THE ICELANDIC JOURNAL OF NURSING / 1. TBL. 2014 90. ÁRGANGUR
ISSN 1022 - 2278
90. ÁRGANGUR
6 Augnskurðstofa á ferð og flugi www.hjukrun.is
10 Sárameðferð
16 Hneykslið í Staffordshire
1. TBL. 2014 90. ÁRGANGUR
FAGIÐ
10
Sárameðferð – hreinsun sára
21
Bókarkynning – Hjúkrun í blóðugum átökum
Guðbjörg Pálsdóttir
Christer Magnusson
26
6 14
Þórey Agnarsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Hafdís Skúladóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir
Þankastrik – Ber er hver að baki nema sér góðan samstarfsmann eigi
FÉLAGIÐ
3
Formannspistill
5
Ritstjóraspjall
16
Harpa Þöll Gísladóttir
24
RITRÝND GREIN
Vinnutengd streita og starfsumhverfi íslenskra hjúkrunardeildarstjóra
Augnskurðstofa á ferð og flugi Fabrice Dimier
Vinnufatnaður og hlífðarsloppar Ásdís Elfarsdóttir Jelle
42
FÓLKIÐ
Úthlutun úr rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur Margrét Björnsdóttir
30
Sérfræðingur í svefni
36
Gamlar perlur – Framtíðarsýn í hjúkrun
Ólafur G. Skúlason
Christer Magnusson
Hneykslið í Staffordshire og afleiðingar þess Aðalbjörg Finnbogadóttir og Christer Magnusson
34
Færð þú næga hvíld? Virðum hvíldartímaákvæði kjarasamninga Cecilie Björgvinsdóttir
Christer Magnusson
Margrét Tómasdóttir
39
Hjúkrunarfræðingar í þrjá ættliði
40
25 árum seinna Margrét Tómasdóttir
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA er gefið út af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ritstjórnarupplýsingar er að finna á bls. 5.
AÐ TN FA
ST
SU N
UR
SÉRHANNAÐIR
BR JÓ
A
R RA
D
AH
A LD
GERV
IBRJÓST
Bjóðum persónulega þjónustu fyrir konur sem hafa misst brjóst
s &JÚLBREYTT ÞRVAL AF GERVIBRJØSTUM BRJØSTAHÚLDURUM OG SUNDFATNA¦I s 6ÚRUR FRÈ !NITA !MOENA OG 4RULIFE s 2ȦGJÚF HJÞKRUNARFR ¦INGS VI¦ VAL È GERVIBRJØSTUM OG TENGDUM VÚRUM s 2ȦGJÚF SJÞKRA¡JÈLFARA VI¦ VAL È ¡RâSTINGSERMUM VEGNA BJÞGS È HANDLEGGJUM Tímapantanir í síma 569 3100
Bjóðum sundboli í yfirstærðum – allt að stærð 60. Bjóðum einnig úrval Anita Active íþróttabrjóstahaldara fyrir allar konur. Skálastærðir A-H.
Opið virka daga kl. 9 -18 s og á laugardögum kl. 11 - 15 s Eirberg ehf. Stórhöfða 25 s Sími 569 3100 s eirberg.is
Formannspistill BRJÓTUM UPP STAÐALÍMYND HJÚKRUNARFRÆÐINGSINS
Ólafur Guðbjörn Skúlason.
Það að vera karlmaður í hjúkrun getur verið afar skemmtilegt. Karlkynshjúkrunarfræðingar eru ekki á hverju strái og vekja því athygli við störf sín. Eftir þeim er tekið í hjúkrunarsamfélaginu og viðkvæðið í atvinnuleit jákvætt: „Það er svo skemmtilegt að fá strák.“ En hvernig stendur á því að svo fáir karlmenn velja sér hjúkrun að starfi? Þegar maður skoðar tölur yfir íslenska karlkynshjúkrunarfræðinga kemur í ljós að þeir eru jafnvel sjaldgæfari en ætla mætti. Aðeins rétt tæp 2% hjúkrunarfræðinga eru karlmenn. Framtíðin virðist ekki vera björt í þessum efnum en einungis 1,7% hjúkrunarnema við nám í dag eru karlkyns. Á Norðurlöndunum eru karlmenn á bilinu 7-10% stéttarinnar og í Bandaríkjunum eru þeir 10%. Hvernig stendur á því að við erum svona langt á eftir á Íslandi? Nú er fagsvið FÍH að vinna að jafnréttisstefnu. Stefnan gengur út á það að sjá hvar í félaginu megi gera betur hvað varðar jafnrétti en ekki síður að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Vinnan að stefnunni er á byrjunarstigi en ljóst er að verkefnið er ærið og þarft. Stjórnvöld leggja kapp á að útrýma kynbundnu náms- og starfsvali Íslendinga. Eins og við vitum eru staðalímyndir á Íslandi ansi fastar í sessi og erfitt getur reynst að stíga út fyrir rammann og feta í spor sem
fáir hafa markað. Ákveðnum árangri hefur þó verið náð þegar við skoðum kvenmenn í karlastéttum. Þó að mikið sé enn óunnið í þeim efnum fer konum fjölgandi í karllægum stéttum, svo sem verkfræði og tölvunarfræði, og nýjustu tölur sýna að konur eru um 60% háskólanema almennt. Konum fer því fjölgandi í karlastéttum en af tölunum, sem ég setti fram hér að ofan, sjáum við að hið sama gildir ekki um karlmenn í kvennastéttum. Til undirbúnings að jafnréttisstefnunni ákvað undirritaður að kalla saman hóp karlkynshjúkrunarfræðinga og fá að heyra hvað öðrum karlmönnum finnst um námið og starfið. Ég vildi heyra hvað þeir teldu helst koma í veg fyrir að karlmenn velji hjúkrun. Í ljós kom að reynsla þeirra karlkynshjúkrunarfræðinga, sem mættu, var nánast samhljóða minni eigin reynslu og í takt við þær rannsóknir sem ég hef lesið varðandi ástæður þess að karlmenn sæki ekki í hjúkrunarnám eða haldist í starfinu. Ýmsar hindranir voru nefndar sem yrðu á vegi karlmanna á leið í kvennastétt. Fyrst var nefnd hin neikvæða umræða um laun hjúkrunarfræðinga og léleg raunlaun þeirra. Karlmenn horfi til þess hversu mikið þeir muni þéna þegar þeir velja sér starf, líkt og konur gera nú til dags, og hefur það áhrif á starfsval viðkomandi. Launin voru þó ekki aðalþátturinn. Viðhorf samfélagsins hafa mikið að segja. Þegar karlmaður velur kvennastarf líkt og hjúkrun mæta honum gjarnan gamaldags viðhorf og fordómar. „Komstu ekki inn í læknisfræði?“ er spurning sem iðulega kemur í byrjun og gerir fólk þá ráð fyrir að karlmenn velji hjúkrun því þeir treystu sér ekki í annað nám, ef til vill vegna lélegrar námsgetu þeirra. Ef það er ekki ástæðan verð ég að draga þá ályktun að samfélagið telji hjúkrunarnám auðvelt og gefins en því neita ég að trúa. Það veit hver sem vill
vita að sömu kröfur eru gerðir til nýnema í hjúkrunarfræði og öðrum háskólagreinum og komast færri að en vilja. Aðrir karlmenn vega að, í gríni, karlmennsku viðkomandi hjúkrunarnema og annar hluti samfélagsins dregur þá ályktun að karlmenn, sem velja hjúkrun, séu samkynhneigðir. Það eru hins vegar ekki einungis viðhorf samfélagsins sem eru erfið viðureignar. Það eru líka viðhorf stéttarinnar sjálfar. Oft og tíðum virðast karlmenn í hjúkrun finna fyrir fordómum frá öðrum hjúkrunarfræðingum. Þeir séu litnir hornauga, þurfi í sífellu að sanna sig og séu aðallega gagnlegir til verka sem krefjast áreynslu, svo sem að lyfta sjúklingum. Fái karlmaður stöðu innan hjúkrunar líkt og deildarstjórastöðu þá er gert ráð fyrir því að ástæðan fyrir valinu sé kynferði hans en ekki hæfni, þekking og reynsla viðkomandi hjúkrunarfræðings. Í náminu sjálfur eru einnig hindranir. Setningar eins og „góðan daginn, stúlkur“ og „eruð þið allar búnar að ná þessu?“ hljóma daglega og geta skilið eftir sig tilfinningu um að vera óvelkominn í þennan reynslu- og þekkingarheim kvenna. Við verðum öll, sem stétt, að íhuga hvert við viljum stefna. Hjúkrun á jafnt við karla sem konur og ættum við að stefna að því að fjölga karlmönnum í faginu. Vinnustaðurinn verður skemmtilegri þegar bæði kynin eru til staðar og mismunandi sýn fæst á ýmis verkefni og vandamál en það leiðir oft til farsælla lausna. Fyrirmyndir skortir fyrir karlkynshjúkrunarfræðinga. Við þurfum að laga það. Við getum hins vegar, hvert og eitt, verið fyrirmyndir fyrir ungt fólk þegar við tölum um hjúkrun. Breytingin byrjar hjá okkur sjálfum. Bendum á að hjúkrun er kostur með fjölbreytta möguleika og ótal tækifæri þegar kemur að starfsvali, kostur sem hentar bæði körlum og konum. Brjótum upp staðalímynd hjúkrunarfræðingsins.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
3
iði? v s a ð e Kláði i kenn n i e ú þ r Þekki ngar í i k ý s a p svep um? leggöng
Eitt hylki, einu sinni Án lyfseðils
Candizol
®
150 mg, 1 hylki
– Við sveppasýkingum í leggöngum Candizol hylki á að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni
Candizol hylki fást án lyfseðils til meðhöndlunar við sveppasýkingum í leggöngum hjá konum, sem hafa áður fengið meðferð á vegum læknis við sveppasýkingu í leggöngum og fá sömu einkenni að nýju. Einkenni sveppasýkingar eru meðal annars kláði og sviði í leggöngum og ytri kynfærum. Notkunarsvið: Candizol inniheldur virka efnið flúkónazól og tilheyrir flokki sveppalyfja. Candizol er notað við sveppasýkingum í leggöngum og fæst án lyfseðils til meðhöndlunar fyrir þær konur sem áður hafa fengið meðferð á vegum læknis við sveppasýkingu í leggöngum og fá sömu einkenni að nýju. Einkenni sveppasýkingar eru meðal annars kláði og sviði í leggöngum og ytri kynfærum. Ekki má nota Candizol ef ofnæmi er fyrir virka efninu, flúkónazóli, öðrum skyldum azólsamböndum eða einhverju hjálparefnanna eða fyrir öðrum lyfjum sem þú hefur notað við sveppasýkingum, einkennin geta verið kláði, húðroði eða öndunarerfiðleikar. Ef þú tekur astemizól, terfenadín (andhistamínlyf við ofnæmi),cisapríð (notað við óþægindum í maga),pímózíð (notað við geðrænum kvillum), quinidín (notað við hjartsláttartruflunum), eða erytrómýcín (sýklalyf). Sérstök varnaðarorð: Gæta skal varúðar við gjöf flúkónazóls hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi og skerta lifrarstarfsemi. Gæta skal varúðar við gjöf flúkónazóls hjá sjúklingum sem eru með sjúkdóma sem hugsanlega geta valdið hjartsláttartruflunum. Ekki er mælt með samhliða gjöf flúkónazóls og halófantríns. Í mjög sjaldgæfum tilfellum hefur verið greint frá bráðaofnæmi. Lyfið inniheldur laktósaeinhýdrat. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið. Láttu lækninn vita ef þú: Ert yngri en 16 ára og eldri en 50 ára, ert í fyrsta skipti að fá einkenni um sýkingu í leggöngum, hefur fengið fleiri en tvær sýkingar síðustu sex mánuði, ert með einhvern krónískan sjúkdóm, hefur lifrar- eða nýrnakvilla, hefur hjartasjúkdóm, þ.m.t. hjartsláttartruflanir, hefur óeðlilegt magn af kalíum, kalsíum eða magnesíum í blóðinu, færð alvarleg húðviðbrögð (kláða, roða í húðinni eða öndunarerfiðleika), (eða rekkjunautur þinn) hafið verið útsett fyrir kynsjúkdómum, ert óviss um orsök einkennanna, ert með önnur einkenni s.s. hita eða verk í neðri hluta kviðar, óeðlilegar eða óreglulegar blæðingar frá leggöngum, ertingu, sár eða blöðrur á ytri kynfærum eða sviða við þvaglát, tekur önnur lyf. Notkun annarra lyfja samhliða Candizol: Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, þar með talin lyf sem fengin eru án lyfseðils. Aukaverkanir: Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Ef vart verður við einhver eftirtalinna aukaverkana skal hafa samband við lækni eða lyfjafræðing: höfuðverkur, óþægindi í maga, niðurgangur, ógleði, uppköst,hækkun á gildum í blóðprufum fyrir lifrarstarfsemi, útbrot. Skammtastærðir: Candizol hylki á að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni. Fullorðnir: 150 mg sem stakur skammtur. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 3 daga. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Markaðsleyfishafi: Actavis hf. Febrúar 2014.
Ritstjóraspjall SAMHJÁLP SIÐFRÆÐI OG ÖRYGGIS
Þetta tölublað er hið fyrsta af 90. árganginum en tímaritið, sem nú heitir Tímarit hjúkrunarfræðinga, var fyrst gefið út 1925. Þetta merka árgangsnúmer verður í kastljósi seinna á árinu og á næsta ári verður haldið upp á 90 ára afmæli tímaritsins.
Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd Ásta Thoroddsen Bergþóra Eyólfsdóttir Dóróthea Bergs Kolbrún Albertsdóttir Oddný S. Gunnarsdóttir Vigdís Hrönn Viggósdóttir Þórdís Þorsteinsdóttir Fréttaefni Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson o.fl. Ljósmyndir Christer Magnusson, Fabrice Dimier, Guðbjörg Pálsdóttir, Jón Baldvin Halldórsson o.fl. Próförk og yfirlestur Ragnar Hauksson Auglýsingar Guðrún Andrea Guðmundsdóttir, sími 540 6412 Hönnun Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla Litróf Upplag 3900 eintök Pökkun og dreifing Póstdreifing
Christer Magnusson.
Í blaðinu er grein um öryggi sjúklinga. Kveikjan að greininni eru þeir atburðir sem gerðust á sjúkrahúsinu í Stafford í Bretlandi fyrir nokkrum árum. Það er að hluta til dapurlegur lestur en nauðsynlegur því læra má af því sem miður fer. Segja má að siðfræði hjúkrunarfræðinga sé bundin öryggi sjúklinga föstum böndum. Samhjálp er íslenska orðið fyrir symbiosis en það táknar samlíf tveggja ólíkra lífvera báðum til hagsbóta. Segja má að samband hugtakanna tveggja, siðfræði og öryggis, verki á svipaðan hátt. Í daglegu lífi erum við háð því að menn hagi sér eins og fólk, eins og sagt er. Við gerum ráð fyrir að langflestir aki ekki undir áhrifum vímuefna, brjótist ekki inn hjá okkur og berji okkur ekki að tilefnislausu. Við gerum einnig ráð fyrir að menn láti vita þegar þeir sjá eitthvað misjafnt gerast. Á sama hátt gera sjúklingar ráð fyrir að hjúkrunarfræðingar vinni af samviskusemi og láti vita ef eitthvað fer úrskeiðis. Á sjúkrahúsinu í Stafford virðast sumir hjúkrunarfræðingar hafa virt að vettugi báðar þessar óskir sjúklinganna. Almenningur gerir þær kröfur til hjúkrunarfræðinga að þeir standi fast við siðfræðireglur sínar þó að aðstæður séu erfiðar, en í raunveruleikanum er þetta ekki eins auðvelt. Sumir bugast þegar þrengt er að mönnun og starfsaðstæður eru fjandsamlegar. Því er lausnin ekki að gera einstaka hjúkrunarfræðinga að blórabögglum, eins og gerðist í Bretlandi, heldur að bæta mönnun og starfsaðstæður. Siðfræði hjúkrunarfræðinga tryggir öryggi sjúklinga en öryggi hjúkrunarfræðinga og sjúklinga tryggir með svipuðu móti siðfræði hjúkrunarfræðinga. Þegar talað er um hjúkrunarfræðinga sjá margir fyrir sér unga konu á fullu við að sinna sjúklingum á legudeild. Hjúkrunarfræðingar vinna hins vegar víða og eru einnig stjórnendur. Einn mikilvægur hópur er deildarstjórar því líðan þeirra og starfsumhverfi getur haft mikil áhrif á líðan almennra hjúkrunarfræðinga. Í þessu tölublaði er fræðigrein þar sem sagt er frá streitu og starfsumhverfi deildarstjóra og er þetta áhugaverð lesning. Streita og kulnun hjúkrunarfræðinga í kjölfar sparnaðar og niðurskurðar er alvarlegt vandamál sem verður áfram fjallað um í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Nýlega birtist í The Lancet rannsókn sem rennir stoðum undir fyrri rannsóknarniðurstöður um samband hjúkrunarmönnunar og öryggis sjúklinga. Vísbendingar eru um að fyrir hvern sjúkling, sem bætist við í umsjón hjúkrunarfræðings, hækki dánartíðni sjúklingahópsins um 7%. Ákvarðanir um að draga úr mönnun hjúkrunarfræðinga eru því ekki hættulausar. Það er kominn tími til að hjúkrunarfræðingar láti heyra í sér því siðareglur þeirra kalla á viðbrögð við þessum tíðindum.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
5
Fabrice Dimier, f.dimier@librearbitre.org
AUGNSKURÐSTOFA Á FERÐ OG FLUGI Á flugvellinum í Addis Ababa stendur flugvél frá bandarísku hjálparstofnuninni Orbis. Í vélinni er augnskurðstofa. Flugvélin er stöðugt á ferð um heiminn og kemur reglulega til Eþíópíu og ekki veitir af. Í landinu eru um 1,2 milljónir manna blindar og 2,7 milljónir hafa takmarkaða sjón. Margir þeirra gætu náð góðri sjón með einfaldri aðgerð.
Ung stúlka í augnskoðun hjá starfsfólki Orbis fyrir aðgerð. Í Eþíópíu eru tæpir 100 augnlæknar sem eiga að sinna 75 milljónum íbúa. Á Íslandi eru 32 augnlæknar. Miðað við 100.000 íbúa eru hlutföllin því 0,13 og 10,7.
Það er skammt liðið á mánudagsmorgun og þegar orðið heitt á götum Addis Ababa. Á augnsjúkrahúsinu er margmenni því hvíslast hefur út að galdraflugvélin, eins og menn kalla hana, sé komin. Margir hafa mætt í von um að komast í augnaðgerð um borð í DC-10 vélinni. Á meðan hjúkrunarfræðingurinn á staðnum reynir að koma á skipulagi gerir teymið frá Orbis klárt. Þessi bandaríska hjálparstofnun, sem nú heldur upp á þrjátíu ára afmæli sitt, hefur áður komið til Addis Ababa og er í góðum tengslum við sjúkrahúsið á staðnum. Verkefni dagsins ganga því vel en undirbúningurinn getur tekið langan tíma og flókið getur verið að útvega öll nauðsynleg leyfi. Margir sjúklingar eru skoðaðir yfir daginn og að lokum skoða læknarnir þá sem eiga að fara í aðgerð í vikunni. Læknarnir eru sjálfboðaliðar og munu á þrem vikum gera um hundrað aðgerðir og á sama tíma þjálfa þrjátíu staðarlækna.
6
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Skurðaðgerð um borð. Fyrir miðri mynd er hjúkrunarfræðingurinn Jacqueline. Hún er ráðin hjá Orbis og starfar í flugvélinni 45 vikur á ári. Skurðlæknar, hjúkrunarfræðingar, svæfingarlæknar, heilbrigðistæknar og aðrir í starfsliðinu eru ýmist ráðnir til langs tíma eða sjálfboðaliðar í nokkrar vikur í senn.
Sjúklingar á leið í aðgerð um borð í DC-10 flugvél Orbis á flugvellinum í Addis Ababa.
Augnskurðlæknirinn Douglas Frederik er einn af sjálfboðaliðum Orbis og gerir hér augnskýaðgerð. Aðgerðin er tekin upp á myndband og einnig sýnd í beinni útsendingu í kennslustofu flugvélarinnar.
Næsta dag mæta fastráðnir starfsmenn, sjálfboðaliðar og heilbrigðisstarfsfólk frá staðnum á flugstæði Federal Express á flugvellinum. Flugvél Orbis er gjöf frá FedEx og fær einnig að hafa samastað hjá aðalstyrktaraðila sínum. Georges er hjúkrunarfræðingur og sjálfboðaliði frá Bretlandi. Þetta er fyrsti dagurinn hans og fullur lotningar skoðar hann öll nýju tækin um borð. Flugvélarrýmið
er vel nýtt og skipt í sex einingar. Í farþegarrýminu eru fjörutíu sæti og nýtist það einnig sem fundarsalur. Biðstofa sjúklinga er einnig notuð við þjálfun í ljósleysitækni. Þá eru undirbúnings- og vöknunarherbergi, sótthreinsunarstofa og skurðstofa. Heilbrigðistæknar byrja á því að fara yfir búnaðinn og stöðu rafgeyma en flugvélin hefur nóg rafmagn til þess að getað starfað alveg óháð aðstæðum á flugvellinum.
Nú geta fyrstu sjúklingarnir, sem bíða þegar fyrir neðan stigann, gengið um borð. Á dagskrá eru átta aðgerðir. Deildarstjórinn Heather hjálpar starfsfólkinu að finna sinn stað. Um borð eru starfsmenn frá fimmtán löndum og margir þeirra eru rétt að byrja. Heather hefur sjálf valið sjálfboðaliðana en margir vilja komast að.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
7
Alazar á vöknunarstofu flugvélarinnar ásamt móður sinni eftir aðgerð.
Alatech gengur út úr fljúgandi skurðstofunni. Hún fór í aðgerð til þess að geta gengið sjálf til kirkju og hugsanlega geta fengið sér vinnu.
Sex ára pilturinn Adonay daginn eftir aðgerð. Nýkominn úr skoðun horfir hann yfir malbikaða svæðið á flugvellinum gegnum sólgleraugu til að verjast sólskininu.
Á skurðstofunni leggur Georges sig fram við að finna öll áhöld en það reynist auðvelt þar sem hann vinnur vanalega á augnskurðstofu í Bretlandi. Leonardo, fastráðinn hjúkrunarfræðingur frá Filippseyjum, fær alla til að kynna sig rétt áður en byrjað er á fyrstu aðgerðinni. Í sótthreinsunarherberginu kennir Jacqueline frá Ástralíu hjúkrunarfræðingi frá staðnum á ýmis skurðverkfæri. Hjúkrunarfræðingurinn vinnur í Suður-
8
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Eþíópíu en vegna skorts á læknum þarf hann oft sjálfur að framkvæma minniháttar aðgerðir. Hjá Orbis þurfa allir fastráðnir heilbrigðisstarfsmenn að kenna sjálfboðaliðum og heilbrigðisstarfsfólki á staðnum og allir skipta um starf daglega. Á morgun mun hjúkrunarfræðingurinn frá Suður-Eþíópíu vinna á skurðstofunni. Nú getur hann fylgst með aðgerðinni á litlum skjá. Í
fundarsalnum fylgist hópur lækna og hjúkrunarfræðinga með á stórum skjá. Þegar læknar Orbis gera ekki aðgerðir halda þeir fyrirlestra í fundarsalnum og eru fyrirlestrarnir einnig teknir upp og þeim dreift um landið. Aðalmarkmið Orbis er að þjálfa staðbundið heilbrigðisstarfsfólk, og starfsfólkið um borð skiptir tíma sínum milli þess að sinna sjúklingum og þjálfa starfsfólk. Mikið er um að vera, sjúklingar koma og fara og grátur og gleði einkenna
Orbis fær nýja flugvél Orbis er bandarísk hjálparstofnun sem vinnur að því að bjarga sjón manna í þróunarlöndum. Eitt verkefni stofnunarinnar er að reka fljúgandi augnskurðstofu en hún tók á loft 1982 og er sú eina sinnar tegundar í heimi. Aðalmarkmið Orbis er hins vegar ekki að lækna heldur að þjálfa heilbrigðisstarfsmenn í þróunarlöndum í því að sinna sjálfir augnsjúklingum. Í byrjun árs 2015 verður flugvélinni skipt út fyrir nýja af tegundinni MD-10. Hún er eins og fyrirrennarinn gjöf frá Federal Express í Bandaríkjunum. Í vélinni verða níu sérsniðnar einingar sem hægt er að taka út og setja inn aftur eftir þörfum.
þessa mikilvægu stund í lífi sjúklinganna en margir þeirra eru að koma í fyrsta sinn í flugvél. Dagskráin er viðburðarík og dagarnir líða fljótt. Fastráðna starfsfólkið vinnur í flugvélinni 45 vikur á ári og þekkir vel gang mála. Starfið tekur á félagslega en allir borða saman, vinna saman og eyða oft líka helgunum saman. Hótelherbergið er orðið að heimili þeirra og fjölskyldulífið afar takmarkað. Jacqueline hefur starfað í fimmtán ár um borð í fljúgandi augnskurðstofunni. Henni fannst þessi stöðugu ferðalög erfið fyrst í stað en kann nú að meta að hafa lífið í föstum skorðum. Hún segist kunna vel við starfið og er ánægð með að geta veitt mönnum sjónina aftur þar sem þeir fá þá líka sjálfstæði. Hún þakkar fyrir hvern dag sem hún fær að þjóna sjúklingum sínum.
Nú er kominn föstudagur og síðasti aðgerðardagurinn fyrir Orbis í Addis Ababa. Einnig koma margir sjúklingar í endurmat eftir aðgerð. Börnin eru ánægð með að geta losað sig við augnpúðana. Alazar spyr hvort hann megi horfa á teiknimynd og hjúkrunarfræðingarnir leyfa það góðfúslega áður en þeir skoða augað nánar. Alambra gerir ráð fyrir að sólgleraugun hans muni gera hann að aðalstjörnunni á munaðarleysingjahælinu. Yohanna á enn eftir að uppgötva nokkrum dögum seinna að hann getur núna séð átta metra frá sér. Nýr heimur er að opnast honum. Næsta dag mun DC 10-flugvélin leggja af stað í mörg þúsund kílómetra ferðalag til þess að aðstoða aðra við að ná sjóninni aftur. Næstu þrjár vikur verður hún í Sambíu. Í Addis Ababa bíða nú þegar mörg hundruð sjúklingar eftir að galdraflugvélin komi aftur.
Í næsta herbergi lýkur Leonardo Skypesímtali við konuna sína en hún býr í Manila. Hann er 59 ára og stoltur yfir að hafa unnið um borð í 17 ár. Hann var óánægður með launin heima fyrir og fór að vinna á stóru augnsjúkrahúsi í Ríad í Sádi-Arabíu, þar sem voru 12 skurðstofur, en þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar honum var boðið starf hjá Orbis. Honum finnst erfitt að vera svona mikið frá fjölskyldunni en hefur samt aldrei séð eftir því að hafa valið þetta starf. Hann segir starfið veita sér mikla ánægju og tækifæri til að sjá heiminn.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
9
Guðbjörg Pálsdóttir, gudbjorgpals@gmail.com
SÁRAMEÐFERÐ – HREINSUN SÁRA
Greinaröð Tímarits hjúkrunarfræðinga um sárameðferð heldur hér áfram og er nú fjallað um hreinsun sára.
Þegar sár myndast hefst flókið ferli sem lýkur jafnan með því að sár grær. Sárgræðsluferlið felur í sér samskipti ýmissa fruma og boðefna líkamans. Flest sár gróa vandræðalaust án inngripa eða afskipta, önnur sár gróa með hjálp einfaldra inngripa og enn önnur sár þurfa sérhæfða meðferð. Staðbundin meðferð sára snýst um að stýra aðstæðum í sárbeði og skiptist í þrjá meginþætti. Þeir eru að hreinsa sárið, tempra raka og halda bakteríuvexti í skefjum. Í þessari grein verður rætt um hreinsun sára. Hreinsun sára er mikilvægur þáttur í meðferð langvinnra sára, sérstaklega á fyrri stigum sárgræðsluferlisins meðan sár eru enn í bólgufasa. Sár eru hreinsuð í þeim tilgangi að fjarlægja úr sárinu það sem hindrar sárgræðslu og eykur líkur á sýkingu. Þetta getur verið drep, lífvana úrgangur og skánir sem setjast að í sárbeði, bakteríur, aðskotahlutir eða önnur óhreinindi. Mismunandi aðferðir eru notaðar til að hreinsa sár, allt eftir aðstæðum hverju sinni (mynd 1).
10
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Fyrir og eftir hreinsun með sárasugu.
Þættir sem lúta að sjúklingi • Almennt heilsufarsástand • Orsök sárs • Blóðflæði til sárs • Umfang vefjaskemmdar/dreps • Staðsetning sárs • Stærð sárs • Útferð úr sári Ytri aðstæður • Aðgengi að efnum og áhöldum • Þekking og færni meðferðaraðila • Kostnaður • Tími • Staðsetning meðferðar (innan eða utan sjúkrahúss) • Óskir sjúklings Mynd 1. Þættir sem hafa áhrif á hvernig sár er hreinsað.
Skolun sárs. Fljótlega eftir að sár opnast mengast það af umhverfinu. Innan tveggja sólarhringa eru bakteríur, sem eru hluti af eðlilegri bakteríuflóru húðarinnar sem og aðrar umhverfisbakteríur, farnar að setjast að í yfirborði sársins. Slík innrás ræsir ónæmiskerfi líkamans sem svarar með því að senda átfrumur á sárasvæðið til að brjóta niður bakteríur og dauðan vef. Við það myndast úrgangur sem sest á yfirborð sárs (e. debris). Skolun sárs (e. cleansing) er ein leið til að hreinsa bakteríur, dauðar frumur, sáravessa og annan úrgang af yfirborði sárs. Algengast er að nota kranavatn eða dauðhreinsað saltvatn til að skola sár. Umræða um hvort óhætt sé að nota
kranavatn til að skola sár hefur lengi átt sér stað. Niðurstöður úr nýlegri fræðilegri samantekt sýna að sár skoluð með kranavatni eru ekki líklegri til að sýkjast en sár sem skoluð eru með dauðhreinsuðu saltvatni. Kostir kranavatns eru þeir að vatnið er volgt beint úr krananum. Skolvökvar við herbergishita kæla yfirborð sárs og geta þannig hægt á sárgræðslu. Þá er kranavatnið ódýr og umhverfisvænn kostur. Þess ber þó að geta að kranavatnið þarf að vera hreint og drykkjarhæft. Mælt er með því að láta vatnið renna um kranann í um tvær mínútur áður en það er notað og hafa í huga að baðkör, vaskar og vatnsleiðslur geta verið mengaðar bakteríum og því þarf að gæta varúðar og meta aðstæður hverju sinni, sér í lagi hjá sjúklingum með skertar varnir. Sótthreinsandi skolvökvar eru einnig þekktir í sárameðferð. Meðal þeirra eru lausnir sem innihalda joð (t.d. Betadine®) og pólýhexaníð (t.d. Prontosan®). Umbúðir, sem innihalda silfur, hafa þó einnig leyst sótthreinsandi lausnir af hólmi að einhverju leyti. Í seinni tíð hefur nokkuð dregið úr notkun sótthreinsandi lausna við skolun sára vegna þess hve margar þeirra eru ertandi fyrir nýjan viðkvæman holdgunarvef (e. granulation tissue). Við sérstakar aðstæður, þar sem sár eru sýkt eða verulega menguð, getur þó verið ávinningur að því að nota sótthreinsandi lausnir tímabundið. Þegar sótthreinsandi efni eru notuð er almennt mælt með því að þau séu notuð í afmarkaðan tíma meðan sár er sýkt eða óhreint en ekki umhugsunarlaust eða í ótakmarkaðan tíma.
Skörp hreinsun (e. sharp debridement) er fljótleg leið til að hreinsa dauðan vef úr sári en drep í sári tefur verulega fyrir sárgræðslu. Hér er átt við hreinsun þar sem notuð eru beitt áhöld eins og hnífar, skæri eða sköfur. Skörp hreinsun er aðferð sem krefst sérstakrar þjálfunar og er ekki á færi allra. Ef klippt er í viðkvæma lifandi vefi, svo sem æðar, sinar eða taugar, getur það haft alvarlegar afleiðingar, svo sem blæðingu og varanlegan skaða á vefjum. Þessi aðgerð ætti því að vera í höndum þeirra sem hafa til þess þekkingu og færni. Nauðsynlegt er að nota dauðhreinsuð áhöld úr stáli, töng og vefjaskæri, sköfu eða skurðhníf. Þegar óhreint sár er blóðgað auðveldar það leið baktería inn í blóðrás og getur því aukið hættu á sýkingu tímabundið. Stundum eru því gefin sýklalyf í tengslum við slíka hreinsun. Skörp hreinsun getur verið sársaukafull og því þarf að íhuga deyfingu áður en hreinsun á sér stað. Frábendingar eru ef sjúklingar eru á blóðþynningarlyfjum, lélegt slagæðaflæði er til sárasvæðis, skortur er á dauðhreinsuðum skurðáhöldum og sár þar sem svart drep hefur ekki náð að afmarka sig enn þá. Skörp hreinsun er fyrst og fremst notuð til að klippa eða skera burt dauðan vef úr sári. Skörp hreinsun er einnig mikið notuð við meðferð sykursýkisára, einkum til að hreinsa burt sigg af húð í kringum sár. Mekanísk hreinsun er aðferð þar sem oftast eru notuð hjálpartæki eða áhöld. Meðal þess sem kallast mekanísk hreinsun er gömul aðferð sem felst í því að grisjur vættar í saltvatni eru lagðar ofan
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
11
í sár og látar þorna þar (e. wet to dry). Þegar grisjurnar eru síðan fjarlægðar úr sárinu rífa þær með sér það sem hangir í þeim hvort sem það er lifandi eða lífvana hold. Þessi aðferð var viðurkennd hér áður og viðgengst því miður sumstaðar enn. Þetta er ónákvæm aðferð við að hreinsa sár þar sem mikil hætta er á því að lifandi holdgunarvefur sé rifinn upp úr sárbotninum og er auk þess sársaukafullt fyrir sjúklinginn og ætti því alls ekki að nota. Aðrar og nýrri aðferðir við mekaníska hreinsun eru þegar sár eru til dæmis hreinsuð með því að sprauta á þau vatni eða öðrum skolvökva undir þrýstingi með þar til gerðum áhöldum og tækjum. Oft er hægt að hreinsa skánir og óhreinindi af yfirborði sárs með einfaldri stáltöng án þess að særa sárbeðinn. Notkun sárasogsmeðferðar hefur aukist til muna á síðustu árum, sérstaklega við meðferð langvinnra sára. Þó að megintilgangur sárasogsmeðferðar sé að stuðla að uppbyggingu holdgunarvefs í sári hafa nýjar rannsóknir og reynsla sýnt að sárasogsmeðferð flýtir fyrir hreinsun sára. Þegar undirþrýstingur myndast undir loftþéttum sáraumbúðum sem tengdar eru við sárasuguna veldur það því að sáravessi sogast frá sárinu. Við það hreinsast sárið, það dregur úr bjúgmyndun og bakteríubyrði minnkar. Einnig er talið að sárasogsmeðferðin geti stuðlað að niðurbroti á dauðum vef og auðveldað þannig hreinsun með hníf og skærum. Sjálfsleysing eða sjálfsmelting (e. autolysis) er ferli sem á sér stað þegar dauður vefur losnar eða leysist upp í sári fyrir tilstuðlan ensíma sem líkaminn sjálfur framleiðir. Hægt er að flýta fyrir sjálfsleysingu með því að búa um sár með loftþéttum umbúðum. Þegar slíkar umbúðir eru notaðar, til dæmis kökuumbúðir, filmur eða svampar með límkanti, myndast súrt og rakt umhverfi í sárinu en slíkar aðstæður stuðla að sjálfsleysingu. Rakagel er einnig notað til að auka raka í óhreinum sárum. Í minni sárum, þar sem vefjaskaði er ekki mikill, getur þessi hreinsun ásamt því að skola sárið verið nægileg. Þessi hreinsunaraðferð tekur tíma en er sársaukalaus og hefur litla áhættu í för með sér. Í sárum, þar sem vefjatap er meira, getur þessi aðferð verið hjálpleg
12
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
til að mýkja upp dauðan vef áður en sárið er hreinsað með áhöldum eins og töngum, hníf eða skærum. Hreinsun með hjálp flugnalirfa á sér langa sögu. Þessa aðferð má rekja allt til daga Florence Nightingale eða þegar hermenn börðust í návígi og særðir lágu eftir ósjálfbjarga á vígvellinum. Menn tóku eftir því að sár, sem flugnalirfur eða maðkar höfðu sest í, voru jafnan hreinni og síður sýkt en önnur sár. Flugnalirfur gefa frá sér ensím sem brjóta niður dauðan vef. Úrganginn nota lirfurnar sér til næringar. Ensím þeirra brjóta eingöngu niður dauðan vef en ekki lifandi vef og því er þetta mjög sérhæfð hreinsunaraðferð. Í nútímanum eru lirfur ræktaðar við dauðhreinsaðar aðstæður og notaðar með góðum árangri til að hreinsa sár sem erfitt hefur reynst að hreinsa með öðrum hætti. Dæmi um sár, sem lirfur eru notaðar á, eru sykursýkisár og legusár. Líftími lirfa er stuttur (5-7 dagar) og því þurfa þær að komast í sárin sem fyrst eftir að þær klekjast úr eggjunum. Lirfur eru sjaldan notaðar á Íslandi þar sem erfitt og kostnaðarsamt er að útvega þær.
Samantekt Hreinsun sára er mikilvæg og getur verið afgerandi fyrir árangursríka sárgræðslu. Ýmsar leiðir eru til að hreinsa sár. Þekking og færni meðferðaraðila sem og aðgengi að efnum og áhöldum setja skorður varðandi þær leiðir sem valdar eru. Hefðbundnar aðferðir, svo sem skolun sárs og það að skafa, skera eða klippa dauðan vef, eru vel þekktar. Sértækari hreinsunaraðferðir, eins og notkun flugnalirfa eða tæknilegra áhalda og tækja, eru einnig spennandi kostir sem vert er að skoða. Engum dylst að hlutverk hjúkrunarfræðinga í sárameðferð er umtalsvert og þeir eru lykilaðilar þegar kemur að því að annast reglubundna umönnun sára. Ákvörðun um hreinsun sára með skærum og hnífum svo og sértækar aðferðir eins og sárasogsmeðferð er þó alltaf tekin í samráði við lækni og framkvæmd af aðilum sem hafa fengið sérstaka þjálfun. Sárameðferð er samvinna, og öryggi og velferð sjúklings skulu alltaf höfð að leiðarljósi við ákvörðun um meðferð.
Skörp hreinsun – hreinsun með agntöng og skærum.
Heimildir: Flanagan, M. (2012). Principles of wound management. Í M. Flanagan (ritstj.), Wound healing and skin integrity, principles and practice (bls. 66-83). Oxford: Wiley-Blackwell. Fernandez, R., og Griffith, R. (2012). Water for wound cleansing. Cochrane Database of Systematic Reviews, Issue 2. DOI: 10.1002/14651858.CD003861.pub3. Sótt 10. febrúar 2014 á http://onlinelibrary.wiley.com/ doi/10.1002/14651858.CD003861.pub3/pdf/ abstract. Ingibjörg Guðmundsdóttir (2013). Sárasogsmeðferð. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 89 (5), 28-29. Leaper, D.J., Schultz, G., Carville, K., Fletcher, J., Swanson, T., og Drake, R. (2013). Extending the TIME concept: What have we learned in the past 10 years? International Wound Journal, 9 (4), S1-19. Schultz, G.S., Sibbald, R.G., Falanga, V., Ayello, E.A., Dowsett, C., Harding, K., o.fl. (2003). Wound bed preparation: A systematic approach to wound management. Wound Repair and Regeneration, 11, S1-28.
Hjúkrunarfræðingar á skurðdeild Hjúkrunarfræðingar á lyflækningadeild Svæfingahjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar á skilunardeild Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild Hjúkrunarfræðingar á nýburðardeild Hjúkrunarfræðingar á blóð- og krabbameinslækningadeild Hjúkrunarfræðingar á skurðlækningadeild Ljósmæður
Norræn samvinna um barnahjúkrun Fulltrúar fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga og fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga hafa lengi tekið þátt í norrænu samstarfi hjúkrunarfræðinga sem sinna börnum. Samstarfshópurinn skipuleggur meðal annars ráðstefnu sem haldin er þriðja hvert ár og næst 4.-5. september nk. í Stokkhólmi.
Fréttapunktur
Leitað er að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum til Noregs – á mjög eftirsóknarverðum kjörum
Við borgum fyrir allt og skipuleggjum ferð þína og dvöl. Við erum félagi þinn! Með jöfnu millibili verðum við með ráðningarviðtöl í danska sendiráðinu í Reykjavík. Nánari upplýsingar: Sími: (+45) 45 540 540 Hægt er að fylla út umsóknareyðublað á heimasíðu okkar: www.powercare.dk POWERCARE A/S Sønderhøj 16 DK-8260 Viby J Tlf.: (+45) 45 540 540 www.powercare.dk
Þátttakendur á fundi samstarfshópsins í Færeyjum í september 2013.
Arnór L. Pálsson
Ísleifur Jónsson
Frímann Andrésson
Jón Bjarnason
framkvæmdastjóri
útfararstjóri
útfararþjónusta
útfararþjónusta
REYNSLA
•
UMHYGGJA
•
TRAUST
Hugrún Jónsdóttir
Guðmundur Baldvinsson
Þorsteinn Elíasson
Ellert Ingason
útfararþjónusta
útfararþjónusta
útfararþjónusta
útfararþjónusta
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA
Rætt var um ráðstefnuna á fundi hópsins í Færeyjum sl. haust. Frá Íslandi mættu Vigdís Hrönn Viggósdóttir fyrir hönd fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga og Ingrid Svensson fyrir hönd fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Yfirskrift ráðstefnunnar í september er „Að hlusta á börnin“ og á dagskrá eru efni eins og samskipti við fyrirbura, fjögurra ára skoðun, heilsuviðtöl og reynsla unglinga af langvinnum sjúkdómum. Aðstandendur ráðstefnunnar vonast til að sem flestir íslenskir hjúkrunarfræðingar, sem vinna með börnum, fái tækifæri til að fara á hana. Hægt er fram að 1. apríl að óska eftir að kynna veggspjald eða halda erindi. Fyrir þá sem stunda götuhlaup vill svo skemmtilega til að daginn eftir ráðstefnuna er haldið hið árlega kvennahlaup „Tjejmilen“ í Stokkhólmi.
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
13
Harpa Þöll Gísladóttir, harpatholl@gmail.com
ÞANKASTRIK
BER ER HVER AÐ BAKI NEMA SÉR GÓÐAN SAMSTARFSMANN EIGI Mistök í heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum upp á síðkastið. Hugsanlega greip þetta sérstaka athygli mína þar sem ég hóf störf á gjörgæsludeild síðastliðið haust og leið mér pínulítið eins og hauslausri hænu. Hér blöstu við mér nýjar vinnuaðstæður, flókinn tækjabúnaður og sjúklingahópur með fjölþætt og lífshættuleg vandamál og þetta krefst meðal annars víðtækrar þekkingar og gagnrýnnar hugsunar. Þetta hefur gefið mér nokkur aukaslög og má segja að ég hafi þróað með mér krónískan lófasvita. Þrátt fyrir það er þetta staður sem ég vil starfa á. Þekking, ábyrgð og fagmennska starfsfólks er mikil og hér er auðvelt að smitast af metnaði. Það er ekkert svigrúm fyrir mistök og því skiptir sköpum að vinnuaðstæður og tækjabúnaður séu í lagi. Starfsfólk þarf að búa yfir viðeigandi reynslu og þekkingu ásamt því að verkferlar þurfa að vera gagnsæir og skilvirkir. Ekki má gleyma að samvinna og góð samskipti á milli deilda skipta einnig miklu máli í þessu samhengi. Lovísa Baldursdóttir skrifaði grein í Tímarit hjúkrunarfræðinga fyrir 11 árum, eða árið 2003, þar sem hún benti á ýmislegt er varðar mistök í heilbrigðisþjónustu. Meðal annars talaði hún um hvernig taka skyldi á mistökum og óvæntum atvikum við meðferð sjúklinga. Ábyrgðarskylda meðal lækna og hjúkrunarfræðinga er mikil og því hefur leitin að blóraböggli hugsanlega lítið verið gagnrýnd fram að þessum tíma. Hún benti á að sú aðferð og áhersla sé ekki vænleg til að
Harpa Þöll Gísladóttir er hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild.
fyrirbyggja mistök eða bæta skráningu mistaka innan heilbrigðiskerfisins. Hefur ekki meira vatn runnið til sjávar síðustu 11 árin? Ef starfsmaður á von á að verða sóttur til saka fyrir röð mistaka eru minni líkur á því að hann stígi fram og viðurkenni mistök sín. Landspítalinn hefur undanfarin tvö ár lagt aukna áherslu á gæði og öryggi og verið er að innleiða öryggismenningu sem byggist á trausti og hvetur fólk til að segja frá mistökum í þeim tilgangi að læra af þeim. Það að röð mistaka innan spítalans leiði sjúkling til dauða er ekki á ábyrgð einnar manneskju heldur okkar allra.
Að tilheyra stórum starfshópi sem vinnur náið saman, samhliða öðrum fagaðilum, reynir verulega á mannlega þátt okkar allra. Það er erfitt verkefni að ætla sér að viðhalda starfsánægju og góðum starfsanda, á sama tíma og standa þarf vörð um öryggi sjúklinga þegar vinnuaðstæður eru erfiðar og hjúkrunarfræðingar standa vaktina innan um biluð tæki, yfirfullar deildir og manneklu. Hættan er sú að starfsmenn leggist ofan í skotgrafir sínar og byrji að benda hver á annan og þá getur rígur skapast á milli deilda. Álagið, sem á sér stað innan veggja Landspítalans, er sumstaðar komið yfir öryggismörk. Til að mynda voru einungis tveir hjúkrunarfræðingar á morgunvakt um daginn á legudeild þar sem 20 sjúklingar lágu inni. Þetta getur varla talist eðlilegt ástand og er algjörlega óviðunandi bæði fyrir starfsmenn og sjúklinga. Það er áhyggjuefni okkar allra að veikindi starfsmanna, álag og þreyta geri það að verkum að lágmarksmönnun næst ekki. Öryggiskúturinn, sem haldið hefur spítalanum á floti, er sprunginn að mínu mati og allt loft er að leka úr honum. Ég tel það vera á okkar ábyrgð að vekja athygli á aðstæðum. Með því sýnum við að við berum velferð skjólstæðinga fyrir brjósti og svo er það á ábyrgð stjórnenda að setja í gang öflugt ferli
Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. 14
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Síðasta sumar starfaði ég hjá fyrirtæki sem kynnti fyrir mér hluta af verklagsreglum sínum sem á ensku heita crisis resource management. Þar kemur fram stefna fyrirtækisins varðandi „no blame policy“ en í því felst að þegar mistök eiga sér stað er ekki skimað eftir blóraböggli heldur er megináherslan lögð á að mistök séu tilkynnt í þeim tilgangi að hægt sé að endurskoða ferlið og fyrirbyggja að þau endurtaki sig. Ekki skiptir þar nokkru máli hver olli mistökunum og stendur fyrirtækið sterkt á bak við einstaklinginn. Það gildir svo lengi sem ekki er um hreinan ásetning að ræða en ég leyfi mér að halda að slík tilfelli séu fátíð. Þar var einnig kynnt fyrir okkur „ostalíkanið“ (Swiss cheese model) þar sem sýnt er með uppröðun á götóttum ostasneiðum hvernig röð verklagsbilana geta leitt af sér mistök. Öll hljótum við að vilja bæta samfellu og fagmennsku í þeirri þjónustu sem við veitum. Við erum öll í sama liðinu óháð starfsaldri, sérhæfingu, skóstærð og á hvaða sviði við störfum. Það er hagur okkar allra og telst hluti af fagmennsku hjúkrunar fræðinga að efla gæði heilbrigðisþjónustunnar í samfélaginu. Að stórum hluta er það undir okkur komið hvernig það þróast þótt við berum ekki ein persónulega ábyrgð á því. Stöndum vörð hvert um annað og róum í sömu átt. Munum einnig að hrós kostar okkur ekkert þegar við sjáum að vel er að verki staðið. Mistök eru til að læra af en þöggun og meðvirkni er okkar versti óvinur ef við ætlum okkur að halda uppi öflugu og faglegu heilbrigðiskerfi sem almenningur getur treyst fyrir lífi sínu.
Fréttapunktur
til að endurskipuleggja og bæta starfsaðstæður, mönnun og verklagsferla sem unnið er eftir. Hægt er að bæta margvíslega hluti án mikils tilkostnaðar. Við þurfum að setja upp gagnrýnisgleraugun okkar, skoða aðstæður og skilgreina hvað er vel unnið og hvað má betur fara. Miklu máli skiptir að við höfum jákvætt viðhorf og góða samvinnu að leiðarljósi.
Áhugaverð vefsíða
skyndihjalp.is
Rauði kross Íslands opnaði 10. desember sl. nýja vefsíðu undir heitinu skyndihjalp.is. Var það gert í tilefni 89 ára afmælis félagsins. Forseti Íslands opnaði á sama tíma neyðarmiðstöð Rauða krossins en hún á að samhæfa betur neyðarviðbrögð félagsins á tímum áfalla. Afmælisárið fram að 10. desember 2014 verður tileinkað skyndihjálp og verða alls konar uppákomur á árinu. Á vefsíðunni má finna ýmsan fróðleik um skyndihjálp en lögð er áhersla á að kenna landsmönnum endurlífgun og viðbrögð við aðskotahlut í hálsi, blæðingu og bruna. Að auki er hér hægt að finna kennsluefni um bráðaofnæmi, krampa, heilablóðfall, brjóstverk, beinbrot og sálrænan stuðning. Á síðuna er einnig hægt að sækja smáforrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvu en í forritinu er alls konar fræðsla um skyndihjálp sem gott getur verið að hafa við höndina. Þá má horfa á myndband um endurlífgun og taka próf. Tengill til þess að skrá sig á námskeið verkaði ekki þegar síðan var skoðuð en hægt er að kaupa skyndihjálpartösku með ýmsum umbúðum og öllum nauðsynlegum tækjum. Fróðlegt er að lesa frásagnir um skyndihjálparmann ársins alveg aftur til ársins 2000. Óskað er eftir ábendingum um hver skuli valinn skyndihjálparmaður ársins og þegar þetta tölublað kemur út má sjá hver varð fyrir valinu 2013. Einnig er óskað eftir reynslusögum af skyndihjálp en í lok desember sl. voru engar slíkar sögur komnar.
Ég skora á Hildi Björk Sigurðardóttur að skrifa næsta þankastrik.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
15
Aðalbjörg Finnbogadóttir og Christer Magnusson, adalbjorg@hjukrun.is
HNEYKSLIÐ Í STAFFORDSHIRE OG AFLEIÐINGAR ÞESS Aðstandendur sjúklinga, sem höfðu látist á sjúkrahúsinu, fóru af stað með herferð til þess að láta rannsaka hvað hefði gerst og ná fram breytingum. Í þessari herferð urðu hjúkrunarfræðingar skotmörk þar sem þeir voru nálægt sjúklingunum og því táknmynd fyrir allt sem hafði farið úrskeiðis.
Sjúkrahúsið í Stafford rannsakað
Síðastliðið ár var mjög erfitt fyrir hjúkrunarfræðinga í Bretlandi en þá kom út skýrsla um Staffordshiremálið svokallaða. Ástæða er fyrir íslenskra hjúkrunarfræðinga að velta fyrir sér hvort álíka atburðir gætu gerst hér. Á árunum 2005 til 2009 komu fram alvegarlegar athugasemdir við hjúkrun og meðferð á sjúkrahúsinu í Stafford. Um mitt ár 2007 uppgötvaði Healthcare Commission, þáverandi eftirlitsaðili heilbrigðiskerfisins (stofnunin heitir nú Monitor), að dánartölur voru óvenjuháar hjá Mid Staffordshire NHS Trust. Því hefur verið haldið fram að 400-1200 sjúklingar hafi dáið þar að óþörfu miðað við landsmeðaltöl á þessum árum.
16
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Einnig var kvartað yfir slælegum vinnubrögðum eða jafnvel illri meðferð sjúklinga af hendi starfsfólks. Sjúklingar fengu verkjalyf seint eða alls ekki, starfsfólk svaraði ekki bjöllu og sjúklingar komust ekki á eða gleymdust á klósettinu. Aðstandendur þurftu að hjálpa sjúklingum að borða og taka til á stofum og göngum, sjúklingar fengu ekki nóg að drekka og fleira í þeim dúr.
Lögfræðingurinn Robert Francis fékk það verkefni hjá ríkisstjórninni að rannsaka málið og skrifa tvær skýrslur en seinni skýrslan birtist í febrúar 2013. Í fyrri skýrslunni komst Francis að þeirri niðurstöðu að meginástæðan fyrir því sem þar gerðist væri of fátt og illa þjálfað starfslið. Einnig greindi hann frá slælegum starfsanda, hræðslu við að kvarta, að ekki var hlustað á kvartanir frá starfsfólki og sjúklingum, sparnaðarkröfum, lélegri stjórnun og að sumt starfsfólk væri hreinlega kuldalegt. Í seinni skýrslu hans eru talin upp að minnsta kosti átta viðvörunarmerki sem komu fram áður en Healthcare Commission tók eftir dánartölunum. Til dæmis hafði Commission for Health Improvement þegar árið 2004 lækkað Mid Staffordshire NHS Trust úr þriggja stjörnu einkunn í núll vegna þess að heilbrigðisstofnunin hafði ekki náð markmiðum sínum á fjölmörgum sviðum. Næstu tvö árin voru gerðar úttektir á gjörgæslumeðferð og á meðferð á alvarlegum slysum á börnum og gerðu úttektaraðilar margar athugasemdir. Ánægjukönnun á sjúkrahúsinu í Stafford 2007 kom einnig illa út. Þeir aðilar, sem komust að þessum niðurstöðum, töluðust hins vegar ekki við né fengu skýrslur frá öðrum aðilum. Sama ár og ánægjukönnunin var gerð bar hjúkrunarfræðingur að nafni Helene Donnelly fram alvarlegar ásakanir á
hendur stjórnendum á bráðamóttöku sjúkrahússins. Hún hafði þá unnið á sjúkrahúsinu í tvö ár og séð ýmislegt sem henni mislíkaði en steininn tók þó úr þegar hún sá sjúkling deyja eftir að hafa orðið fyrir illri meðferð. Helene kvartaði meðal annars yfir að móttökuritarar voru látnir flokka sjúklingana og að alvarlega veikir sjúklingar voru sendir heim til þess að sjúkrahúsið myndi ná markmiðinu um að enginn þyrfti að bíða lengur en í fjóra klukkutíma. Þá kom fyrir að hjúkrunarfræðingar fölsuðu gögn til þess að láta líta svo út að markmiðunum hefði verið náð. Stjórn sjúkrahússins gerði ekkert til þess að rannsaka málið eða bæta ástandið. Í staðinn varð Helene Donnelly fyrir einelti og fékk jafnvel morðhótanir frá samstarfsfólkinu.
aðstoðarmenn í hjúkrun munu þurfa að fara á námskeið samkvæmt stöðlum sem gilda fyrir allt Bretland og einnig hafa verið settar siðareglur fyrir þennan hóp. Hver sjúklingur mun á hverri vakt fá að vita hver er hjúkrunarfræðingurinn hans. Heilbrigðisstofnanir eiga framvegis að birta tölur um hjúkrunarmönnun á mánaðar fresti. Ríkisstjórnin féllst hins vegar ekki á tillögu Francis að deildarstjórar ættu ekki að taka vaktir heldur einbeita sér að stjórnun.
Eftir að skipt var um stjórn á sjúkrahúsinu í Stafford voru ráðnir 140 hjúkrunarfræðingar en þessi tala er vísbending um hversu mikið hafði verið skorið niður á sjúkrahúsinu þegar fyrri stjórn reyndi að ná sínum fjárhagsmarkmiðum.
The Nursing and Midwifery Council (NMC) er eftirlitsstofnun sem heyrir undir breska þingið. Stofnunin fylgist með leyfum, menntun, endurmenntun og framferði 675.000 hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum. Árið 2010 setti hún Janice Harry, hjúkrunarforstjóra sjúkrahússins í Stafford, í atvinnubann fyrir að hafa sinnt starfi sínu illa. Bannið var framlengt í október sl. þangað til málið hefur verið rannsakað ofan í kjölinn. Samtals hefur NMC skoðað ásakanir gagnvart 41 hjúkrunarfræðingi frá Stafford. Tveir hjúkrunarfræðingar, sem fölsuðu sjúkragögn, hafa misst hjúkrunarleyfi sitt.
Rannsóknir og skýrslugerð Francis og starfsfólk hans tók samtals tvö og hálft ár. Í lokaskýrslunni eru settar fram 290 tillögur til breytinga en 30 þeirra koma beint við hjúkrun. Ríkisstjórn Bretlands tók sér tíma fram í nóvember 2013 til að tilkynna hvaða breytingar hún hygðist gera til þess að svara tillögum Francisskýrslunnar. Hún tók til greina 281 athugasemd af 290. Nokkrar þeirra sem fjalla um hjúkrun hafa þegar verið framkvæmdar og flestar aðrar samþykktar af hálfu ríkisstjórnarinnar. Til dæmis munu allir sem sækja um í hjúkrunarnám þurfa að hafa reynslu úr umönnunarstarfi. Hjúkrunarfræðingar munu þurfa að sýna fram á árlega endurmenntun og að þeir hafi enn hæfni til þess að stunda hjúkrun á sínu sviði. Ófaglærðir
Nánast allir aðilar, sem skýrslan fjallar um, fá á sig gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við. Það á einnig við um Royal College of Nursing, breska hjúkrunarfélagið, en vegna þess að félagsmenn voru viðriðnir málið vissi félagið af kvörtunum Helene Donnelly.
Í bígerð er löggjöf sem skyldar heilbrigðisstofnanir til að láta sjúklinginn eða aðstandendur hans vita ef sjúklingur bíður tjón af meðferð. Stofnanir munu líka sæta stjórnvaldssektum ef í ljós kemur að þeim hefur láðst að tilkynna um alvarleg atvik. Eftir að skipt var um stjórn á sjúkrahúsinu í Stafford voru ráðnir 140 hjúkrunarfræðingar en þessi tala er vísbending um hversu mikið hafði verið skorið niður á sjúkrahúsinu þegar fyrri stjórn þess reyndi að ná sínum fjárhagsmarkmiðum. Julie Bailey, dóttir konu sem lést á sjúkrahúsinu í Stafford og leiðtogi herferðarinnar Cure the NHS, fékk um áramótin orðuna CBE og hjúkrunarfræðingurinn
Helene Donnelly fékk OBE fyrir að ljóstra upp um aðstæður á sjúkrahúsinu. Helene vinnur nú annars staðar ásamt því að halda erindi um reynslu sína.
Öryggi sjúklinga Ótímabær dauðsföll á heilbrigðisstofnunum, á ensku avoidable deaths, eru stórt vandamál um allan heim. Sagt var frá því fyrir stuttu að á fjárlagaárinu 2012/13 hefðu 3.500 manns látist á breskum sjúkrahúsum. Á listanum er Mid Staffordshire enn í þriðja sæti þrátt fyrir víðtækar breytingar sem gerðar hafa verið á rekstri þessarar stofnunar. Eins er líklegt að uppgjöf starfsmanna og ófagmannleg hegðun í kjölfar kröftugs niðurskurðar komi fram á mörgum öðrum stöðum en á sjúkrahúsinu í Stafford. Miðað við rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada og Danmörku, má ætla að árlega verði um 2.500 manns af þeim um það bil 30 þúsund, sem leggjast inn á Landspítala, fyrir óvæntum skaða. Samskonar eða svipuð rannsókn hefur ekki verið gerð hér
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
17
Samkvæmt siðareglum hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarfræðingur umfram allt skyldum að gegna við þá sem þarfnast hjúkrunar. á landi en árið 2010 veitti vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Önnu Björgu Aradóttur, sviðstjóra eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis, styrk til að gera rannsókn á öryggi sjúklinga og tíðni óvæntra skaða á LSH og FSA. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn um efnið með þátttöku Háskóla Íslands, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Niðurstöður rannsóknarinnar liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað. Nýlega var sagt frá því að í Svíþjóð hefðu 10 íbúar á öldrunarheimili látist og 31 orðið fyrir skaða 2013 samkvæmt tilkynningum til eftirlitsaðila. Samtals var 231 tilfelli kært frá 121 sveitarfélagi en 169 sveitarfélög skiluðu ekki einni einustu atvikaskýrslu á árinu. Meðal annars fjölluðu tilkynningarnar um tilfelli þar sem íbúum voru gefin svefnlyf svo starfsfólkið gæti sofið á vaktinni, íbúar gleymdust á klósetti eða eftirlit brást þannig að íbúar gátu ráfað út af heimilinu. Næturstarfsfólk kom oft fyrir í þessum kærum. Einn íbúi lést eftir að matur festist í hálsi en hann átti að fá maukfæði. Einnig eru dæmi um illa meðferð og að starfsfólk hafi niðurlægt íbúa eða mætt til vinnu undir áhrifum áfengis. Þessi atvik voru tilkynnt samkvæmt „lex Sarah“ en það er nafnið á grein í sænskum lögum um velferðarþjónustu. Þar er kveðið á um að stofnunum innan velferðarþjónustu beri skylda til þess að greina frá alvarlegum atvikum. Samsvarandi grein í lögum um öryggi sjúklinga og skyldur heilbrigðisstofnana heitir „lex Maria“ en hún er talsvert eldri. Nafnið er vísun í tilfelli sem kom upp á Maria-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 1936 þar sem fjórir sjúklingar létust eftir að hafa fengið sótthreinsunarefni í æð í stað deyfingar.
Opinbert eftirlit Það má velta því fyrir sér hvort slík vanræksla eða sams konar aðstæður geti komið upp hér á landi, á sjúkrahúsum eða
18
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
öldrunarstofnunum. Til eru lög í landinu sem eiga að tryggja ákveðið eftirlit með heil brigðisstofnunum og upplýsingaskyldu og skráningu óvæntra atvika. Í lögum frá 2007 um heilbrigðisþjónustu og landlækni er kveðið á um eftirlit með heilbrigðisþjónustu. Þar segir að landlæknir skuli hafa reglubundið eftirlit með því að heilbrigðisþjónusta, sem veitt er hér á landi, uppfylli faglegar kröfur og ákvæði heilbrigðislöggjafar á hverjum tíma. Telji landlæknir að heilbrigðisþjónusta uppfylli ekki þessi skilyrði skal hann beina tilmælum um úrbætur til rekstraraðila. Verði rekstaraðili ekki við þeim tilmælum getur ráðherra stöðvað reksturinn tímabundið þar til bætt hefur verið úr þeim atriðum sem ekki standast kröfur. Enn fremur skal ráðherra, í reglugerð, kveða á um faglegar lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu á einstökum sviðum. Í henni skal meðal annars fjalla um lágmarkskröfur um mönnun, húsnæði, aðstöðu, tæki og búnað til reksturs heilbrigðisþjónustu. Þar kemur fram að þegar veitt er heilbrigðisþjónusta af tiltekinni tegund skal þess gætt að einungis heilbrigðisstarfsmenn, sem hafa til þess starfsleyfi, veiti þjónustuna. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna skal taka mið af umfangi og eðli þjónustunnar og aðstæðum hverju sinni. Auk ofangreindra laga og reglugerðar, sem eiga að tryggja öryggi sjúklinga, er ákvæði í lögum um heilbrigðisstarfsmenn frá 2012 en í kafla um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsmanna er kveðið á um faglegar kröfur og ábyrgð þeirra. Þar segir meðal annars að heilbrigðisstarfsmanni beri að þekkja skyldur sínar og siðareglur, viðhalda þekkingu sinni og faglegri færni, tileinka sér nýjungar er varða starfið og kynna sér lög og reglugerðir sem gilda um heilbrigðisstarfsmenn og heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma. Samkvæmt siðareglum hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarfræðingur umfram
allt skyldum að gegna við þá sem þarfnast hjúkrunar. Þar segir einnig að hjúkrunarfræðingur skuli vekja athygli á því ef ráðstafanir stjórnvalda og annarra stjórnenda ganga gegn hagsmunum skjólstæðings. Ef heilbrigði eða öryggi skjólstæðings er stefnt í hættu vegna ófaglegra eða ólöglegra starfa samstarfsfólks ber hjúkrunarfræðingi að tilkynna það viðeigandi aðilum. Þar sem hjúkrunarfræðingar bera lagalegar, faglegar og siðfræðilegar skyldur gagnvart sjúklingum sínum ber þeim að láta vita ef þeim finnst sjúklingi ógnað á einn eða annan hátt. Með ofangreindum lögum, reglugerð og siðareglum hjúkrunarfræðinga skyldi maður ætla að öryggi sjúklinga væri tryggt. En er það svo?
Áhrif niðurskurðar á öryggi sjúklinga Undanfarin misseri höfum við orðið vitni að miklum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og enn er verið að skera niður, nú síðast hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Er það, að því er virðist, þvert á stefnu heilbrigðisráðherra um eflingu heilsugæslunnar og þjónustustýringu þar sem áhersla er lögð á að heilsugæslan verði fyrsti viðkomustaður innan heilbrigðisþjónustunnar. Starfsfólk Landspítala hefur ítrekað vakið athygli á skertri þjónustu við sjúklinga, lélegum tækjabúnaði og aðstæðum sem ekki uppfylla þær faglegu gæðakröfur sem gerðar eru til heilbrigðisþjónustunnar. Fréttir af niðurskurði á hjúkrunarheimilum, sem bitnar beint á íbúum þeirra, hafa verið tíðar undanfarið. Á Sólvangi sagði hjúkrunardeildarstjóri starfi sínu lausu þar sem henni fannst hún ekki geta starfað lengur við þær aðstæður sem íbúum og starfsfólki er boðið upp á. Þá hafa bæði hjúkrunarforstjóri og forstjóri Sólvangs stigið fram og bent á að þeim hafi verið skylt að skera niður þvert á mat og ráðleggingar landlæknisembættisins eftir úttekt þess eftir niðurskurð sem átti sér stað árið 2011. Niðurskurðurinn hefur haft bein og mælanleg áhrif á heimilisfólkið. Það er ekki eins öruggt og áður og tölur sýna að byltum hefur fjölgað, fjötra þarf oftar fólk niður svo það fari sér ekki á voða og suma daga þarf
að forgangsraða hverjir fá að fara fram úr rúmi. Auk þess hefur með fækkun starfsfólks tími til að sinna félagslegum þörfum heimilismanna minnkað en það dregur úr öryggi þeirra og örvun og eykur á félagslega einangrun og einmanakennd. Slík þjónusta er afturför um tugi ára. Því miður er ástandið á Sólvangi ekki einsdæmi. Má í því sambandi nefna nýlegt dæmi þar sem rekstur Sunnuhlíðar fór í þrot og ríkið tók að sér reksturinn og á öðru hjúkrunarheimili var íbúa gefinn rangur lyfjaskammtur með alvarlegum afleiðingum. Til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks þurfa starfsaðstæður að vera góðar. Til starfsaðstæðna telst fjöldi starfsmanna, menntun og samsetning mannaflans, vinnutími svo sem lengd vakta og fjöldi aukavakta, vinnuálag, truflanir og fleiri þættir sem áhrif hafa á vellíðan og öryggi starfsmanna. Margoft hefur verið bent á mikilvægi fagþekkingar starfsfólks fyrir lífslíkur sjúklinga á sjúkrahúsum og ekki síður fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum. Í rannsókn, sem gerð var á vinnuumhverfi og líðan starfsfólks í umönnun aldraðra á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin frá árinu 2011, kemur í ljós að starfsfólk í umönnun aldraðra á Íslandi hefur minni menntun, er að jafnaði yngra og með styttri starfsaldur en á hinum Norðurlöndunum. Til eru margar rannsóknir sem sýna að of lítil mönnun, lítil menntun starfsfólks og röng samsetning mannaflans getur ógnað öryggi sjúklinga og aukið hættu á óæskilegum atvikum og alvarlegum mistökum sem leitt geta til dauða sjúklinga. Nú síðast birtist grein í tímaritinu Lancet þar sem niðurstöður stórrar rannsóknar, sem gerð var í 11 löndum innan Evrópu auk fjögurra landa utan Evrópu, sýna að um samhengi milli mönnunar og menntunar hjúkrunarfræðinga og öryggis sjúklinga er að ræða. Fyrsti höfundur greinarinnar er Linda Aiken sem áður hefur rannsakað samband hjúkrunarmönnunar og dánartíðni sjúklinga í Bandaríkjunum. Rannsóknin er hluti af stóru evrópsku rannsóknarverkefni RN4CAST þar sem rannsakaðar eru vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga, gæði þjónustu og atvik þar sem sjúklingar verða fyrir skaða.
Mikilvægt er að meta mönnun í hjúkrun í tengslum við öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu. Til að reyna að áætla þörf fyrir mönnun á sjúkrahúsum hafa verið útbúin ýmis mælitæki, og mönnunarmiðvið hjúkrunarheimila hafa verið unnin af Embætti landlæknis en hafa ekki verið tekin í notkun.
Upplýsingaskylda og skráning óvæntra atvika Í lögum um landlækni og lýðheilsu frá 2007 er kveðið á um skráningu óvæntra atvika og tilkynningaskyldu heilbrigðisstarfsfólks um óvænt atvik. Þar segir að heilbrigðisstofnanir og þeir sem veita heilbrigðisþjónustu skuli halda skrá um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurtaki sig ekki. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Þar segir enn fremur að öllum heilbrigðisstarfsmönnum og öðru starfsfólki heilbrigðisstofnana, eftir því sem við á, sé skylt að skrá öll óvænt atvik. Í lögunum er einnig fjallað um tilkynningaskyldu en þar segir að þeim sem veita heilbrigðisþjónustu beri að tilkynna landlækni án tafar um
óvænt atvik sem valdið hafi eða hefði getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni, svo sem dauða eða varanlegum örkumlum. Jafnframt skal upplýsa sjúkling um hið óvænta atvik án ástæðulausra tafa og nánustu aðstandendur hans þegar það á við. Það eru því ekki eingöngu siðareglur hjúkrunarfræðinga sem leggja þær skyldur á þá að láta vita verði þeir vitni að einhverju því í starfsemi stofnunarinnar heldur eru þær einnig lögbundnar. Hér á landi hefur ekki gengið sem skyldi að fá heilbrigðisstarfsmenn til að skrá óvænt atvik. Upplýsingar um fjölda óvæntra skaða á sjúkrahúsum hérlendis liggja ekki fyrir, en ef niðurstöður úr erlendum rannsóknum eru yfirfærðar á Ísland má gera ráð fyrir 50-300 dauðsföllum árlega hér á landi vegna óvæntra skaða. Samkvæmt stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er það hlutverk hjúkrunarfræðinga að efla heilbrigði, vellíðan og lífsgæði og draga úr og koma í veg fyrir þjáningar meðal þjóðarinnar. FÍH hvetur alla hjúkrunarfræðinga, hvar sem þeir starfa, að segja frá ef þeir telja öryggi sjúklinga á einhvern hátt ógnað. Meðvirkni með ríkjandi ástandi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir bæði sjúklinga og starfsmenn. Hjúkrunarfræðingar eru
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
19
því hvattir til að fara að lögum og skrá öll atvik sem upp koma samkvæmt reglum stofnunar og láta vita um leið og þeir verða varir við eða þeir telja að ráðstafanir stjórnvalda eða annarra stjórnenda gangi gegn hagsmunum skjólstæðinga. Þá ber þeim einnig að tilkynna til viðeigandi aðila ef heilbrigði eða öryggi skjólstæðings er stefnt í hættu vegna ófaglegra eða ólöglegra starfa samstarfsfólks. Hjúkrunarfræðingar geta haft samband við félagið, rætt við sinn næsta yfirmann eða snúið sér beint til Embættis landlæknis. Á vefsvæði embættisins má finna leiðbeiningar fyrir heilbrigðisfólk um hvernig og hvað ber að tilkynna.
Gæti þetta gerst hér? Tímarit hjúkrunarfræðinga spurði nokkra hjúkrunarfræðinga hvort þeir héldu að annað eins og í Staffordshire gæti gerst hér. Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítala, segir að fræðilega séð sé það möguleiki en hjúkrunarfræðingar á stóru sjúkrahúsunum séu enn sem komið er fjarri þessum lýsingum. „Ég hef frekar áhyggjur af því að sum hjúkrunarheimili, og hugsanlega þær biðdeildir sem Landspítali rekur fyrir aldraða sem bíða eftir hjúkrunarheimili, séu hættulega nærri þessu ástandi,“ segir hún. Helsti áhættuþáttur sé niðurskurðarkrafan en Sigrún Huld hefur þó meiri áhyggjur af ríkjandi andrúmslofti varðandi umræður og gagnrýna hugsun. „Þar horfi ég ekki síst til eigin stéttar en hjúkrunarfræðingar eru bara allt of hræddir við að opna munninn. Á Landspítala, stærsta vinnustað íslenskrar heilbrigðisþjónustu, ríkir „þögul þöggun“ en hún er svo inngróin að það þarf varla að segja starfsfólki að það eigi ekki að hafa hátt um gagnrýnisatriði. Stjórnendur í heilbrigðisþjónustu draga upp óraunhæfar bjartsýnismyndir og starfsfólk þegir eða tekur undir,“ heldur Sigrún Huld áfram. Sigrún Huld nefnir sem dæmi viðbrögð hjúkrunarfræðinga þegar heilbrigðisráðherra sagði öllum í haust að hann væri að bæta við 40 biðrýmum á Landspítala. „Í raun lokaði hann 18 á móti svo rýmin eru 24 og raunar ekki öll komin í notkun. Ég var eitthvað að tauta yfir þessu á
20
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Meðvirkni með ríkjandi ástandi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir bæði sjúklinga og starfsmenn. almannafæri og það varð til þess að Stöð 2 hafði samband við mig og ég veitti þeim viðtal. Yfirmaður minn var mjög áhyggjufullur en bannaði mér þó ekki að fara í viðtal. Ég var hrædd um að fá skammir en fékk svo reyndar engar.“ Nýlega skráði hún svo atvik vegna óhóflegrar geðlyfjanotkunar aldraðrar konu á Landakoti. „Ég varð greinilega vör við að fólki þótti þetta aldeilis yfirgengileg hegðun af minni hálfu. Þegar frá leið held ég þó að viðbrögð mín hafi orðið til góðs en það þurfti sannarlega sjálfstraust og faglegt hugrekki til að gera þetta,“ segir hún. Breska atburðarásin finnst henni að mörgu leyti mjög kunnugleg. Opinbert eftirlit sé einnig afar veikur hlekkur á Íslandi. „Fyrstu viðbrögð stjórnenda eru gjarnan að neita öllu. Almennt er lítil hefð hér fyrir eftirliti og gagnrýni í starfi. Ég hef til dæmis aldrei farið í starfsmannaviðtal á minni starfsævi og hef á tilfinningunni að ég hefði oft getað leyft mér bæði eitt og annað hefði ég haft samvisku til þess án þess að kæmi til afskipta yfirmanns. Mér skilst að eftirlit með hjúkrunarheimilum frá Embætti landlæknis fari fram með boðaðri heimsókn þar sem starfsmenn embættisins ræða við stjónanda heimilisins eingöngu. Slíkt eftirlit er kannski betra en ekkert en ekki mikið meira en það,“ segir Sigrún Huld. Erla Kristbjörg Sigurgeirsdóttir er formaður fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga. Hún segist vona að ekkert þessu líkt geti gerst né gerist á Íslandi. „Ef svo illa vildi til að slíkt hneyksli kæmi upp hér á landi þá er það algjörlega óafsakanlegt og mikil hneisa fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í heild. En þó ber alltaf að hafa í huga að þegar mikill sparnaður og aðhald er í hjúkrunarmálum er hætta á að bæði
markmið og gæði hjúkrunar hreinlega glatist eða að minnsta kosti minnki. Þá er einmitt aukin hætta á mistökum í hjúkrun en það felur í sér hættu á að öryggi aldraðra sé stefnt í hættu. Sem betur fer erum við búin að vinna vel í því að innleiða gæðastaðla sem fela í sér að gæði í hjúkrun aldraðra ættu að vera trygg. Ekkert er samt öruggt og síst af öllu á hjúkrunarheimilum ef grundvallarhugsjónum hjúkrunar er ekki sinnt eins og gerðist í Staffordshire,“ segir hún. „Við getum gert margt til að koma í veg fyrir slíkt. Mér dettur fyrst og fremst í hug að við hjúkrunarfræðingarnir vinnum saman með stjórnvöldum að stefnumótun þar sem fagþekking og siðareglur okkar fái að ráða för. Hjúkrunarfræðingum, sem þekkja vel og vinna eftir siðareglum sínum, er ekkert að vanbúnaði að skipuleggja hjúkrun með mikilli sæmd. Það hefur einmitt sýnt sig að þeir hjúkrunarfræðingar, sem vinna með siðareglur í huga, eru öruggari, farsælli, víðsýnni og áhrifameiri í starfi sínu. Einnig má líka hafa í huga að landlæknisembættið, félagið okkar sem og við hjúkrunarfræðingarnir ættum að standa vel að eftirliti og fylgjast mjög vel með því sem er að gerast á hjúkrunarvinnustöðum. Bæta mætti gegnsæi til dæmis á vef landlæknisembættissins á gæðatölum, dánartölum, slysatíðni og mönnun, svo lítið eitt sé nefnt. Þetta efni ætti að vera aðgengilegt öllum fjölmiðlum en þeir hafa ekki síst mikið hlutverk bæði til að geta þess sem vel er gert sem og þess sem miður fer í heilbrigðismálum.“
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
BÓKARKYNNING HJÚKRUN Í BLÓÐUGUM ÁTÖKUM Þeir atburðir á Norður-Írlandi, sem nú ganga undir heitinu erfiðleikarnir, eða „the troubles“, byrjuðu þegar breskir hermenn voru sendir til að kveða niður borgaralega uppreisn 1969. Í 30 ár rigndi sprengjum og kúlum yfir landið og meira en 3.600 manns týndu lífinu. Eftir samkomulag á föstudaginn langa 1998 var borgarastríðið að mestu búið en nokkrir hræðilegir atburðir áttu eftir að gerast, eins og sprengingin í Omagh í ágúst sama ár. Formlegur endi var bundinn á átökin með samningi sem gerður var í St. Andrews í Skotlandi 2006. Hvernig var að vera hjúkrunarfræðingur á þessum tímum? Hvernig er það eiginlega að þurfa að sinna fólki sem hefur orðið fyrir sprengju eða byssuskoti eða verið misþyrmt í stríði? Hvernig er að fara í og úr vinnu og óttast sprengingu á leiðinni, vinna við heimahjúkrun og vera stöðvaður við vegartálma eða lenda í skothríð þegar maður reynir að komast til sjúklinga sinna? Hvernig er að óttast stöðugt að næsti sjúklingur sé bróðir manns, systir eða vinur? Þegar ég vann á slysadeild á tíunda áratugnum var ég sjaldan sérstaklega áhyggjufullur yfir hvað myndi gerast á vaktinni. Ég var þó ævinlega óttasleginn fyrstu helgina í júlí því ég vissi að þá myndi eitthvert hræðilegt gerast. Þá voru útihátíðir um allt land og mörg alvarleg slys urðu. Sumum sjúklingum man ég ljóslifandi eftir enn þann dag í dag. Margir lesendur búa yfir svipaðri reynslu og geta nú reynt að ímynda sér hvernig það væri að finna fyrir slíkum ótta á hverjum degi í þrjátíu ár. Nú er komin út bók sem lýsir einmitt slíkri reynslu hjúkrunarfræðinga á Norður-Írlandi. En ofbeldið heldur áfram í heiminum og bókin gefur því einnig tilefni til að hugsa um hlutverk og aðstæður hjúkrunarfræðinga á stöðum eins og Sýrlandi og Írak.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
21
Innan breska hjúkrunarfélagsins starfar sögufélag og hugmyndin að bókinni fæddist hjá félagsmönnum þess á NorðurÍrlandi. Fyrst voru uppi efasemdir um að hjúkrunarfræðingar myndu yfirhöfuð vilja tjá sig um þessa atburði eða að hægt yrði að hafa uppi á hjúkrunarfræðingum sem margir voru komnir á eftirlaun. En þegar kallað var til fyrsta fundar í Belfast mættu strax 60 manns. Viðtöl voru tekin við eldri hjúkrunarfræðinga og félagsmenn voru hvattir til að skrifa hjá sér minningar frá þessu tímabili. Mörgum reyndist það erfitt en sumum fannst það einnig léttir að geta tjáð sig um þessa atburði. Ekki voru þó allir tilbúnir til þess að taka þátt í gerð bókarinnar þó að þeim fyndist gott að hún skyldi skrifuð.
sem var mikið notuð, var að skjóta eða höggva fólk í hnéð. Það gekk svo langt að læknar á Norður-Írlandi fundu upp sérstaka skurðtækni til þess að reyna að meðhöndla slíka áverka.
Í bókinni eru kaflar þar sem sagan er rakin að mestu í tímaröð en einnig kaflar um ákveðin málefni. Einnig eru nokkrir kaflar í inngangi og viðauka þar sem sagan er rakin í aðalatriðum og sagt er frá helstu viðburðum. Í upphafi fólst ofbeldið í handalögmálum milli hópa og milli almennra borgara og lögreglu, eins og í okkar búsáhaldabyltingu, en eftir að breski herinn reyndi að skakka leikinn fóru bæði aðskilnaðarsinnar og sambandssinnar að vígbúnast. Stundum slösuðust samtímis menn í báðum fylkingum ásamt breskum hermönnum. Þeir sem hafa unnið á bráðamóttöku hafa stöku sinnum þurft að taka á móti sjúklingum sem hefur lent saman úti í bæ. Þá getur þurft að halda stríðandi fylkingum aðskildum. Á sjúkrahúsum á Norður-Írlandi var það daglegt brauð á þessum árum.
Fyrsta færanlega hjartastuðtækið var búið til á Royal Victoria-sjúkrahúsinu í Belfast 1965. Það var sett í sjúkrabíl og í honum var einnig læknir og hjúkrunarfræðingur. Undir lok 1969 varð æ erfiðara að starfrækja bílinn þar sem erfitt var að komast fram hjá vegatálmum. Starfsmenn bílsins þurftu einnig að nota hjálma til að verjast skotárásum. Í bókinni er sagt frá atviki þar sem bíllinn var stöðvaður í neyðarútkalli af vopnuðum uppreisnarmönnum. Eftir miklar rökræður fékk starfsfólkið að halda áfram en einn af uppreisnarmönnunum tók sér stöðu á stigbretti bílsins. Hann neitaði svo í fyrstu starfsfólkinu inngöngu hjá sjúklingnum og vildi ekki heldur leyfa því að fara með sjúklinginn á sjúkrahús. Það tókst þó um síðir og sjúklingurinn reyndist vera með hjartaöng á háu stigi.
Eftir því sem á leið fór að bera meira á sprengjuárásum og gagngerum morðárásum þar sem einn hópur drap óvopnað fólk úr hinum hópnum. Áverkarnir, sem hjúkrunarfræðingarnir þurftu að takast á við, urðu svæsnari. Ein mjög sérstök tegund af ofbeldi var refsingar gagnvart fólki í eigin liði fyrir að fylgja ekki einhverjum reglum um hvernig átti að haga sér innan hópsins. Þá var fólki gjarnan fyrst misþyrmt og svo var hellt yfir það tjöru og fiðri en þetta er gömul aðferð til þess að niðurlægja fólk. Í bókinni er sagt frá hversu erfitt gat verið að ná fiðri og tjöru af aftur. Önnur aðferð,
22
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Borgaraleg uppreisn eins og á NorðurÍrlandi veldur ekki bara nýjum líkamsáverkum sem tekur tíma að sinna heldur lendir allt daglegt heilbrigðisstarf í uppnámi. Menn mæta ekki á göngudeild, komast ekki í apótek og svo framvegis. Þetta er mikilvægur lærdómur fyrir þá sem skipuleggja viðbrögð við hópslysum og hamförum. Jafnvel við slíkar aðstæður þarf að halda áfram að fylgjast með blóðþynningarmeðferð, gefa krabbameinslyf og sinna heimahjúkrun.
Mörg atvik áttu sér stað á bráðamóttökum og legudeildum því stríðandi fylkingar báru litla virðingu fyrir friðhelgi sjúkrahússins. Einu sinni gengu vopnaðir sambandssinnar inn á legudeild, skutu í allar áttir, drápu þekktan stjórnmálamann úr röðum aðskilnaðarsinna og særðu tvo aðra sjúklinga. Einnig kom fyrir að aðskilnaðarsinnar reyndu að frelsa liðsmenn í haldi breska hersins sem höfðu þurft að fara á sjúkrahús og þá kom stundum til skotbardaga. Nokkrir hjúkrunarfræðingar lýsa hvernig var að halda áfram að sinna hjúkrun þó að á deildinni væri fjöldi hermanna að vakta fanga og allir viðbúnir árás vígamanna.
Hjúkrunarfræðingar gátu líka fengið að heyra frá sjúklingum ýmislegt sem gat komið þeim í siðfræðilega klemmu og jafnvel valdið lagalegum vandamálum. Fyrst og fremst á að virða einkalíf sjúklingsins og hugsa um velferð hans, en hvað gerir hjúkrunarfræðingur sem kemst að því að sjúklingurinn hefur framið afbrot eða heyrir heimsóknargesti skipuleggja árás? Það er merkilegt að lesa í bókinni um hversu illa mannaðar margar bráðamóttökur voru. Á einum stað er sagt frá móttöku þar sem var einn hjúkrunarfræðingur og einn nemi þegar alvarlega slasaðir sjúklingar fóru að koma úr sprengjutilræði. Smám saman þurftu hins vegar sjúkrahúsin að laga sig að þessum nýju aðstæðum. Hópslysaáætlanir, hópslysastjórnir og útkallsskipulag tóku miklum breytingum á þessum árum. Mest mæddi á Royal Victoria-sjúkrahúsinu. Hér urðu miklar framfarir í hópslysaskipulagi og flokkun sjúklinga og mörg sjúkrahús á Bretlandseyjum tóku síðar upp þessar nýjungar. Sumir hjúkrunarfræðingar sáu aðstandendur verða fyrir barðinu á ofbeldinu. Einn hjúkrunarfræðingur var giftur lögreglumanni sem var skotinn til bana og þurfti hún að sinna sjúklingum sem gátu vel átt sök á drápinu. Annar hjúkrunarfræðingur mætti á vakt á bráðamóttöku og hitti þar tvær systur sínar, aðra þeirra með alvarlegan kviðáverka. Margir hjúkrunarfræðingar frá NorðurÍrlandi hafa átt erfitt með að vinna úr reynslunni. Suma dreymir enn um eða muna skyndilega eftir hræðilegum atburðum. Fæstir vissu mikið um sálræna skyndihjálp og margir töldu sig ekki þurfa aðstoð. Hún stóð heldur ekki til boða og menn héldu bara áfram að vinna. Reyndar settust hjúkrunarfræðingar oft niður á óformlegum tefundum í vinnu eða heima hjá einhverjum eftir erfiða reynslu. Einnig fundu menn sér tilefni til að fagna til að hressa upp á vinnuandann. Sjúklingar og aðstandendur fengu ekki heldur mikið af sálrænni skyndihjálp eða áfallahjálp. Einn sjúklingur, sem missti báða fætur í sprengjuárás, sagði tuttugu
árum seinna frá sinni reynslu. Hann sagðist ekki hafa fengið neina sálræna aðstoð en bók, sem hjúkrunarfræðingur gaf honum, kom honum yfir versta tímann. Nurse’s Voices er ekki auðlesin bók. Hörmungarsögurnar eru svo margar og átakanlegar. Sem betur fer er í miðri bók einn kafli með skemmtisögum. Einn heilsugæsluhjúkrunarfræðingur segir frá því þegar hann var stöðvaður af breska hernum og beðinn um að opna skottið á bílnum sínum. Honum brá og gat varla talað af hræðslu en gat komið út úr sér að í skottinu væri „líkami“. Hermennirnir
brugðust ókvæða við og gerðu vopn sín tilbúin. En í ljós kom að í skottinu var endurlífgunardúkka. Það má gagnrýna bókina fyrir að segja lítið sem ekkert um hvað átökin snérust. Ungir hjúkrunarfræðingar, í Bretlandi sem annars staðar, hafa líklega takmarkaða þekkingu á sögu NorðurÍrlands. Stutt upprifjun hefði verið góð en hugsanlega er erfitt að skrifa slíkt án þess að taka afstöðu. Það er einmitt það sem höfundar bókarinnar reyna eftir megni að gera ekki. Bókin er samt gott innlegg í sögu hjúkrunar í styrjöldum og átökum. Nefna má að á þessu ári eru
100 ár liðin síðan fyrri heimsstyrjöldin hófst og mun breska hjúkrunarfélagið af því tilefni heiðra sérstaklega minningu stríðshjúkrunarfræðinga. Nurses’ voices from the Northern Ireland troubles. Höfundar: Margaret Graham og Jean Orr (ritstj.). Útgefandi: RCN Publishing Company, Harrow-on-the-Hill. Útgáfuár: 2013. ISBN: 978-0-9574308-7-7. Bókin er 201 bls.
Nám og námsleiðir í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands næstu fimm árin Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að kynna sér fjölbreytt úrval námsleiða á meistarastigi í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
í geðhjúkrun er áætlað að hefjist haustið 2015 og aftur haustið 2018. Unnt er að sækja um ljósmóðurfræði og rannsóknanám á meistarastigi árlega sem og doktorsnám.
Athygli er vakin á því að annað hvert ár verður í boði klínísk sérhæfing til meistaragráðu á tveimur kjörsviðum: Hjúkrun langveikra og eldri borgara ásamt heimahjúkrun og hjúkrun sjúklinga með bráð og alvarleg veikindi. Að auki er fyrirhugað að fara af stað með meistaranám í barnahjúkrun haustið 2014 ef nægur fjöldi nemenda fæst og aftur haustið 2017. Nám
Nú stendur yfir viðbótardiplómanám í skurðhjúkrun (3 misseri) og svæfingarhjúkrun (4 misseri) en það verður næst í boði haustið 2016. Þverfræðilegt diplómanám í kynfræði (3 misseri) er ávallt í boði. Verið er að kanna möguleika á diplómanámi í heilsugæsluhjúkrun og öldrunarhjúkrun. Tekið er árlega inn í ljósmóðurfræði til kandídatsprófs.
Umsóknarfrestur um nám í hjúkrunarfræðideild er til 15. apríl 2014. Sjá nánar á heimasíðu deildarinnar. Fimm ára áætlun framhaldsnáms í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Vor Námsleiðir/kjörsvið
2013-2014
Haust
Vor
2014-2015
Haust
Vor
2015-2016
Haust
Vor
2016-2017
Haust
Vor
2017-2018
Haust
Vor
2018-2019
Meistaranám Hjúkrun langveikra, eldri borgara, heimahjúkrun Hjúkrun sjúklinga með bráð og alvarleg veikindi Barnahjúkrun Geðhjúkrun Ljósmóðurfræði Viðbótardiplóma Diplóma í heilsugæsluhjúkrun Diplóma í öldrunarhjúkrun Diplóma í skurðhjúkrun Diplóma í svæfingahjúkrun Diplóma í kynfræði Ljósmóðurfræði (kandídatspróf)
Tekið inn vor og haust, námið tekur 3 annir Tekið inn á hverju hausti, námið tekur 2 ár Nemendur í hverri námsleið geta nýtt sér námskeið sem eru í boði hverju sinni Skörp skil tákna upphaf kjörsviðs/námsleiðar, þ.e. þar er ekki tekið inn á hverju ári
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
23
Margrét Björnsdóttir, margbjo@hi.is
ÚTHLUTUN ÚR RANNSÓKNASJÓÐI INGIBJARGAR R. MAGNÚSDÓTTUR alls fimmtán doktorsnemar hlotið styrk. Undanfarin ár hefur heildarupphæð styrkja verið 1 milljón króna við hverja úthlutun.
Úthlutun úr sjóðnum 2013. Á myndinni er Ingibjörg R. Magnúsdóttir, Margrét Gísladóttir styrkþegi og Erla Kolbrún Svavarsdóttir, formaður sjóðsstjórnar.
Tveir doktorsnemar hlutu nýlega styrk úr rannsóknasjóðnum og einnig tók sjóðurinn við tveimur veglegum gjöfum. Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur var stofnaður 29. júní árið 2007 af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur og Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg er fyrrverandi námsbrautarstjóri námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi skrifstofustjóri í heilbrigðisog tryggingamálaráðuneytinu. Hún hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi og var ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands 1973. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum og veitir sjóðurinn styrki til hjúkrunarfræðinga
24
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
og ljósmæðra í doktorsnámi. Frá því sjóðurinn var stofnaður hefur verið úthlutað úr honum sex sinnum og hafa
Árið 2013 hlutu tveir doktorsnemar styrk, Margrét Gísladóttir (leiðbeinandi Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands) og Kristín Þórarinsdóttir (leiðbeinandi Kristín Björnsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands). Styrkir sem þessir eru mjög mikilvægir til þess að styðja við rannsóknir doktors nema. Doktorsrannsókn Kristínar Þórarinsdóttur hefur það meginmarkmið að afla þekkingar um hvernig notkun heilsufarstengds sjálfsmats mótar þátt töku sjúklinga í endurhæfingu og hjálpar þeim til að öðlast vellíðan og takast á við erfiðleika í daglegu lífi. Heilsufarstengt sjálfsmat er starfsaðferð sem Kristín hefur þróað í samstarfi við hjúkrunarfræðinga í endurhæfingu. Notkun heilsufarstengds sjálfsmats hefur ekki verið rannsökuð áður með þessum hætti og getur rannsóknin nýst við frekari þróun sjálfsmats. Í doktorsrannsókn Margrétar Gísladóttur hefur verið leitast við að kanna árangur meðferðarsamræðna við fjölskyldur ungs fólks með átröskun eða ADHD. Þátttakendur voru foreldrar unglinga/ ungs fólks á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og dag- og göngudeild Hvítabandsins. Niðurstaða rannsóknarinnar segir til um árangur eftir
Í tilefni af 40 ára afmæli hjúkrunarfræðideildar færði Ingibjörg R. Magnúsdóttir rannsóknasjóðnum gjöf.
Útskriftarárangur 1982 færði sjóðnum veglega gjöf.
breytingum á sjúkdómseinkennum, áhrif stuðnings foreldra, virkni í fjölskyldu og hvernig sjúkdómurinn getur drottnað yfir fjölskyldulífinu. Niðurstöðurnar munu nýtast fagaðilum á göngu- og innlagnadeildum við að bjóða upp á gagnreynda heilbrigðisþjónustu fyrir fjölskyldur barna og unglinga með átröskun eða með ADHD. Að sögn Margrétar Gísladóttur var það mikil viðurkenning fyrir hana á mikilvægi rannsóknarinnar að fá styrk úr rannsóknasjóðnum. Styrkurinn var kærkominn þar sem rannsóknavinna er kostnaðarsöm. Þótt hún hafi fengið aðra styrki voru þeir ekki nægjanlegir til þess að standa straum af öllum kostnaði og er hún því mjög þakklát fyrir styrkinn. Til þess að hægt sé að stuðla að árlegri úthlutun er mikilvægt að efla sjóðinn. Nýlega hafa sjóðnum borist tvær veglegar gjafir. Í tilefni af 40 ára afmæli hjúkrunarfræðideildar færði Ingibjörg sjálf sjóðnum 500.000 krónur. Hjúkrunarfræðingar, sem útskrifuðust 1982, gáfu svo sjóðnum 100.000 krónur til minningar um bekkjarsystur sína, Margréti Jónu Stefánsdóttur sem lést 2. september síðastliðinn. Margrét Björnsdóttir hjúkrunarfræði.
er
verkefnastjóri
Rannsóknastofnunar
í
Gjafir til sjóðsins Hægt er að styrkja sjóðinn við ýmis tilefni eins og vegna árgangaafmæla eða útskriftar. Sjóðurinn er bæði með minningarkort og heillaóskakort. Fjárhæðir má leggja inn á bankareikning 0513-26-004057 hjá Íslandsbanka. Kennitala sjóðsins er 571292-3199. Nánari upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir í síma 525-5280 eða með tölvupósti margbjo@hi.is.
Fréttapunktur
Uppreisn gegn byrjunarlaunum
Um 200 nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar í Svíþjóð tóku sig saman árið 2012 um að taka ekki starfstilboði ef launin voru undir 24.000 SEK (um 425.000 kr.) á mánuði en algeng byrjunarlaun voru þá kringum 22.000 SEK. Óformleg könnun á Facebook-síðu þeirra hefur leitt í ljós að flestir þeirra hafa skipt um vinnu nokkrum sinnum og getað þannig samið um launahækkanir. Tveir þriðju þeirra eru komnir yfir 26.000 sænskar og nokkrir hafa yfir 30.000 krónur í mánaðarlaun. Ulrika Blumfelds er ein þeirra sem hratt uppreisninni af stað og hefur að jafnaði komið fram sem leiðtogi hópsins. Eftir útskrift fór hún að vinna á bráðaöldrunardeild og náði að semja um 24.000 kr. á mánuði. Þegar kjör hjúkrunarfræðinga versnuðu á sjúkrahúsinu í kjölfar niðurskurðar skipti hún um vinnu, hefur samið um launahækkanir í áföngum og er nú með 32.500 krónur (um 575.000 kr. íslenskar) í mánaðarlaun einu og hálfu ári eftir útskrift.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
25
Ásdís Elfarsdóttir Jelle, asdiself@landspitali.is
VINNUFATNAÐUR OG HLÍFÐARSLOPPAR
Rannsóknir sýna að vinnufatnaður heilbrigðisstarfsmanna mengast fljótt af örverum við daglega vinnu á sjúkrastofnun. Algengustu örverurnar, sem finnast á vinnufatnaðinum, eru húðbakteríur af starfsmanninum sjálfum en bakteríur af sjúklingum, til dæmis ónæmar bakteríur eins og metisillín-ónæmar Staphylococcus aureus og vankómýsínónæmar enterococcus-bakteríur, finnast einnig á vinnufatnaðinum. Hlífðarsloppur eða svunta ver vinnufötin gegn örverumengun frá sjúklingum og úr umhverfi en þeir mengast mikið þegar sjúklingum er sinnt. Rannsóknir hafa sýnt að svunta minnkar örverumengun vinnufatnaðarins.
Á sjúkrahúsum finnast margar uppsprettur ýmissa örvera, eins og mengað umhverfi, heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar. Þessar örverur geta leitt til sýkinga hjá móttækilegum einstaklingum og haft alvarlegar afleiðingar, auk þess að vera dýrar fyrir samfélagið. Sjúklingar á sjúkrahúsum eru oft móttækilegri fyrir sýkingum en heilbrigðir einstaklingar og meiri hætta að þeir verði smitberar og dreifi örverum í langan tíma, bæði næmum og ónæmum (Tammelin o.fl., 2007). Sýnt hefur verið fram á að ýmsar örverur geta lifað í langan tíma í umhverfi sjúkrahúsa og ýmsu líni, þar með talið líni sem er notað í vinnufatnað, hvíta sloppa og millitjöld (Neely og Maley, 2000; Neely og Orloff, 2001). Á áttunda áratug síðustu aldar sýndi Hambraeus (1973)
26
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
fram á að S. aureus flyst milli herbergja með vinnufatnaði heilbrigðisstarfsmanns. Handhreinsun heilbrigðisstarfsmanna hefur mikið verið rannsökuð og Pittet (2000) greinir frá því að fylgni heilbrigðisstarfsmanna við hand hreinsunarleiðbeiningar er um 50% á sjúkrahúsi í Sviss. Í handhreinsiverkefni Alþjóðaheil brigðis málastofnunarinnar (WHO) „Clean care is safer care“ kemur í ljós að heilbrigðisstarfsmenn hreinsa hendur sínar í um 40% tilvika fyrir innleiðingu verkefnisins (World Health Organization, 2009) og svipaðar niðurstöður sjást á Landspítalanum. Heilbrigðisstarfsmenn geta auðveldlega dreift örverum milli sjúklinga með menguðum höndum og mengaður vinnufatnaður getur viðhaldið mengun á höndum starfsmanna. Í mörgum löndum eru í gildi leiðbeiningar frá opinberum aðilum um vinnufatnað og
skart á höndum starfsmanna sem sinna sjúklingum. Árið 2007 komu leiðbeiningar um vinnufatnað og skart á höndum heilbrigðisstarfsmanna í Englandi. Í þeim kemur fram að heilbrigðisstarfsmenn, sem sinna sjúklingum, skuli klæðast vinnufatnaði með stuttum ermum, forðast hálsbindi og vinnusloppa með löngum ermum og skipta um föt við upphaf og lok vinnudags á vinnustað sínum. Auk þess mega þeir ekki vera með úr eða skart á höndum. Þessar leiðbeiningar voru uppfærðar árið 2010 (Department of Health, 2010). Svipaðar leiðbeiningar hafa einnig verið birtar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku varðandi stuttermavinnufatnað, bann við úrum eða skarti á höndum og að neglur skuli vera stuttar hjá þeim starfsmönnum sem sinna sjúklingum eða eiga í samskiptum við þá. Auk þess er
fjallað um hlífðarsloppa en nota skal einn slopp fyrir hvern sjúkling og skipta daglega og einnig ef sloppurinn er sýnilega óhreinn. Svuntur eru einnota og skal hent strax eftir notkun. Þessar leiðbeiningar hafa það markmið að minnka hættu á sýkingu af vinnufatnaði og auðvelda heilbrigðisstarfsmönnum handhreinsun (Folkehelseinstituttet, 2004; Socialstyrelsen, 2006; Statens Serum Institut, 2013).
Mengun á vinnufatnaði Margar rannsóknir hafa farið fram á mengun vinnufatnaðar heilbrigðisstarfsmanna og sýna að langermasloppar og vinnufatnaður mengast af örverum. Í mörgum tilfellum eru þessar örverur húðbakteríur af þeim sem klæðast fatnaðinum en ónæmar bakteríur finnast einnig á vinnufatnaði heilbrigðisstarfsmanna og langermasloppum (Osawa o.fl., 2003; Perry o.fl., 2001). Gaspard o.fl. (2009) komust að því að mittissvæðið og vasarnir eru þau svæði sem oftast eru menguð og er það í samræmi við niðurstöður rannsóknar Loh o.fl. (2000). Ransjö og Åneman (2006) túlka rannsóknarniðurstöður þannig að mengaður vinnufatnaður og langermasloppar skapi sýkingarhættu fyrir sjúklinga. Að sögn þeirra eru mittissvæðið, brjóstsvæðið og vasarnir menguðustu svæðin. Rannsókn á mengun á vinnufatnaði starfsmanna á þremur hjúkrunarheimilum, þar sem einstaklingar með MÓSA (metisillín-ónæmar Staphylococcus aureus) búa ásamt öðrum einstaklingum, sýndi að ónæmar bakteríur finnast á vinnufatnaðinum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að mengaður vinnufatnaður geti verið uppspretta MÓSA og stuðlað að dreifingu bakteríunnar milli sjúklinga (Gaspard o.fl., 2009). Þversniðsrannsókn framkvæmd á stóru kennslusjúkrahúsi í Bandaríkjunum sýndi að 23% langermalæknasloppa eru mengaðir af S. aureus og MÓSA. Alls voru tekin sýni til ræktunar af 149 sloppum og S. aureus óx í 23% sýnanna (N=34). Af þeim reyndust 6 vera MÓSA en VÓE (vankómýsín-ónæmar enterococcusbakteríur) fundust ekki á neinum sloppi (Treakle o.fl., 2009).
Hins vegar fullyrða Dancer (2010), Loveday o.fl. (2007) og Wilson o.fl. (2007) í sínum greinum að birtar rannsóknir um örverumengun á vinnufatnaði heilbrigðisstarfsmanna séu litlar og engar sannanir fyrir dreifingu örveranna frá vinnufatnaðinum til sjúklinga. Treakle o.fl. (2009) komust að því í sinni rannsókn að margir læknar klæðast langermasloppum sem ekki hafa verið þvegnir í langan tíma. 17% læknanna klæddust sama sloppinum í meira en fjórar vikur 28 daga og 64% læknanna klæddust sama sloppnum í meira en viku. Þá sýndi önnur rannsókn að læknanemar fara sjaldan í hreinan slopp (Loh o.fl., 2000). Rannsókn Gaspard o.fl. (2009) sýndi hins vegar að nær allir heilbrigðisstarfsmenn (80-100%) fara í hrein vinnuföt í byrjun vaktar. Magnusson (2007) bendir á mikilvægi þess að vinnufatnaðurinn sé þægilegur og að auðvelt sé að þvo hann og Dancer (2010) bendir á að sjúkrahús þurfi að leggja til nægilega mikið af líni, vinnufatnaði og sloppum til að starfsmenn og aðrir sem þurfa geti farið í hrein föt daglega og eftir þörfum. Í nýjum leiðbeiningum frá The Society for Healthcare Epidemiology of America (SHEA) kemur meðal annars fram að starfsmenn, sem sinna sjúklingum, eigi ekki að hafa skart á höndum. Þeir skuli klæðast vinnufatnaði með stuttum ermum og fara í hrein föt daglega (Bearman o.fl., 2014).
Hlífðarsloppar og svuntur Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á mengun á hlífðarsloppum og svuntum og gagnsemi þeirra til að draga úr mengun á vinnufatnaði. Hlífðarsloppar mengast af VÓE í 4-20% tilfella eftir að sjúklingum með VÓE er sinnt á göngudeild eða svipaðri einingu en í 30% tilfella eftir að sjúklingi með VÓE er sinnt á blóðskilunardeild (Grabsch o.fl., 2006). Rannsókn á mengun hlífðarsloppa og hanska heilbrigðisstarfsmanna, sem sinna sjúklingum með MÓSA eða VÓE, sýndi að af 137 heilbrigðisstarfsmönnum höfðu 18% þeirra mengað sloppinn, hanskana eða hvorutveggja eftir að hafa sinnt sjúklingunum (Snyder o.fl., 2008).
Leiðbeiningar um vinnufatnað á Landspítala • Við vinnu mengast fötin mest á miðjum líkamanum (mittissvæði, vasar og langar ermar) en axlir og efsti hluti handleggja mengast minna. Allt starfsfólk, sem sinnir sjúklingum hvar sem er á LSH, skal: • Klæðast vinnufatnaði (þ.e. buxum, aðhnepptum stuttermajakka eða skyrtu og e.t.v. langermaslopp) sem LSH leggur til og er þveginn í þvottahúsi stofnunarinnar. • Vera í skóm sem eingöngu eru notaðir á stofnuninni. • Geyma hreinan vinnufatnað í lokuðum fataskáp, aðskilinn frá öðrum fatnaði, t.d. í plastpoka. • Fara í hrein föt daglega og eftir þörfum (ef þau óhreinkast eða blotna). Nota skal hlífðarsloppa og svuntur skv. grundvallarsmitgát og viðbótarsmitgát. • Ekki vera í eigin fötum yst klæða í vinnu sinni. Þurfi starfsmaður að nota langermaflíkur, t.d. vegna kulda, skal nota langermajakka sem spítalinn leggur til og setja þá í þvott eftir hverja vakt. • Setja óhreinan fatnað strax í þvott. • Setja líkamsvessamenguð eða blóðmenguð föt í vatnsuppleysanlega poka samkvæmt leiðbeiningum. Ljósmæður og læknar á fæðingargangi skulu að auki: • Skipta um föt eftir hverja fæðingu ef ekki er notaður hlífðarsloppur þegar fæðandi konu er sinnt. Starfsfólk á skurðdeild (skurðstofu): • Skal fara eftir reglum sem gilda um fatnað á skurðstofum. Aðrir starfsmenn LSH, sem ekki sinna sjúklingum, skulu: • Klæðast fatnaði sem hæfir starfi þeirra. • Klæðast viðeigandi vinnufötum sinni þeir starfi þar sem föt geta mengast. • Að auki eiga starfsmenn, sem sinna sjúklingum, ekki að vera með úr eða skart á höndum, langar neglur, gervineglur eða naglalakk.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
27
Nota skal einn hlífðarslopp fyrir hvern sjúkling.
Rannsóknir hafa sýnt að svunta minnkar örverumengun vinnufatnaðarins (Gaspard o.fl., 2009; Wilson o.fl., 2007). Ransjö og Åneman telja einnig að hlífðarsloppar minnki mengun vinnufatnaðar og segja að nota skuli einn slopp fyrir hvern sjúkling og skipta daglega og ef hann er sýnilega óhreinn. Svuntur minnka líka mengun vinnufatnaðar, þær eru einnota og skal henda eftir notkun (Ransjö og Åneman, 2006). Rannsóknir sýna að betri árangur næst við að hindra dreifingu VÓE ef notaður er hlífðarsloppur og hanskar heldur en ef einungis eru notaðir hanskar (Puzniak o.fl., 2002; Srinivasan o.fl., 2002).
Þvottur á vinnufatnaði Loveday o.fl. (2007) meta áhrif þvottar til að fjarlægja mengun úr vinnufatnaði og komast að þeirri niðurstöðu að örverur eru fjarlægðar eða drepnar við þvott. Þeir segja einnig að þvottur í venjulegum heimilisþvottavélum sé fullnægjandi en taka fram að forþvottur sé mjög mikilvægur í þvottaferlinu.
28
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Wilson o.fl. (2007) komast að þeirri niðurstöðu að þvo skuli vinnufatnað samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda. Ransjö og Åneman (2006) og Magnusson (2007) segja hins vegar að að þvo skuli vinnufatnað við 60°C hið minnsta. Áður hefur verið sýnt fram á að venjubundinn þvottur á sjúkrahúslíni í þvottahúsi sjúkrahúsa sé fullnægjandi til að fjarlægja og drepa örverur (Orr o.fl., 2002).
Lokaorð Það er misjafn skilningur og túlkun á niður stöðum rannsókna varðandi sýkingarhættu af vinnufatnaði heilbrigðisstarfsmanna. Umtalsverðar sannanir úr mörgum rannsóknum sýna að vinnufatnaður, langermasloppar og hlífðarsloppar mengast auðveldlega af örverum. Þessar örverur koma frá þeim sem klæðast fatnaðinum, sjúklingum og úr umhverfi og geta líklega skapað sýkingarhættu fyrir sjúklinga. Varðandi þvott á vinnufatnaði má spyrja um áhrif þvottar í litlum heimilisþvottavélum til að fjarlægja og drepa örverur. Þvottur á vinnufatnaði á sparnaðarþvottakerfum
með minnkuðu vatni og við lágt hitastig getur skilað misjöfnum árangri. Mengaður vinnufatnaður getur auðveldlega viðhaldið mengun á höndum starfsmanna og þannig aukið sýkingarhættu fyrir sjúklinga. Hlífðar sloppar mengast við notkun og því hafa leiðbeiningar um að nota einn hlífðarslopp fyrir hvern sjúkling og um að henda svuntum eftir notkun það að markmiði að minnka hættu á dreifingu örvera milli sjúklinga. Það er mikil vægt að fyrirbyggja sýkingar því sjúklingar á sjúkrahúsum eru oft viðkvæmari fyrir sýkingum en heilbrigðir einstaklingar og geta auðveldlega dreift örverum í langan tíma. Ásdís Elfarsdóttir Jelle er hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Landspítalans.
Heimildir: Bearman, G., Bryant, K., Leekha, S., Mayer, J., Munoz-Price, L.S., Murthy, R., o.fl. (2014). Healthcare personnel attire in non-operatingroom settings. Infection Control and Hospital Epidemiology, 35 (2), 107-121. Dancer, S.J. (2010). Pants, policies and paranoia. The Journal of Hospital Infection, 74 (1),10-15.
Department of Health (e.d.). Uniforms and workwear: Guidance on uniform and workwear policies for NHS employers. Sótt á http:// www.dh.gov.uk/en/Publicationsandstatistics/ Publications/PublicationsPolicyAndGuidance/ DH_114751. Folkehelseinstituttet – for et friskere folk (e.d.). Nasjonal veileder for håndhygiene. Sótt á http:// www.fhi.no/dokumenter/A670B7F77D.pdf. Gaspard, P., Eschbach, E., Gunther, D., Gayet, S., Bertrand, X., og Talon, D. (2009). Methicillin-resistant Staphylococcus aureus contamination of healthcare workers’ uniforms in long-term care facilities. The Journal of Hospital Infection, 71 (2), 170-175. Grabsch, E.A., Burrell, L.J., Padiglione, A., O’Keeffe, J.M., Ballard, S., og Grayson, M.L. (2006). Risk of environmental and healthcare worker contamination with vancomycinresistant enterococci during outpatient procedures and hemodialysis. Infection Control and Hospital Epidemiology, 27 (3), 287-293. Hambraeus, A. (1973). Transfer of Staphylococcus aureus via nurses’ uniforms. The Journal of Hygiene, 71 (4), 799-814. Loh, W., Ng, V.V., og Holton, J. (2000). Bacterial flora on the white coats of medical students. The Journal of Hospital Infection, 45 (1), 65-68. Loveday, H.P., Wilson, J.A., Hoffman, P.N., og Pratt, R.J. (2007). Public perception and the social and microbiological significance of uniforms in the prevention and control of healthcare-associated infections: An evidence review. British Journal of Infection Control, 8 (4),10-21. Magnusson, E. (2007). Fel kläder hot mot patientsäkerheten. Läkartidningen, 104 (5), 304-307. Neely, A.N., og Maley, M.P. (2000). Survival of enterococci and staphylococci on hospital
fabrics and plastic. Journal of Clinical Microbiology, 38 (2), 724-726. Neely, A.N., og Orloff, M.M. (2001). Survival of some medically important fungi on hospital fabrics and plastics. Journal of Clinical Microbiology, 39 (9), 3360-3361. Orr, K.E., Holliday, M.G., Jones, A.L., Robson, I., og Perry, J.D. (2002). Survival of enterococci during hospital laundry processing. The Journal of Hospital Infection, 50 (2), 133-139. Osawa, K., Baba, C., Ishimoto, T., Chida, T., Okamura, N., Miyake, S., o.fl. (2003). Significance of methicillin-resistant Staphylococcus aureus (MRSA) survey in a university teaching hospital. Journal of Infection and Chemotherapy, 9 (2), 172-177. Perry, C., Marshall, R., og Jones, E. (2001). Bacterial contamination of uniforms. The Journal of Hospital Infection, 48 (3), 238-241. Pittet, D. (2000). Improving compliance with hand hygiene in hospitals. Infection Control and Hospital Epidemiology, 21 (6), 381-386. Puzniak, L.A., Leet, T., Mayfield, J., Kollef, M., og Mundy, L.M. (2002). To gown or not to gown: The effect on acquisition of vancomycinresistant enterococci. Clinical Infectious Diseases, 35 (1), 18-25. Ransjö, U., og Åneman, C. (2006). Smittspridning och skyddsåtgärder. Í Att förebygga vårdrelaterade infektioner (ritstj. A. Dahlberg). Stokkhólmi: Socialstyrelsen. Snyder, G.M., Thom, K.A., Furuno, J.P., Perencevich, E.N., Roghmann, M.C., Strauss, S.M., o.fl. (2008). Detection of methicillin-resistant Staphylococcus aureus and vancomycin-resistant enterococci on the gowns and gloves of healthcare workers. Infection Control and Hospital Epidemiology, 29 (7), 583-589. Socialstyrelsen (e.d.). Att förebygga vårdrelaterade infektioner – Ett kunskapsunderlag.
Sótt á http://www.socialstyrelsen.se/ publikationer2006/2006-123-12. Srinivasan, A., Song, X., Ross, T., Merz, W., Brower, R., og Perl, T.M. (2002). A prospective study to determine whether cover gowns in addition to gloves decrease nosocomial transmission of vancomycin-resistant enterococci in an intensive care unit. Infection Control and Hospital Epidemiology, 23 (8), 424-428. Statens Serum Institut (e.d.). Nationale Infektionshygiejniske Retningslinjer om Håndhygiejne. Sótt á http://www.ssi. dk/Smitteberedskab/Infektionshygiejne/ Retningslinjer/~/media/Indhold/DK%20-%20 dansk/Smitteberedskab/Infektionshygiejne/ PDF/NIR/131219%20NIR%20 Handhygiejne%20kl1218.ashx. Tammelin, A., Karell, A.C., Nilsson, P., Samuelson, A., Tillman, E., og Ortqvist, A. (2007). Sjukvårdsklädsel måste förena bra förtroende och god hygien. Läkartidningen, 104 (5) 350-1. Treakle, A.M., Thom, K.A., Furuno, J.P., Strauss, S.M., Harris, A.D., og Perencevich, E.N. (2009). Bacterial contamination of health care workers’ white coats. American Journal of Infection Control, 37 (2), 101-105. Wilson, J.A., Loveday, H.P., Hoffman, P.N., og Pratt, R.J. (2007). Uniform: An evidence review of the microbiological significance of uniforms and uniform policy in the prevention and control of healthcare-associated infections. Report to the Department of Health (England). The Journal of Hospital Infection, 66 (4), 301-307. World Health Organization (2009). Clean care is safer care. WHO guidelines on hand hygiene in health care. Sótt á http://whqlibdoc.who. int/publications/2009/9789241597906_eng. pdf?ua=1.
Leiðbeiningar um notkun á hlífðarsloppi og svuntu á Landspítala Notkun á hlífðarfatnaði Miðja líkamans og framhandleggir mengast helst við umbúnað en sjaldan axlir og efri hluti handleggja. Plastsvunta veitir betri vörn en hlífðarsloppur þegar hætta er á bleytu (er ógegndræp). Mikilvægt er að þvo og spritta hendur upp að olnbogum þegar farið er úr hlífðarfatnaði. Hlífðarsloppar • Hlífðarslopp má nota við þurr verk þegar ekki er hætta er á vætu eða slettum. • Hlífðarsloppi skal hneppa að aftan. Sloppur opinn að framan veitir litla vörn. • Skiptið um slopp milli sjúklinga þegar farið er út af svæði sjúklings. • Hlífðarslopp skal setja í þvott ekki sjaldnar en eftir hverja vakt og strax ef hann blotnar. • Menguðum hlífðarsloppi skal afklæðast þannig að ytri hliðin snúi inn og varast að menga umhverfi og handleggi. Plastsvuntur • Svuntu má nota við alla umönnun sjúklings. • Svuntu skal nota þegar hætta er á vætu eða slettum. • Plastsvuntu skal nota við öll óhrein verk þar sem hætta er á slettum, s.s. við skolvinnu og þrif á salernum. • Svuntan skal bundin að aftan og vera það síð að hún verji fötin undir. • Plastsvunta er einnota og skal henda að verki loknu (ekki nota sömu svuntu milli sjúklinga).
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
29
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
SÉRFRÆÐINGUR Í SVEFNI
Ekki hafa margir hjúkrunarfræðingar skrifað bækur og enn færri hafa fengið þær birtar á erlendum tungumálum. Arna Skúladóttir er vel þekktur barnahjúkrunarfræðingur og gaf 2006 út bókina Draumaland.
Bókin seldist vel strax fyrsta árið og hefur selst áfram þrátt fyrir að vera núna á áttunda árinu. Fljótlega eftir útgáfu var bókin kynnt á bókasýningu í Þýskalandi og í framhaldinu var erlendi útgáfurétturinn seldur til bresks útgefanda. Nú hefur bókin komið út á sjö tungumálum fyrir utan íslensku og bráðum bætist hið áttunda við. Fáir íslenskir höfundar hafa náð viðlíka útbreiðslu. Árið 2010 gaf svo Arna út bókina Veganesti. Sala
30
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
bókarinnar hefur gengið ágætlega en þó ekki eins vel og sala fyrri bókarinnar.
Jarðvegurinn undirbúinn Saga Draumalands er athyglisverð. Arna hafði alltaf hugsað sér að vinna við barnahjúkrun. Hún útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Íslands 1978 og byrjaði daginn eftir á barnadeildinni á Landakoti. Nokkrum árum seinna
færði hún sig á Kleppsspítala til þess að fá dagheimilispláss og fluttist svo til Suðureyrar þar sem hún bjó í sex ár. „Svo fluttist ég aftur til Reykjavíkur vegna skólagöngu barnanna og mig langaði sjálfa í frekara nám. Ég fór þá aftur á mína deild á Landakoti og fljótlega í diplómanám í heilsugæslu og barnahjúkrun. Ég tók svo sérskipulagt BS-nám af því að mig langaði í meira nám og þá varð ég að hafa BS-gráðu. Þá var deildin mín þegar flutt
í Fossvog eftir að Landakot sameinaðist Borgarspítala. Á þeim tíma vann ég mikið með krabbameinsveikum börnum og börnum með heila- og taugasjúkdóma,“ segir Arna. Í BS-náminu vantaði hana lokaverkefni. „Mig langaði að hafa Mörgu Thome sem leiðbeinanda. Fólk, sem þekkir Mörgu, skilur það eflaust. Hún var og er mjög sterkur fræðimaður og ber auk þess mikla virðingu fyrir reynslu. Ef menn ætla að kenna vönum hjúkrunarfræðingum þá má ekki meðhöndla þá eins og nýgræðinga. Hún kunni að samræma það að þjálfa mig í fræðilegri vinnu, sem ég var alls ekki vön, og bera virðingu fyrir klínískri reynslu. Það var þetta sem ég heillaðist af hjá Mörgu. Áhugasvið hennar var vanlíðan og þunglyndi nýbakaðra mæðra. Ég hafði aftur á móti engan sérstakan áhuga á því.“ Á barnadeild var þó eitt vandamál sem mætti tengja við áhugasvið Mörgu. Á þeim tíma voru óvær börn oft lögð inn beint á deild en bráðavakt var á deildunum og spítalanir skiptust á að taka vaktir. Þetta voru óvinsælar innlagnir hjá starfsfólkinu. Á næturvaktinni var oft mikið af veikum börnum og svo eitt grátandi barn sem ekkert var að líkamlega og mjög óljóst hvort innlögnin hefði einhvern tilgang. Arna ákvað að taka til í þessum innlögnum. „Það voru allir mjög glaðir yfir því en þetta átti aldrei að vera annað en tiltekt. Hún gekk út á að skipuleggja innlögnina frekar en að leggja barnið inn brátt,“ segir Arna. BS-verkefnið var prufurannsókn á tveimur innlögnum og Arna lagði línurnar eftir að hafa lesið sér til um svefnvandamál barna og um innlagnir. Hún sá strax að þetta vandamál var ekki einskorðað við Ísland. Ásamt Mörgu mótaði hún hvernig innlögnin ætti að vera og þar var stuðningur við foreldra stór hluti en það hafði ekki verið áður. „Eftir þetta verkefni gerðum við Marga með okkur tveggja ára rannsóknarsamning og við ákváðum að rannsaka öll börn sem voru lögð inn á þessum tveimur árum. Marga er einstök finnst mér. Hún kann að leyfa fólk að njóta sín og vaxa í samstarfi og það er líka einkenni góðs stjórnanda. Ég hef verið svo lengi í starfi
og hef kynnst mörgum yfirmönnum og það einkennir góðan yfirmann að hann getur látið fólkið í kringum sig blómstra og hann skilur að hann græðir á því. Það eru ekki allir sem átta sig á því en Marga gerir það.“ Þessi rannsókn reyndist vera mikil vinna. „Ég sá einnig um meðferðina á börnunum. Ingibjörg Leifsdóttir kom fljótlega með mér í þetta því auðvitað var ég ekki alltaf á vakt. En þessi hópur fékk mjög góða þjónustu því við mótuðum þetta vel, fylgdum hópnum eftir og höfum birt töluvert af rannsóknargreinum um þennan innlagnarhóp. Við skoðuðum líka þessi börn nokkrum árum seinna og það var mjög áhugavert og við höfum líka birt niðurstöður úr því. Síðan fór að fréttast úti í bæ að það væri einhver með sérstakan áhuga á grátandi börnum,“ segir Arna. Upp úr því fór smám saman að verða til göngudeild.
„Ég lánaði þeim handritið að meistararitgerðinni en það var auðvitað handónýtt í bók. Anna Margrét las meistararitgerðina og sá strax efniviðinn í henni. Ég hefði getað gert úr því fræðilega bók en hún hefði aldrei orðið eins vinsæl og Draumaland.“ Eftir BS-námið fór Arna fljótlega í meistaranám. Hún ákvað að skoða börnin sem komu á göngudeild. Þetta var stór hópur, tæplega 200 börn. Arna fór yfir göngudeildarnótur sínar, gerði innihaldsgreiningu á þeim og skoðaði einnig einkenni barnanna fyrir og eftir meðferð. Hún fylgdi svo börnunum eftir fimm mánuðum seinna til þess að meta árangur en sú athugun var ekki hluti af meistararitgerðinni. „Niðurstöðurnar úr allri þessari vinnu voru mjög hagnýtar. Margt í niðurstöðunum kom mér á óvart og ég varð gagntekin af því. Þær voru mjög skemmtilegar í sambandi
við svefnrytma – áhrif dagsvefns á nætursvefn. Maður getur náð töluverðum árangri með því að laga svefntímann yfir sólarhringinn. Þetta var dálítið einstakt á heimsvísu. Eins rökrétt og það hljómar þá hefur það nú ekki verið aðalmálið í meðferðarrannsóknum. Ég var fyrst ekki að pæla í að skrifa um þetta því það er ekki mín sterka hlið. Hún er að vinna, tala við fólk og sinna meðferð,“ segir Arna. Hún hugsaði sér að ráða sig í hlutavinnu í heilsugæslunni því þar væri hægt að komast í samband við foreldra og fá tækifæri til að kenna öllum börnum að sofna sjálf. Hún sá fyrir sér að hægt væri að gera rannsókn og bera saman heilsugæslustöð, þar sem þessar aðferðir voru notaðar, við aðra stöð sem notaði þær ekki. Áhugi heilsugæslunnar reyndist hins vegar lítill sem enginn.
Bókin verður til „Ég ákvað þá að það væri gáfulegt að koma þessu beint til foreldra með því að skrifa bók. Hins vegar fannst mér ég ekki getað skrifað heila bók, mér mundi ekki endast ævin til þess. Ég byrjaði þá að skrifa einn og einn kafla á netinu en talaði líka við rithöfund til þess að biðja hann um að skrifa fyrir mig. Viðkomandi leist ekkert á það og sagði mér að skrifa þetta sjálf,“ segir Arna. Hún hafði oft verið beðin um að þýða bækur um svefn og uppeldi ungra barna. Útgefendur komu til hennar með slíkar beiðnir en Arna þekkir ágætlega til bóka á þessu sviði og hafði ekki fundið bók sem hana langaði að þýða. Á göngudeildina komu þá til hennar hjón, Anna Margrét og Tómas, með tvíbura í svefnráðgjöf og talið barst að þýðingum. Arna svaraði að hana langaði helst sjálfa að skrifa bók og hjónin, sem reyndust svo vera útgefendur, sýndu því strax mikinn áhuga. „Ég lánaði þeim handritið að meistararitgerðinni en það var auðvitað handónýtt í bók. Anna Margrét las meistararitgerðina og sá strax efniviðinn í henni. Ég hefði getað gert úr því fræðilega bók en hún hefði aldrei orðið eins vinsæl og Draumaland. Það eru samt auðvitað heimildir bak við Draumaland en hún er bara allt öðruvísi skrifuð. Upp úr þessu varð að Anna Margrét gerðist ritstjóri bókarinnar og hún er góður penni og
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
31
reyndist mér hinn frábærasti ritstjóri. Ég réð algjörlega uppsetningu og innihaldi en við fórum í mikla vinnu við að laga textann. Það er mjög mikil vinna bak við svona bók. Svo kom hún út 2006 og fékk strax mjög góðar viðtökur.“ Þau hjónin fóru svo með bókina á bókasýningu í Þýskalandi. Þýddir voru nokkrir kaflar sem eru einstakir miðað við aðrar svipaðar bækur og Arna vissi að myndu selja bókina. Það er meðal annars kaflinn um svefnrytma sem kom út úr meistararitgerðinni. Útgefandi í Bretlandi sýndi bókinni áhuga og keypti svo útgáfuréttinn á ensku og einnig alheimsútgáfuréttinn. „Mér fannst það bara fyndið – alheims hvað? Það var minn draumur og óhemjustór áfangi að fá bókina út á íslensku en stórkostlegt líka að gefa hana út á ensku.“ Alheimsútgáfa var svo stór hugmynd fyrir Örnu að henni fannst það nánast vera brandari. „En hún var varla komin út á ensku fyrr en útgefandinn fór að selja til fleiri landa. Alltaf hafa bæst við einhver lönd og svo fóru að koma til mín bækur á ýmsum tungumálum.“ Bókin hefur meðal annars komið út á þýsku, frönsku, hollensku, kínversku og kóresku og sænsk útgáfa er í undirbúningi. „Svo gaf ég út aðra bók 2010. Hún heitir Veganesti og fjallar um næringu barna að 4 ára aldri og hvernig hún fléttast saman við svefn. Bókin hefur ekki náð viðlíka vinsældum og Draumaland en er samt hálfdrættingur. Þær fara mjög vel saman og hefðu í raun og veru átt að vera sama bókin. Þar er mest talað um næringu og Rakel B. Jónsdóttir, sérfræðingur í nýburahjúkrun, skrifar einn kafla um næringu fyrirbura. Sú bók er byggð meira á rannsóknum annarra en Draumaland því ég hef ekki rannsakað næringu eins mikið. En annarra manna rannsóknir eru jafngóðar og mínar ef ekki betri. Þetta er ekki uppskriftabók en hún er með alls konar hagnýtum upplýsingum. Nokkrar uppskriftir eru samt í bókinni, eins og hafragrautur, og einnig í Draumalandi,“ segir Arna. Arna væri til í að skrifa meira en ritstörf taka tíma og ekki hefur orðið úr því enn þá. „Það þarf að skrifa fleiri bækur, til dæmis um svefn eldri barna, því
32
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Draumaland fjallar bara um börn að tveggja ára. Bresku útgefendurnir voru mjög uppteknir af því að fá efni fyrir eldri börn þannig að ég ætti kannski að skrifa Draumaland 2. Svo hef ég alltaf verið upptekin af einstaklingsmun á börnum, persónugerð, hvernig tala á við ómálga börn og hvernig á að ráða í það sem þau segja. Þetta er mjög áhugavert en ég er enginn sérfræðingur í því,“ segir hún.
Göngudeild um svefnvandamál Smám saman eftir að Arna endurskipulagði innlagnirnar varð ljóst að innlögn var ekki alltaf nauðsynleg eða besti kosturinn og aðstoð í formi göngudeildarmeðferðar fór að fjölga. Aldrei var hins vegar formlega samþykkt að stofna göngudeild. „Hún kom bara bakdyramegin inn. Ég fékk til að byrja með að sinna þessum fjölskyldum eftir hádegi á föstudögum af því að þá var minnst að gera. Svo varð það allan daginn á föstudögum og svo bættist miðvikudagurinn við og svo smátt og smátt óx göngudeildin óvart af því að það bárust fleiri og fleiri beiðnir. Svo fóru foreldrar sjálfir að hringja af því að hér var kominn áhugi og þekking. Sumir barnalæknar uppgötvuðu að þeir gátu sent hingað börn sem voru óvær eða sváfu illa og gerðu það,“ segir hún.
„Ef menn fara í svona rannsóknarvinnu eru þeir að dag og nótt. Þessi vinna mín hefur verið má segja mín della, ég hef haft ástríðu fyrir þessu.“ Göngudeildin tekur nú á móti um 400 fjölskyldum á ári. Með Örnu vinnur á göngudeildinni Ingibjörg Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur en Arna telur nauðsynlegt að auka starfshlutfall hjúkrunarfræðinga þar. Bæði er biðtíminn langur en ekki síður vegna þess að aldur skólstæðinganna er að hækka. „Núna er svo komið að börn á skólaaldri taka meira en 20% af göngudeildartímunum og það er töluvert mikið. Nú hef ég brennandi áhuga á að fá inn hjúkrunarfræðing sem myndi sinna
yngstu börnunum og sérhæfa sig svolítið í þeim svo ég geti sinnt betur þeim eldri,“ segir hún. „Vinnan með eldri börnunum er allt annars eðlis og það þarf að eyða tíma og peningum í að byggja upp þekkingu og þjónustu fyrir þann hóp.“
Komin í fræðimennsku Arna starfar ekki alla daga á göngudeild því eins og hjá öðrum sérfræðingum er ætlast til þess að hún sinni einnig fræðistörfum. Vinnutíminn dugar hins vegar tæplega í það þó að stjórnendur hafi alls ekki lagt stein í götu hennar. „Ef menn fara í svona rannsóknarvinnu eru þeir að dag og nótt. Þessi vinna mín hefur verið má segja mín della, ég hef haft ástríðu fyrir þessu,“ segir hún. Arna hefur stundað rannsóknir af ákafa síðan í BS-náminu. Eins og áður segir gerði hún rannsóknarsamning við Mörgu Thome og þær áttu bæði faglegt og skemmtilegt samstarf um margra ára skeið. „Hún er mín fræðilega móðir og ól mig upp í að gera hlutina skipulega, horfa á þá faglega, alltaf að vera með rannsókn í gangi og fara aldrei á ráðstefnu nema vera með kynningu. Ég ber mikla virðingu fyrir henni og hef þess vegna oftast hlýtt henni,“ segir Arna og hlær. „Ég held að ég hafi farið vel eftir hennar leiðbeiningum enda sá ég svo mikinn ávinning af því. Ef ég hefði ekki haft hennar fræðilega stuðning við opnun á þessari göngudeild þá hefði hún alveg örugglega ekki orðið það sem hún er í dag. Það þýðir ekki bara að stíga fram og segast vita meira en aðrir um eitthvert vandamál heldur verður maður að geta lagt fram tölur og sýnt fram á þekkingu sína. Maður verður að sanna sig bæði fyrir skólstæðingum og samstarfsfólki. Við hjúkrunarfræðingar verðum, eins og aðrir, að vinna faglega og skipulega til þess að hlustað sé á okkur.“ Arna er vel tengd á sínu sviði í alþjóðlega fræðasamfélaginu. Starf hennar flokkast almennt undir geðvernd barna „Erlendis kynni ég helst mínar rannsóknir á ráðstefnum World association for infant mental health. Þetta eru þver fagleg alþjóðleg samtök og eru að mínu mati þau bestu í umfjöllun um umönnun yngstu barnanna. Því miður eru hjúkrunar-
að átta sig á styrkleikum sínum og nota þá síðan til góðs fyrir samfélagið. Okkar styrkleikar eru mismunandi bæði milli einstaklinga og þeir breytast líka oft hjá manni með aldrinum. Við sem erum eldri þurfum bæði að vera fyrirmynd og hjálpa þessum yngri að átta sig á hvar hæfileikar og áhugsvið þeirra liggja og hvernig þeir geti notað þá. Það verður að gera hjúkrunarfræðinga tilbúna í að taka slaginn því það er vissulega slagur eða barátta að bæta og koma með nýjungar í starfi.
fræðingar ekki mjög áberandi innan þessara samtaka heldur sálfræðingar og læknar. Hjúkrunarfræðingar vinna oft í teymum en eru sjaldan í forsvari. Ég þekki þó nokkar öflugar, til dæmis eina frá Ástralíu sem ég leitaði stundum til hér í upphafi, og svo eru nokkrar mjög virkar í þekktu teymi í Bretlandi. Ég var hjá þeim í læri um tíma fyrir nokkrum árum. Teymið þeirra hefur meðal annars byggt upp það sem kallað er The Solihull Approach sem sumir hér innan heilsugæslunnar ættu að þekkja. Þær komu til Íslands fyrir tilstuðlan Mörgu og héldu hér námskeið fyrir nokkrum árum. Þeirra aðferðir eru mjög góðar og byggðar upp í og fyrir heilsugæsluna en náðu ekki flugi hér heima, til þess hefði einhver þurft að taka þær að sér. Svo hef ég líka farið á námskeið til Tavistock institute sem er Mekka sálgreiningarinnar.“ Arna segist finna vel fyrir því að Marga Thome sé hætt störfum og hefur ekki getað fundið sér nýjan samstarfsaðila í hjúkrunarfræðideild. Síðastu rannsókn sína vann hún með Peggy Wilson sem var gestaprófessor við deildina en hún er nú einnig komin á eftirlaun. En Arna er staðráðin í að halda áfram rannsóknum sínum. „Auðna Ágústsdóttir er og hefur verið minn fræðilegi stuðningsaðili og samstarfsaðili hér innan spítalans og mjög gott að leita til hennar.“
Hjúkrunarfræði og sjálfstæði hjúkrunarfræðinga Göngudeild Örnu var ein af fyrstu hjúkrunarstýrðu þjónustueiningunum á Landspítala og víðar. Nú eru til talsvert fleiri en þeim mætti fjölga hraðar. „Við hjúkrunar fræðingar þurfum að vera áræðnari í því að taka upp viðfangsefnin sem liggja við fótum okkar og bíða eftir að einhver taki þau að sér. Til eru óteljandi verkefni sem við gætum beitt okkur í. Það þarf strax í námi hjúkrunarfærðinga að efla sjálfstæði og sjálfsöryggi þeirra og undirbúa þá í sjálfstæðum vinnubrögðum og að helga sig ákveðnum verkefnum. Við þurfum að vera sterk sem einstaklingar til þess að ganga fram og bæði hugsa og segja: „Ég tek þetta að mér. Hvað þarf ég að gera til að sinna því eins vel og hægt er?“ Í hjúkrun eru gríðarlega mörg slík tækifæri en ef við tökum þau ekki upp og gerum að okkar þá gera það einhverjir aðrir. Við sjáum það í sambandi við hreyfingu og næringuog einnig eru alls konar verkefni í sambandi við samskipti barna og foreldra. Mér finnst of oft verið lögð áhersla á að fletja hjúkrunina út, þá meina ég að allir eigi að geta jafn mikið í öllu og enginn eigi að skara fram úr í neinu. Ég er mikil jafnaðarmanneskja í pólitík en í þekkingarleit og vinnu er ég það alls ekki. Í raun er hlutverk manns
Þegar menn fara í sjálfstæð verkefni, þá verða þeir að þola gagnrýni. Ég hef fengið gagnrýni bæði hérlendis og erlendis en ég hef líka fengið ágætis klapp. Það er misjafnt út á hvað gagnrýnin gengur, sumum þykir ég of hörð á meðan öðrum þykir ég of mjúk. Oft er gagnrýnin meira byggð á viðhorfum þess sem gagnrýnir en þess sem verið er að gagnrýna. Á Íslandi hefur gagnrýnin gengið út á að ég sé of hörð en það fer þó eftir við hvern maður talar. Í Bretlandi er ég til dæmis álitin frekar of mjúk. Í raun og veru get ég verið bæði mjúk og hörð, það fer bara eftir viðfangefnum hverju sinni, en ég held að fólk þoli það oft illa að maður sé breytilegur af því í lífinu er oft einfaldara að hafa fólk á ákveðinni hillu. Hitt er of flókið. Í barnauppeldi er þetta með harða eða mjúka stefnu stundum mikið tilfinningamál,“ segir Arna. Það er greinilegt að Arna er mjög fróður um viðfangsefni sín og hefur sterkar skoðanir. Gaman væri að tala meira við hana um barnauppeldi en nú bíður fjölskylda fyrir framan eftir að fá hennar ráðleggingar.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
33
Cecilie Björgvinsdóttir, cecilie@hjukrun.is
FÆRÐ ÞÚ NÆGA HVÍLD? Virðum hvíldartímaákvæði kjarasamninga Umræðan á undanförnum misserum hefur oft og tíðum snúist um öryggi sjúklinga. Þessi umræða er bæði þörf og góð. Eitt af því sem snýr að öryggi sjúklinga er að tryggja hjúkrunarfræðingum sem og öðrum heilbrigðisstéttum næga hvíld. Hvíldartímaákvæði kjarasamninga okkar tryggja starfsmönnum lágmarkshvíld en þau eru byggð á vinnutímatilskipun EES nr. 93/104/EB frá 23. nóvember 1993.
Tryggjum öryggi sjúklinga með því að þekkja og virða hvíldartímaákvæði kjarasamninga!
34
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Daglegur hvíldartími – um skipulag vinnutíma: • Vinnutíma skal haga þannig að á 24 klst. tímabili skal starfsmaður fá að minnsta kosti 11 klst. samfellda hvíld. • Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími á 24 klst. tímabili fari fram yfir 13 klst. • Starfsmaður á rétt á að minnsta kosti 15 mínútna hléi ef daglegur vinnutími hans er lengri en 6 klst. Kaffi- og matarhlé teljast hlé í þessu sambandi. Frávik frá daglegri lágmarkshvíld – vaktaskipti • Á skipulegum vaktaskiptum er heimilt að stytta samfellda lágmarkshvíld starfsmanna í allt að 8 klst. Þetta á til dæmis við þegar starfsmaður skiptir af morgunvakt yfir á næturvakt samkvæmt skipulagi vaktskrár. • Fráviksheimild þessi frá 11 klst. lágmarkshvíld á hins vegar ekki við þegar starfsmaður lýkur yfirvinnu og fer yfir á reglubundna vakt og öfugt. • Þar sem hér er um frávik frá meginreglunni um 11 klst. samfellda hvíld að ræða, verður að gera þá kröfu til vaktkerfis að það sé skipulagt þannig að skipti milli mismunandi tegunda vakta séu sem sjaldnast á vaktahring og að jafnaði reyni ekki á frávik þetta oftar en einu sinni í viku. Vinnan skal því skipulögð með sem jöfnustum hætti. Sérstakar aðstæður • Við sérstakar aðstæður er heimilt að stytta samfellda lágmarkshvíld í allt að 8 klst. og lengja vinnulotu í allt að 16 klst., það er að segja við ófyrirsjáanleg atvik þegar bjarga þarf verðmætum. Enn fremur þegar almannaheill krefst þess og/eða halda þarf uppi nauðsynlegri heilbrigðis- eða öryggisþjónustu. • Sé heimildum til frávika frá daglegum hvíldartíma samkvæmt þessum lið beitt skal starfsmaður fá samsvarandi hvíld í staðinn. Í beinu framhaldi af slíkri vinnulotu skal veita starfsmanni 11 klst. hvíld á óskertum launum sem hann annars hefði fengið. Vikulegur hvíldardagur • Á hverju 7 daga tímabili skal starfsmaður fá að minnsta kosti einn vikulegan hvíldardag sem tengist beint daglegum hvíldartíma og skal við það
miðað að vikan hefjist á mánudegi. Starfsmaður á þannig að fá 35 klst. samfellda hvíld einu sinni í viku. • Að svo miklu leyti sem því verður við komið, skal vikulegur hvíldardagur vera á sunnudegi og starfsmaður fá frí á þeim degi. Þó má stofnun með samkomulagi við starfsmenn sína fresta vikulegum hvíldardegi þar sem sérstakar ástæður gera slík frávik nauðsynleg, þannig að í stað vikulegs hvíldardags komi tveir samfelldir hvíldardagar á hverjum tveimur vikum. Þetta ákvæði á við um vaktavinnumenn sem vinna helgarvaktir. • Sé sérstök þörf á að skipuleggja vinnu þannig að vikulegum hvíldardegi sé frestað, skal haga töku hvíldardaga þannig að teknir séu tveir hvíldardagar saman (11+24+24 tímar). Frítökuréttur: • Hafi stjórnandi metið það svo að brýn nauðsyn sé til að starfsmaður mæti til vinnu áður en 11 klst. lágmarkshvíld er náð, skapast frítökuréttur, 1,5 klst. (í dagvinnu) fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist. • Ávinnsla frítökuréttar einskorðast ekki við heilar stundir. • Starfsmaður á ekki að mæta aftur til vinnu fyrr en að aflokinni 11 klst. hvíld nema hann hafi sérstaklega verið beðinn um það. Mæti starfsmaður eigi að síður áður en hann hefur náð hvíldinni, ávinnur hann sér ekki frítökurétt. • Samfelld hvíld rofin með útkalli – frítökuréttur miðað við lengsta hlé. Ef hvíld er rofin einu sinni eða oftar innan 24 stunda tímabils miðað við skipulagt/venjubundið upphaf vinnudags starfsmanns, skal bæta það sem vantar upp á að 11 klst. hvíld náist, miðað við lengsta hlé innan vinnulotu, með frítökurétti, 1,5 klst. (dagvinnu) fyrir hverja klukkustund sem vantar upp á 11 klst. hvíld. • Vinna umfram 16 klst. Hafi starfsmaður unnið samtals meira en 16 klst. á einum sólarhring, þ.e. hverjum 24 klst., miðað við skipulagt venjubundið upphaf vinnudags starfsmanns, án þess að ná 8 klst. samfelldri hvíld, skal starfsmaður undantekningarlaust fá 11 klst. samfellda hvíld að lokinni vinnu, án frádráttar á þeim launum sem hann annars hefði fengið. Frítökuréttur,
1,5 klst. (dagvinna), safnast upp fyrir hverja klst. sem unnin var umfram 16 klst. • Aukinn frítökuréttur vegna samfelldrar vinnu umfram 24 klst. Í þeim sérstöku undantekningartilvikum að starfsmaður vinni samfellt fullar 24 stundir, skal frítökuréttur aukast þannig að hver heil stund umfram 24 veitir frítökurétt sem er 1,8% lengri en sá frítökuréttur sem næsta stund á undan gaf. Regla þessi er sjálfstæð í þeim skilningi að hún tengist ekki meginreglunni um daglegan hvíldartíma heldur er henni ætlað að sporna gegn óhóflegu vinnuálagi. Upplýsingar um frítökurétt á launaseðli: Uppsafnaður frítökuréttur skal koma fram á launaseðli og hann skal veittur í hálfum eða heilum dögum. Frítaka: Frítaka skal veitt í samráði við starfsmann enda sé uppsafnaður frítökuréttur að minnsta kosti fjórar stundir og skal frítaka ekki veitt í styttri lotum en það. Leitast skal við að veita frí svo fljótt sem auðið er eða með reglubundnum hætti til að koma í veg fyrir að frí safnist upp. Greiðsla hluta frítökuréttar: Heimilt er að greiða 1/3 hluta frítökuréttar í dagvinnu, óski starfsmaðurinn þess. Uppgjör við starfslok: Við starfslok skal ótekinn frítökuréttur gerður upp með sama hætti og orlof. Frítökuréttur fyrnist ekki. Æðstu stjórnendur og aðrir þeir sem ráða vinnutíma sínum sjálfir: Aðilar þessir geta eðli málsins samkvæmt ekki áunnið sér frítökurétt. Tryggðu þér næga hvíld – tryggðu með því aukið öryggi skjólstæðinga þinna!
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
35
Margrét Tómasdóttir, margt@landspitali.is
Gamlar perlur
FRAMTÍÐARSÝN Í HJÚKRUN
Eftirfarandi grein birtist í 4. tölublaði tímaritsins Hjúkrun 1988 en hún var upphaflega erindi sem flutt var á ráðstefnu Norðurlandsdeildar eystri innan Hjúkrunarfélags Íslands. Áhugavert er fyrir lesendur að íhuga stöðu hjúkrunar þá og nú. Hvað hefur breyst til hins betra, hvað hefur ekki breyst? Reyndist höfundurinn, ungi hjúkrunarfræðingurinn og forstöðurmaðurinn við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri, Margrét Tómasdóttir, sannspár? Margrét tekur svo sjálf stöðuna 25 árum seinna í pistli hér á eftir.
Viðfangsefni mitt í þessu erindi er framtíðarsýn í hjúkrunarmálum. Áður en litið er til framtíðarinnar þarf að gera grein fyrir stöðu nútíðar með tilliti til fortíðar. Hvernig stendur hjúkrunarfræðin í dag varðandi starfið hjúkrun, menntun
36
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
og rannsóknir? Aðalspurningin er, hvaða kröfur gerir þjóðfélagið, sem við búum í, til hjúkrunar og til starfa hjúkrunarfræðinga í heilbrigðiskerfinu? Hver eru þau verkefni sem hjúkrunarfræðingar þurfa að takast á við í starfi og menntunarmálum?
Þarfir þjóðfélagsins fyrir hjúkrunarþjónustu eru breytilegar í stöðugleika sínum. Ný viðfangsefni og heilbrigðisvandamál skjóta upp kollinum. En eitt verkefni og heilbrigðisvandamál sjáum við örugglega fyrir. Það fer ekki milli mála að hjúkrunarfræðingar verða að undirbúa sig til að takast á við hjúkrun aldraðra. Árið 1985 voru 24.500 íbúar þessa lands 65 ára og eldri, þar af 10.600 íbúar 75 ára og eldri. Spá fyrir árið 2020 segir 47.800 íbúa, þar af 19.700 eldri en 75 ára. Þar bíða hjúkrunar mikil og örugg verkefni. Síðustu áratugir hafa einkennst af tækninýjungum og örum framförum. Heilbrigðisstéttir hafa ekki farið varhluta af þessari þróun. Spurningin er – komumst við mikið lengra á þessu sviði þó að gömul tæki verði auðvitað endurbætt og nákvæmni þeirra aukist? Það er farið að smíða og hanna líffæri. Það er tiltölulega auðvelt að setja stál í staðinn fyrir bein en
það gengur erfiðlega með líffæri eins og hjarta, nýru og lifur þar sem lífeðlisfræðin er aðalatriði starfseminnar. Spurningin er hversu langt mannfólkið vill fara í þessa tæknivæddu átt. Teikn eru á lofti um að hinn vestræni heimur sé að snúa sér í ríkara mæli að öðrum leiðum en tæknivæddum „viðgerðum“ til að viðhalda heilbrigði. Forvarnarstarf og fræðsla um heilbrigða lífshætti hefur verið til umræðu í þjóðfélaginu síðustu ár. Í æ ríkara mæli sækist fólk eftir öðrum meðferðarleiðum við kvillum sínum en hinu hefðbundnu læknisvísindum. Hreyfing, slökun, mataræði, nudd og stungur að hætti til dæmis Kínverja og Indverja er notað sem meðferð. Heilbrigðisstéttir verða að taka tillit til þessara þarfa, kynna sér vel og jafnvel rannsaka aðferðir þessar og taka afstöðu án fordóma. Það er krafa þjóðfélagsins. Snúum okkur þá að hjúkrunarstarfinu, þ.e. þjónustunni sem við veitum. Hjúkrun er þjónusta sem veitt er sem hluti af heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðiskerfið er stórt fyrirtæki sem skiptist í mörg minni fyrirtæki. Ávallt verður að hlusta á viðskiptavinina. Hver er þörfin fyrir þjónustu, hver getur best veitt þessa þjónustu með sem minnstum tilkostnaði, þ.e. framleiðni og gæði þjónustunnar? Þetta er raunveruleikinn í dag. Þess er krafist að hjúkrunarstéttin hafi á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki sem átti sig á þörfum þjóðfélagsþegnanna og komi til móts við þær. Hver er staða okkar gagnvart þjóðfélagsþegnunum, það er að segja almenningi, í dag? Því miður er fólk ekki sammála um ágæti hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga. Hvers vegna ekki? Það má rekja orsakir þessa bæði til félagsþroska stéttarinnar, starfa hjúkrunarfræðinga og menntunar. Í almennri hjúkrun verðum við að færast nær skjólstæðingi hjúkrunar. Fjölgun í stéttinni mun vonandi leysa þetta mál að hluta en þó ekki algjörlega. Hugmyndafræði okkar segir að mæta eigi einstaklingnum heildrænt. Því miður hafa margir hjúkrunarfræðingar, í allri tæknivæðingunni, snúið sér frá grund-
vallaratriðum hjúkrunar, þ.e. að sinna grunnþörfum skjólstæðinga okkar. Dæmi: Hreyfing er ein af grunnþörfum mannsins. Hjúkrunarfræðingar sáu um að þörf einstaklingsins fyrir hreyfingu væri sinnt og báru ábyrgð á þessum þætti fyrir tíð sjúkraþjálfara. Nú heyrist meðal hjúkrunarfólks að sjúkraþjálfarinn komi og sjái um gönguæfingarnar, að hreyfa sjúklinginn eftir stórar aðgerðir og fleira slíkt. Beðið er eftir sjúkraþjálfara til þess að sinna þessum hjúkrunarverkefnum og falla þau jafnvel niður ef sjúkraþjálfari lætur ekki sjá sig. Annað dæmi er næring. Eftir 25 ár er ekki vafi á því að heilbrigðisstarfsfólk lítur til baka með vissum hryllingi til dagsins í dag varðandi næringu skjólstæðinga okkar. Hvers vegna? Jú, við gefum skjólstæðingum okkar ekki nóga næringu oft og tíðum. Við undir-nærum fólk sem liggur á sjúkrahúsum og hefur margfalda næringarþörf miðað við heilbrigt ástand. Skjólstæðingar okkar eru vannærðir. Þetta hafa rannsóknir sýnt fram á hér á landi. Ég dreg kannski upp of dökka og einlita mynd af ástandinu hér, en meðan örlar á þessum vinnubrögðum stéttarinnar þá fáum við ekki umbeðna virðingu annarra. Heimahjúkrun og heimahlynning eru sérverkefni hjúkrunarfræðinga sem eru í örum vexti og í höndum hæfra einstaklinga. Á þessu sviði eiga hjúkrunarfræðingar eftir að öðlast traust og virðingu ef þeir halda áfram á sömu braut. Með aukinni sérhæfingu, sem ég tel óumflýjanlega, verðum við að efla samskipti milli sérgreina hjúkrunar. Faggreinin sem slík býr yfir það mikilli og víðtækri þekkingu að einum manni eða konu er ekki fært að taka við því öllu saman. Nauðsynlegt er því að efla ráðgjöf á milli hjúkrunarfræðinga í mismunandi greinum hjúkrunar og nýta sérfræðiþekkingu fyrir sem flesta. Er þetta gert með góðu tjáskiptaferli. Leiðir það okkur beint að skráningu sem þætti hjúkrunarstarfs. Í dag eru þau áhöld, sem við notum við skráningu, blað og penni. Hvað er langt þar til að hjúkrunarfræðingar hafa sér við hlið lítið tölvuborð og skrá jafnóðum athuganir
og meðferð? Það eru ekki mörg ár þar til upplýsingar verða færðar inn á tölvur. Í heimahjúkrun, þar sem tölvur eru tengdar með síma við stjórnstöð. En skráning í slíku formi verður raunveruleiki í nánustu framtíð. Hjúkrunarfræðingar verða að létta sér störfin með þessari nýju tækni. Það skipulag, sem notað er í dag, köllum við hjúkrunarferli. Hjúkrunarferlið er ekkert annað en skipulögð skráning og markviss vinnubrögð. Hjúkrunarferlið á eftir að þróast, jafnvel breyta um nafn, en grunnhugmyndin verður áfram sú sama. Með notkun hjúkrunarferlisins tryggjum við samfelldni í hjúkrunarþjónustu okkar. Skjólstæðingar okkar eru og munu verða betur upplýstir en áður. Við og aðrir sem þiggjum þjónustu heilbrigðiskerfisins krefjumst þess að fá að fylgjast með gæðum þeirrar þjónustu sem boðið er upp á. Heilbrigðisstarfsfólk mun ekki geta afsakað misgjörðir sínar. „Viðskiptavinirnir“ munu leita réttar síns fyrir dómstólum. Við munum svara fyrir gjörðir (misgjörðir) okkar fyrir rétti. Þar er skráningin það eina sem tekið er gilt. Markviss, nákvæm skráning er eitt af lífsspursmálum stéttarinnar. Samstarf heilbrigðisstétta er viðkvæmt mál. Skörun starfssviða er eðlilega mikil þar sem allar stéttir, að sögn þeirra sjálfra, líta heildrænt á skjólstæðinginn og veita þjónustu samkvæmt því. Hvað sem líður faglegri uppbyggingu, hugmyndafræði hjúkrunar og fleira þá er farið fram á í nútímaþjóðfélagi að hver og einn einstaklingur eða fagstétt sanni gildi sitt fyrir þjóðfélagið. Ég tel að í dag séum við eitt og eitt, hér og þar að veita mjög góða og frambærilega þjónustu en sem heild, eða afl sem tekið er mark á í þjóðfélaginu, sé málum ekki þannig farið. Við höfum barmað okkur mjög, sagst ekki ráða við verkefnin. Við erum að missa tiltrú þjóðfélagsins á ágæti okkar. Við efumst ekki sjálf og er það gott því við vitum hvers við erum megnug. Við verðum bara að sýna það með ábyrgum ákvörðunum og verkum. Einnig verðum við að horfast í augu við það að samstarfsstéttir okkar nota hvert tækifæri til að koma sínu að meðan við erum að hugsa okkar mál. Aðgerðaleysi
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
37
dugir ekki lengur. Tökum sem dæmi samstarf okkar við sjúkraliða, þá stétt sem ég kalla aukahendur hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki sinnt þörfum þessa hóps, sem heild ekki skipt sér af menntun sjúkraliða og vita jafnvel ekki hvað sjúkraliðar læra í sínum skóla. Sama er að segja um sjúkraliða því þeir vita oft og tíðum, líklegast í flestum tilfellum, ekki hvað hjúkrunarstarfið er viðamikið og víðfemt því við kynnum þeim aðeins hluta af okkar starfi og námi. Finnst okkur nokkur furða þó komi upp misskilningur! Það er ljóst að báðar stéttir verða að kynna sín sjónarmið, það þarf að koma á markvissum tjáskiptum og upplýsingaflæði á milli þessara hópa. Verkefni okkar næstu misseri er að koma til skila hugmyndum okkar og benda á verkefni sem hjúkrunarfræðingar eru einir færir um að sinna vegna menntunar sinnar. Við verðum að vera þar sem áhrifamiklar ákvarðanir eru teknar. Okkar sjónarmið verða að komast að. Þá veit ég að ákvarðanataka stjórnenda og stjórnmálamanna miðast við óskir hjúkrunarfræðingar því með því eru gæði heilbrigðisþjónustu og hjúkrunar tryggð fyrir skjólstæðinga okkar. Sný ég mér þá að menntunarmálum hjúkrunarstéttarinnar. Í gær voru fleiri en einn framsögumaður hér á ráðstefnunni sem talaði um að „hjúkrunarfræðingar mættu ekki mennta sig frá starfinu“ svo notuð sé orð heilbrigðisráðherra Guðmundar Bjarnasonar. Hvers vegna er fólk að nefna þetta, er virkilega ástæða til þess? Að mínu mati – já – því miður. Eftir að Hjúkrunarskóli Íslands hætti starfsemi sinni hefur meirihluti hjúkrunarstéttarinnar, þ.e. 2139 félagar í Hjúkrunarfélagi Íslands, á móti 360 félögum í Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, ekki verið í beinum tengslum við nám stéttarinnar. HFÍ barðist réttilega fyrir háskólamenntun í hjúkrunarfræði en hefur lítil áhrif haft á þróun grunnmenntunar stéttarinnar síðan. Boðleiðin hefur verið einstefna frá Háskóla Íslands. Námsbraut í hjúkrunarfræði er að verða, ef hún er ekki orðin það nú þegar, eyðieyja í hjúkrunarstéttinni. Jafnvel önnur menntastofnun í hjúkrunarfræði, Háskólinn á Akureyri, á erfitt með að komast nálægt hjúkrunarhluta náms þeirra. Ef óskað er get ég nefnt dæmi síðar.
38
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Hverju er um að kenna að menntunarleiðin er ekki í sem bestum tengslum við hjúkrunarstéttina? Að mínu mati bæði áhugaleysi og aðgerðaleysi Háskóla Íslands og þá einnig aðgerðaleysi og grandvaraleysi Hjúkrunarfélags Íslands. Margir hafa lokið BS-gráðu, enn fleiri hafa snúið frá. Sérleið, þ.e. sérskipulagt nám fyrir hjúkrunarfræðinga til BS-gráðu, hlýtur að vera almenn krafa hjúkrunarfræðinga. Er það verkefni sem HFÍ verður að fara fram á við HÍ að taka að sér. Þörfin fyrir slíkt nám er fyrir hendi. Og ekki orð um að þetta sé ekki hægt vegna skorts á fólki. Það var fengin utanaðkomandi aðstoð þegar námsbraut í hjúkrunarfræði fór af stað og einnig þegar Háskólinn á Akureyri hóf starfsemi sína og sú leið er þá einnig fær í þessu tilfelli. Þetta er spurning um vilja og skipulag. Hjúkrunarfélag Íslands ber mikla ábyrgð í þessu máli. Hvernig stendur á því að námsbraut í hjúkrunarfræði hefur verið látin komast upp með að sinna ekki hjúkrunarfræðingum, sem í BS-nám fara, á markvissan, viðunandi hátt? Nú verður hópþrýstingur félagsmanna að koma til. Ég vil taka fram að grunnnám í HÍ er fræðilega gott nám en það gerir ekki gagn í þeim bráðavanda sem þjóðfélagið er í varðandi þörf fyrir hjúkrunarþjónustu og hjúkrunarfræðinga. Hér á Akureyri er nýstofnaður háskóli, Háskólinn á Akureyri, þar sem ein deilda hans er heilbrigðisdeild. Fyrsta námsbraut þeirrar deildar er hjúkrunarfræði. Ég vona að okkur takist að tengja vísindin við starfið þar sem hjúkrunarfræðingum er kennt að starfa samkvæmt hugmyndafræði hjúkrunar, byggja starf sitt á rannsóknum í hjúkrun og þörf einstaklinga, fjölskyldna og þjóðfélagsins í heild fyrir sérhæfða þjónustu okkar. Hjúkrunarfræðingar á Akureyri sýna þessum málum mikinn áhuga. Hvort farið verður fyrr af stað með sérhannað grunnnám fyrir hjúkrunarfræðinga eða framhaldsmenntun, sí- og endurmenntun er mál sem Háskólinn og hjúkrunarfræðingar hér verða að ræða. Ég efa ekki að gott samstarf eigi eftir að verða um þessa hluti. Efni í annað erindi er hvernig hjúkrunarkennsla muni breytast í framtíðinni. Það er ljóst að tölvunotkun við kennslu, þar
sem nemendur læra eftir leiðbeiningum tölvu, mun kollvarpa öllu hefðbundnu skólastarfi þar sem öll áhersla hefur verið lögð á fyrirlestrahald og verklegar æfingar. Miklar framfarir eru nú á þessu sviði og má vænta að fljótlega verði aðgengilegt fyrir menntastofnanir að taka upp þessa nýju kennsluaðferð. Þar sem mikil þróun á sér stað í okkar fræðigrein og þeim grunngreinum sem kenndar eru í hjúkrunarfræðinámi er ljóst að endurnýjun verður mikil á námsefni næstu árin. Einstakir hlutir, sem hafa verið í námsskrá, verða felldir út og annað sem er nýtt verður sett í staðinn. Er þetta sjálfsögð endurnýjun. Að lokum, hver eru þau verkefni sem verður að takast á við í nútíð og framtíð? • Hjúkrunarfræðingar verða að hlusta á þarfir þjóðfélagsins um þjónustu og bregðast á skynsamlegan hátt við kröfum þess um hjúkrunarþjónustu. • Efla þarf samstarf heilbrigðisstétta. • Hjúkrunarfræðingar verði virkari og taki þátt í ákvörðunartöku sem er stefnumótandi fyrir hjúkrun og heilbrigðiskerfið í heild sinni. • Hjúkrunarstéttin sem heild verður að vinna sameiginlega að menntunarmálum sínum. • Félög hjúkrunarfræðinga verða að sameinast. Hjúkrunarfræðingar! Við verðum að snúa bökum saman og vinna skipulega að uppgangi hjúkrunarfræði í þessu landi. Þörfin fyrir hjúkrun og hjúkrunarfræðinga er og verður alltaf til staðar. Sönnum gildi okkar með góðum og árangursríkum gjörðum. Höfum hugfast að „hver er sinnar gæfu smiður“. Greinin er lítillega stytt og breytt.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Í ÞRJÁ ÆTTLIÐI Ekki er óalgengt að móðir og dóttir séu báðar hjúkrunarfræðingar en sjaldgæfara er að heyra um þrjár kynslóðir hjúkrunarfræðinga. Þegar meðfylgjandi mynd var tekin á fjölskyldusamkomu ákvað Íris Þórðardóttir að benda ritstjórn á að bæði móðir hennar og dóttir væru hjúkrunarfræðingar.
Ingigerður Reykjalín Eymundsdóttir er fædd 1942 og útskrifaðist í október 1963. Hún er Vestmannaeyingur og var ófrísk og heimavinnandi þegar gosið varð 1973 en þá þurfti að flytja alla sjúklinga úr gamla ráðhúsinu, þar sem hún hafði starfað um árabil, yfir á meginlandið. Þegar gaus var núverandi sjúkrahús nýbyggt en engir sjúklingar komnir þangað heldur einungis heilsugæslan. Eftir gos var allt húsið innréttað og var öll starfsemi flutt þangað 1974, tólf árum eftir að byggingarframkvæmdir hófust. Ingigerður byrjaði að vinna þar 1979 og vann sem heilsugæsluhjúkrunarfræðingur í um 20 ár við heilsugæslu Vestmannaeyja. Íris Þórðardóttir fæddist 1964. Hún útskrifaðist í júní 1990 og vann á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1990-1994. Þá fékk hún starf sem líffræðikennari við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum en vinnutíminn á sjúkrahúsinu hentaði illa vegna barna og manns á sjó. Sama ár var stofnuð sjúkraliðabraut við skólann og stjórnaði Íris henni til 1999 þegar hún fluttist upp á fastalandið í Ölfus og tók við sjúkraliðabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Þar starfar hún enn. Íris var í tíu ár einnig forvarnafulltrúi skólans og var í teymi sem stjórnað var af Lýðheilsustöð og lagði grunninn að verkefninu „heilsueflandi framhaldsskólar“ sem er nú á sínu þriðja ári. Í tíu sumur leysti hún af á heilsugæslunni á Selfossi en vegna niðurskurðar hefur nú verið fækkað í starfsliðinu yfir sumarið.
Frá vinstri Ingigerður Reykjalín Eymundsdóttir, sem útskrifaðist 1963, Íris Þórðardóttir, sem lauk námi 1990, og Elva Dögg Valsdóttir, hjúkrunarfræðingur síðan 2011.
Elva Dögg Valsdóttir, dótturdóttir Ingigerðar, er fædd 1985. Hún útskrifaðist í júní 2011 frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og réð sig í afleysingar á hand-, lyf- og slysadeild hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands strax eftir útskrift og fram í janúar 2012. Hún tók sér þá fæðingarorlof í eitt ár en byrjaði á slysadeildinni í Fossvogi í janúar 2013 og er þar enn, hæstánægð að eigin sögn. Elva Dögg stefnir nú á meistaranám, vonandi á bráðasviði, á komandi árum.
Þá má rifja upp að Elva Dögg fór árið 2007 í hjálparstarf til Keníu ásamt sjö öðrum hjúkrunarnemum. Þær störfuðu í mánuð við heilsugæslu í fátækrahverfum Nairobi, höfuðborgar Keníu, og söfnuðu á Íslandi styrkjum sem dugðu til kaupa á tveim sjúkrabifreiðum. Elva Dögg er einn af yngstu höfundum efnis í Tímariti hjúkrunarfræðinga en 2008 skrifuðu þær allar grein í blaðið um reynsluna frá Keníu.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
39
Margrét Tómasdóttir, margt@landspitali.is
1988 25 ÁRUM SEINNA
Þegar ég les grein eða erindi um framtíðarsýn, sem ég flutti árið 1988, og er beðin um að meta hvort það sem þar er sett fram hafi orðið í einhverjum takt við raunveruleikann, þá er fyrsta hugsunin – ég man ekkert eftir þessu! En ég þekki skoðanir og viðhorf sem sett voru fram. Á þessum tíma var gerjun mikil innan hjúkrunar. Tvö félög hjúkrunarfræðinga störfuðu og samvinna þeirra oft og tíðum stirð. Nýir hjúkrunarfræðingar með framhaldsmenntun komu heim á hverju ári. Nýlega hafði verið stofnaður Háskóli á Akureyri þar sem kennd var hjúkrunarfræði í óþökk margra við námsbraut í hjúkrunarfræði og ýmissa deilda við Háskóla Íslands. Það voru margir fundir, mörg erindi flutt og þetta var eitt af þeim. Nú þegar ég les erindið yfir leita ég sérstaklega eftir þáttum sem snúa að hugmyndafræði starfa hjúkrunarfræðinga, samstarfi heilbrigðisstétta, menntun hjúkrunarfræðinga, stéttarvitund og stöðu hjúkrunar í samfélaginu. Það er greinilega beinskeytt ung kona sem talar um framtíð hjúkrunar út frá stöðunni sem var á þessum tíma. Hvað af hennar sýn hefur staðist, hvað hefur breyst til batnaðar og hvar þurfum við að berja járnið áfram?
Hjúkrunarþjónusta Eins og fram kemur í erindinu lagði ég á þessum tíma áherslu á að hjúkrun væri
40
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Margrét Tómasdóttir
þjónusta við einstaklinga. Þá var hugtakið „þjónusta“ ekki í tísku í hjúkrun. Sjálfstæði fræðigreinarinnar var áhersluatriði og þvældist orðið þjónusta fyrir rannsóknum og vísindum. Í dag er talað um sjúklingamiðaða þjónustu (patient centered care). Í erindinu er komið inn á þá hugmyndafræði þegar til dæmis rætt er um að „skjólstæðingar“ okkar muni verða betur upplýstir en áður. Í þá daga var metið af heilbrigðisstarfsfólki (læknum) hvað væri gott fyrir sjúklinginn að vita um hans greiningu, meðferð og þá sérstaklega batahorfur. Orðræðan og viðhorfin hafa sem betur fer breyst, við tölum um einstaklinga og fjölskyldur þeirra þó að
orðið sjúklingur sé lögbundið. Samstarf sjúklings og teymis heilbrigðisstarfsfólks, sem tryggir samfellda þjónustu, þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar sjúklingnum og nánustu aðstandendum, er grunnhugsun í sjúklingamiðaðri þjónustu. Enn erum við ekki komin alla leið í því samstarfi en mun lengra en fyrir 25 árum. Ég hlakka til þess dags þegar litið er á sjúkraskrá sjúklings sem vinnugagn þar sem sjúklingur og aðstandendur hans hafa fullan aðgang að færslum meðferðaraðila og færa einnig inn sínar upplýsingar og athugasemdir. Þetta er nær okkur í tíma en við höldum. Víða í erindinu kom ég inn á breytta þjónustu, og spáði til dæmis fyrir um aukna áherslu á forvarnarstarf, heilbrigða lífshætti og að fólk sæktist eftir öðrum meðferðarleiðum við kvillum sínum en hinni hefðbundu leið nútímalæknisfræði. Nefndi ég hreyfingu, slökun, mataræði, nudd og stungur að hætti Kínverja sem dæmi. Enn er talað um nudd sem óhefðbundna aðferð, þó að fjöldi fólks viðhaldi heilbrigði sínu með að fara í nudd. Öfgar á sviði óhefðbundinnar meðferðar skemma fyrir því hóflega og skynsama sem verður til þess að
sjúklingar nota óhefðbundar aðferðir án vitundar heilbrigðisstarfsfólks. Allt er varðar óhefðbundna meðferð er sett undir sama hatt þó rannsóknir sýni jákvæð áhrif meðferðar. Nú eigum við rannsóknir sem styðja notkun ákveðinna jurta til að bæta og viðhalda heilsu. Allt sem bætir líðan sjúklinga okkar á að standa þeim til boða og kallar því á að heilbrigðisstarfsfólk fjalli um óhefðbundna meðferð án fordóma og fordæmingar. Framtíðarverkefni eru nefnd tengd öldrunar hjúkrun og heima þjónustu. Framtíðarspá um fjölda einstaklinga 65 ára og eldri hefur staðist og því ætti þörf eldri borgara fyrir þjónustu ekki að koma neinum á óvart. Sérhæfing í hjúkrun hefur tekið miklum breytingum og þekking í öldrunarhjúkrun er viðurkennd í samfélaginu. Þegar sérfræðingar í hjúkrun aldraðra tala þá hlustar samfélagið. En er farið eftir ráðlegginum þeirra? Nei, ekki að öllu leyti. Aðbúnaður aldraðra á stofnunum og hjúkrunarheimilum er mun betri en fyrir 25 árum en hvað er stór hluti sem fær ekki þjónustu við hæfi? Mig grunar að þetta prósentuhlutfall sé enn óhagstætt, það eru of margir sem fá ekki þjónsutu sem þeir þurfa á að halda. Niðurskurður hefur ekki einungis bitnað á gæðum öldrunarþjónustu heldur einnig fjölda einstaklinga sem fá og hafa aðgang að nauðsynlegri þjónustu. Verkefni hjúkrunarfræðinga er eins og fyrir 25 árum að standa vörð um öldrunarþjónustu.
fram haldsmenntun hér innanlands, rannsóknar stofnanir og vísindavinnu í hjúkrunar fræði. Þessi framtíðarsýn var í órafjarlægð fyrir 25 árum en er dæmi um hvað hægt er að gera ef áhugi, vilji og geta eru til staðar. Þó er eitt sem við verðum að bæta og það eru tengsl hjúkrunarstéttarinnar við hjúkrunarmenntun í landinu. Menntunin, menntastofnanir, kennarar og fræðimenn mega ekki verða einangrað fyrirbæri þar sem þröngur hópur skapar menntun og fræðastarf eftir sínum áhugasviðum. Rannsóknir í hjúkrun verða að styðja við þjónustu hjúkrunarfræðinga og háskólarnir að svara kröfum þjóðfélagsins fyrir þekkingu og undirbúa nemendur sína fyrir þá þjónustu sem einstaklingar samfélagsins fara fram á. Það er úrelt hugsun að „við“ heilbrigðisstarfsfólkið vitum hvað er „best“ fyrir einstaklinga eða samfélag. Í ávarpi, sem formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Ólafur G. Skúlason, hélt á fundi hjúkrunarstjórnenda nýverið, lagði hann áherslu á samstarf og samvinnu allra sem koma að hjúkrun og þróun hjúkrunarfræði. Kallaði hann eftir auknu samstarfi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og háskólanna. Aukið samstarf allra sem hlut eiga að máli kemur hjúkrunarfræði og stöðu hjúkrunar til góða í samfélaginu.
Staða hjúkrunar í samfélaginu
Fyrir 25 árum var andinn í þjóðfélaginu sá að nám í hjúkrunarfræði væri of langt. Það vantaði hjúkrunarfæðinga til starfa og það þyrfti að mennta þá. Leið til að fjölga hjúkrunarfræðingum á landsbyggðinni var að setja upp nám á Akureyri, tveggja, þriggja eða fjögurra ára nám. Við gátum komið í veg fyrir að úr yrði tveggja ára hjúkrunarnám með því að byrja strax með fjögurra ára BS-nám þó að það væri skipulagt jafnóðum og kennsla fyrsta árgangsins fór fram.
Ég lýsti ákveðnum áhyggjum varðandi það að hjúkrunarfræðingar væru að snúa sér frá grunnatriðum hjúkrunar sem er að líta sérstaklega á einstaklinginn í umhverfi sínu út frá grunnþörfum hans, þ.e. hreinlæti, hreyfingu, næringu, svefni, hvíld og samskiptum við aðra. Tók ég dæmi varðandi hreyfingu og næringu. Athugasemdir mínar eiga enn við og hvetja okkur til að eiga gott samstarf við þær heilbrigðisstéttir sem sérhæfa sig á þessum sem og öðrum sviðum þjónustunnar. Einnig er sérhæfing innan hjúkrunar stöðugt að aukast og mikilvægt að ráðgjöf sé virk meðal sérfræðinga í hjúkrun. Við getum sagt með orðum Benner að sú þróun sé enn í barnæsku og tækifærin þar því mikil.
Ég má varla til þess hugsa ef okkur hefði mistekist. Í dag stöndum við með tvær sterkar deildir í háskólum,
Forvarnarstarf og fræðsla um heilbrigða lífshætti voru orðin sem notuð voru fyrir heilsueflingu og lýðheilsu. Ég
Menntun hjúkrunarfræðinga
spurði hversu langt við gætum gengið í að lagfæra það sem aflaga hefur farið varðandi heilsu og benti á forvarnarstarf. Í lýðheilsufræðum hefur orðið bylting og leika hjúkrunarfræðingar þar stórt hlutverk með sína þekkingu á grunnþörfum einstaklingsins svo og þekkingu í kennslufræði og stjórnun. Spá mín fyrir framtíðina er að hjúkrunarfræðingar eiga eftir að taka virkan þátt innan sem utan heilbrigðiskerfisins í að efla heilbrigði þjóðarinnar með virku starfi að forvörnum og heilsueflingu.
Lokaorð Í upphafi erindis míns fyrir 25 árum spurði ég: Hvaða kröfur gerir samfélagið til hjúkrunar og hver eru þau verkefni sem hjúkrunarfræðingar verða að takast á við, í starfi og menntunarmálum? Við sjáum ekki fyrir hvaða sjúkdómar munu þróast meðal þjóða, hvert tæknileg þróun leiðir okkur eða hvaða áhrif ný lyf hafa á sjúkdóma. En við erum farin að sjá hvað heilbrigður lífsstíll gerir fyrir heilsu og þau vandamál sem mannkynið glímir við. Því er gott að hafa spurningarnar opnar og getum því notað sömu spurningarnar aftur eftir 25 ár. Ég treysti því að hjúkrunarfræðingar svari þessum spurningum nú og í framtíðinni út frá þörfum samfélagsins fyrir hjúkrun og þjónustu hjúkrunarfræðinga. Margrét Tómasdóttir er hjúkrunarfræðingur MS, lögfræðingur ML og talsmaður sjúklinga á Landspítala.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
41
Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri
VINNUTENGD STREITA OG STARFSUMHVERFI ÍSLENSKRA HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRA ÚTDRÁTTUR
Bakgrunnur og tilgangur rannsóknar: Samkvæmt erlendum rannsóknum finna hjúkrunardeildarstjórar fyrir miklu vinnuálagi sem skapað getur vinnutengda streitu. Tilgangur þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að kanna hvort hjúkrunardeildarstjórar á Íslandi hafi einkenni um vinnutengda streitu, í öðru lagi hverju hún tengist og í þriðja lagi hvaða þættir stuðla að því að þeir séu sáttir eða ósáttir við starfsumhverfi sitt. Aðferðin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þýðið voru allir kvenhjúkrunardeildarstjórar á öllum sjúkrahúsum landsins. Þeir fjórir karlmenn, sem gegna því hlutverki, voru ekki með í þýðinu. Spurningalisti var sendur rafrænt á 136 kvenhjúkrunardeildarstjóra í gegnum Outcome-kannanakerfið og svöruðu 110 (81%). Niðurstöður leiddu í ljós að 45% hjúkrunardeildarstjóranna voru yfir streituviðmiðum PSS-streitukvarðans (The Perceived Stress Scale). Ungir hjúkrunardeildarstjórar, þeir sem höfðu litla stjórnunarreynslu og þeir sem unnu langan vinnudag voru líklegri en aðrir til að vera yfir streituviðmiðunarmörkum. Tæplega þriðjungur hjúkrunardeildarstjóranna (28%), sem ekki fundu fyrir streitu, reyndust yfir streituviðmiðunum. Fram komu sterk jákvæð tengsl milli vinnutengdrar streitu og þess að vera andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Það sem hjúkrunardeildarstjórarnir töldu geta minnkað vinnutengda streitu mest var fullnægjandi mönnun og að hafa aðstoðardeildarstjóra. Þeir nefndu einnig mikilvægi stuðnings, betra upplýsingaflæðis, að fækka þyrfti verkefnum og að tilgreina þyrfti betur starfssvið hjúkrunardeildarstjóra. Hjúkrunardeildarstjórarnir voru sáttir við margt, svo sem gott samstarfsfólk, góðan starfsanda, ánægjuleg samskipti og að starfið væri fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Ósáttastir voru þeir við starfsmannaeklu, tímaálag, stuðnings- og skilningsleysi yfirstjórnar, fjárskort, eilífar sparnaðarkröfur og lág laun miðað við ábyrgð. Helstu ályktanir: Að vera hjúkrunardeildarstjóri er streitusamt starf sem sést á því að tæplega helmingur hjúkrunardeildarstjóranna var yfir viðurkenndum streituviðmiðum og nær þriðjungur hjúkrunardeildarstjóranna var yfir streituviðmiðunum án þess að gera sér grein fyrir því. Áhættuþættir vinnutengdrar streitu voru, samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar, meðal annars að vera ungur í starfi, hafa ekki langa stjórnunarreynslu og vinna langan vinnudag. Þrátt fyrir allt voru hjúkrunardeildarstjórar sáttir við margt í sínu starfsumhverfi, svo sem gott samstarfsfólk. Lykilorð: Hjúkrunardeildarstjórar, konur, vinnutengd streita, lýsandi þversniðsrannsókn.
INNGANGUR Hjúkrunardeildarstjórar gegna mikilvægu starfi innan sjúkrahúsanna og mikið veltur á þeim varðandi gæði þjónustunnar sem veitt er (Duffield o.fl., 2011). Starfsumhverfi hjúkrunardeildarstjóra hefur breyst hin síðari ár og auknar kröfur eru gerðar til þeirra meðal annars um aðhaldssamar
42
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
ENGLISH SUMMARY Agnarsdottir, Th., Halldorsdottir, S., Skuladottir, H. and Sigursteinsdottir, H. THE ICELANDIC JOURNAL OF NURSING (2014), 90 (1), 42-48
WORK-RELATED STRESS AND WORK ENVIRONMENT OF ICELANDIC FEMALE HEAD NURSES Background and purpose. Head nurses work under great pressure and can therefore experience work-related stress. The purpose of this investigation was, firstly, to study whether head-nurses in Iceland have symptoms of work-related stress, secondly, what the underlying factors are and thirdly, what factors contribute to their contentment or discontentment with their work-environment. The method was descriptive cross-sectional. The population was all head nurses in all hospitals in Iceland. The four male head nurses were not included. A questionnaire was sent through Outcome websurvey to 136 female head nurses of which 110 participated (81%). Results showed that 45% of the head nurses were over the stress benchmark on the The Perceived Stress Scale (PSS). Being a young head-nurse, having short administrative experience as well as long working hours were risk factors to exceed the stress limits. Nearly one-third of the head nurses (28%) were over the stress benchmark without realizing or acknowledging it. There was a strong positive relationship between work-related stress and being mentally exhausted at the end of the workday. What the head nurses felt were the most important factors in decreasing work-related stress was adequate number of personnel and having an assistant head nurse. They also mentioned support, decreased number and scope of tasks, and more accurate job description. The head nurses were content with many aspects of their jobs, such as good co-workers, work atmosphere, satisfying communication and found their work versatile, enjoyable and rewarding. They were discontent with lack of staff, time pressure, lack of support from superiors, lack of funds and constant requests to cut down costs as well as being paid low salaries compared to great responsibility. Conclusions: Being a head-nurse is stressful as can be seen by the fact that almost half of the head-nurses were over the stress benchmark and almost one third of the head nurses were over the stress benchmark without realizing it. The main risk-factors of workrelated stress are: being young, short administrative experience, and long working-hours. Despite all, the head-nurses were content with many factors in their work-environment such as good co-workers. Keywords: Head nurses, women, work-related stress, workenvironment, cross-sectional research. Correspondance: thoreya@hne.is
Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER
fjárhagsáætlanir, að koma til móts við þarfir starfsfólks og að stuðla að meiri ánægju sjúklinga (Gianfermi og Buchholz, 2011). Umhverfi heilbrigðisþjónustunnar verður sífellt flóknara og hjúkrunardeildarstjórar reyna að viðhalda háum gæðakröfum innan þröngs fjárhagsramma en glíma á sama tíma við erfiðleika eins og starfsmannaeklu. Starfssvið þeirra hefur verið útvíkkað í kjölfar endurskipulagningar heilbrigðiskerfisins og hefur það leitt til meira vinnuálags fyrir hjúkrunardeildarstjóra (Lee o.fl., 2010; Shirey o.fl., 2010). Verkefnin eru bæði mörg og margvísleg og þeir anna þeim ekki öllum þrátt fyrir langan vinnudag (Parsons og Stonestreet, 2003; Shirey o.fl., 2008). Samkvæmt könnunum, sem gerðar voru árin 1998 og 2006 á starfsumhverfi íslenskra ríkisstarfsmanna, var vinnuálagið mest á heilbrigðisstofnunum og töldu 68% heilbrigðisstarfsmanna sig nær alltaf eða alltaf vera undir miklu vinnuálagi. Þar var streitan líka algengust (Ómar H. Kristmundsson, 1999, 2007). Einstaklingar, sem eru undir miklu vinnuálagi, finna gjarnan fyrir streitu en einkennin eru persónubundin. Streita getur verið samsafn af þreytu og spennu sem verður til vegna langvinns álags. Hún getur komið smám saman þannig að streitueinkennin venjast og verða hluti af daglegu lífi (Ingólfur Sveinsson, 1998). Vinnutengd streita hefur meðal annars verið skilgreind sem neikvæð andleg og líkamleg viðbrögð sem koma fram þegar misræmi verður á milli starfskrafna, getu, þarfa og eiginleika einstaklingsins (Di Martino, 2003; Sturla Hreinsson, 2004). Streita er neikvæð þegar hún eyðir orku og eykur álag á líkamann og veldur bæði líkamlegum og sálrænum skaða (Judkins o.fl., 2006). Rannsóknir hafa sýnt að streita er mikið vandamál í heilbrigðisþjónustunni (Lindholm, 2006), einkum meðal hjúkrunarfræðinga (Lewis o.fl., 2010) og þá sérstaklega hjá hjúkrunardeildarstjórum (Shirey, 2006). Í rannsókn Browning o.fl. (2007) á bandarískum hjúkrunarfræðingum og hjúkrunardeildarstjórum kom fram að 32% deildarstjóra fundu fyrir streitu í starfi. Atencio o.fl. (2003) gerðu rannsókn á 245 hjúkrunarfræðingum á stóru sjúkrahúsi í Kaliforníu, þar sem hjúkrunarfræðingar í ábyrgðarstöðum voru 68% þátttakenda. Þeir sem unnu í fleiri en 40 klukkustundir á viku fundu fyrir meira vinnuálagi og tímaskorti og áttu erfiðara með að slaka á en þeir sem unnu færri en 30 klukkustundir á viku. Lítið hefur verið rannsakað hvaða þættir valda vinnutengdri streitu hjá hjúkrunardeildarstjórum (Kath o.fl., 2013). Þó er vitað að of mikið vinnuálag, óljóst hlutverk og stuðningsleysi skipta þar miklu máli (Chang o.fl., 2005; Kath o.fl., 2013) sem og skortur á úrræðum, valdaleysi og mannekla (Frisch o.fl., 1991; Parsons og Stonestreet, 2003). Í samþættri fræðilegri heimildarýni (e. integrative literature review) Shirey (2006) á rannsóknum á hjúkrunardeildarstjórum með tilliti til streitu og bjargráða, sem birtar voru á árunum 1980 til 2003, kemur fram að skortur á stuðningi og leiðsögn eykur streitu og minnkar starfsánægju. Einnig tengist óhóflegt vinnuálag og kulnun í starfi við streitu. Það skiptir máli að finna fyrir stuðningi frá stofnuninni, og þeim hjúkrunardeildarstjórum, sem njóta slíks stuðnings, finnst þeir skipta máli fyrir starfsemina og greina frá betri heilsu og aukinni starfsánægju (Bradley og Cartwright, 2002). Aukinn stuðningur
kemur fram í betri andlegri og líkamlegri líðan og sjálfstæði í starfi eykst (Laschinger o.fl., 2006). Á síðari áratugum hafa komið fram skýr tengsl á milli vinnutengdrar streitu og vellíðanar í starfi (Naude og McCabe, 2005). Í rannsóknum hefur komið fram að hjúkrunarfræðingum finnst breytingin úr hlutverki hjúkrunarfræðings í stöðu hjúkrunardeildarstjóra erfið, aðallega vegna of lítillar áherslu á stjórnun í námi þeirra og þeim finnst þeir þarfnast frekari þjálfunar til að geta tekist á við störf hjúkrunardeildarstjóra (Paliadelis o.fl., 2007; Sankelo og Åkerblad, 2008; Suominen o.fl., 2005). Margir hjúkrunarfræðingar, sem sinna stjórnunarstörfum, hafa ekki verið valdir til þess vegna stjórnunarreynslu eða stjórnunarmenntunar heldur vegna þess að þeir hafa verið afburðafærir í hjúkrun (Judkins o.fl, 2006). Í ljósi alls ofangreinds var talin þörf á að rannsaka vinnutengda streitu hjá hjúkrunardeildarstjórum á Íslandi. Tilgangur þessarar rannsóknar, sem er hluti af stærra rannsóknarverkefni, var í fyrsta lagi að kanna hvort hjúkrunardeildarstjórar á Íslandi hafa einkenni um vinnutengda streitu, í öðru lagi hverju hún tengist og í þriðja lagi hvaða þættir stuðla að því að þeir séu sáttir eða ósáttir við starfsumhverfi sitt.
AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og gögnum var safnað með spurningalista sem í voru bæði staðlaðar og opnar spurningar. Spurningalistinn var forprófaðar í heild sinni á reyndum hjúkrunardeildarstjórum og breytt eftir ábendingum þeirra. Lýsing á úrtaki Á öllum deildum sjúkrahúsa landsins voru 142 einstaklingar sem báru titilinn „hjúkrunardeildarstjóri“ þegar rannsóknin fór fram og þar af voru aðeins fjórir karlar. Ákveðið var að undanskilja þá í þessari rannsókn vegna fámennis og skilyrða rannsóknina við kvenhjúkrunardeildarstjóra. Síðar kom í ljós að ein þeirra var hætt störfum og hjá einni var netfangið óvirkt. Úrtakið í rannsókninni voru því 136 kvenhjúkrunardeildarstjórar. Matstæki Spurningalistinn, sem notaður var í rannsókninni, byggist á tveimur spurningalistum sem notaðir hafa verið áður í rannsóknum á því viðfangsefni sem rannsakendur leituðu svara við. Í fyrsta lagi var það spurningalisti frá Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði og Vinnueftirlitinu sem notaður var í könnun á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga. Höfundar hans eru Herdís Sveinsdóttir, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir og Hildur Friðriksdóttir (2003). Herdís Sveinsdóttir veitti leyfi til þess að spurningalistinn væri notaður eða hluti af honum. Í öðru lagi var spurningalisti með PSS-streitukvarðanum (The Perceived Stress Scale) sem rannsakendum og nemum er heimilt að nota án sérstaks leyfis. Hafdís B. Jensdóttir (2006) notaði þann spurningalista í rannsókn sinni og veitti hún leyfi til þess að þýðing spurningalistans væri notuð. Auk þessa voru búnar til fleiri spurningar sem miðuðu að því að ná fram
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
43
markmiðum rannsóknarinnar. Í þessum hluta rannsóknarinnar voru notaðar spurningar um vinnutengda streitu, streitutengda þætti og það hversu sáttir eða ósáttir hjúkrunardeildarstjórar væru við starfsumhverfi sitt. Vinnutengd streita var metin með tíu spurninga PSSstreitukvarðanum. Hann felur í sér spurningar um tilfinningar og hugsanir og metur viðhorf þátttakenda til þess hve líf þeirra hefur verið ófyrirsjáanlegt, óviðráðanlegt og yfirþyrmandi síðastliðinn mánuð en þessi þrjú atriði eru talin vera mikilvægur þáttur í eigin skynjun á streitu. Þar sem streitustigið fer eftir líðan síðasta mánaðar getur það breyst fljótt og getur verið annað eftir fjórar til tólf vikur. Hæsta mögulega útkoman úr tíu spurninga listanum er 40 stig (Cohen o.fl., 1983). Eigin skynjun á streitu var mæld með spurningunni „Finnst þér þú vera stressuð?“ Þetta var já eða nei spurning og þeir sem svöruðu henni játandi voru spurðir áfram hvort það væri vegna vinnu, heimilis eða annars. Streitutengdir þættir voru metnir með fimm spurningum: 1. „Upplifir þú streitu í daglegu starfi?“ 2. „Upplifir þú andlegt álag í starfi?“ 3. „Ertu undir miklu tímaálagi í vinnunni?“ og 4. „Ertu andlega úrvinda eftir vinnudaginn?“ Svarmöguleikarnir voru: „mjög sjaldan eða aldrei“, „fremur sjaldan“, „stundum“, „fremur oft“ og „mjög oft eða alltaf“. 5. „Hvað telur þú að geti minnkað vinnutengda streitu?“ Gefnir voru fjórir svarmöguleikar: „að hafa aðstoðardeildarstjóra“, „fullnægjandi mönnun“, „hærri laun“ og „annað“. Þeir sem merktu við annað voru beðnir um að skrifa hvað það væri. Hversu sáttur hjúkrunardeildarstjórinn var við starfsumhverfi sitt var metið með einni spurningu: „Hversu sátt ertu í vinnunni þinni?“ Kvarðinn var frá 1-10 þar sem einn er minnsta sátt og 10 er mesta sátt. Jafnframt voru þátttakendur beðnir um að nefna hvað þeir væru sáttastir og ósáttastir við í starfsumhverfi sínu. Bakgrunnsbreytur í þessari greiningu voru aldur, starfsaldur í stjórnun, hjúskaparstaða, fjöldi stöðugilda í hjúkrun á deild og lengd vinnudags. Framkvæmd Nafnalistar hjúkrunardeildarstjóra fengust í flestum tilvikum á heimasíðum sjúkrahúsanna eða á skrifstofum framkvæmdastjóra hjúkrunar. Þangað var einnig leitað eftir staðfestingu á að listar á heimasíðum væru réttir. Beiðni um þátttöku í rannsókninni var send til 138 hjúkrunardeildarstjóra í tölvupósti í gegnum Outcome-kannanakerfið. Í tölvupóstinum var rannsóknin kynnt og til að taka þátt þurfti að smella á tengil inn á spurningalistann. Ekki var hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda í rannsókninni. Könnuninni var lokað þremur vikum eftir fyrstu útsendingu að undangengnum þremur ítrekunum. Þá höfðu 110 þátttakendur svarað spurningalistanum (81%). Siðfræði Fengið var leyfi fyrir rannsókninni hjá Vísindasiðanefnd (VSN 08-092-S1) og rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar (nr. S3932/2008).
44
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Tölfræðileg úrvinnsla og gagnagreining Við gagnagreiningu var notuð lýsandi tölfræði ásamt viðeigandi marktektarprófum. Stuðst var við SPSS-tölfræðiforritið (útgáfa 21,0) og marktekt miðuð við 95% öryggismörk. Reiknuð voru stig fyrir niðurstöður PSS-streitukvarðans og gátu þátttakendur fengið 0-4 stig fyrir hverja spurningu. Viðmiðunargildið, sem notað er fyrir streitu hjá konum, er 13,7 stig (Cohen og Williamson, 1988). Almenna reglan varðandi kvarðann er: því fleiri stig því meiri streita (Cohen og Williamson, 1988). Innra réttmæti 10 spurninga PSS-kvarðans hefur verið mælt 0,85 samkvæmt alfastuðli (Cohen o.fl., 1983; Cohen o.fl., 1991). Í okkar rannsókn mældist alfagildið 0,843. Fjórar spurningar um streitutengda þætti voru mældar á raðkvarða en ákveðið var að gefa sér að það sé jafnmikið bil á milli svarmöguleika í kvarðanum og á þeirri forsendu voru þessar spurningar meðhöndlaðar eins og um jafnbilabreytu væri að ræða. Pearson-r var notað til að mæla fylgni milli streitu og streituvaldandi þátta sem og milli streitu og þess hve sáttir eða ósáttir hjúkrunardeildarstjórarnir voru. Raðfylgnistuðullinn tau-c og kí-kvaðratpróf voru notuð til að skoða mun á streitu (PSSstreitukvarðans) og því að finnast maður vera stressaður og þeirra bakgrunnsbreyta sem fjallað er um. Kí-kvaðratpróf var notað til að skoða tengsl milli streitu (PSS-streitukvarðans) og þess að finnast vera haldin streitu. Til að skoða mun milli sáttar við starfsumhverfi sitt og bakgrunnsbreyta var notað t-próf og einbreytudreifigreining (one-way ANOVA) allt eftir því hvort um tvo eða fleiri hópa var að ræða. Til að flokka svörin við opnu spurningunum var notuð innihaldsgreining (e. content analysis) eins og henni er lýst af Neuendorf (2002).
NIÐURSTÖÐUR Streita Alls tóku 110 kvenhjúkrunardeildarstjórar (81%) þátt í rannsókninni og voru flestir á aldrinum 51-60 ára. Algengasti starfsaldurinn í hjúkrun var yfir 20 ár og algengasta starfsreynslan við stjórnun var 11-15 ár. 107 þátttakendur svöruðu öllum tíu spurningum PSS-streitukvarðans og voru stig þeirra á bilinu 1 til 27. Meðalstigafjöldinn var 13,2 stig og algengasta gildið var 12. Niðurstaðan var sú að 48 hjúkrunardeildarstjóranna (45%) voru yfir streituviðmiðum. Ekki kom fram munur á þátttakendum sem voru undir og yfir streituviðmiðunarmörkum eftir þeim bakgrunnsupplýsingum sem til skoðunar voru. Þó mátti sjá að þeir hjúkrunardeildarstjórar, sem voru yfir viðmiðunarmörkum, voru fleiri í hópi þeirra sem voru yngri en 50 ára, höfðu innan við 5 ára starfsaldur í stjórnun, störfuðu á deild með 7-10 stöðugildi í hjúkrun og unnu lengri vinnudag en 8 klukkustundir. (Sjá nánar töflu 1.)
Af þessum 40 deildarstjórum (36%), sem fundu fyrir streitu, töldu 90% þeirra aðalástæðuna vera vinnutengda. Marktæk tengsl voru á milli aldurs þátttakenda og þess að þeim fannst þeir vera haldnir streitu (tau-c=0,26; =0,005) Yngri hjúkrunardeildarstjórar fundu meira fyrir streitu en hinir sem eldri voru. Einnig reyndust marktæk tengsl vera á milli starfsaldurs við stjórnun og þess að finnast þeir vera haldnir streitu (tau-c=0,27; =0,007). Þeir sem voru með minni
Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER
Tafla 1. Streita (mæld skv. PSS) og eigin skynjun hjúkrunardeildarstjóranna af streitu eftir bakgrunnsupplýsingum þátttakenda. Streita mæld skv. PSSstreitukvarðanum
Eigin skynjun af streitu
Allir
Undir streituviðmiðum
Yfir streituviðmiðum
Finnst ekki vera haldin streitu
Finnst vera haldin streitu
110 (100%)
59 (55%)
48 (45%)
70 (64%)
40 (36%)
31-40 ára
12 (11%)
5 (9%)
7 (15%)
5 (7%)
7 (18%)
41-50 ára
38 (35%)
18 (31%)
18 (38%)
20 (29%)
18 (45%)
51-60 ára
56 (51%)
32 (54%)
23 (48%)
42 (60%)
14 (35%)
4 (4%)
4 (7%)
0 (0%)
3 (4%)
1 (3%)
110 (100%)
59 (100%)
48 (100%)
70 (100%)
40 (100%)
5 ár eða minna
29 (26%)
11 (19%)
18 (38%)
12 (17%)
17 (43%)
6-10 ár
20 (18%)
14 (24%)
4 (8%)
13 (19%)
7 (18%)
11-15 ár
26 (24%)
14 (24%)
12 (25%)
19 (27%)
7 (18%)
16 ára eða hærri
35 (32%)
20 (34%)
14 (29%)
26 (37%)
9 (23%)
110 (100%)
59 (100%)
48 (100%)
70 (100%)
40 (100%)
19 (17%)
11 (19%)
8 (17%)
14 (20%)
5 (13%)
Heild Aldur
60 ára og eldri Starfsaldur í stjórnunarstöðu
Hjúskaparstaða Einhleyp Gift/sambúð
91 (83%)
48 (81%)
40 (83%)
56 (80%)
35 (88%)
110 (100%)
59 (100%)
48 (100%)
70 (100%)
40 (100%)
Já
24 (22%)
13 (22%)
11 (23%)
12 (17%)
12 (30%)
Nei
86 (78%)
46 (78%)
37 (77%)
58 (83%)
28 (70%)
110 (100%)
59 (100%)
48 (100%)
70 (100%)
40 (100%)
1-6 stöðugildi
24 (24%)
12 (22%)
11 (24%)
17 (26%)
7 (19%)
7-10 stöðugildi
26 (26%)
10 (19%)
15 (33%)
12 (19%)
14 (38%)
11-15 stöðugildi
25 (25%)
17 (32%)
8 (18%)
17 (26%)
8 (22%)
16 eða fleiri stöðugildi
27 (27%)
15 (28%)
11 (24%)
19 (29%)
8 (22%)
110 (100%)
59 (100%)
48 (100%)
70 (100%)
40 (100%)
8 klst. eða færri
45 (41%)
26 (45%)
16 (33%)
37 (54%)
8 (20%)
9 klst.
47 (43%)
24 (41%)
23 (48%)
25 (36%)
22 (55%)
10 klst.
12 (11%)
6 (10%)
6 (13%)
5 (7%)
7 (18%)
Nám samfara starfi sem stjórnandi
Fjöldi stöðugilda við hjúkrun á deild
Lengd vinnudags
11 klst. eða fleiri
5 (5%)
2 (3%)
3 (6%)
2 (3%)
3 (8%)
110 (100%)
59 (100%)
48 (100%)
70 (100%)
40 (100%)
stjórnunarreynslu fundu meira fyrir streitu en hinir sem voru með lengri stjórnunarreynslu. Jafnframt komu fram marktæk tengsl milli þess að finnast þeir vera haldnir streitu og lengd vinnudags (tau-c=-0,35; =0,000), þeir sem unnu lengri vinnudag fundu meira fyrir streitu en hinir sem unnu styttri vinnudag. Einnig komu fram tengsl milli þess að finnast vera haldin streitu og streitu samkvæmt PSS-streitukvarðanum ( 2(1,107)=17,99; p < 0,001). Af þessum 40 deildarstjórum, sem fannst þeir
vera haldnir streitu, voru 29 (72%) yfir streituviðmiðum PSSstreitukvarðans. Af þeim 70, sem töldu sig ekki vera haldnir streitu, reyndust 19 (28%) yfir streituviðmiðunum. Vinnutengd streita og streituvaldandi þættir Sambandið á milli vinnutengdrar streitu (mælt með PSS-streitukvarðanum) og streituvaldandi þátta var skoðað með Pearsonsr-fylgnistuðlinum (sjá töflu 2). Fram komu sterk, jákvæð tengsl
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
45
Tafla 2. Fylgni PSS-streitukvarðans við aðra streituvaldandi þætti og tengsl streituvaldandi þátta hvers við annan.
1. PSS-streitukvarðinn 2. Upplifir þú streitu í daglegri vinnu?
5. Ertu líkamlega úrvinda eftir vinnudaginn? 0,323*
6. Ertu andlega úrvinda eftir vinnudaginn? 0,532*
0,530*
0,425* 0,477*
0,519* 0,650*
-
0,474*
0,547* 0,558*
1. PSSstreitukvarðinn
2. Upplifir þú streitu í daglegri vinnu?
3. Upplifir þú andlegt álag í starfi?
4. Ertu undir miklu tímaálagi í vinnunni?
-
0,419*
0,489* 0,681*
0,385* 0,553*
-
-
3. Upplifir þú andlegt álag í starfi? 4. Ertu undir miklu tímaálagi í vinnunni? 5. Ertu líkamlega úrvinda eftir vinnudaginn?
-
6. Ertu andlega úrvinda eftir vinnudaginn?
-
* p < 0,001 (tvíhliða)
milli PSS-streitukvarðans og hvort hjúkrunardeildarstjórar eru andlega úrvinda eftir vinnudaginn (r=0,53, n =107, p<0,001) þar sem aukin streita þýddi að vera oftar andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Tengsl PSS-streitukvarðans við aðra streituvaldandi þætti og tengsl streituvaldandi þátta hvers við annan voru alls staðar jákvæð og lágu á bilinu 0,32-0,68. Sterkasta fylgnin á milli streituvaldandi þátta kom fram milli eigin skynjunar á streitu í daglegri vinnu og að finna fyrir andlegu álagi í starfi (r=0,68, n=107, p<0,001) og að finna fyrir andlegu álagi í starfi og að vera andlega úrvinda eftir vinnudaginn (r=0,65, n=107, p<0,001). Í báðum tilvikum var um umtalsverða jákvæða fylgni að ræða. Veikasta fylgnin var á milli PSS-streitukvarðans og þess að vera líkamlega úrvinda eftir vinnudaginn (r=0,32, n=107, p< 0,001), þó var um að ræða meðalfylgni og var sambandið jákvætt. Þátttakendur voru spurðir hvað gæti minnkað vinnutengda streitu hjúkrunardeildarstjóra að þeirra mati. Niðurstaðan var sú að 85% þeirra sem svöruðu spurningunni töldu að fullnægjandi mönnun myndi minnka vinnutengda streitu þeirra og 60% að lausnina væri að finna í ráðningu aðstoðardeildarstjóra. Annað sem kom fram um að gæti minnkað vinnutengda streitu hjúkrunardeildarstjóra var að fá virkt stuðningskerfi fyrir þá ásamt ráðgjöf og festu í starfsumhverfinu, bæta upplýsingaflæði, fækka verkefnum og tilgreina betur starfssvið þeirra. Að vera sáttur við starfumhverfi sitt Starfssátt hjúkrunardeildarstjóranna við starfsumhverfi sitt var mæld á kvarðanum 1-10 og var meðaltalið 7,59 og staðalfrávikið 1,29. Gildin voru á bilinu tveir til tíu en algengast var að hjúkrunardeildarstjórarnir merktu við gildið átta. Um 86% þátttakenda merktu við gildið sjö eða hærra. Þeir deildarstjórar, sem fundu fyrir meiri vinnutengdri streitu, voru ósáttari við starfsumhverfi sitt en þeir sem fundu fyrir minni vinnutengdri streitu (r =-0,40, n=107, p<0,001). Ekki kom fram munur á sátt eftir aldri, starfsaldri í stjórnun, hjúskaparstöðu, námi samfara starfi sem stjórnandi, fjölda stöðugilda í hjúkrun á deild né lengd vinnudags.
46
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Þátttakendur voru spurðir í opinni spurningu um þau atriði sem þeir töldu helst stuðla að sátt þeirra við starfsumhverfið. Fram komu 119 svör sem flokkuð voru í fjóra meginþætti. Þeir eru samstarfsfólk, starfsandi og samskipti; fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi starf; vinnutími; og áhrif og stjórn á aðstæðum. Það kom skýrt fram hve samskipti og gott starfsfólk skipti miklu máli í starfsumhverfinu og að fá að sinna mannauðsmálum og vera í góðu andrúmslofti. Starfið reyndi á marga þætti, væri fjölbreytilegt, gerði kröfur um skipulagningu, útsjónarsemi og ekki síst þekkingu á einstaklingum því það væri mikið samskipta- og samvinnuverkefni að vinna við hjúkrunardeildarstjórn. Einnig kom fram að það væri góður kostur að vera ekki í vaktavinnu og hafa vald til þess að hafa jákvæð áhrif á hjúkrunarþjónustuna og þróun nýrra verkefna (sjá nánar í töflu 3).
Tafla 3. Þættir sem hjúkrunardeildarstjórarnir voru sáttastir og ósáttastir við í starfsumhverfi sínu. Sáttastir við í starfsumhverfinu
Ósáttastir við í starfsumhverfinu
Samstarfsfólk, starfsandi og samskipti N=66
Mannekla (21), launaóánægja (10), umbunarleysi (5) N=36
Fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi starf. N=35
Tímaálag (19), ábyrgð, álag og áreiti (5) N=24
Vinnutíminn N=9
Stuðnings- og skilningsleysi yfirstjórnar N=14
Áhrif og stjórn á aðstæðum N=9
Fjárskortur og sparnaðarkrafa N= 14 Aðstöðuleysi N=8 Samskiptaerfiðleikar N=6
Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER
Spurt var í opinni spurningu hvað hjúkrunardeildarstjórarnir væru ósáttastir við í vinnu sinni og þeim gefinn kostur á að svara því með eigin orðum. 92 svöruðu spurningunni og urðu svörin 121 sem greind voru í níu þætti, sjá nánar í töflu 3. Flestir nefndu að mönnunarmál og þá einkum mannekla yllu auknu álagi þar sem þeir þyrftu að hlaupa undir bagga vegna fámennis og álags. Ekki væri tekið nægilegt tillit til hjúkrunarþyngdar og tímaskorts vegna of margra verkefna sem að hluta til væri ef til vill hægt að fela öðrum starfsstéttum. Stuðningur frá yfirstjórn mætti vera meiri og lítill skilningur væri á manneklu og vinnuálagi; samskipti við aðrar fagstéttir töldu hjúkrunardeildarstjórarnir að gætu í sumum tilfellum verið markvissari, fjárskortur væri á deildum og krafa um sparnað kæmi niður á starfsemi þeirra. Einnig kom fram óánægja með að hafa ekki meiri laun miðað við ábyrgð og álag og að geta ekki umbunað starfsfólki fyrir vel unnin störf. Aðstöðuleysi og slæm vinnuaðstaða höfðu einnig neikvæð áhrif á sátt hjúkrunardeildarstjóranna. Erfitt væri að einbeita sér að verkefnum vegna stöðugra truflana, sérstaklega á fjölmennum vinnustöðum.
og Duffield o.fl. (2011) benda á gegna hjúkrunardeildarstjórar mikilvægum störfum innan sjúkrahúsanna og mikið veltur á þeim varðandi gæði þjónustunnar. Í þessu ljósi mætti draga þá ályktun að hlúa þurfi vel að starfsumhverfi hjúkrunardeildarstjóra og gera þeim kleift að sinna starfi sínu á sem bestan hátt. Gianfermi og Buchholz (2011) benda á að starfsumhverfi hjúkrunardeildarstjóra hafi breyst mikið á síðari árum, það séu gerðar meiri kröfur til þeirra bæði hvað varðar fjárhagslegt aðhald og meiri þjónustu. Lee o.fl. (2010) og Shirey o.fl. (2010) er einnig tíðrætt um breytt starfsumhverfi hjúkrunardeildarstjóra, manneklu og hagræðingaraðgerðir sem hafi leitt til aukins vinnuálagsmeðal hjúkrunardeildarstjóra. Það getur reynst þrautin þyngri fyrir hjúkrunardeildarstjóra að uppfylla þessar auknu kröfur ef þeir hafa ekki þau bjargráð til staðar sem þeir þurfa. Kannski er hluti vandans líka sá að ekki hafa allir hjúkrunardeildarstjórar nægilega þekkingu til að takast á við þau margvíslegu verkefni sem þeim er ætlað að sinna. Niðurstöður okkar sýndu að yngri stjórnendur og þeir sem hafa minni stjórnunarreynslu töldu sig í meira mæli en aðrir vera haldnir streitu á vinnustað.
UMRÆÐA Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að 45% hjúkrunardeildarstjóranna voru yfir streituviðmiðum PSS-streitukvarðans sem er alþjóðlega viðurkenndur, réttmætur og áreiðanlegur. Jafnframt kom fram að algengara var að þeir sem höfðu minni stjórnunarreynslu og unnu lengri vinnudag væru yfir streituviðmiðunarmörkum. Þessar niðurstöður staðfesta niðurstöður Parsons og Stonestreet (2003) og Shirey o.fl. (2008) að mikið vinnuálag er á hjúkrunardeildarstjórum og þeir vinna langan vinnudag. Það að streita jókst með auknum vinnustundafjölda samræmist niðurstöðum úr rannsókn Atencio o.fl. (2003) þar sem þeir hjúkrunarfræðingar, sem unnu í fleiri en 40 klukkustundir á viku, fundu fyrir meira vinnuálagi og áttu erfiðara með að slaka á en þeir sem unnu minna.
Fram kom að þrátt fyrir mikið vinnuálag var margt sem hjúkrunardeildarstjórarnir voru sáttir við. Bar þar hæst góðan starfsanda, ánægjuleg samskipti við samstarfsfólk og að starfið væri fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Hjúkrunardeildarstjórarnir voru ósáttastir við laun, manneklu, álag, fjármagnsskort og sparnaðarkröfur, ásamt stuðnings- og skilningsleysi yfirstjórnar. Þetta rímar að hluta til við McCallin og Frankson (2010) sem draga þá ályktun af rannsókn sinni að starf hjúkrunardeildarstjóra sé flókið, margþætt og krefjandi. Því sé stuðningur við þá mikilvægur. Það var einnig niðurstaða Lee og Cummings (2008) að stuðningur yfirmanna skipti meginmáli í starfsánægju hjúkrunardeildarstjóra ásamt því að geta stjórnað betur vinnuálaginu.
Fram kom í niðurstöðum að 36% hjúkrunardeildarstjóranna voru haldnir streitu að eigin mati og þá aðallega vegna vinnu (90% tilvika). Þessar niðurstöður samræmast niðurstöðum Browning o.fl. (2007) þar sem 32% deildarstjóranna voru haldnir streitu að eigin mati. Til samanburðar kom fram hjá Suominen o.fl. (2005) að 45% hjúkrunardeildarstjóranna í þeirri rannsókn töldu sig frekar oft finna fyrir streitu í starfi.
Takmarkanir rannsóknar Þar sem Ísland er fámennt land vildum við ekki spyrja hjúkrunardeildarstjórana hvar þeir störfuðu því það hefði nánast verið persónugreinanlegt hjá minni stofnunum á landinu. Þar með slepptum við öllum samanburði á mismunandi tegundum deilda og stofnana. Þar sem aðeins fjórir karlmenn störfuðu sem hjúkrunardeildarstjórar þegar rannsóknin fór fram, og þeir því ekki hafðir með af rannsóknarsiðfræðilegum ástæðum, var ekki hægt að bera saman mun á kynjum. Það má telja takmarkanir okkar rannsóknar að við skoðuðum ekki ofangreinda þætti.
Það athyglisverða við niðurstöður okkar er að 28% þeirra sem ekki töldu sig vera haldna streitu reyndust einnig yfir streituviðmiðum PSS-streitukvarðans. Það er því raunhæft að taka undir orð Ingólfs Sveinssonar (1998) geðlæknis að sumir starfsmenn gera sér ekki grein fyrir streitueinkennum og í einhverjum tilvikum hafa þau jafnvel vanist og eru orðin hluti af daglegu lífi. Þetta væri vert að rannsaka nánar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu sterk jákvæð tengsl á milli streitu og þess að vera andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Í starfinu þurfa hjúkrunardeildarstjórar að takast á við ýmis verkefni sem geta tekið verulega á bæði andlega og líkamlega og misjafnt er hvernig þeir takast á við slíkar aðstæður. Eins
LOKAORÐ Starf hjúkrunardeildarstjóra veldur oft og tíðum streitu. Tæplega helmingur þeirra var yfir viðurkenndum streituviðmiðum og nær þriðjungur þeirra haldnir streitu án þess að gera sér grein fyrir því. Áhættuþættir vinnutengdrar streitu eru meðal annars að vera ungur í starfi, hafa ekki stjórnunarreynslu og vinna langan vinnudag. Þrátt fyrir allt eru hjúkrunardeildarstjórarnir þó sáttir við margt í sínu starfsumhverfi. Starfið reyni á marga þætti, sé
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
47
fjölbreytilegt, geri kröfur um skipulagningu og útsjónarsemi og sé mikið samskipta- og samvinnuverkefni. Einnig kom fram að það væri góður kostur að vera ekki í vaktavinnu og hafa vald til þess að hafa jákvæð áhrif á hjúkrunarþjónustuna og þróun nýrra verkefna. Hjúkrunardeildarstjórarnir tilgreindu þó marga þætti sem betur mættu fara. Tryggja þarf þeim gott starfsumhverfi, fullnægjandi mönnun, aðstoðardeildarstjóra á stærri deildum, aðstöðu til að þeir geti sinnt starfi sínu, ásamt vel skilgreindu ábyrgðar- og starfssviði. Yfirmenn hjúkrunardeildarstjóra verða að veita þeim viðeigandi stuðning og ráðgjöf og upplýsingaflæði verður að vera gott. Mikið tímaálag, óljóst starfs- og ábyrgðarsvið, takmarkað fjármagn og skortur á hjúkrunarfræðingum auka líkurnar á því að vinnuálagið verði of mikið á hjúkrunardeildarstjóra og valdi vinnutengdri streitu. Þakkir Við þökkum þeim hjúkrunardeildarstjórum sem tóku þátt í rannsókninni fyrir að gefa okkur dýpri skilning á vinnutengdri streitu sinni og þáttum henni tengdum. Einnig þökkum við Kjartani Ólafssyni, lektor við HA, fyrir tölfræðilega ráðgjöf og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir veittan styrk til rannsóknarinnar. Heimildir Atencio, B.L., Cohen, J., og Gorenberg, B. (2003). Nurse retention: Is it worth it? Nursing Economics, 21, 262-299. Bradley, J., og Cartwright, S. (2002). Social support, job stress, health and job satisfaction among nurses in the United Kingdom. International Journal of Stress Management, 9, 163-182. Browning, L., Ryan, C.S., Thomas, S., Greenberg, M., og Rolniak, S. (2007). Nursing specialty and burnout. Psychology, Health & Medicine, 12, 248254. Chang, E.M., Hancock, K.M., Johnson, A., Daly, J., og Jackson, D. (2005). Role stress in nurses: Review of related factors and strategies for moving forward. Nursing and Health Science, 7 (1), 57-65. Cohen, S., Kamarck, T., og Mermelstein, R. (1983). A global measure of perceived stress. Journal of Health and Social Behavior, 24, 386-398. Cohen, S., Tyrell, D., og Smith, A. (1991). Psychological stress and susceptibility to the common cold. The New England Journal of Medicine, 325, 606-612. Cohen, S., og Williamson, G. (1988). Perceived stress in a probability sample of the United States. Í I.S. Spacapan og S. Oskamp (ritstj.), The social psychology of health: Claremont symposium on applied social psychology (bls. 31-67). Newbury Park: Sage. Di Martino, V. (2003). Workplace violence in the health sector: Relationship between work stress and workplace violence in the health sector. Sótt á http://www.who.int/violence_injury_prevention/violence/interpersonal/en/ WVstresspaper.pdf. Duffield, C.M., Roche, M.A., Blay, N., og Stasa, H. (2011). Nursing unit managers, staff retention and the work environment. Journal of Clinical Nursing, 20 (1/2), 23-33. Frisch, S.R., Dembeck, P., og Shannon, V. (1991). The head nurse: Perceptions of stress and ways of coping. Canadian Journal of Nursing Administration, 4 (4), 6-7, 9-13. Gianfermi, R.E., og Buchholz, S.W. (2011). Exploring the relationship between job satisfaction and nursing group outcome attainment capability in nurse administrators. Journal of Nursing Management, 19, 1012-1019. Doi:10.1111/j.1365-2834.2011.01328.x/pdf. Hafdís B. Jensdóttir (2006). Upplifun á ofbeldi í starfi: Viðbrögð og forvarnir. Óbirt B.A.-ritgerð í sálfræði. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Herdís Sveinsdóttir, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir og Hildur Friðriksdóttir (2003). Könnun á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga. Reykjavík: Háskóli Íslands, Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði. Sótt á http://www.vinnueftirlit.is/vinnueftirlit/upload/files/arsskyrslur/rannsoknir/ hjukrunarfr_sk.pdf. Ingólfur S. Sveinsson (1998). Lífshættir án streitu: Þegar álag styrkir en skaðar ekki. Heilbrigðismál, 4, 18-22.
48
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014
Judkins, S., Massey, C., og Huff, B. (2006). Hardiness, stress, and use of illtime among nurse managers: Is there a connection? Nursing Economics, 24, 187-192. Kath, L.M., Stichler, J.F., Ehrhart, M.G., og Sievers, A. (2013). Predictors of nurse manager stress: A dominance analysis of potential work environment stressors. International Journal of Nursing Studies, 50 (11), 1474-1480. Doi: 10.1016/j.ijnurstu.2013.02.011. Laschinger, H.K., Purdy, N., Cho, J., og Almost, J. (2006). Antecedents and consequences of nurse managers’ perceptions of organizational support. Nursing Economics,1, 20-28. Lee, H., og Cummings, G.G. (2008). Factors influencing job satisfaction of front line nurse managers: A systematic review. Journal of Nursing Management, 16, 768-783. Lee, H., Spiers, J.A., Yurtseven, O., Cummings, G.G., Sharlow, J., Bhatti, A., og Germann, P. (2010). Impact of leadership development on emotional health in healthcare managers. Journal of Nursing Management, 18, 1027-1039. Doi:10.1111/j.1365-2834.2010.01178.x/pdf. Lewis, R., Yarker, J., Donaldson-Feilder, E., Flaxman, P., og Munir, F. (2010). Using a competency-based approach to identify the management behaviours required to manage workplace stress in nursing: A critical incident study. International Journal of Nursing Studies, 47, 307-313. Lindholm, M. (2006). Working conditions, psychosocial resources and work stress in nurses and physicians in chief managers’ positions. Journal of Nursing Management, 14, 300-309. McCallin, A.M., og Frankson, C. (2010). The role of the charge nurse manager: A descriptive exploratory study. Journal of Nursing Management, 18 (3), 319-325. Naude, M., og McCabe, R. (2005). Increasing retention of nursing staff at hospitals: Aspects of management and leadership. Australian Bulletin of Labour, 31, 426-439. Neuendorf, K.A. (2002). The content analysis guidebook. Thousand Oaks: Sage. Ómar H. Kristmundsson (ritstj.) (1999). Könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna við aldarhvörf: Rannsóknarniðurstöður. Reykjavík: Fjármálaráðuneytið. Ómar H. Kristmundsson (ritstj.) (2007). Könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna 2006 (rit 2007-2). Reykjavík: Fjármálaráðuneytið. Sótt á http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Starfsmannamal/Konnun-astarfsumhverfi-rikisstarfsmanna-2006-nidurstodur.pdf. Paliadelis, P., Cruickshank, M., og Sheridan, A. (2007). Caring for each other: How do nurse managers “manage” their role? Journal of Nursing Management, 15, 830-837. Parsons, M.L., og Stonestreet, J. (2003). Factors that contribute to nurse manager retention. Nursing Economics, 21, 120-126. Sankelo, M., og Åkerblad, L. (2008). Nurse entrepreneurs’ attitudes to management, their adoption of the manager’s role and managerial assertiveness. Journal of Nursing Management, 16, 829-836. Shirey, M.R. (2006). Stress and coping in nurse managers: Two decades of research. Nursing Economics, 24, 193-211. Shirey, M.R., Ebright, P.R., og McDaniel, A.M. (2008). Sleepless in America: Nurse managers cope with stress and complexity. The Journal of Nursing Administration, 38 (3), 125-131. Shirey, M.R., McDaniel, A.M., Ebright, P.R., Fisher, M.L., og Doebbeling, B.N. (2010). Understanding nurse manager stress and work complexity: Factors that make a difference. Journal of Nursing Administration, 40 (2), 82-91. Sturla J. Hreinsson (2004). Nútímavinnustaðir og streita: Hvað er vinnutengd streita? Sótt á http://persona.is/index.php?action=articles&method=displ ay&aid=102&pid=31. Suominen, T., Savikko, N., Puukka, P., Doran, D.I., og Leino-Kilpi, H. (2005). Work empowerment as experienced by head nurses. Journal of Nursing Management, 13, 147-153. The Perceived Stress Scale (PSS). Sótt á http://www.macses.ucsf.edu/ Research/Psychosocial/notebook/PSS10.html.