ISSN 1022 - 2278
THE ICELANDIC JOURNAL OF NURSING / 2. TBL. 2015 91. ÁRGANGUR
6 Tilfellakennsla í hjúkrun www.hjukrun.is
14 Bólusetningar bjarga mannslífum
40 Mínar síður
2. TBL. 2015 91. ÁRGANGUR
FAGIÐ
FÓLKIÐ
FÉLAGIÐ
6 Segðu mér sögu og ég hlusta:
14 Bólusetningar bjarga
3 Formannspistill
Tilfellakennsla í hjúkrun
Sigríður Zoëga og Hrund Scheving Thorsteinsson
12 Framhaldsnám við
heilbrigðisvísindasvið HA
Sigríður Halldórsdóttir
16 Mat á langvinnum verkjum
Sigríður Zoëga
mannslífum
20 Gamlar perlur – Heilsuvernd
26
24 Nýjar áherslur í grunnnámi við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
29
Brynja Örlygsdóttir, Helga Jónsdóttir, Herdís Sveinsdóttir og Þóra Jenný Gunnarsdóttir
Áhrif vaktavinnu á heilsu og líðan
Nanna Ingibjörg Viðarsdóttir
RITRÝNDAR GREINAR
Christer Magnusson
Þorbjörg Árnadóttir
Ólafur G. Skúlason
5 Ritstjóraspjall
Christer Magnusson
38 Lengi býr að fyrstu gerð – en ekki alla tíð
Gamlar perlur – Hvað skal kalla hjúkrunarkonuna? Ólafía Jónsdóttir, Sigríður Eiríksdóttir og Kristjana Guðmundsdóttir
Aðalbjörg Finnbogadóttir
40 Mínar síður – lokað svæði á vef félagsins
Herdís Lilja Jónsdóttir
34 Hjúkrunarfræðin veitir
manni margbrotið sjónarhorn á mannlífið
Karl Eskil Pálsson
42 Þankastrik –
Sjúkdómsvæðum ekki barneignarferlið
Gerður Eva Guðmundsdóttir og Sigrún Huld Gunnarsdóttir
44 Reynsla ungra kvenna af
kynsjúkdómamóttöku: Þörfin fyrir öryggi og vingjarnlegt viðmót
Sóley S. Bender og Jenný Guðmundsdóttir
50 Stakar lyfjagjafir hjúkrunar fræðinga án skriflegra fyrirmæla lækna: Lýsandi rannsókn
Helga Bragadóttir, Hulda S. Gunnarsdóttir og Ásta S. Thoroddsen
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA er gefið út af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ritstjórnarupplýsingar er að finna á bls. 5.
Heelift Glide sáravarnarspelka Heelift Glide sáravarnaspelka til að fyrirbyggja og meðhöndla fótasár með því að halda fætinum á lofti og draga úr þrýstingi á sárasvæði Heelift Glide er ætluð til einstaklingsnota og má aðlaga að þörfum hvers og eins hvort sem er við rúmlegu eða létt ástig. Heelift Glide er til í stærðum S-M-L. Henni fylgir þvottanet og má þvo á 60°C þvottavél. Góðar leiðbeiningar fylgja
H E I L S A
Legusáravarnir
Air0 Svampdýna með eiginleika loftdýnu Air0 dýnan er gerð úr sex lögum af sérunnum svampi og hefur einstaka þrýstijöfnun. Air0 dýnan hefur eiginleika loftdýnu og hentar vel til að fyrirbyggja og meðhöndla legusár að 3. stigi. Air0 kemur með álímdri Lentex filmu sem auðveldar þrif og alla meðhöndlun.
Eirberg Heilsa • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Formannspistill EFLING ÖLDRUNARHJÚKRUNAR OG KJARAMÁL
Ólafur Guðbjörn Skúlason.
Í mörg ár hafa rannsóknir sýnt að góð hjúkrun dregur úr dánartíðni sjúklinga, kemur í veg fyrir fylgikvilla sjúkdóma og slysa, bætir lífsgæði fólks og gerir það að verkum að einstaklingar komast fyrr en ella út í samfélagið á nýjan leik. Nýlegar rannsóknir sýna að með því að manna með vel menntuðum hjúkrunarfræðingum og að þeir séu hátt hlutfall þeirra sem sinna hjúkrun sjúklinga verður árangurinn og þjónustan betri. Ég segi vel menntuðum hjúkrunarfræðingum þar sem enn finnast í heiminum hjúkrunarfræðingar sem ekki hafa háskólanám að baki heldur nám á framhaldsskólastigi. Sem betur fer er það á undanhaldi og flest lönd, sem ekki hafa hjúkrunarnám á háskólastigi, vinna nú að því að svo verði. Þrátt fyrir að mikilvægi hjúkrunar sé þekkt þurfum við hjúkrunarfræðingar sífellt að verja hjúkrunina til að tryggja öryggi sjúklinga. Þeir sem reka heilbrigðis stofnanir, einkum hjúkrunar heimili, leita leiða til að draga úr þeim kostnaði sem rekstrinum fylgir. Dregið er úr þjónustu hjúkrunarfræðinga og minna menntað starfsfólk fengið í staðinn eða jafnvel ófaglært starfsfólk. Það er algerlega þvert á ný viðmið landlæknis um mönnun á hjúkrunarheimilum en í nýju viðmiðunum útgefnum í desember 2014 er lagt til að
hlutfall hjúkrunarfræðinga af mannafla hjúkrunarheimila verði aukið. Nýlegasta dæmið er stofnun sem ákveður að fækka starfseiningum með því að sameina þær og fjölgar þannig skjólstæðingum á hvern hjúkrunarfræðing. Sameiningunni fylgdi hins vegar ekki aukinn mannskapur og er það nú þannig að einn hjúkrunarfræðingur sinnir allt að 60 einstaklingum með aðstoð sjúkraliða og ófaglærðra. Þetta þýðir í raun að dregið er úr þeirri hjúkrun sem hjúkrunarfræðingar veita þrátt fyrir að viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum verði sífellt flóknari og umfangsmeiri. Öldrunarhjúkrun er sú sérgrein hjúkrunar sem mun vaxa hvað mest í framtíðinni. Öldruðum mun fjölga mikið á næstu árum en það kallar á aukna þjónustu í öllu heilbrigðiskerfinu. Hjúkrunarfræðingar sinna ekki einungis öldrunarhjúkrun á hjúkrunarheimilum heldur alls staðar þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt. Það er því mikilvægt að þeir sem stýra heilbrigðisþjónustunni sjái og skilji að mikilvægt er að efla hjúkrun aldraðra. Því er nauðsynlegt að yfirvöld komi með skýra stefnu í málefnum aldraðra og skilgreini þá þjónustu sem veita skal í framtíðinni og hvað í henni felst. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur nú síðastliðið ár unnið með fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga að því að efla hjúkrun aldraðra á Íslandi. Starfshópurinn vinnur nú að gerð tillagna um það sem FÍH telur nauðsynlegt að framkvæma til að efla hjúkrun aldraðra. Meðal þess sem þar er nefnt er aukin samþætting þeirra aðila sem taka þátt í þjónustu við aldraða til að auka hagkvæmni og skilvirkni þjónustunnar. Bent er á mikilvægi sérnáms í öldrunarhjúkrun og fjölgun sérfræðinga í öldrunarhjúkrun ásamt nauðsyn þess að efla heimahjúkrun og dagvistarúrræði. Tillögum hópsins hefur þegar verið komið í hendur heilbrigðisráðherra sem vonandi
tekur þær til greina og nýtir til eflingar hjúkrunar aldraðra á Íslandi.
Af kjaramálum Mikil vinna er nú í gangi hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna komandi kjarasamninga. Nauðsynlegt er að vanda undirbúning þeirrar vinnu vel og stilla saman strengi þeirra sem taka þátt í samningagerð, s.s. samninganefnd FÍH og trúnaðarmenn. Samninganefnd félagsins hefur lagt fram kröfugerð þar sem talin eru upp þau atriði sem við teljum nauðsynlegt að breyta og bæta í okkar kjarasamningum. Viðbrögðin við þeirri kröfugerð voru heldur dræm og okkur boðið það sama og nefnt hefur verið í fjölmiðlum eða 3,5% launahækkun. Það er langt frá þeim kröfum sem við settum fram. Það er því ljóst að á brattann er að sækja en það gerum við ótrauð og í sameiningu. Kjarabarátta er ekki einungis þeirra sem eru í samninganefnd FÍH. Komi til átaka hjá hjúkrunarfræðingum vegna komandi kjarasamninga verðum við að standa saman öll sem eitt til að ná árangri í kjarabaráttunni. Það er á ábyrgð hvers og eins að efla samstöðuna. Ég hef nefnt þetta margoft áður en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Ég mun halda ykkur upplýstum um gang mála næstu vikurnar. Ég mun birta oftar pistla á heimasíðu félagsins og geri hjúkrunarfræðingum þannig kleift að fylgjast með gangi samningaviðræðnanna. Ég ráðlegg ykkur því að vera vakandi yfir heimasíðunni okkar og hvetja vinnufélaga ykkar til að fylgjast vel með því sem er að gerast. Baráttukveðjur, Ólafur.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
3
Við erum
Mylan
Eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi
MYL150301
Lægra lyfjaverð fyrir þig
Ritstjóraspjall Kveðjum prentvélina
Með þessu blaði lýkur prentunarsögu Tímarits hjúkrunarfræðinga. Næsta tölublað, sem kemur um miðjan júní, verður einungis gefið út rafrænt.
Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd Ásta Thoroddsen Bergþóra Eyólfsdóttir Dóróthea Bergs Kolbrún Albertsdóttir Oddný S. Gunnarsdóttir Vigdís Hrönn Viggósdóttir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir Fréttaefni Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson, Lára Borg Ásmundsdóttir o.fl. Ljósmyndir Bart Verweij, Christer Magnusson, Evelyn Hockstein, Háskólinn á Akureyri, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Jonathan Stern, Julie Meese Arbsa, Karl Eskil Pálsson o.fl. Próförk og yfirlestur Ragnar Hauksson Auglýsingar Guðrún Andrea Guðmundsdóttir, sími 540 6412 Hönnun Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla Litróf Upplag 4100 eintök
Christer Magnusson.
Í 79 ár hafa félagsblöð hjúkrunarkvenna og hjúkrunarfræðinga, hvað sem blaðið hefur heitið á hverjum tíma, verið prentuð í prentsmiðju. Fyrstu 11 árin var Tímarit félags íslenskra hjúkrunarkvenna vélritað og fjölritað en frá 1936 hefur blaðið, sem þá hét Hjúkrunarkvennablaðið, verið brotið um, fyrst í prentsmiðju og svo í tölvuforriti. Blaðið verður áfram brotið um á svipaðan hátt en stærð og hönnun breytist til að gera blaðið auðlesnara í spjaldtölvum og snjallsímum. Þessi breyting er gerð til þess að laga blaðið að þeim tækjum sem félagsmenn nota nú til þess að leita sér þekkingar og upplýsinga – tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum – en einnig til þess að draga úr kostnaði. Að auki gerir blaðið nú sitt til þess að fella þurfi færri tré og aka þurfi minna af pappír á ruslahaugana. Í þessu tölublaði er haldið áfram að fjalla um verkjameðferð og í þetta skipti er farið yfir mat á langvinnum verkjum. Tvær áhugaverðar fræðigreinar eru í blaðinu. Rannsóknir um reynslu sjúklinga af þjónustu hjúkrunarfræðinga fjalla oft um afmörkuð svið, hér um komu á kynsjúkdómamóttöku, en yfirleitt má yfirfæra niðurstöðurnar á það svið sem lesandinn vinnur á. Að vísu eru kynsjúkdómar líklega meira feimnismál en margt annað, en spennuna við að fara á sjúkrastofnun og léttinn, þegar niðurstaða er komin, könnumst við öll við. Hin fræðigreinin fjallar um mál sem hefur verið mikið rætt meðal hjúkrunarfræðinga – lyfjagjöf án þess að fyrir liggi fyrirmæli lækna. Hjúkrunarfræðingar stunda þetta til hagræðingar fyrir sjúklinginn en allir vita að slík lyfjagjöf er á gráu, ef ekki svörtu, svæði lagalega séð. Það er fagnaðarefni að umfang slíkrar lyfjagjafar hefur nú verið almennilega rannsakað. Niðurstöður sýna að hjúkrunarfræðingar á Landspítala láta sjúklinga hafa talsvert af verkjalyfjum og svefnlyfjum án fyrirmæla, sérstaklega á kvöldin. Þær ætti að vera tilefni til skipulagsbreytinga, til dæmis að ávallt sé hægt að ná í lækni að kvöldi til eða þá að veita hjúkrunarfræðingum almennt leyfi til þess að ávísa slíkum lyfum eftir þörfum. Í tilefni 90 ára afmælis blaðsins eru birtar nokkrar gamlar greinar. Minnt er á gamlar umræður um að ávarpa hjúkrunarkonur með orðinu „systir“ en þetta heiti náði aldrei útbreiðslu á Íslandi. Þá er grein eftir Þorbjörgu Árnadóttur en hún er merkiskona í hjúkrunarstétt og mun ég segja frá hennar lífshlaupi síðar á árinu. Hún var fyrsta hjúkrunarkonan sem hlaut meistaragráðu og ein af fáum hjúkrunarfræðingum sem hafa skrifað skáldsögur.
Pökkun og dreifing Póstdreifing
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
5
Sigríður Zoëga og Hrund Scheving Thorsteinsson, szoega@landspitali.is
SEGÐU MÉR SÖGU OG ÉG HLUSTA: TILFELLAKENNSLA Í HJÚKRUN
Það er gömul aðferð og ný að nota tilfelli við kennslu. Aðferðin vekur áhuga nemenda og hún virðist skila góðum árangri. Viðfangsefni okkar hjúkrunarfræðinga eru margvísleg, flókin og síbreytileg, óháð vinnustað. Hjúkrunarfræðingar þurfa daglega að takast á við fjölbreyttar og stundum framandi klínískar aðstæður. Til þess að veita örugga og árangursríka hjúkrun þurfa hjúkrunarfræðingar, auk þess að hafa yfirgripsmikla þekkingu og kunna að beita henni, að búa yfir gagnrýninni hugsun og leikni til að takast á við fjölbreytt vandamál (Kaddoura, 2011). Símenntun er því og þarf að vera samofin starfinu.
6
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
Notkun kennsluaðferða, hvort sem er í grunn- eða símenntun, sem auðvelda nemandanum að tileinka sér námsefnið og þjálfa sig í að beita þekkingunni, eru líklegri til að skila þeim árangri sem sóst er eftir. Dæmi um slíka aðferð er kennsla þar sem raunsönn, klínísk tilfelli eru lögð til grundvallar umfjölluninni um námsefnið (hér eftir kölluð tilfellakennsla, e. case-based teaching). Með því að styðjast við klínísk dæmi (tilfelli) og brjóta þau til mergjar má gefa raunsanna mynd af flóknum veruleika hjúkrunar, virkja
nemendur, örva gagnrýna hugsun og þjálfa greiningu vandamála og klíníska ákvarðanatöku (Yoo og Park, í prentun). Með þessari grein vilja höfundar kynna tilfellakennslu og hvetja til notkunar aðferðarinnar við menntun hjúkrunar fræðinga og nemenda í hjúkrunarfræði, þar með talið við klíníska kennslu. Fjallað verður um grunn tilfellakennslu, hagnýt ráð við notkun aðferðarinnar eru kynnt og í síðari hluta greinarinnar er lýst reynslu af notkun aðferðarinnar við kennslu um verki og verkjameðferð.
Kynning Fjölmargir þættir hafa áhrif á nám, svo sem hvernig nemendur læra, áhugi á námsefninu, mikilvægi námsefnis að
Tafla 1. Helstu kostir þess að nota tilfelli í kennslu (Herreid, 2005). Örvar gagnrýna hugsun Líkir eftir raunverulegum aðstæðum Þroskar klíníska ákvarðanatöku Virkjar nemendur Auðveldar nemendum að muna Kennari fær tækifæri til að deila eigin reynslu, jákvæð tengsl við nemendur Margir notkunarmöguleikar
mati nemanda, kennslan sjálf og ánægja nemenda með kennsluna. Auk þess að fjalla um námsefnið er hlutverk kennara að kveikja áhuga á námsefninu, kenna leiðir til að leysa hugsanleg vandamál og taka ákvarðanir og síðast en ekki síst að örva gagnrýna hugsun (DeSanto-Madeya, 2007; Riddel, 2007). Rannsóknir hafa gefið til kynna að kennsla, sem er ánægjuleg fyrir nemandann, er líklegri til árangurs (Ansari og Oskrachi, 2004). Kennslua ðferðir, eins og tilfellakennsla, sem stuðla að virkni nemenda, auka enn fremur ánægju nemenda (Herreid, 2005). Tilfellakennsla hefur til þessa verið fremur lítið notuð við nám í hjúkrunarfræði. Vinsældir aðferðarinnar hafa hins vegar aukist á undanförnum árum (Delpier, 2006) og eru nemendur almennt ánægðir með kennsluaðferðina (DeSanto-Madeya, 2007; Rico o.fl., 2010). Ljóst er að aðferðin virðist henta vel til kennslu í hjúkrun óháð námsstigi (Delpier, 2006; Yoo og Park, í prentun).
Í þessari grein eru notuð hugtökin kennari og nemandi. Kennari er hver sá hjúkrunar fræðingur sem notar tilfelli við kennslu hvort sem það er í klínísku starfi eða formlegri kennslu í skóla. Nemandi er á hinn bóginn hver sá sem hlýtur fræðslu hvort sem um er að ræða hjúkrunarnema í skóla eða hjúkrunarfræðing í starfi.
Tilfellakennsla Tilfellakennsla tilheyrir flokki kennslu aðferða sem beitt er í svokölluðu lausnar leitarnámi (problem based learning). Tilfellakennsla er gagnvirk kennsluaðferð sem gefur nemendum færi á að beita þekkingu, sem þeir búa yfir, til þess að finna lausnir á klínískum vandamálum (Lonser o.fl., 2006). Virkni nemenda er einn af hornsteinum tilfellakennslu og notkunarmöguleikar aðferðarinnar nánast óþrjótandi (Herreid, 2005). Mögulegt er að virkja mörg svið þekkingar þegar tilfelli eru leyst (Weaver, 1994, í Sandstrom, 2006). Tilfelli henta vel til að gera kennsluna skemmtilega og áhugaverða og þau auðvelda nemendum að muna (Herreid, 2005; Sandstrom, 2006). Þá er það er ekki síst sagan á bak við hvert tilfelli sem skiptir máli (Dowd og Davidhizar, 1999; Herreid, 2005) og auðveldar nemandanum að muna staðreyndir (Delpier, 2006). Talið er að tilfellakennsla hjálpi nemendum að þroska faglega hugsun (Dowd og Davidhizar, 1999; Delpier, 2006) og geti nýst þeim til að öðlast ákveðna hæfni, ólíkt fyrirlestrum þar sem áhersla er lögð á staðreyndir og að útskýra
Tafla 2. Hugmyndir að notkun tilfella í kennslu. Stutt tilfelli
Henta vel fyrir litla hópa Hægt að nota sem hluta af fyrirlestri Hægt að leggja fram fyrir tíma og láta nemendur kynna í tíma Hægt að halda „ráðstefnu“ þar sem tveir eða fleiri hópar kynna mismunandi aðferðir við að leysa tilfellið Fyrirframtilbúnar spurningar
Framhaldstilfelli
Hentar í og jafnvel á milli kennslustunda Byggt ofan á fyrri þekkingu
Raunverulegt klínískt tilfelli á deild/stofnun
Notað til að læra af reynslunni Tilfellið skoðað frá mismunandi sjónarhornum Skoðað hvað hefði mátt fara betur eða hvað gekk sérstaklega vel Ekki má ásaka starfsfólk („no blame“)
fyrirbæri (Flyvberg, 2006). Meðal kosta aðferðarinnar er að hún er talin örva gagnrýna hugsun (Lauver o.fl., 2009) og hafa nemendur lýst því hvernig notkun tilfella hjálpaði þeim að hugsa á gagn rýninn hátt og öðlast dýpri skilning á því sem verið væri að fjalla um (Rico o.fl., 2010). Kostir tilfellakennslu eru margir, sjá töflu 1, og tilfelli henta vel hvort sem um er að ræða kennslu einstaklinga eða hópa í hefðbundinni kennslustund eða í klínískri kennslu (Herreid, 2005; Herrman, 2002). Tilfelli hafa meðal annars verið notuð við kennslu um hjúkrun sjúklinga með sykursýki og fleiri langvinna sjúkdóma (Sandstrom, 2006), barnahjúkrun og geð- og taugahjúkrun (Lauver o.fl., 2009), í lyf- og skurðhjúkrun (DeSanto-Madeya, 2007) og jafnvel til að tengja sögulegar staðreyndir við greiningu klínískra vandamála (Ciesielka, 2003). Tilfellakennsla er ekki hafin yfir gagnrýni og ekki eru allir sammála um að aðferðin skili endilega betri árangri en aðrar kennsluaðferðir (Lauver o.fl., 2009; Kim o.fl., 2006). Hafa þarf í huga að tilfellakennslu er ekki ætlað að koma í stað annarra kennsluaðferða heldur fremur að bæta við og auka fjölbreytni í kennslu (Dowd og Davidhizar, 1999). Tilfellakennsla er því áhugaverð viðbót við kennsluaðferðir, auðgar kennsluna og hjálpar að líkindum við að þroska aðra þætti hjá nemendum en hefðbundin fyrirlestrakennsla.
Tilfelli í kennslu Tilfelli geta verið af margvíslegum toga (Herreid, 2005). Þau má skilgreina sem „sögur, aðstæður, safn gagna eða fullyrðinga, sem sýna óleyst og ögrandi efni, aðstæður eða spurningar“ (Indiana University, e.d.). Tilfelli getur verið einn einstaklingur eða fleiri, sjúklingahópur, stofnun, sérstakur atburður, fjölskylda eða jafnvel heil þjóð svo dæmi séu nefnd (Stake, 2005; Yin, 1999). Tilfelli henta vel þegar markmiðið er að öðlast heildræna og merkingarbæra þekkingu á fyrirbærum eins og þau koma fyrir í umhverfinu (Yin, 1999) og tilfelli má nota til að skýra ákveðin ferli og sömuleiðis til að setja fram og prófa kenningar (Hentz, 2007).
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
7
Tafla 3. Gagnlegar vefsíður fyrir tilfellakennslu. Vefslóð
Innihald síðu
http://library.buffalo.edu/libraries/projects/cases/case.html
Heimasíða samtaka um notkun tilfella í kennslu í vísindum. Ath. að á síðunni er hægt að ná í kennslutilfelli.
http://med.fsu.edu/index.cfm?page=FacultyDevelopment.cases
Leiðbeiningar um notkun tilfella í kennslu.
http://www.crlt.umich.edu/tstrategies/tscbt.php
Hlekkir á gagnlegt efni tengt notkun tilfella í kennslu.
http://www.wacra.org/
Samtök um notkun tilfella í rannsóknum og kennslu.
http://www.materials.ac.uk/guides/casestudies.asp
Leiðbeiningar um notkun tilfella í kennslu.
www.medscape.com
Hægt að nálgast kennslutilfelli á margvíslegum sviðum.
Tilfelli má nota í kennslu til að tengja klínískan veruleika við fræðin. Tilfelli geta verið stök en framhalds- eða framvindutilfelli eru einnig til, en það eru tilfelli sem þróast smám saman, þ.e. gefnar eru ákveðnar upplýsingar í upphafi og síðan bætast nýjar upplýsingar við eftir því sem kennslunni vindur fram. Slík tilfelli er einnig hægt að nota á milli kennslustunda eða þess að hópur nemenda hittist. Í sumum tilvikum má nota tilfelli þar sem nemendur þurfa að leysa ákveðin verkefni fyrir kennslustund, svo sem að leita að svörum við ákveðnum spurningum eða kynna sér ákveðna hjúkrunarmeðferð (Herrman, 2002). Einnig er hægt að nota raunveruleg, klínísk tilfelli á sjúkradeild í því skyni að ræða ólíka meðferðarmöguleika eða til að læra af. Mikilvægt er að skýr markmið séu með notkun slíkra tilfella og forðast þarf að ásaka einstaka starfsmenn svo vel takist til. Tilfelli geta ýmist verið opin, þ.e. margir möguleikar á að leysa tilfellið, eða
lokuð, eins og þegar greina á sjúkdóm (Herreid, 2005; Indiana University, e.d.). Í töflu 2 er að finna hugmyndir að notkun tilfella í kennslu. Kennari getur búið til tilfelli frá grunni sjálfur en víða má finna góð kennslutilfelli í tímaritum sem og á netinu (Herreid, 2005), sjá töflu 3. Sömuleiðis er hægt að nota fréttir, sögubækur, myndbönd o.fl. sem grunn að góðum kennslutilfellum (Indiana University, e.d.). Mikilvægt er að vandað sé til verka þegar kennslutilfelli eru búin til. Að útbúa gott kennslutilfelli er tímafrekt og því getur verið heppilegt að nota tilbúin tilfelli í byrjun. Tafla 4 gefur yfirlit yfir þætti sem einkenna góð kennslutilfelli.
Notkun á tilfellum í kennslu Lykilatriði er að vanda til undirbúnings þegar nota á tilfelli í kennslu, hvort sem er í fyrirlestri eða í klínískri vinnu. Útskýra
Tafla 4. Einkenni góðra kennslutilfella (Kim o.fl., 2006; Herreid, 1997).
8
Viðeigandi
Þarf að passa við það stig sem nemendur eru á Þarf að endurspegla þekkingu og þarfir nemenda Þarf að henta markmiðum bæði kennara og nemenda
Raunsætt
Raunveruleg tilfelli er oft trúverðugari Tilbúið tilvik verður að taka mið af raunverulegum aðstæðum Þarf að skipta nemandann máli Tengjast því sem er að gerast í núinu (söguleg tilfelli geta þó átt við)
Áhugavert
Ríkulegt innihald Þarf að endurspegla ólík sjónarhorn Þarf að geta tekið breytingum eftir því hvaða ákvarðanir nemandi tekur
Ögrandi
Þarf að innihalda vandamál sem þarf að leysa Mismunandi lausnir þurfa að vera í boði Þarf að innihalda óvenjuleg tilvik
Fræðandi
Þarf að kenna eitthvað nýtt Ætti að ýta undir nám Skýr kennslufræðileg markmið þurfa að vera til staðar
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
þarf tilganginn með notkun tilfella fyrir nemendum og hvert hlutverk þeirra í kennslustundinni er, einkum og sér í lagi ef þeir þekkja ekki til aðferðarinnar (Delpier, 2006). Áður en tilfelli er sett fram þarf að tryggja að nemendur hafi þann þekkingargrunn sem verkefnið krefst. Að sama skapi þurfa nemendur að koma undirbúnir til kennslu þegar tilfelli eru notuð (Dowd og Davidhizar, 1999; Sandstrom, 2006). Nauðsynlegt er að skilgreina kennslufræðileg markmið við notkun tilfella eins og við aðra kennslu (Herreid, 2005). Skilgreina þarf tilganginn með notkun tilfellis í kennslunni, hvaða hugtök er verið að fjalla um og síðast en ekki síst hvaða þekkingu er verið að koma á framfæri (Dowd og Davidhizar, 1999). Mynd 1 sýnir helstu skrefin í notkun tilfella í kennslu. Eftir að farið hefur verið yfir markmið kennslunnar er tilfellið kynnt til sögunnar. Tilfellið er síðan rætt og tillögur að úrræðum eða meðferð viðraðar (Dowd og Davidhizar, 1999). Lausn tilfella felur í sér þrjá meginþætti (Freidman, 1994, í Dowd og Davidhizar, 1999): Í fyrsta lagi setja nemendur fram ákveðna hugmynd um lausn á tilfellinu (thesis); í annan stað er komið fram með gagnhugmynd, þ.e. hvernig má leysa tilfellið á annan hátt (antithesis); í þriðja lagi á sér svo stað samþætting þar sem tekið er tillit til ólíkra hugmynda og ákveðin lausn valin (synthesis). Kosturinn við þessa aðferð er að henni svipar til klínískrar ákvarðanatöku þar sem kostir og gallar mismunandi úrræða eru vegnir og metnir (Dowd og Davidhizar, 1999). Óháð því hvernig tilfelli kennarar nota eða hvernig þau eru sett fram, þá eru markvissar spurningar lykillinn að gagnlegri umræðu um tilfelli (Delpier,
• Fyrirkomulag kennslunar kynnt. Kynning
• Athuga hvort allt er skýrt og hvort nemendur hafa spurningar.
• Tilfellið kynnt (lýðfræði, meinafræði, vandamál og saga). Upplýsingar
Tillögur að meðferð
• Liggja allar upplýsingar fyrir eða vantar eitthvað? • Hvað sýna rannsóknir (blóðprufur o.þ.h.) og skoðun?
• Nemendur koma með rökstuddar tillögur að meðferð.
• Umræður um meðferðarmöguleika. Umræður
• Önnur úrræði?
• Niðurstöður dregnar saman. Samantekt
• Spurningum svarað.
Mynd 1. Notkun á tilfellum í kennslu (Delpier, 2006).
2006; Dowd og Davidhizar, 1999). Vanda þarf vel til spurninga og forðast skal spurningar sem bjóða einungis upp á já- eða nei-svör. Röð spurninga þarf að vera rökrétt, byrja þarf á einföldum spurningum sem snúa að staðreyndum en koma síðar með spurningar sem reyna á samanburð, greina í sundur og samþætta efnið (Indiana University, e.d.). Kennarinn þarf jafnframt að reyna að sjá fyrir hvaða spurningar kunna að vakna hjá nemendum og í hvaða átt umræðurnar muni fara og undirbúa sig í samræmi við það (Delpier, 2006). Í lok kennslunnar eru svo aðalatriði dregin saman og boðið upp á spurningar um vafaatriði eða vangaveltur. Í töflu 5 er að finna punkta sem gott er fyrir kennara
að hafa í huga þegar tilfelli eru notuð í kennslu. Notkun tilfella í kennslu hefur marga kosti en aðferðin getur reynt nokkuð á kennarann. Kennarar, sem kjósa að fara nýjar leiðir í kennslu, þurfa að vera tilbúnir til að taka ákveðna áhættu (Herrman, 2002) því ýmislegt getur farið úrskeiðis, svo sem að missa stjórn, kennari veit ekki svar við spurningum nemenda eða tilfellið fer út um þúfur. Mikilvægt er að kennari gefi sér tíma eftir kennsluna og ígrundi hvernig gekk til að læra af reynslunni og bæta sig (Delpier, 2006). Góður undirbúningur, kennara og nemenda, skýr kennslumarkmið og styrk stjórnun umræðna eru forsenda þess að vel takist til. Í þessu sambandi er vert að
geta þess að einn af kostum tilfellakennslu er enn fremur að kennarinn lærir mikið sjálfur á að beita aðferðinni (Dowd og Davidhizar, 1999).
Reynsla af notkun tilfella í kennslu Fyrri höfundar þessarar greinar (SZ) hefur orðið töluverða reynslu af því að nota tilfelli við kennsluna og deilir hér nokkrum reynslusögum. Áhugi á aðferðinni vaknaði þegar ég byrjaði að kenna um verki og verkjameðferð við hjúkrunarfræðideild. Ég hafði rekið mig á það í kennslunni að það að standa og þruma yfir nemendum um hin og þessi lyfin og að svona ætti nú að fara að virtist skila sér í takmörkuðum mæli til nemenda. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að hressa upp á fyrir lesturinn voru nemendur gjarnan á svipinn eins og þeir biðu dóms og ánægja mín af kennslunni var í samræmi við stemninguna í salnum. Í kennslu í vorskóla skurðlækningasviðs á Landspítalanum vorið 2010, sem ætlaður er nemum og nýráðnum hjúkrunarfræðingum, prófaði ég að setja fram klínískt dæmi og bað nemendur um að koma með hugsanlegar lausnir á vandanum. Og viti menn! Skyndi lega fóru af stað líflegar umræður og var tilfellið rætt fram og til baka. Í lok kennslustundarinnar höfðu nemendur orð á því að „þetta hefði sko verið gagnlegt, loksins lærðu þeir eitthvað!“ Ég hef notað tilfelli á mismunandi hátt við kennslu um verki og verkjameðferð. Við kennslu í hjúkrunarfræðideild hef ég aðallega stuðst við „framvindutilfelli“ þar sem einstaklingur með verki er kynntur til sögunnar og honum er svo fylgt eftir í gegnum sjúkrahúsdvölina. Nemendur þurfa þá að taka afstöðu til þess hvað sé heppilegast að gera, svo sem að
Tafla 5. Atriði sem hafa þarf í huga við notkun tilfella í kennslu (Indiana University, e.d.). Skoða ólík sjónarhorn. Gæta þess að ein sýn á viðfangsefnið sé ekki yfirgnæfandi í umræðunum. Skoða hvað liggur að baki hugmyndum eða tillögum. Af hverju segir viðkomandi þetta? Skoða hverjir eru kostir og gallar tiltekinna hugmynda eða lausna? Skoða bæði orsök og afleiðingu. Hvað olli þessu? Hvað gæti gerst? Hefði mátt grípa fyrr inn í? Skoða málin frá ólíkum hliðum. Hvernig gæti málið litið út frá sjónarhóli aðstandenda? Sjúklings? Annars heilbrigðisstarfsmanns? Skýra og fylgja eftir umræðum. „Hvað áttu við þegar þú segir ...?“ Benda markvisst á ólíka þætti í umræðum, svo sem að hvaða leyti hugmynd X er ólík hugmynd Y.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
9
meta verki, velja ákveðið verkjalyf, skammtastærðir, aðrar aðferðir en lyf og fleira. Einnig hef ég notað stök tilfelli, þar sem nemendur fá tilfellið í hendur og svara ákveðnum spurningum sem fylgja tilfellinu. Þess háttar tilfelli hentar vel fyrir litla hópa að leysa. Þá hef ég einnig notað tilfelli á Medscape (sjá töflu 3) í kennslu. Nemendur lesa sig í gegnum tilfellið á netinu og svara síðan spurningum sem tengjast tilfellinu. Í vinnu minni sem sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala hef ég notað raunveruleg tilfelli þar sem farið var í gegnum sjúkrasögu viðkomandi og skoðað hvernig brugðist var við ákveðnum atriðum og rætt um hvernig til hefði tekist, hvað mátti læra af tilfellinu og hvernig hefði verið æskilegt að bregðast við. Mín reynsla er sú að notkun tilfella í kennslu er skemmtileg aðferð sem vekur áhuga nemenda og virkjar þá til þátttöku í kennslustund. Námsmat hefur komið vel út. Hins vegar er notkun tilfella vissulega krefjandi. Það tekur tíma að útbúa gott kennslutilfelli og stundum tekur tíma að virkja nemendur. Þá getur nemendum þótt erfitt að ekki sé alltaf eitt rétt svar og hætta er á því að umræður fari út um víðan völl. Því er mikilvægt að hafa skýr markmið með tilfellinu.
Lokaorð Tilfellakennsla hentar vel til að vekja áhuga og skapa umræður meðal nemenda. Sömuleiðis auðvelda tilfelli nemendum að muna og aðferðin er talin örva gagnrýna hugsun. Notkun tilfella er vissulega krefjandi fyrir kennarann en jafnframt ánægjuleg og lærdómsrík. Skýr kennslumarkmið og góður undirbúningur eru forsenda þess að vel takist til. Eftir sem áður gildir hið fornkveðna, „allt er best í hófi“ því aðferðin á ekki alltaf við. Sumt efni er ekki heppilegt að kenna með tilfellum og auk þess er nauðsynlegt að nemendur hafi ákveðinn þekkingargrunn til að aðferðin skili árangri. Þótt tilfellakennsla sé krefjandi og ekki gallalaus aðferð hvetjum við hjúkrunar fræðinga engu að síður til að prófa sig áfram með aðferðina því að sögn Flyvberg (2006) er einungis mögulegt að þroskast úr nýgræðingi í sérfræðing með því að hafa reynslu af tilfellum.
10
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
Heimildir Ansari, W.E., og Oskrachi, R. (2004). What ‘really’ affects health professions students’ satisfaction with their educational experience? Implication for practice and research. Nurse Eductaion Today, 24, 644-655. Ciesielka, D. (2003). Clues for clinicians. Nurse Educator, 28(1), 3-4. Delpier, T. (2006). Cases 101: Learning to teach with cases. Nursing Education Perspectives, 27(4), 204-209. DeSanto-Madeya, S. (2007). Using case studies based on a nursing conceptual model to teach medical-surgical nursing. Nursing Science Quarterly, 20(4), 324-329. Dowd, S.B., og Davidhizar, R. (1999). Using case studies to teach clinical problem-solving. Nurse Educator, 24(5), 42-46. Flyvberg, B. (2006). Five misunderstandings about case-study research. Qualitative Inquiry, 12, 219-245. Hentz, P.B. (2007). Case study: The method. Í P.L. Munhall (ritstj.), Nursing research: A qualitative perspective (4. útg.) (bls. 349-358). Sudbury: Jones and Bartlett Publishers. Herreid, C.F. (2005). Using case studies to teach science. Actionbioscience.org. Sótt 12. febrúar 2015 á http://www.actionbioscience. org/education/herreid.html. Herreid, C.F. (1997). What makes a good case? Journal of College Science Teaching, 27(4), 14-17. Herrman, J.W. (2002). The 60-second nurse educator: Creative strategies to inspire learning. Nursing Education Perspectives, 23(5), 222-227. Indiana University (e.d.). Teaching with the case method. Indiana University Teaching Handbook. Sótt 12. febrúar 2015 á http:// www.teaching.iub.edu/wrapper_big. php?section_id=case. Kaddoura, M.A. (2011). Critical thinking skills of nursing students in lecture-based teaching and case-based learning. International Journal for the Scholarship of Teaching and Learning, 5(2), grein 20. Sótt á http://digitalcommons. georgiasouthern.edu/ij-sotl/vol5/iss2/20. Kim, S., Phillips, W.R., Pinsky, L., Brock, D., Phillips, K., og Keary, J. (2006). A conceptual framework for developing teaching cases: A review and synthes of the literature across disciplines. Medical Education, 40, 867-876. Lauver, L.S., West, M.M., Campbell, T.B., Herrold, J., og Wood, G.C. (2009). Toward evidencebased teacing: Evaluating the effectiveness of two teaching strategies in an associate degree nursing program. Teaching and Learning in Nursing, 4, 133-138. Lonser, V.M., Abbott, R., Allen, K., og Davidhizar, R. (2006). Implementation of problem-based learning in a final semester comprehensive nursing course. The Health Care Manager, 25(2), 184-193. Rico, J.S., Beal, J., og Davies, T. (2010). Promising practices for faculty in accelerated nursing programs. Journal of Nursing Education, 49(3), 150-155. Riddell, T. (2007). Critical assumptions: Thinking critically about critical thinking. Journal of Nursing Education, 46(3), 121-126. Sandstrom, S. (2006). Use of case studies to teach diabetes and other chronic illnesses to nursing students. Journal of Nursing Education, 45(6), 229-232.
Stake, R.E. (2005). Qualitative case studies. Í N.K. Denzin og Y.S. Lincoln (ritstj.), The Sage Handbook of Qualitative Research (3. útg.) (bls. 443-466). Thousand Oaks: Sage Publications. Yin, R.K. (1999). Enhancing the quality of case studies in health services research. Health Services Research, 34(5, II. hluti), 1209-1224. Yoo, M.S., og Park, H.R. (í prentun). Effects of case-based learning on communication skills, problem-solving ability, and learning motivation in nursing students. Nursing & Health Sciences. DOI: 10.1111/nhs.12151.
Dr. Sigríður Zoëga er sérfræðingur á Landspítala í hjúkrun sjúklinga með verki.
Dr. Hrund Scheving Thorsteinsson er deildarstjóri menntadeildar á Landspítala.
NÆSTA TÖLUBLAÐ VERÐUR RAFRÆNT
Frá og með júní nk. verður Tímarit hjúkrunarfræðinga eingöngu gefið út rafrænt. Félagsmenn og aðrir áhugasamir munu þá geta sótt sér smáforrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvu og vistað tölublöðin í því. Margir þekkja nú þegar þetta fyrirkomulag. Einnig verður áfram hægt að lesa blaðið á vef félagsins í pdf-útgáfu.
App store í iPad. Hér verður hægt að sækja smáforritið til þess að skoða blaðið.
Á sama tíma breytist útlitið nokkuð. Er það gert til þess að laga blaðið að þeim skjá sem lesið er af þannig að leturstærðin verði hæfileg. Blaðið verður gefið út í smáforriti í App store og í Google play. Þeir sem eiga ekki tæki, sem geta nýtt sér þessi smáforrit, geta lesið blaðið í tölvu með því að fara á vef félagsins eins og áður. Gert er ráð fyrir að gefa út prufublað í maí en í því verða nokkrar greinar sem hafa þegar birst í eldri tölublöðum. Félagsmenn verða látnir vita þegar hægt verður að sækja smáforritið.
Símar og spjaldtölvur, sem nota stýrikerfið Android, geta sótt smáforritið í Google play.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
11
Sigríður Halldórsdóttir, sigridur@unak.is
FRAMHALDSNÁM VIÐ HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ HA Hefur þú áhuga á að efla þig og vinna þvert á ólík svið heilbrigðisvísinda? Þá gæti þverfaglegt diplóma- eða meistaranám í heilbrigðisvísindum við HA verið eitthvað fyrir þig. Lögð er áhersla á umræður og virkni nemenda. Að jafnaði eru verkefni í stað prófa. Kennt er í lotum og námið skipulagt þannig að stunda megi vinnu með því. Námslotur eru fjórar á hverju misseri, ein í mánuði, að jafnaði rúmlega einn dagur fyrir hvert námskeið. Í tengslum við mörg námskeið eru haldin opin málþing eða ráðstefnur. MS-gráða í heilbrigðis vísindum (120 ECTS) og diplómanámið veitir prófgráðuna Diplómagráða í heilbrigðisvísindum (45 ECTS). Markmið námsins er að þeir sem útskrifast úr náminu verði gagnrýnir greinendur, ígrundandi fagmenn, breytingarliðar og víðsýnir og skapandi leiðtogar. Þetta eru þeir námskrárþættir sem eru rauðu þræðirnir í uppbyggingu og innihaldi námskeiða og leiðarljós í kennsluháttum og námsmati.
Fyrir hverja er námið? Krafa er að umsækjendur hafi lokið BS-námi á sviði heilbrigðis vísinda með fyrstu einkunn frá viðurkenndri háskólastofnun.
Áherslur námsins Í náminu eru nokkur skyldunámskeið. Að öðru leyti skipuleggja meistaranemar námið í samráði við leiðbeinanda sinn og nýta meistaranámskeið við Háskólann á Akureyri eða aðra háskóla, innanlands eða erlendis, sem samræmast áherslu þeirra í náminu. Ef þú hefur áhuga á einhverju tilteknu sérsviði er einnig boðið upp á mörg sérfræðisvið. Meistaranámið veitir prófgráðuna
12
Margvíslegir möguleikar að námi loknu Nemendur, sem hafa útskrifast með meistara gráðu í heilbrigðisvísindum, vinna á ýmsum sviðum og oftast á því sérsviði sem þeir hafa valið sér í framhaldsnáminu. Þá hafa sumir haldið áfram námi og farið í doktorsnám. Margir starfa við stjórnun innan heilbrigðiskerfisins, starfa sjálfstætt eða eru í stöðum sérfræðinga á sínu sérsviði. Upplýsingar um námið veitir Ingibjörg Smáradóttir, skrifstofustjóri heilbrigðisvísindasviðs, í síma 460 8036 eða á netfanginu ingibs@unak.is. Umsóknarfrestur er til 5. júní nk.
Í boði er:
Boðið er upp á eftirfarandi áherslusvið:
• Viðbótarnám, 45 eininga (diplóma) • Viðbótarnám, 60 eininga (diplóma, heilsugæsla í héraði - klínísk áhersla) • Meistaranám, 120 eininga • Stök námskeið
Almennt svið
Krabbamein og líknarmeðferð
Fötlun og endurhæfing
Geðheilbrigðisfræði
Heilsugæsla í héraði – fræðileg áhersla
Heilsugæsla í héraði – klínísk áhersla
Langvinn veikindi og lífsglíman
Sálræn áföll og ofbeldi
Stjórnun í heilbrigðisþjónustu
Öldrun og heilbrigði
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
Nokkrar umsagnir fyrri nema Ástþóra Kristinsdóttir, hjúkrunar fræð ingur og ljósmóðir með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum, vann rannsóknina Stöðug, stöðug streita: Reynsla kvenna af heimilisofbeldi á meðgöngu. Hún segir um námið: „Námið er vel skipulagt og skemmtilegt. Ég var mjög ánægð með kennarana og leiðbeinanda minn. Það er líka frábært að koma til Akureyrar og skipta um umhverfi og kynnast nýju fólki. Námið nýtist mér vel í starfi mínu sem ljósmóðir og ég er að kynna verkefni mitt fyrir heilbrigðisstéttum til að bæta þjónustu við konur.“ Héðinn Sigurðsson, læknir með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum, vann rannsóknina Starfsumhverfi og starfsánægja í heimilislækningum: Reynsla 16 íslenskra heimilislækna sem starfað hafa bæði á Íslandi og í Noregi. Hann segir um námið: „Aðgangur að námi og rannsóknum við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri hefur verið hvalreki fyrir mig sem bý í Húnaþingi og hefði þess vegna ekki getað sótt slíkt nám með vinnu um lengri veg. Allur aðbúnaður hefur verið til fyrirmyndar og einstakt að hægt sé að halda uppi svo öflugu og fjölbreyttu námsframboði. Háskólinn á Akureyri hlýtur að teljast ein best heppnaða einstaka byggðaaðgerð í sögu þjóðarinnar.“ Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunar fræð ingur með meistaragráðu í heilbrigðis vísindum, vann rannsóknina Kynferðisleg misnotkun og önnur sálræn áföll í æsku og áhrif þeirra á heilsufar og líðan kvenna. Hún segir um námið: „Meistaranám í heilbrigðisvísindum veitir heilbrigðisstarfsfólki marga möguleika til að bæta þverfaglega þjónustu við skjólstæðinga sína.“ Sólrún Óladóttir, iðjuþjálfi með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum, vann rannsóknina Skjólstæðingsmiðuð þjónusta: Þróun matstækis og starfsemi á geðdeild FSA. Hún segir um námið: „Námið er vel skipulagt og samþætting milli námslota einstaklega góð. Kennararnir koma úr hinum ýmsu fagstéttum og eru með ólíka menntun og starfsreynslu. Þetta hefur í för með sér að mismunandi sjónarhorn koma fram sem skapar grundvöll fyrir áhugaverðar og lærdómsríkar umræður. Töluverður sveigjanleiki er við val á verkefnatengdum viðfangsefnum og því gefst nemendum gott tækifæri til að tengja efni námsins við eigin áherslu og áhugasvið.“ Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur með meistara g ráðu í heilbrigðisvísindum, vann rannsóknina „Ég veit ekki hvað það er að líða vel“: Reynsla kvenna með geðsjúkdóm af endurteknum áföllum vegna ofbeldis. Hún segir um námið: „Það sem mér fannst skipta máli í náminu við HA var einstaklega hvetjandi viðmót kennara og hlýlegt umhverfi. Námið dýpkaði þekkingu mína og opnaði jafnframt nýja sýn um leiðir og áherslur við vinnu mína innan heilbrigðiskerfisins.“ Unnur Pétursdóttir, sjúkraþjálfari með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum, vann rannsóknina Áhrifaþættir þjálfunar hjá fólki með slitgigt: Hvað hvetur, hvað letur? Hún segir: „Einn skemmtilegasti hluti námsins er að hitta heilbrigðisstarfsmenn úr ýmsum fagstéttum og ræða málin. Námið krefst mikils af nemendum og góð skipulagning er nauðsynleg.“
Boðið er upp á eftirtalin námskeið á haustmisseri 2015 HHS0105 Heilbrigði og heilbrigðisþjónusta: Staða, stefnur og straumar
10 einingar
MER0110 Megindlegar rannsóknaraðferðir
10 einingar
GHB0110 Geðheilbrigði
10 einingar
GHB0105 Geðheilbrigði
5 einingar
HGE0110 Heilsugæsla og heilsuefling
10 einingar
KRA0105 Krabbamein og líknandi meðferð
10 einingar
KHG1012 Klínísk heilsugæsla*
12 einingar
Boðið er upp á eftirtalin námskeið á vormisseri 2016 EIR0155 Eigindlegar rannsóknir
10 einingar
EEL0105 Endurhæfing, efling og lífsgæði
10 einingar
ÞFS0105 Þjónandi forysta, stjórnun og ígrundun
10 einingar
KHG1013 Klínísk heilsugæsla*
13 einingar
* Klínísk heilsugæsla er einungis í boði fyrir nemendur í heilsugæslu í héraði – klínísk áhersla.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
13
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
BÓLUSETNINGAR BJARGA MANNSLÍFUM Sumir foreldrar á Vesturlöndum telja bóluefni varasöm, láta ekki bólusetja börnin sín og stofna þannig öðrum börnum í hættu. Í öðrum löndum vita menn sínu viti. Þeir vilja bólusetningar handa börnum sínum og bólusetningarsamtökin Gavi hafa lagt sig fram um að sinna þessum þörfum. Meðal samstarfsaðila Gavi eru Alþjóðaheilbrigðismálastofnun in, Alþjóðabankinn, ríkisstjórnir 19 landa, Evrópuráðið, OPEC, samtök fyrirtækja sem framleiða bóluefni og fjölmörg önnur fyrirtæki.
Nýtt bóluefni tekið í notkun í Kamerún í september sl. Nýjar aðferðir gera það stöðugt einfaldara að bólusetja lítil börn.
14
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
Bólusett á Haíti 2013.
Til Gavi var stofnað í Davos í Sviss árið 2000 en nýleg samantekt, kynnt á fundi á sama stað, sýnir að síðan hafa Gavi fjármagnað bólusetningar handa um hálfum milljarði barna og í leiðinni líklega bjargað lífi sjö milljóna barna. Á árunum 2011 til 2015 er gert ráð fyrir að bólusett verði 245 milljón börn. Á ráðstefnu í Berlín í janúar sl. skuldbundu ríkisstjórnir, einkafyrirtæki og góð gerðar sjóðir sig til að leggja fram sem svarar tæpum þúsund milljörðum króna til þess að fjármagna bólusetningar 2016 til 2020. Gert er ráð fyrir að bólusetja um 300 milljón börn til viðbótar á þessum tíma.
Í tilefni ráðstefnunnar sagði Ibrahim Boubacar Keita, forseti Malí, bólusetningar vera gáfulegustu fjárfestingu sem menn geti gert í heilbrigði og framtíð þjóðanna í þróunarlöndunum. Ban Ki-moon, aðal ritari Sameinuðu þjóðanna, sagðist óttast að enn myndu börn og konur deyja úr sjúkdómum sem bólusetning gæti komið í veg fyrir. Gavi hafi hins vegar unnið stórvirki í að draga úr dauðsföllum. Fyrir utan bein framlög margra fyrirtækja og stofnana hafa framleiðendur bóluefna skuldbundið sig til að selja áfram bóluefni á lágu verði til landa sem Gavi hafa stutt, eftir að samtökin hafa lokið verkefnum sínum þar.
Stúlkur í Laos sýna bólusetningarskírteini sín.
Börn stilla sér upp til þess að fá sprautu í Tansaníu.
Formaður Gavi er Dagfinn Høybråten. Hann er mörgum Íslendingum að góðu kunnur. Aðalstarf hans er að stýra Norræna ráðherraráðinu en hann hefur langa reynslu sem þingmaður og ráðherra í Noregi.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
15
Sigríður Zoëga, szoega@landspitali.is
MAT Á LANGVINNUM VERKJUM
Langvinnir verkir hafa margvísleg neikvæð áhrif á líf og tilveru fólks og eru algeng orsök örorku hér á landi. Mat á verkjum leggur grunninn að góðri verkjameðferð en fullnægjandi mat á langvinnum verkjum þarf að vera heildstætt og áherslur eru að sumu leyti aðrar en þegar bráðir verkir eru metnir. Tilgangur þessarar greinar er að lýsa því hvernig mat á langvinnum (krónískum) verkjum hjá fullorðnum einstaklingum er fram kvæmt. Langvinnir verkir verða skil greindir, fjallað verður um þætti í upplýsinga söfnun og kynnt verða mælitæki til að meta langvinna verki og árangur meðferðar. Greinin er hugsuð fyrir hjúkrunarfræðinga í daglegu starfi og því er ekki farið nánar í ýmiss konar próf og spurninga lista sem kunna að vera notaðir í sérhæfðri verkjaþjónustu eða af sérfræðingum.
Langvinnir verkir Verkir eru mikilvægur hluti af varnarkerfi líkamans. Þeir gefa til kynna að eitthvað sé að og einstaklingurinn getur því brugðist við á viðeigandi hátt (Marchand, 2012). Þetta á þó ekki alltaf við langvinna verki sem geta varað lengur en áverki og hafa því ekki lengur verndandi tilgang. Langvinnir verkir eru iðulega skilgreindir út frá tímalengd og er þá gjarnan miðað við 16
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
að þeir hafi varað í meira en þrjá eða sex mánuði (Merskey o.fl., 1994). Langvinnir verkir geta verið stöðugir eða endurteknir (Breivik o.fl., 2006) og þá getur fólk verið með blandaða verki, það er bæði langvinna og bráða, svo sem einstaklingur með vefjagigt sem fer í skurðaðgerð. Til aðgreiningar er stundum talað um langvinna verki ótengda krabbameini eða góðkynja langvinna verki (e. chronic noncancer pain eða chronic non-malignant pain) og langvinna illkynja verki (chronicmalignant pain) (Anna G. Gunnlaugsdóttir, 2006; Turk og Theodore, 2010). Algengt er að hugtakið langvinnir verkir sé notað yfir verki sem eru ótengdir krabbameini en krabbameinsverkir þegar um langvinna verki af völdum illkynja sjúkdóms er að ræða (Anna G. Gunnlaugsdóttir, 2006). Dæmi um langvinna verki eru gigtarverkir, taugaverkir og mjóbaksverkir. Langvinnir verkir eru algengir en tíðnitölur eru nokkuð breytilegar þar sem rannsak
endur nota mismunandi skil greiningar á hugtakinu. Í stórri evrópskri rannsókn reyndust 19% fólks hafa fundið fyrir meðalmiklum verkjum í sex mánuði eða lengur og voru verkir í baki algengastir (Breivik o.fl., 2006). Í rannsókn meðal íslensks almennings reyndust 31% þátttakenda hafa fundið fyrir verkjum í þrjá mánuði eða lengur og voru stoðkerfis verkir þar algengastir (Gunnarsdottir o.fl., 2010). Önnur íslensk rannsókn meðal almennings sýndi að 48% þátttakenda hafði fundið fyrir verkjum í þrjá mánuði eða lengur (Jonsdottir o.fl., 2014) og höfðu 32% þátt t akenda verið með stöðuga verki. Langvinnir verkir hafa margvísleg nei kvæð áhrif á andlega, vitræna, líkam lega og félagslega líðan og virkni fólks (Breivik o.fl., 2008). Það er því ekki að undra að þessi hópur leitar mikið til heilbrigðisþjónustunnar (Breivik o.fl., 2006; Jonsdottir o.fl., í prentun). Lang
vinnir verkir eru einnig algeng ástæða örorku hér á landi en af þeim sem voru á örorku árið 2005 voru um 35% kvenna og 17% karla á bótum vegna stoðkerfisvandamála (Sigurður Thorlacius o.fl., 2007). Langvinnir verkir eru því bæði einstaklingum og samfélaginu í heild dýrir.
Mat á langvinnum verkjum Þótt myndgreining og aðrar rannsóknir séu mikilvægar til að greina sjúkdómsástand er ekki hægt að mæla verki á hlutlægan hátt. Það er því frásögn einstaklingsins sem liggur til grundvallar mati á verkjum
(Short og Lynch, 2010). Að framkvæma heildstætt mat er tímafrekt og því getur þurft að safna upplýsingunum í nokkrum skrefum (Scottish Intercollegiate Guidelines Network [SIGN], 2013). Hjúkrunarfræðingar þurfa að gefa viðkomandi tíma til að segja sögu sína, hlusta gaumgæfilega og framkvæma líkamsmat (Short og Lynch, 2010). Kjarninn í matinu er ítarleg upplýsinga söfnun þar sem metnir eru líkamlegir, andlegir og félagslegir þættir. Heppilegt er að byrja á opinni spurningu með því að biðja viðkomandi um að segja
frá verkjunum (Short og Lynch, 2010). Spyrja þarf um staðsetningu og styrk verkja, núverandi og fyrri meðferð, auk þess sem áhrif verkjanna á einstaklinginn eru metin. Mikilvægt er að byggja upp gott meðferðarsamband til að skapa traust og fá viðkomandi til að taka þátt í ákvarðanatöku til að stuðla að árangursríkri meðferð (Scottish Intercollegiate Guidelines Network, 2013). Í töflu 1 er að finna yfirlit yfir helstu þætti í verkjasögu. Líkamsmat er hluti heildstæðs mats á langvinnum verkjum en hversu ítarlegt
Tafla 1. Upplýsingasöfnun (Breivik o.fl., 2008; Pasero og McCaffery, 2010; Short og Lynch, 2010). Matsatriði
Spurningar
Til athugunar
Yfirbragð og tjáning
Hvernig kemur einstaklingurinn fyrir í viðtali? Hvernig tjáir viðkomandi sig?
Hluti af heildstæðu mati. Virðist einstaklingurinn niðurdreginn? Gefur hann skilmerkilegar upplýsingar?
Upphaf verkja
Hvenær byrjuðu verkirnir? Við hvaða aðstæður?
Staðsetning verkja
Hvar eru verkirnir? Leiða verkirnir út frá sér?
Gott að merkja inn á mynd Ef fleiri en einn verkur er til staðar má númera þá
Styrkur verkja
Hversu miklir eru: - verkir núna? - að jafnaði? - verstu verkir? - minnstu verkir?
Notið viðurkennda kvarða (svo sem tölukvarða eða orðakvarða)
Eðli verkja
Hvernig lýsa verkirnir sér? Hvaða orð notar viðkomandi yfir verkina?
Mikilvægt atriði til að hjálpa til við að greina um hvers konar verki er að ræða. Brunaverkur, verkjapílur/verkjaskot, stingir og verkir við létta snertingu geta bent til taugaverkja
Mynstur verkja
Eru verkirnir stöðugir? Koma þeir og fara?
Áhrifaþættir á verki
Hvað dregur úr verkjunum? Hvað eykur verkina?
Spyrjið meðal annars um hreyfingu og sálfélagslega þætti, svo sem kvíða og álag
Áhrif verkja á einstaklinginn
Hver eru áhrif verkja á: - svefn? - minni? - einbeitingu? - andlega líðan (kvíði, depurð)? - félagslega líðan? - kynlíf? - fjölskylduna? - líkamlega getu og virkni? - getu til að sinna vinnu? - fjárhag?
Gott getur verið að hefja samræður um þessi atriði með því að segja eitthvað í þessa veruna: „Verkir hafa margvísleg áhrif á líf og okkar líðan, ég er með nokkrar spurningar sem lúta að áhrifum verkja á þig“
Núverandi verkjameðferð
Hvaða verkjameðferð er viðkomandi á núna? Hvaða skömmtum er viðkomandi á og hvernig tekur hann lyfin? Hvernig hefur sú meðferð reynst? Aukaverkanir meðferðar?
Spyrjið bæði um lyf og aðrar aðferðir en lyf
Fyrri verkjameðferð
Hvaða verkjameðferð hefur verið reynd? Hvernig hefur hún virkað? Aukaverkanir meðferðar?
Spyrjið bæði um lyf og aðrar aðferðir en lyf
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
17
ekki endilega þessi merki (Pasero og McCaffery, 2010).
Myndin málaði Julie Meese Arbsa en hún er bresk myndlistarkona sem þjáist af gigt. Myndin er tilraun hennar til að lýsa líðan sín.
það er fer eftir eðli verkjanna og heilsu farssögu viðkomandi. Í töflu 2 er að finna yfirlit yfir nokkur atriði við líkamsmat. Hafa þarf í huga að einstaklingar með langvinna verki sýna oft ekki sömu merki um vanlíðan og þeir sem eru með bráða verki, það er þeir líta ekki endilega út fyrir að vera með verki og lífsmörk geta verið óbreytt þrátt fyrir mikinn sársauka. Mikilvægt er að þetta sé ekki túlkað sem svo að viðkomandi sé ekki að segja satt og rétt frá (Short og Lynch, 2010). Margir aðrir þættir geta haft áhrif á lífsmörk en verkir, og því til viðbótar á lífeðlisfræðileg og hegðunarleg aðlögun sér stað með tímanum og því sýnir einstaklingurinn
Til eru ýmis matstæki sem nota má við mat á langvinnum verkjum og áhrifum þeirra á einstaklinginn. Auk kvarða, sem meta styrk verkja og finna má yfirlit yfir í grein um mat á bráðum verkjum (Sigríður Zoëga, 2015), eru einnig notuð fjölvíddarmælitæki (spurningalistar) sem meta verki á heildstæðari hátt. Eitt slíkt tæki er Stutt verkjaskrá (Brief Pain Inventory) sem hefur verið þýtt og staðfært á íslensku (Gunnarsdottir o.fl., 2005). Stutt verkjaskrá inniheldur 15 spurningar og tekur um 5-10 mínútur að fylla hana út. Viðkomandi merkir verkina inn á mynd og svarar síðan spurningum um styrk verkja, verkjastillingu, áhrif verkja á daglegar athafnir, skap, göngugetu, samskipti, svefn og lífsgæði. Annað mælitæki, sem einnig er til á íslensku, er The McGill Pain Questionnaire. Spurningalistinn mælir styrk og eiginleika verkja og tekur um 5-10 mínútur að svara honum. Listinn hefur mikið verið notaður í klínísku starfi og rannsóknum erlendis (Melzack og Katz, 2013) en hefur tiltölulega lítið verið notaður hér á landi. Þá hafa nokkur mælitæki, sem notuð eru til greiningar og við mat á taugaverkjum, verið þýdd yfir á íslensku, svo sem Pain Detect, og nú nýlega Doleur Neuropathique 4 (DN4) og Neuropathic Pain Questionnaire (NPQ) (munnleg heimild Gyða Björnsdóttir, 10. mars 2015). Ýmis önnur mælitæki eru einnig notuð í klínísku starfi og rannsóknum, svo sem þunglyndis-, kvíða- og vonleysiskvarðar Beck, spurningalisti sem metur hörmungarhyggju (CPS),
Tafla 2. Líkamsmat (Breivik o.fl., 2008; Short og Lynch, 2010).
18
Húð
Athuga litarhátt, hitastig og heilleika húðar Eru sjáanleg merki um bólgu eða sýkingu?
Þreifing
Athuga eymsli við snertingu (bæði létta og djúpa) Þreifa eftir aumum punktum
Hreyfigeta og styrkur
Athuga breytingar á stöðu og göngulagi Eru merki um skerta hreyfigetu? Er stirðleiki eða vöðvarýrnun til staðar? Er vöðvastyrkur minnkaður?
Skynjun
Skynjar viðkomandi mun á heitu og köldu? Skynjar viðkomandi mun á mjúku og oddhvössu? Er dofi til staðar? Framkallar létt snerting verki?
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
SF-36 og fleiri (munnleg heimild Magnús Ólafsson, 16. mars 2015) en um þau verður ekki fjallað frekar hér.
Mat á árangri meðferðar Langvinna verki getur verið erfitt að meðhöndla, ekki síst taugaverki (Finnerup o.fl., 2010), og því miður tekst ekki alltaf að draga úr styrk verkjanna. Við mat á árangri meðferðar er því ekki síður horft til þátta eins og líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar virkni einstaklingsins, aukinnar sjálfsbjargargetu og lífsánægju. Meta þarf árangur meðferðar og endurskoða meðferðarúrræði ef þörf krefur (Breivik o.fl., 2008; Scottish Intercollegiate Guidelines Network (SIGN), 2013). Sömu mælitæki og lýst var hér að ofan eru gjarnan notuð við mat á árangri meðferðar. Í töflu 3 er að finna vefslóðir á fagfélög, klínískar leiðbeiningar og gagnlegar síður þar sem finna má upplýsingar um verki og verkjameðferð.
Lokaorð Einstaklingar með langvinna verki leita mikið til heilbrigðisþjónustunnar vegna vanlíðanar og margvíslegara áhrifa verkja á daglegt líf þeirra og störf. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera færir um að meta langvinna verki og áhrif þeirra á einstaklinginn til að geta veitt viðeigandi meðferð og þannig stuðlað að aukinni virkni og betri líðan. Samvinna við einstaklinginn og virk þátttaka hans í meðferð geta stuðlað að betri árangri meðferðar. Heimildir: Anna G. Gunnlaugsdóttir (2006). Hjúkrunarfræðilegt mat á verkjum. Í Helga Jónsdóttir (ritstj.), Frá innsæi til inngripa. Þekkingarþróun í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði (bls. 19-40). Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. Breivik, H., Borchgrevink, P.C., Allen, S.M., Rosseland, L.A., Romundstad, L., Hals, E. K., Kvarstein, G., og Stubhaug, A. (2008). Assessment of pain. British Journal of Anaesthesia, 101(1), 17-24. Breivik, H., Collett, B., Ventafridda, V., Cohen, R., og Gallacher, D. (2006). Survey of chronic pain in Europe: Prevalence, impact on daily life, and treatment. European Journal of Pain, 10(4), 287-333. Finnerup, N.B., Sindrup, S.H., og Jensen, T.S. (2010). The evidence for pharmacological treatment of neuropathic pain. Pain, 150(3), 573-581.
Tafla 3. Vefsíður þar sem finna má gagnlegt efni um verki og verkjameðferð. Fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk
https://www.painedu.org/
Klínískar leiðbeiningar
http://sign.ac.uk/guidelines/fulltext/136/index.html http://rnao.ca/bpg/guidelines/assessment-and-management-pain http://www.americangeriatrics.org/health_care_professionals/clinical_practice/clinical_guidelines_ recommendations/2009/
Verkjafræðafélög
Alþjóðasamtökin um verkjarannsóknir http://www.iasp-pain.org/ Skandinavíska verkjafræðafélagið http://www.sasp.org/ Norska verkjafræðafélagið http://www.norsksmerteforening.no/ Félag bandarískra verkjahjúkrunarfræðinga http://www.aspmn.org/ Bandaríska verkjafræðafélagið http://ampainsoc.org/ Bandarísku samtökin um langvinna verki http://www.thecpa.org Kanadíska verkjafræðafélagið http://www.canadianpainsociety.ca/ Breska verkjafræðafélagið https://www.britishpainsociety.org/
Gunnarsdottir, S., Serlin, R.C., og Ward, S. (2005). Patient-related barriers to pain management: The Icelandic Barriers Questionnaire II. Journal of Pain and Symptom Management, 29(3), 273-285. Gunnarsdottir, S., Ward, S., og Serlin, R. (2010). A population based study of prevalence of pain in Iceland. Scandinavian Journal of Pain, 1, 151-157. Jonsdottir, T., Aspelund, T., Jonsdottir, H., og Gunnarsdottir, S. (2014). The relationship between chronic pain pattern, interference with life and health-related quality of life in a nationwide community sample. Pain Management Nursing, 15(3), 641-651. Jonsdottir, T., Jonsdottir, H., Lindal, E., Oskarsson, G.K., og Gunnarsdottir, S. (í prentun). Predictors for chronic pain-related health care utilization: A cross-sectional nationwide study in Iceland. Health Expectations. DOI: 10.1111/hex.12245.
Marchand, S. (2012). The phenomenon of pain. Seattle: IASP Press. Melzack, R., og Katz, J. (2013). Pain measurement in adult patients. Í S. McMahon, M. Koltzenburg, I. Tracey og D.C. Turk, (ritstj.), Wall og Melzack’s textbook of pain (6. útg., bls. 301-314). Philadelphia: Elsevier Saunders. Merskey, H., Bogduk, N., (ritstj.) and the International Association for the Study of Pain Task Force on Taxonomy (1994). Classification of chronic pain: Descriptions of chronic pain syndromes and definitions of pain terms (2. útg.). Seattle: IASP Press. Pasero, C., og McCaffery, M. (2010). Pain assessment and pharmacologic management. St. Louis: Elsevier Mosby. Scottish Intercollegiate Guidelines Network [SIGN] (2013). Management of chronic pain. A national clinical guideline. SIGN publication no. 136. Edinborg: Scottish Intercollegiate Guidelines Network.
Short, C., og Lynch, M. (2010). Clinical assessment in adult patients. Í M. Lynch, K.D. Craig og P.W.H. Peng, Clinical pain management (bls. 49-63). Chichester: WileyBlackwell. Sigríður Zoëga (2015). Mat á bráðum verkjum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 91(1), 6-9. Sigurður Thorlacius, Sigurjón B. Stefánsson og Stefán Ólafsson (2007). Algengi örorku á Íslandi 1. desember 2005. Læknablaðið, 93(1), 11-41. Turk, D.C., og Theodore, B.R. (2010). Epidemiology and economics of chronic and recurrent pain. Í M. Lynch, K.D. Craig og P.W.H. Peng, Clinical Pain Management (bls. 6-13): Wiley-Blackwell.
Leiðrétting Í greinin um mat á bráðum verkjum í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga var mynd af lóðréttum orða- og tölukvarða (mynd 2). Það gleymdist að taka það fram að þessi kvarði var þýddur og staðfærður hjá Öldrunarþjónustu LSH og notaður með góðfúslegu leyfi Guðrúnar D. Guðmannsdóttur. Kvarðann er hægt er að panta frá birgðastöðinni á Tunguhálsi.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
19
Þorbjörg Árnadóttir
GAMLAR PERLUR
HEILSUVERNDARSTARFSEMI Eftirfarandi grein birtist fyrst í 2. tbl. Hjúkrunarkvennablaðsins 1948. Upphaflega var textinn fluttur í ríkisútvarpinu 6. febrúar 1947 en Þorbjörg Árnadóttir flutti samtals sjö erindi um heilsuvernd og menningarmál í útvarpinu á árunum 1946 til 1949. Greinin hefur hér verið talsvert stytt þannig að hún fjalli aðallega um heilsuverndarstöðina á Henry Street í New York og um heilsuvernd í Seattle í Bandaríkjunum. Þorbjörg vann sjálf á Henry Street 1943-1944 og bjó og starfaði lengi í Seattle. Konur á öllum öldum hafa hlynnt að þeim sjúku. Páll postuli getur um Phebe sem hafi líknað mörgum og einnig sjálfum honum. Á miðöldunum voru það nunnurnar öðrum konum fremur sem líknuðu vanheilum. Það eru þó ekki nema rúm hundruð ár síðan konur af öllum stéttum fóru að leggja stund á hjúkrunarnám. Sem kunnugt er var Florence Nightingale forgöngukona á því sviði. Foreldrar hennar voru enskir og auðugir að fé. Segir svo í ævisögu hennar að þegar á unga aldri hafi hún oft horft upp í gluggana á stórhýsi foreldra sinna og hugleitt það hvernig hægt væri að breyta húsinu í spítala. Á þeim tímum (um 1842) var enginn hjúkrunarkvennaskóli til í Englandi og stundaði því Florence hjúkrunarnám hjá Fliedner presti sem ásamt hinum tveim konum sínum, Friðriku og Karólínu, hafði stofnað hjúkrunarskóla fyrir diakonissur í Kaiserswerth. Eftir að hafa áunnið sér mikla frægð fyrir líknarstarfsemi sína meðal hermanna í Krímstríðinu veturinn 1854-55 stofnaði Florence Nightingale hjúkrunar kvenna skóla við St. Thomasspítalann í London. Fyrir síðari heimsstyrjöld kom ég á St. Thomasspítalann og sá stofu þá sem helguð er minjagripum hins látna braut ryðjanda hjúkrunarkvennanna. Hjúkrunar konan, sem sýndi mér spítalann, skýrði mér frá því að oftar en einu sinni hefði
20
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
Þorbjörg Árnadóttir.
það komið fyrir sig að sér hefði fundist svipur Florence Nightingale líða um sjúkrastofurnar á þessum gamla spítala, sem hún átti svo mikil ítök í í lifanda lífi. Árið 1859 aðstoðaði Florence Nightingale William Rathbone í Liverpool í Englandi við það að stofna fyrsta Heimilis vitjanafélagið. Félag þetta réði til sín eina hjúkrunarkonu til þess að vitja hinna sjúku í heimahúsum. Í fyrsta ætlaði þessi hjúkrunarkona að gefast upp við starfið, en hún var hvött til þess að halda áfram og eftir eitt ár voru heimilisvitjanahjúkrun arkonurnar á vegum félagsins orðnar 25 að tölu. Það kom fljótlega í ljós að hjúkrunarkonur sem vitjuðu sjúkra í heimahúsum þurftu á víðtækari þekkingu að halda en almennri
hjúkrunarmenntun. Viðfangsefnin og vandamálin voru mörg og það var augljóst að jafnframt því sem hjúkrunarkonan hjúkraði þeim sjúku þá var þörf á því að hún kenndi fjölskyldunum hreinlæti og skynsamlega lifnaðarháttu. Einnig veittu læknar því eftirtekt að sjúklingar, sem leituðu sér lækninga á ýmiskonar hjálparstöðvum, þurftu leiðbeininga með í heimahúsum og til þess að annast slíkar leiðbeiningar var enginn betur fallinn en heimilisvitjanahjúkrunarkonan. Árið 1887 var því stofnað félag í Englandi í þeim tilgangi að búa hjúkrunarkonur sem vitjuðu sjúkra í heimahúsum undir starf þeirra. Í Bandaríkjunum stofnaði Lillian Wald, hjúkrunarkona, Henry Street-hjúkrunar félagið í New York-borg árið 1893. Ásamt vinkonu sinni valdi Lillian sér bústað í einu af verstu skuggahverfum borgarinnar þar sem snauðir, ómenntaðir innflytjendur frá ýmsum löndum höfðu leitað sér athvarfs. Margt af þessu fólki kunni ekki ensku og átti erfitt með að bjarga sér á ýmsan hátt. Jafnframt því sem þær stöllur vitjuðu hinna sjúku, í þessu fátækrahverfi, leituðust þær við að leiðbeina fjölskyldunum með hin margvíslegu vandamál þeirra og varð því hús þeirra Lillian Wald í Henry Street nokkurs konar skóli fyrir þessa öreiga sem strandað höfðu í hinni miklu borg. Þetta brautryðjendastarf óx í sífellu og varð umfangsmikið, ekki aðeins á hjúkrunarsviði, heldur og á þjóðfélagslega sviðinu.
Bandaríkjamenn hafa lagt mikið fé og orku til margvíslegrar heilsuverndarstarfsemi og sérstaklega telja þeir sér til tekna nútíma heilsuverndarhjúkrunarkonuna og álíta þeir sig brautryðjendur á því sviði heilsuverndarinnar og hafa hjúkrunarkonur margra þjóða sótt framhaldsnám í heilsuvernd í Bandaríkjunum. Fyrsta heilsuverndarhjúkrunarfélagið í Bandaríkjunum var stofnað í Boston árið 1886 og var þá nefnt Félag kennslu heimilishjúkrunarkvenna. Árið 1906 setti félag þetta á stofn námskeið fyrir heilsu verndarhjúkrunarkonur og skömmu síðar innleiddi Columbiaháskólinn í New York samskonar námskeið. Námskeiðum þessum hefur sífellt farið fjölgandi og nú er svo komið í Bandarríkjunum að krafist
er af öllum hjúkrunarkonum sem gegna vilja heilsuverndarstörfum að þær hafi lokið eins til tveggja ára háskólanámi í heilsuvernd, að afloknu hjúkrunarnámi. Til frekari útskýringar á fyrirkomulagi nútíma heilsuverndarstarfsemi vil ég lýsa í aðaldráttum skipulagningu heilsuverndar starfanna í bænum Seattle, Washington, sem telur hálfa milljón íbúa. Þangað til árið 1943 störfuðu heilsu verndar hjúkrunarkonurnar þar í bæ í sérdeildum og sumar á vegum einkafélaga. Ung barnav erndarh júkrunark onurnar sinntu aðeins ungbörnum, höfðu sína eigin skrifstofu og stöðvar. Berkla v arnar hjúkrunarkonurnar önnuðust berklavarnir eingöngu og svo framvegis. Í lok ársins 1943 voru öll þessi störf sameinuð
og innlimuð í heilsu verndarstarfsemi bæjarins að meðtaldri hjúkrahjúkrun, sem einkafélag hafði annast allt að þessu. Bærinn bar þó eigi allan kostnaðinn í byrjun, heldur naut hjúkrunarstarfsemin aðstoðar frá einkafélaginu, sem annast hafði sjúkrahjúkrunina, og konur þær sem í þessu félagi voru, leystu af hendi ýmiskonar sjálfboðavinnu við heilsuverndarstarfsemina. Einnig naut starfsemin opinberra styrkja. Búist er við að í framtíðinni muni bærinn annast rekstur starfseminnar á sinn kostnað, með aðstoð opinberra styrkja og á slíkt fyrirkomulag sér stað í sumum bæjum. Við breytinguna var bænum skipt í hverfi og annast hver hjúkrunarkona allar greinar heilsuverndarinnar í sínu hverfi, svo sem ungbarnavernd, berklavarnir, andlega heilsuvernd, farsóttir, sjúkrahjúkrun og svo framvegis. Fyrir hverju hverfi er svo yfirhjúkrunarkona eða deildarstjóri, sem annast eftirlit með störfum hjúkrunarkvennanna, og leiðbeinir þeim með vandamál þau sem fyrir kunna að koma á heimilunum. Í hverju hverfi er skrifstofa þar sem hjúkrunarkonurnar mæta á morgnana og ljúka skýrslum sínum fyrir daginn næst á undan, og skipuleggja verk sitt fyrir komandi dag, með aðstoð deildarstjóra. Skýrslur hjúkrunarkvennanna eru mikill þáttur í heilsu v erndarstarfseminni. Skrif stofu stúlkur annast síma, röðun á skýrslum og önnur skrifstofustörf undir umsjón deildarstjóra. Í hverju hverfi eru ein eða fleiri ungbarna verndarstöðvar, svo mæðurnar þurfa ekki að fara langar leiðir með ungbörnin. En í miðbænum er aðalheilsuverndarbyggingin og í henni eru stöðvar fyrir hinar ýmsu greinar heilsu verndarinnar, svo sem berklavarnastöð,
Góðgerðarstarfsemi síðan 1893 Henry Street Settlement, sem talað er um í greininni, er enn þá til og sinnir hinum ýmsu góðgerðarstörfum. Fyrir utan heilbrigðisþjónustu eru verkefni um starfsþjálfun, ýmsan stuðning við eldri borgara, gistiskýli fyrir heimilislausa og menningarstarfsemi og listsköpun fyrir börn. Starfsemin er í mörgum húsum á Lower East Side í New York-borg og starfsmenn eru nú um 450 í fastri vinnu og álíka margir í tímabundinni verkefnavinnu. Til fróðleiks má nefna að fyrsti skólahjúkrunarfræðingur New York-borgar hlaut laun sín frá Henry Street-stofnuninni í upphafi 1902. Þegar fram líðu stundir ákvað borgin að ráða fleiri skólahjúkrunarfræðinga. Heimahjúkrun stofnunarinnar færðist til borgarinnar 1944, um það leyti sem Þorbjörg Árnadóttir starfaði þar.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
21
ungbarnaverndarstöð, kynsjúkdómastöð og svo framvegis. Einnig er þar röntgen deild, rannsóknar s tofur, lyfjastofa og fleiri. Í sumum stórborgum, eins og til dæmis New York, eru svokallaðar heilsu miðstöðvar í mörgum hverfum bæjarins. Í þessum heilsumiðstöðvum (Health Centers) eru stöðvar fyrir hinar ýmsu greinar heilsuverndarinnar, þar á meðal heyrnarhjálp og augnskoðun. Í Seattle og flestum stærri bæjum er heilsuverndarstarfseminni þannig háttað að læknir sem hefir sérmenntun í heilsu vernd er forstjóri starfseminnar. En auk þess starfa margir læknar við hinar ýmsu sérgreinar, svo sem farsóttir, berklavarnir, kynsjúkdóma, ungbarnavernd og svo fram v egis og eru læknar þessir sér fræðingar hver í sinni grein. Þau skilyrði eru gerð að hjúkrunarkonur þær sem fyrir deildum standa hafi lokið háskólaprófi með BS- eða BA-skírteini. Hjúkrunarkonur þær sem starfað höfðu fyrir bæinn í mörg ár í hinum ýmsu sérgreinum, og sem höfðu lokið námi í almennri heilsuvernd en höfðu ekki
BS- eða BA-skírteini, gátu ekki fengið deildarstjórastöðu nema þær lykju slíku prófi. Þá má geta þess að nemar frá hjúkrunar kvennaskólum fá tækifæri til þess að kynnast heilsuverndarstarfseminni og vitja þær í heimahúsum með heilsu verndarkonunum um sex vikna skeið, jafnframt því sem þær fá munnlega tilsögn frá deildarstjórum og kennara sem annast eftirlit með þeim. Einnig fá þær hjúkrunarkonur sem stunda framhalds n ám í heilsuvernd verklega þekkingu sínu með því að vinna með þeim heilsuverndarhjúkrunarkonum sem í bæjum og sveitum starfa. Slík sameining á öllum greinum heilsu verndarinnar, sem lýst hefur verið hér að framan, virðist að mörgu leyti heppileg og vera til sparnaðar á margan hátt. Það sem heilsuverndarhjúkrunarkonurnar hafa aðallega fundið að þessu fyrirkomulagi er það, að þegar farsóttir eða aðrir sjúkdómar geisa verða önnur heilsuverndarstörf, svo sem ungbarnavernd, berklavarnir og svo framvegis, látin sitja á hakanum þar sem
vinnukraftur er lítill því að sjúkrahjúkrunin tekur þá svo mikinn tíma. En úr þessu má bæta með því að hafa nógu margar hjúkrunarkonur. Á stríðsárunum þegar mikill skortur var á hjúkrunarliði voru hjálparstúlkur víða notaðar bæði á sjúkrahúsum og við bæjarhjúkrun. Við Henry Street-heilsuverndarfélagið í New York-borg störfuðu til dæmis hjálpar stúlkur, sem lokið höfðu ársnámi í almennri hjúkrun á sjúkrahúsi. Vitjuðu hjálparstúlkur þessar fullorðins fólks, með langvinna sjúkdóma, sem þarfnaðist hreinlætisbaða og einfaldrar hjúkrunar. En heilsuverndarhjúkrunarkonurnar fylgdust með störfum hjálparkvennanna og heimsóttu sjúklinga þeirra með vissu millibili. Það sýndi sig á þessu tímabili að konur þær sem lært höfðu heimahjúkrun voru miklu öruggari og sjálfstæðari þegar sjúkdóma bar að höndum en hinar sem enga hjúkrun höfðu kynnt sér. Var því mikið auðveldara að kenna hinum fyrrnefndu meðferð sjúklinga í heimahúsum og sparaði það oft heilsuverndarkonunum mikið ómak.
Nýsköpunarstyrkur fyrir tölvuleik um verkjameðferð Brynja Ingadóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi, fékk í mars sl. nýsköpunarstyrk Landspítalans fyrir verkefni sem fjallar um að búa til og prófa gagnvirkan kennsluleik um verkjameðferð fyrir skurðsjúklinga. Styrkurinn nemur þremur milljónum króna. Brynja Ingadóttir stundar nú doktorsnám við háskólanum í Linköping í Svíþjóð. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur, hjúkrunardeildarstjóri og sérfræðingur í hjúkrun á skurðlækningasviði Landspítala frá 1991 og verið stundar kennari við hjúkrunarfræðideild HÍ síðan 2009. Rannsóknir hennar hafa undanfarið snúist um sjúklingafræðslu.
22
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
Tölvuleikurinn er hluti af útskriftarfræðslu skurðsjúklinga eftir aðgerð á Landspítala. Í leiknum læra þeir hvað getur gerst miðað við ákvarðanir þeirra um að taka verkjalyf eða fá aðra meðferð við verkjum. Leikurinn er til í frumútgáfu en til stendur að bæta hann með aðstoð fagmanna og notenda. Einnig verður nytsemi leiksins rannsökuð. Samstarfsaðilar Brynju eru dr. Sigríður Zoëga og Katrín Blöndal, báðar sérfræðingar í hjúkrun á Landspítala, dr. Hannes Högni Vilhjálmsson og dr. David Thue, báðir við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, og Tiny Jaarsma og dr. Pierangelo dell’Acqua, báðir við háskólann í Linköping.
NÁM Í SVÆFINGAHJÚKRUN HLÝTUR ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNINGU Diplómanámið í svæfingahjúkrun við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hlaut í október 2014 vottun Alþjóðasamtaka svæfingahjúkrunarfræðinga (International Federation of Nurse Anesthetists, IFNA). Samtökin mátu það svo að námið uppfyllti æðstu menntunar kröfur og staðla sem samtökin gera til aðildarfélaga sinna. Aðildarfélög samtakanna eru 40 talsins frá Norðurlöndunum, Evrópu, Bandaríkjunum, Asíu og Afríku.
Eitt af meginmarkmiðum IFNA er að efla gæði menntunar á sviði svæfingahjúkrunar í heiminum og hámarka þannig öryggi sjúklinga sem þurfa að fara í svæfingu eða deyfingu. Fulltrúar IFNA komu hingað til lands á lokastigum matsferlisins til úttektar á aðstæðum og funduðu með þeim hjá hjúkrunarfræðideild og Landspítala-Háskóla sjúkrahúsi sem taka þátt í stjórn, kennslu og skipulagningu námsins. Vottunin gildir í 5 ár og verður endurskoðuð í október 2019.
Í námsnefnd um diplómanám í svæfingahjúkrun eru Herdís Sveinsdóttir, Lára Borg Ásmundsdóttir og Þórunn Scheving Elíasdóttir og hefur nefndin umsjón með náminu. Diplómanám í svæfingahjúkrun hefst næst á vorönn 2016 og verður einungis hægt að taka við takmörkuðum fjölda umsækjenda í samræmi við getu sjúkrahúsa til að taka á móti nemendum í klínískt nám. Umsóknarfrestur er til 15. október 2015.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
23
Brynja Örlygsdóttir, Helga Jónsdóttir, Herdís Sveinsdóttir og Þóra Jenný Gunnarsdóttir, thoraj@hi.is.
NÝJAR ÁHERSLUR Í GRUNNNÁMI VIÐ HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS Gæði hjúkrunarfræðináms og framþróun þess eru stöðugt viðfangsefni hjúkrunarfræðideildar. Í því skyni þarf að endurskoða reglulega námskrár í heild sinni. Slík vinna hefur verið í gangi við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (HÍ) undanfarin misseri og verður hér gerð grein fyrir breytingum á námskrá í grunnnámi og inntökuskilyrðum í deildina.
og að nemendur öðlist þekkingu og færni til að veita einstaklings hæfða hjúkrun í þver faglegu samstarfi. Við endur skoðun nám skrárinnar hefur þannig verið lögð áhersla á að menntun hjúkrunarfræðinga endurspegli kall alþjóðasamfélagsins um meiri áherslu á ofangreinda þætti. Í nýrri námskrá er lögð áhersla á: • gagnrýna hugsun og sjálfstæði • rannsóknir, gagnreynda þekkingu og vinnubrögð • samþættingu grunngreina og hjúkrunargreina • heilsugæslu og heilsuvernd • langveika og heimahjúkrun • undirbúning nemenda í hermi • vinnuálag nemenda.
Við endurskoðun námsins var tekið mið af þeim breytingum sem orðið hafa í samfélaginu, bæði hér á landi og erlendis. Skoðaðar voru skýrslur um hjúkrunarnám hérlendis og fyrirkomulag þess ásamt úttektum og ályktunum um framtíðarfyrirkomulag heilbrigðisþjónustunnar (Námsnefnd Hjúkrunarfræðideildar HÍ, 2013). Horft var til þess að öldruðum og langveikum fer fjölgandi (Velferðarráðuneytið, 2012) auk þess að kostnaðarvitund hefur aukist og meiri kröfur eru um að veita heilbrigðisþjónustu úti í samfélaginu fremur en á sjúkrastofnunum. Sérstök áhersla var lögð á að efla þann þátt námsins sem fjallar um færni í hjúkrun bráðveikra, langveikra og aldraðra ásamt
24
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
heimahjúkrun og heilsuvernd. Þessi svið hjúkrunar hafa stækkað og brýn nauðsyn er á að koma betur til móts við auknar þarfir á þessum sviðum. Einnig hafa framfarir í meðferð, flókinn tækjabúnaður, auknar kröfur um gæði og öryggi sjúklinga og kröfur um hagkvæmni haft í för með sér sérhæfðari meðferð sjúklinga og flóknari viðfangsefni hjúkrunarfræðinga. Þjálfun í klínískri ákvarðanatöku og efling siðferðilegrar dómgreindar hefur fengið aukið vægi. Þannig miðar klíníska kennslan að því að nemendur þroskist og nái hæfni sem verðandi hjúkrunarfræðingar til að starfa við flóknar, fjölþættar og breytilegar aðstæður (Benner o.fl., 2010). Þá er ónefnd sú aukna áhersla sem lögð er á upplýsingatækni og gagnreynda þekkingu
Ásamt því að endurskoða innihald nám skrárinnar er lögð áhersla á að jafna vinnuálag nemenda í námskeiðum þar sem vinnuframlag, sem liggur að baki hverri ECTS-einingu, hefur verið skilgreint. Kerfisbundið eftirlit með innihaldi og gæðum náms verður innleitt samhliða, og skipaðir hafa verið tveir kennslustjórar sem munu skipta með sér starfinu næstu 5 árin. Þeir eiga að hafa eftirlit með gæðum allra námskeiða og námsins í heild. Hluti af því að tryggja gæði er að öll námskeið í deildinni séu í umsjón fastráðinna kennara. Yfirlitsmynd yfir grunnnám í hjúkrunarfræði við HÍ samkvæmt nýrri námskrá má sjá á meðfylgjandi mynd. Gert er ráð fyrir að hluti af námi til BS-prófs verði metinn til meistaraprófs og með því styttist það nám umtalsvert. Vænta má niðurstöðu þeirrar vinnu seinna á árinu.
Námskrá í hjúkrunarfræði HÍ frá haustönn 2015.
Inntökuskilyrði – aðgangspróf Í meira en tvo áratugi hefur takmarkaður fjöldi nemanda við hjúkrunarfræðideild HÍ getað haldið áfram námi við deildina eftir að hafa þreytt samkeppnispróf eftir fyrsta misserið (numerus clausus eða klásus eins og samkeppnisprófin eru kölluð í daglegu tali). Þessi aðferð við val á nemendum til náms hefur verið gagnrýnd með þeim rökum að tími ungs fólks nýtist illa, auk streitu og álags sem samkeppnisprófum fylgir. Heill vetur getur farið forgörðum, haustmisseri notað í nám sem reynist blindgata og erfitt getur verið að hefja nýtt nám á vormisseri. Því var ákveðið að endurskoða inntöku nemenda við hjúkrunarfræðideildina samfara breytingum á námskrá. Skoðaðar voru nokkrar leiðir til þess en niðurstaðan var að nýta aðgangspróf (A-próf) við inntöku nemenda frá haustmisseri 2015 og feta þannig í fótspor nokkurra annarra deilda innan HÍ. A-prófin eru samin með hliðsjón af færniþáttum námskrár framhaldsskólanna og eru byggð á erlendum fyrirmyndum og er þannig ætlað að spá fyrir um getu nemenda til háskólanáms. Prófað er í fimm þáttum: upplýsinganotkun,
málfærni, lesskilningi, ensku, stærðum og reiknanleika og hægt er að sjá sýnidæmi úr öllum prófþáttunum á vefsíðu HÍ (Háskóli Íslands, 2015a). Frammistaða nemenda á A-prófinu mun gilda 70% og meðaleinkunn á stúdentsprófi í íslensku, ensku og stærðfræði 30% (Háskóli Íslands, 2015b). Hjúkrunarfræðideildin verður tilbúin að taka á móti þeim 100 nemendum haustið 2015 sem standa best að vígi af umsækjendum. Með þessu fyrirkomulagi vita nemendur strax í sumar hvort þeir hafa fengið inngöngu í Hjúkrunarfræðideild og mun því létta á óvissunni og streitunni sem samkeppnisprófunum hefur fylgt auk þess sem kennsluhættir í nýrri námskrá miða að persónulegri kennslu í minni hópum. Heimilt er samkvæmt reglum HÍ að halda A-próf tvisvar á ári og þetta árið verður það haldið 21. mars og 12. júní. Búið er að opna skráningu fyrir báða prófdagana, en henni lauk 13. mars fyrir fyrra prófið og lýkur 5. júní fyrir seinna prófið. Hins vegar skal það tekið fram að nauðsynlegt er að vera með stúdentspróf þegar sótt er um sjálft hjúkrunarnámið og
lýkur þar skráningu 5. júní. Prófin gilda í 11 mánuði eftir að þau eru tekin og hægt verður að nýta þau við skráningu í aðrar deildir skólans sem nota A-prófið við inntöku nemenda. Próftíminn er samtals 3,5 klukkustundir og er kostnaður við að þreyta prófið enginn þetta árið þó það geti breyst þegar fram líða stundir. Nánari upplýsingar um námið og inntökuskilyrði í Hjúkrunarfræðideild HÍ má sjá á www. hjukrun.hi.is og upplýsingar um A-prófin á http://www.hi.is/a_prof.
Heimildir Benner, P., Sutphen, M., Leonard, V., og Day, L. (2010). Educating nurses: A call for radical transformation. San Fransisco: Jossey-Bass on behalf of The Carnegie Foundation for the Advancement of Teaching. Háskóli Íslands (2015a). A-próf. Sótt á http:// www.hi.is/a_prof. Háskóli Íslands (2015b). Inntökuskilyrði Hjúkrunarfræðideildar HÍ. Sótt á http://www. hi.is/hjukrunarfraedideild/inntokuskilyrdi. Námsnefnd Hjúkrunarfræðideildar HÍ, 201213 (2013). Greinargerð námsnefndar um tillögur að breytingu námskrár í grunnnámi í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Reykjavík: Hjúkrunarfræðideild HÍ. Velferðarráðuneytið (2012). Velferðarstefna. Heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Reykjavík: Velferðarráðuneytið.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
25
Ólafía Jónsdóttir, Sigríður Eiríksdóttir og Kristjana Guðmundsdóttir
GAMLAR PERLUR
HVAÐ SKAL KALLA HJÚKRUNARKONUNA? Fyrir um 90 árum var rætt innan hjúkrunarstéttarinnar hvernig ætti að ávarpa hjúkrunar konur, með fröken eða með systir. Hér má lesa nokkur innlegg í umræðuna en þau birtust í 1. og 3. tbl. Tímarits Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna 1926. Virðast allar hafa verið sammála um að breyta úr fröken í systir. Reyndar ber lítið á umræðu um málið í framhaldinu og ekki er vitað hvort nýja nafnið var notað í einhverjum mæli. Í fundargerðum á næstu árum eru félagskonur íðulega titlaðar ungfrúr. Fjörutíu árum seinna rifjar Sigríður Eiríksdóttir upp að um þetta leyti hafi margar hjúkrunarkonur hallast að systranafninu. Viðhorfið var þá að hjúkrun ætti að inna af hendi af fornfýsi í anda kristindómsins og á meginlandi Evrópu voru hjúkrunarkonur iðulega nunnur.
Ólafía Jónsdóttir var fædd 1885 á Bústöðum á Seltjarnarnesi og lauk hjúkrunarnámi við Diakonissuhúsið Lovisenberg í Ósló 1919. Hún hefur því þekkt diakonissustarfið frá fyrstu hendi.
Kæru félags- og starfssystur! Mig hefur lengi langað til að bera upp við ykkur málefni, sem mér hefur legið á hjarta, það er sem sagt titill okkar hvort við ættum ekki að leggja niður „frökenar“ titilinn, en taka í þess stað upp systurtitilinn. Þótt orðið „fröken“ sé notað í daglegu tali almennt, finnst mér ekki rétt viðeigandi að nefna hjúkrunarkonu þannig. Með frændþjóðum okkar, Norðmönnum og Svíum, er systurtitillinn notaður yfir allar hjúkrunarkonur, og finnst mér við geta lært af þeim í því efni sem svo mörgu öðru.
26
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
Til dæmis í Noregi eru allar hjúkrunar konur ávarpaðar og ritaðar systur og á það víst rót sína að rekja til fyrstu hjúkrunarstarfsemi Noregs, sem byggðist á kristi l egum grundvelli, nefnilega Diakonissustarfinu. Árið 1918 var haldið 50 ára afmæli þeirrar starfsemi í Noregi.
hjúkrunarkonur víðsvegar í sjúkrahúsum og í söfnuðum um endilangan Noreg. Síðan þessi starfsemi hófst í Noregi, hafa risið þar upp ýmis félög, sem starfa að námi hjúkrunarkvenna, og öllum er þeim það sameiginlegt, að nefna hjúkrunarkonur sínar systur.
Ég ætla ekki að rekja sögu þeirrar starfsemi hér að sinni, en aðeins lauslega minnast á, að stofnandi og forstöðukona Diakonissuhússins í Osló var prestdóttirin Catinka Guldberg. Hún fór ung til Þýskalands og lærði þar hjúkrunarstörf við Diakonissuhúsið í Kaiserswerth, við það sama hús, sem Florence Nightingale lærði, sem við heyrðum svo ágætan fyrirlestur um nýlega.
Það eru til dæmis Ullevoldssystur, For bundssystur, Sanitetssystur, Medodista systur, Rauðakross-systur, og öll hafa þessi félög sinn eigin hjúkrunar kvennabúning.
Það væri efni í langt erindi, að skrifa um Catinka Guldberg, hvernig hún byrjaði starfsemi sína með tvær hendur tómar, en með það óbifanlega traust til guðs og bæn til hans um að starfið mætti blessast og verða honum til dýrðar. Traust hennar varð heldur ekki til skammar. Hún lifði það, að sjá ríkulega ávexti af starfi sínu, en hún þakkaði sér það ekki, heldur guði sem blessaði það og notaði konu sem verkfæri sitt. Hún dó í hárri elli 1919. Diakonissuhúsið í Noregi stendur enn með vaxandi blóma og telur 5-6 hundruð diakonissur. Þær eru starfandi
Nafnið systir bendir okkur hjúkrunarkonum ósjálfrátt á, að við stöndum í svo nánu sambandi hver við aðra og eigum að starfa að því sameiginlega að hjálpa hver annari, til að ná sem bestu fullkomnun í starfi bæði verklega og andlega, en varast alt það sem gæti sett blett á okkar göfuga starf. Og ef einhverri okkar yrði eitthvað á í þessum efnum, þá fyndum við allar sameiginlega til þess og ynnum allar sameiginlega að því, að bæta fyrir það og varast að það endurtaki sig. Með öðrum orðum, það glæddi ábyrgðartilfinningu okkar hver fyrir annari. Umfram alt verður öll hjúkrunarstarfsemi að byggjast á kristilegum grundvelli, því hjúkrunar starfið er einn af fegurstu ávöxtum kristindómsins, þar sem er unnið í kristindómsins anda. Til þess að
Sigríður Eiríksdóttir fæddist 1894 og lauk hjúkrunarnámi frá Kommunehospitalet í Kaupmannahöfn í október 1921, mánuði á undan Kristjönu Guðmundsdóttur. Hún var formaður hjúkrunarfélagsins 1924-1960 og lengi í ritstjórn blaðsins.
Með örfáum orðum vil ég minnast á titilbreytingu okkar hjúkrunarkvenna sem gerð var að umtalsefni á síðasta fundi okkar, sem sé, að við verðum nefndar „systur“ í stað „fröken“. Málinu var vísað til umræðu, og samþykktar á næsta félagsfundi, þar eð margar voru farnar af fundinum.
það geti verið, þarf að veita hjúkrunar nemendum fræðslu í því efni, jafnframt verklegri fræðslu. Gagnvart sjúklingnum sjálfum er það ólíkt þægilegra fyrir hann að segja systir en „fröken“ við hjúkrunarkonu sína. Við hjúkrunarkonur þekkjum það allar svo vel, að sjúklingar á sjúkrahúsum eru oftast sumir að mestu aðrir að öllu leyti sviftir samveru með nánustu ættingjum og vinum, og þá verður það að sjálfsögðu hjúkrunarkonan, sem stendur þeim næst og verður hún þá oft að geta komið sjúklingnum til hjálpar á andlegan hátt jafnframt og líkamlegan. Það var eitt sinn er hjúkrunarkonan kom inn í sjúkraherbergi. Þar lá sjúkur maður. Hann vissi að sjúkdómur sinn myndi leiða hann til dauða. Þegar hjúkrunarkonan gekk að rúmi hans, greip hann hönd
Það er mín innileg ósk til þjóðar minnar, að hún á komandi árum mætti eignast stóran flokk af trúuðum og vel menntuðum hjúkrunarsystrum. Það myndi verða þjóð okkar til ómetanlegrar blessunar.
Mér hefur virst vera mikil samúð með þessari breytingu og styð ég þar algerlega grein Ólafiu Jónsdóttur frá Bústöðum, sem birt er hér að framan, enda er „systur“ fegursta nafnið sem við getum valið okkur og á best við starf okkar. Almenningur á oft erfitt að gefa okkur nöfn, bæði í viðtali og umtali, ég hef heyrt okkur nefndar ýmsum broslegum nöfnum, svo sem „baksturskonu“, „hjúkrunarlækna“ og „frú“ auðvitað oft eins og „fröken“. Á þeim tveim titlum er afarmikið vilst. „Fröken“ er erlent orð og hljómar æfinlega illa í eyrum mínum hjá sjúklingum, sem varla kunna að nota orðið, en vilja þó sýna okkur alla kurteisi. Látum okkur taka upp systurnafnið, það verður eðlilegt hverri manneskju að nefna okkur því nafni og enginn misskilningur þarf að eiga sér stað. Við eigum ekki að vera „frúr“ eða „frökenar“ í starfi okkar, við eigum að vera systur þeirra sjúku og aðþrengdu, sem okkur hefur verið falið að hjálpa og létta byrðirnar fyrir.
Ólafía Jónsdóttir frá Bústöðum.
Sigríður Eirikss.
hennar og leit alvarlega í augu hennar og sagði: „Það eruð þér, systir, sem ætlið að fylgja mér á fljótinu.“ Systirin varð mjög hrærð, hún fann á þeirri stundu hátign köllunar sinnar og þá miklu ábyrgð, sem henni fylgdi. Þess var vænst af henni að halda ljósinu lifandi á hinni byrjuðu leið yfir hið dimma fljót. En það er aðeins eitt ljós, sem ekki slokknar í þeim kalda vindi við þá strönd. Jesú vitnisburður, orðið um hann sem dó fyrir okkur.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
27
stétt vora, ef systur-nafnið nær fram að ganga. Vart geta verið skiftar skoðanir um, að sjálfsagt sé að taka það á stefnu skrá vora og vinna af öllum mætti þar að lútandi.
Kristjana Guðmundsdóttir var fædd 1891, útskrifaðist frá Kommunehospitalet í Kaupmanna höfn 1921 og var 1926-27 yfirhjúkrunarkona á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Á þessum tíma var hún einnig í ritstjórn blaðsins. Hún starfaði talsvert í Hollandi, Belgíu og Frakklandi en sneri heim við upphaf stríðs 1939 og vann við skólahjúkrun og heilsuvernd í Vestmannaeyjum til dauðadags 1953.
Öllum hjúkrunarkonum hlýtur að vera ljóst, hve mikið gleðiefni það er fyrir
Vafalaust nær það á skömmum tíma almennri hylli, veiku fólki lætur miklu léttara að kalla á systurina heldur en „Frökenina“, íslenska orðið ungfrú kemur sjaldan til greina í daglegu tali, margir geta ekki felt sig við það, enda er það bæði stirt og leiðinlegt. Mér virðist næsta hjákátlegt að ávarpa t.d. hjúkrunarkonu um fimtugt með orðinu ungfrú. Víðasthvar erlendis eru hjúkrunarkonur jafnan nefndar systur og dettur engum í hug að ávarpa þær með öðrum hætti innan sjúkrahússins. Öðru máli er að gegna er þær klæðast einkabúningi sínum og ekki bera nein ytri tákn hjúkrunarstarfsemi sinnar.
Einmitt systur-nafnið setur hinn fagra og göfuga blæ yfir starf hjúkrunarkonunnar – líknarstarfið – fegursta starfið sem kona getur tekist á hendur, ef rétt er með farið. Með orðinu systir fær hjúkrunarkonan einskonar sérstöðu í vitund almennings, og er það vel farið, enda hefðu ekki allar stórþjóðir Evrópu valið hjúkrunarkonum sínum þetta heiti, ef það hefði ekki haft eitthvað til síns ágætis. Hjá erlendum sjómönnum hér á sjúkrahúsinu, er ég ávalt hjúkrunarsystirin og kemur þeim aldrei til hugar að ávarpa mig öðruvísi, virðist mér það vera sú nafnbót, sem nátengdust er starfi mínu og að öllu leyti hin ákjósanlegasta. Vestmannaeyjum 15/6 ´26. Kristjana Guðmundsdóttir.
ALVARLEG ATVIK
Ofskammtur af hjartalyfi Næst var gefinn réttur skammtur eða 10 mg en stuttu seinna fékk sjúklingurinn berkju krampa og hætti að anda. Hann var þá settur í öndunarvél og fékk meðferð við eitrunar áhrifum adenósíns. Í fram haldinu fékk hann lungnabólgu og blóðeitrun en jafnaði sig á nokkrum vikum. Sjúkrahúsið tilkynnti atvikið til Inspektionen för vård och omsorg, stofnunarinnar sem sinnir eftirliti með heilbrigðisstarfsmönnum. Í tilkynningunni kom fram hvað sjúkrahúsið hefði gert til þess að koma í veg fyrir að svipuð mistök ættu sér stað aftur: Í janúar sl. fékk sjúklingur í Svíþjóð hjartalyfið adenósín í æð við hjartsláttartruflun. Þrátt fyrir að ástandið væri ekki brátt gaf læknir munnleg fyrirmæli. Sjúklingurinn átti fyrst að fá 5 mg og svo 10 mg aðeins seinna. Á deildinni voru bara til 10 ml lyfjaglös með 5 mg/ml. Hjúkrunarfræðingurinn notaði ekki lyfjahandbók deildarinnar um gjöf adenósíns heldur gaf fyrir mistök 5 ml, sem sagt 25 mg eða fimm sinnum meira en mælt var fyrir um.
28
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
• Nú orðið eru einungis til tveggja millilítra lyfjaglös af adenósíni á deildinni. • Í vinnslu er gátlisti fyrir fyrirmæli og undirskrift við gjöf adenósíns. • Til skoðunar er að breyta skráningu við adenósíngjöf í rafrænu sjúkraskránni. • Eftirlitsstofnunin taldi þessar aðgerðir viðunandi og gerði ekki athugasemd við vinnubrögð hjúkrunarfræðingsins.
Nanna Ingibjörg Viðarsdóttir, nanna@landlaeknir.is
ÁHRIF VAKTAVINNU Á HEILSU OG LÍÐAN Flestir hjúkrunarfræðingar hafa reynslu af vaktavinnu og hafa fundið fyrir því hvað hún getur verið erfið. Nú liggja fyrir margar rannsóknir um afleiðingar hennar. Kominn er tími til að taka tillit til þeirra og gera störf í heilbrigðiskerfinu heilbrigðari.
Jafnvægi vinnu og einkalífs verður sífellt umfangsmeira viðfangsefni í iðnvæddum ríkjum. Fjöldi starfsmanna innan þessara ríkja er óánægður með vinnutíma sinn og finnur til of mikils álags sem getur leitt til heilsufarsvanda. Starfsmenn í vaktavinnu finna oft fyrir svefnleysi auk þess sem heila- og líkamsstarfsemi er hægari á nóttunni og saman geta þessi atriði ýtt undir þreytu og syfju (Boivin o.fl., 2007). Þreyta skerðir einbeitingu hvers manns og eykur þar með hættu á slysum og mistökum og slíkt getur
verið hættulegt fyrir starfsmanninn og almenning sömuleiðis. Stjórnvöld hafa staðfest að erfiðleikar tengdir vaktavinnu séu ekki bundnir við starfs fólk heldur séu þeir að auki kostnaðar samir fyrir fyrirtæki. Framleiðni minnkar oft, veikindadögum fjölgar og starfs mannavelta eykst (VandenHeuvel og Wooden, 1995). Þetta endurspeglar umræðu um hugsanlega skaðsemi þess að vinna of langan vinnudag. Vinnufyrir komulag getur haft mikil áhrif á heimilishald
fjölskyldna (Brannen, 2005). Einnig hefur vinna um helgar og vaktavinna þau áhrif að starfsfólk verður frekar andlega örmagna, finnur til streitu á vinnustað, sálrænna og líkamlegra einkenna heldur en þeir sem eiga frí um helgar (Jamal, 2004).
Áhrif á heilsufar Vaktavinna getur haft í för með sér sálfræði leg og heilsufarsleg vandamál ásamt erfiðleikum tengdum félagslegri aðlögun vegna truflunar á líkamsklukku
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
29
og svefn- og matarvenjum (Akerstedt, 1990; Bohle og Tilley, 1989; Czeisler o.fl., 1982). Ný langtímarannsókn Marquié o.fl. (2014) sýndi einnig tengsl vaktavinnu og vitsmunaskerðingar. Þeir sem unnu vaktavinnu fengu færri stig á minnisprófum og áhrifin jukust með lengri tíma í vaktavinnu en minnkuðu eftir að henni var hætt. Íslensk rannsókn höfundar benti til þess að tengsl væru milli vaktavinnu og svefnlengdar en vaktavinnufólk átti marktækt oftar erfiðara með að sofna en dagvinnufólk. Sömuleiðis var samband milli þess að vinna vaktavinnu og vakna nokkrum sinnum á nóttu. Þetta bendir til þess að svefn vaktavinnufólks sé að nokkru leyti lakari en dagvinnufólks. Þá var vaktavinnufólk marktækt líklegra til þess að hafa verið greint með síþreytu af sálfræðingi en dagvinnufólk. Fáir aðlagast vel síbreytilegum vinnutíma. Flest bendir þó til að slík vinna verði erfiðari fyrir fólk með hækkandi aldri. Þá er hún óhentug þeim sem þurfa langan svefn og þeim sem eru að eðlisfari árrisulir og kvöldsvæfir (Härmä, 1993; Saksvik o.fl., 2011). Rannsóknir hafa sömuleiðis sýnt að konur eiga almennt erfiðara með að vinna vaktavinnu en karlar. Þær verða frekar fyrir svefntruflunum og finna frekar til þreytu en þeir. Hægt er að rekja hluta þessa munar til lífeðlislegra þátta því vitað er að konur sofa verr í kringum tíðir og á meðgöngu. Líklega er þó að um samspil nokkurra þátta sé um að ræða og ekki útilokað að félagsleg staða spili þar inn í (Vidacek o.fl., 1993). Margir persónubundnir þættir geta haft áhrif á þol við vaktavinnu en kyn, persónu l eiki, heilsufar og lífeðlislegir þættir hafa verið nefndir (Harrington, 2001). Vaktavinna hentar þeim síður sem eru kvíðnir og hafa tilhneigingu til að hafa áhyggjur. Einnig reynist vaktavinna þeim sem hafa neikvæð viðhorf til hennar verr en öðrum en hún getur valdið kvíða og depurð hjá ákveðnum einstaklingum (Healy o.fl., 1993). Flestir fræðimenn eru sammála um að sam spilið milli vinnufyrirkomulags, svefns og dægursveiflu skipti einna mestu máli þegar kemur að því að meta áhrif vaktavinnu á heilsu og líðan þeirra sem hana vinna (Júlíus K. Björnsson, 2000).
30
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
Hvað þýðir vaktavinna? Orðið vaktavinna hefur misjafna þýðingu í huga fólks og því getur reynst vandasamt að skilgreina það. Sumir einstaklingar telja vaktavinnu einungis vera næturvinnu, þ.e. vinnu á milli 22:30 á kvöldin og 6:00 á morgnana. Þeir sömu myndu ekki telja þá sem vinna á kvöldin eða snemma á morgnana eða þá sem vinna bæði á kvöldin og morgnana vera vaktavinnustarfsmenn. Aðrir nota hugtakið yfir þá sem vinna utan hefðbundins vinnutíma á daginn. Erfitt er að segja til um hvort yfirvinna flokkast til vaktavinnu eða ekki og hvenær hefðbundinn vinnutími byrjar og endar, oft er þó talað um tímann fyrir 7 að morgni og eftir 18 á kvöldin (Monk og Folkard, 1992). Það hefur sína kosti að skilgreina hugtakið vaktavinnu sem vinnu utan hefðbundins vinnutíma þar sem starfsmenn geta átt við sömu erfiðleika að stríða óháð því hvort þeir vinna næturvinnu eða ekki. Stundum eiga þeir sem vinna ekki næturvinnu við margslungnari vandamál að stríða út af vaktavinnunni en þeir sem vinna slíkar vaktir. Í mörgum tilfellum eru þessi vandamál tengd dægurklukku, svefni og einstaklingsbundnum þáttum. Í öðrum tilfellum ná þau til félags- og heimilislífs einstaklingsins (Monk og Folkard, 1992). Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (nr. 46/1980) skilgreina vaktavinnu sem „vinnu sem skipt er niður samkvæmt fyrirfram ákveðnu fyrir komulagi þar sem starfsmaður vinnur á mismunandi vöktum á tilteknu tímabili sem mælt er í dögum eða vikum“. Samkvæmt vinnut ímatilskipun Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands (1996) er vaktavinna skilgreind á svipaðan hátt eða sem „vinna sem skipt er niður í mismunandi vinnutímabil/ vaktir samkvæmt ákveðnu kerfi, þar sem starfs maður vinnur á mismunandi vöktum á tilteknu tímabili sem mælt er í dögum eða vikum“.
Ólík vaktakerfi Vaktakerfi gera oftast nær ráð fyrir sex til tólf klukkustunda vöktum þar sem sólarhringnum hefur verið skipt niður í tvær til fjórar vaktir. Á Íslandi er algengt að vaktaskipti séu um klukkan
8, 16 og 24, sérstaklega meðal stærri starfsstétta. Starfsmenn sem vinna að næturlagi, þ.e. næturvinnustarfsmenn og vaktavinnustarfsmenn sem vinna að næturlagi, eiga rétt á heilbrigðismati sér að kostnaðarlausu áður en þeir hefja störf og síðan reglulega á a.m.k. þriggja ára fresti (Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands, 1996). Varðandi daglega hvíld er meginreglan sú að starfsmenn skuli fá a.m.k. 11 stunda hvíld á sólarhring. Vinnutímatilskipunin gerir ráð fyrir því að við tilteknar aðstæður sé heimilt að stytta daglegan lágmarkshvíldartíma við vaktaskipti í allt að 8 klst. Þetta á t.d. við þegar starfsmaður skiptir af dagvakt yfir á næturvakt og öfugt. Á hverju sjö daga tímabili á starfsmaður rétt á einum eða fleiri frídögum sem tengist beint hvíldartíma hans, ef mögulegt er skal hann vera á sunnudegi. Tilskipunin segir til um að hámarksvinnutími á viku, að yfirvinnu meðtalinni, skuli ekki vera meiri en 48 klukkustundir. Almennt er vinnuvika starfsmanns í fullu starfi 40 klukkustundir á viku (Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands, 1996). Að lokum segir í vinnutímatilskipuninni að vinnuveitandi, sem skipuleggur vinnu samkvæmt ákveðnu mynstri, skuli taka tillit til þeirrar meginreglu að laga vinnuna að starfsmanninum, einkum með það í huga að lina áhrif einhæfra starfa og starfa sem unnin eru með fyrirframákveðnum hraða. Vinnuna, sérstaklega vinnutímahléin, þarf að laga að starfsmanninum, sérstaklega ef störfin eru einhæf eða þau hættuleg (Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands, 1996).
Aðlögun að vaktavinnu Þekkt er að afköst starfsmanna eru ekki þau sömu á nóttunni og á daginn. Maðurinn er dagdýr því athafnir hans fara að mestu fram í dagsljósi og þar af leiðandi hvílist hann á nóttunni. Þessi hegðun ræðst ekki af tilviljun einni og sér heldur á hún sér líffræðilegar undirstöður, en sveiflur í líkamsstarfsemi (í öndunarfærum, hjarta, meltingarkerfi og nýrum) má finna yfir sólarhringinn og í dægursveiflum. Hitastig er hærra á
daginn og lægra á nóttunni, til dæmis lækkar hitastig á nóttunni í um 35,5°36°C kl. 2-3 og hækkar á daginn og er í hámarki um kl. 17 í kringum 37-37,3° (Minors og Waterhouse, 1986). Neikvæð heildarmynd fæst af vaktavinnu þegar fyrri rannsóknir eru skoðaðar. Vaktavinna gerir það að verkum, sérstak lega í næturvinnu, að starfsmaður þarf að snúa við sólarhringnum þannig að líkamsstarfsemi raskast. Dægurklukkan nær aldrei að verða alveg öfug í þessu ferli, sérstaklega ekki ef einstaklingurinn vinnur eftir ákveðnu vaktafyrirkomulagi, t.d. vikuviku skipulagi (Knauth og Hornberger, 2003). Líkaminn er undir stöðugu álagi að laga sig að síbreytilegum vinnutíma, bæði þegar kemur að því að vaka á nóttunni og skipta aftur yfir í venjulegan dagtíma. Slík truflun hefur áhrif á bæði heilsu og vinnugetu. Til dæmis geta starfsmenn upplifað einkenni flugþreytu (vaktaþreytu) og önnur einkenni á borð við þreytu, syfju, svefnhöfga, svefnleysi, meltingartruflanir, minni andlega snerpu og getu (Folkard o.fl., 1985; Comperatore og Krueger, 1989). Alþjóðleg flokkun á svefnröskun lýsir svefnröskunarsjúkdómi sem tengist vinnu á óhefðbundnum tíma og hefur einkenni á borð við mikla syfju eða svefntruflun (American Academy of Sleep Medicine, 2005). Afar misjafnt er hversu vel starfsmenn aðlagast vaktavinnu og raunar eru þeir í miklum minnihluta sem geta breytt lífeðlisfræðilegum dægursveiflum. Það er flókinn vandi að eiga erfitt með að stunda vaktavinnu. Til að ráða bót á þeim vanda þarf að huga að svefntrufunum, röskun á dægursveiflu og ýmsum einstaklingsbundnum atriðum. Einnig þarf að taka tillit til heimilis aðstæðna (American Academy of Sleep Medicine, 2005; Rosekind, 2005; Sack o.fl., 2007). Eins og ljóst er af ofangreindum atriðum bregðast ekki allir starfsmenn eins við vaktavinnu þar sem ólíkir einstaklingar skynja hana á misjafnan hátt. Sumir þola vaktavinnu mjög vel en aðrir eiga erfitt með að sinna henni. Því er mikilvægt að bera kennsl á hvað það er sem veldur þessum mun. Andlauer o.fl. (1978) voru þeir fyrstu til þess að skilgreina
þol gagnvart vaktavinnu og sögðu það vera getu til að aðlagast vaktavinnu án þess að það hefði neikvæðar afleiðingar. En rannsakendur töldu að þol gagnvart vaktavinnu væri tengt hegðunarlegum og líffræðilegum þáttum. Þol gagnvart vaktavinnu var skilgreint sem fjarvera vandamála sem oft eru tengd vaktavinnu, líkt og einkenni frá meltingarfærum, þreyta og svefnbreytingar. Ýmsir þættir hafa verið rannsakaðir í tengslum við vaktavinnu, meðal annars kyn, aldur, persónuleikaeinkenni (sérstak lega taugaveiklun (e. neuroticism) og stjórnrót (e. locus of contol)) og dægur klukka (Harrington, 2001). Það virðist vera að með hækkandi aldri eigi vaktavinnufólk erfiðara með að vinna slíka vinnu en þeir sem eru yngri, þeir fyrr nefndu eiga oft erfitt með að ná löngum og samfelldum svefni. Það þýðir ekki að þeir eldri þurfi minni svefn en aðrir, heldur að það geti reynst erfiðara að ná góðum svefni með hækkandi aldri (Harrington, 2001).
Næturvinna Næturvinna er að mati margra sísti vinnutíminn. Bent hefur verið á launin séu ástæðan fyrir að starfsmaðurinn ákveður að vinna á þeim tíma. Hins vegar á þetta ekki endilega við á stöðum þar sem fá störf eru í boði. Kenningar um val á störfum byggjast oft á aðhvarfsgreiningu þar sem laun eru skoðuð ásamt einkenni starfs. Næturvinna getur haft áhrif á svefn og athygli starfsmanna. Rannsókn á meðal 289 hjúkrunarfræðinga, sem unnu nætur vaktir, leiddi í ljós að 56% þeirra töldu sig vera svefnvana og þeir gerðu einnig fleiri mistök í starfi heldur en þeir sem unnu dagvaktir (Johnson o.fl., 2014). Rannsókn Takeyama o.fl. (2005) leiddi í ljós að það að leggja sig á næturvakt drægi úr þreytu og athygli varð betri á eftir. Rannsókn á því hvaða áhrif það hefði á 12 karlkynsnæturvinnustarfsmenn að fá að leggja sig leiddi í ljós að athygli þeirra varð betri eftir klukkustundarlúr, en 44% þátttakenda fundu minni þreytu og aukna orku, 66% höfðu minni þörf til þess að sofna eftir vaktina (Bonnefond o.fl., 2001).
En þrátt fyrir að það sé gagnlegt að leggja sig þegar maður er þreyttur á vaktinni, er hugsanlegt að slík hegðun sé litin hornauga þar sem hún getur gefið vísbendingar um slæmt vinnusiðferði ef hún er ekki almennt samþykkt af vinnu félögum. Auk þess er oft ekki aðstaða til þess að leggja sig á vinnustöðum (Takeyama o.fl., 2005). Þá er einnig gott ráð að leggja sig í smá-stund, það hefur góð áhrif á einbeitingu og frammistöðu starfsmannsins á meðan vaktin stendur.
Hugsanlegar gagnaðgerðir Í ljósi þess að vaktavinna getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar á heilsu starfsfólks og samskipti þess við annað fólk er vert að velta fyrir sér hvaða aðgerðum sé hægt að beita til þess að draga úr þessum afleiðingum. Þrátt fyrir ofangreind atriði er hægt að finna leiðir til þess að bæta líðan og svefn vaktavinnufólks með breytingum á vinnufyrirkomulagi og skipulagi og eðli verkefna (Folkard o.fl., 1993). Margir stjórnendur hafa hvorki þekkingu á né reynslu af vaktavinnu og hafa því ekki vitneskju um hugsanleg áhrif hennar á heilsu og félagslíf starfsfólks né hvaða lausnir standa til boða. Þess vegna er gott að hafa í huga mikilvægi þess að stjórnendur hafi slíka reynslu þegar gengið er í gegnum ráðningarferli og einnig gefa þeim kost á að vinna vaktavinnu (Knauth og Hornberger, 2003). Hægt er að skipta starfsmönnum gróf lega í tvo hópa eftir dægurtakti, sumir einkennast af morgungerð (e. M-types) og aðrir kvöldgerð (e. E-types). Einstaklingar, sem einkennast af morgungerð, vilja fara snemma að sofa á kvöldin og vakna snemma en þeir sem einkennast af kvöld gerð afkasta mestu á kvöldin og nóttunni og eiga erfiðara með að vakna snemma á morgnana. Einhverjir geta fallið á milli þessarar skilgreiningar. Stjórnendur þurfa að taka tillit til hvorn hópinn starfsmenn falla undir þegar kemur að því að búa til vaktaskipulag (Chung o.fl., 2009). Vakta vinna hefur verið könnuð sérstak lega í sambandi við þá sem einkennast af morgungerð og kvöldgerð. Þeir sem hafa stutta dægursveiflu og sofna yfirleitt snemma á kvöldin og vakna snemma
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
31
morguns eiga oft erfiðara með að vinna á síbreytilegum tímum og vakta vinnu heldur en þeir sem hafa lengri dægur sveiflu (vaka lengur á kvöldin og vakna seinna) (Júlíus K. Björnsson, 2000). Þegar kanna á hvers konar vaktakerfi séu best þegar kemur að svefni má sjá að sem fæstar næturvaktir í röð valda minnstum svefntruflunum og einbeitingarskorti þrátt fyrir að það sé ekki til gallalaust kerfi (Sallinen og Kecklund, 2010). Það rúllandi vaktakerfi, sem kom verst út, var vika af næturvöktum, vika af kvöldvöktum og vika af dagvöktum. Kerfi, sem hefur tvær morgunvaktir, tvær kvöldvaktir og tvær næturvaktir, kann að vera ákjósanlegasta rúllandi vaktkerfið (Knauth, 1995). Sallinen og Kecklund (2010) komust að þeirri niðurstöðu að næturvaktir og morgunvaktir, sem byrja snemma, ásamt mjög löngum vöktum (>16 klukkustundir) og mörgum vinnutímum á viku (>55 klukkustundir) leiddu til svefnleysis og aukinnar syfju. Því mæla þeir með vaktakerfum þar sem vaktir rúlla hratt fram á við (e. rapidly forward-rotating shifts), en það er t.d. morgunvakt fyrsta dag, dagvakt þann næsta, kvöldvakt þar á eftir og að lokum næturvakt. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að það hafi jákvæð áhrif á einbeitingu starfsfólks og að sama skapi bæti svefn sumra þar sem hvíldartími á milli vakta er lengri en ella. Einnig er æskilegt að hluti svefns fari fram á hefðbundnum svefntíma (nóttunni). Rannsóknarstofa í vinnuvernd gerði rannsókn í desember 2005 fram til janúar 2006. Tekin voru viðtöl við rýnihópa sem í voru stjórnendur, sem tóku þátt í gerð vakta vinnuáætlana, og starfsmenn sem unnu vaktavinnu. Skýrsla var unnin upp úr niðurstöðunum (Ólöf Eiríksdóttir o.fl., 2007). Markmið skýrslunnar var að fá hugmyndir um hvernig hægt væri að breyta vinnufyrirkomulagi til að gera starf eftirsóknarverðara. Niðurstöðurnar voru meðal annars að ein helsta forsenda þess að starfsfólk vilji sinna vaktavinnu sé að vaktaálag ásamt launum hækki og að fullt starf í vaktavinnu sé færri stundir á viku en dagvinnu. Einnig kom fram að starfsfólk vill fá tækifæri til að skipuleggja vinnutíma sinn sjálft og minnka þar
32
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
með árekstra fjölskyldulífs, frítíma og vaktavinnu.
Lokaorð Þegar kemur að því að skoða orsakir lakari heilsu vaktavinnustarfsmanna en dagvinnustarfsmanna vantar enn talsvert upp á skýringar. Líklega eiga truflun á dægursveiflu, streita, næringarsnautt mataræði, hreyfingarleysi, reykingar og truflun á félags- og einkalífi stóran þátt í því (Boggild og Knutsson, 1999). Íslendingar á vinnumarkaði búa margir hverjir við mikið álag. Samkvæmt grein Júlíusar K. Björnssonar (2000) verður vaktavinna starfsmönnum léttbærari ef þeir eru í góðu líkamlegu formi og eru upplýstir um mikilvægi þess að hugað sé að mataræði, hreyfingu og svefni. Til þess að einstaklingar geti unnið vaktavinnu án þess að skaða heilsu sína skiptir máli að skipuleggja vinnuumhverfi vel og setja vaktatöfluna þannig upp að vaktirnar hafi sem minnst áhrif á andlega, líkamlega og félagslega velferð vaktavinnufólksins. Einnig er æskilegt að starfsmenn fái að skipuleggja vaktir sínar sjálfir. Vinnuveitendur geta gert sitt til að takmarka óæskileg áhrif vaktavinnu með því að bjóða upp á hollan mat á vinnutíma, aðstöðu til frístundaiðkunar og heilsueflingu á vinnustaðnum (Júlíus K. Björnsson, 2000). Manneskjur eru í eðli sínu félagsverur og það er því auðvelt að ná til fólks í hópum á vinnustöðum þess þar sem það eyðir stórum hluta dagsins. Til þess að heilsuefling á vinnustað sé sem árangursríkust þurfa þrír þættir að verka saman en þeir eru hvatning til þátttöku í heilsueflingu, bætt vinnuumhverfi og hvatning til að ná persónulegum árangri í starfi (Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið, 2008). Mikilvægt er að kanna stöðuna á ofangreindum atriðum hér á landi með frekari rannsóknum. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að konur, sem búa í löndum þar sem vinnudagurinn er langur, hafa neikvæð viðhorf til hjónabands. Einnig hafa þær ályktað að þar sem barnagæsla er aðgengileg aukist menntunarstig. Þessar niðurstöður benda til þess að það sé ekki fjárhagslegt sjálfstæði kvenna sem hefur áhrif á viðhorf til hjónabands heldur spili þar inn í getan
til þess að samræma vinnu og einkalíf. Ef samræmingin gengur illa minnkar áhugi kvenna á hjónabandi (Fuwa, 2013). Sveigjanleiki í starfi er fólki mikilvægur að sögn Böheim og Taylor (2004) og fólk sækist oft eftir því að skipta um vinnu ef sveigjanleikinn er ekki nægjanlegur. Þó virðist vera að eftirspurnin eftir sveigjan legum vinnutíma sé meiri en framboð á honum. Þá skiptir miklu máli að eiga innihaldsríkt líf fyrir og eftir vinnu fyrir hamingju, heilsu og líðan starfs f ólks (Torrington o.fl., 2008). Því væri athyglis vert að rannsaka hvernig hægt sé að auka þennan sveigjanleika meðal vakta vinnufólks enda er það hagur vinnu veitenda að halda starfsfólki sínu. Rannsóknir um hvaða vaktavinnukerfi séu æskilegust gefa ekki einhlítar niðurstöður og telja margir rannsakendur að frekari rannsókna sé þörf til þess að svara til um það (Barton o.fl., 1993). Mikilvægt er þó að hafa í huga að einstaklingar bregðast á ólíkan hátt við vaktavinnu og fylgifiskum hennar. Sumir þola hana vel en aðrir eiga erfiðara með að vinna slíka vinnu. Upplýsingar um hvað liggi að baki geta reynst atvinnurekendum nytsamlegar þegar kemur að því að ráða starfsfólk og að ráða fram úr hvaða vaktavinnukerfi henta ólíkum einstaklingum. Því gætu rannsóknir í framtíðinni beinst að því að kanna hvaða þættir hafa áhrif á þol til þess að vinna vaktavinnu.
Nanna Ingibjörg Viðarsdóttir er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og útskrifaðist nýlega með MS-gráðu í mannauðs stjórnun frá Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar fjallaði um áhrif vaktavinnu á heilsu og líðan Íslendinga.
Heimildir: Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands (1996). Vinnutímatilskipun. Akerstedt, T. (1990). Psychological and psychophysiological effects of shift work. Scandinavian Journal of Work, Environment & Health, 16(suppl. 1), 67-73. American Academy of Sleep Medicine (2005). International classification of sleep disorders. Diagnostic and coding manual (2. útg.). Westchester: American Academy of Sleep Medicine. Andlauer, P., Reinberg, A., Fourré, L., Battle, W., og Duverneuil, G. (1978). Amplitude of the oral temperature circadian rhythm and the tolerance to shift-work. Journal de physiologie, 75(5), 507-512. Barton, J., Smith, L., Totterdell, P., Spelten, E., og Folkard, S. (1993). Does individual choice determine shift system acceptability? Ergonomics, 36(1-3), 93-99. Doi: 10.1080/00140139308967859. Boggild, H., og Knutsson, A. (1999). Shift work, risk factors and cardiovascular disease. Scandinavian Journal of Work, Environment & Health, 25(2), 85-99. Bohle, P., og Tilley, A.J. (1989). The impact of night work on psychological well-being. Ergonomics, 32(9), 1089-1099. Boivin, D.B., Tremblay, G.M., og James, F.O. (2007). Working on atypical schedules. Sleep Medicine, 8(6), 578-589. Doi: 10.1016/j. sleep.2007.03.015. Bonnefond, A., Muzet, A., Winter-Dill, A.S., Bailloeuil, C., Bitouze, F., og Bonneau, A. (2001). Innovative working schedule: Introducing one short nap during the night shift. Ergonomics, 44(10), 937-945. Doi: 10.1080/00140130110061138. Brannen, J. (2005). Time and the negotiation of work-family boundaries: Autonomy or illusion? Time og Society, 14(1), 113-131. Doi: 10.1177/0961463x05050299. Böheim, R., og Taylor, M.P. (2004). Actual and preferred working hours. British Journal of Industrial Relations, 42(1), 149-166. Doi: 10.1111/j.1467-8543.2004.00308.x. Chung, M.H., Chang, F.M., Yang, C C., Kuo, T.B., og Hsu, N. (2009). Sleep quality and morningness-eveningness of shift nurses. Journal of Clinical Nursing, 18(2), 279-284. Doi: 10.1111/j.1365-2702.2007.02160.x. Comperatore, C., og Krueger, G. (1989). Circadian rhythm desynchronosis, jet lag, shift lag, and coping strategies. Occupational Medicine, 5(2), 323-341. Czeisler, C.A., Moore-Ede, M.C., og Coleman, R. (1982). Rotating shift work schedules that disrupt sleep are improved by applying circadian principles. Science, 217(4558), 460463. Folkard, S., Minors, D.S., og Waterhouse, J.M. (1985). Chronobiology and shift work: Current issues and trends. Chronobiologia, 12, 31–54. Folkard, S., Totterdell, P., Minors, D., og Waterhouse, J. (1993). Dissecting circadian performance rhythms: Implications for shiftwork. Ergonomics, 36(1-3), 283-288. Fuwa, M. (2013). Work-Family conflict and attitudes toward marriage. Journal of Family Issues. Doi: 10.1177/0192513x12474631. Härmä, M. (1993). Individual differences in tolerance to shiftwork: A review. Ergonomics, 36(1-3), 101-109.
Harrington, J.M. (2001). Health effects of shift work and extended hours of work. Occupational and Environmental Medicine, 58(1), 68-72. Doi: 10.1136/oem.58.1.68. Healy, D., Minors, D.S., og Waterhouse, J.M. (1993). Shiftwork, helplessness and depression. Journal of Affective Disorders, 29(1), 17-25. Jamal, M. (2004). Burnout, stress and health of employees on non-standard work schedules: A study of Canadian workers. Stress and Health, 20(3), 113-119. Júlíus K. Björnsson (2000). Áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og svefn: Hvaða áhrif hefur vinnufyrirkomulagið? Sótt á www.doktor.is. Johnson, A.L., Jung, L., Brown, K.C., Weaver, M.T., og Richards, K.C. (2014). Sleep deprivation and error in nurses who work the night shift. Journal of Nursing Administration, 44(1), 17-22. Doi: 10.1097/ NNA.0000000000000016. Knauth, P. (1995). Speed and direction of shift rotation. Journal of Sleep Research, 4(suppl. 2), 41-46. Knauth, P., og Hornberger, S. (2003). Preventive and compensatory measures for shift workers. Occupational Medicine, 53(2), 109-116. Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið (2008). Ráðleggingar um heilsueflingu á vinnustöðum. Reykjavík: Prentmet ehf. Lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Marquié, J.-C., Tucker, P., Folkard, S., Gentil, C., og Ansiau, D. (2014). Chronic effect of shift work on cognition: Findings from the VISAT longitudinal study. Occupational and Environmental Medicine. Doi: 10.1136/oemed2013-101993. Minors, D.S., og Waterhouse, J.M. (1986). Circadian rhythms and their mechanisms. Experientia, 42(1), 1-13. Doi: 10.1007/ BF01975875. Monk, T.H., og Folkard, S. (1992). Making shiftwork tolerable. London: Taylor&Francis. Ólöf Eiríksdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Herdís Sveinsdóttir og Hólmfríður K. Gunnarsdóttir (2007). Á vaktinni. Viðhorf fólks og væntingar. Reykjavík: Rannsóknarstofa í vinnuvernd. Rosekind, M.R. (2005). Managing work schedules: An alertness and safety perspective. Principles and practice of sleep medicine: Expert consult premium edition – enhanced online features (4. útg.). Philadelphia: Elsevier Health Sciences. Sack, R.L., Auckley, D., Auger, R.R., Carskadon, M.A., Wright yngri, K.P., Vitiello, M.V., og Zhdanova, I.V. (2007). Circadian rhythm sleep disorders: Part I, Basic principles, shift work and jet lag disorders: An American Academy of Sleep Medicine review. Sleep, 30(11), 1460. Saksvik, I.B., Bjorvatn, B., Hetland, H., Sandal, G.M., og Pallesen, S. (2011). Individual differences in tolerance to shift work: A systematic review. Sleep Medicine Reviews, 15(4), 221-235. Doi: 10.1016/j. smrv.2010.07.002. Sallinen, M., og Kecklund, G. (2010). Shift work, sleep, and sleepiness: Differences between shift schedules and systems. Scandinavian Journal of Work, Environment & Health, 36(2), 121-133.
Takeyama, H., Kubo, T., og Itani, T. (2005). The nighttime nap strategies for improving night shift work in workplace. Industrial Health, 43(1), 24-29. Torrington, D., Hall, L., og Taylor, S. (2008). Human Resource Management. London: Financial Times Prentice Hall. VandenHeuvel, A., og Wooden, M. (1995). Do explanations of absenteeism differ for men and women? Human Relations, 48(11), 13091329. Vidacek, S., Radosevic-Vidacek, B., Kaliterna, L., og Prizmic, Z. (1993). Individual differences in circadian rhythm parameters and shortterm tolerance to shiftwork: A follow-up study. Ergonomics, 36(1-3), 117-123. Doi: 10.1080/00140139308967862.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
33
Karl Eskil Pálsson, karlesp@simnet.is
„HJÚKRUNARFRÆÐIN VEITIR MANNI MARGBROTIÐ SJÓNARHORN Á MANNLÍFIГ – viðtal við Gísla Kort Kristófersson
„Á unglingsárunum vann ég ýmis verka manna s törf, málaði olíutanka, var handlangari í múrverki og kaupamaður í sveit, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef alla tíð verið bókhneigður og fór fyrst í háskólanám í bókmenntafræði og íslensku. Ég fann hins vegar ekki sjálfan mig í þessum fræðum og ákvað því að gefa námið upp á bátinn. Þetta var í nóvember 1999. Ég fletti blöðunum og komst fljótlega að því að fólk vantaði til starfa á hjúkrunarheimilinu Eir við almenn umönnunarstörf og ákvað að sækja um vinnu þar. Fyrst var ég ráðinn til reynslu í tvær klukkustundir. Sá reynslutími var framlengdur í tvær
34
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
klukkustundir til viðbótar og eftir nokkra daga var ég orðinn sannfærður um að vera kominn á rétta hillu. Ég sem sagt gjörsamlega heillaðist af starfinu, þetta var eins og að verða ástfanginn. Móðir mín var hjúkrunarfræðingur og ég fór oft með henni í vitnanir, þegar slíkt var hægt og viðeigandi, þannig að ég hafði fengið nasasjón af starfinu. Það hafði hins vegar aldrei hvarflað að mér að staður á borð við öldrunarheimilið Eir yrði þar sem ég fyndi mína köllun,“ segir dr. Gísli Kort Kristófersson, sérfræðingur í geðhjúkrun. Hann er nýlega fluttur til Akureyrar frá Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni og hefur verið ráðinn lektor við heilbrigðis
deild Háskólans á Akureyri. Í haust fer þar af stað viðbótarnám í geðheilbrigðisfræði sem Gísli Kort mun sinna. Þá starfar hann einnig við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sem sérfræðingur í geðhjúkrun.
Hjúkrunarfræðin er einstök „Ég veit ekki hvað þetta var nákvæmlega en upplifði sterka gagnsemi á Eir og sú staðreynd skipti mig miklu máli. Eftir þetta sá ég aldrei neitt annað en hjúkrunarfræði, framtíðin var sem sagt ákveðin þarna á Eir hjá liðlega tvítugum piltinum. Mér fannst ég vera ágætur í því að hjálpa fólki að halda reisn og virðingu
við erfiðar aðstæður, það skiptir svo miklu máli hvernig við nálgumst fólk í viðkvæmum aðstæðum. Ég var í rúmt ár á Eir og hóf þá nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.“ Gísli Kort segir að margir hafi talið heppi legra að hann færi frekar í læknisfræði, sjúkraþjálfun eða önnur karllægari fög. Hann var hins vegar ekki á því enda átti hjúkrunarfræðin hug hans allan. „Ég sá ekkert annað en hjúkrunarfræðina enda hafði ég lítinn áhuga á hreinum raunvísindum eins og læknanámið er á margan hátt.“ Aðspurður um hvort sú staðreynd, að konur eru í miklum meirihluta í hjúkrunarfræði, truflaði hann segir hann: „Ég pældi lítið í því á þeim tíma, ég vildi bara hjálpa öðrum. Svo hef ég mjög gaman af lífeðlisfræði, líffærafræði og lyfjafræði en heimspeki, félagsfræði, eigindleg aðferðarfræði og sálfræði heilla mig að sama skapi líka. Hjúkrunarfræðin er einstök, þar renna hug- og félagsvísindin saman við raunvísindin í afar þjónustumiðuðu fagi þannig að þetta var aldrei spurning í mínum huga.“ Að námi loknu lá leiðin á krabbameins deild Landspítalans en geðdeildin var alltaf ofarlega í huga Gísla Korts. „Það hefur lengi heillað mig að skynjun okkar á raunveruleikanum virðist oft og tíðum ráða meiru en raunveruleikinn sjálfur um hvernig okkur líður. Ég fór því að starfa á áfengisgeðdeild Landspítalans. Þar kynntist ég vel stigskiptingu sjúkdóma. Það er mér til dæmis mjög minnisstætt að á krabbameinsdeildinni var allt fullt af konfekti löngu fyrir og eftir jól frá aðstandendum en á áfengisgeðdeildinni sást ekkert slíkt. Þetta sýnir ágætlega stigskiptingu mismunandi sjúkdóma og erfiðleikana tengda þeim. Viðhorfin til geðsjúkdóma eru svo ólík miðað við aðra sjúkdóma.“ Gísli segir að starfið á áfengisgeðdeildinni hafi að stórum hluta snúist um að skapa traust og náið meðferðarsamband við sjúklinga. „Þannig er það reyndar í allri hjúkrun held ég, góð og náin tengsl skipta gríðarlega miklu máli. Ég fékk tækifæri til að þróa tvo meðferðarhópa þarna strax
í byrjun, þannig að frelsið og sjálfstæðið í geðhjúkruninni hentaði mér mjög vel. Annar hópurinn einbeitti sér að fræðslu um fíknisjúkdóma og hinn hópurinn einbeitti sér að slökun. Fólk var mjög ánægt með þessa hópa og þetta hvatti mig auðvitað til dáða. Staðreyndin er að notendur geðheilbrigðisþjónustunnar eru yfirleitt opnir fyrir öllum leiðum sem gætu hugsanlega stuðlað að einhverjum bata. Grunnnáminu í geðhjúkrun var að mínu viti ágætlega sinnt og mér sýnist að bæði Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri standi sig ágætlega í þessum efnum í dag. Að vísu hefur skort nokkuð á að hjúkrunarfræðingar hafi getað farið í framhaldsnám í geðhjúkrun en úr því er nú verið að bæta.“ Þessu næst hóf Gísli Kort að starfa á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Hann segir að þar hafi opnast fyrir sér allt annar heimur. „Ég trúi á að færa þjónustuna eins mikið og hægt er út í samfélagið og heim til fólks sé þess nokkur kostur. Reynsla mín á BUGL sannfærði mig endanlega um þetta þar sem ég fékk tækifæri til að vinna náið með skjólstæðingum og aðstandendum á þeirra heimavelli. Við eigum langa og svarta fortíð í geðheilbrigðismálum þar sem fólk er beitt valdi, eða öllu heldur hefur valdið verið tekið frá fólki. Þetta hefur til dæmis verið gert með því að safna fólki saman í hvítar stórar byggingar þar sem starfsfólk í hvítum sloppum og með alræði fagmennskunnar að baki sér segir sjúklingunum hvernig þeir eiga að lifa lífi sínu. Það er nauðsynlegt að færa valdið til fólksins, eins og kostur er, þetta fannst mér starfsfólk BUGL gera einkar vel.“
Frekara nám í Bandaríkjunum Gísli Kort vildi læra meira og fjölskyldan tók sig upp og setti stefnuna á Minnesota í Bandaríkjunum. „Við reyndum að velja svæði þar sem menningin er ekki allt of frábrugðin þeirri íslensku og þess vegna varð Minneapolis í Minnesota fyrir valinu. Auk þess er hægt að fljúga beint þangað héðan frá Íslandi. University of Minnesota sinnti mér prýðilega í öllu umsóknarferlinu auk þess sem námið miðaðist við heildræna nálgun í geðhjúkrun þar sem lögð var áhersla á samþætta þjónustu. Öll kennsla byggist á áratuga reynslu enda
Gísli Kort og konan hans, Auðbjörg Björnsdóttir, með búslóð sína í Minnesota.
hefur hjúkrun verið kennd á háskólastigi við skólann síðan 1908. Þá var ekki einu sinni búið að stofna Háskóla Íslands ef út í það er farið.“ Námið heillaði þig sem sagt? „Já, ég heillaðist af náminu enda mjög klínískt. Skólinn notaði afar fjölbreyttar kennsluaðferðir, til dæmis voru leikarar sem léku sjúklinga notaðir við þjálfun okkar, bæði í almennu líkamsmati og geðrænu mati. Þetta var svo tekið upp á myndband og kennararnir fylgdust þannig með okkur nemendum og gátu gefið býsna nákvæma umsögn í öruggu og vernduðu umhverfi. Þetta var afar hjálplegt fyrir okkur óöruggu nemana. Námið var sem sagt í senn spennandi og dýnamískt. En að sama skapi krefjandi. Námið tók liðlega tvö ár og að því loknu fékk ég réttindi til að taka leyfispróf, sem ég náði og gaf mér réttindi í fylkinu til að greina geðsjúkdóma, veita einstaklingsog hópsamtalsmeðferð og skrifa út lyf. Sérfræðingshlutverkið úti er mun betur skilgreint en hérna heima og það er miður. Hérna má ég til dæmis ekki greina
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
35
geðsjúkdóma og ekki skrifa út lyf. Hins vegar má ég veita samtalsmeðferð en það má reyndar hver sem er gera og það er líka umhugsunarefni út af fyrir sig.“ Doktorsritgerðin, um hvað fjallaði hún? „Í náminu varð ég mjög spenntur fyrir leiðum sem tengjast andlegu heilbrigði fólks. Doktorsritgerðin mín fjallaði um svokallaða núvitund (mindfulness) sem snýst um að þróa meðvitundina um augnablikið, án þess að dæma. Ég einbeitti mér að einstaklingum með áfengis- og vímuefnavanda og heilaskaða en það hafði ekki verið gert áður. Þetta var krefjandi og tímafrekt verkefni í framkvæmd en einkar gefandi. Ég notaði þessa aðferð mjög mikið úti með mínum skjólstæðingum og setti auk þess á laggirnar meðferðarhópa sem nýttu sér þessar hugmyndir. Þessi leið, ásamt öðrum viðeigandi inngripum, getur hjálpað fólki til að takast á við ýmsa geðræna kvilla, til dæmis kvíða og þunglyndi.“ Eru Bandaríkjamenn okkur fremri í meðferð geðsjúkdóma? „Fylkin eru ansi mörg þannig að það er erfitt að alhæfa nokkuð í þessum efnum. Minnesota telst vera framarlega á þessu sviði, þar er fólki með langvinna geðsjúk dóma sinnt afskaplega vel að mínu viti og úrræðin, sem eru í boði, eru mun fleiri en hérna. Þeir sem eru ekki tryggðir eða eru efnalitlir og teljast ekki með alvarlegan og langvinnan geðsjúkdóm, geta hæglega fallið á milli skips og bryggju, þannig að þegar upp er staðið getur samanburðurinn verið erfiður.“ Að námi loknu fór Gísli Kort á vinnu markaðinn enda mikil vöntun á hjúkrunar fræðingum með geðhjúkrun sem sérsvið í Bandaríkjunum. „Ég vann í um eitt ár á stað sem sinnir sérstaklega samfélagsþjónustu, mætti kannski líkja við heilsugæslustöð. Mínir skjólstæðingar voru aðallega innflytjendur, fangar, heimilislaust fólk og fólk sem stríddi við áfengis- og vímuefnavanda. Þarna starfaði ég í fjögur ár og naut mín í botn. Fyrsta árið var að vísu nokkuð erfitt þar sem bráðleikinn og ábyrgðin var aðeins meiri en ég átti að venjast, en með tímanum náði ég góðum tökum á hlutverkinu og eignaðist ég marga
36
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
góða vini víðs vegar að úr heiminum. Ólíklegt verður þó að teljast að öll sérþekkingin, sem ég öðlaðist þarna, nýtist mér beint hér á Íslandi, til dæmis er eftirspurn eftir menningarnæmri meðferð geðrofssjúkdóma hjá sómölskum flótta mönnum frekar takmörkuð á Akureyri.“
Einkastofa og leiðin heim „Já, síðustu tvö árin, sem við bjuggum í Minneapolis, rak ég mína eigin stofu þar sem samþætt aðferð (integrative mental health) var í hávegum höfð. Jafnframt var ég lektor í fullri stöðu við University of Minnesota þannig að það var sannarlega í nokkur horn að líta og eins gott að hafa gott skipulag á hlutunum. Mér hefur reyndar alltaf liðið best þegar nóg er að gera, hvernig sem á því stendur.“ Eiginkona Gísla er Auðbjörg Björnsdóttir, fors töðumaður kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Hún stýrir faglegu starfi kennslu miðstöðvarinnar og þróun sveigjanlegs náms og rannsóknum á því sviði við háskólann. Auðbjörg er með BA-próf í mann fræði með líffræði sem aukafag, meistarag ráðu í félagsf ræði, kennslu réttindi, diplómu í fjarnáms kennslu og meistara- og doktors gráðu í kennslusálfræði. Börn þeirra eru þrjú.
„Já, já, allt í einu kom upp sú staða að flytjast aftur til Íslands enda barst konunni minni tilboð um spennandi stöðu og ég elti ástina mína. Við ákváðum sem sagt að stökkva. Auðvitað var þetta nokkuð stór ákvörðun eftir að hafa búið og starfað ytra í átta ár. Auk þess vissum við að launin yrðu mun lægri og allt annað klínískt umhverfi fyrir mig. Ég réð mig til starfa við Háskólann á Akureyri og í haust hefst svo hérna á Akureyri viðbótarnám í geðheilbrigðisfræði. Þá starfa ég líka við Sjúkrahúsið á Akureyri, tek þar þátt í þverfaglegu barna- og unglingageðteymi. Námið er sett upp sem þverfaglegt og ætti því að henta hjúkrunarfæðingum mjög vel. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og vonandi verður aðsóknin góð. Grunnstaða hjúkrunar er ekki slæm á Íslandi, en það eru miklir möguleikar í sérfræðihlutverkinu í hjúkrun á flestum sérsviðum. Ljósmæður hafa að vísu náð nokkurri sérstöðu og það er ánægjulegt. Vonandi styrkist sérfræðihlutverkið í framtíðinni í geðhjúkrun sem á öðrum sérsviðum hjúkrunar, og verður formfastara, meðal annars með þessu námi sem verður á boðstólum hérna fyrir norðan.“ Var aðdragandinn að þessu námi langur? „Viljinn hefur verið til staðar við HA enda framsækin stofnun á margan
hátt. Kennararnir voru hins vegar flestir búsettir á höfuðborgar svæðinu og það gerði skipu lagið erfitt. Geðheilbrigðis þátturinn gegnir þó sífellt mikilvægara hlutverki í heilbrigðisþjónustunni og þetta nýja námskeið verður 10 eininga nám sem verður byggt upp með fræðilegri kennslu og klínískum vinnusmiðjum þar sem lögð verður áhersla á þverfagleg inngrip. Annars vegar munum við fá sérfræðing frá Minnesota, sem mun stýra einni vinnusmiðjunni um myndun og virkni meðferðarhópa, og hins vegar munum við nýta innlenda sérfræðiþekkingu til að kenna aðferðir um áhugahvetjandi samtal. Námið verður kennt í fjórum lotum og inni á milli verður fjarkennsla og fyrirlestrar. Draumurinn er svo að vorið 2016 munum við samkenna á Akureyri og í Minnesota námskeið í geðlyfjafræði. Þetta er á byrjunarreit en er spennandi
möguleiki sem gaman væri að reyna fyrir alvöru. Sjálfur kenni ég sem aðjunkt við háskólann í Minnesota héðan frá Akureyri þannig að þetta er allt saman vel gerlegt. Tæknin virkar vel og nemendur eru sælir og glaðir.“
Tekjurnar hrundu „Já, já, tekjur okkar hrundu ansi hressi lega við að flytjast aftur heim til Íslands, það er engin launung. Hjúkrun er vel borgað starf í Bandaríkjunum enda eftirspurnin eftir sérfræðiþekkingu okkar mikil. Eftir að sérfræðiréttindin voru í höfn hækkuðu tekjurnar enn frekar. Þar ræður markaðurinn á margan hátt ferðinni, en hérna er nánast allt rekið af ríkinu og því er tekjum hjúkrunarfræðinga haldið falskt niðri. Vonandi breytist þetta í næstu kjarasamningum ef við látum
ekki yfirlætisfulla orðræðu feðraveldisins draga kjarkinn úr okkur.“ Þessi auglýsing um lausa stöðu á Eir hefur á margan hátt verið þín gæfa? „Já, á margan hátt. Síðustu árin hafa verið viðburðarík og skemmtileg. Mér fannst gaman í náminu, bæði hérna á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þannig að ég er þakklátur fyrir að hafa álpast inn á Eir þennan kalda mánudag í nóvember. Hjúkrunarfræðin er fræðigrein sem hentar mér einstaklega vel. Ég hef áhuga á öllu sem viðkemur manninum og mannlegu eðli og vil gjarnan sjá og kynnast sem flestum hliðum mannlífsins. Hjúkrunarfræði veitir manni margbrotið sjónarhorn á mannlífið, það gera ekki margar aðrar greinar eins vel. Þetta er í mínum huga sérstaða hjúkrunarfræðinnar.“
MYNDBÖND UM HJÚKRUN Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands hefur nýlega birt röð af myndböndum um hjúkrunarnámið og hjúkrunarstarfið undir heitinu Er framtíð þín í hjúkrun? Þau eru að finna á heimasíðu heilbrigðisvísindasviðs og á Youtube. Í myndböndunum, sem eru innan við mínútu löng, koma fram nokkrir hjúkrunarfræðingar og nemar og segja frá námi og störfum. Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir segir frá einum vinnudegi en hún er deildarstjóri á geðdeild Landspítalans og kennir við hjúkrunarfræðideild. Helgi Egilsson er hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og segir áhorfendum hversu ánægjulegt það sé að hjúkra sjúklingi aftur til lífsins eftir hjartastopp. Tveir nemar í hjúkrunarfræði, Katla Marín Berndsen og Sigþór Jens Jónasson, segja frá námi sínu. Katla Marín hefur meðal annars starfað í Gana á nematímanum og Sigþór Jens segir hjúkrunarnámið vera góðan bræðing af félags- og raunvísindum.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
37
Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is
LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ – EN EKKI ALLA TÍÐ Eftirfarandi grein er byggð á fyrirlestri sem haldinn var á málþinginu Ertu með á nótunum? sem haldið var í samstarfi hjúkrunarráðs Landspítala, hjúkrunarfræðideildar HÍ og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. fræðinga, sé góð og að lengi búi að fyrstu gerð. En dugar það hjúkrunarfræðingum alla tíð? Ég held að hjúkrunarfræðingar geti verið sammála um að svo sé ekki. Símenntun og framhaldsmenntun, sem dýpkar þekkingu á ýmsum sérsviðum, og sérfræðiþekking hefur aldrei verið mikilvægari en einmitt nú í hröðum heimi tækni og vísinda og sífellt auknum kröfum um öryggi og gæði í heilbrigðisþjónustunni. Mikið er rætt um gildi og mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsfólk viðhaldi þekkingu sinni og stundi símenntun til að auka hana og uppfæra, bæði hér á landi og erlendis. Sums staðar erlendis er gerð krafa um að hjúkrunarfræðingar stundi símenntun til að viðhalda hjúkrunarleyfi sínu. Hér á landi fá hjúkrunarfræðingar leyfi til að stunda hjúkrun út ævina án skilyrða um sérstakar aðgerðir til að viðhalda því. Sama gildir á hinum Norðurlöndunum. Þar fá hjúkrunarfræðingar einnig hjúkrunarleyfi til lífstíðar. Ertu með á nótunum er góð spurning sem er tilvalin til að minna hjúkrunarfræðinga á að þeir sem fagmenn þurfa sífellt að vera með á nótunum í starfi sínu til að skaða hvorki skjólstæðinga sína né sjálfa sig. Menntun hjúkrunarfræðinga hér á landi er mjög góð. Íslenska þjóðin hefur átt því láni að fagna að eiga hjúkrunarfræðinga sem hafa verið allt frá upphafi vel menntaðir, færir og reynslumiklir fagmenn. Hjúkrun er hér veitt af mikilli fagmennsku og umhyggju sem byggð er á gagnreyndri þekkingu. Fagmennska felur í sér mörg hugtök. Má þar nefna orð eins og þekkingu, hæfni, ábyrgð, sjálfræði, sjálfstæði, fróðleiks
38
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
fýsn, samvinnu, siðfræði, umhyggju, mál svara og virðingu fyrir skjól stæðingum, samstarfsfólki, sjálfum sér og starfi sínu. Þekking er grundvöllur fagmennskunnar, bæði það að afla sér þekkingar og afla þekkingar í faginu með rannsóknum. Hér á landi njótum við þess að allt okkar hjúkrunarnám er í háskóla. Háskóli er sjálfstæð menntastofnun sem sinnir kennslu, rannsóknum, varðveislu þekkingar, þekkingarleit og sköpun á sviðum vísinda, fræða, tækniþróunar eða lista. Hlutverk háskóla er að stuðla að sköpun og miðlun þekkingar og færni til nemenda og samfélagsins alls. Því er með sanni hægt að segja að undirstaðan, þ.e. þekking hjúkrunar
Það er þó ekki svo að hér á landi séu ekki gerðar kröfur til heilbrigðisstarfsmanna um að viðhalda þekkingu sinni. Í lögum um heilbrigðisstarfsmenn í kaflanum um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsmanna í 13. gr., sem fjallar um faglegar kröfur og ábyrgð, segir: „Heilbrigðisstarfsmanni ber að þekkja skyldur sínar og siðareglur, viðhalda þekkingu sinni og faglegri færni, tileinka sér nýjungar er varða starfið og kynna sér lög og reglugerðir sem gilda um heilbrigðisstarfsmenn og heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma.“ Sama krafa er gerð til hjúkrunarfræðinga í siðareglum félagsins en þar segir í 6. grein í kaflanum um hjúkrunarstarf: „Hjúkrunarfræðingur viðheldur þekkingu sinni og færni og ber faglega og lagalega
ábyrgð á störfum sínum. Hann tekur þátt í þróun þekkingar í hjúkrun og byggir störf sín á rannsóknarniðurstöðum til hagsbóta fyrir skjólstæðing.“ Krafan um viðhald þekkingar kemur skýrt fram í lögum en ekki er um neina eftirfylgni að ræða né viðurlög ef heilbrigðisstarfsmaður sinnir ekki þessari kröfu. Siðareglurnar undirstrika þessa kröfu með því að höfða til siðferðis okkar og ábyrgðar, en þar er ekki kveðið á um nein viðurlög ef ekki er farið eftir þeim. En þó engin séu viðurlögin er það samt skylda hjúkrunarfræðinga, bæði lagaleg og siðferðileg, að viðhalda þekkingu sinni og er ábyrgðin fyrst og síðast hjúkrunarfræðinganna sjálfra sem fagstéttar. Stöðug fagleg þróun er talin sífellt mikilvægari. Í tilskipun Evrópusambands ins (ESB) 55/2013 um faglega menntun og hæfi er að finna ákvæði um stöðuga faglega þróun (e. continuous professional development) hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Tilskipun 55/2013 er uppfærsla á samskonar tilskipun frá árinu 2005 (36/2005). Hún er tilkomin vegna frjáls flæðis vinnuafls um Evrópusambandslöndin sem og löndin innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og á að tryggja ákveðna samræmingu á menntun og hæfi til starfa milli landanna. Þar er sérstaklega fjallað um heilbrigðisstéttirnar hjúkrunarfræðinga, lækna, ljósmæður, tannlækna, dýralækna og lyfjafræðinga. Í uppfærslunni frá 2013 er kveðið sterkar að nokkur atriðum en í fyrri tilskipuninni frá 2005, þar á meðal um stöðuga faglega þróun eða símenntun. Þar eru gerðar bæði ákveðnar endurbætur á fyrri texta auk viðbótar. Tilskipunin tekur gildi 1. janúar 2016 í ESB-löndunum en seinna á Íslandi þar sem EES-löndin fá lengri aðlögunartíma. Í tilskipuninni segir að aðildarríkin skuli tryggja að sérfræðingar eða heilbrigðisstarfsmenn, sem hafa faglegt hæfi, séu færir um að uppfæra eða viðhalda þekkingu sinni, færni og hæfni í því skyni að viðhalda öruggri og skilvirkri heilbrigðisþjónustu og að þeir séu færir um að fylgjast vel með
faglegri þróun. Aðildarríkin eiga að gera þetta með því að hvetja til stöðugrar faglegrar þróunar. Nú er þeim einnig gert að senda framkvæmdastjórninni (e. European commission) upplýsingar um þær ráðstafanir sem gerðar verða til að uppfylla þetta ákvæði fyrir 18. janúar 2016. Þessi tilkynningaskylda er viðbót sem leggur áherslu á mikilvægi símenntunar. Samtök félaga hjúkrunarfræðinga í Evrópu (EFN) hafa verið virk í að fylgjast með og hafa áhrif á tilskipunina. Þau hafa fagnað þessari auknu áherslu á möguleikum hjúkrunarfræðinga til símenntunar og hafa bent á að með þessari tilskipun eiga hjúkrunarfræðingar í öllum löndum ESB að eiga möguleika á stuðningi og ákveðnu skipulagi varðandi símenntun og faglega þróun þrátt fyrir misjafnar aðstæður hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar í ESB-löndum. EFN bendir einnig á að símenntunarkerfið eigi að vera nægilega sveigjanlegt til að tryggja að innihald og skipulag þess fullnægi þörfum og áhuga hjúkrunarfræðinga og ekki hvað síst eigi það að vera viðeigandi og hafa þýðingu fyrir starfið þannig að það verði líklegra til að auka áhuga hjúkrunarfræðinga til að stunda símenntun sem er sjúklingum og heilbrigðiskerfinu svo nauðsynlegt.
Áhersla er lögð á að símenntunin fari fram á vinnutíma og að þar til bær yfirvöld, vinnuveitendur og fagfélög þurfi að vinna saman að því að skapa tíma og tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að yfirgefa vinnustaðinn til að sinna símenntun og standa straum af eða taka þátt í kostnaði sem henni fylgir. Til að símenntunin þjóni tilgangi sínum þarf hún að vera markviss. Hún þarf að hafa skilgreind markmið og vera í samræmi við þarfir hjúkrunarfræðingsins og starfsemi viðkomandi stofnunar. Það að telja punkta fyrir hvert málþing eða ráðstefnu eða námskeið sem viðkomandi tekur þátt í, án þess að hafa beinan tilgang eða vera í tengslum við starf viðkomandi hjúkrunarfræðings, er ágætt en skilar ekki endilega miklu. Því er markviss sí- og endurmenntun, með stuðningi og á ábyrgð stofnunar, talin skila mestum árangri við að tryggja öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar sem veitt er á hverri heilbrigðisstofnun. Það ætti því að vera eðlilegt vinnufyrirkomulag inni á hverri stofnun að ákveðinn hluti af vinnuskyldu hjúkrunarfræðinga sé ætlaður til viðhalds á þekkingu og faglegri færni og til að tileinka sér nýjungar er varða starfið. Slíkt fyrirkomulag er einnig liður í bættu starfsumhverfi. Stofnunin í samvinnu við
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
39
hjúkrunarfræðingana getur þá skipulagt símenntun þeirra með hliðsjón af þörfum hvers hjúkrunarfræðings, deildar, sviðs eða stofnunarinnar í heild. Símenntunina má skipuleggja á margvíslegan hátt sem bæði gefur hjúkrunarfræðingum mögu leika á að eflast í starfi og stofnuninni að sinna sínu hlutverki varðandi öryggi og gæði. Að framansögðu er ljóst að þó að hjúkrunar fræðingar búi lengi að fyrstu gerð þá dugar það ekki alla tíð. Hjúkrunar fræðingar sem og annað heilbrigðisstarfs
fólk þarf að sinna stöðugri símenntun og starfsþróun til að fullnægja þörfum sjúklinga, heilbrigðisþjónustunnar og síðast en ekki síst eigin fróðleiksfíkn, það er þekkingarþörf fagmannsins. Með skuldbindingu fagmannsins um að vera sífellt með á nótunum má tryggja frekar öryggi sjúklinga og auka gæði og skilvirkni þjónustunnar. En til að svo megi verða þurfa allir aðilar að axla sína ábyrgð. Þjóðfélagið verður að skapa möguleika á símenntun með skipulagi og fjármagni sem styður við símenntun, fagmennirnir
verða að axla sína ábyrgð varðandi það að efla þekkingu sína og færni allan sinn starfsferil, vinnuveitendur þurfa að styðja starfsmenn sína og skapa þeim tækifæri til starfsþróunar og símenntunar og fagfélögin, í samvinnu við ofangreinda aðila, þurfa að leggja sitt af mörkum til að hvetja og styðja félagsmenn sína til símenntunar. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur að því að efla fagmennsku hjúkrunar fræðinga og þróa hjúkrun sem fræðigrein með ýmsu móti. Auk þess að halda
Herdís Lilja Jónsdóttir, herdis@hjukrun.is
MÍNAR SÍÐUR – LOKAÐ SVÆÐI Á VEF FÉLAGSINS Á vormánuðum munu Mínar síður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga líta dagsins ljós en um er að ræða lokaðar síður félagsmanna þar sem rafræn sjálfsafgreiðsla fer fram.
Til að fá aðgang að slíku lokuðu svæði þarf Íslykil eða rafræn skilríki en margir félagsmenn hafa þegar orðið sér úti um lykil til þess að komast á orlofsvefinn. Síðurnar verða aðgengilegar á vef félagsins og munu allir fullgildir félags menn FÍH geta nýtt sér þær. Við hönnun útlits hefur sérstaklega verið hugað að því að viðmótið sé aðgengilegt á öllum skjástærðum og verður því einnig auðvelt að nýta sér þjónustuna á snjallsímum sem og spjaldtölvum. Viðmótið lagar sig einfaldlega að því tæki sem nýtt er. Mínar síður verða þó nokkur aukning við sjálfsafgreiðslumöguleika á vefnum en hingað til hefur verið mögulegt að sækja þar um styrki á rafrænu formi. Með Mínum síðum verða allir rafrænir möguleikar sameinaðir á einum stað, og
40
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
ráðstefnur, hjúkrunarþing, málþing og námskeið má fyrst nefna fagdeildir félagsins sem nú eru 19 talsins. Félagið telur mikilvægt fyrir faglega þróun hjúkrunar í landinu að hafa virkar og öflugar fagdeildir starfandi á sem flestum sviðum hjúkrunar. Hlutverk fagdeildanna er að vinna að framgangi hjúkrunar á viðkomandi sviði í samvinnu við fagsvið félagsins. Félagið styrkir fagdeildirnar árlega til að sinna ýmsum verkefnum bæði innanlands og erlendis auk þess sem það styður við starfsemi fagdeilda á ýmsan hátt, bæði hvað varðar húsnæði
og þjónustu. Stór hluti starfsemi fagdeilda felst í fræðslu félagsmanna sinna og er það hluti af því að viðhalda fagmennsku. Þá má nefna sjóði félagsins sem veita styrki til sí- og endurmenntunar og rannsókna hjúkrunarfræðinga. Starfsmenntunar sjóður veitir félagsmönnum styrki til síog endurmenntunar í tengslum við starf þeirra og geta félagsmenn sótt í hann árlega. Vísindasjóði félagsins, sem skiptist í A- og B-hluta, er ætlað að styrkja bæði sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga sem og rannsóknir og fræðiskrif. A-hluti sjóðsins styrkir árlega alla sjóðsfélaga til
sí- og endurmenntunar. B-hluti er hins vegar samkeppnissjóður sem ætlað er að stuðla að aukinni fræðimennsku í hjúkrun með því að styrkja rannsóknir og fræðiskrif félagsmanna. Hefur hann árlega um 10 milljónir króna til að styrkja rannsóknir hjúkrunarfræðinga, bæði meistara- og doktorsrannsóknir sem og vísindarannsóknir sem sífellt fjölgar. Á hverju ári styrkir sjóðurinn milli 20 og 30 rannsóknir hjúkrunarfræðinga og eru styrkupphæðir frá 150 þúsund krónum til rúmlega einnar milljónar króna.
þar geta félagsmenn sinnt erindum sínum sjálfir hvenær sem er sólarhringsins. Þetta er því mikil viðbót við þjónustu félagsins.
Áhugaverð viðbót við þjónustuna er sú að upplýsingar um eldri umsóknir verða líka aðgengilegar á Mínum síðum, það er að segja yfirlit yfir þær upphæðir sem félagsmenn hafa fengið greiddar úr sjóðum félagsins og hvenær greiðslurnar hafa átt sér stað. Þetta á einnig við um vísindasjóð en árlega er úthlutað úr A-hluta sjóðsins til allra þeirra hjúkrunarfræðinga sem eru félagsmenn í FÍH og voru starfandi samkvæmt kjarasamningi félagsins fyrir 31. desember árið fyrir úthlutun.
Þegar fram í sækir munu auk þess allar viðhorfskannanir og kosningar á vegum félagsins fara fram á Mínum síðum en tilkynningar um slíkar kannanir og kosningar munu berast félagsmönnum með tölvupósti. Það verður því æ mikilvægara að allar upplýsingar, eins og t.d. netfang, séu réttar í skrám félagsins en eins og fram kemur hér á undan verður auðvelt fyrir hvern og einn að uppfæra slíkar upplýsingar.
Á síðunum verður meðal annars gefinn kostur á að uppfæra netfang og símanúmer og þarf því ekki að huga að því að hringja í félagið eða senda póst til að koma slíkum upplýsingum á framfæri. Rafrænar umsóknir félagsins verða fluttar inn á þetta lokaða svæði, og munu félagsmenn geta sótt þar um styrki í starfsmenntunarsjóð og styrktarsjóð. Auk þess verður hægt að fylgjast með ferli umsókna á sínu svæði, fá upplýsingar um nýtingarmöguleika sjóða og eins sjá hversu mikið búið er að nýta af styrkjamöguleikum innan almanaksársins.
Orlofsvefurinn verður óbreyttur að því undanskildu að aðgengi að honum verður inni á Mínum síðum. Þetta er þáttur í því að sameina alla rafræna sjálfsafgreiðslu undir einum hatti.
Nánari umfjöllun um Mínar síður og leiðbeiningar varðandi þær verða birtar á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Facebook-síðu þegar útgáfudagur Minna síðna nálgast.
Aðgangur að Mínum síðum Til að fá aðgang að Mínum síðum þarf að hafa annað tveggja: Íslykil frá island.is eða rafræn skilríki. Íslykill er flestum félags mönnum kunnur en hann hefur verið notaður sem aðgangslykill að orlofsvef félagsins síðan síðastliðið sumar.
Rafræn skilríki er hægt að fá í bönkum, sparisjóðum og hjá Auðkenni. Hægt er að fá skilríkin í síma og á snjallkort. Áður er þó mikilvægt að tryggja að símkort símans styðji rafræn skilríki. Styðji símkortið ekki skilríkin er hægt að fá slíkt símkort hjá símafyrirtækjum.
Hafi maður ekki Íslykil er hægt að fá hann sendan í heimabanka, í bréfpósti á lögheimili eða í sendiráð sé við komandi búsettur á erlendri grundu. Ef Íslykill týnist þarf að panta nýjan lykil en það er gert með sama hætti.
Við hvetjum félagsmenn til að verða sér út um Íslykil eða rafræn skilríki hafi þeir ekki gert það nú þegar.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
41
Gerður Eva Guðmundsdóttir og Sigrún Huld Gunnarsdóttir, gerdureva@gmail.com
ÞANKASTRIK
SJÚKDÓMSVÆÐUM EKKI BARNEIGNARFERLIÐ
Gerður Eva Guðmundsdóttir er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og vinnur í hlutastarfi á skurð- og þvagfæraskurðdeild og á fæðingarvakt Landspítalans. Sigrún Huld Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og vinnur á vökudeild Landspítalans.
Þegar við hófum nám í ljósmóðurfræði var mikil áhersla lögð á eðlilegt ferli meðgöngu, fæðingar og sængurlegu. Fljótlega eftir að starfsnámið hófst kom í ljós hvers vegna. Stærstur hluti verknámsins fer fram á Landspítalanum og við verðum að viðurkenna að það kom á óvart hversu fáar fæðingar voru eðlilegar. Þá er átt við fæðingu án inngripa, eins og gangsetningar, belgjarofs í fæðingu, örvunar með hríðaörvandi lyfjum, mænurótardeyfingar, áhaldafæðingar og keisaraskurðar. Fyrir mörgum er fæðing
um leggöng „eðlileg fæðing“. Hins vegar getur hugtakið „eðlileg fæðing“ verið varasamt þar sem það gefur til kynna að fæðingar með inngripum séu óeðlilegar og sendir þar með neikvæð skilaboð út í þjóðfélagið. Nýverið birtist grein eftir þekkta persónu á vefmiðli og var fyrirsögnin „Gerðu það
sem er best fyrir þig og barnið þitt“. Greinin er um reynslu höfundarins af sinni fyrstu fæðingu. Við getum tekið undir margt í þessari grein, svo sem að konur eigi ekki að bera saman fæðingar sínar, þær séu ekki í keppni og að sú standi ekki uppi sem sigurvegari sem fæðir án deyfingar eða annarra inngripa. Það er upplifun konunnar sem skiptir mestu
Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.
42
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
máli og útkoma hennar og barnsins úr fæðingarferlinu. Við ætlum ekki að rekja alla greinina hér en út frá henni hefur skapast mikilvæg umræða um notkun mænurótardeyfingar í fæðingu. Einungis kostir deyfingarinnar koma fram í greininni, aukaverkanir og ókostir hennar gleymast. Eða gleymast þeir? Getur verið að höfundur viti bara ekki betur? Getur verið að höfundur hafi ekki verið frædd um kosti og galla deyfingarinnar? Höfundur virðist heldur ekki vera upplýst um að strax við upphaf fæðingarinnar var hún komin út úr eðlilegu ferli þar sem hún var gangsett. Inngripum í fæðingu fylgir hætta á frekari inngripum og aukin hætta er á verri útkomu fyrir móður og barn. Þess vegna er mikilvægt að sterkar ábendingar séu fyrir inngripum í fæðingarferlið. Af hverju er gripið inn í fæðingarferlið? Það eru ákveðnir þættir sem við getum ekki haft áhrif á, svo sem sjúkdómar sem geta verið til staðar fyrir eða á meðgöngu, streita barns, meðgöngulengd og svo framvegis. Þá þurfum við gjarnan að grípa inn í ferlið til að flýta fæðingu barnsins eða minnka einkenni og áhrif sjúkdómsins. Greinin, sem vitnað er í hér að framan, er reynslusaga sem á fullan rétt á sér. Við megum hins vegar ekki alhæfa út frá reynslu einnar. Við verðum að horfa á heildina og á niðurstöður rannsókna og vinna þannig sem fagfólk út frá gagnreyndri þekkingu. Við sem fagfólk verðum að miðla þekkingu okkar til ungra kvenna. Hefði höfundur verið upplýstari um kosti og galla deyfingarinnar erum við vissar um að hún hefði skrifað enn betri grein þar sem gallar mænurótardeyfingarinnar hefðu verið teknir til greina. Þessi grein er gott dæmi um það hversu mikilvæg fræðsla er ungum konum. Þær virðast ekki vera meðvitaðar um hversu eðlilegt barneignarferlið er en langflestar konur hafa enga áhættuþætti á meðgöngu. Hins vegar hafa vandamál á meðgöngu aukist töluvert í seinni tíð en þau skýrast að miklu leyti af hækkandi aldri mæðra, aukinni tíðni offitu, tæknifrjóvgunum og ýmsum lífsstílstengdum þáttum. Sem dæmi um vandamál, sem hefur farið hratt vaxandi, má nefna sykursýki á meðgöngu. Þegar kona greinist með
meðgöngusykursýki kallar það gjarnan á inngrip í fæðinguna, svo sem síritun fósturhjartsláttar, framköllun fæðingar, örvun í fæðingu, áhaldafæðingu eða keisaraskurð, þar sem börn mæðra með meðgöngusykursýki eru gjarnan stór. Afleiðingar af sykursýki á meðgöngu geta verið alvarlegar en aukin hætta er á axlarklemmu í fæðingu og blæðingu eftir fæðingu svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru konur með meðgöngusykursýki líklegri til að fá áunna sykursýki síðar á ævinni. Börnin þeirra eiga oft í upphafi erfiðara með að aðlagast lífinu utan móðurkviðar þar sem þau falla oftar í blóðsykri og þurfa náið eftirlit fyrsta sólarhringinn. Þau eru einnig líklegri til að kljást við offitu síðar á ævinni.
sama fyrir barneignarferlið. Með fræðslu getum við dregið úr meðgöngutengdum kvillum, ekki síst þeim sem tengjast offitu, en flestar konur ættu að geta gengið í gegnum eðlilegt barneignarferli. Sjúkdómsvæðum ekki eitt það náttúru legasta sem til er í heiminum. Við skorum á Evu Ýri Gunnlaugsdóttur, hjúkrunar fræðing og MS í mannauðs stjórnun, að skrifa næsta þankastrik.
Hvaða konur eru í aukinni hættu á að fá meðgöngusykursýki? Það eru konur með ættarsögu um sykursýki, konur af kynþætti öðrum en hvítum, konur sem hafa áður fengið meðgöngusykursýki og fleira. Þetta eru þættir sem við getum ekki haft áhrif á en aðrir áhættuþættir fyrir meðgöngusykursýki eru ofþyngd (líkamsþyngdarstuðull > 30) og aldur yfir 40 ár. Það eru þættir sem hægt er að hafa áhrif á. Aukning vandamálsins skýrist meðal annars af aukinni tíðni ofþyngdar og offitu kvenna á barneignaraldri sem og frestun barneigna og hærri meðalaldri þungaðra kvenna. Offita er áhættuþáttur fyrir flestalla meðgöngutengda kvilla og jafnframt er eftirlit á meðgöngunni erfiðara þar sem ómskyggni getur verið takmarkað og ytri þreifing til mats á stærð og legu barns ónákvæmari vegna kviðfitu. Í mæðravernd á Íslandi er skimað eftir meðgöngusykursýki og með því getum við komið í veg fyrir ýmsa kvilla og inngrip. Getum við ekki gert miklu betur? Getum við gert eitthvað áður en konan verður þunguð? Við þurfum vitundarvakningu hjá ungum konum, jafnvel stúlkum á grunnskóla- og menntaskólaaldri. Við þurfum að fræða þessar ungu konur um kynheilbrigði og lifnaðarhætti sem geta stuðlað að eðlilegri þungun, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Við hjúkrunarfræðingar berum ábyrgð. Við höfum einsett okkur að efla lýðheilsu og fyrirbyggja sjúkdóma. Gerum það
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
43
Sóley S. Bender, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala Jenný Guðmundsdóttir, göngudeild kynsjúkdóma Landspítalans
REYNSLA UNGRA KVENNA AF KYNSJÚKDÓMAMÓTTÖKU: ÞÖRFIN FYRIR ÖRYGGI OG VINGJARNLEGT VIÐMÓT ÚTDRÁTTUR
Tilgangur: Rannsóknir hafa sýnt margvíslegar hindranir sem ungt fólk verður fyrir í sambandi við aðgengi og notkun kynheilbrigðisþjónustu. Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi þar sem reynsla ungra kvenna af kynsjúkdómamóttöku er skoðuð með eigindlegri aðferð. Aðferð: Rannsóknin byggist á túlkandi fyrirbærafræði. Tekin voru eigindleg viðtöl við sjö ungar konur á aldrinum 17-23 ára. Þær voru valdar af handahófi úr hópi 34 einstaklinga sem mættu á kynsjúkdómamóttöku. Viðtölin voru skráð frá orði til orðs. Við gagnagreiningu var stuðst við túlkunarkenningu Ricoeur. Niðurstöður: Í ljós komu þrjú meginþemu: feimnismál, spenna og léttir en að baki bjó skömmin. Niðurstöður sýndu að ungu konurnar lifðu í samfélagi þar sem kynsjúkdómar eru feimnismál. Þær fundu fyrir innri spennu í sambandi við að nálgast þjónustuna og í tengslum við sjálfa heimsóknina en voru fegnar því hversu vel móttakan var falin og að mæta skilningsríku og fordómalausu fagfólki. Þær höfðu mikla þörf fyrir að geta farið í gegnum þjónustuferlið með reisn þar sem tekið væri tillit til þarfa þeirra. Áður en þær komu á móttökuna og í gegnum þjónustuferlið blundaði með þeim sá ótti að einhver kæmist að því að þær hefðu farið þangað. Óttinn við skömmina lá í loftinu. Ályktanir: Konurnar fundu fyrir spennu varðandi heimsóknina og voru að mörgu leyti auðsæranlegar. Það var þeim mikils virði að njóta virðingar í gegnum þjónustuferlið. Niðurstöður benda til að auðvelda þurfi aðgengi að þjónustunni og huga að gæðum hennar þannig að þjónustuferlið reynist jákvætt. Lykilorð: Ungar konur, kynsjúkdómar, kynheilbrigðisþjónusta, reynsla, gæði þjónustunnar.
INNGANGUR Kynsjúkdómar eru meiriháttar lýðheilsuvandamál víða um heim og leggst einkum á fólk sem er yngra en 25 ára (Bearinger o.fl., 2007; Panchaud o.fl., 2000). Hérlendis hafa klamydíusýkingar verið algengari en víða í Evrópu (ECDC, 2009; EpiNorth, e.d.). Ungu fólki er hættara við að smitast af klamydíu en eldri einstaklingum og stúlkum (konur) í meira mæli en piltum (karlar) (CDC, 2012; Lewis o.fl., 2012; Panchaud o.fl., 2000). Það á einnig við hér á landi. Á tímabilinu 1997-2011 voru langflest tilfelli klamydíusýkinga hér á landi meðal fólks á aldrinum 15-24 ára. Á árinu 2011 var sá hópur með 72% af heildarfjölda þess konar sýkinga (Landlæknisembættið, 2014). Konur voru á sama tímabili með hærra hlutfall sýkinga en karlar eða um 60%. Á Íslandi byrja unglingar fyrr að hafa kynmök en jafnaldrar þeirra í ýmsum nágrannalöndum (Avery og Lazdane, 2010; Bender, 1999). Snemm-kynhegðun tengist iðulega annarri áhættuhegðun eins og takmarkaðri smokkanotkun
44
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
ENGLISH SUMMARY Bender, S.S., and Gudmundsdottir, J. The Icelandic Journal of Nursing (2015), 91 (2), 44-49
THE EXPERIENCE OF GOING TO A STI CLINIC: THE NEED FOR SAFETY AND FRIENDLY ATTITUDE Purpose: Studies have shown that young people experience numerous hindrances regarding the access to and use of sexual and reproductive health services. This study is the first of its kind in Iceland which is exploring, with a qualitative method, the lived experience of young women of a sexually transmitted infections (STI) clinic. Method: The study is a hermeneutic phenomenological study. Seven young women in the age group 17-23 years old, were interviewed qualitatively. They were randomly selected from a group of 34 individuals who attended the outpatient clinic of Sexually Transmitted Infections. The interviewes were recorded verbatim. The text was analysed by applying the interpretation theory of Ricoeur. Results: Three main themes emerged; source of embarrassment, tension and relief; but shame was lingering underneath. The results showed that the young women lived in a community where STI are a source of embarressment. They sensed inner tension regarding accessing the service and towards the visit to the clinic but were relieved because of the discreteness of the clinic and meeting understanding and nonjudgemental health care professionals. They had a great need to go through the service process in a respectful manner where their needs were acknowledged. Before their visit to the clinic and through the service process the fear of someone finding out that they had been there lingered in their mind. The fear of the shame was in the air. Conclusions: The women experienced tension regarding the visit and were in many cases feeling vulnerable. It was very valuable for them to be respected while going through the service process. The results indicate that the clinic needs to be more easily accessible and by emphasizing quality of care can contribute to positive experience towards the service process. Keywords: Young women, sexually transmitted infections, sexual and reproductive health service, lived experience, quality of care. Correspondance: ssb@hi.is
(Bender og Kosunen, 2005; Ma o.fl., 2009). Jafnframt auka fleiri rekkjunautar líkur á kynsjúkdómasmiti (Ma o.fl., 2009). Í nýlegri rannsókn á Norðurlöndum (Danmörku, Íslandi, Noregi og Svíþjóð) kom fram að þær konur, sem byrjuðu snemma að reykja, voru líklegri til að byrja fyrr að stunda kynlíf, nota síður
Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER
smokkinn og eiga fleiri rekkjunauta en þær sem reyktu ekki (Hansen o.fl., 2010). Samkvæmt alþjóðlegri samþykkt frá alheimsþingi sem haldið var í Kaíró árið 1994 þá ber hverri þjóð að hafa kynheilbrigðisþjónustu (sexual and reproductive health service) fyrir ungt fólk sem það getur treyst á og sem því finnst sniðin að þess þörfum (UNDPI, 1995). Samkvæmt íslenskum lögum á ungt fólk rétt á því, þegar það leitar á slíka móttöku, að fá markvissar og góðar upplýsingar sem stuðla að kynheilbrigði þess (Lög nr. 25/1975). Ungmenni þurfa að kunna að verjast óráðgerðum þungunum, kynsjúkdómum og ofbeldi. Þau eru á viðkvæmu skeiði í lífinu og þurfa á unglingavænni kynheilbrigðisþjónustu að halda þar sem þau mæta fagmannlegu viðmóti heilbrigðisstarfsfólks. Rannsóknir sýna að margt getur hindrað ungt fólk í að leita eftir kynheilbrigðisþjónustu. Þessar hindranir lúta einkum að aðgengi, komu á móttöku og gæðum þjónustunnar. Það er ungu fólki mjög mikils virði að trúnaðar sé gætt (Bender, 1999; Garside o.fl., 2002; Lindberg o.fl., 2006). Það vill að sem fæstir taki eftir því þegar það leitar þjónustunnar og meðan það dvelur þar (Garside o.fl., 2002). Þegar viðkomandi er mættur á móttökuna þarf biðtími á biðstofunni að vera sem stystur því ungt fólk óttast að einhver sjái viðkomandi á biðstofunni (Lindberg o.fl., 2006). Það er ungu fólki jafnframt mikils virði að mæta starfsfólki sem er vingjarnlegt, veitir upplýsingar og dæmir það ekki (Evans og Cross, 2007) og að komið sé fram við það af virðingu (Lindberg o.fl., 2006). Staðsetning getur einnig skipt miklu máli því ef langt er að fara getur það hindrað viðkomandi í að sækja sér þjónustuna (DiCenso o.fl., 2001; Wilson og Williams, 2000). Einnig er mikilvægt að þjónustan sé á afviknum stað (Bender, 1999) og að hún sé opin á þeim tíma dagsins sem hentar (Evans og Cross, 2007; Donnelly, 2000). Sumir vilja geta mætt þegar þeir þurfa og finnst það fyrirhöfn að verða að panta tíma fyrir fram (Nwokolo o.fl., 2002). Áður en þessi rannsókn var framkvæmd vorið 2007 höfðu fáar rannsóknir verið gerðar hér á landi á viðhorfum ungs fólks til kynheilbrigðisþjónustu. Árið 1996 var gerð landskönnun sem byggðist á slembiúrtaki ungs fólks og sýndi hún að gæði þjónustunnar voru ofarlega í huga þess (Bender, 1999). Þessi landskönnun var endurtekin árið 2009 og staðfesti fyrri niðurstöður frá 1996 um mikilvægi gæða þjónustunnar. Um og yfir 90% þátttakenda fannst í báðum könnunum að það væri mikilvægt eða mjög mikilvægt að viðhöfð væri algjör þagnarskylda, ungu fólki væri sýnd virðing, því liði vel í viðtalinu, gæti spurt spurninga og hefði nægan tíma til að ræða málin (Bender, 1999; Sóley S. Bender, 2010). Á göngudeild húð- og kynsjúkdóma á Landspítalanum hefur lengi verið starfrækt kynsjúkdómamóttaka fyrir alla aldurshópa. Þegar rannsóknin fór fram var deildin opin alla virka daga kl. 8-16. Tímapöntun fór fram klukkan 8 til 9 alla virka daga og var niðurstöðum úr rannsóknum svarað daglega milli kl. 13 og 14. Þjónustan er samkvæmt lögum án endurgjalds (Sóttvarnalög nr. 19/1997). Í ljósi þeirra kynheilbrigðisvandamála, sem blasað
hafa við ungu fólki hér á landi, og vegna þess hversu mikilvægt er að skipuleggja þjónustu á þessu sviði, sem tekur mið af þörfum ungs fólks, var þessi rannsókn gerð. Tilgangur hennar var að skoða reynslu ungra kvenna af þeirri þjónustu sem veitt var á kynsjúkdómamóttöku.
AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsóknin byggist á túlkandi fyrirbærafræði (hermeneutic phenomenology) sem Martin Heidegger var upphafsmaður af og er aðferð til að skoða reynsluheim (life world) einstaklinga (Laverty, 2003). Þótti sú aðferð æskileg til að geta skoðað reynslu kvenna af því að fara í greiningu á kynsjúkdómum. Úrtak Rannsóknin var gerð í kjölfar könnunar meðal 303 ungmenna 24 ára og yngri sem komu á göngudeild húð- og kynsjúkdóma á Landspítalanum. Sú rannsókn var BS-verkefni hjúkrunarfræðinema (Sigrún B. Hafsteinsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir, 2007). Með könnuninni fylgdi eyðublað þar sem þátttakendur gátu skráð nafn og símanúmer ef þeir vildu bjóða sig fram til þátttöku í viðtalsrannsókn um reynslu sína af móttökunni. Alls gáfu 34 kost á sér. Valdar voru sjö ungar konur af handahófi úr þeim hópi. Gagnasöfnun Áður en rannsóknin hófst voru fengin leyfi frá yfirlækni húð- og kynsjúkdómadeildar Landspítalans og siðanefnd Landspítalans (6. febr. 2007) til að framkvæma rannsóknina. Hún var jafnframt tilkynnt til Persónuverndar (nr. S3258/2007).
Gagnasöfnunin fór fram vorið 2007 og byggðist á einstaklingsviðtölum við sjö ungar konur. Lögð var fyrir þær meginspurningin: Hver var reynsla þín af því að fara á kynsjúkdómamóttöku? Spurningunni var fylgt eftir og grennslast fyrir um framkomu starfsfólks, líðan og aðstöðu. Gagnagreining Viðtölin voru hljóðrituð og vélrituð orðrétt. Í gagnagreiningunni var stuðst við túlkunarkenningu Paul Ricoeur (theory of interpretation) þar sem farið er í gegnum þrjú meginskref sem eru útskýring (explanation), skilningur (understanding) og eignarhald (gera textann að sínum, appropriation) (Geanellos, 2000; Ghasemi o.fl., 2011; Ricoeur, 1976). Í fyrsta skrefinu er hvert viðtal lesið vel til að skoða um hvað textinn fjallar, hvað er merkingarbært. Í næsta skrefi er rýnt í merkingarbæran texta og skoðað hvað textinn segir í raun. Þarna fer fram greining á merkingarbæru efni. Í lokaskrefinu gerir túlkandi textann að sínum þar sem hann tengir þekkingu sína og túlkun á því sem fram kom í textanum. Túlkunarferlið er hringferli (hermeneutic cycle) þar sem sá sem túlkar textann fer stöðugt frá einstökum atriðum til að bera saman við heildina og öfugt. Í túlkunarferlinu á sér stað fjarlæging frá textanum (distanciation) sem felst í því að merking er mikilvægari en sjálfur textinn. Textinn er losaður úr því samhengi sem hann var skapaður í og hægt er að túlka hann á marga vegu (Geanellos, 2000).
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
45
NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur í rannsókninni voru konur á aldrinum 17-23 ára og voru þær allar búsettar á Reykjavíkursvæðinu en nokkrar voru af landsbyggðinni. Þrjár höfðu áður komið á kynsjúkdómamóttöku. Við gagnagreiningu komu fram þrjú meginþemu sem lýsa því hvernig kynsjúkdómar eru feimnismál, hvernig hugsunin um kynsjúkdóma og það sem fram undan er getur valdið innri spennu hjá konunum og hvernig þær finna fyrir létti þegar þær mæta jákvæðu og skilningsríku viðmóti (tafla 1). Þessi meginþemu eru feimnismál, spenna og léttir. Meginþemað feimnismál skiptist í tvö undirþemu sem eru hinn samfélagslegi tónn og óttinn við skömmina. Meginþemað spenna skiptist í undirþemun búast við því versta og hið vandræðalega og ópersónulega. Meginþemað léttir skiptist í tvö undirþemu sem eru fagmennska og fordómaleysi.
Feimnismál Hér kemur annars vegar fram hvernig orðræðan um kynsjúkdóma er í samfélaginu sem konurnar lifa og hrærast í og hins vegar hvernig þær upplifa feimnina í tengslum við það að fara í greiningu á kynsjúkdómum og vilja því með öllum ráðum vera ósýnilegar. Hinn samfélagslegi tónn Konunum fannst ekki vera nægilega opin umræða í samfélaginu um kynsjúkdóma en það viðhélt þeirri skömm og fordómum sem greining á kynsjúkdómum getur haft í för með sér. Þetta kristallaðist í setningunnni: „Þetta er náttúrulega svo mikið feimnismál.“ Fram kom að slík viðhorf viðhaldist einnig innan fjölskyldna og í vinahópum.
Síðan fer á kreik orðrómur um þá sem fara í greiningu eða fá greiningu þar sem í því felst viss skömm. Erfitt virðist vera að hemja umræðuna, „það fréttist út“: „… einhver kjaftasaga í skólanum að einhver strákur væri með klamydíu.“ Það liggur því í loftinu að sá sem fer í greiningu getur orðið að skotspæni.
Konurnar greindu frá því að það geti jafnvel verið mun meiri hætta á slíku í litlum samfélögum úti á landsbyggðinni. Þó að það kæmi fram að greining á kynsjúkdómi væri í raun ekki neitt mál og meðferð fælist bara í því að taka töflur þá er greinilegt að hinn fordæmandi samfélagslegi tónn er ekki langt undan. Óttinn við skömmina Þar sem kynsjúkdómar eru feimnismál voru konurnar, sem fóru í greiningu, berskjaldaðar og óttuðust slæman orðróm. Þetta kom fram í tengslum við tímapantanir, staðsetningu móttökunnar, nafnleynd á biðstofunni og biðina á biðstofunni. Það var ýmislegt sem gat gert konunum erfitt fyrir að sækja sér þjónustu. Það reyndist þeim erfitt að panta tíma, „ofboðslega stuttur tími sem þú mátt hringja til að panta tíma“. Það var meðal annars tengt því að viðkomandi þurfti að fara afsíðis til þess að enginn heyrði símtalið. Jafnframt var til staðar sú fjarlæga hugsun að greinast sjálfur með kynsjúkdóm: „Manni finnst þetta svona ofboðslega fjarlægt sér … þangað til maður lendir í þessu sjálfur.“ Einnig gat óttinn við skömmina dregið úr löngun þeirra til að koma sér á staðinn því ljóst var að „sumir … mundu aldrei þora að fara upp á húð og kyn“, „sumir mundu bara fríka út“. Þeim var mikið í mun að enginn vissi um ferðir þeirra og lögðu mikið upp úr því að staðsetning deildarinnar væri afsíðis. „Jú, hún … er á rosa fínum stað ... af því hún er falin sko … Hún er ekki alveg í ... Kringlunni, eða þú veist, allir sjá að þú labbar inn, eða þú veist.“ Þeim fannst það gott að deildin væri ekki auglýst með skilti á útiveggnum þar sem HÚÐ OG KYN stæði með stórum stöfum. Það gaf til kynna að þær vildu ekki að nokkur maður sæi þær fara á móttökuna, „mann langar ekki eitthvað að hitta … hvern sem er þarna fyrir utan eða þegar þú ert að labba þangað“, „ekki að allir sjái að maður sé að fara þarna“.
Þegar þær voru mættar á staðinn var nafnleynd þeim mikilvæg. Fram kom að lítið næði væri til staðar til að ræða við móttökuritarann þar sem allt heyrðist sem sagt væri. „Mér fannst svolítið … opið sko, mér fannst svolítið heyrast sem sagt var, maður þurfti alveg
Tafla 1. Þemagreining.
46
Feimnismál
Hinn samfélagslegi tónn Fordómar Slúður
Óttinn við skömmina Erfitt að panta tíma Móttakan sé vel falin Nafnleynd mikilvæg Óttast að hitta einhvern
Spenna
Búast við því versta Óróleiki Viðhorf þeirra og annarra Bið eftir niðurstöðum
Hið vandræðalega og ópersónulega Vandræðalegt að fara í skoðun Vera eins og einhver hlutur Mikill hraði í þjónustuferlinu
Léttir
Fagmennska Vingjarnlegt viðmót Vellíðan Gagnkvæm samskipti
Fordómaleysi Mannlegt að gera mistök Mæta skilningi Vera ekki skammaður
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER
að hvísla ef maður vildi ... endilega halda einhverju leyndu, sko.“ Þær voru mjög fegnar því að vera kallaðar upp eftir númerum en ekki nöfnum. Það gaf þeim persónulegt skjól. Auk þess var til staðar heilmikill ótti hjá þeim gagnvart því að geta hugsanlega hitt einhvern sem þær þekktu því það gat þýtt að orðrómur kæmist á kreik. Ein sagði: „Ég myndi örugglega fara rosalega hjá mér ef ég myndi hitta einhvern sem ég vildi ekkert hitta og vildi ekkert vita að ég væri þarna.“
Spenna Konurnar greindu frá því hvernig þær spenntust upp bæði áður en þær fóru á móttökuna, meðan þær voru á biðstofunni, þegar þær voru á móttökunni sjálfri og þegar þær fengu niðurstöður. Þeirra eigin hugsun gagnvart því að greinast hugsanlega með kynsjúkdóm og hvað öðrum fyndist um það hafði áhrif á það hvernig þeim leið. Búast við því versta Þær greindu frá því að það væri „bara hræðsla við þetta“, „bara að fara í tékk, þurfa að tala um þetta“, „hvernig verður þetta“, „maður býst við því versta“. Eftir að komið var á staðinn kom spenna þeirra fram í eftirfarandi lýsingum: „... og ég sat þarna frammi í einhverju svitakófi, ég var orðin svo stressuð.“ „Maður stressast náttúrulega rosalega, bara að sitja þarna.“ Þó að þær litu kannski út fyrir að vera afar rólegar á biðstofunni þá kraumaði undir niðri hugsunin um væntanlega móttöku sem olli óróleika, eins og ein sagði: „Þá var ég nervös því ég vissi ekki alveg kannski hverju ég átti von á.“
Það að eiga von á að greinast með kynsjúkdóm skapar óróa því það getur hugsanlega haft afleiðingar í för með sér. „Þetta var svona rosalega óþægilegt, maður fer … þarna inn og maður náttúrulega hugsar, ókei … ég er með einhvern kynsjúkdóm, þá náttúrulega, þú veist, maður fær svolítið sjokk.“ Þær hugleiddu jafnframt hvað öðrum fyndist um þær: „Maður heldur að fólk haldi að maður sé þarna út af, þú veist, einhverju hræðilegu.“ Afstaða þeirra til kynsjúkdóma var sú að „það er ekkert gaman að vera með einhvern kynsjúkdóm“. Þannig var litið á kynsjúkdóma sem skammarlegt fyrirbæri. Biðin eftir niðurstöðum var einnig spennuþrungin. „Maður bara stressar sig alveg geðveikt upp … vill fá að vita strax (um) niðurstöður.“ Því var þeim mikils virði að fá niðurstöður sem fyrst til að stytta þann tíma sem þær voru áhyggjufullar. Svo þegar „jákvæð“ niðurstaða lá fyrir var það „… pínu svona sjokk þegar maður fær þetta til baka“. Það var því greinilegt að „jákvæð“ niðurstaða úr kynsjúkdómaprófi var neikvæð reynsla. Hið vandræðalega og ópersónulega Þær óttuðust að móttakan yrði vandræðaleg. „Það er náttúru lega frekar vandræðalegt að koma þarna.“ Það var þeim til dæmis „vandræðalegt að þurfa að fara í skoðun“ og vissar aðstæður gátu verið vandræðalegar, svo sem „ljótur stóll“ eða „gamall karl“. Einnig spilaði feimni inn í: „Þetta er líka svona staður (kvensköp) sem maður vill ekki vera eitthvað að … er bara feiminn við eitthvað ...“
Í sjálfri móttökunni fannst þeim aðstæður stundum vandræðalegar eins og þegar þær voru með þvagprufuna: „Ég kom út (frá fagaðila) alveg geðveikt týnd, hún sagði ekki einu sinni bless.“ „Þú ert bara þarna eins og illa gerður hlutur að bíða fyrir utan klósettið …“ Fram kom í frásögnum þeirra að þjónustan gat reynst ópersónuleg. „Þú veist þetta er ógeðslega mikil svona færi banda eitthvað.“ Sú tilfinning kom fram hjá einni konunni að hún væri nánast fyrir og að fagaðili hefði í raun engan tíma til að fara í gegnum hlutina með henni. „Mér fannst ég … alveg svona stoppa hana af og spyrja hana … áður en hún … var bara búin að senda mig burt.“ Í hraðanum fannst konunni meðferðaraðilinn engan veginn eins almennilegur: „Ótrúlega að flýta sér … þú veist, ferð þetta (fram) og búið.“ Ekki var gefið tækifæri til að spyrja: „Mér finnst bara að hún hefði alveg mátt aðeins gefa meiri tíma og vera aðeins svona almennilegri.“ Einnig kom fram þörf fyrir meiri ráðgjöf en hraði þjónustunnar leyfði það ekki: „Náði ekki almennilega … að tala um allt … þetta er náttúrulega svona í flýti … hefði alveg viljað fá meiri … ráðgjöf.“ Þetta sýndi að sumar konurnar höfðu þörf fyrir meiri tíma með fagaðila og að fá tækifæri til að spyrja og ræða málin.
Léttir Þegar konurnar mættu í viðtal eða skoðun létti þeim yfirleitt við það að mæta fagfólki sem var alúðlegt í framkomu, skapaði þægilegt andrúmsloft, var formdómalaust og jákvætt. Þessi framkoma fannst þeim að drægi úr spennu og kvíða hjá þeim. Þær höfðu mikla þörf fyrir öryggi og að geta treyst aðstæðum. Þær áttu jafnvel von á því að vera skammaðar á staðnum fyrir að hafa verið óábyrgar í kynlífi. Það reyndist þeim því mikill léttir þegar það var ekki gert. Fram kom þörf fyrir að mynda augnsamband við meðferðaraðila og að hann heilsaði konunni. Það reyndist þeim jafnframt mikils virði að hlustað væri á þær, þær fengju tækifæri til að ræða málin, gætu spurt spurninga og fengið útskýringar. Fagmennska Konurnar uppgötvuðu fljótlega að þjónustuferlið var í raun ekki svo hræðilegt heldur „… bara lítið mál þegar maður er kominn þarna inn“. Almennt séð voru „… allir voðalega jákvæðir“. Dæmigerð lýsing á reynslu þeirra var eftirfarandi: „Hún … róaði mann mjög mikið niður … maður var stressaður, svo róaðist maður.“ Þær höfðu þörf fyrir gott andrúmsloft. Þegar þær höfðu fundið fyrir óöryggi og spennu var það þeim mikilvægt að mæta vingjarnlegu viðmóti. „Rosa mikilvægt, bara eitt bros og það dugar alveg fyrir litlar sálir.“ „Um leið og einhver kemur til manns … og brosir til mín þá er maður bara rosa rólegur.“ „Hún var mjög almennileg, rosalega, ég var mjög ánægð með hana.“ „Hún var meira að pæla í því hvort að þú … hugsir vel um sjálfan þig.“
Það var þeim mikilvægt að fá góðar útskýringar og að þær væru settar fram á kurteisan hátt, „hún var rosalega kurteis ... útskýrði vel fyrir mér, þú veist, að ég gæti alltaf komið í blóðprufu ... sagði mér alveg hvað finnst í þvagprufunni, hvað finnst í blóðprufunni ...“ Þær höfðu þörf fyrir að spyrja spurninga: „Hún gaf manni tækifæri til að segja allt og hún
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
47
hlustaði.“ „Maður var ekki feiminn við að spyrja neitt.“ „Hún svaraði öllu sem ég spurði um.“ Sú spennulosun, sem varð við það að konurnar mættu fagmannlegu viðmóti, varð til þess að þær urðu opnari fyrir því að ræða málin og leið betur. Fordómaleysi Konurnar lögðu mikla áherslu á að fagfólk væri fordómalaust gagnvart þeirra kynhegðun. Tilhugsunin um að hafa stundað óábyrgt kynlíf gerði það að verkum að þær áttu jafnvel von á því að verða skammaðar. Það var þeim því mikill léttir þegar þær voru ekki dæmdar fyrir hegðun sína eða skammaðar fyrir óábyrga kynhegðun. Í frásögnum kom fram: „Hún var mjög almennileg … hún var með svona enga fordóma.“ „Hún var ekkert að skamma mann fyrir eitthvað.“
Að auki kom í ljós sú afstaða að fólki gæti orðið á í lífinu, „fólk gerir mistök“, „þetta getur komið fyrir alla“. Þannig fannst þeim mikilvægt að sýnt væri umburðarlyndi gagnvart margvíslegri hegðun fólks. Fordómaleysið þýddi fyrir þeim að þær væru ekki stimplaðar.
UMRÆÐUR Niðurstöðurnar sýndu að konurnar voru hluti af stærra samfélagi þar sem á sér stað umræða um þessi mál. Þó að sumum þeirra hafi tekist að vera frjálslegar í viðhorfum sínum til kynsjúkdóma kom það fram sem rauður þráður að kynsjúkdómum tengdist einhver skömm sem er almennt viðhaldið í samfélaginu. Þannig var skömmin undirliggjandi merkingarbær reynsla hjá þátttakendum rannsóknarinnar. Í henni felst meginhindrunin. Það var þessi yfirvofandi skömm sem gat brostið á hvar sem konurnar voru í þjónustuferlinu sem gerði það að verkum að þær urðu uppspenntar, kvíðnar og óttuðust jafnvel niðurlægingu. Þær þráðu því ósýnileikann þegar þær gengu í gegnum það að panta tíma, fara á staðinn og fá þjónustu. Það var ósýnileikinn sem gat varið þær fyrir skömminni. Meginþráðurinn í reynslu kvennanna var að komast í gegnum allt þjónustuferlið, frá því að þær pöntuðu tíma og þar til þær fengu niðurstöður, af virðingu, tillitssemi og án fordóma. Innst inni eru þær óöruggar og óttast niðurlægingu. Það getur verið mjög stórt skref að fara á slíka móttöku og þær þurfa að yfirvinna margar hindranir áður en þær mæta á staðinn en einnig eftir að þangað er komið. Þær vilja innst inni ekki þurfa að leita á svona móttöku, vilja fyrir alla muni ekki hitta þar nokkurn mann sem þær þekkja eða að einhver komist að því að þær hafi verið þarna. Ótti þeirra og spenna felst í að þekkja einhvern á staðnum, finna fyrir einhverju neikvæðu á móttökunni og að greinast með kynsjúkdóm því það geti orðið þeim til minnkunar. Yfir þeim svífur sá möguleiki að einhver komist að þessu og hugsanlega niðurlægi þær. Í erlendum rannsóknum hefur komið fram að ungt fólkt óttast að aðrir sjái það eða komist að því að það hafi verið á kynheilbrigðismóttöku (Donnelly, 2000; Griffiths o.fl., 2008; Lindberg o.fl., 2006). Rannsókn okkar sýndi að trúnaður, virðing og vingjarnleg framkoma var konunum mikils
48
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
virði. Það er að mörgu leyti í samræmi við erlendar niðurstöður um mikilvægi trúnaðar (Garside o.fl., 2002; Lindberg o.fl., 2006; Nwokolo o.fl., 2002), virðingar (Baraitser o.fl., 2003; Donnelly, 2000; Evans og Cross, 2007; Lindberg o.fl., 2006) og að þjónustan sé vingjarnleg (Nwokolo o.fl., 2002). Í könnun Nwokolo og félaga kom fram að unglingum af báðum kynjum fannst mest um vert (um 90%) að starfsfólkið væri vingjarnlegt. Niðurstöður okkar rannsóknar sýna að það var ákveðin spenna sem tengdist því að panta tíma, því sem fram undan er og fá niðurstöður úr rannsóknum. Reynslan var þeim mjög persónuleg. Niðurstöðurnar eru samhljóma niðurstöðum fræði legrar yfirlitsgreinar á sautján vísindalegum rannsóknum yfir tímabilið 2000-2010 um það sem helst hindrar ungt fólk að nýta sér kynheilbrigðisþjónustu. Í þeirri grein kom fram að það eru einmitt persónulegir þættir sem varða aðgengi að þjónustunni, biðina í biðstofunni og gæði þjónustunnar sem skiptir ungt fólk miklu máli (Bender og Fulbright, 2013). Til þess að þjónustan nái til ungs fólks þarf að ryðja úr vegi hindrunum er varða skipulag þjónustunnar en jafnframt að hlúa vel að gæðum hennar. Þau felast meðal annars í því að fagfólk gætir trúnaðar, er alúðlegt og fordómalaust, hlustar á skjólstæðinginn og gefur honum tækifæri til að spyrja. Reynsla kvennanna af samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk, það er hjúkrunarfræðinga og lækna, er yfirleitt góð en sumum finnst þau vera vandræðaleg eða ópersónuleg, að ekki sé komið til móts við þarfir þeirra og fara þaðan án þess að fá mikla fræðslu. Stundum eiga þær sjálfar erfitt með að spyrja spurninga en það virðist haldast í hendur við aðstæður hverju sinni. Ef fagaðili er jákvæður og opinn í samskiptum virðast samræðurnar vera gagnkvæmari. Einnig spilar þarna inn í sá tími sem skjólstæðingnum er gefinn hverju sinni. Ef tíminn er naumur kemur það niður á þjónustunni. Það er í höndum fagaðila eins og hjúkrunarfræðinga að skipuleggja þjónustuna og halda vörð um gæði hennar þannig að viðkomandi skjólstæðingi geti liðið vel meðan á heimsókninni stendur. Við skipulagningu ungdómsvænnar (youth friendly) móttöku hefur meðal annars verið lögð áhersla á að starfsfólk sé áhugasamt um að vinna með ungu fólki, sé fordómalaust og gefi nægar upplýsingar. Auk þess þarf að gefa nægan tíma til að ræða málin, hafa biðtíma stuttan, hafa umhverfi móttökunnar vingjarnlegt en jafnframt að fagaðili hafi góða þjálfun í að veita ungu fólki þjónustu (Tylee o.fl., 2007). Í kjölfar þessarar rannsóknar og könnunarinnar, sem gerð var á sama tíma, hafa verið gerðar ýmsar skipulagsbreytingar á göngudeild húð- og kynsjúkdóma á Landspítalanum. Má þar helst nefna að auðveldara er að panta tíma og fá svör úr kynsjúkdómaprófum en áður. Bætt var við einum móttökuritara, viðtöl við hjúkrunarfræðinga voru lengd og viðtalsherbergjum fjölgað.
Styrkur og takmarkanir Þessi eigindlega rannsókn gefur innsýn í hugarheim þeirra kvenna sem höfðu nýlega nýtt sér þjónustuna og hvað skipti þær máli. Þátttakendur voru valdir af handahófi og voru konurnar ýmist að nýta þjónustuna í fyrsta sinn eða höfðu áður komið á móttökuna. Úrtaksaðferðin gefur því tilefni til að ætla að svörin séu fjölbreytilegri en ella. Það er því minni hætta á að
Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER
konurnar endurspegli til dæmis einvörðungu þann hóp sem er óánægður með þjónustuna. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar felast í því að hún byggist á viðtölum við einungis sjö ungar konur og því er ekki unnt að yfirfæra niðurstöðurnar á stærri hóp. Hún náði ekki til ungra karla sem sækja sér þjónustu á kynsjúkdómamóttöku og því væri það verðugt framtíðarverkefni að skoða reynslu þeirra af þjónustunni og hvernig hún er miðað við konurnar. Ein slík rýnihóparannsókn í Bretlandi meðal ungra karla sýndi að í þeirra huga var kynheilbrigðisþjónusta einkum ætluð konum. Þeir sóttu hana ef mikið lá við og til að fá ókeypis smokka. Þá var það þeim mikilvægt að fara hratt í gegnum þjónustuferlið (Pearson, 2003).
ÁLYKTANIR Niðurstöður sýna mikilvægi þess að auðvelda ungum konum aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu þar sem þær geta fengið greiningu og meðferð á kynsjúkdómum. Það sem þó er mun mikilvægara er að þjónustan sé af þeim gæðaflokki að þeim sem þangað leita geti liðið vel á meðan á heimsókninni stendur og styrki þá til að lifa heilbrigðu kynlífi. Þakkir Höfundar vilja þakka þátttakendum fyrir að veita mikilvægar upplýsingar til að afla þekkingar á þessu sviði. Auk þess viljum við þakka Jóni Hjaltalín Ólafssyni, þáverandi yfirlækni húð- og kynsjúkdómadeildar Landspítalans, fyrir að leyfa og styðja við rannsóknina og Emmu Björgu Magnúsdóttur deildarstjóra og öðru starfsfólki deildarinnar fyrir stuðning við rannsóknarverkefnið. Auk þess er Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði þakkað fyrir að útvega viðtalsaðstöðu og fyrir fjárhagslegan stuðning. Heimildir Avery, L., og Lazdane, G. (2010). What do we know about sexual and reproductive health of adolescents in Europe? The European Journal of Contraception & Reproductive Health, 15, Supplement S2, 54-67. Baraitser, P., Blake, G., Brown, K.C., og Piper, J. (2003). Barriers to the involvement of clients in family planning service development: Lessons learnt from experience. Journal of Family Planning and Reproductive Health Care, 29, 199-203. Bearinger, L.H., Sieving, R.E., Ferguson, J., og Sharma, V. (2007). Global perspectives on the sexual and reproductive health of adolescents: Patterns, prevention, and potential. Lancet, 369, 1220-31. Bender, S.S., og Fulbright, K. (2013). Content analysis: A review of perceived barriers to sexual and reproductive health services by young people. The European Journal of Contraception and Reproductive Health Care, 18(3), 159-167. Bender, S.S., og Kosunen, E. (2005). Teenage contraceptive use in Iceland: A gender perspective. Public Health Nursing, 22(1), 17-26. Bender, S.S. (1999). Attitudes of Icelandic young people toward sexual health and reproductive health services. Family Planning Perspectives, 31, 294-301. CDC (Centers for Disease Control and Prevention) (2012). 2012 sexually transmitted diseases surveillance. Sótt 5. ágúst á http://www.cdc.gov/ std/stats12/figures/1.htm og http://www.cdc.gov/std/stats12/figures/5. htm. DiCenso, A., Borthwick, V.W., Busca, C.A., Creatura, C., Holmes, J.A., Kalagian, W.F., og Partington, B.M. (2001). Completing the picture: Adolescents talk about what’s missing in sexual health services. Canadian Journal of Public Health, 92(1), 35-38. Donnelly, C. (2000). Sexual health services: A study of young people’s perceptions in Northern Ireland. Health Education Journal, 59, 288-296. ECDC (European Centre for Disease Prevention and Control) (2009). ECDC GUIDANCE: Chlamydia Control in Europe. Stokkhólmi: ECDC.
EpiNorth (e.d.). Genital chlamydial infection. Sótt 31. júlí 2012 á http://www. epinorth.org/eway/default.aspx?pid=230&trg=Area_5279&MainArea_52 60=5279:0:15,2937:1:0:0:::0:0&Area_5279=5291:44530::1:5290:1:::0:0 &diseaseid=04. Evans, J., og Cross, J. (2007). Community sexually transmitted infection services are good enough: A qualitative study of clients’ experiences. Journal of Family Planning & Reproductive Health Care, 33(4), 259-262. Garside, R., Ayres, R., Owen, M., Pearson, V.A.H., og Roizen, J. (2002). Anonymity and confidentiality: Rural teenagers’ concerns when accessing sexual health services. Journal of Family Planning and Reproductive Health Care, 28(1), 23-26. Geanellos, R. (2000). Exploring Ricoeur’s hermeneutic theory of interpretation as a method of analysing research texts. Nursing Inquiry, 7, 112-119. Ghasemi, A., Taghinejad, M., Kabiri A., og Imani, M. (2011). Ricoeur’s theory of interpretation: A method for understanding text (Course Text). World Applied Sciences Journal, 15(11), 1623-1629. Griffiths, C., Gerressu, M., og French, R.S. (2008). Are one-stop shops acceptable? Community perspectives on one-stop shop models of sexual health service provision in the UK. Sexually Transmitted Infections, 84(5), 395-399. Hansen, B.T., Kjær, S.K., Munk, C., Tryggvadottir, L., Sparén, P., HagerupJenssen, M., Liaw, K.-L., og Nygård, M. (2010). Early smoking initiation, sexual behavior and reproductive health – a large population-based study of Nordic women. Preventive Medicine, 51, 68-72. Landlæknisembættið (2014). Tilkynningaskyldir sjúkdómar. Sótt 26. febrúar 2014 á http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/ tilkynningarskyldir-sjukdomar/. Laverty, S.M. (2003). Hermeneutic phenomenology and phenomenology: A comparison of historical and methodological considerations. International Journal of Qualitative Research, 2(3). Sótt 12. mars 2014 á http://www. ualberta.ca/~iiqm/backissues/2_3final/html/laverty.html. Lewis, D., Newton, D.C., Guy, R.J., Ali, H., Chen, M.Y., Fairley, C.K., og Hocking, J.S. (2012). The prevalence of Chlamydia trachomatis infection in Australia: A systematic review and meta analysis. BioMedical Central Infectious Diseases, 12(113), 1471-2334. Sótt 7. ágúst 2014 á http:// www.biomedcentral.com/content/pdf/1471-2334-12-113.pdf. Lindberg, C., Lewis-Spruill, C., og Crownover, R. (2006). Barriers to sexual and reproductive health care: Urban male adolescents speak out. Issues in Comprehensive Pediatric Nursing, 29, 73-88. Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975. Ma, Q., Ono-Kihara, M., Cong, L., Xu, G., Pan, X., Zamani, S., Ravari, S.M., Zhang, D., Homma, T., og Kihara, M. (2009). Early initiation of sexual activity: A risk factor for sexually transmitted diseases, HIV infection, and unwanted pregnancy among university students in China. Bio Medical Central Public Health, 9, 111. DOI:10.1186/1471-2458-9-111. Nwokolo, N., McOwan, A., Hennebry, G., Chislett, L., og Mandalia, S. (2002). Young people’s views on provision of sexual health service. Sexually Transmitted Infections, 78, 342-345. Panchaud, C., Singh, S., Feivelson, D., og Darroch, J.E. (2000). Sexually transmitted diseases among adolecents in developed countries. Family Planning Perspective, 32(1), 24-32 og 45. Pearson, S. (2003). Promoting sexual health services to young men: Findings from focus group discussions. Journal of Family Planning and Reproductive Health Care, 29(4), 194-198. Ricoeur, P. (1976). Interpretation theory-discourse and the surplus of meaning. Fort Worth: Texas Christian University Press. Sigrún Birna Hafsteinsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir (2007). Viðhorf ungs fólks til kynheilbrigðisþjónustu. Óbirt BS-ritgerð: Hjúkrunarfræðideild Háskóli Íslands. Sóley S. Bender (2010, mars). Kynheilbrigðisþjónusta: Sýn ungs fólks fyrr og nú. Opinn prófessorsfyrirlestur á Háskólatorgi, Reykjavík. Sóttvarnalög nr. 19/1997. Tylee, A., Haller, D.M., Graham, T., Churchill, R., og Sanci, L. (2007). Youth friendly primary-care services: How are we doing and what more needs to be done? Lancet, 369, 1565-1573. UNDPI (United Nations Department of Public Information) (1995). International conference on population and development. Summary of the programme of action. Sótt 27. júlí 2012 á http://www.un.org/ ecosocdev/geninfo/populatin/icpd.htm#chapter7. Wilson, A., og Williams, R. (2000). Sexual health services: What do teenagers want? Ambulatory Child Health, 6, 253-260.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
49
Helga Bragadóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala Hulda S. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala Ásta S. Thoroddsen, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
STAKAR LYFJAGJAFIR HJÚKRUNARFRÆÐINGA ÁN SKRIFLEGRA FYRIRMÆLA LÆKNA: LÝSANDI RANNSÓKN
ÚTDRÁTTUR
Á Íslandi hafa hjúkrunarfræðingar ekki leyfi til að gefa lyf án ávísunar frá lækni en lyfjagjöf hjúkrunarfræðinga án milligöngu læknis þekkist þó í bráðaþjónustu hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á umfang og eðli stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án skriflegra fyrirmæla lækna á Landspítala. Um lýsandi afturvirka megindlega rannsókn var að ræða. Í þýðinu voru allar ávísaðar og skráðar lyfjagjafir á Landspítala í rafræna lyfjaumsýslukerfinu Therapy sem voru 1.586.684 árið 2010 og 1.633.643 árið 2011. Í úrtakinu voru stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga á Landspítala án skriflegra fyrirmæla lækna, sem voru skráðar í rafræna lyfjaumsýslukerfið Therapy undir heitinu umbeðið af hjúkrun árin 2010 og 2011, samtals 24 mánaða tímabil. Gögn voru fengin frá heilbrigðis- og upplýsingatæknisviði Landspítala að fengnum viðeigandi leyfum. Við úrvinnslu voru gögnin lesin inn í Microsoft Excel með Power Pivot viðbót. Árið 2010 voru stakar lyfjagjafir 4% (n=63.454) af heildarlyfjagjafafjölda á Landspítala og 4,23% (n=69.132) árið 2011. Fjöldi stakra lyfjagjafa jókst um 8,95% frá 2010 til 2011 og er það marktækur munur á árum χ2 (1, N=159.586) = 243,46, p<0,001. Flestar stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga voru á skurðlækningaog lyflækningasviðum bæði árin. Mest var um stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga um kl. 22 á kvöldin. Flestar stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga komu úr lyfjaflokki N (m.a. verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf), 65,34% árið 2010 og 65,03% árið 2011, lyfjaflokki A (m.a. ógleðistillandi lyf og sýrubindandi lyf), 15,70% árið 2010 og 16,78% árið 2011, og lyfjaflokki M (m.a. bólgueyðandi gigtarlyf), 6,23% árið 2010 og 5,38% árið 2011. Þessar niðurstöður benda til þess að stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga án skriflegra fyrirmæla lækna séu nokkuð algengar á Landspítala. Niðurstöðurnar krefjast þess að viðfangsefnið sé skoðað nánar og verklag við lyfjavinnu á bráðasjúkrahúsum endurskoðað. Lykilorð: hjúkrunarfræðingar, lyfjafyrirmæli, sjúkrahús, stakar lyfjagjafir.
INNGANGUR Lyfjavinna er stór hluti vinnu hjúkrunarfræðinga í bráða þjónustu. Lögum samkvæmt ættu hjúkrunarfræðingar á Íslandi ekki að gefa lyf nema fyrir liggi skrifleg fyrirmæli læknis. Engu að síður hefur lengi tíðkast að hjúkrunarfræðingar gefi lyf án fyrirmæla, en umfang og eðli slíkrar lyfjagjafar er ekki þekkt. Ýmsar ástæður geta verið fyrir lyfjagjöf án fyrirmæla lækna, s.s. að ekki næst í lækni eða að lyfjagjöf þolir ekki bið vegna ástands sjúklings. Hávær alþjóðleg og innlend umræða undanfarin ár um öryggi sjúklinga og gæði þjónustu, ekki síst hvað lyfjameðferð varðar og ósamræmi
50
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
ENGLISH SUMMARY Bragadóttir, H., Gunnarsdóttir, H.S., Thoroddsen, A.S. The Icelandic Journal of Nursing (2015), 91 (2), 50-56
MEDICATION ADMINISTRATIONS BY NURSES WITHOUT DOCTORS’ WRITTEN PRESCRIPTIONS: A DESCRIPTIVE STUDY In Iceland nurses are not licensed to prescribe medications, but in practice it is known that nurses administer medications in acute care without doctors’ prescriptions. The purpose of this study was to identify the extent and characteristics of medication administration by nurses without doctors’ prescriptions at Landspitali University Hospital. This was a descriptive, retrospective and quantitative study. The study population were all prescriptions that had been registered into the electronic medication management system, Therapy, at Landspitali, in total 1,586,684 in 2010 and 1,633,643 in 2011. The sample comprised individual medications administered by nurses without doctors’ written prescriptions that had been registered in Therapy as prescribed by nursing in the years 2010 and 2011, or 24 months in total. Data were provided by the Department of Health and Information Technology at Landspitali after appropriate permissions had been granted. The data were transferred into Microsoft Excel with Power Pivot addition for analysis. In the year 2010 individual medication administrations by nurses were 4% (n=63,454) of the total number of medication administrations at Landspitali and 4.23% (n=69,132) in the year 2011. The number of individual medication administrations by nurses increased by 8.95% between 2010 and 2011, indicating a statistically significant increase (χ2 (1, N=159,586) = 243.46, p<0.001). Most individual medication administrations by nurses were in the surgical and medical divisions in both years. Individual medication administrations by nurses occurred most often around 10 pm. Most individual medication administrations by nurses were from the ATC class N (such as analgesics, hypnotics and sedatives) accounting for 65.34% in 2010 and 65.03% in 2011; from ATC class A (such as antiemetica and antacids) which accounted for 15.70% in 2010 and 16.78% in 2011; and from the ATC class M (such as anti-inflammatory and anti-rheumatic products) accounting for 6.23% in 2010 and 5.38% in 2011. These results indicate that individual medication administrations by nurses without doctors written prescriptions are significant in Landspitali. The results require further exploration of medication work and work procedures in acute care. Key words: hospitals, individual medication administration, medication prescriptions, nurses. Correspondance: helgabra@hi.is
Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER
í reglum og lögum annars vegar og raunveruleikanum hins vegar, kalla á að viðfangsefnið sé skoðað gaumgæfilega. Mikilvægt er að greina hvernig tryggja megi örugga og skilvirka þjónustu við sjúklinga þegar kemur að lyfjameðferð. Læknar eru eina heilbrigðisstéttin á Íslandi sem hefur leyfi til að ávísa lyfjum en tannlæknar og dýralæknar hafa takmarkað leyfi (Lyfjalög nr. 93/1994; Reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja nr. 111/2001). Í öðrum löndum fellur lyfjaávísun annarra en lækna undir mismunandi skilgreiningar og heiti eftir því hvaða heimild þeir hafa og hversu sjálfstæðir þeir eru. Víða erlendis tíðkast lyfjaávísun annarra en lækna (e. non-medical prescribing) en það eru heilbrigðisstarfsmenn sem ekki eru læknisfræðimenntaðir, svo sem hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og lyfjafræðingar, sem hafa heimild til að ávísa lyfjum (Bhanbhro o.fl., 2011). Þeir sem geta ávísað lyfjum sjálfstætt (e. independent prescribers) eru fagaðilar sem meta ástand og heilsufar skjólstæðinga, greina vandamál, ákveða lyfjameðferð og bera ábyrgð á ferlinu án þátttöku lækna eða annarra (Bhanbhro o.fl., 2011; Courtenay o.fl., 2007; Hall, 2005; Kroezen o.fl., 2012). Að vera öðrum háður um lyfjaávísun (e. supplementary prescriber) felur í sér samvinnu læknis (e. independer) og hjúkrunarfræðings eða lyfjafræðings (e. depender) um meðferðaráætlun (e. clinical managment plan) (Kroezen o.fl., 2012; Latter o.fl., 2007). Læknir sjúkdómsgreinir þá sjúkling og veitir hjúkrunarfræðingi eða lyfjafræðingi heimild til að ávísa lyfjum til sjúklings í samræmi við heilsufarsgreiningu og lyfjalista (Hall, 2005; Kroezen o.fl., 2012). Lyfjaávísun hjúkrunarfræðings (e. nurse prescribing) er skilgreind sem fyrirmæli hjúkrunarfræðings um lyf eða tæki sem hann hefur umboð til að ávísa samkvæmt lögum í starfi sínu (Kaplan o.fl., 2011). Á nokkrum deildum Landspítala hefur viðgengist það verklag að hjúkrunarfræðingar gefa lyf án fyrirmæla lækna þar sem samþykktur lyfjalisti er til staðar (Landspítali, 2009) en deildarstjórar og yfirlæknar útbúa slíka lyfjalista fyrir sína deild (Landspítali, 2002). Hjúkrunarfræðingar geta þá gefið ákveðin lyf í ákveðnu magni. Lyfjalistinn er undirritaður af viðkomandi yfirlæknum og lyfjagjöfin er sameiginlega á ábyrgð viðkomandi hjúkrunarfræðings, sem ávísar lyfi og gefur, og þeirra lækna sem eru skráðir fyrir lyfjalistanum sem er vistaður í gæðahandbók spítalans (Landspítali, 2009). Heimildin fellur þá undir það að vera öðrum háður við lyfjaávísun (Kroezen o.fl., 2012; Latter o.fl., 2007). Þó er þessu ekki þannig háttað lagalega séð því engin reglugerð heimilar það nema reglur þær sem Landspítali hefur sett sér um lyfjafyrirmæli og lyfjagjöf (Landspítali, 2002). Þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingar á Íslandi hafi ekki lagalegan rétt til að ávísa lyfjum er nokkur hluti lyfjaumsýslu og eftirlits í höndum þeirra (Helga Bragadóttir o.fl., 2010). Stór hluti vinnutíma hjúkrunarfræðinga fer í lyfjatiltekt og lyfjagjöf (Sigrún Gunnarsdóttir og Helga Bragadóttir, 2012) og er þá ótalin vinna þeirra við eftirlit með verkun lyfja og samráð við lækna um allt er lýtur að lyfjameðferð sjúklinga. Samkvæmt reglum Landspítala ber hjúkrunarfræðingur ábyrgð á gjöf lyfja samkvæmt fyrirmælum læknis og sá sem gefur sjúklingi lyf ber ábyrgð á þeirri lyfjagjöf (Landspítali, 2002).
Á Vesturlöndum hafa hjúkrunarfræðingar fengið lagalega heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Finnland, Hollandi, Írlandi, Kanada, Nýja-Sjálandi, Spáni og Svíþjóð (Canadian Nurses Association, 2012; Courtenay o.fl., 2007; Government of Canada, 2012; Kroezen o.fl., 2011, 2012, 2014; Romero-Collado o.fl., 2014). Reynslan af því að lögleiða heimild hjúkrunarfræðinga til að ávísa lyfjum er góð og talin bæta þjónustu við sjúklinga, hafa jákvæð áhrif á vinnu hjúkrunarfræðinga og draga úr álagi á lækna og heilbrigðiskerfið í heild (Gielen o.fl., 2014; Kroezen o.fl., 2013, 2014; Romero-Collado o.fl., 2014; Watterson o.fl., 2009). Ýmsar ástæður eru fyrir auknum heimildum hjúkrunarfræðinga til að ávísa lyfjum. Markmiðið með að veita hjúkrunarfræðingum í Bretlandi leyfi til að ávísa lyfjum var að nútímavæða og bæta þjónustuna (Latter o.fl., 2007) og nýta þekkingu og menntun hjúkrunarfræðinga betur og tryggja skilvirkan aðgang að lyfjum án þess að skerða öryggi sjúklinga (Latter og Courtenay, 2004). Í Ástralíu, Bandaríkjunum, Kanada, Nýja-Sjálandi og Svíþjóð voru helstu hvatar dreifbýlissjónarmið, skortur á læknum, að létta álagi af læknum og að viðurkenna sjálfstæða vinnu hjúkrunarfræðinga (Courtenay o.fl., 2007; Kroezen o.fl., 2011). Í 50 fylkjum Bandaríkjanna hafa sérmenntaðir hjúkrunarfræðingar með klínískt framhaldsnám (e. nurse practitioner) haft leyfi til að ávísa lyfjum allt frá sjöunda áratug síðustu aldar (Courtenay o.fl., 2007; Kroezen o.fl., 2011). Stofnanir viðurkenna sérfræðiþjónustu þeirra og þörf á störfum þeirra í samfélaginu, meðal annars vegna þess að ódýrara er að leita til þeirra en lækna. Helsti hvati Hollendinga fyrir því að lögleiða lyfjaávísun hjúkrunarfræðinga var sá að hjúkrunarfræðingar hafa ávísað lyfjum án þess að lagaumhverfið leyfði það (Kroezen o.fl., 2013). Mismunandi er eftir löndum hvaða kröfur stjórnvöld gera um menntun hjúkrunarfræðinga til að geta fengið leyfi til að ávísa lyfjum. Í öllum Evrópulöndum, sem leyfa að hjúkrunarfræðingar ávísi lyfjum, er gerð krafa um sérstakt námskeið og próf (Kroezen o.fl., 2011; Romero-Collado o.fl., 2014). Í flestum löndum er gerð krafa um klíníska reynslu áður en hjúkrunarfræðingar geta hafið nám í lyfjaávísun. Í Bandaríkjunum er gerð krafa um nám á meistarastigi þar sem lögð er áhersla á lyfjafræði, líkamsmat og færni í greiningu vandamála (Latter o.fl., 2007). Í Ástralíu, á Nýja-Sjálandi, í Kanada og Hollandi er einnig gerð krafa um meistaragráðu en á Bretlandi og á Írlandi þurfa hjúkrunarfræðingar að taka námskeið á BS-stigi sem veitir heimild til að ávísa lyfjum (Kroezen o.fl., 2011). Á Spáni er kennslan hluti af grunnnámi og framhaldsnámi hjúkrunarfræðinga (Kroezen o.fl., 2012; Romero-Collado o.fl., 2014). Fáar heimildir fjalla um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga innan sjúkrahúsa. Í kjölfar lagabreytinga í Bretlandi árin 2002 og 2006 var opnað fyrir það að hjúkrunarfræðingar á bráðasjúkrahúsum gætu ávísað lyfjum (Jones o.fl., 2011). Mikil fjölgun varð á þeim lyfjum og aðstæðum sem hjúkrunarfræðingar höfðu leyfi til að ávísa (Black, 2013; Courtenay, 2008). Dæmi um þetta voru lyf eins og Morfín eða Oxycodone í líknandi meðferð, Morfín sem verkjameðferð eftir aðgerð eða mikinn áverka eða hjartaáfall og
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
51
Díazepam hjá einstaklingi sem er í fráhvarfi (Courtenay, 2008). Árið 2012 var reglugerð í Bretlandi breytt í þá átt að nú mega hjúkrunarfræðingar með leyfi (e. nurse independent prescriber) ávísa öllum eftirritunarskyldum lyfjum sem falla undir þeirra starfsvettvang (Griffith og Tengnah, 2012). Lyfjaávísunum hjúkrunarfræðinga með leyfi svipar til lyfjaávísana lækna hvað tegund lyfja, skammta og fjölda sjúklinga varðar (Gielen o.fl., 2014). Rannsókn Wilson og félaga (2012) á lyfjaávísunum hjúkrunarfræðinga í vettvangsteymi sjúkrahúss í Bretlandi, sýndi að mest var ávísað af vökvum í æð, næringu og söltum auk verkjalyfja, úðalyfja, ógleðistillandi og sýrubindandi lyfja, sýklalyfja og hjartalyfja. Einnig kom í ljós að ávísanir lyfja jukust milli kl. 20 og 04 og náðu hámarki frá kl. 22 til 24. Svipaðar niðurstöður komu fram í rannsókn Pirret (2011) á Nýja-Sjálandi en það voru aðallega verkjalyf og sölt sem þar var ávísað bæði fyrir og eftir leyfi til lyfjaávísunar. Eftir að hjúkrunarfræðingar höfðu öðlast leyfi ávísuðu þeir fleiri lyfjategundum (s.s. lyfjum við hjartsláttaróreglu, sýklalyfjum, segavarnarlyfjum og þvagræsilyfjum) heldur en þegar lyfjalistinn (e. standing order) var notaður (verkjalyf, ógleðistillandi lyf, bráðalyf, berkjuvíkkandi lyf, vökvi í æð, sölt og ýmis lyf). Umfang lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna (stakra lyfjagjafa) er ekki þekkt á Íslandi og innlendar og erlendar rannsóknir um viðfangsefnið benda til þess að það sé lítt eða ekki rannsakað. Með tilkomu rafrænna lyfjafyrirmæla er unnt að varpa skýrara ljósi á lyfjagjafir, eðli þeirra og umfang. Mikilvægt er að varpa ljósi á viðfangsefnið og leggja þannig grunn að upplýstri umræðu um hvernig bæta má verkferla við lyfjameðferð sjúklinga. Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á umfang og eðli stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án skriflegra fyrirmæla lækna á Landspítala. Með stökum lyfjagjöfum hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna er átt við skráningu á lyfjagjöf í eitt skipti í senn í lyfjaumsýslukerfið Therapy undir einu sameiginlegu notendanafni hverrar deildar (umbeðið af hjúkrun) þegar fyrirmæli læknis eru ekki til staðar (Birna Jónsdóttir og Björk Inga Arnórsdóttir, 2009). Í þessari rannsókn er átt við skrifleg fyrirmæli þegar talað er um að lyfjagjöf sé án fyrirmæla lækna. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: 1. Hvert er umfang stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna á Landspítala árin 2010 og 2011 m.t.t. fjölda á ári, mánuði, vikudegi, tíma sólarhrings og er munur eftir árum? 2. Úr hvaða lyfjaflokkum (samkvæmt ACT-flokkun) eru lyf gefin og hvaða lyfjum er helst ávísað innan hvers flokks?
AÐFERÐ Um lýsandi afturvirka megindlega rannsókn var að ræða. Þýði og úrtak Þýði rannsóknarinnar voru allar ávísaðar og skráðar lyfjagjafir á Landspítala í rafræna lyfjaumsýslukerfinu Therapy en þær voru 1.586.684 árið 2010 og 1.633.643 árið 2011. Úrtak
52
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
rann sóknar innar voru stakar lyfja gjafir hjúkrunarfræðinga á Land spítala án fyrirmæla lækna sem voru skráðar í rafræna lyfja umsýslu kerfið Therapy undir heitinu umbeðið af hjúkrun árin 2010 og 2011. Hver deild hefur notendanafn í Therapy fyrir hjúkrun og skrá hjúkrunarfræðingar lyfjagjöfina undir því kenni merki. Árið 2010 voru notendanöfn hjúkrunar á Landspítala, sem skráðu í Therapy, samtals 54 en 61 árið 2011. Úrtakið náði til 51 notendanafns hjúkrunar í Therapy á geðsviði (10 notendanöfn hjúkrunar), kvenna- og barnasviði (5 notendanöfn hjúkrunar), lyflækningasviði (22 notendanöfn hjúkrunar) og skurðlækningasviði (14 notendanöfn hjúkrunar). Gert er ráð fyrir að í úrtaki séu lyf sem eru á lyfjalistum deilda enda falla þær lyfjagjafir undir stakar lyfjagjafir án skriflegra fyrirmæla lækna. Framkvæmd Gögn voru fengin frá heilbrigðis- og upplýsingatæknisviði Landspítala. Gagnaskráin afmarkaðist af færslum frá árunum 2010 og 2011 eða samtals 24 mánaða tímabili. Gögnin bárust á geisladiski sem Microsoft Excel-skjal sem innihélt svæði með upplýsingum um skráningu lyfjaávísunar, þ.e. hvaða deild skráði, dagsetningu og tíma, lyfjaflokk (samkvæmt ATC) og lyfjaheiti (Lyfjastofnun, 2010). Siðfræði Framkvæmd rannsóknarinnar var tilkynnt Persónuvernd (nr. S562/2012), samþykkis framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala var aflað þar sem lyfjaskrá er hluti af sjúkraskrá og fengið var leyfi frá siðanefnd Landspítala (nr. 14/2012). Gögnin, sem notuð voru í rannsókninni, innihéldu engar persónugreinanlegar upplýsingar og því ekki hægt að tengja þau við ákveðna starfsmenn eða sjúklinga. Úrvinnsla gagna Við úrvinnslu voru gögnin lesin inn í Microsoft Excel með Power Pivot-viðbót. Með notkun Pivot-taflna (snúningstaflna) var hægt að flokka og greina upplýsingar á mismunandi máta og nota lýsandi tölfræði til að varpa ljósi á niðurstöðurnar. Dagsetningum og tímum lyfjagjafar var skipt í ár, mánuði, daga og klukkustundir. Tölfræðileg greining, s.s. kí-kvaðratpróf, var framkvæmd með innbyggðum föllum í Microsoft Excel.
NIÐURSTÖÐUR Umfang stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna Árið 2010 voru stakar lyfjagjafir 4% (n=63.454) af heildarlyfjagjafafjölda á Landspítala og 4,23% (n=69.132) árið 2011. Fjöldi stakra lyfjagjafa jókst um 8,95% frá 2010 til 2011 og er það marktækur munur á árum χ2 (1, N=159.586) = 243,46, p<0,001. Flestar stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga voru á skurðlækningasviði og lyflækningasviði bæði árin. Tafla 1 sýnir fjölda stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga eftir klínískum sviðum árin 2010 og 2011.
Aukning varð á stökum lyfjagjöfum hjúkrunarfræðinga alla mánuði milli ára nema í júní og október, þar varð fækkun á stökum lyfjagjöfum. Stakar lyfjagjafir voru fæstar yfir
Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER
Tafla 1. Fjöldi stakra lyfjagjafa án fyrirmæla lækna eftir klínískum sviðum árin 2010 og 2011. Breyting
Fjöldi
Klínísk svið
2010
2011
milli ára % 15,27
Skurðlækningasvið
26.024
29.997
Lyflækningasvið
23.163
25.359
9,48
8.818
8.049
-8,72
Kvenna- og barnasvið Geðsvið SAMTALS
5.449
5.727
5,10
63.454
69.132
8,95*
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
* χ2 (1, N=159586) = 243,46, p<0,001
0
sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Mynd 1 sýnir fjölda stakra lyfjagjafa á mánuði. Þegar stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga eru skoðaðar með tilliti til vikudags sést að dreifingin er nokkuð jöfn. Mynd 2 sýnir stakar lyfjagjafir eftir vikudögum. Stakar lyfjagjafir voru flestar frá þriðjudegi til föstudags og fæstar á sunnudögum og mánudögum árið 2010. Árið 2011 varð aukning milli ára á stökum lyfjagjöfum alla vikudagana fyrir utan þriðjudaga þar sem varð fækkun. Mest var um stakar lyfjagjafir á mánudögum, fimmtudögum og föstudögum árið 2011.
M
á
d nu
ag
ur Þr
i
ud ðj
ag
ur M
ið
v
d iku
ag
ur Fim
m
tu
da
gu
r Fö
u st
da
gu
r La
u
r ga
da
gu
r Su
n
d nu
ag
ur
2011
2010
Mynd 2. Fjöldi stakra lyfjagjafa án fyrirmæla lækna eftir vikudögum árin 2010 og 2011.
12.000
10.000
7.000 8.000 Fjöldi lyfjagjafa
6.000 5.000 4.000
6.000
2010
2011
4.000
3.000 2.000 2.000
Ja
nú
ar Fe
br
úa
r M
ar
s
Ap
ríl
M
aí
Jú
ní
2010
Jú
lí
Ág
ús
t
p Se
te
m
be
r Ok
tó
be
r Nó
ve
m
be
r De
se
m
be
r
23
22
21
20
19
18
17
16
15
14
13
12
11
10
09
08
07
06
05
04
03
02
00
0
01
0
1.000
Mynd 3. Fjöldi stakra lyfjagjafa án fyrirmæla lækna eftir tímum sólarhrings árin 2010 og 2011.
2011
Mynd 1. Fjöldi stakra lyfjagjafa án fyrirmæla lækna eftir mánuðum árin 2010 og 2011.
Þegar stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga eru skoðaðar með tilliti til tíma sólarhrings sjást sveiflur eftir tíma en sama mynstur sést í dreifingu frá 2010 til 2011. Stakar lyfjagjafir náðu hámarki kl. 22 þar sem er áberandi toppur bæði árin og aukning frá 2010 til 2011. Mynd 3 sýnir dreifingu stakra lyfjagjafa á tíma sólarhrings. Lyfjaflokkar og lyf Flestar stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga komu úr lyfjaflokki N, sem inniheldur meðal annars verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf, eða 65,34% árið 2010 og 65,03% árið 2011. Næstflestar
stakar lyfjagjafir voru úr lyfjaflokki A, sem inniheldur meðal annars ógleðistillandi lyf og sýrubindandi lyf, eða 15,70% árið 2010 og jókst á milli ára, í 16,78% árið 2011. Þriðji algengasti flokkur stakra lyfjagjafa var M-flokkur með 6,23% árið 2010 og 5,38% árið 2011. M-flokkur inniheldur meðal annars bólgueyðandi gigtarlyf. Stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga úr öðrum flokkum voru fátíðari. Tafla 2 sýnir fjölda stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga eftir lyfjaflokkum og algengustu lyfin í hverjum flokki. Þegar skoðað var nánar hvaða lyfjum var helst ávísað af hjúkrunarfræðingum innan algengustu flokkanna kom í ljós að 165 lyfjategundum var ávísað úr N-flokki tauga- og geðlyfja. Þetta voru lyf eins og svefnlyf og róandi lyf, svo sem Imovane og Sobril, verkjalyf, svo sem Panodil og Parkodin, og eftirritunarskyld
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
53
Tafla 2. Stakar lyfjagjafir án fyrirmæla lækna árin 2010 og 2011 eftir ATCflokkum með algengustu lyfjunum í hverjum flokki. ATC-lyfjaflokkar A
B
C
D
Meltingarfæra- og efnaskiptalyf Primperan Sorbitol Ondansetron Blóðlyf Ringer-Acetat Klexan Fragmin Hjarta- og æðasjúkdómalyf Furix Trandate Nitromex Húðlyf Pevaryl ACP Betnovat
2010 Fjöldi
2011 %a
Fjöldi
9.961 15,70 11.611 3.485 34,99a 4.095 1.450 14,56 1.719 942 9,46 1.161 1.461 2,30 1.293 328 22,45 287 186 12,73 381 280 19,16 0 2.049 3,23 2.155 659 32,16 659 247 12,05 214 201 9,81 219 14 0,02 14 4 28,57 1 1 7,14 3 1 7,14 2
%a 16,80 35,14 14,69 9,75 1,87 22,20 29,47 0,00 3,12 30,58 9,93 10,16 0,02 7,14 21,43 14,29
Þvagfæralyf, kvensjúkdómalyf og kynhormónar
239
0,38
249
0,36
Methergin Ditropan Depo-Provera
171 7 7
71,55 2,93 2,93
164 16 9
65,86 6,43 3,61
H
Hormónalyf, önnur en kynhormónar og insúlín
828
1,30
779
1,13
J
Syntocinon Dexa-Ratiopharm Solu-Cortef Sýkingalyf Ekvacillin Kefzol Augmentin
588 60 44 1.937 684 229 231
71,01 7,25 5,31 3,05 35,31 11,82 11,93
558 42 41 2.628 1.398 243 173
71,63 5,39 5,26 3,80 53,20 9,25 6,58
L
Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar
0,03
20
0,03
17,65 5 11,76 5 11,76 2 6,21 3.700 75,65 2.820 5,03 299 4,65 233 65,35 44.950 22,98 9.822 25,25 10.545 9,98 4.926 0,10 51 95,31 46 4,69 4 2,20 1.577 20,44 309 14,01 210 12,51 200 0,04 40 28,00 12 4,00 8 12,00 3 0,09 65 31,03 16 24,14 10 8,62 12 100 69.132
13,51 13,51 5,41 5,35 76,22 8,08 6,30 65,02 21,85 23,46 10,96 0,07 90,19 7,84 2,28 19,59 13,32 12,68 0,06 30,00 20,00 7,50 0,09 24,62 15,38 18,46 100
G
M
N
P
R
S
V
Neupogen Tamoxifen Xeloda Stoðkerfislyf Íbúfen Toradol Voltaren Tauga- og geðlyf Imovane Paracetamol Parkódín Sníklalyf Kínín Metronidazol Öndunarfæralyf Phenergan Ventolin Atrovent Augn- og eyrnalyf Oculac Chloromycetin Xalatan Ýmis lyf Nutrison Naloxonhýdróklóríð Calogen SAMTALS
17 3 2 2 3.939 2.980 198 183 41.463 9.527 10.466 4.139 64 61 3 1.399 286 196 175 25 7 1 3 58 18 14 5 63.454
a Hlutföll með lyfjum innan flokka eiga við flokkinn, ekki samtals stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga án skriflegra fyrirmæla lækna.
54
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
verkjalyf, svo sem Ketogan, Morfín og Tradolan. Hlutfall eftirritunarskyldra lyfja var um 16% af heildarlyfjagjöfum í þessum flokki árið 2010 og tæp 17% árið 2011. Í A-flokki meltingarfæra- og efnaskiptalyfja var ávísað 102 lyfjategundum. Dæmi um lyf úr þessum lyfjaflokki voru ógleðistillandi lyf, svo sem Primperan og Zofran, og sýrubindandi lyf, svo sem Omeprazol, Pariet og Nexium. Í M-flokki stoðkerfislyfja var ávísað 32 lyfjategundum. Aðallega var um að ræða verkjastillandi og bólgueyðandi lyf, svo sem Ibúfen, Toradol og Voltaren.
UMRÆÐUR Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna séu nokkuð algengar á Landspítala. Þrátt fyrir að þær séu aðeins brot allra lyfjagjafa sem skráðar eru í rafrænar sjúkraskrár árlega er umfangið umtalsvert, ekki síst í ljósi þess að á Íslandi hafa hjúkrunarfræðingar ekki leyfi til að ávísa lyfjum. Hvaða ástæður liggja þessu til grundvallar er ekki hægt að sjá af gögnum þessarar rannsóknar en ætla má að þær séu svipaðar og í öðrum löndum, svo sem álag á lækna og ákveðin viðleitni til að veita skjóta og góða meðferð (Courtenay o.fl., 2007; Kroezen o.fl., 2011, 2013). Í Bretlandi fengu hjúkrunarfræðingar leyfi til lyfjaávísunar eftir að almennt var viðurkennt að oft voru þeir búnir að velja lyfjameðferð og læknar staðfestu einungis val þeirra (Hall, 2005) og í Hollandi var í raun um lögleiðingu á ákveðnu verklagi að ræða þar sem hjúkrunarfræðingar höfðu um langan tíma ávísað lyfjum án þess að hafa til þess leyfi (Kroezen o.fl., 2013). Umfang stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga á klínískum sviðum Landspítala árin 2010 og 2011 er mest á skurðlækningasviði og næstmest á lyflækningasviði. Þetta eru stærstu sviðin með mikla starfsemi og það gæti skýrt niðurstöðurnar að einhverju leyti. Minnst var um stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna á geðsviði og gæti skýringin falist í minni þörf fyrir bráðalyf, svo sem verkjalyf og ógleðistillandi lyf, miðað við á skurð- og lyflækningasviðum. Einnig gætu venjur innan sviðsins verið hluti af skýringunni. Minnst var ávísað yfir sumarmánuðina og gæti það skýrst af samdrætti í starfsemi Landspítala, s.s. lokun deilda vegna sumarleyfa og afleysingafólk við vinnu, en hafa ber í huga að ekki var rýnt í starfsemistölur í þessari rannsókn og því ekki hægt að leita skýringa á lyfjagjöfunum. Flestar stöku lyfjagjafirnar voru frá miðvikudegi til föstudags og fæstar um helgar og á þetta við um bæði árin 2010 og 2011. Hefði mátt ætla að fækkun yrði á virkum dögum þegar gera má ráð fyrir betra aðgengi að læknum, en svo var ekki. Ef sólarhringurinn er skoðaður er mest um stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga um kl. 22 en þá er áberandi mest aukning og er hún svipuð á milli ára. Þetta er sambærilegt við rannsókn Wilson og félaga (2012) á sjúkrahúsi í Bretlandi þar sem skoðað var á hvaða tímum sólarhringsins hjúkrunarfæðingar (með
Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER
réttindi) ávísuðu lyfjum og kom í ljós að mest var ávísað á kvöldin og næturnar þegar aðgangur að læknum var minni. Á hefðbundnu lyfjatímunum, þ.e. kl. 9 og 14, var nokkuð um stakar lyfjagjafir án fyrirmæla lækna en þá hefði mátt ætla að læknar væru til staðar til að skrifa lyfjafyrirmæli. Skýringin gæti verið tímaleysi, bráð þörf, læknir ekki aðgengilegur eða lyfjalistar deilda notaðir. Eins og komið hefur fram í rannsóknum frá öðrum löndum eru helstu rökin fyrir að veita hjúkrunarfræðingum leyfi til að ávísa lyfjum að tryggja skilvirkan aðgang að lyfjum án þess að skerða öryggi sjúklinga og þannig bæta þjónustuna (Latter o.fl, 2007; Latter og Courtenay, 2004). Skortur á læknum og mikið vinnuálag á þeim eru þekkt rök fyrir að leyfa hjúkrunarfræðingum að ávísa lyfjum (Courtenay o.fl., 2007; Kroezen o.fl., 2011). Svipaðar aðstæður hérlendis gætu legið til grundvallar stökum lyfjagjöfum hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna, en því er þó ósvarað í þessari rannsókn. Stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga ná jafnt yfir lyfseðilskyld lyf, eftirritunarskyld lyf og lyf sem ekki eru lyfseðilskyld. Stór hluti af starfi hjúkrunarfræðinga er að greina og meðhöndla einkenni hjá sjúklingum, svo sem verki og ógleði, og má ætla að það sé ástæða þessara lyfjagjafa, þar sem stök lyf gefin af hjúkrunarfræðingum án fyrirmæla lækna eru algengust í flokki verkjalyfja og ógleðistillandi lyfja. Þetta er nokkuð sambærilegt við niðurstöður rannsóknar Wilson og félaga (2012) þar sem hjúkrunarfræðingar ávísuðu mest vökvum, verkjalyfjum og ógleðistillandi lyfjum. Rannsókn, sem gerð var á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum, sýndi að algengustu ástæður þess að hjúkrunarfræðingar á vakt á lyflækningadeildum þurftu að hringja í vaktlækni utan dagvinnutíma, voru verkir, ójafnvægi í blóðsykri, hár blóðþrýstingur, hegðun sjúklings eða aðstandenda, hiti og engin eða óskýr lyfjafyrirmæli. Algengustu viðbrögð lækna við þessum símhringingunum voru lyfjafyrirmæli en í 6 tilvikum svaraði læknir ekki símanum (Bernstam o.fl., 2007). Ekki kom fram hvernig hjúkrunarfræðingarnir leystu málið þegar þeir náðu ekki sambandi við lækni. Athyglisvert er að sjá allan þann fjölda lyfjategunda sem hjúkrunarfræðingar gefa án fyrirmæla lækna, svo sem sýklalyf, hjartalyf og blóðþynningarlyf auk verkjalyfja og ógleðistillandi lyfja. Hugsanleg skýring gæti verið röng notkun á kerfinu, til dæmis ef hjúkrunarfræðingur fær símaávísun frá lækni eða munnlegt leyfi fyrir lyfjagjöf að hann skrái ekki nafn læknis, eins og hann ætti að gera, heldur sjálfan sig fyrir lyfjagjöfinni. Önnur skýring gæti falist í því að sjúklingur biðji um lyf sem hann er vanur að taka heima en læknir hefur ekki ávísað því í Therapy. Til er reglugerð hér á landi um að lækni sé heimilt að ávísa skipstjóra, flugstjóra eða forsvarsmanni fyrirtækis eða stofnunar lyfjum í lyfjakistur skipa og loftfara eða í sjúkrakassa fyrirtækis eða stofnunar en ekkert er minnst á hjúkrunarfræðinga í þeirri reglugerð (Reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja nr. 421/1988). Frá 1988 til 2001 var í gildi reglugerð sem heimilaði ráðherra að veita hjúkrunarfræðingum á afskekktum stöðum leyfi til að afgreiða lyf úr lyfjaforða (Reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja nr. 421/1988), en þessi heimild er ekki í núverandi reglugerð (Reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja
nr. 111/2001). Ekki er til reglugerð um ávísun hjúkrunarfræðinga á lyf þrátt fyrir reglur Landspítala um skráningu lyfjafyrirmæla og lyfjagjafa frá árinu 1998 sem voru endurskoðaðar árið 2002 (Landspítali, 2002). Þar kemur fram að hjúkrunardeildarstjóra og yfirlækni deilda er heimilt að útbúa lyfjalista yfir ákveðin lyf sem hjúkrunarfræðingur getur gefið þar til skrifleg fyrirmæli læknis liggja fyrir (Landspítali, 2002). Samkvæmt eftirgrennslan rannsakenda eru þrjár deildir sem nýta sér þessa reglu og eru með samþykktan lyfjalista. Einn af þessum samþykktu lyfjalistum er fyrir vöknunardeildirnar þrjár á Landspítala og er lyfjalistinn útgefinn í gæðahandbók skurðlækningasviðs Landspítala og er hann sérstaklega merktur í Therapy (Landspítali, 2009). Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa sterkar vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar gefi sjúklingum sínum stök lyf án fyrirmæla lækna úr ýmsum lyfjaflokkum. Ástæður þessa eru þó enn óþekktar og ekki hægt að greina þær af gögnum þessarar rannsóknar. Töluverðar umræður hafa verið um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga og seinast upp úr áramótum 2012 eftir að þáverandi velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, kynnti fyrir ríkisstjórn drög að reglugerð þess efnis að heimila skyldi skólahjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum (Guðbjartur Hannesson, 2012). Snörp umræða varð í kjölfarið og ekki voru allir á eitt sáttir um ágæti reglugerðarinnar. Meðal annars var rætt um menntun hjúkrunarfræðinga til að ávísa lyfjum og í ritstjórnargrein í Læknablaðinu benti Hulda Hjartardóttir (2012) á að læknar væru þeir einu sem hefðu menntun til að ávísa lyfjum. Mikilvægt er að halda umræðunni um lyfjaávísanir hjúkrunarfæðinga áfram. Skoða þarf af alvöru og með upplýstum hætti hvernig hjúkrunarfræðingar á Íslandi geta fetað í fótspor kollega sinna í öðrum löndum þar sem lög og reglur eru um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga. Í grunnnámi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri er unnið að því að styrkja kennslu í öruggri lyfavinnu hjúkrunarfræðinga (Helga Bragadóttir o.fl., 2013), en kennslan, eins og henni er nú háttað, er miðuð við núverandi lög og reglugerðir. Eins og staðan er nú eru íslenskir hjúkrunarfræðingar í raun á afar gráu svæði hvað þetta varðar líkt og Hollendingar voru. Einn helsti hvati Hollendinga fyrir lögleiðingu lyfjaávísana hjúkrunarfræðinga var að þeir ávísuðu þá þegar lyfjum án þess að lagaumhverfið leyfði það (Kroezen o.fl., 2011). Góð reynsla er af lögleiðingu lyfjaávísana hjúkrunarfræðinga. Ekki hefur neins staðar verið hætt við lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga erlendis eða dregið úr þeim, þróunin hefur frekar verið í hina áttina að víkka út leyfin enn frekar eins og hefur til dæmis verið gert í Bretlandi (Black, 2013; Courtenay, 2008; Griffith og Tengnah, 2012; Jones o.fl., 2011). TAKMARKANIR RANNSÓKNAR Rannsóknin og niðurstöður hennar takmarkast við að hún er afturvirk og notuð eru gögn úr rafræna lyfjaumsýslukerfinu Therapy á Landspítala. Áreiðanleiki niðurstaðna er því aldrei meiri en áreiðanleiki gagnanna. Almennt er rafræn skráning talin áreiðanleg en sumir telja ákveðna vankanta á Therapy-kerfinu þegar gefa þarf lyf ört á nokkurra sekúnda eða mínútna fresti (eins og gerist meðal annars á gjörgæslu- og vöknunardeildum og skurðstofum) og að þá sé jafnvel um vanskráningu að
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
55
ræða. Stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga á Landspítala gætu því verið enn fleiri en niðurstöður gefa til kynna. Ekki var tekið tillit til breyta sem geta haft áhrif, svo sem sjúklingafjölda, legudaga, bráðleika eða reynslu starfsmanna, en það gæti haft áhrif á áreiðanleika skráningar. Hins vegar er um stórt úrtak að ræða og það eykur innra réttmæti rannsóknarinnar. NÝTING NIÐURSTAÐNA OG TILLÖGUR AÐ FREKARI RANNSÓKNUM Niðurstöður rannsóknarinnar krefjast þess að viðfangsefnið sé skoðað nánar og verklag við lyfjavinnu á bráðasjúkrahúsum endurskoðað. Í því tilliti þarf að endurskoða lög og reglur um lyfjaávísanir og taka upplýsta ákvörðun um hvort veita eigi hjúkrunarfræðingum leyfi til að ávísa lyfjum á Íslandi. Í því sambandi þarf að horfa gaumgæfilega til reynslu annarra þjóða, svo sem Breta og Hollendinga, þar sem vel hefur tekist til að setja lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga í farveg með lögum og reglugerðum. Gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga verður ætíð að vera í brennidepli í slíkri vinnu. Horfa þarf raunsætt á það hvernig hægt er að veita sjúklingum tímabæra þjónustu, svo sem lyfjameðferð með þeim mannafla sem völ er á. Niðurstöður þessarar rannsóknar eiga sérstakt erindi við ráðamenn heilbrigðismála á Íslandi um endurskoðun á lögum og reglum um lyfjaávísanir. Um leið þarf að rýna í og rannsaka frekar ástæður og árangur stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna og hvernig lyfjameðferð er best fyrir komið þannig að öryggi sjúklinga og starfsmanna sé hámarkað. Þakkir Elísabetu Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðingi á Landspítala, er þökkuð aðstoð við öflun gagna. Rannsóknin var styrkt af vísindasjóði Landspítala og B-hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
HEIMILDIR: Bernstam, V.E., Pancheri, K.K., Johnson, M.C., Johnson, R.T., Thomas, J.E., og Turley, P, J. (2007). Reasons for after-hours calls by hospital floor nurses to on-call physicians. The Joint Commisssion Journal on Quality and Patient Safety, 33(6), 242-349. Bhanbhro, S., Drennan, V., Grant, R. og Harris, R. (2011). Assessing the contribution of prescribing in primary care by nurses and professionals allied to medicine: A systematic review of literature. BMC Health Services Research, 11(330), 1-17. Birna Jónsdóttir og Björk Inga Arnórsdóttir (2009). Á öndverðum meiði. Rafræn lyfjaskráning á Landspítala. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 3(85), 32-34. Black, A. (2013). Non-medical prescribing by nurse practitioners in accident & emergency and sexual health: A comparative study. Journal of Advanced Nursing, 69(3), 535-545. DOI: 10.1111/j.13652648.2012.06028. Canadian Nurses Association (2012). Health Canada grants nurse practitioners more prescribing authority. Sótt á http://www.cna-aiic. ca/en/news-room/news-releases/2012/health-canada-grants-nursepractitioners-more-prescribing-authority. Courtenay, M. (2008). Nurse prescribing, policy, practice and evidence base. British Journal of Community Nursing, 13(12), 563-566. Courtenay, M., Carey, N., og Burke, J. (2007). Independent extended and supplementary nurse prescribing practice in the UK: A national questionnaire survey. International Journal of Nursing Studies, 44(7), 1093-1101. Gielen, S.C., Dekker, J., Francke, A.L., Mistiaen, P., og Kroezen, M. (2014). The effects of nurse prescribing: A systematic review. International Journal of Nursing Studies, 51(7), 1048-1061.
56
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015
Government of Canada (2012). New classes of practitioners regulations. Canada Gazette, 146(24). Sótt á http://canadagazette.gc.ca/rp-pr/ p2/2012/2012-11-21/html/sor-dors230-eng.html. Griffith, R., og Tengnah, C. (2012). Extension of controlled drug prescribing rights to independent prescribers. British Journal of Community Nursing, 17(5), 235-239. Guðbjartur Hannesson (2012, 22. mars). Byggjum frekar umræður á upplýsingum og fræðslu en uppnámi og hræðslu. Fréttablaðið. Sótt á http://www.velferdarraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar-GHvelferdarradherra/nr/3331. Hall, J. (2005). Supplementary prescribing for nurses. British Journal of Nursing, 14(18), 968-972. Helga Bragadóttir, Hlín Árnadóttir og Bryndís Bjarnadóttir (2010). Lyfjamistök hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 86(3), 3-11. Helga Bragdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Brynja Ingadóttir, Katrín Blöndal, Lovísa Baldursdóttir og Elín J.G. Hafsteinsdóttir (2013). Örugg lyfjavinna hjúkrunarfræðinga – lengi býr að fyrstu gerð. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 89(5), 44-47. Hulda Hjartardóttir (2012). Lyfjaávísanir í réttum höndum. Læknablaðið, 98(5), 269. Jones, K., Edwards, M., og While, A. (2011). Nurse prescribing roles in acute care: An evaluative case study. Journal of Advanced Nursing, 67(1), 117-125. Kaplan, L., Brown, M.A., og Simonson, D. (2011). CRNA prescribing practices: Washington State experience. AANA Journal, 79(1), 24-29. Kroezen, M., Dijk, L., Groenewegen, P.P., og Francke, L.A. (2011). Nurse prescribing of medicines in Western European and Anglo-Saxon countries: A systematic review of the literature. BMC Health Services Research, 11(27), 2-17. Kroezen, M., Francke, L.A., Groenewegen, P.P., og Dijk, L. (2012). Nurse prescribing of medicines in Western European and Anglo-Saxon countries: A survey on forces, conditions and jurisdictional control. Intenational Journal of Nursing Studies, 49, 1002-1012. Kroezen, M., van Dijk, L., Groenewegen, P.P., de Rond, M., de Veer, A.J.E., og Francke, A.L. (2014). Neutral to positive views on the consequences of nurse prescribing: Results of a national survey among registered nurses, nurse specialists and physicians. International Journal of Nursing Studies, 51, 539-548. Kroezen, M., van Dijk, L., Groenewegen, P.P., og Francke, A.L. (2013). Knowledge claims, jurisdictional control and professional status: The case of nurse prescribing. PLoS One, 8(10). DOI: 10.1371/journal. pone.0077279. eCollection 2013. Landspítali (2002). Reglur um skráningu lyfjafyrirmæla og lyfjagjafa á LSH. Óútgefið. Landspítali (2009). Leiðbeiningar um lyfjagjafir án fyrirmæla á vöknun. Gæðaskjal númer SGS-926 (kafli 24 í gæðahandbók SGS-sviðs). Óútgefið. Latter, S., og Courtenay, M. (2004). Effectiveness of nurse prescribing: A review of the literature. Issues in Clinical Nursing, 13(1), 26-32. Latter, S., Maben, J., Myall, M., og Young, A. (2007). Evaluating nurse prescribers’ education and continuing professional development for independent prescribing practice: Findings from a national survey in England. Nurse Education Today, 27(7), 685-696. Lyfjastofnun (2010). ATC-flokkun. Skrá aðalflokka samkvæmt ATC-kerfi. Sótt á http://www.lyfjastofnun.is/media/serlyfjaskra/ATC_flokkun.pdf. Lyfjalög nr. 93/1994. Pirret, A.M. (2011). A critical care nurse practitioners prescribing using standing orders and authorised prescribing when performing a critical care outreach role: A clinical audit. Intensive and Critical Care Nursing, 28(1), 1-5. Reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988. Reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja nr. 111/2001. Romero-Collado, A., Homs-Romero, E., Zabaleta-Del-Olmo, E., og JuvinyaCanal, D. (2014). Nurse prescribing in primary care in Spain: Legal framework, historical characteristics and relationship to perceived professional identity. Journal of Nursing Management, 22, 394-404. Sigrún Gunnarsdóttir og Helga Bragadóttir (2012). Þættir sem hafa áhrif á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á bráðalegudeildum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 88(1), 46-56. Watterson, A., Turner, F., Coull, A., Murray, I., og Boreham, N. (2009). An evaluation of the expansion of nurse prescribing in Scotland. Edinborg: Scottish Government Social Research. Wilson, M., Gerber, K., Mahoney, S., og Odell, M. (2012). An audit of independent nurse prescribing in a critical care outreach team. British Association of Critical Care Nurse, 17(2), 83-89.