó að skimun sé framkvæmd eru niðurstöður hennar ekki sýnilegar. Þetta þarf að leiðrétta. Áhugavert var að sjá hin ýmsu úrræði sem notuð voru í rannsóknum til þess að þjálfa hjúkrunarfræðinga við framkvæmd kyngingarskimunar. Í rannsókn Freeland og félaga (2016) var stuðst við hermiþjálfun með tölvustýrðri brúðu. Hermiþjálfun getur verið góður kostur til þess að þjálfa hjúkrunarfræðinga/-nema áður en þeir framkvæma kyngingarskimun á sjúklingi. Til er hermisetur fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á Landspítalanum þar sem hægt væri að skipuleggja slíka þjálfun. Eir innleiðingu á þjálfun hjúkrunarfræðinga er mikilvægt að meta árangur þjálfunarinnar, t.d. með því að fylgjast með gæðavísun (Anderson o.fl., 2016; Sivertsen o.fl., 2017). Í FeSS (Fever, Sugar and Swallowing) verkferlinum, sem stendur til að innleiða á taugalækningadeild Landspítalans, er mikið af skemmtilegu námsefni, eins og myndbönd, glærur, hugmyndir að hermiæfingum og prófspurningar, sem nota má til að þjálfa hjúkrunarfræðinga í gagnreyndum vinnubrögðum.

Á Íslandi leggjast sjúklingar oftast fyrst inn á bráðamóttöku og síðan inn á taugalækningadeild þar sem sérhæft eftirlit fer fram. Mælt er með að sjúklingar með heilaslag fari sem fyrst inn á sérhæfða deild, helst innan fjögurra klukkustunda, til að njóta sérhæfðs eftirlits. Eins og staðan er í dag bíða flestir sjúklinganna mun lengur en það.

Ljóst var í niðurstöðum yfirlitsins að heilbrigðisstarfsfólk varð fyrir ölmörgum hindrunum í tengslum við innleiðingu á verkferlum sem snúa að eirliti með hita, blóðsykri og kyngingarerfiðleikum. Hindranirnar, sem starfsfólkið minntist á, voru til dæmis ónóg þjálfun, skortur á skipulagningu og mannekla (Dale o.fl., 2015). Í nýlegri rannsókn, þar sem 2388 sjúklingum eir heilaslag var fylgt eir, kom í ljós að með því að ölga hjúkrunarfræðingum á heilaslagseiningum varð marktæk fækkun á dauðsföllum fyrsta mánuðinn (Myint o.fl.,

70

2016). Athygli má vekja á því að þeim sjúklingum sem fengu heilaslag um helgi vegnaði marktækt verr en þeim sem fengu heilaslag á virkum degi. Hugsanlega má rekja það til verri mönnunar hjúkrunarfræðinga, aukins ölda afleysingarfólks og minni sérþekkingar. Niðurstöður rannsóknar þeirra Kenny og félaga (2016) sýndu að þeir sjúklingar sem lögðust beint inn á heilaslagseiningu fengu marktækt betri meðferð en þeir sem voru ekki á sérhæfðum deildum. Í sömu rannsókn kom einnig fram að einungis 26% sjúklinga lögðust beint inn á heilaslagseiningu. Á Íslandi leggjast sjúklingar oast fyrst inn á bráðamóttöku og síðan inn á taugalækningadeild þar sem sérhæ eirlit fer fram. Mælt er með að sjúklingar með heilaslag fari sem fyrst inn á sérhæfða deild, helst innan ögurra klukkustunda, til að njóta sérhæfðs eirlits. Eins og staðan er í dag bíða flestir sjúklinganna mun lengur en það. Þetta er óæskilegt þar sem á bráðamóttökum eru o hindranir, eins og mikið vinnuálag og skortur á verkferlum fyrir sjúklinga með heilaslag (Craig o.fl., 2016).

Lokaorð Mikil áhersla er lögð á margs konar læknisfræðilega meðferð eða inngrip í bráðameðferð sjúklinga eir heilaslag. Það má hins vegar ekki skyggja á mikilvægi gagnreyndrar hjúkrunarmeðferðar sem hefur sannað gildi sitt. Með slíkum vinnubrögðum er hægt að draga verulega úr fötlun og auka batahorfur hjá sjúklingum sem hafa fengið heilaslag. Sérhæ hjúkrunareirlit með líkamshita, blóðsykri og kyngingu hefur marga kosti. Til dæmis þarf ekki að uppfylla ákveðinn tímaramma, eirlitið felur ekki í sér þörf fyrir sérhæfð tæki og krefst þess einungis að ákveðnir verkferlar séu til staðar og að starfsfólk fái þjálfun í að nota þá.

Heimildaskrá Albert P. Sigurðsson. (2018). Segabrottnám við brátt blóðþurrðarslag er mesta framför í læknisfræði í áraraðir: Erum við tilbúin til að veita slíka meðferð á Íslandi? Læknablaðið 104, 19–26. doi:10.17992/lbl.2018.01.169 Alberts, M. J., Ollenschleger, M. D. og Nouh, A. (2018). Dawn of a new era for stroke treatment: Implications of the DAWN study for acute stroke care and stroke systems of care. Circulation, 137(17), 1767–1769. doi: 10.1161/CIRCULATIONAHA.118.033579 Al-Khaled, M., Matthis, C., Binder, A., Mudter, J., Schattschneider, J., Pulkowski, U., … Royl, G. (2016). Dysphagia in patients with acute ischemic stroke: Early dysphagia screening may reduce stroke-related pneumonia and improve stroke outcomes. Cerebrovascular Diseases, 42(1–2), 81–89. doi:10.1159/000445299 Anderson, J. A., Pathak, S., Rosenbek, J. C., Morgan, R. O. og Daniels, S. K. (2016). Rapid aspiration screening for suspected stroke: Part 2: Initial and sustained nurse accuracy and reliability. Archives of Physical Medicine and Rehabilitation, 97(9), 1449–1455. doi:10.1016/j.apmr.2016.03.024 Aoki, S., Hosomi, N., Hirayama, J., Nakamori, M., Yoshikawa, M., Nezu, T., … Hiroshima University Hospital Stroke Swallowing Team. (2016). e multidisciplinary swallowing team approach decreases pneumonia onset in acute stroke patients. PLoS ONE, 11(5), 1–8. doi:10.1371/journal.pone. 0154608 Barnard, S. L. (2011). Nursing dysphagia screening for acute stroke patients

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


meðferð sjúklinga fyrstu þrjá sólarhringa eftir blóðþurrðarslag í heila in the emergency department. Journal of Emergency Nursing, 37(1), 64– 67. doi:10.1016/j.jen.2010.11.002 Benjamin, E. J., Muntner, P. og Bittencourt, M. S. (2019). Heart disease and stroke statistics-2019 update: A report from the American Heart Association. Circulation, 139(10), e56–e528. doi:10.1161/CIR.0000000000000 659 Bray, B. D., Smith, C. J., Cloud, G. C., Enderby, P., James, M., Paley, L., … SSNAP Collaboration. (2017). e association between delays in screening for and assessing dysphagia aer acute stroke, and the risk of strokeassociated pneumonia. Journal of Neurology, Neurosurgery & Psychiatry, 88(1), 25–30. doi:10.1136/jnnp-2016-313356 Bruno, A., Durkalski, V. L., Hall, C. E., Juneja, R., Barsan, W. G., Janis, S., … og Johnston, K. C. (2014). e Stroke Hyperglycemia Insulin Network Effort (SHINE) trial protocol: A randomized, blinded, efficacy trial of standard vs. intensive hyperglycemia management in acute stroke. International Journal of Stroke, 9(2), 246–251. doi: 10.1111/ijs.12045 Canadian Stroke Best Practices. (2018). Acute stroke management: Prehospital, emergency department, and acute inpatients stroke care (168). Sótt 6. ágúst 2020 á https://www.strokebestpractices.ca/recommendations Chapman, C., Cadilhac, D. A., Morgan, P., Kilkenny, M. F., Grimley, R., Sundararajan, V., … og Andrew, N. E. (2019). Chest infection within 30 days of acute stroke, associated factors, survival and the benefits of stroke unit care: Analysis using linked data from the Australian Stroke Clinical Registry. International Journal of Stroke, 15(4), 390–398. doi:10.1177/1747 493019833008 Clark, M. E., Payton, J. E. og Pittiglio, L. I. (2014). Acute ischemic stroke and hyperglycemia. Critical Care Nursing Quarterly, 37(2), 182–187. doi:10.1097/ CNQ.0000000000000015 Craig, L. E., McInnes, E., Taylor, N., Grimley, R., Cadilhac, D. A., Considine, J. og Middleton, S. (2016). Identifying the barriers and enablers for a triage, treatment, and transfer clinical intervention to manage acute stroke patients in the emergency department: A systematic review using the theoretical domains framework (TDF). Implementation Science, 11(1), e1–e18. doi:10.1186/s13012-016-0524-1 Dale, S., Levi, C., Ward, J., Grimshaw, J. M., Jammali-Blasi, A., D’Este, C., … Middleton, S. (2015). Barriers and enablers to implementing clinical treatment protocols for fever, hyperglycaemia, and swallowing dysfunction in the Quality in Acute Stroke Care (QASC) project: A mixed methods study. Worldviews on Evidence-Based Nursing, 12(1), 41–50. doi:10.1111/wvn. 12078 Daniels, S. K., Huckabee, M. L. og Gozdzikowska, K. (2019). Dysphagia following stroke (3. útgáfa). San Diego, Bandaríkjunum: Plural Publishing. Dennis, M. og Langhorne, P. (1994). So stroke units save lives: Where do we go from here? British Medical Journal, 309(6964), 1273–1277. Sótt 7. maí 2018 á https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2541829/ Denny, M. C., Ramadan, A. R., Savitz, S. og Grotta, J. (2020). Acute stroke care (3. útgáfa). Cambridge, Englandi: Cambridge University Press. Drury, P., Levi, C., D’Este, C., McElduff, P., McInnes, E., Hardy, J., … Middleton, S. (2014). Quality in Acute Stroke Care (QASC): Process evaluation of an intervention to improve the management of fever, hyperglycemia, and swallowing dysfunction following acute stroke. International Journal of Stroke, 9(6), 766–776. doi:10.1111/ijs.12202 Drury, P., Levi, C., McInnes, E., Hardy, J., Ward, J., Grimshaw, J. M., … Middleton, S. (2014). Management of fever, hyperglycemia, and swallowing dysfunction following hospital admission for acute stroke in New South Wales, Australia. International Journal of Stroke, 9(1), 23–31. doi:10.1111/ ijs.12194 Freeland, T. R., Pathak, S., Garrett, R. R., Anderson, J. A. og Daniels, S. K. (2016). Using medical mannequins to train nurses in stroke swallowing screening. Dysphagia, 31(1), 104–110. doi:10.1007/s00455-015-9666-6 Fuentes, B., Ntaios, G., Putaala, J., omas, B., Turc, G., Díez-Tejedor, E. og European Stroke Organisation. (2018). European Stroke Organisation (ESO) guidelines on glycaemia management in acute stroke. European Stroke Journal, 3(1), 5–21. doi:10.1177/2396987317742065 Greer, D. M., Funk, S. E., Reaven, N. L., Ouzounelli, M. og Uman, G. C. (2008). Impact of fever on outcome in patients with stroke and neurologic

injury: A comprehensive meta-analysis. Stroke, 39, 3029–3035. doi:10.1161/ STROKEAHA.108.521583 Gunnhildur Henný Helgadóttir og Lilja Rut Jónsdóttir (2018). „Meðferð sjúklinga fyrstu 72 klukkustundirnar eir heilablóðfall: Fræðilegt yfirlit á hlutverki hjúkrunarfræðings í skimun á hita, blóðsykri og kyngingu“. Skemman. https://skemman.is/handle/1946/30551 Hamann, G. F., Müller, R., Alber, B. og Widder, B. (2016). Treatment in acute stroke: Stroke unit is mandatory. Neurology, Psychiatry and Brain Research, 22(2), 105–109. doi:10.1016/j.npbr.2015.12.064 Hill, M. D. og Hachinski, V. (1998). Stroke treatment: Time is brain. e Lancet, 352, 10–14. doi:https://doi.org/10.1016/S0140-6736(98)90088-5 Hilmarsson, A., Kjartansson, O. og Olafsson, E. (2013). Incidence of first stroke: A population study in Iceland. Stroke, 44(6), 1714–1716. doi: 10.1161/STROKEAHA.111.000222 Hines, S., Kynoch, K. og Munday, J. (2016). Nursing interventions for identifying and managing acute dysphagia are effective for improving patient outcomes: A systematic review update. Journal of Neuroscience Nursing, 48(4), 215–223. doi:10.1097/JNN.0000000000000200 Joundi, R. A., Martino, R., Saposnik, G., Giannakeas, V., Fang, J. og Kapral, M. K. (2017). Predictors and outcomes of dysphagia screening aer acute ischemic stroke. Stroke, 48(4), 900–906. doi:10.1161/STROKEAHA.116. 015332 Jung, S., Wiest, R., Gralla, J., McKinley, R., Mattle, H. og Liebeskind, D. (2017). Relevance of the cerebral collateral circulation in ischaemic stroke: Time is brain, but collaterals set the pace. Swiss Medical Weekly, 147 (w14538), e1–e7. doi: 10.4414/smw.2017.14538 Kenny, T., Barr, C. og Laver, K. (2016). Management of fever, hyperglycemia, and dysphagia in an acute stroke unit. Rehabilitation Nursing, 41(6), 313– 319. doi:10.1002/rnj.248 Landspítali. (2010). Klínískar leiðbeiningar: Mat og varnir gegn næringar- og vökvavanda sjúklinga eir heilablóðfall. Sótt 19. ágúst 2020 á https://www. landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/BRUNNURINN/ Kliniskar-leidbeiningar/Heilablodfall—-naering-og-vokvi/Mat_varnir_ %20naeringar_vokvavanda_eir_heilablodfall_16-10-2013.pdf Langhorne, P., Ramachandra, S., og Stroke Unit Trialists’ Collaboration. (2020). Organised inpatient (stroke unit) care for stroke: Network meta‐ analysis. Cochrane Database of Systematic Reviews, 4(Art. CD000197). doi:10.1002/14651858.CD000197.pub4 Lees, K. R., Bluhmki, E., Von Kummer, R., Brott, T. G., Toni, D., Grotta, J. C., … og Tilley, B. C. (2010). Time to treatment with intravenous alteplase and outcome in stroke: An updated pooled analysis of ECASS, ATLANTIS, NINDS, and EPITHET trials. e Lancet, 375(9727), 1695– 1703. doi:10.1016/S0140-6736(10)60491-6 Leigh, R., Knutsson, L., Zhou, J. og van Zijl, P. C. (2018). Imaging the physiological evolution of the ischemic penumbra in acute ischemic stroke. Journal of Cerebral Blood Flow & Metabolism, 38(9), 1500–1516. doi: 10.1177/0271678X17700913 Li, L., Scott, C. A., Rothwell, P. M. og Oxford Vascular Study. (2020). Trends in stroke incidence in high-income countries in the 21st century: Population-based study and systematic review. Stroke, 51(5), 1372–1380. doi: 10.1161/ STROKEAHA.119.028484 Middleton, S., Bruch, D., Martinez-Garduno, C., Dale, S. og McNamara, M. (2017a). International uptake of a proven intervention to reduce death and dependency in acute stroke: A cross-sectional survey following the QASC trial. Worldviews on Evidence-Based Nursing, 14(6), 447–454. doi:10.1111/wvn.12253 Middleton, S., Coughlan, K., Mnatzaganian, G., Low Choy, N., Dale, S., Jammali-Blasi, A. … og D’Este, C. (2017b). Mortality reduction for fever, hyperglycemia, and swallowing nurse-initiated stroke intervention: QASC trial (Quality in Acute Stroke Care) follow-up. Stroke, 48(5), 1331–1336. doi:10.1161/STROKEAHA.116.016038 Middleton, S., McElduff, P., Ward, J., Grimshaw, J. M., Dale, S., D’Este, C., … og Levi, C. (2011). Implementation of evidence-based treatment protocols to manage fever, hyperglycaemia, and swallowing dysfunction in acute stroke (QASC): A cluster randomised controlled trial. e Lancet, 378(9804), 1699–1706. doi:10.1016/s0140-6736(11)61485-2

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 71


marianne e. klinke, o.fl. Middleton, S. og Pfeilschier, W. (2020). International translation of Fever, Sugar, Swallow Protocols: e Quality in Acute Stroke Care Europe Project. International Journal of Stroke, 15(6), 591–594. doi: 10.1177/17474930 20915130 Mikulik, R., Ylikotila, P., Roine, R., Brozman, M. og Middleton, S. (2017). Leaving a legacy of stroke in Europe: A community of dedicated professionals is changing the face of stroke in Europe. National Guideline Centre (UK). Stroke and transient ischaemic attack in over 16s: diagnosis and initial management. London: National Institute for Health and Care Excellence (Bretlandi); maí 2019. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31211538/ Miller, E. L., Murray, L., Richards, L., Zorowitz, R. D., Bakas, T., Clark, P. og Billinger, S. A. (2010). Comprehensive overview of nursing and interdisciplinary rehabilitation care of the stroke patient: A scientific statement from the American Heart Association. Stroke, 41(10), 2402–2448. doi: https://doi.org/10.1161/STR.0b013e3181e7512b Motyer, R., Kok, H. K., Asadi, H., O’Hare, A., Brennan, P., Power, S., … og ornton, J. (2017). Outcomes of endovascular treatment for acute largevessel ischaemic stroke more than 6 h aer symptom onset. Journal of Internal Medicine, 282(6), 537–545. doi:10.1111/joim.12680 Myint, P. K., Bachmann, M. O., Loke, Y. K., Musgrave, S. D., Price, G. M., Hale, R., … og Potter, J. F. (2016). Important factors in predicting mortality outcome from stroke: Findings from the Anglia Stroke Clinical Network Evaluation Study. Age and Ageing, 46(1), 83–90. doi:10.1093/ageing/afw175 Nogueira, R. G., Jadhav, A. P., Haussen, D. C., Bonafe, A., Budzik, R. F., Bhuva, P., … og Sila, C. A. (2018). rombectomy 6 to 24 hours aer stroke with a mismatch between deficit and infarct. New England Journal of Medicine, 378(1), 11–21. doi:10.1056/NEJMoa1706442 Ólafur Sveinsson, Ólafur Kjartansson og Einar M. Valdimarsson. (2014). Heilablóðþurrð/-drep: Greining og meðferð. Læknablaðið, 100, 393–401. Sótt 1. ágúst 2020 á http://www.laeknabladid.is/tolublod/2014/0708/ nr/5236 Palli, C., Fandler, S., Doppelhofer, K., Niederkorn, K., Enzinger, C., Vetta, C., … og Gattringer, T. (2017). Early dysphagia screening by trained nurses reduces pneumonia rate in stroke patients: A clinical intervention study. Stroke, 48(9), 2583–2585. doi:10.1161/STROKEAHA.117.018157 Pinzon, R. T., Babang, F. T. M. og Pramudita, E. A. (2017). Combination of five clinical data as prognostic factors of mortality aer ischemic stroke. Universa Medicina, 36(1), 68–76. doi:10.18051/UnivMed.2017.v36.68-76 Powers, W. J., Rabinstein, A. A., Ackerson, T., Adeoye, O. M., Bambakidis, N. C., Becker, K., … og Jauch, E. C. (2019). Guidelines for the early management of patients with acute ischemic stroke: 2019 update to the 2018 guidelines for the early management of acute ischemic stroke: A guideline for healthcare professionals from the American Heart Association/American Stroke Association. Stroke, 50(12), e344-e418. doi: 10.1161/STR. 0000000000000211 Puig, J., Shankar, J., Liebeskind, D., Terceño, M., Nael, K., Demchuk, A. M., … og omalla, G. (2020). From “Time is Brain” to “Imaging is Brain”: A paradigm shi in the management of acute ischemic stroke. Journal of Neuroimaging. doi: 10.1111/jon.12693

72

Regenhardt, R. W., Das, A. S., Stapleton, C. J., Chandra, R. V., Rabinov, J. D., Patel, A. B., … og Leslie-Mazwi, T. M. (2017). Blood pressure and penumbral sustenance in stroke from large vessel occlusion. Frontiers in Neurology, 8(317), 1–17. doi:10.3389/fneur.2017.00317 Saver, J. L. (2006). Time is brain-quantified. Stroke, 37(1), 263–266. doi:10. 1161/01.STR.0000196957.55928.ab Saver, J. L., Goyal, M., van der Lugt, A., Menon, B. K., Majoie, C. B., Dippel, D. W., … HERMES Collaborators. (2016). Time to treatment with endovascular thrombectomy and outcomes from ischemic stroke: A metaanalysis. JAMA, 316(12), 1279–1288. doi:10.1001/jama.2016.13647 Seedat, J. og Penn, C. (2016). Implementing oral care to reduce aspiration pneumonia amongst patients with dysphagia in a South African setting. South African Journal of Communication Disorders, 63(1), 1–11. doi:10.4102/ sajcd.v63i1.102 Sivertsen, J., Graverholt, B. og Espehaug, B. (2017). Dysphagia screening aer acute stroke: A quality improvement project using criteria-based clinical audit. BMC Nursing, 16(27), 1–8. doi:10.1186/s12912-017-0222-6 Skafida, A., Mitrakou, A., Georgiopoulos, G., Alevizaki, M., Spengos, K., Takis, K., … og Vemmos, K. (2018). In-hospital dynamics of glucose, blood pressure and temperature predict outcome in patients with acute ischaemic stroke. European Stroke Journal, 3(2), 174–184. doi: 10.1177/ 2396987318765824 Stroke Association. Stroke Association UK (uppfært 2018). www.stroke.org. uk (sótt 1. september 2020) Teasell, R., Foley, N., Hussein, N. og Cotoi, A. (2016). Evidence-based review of stroke rehabilitation. (18. útg.). Sótt 11. maí 2018 áhttp://www.ebrsr. com/sites/default/files/documents/v18-SREBR-ExecutiveSummary_0.pdf omalla, G., Simonsen, C. Z., Boutitie, F., Andersen, G., Berthezene, Y., Cheng, B., … og Ford, I. (2018). MRI-guided thrombolysis for stroke with unknown time of onset. New England Journal of Medicine, 379(7), 611– 622. doi:10.1056/NEJMoal1804355 ompson, H. J. (2015). Evidence-base for fever interventions following stroke. Stroke, 46(5), 98–100. doi:10.1161/STROKEAHA.115.008188 Watkins, C. og Cadilhac, D. (2020). Setting the scene. Í J. Williams, L. Perry og C. Watkins (ritstjórar), Stroke nursing (1. kafli). Oxford, Englandi: John Wiley & Sons Ltd. (2. útgáfa). Williams, J., Perry, L. og Watkins, C. (2020), Stroke nursing. Oxford, Englandi: John Wiley & Sons Ltd. Wohlin, C. (2014). Guidelines for snowballing in systematic literature studies and a replication in soware engineering. Í Proceedings of the 18th international conference on evaluation and assessment in soware engineering, e1–e10. doi.org/10.1145/2601248.2601268 World Health Organization. (2017). Top 10 causes of death worldwide. Sótt 16. apríl 2018 á http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs310/en/ Wrotek, S. E., Kozak, W. E., Hess, D. C. og Fagan, S. C. (2011). Treatment of fever aer stroke: Conflicting evidence. Pharmacotherapy, 31(11):1085– 1091. doi:10.1592/phco.31.11.1085 Yu, A. og Kapral, M. K. (2019). More people are surviving aer acute stroke. BMJ, 365. doi:10.1136/bmj.l2150

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


Stofnfrumuígræðsla — meðferð í hraðri framþróun Sólveig Aðalsteinsdóttir

CAST (Cellterapier och Allogen Stamcellstransplantation) er sérstakt svið innan Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi sem einblínir á ýmsar gerðir frumumeðferðar fyrir sjúklinga frá 3 mánaða upp í 75 ára. Sviðið skiptist í legudeild og göngudeild. Stofnfrumuígræðsla hefur verið meginþáttur þeirrar meðferðar sem fram hefur farið á sviðinu en aðrar tegundir frumumeðferðar hafa verið að ryðja sér rúms, eins og CAR-T frumumeðferð, og munu að öllum líkindum verða stærri hluti af þeim meðferðarúrræðum sem í boði verða fyrir sjúklinga í framtíðinni. Stofnfrumuígræðsla af því tagi sem hér er talað um er ekki framkvæmd á Íslandi og þar til nýlega komu allir Íslendingar sem þurftu á stofnfrumuígræðslu að halda til Stokkhólms, bæði börn og fullorðnir, og voru það um það bil 10 einstaklingar á ári. Hjúkrunarfræðingar á ýmsum stöðum innan heilbrigðiskerfisins sinna þessum sjúklingum og því er mikilvægt að viss kunnátta sé til staðar um hvað sjúklingurinn hefur gengið í gegnum, hvaða áhættuþættir liggja fyrir og hvaða aukaverkanir sjúklingurinn getur þurft eiga við, stundum það sem eftir er. Markmið þessarar fræðslugreinar er að auka vitund hjúkrunarfræðinga um stofnfrumuígræðslu og að hjálpa íslenskum hjúkrunarfræðingum að sinna þessum stækkandi hópi sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

Stofnfrumuígræðsla Stofnfrumuígræðsla er fyrst og fremst notuð til meðferðar á illkynja blóðsjúkdómum (hvítblæði, mergæxli, eitilfrumukrabbameini og fleira) þó aðrir sjúkdómar, eins og meðfæddir ónæmisgallar, séu líka meðhöndlaðir (Quinn og Stephens, 2006. Yi og Syrjala, 2009). Fyrstu stofnfrumuígræðslurnar áttu sér stað í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum en urðu ekki algengar fyrr en á þeim áttunda (Gahrton og Ringdén, 2012). Mikil framþróun hefur átt sér stað síðustu áratugi, sérstaklega þegar kemur að þekkingu á frumum líkamans og hvernig best sé að meðhöndla þær aukaverkanir sem geta komið upp í sambandi við meðferðina. Þetta hefur ekki bara aukið lífslíkur töluvert heldur einnig aukið lífsgæði til muna. Til eru tvenns konar stofnfrumuígræðslur, allogen og autolog stofnfrumuígræðsla. Allogen stofnfrumuígræðsla er þegar stofnfrumurnar koma frá gjafa en autolog þegar stofnfrumur eru teknar úr sjúklingnum sjálfum, frystar og gefnar baka til seinna. Hér verður aðallega talað um allogen stofnfrumuígræðslu.

Sólveig Aðalsteinsdóttir er sérfræðingur í krabbameinshjúkrun við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi. Í meistaranámi sínu rannsakaði hún hvernig stofnfrumuígræðsla getur haft áhrif á kynlífsheilbrigði 2–4 árum eftir meðferð og upplýsingagjöf heilbrigðisstarfsfólks til sjúklinga um hugsanlegar aukaverkanir.

Hvað er stofnfruma? Stofnfruma er fruma sem býr fyrst og fremst í beinmerg stórra beina og hlutverk hennar er að framleiða frumur sem eru frumstig annarra blóðfruma líkamans (rauð og hvít blóðkorn og flögur). Stofnfrumur skipta sér og búa til nýjar stofnfrumur og þess vegna er hægt að fjarlægja hluta af stofnfrumum einstaklings til að gefa öðrum án þess að skaða gjafann (Olofsson, 2012).

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 73


sólveig aðalsteinsdóttir

Meðferðin sjálf Meðferðin felur í sér að gefa krabbameinslyf, oft ásamt geislum og lyfjum sem bæla niður ónæmiskerfið. Þetta leiðir til erfiðra aukaverkana fyrir sjúklinginn. Meðferðin felur í sér að þurrka út meira og minna þær stofnfrumur sem sjúklingurinn er með í beinmergnum og gefa honum nýjar stofnfrumur frá gjafa sem búið er að finna og passar sjúklingnum. Því betur sem gjafinn passar því minni líkur eru á höfnun og erfiðum aukaverkunum. Gjafinn getur verið skyldur eða óskyldur sjúklingnum. Til eru gagnabankar úti um allan heim sem hægt er að leita í ef enginn skyldur gjafi er til staðar. Íslendingar geta líka verið með á skrá yfir stofnfrumugjafa hjá gagnabanka Blóðbankans á Íslandi.

Ferlið fyrir sjúklinginn Greiningin Að greinast með blóðsjúkdóm er yfirleitt mikið áfall fyrir einstakling, fjölskyldu hans og vini, sérstaklega þegar um illkynja sjúkdóm er að ræða. Þessir sjúkdómar geta verið illskeyttir og þurfa sjúklingarnir oft fljótt að byrja meðferð til að reyna að ná tökum á þeim. Í vissum tilfellum er ljóst frá upphafi að sjúklingurinn þarf að gangast undir stofnfrumuígræðslu til að hægt sé að lækna sjúkdóminn. Í öðrum tilfellum er byrjað á hefðbundinni meðferð sem svo hefur ekki tilætluð áhrif eða sjúkdómurinn tekur sig upp aftur. Þá þarf að grípa til stofnfrumuígræðslu.

Ef gjafinn er óskyldur sjúklingnum gildir full þagnarskylda og hvorki sjúklingurinn né gjafinn fá neinar persónuupplýsingar hvor um annan. Ef gjafinn hefur gefið samþykki sitt fyrir að sjúklingurinn megi hafa samband síðar getur sjúklingurinn sent bréf til umsjónaraðila ígræðslunnar tveimur árum eftir að meðferðin átti sér stað og komist þannig í samband við gjafann.

74

Það er á ábyrgð læknis sjúklingsins ásamt öðrum fagaðilum í teyminu kringum sjúklinginn að ákveða hvort sjúklingurinn eigi möguleika á að gangast undir meðferðina. Þar skiptir aldur, líkamleg heilsa, andleg heilsa, stuðningsnet sjúklingsins og vilji hans miklu máli. Sjúklingurinn fer í ítarlegt samtal við lækni og hjúkrunarfræðing þar sem farið er yfir við hverju megi búast og allar þær aukaverkanir sem upp geta komið, lífslíkur og annað slíkt. Sjúklingurinn hefur alltaf rétt á að afþakka meðferð. Þegar ákveðið hefur verið að sjúklingurinn gangist undir stofnfrumuígræðslu þarf að finna gjafa. Byrjað er að leita innan fjölskyldunnar og þá helst til systkina. Það eru 25% líkur á að alsystkin passi sem gjafar. Ef enginn gjafi er tiltækur innan fjölskyldunnar er farið að leita í gagnabönkum úti um allan heim. Ef gjafi finnst þarf að hafa samband við hann og athuga hvort hann getur hugsað sér að gefa stofnfrumur, athuga líkamlegt og andlegt ástand gjafans og hvort það passar gjafanum að söfnunin eigi sér stað þegar þörf er á. Ef allt gengur upp er farið að skipuleggja ferlið í smáatriðum.

Gjafinn Gjafinn þarf að gangast undir ýmsar rannsóknir áður en hann er samþykktur sem gjafi og áður en söfnun stofnfrumanna getur átt sér stað, svo sem blóðprufur og heilsufarsskoðun. Áður en söfnunin fer fram þarf gjafinn að gefa sjálfum sér sprautu í kviðinn (GCSF – Zarzio®) til að auka magn stofnfruma úti í blóðinu. Oftast fer söfnuninn fram þannig að blóð rennur frá gjafanum í gegnum sérstaka vél sem safnar stofnfrumunum saman í poka en afgangurinn af blóðinu er gefinn til baka. Frumurnar kallast þá útlægar stofnfrumur. Engar alvarlegar aukaverkanir eru þekktar af þessari meðferð fyrir gjafann þó þreyta og beinverkir geti komið fram í sambandi við ferlið. Önnur aðferð er að draga beinmerg beint úr beini gjafans. Þarf þá gjafinn að leggjast inn á sjukrahús, er svæfður og beinmergur sem inniheldur stofnfrumur er dreginn með grófri nál úr mjaðmabeini gjafans. Þessi aðferð hefur í för með sér þær aukaverkanir og áhættu sem venjulegar svæfingar hafa auk verks í mjaðmabeini eða baki í nokkra daga á eftir.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


stofnfrumuígræðsla — meðferð í hraðri framþróun Ef gjafinn er óskyldur sjúklingnum gildir full þagnarskylda og hvorki sjúklingurinn né gjafinn fá neinar persónuupplýsingar hvor um annan. Ef gjafinn hefur gefið samþykki sitt fyrir að sjúklingurinn megi hafa samband síðar getur sjúklingurinn sent bréf til umsjónaraðila ígræðslunnar tveimur árum eftir að meðferðin átti sér stað og komist þannig í samband við gjafann.

Undirbúningur Sjúklingurinn þarf sjálfur að gangast undir ýmsar rannsóknir þar sem meðal annars lungnageta, starfsemi hjarta og nýrna er athuguð og hver staða sjúkdómsins er í líkamanum. Sjúklingurinn þarf síðan að fá miðlægan bláæðalegg (CVK). Leggurinn sem er notaður kallast Hickman-leggur og er gert ráð fyrir að hann geti verið í sjúklingnum í 3–6 mánuði (ef ekki kemur upp sýking). Leggurinn er notaður til að gefa öll lyf og taka allar blóðprufur. Það er gert minnst einu sinni á dag á meðan sjúklingurinn liggur inni á legudeildinni, stundum oftar, til að fylgjast með blóðgildum sjúklingsins. Síðan þarf að ákveða í samráði við lækni, gjafann, miðstöðina/sjúkrahúsið þar sem söfnunin fer fram, sjúklinginn, deildarstjóra og yfirlækni CAST hvenær sjúklingurinn leggst inn til að hefja meðferðina.

Að leggjast inn á sjúkrahús Sjúklingurinn kemur til innskriftar á CAST daginn áður eða sama dag og meðferðin hefst. Svokallað innskriftarsamtal með lækni og hjúkrunarfræðingi á sér stað þar sem farið er yfir það helsta sem hægt er að búast við næstu vikurnar. Einnig fara sjúkraliðar sérstaklega yfir þætti sem koma að fastaverkum deildarinnar, mat og hvaða reglur gilda fyrir aðstandendur. Sjúklingurinn fær einangrunarherbergi með anddyri og eigin baðherbergi. Einnig er aukarúm fyrir aðstandanda sem getur fengið að búa í herberginu með sjúklingnum. Ef um barn er að ræða má eitt foreldri í einu sofa með barninu. Hvaða krabbameinslyfjameðferð sjúklingurinn fær fyrir stofnfrumuígræðsluna byggist á sjúkdómsgreiningu, aldri og líkamlegu ástandi en oftast tekur hún 5–7 daga. Þegar þeirri meðferð er lokið eru stofnfrumurnar gefnar.

Sjálf stofnfrumuígræðslan Stofnfrumurnar fara alltaf í gegnum rannsóknarstofu blóðbankans á Karolinska og hefur þeim yfirleitt verið safnað deginum áður eða sama dag, eftir því hvar í heiminum söfnunin á sér stað. Frumurnar koma ferskar á rannsóknarstofuna og eru gerð ýmis próf á þeim áður en þær eru sendar upp á CAST. Þar gefur hjúkrunarfræðingur sjúklingnum stofnfrumurnar sem dreypi (svipað og blóð er gefið). Hætta er á að sjúklingurinn bregðist við frumunum á meðan gjöfin fer fram og allt upp í sólarhring á eftir. Lífsmörk eru því tekin reglulega og lyf til að bregðast við þessum aukaverkunum höfð til taks.

CAST er deild innan krabbameinsviðs Karolinska háskólasjúkrahússins sem sérhæfir sig í frumumeðferð. Þeir Íslendingar sem hafa þurft á stofnfrumuígræðslu að halda síðastliðin 20 ár hafa komið hingað, þangað til nýlega, og hafa það verið 8–10 einstaklingar á ári (börn og fullorðnir).

Hvað svo? Nú tekur við bið þar sem það tekur nýju stofnfrumurnar 10– 20 daga að meðaltali að koma sér fyrir og byrja að framleiða nýjar, heilbrigðar frumur sem geta tekið til starfa í líkamanum. Á þessu tímabili er sjúklingurinn að mestu leyti án virks ónæmiskerfis og þarf því að vera í einangrun þar til framleiðsla á hvítum blóðkornum kemst í gang. Þar er fyrst og fremst horft á dauffrumur (neutrophil) sem þurfa að vera komnir yfir 0,2 × 10⁹L til að sjúklingurinn geti útskrifast heim. Sjúklingurinn má ekki fara út úr herberginu nema eftir kl.18 á kvöldin og um helgar og verður þá að fara beint út af sjúkrahúsinu. Hann þarf þá að vera með andlitsgrímu á leið út. Þegar komið er út má taka grímuna af sér og vera úti á meðan maður treystir sér til og í samráði við ábyrgan hjúkrunarfræðing. Þessar reglur hafa þó verið aðrar í kórónufaraldrinum að undanförnu.

Aukaverkanir Hætta er á margvíslegum aukaverkunum í sambandi við meðferðina. Þær helstu eru ógleði, uppköst, niðurgangur, sýkingar, slímhimnubólgur (mucosit) í munni, hálsi, maga

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 75


sólveig aðalsteinsdóttir og þörmum með sáramyndun og tilheyrandi verkjum og sýkingahættu, aukaverkanir á lifur, nýru og hjarta með meiru. Mjög mikilvægt er að fræða sjúklinginn og aðstandendur um þetta, bæði fyrir og á meðan, til að geta meðhöndlað þær aukaverkanir sem upp koma á sem bestan hátt. Hjúkrunarfræðingarnir á deildinni leika lykilhlutverk í því að meðhöndla þessar aukaverkanir og sjá til þess að gera lífið eins bærilegt fyrir sjúklinginn og hægt er við erfiðar aðstæður.

Sjúklingurinn þarf þó að taka ónæmisbælandi lyf í ákveðinn tíma eftir meðferðina en það gerir hann viðkvæmari fyrir öllum sýkingum. Þar af leiðandi getur hann ekki lifað ,,eðlilegu“ lífi eftir að hann útskrifast heldur verður að halda sig heima við, má ekki umgangast fólk nema í takmörkuðum mæli, verður að halda sig frá öllum sem eru veikir og má ekki fara að vinna nema hægt sé að vinna heima.

Útskrift Eins og áður hefur komið fram verða dauffrumur sjúklingsins að vera komnir upp í ákveðið gildi til að hann geti farið heim. Einnig verður sjúklingurinn að vera laus við öll lyf sem þarf að gefa í æð (til dæmis sýklalyf) og geta uppfyllt næringarþörf sína sjálfur. Stundum eru börn send heim með fæðuslöngu niður í maga til að auðvelda matar- og lyfjatöku heima. Sjúklingurinn þarf þó að taka ónæmisbælandi lyf í ákveðinn tíma eftir meðferðina en það gerir hann viðkvæmari fyrir öllum sýkingum. Þar af leiðandi getur hann ekki lifað ,,eðlilegu“ lífi eftir að hann útskrifast heldur verður að halda sig heima við, má ekki umgangast fólk nema í takmörkuðum mæli, verður að halda sig frá öllum sem eru veikir og má ekki fara að vinna nema hægt sé að vinna heima. Smám saman minnka skammtarnir af ónæmisbælandi lyfjunum og nær nýja ónæmiskerfið þá góðri virkni. Sjúklingurinn mun þó alla ævi þurfa að fara varlega þegar kemur að sýkingum og veikindum almennt. Oft eru líkamlegir kraftar af skornum skammti og getan til vinnu því lítil til að byrja með. Sérstaklega er mælt með að sjúklingarnir fari út í göngutúra og reyni að gera léttar æfingar heima, sem þeir fá frá sjúkraþjálfara deildarinnar, til að byggja upp líkamann aftur.

Eftirfylgni Eftir útskrift þarf sjúklingurinn að koma á göngudeild CAST, minnst tvisvar í viku, í blóðprufur og samtal við lækni og hjúkrunarfræðing. Fylgst er náið með að sjúklingurinn sé á batavegi og reynt að grípa inni í ef fylgikvillar 76

koma fram sem geta verið fylgifiskar meðferðarinnar. Hægt er að fá aðgang að félagsfræðingi, sjúkraþjálfara og næringarfræðingi ef þörf er á. Ef allt gengur að óskum minnka heimsóknirnar á göngudeildina eftir því sem tíminn líður og sjúklingnum líður betur. Honum er þó fylgt eftir það sem eftir er ævinnar og er gaman að segja frá því að öðru hverju koma einstaklingar í eftirlit sem gengust undir stofnfrumuígræðslu fyrir 20–30 árum.

Þegahöfnunarveiki (Graft versus Host disease) Eftir að hinar nýju stofnfrumur hafa komist í gang er hætta á ástandi sem nefnist þegahöfnunarveiki eða Graft versus Host disease (GVHd) þar sem nýju frumurnar ráðast á vefi líkamans og valda bólgum, sárum og öðrum einkennum sem fara fyrst og fremst eftir því hvaða vefur verður fyrir árásinni. Algengast er að sjúklingurinn finni fyrir þessu í maga, þörmum og húð en í raun getur þetta komið fram í hvaða kerfi sem er í líkamanum og eru mörg dæmi um þetta, meðal annars í lungum, hjarta og á ytri og innri kynfærum. GVHd skiptist í bráðaeinkenni og langvinn einkenni þar sem munurinn felst fyrst og fremst í því hvenær einkennin koma fram. Ef einkennin koma fram innan við 100 daga eftir ígræðsluna kallast þau bráðaeinkenni en ef þau koma upp seinna kallast þau langvinn og meiri hætta á að þau verði langvarandi. Alvarleiki einkennanna er metinn á kvarða á bilinu I–IV þar sem IV þýðir lífshætta fyrir sjúklinginn. Þessi einkenni geta líka skert mjög lífsgæði þar sem sumir sjúklingar þurfa að lifa með einkennin það sem eftir er ævinnar. Mikilvægt er að reyna að grípa inn í eins fljótt og hægt er þegar fyrstu einkennin koma fram og er því fræðsla bæði sjúklinga og aðstandenda mikilvæg svo hægt sé að leita læknis um leið og grunur vaknar um slík einkenni.

Hlutverk hjúkrunarfræðingsins Það er mjög krefjandi en jafnframt gefandi að starfa sem hjúkrunarfræðingur á CAST og gefur það mikla möguleika á að þróast í starfi. Mikið er um lyfjagjafir, að meta og meðhöndla aukverkanir og að styðja við sjúklinginn í sinni einangrun. Hjúkrunarfræðingurinn stendur við hlið sjúklingsins allan tímann sem hann liggur inni og skapast oft sterk tengsl á milli þessara aðila. Oft þurfa sjúklingarnir að leggjast inn aftur eftir útskrift vegna aukaverkana eða sýkinga og margir hafa orð á því hversu öruggir þeir eru að fá „sína“ hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Sjúklingarnir eru líka hvattir til að hringja upp á deild eða á göngudeildina ef spurningar vakna og fá þá að tala við hjúkrunarfræðing sem þarf að geta metið vandamál sjúklingsins út frá sinni eigin reynslu og þeim einkennum sem sjúklingurinn finnur fyrir. Nokkrir hjúkrunarfræðingar á deildinni hafa sérhæft sig í

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


stofnfrumuígræðsla — meðferð í hraðri framþróun

Hin fjölhæfa blóðmyndandi stofnfruma gefur af sér margar mismunandi frumutegundir, þar á meðal frumur ónæmiskerfisins (hvít blóðkorn) og rauð blóðkorn. OpenStax, Anatomy & Physiology. OpenStax CNX. Feb 26, 2016. http://cnx.org/contents/14fb4ad739a1-4eee-ab6e-3ef2482e3e22@8.24

hjúkrun krabbameinssjúklinga eða hjúkrun barna. Efst á forgangslistanum eru gæði hjúkrunarinnar, og þróun á sviðinu er hröð. CAST er með gæðastimpil frá JACIE (The Joint Accreditation Committee-ISCT & EBMT) sem er einn mesti gæðastimpill sem hægt er að fá innan samtaka stofnfrumuígræðslna í heiminum.

Að lokum Stofnfrumuígræðsla er flókin meðferð sem felur í sér langvarandi samskipti sjúklingsins og heilbrigðiskerfisins þar sem hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki. Sjúklingurinn getur læknast af sjúkdómi sínum en getur þurft að eiga við aukverkanir meðferðarinnar það sem eftir er ævinnar. Því er það mikilvægt að allir starfandi hjúkrunarfræðingar hafi grunnþekkingu á því hvað í meðferðinni felst fyrir sjúklinginn og fjölskyldu hans til að þeir geti brugðist við þörfum þeirra á réttan hátt, sýnt þeim stuðning og skapað þeim eins góð lífsskilyrði og hægt er miðað við aðstæður.

Heimildaskrá Gahrton, G. og Ringdén, O. (2012). Stamcellstransplantation. Í G. Gahrton og G. Juliusson (ritstj.), Blodets Sjukdomar, Lärobok i Hematologi (bls. 153–162). Lundi: Studentlitteratur. Olofsson, T. (2012). Stamceller och blodbildning. Í G. Gahrton og G. Juliusson (ritstj.), Blodets sjukdomar, Lärobok i Hematologi (bls. 21–30). Lundi: Studentlitteratur. Quinn, B. og Stephens, M. (2006). Bone marrow transplantation. Í N. Kearney og A. Richardson (ritstj.), Nursing patients with cancer — principles and practice (bls. 329–351). Edinborg og New York: Elsevier Churchill Livingstone. Yi, J. C. og Syrjala, K. L. (2009). Sexuality after hematopoietic stem cell transplantation. The Cancer Journal, 15(1), 57–64.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 77


Af hverju er mikilvægt að fylgjast með kvíða, þunglyndi og hvataröskun hjá parkinsonsjúklingum í kjölfar djúpkjarna-rafskautsörvunar? Snædís Jónsdóttir1, Jónína H. Hafliðadóttir1, Marianne E. Klinke1,2 Djúpkjarna-rafskautsörvun er meðferð sem notuð er fyrir einstaklinga með parkinsonveiki (PV) sem eru með svæsin hreyfieinkenni. Þó meðferðin beinist aðallega að því að bæta hreyfigetu getur hún leitt til breytinga á ekki-hreyfieinkennum svo sem kvíða, þunglyndi og hvataröskun. Þessi einkenni falla oft í skuggann af hreyfieinkennum en geta haft afdrifarík áhrif á sálfélagslega líðan. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í skimun og eftirliti með kvíða, þunglyndi og hvataröskun þannig að hægt sé að grípa til viðeigandi meðferðarúrræða ef vandamál koma í ljós. Til þess að útskýra af hverju það er svo mikilvægt að fylgjast með kvíða, þunglyndi og hvataröskun eftir djúpkjarna-rafskautsörvun verður í þessari fræðslugrein fyrst fjallað almennt um PV. Þá er farið yfir hvað djúpkjarna-rafskautsörvun er og síðan er fjallað um kvíða, þunglyndi og hvataröskun og hvaða afleiðingar raförvun getur haft á þau einkenni. Að lokum er rætt um þætti sem hjúkrunarfræðingar þurfa að taka tillit til þegar samdar verða nýjar leiðbeiningar varðandi eftirfylgd einstaklinga með PV sem fá djúpkjarna-rafskautsörvun.

Meðalaldur við greiningu PV er um 60 ár (Tysnes og Storstein, 2017). Það sem aðallega veldur sjúkdómseinkennum er missir eða hrörnun á dópamínmyndandi taugafrumum í sortukjarna heilans (e. substantia nigra). Þegar skortur er á taugaboðefninu dópamíni verður ójafnvægi á starfsemi taugakerfisins.

Parkinsonveiki Talið er að um 600–800 einstaklingar séu með parkinsonveiki (PV) á Íslandi. PV er einn algengasti taugahrörnunarsjúkdómurinn á eftir alzheimers-sjúkdómnum (Lewis o.fl., 2015; Parkinsonsamtökin, 2020). Meðalaldur við greiningu er um 60 ár (Tysnes og Storstein, 2017). Það sem aðallega veldur sjúkdómseinkennum er missir eða hrörnun á dópamínmyndandi taugafrumum í sortukjarna heilans (e. substantia nigra). Þegar skortur er á taugaboðefninu dópamíni verður ójafnvægi á starfsemi taugakerfisins. Þetta kallar fram hreyfitruflanir og fjölda ekki-hreyfieinkenna sem einstaklingar með PV þurfa að kljást við í sínu daglega lífi (Schapira o.fl., 2017). Hreyfieinkennin eru þau einkenni sem aðrir taka hvað mest eftir. Dæmigerð hreyfieinkenni eru hægar hreyfingar, hvíldarskjálfti, stirðleiki og óstöðugleiki. Til þess að greina sjúkdóminn þurfa hreyfingar einstaklingsins að vera hægar og a.m.k. eitt af hinum hreyfieinkennunum einnig að vera til staðar (Birchall o.fl., 2017; Hartmann o.fl., 2019). Helstu hreyfieinkenni koma fram í töflu 1. 1 2

78

Göngudeild taugasjúkdóma, taugalækningadeild B2, Landspítala-háskólasjúkrahúsi Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


af hverju er mikilvægt að fylgjast með kvíða, þunglyndi og hvataröskun hjá parkinsonsjúklingum? Tafla 1. Helstu hreyfieinkenni í parkinsonveiki

görn (e. jejunum) með levódópa/karbídópa (Duodopa) eða apómorfíngjafir undir húð.

Hreyfieinkenni Skjálfti Stirðleiki Hægar hreyfingar/hreyfitregða Óstöðugleiki Framsveigð líkamsstaða Minnkuð svipbrigði Lág rödd Tilhneiging til að frjósa Erfiðleikar við að hefja og samhæfa hreyfingar Tipl

Byrjað var að framkvæma djúpkjarna-rafskautsörvun á Íslendingum með PV árið 1998 en vegna skorts á taugalæknum til að meta sjúklinga fyrir aðgerðina og veita flókna, sérhæfða eftirmeðferð voru slíkar aðgerðir ekki framkvæmdar í um 5 ár. Eftir að tveir nýir taugalæknar með þetta sérsvið hófu störf á Landspítalanum hófust slíkar aðgerðir að nýju árið 2019.

Ekki-hreyfieinkenni eru fjölmörg og geta komið fram snemma í sjúkdómsferlinu og sum þeirra löngu áður en hreyfieinkennin koma fram. Þess háttar einkenni koma til dæmis frá skynfærum, sjálfvirka taugakerfinu, svefntruflanir og stundum verða vitsmunalegar og hegðunarlegar breytingar. Ekki-hreyfieinkenni eru mjög hamlandi og einstaklingar með PV hafa oft greint frá því að þau valdi meiri skerðingu á lífsgæðum heldur en hreyfieinkennin (Birchall o.fl., 2017; Cury o.fl., 2014). Helstu ekki-hreyfieinkenni koma fram í töflu 2. PV er ólæknandi sjúkdómur og er meðferðin því einkennameðferð sem byggist aðallega á því að bæta upp dópamínskortinn með lyfjum. Lyfjameðferðin verður flóknari eftir því sem sjúkdómurinn ágerist og með tímanum myndast oft miklar sveiflur í hreyfigetu sjúklingsins. Sum einkenni svara illa lyfjameðferðinni þrátt fyrir tíðar lyfjagjafir. Einnig geta aukaverkanir lyfjanna, s.s. ofhreyfingar, ofskynjanir og réttstöðulágþrýstingur, haft neikvæð áhrif á líkamlega og félagslega virkni (Hartmann o.fl., 2019). Þegar sjúklingur er kominn á það stig að hann er farinn að taka lyfin fimm sinum á dag eða oftar og hreyfigeta orðin mjög óstöðug, þá er hugsanlega horft til sérhæfðari meðferðar. Þær eru djúpkjarna-rafskautsörvun (e. deep brain stimulation), dælumeðferð í gegnum ás-

Í næsta undirkafla verður rætt um djúpkjarna-rafskautsörvun sem er eitt af árangursríkustu meðferðarúrræðunum á seinni stigum PV til að draga úr hreyfieinkennum og bæta líkamlega líðan (Haahr o.fl., 2010; Hariz o.fl., 2016; Hartmann o.fl., 2019). Byrjað var að framkvæma djúpkjarna-rafskautsörvun á Íslendingum með PV árið 1998 en vegna skorts á taugalæknum til að meta sjúklinga fyrir aðgerðina og veita flókna, sérhæfða eftirmeðferð voru slíkar aðgerðir ekki framkvæmdar í um 5 ár. Eftir að tveir nýir taugalæknar með þetta sérsvið hófu störf á Landspítalanum hófust slíkar aðgerðir að nýju árið 2019. Síðan þá hafa þrír einstaklingar með PV fengið djúpkjarna-rafskautsörvun og er mjög líklegt að slík meðferð muni aukast á komandi árum.

Hvað er djúpkjarna-rafskautsörvun? Þegar aðgerðin fer fram eru gerðar borholur á höfuðkúpuna og ör-rafskautum (e. microelectrodes) komið fyrir í djúpkjörnum heilans, ýmist í svæfingu eða slævingu. Rafskautin

Tafla 2 Helstu ekki-hreyfieinkenni í parkinsonveiki Taugasálfræðileg einkenni

Svefntruflanir og þreyta

Einkenni frá skynfærum

Truflanir á sjálfvirka taugakerfinu

Einkenni frá meltingarfærum

Þunglyndi/depurð

Skert bragð- og lyktarskyn

Ranghugmyndir

Svefntruflanir

Ofvirk þvagblaðra/tíð þvaglát Þvagleki Næturþvaglát Minnkuð kynhvöt og ristruflanir Mikil svitamyndun (e. hyperhidrosis) Réttstöðulágþrýstingur Hjartsláttartruflanir

Munnvatnsleki

Kvíði Framtaksleysi Ofskynjanir

Truflaður draumsvefn (e. REM behavior disorder) Óhófleg dagsyfja Skyndisvefn (e. sleep attacks) Fótaóeirð

Óráð Vitræn skerðing Ofsahræðsla Einbeitingarskerðing Geðrof Hvatvísi/fíknihegðun

Sjóntruflanir Verkir

Kyngingartruflun Hægðatregða Ógleði Uppköst Bakflæði Hægðaleki Seinkuð magatæming

(Schapira o.fl., 2017; Marianne E. Klinke o.fl., 2018)

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 79


snædís jónsdóttir, jónína h. hafliðadóttir og marianne e. klinke tengjast svo spennugjafa (e. pulse generator) undir húð á bringu (Hartmann o.fl., 2019; NICE, 2003). Einum mánuði eftir aðgerðina er kveikt á raförvuninni sem dregur úr hreyfieinkennum og öðrum einkennum sem svara meðferð með levódópa, s.s. verkjum (Eatough og Shaw, 2017).

Sjúklingar sem hafa fengið djúpkjarna-rafskautsörvun hafa sagt frá jákvæðum áhrifum hennar, til dæmis jafnari hreyfigetu og meiri lífsgæðum. Jafnframt þykir kostur að hægt sé að einfalda og minnka lyfjameðferðina og þar með draga úr aukaverkunum hennar.

Ströng inntökuskilyrði eru fyrir því að fá djúpkjarna-rafskautsörvun og samkvæmt klínískum leiðbeiningum standast aðeins um 1–10% einstaklinga með PV skilyrðin (NICE, 2003). Áður en einstaklingurinn fær grænt ljós til þess að fara í aðgerðina, er framkvæmd ítarleg læknisfræðileg og taugasálfræðileg skoðun. Endanleg ákvörðun er tekin af þverfaglegu teymi ásamt sjúklingnum og aðstandendum hans eftir nákvæma umræðu um ávinning og hugsanlegar aukaverkanir (Hartmann o.fl., 2019; NICE, 2003). Ábendingar fyrir djúpkjarnarafskautsörvun eru m. a. miklar daglegar ofhreyfingar og tíð „off “-tímabil sem ekki lagast þrátt fyrir bestu lyfjameðferð. Þegar sjúklingur er „off “ versnar hreyfigeta skyndilega og helst þannig, jafnvel í langan tíma (Aviles-Olmos o.fl., 2014). Ýmsar frábendingar eru fyrir aðgerðinni, s.s. heilabilun, ómeðhöndluð geðræn vandamál og aðrir líkamlegir sjúkdómar (Hartmann o.fl., 2019). Sjúklingar sem hafa fengið djúpkjarna-rafskautsörvun hafa sagt frá jákvæðum áhrifum hennar, til dæmis jafnari hreyfigetu og meiri lífsgæðum. Jafnframt þykir kostur að hægt sé að einfalda og minnka lyfjameðferðina og þar með draga úr aukaverkunum hennar (Constantinescu o.fl., 2017; Haahr o.fl., 2010; Hartmann o.fl., 2019). Meðferð með djúpkjarna-rafskautsörvun þolist almennt vel (Haahr o.fl., 2010; Mathers o.fl., 2016). Samt eru ákveðnar aukaverkanir sem geta fylgt aðgerðinni svo sem blæðing (1–10%) og sýking (0–15%). Rafstraumnum getur auk þess fylgt versnun á jafnvægi, tali og líkamsstöðu (Aiello o.fl., 2017; Hartmann o.fl., 2019; Lewis o.fl., 2015). Ýmis geðræn og taugasálfræðileg einkenni, svo sem þunglyndi, oflæti, sinnuleysi, ótti, grátur, hlátur, hvatvísi og sjálfsvígshugsanir, geta einnig komið fram (Ryu o.fl., 2016). Tilhneiging er til þess að einblína á árangur djúpkjarnarafskautsörvunar á hreyfieinkennin. Nauðsynlegt er einnig að fylgjast með öðrum einkennum sem hafa áhrif á líðan skjólstæðingsins, s.s. kvíða, þunglyndi og hvatastjórnun.

Kvíði og þunglyndi Kvíði og þunglyndi hrjá allt að 60–80% einstaklinga með PV á einhverjum tímapunkti í sjúkdómsferlinu (Antosik-Woj-

80

cinska o.fl., 2017). Erfitt getur reynst að greina þunglyndi þar sem mörg einkenni þess líkjast einkennum PV. Má þar nefna orkuleysi, svefntruflanir, þreytu, þyngdartap, sinnuleysi og hægar hreyfingar og hugsun (Goodarzi o.fl., 2016; Trojano og Papagno, 2018). Algengt er að kvíði og þunglyndi haldist í hendur og getur birst sem ótti, spenna, kvíðaköst, vitræn hæging, depurð, orkuleysi og skapstyggð (Trojano og Papagno, 2018). Niðurstöður umfangsmikillar safngreiningar Couto og félaga (2014), sem tók til 63 rannsókna, sýndu að kvíði og þunglyndi geti minnkað eftir djúpkjarna-rafskautsörvun en að þau áhrif væru skammvinn. Aðrir rannsakendur hafa ályktað að andleg líðan geti hugsanlega versnað eftir djúpkjarna-rafskautsörvun, til dæmis vegna óánægju með meðferðina eða óraunhæfra væntinga, ófullnægjandi fræðslu og stuðnings og dópamínfráhvarfs (Giannini o.fl., 2019). Í verstu tilfellunum getur andleg vanlíðan leitt til sjálfsvígshegðunar (Abbes o.fl., 2018; Birchall o.fl., 2017).

Hvataröskun Hvataröskun er yfirheiti yfir margvíslega röskun þar sem „einstaklingur getur ekki staðist hvöt eða freistingu til þess að framkvæma eitthvað sem gæti verið skaðlegt honum sjálfum eða öðrum“ (Kasemsuk o.fl., 2017, bls. 63). Þeir sem eru með hvataröskun framkvæma ákveðnar athafnir margsinnis, óhóflega og af þráhyggju án þess að hugsa um afleiðingar gjörða sinna (Gatto og Aldinio, 2019).

Hvataröskun er flokkuð í spilafíkn, kynlífsfíkn, kaupáráttu, áráttuát eða lotuofát (e. binge eating). Einnig getur komið fram tómstundafíkn (e. hobbyism) sem lýsir sér með ákafri hrifningu af ákveðnum athöfnum eða áhugamálum, og „punding“ sem kemur fram í endurtekinni, tilgangslausri hegðun.

Hvataröskun er þekkt vandamál hjá einstaklingum með PV og talið er að um 14–29% sjúklinga hafi þessi einkenni, og sumir jafnvel fleiri en eina undirtegund á sama tíma (Evans o.fl., 2019; Gatto og Aldinio, 2019; Trojano og Papagno, 2018). Einstaklingar með PV eru oftar með hvataröskun en þeir sem ekki eru með sjúkdóminn þar sem tíðnin er frá 0,2–5,3% (Gatto og Aldinio, 2019; Merola o.fl., 2017). Hvataröskun er flokkuð í spilafíkn, kynlífsfíkn, kaupáráttu, áráttuát eða lotuofát (e. binge eating). Einnig getur komið fram tómstundafíkn (e. hobbyism) sem lýsir sér með ákafri hrifningu af ákveðnum athöfnum eða áhugamálum, og „punding“ sem kemur fram í endurtekinni, tilgangslausri hegðun. Áráttukennd notkun á dópamínergum lyfjum, þar sem sjúklingar taka þá mun stærri lyfjaskammta en þörf er á til að meðhöndla hreyfieinkenni, er einnig þekkt og getur lýst sér á svipaðan hátt og eiturlyfjafíkn (Gatto og Aldinio, 2019; Kasemsuk o.fl., 2017;

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


af hverju er mikilvægt að fylgjast með kvíða, þunglyndi og hvataröskun hjá parkinsonsjúklingum? Tafla 3. Lýsing á algengum undirtegundum hvataröskunar í parkinsonveiki* Hvataröskun

Skilgreining

Spilafíkn

Að vera óhóflega og óstjórnlega upptekinn af fjárhættuspilum þrátt fyrir fjárhagsleg og félagsleg vandamál. Þegar óhóflegum tíma er eytt í kynlífsóra og að taka þátt í eða undirbúa kynlífsathafnir sem hafa truflandi áhrif á verkefni og skyldur daglegs lífs. Einnig getur verið til staðar gægjuþörf og blæti. Ein algengasta birtingarmynd kynlífsfíknar er þegar óhóflegum tíma er eytt í að horfa á myndir/ myndbönd sem ýta undir kynferðislega örvun. Endurtekin átköst þar sem mun meira magn af fæðu er innbyrt á stuttum tíma en flestir myndu gera undir venjulegum kringumstæðum. Stjórnleysi fylgir átinu og því fylgja neikvæð áhrif á líkamlega heilsu og sálfélagslega virkni. Stanslaus hvöt til að kaupa. Oft er tilhneiging til að kaupa dýra hluti, jafnvel nýjan bíl eða heimsferð. Þetta getur valdið skuldasöfnun. Sjúklingi líður illa andlega þegar ekki er verið að versla eða fá útrás fyrir kaupáráttu. Þetta er vaxandi vandamál með tilkomu netverslunar. Áráttukennd þrá og óhófleg notkun parkinsonlyfja sem innihalda dópamín eða bæta nýtingu dópamíns, þrátt fyrir alvarlegar aukaverkanir. Endurtekin þýðingarlaus hegðun. Að vera óhóflega upptekinn af ákveðnum hlutum eða verkum, svo sem að safna hlutum, raða þeim eða taka þá í sundur. Fólk framkvæmir stundum óskiljanlegar athafnir. Má til dæmis nefna að mála eldavél og ísskáp, nota margar klukkustundir í að búa um rúmið sitt og taka bílinn í sundur. Óhóflega mikil tómstundaiðja.

Kynlífsfíkn

Lotuofát

Kaupárátta

Dópamínvanstjórnunarheilkenni „Punding“

Tómstundafíkn

* Byggt á yfirlitsgrein Gatto og félaga (2019) og raunverulegum dæmum

Rossi o.fl., 2017). Sjá yfirlit yfir algenga undirflokka hvataröskunar í töflu 3. Hvataröskun getur haft alvarlegar afleiðingar, eins og að valda auknu álagi á umönnunaraðila, og haft víðtæk sálfélagsleg og fjárhagsleg áhrif, til dæmis þegar sjúklingur eyðir peningum á hömlulausan hátt (Evans o.fl., 2019; Gatto og Aldinio, 2019; Gee o.fl., 2015). Hvataröskun er oft vangreind og erfitt getur verið að meðhöndla hana. Mikilvægt er að auka þekkingu og skilning á vandamálinu, bæði hjá einstaklingum með PV og aðstandendum þeirra. Þeir eru oft ekki meðvitaðir um að þessi einkenni séu hluti af sjúkdómnum (Evans o.fl., 2019). Vitað er að dópamínsamherjalyf (e. dopamine agonist) ýta sérstaklega undir hvataröskun (Gatto og Aldinio, 2019; Trojano og Papagno, 2018). Þættir sem tengjast aukinni hættu á að verða fyrir hvataröskun eru karlkyn, að greinast ungur með PV og miklar ofhreyfingar. Enn fremur eru ákveðin persónuleikaeinkenni og geðræn einkenni, s.s. hvatvísi, þráhyggju- og árátturöskun, kvíði, þunglyndi og sinnuleysi ásamt reykingum og sögu um eiturlyfjaneyslu, þekktir áhættuþættir (Gatto og Aldinio, 2019; Kasemsuk o.fl., 2017; Trojano og Papagno, 2018). Hvataröskun getur ýmist minnkað, haldist stöðug, versnað eða komið fram sem ný einkenni í kjölfar djúpkjarna-rafskautsörvunar. Einstaka sinnum getur hvataröskun verið mjög alvarleg og komið fram jafnvel löngu eftir aðgerðina. Tilhneiging er til að dópamínvanstjórnunarheilkenni, tómstundafíkn, spilafíkn og kaupárátta minnki eftir djúpkjarna-rafskautsörvun, en á hinn bóginn virðist sami bati ekki eiga sér stað varðandi áráttuát eða lotuofát, „punding“ og kynlífsfíkn (Kasemsuk o.fl., 2017). Í sumum tilfellum getur hvataröskun fengið nýja birtingarmynd. Nefna má dæmi um einstakling sem hafði verið með spilafíkn fyrir aðgerðina, losnar svo við þá fíkn en fær áráttuát í staðinn.

Dópamínfráhvarf líkist kókaínfráhvarfi og lýsir sér m.a. í kvíða, sinnuleysi, þunglyndi, æsingi, skapstyggð, svitaköstum, ógleði, réttstöðulágþrýstingi, verkjum, svefnleysi og lyfjasækni. Fyrsta árið eftir að meðferð með djúpkjarnarafskautsörvun er hafin er sérstaklega mikilvægt að fylgjast með dópamínfráhvarfi en þá fer fram fínstilling á rafskautsörvun og lyfjameðferð.

Samspil á milli dópamínfráhvarfs, kvíða, þunglyndis og hvataröskunar eftir djúpkjarna-rafskautsörvun Oft er dregið umtalsvert úr lyfjagjöf eftir að djúpkjarna-rafskautsörvun er hafin. Minnkun lyfjaskammtanna er vissulega jákvæð því þá dregur úr aukaverkunum þeirra en á sama tíma er hætta á dópamínfráhvarfi (Lilleeng o.fl., 2015). Dópamínfráhvarf líkist kókaínfráhvarfi og lýsir sér m.a. í kvíða, sinnuleysi, þunglyndi, æsingi, skapstyggð, svitaköstum, ógleði, réttstöðulágþrýstingi, verkjum, svefnleysi og lyfjasækni (Lhommée o.fl., 2012; Yu og Fernandez, 2017). Fyrsta árið eftir að meðferð með djúpkjarna-rafskautsörvun er hafin er sérstaklega mikilvægt að fylgjast með dópamínfráhvarfi en þá fer fram fínstilling á rafskautsörvun og lyfjameðferð. Mikilvægt er að hafa í huga að dópamínfráhvarf getur stundum komið seint fram, jafnvel meira en einu ári eftir aðgerðina (Lhommée

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 81


snædís jónsdóttir, jónína h. hafliðadóttir og marianne e. klinke o.fl., 2012). Kenningar eru um að þunglyndi geti aukist ef dregið er of hratt úr lyfjagjöf og geti verið hættulegt samhliða hvatvísi (Abbes o.fl., 2018; Lhommée o.fl., 2012). Til að mynda getur hvatvíst fólk með þunglyndi tekið skyndiákvörðun um að svipta sig lífi (Abbes o.fl., 2018; Birchall o.fl., 2017).

Hlutverk hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðingar á göngudeild taugasjúkdóma sem hafa sérþekkingu á PV sinna eftirliti með einstaklingum sem fá meðferð með djúpkjarna-rafskautsörvun. Þeir eru helstu tengiliðir sjúklinganna innan heilbrigðiskerfisins og vinna náið með taugalæknum við að stilla inn rafstraum og lyf og leggja reglulega mat á hreyfieinkenni og ekki-hreyfieinkenni. Vegna þess að djúpkjarna-rafskautsörvun getur haft áhrif á kvíða, þunglyndi og hvataröskun sést að þörf er fyrir faglega þátttöku hjúkrunarfræðinga bæði fyrir aðgerðina og í langtímaeftirfylgd. Eins og staðan er í dag eru ekki til ítarlegar hjúkrunarleiðbeiningar varðandi það hvernig slíkri eftirfylgd skuli háttað. Á dagskrá er að búa til verklag varðandi slíkt eftirlit og hér koma nokkur atriði sem hafa þarf í huga: • Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingur hringi í sjúklinginn og hitti hann reglubundið til að fylgjast með líðan hans. Á aðlögunartímabilinu, þegar verið er að stilla saman rafstraum og lyfjameðferð, er þörf á þéttri eftirfylgd. Það tímabil reynist einstaklingum með PV og aðstandendum þeirra sérstaklega erfitt. • Fara ætti varlega í að minnka lyfjaskammta of ört og mikið til að forðast fráhvarfseinkenni og þá vanlíðan sem því getur fylgt. Jafnvel þó hjúkrunarfræðingar stjórni ekki lyfjameðferðinni hafa þeir tækifæri til að fylgjast með þróun einkenna vegna tíðra og mikilla samskipta við sjúklingana og aðstandendur þeirra. Vakni grunur um að vanlíðan tengist lækkun á lyfjaskömmtum geta hjúkrunarfræðingar auðveldlega haft samband við taugasérfræðing sem starfar á sömu einingu. • Mikilvægt er að nota mælitæki sem búið er að áreiðanleikaprófa hjá PV-sjúklingum til þess að meta kvíða, þunglyndi og hvataröskun. Einnig ber sérstaklega að leggja mat á sjálfsvígshegðun hjá þeim sem sýna einkenni um þunglyndi. Áætlað er að nota „Geriatric Depression Scale“ (GDS) til að skima eftir þunglyndi. Ef sjúklingur er þunglyndur verður mat á sjálfsvígshættu framkvæmt skv. klínískum leiðbeiningum Landspítala sem nefnast „Sjúklingar hættulegir sjálfum sér eða öðrum“ (Magnús Haraldsson og Hjalti Már Björnsson, 2017). Fyrirhugað er að þýða og staðfæra „Questionnaire for Impulsive-Compulsive Disorders in Parkinson’s Disease“ (QUIP) til að meta hvataröskun. Kvíði verður áfram metinn sem hluti af „Non-Motor Symptoms Questionnaire“ út frá huglægu sjálfsmati sjúklings. • Nauðsynlegt er að afla upplýsinga frá umönnunaraðilum eða aðstandendum þar sem sjúklingurinn gerir sér ekki alltaf grein fyrir einkennunum eða tjáir sig ekki um þau, m.a. vegna innsæisleysis og fíknihegðunar.

82

• Mikilvægt er að upplýsa einstaklinga með PV og aðstandendur þeirra um þyngdaraukningu sem hugsanlega aukaverkun meðferðarinnar vegna áráttuáts. Við áráttuát þyngist sjúklingur vegna aukins hvata til að borða mikið og neyta hitaeiningaríkrar fæðu (Aiello o.fl., 2017; Zahodne o.fl., 2011). Ef fer að bera á þyngdaraukningu gæti þurft að grípa inn í með breytingum á lífsstíl og mataræði. Á Landspítalanum njóta einstaklingar með PV sem farið hafa í rafskautaaðgerð þjónustu frá þverfaglegu parkinsonteymi. Þar vinna hjúkrunarfræðingar og læknar náið með félagsráðgjafa, sálfræðingi, næringarfræðingi og öðrum fagstéttum sem eru mikilvægar við meðhöndlun kvíða, þunglyndis og hvataröskunar. Mikilvægt er að hafa aðgengilegt fræðsluefni um þessi einkenni. Til er fræðslubæklingur með góðum ráðum til að draga úr kvíða og þunglyndi og í vinnslu er fræðslubæklingur um hvataröskun.

Lokaorð Umfjöllunin um kvíða, þunglyndi og hvataröskun sýnir hvernig slík einkenni geta haft víðtæk áhrif á líðan sjúklinga. Segja má að þjónusta við einstaklinga með PV standi á ákveðnum tímamótum þar sem farið er að bjóða á ný upp á djúpkjarna-rafskautsörvun eftir margra ára hlé. Fáir hafa farið í aðgerð frá því að byrjað var aftur að bjóða þessa meðferð, og verklag við eftirfylgd enn þá á byrjunarreit. Mikil þörf er á að hafa gagnreynda og markvissa eftirfylgd með kvíða, þunglyndi og hvataröskun. Hjúkrunarfræðingar með sérþekkingu í PV eru í góðri aðstöðu til að fylgjast með þessum einkennum. Með því að koma snemma auga á einkennin og auðvelda aðgengi að heilbrigðisþjónustu er hægt að fyrirbyggja marga fylgikvilla. Þannig er hægt að auka lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra eftir djúpkjarna-rafskautsörvun.

Heimildir Abbes, M., Lhommée, E., Thobois, S., Klinger, H., Schmitt, E., Bichon, A., … Krack, P. (2018). Subthalamic stimulation and neuropsychiatric symptoms in Parkinson’s disease: Results from a long-term follow-up cohort study. Journal of Neurology, Neurosurgery, and Psychiatry, 89(8), 836–843. doi:10.1136/jnnp-2017-316373 Aiello, M., Eleopra, R., Foroni, F., Rinaldo, S. og Rumiati, R. I. (2017). Weight gain after STN-DBS: The role of reward sensitivity and impulsivity. Cortex, 92, 150–161. doi:10.1016/j.cortex.2017.04.005 Antosik-Wojcinska, A., Swiecicki, L., Dominiak, M., Soltan, E., Bienkowski, P. og Mandat, T. (2017). Impact of STN-DBS on mood, drive, anhedonia and risk of psychiatric side-effects in the population of PD patients. Journal of the Neurological Sciences, 375, 342–347. doi:10.1016/j.jns.2017.02.020 Aviles-Olmos, I., Kefalopoulou, Z., Tripoliti, E., Candelario, J., Akram, H., Martinez-Torres, I., … Zrinzo, L. (2014). Long-term outcome of subthalamic nucleus deep brain stimulation for Parkinson’s disease using an MRI-guided and MRI-verified approach. Journal of Neurology, Neurosurgery, and Psychiatry, 85(12), 1419–1425. doi:10.1136/jnnp-2013-306907 Birchall, E. L., Walker, H. C., Cutter, G., Guthrie, S., Joop, A., Memon, R. A., … Amara, A. W. (2017). The effect of unilateral subthalamic nucleus deep brain stimulation on depression in Parkinson’s disease. Brain Stimulation, 10(3), 651–656. doi:10.1016/j.brs.2016.12.014 Constantinescu, R., Eriksson, B., Jansson, Y., Johnels, B., Holmberg, B., Gud-

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


af hverju er mikilvægt að fylgjast með kvíða, þunglyndi og hvataröskun hjá parkinsonsjúklingum? mundsdottir, T., … Bergquist, F. (2017). Key clinical milestones 15 years and onwards after DBS-STN surgery: A retrospective analysis of patients that underwent surgery between 1993 and 2001. Clinical Neurology and Neurosurgery, 154, 43–48. doi: 10.1016/j.clineuro.2017.01.010 Couto, M. I., Monteiro, A., Oliveira, A., Lunet, N. og Massano, J. (2014). Depression and anxiety following deep brain stimulation in Parkinson’s disease: Systematic review and meta-analysis. Acta Medica Portuguesa, 27(3), 372–382. Sótt 26. sept. 2020 á https://www.actamedicaportuguesa. com/revista/index.php/amp/article/view/4928. Cury, R. G., Galhardoni, R., Fonoff, E. T., Dos Santos Ghilardi, M. G., Fonoff, F., Arnaut, D., … Ciampi de Andrade, D. (2014). Effects of deep brain stimulation on pain and other nonmotor symptoms in Parkinson disease. Neurology, 83(16), 1403–1409. doi:10.1212/wnl.0000000000000887 Eatough, V. og Shaw, K. (2017). ‘I’m worried about getting water in the holes in my head’: A phenomenological psychology case study of the experience of undergoing deep brain stimulation surgery for Parkinson’s disease. British Journal of Health Psychology, 22(1), 94–109. doi:10.1111/bjhp.12219 Evans, A. H., Okai, D., Weintraub, D., Lim, S. Y., O’Sullivan, S. S., Voon, V., … Leentjens, A. F. (2019). Scales to assess impulsive and compulsive behaviors in Parkinson’s disease: Critique and recommendations. Movement Disorders, 34(6), 791–798. doi: 10.1002/mds.27689 Gatto, E. M. og Aldinio, V. (2019). Impulse control disorders in Parkinson’s disease. A brief and comprehensive review. Frontiers in Neurology, 10, e1–e19. doi:10.3389/fneur.2019.00351 Gee, L., Smith, H., De La Cruz, P., Campbell, J., Fama, C., Haller, J., … Pilitsis, J. G. (2015). The influence of bilateral subthalamic nucleus deep brain stimulation on impulsivity and prepulse inhibition in Parkinson’s disease patients. Stereotactic and Functional Neurosurgery, 93(4), 265–270. doi: 10.1159/000381558 Giannini, G., Francois, M., Lhommée, E., Polosan, M., Schmitt, E., Fraix, V., … Moro, E. (2019). Suicide and suicide attempts after subthalamic nucleus stimulation in Parkinson disease. Neurology, 93(1), e97–e105. doi:10.1212/wnl.0000000000007665 Goodarzi, Z., Mrklas, K. J., Roberts, D. J., Jette, N., Pringsheim, T. og Holroyd-Leduc, J. (2016). Detecting depression in Parkinson disease: A systematic review and meta-analysis. Neurology, 87(4), 426–437. doi: 10.1212/WNL.0000000000002898 Haahr, A., Kirkevold, M., Hall, E. O. og Østergaard, K. (2010). From miracle to reconciliation: A hermeneutic phenomenological study exploring the experience of living with Parkinson’s disease following Deep Brain Stimulation. International Journal of Nursing Studies, 47(10), 1228–1236. doi:10.1016/j.ijnurstu.2010.03.006 Hariz, G.-M., Limousin, P. og Hamberg, K. (2016). “DBS means everything– for some time”. Patients’ perspectives on daily life with deep brain stimulation for Parkinson’s disease. Journal of Parkinson’s Disease, 6(2), 335– 347. doi: 10.3233/JPD-160799 Hartmann, C. J., Fliegen, S., Groiss, S. J., Wojtecki, L. og Schnitzler, A. (2019). An update on best practice of deep brain stimulation in Parkinson’s disease. Therapeutic Advances in Neurological Disorders, 12, e1–e20. doi: 10.1177%2F1756286419838096 Kasemsuk, C., Oyama, G. og Hattori, N. (2017). Management of impulse control disorders with deep brain stimulation: A double-edged sword. Journal of the Neurological Sciences, 374, 63–68. doi:https://doi.org/ 10.1016/j.jns.2017.01.019 Lewis, C. J., Maier, F., Horstkotter, N., Zywczok, A., Witt, K., Eggers, C., … Timmermann, L. (2015). Subjectively perceived personality and mood changes associated with subthalamic stimulation in patients with Parkinson’s disease. Psychological Medicine, 45(1), 73–85. doi:10.1017/s0033 291714001081 Lhommée, E., Klinger, H., Thobois, S., Schmitt, E., Ardouin, C., Bichon, A., … Krack, P. (2012). Subthalamic stimulation in Parkinson’s disease: Restoring the balance of motivated behaviours. Brain, 135(5), 1463–1477. doi:10.1093/brain/aws078 Lilleeng, B., Gjerstad, M., Baardsen, R., Dalen, I. og Larsen, J. (2015). The long‐term development of non‐motor problems after STN‐DBS. Acta Neurologica Scandinavica, 132(4), 251–258. doi: 10.1111/ane.12391

Magnús Haraldson og Hjalti Már Björnsson. (2017). Sjúklingar hættulegir sjálfum sér eða öðrum: Klínískar leiðbeiningar um viðbrögð á LSH. Sótt 27. september 2020 á https://www.landspitali.is/?pageid=16144&itemid= bbfd906f-1681-4fdb-ac2f-beba50295d6b Marianne E. Klinke, Arna Hlín Ástþórsdóttir, Rakel Gunnlaugsdóttir og Jónína H. Hafliðadóttir. (2018). Þunglyndi og parkinsonsveiki. Tímarit hjúkrunarfræðinga. https://www.hjukrun.is/timaritid/bladasafn/2.-tbl.-2018/ Mathers, J., Rick, C., Jenkinson, C., Garside, R., Pall, H., Mitchell, R., … Jones, L. (2016). Patients’ experiences of deep brain stimulation for Parkinson’s disease: A qualitative systematic review and synthesis. BMJ Open, 6(6), e1–e10. doi: 10.1136/bmjopen-2016-011525 Merola, A., Romagnolo, A., Rizzi, L., Rizzone, M. G., Zibetti, M., Lanotte, M., … Lopiano, L. (2017). Impulse control behaviors and subthalamic deep brain stimulation in Parkinson disease. Journal of Neurology, 264(1), 40–48. doi:10.1007/s00415-016-8314-x NICE, National Institute for Health and Care Excellence. (2003). Deep brain stimulation for Parkinson’s disease: Interventional procedures guidance (NICE guideline ipg19). www.nice.org.uk/guidance/ipg19 Parkinsonsamtökin. Hvað er parkinson? Sótt 3. mars 2020 á https://parkinson.is/um-parkinson-2/ Rossi, P. J., De Jesus, S., Hess, C. W., Martinez-Ramirez, D., Foote, K. D., Gunduz, A. og Okun, M. S. (2017). Measures of impulsivity in Parkinson’s disease decrease after DBS in the setting of stable dopamine therapy. Parkinsonism and Related Disorders, 44, 13–17. doi:10.1016/j.parkreldis. 2017.08.006 Ryu, H.-S., Kim, M. S., You, S., Kim, M.-J., Kim, Y. J., Kim, J., … Chung, S. J. (2016). Mortality of advanced Parkinson’s disease patients treated with deep brain stimulation surgery. Journal of the Neurological Sciences, 369, 230–235. doi:https://doi.org/10.1016/j.jns.2016.08.041 Schapira, A. H., Chaudhuri, K. R. og Jenner, P. (2017). Non-motor features of Parkinson disease. Nature Reviews Neuroscience, 18(7), 435–450. doi: 10.1038/nrn.2017.62 Trojano, L. og Papagno, C. (2018). Cognitive and behavioral disorders in Parkinson’s disease: An update. II: behavioral disorders. Neurological Sciences, 39(1), 53–61. doi:10.1007/s10072-017-3155-7 Tysnes, O. B. og Storstein, A. (2017). Epidemiology of Parkinson’s disease. Journal of Neural Transmission (Vienna), 124(8), 901–905. doi:10.1007/ s00702-017-1686-y Yu, X. X. og Fernandez, H. H. (2017). Dopamine agonist withdrawal syndrome: A comprehensive review. Journal of the Neurological Sciences, 374, 53–55. doi:https://doi.org/10.1016/j.jns.2016.12.070 Zahodne, L. B., Susatia, F., Bowers, D., Ong, T. L., Jacobson IV, C. E., Okun, M. S., … Fernandez, H. H. (2011). Binge eating in Parkinson’s disease: Prevalence, correlates and the contribution of deep brain stimulation. The Journal of Neuropsychiatry and Clinical Neurosciences, 23(1), 56–62. doi: 10.1176/jnp.23.1.jnp56

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 83


Takk hjúkrunarfræðingar fyrir ómetanleg störf í okkar þágu

HRAFNISTA


Kristín Þórarinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri Kristín Thorberg, hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri

Starfsánægja hjúkrunarfræðinga og viðhorf til þjónandi forystu í fari yfirmanna á umbreytingartímum í heilbrigðisþjónustu Útdráttur Tilgangur: Árið 2014 voru gerðar breytingar á heilbrigðisþjónustu hér á landi sem leiddu til fækkunar á heilbrigðisumdæmum og samruna stofnana. Við breytingarnar varð til Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) með sex starfsstöðvar. Slíkar stjórnvaldsákvarðanir geta haft áhrif á starfsánægju starfsmanna og því skiptir máli hvernig stjórnendur bregðast við og innleiða þær. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða starfsánægju hjúkrunarfræðinga á HSN skömmu eftir skipulagsbreytingar, meta viðhorf þeirra til þjónandi forystu í fari yfirmanna sinna í hjúkrun ásamt því að kanna hvort tengsl væru milli þessara tveggja þátta. Aðferð: Gögnum var safnað með könnun um starfsánægju og spurningalista um þjónandi forystu, Servant Leadership Survey (SLS) í íslenskri þýðingu. Spurningalistinn leiðir í ljós heildartölu þjónandi forystu og átta undirþætti hennar. Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar á HSN (N=104) sem fengu spurningalistann í tölvupósti. Svarhlutfall var 47,1%. Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Niðurstöður: Starfsánægja mældist há og fram komu sterk jákvæð tengsl milli starfsánægju og þjónandi forystu. Heildarvægi þjónandi forystu mældist 4,62 af 6,0 mögulegum (SD = 0,65). Meðalstigafjöldi undirþátta lá á bilinu 3,39 til 5,01. Þrír af átta þáttum þjónandi forystu (hugrekki, forgangsröðun í þágu annarra og falsleysi) voru undir viðmiðunarmörkum (α < 0,7). Undirþáttur með hæsta gildið var fyrirgefning en það gefur til kynna að persónulegur ágreiningur trufli ekki samskipti hjúkrunarfræðinga og yfirmanna í hjúkrun á HSN. Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að hjúkrunarfræðingar á HSN, sem var nýlega stofnuð þegar rannsóknin fór fram, hafi verið ánægðir í starfi og einkenni þjónandi forystu hafi verið til staðar hjá yfirmönnum í hjúkrun á stofnuninni. Þá gefa þessar niðurstöður vísbendingar um að yfirmenn í hjúkrun á HSN hafi ráðið vel við þær skipulagsbreytingar sem urðu á heilbrigðisþjónustunni á þjónustusvæði HSN.

Efnisorð: Þjónandi forysta, Starfsánægja, Skipulagsbreytingar, Hjúkrunarfræðingar, Konur.

Inngangur Fjármagn hefur verið af skornum skammti til rekstrar heilbrigðisstofnana. Hagræðingarkröfur jukust í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 og var leitað til ráðgjafarfyrirtækisins The Boston Consulting Group (2011) við úttekt á heilbrigðisþjónustunni hér á landi. Í framhaldinu voru stofnaðir níu ráðgefandi vinnuhópar sem skiluðu úrbótatillögum um íslenska heilbrigðisþjónustu til velferðarráðherra sem þá bar ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni (Lög nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu). Hóparnir lögðu til að fækka heilbrigðisumdæmum úr tólf í sjö og sameina heilbrigðisstofnanir innan umdæmanna á öllu landinu. Farið var eftir tillögunum og tóku breytingarnar gildi með reglugerðum nr. 674/2014 um sameiningu heilbrigðisstofnana í júlí 2014 og nr. 1084/2014 um heilbrigðisumdæmin í nóvember sama ár. Við þessar breytingar urðu stofnanir tvær innan heilbrigðisumdæmis Norðurlands, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Undir HSN sameinuðust Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi, Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki, Heilbrigðisstofnunin í Fjallabyggð, Heilsugæslustöðin á Dalvík, Heilsugæslustöðin á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Eftir breytinguna nær HSN yfir 19 sveitarfélög frá Húnavatnssýslum í vestri að Bakkafirði í austri með sex starfsstöðvar: Akureyri, Blönduós, Dalvík, Fjallabyggð, Húsavík og Sauðárkrók. Samhliða sameiningu heilbrigðisstofnana var sett á laggirnar verkefnið Betri heilbrigðisþjónusta 2013–2017 en aðalmarkmið verkefnisins var að gera íslenska velferðarþjónustu þarfamiðaða og þjónustustýrða (Velferðarráðuneytið, 2014).

Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein? Nýjungar: Þetta er fyrsta rannsóknin þar sem könnuð eru tengsl starfsánægju og þjónandi forystu í hjúkrun við skipulagsbreytingar í heilbrigðisþjónustu.

Hagnýting: Stjórnendur gætu nýtt sér meginþætti þjónandi forystu við skipulagsbreytingar í þeim tilgangi að viðhalda starfsánægju hjúkrunarfræðinga.

Þekking: Starfsánægja mældist mikil og sterk jákvæð tengsl voru milli starfsánægju og þjónandi forystu í skipulagsbreytingunum.

Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Þjónandi forysta við skipulagsbreytingar minnkar líkur á að það dragi úr starfsánægju hjúkrunarfræðinga í kjölfar breytinganna.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 85


kristín þórarinsdóttir, hjördís sigursteinsdóttir og kristín thorberg Það felur í sér að sjúklingahópar tengjast beint og enn betur við heilsugæslustöðvar landsins. Slík breyting á áherslum í velferðarþjónustunni, sem ofangreint verkefni miðar að, gerir auknar kröfur um aukin samskipti milli heilbrigðisstarfsmanna og uppbyggingar trausts milli fagstétta, innan stofnana sem og utan (Willems, 2001). Þessi framtíðarsýn stjórnvalda hefur mikinn samhljóm við hugmyndafræði Greenleaf (1970/2008) um þjónandi forystu sem byggist á að þjóna fyrst og hafa þarfir allra í fyrirrúmi. Ljóst er að yfirgripsmiklar stjórnvaldsákvarðanir, eins og samruni stofnana, geta haft áhrif á þjónustu stofnananna sem og starfsánægju þeirra sem þar starfa. Þrátt fyrir sívaxandi fjölda rannsókna um tengsl starfsánægju og þjónandi forystu í fari yfirmanna (sjá t.d. Coetzer o.fl., 2017; Hulda Rafnsdóttir o.fl., 2015) hafa rannsakendur ekki kannað þessi tengsl beint í kjölfar mikilla skipulagsbreytinga eins og gert er í þessari rannsókn.

(1970/2008) að þjónandi leiðtogi líti fyrst og fremst á sig sem þjón sem hafi einlægan áhuga á högum annarra en sem sé jafnframt meðvitaður um forystuhlutverk sitt er rauði þráðurinn í skrifum hans um þjónandi forystu. Þjónandi forysta á einna mest sammerkt með umbreytingarstjórnun. Á þessum tveimur stjórnunaraðferðum er þó sá grundvallarmunur að í umbreytingarstjórnun er áhersla lögð á að fullnægja þörfum skipulagsheildarinnar en í þjónandi forystu er lögð áhersla á að sinna þörfum starfsfólks til þess að ná markmiðum skipulagsheildarinnar (Parolini o.fl., 2009). Einn umsvifamesti fræðimaður í þjónandi forystufræðunum er Hollendingurinn Dirk van Dierendonck sem með samstarfsmönnum sínum hefur greint átta meginþætti sem endurspegla þjónandi forystu (sjá t.d. van Dierendonck og Nuijten, 2011; van Dierendonck o.fl., 2017). Á þessum þáttum grundvallast mælitækið Servant Leadership Survey (SLS) þar sem viðhorf og eiginleikar hins þjónandi leiðtoga eru skilgreindir á eftirfarandi vegu: Efling (e. empowerment). Leiðtoginn hvetur fylgjendur sína, trúir á framlag hvers og eins og stuðlar að því að þroska sjálfsöryggi þeirra, sjálfsstyrk og sjálfsmiðaða ákvarðanatöku. Forgangsröðun í þágu annarra (e. standing back). Leiðtoginn lætur mál sem eru fylgjendum hugleikin hafa forgang, styður þá og leyfir þeim að njóta viðurkenningar og ávinnings af vel unnu starfi. Ábyrgðarskylda (e. accountability). Leiðtoginn stuðlar að ábyrgð og vinnuframlagi fylgjenda sinna því það leiðir til þess að þeir gera sér betur grein fyrir til hvers er ætlast af þeim. Fyrirgefning (e. interpersonal acceptance). Hæfni leiðtogans til að setja sig í spor fylgjenda sinna, geta fyrirgefið og lagt til hliðar ágreiningsmál sem litað geta málefni sem vinna þarf að. Hugrekki (e. courage). Leiðtoginn þarf að geta tekið áhættu, risið gegn rótgrónum starfsvenjum og prófað nýjar aðferðir til að leysa vandamál. Falsleysi (e. authenticity). Leiðtoginn er sjálfum sér samkvæmur, sýnir sinn innri mann og kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Auðmýkt (e. humility). Leiðtoginn getur viðurkennt að hann geti gert mistök. Hann þekkir sínar sterku og veiku hliðar og getur leitað eftir stuðningi annarra ef á þarf að halda. Ráðsmennska (e. stewardship). Leiðtoginn er tilbúinn að bera ábyrgð í breiðu samhengi með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og að þjóna öðrum í stað þess að stjórna sjálfsmiðað.

Starfsánægja og líðan hjúkrunarfræðinga Starfsánægja tengist meðal annars samskiptum fólks og er mikilvægur þáttur í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga innan stofnana (Lu o.fl., 2019; Sigrún Gunnarsdóttir, 2006). Erlendar rannsóknir sýna að stjórnskipulagsbreytingar hafa neikvæð áhrif á starfsánægju hjúkrunarfræðinga (Burke o.fl., 2011; Laschinger o.fl., 2006). Fáar íslenskar rannsóknir eru til um bein áhrif sparnaðaraðgerða stjórnvalda á líðan hjúkrunarfræðinga á vinnustað. Hins vegar vegar rannsakaði Hjördís Sigursteinsdóttir (2016) áhrif sparnaðaraðgerða stjórnvalda á starfsánægju starfsfólks sveitarfélaga tveimur, þremur og og fimm árum eftir efnahagshrunið 2008. Niðurstöðurnar sýna að hlutfall þeirra sem eru sammála því að vera almennt ánægðir í starfi lækkaði eftir því sem lengra leið frá efnahagshruninu (fór úr 85% árið 2010 í 71% árið 2013) og var lægra á vinnustöðum þar sem starfsfólki hafði fækkað (74% árið 2010 og 62% árið 2013). Niðurstöður Hjördísar sýna einnig að umhyggja stjórnenda fyrir heilsu og líðan starfsfólksins, ánægja með stjórnun vinnustaðarins, starfsöryggi og vinnuálag eru þættir sem tengjast starfsánægju. Ólíkt niðurstöðum rannsóknar Hjördísar sýnir rannsókn Hallfríðar Eysteinsdóttur o.fl. (2013) sem gerð var um ári eftir að talsverð endurskipulagning á deildum átti sér stað í kjölfar efnahagshrunsins að yfirgnæfandi hluti starfsfólks á hjúkrunardeildum, á heilbrigðisstofunum á landsbyggðinni er ánægt í starfi eða 90% þátttakenda. Rúm 20% starfsfólksins voru hjúkrunarfræðingar.

Þjónandi forysta Hugmyndir Greenleaf (1970/2008) um þjónandi forystu eiga mikið sammerkt með ýmsum öðrum grunnhugmyndum um stjórnun á vinnustað. Má þar til dæmis nefna hugmyndir Herzberg (2003) um innri starfshvöt, hugmyndir Drucker (1999) um þekkingarstarfsmenn og hvatningu og hugmyndir Goleman annars vegar um tilfinningagreind (1995) og hins vegar um félagsgreind (2006). Sú grunnhugmynd Greenleaf

86

Rannsóknir á þjónandi forystu Rannsóknir á þjónandi forystu innan starfsheilda sýna margvísleg áhrif á alla þá aðila sem eiga í samskiptum við starfsheildir innan stofnana (Laub, 1999). Meiri starfsánægja, betri líðan starfsmanna á vinnustað, betri frammistaða í starfi, meira traust til yfirmanna og hollusta og skuldbinding við

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein skipulagsheildina eru allt þættir sem tengdir hafa verið við þjónandi forystu (Coetzer o.fl., 2017; Parris og Peachey, 2013). Meira en þrjátíu rannsóknir hafa verið gerðar á þjónandi forystu á Íslandi. Það sem einkennir þær er að í langflestum þeirra hefur vægi þjónandi forystu verði mælt með SLS-mælitækinu og jafnframt hafa tengsl þjónandi forystu og starfsánægju verið könnuð. Rannsóknirnar sýna að vægi þjónandi forystu er almennt hátt eða um og yfir 4,0 af 6,0 mögulegum stigum og þeir undirþættir þjónandi forystu á Íslandi sem fá almennt hæsta vægið eru ábyrgðarskylda, efling, ráðsmennska og fyrirgefning (sjá t.d. Hulda Rafnsdóttir o.fl., 2015; Sigrún Gunnarsdóttir og Birna Gerður Jónsdóttir, 2013; Þóra Gunnarsdóttir, 2019). Gildi þjónandi forystu við skipulagsbreytingar er kannað í tveimur erlendum rannsóknum. Fyrri rannsóknin var unnin af Kool og van Dierendonck (2012) en í henni var kannað meðal 135 starfsmanna fyrirtækis í Hollandi hvernig þjónandi forysta getur stuðlað að því að starfsmenn skuldbinda sig breytingum á starfsumhverfinu. Niðurstöðurnar sýna að þjónandi forysta ásamt umbunarleiðtogastíl getur hugsanlega stuðlað að því að starfsfólk skuldbindi sig breytingum í starfsumhverfinu. Seinni rannsóknin er rannsókn de Sousa og van Dierendonck (2014) þar sem könnuð eru tengsl milli þjónandi forystu og helgunar í starfi (e. work engagement) við skipulagsbreytingar sem fólust í samruna tveggja fyrirtækja í Portúgal og náði rannsóknin til 1107 starfsmanna. Niðurstöðurnar sýna marktæk jákvæð tengsl á milli þjónandi forystu og helgunar í starfi við samruna fyrirtækjanna. Ofangreindar tvær rannsóknir gefa til kynna að þjónandi forysta hafi jákvæð áhrif á starfsumhverfi við skipulagsbreytingar en í kjölfar þeirra dregur oft úr starfsánægju sem er einn mikilvægasti þáttur í starfsumhverfinu (Lu o.fl., 2019). Því er athyglisvert að þrátt fyrir að rannsóknir hafi sýnt jákvæð tengsl milli starfsánægju og þjónandi forystu hafa þessi tengsl ekki verið könnuð með beinum hætti í kjölfar mikilla skipulagsbreytinga. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða starfsánægju hjúkrunarfræðinga á HSN skömmu eftir miklar skipulagsbreytingar á árinu 2014 og kanna viðhorf þeirra til þjónandi forystu í fari yfirmanna í hjúkrun á HSN. Settar voru fram þrjár rannsóknarspurningar: (1) Hversu mikil er starfsánægja hjúkrunarfræðinga á nýstofnaðri HSN? (2) Hvert er vægi þjónandi forystu meðal næsta yfirmanns í hjúkrun á HSN að mati hjúkrunarfræðinganna? (3) Hvaða tengsl eru milli starfsánægju hjúkrunarfræðinganna á HSN og viðhorfa þeirra til þjónandi forystu í fari næsta yfirmanns innan hjúkrunar?

Gögn og aðferð Þessi rannsókn var lýsandi þversniðsrannsókn þar sem gagna var aflað með spurningalista til að kanna starfsánægju meðal hjúkrunarfræðing HSN og meta vægi þjónandi forystu í fari yfirmanna þeirra í hjúkrun

Þátttakendur og framkvæmd Þátttakendur í rannsókninni voru allir hjúkrunarfræðingar á starfsstöðvum HSN í janúar 2015 eða 104 hjúkrunarfræðingar.

scientific paper

Með leyfi yfirstjórnar HSN var spurningalistinn sendur til þátttakenda í tölvupósti í mars 2015. Rannsóknin var tilkynnt Persónuvernd (nr. S7327/2015). Þátttakendur samþykktu þátttöku með því að smella á tengil inn á könnunina. Áréttað var að öllum væri frjálst að hafna þátttöku án útskýringa, svör yrðu ekki rakin til þátttakenda og farið yrði með öll gögn sem trúnaðarmál. Eftir þrjár ítrekanir höfðu 49 hjúkrunarfræðingar svarað spurningalistanum (svarhlutfall 47,1%), þar af voru 25 í stjórnunarstöðu.

Mælitækið Spurningalistinn samanstendur af þremur þáttum. Í fyrsta lagi er spurning um almenna starfsánægju sem finna má í mörgum spurningalistum í rannsóknum á líðan starfsfólks á vinnustað (sjá t.d. Dolbier o.fl., 2005), mæld með 5 þrepa Likert-kvarða: „Mjög ánægð/ur“, „Ánægð/ur“, „Hvorki né“, „Óánægð/ur“ og „Mjög óánægð/ur“, þar sem mjög ánægð/ur fékk gildið 1 og mjög óánægður fékk gildið 5. Í öðru lagi er íslensk þýðing dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur ásamt samstarfsfólki á spurningalistanum Servant Leadership Survey (SLS). SLS-spurningalistinn inniheldur 30 fullyrðingar um viðhorf þátttakenda til einkenna þjónandi forystu í fari næsta yfirmanns. Í okkar rannsókn voru þessi viðhorf til næsta yfirmanns í hjúkrun könnuð. Sá hluti hjúkrunarfræðinganna sem ekki voru stjórnendur voru því spurðir um viðhorf sín til næsta yfirmanns í hjúkrun en sá yfirmaður gat jafnframt verið þátttakandi í rannsókninni. Svarmöguleikar fullyrðinganna eru mældir á 6 þrepa Likertkvarða: „Mjög ósammála“, „Ósammála“, „Frekar ósammála“, „Frekar sammála“, „Sammála“ og „Mjög sammála“, þar sem mjög ósammála fékk gildið 1 og mjög sammála gildið 6. Samkvæmt van Dierendonck og Nuijten (2011) skiptast þessar 30 fullyrðingar niður í átta þætti: eflingu (sjö fullyrðingar), forgangsröðun í þágu annarra (þrjár fullyrðingar), ábyrgð (þrjár fullyrðingar), fyrirgefningu (þrjár fullyrðingar), hugrekki (tvær fullyrðingar), falsleysi (fjórar fullyrðingar), auðmýkt (fimm fullyrðingar) og ráðsmennsku (þrjár fullyrðingar). Í þriðja lagi voru tvær spurningar um bakgrunn þátttakenda: starfsaldur (minna en 4 ár/4–14 ár/15 ár eða meira) og stjórnunarstaða (já/nei). Ekki var spurt nánar um stjórnunarstöðu.

Úrvinnsla Við úrvinnslu gagna og gagnagreiningu var notað SPSS 17.0 og marktektarmörk sett við p < 0,05. Kí-kvaðratpróf var notað til að skoða starfsánægju eftir bakgrunnsbreytum. Innri áreiðanleiki hvers undirþáttar í SLS-spurningalistanum var reiknaður samkvæmt Cronbachs-alfa-stuðli. Viðunandi áreiðanleiki miðast við gildi yfir 0,70 (Field, 2009). Til að skoða mun á meðalstigafjölda þjónandi forystu eftir starfsaldri og stjórnunarstöðu var notað óháð t-próf og einbreytudreifigreining, eftir því hvort um tvo eða fleiri hópa var að ræða. Tengslin milli starfsánægju og þjónandi forystu og undirþátta voru metin með Spearman-rhó-fylgnistuðlinum. Stuðst var við skilgreiningu

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 87


kristín þórarinsdóttir, hjördís sigursteinsdóttir og kristín thorberg Cohens (1988 ) til að meta hvort um veik (0,10–0,29), miðlungssterk (0,30–0,49) eða sterk tengsl (0,50–1,0) væri að ræða.

Niðurstöður Af þeim 49 hjúkrunarfræðingum sem svöruðu spurningalistanum höfðu 22 (45%) verið í starfi í 15 ár eða lengur, 19 (39%) í 4 til 14 ár og 8 (16%) í minna en 4 ár. Rétt um helmingur hjúkrunarfræðinganna var ekki í stjórnunarstöðu eða 25.

Sterkustu tengslin voru við undirþáttinn eflingu (r = 0,645, p < 0,05) og ráðsmennsku (r = 0,424, p < 0,05). Aðrir undirþættir voru með miðlungssterk tengsl, sjá nánar í töflu 2. Tafla 2. Tengsl starfsánægju og þjónandi forystu og undirþátta

Starfsánægja og þjónandi forysta Almennt séð voru hjúkrunarfræðingar á HSN ánægðir í starfi. Rúm 89% hjúkrunarfræðinganna (N=42) svöruðu því til að þeir væru mjög ánægðir eða ánægðir í núverandi starfi og rúm 10% (N = 5) að þeir væru hvorki ánægðir né óánægðir. Enginn taldi sig frekar eða mjög óánægðan í starfi. Ekki kom fram munur á starfsánægju hjúkrunarfræðinganna eftir starfsaldri (χ2(4,47) = 3,63; p < 0,05) eða hvort viðkomandi var í stjórnunarstöðu eða ekki (χ2(2,46) = 3,19; p<0,05). Tafla 1 sýnir vægi þjónandi forystu í fari næstu yfirmanna í hjúkrun og undirþátta ásamt innri áreiðanleika SLS-spurningalistans og undirþátta. Niðurstöðurnar sýndu að áreiðanleiki spurningalistans í heild var mjög góður eða 0,906 samkvæmt Cronbachs-alfa-áreiðanleikastuðlinum. Innri áreiðanleiki hvers undirþáttar lá á bilinu 0,631–0,923. Þrír af átta þáttum mældust undir viðmiðunarmörkum (α < 0,7). Þetta voru þættirnir hugrekki, forgangsröðun í þágu annarra og falsleysi sem þýðir að þessir þættir eru ekki áreiðanlegir hjá þeim hópi sem þessi rannsókn náði til. Heildarvægi þjónandi forystu var 4,62 af 6,0 mögulegum og staðalfrávikið 0,65. Meðaltalsstigafjöldi undirþátta þjónandi forystu lá á bilinu 3,39 til 5,01. Meðaltalið var hæst fyrir undirþáttinn fyrirgefningu (M = 5,01, SF = 0,74) en það gefur til kynna að persónulegur ágreiningur trufli ekki samskipti hjúkrunarfræðinga og yfirmanna í hjúkrun á HSN. Niðurstöðurnar sýna marktæka sterka jákvæða fylgni milli starfsánægju og þjónandi forystu (r = 0,574, p < 0,05) og það þýðir að eftir því sem ánægjan var meiri voru heildarstig þjónandi forystu fleiri. Einnig sýna niðurstöðurnar jákvæða fylgni milli starfsánægju og sjö af átta undirþáttum þjónandi forystu.

Fylgnistuðull (Spearman-rhó)

Fjöldi

Heildarmæling á þjónandi forystu

0,574**

47

Efling Forgangsröðun í þágu annarra Ábyrgð Fyrirgefning Hugrekki Falsleysi Auðmýkt Ráðsmennska

0,645** 0,361** 0,307* 0,377** 0,031 0,369** 0,359** 0,424**

47 47 46 47 46 45 44 46

* marktækt p<0,05 ** marktækt p<0,01

Umræður og ályktanir Í þessari rannsókn var skoðuð starfsánægja hjúkrunarfræðinga á HSN og mat þeirra á vægi þjónandi forystu í fari yfirmanna sinna í hjúkrun í kjölfarið á viðamiklum breytingum í heilbrigðiskerfinu sem leiddu meðal annars til þess að Heilbrigðisstofnun Norðurlands varð til. Niðurstöðurnar sýndu að hjúkrunarfræðingarnir voru almennt ánægðir í starfi þrátt fyrir skipulagsbreytingar en enginn af þeim 49 hjúkrunarfræðingum sem tóku þátt í rannsókninni svaraði því til að þegar á heildina væri litið væri hann óánægður í starfi. Þessar niðurstöður koma heim og saman við niðurstöður Hallfríðar Eysteinsdóttur o.fl. (2013) um að mikill meirihluti starfsfólks á hjúkrunardeildum á landsbyggðinni mældist ánægður í starfi um hálfu ári eftir að talsverð endurskipulagning varð á störfum þeirra vegna hagræðingarkrafna. Þetta er nokkuð athyglivert þar sem rannsóknir hafa sýnt að mikil endurskipulagning leiði til minni starfsánægju (Burke o.fl., 2011; Hjördís Sigursteinsdóttir, 2016).

Tafla 1. Vægi þjónandi forystu og undirþátta Heildarmæling á þjónandi forystu Efling Forgangsröðun í þágu annarra Ábyrgð Fyrirgefning Hugrekki Falsleysi Auðmýkt Ráðsmennska

88

Fjöldi 49

Meðaltal 4,62

Miðgildi 4,73

SF 0,65

Cronbachs-alfa 0,906

49 49 48 49 48 47 46 48

4,86 4,68 4,41 5,01 3,39 4,31 4,54 4,92

5,00 4,67 4,50 5,00 3,50 4,25 4,67 5,00

0,80 0,93 0,92 0,74 1,21 0,77 0,79 0,94

0,923 0,650 0,834 0,841 0,631 0,660 0,903 0,838

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein Hjúkrunarfræðingarnir sem tóku þátt í rannsókninni mátu vægi þjónandi forystu í fari yfirmanna sinna í hjúkrun nokkuð hátt eða 4,62 af 6,0 mögulegum. Það gildi er með því hæsta sem mælst hefur í rannsóknum á þjónandi forystu í fari yfirmanna á hjúkrunarsviði á Íslandi (sjá t.d. Gunnarsdóttir, 2014; Þóra Gunnarsdóttir, 2019). Sá undirþáttur þjónandi forystu sem mældist öflugastur var fyrirgefning en það gefur til kynna að hjúkrunarstjórnendur á HSN geti sett sig í spor hjúkrunarfræðinganna, sýni hlutkennd og viðurkenningu og að persónulegur ágreiningur trufli ekki samskipti hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarstjórnenda. Þessi niðurstaða er í samræmi við tvær íslenskar rannsóknir á þjónandi forystu innan hjúkrunarsviðs þar sem SLS-mælitækið var notað. Annars vegar er um að ræða rannsókn Þóru Ákadóttur (2012) meðal sjúkraliða þar sem fyrirgefning er með hæsta gildið og hins vegar rannsókn Huldu Rafnsdóttur o.fl. (2015) meðal hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem fyrirgefning mælist næsthæst af undirþáttum þjónandi forystu. De Sousa og van Dierendonck (2014) færa rök fyrir að fyrirgefning sé mikilvægur þáttur við skipulagsbreytingar stofnana enda geta þær valdið núningi í samskipum og geta leitt til djúpstæðs ágreinings milli starfsmanna og stjórnenda. Í ljósi hins háa vægis fyrirgefningar í rannsókninni má álykta að þess konar samskipahættir hafi verið ríkjandi meðal hjúkrunarstjórnenda á HSN í endurskipulagningarferlinu. Næst á eftir þættinum fyrirgefning kom þátturinn ráðsmennska og það gefur til kynna að hjúkrunarstjórnendur á HSN séu tilbúnir til að bera ábyrgð í víðu samhengi og sýna þjónustulund í stað þess að stjórna sjálfsmiðað. Van Dierendonck og Nuijten (2011) nefna einnig að þátturinn ráðsmennska lýsi sér helst í því að yfirmaðurinn viti fyrir hvað hann stendur og taki hagsmuni almennings og starfsmanna fram yfir eigin hagsmuni. Hátt vægi ráðsmennsku í þessari rannsókn er í samræmi við tvær rannsóknir á hjúkrunarsviði þar sem ráðsmennska var á meðal tveggja undirþátta þjónandi forystu sem voru með hæsta vægið (Hulda Rafnsdóttir o.fl., 2015; Þóra Gunnarsdóttir, 2019). Ráðsmennska í fari yfirmanna er afar mikilvæg við breytingar á starfsumhverfi því þá taka þeir virkan þátt í að hjálpa starfsmönnum að skilja breytingarnar og tilgang þeirra í víðu samhengi (de Sousa og van Dierendonck (2014). Með tilliti til hins háa gildis ráðsmennsku má álykta að yfirmenn í hjúkrun á HSN hafi hjálpað hjúkrunarfræðingum á stofnuninni að sjá samruna stofnananna í merkingarbæru ljósi. Efling var sá þáttur sem mældist þriðji hæstur af átta undirþáttum þjónandi forystu. Þrátt fyrir að bæði fyrirgefning og ráðsmennska hafi mælst hærri en efling í þessari rannsókn þá var vægi hans með því hæsta sem mælst hefur á hjúkrunarsviði hér á landi (sjá t.d. Gunnarsdóttir, 2014; Hulda Rafnsdóttir o.fl., 2015). Samkvæmt túlkun van Dierendonck og Nuijten (2011) á spurningum um eflingu gefur þetta háa vægi eflingar til kynna að yfirmenn á HSN hafi í breytingarferlinu stutt við starfsumhverfið þannig að starfsmenn hafi haft sjálfstæði og sjálfræði í starfi og fengið tækifæri til að koma fram með nýjar hugmyndir. Þannig gefa þjónandi leiðtogar starfsmönnum tækifæri á að vera virkir þátttakendur í breytingaferlinu og auka þar með tilfinningu starfsmanna fyrir hlut sínum í breyt-

scientific paper

ingunni en það er eitt af lykilatriðunum í árangursríkri breytingastjórnun. Með vísan til hins háa vægis eflingar í þessari rannsókn má því álykta að hjúkrunarstjórnendur á HSN hafi með eflingu stuðlað að árangursríkri breytingastjórnun í endurskipulagningarferlinu við samruna stofnananna. Fjórði þáttur í styrkleikaröð undirþátta þjónandi forystu í rannsókninni var auðmýkt en sá þáttur hefur aldrei áður raðast á meðal fjögurra efstu undirþátta í íslenskum rannsóknum á þjónandi forystu á hjúkrunarsviði (sjá t.d. Hulda Rafnsdóttir o.fl., 2015; Þóra Gunnarsdóttir, 2019). Við skipulagsbreytingar, sambærilegar þeim sem áttu sér stað á HSN skömmu áður en þessi rannsókn fór fram, getur auðmýkt skipt miklu máli. Þessi mannkostur í fari yfirmanna gefur rými fyrir hlustun ásamt því að virða það að breytingar geta valdið óvissu en það er mikilvægt að taka það til greina og vinna með starfsmönnum (de Sousa og van Dierendonck, 2014). Þrír af undirþáttum SLS-mælitækisins voru undir viðmiðunarmörkum í rannsókninni en það voru þættirnir hugrekki, forgangsröðun í þágu annarra og falsleysi. Þrátt fyrir það mældist vægi síðastnefndu tveggja þáttanna nokkuð hátt og gefur það ákveðnar vísbendingar um að þessir þættir séu nokkuð öflugir í stjórnunarstíl yfirmanna á HSN. Niðurstöðurnar sýndu marktæk jákvæð tengsl milli starfsánægju og þjónandi forystu þannig að meiri starfsánægja þýddi hærra vægi þjónandi forystu. Athyglisvert er að jákvæðu tengslin milli starfsánægju og allra undirþátta þjónandi forystu fyrir utan hugrekki voru marktæk. Þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingar á HSN og yfirmenn þeirra í hjúkrun hafi gengið í gegnum miklar skipulagsbreytingar rétt um hálfu ári áður en rannsóknin fór fram þá koma þessar niðurstöður heim og saman við aðrar íslenskar rannsóknir meðal hjúkrunarfræðinga óháð skipulagsbreytingum (sjá t.d. Hulda Rafnsdóttir o.fl., 2015; Sigrún Gunnarsdóttir og Birna Gerður Jónsdóttir, 2013) sem hafa skoðað starfsánægju og þjónandi forystu í fari næstu yfirmanna. Niðurstöður þessarar rannsóknar um sterk tengsl starfsánægju og þjónandi forystu eru í samræmi við niðurstöður rannsóknar van Dierendonck og félaga (2009) sem telja að hlutverk yfirmanna sé að hvetja og styðja starfsmenn sína og auka sjálfræði í starfi og benda á að hegðun og viðbrögð stjórnenda skipti miklu máli fyrir líðan starfsfólksins á vinnustaðnum. Því má færa sterk rök fyrir því að hjúkrunarstjórnendur hafi tekið skipulagsbreytingar á HSN góðum tökum. Helsti styrkleiki rannsóknarinnar er að notað var mælitæki sem reynst hefur bæði áreiðanlegt og réttmætt. Hægt að líta á það sem veikleika rannsóknarinnar að aðeins 49 hjúkrunarfræðingar af 104 tóku þátt í rannsókninni (47,1%) og auðvitað hefði verið gott að fá svör frá fleiri hjúkrunarfræðingum. Það er þó mikilvægt að hafa það í huga að þarna var ekki um að ræða úrtaksrannsókn heldur var spurningalistinn sendur á alla í þýðinu. Einnig er vert að benda á að svarhlutfallið er svipað og gengur og gerist í svona viðhorfskönnunum (Baruch og Holtom, 2008). Ljóst er að hér er aðeins um að ræða gögn eftir að skipulagsbreytingarnar áttu sér stað og því er ekki hægt að meta áhrifin af breytingunum sjálfum. Hér eru þó mælingar á starfsánægju og vægi þjónandi forystu í fari hjúkrunarstjórnenda rétt um hálfu ári eftir að ný heilbrigðisstofnun var stofn-

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 89


kristín þórarinsdóttir, hjördís sigursteinsdóttir og kristín thorberg uð sem gefa vísbendingar um líðan hjúkrunarfræðinganna og viðhorf þeirra til stjórnunarhátta yfirmanna sinna í kjölfar skipulagsbreytinga. Rannsóknin bætir einnig við þekkingu á tengslum starfsánægju og vægi þjónandi forystu í fari yfirmanna eftir umfangsmiklar skipulagsbreytingar. Þá er rannsóknin framlag til þekkingar á nýtingu SLS-mælitækisins í endurskipulagningu skipulagsheilda. Álykta má að hjúkrunarfræðingar á HSN séu ánægðir í starfi og einkenni þjónandi forystu séu til staðar í fari hjúkrunarstjórnenda þrátt fyrir að þrír af átta undirþáttum hafi ekki reynst marktækir. Þá gefa þessar niðurstöður til kynna að hjúkrunarstjórnendur á HSN hafi tekið þær skipulagsbreytingar sem urðu á heilbrigðisþjónustunni á þjónustusvæði HSN góðum tökum.

Þakkir Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfræðingum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) fyrir þeirra framlag og þátttöku í rannsókninni ásamt öllum þeim sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt við rannsóknina.

Heimildir Baruch, Y. og Holtom, B. C. (2008). Survey response rate levels and trends in organizational research. Human Relations, 61(8), 1139–1160. doi:10. 1177/0018726708094863 Burke, R. J., Ng, E. W. S. og Wolpin, J. (2011). Hospital restructuring and downsizing: Effects on nursing staff well-being and perceived hospital functioning. Europe’s Journal of Psychology, 7(1), 81–98. doi.org/10.5964/ ejop.v7i1.106 Coetzer, M. F., Bussin, M. og Geldenhuys, M. (2017). The functions of a servant leader. Administrative Sciences, 7(5), 1–32. doi.org/10.3390/admsci 7010005 Cohen, J. W. (1988). Statistical power analysis for the behavioral science (2. útgáfa). Hillsdale,New Jersey: Lawrence Erlbaum Associates. de Sousa, M. J. C. og van Dierendonck, D. (2014). Servant leadership and engagement in a merge process under high uncertainty. Journal of Organizational Change Management, 27(6), 877–899. doi:10.1108/JOCM-07-2013-013 Dolbier, C. L., Webster, J. A., McCalister, K. T., Mallon, M. W. og Steinhardt, M. A. (2005). Reliability and validity of a single-item measure of job satisfaction. American Journal of Health Promotion, 19(3), 194–198. Drucker, P. F. (1999). Management challenges for the 21st Century. New York: Harper Business. Field, A. (2009). Discovering statistics using SPSS (4. útgáfa). London: SAGE Publications. Goleman, D. (1995). Emotional intelligence. Why it can matter more than IQ. New York: Bantam Books. Goleman, D. (2006). Social intelligence. The new science of human relationship. New York: Random House. Greenleaf, R. K. (1970/2008). The servant as leader. Westfield: The Greenleaf center for servant leadership. (Upphaflega gefið út 1970). Gunnarsdóttir, S. (2014). Is servant leadership useful for sustainable Nordic health care? Vård i Norden, 34(2), 53–55 Herzberg, F. (2003). One more time: How do you motivate employees? Harvard Business Review, 3–11. (Upphaflega gefið út 1968). Hallfríður Eysteinsdóttir, Hermann Óskarsson og Ragnheiður Harpa Arnarsdóttir. (2013). Heilbrigðisstarfsfólk á landsbyggðinni: Viðhorf til stjórnunar og líðan í starfi. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 89(3), 48–56. Hjördís Sigursteinsdóttir. (2016). „Vinnugleðin hefur tapast, nú er bara álag og erfitt og lítil gleði“ — Starfsumhverfi opinberra starfsmanna á tímum

90

efnahagsþrenginga. Stjórnmál og stjórnsýsla, 12(2), 417–442. doi.org/10. 13177/irpa.a.2016.12.2.11 Hulda Rafnsdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Sigrún Gunnarsdóttir. (2015). Árangur og forysta í hjúkrun: Viðhorf til þjónandi forystu, starfsánægju, starfstengdra þátta og gæða þjónustu á sjúkrahúsinu á Akureyri. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 4(19), 8–16. Kool, M. og van Dierendonck, D. (2012). Servant leadership and commitment to change, the mediating role of justice and optimism. Journal of Organizational Change Management, 25(3), 422–433. doi:10.1108/095348 11211228139 Laschinger, H. K. S., Purdy, P., Cho, J. og Almost, J. (2006). Antecedents and consequences of nurse manager’s perception of organizational support. Nursing Economics, 24(1), 20–29. Laub, J. (1999). Assessing the servant organization: Development of the servant organizational leadership assessment (SOLA) instrument. Doktorsritgerð. Florida: Atlantic University. Lu, H., Zhao, Y. og While, A. (2019). Job satisfaction among hospital nurses: A literature review. International Journal of Nursing Studies, 94, 21–31. doi.org/10.1016/j.ijnurstu.2019.011 Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Parolini, J., Patterson, K. og Winston, B. (2009). Distinguishing between transformational and servant leadership. Leadership and Organization Development Journal, 30(3), 2, 274–291. doi.org/10.1108/01437730910 949544 Parris, D. L. og Peachey, J. W. (2013). A systematic literature review of servant leadership theory and organizational contexts. Journal of Business Ethics, 113, 377–393. doi.org/10.1007/s10551-012-1322-6 Reglugerð nr. 674/2014 um sameiningu heilbrigðisstofnana á Íslandi. Reglugerð nr. 1084/2014 um heilbrigðisumdæmi á Íslandi. Sigrún Gunnarsdóttir. (2006). Quality of working life and quality of care in Icelandic hospital nursing. Doktorsritgerð frá LSHTM. Reykjavík: Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítalaháskólasjúkrahús. Sigrún Gunnarsdóttir og Birna Gerður Jónsdóttir. (2013). Þjónandi forysta og rannsóknir hér á landi. Stjórnmál og stjórnsýsla, 9(2), 415–438. doi: 10.13177/irpa.a.2013.9.2.8 The Boston Consulting Group. (2011). Health care system reform and shortterm savings opportunities. Iceland health care system project. Sótt á https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/ ritogskyrslur2011/IIceland_HCS-Final_report-_Long_version.pdf van Dierendonck, D. og Nuijten, I. (2011). The servant leadership survey: Development and validation of a multidimensional measure. Journal of Business and Psychology, 26(3), 249–267. doi:10.1007/s10869-010-9194-1 van Dierendonck, D., Nuijten, I. og Heeren, I. (2009). Servant leadership, key to follower well-being. Í D. Tjosvold og B. Wisse (ritstjórar), Power and interdependence in organizations (bls. 319–337). Cambridge, Bretlandi: Cambridge University Press. van Dierendonck, D., Sousa, M., Gunnarsdóttir, S., Bobbio, A., Hakanen, J., Pircher Verdorfer, A., … og Rodriguez-Carvajal, R. (2017). The cross-cultural invariance of the servant leadership survey: A comparative study across eight countries. Administrative Sciences, 7(2), 8. doi:10.3390/admsci7020008 Velferðarráðuneytið. (2014). Betri heilbrigðisþjónusta 2013–2017. Sótt á https:// www.Velferdarraduneyti.is/media/betriheilbrigdisthjonusta/ Willems, D. L. (2001). Balancing rationalities: Gatekeeping in health care. Journal Medical Ethics, 27, 25–29. doi:10.1136/jme.27.1.25 Þóra Gunnarsdóttir. (2019). Þjónn sem leiðtogi: Landspítali — Viðhorf til stjórnunar og forystu. Óbirt meistararitgerð. Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Sótt á https://skemman.is/bitstream/1946/32072/1/Þjónn%20 sem%20leiðtogi-Lokaskil%20.pdf Þóra Ákadóttir. (2012). Nurse assistants’ well-being at work: Is there a link to nurse leadership? Óbirt MPH-ritgerð: Norræni lýðheilsuháskólinn (NHV), Gautaborg, MPH2012:4.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein

scientific paper

English Summary Thorarinsdóttir, K., Sigursteinsdóttir, H. Thorberg, K.

Nurses job satisfaction and attitudes towards servant leadership during organizational reforms in health care services Aim: In 2014, changes were made to the organization of health care services in Iceland, which led to a reduction in health disputes and merging of institutions. During the changes, the Health Care Institution of North Iceland (HSN) was established with six workstations. Such administrative decisions can affect the job satisfaction of employees and therefore it is of importance how managers react to and implement such changes. The purpose of the study was to examine the job satisfaction of nurses at HSN shortly after the organizational changes and evaluate their attitudes towards servant leadership of their nursing managers at HSN as well as explore the correlation between these two factors. Method: Data was collected by a survey about job satisfaction and the Icelandic translation of the Servant Leadership Survey (SLS). The questionnaire measures the total scores of servant leadership and its eight dimensions. Participants were nurses at HSN (N = 104) who received the questionnaire via email. The response rate was 47.1%. Descriptive and exploratory statistics was used to analyse the data. Results: Job satisfaction was high and the results revealed a strong positive correlation between job satisfaction and servant leader-

ship. The overall value of servant leadership was 4.62 of 6.0 possible (SD = 0.65). The main score each dimension ranged from 3.39–5.01. Three of the eight dimensions of servant leadership were statistically insignificant (courage, standing back and auhenticity (α < 0.7)). The dimension that scored highest was forgiveness, indicating that personal disagreement does not interfere with communication between nurses and their nursing managers at HSN. Conclusions: The results indicate that nurses at newly established HSN when the study was conducted, were satisfied with their job and the characteristics of servant leadership were present among the HSN’s nursing managers. The results also indicate the HSN’s managers have handled well the organizational changes that have taken place in the health service in the HSN area. Keywords: Servant leadership, job satisfaction, organization changes, nurses, women. Correspondent: kristin@unak.is

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 91


Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri Kristín Þórarinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri Margrét Hrönn Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri

Hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér? Reynsla dætra af því að annast aldraða foreldra: Margþætt umönnunarálag og óvissa Útdráttur

Inngangur

Tilgangur: Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu.

Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast á þann hátt að öldruðum fjölgar og meðalaldur hækkar. Árið 2017 voru um 14% Íslendinga 65 ára og eldri en gera má ráð fyrir að eftir um 20 ár verði um það bil 20% Íslendinga á þeim aldri (Hagstofa Íslands, 2017). Hækkandi aldri fylgja auknar líkur á langvinnum sjúkdómum sem oft hafa í för með sér færniskerðingu sem felst í skertri getu til að sinna athöfnum dagslegs lífs (Hooyman og Kiyak, 2011) og með aukinni færniskerðingu og fjölveikindum aukast þarfir aldraðra fyrir þjónustu og umönnun (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2019). Undanfarna áratugi hefur uppbygging öldrunarþjónustu á Íslandi miðast við að styðja eldri borgara í að viðhalda sjálfstæði sínu og búa sem lengst á eigin heimili (Heilbrigðisráðuneytið, 2019). Þrátt fyrir það hafa biðlistar eftir hjúkrunarrými lengst undanfarin ár (Landlæknir, 2018). Þjónustu við aldraða er almennt skipt niður í formlega þjónustu, sem er veitt af opinberum aðilum, og óformlega þjónustu, sem veitt er af fjölskyldu og vinum (Hooyman og Kiyak, 2011). Aðstandendur sinna í sívaxandi mæli þessari óformlegu þjónustu og veita þeir mest af þeirri aðstoð sem aldraðir sem búa heima fá (Reinhard o.fl., 2015). Ríflega 80% aldraðra sem búa á eigin heimili og þarfnast umönnunar fá hana frá fjölskyldum, nágrönnum og vinum (Sigurdardottir o.fl., 2012). Fjölskyldur fólks með færniskerðingu á Íslandi sinna óformlegri umönnun hlutfallslega mest miðað við fjölskyldur í sömu stöðu í öðrum Evrópulöndum (Eurostat, 2019). Algengast er að umönnunaraðilar aldraðra séu makar þeirra eða fullorðnar dætur (Sigurdardottir o.fl., 2012) og eru konur líklegri til að vera óformlegir umönnunaraðilar en karlar og eyða meiri tíma í umönnunina (Chappell og Hollander, 2013). Í rannsókn Chappell og félaga (2015) kom fram að umönn-

Aðferð: Rannsóknin var eigindleg. Þátttakendur voru 12 fullorðnar dætur sem voru aðstandendur aldraðra foreldra sem misst höfðu færni og bjuggu í heimahúsum. Gagna var aflað með hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum. Greining gagna fór fram með kerfisbundinni textaþéttingu (e. systematic text condensation) samkvæmt aðferð Malterud. Niðurstöður: Greind voru tvö meginþemu. Fyrra þemað, margþætt umönnunarálag, skiptist í þemun sálræn vanlíðan, svo sem kvíða; líkamleg vanlíðan, sem birtist meðal annars í orkuleysi, og skert félagsleg þátttaka, en ein birtingarmynd þess var tilætlunarsemi foreldris. Seinna meginþemað, óvissa, skiptist í þrjú þemu. Hið fyrsta var erfið upplýsingaleit en í því kom fram flókið aðgengi að upplýsingum. Annað þemað var þörf fyrir fræðslu, ráðgjöf og stuðning, þar sem því var lýst að stuðningur frá fjölskyldu og vinum hjálpaði þátttakendum mest. Þriðja þemað var þörf fyrir upplýsingaveitu, þar sem lýst var þörf fyrir aðgengi að fagfólki og upplýsingum á einum stað sem hægt væri að veita rafrænt að hluta til. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda sterklega til þess að dætur aldraðra finni fyrir sálrænni, líkamlegri og félagslegri vanlíðan tengdri umönnun foreldra sinna. Einnig höfðu dæturnar mikla þörf fyrir fræðslu og ráðgjöf þar sem þær fundu til óvissu vegna vanþekkingar á kerfinu og erfiðs aðgengis að upplýsingum. Lykilorð: Aldraðir, dætur, umönnunaraðilar, fræðsla, líðan, umönnunarálag.

Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein? Nýjungar: Rannsóknin veitir nýja þekkingu um reynslu dætra af því að sinna öldruðum foreldrum.

umönnunarálagi og þörfum þeirra fyrir upplýsingar og stuðning er lítt sinnt af fagfólki.

Þekking: Niðurstöðurnar gefa til kynna mikilvægi fræðslu, ráðgjafar og stuðnings við umönnun færniskerts foreldris.

Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Hjúkrunarfræðingar geta nýtt niðurstöðurnar til þess að uppfylla þarfir þessa hóps fyrir fræðslu, stuðning og upplýsingar.

Hagnýting: Dætur forelda með skerta færni eru undir miklu

92

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein unarálag var mest hjá dætrum, næstmest hjá sonum og eiginkonum og minnst hjá eiginmönnum. Umönnunarbyrði hefur verið skilgreind sem álag á einstakling sem annast aldraðan, fatlaðan eða langveikan fjölskyldumeðlim (Stucki og Mulvey, 2000). Einkennum slíks álags svipar til langvinnrar streitu en í henni felst sálrænt og líkamlegt álag í langan tíma sem nær til allra sviða lífsins, meðal annars hins félagslega og hins fjárhagslega (Schulz og Sherwood, 2008). Helstu sálfélagsleg einkenni umönnunarálags eru almenn sálræn vanlíðan (Bangerter o.fl., 2018), kvíði, streita og þunglyndi (Liu o.fl., 2017), auk skorts á tíma til að sinna persónulegum þörfum og tómstundum (Bangerter o.fl., 2018; Liu o.fl., 2017). Þá skerðast félagsleg tengsl, oft versna samskipti við ástvin sem sinnt er (Bangerter o.fl., 2018; Johannessen o.fl., 2017) og umönnunaraðilar einangrast (Johannessen o.fl., 2017). Þá er það þekkt að umönnunaraðilar minnki vinnu eða hætti að vinna og að fjárhagur versni (Bangerter o.fl., 2018; Johannessen o.fl., 2017). Líkamleg einkenni umönnunarálags eru meðal annars verri líkamleg heilsa (Metzelthin o.fl., 2017), verkir (Elmståhl o.fl., 2018), svefntruflanir (Liu o.fl., 2017), þreyta (Johannessen o.fl., 2017 ) og aukin einkenni undirliggjandi heilsufarsvanda (Ringer o.fl., 2020). Eftir því sem umönnunaraðilar finna til meiri umönnunarbyrði aukast sálfélagsleg og líkamleg álagseinkenni (Buyck o.fl., 2011). Meiri líkur eru á álagseinkennum hjá konum og þeim sem búa með þeim sem þeir veita umönnun. Einnig aukast líkur á álagseinkennum eftir því sem umönnunarstundum fjölgar, umönnunin verður umfangsmeiri (Metzelthin o.fl., 2017) og færniskerðing ástvina eykst (Liu o.fl., 2017). Þá er umönnunarbyrði aðstandenda aldraðra með heilabilun almennt meiri en aðstandenda fólks með líkamlega skerðingu (Elmståhl o.fl., 2018). Ekki er einhlítt að álagseinkenni umönnunar komi fram og hafa rannsóknir sýnt að umönnunin getur haft jákvæð áhrif á heilsu umönnunaraðila (Buyck o.fl., 2011), styrkt tengsl við ástvini og aukið persónulegan þroska (Luichies o.fl., 2019) og lífslíkur (Roth o.fl., 2018 ). Í rannsókn Buyck og félaga (2011) kom fram að umönnunaraðilum með litla umönnunarbyrði fannst heilsa sín betri og að þeir fundu fyrir minni þreytu og þunglyndiseinkennum en aðilar sem ekki sinntu umönnun. Á hinn bóginn töldu umönnunaraðilar með mikla umönnunarbyrði í sömu rannsókn líkamlega og sálræna heilsu sína verri en þeir sem ekki sinntu umönnun. Þegar breytingar verða á umönnun aldraðra og hlutverki aðstandenda þarfnast þeir fjölbreyttra og einstaklingsmiðaðra upplýsinga (Ringer o.fl., 2020) um þætti er varða veikindi, meðferð, daglega umönnun, meðferðarúrræði og aðgengi að þjónustu, eins og dagvistun, heimahjúkrun, hvíldarinnlögnum og hjálpartækjum (Silva o.fl., 2013). Rannsóknir sýna að þessari fræðsluþörf er sjaldan fullnægt og oft er mikil óvissa um mikilvæga þætti er snúa að umönnun (Ringer o.fl., 2020; Silva o.fl., 2013; Tara Björt Guðbjartsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir, 2019). Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 segir að allir landsmenn eigi að hafa greiðan aðgang að upplýsingum og að fyrir liggi hvar þær sé að finna og hvert skuli leita eftir heilbrigðisþjón-

scientific paper

ustu. Einnig er lögð áhersla á rafrænt aðgengi að upplýsingum (Heilbrigðisráðuneytið, 2019). Hægt er að veita óformlegum umönnunaraðilum fræðslu á ýmsan hátt. Auk prentaðs og rafræns fræðsluefnis eru algengustu fræðsluaðferðirnar einstaklings- eða hópfræðsla sem veitt er augliti til auglitis. Fræðsla sem fer fram á rafrænan hátt er þó stöðugt að aukast (Vaingankar o.fl., 2013; Zulkifley o.fl., 2020). Nýleg kerfisbundin samantekt á átta íhlutunarrannsóknum, þar sem ein eða fleiri af ofangreindum fræðsluaðferðum voru notaðar við fræðslu ástvina heilabilaðra, sem flestir voru aldraðir, sýndi að í flestum rannsóknunum minnkaði streita og umönnunarbyrði marktækt (Zulkifley o.fl., 2020). Andersson og félagar (2017) könnuðu reynslu kvenna af vefrænu stuðningsneti fyrir umönnunaraðila. Fræðsla og ráðgjöf fagaðila var veitt í stuðningsnetinu og boðið var upp á samskipti við aðra aðstandendur. Almennt töldu konurnar sig fá gagnlegar upplýsingar, ráðgjöf og stuðning í gegnum stuðningsnetið. Stuðningurinn auðveldaði þeim að takast á við umönnunarhlutverkið og þær lýstu létti við að deila reynslu sinni með öðrum í sömu stöðu. Einnig hentaði þeim vel sólarhringsaðgengi að stuðningsnetinu. Markmið þessarar rannsóknar var að lýsa reynslu fullorðinna dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörfum þeirra fyrir fræðslu.

Aðferð Í þessari rannsókn var notuð eigindleg rannsóknaraðferð á grunni sálfræðilegrar fyrirbærafræði (e. phenomenology) Giorgis sem talin er henta vel þegar skoða á reynslu fólks og þá merkingu sem það leggur í reynsluna (Brinkmann og Kvale, 2008). Í aðferð Giorgis er lögð áhersla á að greina aðalatriði gagnanna og lýsa því hvernig reynsla þátttakenda var og finna þannig þemu og mynstur í rannsóknargögnunum (Giorgi, 2009).

Þátttakendur Notað var tilgangsúrtak (e. purposive sampling) eins og Starks og Trinidad (2007) lýsa og miðaðist því val á þátttakendum við að þeir hefðu persónulega reynslu af umönnun færniskerts foreldris. Þar sem hluti rannsókninnar fólst í því að kanna sýn aðstandenda á gagnsemi upplýsinga og fræðslu á íslenskri vefsíðu fyrir aðstandendur (adstandandi.is) þurftu þátttakendur einnig að hafa notað þá heimasíðu í tvo mánuði eða lengur. Hér verður einungis gerð grein fyrir niðurstöðum er lúta að reynslu fullorðinna dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og þörfum þeirra fyrir fræðslu. Önnur þátttökuskilyrði í rannsókninni voru að vera 18–66 ára, skilja íslenskt mál, vera ekki með þroskahömlun og eiga móður eða föður á lífi eldri en 67 ára. Auk þess þurftu þátttakendur að hafa á síðastliðnum sex mánuðum aðstoðað föður sinn eða móður við eina eða fleiri af eftirfarandi athöfnum daglegs lífs: almennar athafnir, svo sem aðstoð við innkaup, matreiðslu, þrif og þvotta, eða persónulegar athafnir, eins og

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 93


fjóla sigríður bjarnadóttir, kristín þórarinsdóttir og margrét hrönn svavarsdóttir að komast í og úr rúmi og fara í bað og á salerni. Auglýst var eftir þátttakendum á heimasíðu og fésbókarsíðu (e. Facebook) adstandandi.is. Alls buðu 15 aðstandendur sig fram, þar af tveir sem ekki uppfylltu þátttökuskilyrði rannsóknarinnar. Rannsóknin er hluti af þróun heimasíðunnar www.adstandandi.is sem fyrsti höfundur, Fjóla Sigríður Bjarnadóttir (FSB), hefur unnið að. Rannsóknin var jafnframt hluti af MS-námi FSB við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Gerð var grein fyrir þessu í kynningarbréfi til þátttakenda. Meðhöfundar og leiðbeinendur FSB eru hjúkrunarfræðingar með reynslu af eigindlegum rannsóknum innan öldrunar og sjúklingafræðslu. Rannsakendur höfðu engin tengsl við þátttakendur. Þátttakendur voru 12 konur á aldrinum 40 til 63 ára og var meðalaldurinn 52 ár. Enginn karl bauð sig fram til þátttöku. Meðalaldur foreldra var 80 ár. Flestir þeirra bjuggu á eigin heimili þegar viðtölin fóru fram eða alls níu, tveir bjuggu í þjónustuíbúð og eitt foreldrið bjó hjá dóttur sinni. Allir þátttakendur fengu stuðning frá fjölskyldu sinni við umönnunina. Í töflu 1 má sjá lýsingu á bakgrunni þátttakenda.

um þar sem óviðkomandi trufluðu ekki eða skrifstofu rannsakanda (FSB). FSB hitti 11 þátttakendur og tók símaviðtal við einn. Í viðtölunum var stuðst við hálfstaðlaðan viðtalsramma en slíkt stuðlar að því að þær upplýsingar sem þarf til að svara rannsóknarspurningunni séu dregnar fram (Grove o.fl., 2013). Viðtalsramminn var fyrst saminn út frá fræðilegu efni og síðan ígrundaður og endurskoðaður í rýnihópi rannsakenda. Tafla 2 sýnir aðalspurningar úr viðtalsrammanum.

Tafla 1. Lýsing á þátttakendum

Getur þú lýst því hvernig þú sérð fyrir þér að best sé að þjóna aðstandendum aldraðra varðandi upplýsingar?

Breytur

Fjöldi

Aldur þátttakenda < 50 ára ≥ 50 ára

5 7

Hjúskaparstaða Gift/í sambúð Einhleyp/ekkja

10 2

Staða á vinnumarkaði Útivinnandi Heimavinnandi Öryrki

9 1 2

Aldur foreldra < 80 ≥ 80

5 7

Kyn foreldra Karl Kona Tegund skerðingar hjá foreldri Líkamleg skerðing Vitræn skerðing Líkamleg og vitræn skerðing

2 10 4 5 3

Framkvæmd Til að auka réttmæti og áreiðanleika rannsóknarinnar var stuðst við lýsingu Malterud (2001) um kerfisbundna öflun gagna og greiningu á þeim. Gögnum var safnað með einstaklingsviðtölum á tímabilinu desember 2018 til maí 2019. Fyrsti höfundur tók öll viðtölin og fóru þau fram þar sem þátttakendur óskuðu eftir: á heimilum þátttakenda, opinberum stöð-

94

Tafla 2. Aðalspurningar úr viðtalsramma Hvaða áhrif hefur skert færni móður þinnar/föður þíns haft á þig? Hvaða stuðning hefur þú/þið fengið? Hvar hefur þú fengið upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru fyrir þig/ykkur? Á hverju strandaði þekking þín varðandi aðstoð þegar færniskerðing móður þinnar/föður þíns fór versnandi? Hvað telur þú að geti aukið þekkingu fólks í þínum sporum?

Hvaða úrræði telur þú að gætu nýst þér/ykkur? Hvaða upplýsingar finnst þér þurfa að vera aðgengilegar?

Í viðtölunum var lögð áhersla á að þátttakendur staðfestu frásagnir sínar. Í lok hvers viðtals fór FSB yfir aðalatriði viðtalsins með hverjum þátttakanda til að fullvissa sig um réttan skilning á frásögninni og skráði niður athugasemdir sínar. Upplýsingar um þátttakendur, kyn, aldur og tengsl við hinn aldraða voru skráðar í lok viðtals. Til að ákvarða fjölda þátttakenda var stuðst við líkan Malterud og félaga (2016) um styrk upplýsinga (e. information power). Þar er mælt með því að ákvarða fjölda þátttakenda, meðal annars út frá því hversu sértæk rannsóknarspurningin er, og þekkingu þátttakenda á efninu. Eftir tólf viðtöl töldu rannsakendur að gögnin væru nægileg til þess að uppfylla markmið rannsóknarinnar. Lengd viðtala var að meðaltali 45 mínútur (21–103 mínútur). Öll viðtölin voru hljóðrituð og skrifuð upp orðrétt.

Gagnagreining Gögnin voru greind í gagnagreiningarforritinu Nvivo, útgáfu 11.4.3. og notuð var kerfisbundin textaþétting (e. systematic text condensation) (Malterud, 2012) til að greina gögnin. Aðferðin byggist á sálfræðilegri fyrirbærafræðigreiningu Giorgis og felst í því að greina skráð viðtöl í fjórum stigum en á þessum stigum eru fundin mynstur og þemu (Malterud, 2012). Á fyrsta stiginu, heildarsýn — frá óreiðu að þemum (e. total impression–from chaos to themes), var lögð áhersla á að kynnast gögnunum og fá heildarmynd. Á þessu stigi var leitað eftir grófum hugmyndum að fyrstu þemum, svokölluðum forþemum (e. preliminary themes) sem lýsa helstu atriðum viðtalsins,

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein án þess þó að skrá eða flokka á neinn hátt. Allir rannsakendur fóru þannig yfir heildartexta hvers viðtals fyrir sig áður en hugmyndir að forþemum voru skráðar niður. Á næsta stigi, merkingarbærar einingar — frá þemum að kóðum (e. identifying and sorting meaning units–from themes to codes), var textinn lesinn aftur yfir í leit að textabrotum sem sögðu eitthvað um rannsóknarspurninguna. Merkingarbæru einingarnar (e. meaning units) voru síðan skilgreindar og flokkaðar. Þriðja stigið, textaþétting — frá kóðum til merkingar (e. condensation–from code to meaning), felur í sér kerfisbundna þéttingu á textanum, þar sem textinn sem skilgreindur hafði verið og flokkaður í öðru þrepi var þéttur (e. condensate) þannig að smáorð og setningar sem ekki tengdust rannsóknarspurningunni voru hreinsuð út. Í síðasta stiginu, frá textaþéttingu til lýsingar og hugtaka (e. synthesizing–from condensation to descriptions and concepts), var heildarmyndinni lýst. Hér var leitast við að textinn héldi réttmæti (e. validity) og upprunalegu samhengi (e. orginal con-

scientific paper

text) en þannig náðust fram lokaþemu. Dæmi um hvernig þrepin fjögur voru notuð í greiningarferlinu má sjá í töflu 3. Greining gagna og úrvinnsla fóru fram jafnóðum eftir að viðtöl höfðu verið tekin og sett var fram einstaklingsgreiningarlíkan fyrir hvern þátttakanda. Niðurstöðurnar voru jafnframt bornar saman við gögn úr fyrri viðtölum. Þannig var hægt að samræma túlkun þeirra jafnt og þétt. Allir rannsakendur lásu yfir viðtölin og tóku virkan þátt í gagnagreiningu sem síðan var ígrunduð og samþætt á fundum þeirra þriggja og heildargreiningarlíkan sett fram.

Siðfræði Allir þátttakendur fengu kynningarbréf um rannsóknina og skrifuðu undir upplýst samþykki um þátttöku áður en viðtölin hófust. Þátttakendum voru gefin rannsóknarnöfn. Öðrum nöfnum og stöðum sem hægt var að rekja til þátttakenda var

Tafla 3. Greiningarferli ásamt dæmum Forþemu

Merkingarbærar einingar

Þjappaður texti

Lýsing á heildarmynd

Streita.

„Þetta var stresstímabil síðasta ár, það verður alveg að segjast eins og er, eftir því sem að hann versnaði og hvað hans, hérna, geta minnkaði og sérstaklega út af þessum mikla svima að hann gat dottið hvar sem er og hvenær sem er, auðvitað, maður verður, hérna, tens og stressaður.“ (Kata, 56 ára öryrki.)

Stresstímabil, pabbi er verri og getur minna, ég er tens og stressuð vegna pabba.

Aðstandendur finna til streitu Sálræn vanlíðan. við heilsubrest foreldra.

Vöðvaspenna.

„Spenna, svona hér í herðunum, ég þegar ég er í kvíðakasti yfir því að hún sé erfið.“ (Jóna, 63 ára, útivinnandi.)

Er með spennu í herðunum þegar ég er í kvíðakasti yfir því að hún [mamma] sé erfið.

Álag vegna færniskertra foreldra hefur líkamleg áhrif.

Skipulag raskast. „Já, ég myndi segja já, því að ég læt þetta svolítið ganga fyrir sem ég ætti kannski ekki endilega að gera.“ (Fríða, 43 ára, útivinnandi.)

Þetta gengur fyrir, ég á kannski ekki að láta það gerast.

Umönnun færniskertra for- Skert félagsleg þátttaka. eldra hefur forgang og áætlunum er breytt.

Leit að aðstoð.

„Þannig að það vantar svona hvar er inngangan í kerfið þegar maður er farinn að finna að eitthvað sé að.“ (Fríða, 43 ára, útivinnandi.)

Þegar eitthvað er að þarf maður að vita hvar inngangan í kerfið er.

Þekkingarleysi á þjónustuúr- Erfið upplýsingaleit. ræðum í kerfinu.

Þörf fyrir ráðgjöf.

„Einhver í Kerfinu með stóru kái, ég veit það ekki, sem að gæti kannski verið meira ráðgefandi fyrir mann og tilbúinn að jafnvel að fara til foreldra minna og tala við þau og svona og tæki kannski þann vinkil á að það væri ekkert óeðlilegt að þiggja aðstoð.“ (Hanna, 52 ára, útivinnandi.)

Er einhver, t.d. fagaðili, semgæti verið ráðgefandi fyrir foreldra mína, rætt þjónustutilboð og mikilvægi þess að þiggja þjónustu.

Þörf fyrir ráðgjafa sem gæti Þörf fyrir fræðslu, ráðgjöf veitt heildstæða, ráðgjöf og og stuðning. upplýsingar og bent á úrræði.

„Ég bara fór á netið, ég bara gúgglaði, ég fékk líka frá heimilislækni, misvísandi upplýsingar reyndar, hann vísaði mér að hafa samband við einhverja Færni- og heilsumatsnefnd en svo sá ég á netinu að það væri bara ef maður vildi fá hvíldarinnlagnir […] ég var samt óörugg og hvert á ég að leita og þetta er sko frumskógur og bara að vera að leita á mörgum stöðum.“ (Ester, 49 ára, öryrki.)

Gúgglaði á netinu, ég fékk líka frá heimilislækni, misvísandi upplýsingar, hann vísaði mér á Færni- og heilsumatsnefnd en það er fyrir hvíldarinnlagnir. Ég er óörugg, hvert á ég að leita, þetta er frumskógur og bara það að leita á mörgum stöðum. Þörf fyrir leiðandi upplýsingar, á einum stað.

Þörf fyrir leiðandi upplýs- Þörf fyrir upplýsingaveitu. ingaveitu.

Leiðandi upplýsingagjöf.

Lokaþemu

Líkamleg vanlíðan.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 95


fjóla sigríður bjarnadóttir, kristín þórarinsdóttir og margrét hrönn svavarsdóttir breytt til að tryggja nafnleynd. Viðtölin voru tekin upp með leyfi þátttakenda og hljóðupptökum var eytt strax eftir að viðtöl höfðu verið rituð upp. Rannsóknin var ekki leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd en farið var eftir ákvæðum Helsinki-yfirlýsingarinnar (World Medical Association, 2013) um siðfræðilegar meginreglur um rannsóknir á mönnum og persónugreinanlegum gögnum.

Sálræn vanlíðan Dæturnar lýstu ýmiss konar sálrænni vanlíðan. Margar flóknar tilfinningar komu upp á yfirborðið í viðtölunum og það að foreldrar þeirra misstu færni var þeim mikið áfall. Þær lýstu sorg og depurð yfir afturför foreldranna og því hvernig foreldrarnir hurfu þeim smám saman þegar sjúkdómurinn og færniskerðingin ágerðist. Það er náttúrlega svolítið erfitt að horfa upp á móður sína í þessum aðstæðum og einhvern veginn ekki geta hjálpað henni nóg og sjá að hún getur ekki hjálpað sér nóg. Og þurfa að horfa upp á pabba sinn gera það alla daga, allan daginn, allan ársins hring, allan sólarhringinn. (Anna, 40 ára, útivinnandi).

Niðurstöður Niðurstöðurnar voru settar fram í tveimur meginþemum sem lýstu margþættu umönnunarálagi dætranna og óvissu þeirra. Meginþemunum var skipt niður í þemu og undirþemu eins og sjá má á mynd 1.

Margþætt umönnunarálag Þátttakendur lýstu margþættu umönnunarálagi sem fól í sér sálræna og líkamlega vanlíðan og skerta félagslega þátttöku. Einn þátttakenda lýsti þessu þannig: „Það þarf að gæta þess að gera okkur ekki að sjúklingum við umönnun eldri kynslóðarinnar, því þetta tekur á skrokkinn og andlega líðanina, að vita af þeim aðkomulausum heima, þetta tekur bara toll, bæði líkamlega og andlega“ (Lína, 60 ára, heimavinnandi).

Einnig greindu þær frá skömm yfir óviðeigandi hegðun foreldris, jafnvel þó að hegðunin tengdist veikindum og ábyrgðin væri ekki þeirra. Bára lýsir því svona: „Þú veist, hættu þessum feluleik og þetta er bara ekki mín skömm og bara ég skammaðist mín svo ógeðslega fyrir í svo ótrúlega mörg ár“ (Bára, 52 ára, útivinnandi). Dæturnar sögðust leggja sig fram um að styðja við foreldra sína og leiðbeina þeim en fundu að það gat leitt af sér stirð samskipti. Foreldrarnir gátu þannig verið þeim erfiðir: „Hún er svolítið frek við mig og hún er sko svona hvöss og stundum bara tíkarleg og leiðinleg“ (Magga, 58 ára, útivinnandi). Flestar dæturnar lýstu því að það væri mjög mikilvægt fyrir þær að bregðast ekki foreldri sínu og standa sig bæði gagn-

Óvissa

Margþætt umönnunarálag

Sálræn vanlíðan

Líkamleg vanlíðan

Skert félagsleg þátttaka

Erfið upplýsingaleit

Þörf fyrir fræðslu, ráðgjöf og stuðning

Þörf fyrir upplýsingaveitu

Áfall, sorg og depurð

Orkuleysi og þreyta

Að vera bundin og stöðugt til staðar

Vanþekking á kerfinu

Fjölbreyttar upplýsingar á einum stað

Skömm

Svefntruflanir

Ófullnægjandi fræðsla og stuðningur frá fagfólki

Kvíði, streita og áhyggjur

Aukin einkenni langvinnra sjúkdóma

Hö og skipulag raskast Missir á aðstoð frá foreldri

Flókið umhverfi upplýsinga Takmörkuð samfella í þjónustu

Tilætlunarsemi Eigin þarfir sitja á hakanum Stöðugt á vaktinni

Mynd 1. Meginþemu, þemu og undirþemu

96

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020

Góður stuðningur frá ölskyldu og jafningjum Þörf fyrir heildstæða leiðandi ráðgjöf

Leiðandi heimasíða og spjallþræðir


ritrýnd grein vart foreldri og eigin fjölskyldu. Samviskubitið og tilfinningin um að standa sig ekki olli þeim oft miklum kvíða og streitu og margar dætranna lýstu stöðugum áhyggjum af foreldrum sínum. Ég hef verið að glíma við kvíða og svona sem hefur verið og ég finn þennan hnút sem ég fæ yfir mömmu. Ég er með svona hnút yfir henni, það eru áhyggjur af henni að henni líði illa, að eitthvað komi fyrir hana og að ég sé ekki að, að ég sé að bregðast henni á einhvern hátt þegar ég er á fullu í mínu lífi eða þú veist. (Íris, 41 árs, útivinnandi).

Líkamleg vanlíðan Dæturnar sögðu að umönnunarálagið leiddi til líkamlegrar vanlíðanar, svo sem þreytu, orkuleysis, verkja, svefntruflana og aukinna einkenna langvinnra sjúkdóma. Þreytan leiddi til þess að þær höfðu sig ekki út eftir að þær komu heim eftir langa daga, enda höfðu þær minni tíma fyrir sjálfar sig. Fríða lýsir líðan sinni svona: „Þetta er svo lýjandi og þegar ég er búin að vera til dæmis hjá henni þá er ég bara búin á því og er bara svona drenuð.“ (Fríða, 43 ára, útivinnandi). Þá sögðu þær frá erfiðleikum með að slaka á og sofna en það ágerðist oft í kjölfar atvika eins og rifrildis eða ósættis milli dætra og foreldris. „Alveg undanfarna mánuði, ég er ekki að hvílast, eins og ég hef verið að gera á nóttunni og ég vakna stundum með […] kvíða, líður rosalega illa og það tekur alveg tíma fyrir mig að ná mér niður“ (Fríða, 43 ára, útivinnandi). Margar dætranna töluðu einnig um aukin einkenni langvinnra sjúkdóma sem þær töldu afleiðingu álags vegna umönnunar foreldris. Ein dóttirin sagði gigt sína hafa ágerst undanfarin ár. Hún lýsti því svona: Mögulega hefur þessi gigt orðið miklu verri einmitt út af því að maður var sko, sálarlega var maður orðinn eitthvað down sko, þetta er pottþétt, og ef hún hefði ekki verið svona erfið og ekki verið að láta svona […] ég hugsa já að ég hefði ekki verið svona slæm. (Dísa, 60 ára, útivinnandi).

scientific paper

þá heldur bauð ég ekki pabba því hann getur ekkert skilið hana eftir.“ (Anna, 40 ára, útivinnandi). Dæturnar sögðu frá því hvernig þær urðu sífellt bundnari yfir foreldrum sínum vegna vaxandi heilsuleysis þeirra og áhyggna af þeim. Þetta skerti ferðafrelsi dætranna raskaði þeirra eigin skipulagi, eins og áhugamálum, og leiddi til minni félagslegrar þátttöku. Kata greindi frá því hvernig skipulagið raskaðist: „Maður var kannski í staðinn fyrir að vera fyrir sunnan í mánuð að þá var ég kannski bara í 10 daga og kom heim í nokkra daga og fór svo aftur bara til að getað fylgst með aðeins meira“ (Kata, 56 ára, öryrki). Dæturnar urðu varar við tilætlunarsemi af hálfu foreldra sem olli margþættu umönnunarálagi hjá þeim. Þetta kom meðal annars fram í því að foreldrarnir höfnuðu oft þeirri þjónustu sem var í boði eins og kemur fram í lýsingu Írisar, en það leiddi til þess að hún þurfti að vera meira til staðar og hafði ekki eins mikinn tíma fyrir sig og sín áhugamál: Hún er sjálfráða og, ég meina, ég get ekkert gegn hennar vilja […] hún er alltaf foreldri mitt […] fara mikið gegn hennar vilja yrði rosalega erfitt, taka af henni einhver völdin eða þó það væri fyrir hana rosa biti, þá væri það henni fyrir bestu. (Íris, 41 árs, útivinnandi).

Í viðtölunum sögðu dæturnar frá því hvernig umönnunin hafði truflandi áhrif á vinnu þeirra en foreldrarnir hringdu, komu og vildu jafnvel að þau hættu að vinna. Flestum fannst truflunin í lagi og gátu brugðist við henni en aðrar höfðu áhyggjur sem urðu til þess að þær létu foreldrið ganga fyrir og eigin þarfir sátu á hakanum: „Maður verður foreldri foreldra sinna heldur en barn foreldra sinna. Maður hefur alltaf áhyggjur.“ (Kata, 56 ára, öryrki). Einnig fannst þeim þær að þurfa að vera stöðugt á vaktinni og hafa ekki nægan tíma fyrir sjálfar sig. Kata lýsti samskiptum sínum við föður sinn svona: Hann var kannski að hringja í mig og ég átti að koma núna. Og helst átti ég að koma áður en hann hringdi og ef ég komst ekki, að þá var kannski bara fýla í einhvern tíma og hann hafði ekkert við mig að tala. Þannig að, já, þannig séð, jú jú, það hafði áhrif. (Kata, 56 ára, öryrki).

Skert félagsleg þátttaka Í viðtölunum sögðu dæturnar frá breytingum á tengslum við fjölskyldu og vini. Þær lýstu því hvernig þeim fannst þær bundnar yfir foreldri og sögðu mikinn tíma og orku fara í umönnun, að keyra á milli staða, fara með foreldrið til læknis og aðstoða við heimilisverk. Ákveðin höft mynduðust sem skertu félagslega þátttöku þeirra og ollu breytingum á tengslum þeirra við fjölskyldu og vini. Hanna lýsir skerðingu á félagslegri þátttöku sinni svona: Maður hefur kannski ekki eins mikið félagslegt að gefa, eins og ég hef tekið eftir því að maður fer miklu minna eitthvað annað. Eins og kannski meira þangað til þeirra, hugsa alltaf til þeirra, vera að gera einhverjar áætlanir, reyna að finna einhver úrræði fyrir þau og auðvitað vera á staðnum hjá þeim. (Hanna, 52 ára, útivinnandi).

Missi á aðstoð frá foreldri var lýst, t.d. aðstoð með barnabörnin. Dæturnar fundu einnig fyrir missi tengdan samverustundum með foreldrum. Anna lýsir því svona: „En náttúrlega

Óvissa Allar dæturnar greindu frá óvissu sem stafaði af vanþekkingu þeirra á kerfinu ásamt því hversu erfitt aðgengi væri að upplýsingum. Í lýsingum dætranna kom skýrt fram þörf fyrir fræðslu, ráðgjöf og stuðning og að þessari þörf var sinnt að mjög takmörkuðu leyti af fagfólki. Að það væri einhvers staðar svona aðgangur að einhverjum inni í heilbrigðiskerfinu sem að gæti bent manni hvert ætti að leita. Og veita stuðning við þau úrræði sem eru í boði. Að þurfa ekki að vera alltaf að leita að og spyrja einhvern. (Kata, 56 ára, öryrki).

Erfið upplýsingaleit Dætrunum þótti erfitt að finna upplýsingar og nálgast þjónustu sem foreldrar þeirra áttu rétt á og vissu ekki hvar þær áttu að byrja. Sækja þurfti um mismunandi þjónustu á mismun-

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 97


fjóla sigríður bjarnadóttir, kristín þórarinsdóttir og margrét hrönn svavarsdóttir andi stöðum, t.d. um heimahjúkrun á heilsugæslustöð og um matarbakka hjá félagsþjónustu bæjarins. Þú veist, eitt er hjá bænum og eitt er einhvern veginn, þú veist, maður þarf að fara á milli og að finna þetta hjá þessum og fara og tala hvort hún eigi rétt […] Þetta mætti alveg vera þannig að maður færi bara á einn stað, bara eiginlega, þú veist, ekki sjúkrahúsið þarna, bærinn þarna, dagvistunin þarna til að fá, þú veist, það sem maður má fá, það er svolítið eins og maður þurfi að toga út úr fólki, sko. Fólk á rétt á þessu en það er samt eins og maður þurfi að að grátbiðja um þetta. (Anna, 40 ára, útivinnandi).

Umhverfið virtist vera þeim flókið; þær sögðust ekki vita hvaða þjónusta væri í boði og fóru á milli staða í leit sinni að aðstoð og upplýsingum. Ester lýsti sinni reynslu svona: „Þú veist, við vorum svolítið eins og í slönguspilinu, við vorum alltaf að lenda á stiganum niður“ (Ester, 49 ára, öryrki).

Þörf fyrir fræðslu, ráðgjöf og stuðning Dæturnar höfðu mikla þörf fyrir stuðning og ráðgjöf sem þær sögðu hafa verið sinnt að takmörkuðu leyti af fagfólki þar sem heilbrigðisstarfsfólk virtist einblína á foreldrið. Sá stuðningur sem öllum dætrunum fannst hjálpa mest kom frá vinum og/eða fjölskyldu. Þær gátu alltaf leitað til fjölskyldu og vina og fengu stuðning þegar álagið var sem mest. „Já, við höfum náttúrlega mjög mikinn stuðning af hvor annarri eða við systkinin af hvert öðru […] já, og náttúrlega manninn minn og vinkonur mínar“ (Gréta, 49 ára, útivinnandi). Stuðningur frá aðilum í sömu sporum reyndist þeim einnig vel og þær lýstu því hvað það var gott að geta deilt sameiginlegri reynslu. Þá heyrir maður alveg að það er fólk í þessari stöðu, ótrúlega margir með sömu sögu eða hefur gengið í gegnum svipað og það er ótrúlega gott að geta bara annaðhvort talað við svoleiðis fólk eða þá lesið um hvað er að gerast hjá fólk. (Fríða, 43, ára, útivinnandi).

Þegar færniskerðing foreldranna jókst og þörfin fyrir utanaðkomandi aðstoð varð aðkallandi kom fyrir að dætrunum fannst fagfólk veita þeim takmarkaðar upplýsingar. „Ef mér hefði verið boðið upp á félagsfræðing eða eitthvað sem hefði, þú veist, bara að vilja tala við okkur. Þá hefði maður verið kominn með allar upplýsingar“ (Kata, 56 ára, öryrki). Dæturnar kvörtuðu yfir litlu upplýsingaflæði frá læknum foreldranna. Foreldrarnir meðtóku oft og tíðum ekki nauðsynlegar upplýsingar og voru því ekki færir um að sinna þeirri meðferð eða leiðbeiningum sem lagt var upp með. Það var því oft tímafrekt og jafnvel ómögulegt fyrir dæturnar að nálgast ráðleggingar eða meðferðaráætlun fyrir foreldrana. Til dæmis eins og læknirinn hennar mömmu veit alveg hvernig ástandið er á henni, en það koma engar upplýsingar þaðan hvorki til foreldra minna eða til okkar dætranna þannig að það kemur ekkert sjálfrænt [sjálfkrafa], þú sækir allt sjálfur og þú þarft að leita síðan. (Hanna, 53 ára, útivinnandi).

Dæturnar töldu að þörf væri á tímanlegu inngripi frá heilsugæslu og heimahjúkrun, t.d. að við ákveðinn aldur sé aðstand-

98

endum boðið viðtal við fagaðila þar sem farið er yfir hvað sé í boði og hvernig megi nálgast hin ýmsu úrræði. „Að maður geti leitað til einhvers sem gæti sagt manni hvað eða hvort það sé ráðgjafi eða hvort þú snúir þér til einhvers innan heilbrigðisstofnunarinnar eða hjá bænum og hann upplýsi þig eða taki þig á fund. (Anna, 40 ára, útivinnandi). Fram kom þörf fyrir ráðgjafa sem gæti veitt heildstæða, ráðgjöf og upplýsingar og bent á úrræði. Sérstaklega var nefnd þörf fyrir aðgang að öldrunarráðgjafa sem héldi utan um mál foreldranna. Dætur sem áttu foreldri með hratt versnandi færniskerðingu höfðu fengið aðstoð frá félagsráðgjafa en þær töldu þá aðstoð hafa komið of seint í ferlinu. „Ég segi bara svona öldrunarráðgjafi sem gæti komið bara beint með upplýsingar inn og farið kannski bara svona yfir hvað hugsanlega gæti verið í boði, ekki það að maður þurfi alltaf sjálfur að finna upp spurningarnar“ (Hanna, 52 ára, útivinnandi).

Þörf fyrir upplýsingaveitu Dæturnar höfðu vafrað um veraldarvefinn í leit að hinum ýmsu upplýsingum og þetta fannst þeim tímafrekt og óhentugt. Áberandi var þörf þeirra fyrir upplýsingaveitu þar sem hægt væri að finna fjölbreyttar upplýsingar á einum stað. „Allt um hjálpartækin, nú, hvert þú átt að snúa þér með það og heimahjúkrun og jafnvel vistunarmat og þetta allt, hvert á að snúa sér og hvert á að senda og svona og linkar inn á til dæmis bara vistunarmatsumsóknina“ (Anna, 40 ára, útivinnandi). Dæmi um upplýsingar sem dæturnar höfðu þörf fyrir voru um ýmsa þjónustu sem aldraðir eiga rétt á, svo sem um íbúðir fyrir 60 ára og eldri og umsóknarferli í tengslum við þær og upplýsingar um félagsþjónustu, endurgreiðslur og styrki. Þá kom einnig fram að gagnvirk heimasíða, t.d. með ráðgjöf í gegnum spjallþráð gæti nýst aðstandendum vel. Allar dæturnar töluðu um að það hefði verið gagnlegt að fá upplýsingar um umönnunarálag og geta lesið reynslusögur annarra. Þá töluðu flestar dæturnar um að þær skorti þekkingu á áhrifum öldrunar og færniskerðingu tengdri öldrun. „Ekki allir sem eru með þekkingu bara á, sko, á áhrifum öldrunar, hún er náttúrlega svo margslungin og hérna, og hérna, það veitir ekki af að fá aðstoð þegar maður fer í gegnum þetta ferli“ (Gréta, 49 ára, útivinnandi).

Umræða Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að dæturnar fundu fyrir margþættu umönnunarálagi og höfðu mikla þörf fyrir fræðslu, ráðgjöf og stuðning varðandi umönnun foreldris. Rannsókn þessi er fyrsta íslenska rannsóknin á reynslu dætra af því að sinna færniskertum foreldrum. Niðurstöðurnar um hið margþætta umönnunarálag sem þær búa við samræmast rannsókn Chappell og félaga (2015) en þar kom fram að dæturnar voru þeir aðilar í fjölskyldu aldraðra sem voru með mestu umönnunarbyrðina.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein Hin sálrænu einkenni umönnunarálagsins, kvíði, streita, depurð og erfið samskipti við ástvini, sem í ljós komu í okkar rannsókn, koma einnig fram í fyrri rannsóknum á fjölskyldum sem sinna umönnun ástvina með líkamlega jafnt sem vitræna skerðingu (Bangerter o.fl., 2018; Liu o.fl., 2017). Sýnt hefur verið fram á að aðstandendur fólks með heilabilun finna fyrir sorg og áföllum sem rekja má til stigbundins missis vitrænnar getu ástvina (Tara Björt Guðbjartsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir, 2019). Dæturnar í okkar rannsókn lýstu slíkum viðbrögðum en mikill meirihluti foreldra þeirra var með vitræna skerðingu. Helstu líkamleg einkenni umönnunarálags eru meðal annars verkir (Elmståhl o.fl., 2018), svefntruflanir (Liu o.fl., 2017), þreyta (Johannessen o.fl., 2017) og aukin einkenni fyrirliggjandi heilsufarsvanda (Ringer o.fl., 2020) en þessi einkenni voru algeng meðal dætranna í okkar rannsókn. Þessi rannsókn staðfestir fyrri rannsóknir sem hafa sýnt að eigin þarfir sitja á hakanum þar sem lífið snýst um umönnun og að vera stöðugt til staðar (Bangerter o.fl., 2018; Johannessen o.fl., 2017). Athyglisverður samhljómur er á milli okkar rannsóknar og belgískrar rannsóknar (Lopez Hartmann o.fl., 2016) en báðar rannsóknirnar sýna að það gerir dætrum í umönnunarhlutverki erfitt fyrir þegar aldraðir foreldrar hafna formlegri aðstoð. Samkvæmt rannsókn Buyck og félaga (2011) koma neikvæð áhrif umönnunarinnar á líkamlega og sálræna heilsu oftast ekki fram fyrr en umönnunarbyrði er orðin mikil. Hin margþættu einkenni umönnunarálags sem fram komu hjá dætrunum í okkar rannsókn gefa því til kynna að umönnunarbyrði þeirra sé mikil þar sem þær töldu álagið hafa umtalsverð neikvæð áhrif á heilsu sína. Í ljósi þess að óformleg umönnun er mjög umfangsmikil á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd (Eurostat, 2019) má leiða líkum að því að slík umönnun hafi neikvæð áhrif á heilsu fjölmargra kvenna hér á landi sem sinna öldruðum foreldrum sínum. Brýnt má því teljast að hjúkrunarfræðingar meti umönnunarbyrði fullorðinna dætra sem sinna öldruðum foreldrum á Íslandi og greini þörf þeirra fyrir aðstoð þannig að þær fái viðeigandi þjónustu. Eftirtektarvert var að allar dæturnar í þessari rannsókn lýstu óuppfylltri þörf fyrir fræðslu og stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki um margvíslega þætti er snúa að umönnun foreldra eins og aldurstengda færniskerðingu, veikindi og meðferð og aðgengi að margvíslegum meðferðarúrræðum. Þetta samræmist niðurstöðum erlendra rannsókna um efnið (Ringer o.fl., 2020; Silva o.fl., 2013) og rannsókn Töru Bjartar Guðbjartsdóttur og Elísabetar Hjörleifsdóttur (2019) sem sýndi að á Íslandi er þörfum aðstandenda aldraðra með heilabilun fyrir upplýsingar, fræðslu og stuðning sjaldan fullnægt. Rannsóknir hafa sýnt að með markvissri fræðslu má draga úr streitu og umönnunarbyrði aðstandenda (Zulkifley o.fl., 2020). Þar sem fræðsla er eitt af meginhlutverkum hjúkrunarfræðinga er afar brýnt að þeir séu meðvitaðir um hina miklu fræðsluþörf aðstandenda aldraðra og skipuleggi leiðir til að sinna þeim markvisst. Nær allur stuðningur sem dæturnar í okkar rannsókn fengu varðandi umönnun foreldra sinna kom frá fjölskyldu og

scientific paper

vinum en ekki frá fagfólki. Því má draga þá ályktun að mikil þörf sé á bættu aðgengi að upplýsingum og stuðningi fyrir aðstandendur á Íslandi og gætu hjúkrunarfræðingar í krafti þekkingar sinnar haft, ásamt öðrum fagaðilum, forystu í umbótum í þessum málum. Þörf dætranna fyrir aðgengilega vefræna upplýsingaveitu, sem tengdist umönnun foreldra, kom sterkt fram og er í samræmi við að rannsókn Andersson og félaga (2017) sem sýndi að vefsvæði með sólarhringsaðgengi að hagnýtri fræðslu og stuðningi gagnaðist aðstandendum við að takast á við umönnunarhlutverkið og hafði jákvæð áhrif á andlega líðan þeirra. Því má álykta að uppsetning á sambærilegu vefsvæði fyrir aðstandendur á Íslandi sé mikilvægur liður í þjónustu við óformlega umönnunaraðila. Styrkleiki rannsóknarinnar er sú nýja þekking sem kom fram um umönnunarálag dætra á Íslandi sem sinna öldruðum foreldrum sínum. Þessi þekking getur verið gagnleg þegar skipuleggja á fræðslu og stuðning fyrir þennan hóp. Þá getur þekkingin nýst sérstaklega við að setja upp heimasíðu og útbúa vefrænan stuðning fyrir aðstandendur. Helsta takmörkun þessarar rannsóknar er að hún endurspeglar einungis reynslu 12 íslenskra dætra færniskertra foreldra sem buðu sig fram til þátttöku. Enginn sonur bauð sig fram í þessa rannsókn. Breiðara úrtak hefði ef til vill náðst ef leitað hefði verið eftir þátttakendum á annan hátt en að auglýsa eingöngu eftir þátttakendum.

Þakkir Höfundar þakka öllum þátttakendum í rannsókninni. Vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru færðar þakkir fyrir veittan styrk til rannsóknarinnar, Atvinnumálum kvenna fyrir styrk til heimasíðunnar adstandandi.is og Uppbyggingarsjóði Vestfjarða fyrir veittan styrk til rannsóknarinnar og heimasíðunnar adstandandi.is. Einnig fær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þakkir fyrir veitt námsleyfi og sveigjanleika í garð fyrsta höfundar á meðan á rannsókninni stóð.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 99


fjóla sigríður bjarnadóttir, kristín þórarinsdóttir og margrét hrönn svavarsdóttir

Heimildir Andersson, S., Erlingsson, C., Magnusson, L. og Hanson, E. (2017). e experiences of working carers of older people regarding access to a webbased family care support network offered by a municipality. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 31(3), 487–496. doi:10.1111/scs.12361 Bangerter, L. R., Griffin, J. M. og Dunlay, S. M. (2018). Qualitative study of challenges of caring for a person with heart failure. Geriatric Nursing, 39(4), 443–449. doi:10.1016/j.gerinurse.2017.12.017 Brinkmann, S. og Kvale, S. (2008). Ethics in qualitative psychological research. Í C. Willig, og W. S. Rogers (ritstjórar), e Sage handbook of qualitative research in psychology. (2. útgáfa) (bls. 259–273). London: Sage. Buyck, J. F., Bonnaud, S., Boumendil, A., Andrieu, S., Bonenfant, S., Goldberg, M., … og Ankri, J. (2011). Informal caregiving and self-reported mental and physical health: Results from the Gazel Cohort Study. American Journal of Public Health, 101(10), 1971–1979. doi:10.2105/AJPH. 2010.300044 Chappell, N. L., Dujela, C. og Smith, A. (2015). Caregiver well-being: Intersections of relationship and gender. Research on Aging, 37(6), 623–645. doi:10.1177/0164027514549258 Chappell, N. L. og Hollander, M. (2013). Aging in Canada. Toronto, Kanada: Oxford University Press. Elmståhl, S., Dahlrup, B., Ekström, H. og Nordell, E. (2018). e association between medical diagnosis and caregiver burden: A cross-sectional study of recipients of informal support and caregivers from the general population study ‘Good aging in Skåne’, Sweden. Aging Clinical and Experimental Research, 30(9), 1023–1032. doi:10.1007/s40520-017-0870-0 Eurostat. (2019). 1 in 3 people in the EU reported care responsibilities in 2018. Sótt á ht.pdf/182bca6f-3e23-c913-0dcf-b25f846fa1e2 Giorgi, A. (2009). e descriptive phenomenological method in psychology. Pittsburgh, Pennsylvaníu: Duquesne University Press Grove, S. K., Burns, N. og Gray, J. (ritstjórar). (2013). e practice of nursing research: Appraisal, synthesis, and generation of evidence (7. útgáfa). St. Louis: Elsevier Saunders. Hagstofa Íslands. (2017). Mannöldaspá 2017–2066. Hagtíðindi 102(21), 9. Sótt á https://hagstofa.is/utgafur/nanar-um-utgafu?id=58823 Heilbrigðisráðuneytið. (2019). Heilbrigðisstefna. Stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030. Sótt á https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=879dd726-9e80-11e9-9443-005056bc4d74 Hooyman, N. R., og Kiyak, A. H. (2011). Social gerontology. A multidisciplinary perspective (9. útgáfa). Boston: Pearson Education, Inc., Publishing. Ingibjörg Hjaltadóttir, Kjartan Ólafsson, Árún Sigurðardóttir og Ragnheiður Harpa Arnardóttir. (2019). Heilsa og lifun íbúa fyrir og eir setningu strangari skilyrða fyrir flutningi á hjúkrunarheimili 2007. Læknablaðið 10(105), 432–441. doi:10.17992/lbl.2019.10.251 Johannessen, A., Helvik, A., Engedal, K. og orsen, K. (2017). Experiences and needs of spouses of persons with young‐onset frontotemporal lobe dementia during the progression of the disease. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 31(4), 779–788. doi:10.1111/scs.12397 Landlæknir. (2018). Bið eir hjúkrunarrými. Sótt á https://www.landlaeknir.is/ servlet/file/store93/item34966/Bid_eir_hjukrunarrymi_vefur_160518. pdf Liu, S., Li, C., Shi, Z., Wang, X., Zhou, Y., Liu, S., … og Ji, Y. (2017). Caregiver burden and prevalence of depression, anxiety and sleep disturbances in Alzheimer’s disease caregivers in China. Journal of Clinical Nursing, 26(9–10), 1291–1300. doi:10.1111/jocn.13601 Lopez Hartmann, M., Anthierens, S., Van Assche, E., Welvaert, J., Verhoeven, V., Wens, J. og Remmen, R. (2016). Understanding the experience of adult daughters caring for an ageing parent: A qualitative study. Journal of Clinical Nursing, 25(11–12), 1693–1702. doi:10.1111/jocn.13195 Luichies, I., Goossensen, A. og van der Meide, H. (2019). Caregiving for age-

100

ing parents: A literature review on the experience of adult children. Nursing Ethics, 1–20. doi:10.1177/0969733019881713 Malterud, K. (2001). Qualitative research: Standards, challenges, and guidelines. e Lancet, 358(9280), 483–488. doi:10.1016/S0140-6736(01) 05627-6 Malterud, K. (2012). Systematic text condensation: A strategy for qualitative analysis. Scandinavian Journal of Public Health, 40(8), 795–805. doi:10. 1177/1403494812465030 Malterud, K., Siersma, V. D. og Guassora, A. D. (2016). Sample size in qualitative interview studies. Qualitative Health Research, 26(13), 1753–1760. doi:10.1177/1049732315617444 Metzelthin, S. F., Verbakel, E., Veenstra, M. Y., Van Exel, J., Ambergen, A. W. og Kempen, G. I. (2017). Positive and negative outcomes of informal caregiving at home and in institutionalised long-term care: A cross-sectional study. BMC Geriatrics, 17(1), 232. doi 10.1186/s12877-017-0620-3 Reinhard, S. C., Feinberg, L. F., Choula. R. og Houser, A. (2015). Valuing the invaluable: 2015 Update. Undeniable progress, but big gaps remain: Washingtonborg: AARP Public Policy Institute. Sótt á https://www.aarp.org/ content/dam/aarp/ppi/2015/valuing-the-invaluable-2015-updatenew.pdf Ringer, T. J., Wong-Pack, M., Miller, P., Patterson, C., Marr, S., Misiaszek, B., … og Papaioannou, A. (2020). Understanding the educational and support needs of informal care-givers of people with dementia attending an outpatient geriatric assessment clinic. Ageing and Society, 40(1), 205– 228. doi:https://doi.org/10.1017/S0144686X18000971 Roth, D. L., Brown, S. L., Rhodes, J. D., og Haley, W. E. (2018). Reduced mortality rates among caregivers: Does family caregiving provide a stressbuffering effect? Psychology and Aging, 33(4), 619. doi:10.1037/pag0000224 Schulz, R. og Sherwood, P. (2008). Physical and mental health effects of family caregiving. e American Journal of Nursing, 108(9 Suppl.), 23–27. doi:10.1097/01.NAJ.0000336406.45248.4c Sigurdardottir, S. H., Sundstrom, G., Malmberg, B. og Bravell, M. E. (2012). Needs and care of older people living at home in Iceland. Scandinavian Journal of Public Health, 40(1), 1–9. doi:10.1177/1403494811421976 Silva, A. L., Teixeira, H. J., Teixeira, M. J. C. og Freitas, S. (2013). e needs of informal caregivers of elderly people living at home: An integrative review. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 27(4), 792–803. doi:10. 1111/scs.12019 Starks, H. og Trinidad, S. B. (2007). Choose your method: A comparison of phenomenology, discourse analysis, and grounded theory. Qualitative Health Research, 17(10), 1372–1380. doi:10.1177/1049732307307031 Stucki, B. R. og Mulvey J. (2000). Can aging baby boomers avoid the nursing home? Long term care insurance for aging in place. Washingtonborg: American Council of Life Insurers. Tara Björt Guðbjartsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir. (2019). Þetta var erfiðasta hlutverk sem ég hef fengið: Áhrif alzheimer-sjúkdóms á aðstandendur og reynsla þeirra af þjónustu. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 95(3), 71–79. Vaingankar, J. A., Subramaniam, M., Picco, L., Eng, G. K., Shafie, S., Sambasivam, R., … og Chong, S. A. (2013). Perceived unmet needs of informal caregivers of people with dementia in Singapore. International Psychogeriatrics, 25(10), 1605. doi:10.1017/S1041610213001051 World Medical Association. (2013). World Medical Association Declaration of Helsinki: Ethical principles for medical research involving human subjects. JAMA: Journal of the American Medical Association, 310(20), 2191– 2194. doi:10.1001/jama.2013.281053 Zulkifley, N. H., Manaf, R. A., Ying, L. P. og Ismail, S. (2020). Educational intervention for informal caregiver of person with dementia: A systematic review. Malaysian Journal of Medicine and Health Sciences, 16(1), 325–333. doi:10.1017/S1041610214001045

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein

scientific paper

English Summary Bjarnadóttir, F. S., Thórarinsdóttir, K., Svavarsdóttir, M. H.

What should I do — to whom should i refer? Daughters’ experience of caring for elderly parents: Multifaceted caregiver strain and uncertainty Aim: The elderly population is growing in Iceland, and informal caregivers, spouses or daughters assist about a third of them. In this situation, the relatives can experience a burden, which can negatively affect their physical and mental health. However, research has demonstrated benefits of education and support for relatives. The aim of the study was to explore daughters’ experience of being caregivers of a parent with a functional decline and their need for education.

the first one being difficult information search which showed that it was difficult to access information. The next theme, need for education, counseling and support, revealed that support from family and friends was most helpful. The last theme, navigated information source, described the need for access to health professionals and information in one place. The daughters also expressed need for education and counseling from professionals, which could partly be provided online.

Method: This was a qualitative phenomenological study. Participants were 12 adult daughters of parents who had a functional decline and lived at home. Data was collected with semi–structured individual interviews and analyzed using the systematic text condensation method of Malterud.

Conclusions: The results strongly suggest that the daughters experience psychological, physical, and social distress related to their parents’ care. Furthermore, the daughters had much need for education and counseling as they experienced uncertainty related to being unfamiliar with the formal care system and inaccessible information.

Results: Two main themes emerged. The first theme, multifaceted caregiver strain, was divided into psychological distress, such as anxiety, physical discomfort manifesting in energy deficiency, and limited social participation manifesting in parents assuming assistance. The second main theme, uncertainty, included three themes,

Keywords: Frail elderly, daughters, caregivers, education, wellbeing, burden. Correspondent: bjarnadottirfjola@gmail.com

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 101


Sandra Sif Gunnarsdóttir, Landspítala Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

„Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni“ Reynsla ungra aðstoðardeildarstjóra í hjúkrun af stjórnunarstarfi sínu

Útdráttur Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Ykynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi. Aðferð: Í þessari fyrirbærafræðilegu rannsókn voru tekin 1–2 viðtöl við níu unga aðstoðardeildarstjóra, samtals 12 viðtöl. Niðurstöður: „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni“ er yfirþema rannsóknarinnar og lýsir vel þeim metnaði og krafti sem einkenndi þátttakendur. Meginþemun voru þrjú, „ég sá fleiri kosti út úr þessu en galla“: hvetjandi þættir, „verkefnin eru óteljandi einhvern veginn“: hindrandi þættir og „[Ég] vil vera aðgengileg en þetta er líka truflun“: vegið að samræmi milli einkalífs og vinnu. Þátttakendum fannst mikil tækifæri fólgin í stöðu aðstoðardeildarstjóra, sem þeim fannst skemmtilegt en krefjandi starf. Áberandi var hve litla aðlögun þátttakendur fengu en það olli auknu álagi. Þá skorti verulega stuðning í starfi, hlutverk þeirra var illa skilgreint og tímaskortur mikill. Lítill tími gafst til að sinna verkefnum á vinnutíma vegna skorts á starfsfólki og fjölda verkefna og það varð til þess að þau voru oft unnin heima. Margir þátttakenda greindu frá því að þeir væru að keyra sig út fyrir starfið vegna verkefna sem ekki gefst tími til að sinna. Þátttakendum fannst mikilvægt að hafa jafnvægi milli vinnu og einkalífs, en með togstreitunni sem myndaðist raskaðist það. Sumir urðu fyrir aldursfordómum og að fólk leyfði sér að vera mjög gagnrýnið og jafnvel dónalegt við þá eftir að þeir tóku við stöðu aðstoðardeildarstjóra. Ungu hjúkrunarfræðingunum fannst þeir búa yfir persónueiginleikum sem hjálpuðu þeim að takast á við krefjandi stjórnunarhlutverk en samt var um helmingur þeirra kominn með heilsutengda kvilla, eins og kvíða, of háan blóðþrýsting og kulnun, sem rekja má til álags.

Ályktanir: Mikilvægt er að styðja vel við unga aðstoðardeildarstjóra með góðri aðlögun og skýru hlutverki en jafnframt að hjálpa þeim að takast á við álagið og stuðla að góðri heilsu. Lykilorð: Aðstoðardeildarstjórar í hjúkrun, Y-kynslóð, stuðningur, álag, fyrirbærafræði

Inngangur Heilbrigðiskerfið tekur stöðugum breytingum og á næstu árum má búast við miklum breytingum innan hjúkrunarstéttarinnar (Sherman o.fl., 2015). Gerðar hafa verið kannanir á stöðu hjúkrunar hér á landi í um 75 ár sem sýna stöðugan skort á hjúkrunarfræðingum sem nemur um 20% (Guðbjörg Pálsdóttir o.fl., 2017). Þessi skortur er mikið áhyggjuefni fyrir hjúkrunarstéttina og heilbrigðiskerfið í heild sinni því Ríkisendurskoðun (2017) bendir á í skýrslu sinni að búast megi við frekari skorti á næstu árum þar sem einn fimmti starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi á rétt til töku lífeyris á árinu 2020 (Guðbjörg Pálsdóttir o.fl., 2017). Skortur á hjúkrunarfræðingum er alþjóðlegt vandamál (Buchan o.fl., 2015) en hann getur, ásamt mikilli nýliðun, verið ógn við núverandi kunnáttu og vinnuafl innan hjúkrunar (Christensen o.fl., 2018) en einnig tækifæri fyrir þróun og breytingar (Al Sabei o.fl., 2019). Hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu á Íslandi má skipta í þrjár kynslóðir (Ríkisendurskoðun, 2017): uppgangskynslóðina (e. Baby Boomers), sem er fædd milli 1946 og 1964, X-kynslóðina, sem er fædd milli 1965 og 1979, og Y-kynslóðina,

Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein? Nýjungar: Ungu aðstoðardeildarstjórarnir höfðu mikinn áhuga á krefjandi verkefnum eins og aðstoðardeildarstjórastöðu þótt hlutverkið væri illa skilgreint, álagsmikið og krefðist aðlögunar og mikils stuðnings sem þeir fengu yfirleitt ekki. Jafnvægi milli einkalífs og vinnu raskaðist vegna mikils álags og voru sumir komnir með heilsutengda kvilla og ígrunduðu að hætta í hjúkrun. Hagnýting: Aukin þekking og dýpri skilningur á reynslu aðstoðardeildarstjóranna ætti að nýtast hjúkrunarstjórnendum til þess að veita aðstoðardeildarstjórum markvissari

102

aðlögun og stuðning, skilgreina hlutverk þeirra betur og gæta þess að álagið á þeim sé ekki svo mikið að það raski jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Þekking: Rannsóknin dýpkar þekkingu á reynslu ungra aðstoðardeildarstjóra á Íslandi. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Mikilvægt er að veita ungum aðstoðardeildarstjórum nægan aðlögunartíma og stuðning í starfi, sem og að tryggja að hlutverk þeirra sé skýrt og feli ekki í sér óviðráðanlegt álag.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein sem er fædd milli 1980 og 2000 (Christensen o.fl., 2018; Stanley, 2010). Y-kynslóðin er yngsta kynslóðin sem starfar innan heilbrigðiskerfisins og er kynslóðin sem kemur til með að taka við af reynslumiklum hjúkrunarfræðingum og á sama tíma takast á við fjölmörg krefjandi hlutverk innan hjúkrunar (Sherman o.fl., 2015). Y-kynslóðin er fljót að átta sig á hvar hún getur bætt um betur í leiðtogahlutverkinu með því að efla aðra og stuðla að samvinnu. Þeir sem tilheyra þessari kynslóð hvetja til breytinga og nýsköpunar, en til þess að geta staðið sig vel í hlutverkinu telja þeir mikilvægt að fá góðan stuðning (Sherman o.fl., 2015). Kynslóðirnar eiga margt sameiginlegt og finnst gott að vinna saman (Stevanin o.fl., 2020), en mikilvægt er fyrir Y-kynslóðina að hafa jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem og að fá stuðning og endurgjöf (Anselmo-Witzel o.fl., 2017; Stevanin o.fl., 2020). Þörf er á öflugum leiðtogum til að kalla fram jákvæðar breytingar í heilbrigðiskerfinu (Sherman o.fl., 2015). Að fjárfesta í þróun leiðtogahæfni hjúkrunarfræðinga og veita þeim viðeigandi stuðning og leiðtogafræðslu getur skilað sér í betri hjúkrunarstjórnendum (Hewko o.fl., 2015). Ekki geta þó allir, eða vilja, vera í leiðtogahlutverki eins og aðstoðardeildarstjórastöðu. Yngri hjúkrunarfræðingar vilja að jafnaði frekar taka að sér stjórnunarstöður en þeir sem eldri eru (Haaland o.fl., 2019) og þannig hafa til dæmis hjúkrunarfræðingar með 20 ára starfsreynslu eða meira, minni áhuga á leiðtogahlutverkinu en þeir sem eru með eins árs starfsreynslu (Al Sabei o.fl., 2019). Einnig hafa karlkynshjúkrunarfræðingar meiri áhuga á að taka að sér slíkar stöður en konur (Haaland o.fl., 2019; Karlsen, 2012). Aldur, kyn og menntun ættu þó ekki að vera ráðandi þættir þegar bjóða á hjúkrunarfræðingum leiðtogastarf því þessir þættir segja lítið til um getu þeirra til að vera leiðtogar (Al Sabei o.fl., 2019). Stjórnunarstöðu fylgir mikil ábyrgð og miklar kröfur og millistjórnendur þurfa að fá góðan stuðning til þess að geta stutt aðra en góður stuðningur eykur opin samskipti milli stjórnenda, leiðtoga og starfsmanna (Cabral o.fl., 2019; Chisengantambu o.fl., 2018). Samþætt fræðilegt yfirlit sem beindist að bjargráðum hjúkrunarstjórnenda sýnir að stuðningur frá eigin stofnun er eitt það helsta sem stjórnendur óskuðu sér til að takast á við streitu sem fylgir starfinu (Labrague o.fl., 2018). Hjúkrunarfræðingar hafa almennt lítinn áhuga á stjórnunarstöðum vegna mikils álags og óstöðugleika milli vinnu og einkalífs sem það skapar (Steege o.fl., 2017; Wong o.fl., 2014). Auknar kröfur í störfum stjórnenda og aukið vinnuálag veldur því að stjórnendur finna fyrir aukinni streitu og slíkt getur haft verulega neikvæðar afleiðingar fyrir þá (Labrague o.fl., 2018). Sú reynsla, að ná ekki að ljúka verkefnum sínum vegna álags, getur haft neikvæð áhrif á hvernig hjúkrunarstjórnendur líta á sjálfa sig og á tilfinningalega líðan þeirra (Labrague o.fl., 2018). Ein helsta ástæða þess að hjúkrunarstjórnendur vilja hætta í starfi sínu er óstöðugleiki milli vinnu og einkalífs (Hewko o.fl., 2015), en jafnvægi milli einkalífs og vinnu skiptir Y-kynslóðina miklu máli (Martin og Kallmeyer, 2018). Í íslenskri rannsókn meðal allra íslenskra hjúkrunardeildarstjóra (81% svarhlutfall) (Sigursteinsdottir o.fl., 2020) kemur fram að það sem hjúkrunardeildarstjórar helst óskuðu sér til

scientific paper

að minnka eigið álag var að hafa aðstoðardeildarstjóra sér við hlið. Hafa margir slíkir verið ráðnir en hlutverk þeirra eru fremur óljós og heilsa þeirra hefur ekki verið rannsökuð á Íslandi en ofangreind rannsókn sýnir að helmingur hjúkrunardeildarstjóra var oft undir miklu tímaálagi í vinnunni og andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Þeir lýsa stoðkerfisverkjum frá herðum/öxlum (83% þátttakenda), hálsi/hnakka (81%) og mjóbaki (72%). Álag getur því haft margvísleg neikvæð áhrif á heilsu stjórnenda, en með auknu álagi eykst einnig hættan á persónulegri og vinnutengdri kulnun (Ghislieri o.fl., 2017; Moloney o.fl., 2017). Kulnun er þekkt meðal nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga, reynslumikilla hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarstjórnenda (Al Sabei o.fl., 2019; Boamah og Laschinger, 2016; Hewko o.fl., 2015). Íslensk rannsókn leiðir í ljós að hjúkrunarfræðingar undir 40 ára sýna mun alvarlegri kulnunareinkenni en þeir sem eldri eru (Berglind Harpa Svavarsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir, 2020). Rannsóknarniðurstöður sýna að aukin hætta er á kulnun á fyrstu starfsárum starfsmanns sem og þegar um mikla starfsmannaveltu er að ræða (Boamah og Laschinger, 2016; Wei o.fl., 2018). Starfsánægja er nátengd báðum þessum þáttum og því mikilvægt að beita aðferðum sem stuðla að aukinni starfsánægju hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarstjórnenda (Warshawsky og Havens, 2014). Leiðtogastíll stjórnenda skiptir einnig sköpum í tengslum við líðan starfsmanna og kulnun (Laschinger o.fl., 2015; Laschinger og Fida, 2014). Í kerfisbundnu yfirliti kemur fram að leiðtogastíll hefur mikil áhrif á starfsemi deilda, líðan starfsfólks og velferð sjúklinga. Umbreytandi forystustíll (e. transformational leadership) og leiðandi forystustíll (e. authentic leadership) eru þær stjórnunaraðferðir sem eru áhrifamestar í þáttum sem snúa að aukinni valdeflingu starfsmanna, samvinnu milli starfsmanna, draga úr andlegri streitu og vinnuálagi, draga úr kulnun, auka stuðning og auka framleiðni og skilvirkni (Cummings o.fl., 2018). Síðustu ár hefur þjónandi forysta rutt sér til rúms hér á landi, en margir fræðimenn hafa bent á sterk tengsl þjónandi forystu og umbreytandi forystu (Sigrún Gunnarsdóttir, 2011). Hlutverk stjórnenda í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera skýr til að tryggja öryggi og gæði í heilbrigðisþjónustunni (Duffield o.fl., 2015). Ófullnægjandi undirbúningur og stuðningur þegar tekið er við starfi stjórnanda, tvíræðni í hlutverki, aukið umfang stjórnunar og aukið álag hafa neikvæð áhrif á stjórnendur í heilbrigðiskerfinu (Gunawan o.fl., 2018). Ungir hjúkrunarfræðingar, eða Y-kynslóðin, hafa önnur gildi og styrk á öðrum sviðum en forverar þeirra innan hjúkrunar og eru ekki hræddir við að takast á við krefjandi leiðtogahlutverk (Sherman o.fl., 2015). Engar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á reynslu þeirra af krefjandi leiðtogahlutverki eins og stjórnunarstöðu eftir stutta starfsreynslu í hjúkrun. Tilgangur rannsóknarinnar er að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980– 2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi. Rannsóknarspurningin er: Hver er reynsla ungra aðstoðardeildarstjóra af stjórnunarstarfi sínu?

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 103


sandra sif gunnarsdóttir og sigríður halldórsdóttir

Aðferð Rannsóknaraðferðin sem notuð var til að svara rannsóknarspurningunni nefnist Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði. Fyrirbærafræði er bæði heimspekistefna og eigindleg rannsóknaraðferð (Sigríður Halldórsdóttir, 2016). Með Vancouverskólanum er verið að rannsaka reynslu einstaklinga af einhverju fyrirbæri. Þá er sýn hvers einstaklings á viðkomandi

reynslu það sem skiptir máli; hann sér reynsluna með sínum augum, en sýn hans mótast af fyrri reynslu og túlkun hans á henni. Rannsóknarferlið í Vancouver-skólanum má setja upp í 12 þrep sem leiða rannsakandann áfram í rannsóknarferlinu (tafla 1). Í hverju þrepi er farið í gegnum ákveðna vitræna þætti sem setja má upp sem hringlaga ferli sem farið er í gegnum aftur og aftur, í gegnum allt rannsóknarferlið.

Tafla 1. Tólf meginþrep rannsóknarferils Vancouver-skólans í fyrirbærafræði Lýsing á þrepum

Gert í þessari rannsókn

Þrep 1 Val á samræðufélögum.

Leitast er við að velja þátttakendur sem hafa bæði dæmigerða og ódæmigerða reynslu af fyrirbærinu.

Þátttakendur voru 9 konur á aldrinum 28 til 38 ára. Meðalaldur þeirra var 33 ár.

Þrep 2 Undirbúningur hugans (áður en samræður hefjast).

Fyrirframgefnar hugmyndir ígrundaðar og settar meðvitað til hliðar.

Leitast var við að átta sig á fyrirframgerðum hugmyndum og leggja þær til hliðar eins vel og auðið var.

Þrep 3 Þátttaka í samræðum (gagnasöfnun).

Tekin eru eitt til tvö viðtöl við hvern þátttakanda. Fjöldi þátttakenda er ekki ákveðinn fyrir fram heldur markast það af mettun (e. saturation) hversu marga þátttakendur er rætt við.

Tekið var eitt viðtal við sex þátttakendur og tvö viðtöl við þrjá þátttakendur, samtals 12 viðtöl. Til að spyrja ýtarlegri spurninga var haft samband við fimm þátttakendur aftur.

Þrep 4 Skerpt vitund varðandi hugmyndir og hugtök (formleg gagnagreining hefst).

Unnið er samhliða að gagnasöfnun og gagnagreiningu og gagnagreiningin hefst strax í viðtölunum.

Unnið var samhliða að gagnasöfnun og gagnagreiningu. Hugmyndum var komið í orð, hlustað, lesið, ígrundað.

Þrep 5 Þemagreining.

Rannsakandi les yfir rituð viðtöl og finnur lykilsetningar og merkingu þeirra, greinir síðan í meginþemu og undirþemu.

Við endurtekinn lestur viðtalanna var stöðugt verið að velta fyrir sér og ígrunda hver rauði þráðurinn væri í frásögn hvers og eins. Greint var í meginþemu og undirþemu.

Þrep 6 Smíða greiningarlíkan fyrir hvern þátttakanda.

Að átta sig á heildarmynd reynslu hvers einstaklings. Meginþemu í sögu hvers þátttakanda eru dregin fram og aðalatriðin sett fram í greiningarlíkani fyrir hvern og einn.

Rannsóknargögn um hvern þátttakanda voru ígrunduð og smíðað einstaklingsgreiningarlíkan úr öllum þemum (meginþemum og undirþemum) varðandi þann þátttakanda.

Þrep 7 Staðfesting á hverju greiningarlíkani (niðurstöður um hvern þátttakanda) með hverjum þátttakanda. Staðfesting 1

Í hverju greiningarlíkani felst ákveðin túlkun rannsakanda. Hver þátttakandi er fenginn til að staðfesta þessa túlkun rannsakandans.

Rætt við hvern þátttakenda til að hver og einn staðfesti „sitt“ greiningarlíkan. Samræður og sameiginleg ígrundun.

Þrep 8 Heildargreiningarlíkan er smíðað úr öllum greiningarlíkönunum.

Rannsakandi reynir að átta sig á heildarmyndinni af fyrirbærinu sjálfu, átta sig á hver er sameiginleg reynsla allra þátttakenda og hvað er frábrugðið. Rannsakandi setur fram heildargreiningarlíkan fyrir alla þátttakendur.

Rannsakandandi reyndi að átta sig á heildarmyndinni á fyrirbærinu sjálfu (meginniðurstöður rannsóknarinnar). Öll einstaklingsgreiningarlíkönin voru borin saman og smíðað eitt heildargreiningarlíkan.

Þrep 9 Heildargreiningarlíkanið borið saman við rannsóknargögnin. Staðfesting 2

Rannsakandi ber saman rituðu viðtölin við heildargreiningarlíkanið.

Viðtölin lesin yfir aftur og borin saman við heildargreiningarlíkanið.

Þrep 10 Að velja rannsókninni heiti sem lýsir niðurstöðum í örstuttu máli.

Rannsakandinn setur fram niðurstöðu sína um fyrirbærið í örstuttu máli. Það verður yfirþema rannsóknarinnar.

Niðurstaða rannsakanda um fyrirbærið var: „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni“: Reynsla ungra aðstoðardeildarstjóra í hjúkrun af stjórnunarstarfi sínu.

Þrep 11 Staðfesting á heildargreiningarlíkani og yfirþema með einhverjum þátttakendum. Staðfesting 3

Þróun heildargreiningarlíkans byggist alltaf að einhverju leyti á túlkun rannsakandans. Þessa túlkun er nauðsynlegt að fá staðfesta af einhverjum þátttakendum.

Heildargreiningarlíkanið var kynnt 3 þátttakendum og voru þeir samþykkir því.

Þrep 12 Niðurstöður rannsóknarinnar skrifaðar upp þannig að reynsla þátttakenda komi skýrt fram.

Að skrifa upp niðurstöður rannsóknarinnar. Beinar tilvitnanir í orð allra þátttakenda úr viðtölunum til að reynsla þátttakenda fái að heyrast og auka þannig trúverðugleika niðurstaðna.

Niðurstöðurnar skrifaðar upp með hjálp heildargreiningarlíkansins, vitnað í þátttakendur jafnóðum svo reynsla þeirra komi skýrt fram.

Þrep

104

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein

Þátttakendur Við val á þátttakendum var notað tilgangsúrtak. Þá eru valdir einstaklingar í rannsóknina sem hafa persónulega reynslu eða þekkingu af fyrirbærinu sem á að rannsaka (Sigríður Halldórsdóttir, 2016). Auglýst var eftir þátttakendum í Facebook-hóp, Baklandi hjúkrunarfræðinga, á haustmánuðum 2019 og rannsóknin kynnt í stuttu máli. Þeir sem höfðu áhuga á þátttöku fengu kynningarbréf við komu í fyrsta viðtal. Skilyrði fyrir þátttöku voru að starfa sem aðstoðardeildarstjóri og tilheyra Y-kynslóð, þ.e. vera fædd/ur á árunum 1980–2000. Ekki voru gerðar kröfur um starfsaldur eða lengd starfsreynslu sem aðstoðardeildarstjórar. Alls tóku níu hjúkrunarfræðingar þátt í rannsókninni og störfuðu þeir sem aðstoðardeildarstjórar á misstórum stofnunum á Íslandi. Allir þátttakendur voru konur, fæddar á árunum 1982–1992, útskrifaðar sem hjúkrunarfræðingar á árunum 2008–2019 og með nokkurra mánaða til átta ára reynslu sem stjórnendur.

Gagnasöfnun og gagnagreining Fyrri höfundur tók öll viðtölin, hér eftir nefndur rannsakandi. Þegar byrjað er að safna gögnum í viðtölum byrjar í raun gagnagreiningin. Gagnasöfnun og gagnagreining á sér því stað á sama tíma í ferlinu. Áherslan á gagnasöfnunina er mest fyrst en áherslan á gagnagreininguna eykst eftir því sem líður á rannsóknina. Fjöldi þátttakenda er ekki ákvarðaður fyrir fram þar sem ekki er vitað hversu marga þátttakendur þarf til að ná mettun. Innan Vancouver-skólans er þó mælt með því að hafa að lágmarki 5 þátttakendur eða að minnsta kosti 10 viðtöl. Í þessari rannsókn voru tekin 12 viðtöl en þá var mettun náð. Flest viðtölin voru tekin á skrifstofu rannsakanda, að ósk þátttakenda, en tvö viðtöl voru tekin í gegnum Skype. Viðtölin voru 45–90 mínútur að lengd, meðallengd var um 70 mínútur. Notuð var viðtalsáætlun og var hún miðuð við hálfstöðluð viðtöl. Öll viðtölin voru tekin upp og síðan rituð upp orðrétt og upptökum eftir það eytt. Gögnin voru gerð ópersónugreinanleg með því að breyta nöfnum þátttakenda og staðháttum. Hvert viðtal var kóðað og síðan unnið að meginþemum og undirþemum og úr því búið til greiningarlíkan með þeim áhersluatriðum sem komu fram í viðtalinu. Þegar heildarmynd fékkst af reynslu hvers og eins voru þær bornar saman þar til rannsakandi hafði myndað heildstæða mynd í eigin huga af fyrirbærinu. Litið var á hvern þátttakanda sem tilvik (e. case study) en aðferðin byggist á textagreiningu á einstökum tilvikum (þrep 1–7) og síðan samanburði á tilvikum (þrep 8–12) (sjá töflu 1). Niðurstöðurnar eru dregnar út úr textanum (e. deconstruction) og síðan settar saman í eina heild (e. reconstruction) fyrir heildarkynningu varðandi einstakan þátttakanda og á heildarniðurstöðunum. Í þessu skyni þurfa rannsakendur að nota óhlutbundna hugsun (e. abstract thought processes), einkum rökhugsun, innsæi og hugsæi. Gagnamettun náðist þegar nægilegum gögnum hafði verið safnað saman til að svara rannsóknarspurningunni. Greiningarlíkan þriggja viðtala var borið undir þátttakendur til staðfestingar á túlkun rannsakanda á reynslu

scientific paper

þeirra, en með þessu eykst réttmæti rannsóknarinnar (Sigríður Halldórsdóttir, 2016).

Réttmæti og áreiðanleiki Í Vancouver-skólanum eru ákveðin þrep, einkum 7, 9 og 11, þar sem leitað er staðfestingar þátttakenda, sem ýta undir aukið réttmæti og áreiðanleika. Að mati rannsakenda náðist mettun og því hægt að ganga út frá því að niðurstöðurnar nái utan um fyrirbærið. Farið var eftir öllum þrepum rannsóknarferilsins og ígrundun stunduð í gegnum allt ferlið. Rannsóknardagbók var einnig haldin meðan á ferlinu stóð.

Rannsóknarsiðfræði Staðfesting fékkst frá Vísindasiðanefnd að ekki þyrfti leyfi frá nefndinni til þess að framkvæma rannsóknina. Allir þátttakendur fengu kynningarbréf í upphafi þar sem tilgangi rannsóknarinnar var lýst. Einnig fengu þeir bréf um upplýst samþykki vegna þátttöku og var greint frá því að þeim væri frjálst að hætta þátttöku hvenær sem er í ferlinu án útskýringa og að nafnleyndar væri gætt.

Niðurstöður Leiðin að aðstoðardeildarstjórastarfinu var með misjöfnum hætti; sex þátttakendur sóttu um stöðuna sjálfir en þrír fengu boð yfirmanns um að taka við henni. Yfirþema rannsóknarinnar (mynd 1): „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni,“ var fengið frá einum viðmælanda og lýsir vel þeim metnaði og krafti sem einkenndi þátttakendur. Það lýsir einnig hvernig hvetjandi og hindrandi þættir starfsins tengjast. Allir þátttakendur lýstu svipuðum atriðum, og þessi lýsing var eins og rauður þráður í gegnum öll viðtölin. Þeir lýstu persónueiginleikum sem einkenndust af miklum áhuga, jákvæðni, bjartsýni, forvitni, krafti og þörfum til þess að fást við krefjandi verkefni, auk aðlögunarhæfni til að taka því sem starfið færði þeim og gera það besta úr stöðunni. Voru þeir sammála um að það að vera ungur stjórnandi væri skemmtilegt en krefjandi og ábyrgðarmikið hlutverk sem þarf svolítið að slípast í. Reynslu þátttakendanna var lýst í gegnum þrjú meginþemu sem sýna í hnotskurn hvernig reynsla það var fyrir þátttakendur að vera ungur aðstoðardeildarstjóri í hjúkrun: „Ég sá fleiri kosti út úr þessu en galla“ sem lýsir þeim hvetjandi þáttum sem þátttakendur lýstu varðandi starf sitt; „verkefnin eru óteljandi einhvern veginn“ sem lýsir í hnotskurn þeim hindrandi þáttum sem þátttakendur greindu frá; og „[Ég] vil vera aðgengileg en þetta er líka truflun“ sem lýsir því hvernig of mikið vinnuálag vegur að samræmi milli einkalífs og vinnu (sjá nánar á mynd 1 á næstu blaðsíðu).

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 105


sandra sif gunnarsdóttir og sigríður halldórsdóttir Aukin tækifæri „Ég sá fleiri kosti út úr þessu en galla“ — Hvetjandi þættir

Áhrif launa Mikilvægi stuðnings Tækifæri til starfsþróunar

„Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni“

Mikið álag „Verkefnin eru óteljandi einhvern veginn“ — Hindrandi þættir

Lítill stuðningur og skortur á aðlögun Álag vegna mönnunarvanda Aldursfordómar

Aukið aðgengi „Vil vera aðgengileg en þetta er líka truflun“ — Samræmi milli einkalífs og vinnu

Álag vegna vaktavinnu og óunninna verkefna Bjargráð

Mynd 1. Heildargreiningarlíkan, yfirlit yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar

Hvetjandi þættir: „Ég sá fleiri kosti út úr þessu en galla“ Allir þátttakendur rannsóknarinnar lýstu mikilli ánægju og þakklæti yfir að hafa fengið tækifæri til að taka að sér það viðamikla og krefjandi hlutverk sem þeim fannst starf aðstoðardeildarstjóra vera. Hvetjandi þáttum í reynslu þátttakenda mátti skipta í fjögur undirþemun: aukin tækifæri, áhrif launa, mikilvægi stuðnings og tækifæri til starfsþróunar.

Aukin tækifæri Þátttakendur lýstu starfinu sem skemmtilegu en á sama tíma mjög krefjandi. Þeir sáu mörg tækifæri felast í starfinu fyrir persónulegan og faglegan þroska eða litu jafnvel á það sem eins konar stökkpall í starfsferli sínum. Sara sagði: „Fyrir mér er þetta toppurinn, gæti ekki verið betra.“ Una sá aftur á móti aðra hvetjandi þætti við stjórnunarstarfið: „Mér fannst spennandi að vera stjórnandi, millistjórnandi, og mér fannst líka spennandi að vera bara 8–16 mánudaga til föstudaga.“ Fleiri þátttakendur voru sammála þessu: með dagvinnu skapaðist meira svigrúm til þess að taka þátt í allri starfsemi deildarinnar og vera í meiri tengslum við samstarfsfólk auk þess sem auðveldara var að hafa yfirsýn yfir starfsemi deildarinnar. Guðrún komst svo að orði: „Mér fannst bara æðislega gaman að fá þetta starf, mig langaði líka að vera partur af deildarstjórateyminu … það er rosa flottur deildarstjóri á deildinni.“

Áhrif launa Hjá þeim sem enn voru í vaktavinnu varð launahækkunin töluverð og voru því laun hvetjandi þáttur í starfi þar sem álag var mikið. Laun höfðu þó ekki afgerandi áhrif á það hvort þátt-

106

takendur sóttu um aðstoðardeildarstjórastarf eða ekki og skiptist það nokkuð jafnt hvort laun voru hvetjandi þáttur eða ekki. Þeir sem fóru yfir í dagvinnu töluðu um að heildarlaunin væru þau sömu eða jafnvel lægri en áður þar sem vaktaálag og yfirvinna var ekki lengur í boði. Þeim fannst laun því ekki endurspegla þá álagsaukningu sem varð í nýju starfi. Þóra sagði að með tímanum hefðu launin skipt minna máli og að hún sjálf myndi í dag velja sér verr launað starf í skiptum fyrir minna áreiti.

Mikilvægi stuðnings Stuðningur var hvetjandi þáttur sem kom fram hjá öllum þátttakendum. Þeir sem fengu mikinn stuðning í starfi töldu það hafa jákvæð áhrif á starfsánægju sína. Stuðningurinn var mismikill af hálfu yfirmanna, en flestir sögðu frá auknum stuðningi eftir því sem leið á starfstímann. Stuðningur frá samstarfsfólki kom fram hjá flestum en var jafnframt sá stuðningur sem hafði mikið persónulegt gildi fyrir aðstoðardeildarstjórana. Í upphafi fannst þeim oft og tíðum að þeir þyrftu að sanna sig í starfi og vinna sér inn traust og álit samstarfsfólks.

Tækifæri til starfsþróunar Markmið aðstoðardeildarstjóranna voru ólík, en öllum fannst starfið vera mjög lærdómsríkt og hvetjandi. Tækifæri til starfsþróunar skipti einna mestu máli. Slík tækifæri jukust í nýju starfi og ýttu undir áhuga þeirra til þess að þróast í starfi og vilja til þess að vinna áfram hjá stofnuninni. Þeir sem ekki fengu tækifæri til starfsþróunar lýstu ákveðnum vonbrigðum því ný staða gaf þeim von um aukna starfsþróun sem svo stóðst ekki. Voru þeir farnir að huga að starfi annars staðar vegna þessa.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein

scientific paper

Lítill stuðningur og skortur á aðlögun

Hindrandi þættir: „Verkefnin eru óteljandi einhvern veginn“ Verkefni aðstoðardeildarstjóranna voru margvísleg, svo sem að sinna umbótaverkefnum, nemamálum og almennum verkefnum á deildum ásamt flóknum starfsmannamálum. Flestir voru með mörg verkefni sem snéru að daglegri starfsemi deildanna til viðbótar við klínískt starf, meðan aðrir höfðu lítið svigrúm til annars en að sinna klínísku starfi. Mikið álag kom fram hjá öllum þátttakendum sem þeim þótti bæði neikvætt og jákvætt. Það var jákvætt að fá öll þau tækifæri sem fylgja starfinu en það var farið að hafa neikvæðar afleiðingar. Þessum hindrandi þáttum má skipta í eftirfarandi fjögur undirþemu: mikið álag, lítill stuðningur og skortur á aðlögun, álag vegna mönnunarvanda og aldursfordómar.

Mikið álag Reynsluleysi aðstoðardeildarstjóranna virtist ekki vera hindrun fyrir því að vilja takast á við ný viðfangsefni. Þessi mikli kraftur hafði þó ekki aðeins jákvæð áhrif á aðstoðardeildarstjórana ungu heldur var hann einnig ógn við heilsu þeirra. Um helmingur þátttakenda var kominn með heilsufarsvandamál þrátt fyrir stuttan starfsaldur og mátti rekja það til álags. Lilja sagði: „Maður getur ekki verið ofur í öllu.“ Tveir þátttakendur höfðu veikst vegna langvarandi streitu, annar þeirra á rannsóknartímanum. Um helmingur þátttakenda var kominn með heilsutengda kvilla, eins og kvíða, of háan blóðþrýsting og kulnun, sem rekja mátti til of mikils álags. Allt í einu var búið að kippa undan einum þátttakanda fótunum og var hann kominn í annað hlutverk sem hann hafði aldrei grunað að hann myndi lenda í: „Guð, er ég sjúklingur, nei ég get ekki verið sjúklingur … ég er hjúkrunarfræðingur, en hjúkrunarfræðingar eru víst manneskjur líka.“ Eftir aðeins nokkur ár í hjúkrun voru batteríin búin. Tveir þátttakendur höfðu orðið fyrir áföllum í einkalífinu sem ekki var búið að vinna úr. Margir þátttakenda sögðust vera að keyra sig út fyrir starfið vegna verkefna sem ekki gafst tími til að sinna og þeirri togstreitu sem hafði myndast: „Ég er að reyna að sanna mig og reyna að standa mig svo rosalega vel.“ Álagið heldur áfram að aukast: „Það er líka svolítið þannig að duglegir starfsmenn á stofnuninni eru verðlaunaðir með fleiri verkefnum.“ Lilja sagði mikilvægt að læra að forgangsraða verkefnum áður en maður drukknar: „Verkefnin eru óteljandi einhvern veginn.“ Álagið er ekki alfarið tengt tímaskorti, manneklu og mörgum verkefnum, heldur einnig miklum kröfum á sjálfan sig og auknum kröfum í samfélaginu um að standa sig vel í öllum hlutverkum, bæði heima og í vinnu. Þannig sagði Lilja: „Álagið er samt miklu meira en mig hefði grunað, bara að vera aðstoðardeildarstjóri, ég væri alveg stundum til í að fara heim og ég er bara búin með vinnuna mína og á morgun er nýr dagur.“ Flestir voru sammála um að álagið væri mun meira en þeir héldu áður en þeir tóku við starfinu.

Þátttakendur rannsóknarinnar lýstu því að stuðningur í nýju starfi skipti miklu máli fyrir vellíðan og velgengni í nýju hlutverki. „Mig vantaði markþjálfa svolítið til þess að leiðbeina mér“ í þessu nýja hlutverki, sagði Guðrún. Aðeins einn þátttakandi sagðist hafa fengið góða aðlögun í starfi, en taldi þó aðlögun sína hafa getað verið fastmótaðri. Minnst var aðlögunin hjá þeim sem fóru inn í nýtt starf án þess að taka við af öðrum aðstoðardeildarstjóra, en lítil aðlögun var hjá þeim sem tóku við starfi þar sem deildarstjórinn var sjálfur nýr í starfi, sem og hjá þeim sem voru að taka við starfi aðstoðardeildarstjóra á deild sem þeir höfðu unnið á í einhvern tíma. Mestur stuðningur var við þá sem komu inn á nýja deild. Þegar þátttakendur voru spurðir um tillögur til úrbóta svöruðu þeir því einróma að standa mætti betur að aðlögun þar sem ákveðinn tími væri gefinn fyrir aðlögunarferlið og á sama tíma ekki gert ráð fyrir viðkomandi í mönnun á deild. Einnig að reynt væri að útvega nýjum stjórnendum utanaðkomandi stuðning, til dæmis með handleiðslu.

Álag vegna mönnunarvanda Mönnunarvandi lendir mikið á stjórnendum og reynist vegna þessa erfitt að ákveða tíma fyrir sérverkefni eða að sá tími sem búið var að ákveða fór í vaskinn vegna manneklu. Einn þátttakandi lýsti miklum mönnunarvanda á sinni deild þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Margir erlendir starfsmenn störfuðu á deildinni en það gerði samskiptin oft og tíðum meira krefjandi og var stuðningur stofnunar hans varðandi fjölmenningu lítill. Mannekla hafði misjöfn áhrif á vinnutíma; þeir sem unnu dagvinnu þurftu síður að taka óvæntar aukavaktir heldur en þeir sem voru í vaktavinnu. Mönnunarvandi snéri einnig að því að halda í það fólk sem nú þegar starfaði á deildinni og lýstu aðstoðardeildarstjórarnir því flókna samspili sem þörf er á til að halda í gott starfsfólk. Þátttakendur greindu frá miklu álagi sem fylgdi þeirri ábyrgð að manna allar vaktir og ef enginn fékkst til þess að koma þyrftu þeir að mæta á vaktina. Þóra nefndi: „Ég fæ eiginlega alltaf samviskubit ef ég segi nei við að koma á vakt,“ en henni fannst hún vera tilneydd til þess að koma á vaktina. Tveir þátttakendur voru með skilgreindar prósentur í ákveðnum verkefnum. Vinna við vaktaskýrslur var það verkefni sem vó þyngst hvað varðar álag og tíma, en flestir þátttakendur rannsóknarinnar voru sammála um að tíma þeirra væri betur varið í önnur verkefni og að auðveldlega væri hægt að koma vaktaskýrslunni í hendur annarra starfsmanna, til að mynda sérstakra vaktasmiða.

Aldursfordómar Í fyrstu áttu sumir samstarfsmenn erfitt með hugmyndina um nýjan yfirmann. Þóra sagði til dæmis: „Sumum fannst þetta fáranlegt, mjög erfið tilhugsun að vita til þess að ég ætti að vera yfirmaður … því ég var bæði ung sjálf og náttúrlega ungur hjúkrunarfræðingur.“ Þrír þátttakendur fundu fyrir aldursfor-

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 107


sandra sif gunnarsdóttir og sigríður halldórsdóttir dómum. Allir þátttakendur töldu að til þess að vera stjórnandi þyrfti að vera með breitt bak og læra að taka gagnrýni ekki inn á sig. Flestir fundu að fólk leyfði sér að vera mjög gagnrýnið og jafnvel dónalegt við þá eftir að þeir tóku við stöðu aðstoðardeildarstjóra. Lilja nefndi dæmi: Það skrítnasta sem ég lenti í var að ég var að labba upp stiga og það voru tvær sem hneigðu sig fyrir mér [hæðnislega] og ávörpuðu mig með titlinum. Þetta kom mér svo á óvart … ég upplifði aldrei að ég væri komin í æðri stöðu heldur bara í annars konar stöðu.

við þá breytingu þar sem eigin tími minnkaði og erfiðara var að búa til rými fyrir frí með því að þjappa vöktum, til viðbótar við launalækkun.

Bjargráð Nær allir þátttakendur lýstu bjargráðum, eins og jóga, slökun og ýmiss konar hreyfingu, sem hjálpuðu þeim að takast á við krefjandi verkefni, álag og hefur styrkt þeirra eigin heilsu. Einnig að setja mörk varðandi vinnu heima, loka á tilkynningar og sleppa því að kíkja á vinnupóstinn á kvöldin og um helgar. Sumir höfðu einnig fengið stuðning frá sérhæfðum teymum eða markþjálfa til að hjálpa sér við að setja þessi mörk.

Samræmi milli einkalífs og vinnu: „Vil vera aðgengileg en þetta er líka truflun“ Flestir þátttakendur lýstu erfiðleikum með að samræma einkalíf og vinnu, hvort sem það voru óbein áhrif vinnunnar á heimilislífið eða að vera með hugann við vinnuna heima og jafnvel taka vinnuna með sér heim vegna þess að þeir höfðu ekki tíma til að ljúka fjölmörgum verkefnum sínum á vinnutíma. Þetta aukna álag þýddi að þátttendur þurftu að koma sér upp góðum bjargráðum. Þáttum þessa meginþema var skipt í eftirfarandi þrjú undirþemu: aukið aðgengi, álag vegna vaktavinnu og óunninna verkefna, og bjargráð.

Aukið aðgengi Flestum þótti aukið aðgengi óþægilegt og vildu að línan milli einkalífs og vinnu væri skýrari. Að vera ungur stjórnandi gerir þessa línu oft óskýrari en ella þar sem vilji til að vera aðgengilegur starfsfólki er mikill. Sara sagði frá því að henni þætti gott að vera aðgengileg starfsfólki deildarinnar og fyndist ákveðin viðurkenning felast í því að fólk gæti og vildi leita til hennar. Samfélagsmiðlar höfðu einnig jákvæð áhrif í upplýsingagjöf og í samskiptum við samstarfsfólk en með aukinni tæknivæðingu hefur aðgengi að stjórnendum aukist og auðveldara er að senda skilaboð í gegnum samfélagsmiðla öllum stundum.

Álag vegna vaktavinnu og óunninna verkefna Margir þátttakendur voru með hugann við vinnuna heima og var það þá oftast tengt óunnum verkefnum. Guðrún nefndi mikinn tímaskort sem yrði til þess að hún þyrfti að sinna verkefnum heima. Hún var tilbúin til þess að leggja mikið af mörkum til þess að ná langt í starfi, en var farin að finna fyrir neikvæðum áhrifum þess að vinna mikið heima til viðbótar við fullt starf á sinni deild. Þóra vann hluta af vinnuskyldu sinni heima og fannst sveigjanleikinn að mörgu leyti góður. Aftur á móti væri hún til í að hafa meira svigrúm á deildinni til þess að sinna þessum verkefnum. Skilin milli vinnu og einkalífs urðu með þessu óljós. Að ná því að sleppa tökum á vinnunni þegar heim var komið minnkaði álagið og jók jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Þeir sem voru í dagvinnu lýstu mikilli breytingu varðandi fjölskyldulífið: auðveldara var að samræma einkalíf og vinnu og meiri tími gafst með börnum og maka. Aftur á móti fannst þátttakendum ekki allt jákvætt

108

Umræður Ungu hjúkrunarfræðingunum fannst þeir búa yfir persónueiginleikum sem hjálpuðu þeim að takast á við krefjandi stjórnunarhlutverk en samt var um helmingur þeirra kominn með heilsutengda kvilla, eins og kvíða, of háan blóðþrýsting og kulnun, sem rekja má til álags. Þeir vilja takast á við krefjandi verkefni eins og stjórnunarstöðu og vilja gera það vel og það kemur heim og saman við rannsóknarniðurstöður Haaland og félaga (2019). Þeir eru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir starfið sem niðurstöðurnar sýna því miður að hefur tekið sinn toll af heilsu þeirra. Má segja að þeir séu farnir að fórna eigin heilsu fyrir starf sitt. Í fyrri rannsóknum hefur komið fram að reynslumeiri hjúkrunarfræðingar vilja síður taka að sér stjórnunarstöður (Al Sabei o.fl., 2019). Athyglisvert er að skoða nánar af hverju svo er. Getur verið að það sé einmitt vegna þess að reynslan hefur sýnt þeim hvað er fólgið í starfi stjórnandans og að það sé ekki þess virði að taka við slíkri stöðu? Því fæst ekki svarað hér og nú, en vert væri að rannsaka það nánar. Stöðug framþróun innan heilbrigðisvísinda og hækkandi aldur landans eykur þær kröfur sem gerðar eru til heilbrigðisstarfsfólks og eykur vinnuálag þeirra. Ungir hjúkrunarfræðingar eru vel til þess fallnir að takast á við kröfur (Al Sabei o.fl., 2019), en passa þarf upp á að þeir fari ekki fram úr sér. Hlutverk aðstoðardeildarstjóra er greinilega álagsmikið og starfslýsing þarf því að vera hnitmiðuð og skýr. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að aðstoðardeildarstjórarnir vissu ekki hver hlutverk þeirra voru og til hvers var ætlast af þeim. Þetta skapar mikla óvissu fyrir einstaklinginn sjálfan en einnig fyrir samstarfsmenn og viðkomandi stofnun. Það sást vel meðal þátttakenda að þeir horfðu jákvæðum augum á stjórnunarstarfið í heild sinni og sáu það sem mikið tækifæri fyrir faglegan og persónulegan þroska. Þeir sáu kosti sína en stuðningur skipti þá miklu máli, og er það í takt við niðurstöður annarra rannsókna (Baker Rosa og Hastings, 2018; Sherman o.fl., 2015). Mikilvægt er að átta sig á mun kynslóðanna til að koma til móts við þarfir þeirra. Á sama tíma er þó mikilvægt að einangra ekki kynslóðirnar heldur tengja þær saman (Stevanin o.fl., 2020). Mikið hefur verið rætt um mönnunarvanda innan heilbrigðiskerfisins og komu þátttakendur einnig inn á hann.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein Mannekla meðal hjúkrunarfræðinga er ekki ný af nálinni (Guðbjörg Pálsdóttir o.fl., 2017). Fram kom hjá þátttakendum að þeir fundu að mikið álag væri á stjórnendunum við að manna daglegar vaktir og að þeir stökkva til þegar starfsfólk vantar, og vinna þá jafnvel langt umfram fulla vinnuskyldu því það að manna allar vaktir er á ábyrgð stjórnenda. Ábyrgð deildarstjóra er mikil en aðstoðardeildarstjórunum fannst að þeir bæru þessa ábyrgð með þeim og vegna skorts á hjúkrunarfræðingum næðu þeir ekki að sinna þeim verkefnum sem væru á ábyrgð þeirra. Mikilvægt er að rannsaka frekar reynslu stjórnenda af störfum þeirra, álagi og ábyrgð. Það getur falist mikill ávinningur í því að styðja vel við nýja stjórnendur (Hewko o.fl., 2015) eins og þátttakendur ítrekuðu. Einnig kom fram mikilvægi góðra bjargráða. Bjargráð gátu verið af mismunandi toga, eins og jóga, líkamsrækt, handleiðsla, að setja mörk varðandi vinnu heima og margt fleira, en það að ná að sleppa tökum á vinnunni þegar heim er komið minnkaði álag og jók jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Ef áhersla væri lögð á það innan stofnana að kenna nýju starfsfólki mismunandi bjargráð mætti ef til vill koma í veg fyrir of mikið álag og álagstengd einkenni starfsmanna. Seigla hjúkrunarfræðinga dregur úr vinnutengdu álagi og kulnun (Kester og Wei, 2018), en rannsókn Leng og samstarfsmanna (2020) sýnir að hjúkrunarfræðingar undir 45 ára og með minna en 6–10 ára reynslu hafa minni seiglu en þeir sem eldri og reyndari eru. Mikilvægt er að átta sig á þessum mun og reyna að beita aðferðum til þess að minnka álag í starfi ungra hjúkrunarfræðinga og auka seiglu þeirra.

Styrkur og takmarkanir rannsóknar Niðurstöður rannsóknarinnar dýpka skilning á þeirri reynslu að vera aðstoðardeildarstjóri en segja aðeins til um reynslu þátttakenda og segja því ekki til um reynslu allra ungra aðstoðardeildarstjóra á Íslandi. Þær gefa þó dýpri skilning á reynslu þeirra þar sem ákveðinn rauður þráður var í gegnum öll viðtölin en alltaf verður að gera ráð fyrir valskekkju. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir hér á landi um þetta efni og auka því niðurstöðurnar þekkingu okkar á reynslu ungra aðstoðardeildarstjóra af stjórnunarstarfi sínu.

Ályktanir Mikilvægt er að styðja vel við aðstoðardeildarstjóra með góðri aðlögun og skýru hlutverki en jafnframt að aðstoða þá við að koma sér upp góðum bjargráðum til þess að minnka álag og stuðla að góðri heilsu. Þátttakendur rannsóknarinnar lýstu starfi aðstoðardeildarstjóra sem starfi sem býr yfir mörgum og spennandi tækifærum sem gera þarf sýnilegri. Þörf er á frekari rannsóknum á sýn ungra hjúkrunarfræðinga í aðstoðardeildarstjórastöðu til að fá betri mynd af reynslu þeirra. Heilbrigðiskerfið tekur stöðugum breytingum, meðal annars vegna aukinnar tækni og meiri hraða sem og vegna breyttra þarfa sjúklinga. Einnig breytast gildi og viðmið heilbrigðisstarfsmanna. Því er mikilvægt að afla þekkingar um reynslu

scientific paper

þeirra sem eru aðstoðardeildarstjórar og tilheyra Y-kynslóðinni til að hægt sé að veita viðeigandi stuðning í starfi og tryggja að hver eisntaklingur geti vaxið og dafnað í krefjandi og síbreytilegu starfi aðstoðardeildarstjóra. Hér eru mörg sóknarfærin til að gera góða hluti enn betri.

Þakkir Sérstakar þakkir fá ungu aðstoðardeildarstjórarnir sem voru tilbúnir til þess að deila reynslu sinni við gerð þessarar rannsóknar. Einnig fær Landspítali þakkir fyrir sveigjanleika og stuðning við gerð rannsóknarinnar, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir veittan styrk og dr. Finnur Friðriksson fyrir yfirlestur.

Heimildir Al Sabei, S. D., Ross, A. M. og Lee, C. S. (2019). Factors influencing nurses’ willingness to lead. Journal of Nursing Management, 27(2), 278–285. doi:10.1111/jonm.12698 Anselmo-Witzel, S., Orshan, S. A., Heitner, K. L. og Bachand, J. (2017). Are generation Y nurses satisfied on the job?: Understanding their lived experiences. Journal of Nursing Administration, 47(4), 232–237. doi:10. 1097/nna.0000000000000470 Baker Rosa, N. M. og Hastings, S. O. (2018). Managing millennials: Looking beyond generational stereotypes. Journal of Organizational Change Management, 31(4), 920–930. doi:10.1108/JOCM-10-2015-0193 Berglind Harpa Svavarsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir. (2020). Streita, kulnun og bjargráð á meðal hjúkrunarfræðinga á bráðalegudeildum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 96(1), 68–75. Boamah, S. A. og Laschinger, H. K. S. (2016). The influence of areas of worklife fit and work-life interference on burnout and turnover intentions among new graduate nurses. Journal of Nursing Management, 24(2), E164–E174. doi:10.1111/jonm.12318 Buchan, J., Duffield, C. og Jordan, A. (2015). ‘Solving’ nursing shortages: Do we need a new agenda? Journal of Nursing Management, 23(5), 543–545. doi:10.1111/jonm.12315 Cabral, A., Oram, C. og Allum, S. (2019). Developing nursing leadership talent: Views from the NHS nursing leadership for south-east England. Journal of Nursing Management, 27(1), 75–83. doi:10.1111/jonm.12650 Chisengantambu, C., Robinson, G. M. og Evans, N. (2018). Nurse managers and the sandwich support model. Journal of Nursing Management, 26(2), 192–199. doi:10.1111/jonm.12534 Christensen, S. S., Wilson, B. L. og Edelman, L. S. (2018). Can I relate?: A review and guide for nurse managers in leading generations. Journal of Nursing Management, 26(6), 689–695. doi:10.1111/jonm.12601 Cummings, G. G., Tate, K., Lee, S., Wong, C. A., Paananen, T., Micaroni, S. P. M. og Chatterjee, G. E. (2018). Leadership styles and outcome patterns for the nursing workforce and work environment: A systematic review. International Journal of Nursing Studies, 85, 19–60. doi:10.1016/j.ijnurstu. 2018.04.016 Duffield, C. M., Roche, M. A., Dimitrelis, S., Homer, C. og Buchan, J. (2015). Instability in patient and nurse characteristics, unit complexity and patient and system outcomes. Journal of Advanced Nursing, 71(6), 1288– 1298. doi:10.1111/jan.12597 Ghislieri, C., Gatti, P., Molino, M. og Cortese, C. G. (2017). Work–family conflict and enrichment in nurses: Between job demands, perceived organisational support and work–family backlash. Journal of Nursing Management, 25(1), 65–75. doi:10.1111/jonm.12442 Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason og Helga Ólafs. (2017). Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa! Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga. Sótt á https://www.hjukrun.is/library/Skrar-NeW/utgefid-efni/Skyrslur/ Vinnumarkadur_hjukrunarfraedinga.pdf

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 109


sandra sif gunnarsdóttir og sigríður halldórsdóttir Gunawan, J., Aungsuroch, Y. og Fisher, M. L. (2018). Factors contributing to managerial competence of first‐line nurse managers: A systematic review. International Journal of Nursing Practice, 24(1), 1–12. doi:10.1111/ijn. 12611 Haaland, G. H., Olsen, E. og Mikkelsen, A. (2019). Making a career in hospitals: Determinants of registered nurses’ aspirations to become a manager. Journal of Advanced Nursing, 75(11), 2506–2515. doi:10.1111/jan. 14002 Hewko, S. J., Brown, P., Fraser, K. D., Wong, C. A. og Cummings, G. G. (2015). Factors influencing nurse managers’ intent to stay or leave: A quantitative analysis. Journal of Nursing Management, 23(8), 1058–1066. doi:10.1111/jonm.12252 Karlsen, H. (2012). Gender and ethnic differences in occupational positions and earnings among nurses and engineers in Norway: Identical educational choices, unequal outcomes. Work, Employment and Society, 26(2), 278–295. doi:10.1177/0950017011432907 Kester, K. og Wei, H. (2018). Building nurse resilience. Nursing Management, 49(6), 42–45. doi: 10.1097/01.NUMA.0000533768.28005.36 Labrague, L. J., McEnroe-Petitte, D. M., Leocadio, M. C., Bogaert, P. V. og Cummings, G. G. (2018). Stress and ways of coping among nurse managers: An integrative review. Journal of Clinical Nursing, 7–8, 1346–1359. doi:10.1111/jocn.14165 Laschinger, H. K. S., Borgogni, L., Consiglio, C. og Read, E. (2015). The effects of authentic leadership, six areas of worklife, and occupational coping self-efficacy on new graduate nurses’ burnout and mental health: A cross-sectional study. International Journal of Nursing Studies, 52(6), 1080–1089. doi:10.1016/j.ijnurstu.2015.03.002 Laschinger, H. K. S. og Fida, R. (2014). New nurses burnout and workplace wellbeing: The influence of authentic leadership and psychological capital. Burnout Research, 1(1), 19–28. doi:10.1016/j.burn.2014.03.002 Leng, M., Xiu, H., Yu, P., Feng, J., Wei, Y., Cui, Y., … Wei, H. (2020). Current state and influencing factors of nurse resilience and perceived job-related stressors. The Journal of Continuing Education in Nursing, 51(3), 132– 137. doi: 10.3928/00220124-20200216-08 Martin, E. R. og Kallmeyer, R. (2018). Strategies to recruit the next generation of nursing leadership talent. The Journal of Nursing Administration, 48(7/8), 368–374. doi:10.1097/NNA.0000000000000631 Moloney, W., Boxall, P., Parsons, M. og Cheung, G. (2017). Factors predicting registered nurses’ intentions to leave their organization and profession: A job demands‐resources framework. Journal of Advanced Nursing, 74(4), 864–875. doi:10.1111/jan.13497 Ríkisendurskoðun. (2017). Hjúkrunarfræðingar: Mönnun, menntun og starfsumhverfi. Sótt á https://rikisendurskodun.is/wp-content/uploads/2017/ 10/SU-Hjukrunarfraedingar_Monnun_menntun_og_starfsumhverfi.pdf Sherman, R. O., Saifman, H., Schwartz, R. C. og Schwartz, C. L. (2015). Factors that lead Generation Y nurses to consider or reject nurse leader roles. NursingPlus Open, 1, 5–10. doi:10.1016/j.npls.2015.05.001 Sigríður Halldórsdóttir. (2016). Fyrirbærafræði sem rannsóknaraðferð. Í Sigríður Halldórsdóttir, Handbók í aðferðafræði (2. útgáfa) (bls. 281– 297). Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Sigrún Gunnarsdóttir. (2011). Hugmyndafræði þjónandi forystu. Glíman, 8, 245–262. Sigursteinsdottir, H., Skuladottir, H., Agnarsdottir, T. og Halldorsdottir, S. (2020). Stressful factors in the working environment, lack of adequate sleep, and musculoskeletal pain among nursing unit managers. International Journal of Environmental Research and Public Health, 17(2), 673. doi:10.3390/ijerph17020673 Stanley, D. (2010). Multigenerational workforce issues and their implications for leadership in nursing. Journal of Nursing Management, 18(7), 846– 852. doi:10.1111/j.1365-2834.2010.01158.x Steege, L. M., Pinekenstein, B. J., Knudsen, É. A. og Rainbow, J. G. (2017). Exploring nurse leader fatigue: A mixed methods study. Journal of Nursing Management, 25(4), 276–286. doi:10.1111/jonm.12464 Stevanin, S., Voutilainen, A., Bressan, V., Vehviläinen-Julkunen, K., Rosolen V. og Kvist T. (2020). Nurses’ generational differences related to work-

110

place and leadership in two European countries. Western Journal of Nursing Research, 42(1), 14–23. doi:10.1177/0193945919838604 Warshawsky, N. E. og Havens, D. S. (2014). Nurse manager job satisfaction and intent to leave. Nursing Economics, 32(1), 32-39. Wei, H., Roberts, P., Strickler, J. og Corbett, R. W. (2018). Nurse leaders’ strategies to foster nurse resilience. Journal of Nursing Management, 27(4), 681–687. doi:10.1111/jonm.12736 Wong, C. A., Laschinger, H. K. S. og Cziraki, K. (2014). The role of incentives in nurses’ aspirations to management roles. Journal of Nursing Administration, 44(6), 362–367. doi:10.1097/NNA.0000000000000082

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein

scientific paper

English Summary Gunnarsdottir, S. S., Halldorsdottir, S.

“I somehow have the ambition to the maximum” Young assistant nurse managers’ experience of management practice Aim: The purpose of the study was to increase knowledge and deepen understanding of the experience of young assistant nurse managers that belong to the Y-generation (born 1980–2000), of their management work. Method: In this phenomenological study nine young assistant nurse managers were interviewed once or twice, in total of 12 interviews. Results: “I somehow have the ambition to the maximum” is the overarching theme of the study and describes well the energized ambition that characterized the participants. There were three main themes, “I saw more advantages than disadvantages”: motivating factors, “projects are innumerable somehow”: hindering factors and “I want to be accessible, but this is also a distraction”: compromized privacy. Participants experienced great opportunities in being assistant nurse managers, which they found an enjoyable role but also challenging and stressful. Their roles were poorly defined and it was noticeable how little job integration and support they received, which increased their stress. Many participants were beginning to feel exhausted because of the numerous

tasks they were responsible for and were not given enough time during working-hours to perform. The tasks were often completed at home which disrupted the work-life balance important for the participants. Some participants experienced ageism and felt that staff members allowed themselves to be very critical towards them and even rude after they took up the position of assistant nurse managers. The participants felt they had personality traits that helped them cope with challenging administrative roles and yet about half of the them had developed health-related disorders such as anxiety, elevated blood pressure and burnout, which can be attributed to stress. Conclusions: It is important to provide young assistant nurse managers with good integration and clear job description, while also helping them to develop good coping skills to handle stress and promote good health. Keywords: Assistant nurse-managers, Y-generation, support, stress, phenomenology Correspondent: zandrasg@gmail.com

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 111


Kristín Björnsdóttir, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

Heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein Útdráttur Inngangur: Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar. Gerð var leit í eftirtöldum gagnasöfnum: Google Scholar, Scopus, PubMed, CINAHL og Leitir.is á árinu 2019 og að auki voru heimildalistar og tilvitnanir í lykilgreinar kannaðar. Fram komu 1052 titlar sem voru skoðaðir nánar, en alls voru notuð 40 ritverk sem endurspegluðu lykilhugmyndir og hugtök sem tengdust tilgangi greinarinnar. Gögn voru greind með hliðsjón af hugtökum sem tengjast þessu fræðasviði, umhverfi, rými, stað, „að eiga heima“ og verndun einkalífs. Niðurstöður: Tvær meginhugmyndir voru greindar. Hin fyrri endurspeglar heimilið sem efnislegt og manngert umhverfi og hin síðari fjallar um það hvernig fólk tengist og skynjar heimili sitt sem stað með ríka merkingu. Rannsóknir um heimili fólks sem nýtur heilbrigðisþjónustu heima mótast annars vegar af skoðun rýmis, hönnunar og skipulags og því hve vel hið efnislega umhverfi fellur að þörfum og óskum einstaklingsins. Hins vegar fjalla rannsóknir sem beinast að tengslum fólks við heimilið og merkingu, um áhrif þess að „eiga heima“ á sjálfsmynd og líðan. Lokaorð: Þessi rannsókn samþættir fjölfaglegan skilning, kenningar og rannsóknir um áhrif hönnunar heimila, og tilfinninga og reynslu heimilismanna á möguleika fólks til að lifa góðu lífi heima. Niðurstöðurnar geta nýst til að skipuleggja og veita hjúkrun á einkaheimilum. Lykilorð: umhverfi, heimili, rými, staður, „að eiga heima“, heimahjúkrun

hjúkrunar víða í heiminum. Því var mótun heilsusamlegs umhverfis ríkur þáttur í hjúkrunarstarfinu um árabil. Hugtakið umhverfi hefur verið skilgreint sem eitt af meginhugtökum (e. metaparadigm) hjúkrunar þó því hafi ekki verið gefinn mikill gaumur hin síðari ár. Í þessari grein verða hugmyndir um áhrif umhverfis á heimilum endurskoðaðar í ljósi þess að nú fer heilbrigðisþjónusta í auknum mæli fram innan þeirra. Í hinum vestræna heimi eða í löndum sem talin hafa verið til þróaðra landa átti á síðustu öld sér stað mikil uppbygging opinberrar heilbrigðisþjónustu innan stofnana, sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og endurhæfingarmiðstöðva. Er leið að lokum aldarinnar höfðu áherslur hins vegar breyst og í mörgum löndum er hvatt til þess að fólk búi sem lengst á heimili sínum þrátt fyrir veikindi eða fötlun og fái notið heilbrigðisþjónustu þar, á heilsugæslustöðvum, á göngudeildum, dagdeildum eða á stofum sérfræðinga (Heilbrigðisráðuneytið, 2019). Þessi stefna hefur haft í för með sér veigamiklar breytingar á hjúkrunarstarfinu sem fer í auknum mæli fram á heimili fólks. Oft er vísað til þessarar stefnu með orðunum „að eldast heima“ og er hún yfirleitt tengd hugmyndum um sjálfstæði og að viðhalda sjálfræði heimilismanna (Wiles o.fl., 2012). Hún endurspeglar jafnframt tilraunir stjórnvalda til að draga úr útgjöldum til heilbrigðisþjónustu samfara hlutfallslegri fjölgun eldra fólks. Það er ósk margra að geta búið sem lengst á sínu heimili með viðeigandi aðstoð og því má segja að stefna stjórnvalda og óskir þegnanna fari saman. Í þessari grein verður athyglinni beint að heimilinu sem vettvangi heilbrigðisþjónustu með áherslu á heimahjúkrun, þó efnið tengist vissulega fjölmörgum öðrum starfstéttum.

Inngangur

Lykilhugtök tengd fræðilegri umfjöllun um heimili

Allt frá dögum Florence Nightingale hafa hjúkrunarfræðingar leitast við að skilja áhrif umhverfisins á líðan fólks (Andrews, 2016; Kristín Björnsdóttir, 2005). Nightingale taldi að umhverfið og aðstæður fólks skiptu mestu máli fyrir heilbrigði og í bókinni Notes on Nursing fjallaði hún ítarlega um áhrif aðstæðna á heimilum til að stuðla að vellíðan og bata og koma í veg fyrir heilsutjón (Nightingale, 1860/1946). Líkt og margir samtíðarmanna hennar taldi hún að hreint loft, góð lýsing og hlýlegt umhverfi væri forsenda heilbrigðis. Þessar hugmyndir komu einnig skýrt fram í umfjöllun hennar um heimahjúkrun sem beindist að hennar mati ekki einungis að hjúkrun hins veika, heldur einnig að sjúkraherberginu og samfélagslegum umbótum (Nigtingale, 1876). Hugmyndir Nightingale áttu rætur að rekja til hreinlætishugmynda (e. sanitary ideas) nítjándu aldar og höfðu mikil áhrif á aðra frumkvöðla á sviði

Í þessari fræðilegu umfjöllun um heimilið, umhverfið og þær aðstæður sem við búum við er stuðst við hugtökin rými og staður. Bæði hugtökin eru flókin og fræðimenn hafa skilgreint þau á ólíkan hátt (Malpas, 2012; Massey, 2005). Í hinum hefðbundna skilningi tengist hugtakið rými hinu hlutlæga og óhlutbundna og mótast oft af raunhyggjunálgun. Það má hugsa um rými sem það sem rúmast innan ákveðinnar umgjarðar, til dæmis þess sem er innan híbýla (Koops og Galič, 2017). Malpas (2012) leggur í útleggingu sinni áherslu á að í hugtakinu rými felist víðsýni og útvíkkun en jafnframt ákveðið skipulag og bygging. Rými geta þó líka vísað til huglægrar skynjunar sem mótast af menningu og hefðum þar sem félagsleg hugsmíðahyggja er lögð til grundvallar. Má þar nefna að hugtakið rými er notað til að lýsa tækifærum sem fólk hefur til athafna og tjáningar og vísar til þess sem er leyfilegt. Dæmi

112

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein um slíkt endurspeglaðist í umræðum á málþingi um farsæla öldrun þar sem rætt var um mikilvægi þess að eldra fólk hefði rými til að vera það sjálft. Áhrifamesta rýmishugmyndin er þó vafalaust aðgreiningin milli almannarýma og einkarýma sem mótast af hugmyndinni um réttinn til einkalífs, en í hugum margra er heimilið miðpunktur einkalífsins. Hugtakið staður er nátengt og samofið hugtakinu rými en vísar yfirleitt til þátta sem tengjast sambandi mannsins við tiltekið umhverfi og mótast af minningum og merkingu (Casey, 2001). Staður er lykilhugtak landfræði en innan hennar hafa verið öflugar rannsóknir á samspili heilsu, vellíðanar og staða. Í þessum skilningi er heimili staður sem segir eitthvað um íbúa þess. Hugtakinu læknandi landslag (e. therapeutic landscape) hefur verið beitt í umfjöllun um áhrif heimilisins á líðan fólks og umönnunaraðila (Williams, 2002). Þó að hugmyndin um læknandi áhrif heimilisins þyki áhugaverð hefur framsetningin þó verið gagnrýnd og mælt er með að vísa frekar til heilsusamlegra rýma, staða og starfsaðferða (Bell o.fl., 2018). Þessar hugmyndir um staði og tengsl fólks við þá hafa beint athyglinni að áhrifum þeirra á sjálfsskilning einstaklinga. Bent er á að daglegt umhverfi mótar skynjun okkar, sjálfsskilning og félagslega hegðun (Sigrún Alba Sigurðardóttir og Daniel Reuter, 2017). Talað hefur verið um að heimili endurspegli einstaklinginn og að þau séu í sumum tilvikum mikilvægur þáttur í sjálfsmynd hans. Hér eru hugmyndir þýska heimspekingsins Martin Heidegger (1971) um að eiga heima eða dvelja við tilteknar aðstæður mikilvægar. Þær hafa haft veruleg áhrif á rannsóknir á því hvað felst í því að finnast maður eiga heima. Hér notar Heidegger orðið að dvelja (e. dwelling) sem byggist á hinum fyrirbærafræðilega skilningi sem hann setti fram og felur í sér að vera samtengdur aðstæðum þar sem sú merking sem heimilið hefur skiptir lykilmáli. Loks má nefna hugtakið staðtengsl (e. attachment to place) sem vísar til tilfinningatengsla sem fólk myndar við stað (Najafi og Kamal, 2012). Þetta hugtak hefur töluvert verið notað í tengslum við minningar og heimili. Tilgangur þessarar greinar er að varpa ljósi á meginhugmyndir og hugtök sem móta skilning á heimilum og hvernig fjallað er um áhrif þess að búa heima á heilsufar og líðan hrumra eldri borgara. Slík þekking er mikilvæg fyrir þá sem starfa á heimilum fólks og getur aðstoðað þá við að skipuleggja viðeigandi og árangursríka umönnun. Því er þessi umfjöllun mikilvægt framlag til þekkingar í hjúkrunarfræði og felur í sér endurskoðun á hugmyndum um umhverfið.

Efniviður, leitir og greining hugmynda Greinin byggist á greiningu á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem leitast var við að skýra hugmyndir, hugtök og skilning sem mótað hefur umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega eldra fólks sem á við heilsufarserfiðleika að stríða. Efniviðurinn á rætur að rekja til ólíkra fræðigreina, eins og landfræði, heimspeki, byggingarlistar, félagsfræði, iðjuþjálfunar og hjúkrunarfræði. Vorið 2019 var framkvæmd leit í gagnasöfnunum Scopus (n = 852), Cinahl (n = 430), PubMed (n = 108) og Leitir.is (n = 56). Miðað var við birtingu á árunum 2015–2019.

scientific paper

Leitað var að greinum á ensku og íslensku (Leitir.is). Leitarorð voru sett saman á ólíkan hátt, en þau voru home, environment, space, place, health, chronic illness, older people, family. Á íslensku voru leitarorðin heima, heimili, rými, umhverfi, staður og aldraðir notuð. Farið var yfir tilvitnanir lykilgreina og heimildaskrár skoðaðar (hér var gagnasafnið Google Scholar yfirleitt notað). Alls voru 1.446 titlar og útdrættir ritverka skoðaðir í þessari leit og 325 greinar og bókarkaflar valdir til nánari lesturs. Að auki voru 120 ritverk tekin til skoðunar sem fundust, bæði fyrir og eftir þessa leit. Í niðurstöðum þessarar rannsóknar var unnið með 40 ritverk. Í mörgum tilvikum var sú grein sem þótti vönduðust valin til að endurspegla tiltekna umfjöllun. Eins og fram hefur komið var þessi umfjöllun afmörkuð við heimili hrumra eldri borgara. Tekin var ákvörðun um að útiloka greinar sem beindust að ákveðnum sjúkdómum en tóku ekki mið af almennum hrumleika. Jafnframt voru greinar sem fjölluðu um lífslok heima útilokaðar, en þar er auðug umfjöllun um heimilið en viðfangsefnin önnur. Við greiningu á efninu var stuðst við hinn fræðilega skilning á hugtökunum umhverfi, rými, staður, „að eiga heima“ og verndun einkalífs.

Niðurstöður Eftir greiningu á efninu voru efnistök skipulögð þannig að annars vegar var fjallað um heimili sem efnislegt eða manngert umhverfi og hins vegar það hvernig fólk skynjar heimili sitt og tengist því eða hvaða merkingu það hefur. Þetta voru þær tvær meginstefnur sem komu fram í greiningunni. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þessum tveimur sjónarhornum og því lýst hvernig þau vinna saman og móta viðkvæma reynslu af því að búa á einkaheimili með heilsufarserfiðleika og minnkaða færni.

Heimilið sem manngert rými Í hugum flestra vísar hugtakið heimili til húsnæðis eða híbýla og umhverfis þess, hins efnislega veruleika sem mótar það rými sem við búum í. Hönnun húsa og skipulag hverfa er verkefni arkitekta og skipulagsfræðinga. Hlutverk þeirra er að setja fram tillögur að byggingum og skipulagi almenningsrýma, að skapa sviðsmynd daglegs lífs og samskipta. Við hönnun hverfa og húsnæðis er í auknum mæli tekið mið af skynjun íbúa á aðstæðum sínum, daglegu lífi, veðurfari, útsýni, hljóðvist og lýsingu. Leitast er við að tryggja gott aðgengi og koma öllu sem haganlegast fyrir (DuBose o.fl., 2018). Arkitektar og skipulagsfræðingar reyna að ímynda sér aðstæður og færni þeirra sem koma til með að búa í þeim rýmum sem þeir hanna, setja sig í spor þeirra og leitast við að skilja þarfir þeirra og óskir (Buse o.fl., 2017). Jafnframt reyna þeir að átta sig á aðstæðum þeirra sem veita umönnun og aðstoð á heimilum. Samfara þeirri stefnu stjórnvalda að fólk búi sem lengst heima er orðið mun algengara að húsnæði sé hannað sérstaklega fyrir eldra fólk og fólk með takmarkaða hreyfi- og athafnagetu. Nú þykir einnig æskilegt að hjálpa fólki til að búa í hverfum þar sem

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 113


kristín björnsdóttir aðgengi að þjónustu er þægilegt og helst í nábýli við aðstandendur og vini (Martin o.fl., 2020). Arkitektar eru oft beðnir um að endurhanna húsnæði til að taka mið af breyttum þörfum í kjölfar takmarkana á færni eða skynjun. Það er því mikilvægt að hjúkrunarfræðingar þekki þá möguleika sem felast í hönnun húsa og þróun tækni til að auðvelda daglegt líf.

Hönnun og tækni til að efla sjálfstæði og öryggi Samfara bættri hönnun og tækniþróun hefur reynst mögulegt að hjálpa fólki til að lifa sjálfstæðu lífi á heimili sínu þrátt fyrir skertan mátt og minni færni til athafna í kjölfar veikinda eða fötlunar. Við hönnun húsnæðis fyrir eldra fólk sem býr við minnkaða skynjun eða getu til sjálfsumönnunar er aðalatriði að finna jafnvægi milli þess að tryggja öryggi og efla sjálfræði (Van Steenwinkel o.fl., 2012). Í slíkri hönnun er gert er ráð fyrir lyftu, breiðum dyragáttum, aðgengilegri baðaðstöðu fyrir fólk með göngugrind, hjólastól eða lyftara ásamt rafrænum hurða- og gluggaopnurum. Á allra síðustu árum hefur orðið enn meiri tækniþróun á heimilum og segja má að fjórða iðnbyltingin hafi haldið innreið sína hér á landi (Stefna í málefnum eldri borgara 2018–2022). Dæmi um slíka hönnun eru eldhús þar sem hægt er að breyta stillingum eftir því hver sér um eldamennskuna, brautir til að flytja fólk í lyfturum, skynjarar sem notaðir eru til eftirlits og áminningar og tækni til að auðvelda samskipti íbúa við heilbrigðisstarfsfólk, fjölskyldur og vini. Utandyra er þess gætt að hiti sé í stéttum og að þær séu hjólastólafærar. Göngustígar þurfa að vera aðgengilegir og bekkir hafðir með reglulegu millibili. Allt eru þetta atriði sem stuðla að vellíðan og gera fólki kleift að komast leiðar sinnar og njóta umhverfisins og ferðast milli staða. Fjölþjóðlegur rannsóknarhópur (Iwarsson o.fl., 2016) leitaðist við að samþætta fyrirliggjandi þekkingu um samspil fjölmargra þátta á heimilum sem hafa áhrif á áframhaldandi búsetu. Auk þeirra atriða sem nefnd hafa verið bentu höfundar á lausar mottur og varhugaverða gangvegi, of lítið eða of mikið af húsgögnum, erfitt aðgengi að ruslageymslum ásamt skorti á stuðningstækjum, eins og handföngum í svefnherbergi og á baði. Rannsóknir hafa sýnt að byltur eru algengasta ástæðan fyrir heilsufarserfiðleikum þeirra sem eru hrumir (Guirguis-Blake o.fl., 2018). Því er áríðandi að ganga þannig frá heimilum að komið sé í veg fyrir slys. Það má gera með því að huga vel að öllum snúrum, setja stamar mottur undir laus teppi, líma stama borða á tröppubrúnir, koma fyrir stuðningsgrindum og fjarlægja hluti sem ef til vill geta þvælst fyrir. Þetta eru atriði sem hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun huga að í sínum vitjunum og gera ráðstafanir til lagfæringar, oft í samvinnu við iðjuþjálfa sem framkvæma frekari heimilisathuganir og umbætur. Samfara stefnunni um að fólk búi sem lengst á eigin heimili hafa margar rannsóknir beinst að afstöðu eldra fólks sem býr við minnkaða færni og langvinn veikindi til þess að búa áfram heima. Rannsóknir sýna einnig að þeir sem búa við þverrandi færni til hreyfingar eiga auðveldara með að athafna sig á eigin heimili þar sem þeir þekkja hvern krók og kima heldur en í ókunnu umhverfi. Ósjálfrátt leitast fólk við að minnka óþarfa snúninga um heimilið, en kemur öllu hagan-

114

lega fyrir á einum stað, sjónvarpi, fjarstýringu, síma, lesljósi, útvarpi og göngugrind (Kristín Björnsdóttir, 2018). Mikilvægt er að starfsmenn sem koma á heimilin til að veita aðstoð átti sig á slíku skipulagi og hjálpi til við að viðhalda því. Ofangreindar aðferðir miðast að því að efla öryggi, sjálfstæði, sjálfræði og vellíðan íbúa. Því er brýnt að skoða áhrif þess á stöðu einstaklingsins þegar heilbrigðisþjónustan fer í auknum mæli fram á heimili fólks. Í mörgum löndum hafa verið gerðar tilraunir með að flytja sjúkrahúsið tímabundið heim (e. Hospital at home). Slíkar hugmyndir hafa verið kynntar hér á landi en hafa ekki verið útfærðar. Í þeim löndum þar sem þessar aðferðir hafa verið prófaðar hefur yfirleitt verið útbúin eins konar sjúkrastofa á heimilinu (Jester og Hicks, 2003a, 2003b). Þetta fyrirkomulag getur vissulega verið hagkvæmt og ákjósanlegt, en þó er mikilvægt að hefðir og vinnureglur sjúkrahúsanna leiði ekki til þess að heimilið breytist í sjúkrastofnun (Liaschenko, 1994). Það er einnig áríðandi að hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun hugi að áhrifum þess að heilbrigðisþjónusta fari fram á heimilum.

Heimilisathugun — hvað skiptir máli? Líkt og í mörgum löndum eru iðjuþjálfar á Íslandi lykilstarfsmenn heimaþjónustunnar í verkefnum sem tengjast breytingum á heimilum til að efla öryggi, vellíðan og sjálfstæði íbúa. Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun vinna náið með þeim. Algengt er að iðjuþjálfar geri heimilisathugun í upphafi þjónustu og setji í kjölfarið fram tillögur um breytingar á heimili til að stuðla að því að heimilin verði þægilegri fyrir þá sem búa við minnkaða færni í daglegu lífi. Í rannsóknum á þessu sviði er lögð rík áhersla á að sjónarhorn, óskir og skilningur heimilismanna ráði ferð við breytingar (Heywood, 2005) og að ekki sé einungis leitast við að auka öryggi og færni heldur einnig að viðhalda merkingu heimilisins (Tanner o.fl., 2008). Flestir leggja mikla áherslu á að viðhalda sjálfræði sínu og vernda einkalíf, en jafnframt hefur komið fram gildi þess að eiga góðar samverustundir. Í tilfellarannsókn Sakellariou (2015) sem fjallaði um breytingar á heimili manns með MND-sjúkdóm og eiginkonu hans komu fram ólík sjónarmið fagfólks og hjónanna. Fagfólkið lagði megináherslu á að viðhalda sjálfstæði mannsins en hjónunum var mest í mun að varðveita samband og samverustundir sínar. Niðurstöður rannsóknarinnar minna okkur á mikilvægi þess að leita ávallt eftir sjónarmiðum heimilisfólks.

Samspil umhverfis, tækni og sjálfsmyndar Á liðnum árum hefur skilningur vaxið á mikilvægi tengsla og tilfinninga fyrir vellíðan og þeim áhrifum sem manngert umhverfi hefur á tilfinningalíf. Merkja má aukinn áhuga meðal félagsvísindafólks á að skoða áhrif aðstæðna á heimilum á líðan og sjálfsmynd íbúa. Í rannsóknum hefur komið fram að breytingar á húsnæði og notkun flókinna tækja, eins og öndunarvéla, og hjálpartækja, s.s. lyftara, geta ógnað sjálfsmynd íbúa og valdið vanlíðan (Kristín Björnsdóttir, 2018; Lindahl og Kirk, 2019). Í danskri rannsókn er lýst togstreitunni annars

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein vegar milli þess að skapa góð vinnuskilyrði fyrir umönnunaraðila og hins vegar að viðhalda einkennum og tilfinningalegu gildi heimilisins (Lindegaard og Brodersen, 2010). Hjón, þar sem konan þjáðist af MS-sjúkdómi, fengu arkitekta til að hanna breytingar á heimilinu sem fólu meðal annars í sér flutning á svefnherbergi og baðaðstöðu eiginkonunnar af annarri hæð á þá fyrstu. Upphaflegar tillögur arkitektanna að breytingum á húsnæðinu, eins og brautir fyrir lyftara til að flytja hana úr rúminu í aðliggjandi baðherbergi, komu konunni úr jafnvægi og leiddu til vanmáttartilfinningar. Hún átti erfitt með að sætta sig við að búa við breytingar sem hugsanlega yrði þörf á síðar í hennar lífi. Annað áhugavert dæmi er hollensk rannsókn sem var hugsuð til að aðstoða arkitekta við að hanna húsnæði fyrir fólk sem greinst hefur með heilabilun. Bent var á hvernig húsnæði getur hjálpað fólki með heilabilun til að viðhalda áttun, halda áfram hinu venjubundna lífi á heimilinu og til að eiga góðar samverustundir með sínum nánustu (Van Steenwinkel o.fl., 2019).

Að starfa á heimili fólks Franski heimspekingurinn Michel Foucault (1986) ræddi um annarleg rými sem nefnd hafa verið undantekningarrými eða staðbrigði (fr. hétérotopies). Í slíkum rýmum hafa hefðbundin viðmið og venjur misst mátt sinn og þar af leiðandi hefur athafnarými þátttakenda breyst. Á vissan hátt falla heimili þar sem heilbrigðisþjónusta fer fram undir þessa skilgreiningu þar sem slíkar aðstæður eru um margt ólíkar bæði venjulegum heimilum og því sem gerist á stofnunum og fleiri vinnustöðum hjúkrunarfræðinga. Heimilin sem starfsmenn heimsækja eru fjölbreytt og endurspegla persónulegar áherslur heimilisfólks, jafnvel heimilishald sem fer í bága við algeng viðmið um þrif, reglusemi og umgengni. Það skiptir miklu máli að starfsfólk heimaþjónustu taki tillit til þessara óvenjulegu aðstæðna, en jafnframt er mikilvægt að hafa í huga að þessar vinnuaðstæður geta verið starfsfólki erfiðar. Á liðnum árum hefur athyglin í auknum mæli beinst að líðan starfsfólks í vinnu og þeim áhrifum sem starfsumhverfi hefur. Augljóslega er erfiðara að stjórna slíkum þáttum á heimili fólks en á stofnunum, en þó hafa verið sett ákveðin mörk hvað snertir þessa þætti. Nýlega birtust niðurstöður áhugaverðrar rannsóknar um aðstoð sem starfsfólk heimaþjónustu veitir við böðun og að komast á salerni á heimilum hrumra einstaklinga (King o.fl., 2019). Þar kemur fram að starfið mótast oft af þrengslum, skorti á viðeigandi búnaði og óvissu um ástand þeirra sem njóta umönnunar.

scientific paper

persónu einstaklingsins og það sem skiptir hann máli. Heimilin endurspegla íbúana og eru því mikilvægar vísbendingar um uppruna, hæfileika, smekk, gildismat, fjárráð, styrkleika, erfiðleika og það sem skiptir fólk máli. Heimilismönnum finnst þeir vera við stjórn á heimilinu og geta lifað þar ótrufluðu einkalífi (Fæø o.fl., 2019). Heimilin eru jafnframt nátengd þroska og æviskeiðum fólks og hjá mörgum tengjast heimilin margbrotnum minningum. Því hefur verið haldið fram að jákvæðar tilfinningar sem tengjast því að eiga heima séu mikilvægar til að líða vel og lifa í sátt við tilveruna (Latimer, 2012). Hugtakið heima vísar til tilfinningalegra þátta og minninga, þeirra tengsla sem einstaklingurinn hefur við ákveðinn stað og þá merkingu sem sá staður hefur fyrir einstaklinginn (Baldursson, e.d.). Ýmis orð og orðatiltæki í íslensku endurspegla hina jákvæðu afstöðu sem algengt er að fólk hafi til heimilisins eins og Heima er best. Orðið heimþrá vísar til löngunarinnar til að komast heim, komast í umhverfi sem við þekkjum og okkur líður vel í. Í umfjöllun um heimilin hafa þau bæði verið tengd hamingju, jákvæðri sjálfsmynd og varðveislu einkalífs og öryggis, vellíðan, afslöppun og skjóli (Soilemezi o.fl., 2017). Ýmsir höfundar lýsa heimilinu sem stað sem mótar íbúana (Milligan, 2009) og benda í því sambandi á hversdagslegar athafnir sem þar fara fram og ólíkar minningar sem tengjast tilteknum stöðum. Fólk tengist stöðum eins og heimilum tilfinningaböndum, þeim fylgja oft minningar um samveru og gleði, en geta einnig tengst sárum og erfiðum tilfinningum. Í rannsókn Board og McCormack (2018) voru þátttakendur beðnir um að taka mynd af því sem þeim fannst endurspegla heimili þeirra best. Margir tóku myndir af hlutum og stöðum innan heimilisins sem skipta þá miklu máli, eins og vinnuherbergi eða hægindastól þar sem lýsing er góð og notalegt er að hvíla sig. Í greiningu Barry og samstarfsmanna (2018) á rannsóknum á reynslu kvenna var hugmyndin um heimilið sem auðlind áberandi. Heimilið var forsenda tengsla og samskipta, það geymdi sögu og minningar og þar fundu margar kvennanna til öryggis. Líkt og komið hefur fram í öðrum rannsóknum voru tengsl kvennanna við heimilin áberandi. Í gjörningi Þórunnar Björnsdóttur, sem hún nefnir Vertu einsog heima hjá þér, leitaðist hún við að skilja eldhúsið sem stað sem tengist umhyggju, næringu, samkennd og samræðum. Telur hún að hin jákvæða reynsla af samveru, samskiptum og athöfnum, sem eiga sér stað í eldhúsi og tengjast eldamennsku og umhyggju, fylgi fólki alla ævi (Þórunn Björnsdóttir, 2014).

Samband eldra fólks við heimili sitt

„Að eiga heima“ — merking heimilisins Arkitektar hanna hús og umhverfi og síðan taka íbúar við þeim og ákveða yfirbragð heimilisins. Á margan hátt endurspegla heimilin einstaklingana sem þar búa, sköpunargleði, smekk, listfengi, gildismat, reglusemi og áherslur í lífinu (Angus o.fl., 2005). Margir eru stoltir af heimili sínu og líta á það sem hluta af sér sjálfum. Þannig eru heimilin nátengd sjálfsmynd einstaklingsins og veita hjúkrunarfræðingum dýrmæta innsýn í

Fjölmargir fræðimenn hafa bent á hvernig reynslan af stöðum eins og heimilinu og tilfinningar þeim tengdum breytast í kjölfar breyttra aðstæðna. Í ítalskri rannsókn sem fjallaði um ekkjur sem ákváðu að halda áfram að búa á heimili sínu eftir andlát maka var kannað hvernig tengsl þeirra við heimilið breyttust (Cristoforetti o.fl., 2011). Höfundar lýsa margvíslegum breytingum sem áttu sér stað á merkingu, tengslum og notkun ólíkra herbergja. Eldhúsið varð smám saman mikil-

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 115


kristín björnsdóttir vægasta herbergið þar sem flestar athafnir fóru fram, en önnur herbergi voru minna notuð. Á einhverjum stað, yfirleitt þar sem tekið er á móti gestum, eins og í stofu, var komið fyrir myndum og jafnvel hlutum sem endurspegluðu lífsferil ekkjunnar. Rannsakendur kölluðu þetta sýningarbás heimilisins, þar eru hlutir og minningar sem einstaklingurinn er stoltur af og vill að aðrir kynnist og endurspegla sjálfsmynd hans. Sýningarbás er oft hjálplegur til að mynda tengsl og efla samskipti er heimahjúkrun hefst. Flestar ekknanna, sem tóku þátt í rannsókninni, höfðu jafnframt skilgreint annan hluta heimilisins sem þeirra einkasvæði, svæði sem þær héldu fyrir sig. Þetta svæði veitti þeim eins konar skjól þar sem þær leyfðu erfiðum tilfinningum, eins og sorg og einmanaleika, að fá útrás. Þessar niðurstöður eru hjálplegar fyrir hjúkrunarfræðinga til að skilja hvernig fólk tjáir sig í gegnum fyrirkomulag á heimili og hvernig best sé að tengjast því. Í mörgum rannsóknum hefur komið fram að þeir sem starfa í heimaþjónustu telja að sérkenni hennar felist í því að hún fer fram á heimili fólks og þar af leiðandi á forsendum íbúanna. Þessir þátttakendur vísa til sín sem gesta á þeim heimilum sem þeir starfa á (Kristín Björnsdóttir, 2018; Öresland o.fl., 2008). Friðhelgi einkalífsins er einn af hornsteinum flestra samfélaga (Mannréttindastofnun Íslands, e.d.) og eru heimilin sá staður þar sem einkalíf íbúa nýtur hve mestrar verndar. Útidyrahurðin dregur mörkin milli einkarýmis og opinbers rýmis. Bak við hana er hægt að athafna sig að vild og hafa sína hentisemi. Hin mikla virðing sem borin er fyrir einkalífinu getur leitt til þess að heimilisfólk búi við ofbeldi, ánauð og kúgun án þess að nokkuð sé að gert. Í fræðilegu yfirliti er fjallað ítarlega um skuggahliðar heimilislífsins sem sjaldan koma upp á yfirborðið (Brickell, 2012). Þar kom fram að í mörgum rannsóknum hefur heimilinu verið lýst sem vettvangi átaka, togstreitu og ósættis.

Þegar heimilið lætur á sjá: Aðstæður á heimilum og líðan Þeir sem starfa í heimaþjónustu gera sér fljótt grein fyrir að minnkuð orka og færni samfara langvinnum veikindum, háum aldri og í sumum tilvikum takmörkuðum fjárráðum hefur áhrif á getu einstaklingsins til að sjá um viðhald og nauðsynlegar endurbætur á húsnæði. Þetta endurspeglast skýrt í rannsóknum á heimilum fólks sem á við alvarlega heilsufarserfiðleika að stríða (Angus o.fl., 2005; Dyck o.fl., 2005). Líkt og talað er um að hrumir eldri borgarar séu viðkvæmir er líka talað um að heimili þeirra séu viðkvæm og ef heimilin fá að grotna niður getur það dregið úr vellíðan íbúanna. Fyrir þá sem hafa alltaf lagt áherslu á að halda heimili sínu snyrtilegu og í góðu ástandi getur reynst erfitt að sætta sig við slíka afturför. Í þeim tilfellum gæti verið ráð að skoða möguleika til að skipta um húsnæði (Imrie, 2005). Í rannsóknum sem hafa beinst að sambandi líkamlegs ástands og heimilisins hefur komið fram að fólk aðlagast nýju húsnæði fljótt ef það felur í sér umbætur á daglegu lífi (Imrie, 2005). Í rannsókn á afstöðu eldra fólks á Nýja-Sjálandi til viðhalds heimila sinna kom fram að margir þátttakenda fundu til kvíða og streitu í tengslum við viðhald húseigna (Coleman o.fl.,

116

2016). Þó kom einnig fram að umstangið sem tengdist viðgerðunum leiddi í sumum tilvikum til samskipta við annað fólk og það reyndist jákvætt. Því má taka undir þá tillögu höfunda rannsóknarinnar að eldra fólk njóti aðstoðar hins opinbera, meðal annars fjárhagslegrar, til að viðhalda heimilum sínum. Það getur haft ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér þegar umfangsmikil heilbrigðisþjónusta fer fram á heimilum. Heilbrigðisstarfsfólk kemur í vitjanir og stoppar oft stutt vegna kröfu um hröð afköst og slíkt getur leitt til þess að heimilið líkist helst brautarstöð (Angus o.fl., 2005). Rannsókn á langvarandi umönnun deyjandi fólks á eigin heimili, sem gerð var á Englandi, sýndi að í sumum tilvikum leiðir umönnunin til mjög neikvæðra tengsla, sérstaklega aðstandenda, við heimilið (Exley og Allen, 2007). Svipað kom fram í rannsókn á Englandi þar sem sumir aðstandenda sem önnuðust einstakling með heilabilun lýstu heimilinu sem heilbrigðisstofnun og að þeir væru í fangelsi (Soilemezi o.fl., 2017). Í ástralskri rannsókn var fjallað um þær breytingar sem urðu á lífi maka einstaklinga með heilablóðfall eftir að þeir komu heim að lokinni dvöl á heilbrigðisstofnun. Makarnir voru uppteknir af heimilisrekstri og endurhæfingu ástvinar síns heima og það leiddi til gríðarlegrar breytingar á lífi þeirra og afstöðu til heimilisins (Karasaki o.fl., 2017). Þeir sem starfa á heimilum fólks átta sig oft á því að þau falla iðulega illa að þörfum heimilismanna. Því vakna oft áleitnar spurningar um möguleika til að flytja í annað húsnæði. Í rannsóknum frá Nýja-Sjálandi kom fram að eldra fólk var mjög tengt heimili sínum og nánasta umhverfi (Wiles o.fl., 2017). Misjafnt er hvernig fólk tekst á við það. Sumir telja eðlilegt að breyta um húsnæði ef þörf er á, til dæmis til að vera nálægt þjónustu. Aðrir kjósa að halda áfram að búa á sínu heimili þrátt fyrir óhagræði, telja heimilið nátengt persónu sinni og lýsa með stolti hvernig þeir færu að því að búa í erfiðu húsnæði (Severinsen o.fl., 2016).

Lokaorð Í þessari grein hefur verið leitast við að varpa ljósi á þær hugmyndir og hugtök sem móta fræðilega umfjöllun um áhrif þess að heilbrigðisþjónustan fari fram á heimilum fólks. Umfjöllunin beindist að heimilum eldra fólks og hjúkrunarfræðingum sem starfa í heimahjúkrun en getur auðvitað gagnast öðrum starfstéttum. Eins og fram kom í upphafi greinarinnar taldi Florence Nightingale að umhverfið hefði mikil áhrif á á líðan fólks, en hugmyndir hennar mótuðust af heilbrigðishugmyndumum nítjándu aldar (Kristín Björnsdóttir, 2005). Í þessari grein var leitað í banka höfunda tuttugustu og tuttugustu og fyrstu aldar til að setja fram endurskoðaðan skilning á heimilinu sem umhverfi sem hefur áhrif á líðan fólks. Greindar voru tvær meginhugmyndir sem fjallað var nánar um. Annars vegar var rætt um hugmyndir sem tengjast heimilinu sem efnislegu umhverfi, manngerðu rými, og hins vegar um merkingu heimilisins fyrir heimilisfólk. Fjallað var um fjölmargar leiðir í hönnun sem hafa verið farnar til að hjálpa fólki til að líða sem best á heimilum sínum

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein og frá aðferðum til að auðvelda lífið og styrkja tengsl meðal fólks. Bæði er leitast við að efla öryggi heimilisfólks og frelsi þess til athafna þó þetta tvennt geti unnið hvort gegn öðru. Eins var rætt um hvernig heimilið getur orðið íþyngjandi og takmarkað daglegt líf. Slíkt kallar á breytingar, annaðhvort á heimilunum sjálfum eða flutning í nýtt húsnæði eða stofnun. Það skiptir miklu að hjúkrunarfræðingar þekki þessar ólíku aðstæður vel, geti tekið þátt í samræðum um kosti og galla heimila og bent á lausnir sem gagnast íbúum (Gregory o.fl., 2017). Fram kom að í fræðilegri umræðu og í daglegu tali hefur heimilið oft verið sveipað ljóma og sterkum tilfinningum um að tilheyra, ásamt minningum sem mikilvægt er að rækta. Hugtakið staðtengsl hefur verið notað til að skýra þetta. Þó hefur líka verið bent á að það sem raunverulega skiptir máli er að finnast maður „eiga heima“ eða að tilheyra og að húsnæðið sem slíkt skiptir ekki höfuðmáli heldur þeir möguleikar sem felast í aðstæðunum til að líða vel og tengjast öðrum (Latimer, 2012). Grundvallarhugmynd sem tengist heimilum er að varðveita einkalíf. Rannsóknir hafa sýnt að hjúkrunarfræðingar líta á sig sem gesti á heimilum þeirra sem njóta heimahjúkrunar og það endurspeglar væntanlega þá afstöðu að heimilisfólk leggi línurnar um inntak og fyrirkomulag þjónustunnar. Af ofangreindri umfjöllun má draga ýmsar ályktanir um uppbyggingu og framkvæmd heimahjúkrunar. Ástand og útlit heimila endurspeglar oft færni, sjálfsskilning og gildi heimilisfólks sem mikilvægt er að taka mið af. Þessi atriði gefa mikilvægar upplýsingar um lífssögu heimilismanna og það sem skiptir þá máli. Þegar heimili fólks verða starfsvettvangur þurfa starfsmenn oft að sýna mikið umburðarlyndi og sætta sig við erfiðar vinnuaðstæður. Eins og rætt var um í upphafi greinarinnar er það stefna stjórnvalda að fyrirbyggja flutning hrumra eldri borgara á bráðasjúkrahús en það felur í sér að heilbrigðisþjónusta fer í auknum mæli fram á heimili fólks. Til að sú stefnan gangi eftir er áríðandi að huga að áhrifum hennar á líf og vellíðan íbúa. Þó grein þessi byggist á áralangri kynningu höfundar á efninu tryggði hin markvissa leit í gagnasöfnum að tekið væri mið af breiðu sviði og að sem flestar hugmyndir og stefnur væru kynntar. Vissulega er óheppilegt að fjalla ekki að neinu marki um alla þá áhugaverðu og mikilvægu tækni sem fram hefur komið til að aðstoða heimilismenn við að lifa góðu lífi og starfsfólk heimaþjónustu við að vinna sín störf. Jafnframt má benda á að ekki er fjallað um aðstæður aðstandenda sem umönnunaraðila og íbúa á heimilum. Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun geta nýtt þessa samþættu framsetningu á fjölfaglegum skilningi, kenningum og rannsóknum sem tengjast heimilinu sem umhverfi sem mótar möguleika fólks til að líða vel. Hér er bæði fjallað um heimilin sem efnislegt umhverfi og tilfinningar og reynslu heimilismanna sem móta möguleika þeirra til að lifa góðu lífi heima.

Þakkir Ég vil þakka Berglindi Indriðadóttur iðjuþjálfa fyrir góðar ábendingar.

scientific paper

Heimildir Andrews, G. J. (2016). Geographical thinking in nursing inquiry, part one: Locations, contents, meanings. Nursing Philosophy, 17(4), 262–281. Angus, J., Kontos, P., Dyck, I., McKeever, P. og Poland, B. (2005). The personal significance of home: Habitus and the experience of receiving long‐term home care. Sociology of Health & Illness, 27(2), 161–187. Baldursson, S. (e.d.). The nature of at-homeness. Birt á heimasíðunni: Phenomenological online: A resource for phenomenological inquiry. http:// www.phenomenologyonline.com/sources/textorium/baldursson-stefanthe-nature-of-at-homeness/ Barry, A., Heale, R., Pilon, R. og Lavoie, A. M. (2018). The meaning of home for ageing women living alone: An evolutionary concept analysis. Health & Social Care in the Community, 26(3), e337–e344. Bell, S. L., Foley, R., Houghton, F., Maddrell, A. og Williams, A. M. (2018). From therapeutic landscapes to healthy spaces, places and practices: A scoping review. Social Science & Medicine, 196, 123–130. Brickell, K. (2012). ‘Mapping’ and ‘doing’ critical geographies of home. Progress in Human Geography, 36(2), 225–244. Board, M. og McCormack, B. (2018). Exploring the meaning of home and its implications for the care of older people. Journal of Clinical Nursing, 27(15–16), 3070–3080. Buse, C., Nettleton, S., Martin, D. og Twigg, J. (2017). Imagined bodies: Architects and their constructions of later life. Ageing & Society, 37(7), 1435– 1457. Casey, E. I. (2001). Between geography and philosophy: What does it mean to be in the place-world? Annals of the Association of American Geographers, 91(4), 683–693. doi:10.1111/0004-5608.00266 Coleman, T., Kearns, R. A. og Wiles, J. (2016). Older adults’ experiences of home maintenance issues and opportunities to maintain ageing in place. Housing Studies, 31(8), 964–983. Cristoforetti, A., Gennai, F., og Rodeschini, G. (2011). Home sweet home: The emotional construction of places. Journal of Aging Studies, 25(3), 225– 232. DuBose, J., MacAllister, L., Hadi, K. og Sakallaris, B. (2018). Exploring the concept of healing spaces. HERD: Health Environments Research & Design Journal, 11(1), 43–56. Dyck, I., Kontos, P., Angus, J. og McKeever, P. (2005). The home as a site for long-term care: Meanings and management of bodies and spaces. Health and Place, 11(2), 173–185. Exley, C. og Allen, D. (2007). A critical examination of home care: End of life care as an illustrative case. Social Science and Medicine, 65(11), 2317– 2327. Foucault, M. (1986). Of other spaces. Diacritics, 16(1), 22–27. Fæø, S. E., Husebo, B. S., Bruvik, F. K. og Tranvåg, O. (2019). “We live as good a life as we can, in the situation we’re in”: The significance of the home as perceived by persons with dementia. BMC Geriatrics, 19(1), 158. Gregory, A., Mackintosh, S., Kumar, S. og Grech, C. (2017). Experiences of health care for older people who need support to live at home: A systematic review of the qualitative literature. Geriatric Nursing, 38(4), 315–324. Guirguis-Blake, J. M., Michael, Y. L, Perdue, L. A., Coppola, E. L. og Beil, T. L. (2018). Interventions to prevent falls in older adults: Updated evidence report and systematic review for the US preventive services task force. JAMA, 319(16), 1705–1716. doi:10.1001/jama.2017.21962 Heidegger, M. (1971). Building dwelling thinking, in poetry, language, thought (bls. 145–161). Þýtt úr þýsku á ensku af Albert Hofstadter. New York: Harper & Row. Heilbrigðisráðuneytið. (2019). Heilbrigðisstefna til ársins 2030. Sótt á: https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduney tid/ymsar-skrar/Heilbrigdisstefna_4.juli.pdf Heywood, F. (2005). Adaptation: Altering the house to restore the home. Housing Studies, 20(4), 531–547. Imrie, R. (2005). Disability, embodiment and the meaning of the home. Housing Studies, 19(5), 745–763. Iwarsson, S., Löfqvist, C., Oswald, F., Slaug, B., Schmidt, S., Wahl, H. W., … og Haak, M. (2016). Synthesizing ENABLE-AGE research findings to sug-

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 117


kristín björnsdóttir gest evidence-based home and health interventions. Journal of Housing for the Elderly, 30(3), 330–343. Jester, R. og Hicks, C. (2003a). Using cost‐effectiveness analysis to compare Hospital at Home and in‐patient interventions. Part 1. Journal of Clinical Nursing, 12(1), 13–19. Jester, R. og Hicks, C. (2003b). Using cost‐effectiveness analysis to compare Hospital at Home and in‐patient interventions. Part 2. Journal of Clinical Nursing, 12(1), 20–27. Karasaki, M., Warren, N. og Manderson, L. (2017). Orchestrating home: Experiences with spousal stroke care. Medicine, Anthropology, Theory, 4(1), 79–104. King, E. C., Boscart, V. M., Weiss, B. M., Dutta, T., Callaghan, J. P. og Fernie, G. R. (2019). Assisting frail seniors with toileting in a home bathroom: Approaches used by home care providers. Journal of Applied Gerontology, 8(5) 717–749. Kristín Björnsdóttir. (2005). Líkami og sál: Hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. Kristín Björnsdóttir. (2018). ‘I try to make a net around each patient’: Home care nursing as relational practice. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 32(1), 177–185. Koops, B. J. og Galič, M. (2017), ‘Conceptualising space and place: Lessons from geography for the debate on privacy in public. Í T. Timan, B.C. Newell og B.J. Koops (ritstj.), Privacy in public space: Conceptual and regulatory challenges (bls. 19–46). Cheltenham: Edward Elgar. Latimer, J. (2012). Homecare and frail older people: Relational extension and the art of dwelling. Í C. Ceci, K. Björnsdóttir og M. E. Purkis (ritstj.), Perspectives on Care at Home for Older People (bls. 35–61). London: Taylor and Francis. https://doi.org/10.4324/9780203805671 Liaschenko, J. (1994). The moral geography of home care. Advances in Nursing Science, 17(2), 16–26. Lindahl, B. og Kirk, S. (2019). When technology enters the home: A systematic and integrative review examining the influence of technology on the meaning of home. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 33(1), 43–56. Lindegaard, H. og Brodersen, S. (2010). Homespace or workspace?: The use of multiple assistive technologies in private dwellings. Í Schillmeier og Domenech (ritstj.), New Technologies and Emerging Spaces of Care (bls. 95–106). Farnham, Bretlandi: Ashgate. Malpas, J. (2012). Putting space in place: Philosophical topography and relational geography. Environment and Planning D: Society and Space, 30(2), 226–242. Mannréttindastofnun Íslands (e.d). Sótt á: https://www.humanrights.is/is/ mannrettindi-og-island/ymiss-mannrettindi/fridhelgi-einkalifs-og-fjol skyldu. Martin, D., Nettleton, S., og Buse, C. (2020). Biographies, bricks and belonging: Architectural imaginaries of home making in later life. Í Pasveer, Synnes og Moser (ritstj.), Ways of home making in care for later life (bls. 109–131). Singapúr, Palgrave Macmillan. Massey, D. (2005). For space. London: Sage.

118

Milligan, C. (2009). There’s no place like home: Place and care in an ageing society. (1. útg.). Farnham: Ashgate. Najafi, M., og Kamal, M. (2012). The concept of place attachment in environmental psychology. Elixir International Journal of Sustainable Architecture, 45, 7637–7641. Nightingale, F. (1860/1946). Notes on nursing: What it is, and what it is not. New York, D. Appleton and Company. Nightingale, F. (1876). Trained nursing for the sick poor. London: Cull and sons. https://en.wikisource.org/wiki/On_Trained_Nursing_for_the_Sick_ Poor Sakellariou, D. (2015). Home modifications and ways of living well. Medical Anthropology, 34(5), 456–469. Severinsen, C., Breheny, M. og Stephens, C. (2016). Ageing in unsuitable places. Housing Studies, 31(6), 714–728. Sigrún Alba Sigurðardóttir og Daniel Reuter. (2017). Snert á arkitektúr. Hugmyndir og frásagnir af íslenskum arkitektúr við upphaf 21. aldar. Reykjavík: Háskólaútgáfa. Soilemezi, D., Drahota, A., Crossland, J., Stores, R., og Costall, A. (2017). Exploring the meaning of home for family caregivers of people with dementia. Journal of Environmental Psychology, 51, 70–81. Stefna í málefnum eldri borgara 2018–2022 (2018). Reykjavík aldursvæn og heilsueflandi borg. https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_ utgefid_efni/velferdarsvid_210x210_stefna_thjonustueldriborgara.pdf Tanner, B., Tilse, C., og De Jonge, D. (2008). Restoring and sustaining home: The impact of home modifications on the meaning of home for older people. Journal of Housing for the Elderly, 22(3), 195–215. Van Steenwinkel, I., Baumers, S. og Heylighen, A. (2012). Home in later life: A framework for the architecture of home environments. Home Cultures, 9(2), 195–217. Van Steenwinkel, I., Van Audenhove, C. og Heylighen, A. (2019). Offering architects insights into experiences of living with dementia: A case study on orientation in space, time, and identity. Dementia, 18(2), 742–756. Wiles, J. L., Leibing, A., Guberman, N., Reeve, J. og Allen, R. E. (2012). The meaning of “aging in place” to older people. The Gerontologist, 52(3), 357– 366. Wiles, J. L., Rolleston, A., Pillai, A., Broad, J., Teh, R., Gott, M. og Kerse, N. (2017). Attachment to place in advanced age: A study of the LiLACS NZ cohort. Social Science and Medicine, 185, 27–37. Williams, A. (2002). Changing geographies of care: Employing the concept of therapeutic landscapes as a framework in examining home space. Social Science and Medicine, 55(1), 141–154. Þórunn Björnsdóttir. (2014). Vertu einsog heima hjá þér: Hugleiðing um mennsku og menntun: Saga úr sveit. Meistararitgerð unnin við Listakennsludeild Listaháskóla Íslands. Reykjavík. Öresland, S., Määttä, S., Norberg, A., Jörgensen, M. W. og Lützén, K. (2008). Nurses as guests or professionals in home health care. Nursing Ethics, 15(3), 371–383.

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020


ritrýnd grein

scientific paper

English Summary Bjornsdottir, K.

The homes of frail older persons who receive health care services: a review

The purpose of this article is to review ideas around the home as an environment that shapes well-being and the ability to lead a good life among frail older persons. This article draws on an interdisciplinary exploration of the home, focusing on ideas, concepts and understandings that influence discussions of the homes, particularly of frail older people. A comprehensive search was conducted using five databases: Google Scholar, Scopus, PubMed, CINAHL and Leitir.is (based in Iceland). In addition, reference lists in articles and citing studies of key articles were reviewed. This search yielded 1052 titles which were reviewed, and of these, 40 items were analysed in the synthesis presented here. The analysis was guided by key theoretical concepts in the field, i.e., space, place, “at-home-ness” and protection of privacy. Results: Two main ideas were identified. The first relates to the home as a material and built space; the second conceptualises the home as a place to which people feel connected, a place invested

with meaning. Studies focusing on frail older persons’ homes as a material environment draw on understandings of space and how design and organization meets the needs and wishes of people who receive health care services at home. Studies addressing one’s relation to the home, and its meaning, have explored the impact of “at-home-ness” on identity and well-being. Conclusion: This is a synthesis of interdisciplinary concepts, theories and research findings related to how the design of homes, as well as emotions and experiences, shape the possibilities of older people to lead a good life in their homes. The synthesis has the potential to benefit the organizing of nursing in private homes.

Keywords: environment, home, space, place, “at-homeness“, home care nursing Correspondent: kristbj@hi.is

tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 119


Betolvex B x B112-vítamín

M ströngu græ Með ænmetisfæði •M Með hækkandi aldri •V Vegna egna glúteinóþols e glúteinóþo ols l • Sa amhliða ýmsum lyfjameðferðum •

Betolv vex 1 mg (cyanocobalamin n) filmuhúðaðar töflur.

TEVA 028052

Betolve ex inniheldur 1 mg af cyanocoba alamini (B12 vítamíni). Betolve ex er gefið við B12-vítamínskorti og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhald dsskammtar/fyrirbyggjandi með ðferð: Venjulega 1 tafla á dag. Töflurnar öflurn öf lurnar skal helst taka á fastandi mag ga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar ngar,, varn naða arorð og frábendingar áður en llyfið er notað. Lesið vandlega upp plýsiingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læk knis eða lyfjafræðings sé þörf á frek kari upplýsingum um áhættu og auk kave erkanir. Sjá nánari upplýsingar u um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markað ðsleyfishafi Actavis Group PTC ehf. e

FÆST ÁN LYFSEÐILS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.