ISSN 1022 - 2278
THE ICELANDIC JOURNAL OF NURSING / 5. TBL. 2013 89. ÁRGANGUR
Gleðileg jól 44 Örugg lyfjavinna www.hjukrun.is
30 Hjúkrunarfræðingur án landamæra
12 Efling heilsugæslunnar
5. TBL. 2013 89. ÁRGANGUR
FAGIÐ
6 Uppsetning og umgengni við
æðanálar í útlægum bláæðum
Ásdís Elfarsdóttir Jelle
20 Blóðbankinn 60 ára 1953-2013
Jórunn Frímannsdóttir
28
Sárasogsmeðferð
36
Þjónusta við fólk með heilabilun: Persónumiðuð eða sjúkdómsmiðuð?
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
44 Örugg lyfjavinna
hjúkrunarfræðinga – lengi býr að fyrstu gerð
50
FÓLKIÐ
FÉLAGIÐ
8 Hjúkrunarnemi og rallkona
3 Formannspistill
16 Að vinna á lungnadeild
5 Ritstjóraspjall
30 Hjúkrunarfræðingur án
12 Efling heilsugæslunnar
Christer Magnusson
Ragnheiður Alfreðsdóttir
landamæra
Christer Magnusson
43
Fórst med Dettifossi
Christer Magnusson
48 Þankastrik –
Hjúkrunarmóttaka í heilsugæslu
Ólafur G. Skúlason
Christer Magnusson
Aðalbjörg Finnbogadóttir
18 Gengin til liðs við kjarasvið félagsins
Christer Magnusson
24 Kemur launajafnrétti
hjúkrunarfræðingum við?
Christer Magnusson
Sigurveig Magnúsdóttir
Helga Bragadóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Brynja Ingadóttir, Katrín Blöndal, Lovísa Baldursdóttir og Elín J.G. Hafsteinsdóttir RITRÝND GREIN
Fylgni við reglur um grundvallarsmitgát og umbætur á Sjúkrahúsinu á Akureyri árin 2006 og 2008 Ólína Torfadóttir og Árún Kristín Sigurðardóttir
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA er gefið út af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ritstjórnarupplýsingar er að finna á bls. 5.
Mettunarmælar Blóðþrýstingsmælar
• Þægilegir súrefnismettunarmælar • Mæla súrefnismettun og púls • Skýr og bjartur skjár
• Vandaðir og meðfærilegir blóðþrýstingsmælar
• Gúmmíhlíf sem hlífir mælinum • fyrir óhreinindum og hnjaski
• Hægt að fá manséttur í stærðum small, medium og large • Áreiðanleikaprófaðir og vottaðir fyrir heilbrigðisstofnanir
HJÚKRUNARHEIMILI – LÆKNASTOFUR – SJÚKRAHÚS
Eirberg ehf. er innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem hefur á að skipa fagmenntuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf, stuðla að hagræði og vinnuvernd.
Læst og tímastilt lyfjabox • Gefur hljóðmerki þar til lyfjaskammtur hefur verið • tekin, allt að fjórum sinnum á sólahring • Einungis einn lyfjaskammtur aðgengilegur • í hvert sinn
Lyfjabox • Minnir á lyfjatímann með hljóðmerki allt að átta sinnum á sólarhring • Þægileg stærð, passar vel í handtöskur og vasa
• Hentar vel fyrir heimahjúkrun og einstaklinga • sem ráða illa við að taka réttann lyfjaskammt • á réttum tíma
• Einfalt að stilla, skýr skjár, íslenskar leiðbeiningar
Minnisúr • Armbandsúr sem minnir á lyfjatímann allt að • tólf sinnum á sólarhring • Áminning með titringi og hljóðmerki • Einfalt að stilla, íslenskar leiðbeiningar
Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • eirberg@eirberg.is • Sími 569 3100 • eirberg.is
Formannspistill ÉG ER HJÚKRUNARFRÆÐINGUR einni. Sama ár mun vanta um eina milljón hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum einum saman. Hvernig stendur á þessu?
Ólafur Guðbjörn Skúlason.
Við hjúkrunarfræðingar stöndum nú frammi fyrir vandamáli. Því erum við heldur betur vön en þetta vandamál er annars eðlis heldur en þau sem við stöndum frammi fyrir í okkar daglegu störfum. Þetta vandamál getur haft áhrif á það hvernig hjúkrunarþjónusta verður byggð upp í framtíðinni ásamt því að neikvæð áhrif þess á gæði hjúkrunarmeðferðar geta orðið veruleg. Þetta vandamál er mannekla í hjúkrun. Á árunum fyrir hrun var tilfinnanleg vöntun á hjúkrunarfræðingum og ekki náðist að manna þær stöður sem í boði voru. Í hruninu varð breyting á og í fyrsta sinn í langan tíma kom upp atvinnuleysi hjá hjúkrunarfræðingum. Í kjölfar efnahagshrunsins kom staðfesting á því sem marga grunaði. Hjúkrunarfræðingar leita gjarnan í önnur störf með betri vinnutíma og hærri launum. Að sjálfsögðu gera þeir það. Hver vill ekki geta verið meira með fjölskyldunni en samt fá betur borgað? Bent hefur verið á þetta margoft og verður ekki umræðuefni þessa pistils. Enn á ný ber á manneklu í hjúkrun. Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingum en fáir ef nokkrir sækja um, nema um ræði dagvinnustarf en þá sækja fleiri um. Því er spáð að árið 2020 muni vanta um eina milljón heilbrigðisstarfsmanna í Evrópu
Hér áður fyrr var ekki margt í boði fyrir konur þegar kom að námsvali. Hjúkrun var námskostur sem gat breytt lífi kvenna hvað varðar atvinnumöguleika og tekjur og því sóttust margar eftir því að verða hjúkrunarkonur. Nú er öldin önnur. Konur eiga nú kost á að læra hvað sem er. Það er því ekki sjálfgefið að konur fari í hjúkrun, og samkeppnin um starfskrafta kvenna er orðin mikil og því ber að fagna. Það gerir það hins vegar að verkum að við í hjúkrunarstéttinni þurfum að hugleiða hvernig við getum gert hjúkrun að fræði- og starfsgrein sem ungt fólk getur hugsað sér að velja. Hvernig gerum við fagið aðlaðandi fyrir bæði karla og konur? Þetta eru spurningar sem við verðum að svara. Ég tel að við, hver og einn hjúkrunarfræðingur, getum lagt okkar á vogarskálarnar til að gera hjúkrun að raunverulegum valkosti fyrir ungt fólk. Við verðum að horfa í eigin barm og spyrja okkur: Hvernig kynni ég starfið mitt? Við hjúkrunarfræðingar eigum það nefnilega til að tala starfið okkar niður. Við erum eldsnögg að tala um að vinnutíminn sé ómögulegur, álagið of mikið, launin of lág og ráðleggjum fólki að halda á önnur mið heldur en hjúkrunarstarfið vegna þessara neikvæðu þátta. Hver mun skoða hjúkrunarstarfið af alvöru ef þeir sem í faginu eru kynna það á þennan hátt? Ég velti fyrir mér, þar sem starfsánægja hjúkrunarfræðinga mælist aftur og aftur mjög há, hvort þetta sé það sem við viljum leggja til umræðunnar varðandi hjúkrunarstarfið. Áðurnefndir þættir eru allt staðreyndir sem við reynum sífellt að bæta og á það að gerast á vettvangi félagsins og innan vinnustaðanna en
ekki út í samfélaginu með því að tala á neikvæðan hátt um fagið okkar. Ég er ekki barnanna bestur. Ég hef tekið þátt í þessari umræðu og þurft að taka mig á. Ég hef skoðað að læra eitthvað annað, prófað önnur störf en einhvern veginn er hugurinn alltaf kominn aftur í hjúkrun. Ég er nefnilega hjúkrunarfræðingur, stoltur hjúkrunarfræðingur. Ég náði mér í góða menntun með miklum starfsmöguleikum. Ég hef úr fjölbreyttum starfsvettvangi að velja. Ég fer til vinnu á morgnana og hlakka alltaf til vinnunnar, enginn dagur er eins. Starfið er krefjandi og erfitt, bæði líkamlega og andlega, en það er líka gefandi og skemmtilegt. Ég er til staðar fyrir fólk á erfiðustu tímum lífs þess jafnt sem á þeim gleðilegustu. Ég hef tækifæri til að vera hluti af lífi fólks á öllum aldri, jafnt hvítvoðunga sem eldri borgara. Ég er klár og vel menntaður fagmaður sem býr yfir þekkingu og færni sem er heilbrigðiskerfinu og skjólstæðingum þess nauðsynleg. Þar að auki bý ég yfir umhyggju sem ég tel vera eina af grunnstoðum hjúkrunarstarfsins. Ég óska þess að allir hjúkrunarfræðingar geti sagt „ég er hjúkrunarfræðingur“ og verið stoltir af því. Ég óska þess líka að hjúkrunarfræðingar myndu tala um starfið sitt á jákvæðan og spennandi hátt svo það kveiki ef til vill löngun ungrar manneskju til að velja sér frama innan hjúkrunarfræðinnar. Hjúkrunarstarfið er nefnilega eitt besta starf sem nokkur getur valið og fyrir mitt leyti mun ég aldrei sjá eftir því. Ég óska mér, og ykkur öllum, til hamingju með valið. Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Sérstaka kveðju sendi ég ykkur sem standið vaktina fyrir okkur hin yfir hátíðarnar og óska ykkur góðra vakta.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
3
Cervarix veitir vörn gegn algengustu* krabbameinsvaldandi HPV- veirum: HPV- 16, 18, 31, 33 og 451-6 ®
®
Bóluefni gegn mannapapillomaveirum, gerðum 16 og 18 (Raðbrigði, ónæmisglætt, aðsogað)
Cervarix ®: hefur víxlverndandi virkni. Heildarvirkni Cervarix er meiri en vænta má af bóluefni sem er gegn HPV- 16 og 18.1,3,5–8 Cervarix hefur 93% virkni gegn alvarlegum frumubreytingum í leghálsi (CIN3+), óháð HPV- gerð í frumubreytingum.**2,3
CERVARIX Bóluefni gegn mannapapillomaveiru [gerðum 16 og 18] (raðbrigði, ónæmisglætt, aðsogað). Notkun: Til notkunar frá 9 ára aldri til að koma í veg fyrir forstigsbreytingar í leghálsi og leghálskrabbamein af völdum ákveðinna krabbameinsvaldandi mannapapillomaveira (HPV). Notkun Cervarix skal vera í samræmi við opinberar leiðbeiningar. Skammtar og lyfjagjöf: Ráðlögð bólusetningaráætlun er þrír skammtar; 0, 1, 6 mánuðir. Ekki liggur fyrir hvort þörf er á örvunarskammti. Cervarix er ætlað til inndælingar í vöðva á axlarvöðvasvæðinu. Ekki ætlað stúlkum yngri en 9 ára, vegna skorts á upplýsingum um öryggi og ónæmingargetu hjá þessum aldurshópi. Innihaldsefni: 1 skammtur (0,5 ml) inniheldur: HPV 16 L1-prótein (20 míkrógrömm), HPV 18 L1 prótein (20 míkrógrömm) ónæmisglætt með AS04 sem inniheldur mónófosfórýllípíð A (50 míkrógrömm) aðsogað á álhýdroxíðhýdrat (0,5 milligrömm Al3+). Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Bráð, alvarleg veikindi með hita. Hins vegar er minniháttar sýking, svo sem kvef, ekki frábending fyrir ónæmisaðgerð. Geymsluþol: 4 ár. Cervarix skal gefið eins fljótt og unnt er eftir að það er tekið úr kæli. Gögn um stöðugleika benda þó til að Cervarix í stakskammtaílátum haldist stöðugt og megi gefa ef það hefur verið geymt utan kælis í allt að þrjá daga við hitastig á bilinu 8°C til 25°C eða allt að einn dag við 25°C til 37°C. Gerð íláts og verð: 0,5 ml sprauta 1stk. í pakkningu. Hámarks smásöluverð í febrúar 2013, kr. 17.882 Lyfseðilsskylt, R,0. ATC flokkur J07BM02. Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline Biologicals s.a., Rue de l’Institut 89, B-1330 Rixensart, Belgía. Dagsetning endurskoðunar textans: 05/12/2011. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. References: 1. Paavonen J, Naud P, Salmerón J, et al. Lancet 2009; 374: 301–314. 2. European Summary of Product Characteristics. Cervarix®. GlaxoSmithKline. 3. Paavonen J, Naud, Salmerón J, et al. Abstract presented at IPVC 2010 Montreal, Canada, July 3–8, 2010. 4. Romanowski B. Abstract presented at IPVC 2010 Montreal, Canada, July 3–8, 2010. 5. Bosch FX, Burchell AN, Shiffman M, et al. Vaccine 2008; 26S: K1–K16. 6. European Summary of Product Characteristics. Gardasil™. Sanofi Pasteur MSD, 2010. 7. Tjalma W. Abstract presented at IPVC Montreal, Canada, July 3–8, 2010. 8. Howell-Jones R, Bailey A, Beddows S, et al. Br J Cancer 2010; 103(2): 209–216. Tilkynning um aukaverkanir: Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700.
IS/CER/0001a/13 February 2013
* Vaccine efficacy is different for each of the HPV types 16, 18, 31, 33, 45 and varies in different cohorts and endpoints. ** Vaccine efficacy again CIN3+ irrespective of HPV type in lesions was 93,2% (95% Cl 78,9-98,7) in the TVC-naïve cohort.3
Ritstjóraspjall FLEIRI KARLA Í HJÚKRUN! Hjúkrun er frábært fag sem opnar marga möguleika á sérhæfingu og valí á vinnustað. Fyrir þann sem útskrifast úr hjúkrun er í raun heimurinn opinn. Dæmi um það má finna í viðtölunum í þessu tölublaði. Áður fyrr unnu flestir á spítölum og þannig er það líklega enn þá en það er óðum að breytast. Spítalavinnan er einnig talsvert fjölbreyttari en hún var.
Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Ritstjórnarfulltrúi Sunna K. Símonardóttir Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd Ásta Thoroddsen Bergþóra Eyólfsdóttir Dóróthea Bergs Kolbrún Albertsdóttir Oddný S. Gunnarsdóttir Vigdís Hrönn Viggósdóttir Þórdís K. Þorsteinsdóttir Fréttaefni Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson o.fl. Ljósmyndir Björn Árni Ólafsson, Christer Magnusson, Hörður Sveinsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Lilja Birgisdóttir, Ragnheiður Alfreðsdóttir, Sebastien Dehesdin, Þorkell Þorkelsson o.fl. Próförk og yfirlestur Ragnar Hauksson Auglýsingar Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT
Christer Magnusson.
En af hverju eru ekki fleiri karlar í hjúkrun? Það eru margar ástæður fyrir því. Hjúkrunarfræðingum hefur sjálfum ekki alltaf fundist að karlar eigi þar heima og jafnvel meinað þeim aðgang að náminu. Það var fyrst á sjötta áratug síðustu aldar sem stjórn Hjúkrunarskóla Íslands ákvað að breyta þessari stefnu. Þó er hjúkrun enn „brennimerkt“ sem kvennastétt eins og einn karlskynshjúkrunarfræðingur sagði í rannsóknarskýrslu. Ungir strákar velja ekki hjúkrun því ekki er auðvelt fyrir ungling sem glímir við að byggja upp sjálfsmynd sína að ganga á móti ráðandi vindátt. Hjúkrunarfræðingar hafa sjálfir ekki hjálpað til, heldur oft haldið fram að starfið sé þungt, erfitt, illa stjórnað og illa launað. Því sé alveg glatað að fara í hjúkrun. Er þörf fyrir fleiri karla í hjúkrun? Það er alls ekki sjálfsagt í huga allra. En þegar að er gáð eru margar ástæður fyrir því. Hjúkrun er þjónustufag og almenningur á rétt á að hitta þar fyrir bæði karla og konur. Að auki sýna rannsóknir að starfsfólki líður betur á blönduðum vinnustöðum. Einsleitni er aldrei góð ef markmiðið er að bæta starfsemina og stunda hugmyndavinnu. Þá eiga karlar rétt á að geta valið störf eftir áhuga en ekki eftir gömlum viðhorfum samfélagsins um rétta hegðun karla. Frá jafnréttissjónarmiðum er æskilegt að uppræta kynskiptan vinnumarkað og hagfræðingar myndu einnig fagna því. Þeir segja að kynskiptur vinnumarkaður valdi markaðsbresti með því að trufla lögmálið um framboð og eftirspurn. Að auki gæti fjölgun karla hjálpað til við að draga úr fyrirsjáanlegum skorti á hjúkrunarfræðingum. Eins og kemur fram í formannspistli Ólafs G. Skúlasonar er ekki lengur eins sjálfsagt fyrir konur að fara í hjúkrun því þær hafa nú val um námsleiðir sem þær höfðu ekki áður fyrr. Stjórnvöld hafa núna áttað sig á því að draga þarf úr kynbundnu námsvali og brjóta upp hefðbundið starfsval en námsval og starfsval haldast að miklu leyti til í hendur. Í jafnréttisskýrslu, sem félags- og húsnæðismálaráðherra lagði fram í nóvember sl., kemur fram að það er verkefni aðgerðahóps um launajafnrétti kynjanna að leggja fram áætlun um þetta og einnig að rannsaka af hverju strákar fara ekki í hefðbundin kvennastörf. Því er nú tækifæri til að snúa þessu við.
Prentvinnsla Litróf Upplag 3900 eintök Pökkun og dreifing Póstdreifing
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
5
Ásdís Elfarsdóttir Jelle, asdiself@landspitali.is
UPPSETNING OG UMGENGNI VIÐ ÆÐANÁLAR Í ÚTLÆGUM BLÁÆÐUM Í 4. tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga var mynd þar sem sjúklingi var gefið lyf í æð. Nokkrir lesendur hafa bent á að myndin sýndi hvernig á alls ekki að gera. Beðist er velvirðingar á því. Hér á eftir er lýst hver er rétta aðferðin.
Margir sjúklingar, sem leggjast inn á sjúkrahús, þurfa að fá æðanál í útlæga bláæð til að hægt sé að gefa lyf eða vökva í æð. Rétt vinnubrögð við uppsetningu og umgengni við útlægar æðanálar minnka líkur á sýkingu.
Uppsetning æðanálar í útlæga bláæð Mikilvægt er að sótthreinsa húð sjúklings með klórhexidínspritti áður en æðanál er sett upp. Velja þarf staðsetningu
6
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
æðanálarinnar vel, gjarnan hendur og handleggi, og nota sem grennsta nál. Þurfi að fjarlægja hár á stungustað skal nota rafmagnsklippur en ekki raksköfu til þess. Áður en verkið er unnið skal starfsmaður hreinsa hendur og klæðast hreinum hönskum. Viðhafa skal aseptísk vinnubrögð og ekki má þreifa sótthreinsaða húð á stungustað fyrir stungu í æðina. Festa skal æðanálina tryggilega og setja dauðhreinsaðar umbúðir yfir, nota má grisjuumbúðir eða gegnsæjar, hálfgegndræpar umbúðir yfir
stungustað. Ef það vessar eða blæðir mikið frá stungustað eða sjúklingur svitnar mikið er betra að nota grisjuumbúðir og skipta um þær eftir þörfum. Þegar búið er að vinna verkið skal fjarlægja hanska og hreinsa hendur.
Umgengni við æðanál í útlægri bláæð Áður en æðanál í útlægri bláæð eða stungu s taður hennar er snertur skal starfsmaður hreinsa hendur sínar. Meðan
Fjarlægja skal æðanál þegar hennar er ekki lengur þörf og skipta skal um æðanál á þriggja til fjögurra daga fresti og strax ef vísbendingar eru um æðabólgu eða sýkingu. Ef sýkingareinkenni koma fram skal senda endann á æðanálinni í ræktun. Mikilvægt er að skrá í sjúkraskrá sjúklings alla umgengni við æðanál og stungustað og skrá þarf í íhlutaskráningu í sjúkraskrárkerfið Sögu þegar æðanál er sett upp og fjarlægð. Grein þessi er unnin úr leiðbeiningum um æðanálar í útlægum bláæðum í gæðahandbók sýkingavarna á Landspítalanum en þær byggjast á eftirfarandi heimildum. CDC (2001). Guidelines for the prevention of intravascular catheterrelated infections. Sótt á http://www.cdc.gov/hicpac/BSI/BSIguidelines-2011.html. Dutch Working Party on Infection Prevention (2011). Phlebitis and bloodstream infections due to intravenous infusion catheters. Sótt á http://www.wip.nl/UK/free_content/Richtlijnen/110510 ENG Phlebitis and CRBSI and indicator def.pdf.
Ásdís Elfarsdóttir Jelle er hjúkrunar fræðingur á gæða- og sýkingavarnadeild Landspítalans.
Fréttapunktur
sjúklingur er með æðanál er mikilvægt að fylgjast daglega með stungustaðnum og meta hann með hliðsjón af sýkingareinkennum. Skoða skal stungustaðinn og þreifa yfir umbúðum. Kvarti sjúklingur um sársauka eða eymsli eða er með hita af óþekktum ástæðum skal fjarlægja umbúðir og skoða stungustað. Halda skal stungustað hreinum og þurrum og því skal skipta um umbúðir ef þær blotna, losna eða eru sjáanlega óhreinar. Þurfi að skipta um umbúðir en ekki æðanál skal sótthreinsa húðina umhverfis stungustaðinn með klórhexidínspritti samhliða umbúðaskiptum. Ef ekki er stöðug inngjöf í æðanálina skal tengja við hana þriggja rása stutta framlengingu fyllta með NaCl 0,9%. Fyrir og eftir rof á samskeytum eða enda æðanálar skal sótthreinsa samskeytin eða endann með klórhexidínspritti. Almennt gildir að nota skal 70% sjúkrahússpritt ef sjúklingur er með ofnæmi fyrir klórhexidínspritti. Nota skal dauðhreinsaða einnota tappa til að loka rásum og setja nýjan í hvert skipti sem samskeyti eru rofin. Þetta felur í sér að ekki skal nota tappa ofan á æðanálum (bleikir, bláir, grænir) til að sprauta í þar sem ekki er hægt að sótthreinsa þá á viðunandi hátt fyrir notkun. Eftir lyfjagjöf í æðanál skal skola í gegnum hana með NaCl 0,9%. Æðanál, sem er ekki í notkun, skal skoluð tvisvar á sólarhring með 5 ml NaCl 0,9%.
Ný leið til að loka skurðsárum? Starfsmenn á Brigham and Women’s-sjúkrahúsinu í Boston hafa fundið nýja aðferð til þess að loka skurð sárum en hún gæti komið í staðinn fyrir núverandi aðferðir eins og að sauma eða hefta saman sár. Leitað var til náttúrunnar en lítið sníkjudýr að nafni Pomphorhynchus laevis notar örlitlar nálar í sogrananum sínum til þess að festa sig við garnir hýsilsins. Með það að leiðarljósi bjuggu heilbrigðis verkfræðingar til plástur með örlitlum nálum en endar nálanna bólgna í raka, festa sig við húðina og loka þannig sárinu. Viðloðun virðist vera góð en samt er auðvelt að fjarlægja plásturinn. Einnig er talið að sýkingarhætta sé minni með þessari aðferð. Eftir er að prófa tæknina betur en ekki er ólíklegt að þessi aðferð verði notuð á heilbrigðisstofnunum í framtíðinni.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
7
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
HJÚKRUNARNEMI OG RALLKONA Elsa Kristín Sigurðardóttir mun útskrifast úr hjúkrunarfræðideild um jólin en fyrir utan að stunda hjúkrunarnám og diplómanám í þróunarfræðum hefur hún mörg önnur járn í eldinum. Mörgum myndi duga að vera tveggja barna einstæð móðir en auk þess og alls hins stundar hún rallakstur, rær kajak og spilar á trompet.
8
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
Elsa Kristín fór tiltölulega seint í hjúkrun en hún vann í tæp tíu ár hjá Orkuveitunni. „Þar var ég í útivinnuflokkunum í vatnsveitunni. Mér leið mjög vel þar og græddi frekar en tapaði á því að vera eini kvenmaðurinn. Oftast skipti það bara engu máli en stundum var gott að vera ein og öðruvísi,“ segir hún. „Ég hef alltaf verið á karlavinnustöðum og sá fyrir mér að vinna áfram í karlafagi því mér hefur alltaf liðið mjög vel þar. Ég hélt að mér myndi ekki líða eins vel í kvennastétt og að ég myndi jafnvel lenda í árekstrum,“ segir hún. Móðir hennar er hjúkrunarfræðingur en hún fór einnig seint í hjúkrun. Stuttu seinna ákvað Elsa Kristín einnig að skrá sig í hjúkrunarnámið. „Hún fór bara tveim árum á undan mér. Áður var ég með fordóma gagnvart hjúkrunarfræði, mér fannst það ekki mjög virðingarvert starf og ég vissi ekki almennilega hvað það var. Ég sá það bara eins og einhvers konar aðstoðarmannastarf. En þegar mamma fór í hjúkrun sá ég strax á fyrsta ári hennar hvað þetta var áhugavert og virðingarvert,“ segir hún. „Þegar ég var yngri langaði mig að verða ljósmóðir, fiskikona eða bóndi. Það voru margar ljósmæður í fjölskyldunni en svo þurfti ég að útiloka það af því að ég þurfti þá fyrst að verða hjúkrunarfræðingur og það vildi ég alls ekki. Eitt af því fáa sem ég vissi í lífinu var að ég ætlaði ekki að verða hjúkrunarfræðingur. En eftir að mamma fór í námið þá sá ég hvað þetta var skemmtilegt starf. Það var líka mjög hagkvæmt að fá bækur og glósur hjá henni,“ segir Elsa Kristín með bros á vör. Henni fannst námið passlega erfitt og krefjandi en líka skemmtilegt. Fögin voru lifandi og mikið að gerast í þeim. Þá opnaði námið mikla möguleika varðandi framhaldsmenntun. Einnig fannst henni hún hafa fengið haldbæra þekkingu og hæfni. „Mér finnst svo gott að vita að ég kunni að gera eitthvað með höndunum, eins og að gera líkamsmat eða endurlífga sjúkling,“ segir hún. Elsa Kristín átti fyrst erfitt með að litið væri á starfið eins og eins konar fórn eða köllun. „Ég fæ stundum spurninguna hvort þetta sé ekki hugsjónastarf fyrst launin eru svona léleg. En öll störf ættu
„Eitt af því fáa sem ég vissi í lífinu var að ég ætlaði ekki að verða hjúkrunarfræðingur.“ að vera hugsjónastörf. Hins vegar þurfa allir að hafa tekjur. Þegar sjúklingur þakkar mér fyrir segi ég „sjálfsagt“ af því að ég geri honum ekki greiða. Hann hefur borgað fyrir þetta og ég fæ laun. Það er ekki ég sem er góð. Ég segi gjarnan að þetta sé mjög sjálfselskt starf því það að fá að hjálpa öðrum, fá þökk fyrir og fá svo borgað fyrir er auðveldasta leiðin til þess að verða hamingjusamur. Þannig að ég er mjög ánægð með það að hafa valið þetta starf.“ Elsa Kristín á tvær stelpur sem eru átta og fimm ára. „Fólk spyr mig hvernig sé að vera í háskólanum og sinna litlum börnum. En það gengur bara vel. Stundum hefur það kannski bitnað á samverutímanum en þær fá alveg sinn tíma og eru skilningsríkar. Þegar ég byrjaði í hjúkrunarfræðinni sinnti ég náminu milli átta og fjögur og ekki meir
en þá voru stelpurnar svo litlar. En núna hef ég tekið helgarnar í að læra. Eitt finnst mér hins vegar skrýtið. Hjúkrunarfræðin ætti að vera barnvæn, eða kvenvæn fyrst hún er augljóslega fyrir kvennastétt, en er það reyndar ekki. Hvorki námið né deildin því hún er ekki liðleg við mæður og er ekki til í að hjálpa. Ekki heldur spítalinn. Vaktirnar henta ekki og það er engin tilfærsla á vinnutíma. Þetta gengur því ég hef fjölskyldu til að hjálpa mér en ef ég væri alveg ein þá væri það ekki hægt.“ Elsa Kristín tók sér frí eina önn og vann á deild 12-E á Landspítalanum. Hún átti því einhver námskeið eftir í haust þó að hún sé búin með lokaverkefnið en það fjallaði um viðhorf heilbrigðisstarfsmanna til viðbótarmeðferðar. Hún mun útskrifast úr hjúkrunarfræði nú um jólin 2013 en lét það ekki nægja heldur skráði sig í diplómanám í þróunarfræðum í fjarnámi.
Ætlar ekki að hætta í rallinu Í frítímanum sest Elsa Kristín svo gjarnan inn í rallbíl sem aðstoðarökumaður eða kortalesari eins og stundum er sagt. „Maður hættir ekki í því. Ég hef keppt síðan ég var fimmtán ára svo þetta er sextánda sumarið mitt og hefur gengið
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
9
alveg ágætlega. Við pabbi, sem ég aðstoða, höfum verið í þriðja sæti á Íslandsmeistaramótinu nokkrum sinnum. Við keyrum núna á Toyota Celica GT4 en það er mjög flottur bíll. Ég fór líka að keppa í Belgíu 2004 með Jóhannesi Gunnarssyni föðurbróður mínum og var fyrst íslenskra kvenna að keppa í ralli erlendis.“ Rallkeppni krefst einbeitingar, úthalds og aga. Lengsta keppnin er þriggja daga og ekki mikill svefn milli ökulotna. „Maður má aldrei klikka, ekki einu sinni. Það er mjög gott að bera þetta saman við spítalavinnu. Hún hentar mér mjög vel því þar má ég heldur aldrei gera mistök. Sá sem klikkar einu sinni í ralli getur dáið og sá sem klikkar einu sinni á spítala getur drepið einhvern annan. Ég vinn mjög vel undir svona pressu. Ég held að flestir myndu gera það. Um leið og maður má ekki gera mistök þá gerir maður ekki mistök. Samfélagið býður oft upp á ákveðið svigrúm, það má aðeins slaka á. En þá er bara meiri hætta á að fólk standi sig ekki eins vel og það getur og geri einhver lítil mistök sem svo kannski verða dýr. Þannig að rallakstur er góð heilaþjálfun,“ segir Elsa Kristín. Fyrir keppni keyra þau leiðina og Elsa Kristín skrifar minnisatriði. „Ég skrifa hjá mér nákvæmlega hvern einasta metra
10
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
„En mér finnst tónlistin hjálpa mér að taka ákvarðanir og rall bæta einbeitinguna. Rallið hjálpar tónlistinni og öfugt og hvort tveggja hjálpar í hjúkruninni.“ og hverja einasta beygju og les svo upp úr glósunum alla leiðina. Svo er auðvitað bara einn bíll í einu á leiðinni, við keppum við klukkuna og erum svo borin saman.“ Elsa Kristín segist sitja og öskra á pabba sinn því hávaðinn í bílnum er þannig að ekki dugar að lesa minnisatriðin eins og maður les bók. Pabbi hennar fylgir svo nákvæmlega leiðbeiningum hennar en hann nær ekki að sjá allt sem gerist og gæti hugsanlega jafnvel keyrt með bundið fyrir augu. „Ef við værum rosalega góð gætum við gert það. Ég hef heyrt um menn sem hafa slökkt á ljósunum í þoku og keyrt eftir lestri aðstoðarökumannsins,“ segir hún. Það kemur fyrir að fólk spyr hvort hún ætli ekki að hætta þessum rallakstri en Elsa Kristín þvertekur fyrir það. „Mér finnst ég ekkert gömul. Það er eins og það sé
í lagi á meðan maður er ungur og vitlaus og þegar maður er kominn með börn þá á maður að hætta. En ég er ekkert á leiðinni að hætta. Ég skil hvað fólk á við en mér finnst þetta engin vitleysa,“ segir hún. Pabbi hennar er samkvæmt eðli málsins eldri en hún en enginn hefur spurt hann hvenær hann ætli að hætta. „En hann er karlmaður, sjáðu til. Fólk segir: En þú átt börn. Ef ég væri maður, mundi þá nokkurn tímann nokkur segja svona við mig?“ Þó hafa hvorki pabbi hennar né aðrir, sem stunda rallakstur, sett spurningamerki við hennar akstur. „Þeim finnst það fullkomlega eðlilegt að halda áfram að keyra þó að maður eigi börn. Það er fólkinu sem þekkir ekki til sem finnst það óeðlilegt. En manninum mínum fyrrverandi fannst þetta allt í lagi, dálítið svalt en líka ótrúlega mikil vinna og fjarvera hjá mér. Það er reyndar dálítið skondið að ég hef aldrei átt kærasta eða mann sem hefur haft neinn sérstakan áhuga á ralli. En ég sé ekki að ég geti hætt því að stunda rall. Það var eitt sumar þegar ég var ólétt sem ég gat ekki keyrt og mér leið bara hálfskringilega allan tímann. Það vantaði eitthvað. Ég þarf greinilega að fá svona fimm-sex adrenalín-kikk á hverju sumri til þess að halda mér góðri,“ segir Elsa Kristín.
Kajak og trompet Þá hefur Elsa Kristín stundað kajakróður þegar tími vinnst til og dreymir um að koma upp kajakleigu fyrir vestan. Vegna vinnu við lokaverkefnið í hjúkrunarfræði gekk það ekki alveg upp síðastliðið sumar. „Ég var þó í Hvammsfirðinum í mánuð með kajak, fór í sjóinn og synti. Vinur minn, Bjarni Frímann, kom með hljómsveitinni Skark ensemble og var með vinnubúðir og tónleika. Ég vonast til að geta verið með fastmótaðra starfi næsta sumar. Reyndar tókst það sem ég náði að gera alveg ágætlega,“ segir hún. Elsa Kristín spilar einnig á trompet og hefur spilað með hljómsveitinni Benna Hemm Hemm í mörg ár. „Við erum eins og lítil fjölskylda. Maður kynnist fólki svo vel á ferðalögum og tónleikum og það verður náinn vinskapur. Þó að maður hittist jafnvel ekki í heilt ár þá þekkist maður alltaf,“ segir hún. Sveitin hefur ekki hist lengi en hljómsveitarstjórinn
hefur búið erlendis. Nýlega gaf sveitin hins vegar út nýja hljómplötu og Elsa Kristín spilaði með á útgáfutónleikunum. Þá kom hún einnig fram á Airwaves en þá með Ryan í Low Roar. Það var í fyrsta sinn sem hún spilaði með Ryan en hún hefur lengi fylgst með honum og hlustað á tónlist hans sem henni finnst mjög falleg. Elsa Kristín vill ógjarnan missa af Airwaves og fór nú í áttunda sinn. „Ég ætlaði fyrst að sleppa þessu, vera skynsöm og bara læra þessa helgi en svo bað hann mig að koma,“ segir hún. Elsu Kristínu líður augljóslega vel að vera alltaf að. Henni finnst hún alls ekki vera í of miklu. „Ég hef stundum hugsað hvort ég myndi standa mig betur í því sem eftir væri ef ég sleppti einhverju. Ég næ ekki endilega að gera allt eins vel og hægt er. Til dæmis tekur Airwaves alveg viku með æfingum og það er alltaf rallkeppni þegar skólinn byrjar á haustin og ég mæti aldrei fyrstu dagana. En mér finnst tónlistin hjálpa mér að taka ákvarðanir og rall bæta einbeitinguna. Rallið hjálpar
„Ég þarf greinilega að fá svona fimm-sex adrenalín-kikk á hverju sumri til þess að halda mér góðri.“
tónlistinni og öfugt og hvort tveggja hjálpar í hjúkruninni. Þannig að ég ákvað að þó að ég nái ekki að gera allt eins vel og ég gæti þá geri ég það nógu vel og ég græði á að hafa þetta þrennt gangandi. Lífið verður skemmtilegra og veitir mér meiri möguleika. Það er meira að gerast og ég hitti fleira fólk.“
sem mig óraði ekki fyrir. Nú ætla ég að ljúka því námi og sjá til yfir sumarið en ég sé fyrir mér að ég fari í frekara nám. Það verður kannski meiri þróunarfræði en líklega eitthvað innan hjúkrunar. Kannski lýðheilsa og heilbrigði í stærra samhengi. Ég sé ekki fyrir mér að sérhæfa mig þrengra heldur frekar að ég sérhæfi mig víðara. Í spítalavinnunni finnst mér ég eiga best heima á skurðsviðinu og í gjörgæsluhjúkrun. Mér finnst það mest spennandi núna. Ég held samt að ég muni fara í víðara nám. Ég veit ekki núna hvernig það nám lítur út en ég finn út úr því þegar að því kemur. Svo vil ég vinna og ferðast,“ segir hún að lokum.
Margir möguleikar í hjúkrun Elsa Kristín segist fyrst hafa séð hjúkrun sem takmarkað fag með fáa möguleika. „Á fyrsta árinu í hjúkrun hefði mér ekki dottið í hug að ég gæti farið í þróunarfræði. En nú er ég komin í hana og sé risasamhengi
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
11
Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is
EFLING HEILSUGÆSLUNNAR Enn á ný er efling heilsugæslunnar á dagskrá stjórnvalda. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur lýst sig reiðubúið til að vinna með heilbrigðisyfirvöldum að eflingu heilsugæslunnar og lagt til að menntun og reynsla hjúkrunarfræðinga verði betur nýtt í breyttu skipulagi heilsugæslunnar. FÍH hefur fundað með heilbrigðisráðherra vegna þessa. með heilsugæsluna í lykilhlutverki og sólarhringssímaþjónusta ásamt gagn virkri vefsíðu til að bæta aðgang fólks að ráðgjöf og upplýsingum um heilbrigðis þjónustuna. Á fræðadögum heilsugæslu höfuðborgar svæðisins 2013 sagði heilbrigðis ráðherra að hann langaði til að fá fagfólk heilbrigðiskerfisins til að staldra við og ræða hvort og hvað megi gera til að breyta aðferðum við veitingu heilbrigðisþjónustu. Taldi hann mikla og brýna þörf fyrir uppbyggilega umræðu af þessu tagi. „Við verðum að leita nýrra leiða og lausna áður en verkefnið ber okkur ofurliði,“ sagði hann í ávarpi sínu. Enn fremur sagði hann: „Nú þurfum við að snúa vörn í sókn. Það þarf að greina þjónustuna og kerfið, skoða hvað gengur vel og hvað miður. Við þurfum opna og skapandi umræðu þar sem fólk er óhrætt við að leggja til breytingar og nýjar leiðir.“ Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur undir orð ráðherra. Félagið fagnar vilja hans um samráð við heilbrigðisstéttir og lýsir sig reiðubúið til að leggja sitt af mörkum til þess að leita nýrra lausna og taka þátt í umræðunni um hvort og þá hvað megi gera til að bæta heilbrigðiskerfið og gera það skilvirkara og hagkvæmara.
Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum Í stefnuyfirlýsingu ríkistjórnarinnar, dag settri 22. maí 2013, um velferðarmál er kveðið á um að efla skuli starf á sviði forvarna og lýðheilsu, efla heilsugæsluna og tryggja stöðu hennar sem fyrsta
12
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
viðkomustað sjúklinga og vinna að langtímastefnumótun heilbrigðiskerfisins með eðlilegu samráði við fagfélög heilbrigðisstétta og aðra hagsmunaaðila. Heilbrigðisráherra hefur lagt áherslu á að ráðist verði í nokkur verkefni í heilbrigðis k erfinu sem allra fyrst. Þar á meðal er innleiðing þjónustustýringar
Viðbrögð FÍH Eitt af hlutverkum FÍH er að hafa frumkvæði að og taka þátt í umræðum um heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar að leiðarljósi. Heilsugæslan, hlutverk hennar og rekstur hefur verið mikið til
umræðu undanfarin ár og jafnvel áratugi og hafa hjúkrunarfræðingar tekið þátt í þeirri umræðu. Í stefnu FÍH kemur fram að félagið leggi áherslu á að efla þurfi heilsugæslu og heimaþjónustu um allt land, m.a. með því að auka hlutverk hjúkrunarfræðinga innan heilsugæslunnar og efla þannig lýðheilsu, heilsuvernd, forvarnir, heilsueflingu og heimahjúkrun og að hjúkrunarfræðingar taki þátt í þróun þeirrar þjónustu sem veitt er innan heilsugæslunnar og leggi henni lið með sérfræðiþekkingu sinni. FÍH hefur um árabil fjallað um og sett fram tillögur um hvernig megi efla þátt heilsugæslunnar í heilbrigðisþjónustunni með aukinni þátttöku hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar eru í góðri aðstöðu til að taka að sér ný verkefni sem miða að því að efla heilsu og bæta líðan auk þess að hafa víðtæka þekkingu á heilbrigðiskerfinu þannig að þeir geta leiðbeint notendum þess um hvar best sé að leita þjónustu. Hjúkrunarþing félagsins á síðasta ári var helgað eflingu heilsugæslunnar. Var það gert í framhaldi af vinnu velferðarráðuneytisins við heilbrigðis
áætlun til ársins 2020, en þar er enn og aftur minnst á eflingu heilsu gæslunnar. Á hjúkrunarþinginu var fjallað um störf hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu, hvað þyrfti að gera til þess að grunnheilbrigðisþjónustan verkaði eins og hún á að gera og að heilsugæslan yrði fyrsti viðkomustaður þjónustuþega í heilbrigðiskerfinu. Litið var sérstaklega til hjúkrunarþjónustunnar með tilliti til endurskoðunar verklags innan heilsugæslunnar og teymisvinnu. Eitt af því sem hægt er að gera til þess að breyta verklagi er að nýta betur þekkingu hjúkrunarfræðinga og mennta þá til þess að sinna flóknari verkefnum. Fram komu á þinginu ýmsar tillögur og hugmyndir um hlutverk og ábyrgð hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu sem og tækifæri og nýsköpun innan hennar. Með þetta veganesti fór FÍH á fund ráðherra í byrjun sumars. Fundir með heilbrigðisráðherra FÍH hefur síðan fundað í þrígang með heilbrigðis ráðherra. Á fundi heilbrigðis ráðherra með formanni FÍH, fulltrúum stjórnar og sviðstjóra fagsviðs voru ráðherra kynnt helstu áhersluatriði félagsins í heilsugæslu og lýsti félagið
eindregnum vilja til samstarfs um eflingu heilsugæslunnar. Ráðherra var gerð grein fyrir því að hjúkrunarfræðingar væru tilbúnir til að taka að sér fleiri verkefni innan heilsugæslunnar. Með auknum verkefnum hjúkrunarfræðinga og frekari samvinnu við lækna má nýta betur fjármuni og jafnframt gera þjónustuna skilvirkari. FÍH leggur áherslu á eftirfarandi atriði: • Aukin verkefni hjúkrunarfræðinga innan heilsugæslunnar • Hjúkrunarfræðingar ráðnir að framhaldsskólum • Aukin slysa- og bráðamóttaka heilsu gæslunnar • Breyttur opnunartími og skipulag heilsugæslunnar • Kynning og markaðssetning heilsugæslunnar • Aukin nýting nýrra samskiptaleiða og upplýsingatækni • Aukin sérfræðimenntun hjúkrunar fræðinga og nýting sérfræðiþekkingar í heilsugæslu. Fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga átti fund með heilbrigðisráðherra í ágúst. Á fundinum lagði fagdeildin til
Fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga lagði fram eftirfarandi tillögur sem hún telur brýnar og gerlegar til að bæta þjónustu heilsugæslunnar. 1. Bæta aðgengi að vaktþjónustu og þar með létta á bráðaþjónustu sjúkrahúsa - Vaktþjónusta verði veitt á heilsugæslustöðvum frá kl. 8-24 - Hjúkrunarfræðingar gegni vaktþjónustu ásamt læknum. 2. Nýta nútímatækni í þjónustu heilsugæslunnar - Miðlæg símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu daglega kl. 8-24 - Þjónusta í gegnum veraldarvefinn, til dæmis tölvupóst, Facebook og vefsíður. 3. Auka forvarnir og heilsueflingu með áherslu á þjónustu hjúkrunarfræðinga í: - Forvörnum gegn offitu í ungbarnavernd og skólaheilsugæslu - Heilsugæslu í framhaldsskólum - Geðvernd ungs fólks - Snemmtækri íhlutun vegna sálfélagslegs vanda barna og ungmenna gegnum skólaheilsugæslu.
4. Setja á fót sérhæfðar hjúkrunarmóttökur vegna langvinnra heilsufarsvandamála: - Móttaka hjúkrunarfræðinga vegna til dæmis sykursýki, hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma og geð- og atferlis röskunar - Símaþjónusta til að fylgja eftir meðferð þeirra sem eru með langvinna sjúkdóma - Sérhæfð gagnreynd meðferð við offitu og fylgikvillum hennar. 5. Kynna þjónustu heilsugæslunnar - Nauðsynlegt er að kynna vel þjónustuna sem er í boði á heilsugæslustöðvum - Nýta þarf hentugar og hagkvæmar leiðir í fréttamiðlum, á veraldarvefnum, í auglýsingatímum sjónvarps, í bæjarfréttablöðum og á Facebook.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
13
að stofnaður yrði starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra til að vinna nánar að tillögum um endurskoðun heilsu gæslunnar og lýsti sig jafnframt fúsa til þátttöku í slíkum hóp. Fagdeildin lagði áherslu á að til að gera heilbrigðisþjónustuna hagkvæmari þarf að auka hlut heilsugæslunnar í heilbrigðiskerfinu. Til að svo megi verða þarf að bæta aðgengi almennings að heilsugæslu og veita þar meiri og markvissari þjónustu. Jafnframt sé brýnt að nýta vel þekkingu og færni mannaflans sem þar starfar. Fagdeildin benti á að hjúkrunarfræðingar hafi frá upphafi verið í forustu frumheilsugæslu og gegni lykilhlutverki á þeim vettvangi um heim allan. Þekking hjúkrunarfræðinga og nálægð þeirra við almenning sé grundvöllur markvissra forvarna og heilsueflingar. Sérhæfð þekking hjúkrunarfræðinga hefur aukist mjög í takt við framþróun þekkingar í heilbrigðisvísindum. Sjálfstæð þjónusta hjúkrunarfræðinga hefur vaxið og árangur hennar er ótvíræður, bæði miðað við gæði þjónustunnar og hagkvæmni reksturs. Þá væri og brýnt að sinna betur þörfum skjólstæðinganna og nýta betur samskiptatækni, svo sem síma og vefmiðla, sem eru hagkvæmar og árangursríkar leiðir til dæmis til að styðja sjálfshjálp einstaklinga og getu til sjálfstæðs lífs á eigin heimili. Þannig mætti draga úr þörf á dýrum úrræðum. Í framhaldi af fundi fagdeildar heilsu gæsluhjúkrunarfræðinga með ráðherra var FÍH og fagdeildin boðuð til fundar við ráðherra 29. október sl. Þar skyldi farið yfir tillögur og hugmyndir hjúkrunarfræðinga. Á fundinum ítrekaði FÍH fyrri tillögur auk þess að benda á verkefni sem hjúkrunarfræðingar geta tekið að sér og leitt geta til breytinga á innra skipulagi og verklagi heilsugæslunnar. FÍH lét þess enn fremur getið að gert væri ráð fyrir að tillögurnar yrðu unnar áfram og vill félagið gjarnan taka þátt í þeirri vinnu.
Helstu tillögur FÍH Helstu tillögur FÍH til eflingar heilsu gæslunni miða aðallega að því að nýta betur þann mannafla sem til er innan heilbrigðis kerfisins. Áhersla er
14
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
lögð á að nýta betur þekkingu, færni og reynslu hjúkrunarfræðinga til að auka gæði, skilvirkni og hagkvæmni þjónustu heilsugæslunnar og gera hana að fyrsta viðkomustað innan heilbrigðiskerfisins. Mikil vægt er að nota hugtök sem lýsa þeirri þjónustu sem verið er að veita en einskorða ekki umræðuna um þjónustu heilsugæslunnar við læknis þjónustu eða lækna þegar í raun er verið að tala um „heilbrigðisþjónustu“ og „heilbrigðisstarfsmenn“. Fyrsti viðkomu staðurinn í heilbrigðiskerfinu er heilsu gæslan og þar fær maður heil brigðis þjónustu hjá heilbrigðisstarfsmönnum. Miðlæg móttaka. Það er mat FÍH að til að hægt sé að auka hagkvæmni og skilvirkni heilsugæslunnar þurfi hjúkrun að vera í forgrunni í heilsugæslunni. Almenningi sé ráðlagt að bóka tíma hjá hjúkrunarfræðingi eða leita ráða í síma áður en önnur og dýrari þjónusta er valin. Það má til dæmis hugsa sér að notendur, sem leita til heilsugæslustöðvar, fái fyrst viðtal eða símtal við hjúkrunarfræðing í móttöku. Hjúkrunarfræðingur fer yfir erindið, veitir viðeigandi heilbrigðisþjónustu eða metur
þörf fyrir frekari þjónustu og vísar áfram á aðra heilbrigðisstarfsmenn þegar þarf. Vaktþjónusta hjúkrunar utan dagvinnutíma í samstarfi við lækna. Hjúkrunarfræðingar sinni afgreiðslu bráðra og óvæntra erinda á síðdegisvakt heilsugæslunnar eins og á dagvakt. Í þjónustukönnun, sem gerð var á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja síðastliðið vor, voru þeir sem komu á síðdegisvaktina meðal annars spurðir hvort hjúkrunarfræðingur hefði getað leyst erindi þeirra. 21% svarenda svöruðu já og 16,6% veit ekki. Með hliðsjón af þessari niðurstöðu má áætla að hjúkrunarfræðingar geti sinnt að minnsta kosti um fimmtungi þeirra erinda sem koma inn á síðdegisvakt. Miðlæg símaráðgjöf í heilsugæslu og á landsvísu. FÍH styður hugmynd um að setja á laggirnar miðlæga símaráðgjöf heilsugæslunnar og hvetur til þess að henni verði komið á fót sem fyrst. Að mati FÍH eru hjúkrunarfræðingar einkar vel til þess fallnir að sinna slíkri símaráðgjöf. Símaráðgjöfina þarf að kynna vel og markaðssetja með átaki sem unnið er af fagfólki í markaðsmálum.
Hjúkrunarstýrðar móttökur eða göngudeildir. Stöðug þróun á sérhæfðum hjúkrunarstýrðum móttökum eða þverfag legum teymum hefur átt sér stað undanfarin ár og eru slíkar móttökur á nokkrum heilbrigðisstofnunum. Hjúkrunar f ræðingar á hjúkrunarstýrðum móttökum sinna sjúklingum með langvinna sjúkdóma eins og sykursýki, lungna- og hjartasjúkdóma, geðog atferlisröskun, offitu, langvarandi sár og fleira. Þá mætti efla forvarnar- og heilsu eflingarstarf heilsugæslunnar innan hjúkrunarstýrðu móttökunnar. Aukin sérfræðimenntun og nýting sérfræði þ ekkingar hjúkrunarfræðinga. Fjölga þarf sérfræðingum í hjúkrun í heilsugæslunni. Þeir eru klínískir leiðtogar á sínu sviði sem hægt er að vísa til flóknum erindum. Þeir geta sinnt sérhæfðri hjúkrunarmeðferð, veitt samstarfsfólki, sjúklingum og aðstandendum ráðgjöf varðandi meðferð og lausnir til heilsueflingar, haft umsjón með kennslu hjúkrunarnema og unnið að starfsþróun, rannsóknum og innleiðingu gagnreyndrar þekkingar í hjúkrun. Efla slysa- og bráðamóttöku. Efla þarf slysa- og bráðamóttöku heilsugæslunnar til að létta verkefnum af slysamóttöku sjúkrahúsanna og efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað. Hjúkrunarfræðingar geta greint bráðaástand og sinnt bráðatilfellum, eins og að sauma minni sár og leggja gifs, séð um endurkomur og fleira. Aukin ráðgjöf og afgreiðsla erinda í gegnum veraldarvefinn. Fræðsla og ráðgjöf til unglinga, ungra foreldra, langveikra og fleiri hópa með því að nýta sér samskipti á veraldarvefnum. Heilsugæslu í framhaldsskóla. Brýnt er að efla heilsugæslu í framhaldsskólum. Ráða þarf hjúkrunarfræðinga til starfa í framhaldsskóla líkt og grunnskóla. Þar ynnu þeir að forvörnum og lífsstílstengdum heilsueflandi aðgerðum, til dæmis á sviði kynheilbrigðis, við fækkun á ótímabærum þungunum unglingsstúlkna, sinntu geðheilbrigði, vörnum gegn offitu, áfengis-, vímuefna- og tóbaksvörnum og ofbeldisvörnum. Einnig sinntu þeir eftirliti og leiðbeiningum til ungmenna með langvinnan heilsuvanda, s.s. sykursýki, astma og ofnæmi, átröskun og fleira. Eftirfylgd með sjúklingum eftir útskrift af sjúkrahúsi. Sjúklingum, sem útskrifast af sjúkrahúsum og þurfa eftirfylgd en fá ekki heimahjúkrun, verði vísað til hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar. Ávísun lyfja. Hjúkrunarfræðingar ávísi ákveðnum lyfjum og ráðleggi um lyf eins og til dæmis getnaðarvarnir, algeng sýklalyf og algeng verkjalyf. Þá þarf að fjölga lausasölulyfjum. Afgreiðsla ýmissa erinda og rannsókna. Hjúkrunarfræðingar geta afgreitt ýmis erindi sem eru nú á höndum annarra heilbrigðisstarfsmanna, svo sem lækna. Dæmi um það eru: - Umsjón með greiningu og meðferð kynsjúkdóma og vörtumeðferð. - Ýmis umsýsla, svo sem vistunarmat, umsóknir um aðstoð, hjálpartæki, stoðþjónustu og hvíldarpláss.
- Útgáfa ákveðinna vottorða, til dæmis veikindavottorð fyrir framhaldsskólanema og hjálpartækjavottorð. - Pöntun ákveðinna rannsókna, til dæmis þvag ræktunar, klamýdíuræktunar og ræktunar úr sárum. Allir hjúkrunarfræðingar, sem starfa í heilsugæslu, þurfa að fá aðgang að ROS-kerfi. Verkefni, sem ekki krefjast hjúkrunarmenntunar, svo sem pantanir, áfyllingar, dauðhreinsun og sótthreinsun, verði unnin af öðrum. Söluaðilar verði fengnir til að veita heilsugæslunni betri þjónustu með því að fylla á og þess háttar.
Lokaorð Með þessari grein vill FÍH leggja sitt af mörkum til umræðunnar um breytingu á heilbrigðisþjónustunni, þá sérstaklega til eflingar heilsugæslunni. Hér að ofan hafa verið kynntar nokkrar af tillögum FÍH sem ætlaðar eru sem innlegg til opinnar og uppbyggilegrar umræðu um breytt skipulag og nýjar leiðir til að auka skilvirkni og hagkvæmni heilbrigðisþjónustunnar. Ein leiðin til þess er að nýta betur þann mannafla sem er til staðar í kerfinu, í þessu tilfelli hjúkrunarfræðinga.
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á öllum deildum í Stokkhólmi – Feneyjum Norðursins Uppfærðu ferilskránna – innan þinnar starfsgreinar Við bjóðUm: · fastráðningu, gott vinnufyrirkomulag, góð laun og eftirlaun. · kynning · spennandi og krefjandi starf á sérhæfðu háskólasjúkrahúsi. Eitt af fremstu sjúkrahúsum Norðurlandanna með samheldna liðsheild af duglegum og faglegum samstarfsfélögum. Vertu hluti af þeim bestu og bættu ferilskrána þína. Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga: Rie Jørgensen, móttökustjóri nýliða í síma: +45 45 540 540 eða tölvupóst: rie@powercare.dk Umsóknarfrestur: Opinn Við verðum með viðtöl í Danska sendirráðinu í Reykjavík. POWERCARE A/S Sønderhøj 16 DK-8260 Viby J Tlf.: (+45) 45 540 540 www.powercare.dk
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
15
Ragnheiður Alfreðsdóttir, ragnalf@gmail.com
AÐ VINNA Á LUNGNADEILD Í haust fór ég í gönguævintýri í Perú á slóðum Inka í Andesfjöllum. Við flugum frá Lima, höfuðborg Perú, til Cusco sem var fyrrum höfuðborg heimsveldis Inkanna, staðsett hátt í Andesfjöllum í um 3300 metra hæð. Þar sem borgin liggur svo hátt, á okkar mælikvarða sem búum við sjávarsíðuna, var okkur gefinn sólarhringur til að venjast og aðlagast þunna loftinu áður en við lögðum af stað í gönguna.
Sólarupprás yfir hinni helgu borg Machupicchu í Andesfjöllunum.
Á ferðalaginu var mér oft hugsað til skjólstæðinga okkar á deild A-6 í Fossvogi, lungnadeild Landspítalans. Bara það að bursta tennurnar í þeim takti sem ég er vön gerði það að verkum að ég varð móð í þessu þunna lofti og hvað þá þegar ég gleymdi mér og ætlaði að stökkva upp stigana á hótelinu í Cusco.
16
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
Það er ekki auðvelt og það getur tekið langan tíma fyrir einstakling með lungnasjúkdóm og fjölskyldu hans að venjast því að orkan þverri og getan til að sinna daglegum verkum minnki. Hjúkrun á lungnadeild felur því í sér meðal annars að veita sálrænan stuðning, umhyggju, samúð og hlustun og að sýna
sjúklingnum og fjölskyldu hans virðingu í því breytingarferli sem sjúkdómsgreining felur í sér. Einnig felur hjúkrunin í sér að veita fræðslu og miðla upplýsingum hvort sem um ræðir langvinna lungnateppu, líffæraígræðslu, lungnakrabbamein eða aðra lungnasjúkdóma.
Bakgrunnur minn í hjúkrun er úr gjörgæslu og því er þolinmæði minn stærsti lærdómur af því að vinna á lungnadeild en einnig þrautseigja og þakklæti. Á gjörgæsludeild er stöðugt unnið að því að fyrirbyggja, að vera skrefinu á undan og að vera snar í snúningum þegar líðan sjúklings verður óstöðug. Á lungnadeild reynir meira á þolinmæðina, það er að vera í takt við getu sjúklingsins hverju sinni í hans mæði og öndunarerfiðleikum og að vera hægur í snúningum en samt að ná að komast yfir að sinna þörfum allra skjólstæðinganna. Þegar sjúklingur kemur á deildina er oft erfitt að sjá fyrir sér að hann komi til með að ná sér aftur. Mikilvægt er þá að minna sig á að gefast ekki upp, jafnvel þótt það verði bakslag í meðferðinni eða heilsu sjúklingsins hraki. Það gaf mér því ómetanlega innsýn í líf einstaklinga með lungnasjúkdóm þegar ég beið eftir strætó í Mjóddinni í Reykjavík einn óviðrisdag í haust. Þar rakst ég á tvo skjólstæðinga af lungnadeildinni bíða eftir strætó. Annar þeirra var með súrefniskútinn sinn með sér og var að tala í farsíma, hinn var léttur í spori á leið sinni að strætóskýlinu. Þetta atvik kenndi mér að þrautseigja er mikilvæg við umönnun lungnasjúklinga og að á lungnadeildinni er veitt hjúkrun sem skilar árangri og að starf okkar bætir líf sjúklinganna. En einnig segir þetta að hin heildræna hjúkrun á deildinni er mikilvæg og felst meðal annars í því að sjá til þess að einstaklingurinn fái viðunandi stuðning til að geta verið áfram heima. Ég veit ekki hvar við værum án aðstandenda. Fólk með lungnasjúkdóm er meira eða minna háð stuðningi sinna aðstandenda, hvort sem það liggur inni eða er heima, og það er hlutverk hjúkrunarfræðinganna að styðja við aðstandendur og að veita þeim hvatningu. Þakklæti er þriðji lærdómur minn af því að vinna á lungnadeildinni innan um skjólstæðinga sem mæðast bara við það að draga andann. Þakklæti yfir því að hafa heilsu, að hafa val, að geta stundað hreyfingu, að geta sinnt fjölskyldunni og verið með vinum, að geta ferðast og fleira sem veitir mér ánægju. Hjúkrun á lungnadeild hefur breyst frá því sem áður var. Nú liggja sjúklingar á lungnadeildinni sem áður voru á gjörgæslu. Það er því ekki óalgengt að sinna fárveikum sjúklingi í öndunarvél ásamt öðrum sjúklingum þó aðstæður bjóði alls ekki upp á það. Ég hef því einnig lært þakklæti yfir að hafa heilsu til að geta unnið við klíníska hjúkrun á lungnadeildinni, því starfið þar krefst góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu þeirra sem þar vinna.
Ragnheiður Alfreðsdóttir er hjúkrunarfræðingur MS á lungnadeild A-6 á Landspítala. Greinin hefur áður birst í fréttabréfi fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga.
Leitað er að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum til Noregs – á mjög eftirsóknarverðum kjörum Hjúkrunarfræðingar á skurðdeild Hjúkrunarfræðingar á lyflækningadeild Svæfingahjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar á skilunardeild Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild Hjúkrunarfræðingar á nýburðardeild Hjúkrunarfræðingar á blóð- og krabbameinslækningadeild Hjúkrunarfræðingar á skurðlækningadeild Ljósmæður Við borgum fyrir allt og skipuleggjum ferð þína og dvöl. Við erum félagi þinn! Með jöfnu millibili verðum við með ráðningarviðtöl í danska sendiráðinu í Reykjavík. Nánari upplýsingar: Sími: (+45) 45 540 540 Hægt er að fylla út umsóknareyðublað á heimasíðu okkar: www.powercare.dk POWERCARE A/S Sønderhøj 16 DK-8260 Viby J Tlf.: (+45) 45 540 540 www.powercare.dk
Arnór L. Pálsson
Ísleifur Jónsson
Frímann Andrésson
Jón Bjarnason
framkvæmdastjóri
útfararstjóri
útfararþjónusta
útfararþjónusta
REYNSLA
•
UMHYGGJA
•
TRAUST
Hugrún Jónsdóttir
Guðmundur Baldvinsson
Þorsteinn Elíasson
Ellert Ingason
útfararþjónusta
útfararþjónusta
útfararþjónusta
útfararþjónusta
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
17
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
GENGIN TIL LIÐS VIÐ KJARASVIÐ FÉLAGSINS Fyrir stuttu tók Eva Hjörtína Ólafsdóttir við nýju starfi sem kjararáðgjafi. Í því felst að veita félagsmönnum ráðgjöf og stuðning varðandi kjara- og réttindamál. Starfið er liður í að styrkja kjarasvið félagsins í aðdraganda kjarasamninga á nýju ári. Kjararáðgjöf var áður eingöngu á höndum Cecilie Björgvinsdóttur en hún fær nú ráðrúm til að einbeita sér að kjarasamningsgerð. Eva Hjörtína hefur víðtæka reynslu af hjúkrunarstörfum. Hún útskrifaðist með BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá háskólanum á Akureyri 1995 og fékk vinnu á smit- og meltingarsjúkdómadeild Landspítalans. Síðan fluttist hún til Húsavíkur, starfaði þar í þrjú ár og fór á því tímabili eina ferð sem sendifulltrúi Rauða krossins 1999 til Kenía og Súdans. Árið 2000 fluttist hún til Hveragerðis og vann á Heilsustofnun til 2005. Þá fór hún aftur á Landspítala á deild A7 sem var þá smit- og meltingarsjúkdómadeild. „Það var eiginlega eins og að koma heim því verkefnin voru sambærileg og þegar ég var nýútskrifuð. Mér líkaði það vel á A7 að þar hef ég verið í rúm átta ár, var þar aðstoðardeildastjóri, og hef unnið með alveg frábæru samstarfsfólki,“ segir hún.
18
Félagsmaður mættur hjá Evu Hjörtínu til þess að fá ráðgjöf um réttindi sín.
Eva Hjörtína hefur alltaf verið virk í félagsstörfum og hefur oft tekið að sér að vera trúnaðarmaður á þeim stöðum sem hún hefur starfað. Hún var aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á Landspítala í um sex ár og tók þá þátt í gerð stofnanasamninga. Seta í samninganefnd félagsins 2008 og 2011 veitti henni talsverða reynslu af kjarasamningsgerð og góða þekkingu á öllu smáa letrinu í kjarasamningum félagsins. Hún var kosin í stjórn félagsins 2011 en þurfti að segja sig úr stjórn þegar hún tók við starfi sem kjararáðgjafi. Eva Hjörtína er þó áfram varamaður í stjórn vinnudeilusjóðs og einnig varamaður í stjórn fagdeildar um viðbótarmeðferð í hjúkrun.
vegum AFS og það hafði mikil mótandi áhrif á mig. Eftir að ég kom heim varð ég virkur sjálfboðaliði hjá AFS, sat meðal annars í stjórn og var um tíma formaður félagsins. En eftir að ég fór að vinna sem hjúkrunarfræðingur hefur starfið og ýmislegt því tengt tekið mikið af tíma mínum,“ segir hún.
Eva Hjörtína er fædd og uppalin á Sauðárkróki. „Þegar ég var 16 ára fór ég sem skiptinemi til Bandaríkjanna á
Eva Hjörtína er gift og á einn son og stjúpdóttur. Þegar hún er ekki í vinnu finnst henni gaman að lesa góðar bækur
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
Fyrir nokkrum árum settist Eva Hjörtína aftur á skólabekk og lauk diplómanámi í opinberri stjórnsýslu. Henni fannst það svo áhugavert og skemmtilegt að hún ákvað að fara alla leið, er nú í meistararnámi í opinberri stjórnsýslu og stefnir á að ljúka því 2015.
og helst spennusögur. Hún fer reglulega í leikhús og kaupir árskort í bæði stóru leikhúsin. „Við eigum athvarf í Kjós og þar er notalegt að vera og dytta að hlutum og eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Mér finnst gaman að ferðast og vildi að ég hefði meiri tíma til þess. Þá á ég strák sem er bæði í fótbolta og frjálsum og því fer tími í að fara með honum á mót og fleira en það er mjög skemmtilegt því þá er tækifæri til að kynnast nýju fólki,“ segir hún. Eva Hjörtína er við á skrifstofunni alla daga en á mismunandi tímum. Símatími er kl. 11-13 alla daga nema þriðjudaga. Beinn sími í símatíma er 540 6413 en einnig er hægt að panta viðtalstíma eða senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið eva@hjukrun.is.
Lúsasjampó eyðir höfuðlús og nit
st í e f ð a t * s Virknim prófunum u klínísk Mjög auðvelt að skola úr hári!
Öflugt - fljótvirkt - auðvelt í notkun Virkar í einni meðferð Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum 100% virkni gegn höfuðlús og nit Náttúrulegt, án eiturefna FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM * Abdel-Ghaffar F et.al; Parasitol Res. 2012 Jan; 110(1):277-80. Epub 2011 Jun 11.
www.licener.com
Fyrir 2 ára og eldri
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
19
Jórunn Frímannsdóttir, jorunno@landspitali.is
BLÓÐBANKINN 60 ÁRA 1953-2013
Blóðbankinn fagnaði 60 ára afmæli hinn 14. nóvember síðastliðinn. Í tilefni afmælisins var saga Blóðbankans rituð og er nú komin inn á heimasíðu bankans. Hér er gerð grein fyrir umfangsmiklu starfi Blóðbankans.
Blóðbankinn var stofnaður árið 1953 og hóf starfsemi sína við blóðsöfnun, geymslu og afgreiðslu blóðs hinn 14. nóvember 1953 í sérhönnuðu húsnæði til þeirra nota við Barónsstíg í Reykjavík. Í maí árið 2007 flutti Blóðbankinn starfsemi sína að Snorrabraut 60 en hafði þá um 20 ára skeið búið við mikil þrengsli og óhagræði í húsnæðismálum.
20
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
Blóðbankinn hefur átt samleið með íslensku þjóðinni í 60 ár. Hann er að sönnu „banki allra landsmanna“. Blóðbankinn sér um blóðsöfnun, vinnslu, prófun, geymslu og afgreiðslu allra blóðhluta fyrir íslenskt þjóðfélag og er þjónustunet Blóðbankans um land allt. Blóð bankinn sinnir blóð söfnun í húsnæði sínu að Snorra braut, í aðstöðu sem hann leigir á Sjúkrahúsi
Akureyrar og með Blóðbankabílnum sem fer víða um land. Blóðbankinn sér öllum heilbrigðisstofnunum á Íslandi fyrir blóðhlutum í takt við sérhæfðar þarfir þeirra. Öflug blóðbankaþjónusta er forsenda nútíma heilbrigðisþjónustu. Einungis fyrir tilstilli blóðhluta er hægt að veita öllum
16.000 Safnað heilblóð 1953-1994
14.000
Safnað heilblóð 1995-2012
12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
2001
2000
1999
1998
1997
1996
1995
1994
1993
1992
1991
1990
1989
1988
1987
1986
1985
1984
1983
1982
1981
1980
1979
1978
1977
1976
1975
1974
1973
1972
1971
1970
1969
1968
1967
1966
1965
1964
1963
1962
1961
1960
1959
1958
1957
1956
1955
1954
1953
0
Mynd 1. Blóðsöfnun á Íslandi 1953-2012. Árið 1995 tók Blóðbankinn í notkun nýtt tölvukerfi sem tölur eftir það eru fengnar úr en fyrir þann tíma var margt handskráð.
aldurshópum hér á landi fjölbreytta, umsvifamikla og lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu.
Framtíðin Á svona tímamótum er ástæða til að velta fyrir sér stöðunni eins og hún er í dag og kannski ekki síst framtíðinni. Blóðbankabíllinn, sem var gjöf Rauða kross Íslands, hóf starfsemi sína árið 2003 og á næstu árum var aflað fjölmargra nýrra blóðgjafa víða um land. Fullyrða má að Blóðbankabíllinn hafi skipt sköpum til að tryggja nægilegan fjölda blóðgjafa á Íslandi. Þannig var hópur virkra blóðgjafa 7.235 árið 2005 samanborið við 6.591 virka blóðgjafa árið 2012. Árið 2012 fór Blóðbankabíllinn 86 ferðir um landið, á Íslandskortinu má sjá hvert hann fór og hve margir komu í bílinn á hverjum stað. Það má glöggt sjá að bíllinn safnar afar litlu á Norðurlandi og engu á Austur- og Suðausturlandi. Bíllinn fór misoft á hvern stað, frá einu skipti og upp í níu. Meðalfjöldi einstaklinga, sem koma í bílinn í hverri ferð, er um 38. Í ljósi þessa góða árangurs Blóðbankabílsins gæti maður ályktað sem svo að málin væru í jafnvægi, enn þá ríki jafnvægi milli söfnunar og notkunar. Jú, vissulega, en dugar það til? Þegar litið er til framtíðar er vert að líta á aldursþróun þjóðarinnar á næstu árum og áratugum. Þjóðin er að eldast. Samkvæmt tölum Hagstofunnar er mögulegi blóðgjafahópurinn, þ.e. allir einstaklingar á aldrinum 18-65 ára, rúm 63% landsmanna í dag en verður um 58,5% árið 2033. Á sama tíma eru 65 ára og eldri um 12% landsmanna nú en verða um 20% árið 2033. Þetta er nokkuð sem mikilvægt er að horfa til. Þörf fyrir blóðgjöf eykst með hækkandi aldri og því mun blóðhlutanotkun líklega aukast á næstu áratugum þrátt fyrir að hafa dregist saman á undanförnum árum. Á mynd 2 má sjá fjölda virkra blóðgjafa á árabilinu 2005-2012. Það er athyglisvert að konum hefur fjölgað hlutfallslega á tímabilinu. Það er gleðilegt að hlutfall kvenna í hópi virkra blóðgjafa hefur aukist jafnt og þétt á síðustu 20 árum. Konur voru 5-7% allra blóðgjafa árið 1995 en eru nú um 28%.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
21
Blóðbankinn hefur ekkert fjármagn til kynningar og markaðsstarfs og þarf að reiða sig á styrktaraðila. Bankinn hefur gert samning við Íslandspóst hf. til næstu þriggja ára. Íslandspóstur verður aðalstyrktaraðili bankans og mun veita blóðgjöfum gjafir auk þess að aðstoða við ýmiss konar markaðs- og kynningarstarf. Um leið og ég vil hvetja alla hjúkrunar fræðinga til þess að tala fyrir mikilvægi blóðgjafa á Íslandi vil ég þakka fyrir að fá
7.000 6.000 5.000 Fjöldi
Mikilvægi þess að fá inn nýja blóðgjafa verður seint ofmetið en við þurfum um það bil 2.000 nýja blóðgjafa á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. Blóðbankabíllinn er mikilvægur í því tilliti og er reynt að fara 3-4 ferðir á viku með bílinn. Því miður getur Blóðbankinn ekki sinnt Norður- og Austurlandi með ákjósanlegum hætti en vonir standa til þess að fá annan bíl sem verði rekinn út frá starfsstöð Blóðbankans á Akureyri.
4.000 3.000 2.000 1.000 0
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
Konur
1733
1863
1980
1942
1871
1918
1801
1832
Karlar
5502
5722
5556
5381
5224
5127
4850
4759
Mynd 2. Virkir blóðgjafar 2005-2012.
að vekja athygli á okkur hér í blaðinu. Finna má mikið af upplýsingum á heimasíðu Blóðbankans og þar er jafnframt hægt að bóka tíma í blóðgjöf eða sýnatöku. Blóðbankinn er á Facebook og með því að gerast vinur þar er auðvelt að deila upplýsingum og aðstoða við kynningar á mikilvægi starfseminnar. Þannig geta allir hjúkrunarfræðingar haft áhrif jafnvel þó að þeir geti ekki orðið blóðgjafar.
Hrund Scheving Thorsteinsson.
Nýr doktor í hjúkrunarfræði Fimmtudaginn 10. október sl. fjölgaði um einn doktor í hjúkrunarstétt en þá varði Hrund Scheving Thorsteinsson doktorsritgerð sína „Hjúkrunarfræðingar og gagnreyndir starfshættir: Virkni og spáþættir.“
22
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
Jórunn Frímannsdóttir er deildarstjóri blóðsöfnunardeildar Blóðbankans.
Í rannsókninni er lýst hversu vel íslenskir hjúkrunar fræðingar eru í stakk búnir til að veita hjúkrun sem byggist á gagnreyndri þekkingu. Niðurstöður sýna að svigrúm er til umbóta hvað varðar gagnreynda starfshætti, og jafnframt að innviði, sem styðja við þá, vanti á vinnustaði hjúkrunarfræðinga. Doktorsnefndin var skipuð Jóni Gunnari Bernburg prófessor og Friðrik H. Jónssyni prófessor. Leiðbeinendur voru Herdís Sveinsdóttir prófessor og Connie Delaney prófessor. Hrund Scheving Thorsteinsson er fædd 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1977, BS-prófi í hjúkrunarfræði frá námsbraut í hjúkrunarfræði HÍ 1982 og MS-prófi frá háskólanum í Wisconsin, Madison, 1990. Hrund hefur starfað á ýmsum deildum Landspítala frá 1982, lengst af við stjórnun. Hún var árum saman í hlutastarfi sem lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Eiginmaður Hrundar er Gunnar Ingimundarson viðskiptafræðingur og eiga þau fjögur börn.
Takk fyrir kæri ég verð þér
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A 1 3 - 3 1 3 0
ÆVINLEGA
Blóðgjöf er lífgjöf Blóðbankinn er opinn fyrir blóðgjafa: Mánudaga kl. 11–19 Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 8–15 Fimmtudaga kl. 8–19 Bókaðu tíma á www.blodbankinn.is eða í síma 543 5500. Það tekur bara 30 mínútur að gefa blóð Pósturinn er stoltur styrktaraðili Blóðbankans
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
23
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
KEMUR LAUNAJAFNRÉTTI HJÚKRUNARFRÆÐINGUM VIÐ? Í janúar næstkomandi verður tekist á um nýjan kjarasamning fyrir hjúkrunar fræðinga. Reyndar verða allir kjarasamningar vinnumarkaðarins lausir í janúar og nú þegar er mikil umræða um hvaða svigrúm er til launahækkana og annarra breytinga. Eins hefur verið rætt um með hvaða hætti ríkisstjórnin hyggist beita sér til þess að samningarnir hleypi ekki af stað verðbólguskoti.
Margar kvennastéttir og ekki síst hjúkrunarstéttin hafa talað fyrir því að nú sé kominn tími til að huga sérstaklega að kynjalaunamun. Því má búast við því að slíkar kröfur verði gerðar í viðræðunum. Það getur orðið erfið vegferð því ekkert stéttarfélag er tilbúið að fá minni sneið af kökunni svo aðrir geti fengið stærri sneið. Hins vegar vakti það ekki mikla gagnrýni
24
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
stéttarfélaga þegar ríkisstjórnin ákvað að veita Landspítala aukafjárveitingu í nafni kynjajafnréttis til þess að leysa ágreining í stofnanasamningunum fyrir um ári. Þá er spurning hvort hægt sé að finna upp aðrar aðferðir til að bæta hag kvenna í opinberri þjónustu án þess að skerða hlut annarra. Stjórnvöld hafa sagt skýrum orðum að eitthvað þurfi að gera
til þess að leiðrétta launamismun vegna kynferðis. Í lok október sl. var sagt frá því að Ísland er fimmta árið í röð í efsta sæti varðandi kynjajafnrétti samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins. Það eru ánægjulegar fréttir en samt sem áður er langt í land varðandi launajafnrétti. Þar
er Ísland í 33. sæti og er launahlutfallið sagt vera þannig að laun kvenna séu að meðaltali 72% af launum karlmanna. Hér verður fjallað um hvað hægt sé að gera til þess að Ísland geti fikrað sig ofar á þessum lista.
Kenningar um kynjalaunamun Til eru margar kenningar um af hverju konur hafa lægri laun en karlar. Áður fyrr var því haldið fram að launamunurinn stafaði einfaldlega af því að konur hefðu minni menntun og starfsreynslu. Þessi kenning telst nú afsönnuð. Sumir telja muninn stafa af því að kvennastörf séu oft opinber störf og það sé hefð að ríki og sveitarfélög borgi minna. Hins vegar eru einnig til á almenna markaðnum kvennastörf sem eru lágt launuð. Jafnframt hefur verið talað um að konur og menn hafi mismunandi væntingar til launa og semji því um mismunandi upphæðir. Á seinni árum hefur verið talsvert rætt um það sem kalla má á íslensku tölfræðilega mismunun. Sú kenning snýst um að vinnuveitendur þekki ekki konuna sem sækir um vinnu og hvernig hún mætir heldur gangi út frá því að konur séu oftar fjarverandi en karlar vegna til dæmis veikinda barna eða vilji vinna hlutastarf. Vinnuveitandinn þarf þá að gera ráð fyrir að ráða afleysingarfólk en það hækkar kostnað hans. Hann hefur því tilhneigingu til að bjóða lægri laun. Einnig þarf að hafa í huga að til er tvenns konar ójafnrétti. Annars vegar getur verið innan fyrirtækis eða stofnunar launamunur tveggja starfsmanna sem ekki finnst önnur skýring á en að þeir eru af mismunandi kyni. Þetta virðist samkvæmt tölfræðiathugunum ekki vera vandamál innan hjúkrunar en gæti orðið það ef karlmönnum fjölgar. Hins vegar er um að ræða mun á stéttum með sams konar menntun og ábyrgð. Ef þessar stéttir eru mjög kynjaskiptar, eins og til dæmis á við um hjúkrunarfræðinga og verkfræðinga, virðist launamunurinn stafa af kyninu en önnur atriði geta líka haft áhrif.
Alþjóðlegt vandamál Launajafnrétti er til umræðu í mörgum þeim löndum sem Íslendingar bera sig
Það er augljóst að mismunandi störf, en þó með svipuðum menntunarkröfum, standa á mismunandi þrepi virðingarstigans.
jafnan saman við. Í Svíþjóð vill félag hjúkrunarfræðinga að sáttasemjari ríkisins taki meira tillit til launajafnréttis í sinni vinnu. Þar er einnig sérstakur jafnréttisumboðsmaður en hann hefur beitt sér fyrir því að greina launatölfræði og finna óútskýrðan launamun. Oft er þá um að ræða mun sem erfitt er að færa rök fyrir og er konum í óhag. Þá sýna sænskar rannsóknir að konur bæði gera lægri launakröfur og fá lægri launatilboð en karlar. Í Noregi var skipuð jafnlaunanefnd sem skilaði skýrslu 2008. Niðurstaða hennar var að meginorsakir kynjalaunamisréttis væri kynjaskiptur vinnumarkaður og samningakerfi þar sem hver atvinnugrein semur fyrir sig. Lagt var til að koma upp sérstökum jafnréttispotti handa konum í opinberum störfum en það kom þó aldrei til framkvæmda. Ísland varð þar fyrra til í stofnanasamningunum á Landspítala vorið 2013. Reynt hefur verið að kæra launamismun til dómstóla. Fyrir um 20 árum kærði sænska hjúkrunarfræðingafélagið launamun á ljósmóður og heilbrigðistækni. Dómstóllinn samþykkti aðferðafræðina sem notuð var við að bera saman vinnukröfur og starfshæfni en ályktaði að launamunurinn stafaði ekki af kyni starfsmannanna heldur væri hann til kominn vegna framboðs og eftirspurnar. Í Sviss hefur lengi staðið yfir barátta fyrir því því að fá viðurkenningu dómstóla á að kynjabundinn launamismun hafi átt sér stað. Fimm hjúkrunarkennarar í Zug kærðu launamun á þeim og iðnskólakennurum og fengu talsverðar launahækkanir. Þessi dómsúrskurður frá 2011 var sá síðasti í röð réttarhalda sem byrjuðu 1982. Fimm hjúkrunarfræðingar í Zürich kærðu sömuleiðis meintan
launamismun, færðu rök fyrir að hann væri brot á jafnréttisákvæði í stjórnarskrá Sviss og höfðu betur. Í St. Gallen kærði annar hjúkrunarkennari meintan launamismun en það mál tapaðist. Svipuð mál hafa verið til meðferðar í mörgum kantónum í Sviss.
Staðan á Íslandi Fyrir ári var stofnaður Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnu markaðarins til þess að vinna að launa jafnrétti kynjanna. Hópurinn á að rannsaka launamuninn og leggja til aðgerðir til þess að uppræta þennan mun. Lítið hafði heyrst um vinnu hans þangað til fyrir stuttu en þá kom út skýrsla félags- og húsnæðismálaráðherra um jafnréttismál. Tími hópsins hefur hingað til farið í að smíða jafnlaunastaðal. Í jafnréttisskýrslunni er hins vegar margt annað áhugavert að finna. Umræða um launajafnræði hefur mikið til fjallað um launamun innan stéttar. Rannsóknar vinna hefur snúist um að útskýra af hverju karlmaður, sem sinnir sama starfi og kona og skilar sama vinnu framlagi í klukkutímum talið, hefur hærri laun. Ótvíræðar niðurstöður hafa ekki fengist en bent hefur verið á að karlmenn geri yfirleitt hærri launakröfur en konur. Hér er átt við kenninguna um mismunandi væntingar sem nefnd var hér að framan. Nýverið hefur athyglin í auknum mæli beinst að launamun eftir starfsstéttum. Það er augljóst að mismunandi störf, en þó með svipuðum menntunarkröfum, standa á mismunandi þrepi virðingarstigans. Hér er átt við hvernig starfið er metið til launa en fólk getur borið virðingu fyrir til dæmis hjúkrunarfræðingum án þess að gefa starfinu mörg launastig. Það virðist æ ljósara að fyrir utan stéttar f élagsbaráttu fyrir launahækkun kvenna er það einkum tvennt sem getur jafnað stöðu karla og kvenna á vinnu markaðnum. Í fyrsta lagi þarf að finna leiðir til að draga úr kynbundnu námsvali og kynjaskiptingu starfa, eða með öðrum orðum taka skref til þess að breyta starfsvali karla. Í öðru lagi þarf að auka þátttöku karla í heimilisstörfum og uppeldi barna.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
25
Kynjaskipt störf Kynbundið náms- og starfsval er talið vera ein helsta orsökin fyrir því að illa gengur að uppræta launamun kynjanna. Stjórnvöld hafa tekið þessu alvarlega og hafa í hyggju að gera í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins tilraun til að brjóta upp hinn kynbundna vinnumarkað. Í þingsályktun um jafnréttismál frá 2011 kemur fram að eitt af því sem Alþingi vill að verði gert er að kannaðar verði ástæður þess að stúlkur leita fremur í hefðbundnar kvennagreinar. Eins má spyrja sig af hverju piltar leita ekki í þessar greinar. Konur hafa nú þegar hafið innreið sína í hefðbundin karlastörf þó að það sé sums staðar í litlum mæli. Fyrir hjúkrunarstéttina er fjölgun karlmanna nauðsynleg, ekki bara til þess að hækka laun heldur til þess að forðast framtíðarskort. Konur hafa núorðið einfaldlega um svo margt að velja að hjúkrun er ekki lengur, eins og var lengi vel á síðustu öld, ein af fáum leiðum þeirra til þess að mennta sig. Rannsóknir sýna að fólki líður betur á blönduðum vinnustöðum og betri líðan ætti að leiða af sér meiri vinnuafköst. Kynjaskiptar stéttir, eins og lögreglumenn og hjúkrunarfræðingar, þjóna almenningi og segja má að sú þjónusta ætti að taka mið af báðum kynjum. Því væri æskilegt að kynjahlutföllin væru jafnari.
Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs Velferðarráðherra skipaði haustið 2012 sérstakan vinnuhóp sem átti að kanna leiðir til þess að auðvelda launamönnum að samræma fjölskyldulíf og starf. Hópurinn skilaði tillögum sínum í apríl 2013. Í greinargerð hópsins er lögð áhersla á að ríki og sveitarfélög séu stórir atvinnu rekendur og mikilvægt að þau fylgi jafnréttis lögum og setji sér jafnréttis áætlanir. Eins þurfi opinberar þjónustustofnanir að hugsa fyrir því að hafa sveigjanlegan afgreiðslutíma. Starfstími leikskóla, aðgengi að dagvistun, skipulag á starfsdögum í leikskólum og skólum og fleiri atriði skipta einnig máli fyrir fjölskyldulífið og hvaða áhrif það
26
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
Margar stéttir með eins langa menntun og svipaða ábyrgð og hjúkrunarfræðingar njóta betri launakjara og sjá einnig meira launaskrið milli samninga. hefur á vinnuna. Þegar þessi atriði eru í lagi geta hjúkrunarfræðingar hugsanlega aukið starfshlutfall sitt eða tekið að sér sérstök verkefni og þar með aukið tekjur sínar. Mikilvægt sé líka að fyrirtæki og stofnanir setji sér fjölskyldustefnu en slík stefna virðist geta haft áhrif á jafnvægið milli vinnu og fjölskyldu. Þá er gagnrýndur hinn langi vinnudagur sem er algengur á íslenskum vinnustöðum og lagt til að skipuð verði nefnd sem fjalli um styttingu vinnuvikunnar. Það er nú staðfest að breytingar á lögum um foreldraorlof hafa leitt til þess að fleiri karlar taka lengra foreldraorlof en áður en fleiri aðgerðir þarf til. Líklega þurfa þær að vera blanda af fjárhagslegum hvötum, stjórnvaldsaðgerðum, fræðslu og áróðri. Þar sem flestir hjúkrunarfræðingar eru konur ætti aukin hlutdeild feðra í umönnun barna að gefa þeim færi á að huga meira að starfsframa og tekjumöguleikum. Það verður nú verkefni áðurnefnds verkefnahóps að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera til þess að brjóta upp kynbundið starfsval unglinga og leggja til aðgerðir. Hér ætti hjúkrunarstéttin að vera sérstakt áhyggjuefni og áhugaverður markhópur fyrir verkefnahópinn. Eins þarf að búa til aðgerðaáætlun til að auka þátttöku karla í heimilisstörfum og uppeldi barna.
Jafnlaunastaðall Undanfarið hefur talsverð vinna verið lögð í að búa til staðal sem, ef notaður, gerir fyrirtækjum eða stofnunum erfitt að
viðhafa launamun sem stafar einungis af kyni starfsmanna. Verkefnahópurinn um launajafnrétti kynjanna, Staðlaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, ASÍ og fleiri aðilar hafa einnig kallað eftir umsögnum og lagt drög að reglugerð um vottunarstofu. Gerð staðalsins er talin vera braut ryðjendastarf í jafnréttismálum og erlendir aðilar fylgjast grannt með. Fyrrverandi velferðar ráðherra hugðist beita sér fyrir því að staðallinn yrði notaður í sem flestum ríkisstofnunum og ekki er að sjá annað en að núverandi félags- og húsnæðis m álaráðherra sé á sömu skoðun. Hvert fyrirtæki ákveður sjálft hvort það vill nýta staðalinn, en eftir því sem tíminn líður getur það orðið mikil vægt fyrir ímynd fyrirtækisins að sýna fram á virkt jafnréttisstarf. Eins og fram kom hér á undan er kynbundinn launamunur innan stéttar ekki stórvandamál meðal hjúkrunarfræðinga. Erfitt er því að sjá að staðallinn, sem hefur fengið númer ÍST 85, verði mikið vopn í launabaráttu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Lokaorð Þó að kynjalaunamunur innan hjúkrunar stéttarinnar sé nánast hverfandi kemur launajafnrétti hjúkrunarfræðingum í hæsta máta við. Margar stéttir með eins langa menntun og svipaða ábyrgð og hjúkrunarfræðingar njóta betri launakjara og sjá einnig meira launaskrið milli samninga. Erfitt hefur reynst að rétta hlut hjúkrunarfræðinga og annarra kvenna í launasamningum og eru aðgerðir á stjórnmálasviðinu líklega vænlegar til árangurs. Námsval pilta og hlutdeild feðra í umönnun barna virðast við fyrstu sýn ekki tengjast launum kvenna en margt bendir til að aðgerðir á þessum sviðum geti haft áhrif til langs tíma.
Tekið skal fram að skoðanir greinarhöfundar samræmast ekki endilega stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og áherslur félagsins í komandi kjarasamningum kunna að verða aðrar en hér er stungið upp á.
FLEXI CLOG HÁGÆÐA VINNUSKÓR FYRIR FAGFÓLK Á HEILBRIGÐISSTOFNUNUM
Helstu kostir Flexi Clog: • Innbyggt innlegg sem styður við fótinn og hjálpar þannig til við að halda líkamanum í réttri stöðu • Sérstakt efni í sólanum kemur í veg fyrir rafleiðni • Botninn er hannaður til að draga úr hættu á að renna í bleytu • Innra efni í botninum er sérhannað til að dempa högg uppí fótinn FASTUS_H_26.10.13
Verð kr. 12.900,-
Veit á vandaða lausn
Tímarit- hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013 Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
27
Ingibjörg Guðmundsdóttir, ingibjorgg@gmail.com
SÁRASOGSMEÐFERÐ Á síðasta áratug hafa orðið miklar breytingar í meðferð sára. Framan af voru blautar saltvatnsgrisjur helsta sárameðferðin en síðustu ár hefur verið ör þróun í framleiðslu sáraumbúða og um leið meðferð sára. Sáraumbúðir eru í dag oft tæknilega flóknar og hafa margþætt áhrif á sárgræðsluferlið. Dæmi um slíka nýjung er sárasogsmeðferð (negative pressure wound therapy) og verður stuttlega fjallað um hana í þessari grein. Hvað er sárasogsmeðferð? Sárasogsmeðferð byggist á því að undir þrýstingur er myndaður í sárbeðnum með umbúðum og tæki (sárasugu) sem er tengt við umbúðirnar. Undirþrýstingur í sárum hefur margs konar jákvæð áhrif á gróningu sára og stuðlar meðal annars að hraðari sárgræðslu og minni óþægindum fyrir sjúklinginn. Með soginu er fjarlægður vessi og gröftur úr sárinu, það örvar frumuskiptingu í holdgunarvef og myndar tog á frumur í sárbeðnum sem talið er að örvi vaxtarþætti sem hvetja til nýmyndunar æða og sem flýtir fyrir sárgræðslunni.
vættar með saltvatni og lagðar í lögum ofan á sárin. Filma er svo límd yfir og er hún látin ná út á húðbarmana til að koma í veg fyrir loftleka. Síðan er gert gat á filmuna 1-2 cm í þvermál og blaðka límd yfir gatið, þessi blaðka er svo tengd sárasugunni með slöngu. Vökvinn fer í sérstakt safnhólf á sárasugunni og er hægt að skipta um það án þess að skipta um umbúðir. Flestir framleiðendur framleiða tvær stærðir af sárasugum Stærri tegundin er notuð á stór og mikið vessandi sár en minni sárasugurnar eru hugsaðar fyrir minni og lítið vessandi sár. Minni sárasugurnar er hægt að setja í tösku og bera með sér og ef ástand sjúklinga leyfir eru þeir útskrifaðir og fá sína meðferð á göngudeild. Nýlega kom á markað tæki sem rúmast í buxnavasa. Á því er ekkert safnhólf heldur safnast sáravessinn í umbúðir sem hægt er að hafa á sárinu í allt að viku.
Ábendingar fyrir sárasogsmeðferð
Áhrif sárasogsmeðferðar. Birt með leyfi KCI®.
Umbúðir og tæki Núorðið eru aðallega notaðar tvær tegundir af sárasogsumbúðum: svampar og grisjur. Svampurinn er polýúretansvampur með 600 µm stórum götum en grisjurnar eru léttofnar trefjagrisjur. Svampurinn er sniðinn þannig að hann passi alveg ofan í sárið en grisjurnar eru 28
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
Hægt er að nota sárasogsmeðferð á flestar tegundir sára, bæði langvinn sár og bráðasár. Sérstaklega er mælt með þessari meðferð á sýkt skurðsár og sykursýkissár. Þessi meðferð er einnig notuð til að undirbúa sár fyrir húðflutning eða flipafærslu og til að veita flipum og húðágræðslum stuðning eftir aðgerð. Þá hefur sárasogsmeðferð gagnast vel við sýkt skurðsár á bringubeini eftir hjartaaðgerðir og við sýkt skurðsár á kviði þar sem kviðurinn er skilinn eftir opinn. Sárasogsmeðferð hefur reynst vel hjá sjúklingum sem hafa gengist undir aflimun vegna sykursýki og hafa rannsóknir sýnt
Sárasugur af öllum stærðum, sú minnsta passar í buxnavasa.
að minni hætta er á enduraflimun ef sjúklingar fá sárasogsmeðferð þegar illa gengur að græða skurðsár á stúf.
Frábendingar og fylgikvillar Ekki er mælt með að nota sárasogs meðferð við djúpa fistla, stór sár með drepi eða ómeðhöndlaða sýkingu í beini. Sárasogsmeðferð ætti heldur ekki að nota á illkynja sár þar sem talið er að meðferðin geti aukið á skiptingu krabbameinsfruma. Þessi meðferð hefur þó reynst vel á illkynja og illa lyktandi sár í meðferð við lífslok, þar sem hún fækkar skiptingum og getur þannig dregið úr sársauka auk þess sem þetta er alveg lokuð meðferð sem dregur úr að vond lykt berist frá sárum. Helstu fylgikvillar við sárasogsmeðferð eru húðvandamál í kringum sárin, húðin vill soðna undan umbúðunum en það getur valdið því að sárin stækki. Því er mikilvægt að nota húðverjandi efni og/ eða kökur til að verja húðina í kring.
útgáfa
Gat klippt á filmuna.
Blaðkan lögð yfir og svo er tengt við sárasuguna.
Verkir eru einnig þekktur fylgikvilli. Flestir finna fyrir verkjum þegar sogið er sett á en þeir verkir líða yfirleitt hjá. Ef sjúklingar hafa viðvarandi verki þarf alltaf að athuga hvort umbúðirnar hafi verið rétt lagðar því ef filman er strekkt yfir svampinn getur komið fram mikill sársauki.
tvær klukkustundir án sogs vegna hættu á sýkingu og verður þá að skipta um umbúðir en grisjuumbúðir mega bíða lengur. Þá er einnig mikilvægt að huga að andlega þættinum því það getur tekið á að vera bundinn við tæki, stundum svo vikum skiptir.
Sérstaka aðgát þarf að sýna ef sárasogsmeðferð er notuð yfir æðar, sýnileg líffæri, taugar eða samtengingar vegna hættu á blæðingu. Þá þarf að verja undirliggjandi vef með sárasnertilagi (til dæmis vaselíngrisjum). Einnig ætti að sýna sérstaka aðgæslu ef þessi meðferð er notuð við blæðandi sár og við sár hjá sjúklingum með blæðingavandamál eða á blóðþynningarlyfjum.
Lesefni Argenta, L.C., og Morykwas, M.J. (1997). Vacuum-assisted closure: A new method for wound control and treatment: Clinical experience. Annals of Plastic Surgery, 38 (6), 563-577. Armstrong, D.G, og Lavery, L.A. (2005). Negative pressure wound therapy after partial diabetic foot amputation: A multicentre, randomised controlled trial. Lancet, 366, 1704-1710. Braakenburg, A., Obdeijn, M.C., Feitz, R., van Rooij, I.A.L.M., van Griethuysen, A.J., og Klinkenbijl, J.H.G. (2006). The clinical efficacy and cost effectiveness of the vacuum-assisted closure technique in the management of acute and chronic wounds: A randomized controlled trial. Plastic and Reconstructive Surgery, 118 (2), 390-397. Vowden, K., Téot, L., og Vowden, P. (2007). Selecting topical negative pressure therapy in practice. European wound management association (EWMA). Position document: Topical negative pressure in wound management. London: MEP Ltd, 10-14. Vuerstaek, J.D.D., Vainas, T., Wuite, J., Nelemans, P., Neumann, M.H.A., og Veraart, J.C.J.M. (2006). State-of-the-art treatment of chronic leg ulcers: A randomized controlled trial comparing vacuum-assisted closure (V.A.C.) with modern wound dressing. Journal of Vascular Surgery, 44, 1029-1038.
Hlutverk hjúkrunarfræðinga í sárasogsmeðferð Sárasogsmeðferð er alltaf ákveðin í samráði við lækni eða sárasérfræðing. Misjafnt er hvort það eru læknar eða hjúkrunarfræðingar sem leggja umbúðirnar og fer það eftir eðli og umfangi sára og þjálfun þeirra sem sinna sjúklingunum. Eftirlit er mikilvægt með sjúklingum í sárasogsmeðferð. Reglulega ætti að fylgjast með lífsmörkum og merkjum um sýkingu og meta verki í sárinu. Ef mikið vessar úr sárum þarf að gera upp þann vökva eins og annan vökva og meta vökvajafnvægi. Þar sem þessi sárameðferð gengur út á undirþrýsting þarf að fylgjast reglulega með hvort sog sé á tækinu og það rétt stillt. Ef sog fer af umbúðunum mega svampumbúðir ekki liggja í meira en
Fréttapunktur
Rafræn
Allir félagsmenn fá Tímarit hjúkrunar f ræðinga sent heim nema þeir sem hafa sérstaklega afþakkað að fá blaðið. Farið hefur í vöxt að menn lesi blöð á rafrænu formi og nýta margir sér að tímaritið er einnig á vef félagsins undir „Tímarit“. Þar má finna öll tölublöð síðan 2005. Fyrir þá sem vilja frekar fletta blaðinu eins og gera má á pappír er líka hægt að skoða svokallaða issuu-útgáfu. Issuu er fyrirtæki sem býður birtingu á vefnum og er þar að finna fjölmörg íslensk tímarit, auglýsingablöð og fréttabréf. Í efnisyfirliti síðustu tölublaða er hægt að smella á slóð auðmerkta með textanum „Hér má finna blaðið í heild sinni í flettuútgáfu“ og þá opnast tölublaðið.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
29
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR ÁN LANDAMÆRA Gunnhildur Árnadóttir heillaðist snemma af hjálparstarfi og hefur á fimm árum farið þrisvar til Afríku. Hún vinnur nú fyrir starfsmannaleigu í Noregi en er með samning við Lækna án landamæra og takmarkið er að komast aftur í hjálparstarf. Gunnhildur Árnadóttir er einn þeirra fjöl mörgu hjúkrunarfræðinga sem hafa tekið þátt í hjálparstarfi. Eftir útskrift úr hjúkrun 2008 fór hún fljótlega til Malaví og dvaldist þar í þrjá mánuði. Hún vann á heilsu gæslustöð fyrir systurstofnun Hjálparstarfs kirkjunnar og tók þátt í verkefni fyrir munaðarlaus börn sem fengu mat hjá kirkjunni. Hlutverk Gunnhildar og hennar samstarfsmanna var að gera heilsumat á börnunum. Þegar hún kom heim fór hún að vinna á blóðlækningadeild Landspítalans og vann þar í eitt og hálft ár. „Þá var farið að iða í mér aftur að fara út. Hún loðir við mann þessi reynsla. Þá fór ég fyrst til Noregs. Ég setti innbúið mitt í geymslu úti á Granda og ætlaði að hafa geymsluna í þrjá mánuði en nú eru komin þrjú ár þar sem allt mitt hefur verið í kössum,“ segir hún. Eftir eitt ár í Noregi fór Gunnhildur í meistara nám í alþjóðalýðheilsufræði við Karólínska háskólann í Stokkhólmi og lauk því 2011. Einn af kennurum hennar var Hans Rosling en hann er einn helsti sérfræðingur í alþjóðalýðheilsufræði og bjó meðal annars til forritið Gapminder sem fjallað er um hér í hliðargrein. Annar kennari var stofnandi Svíþjóðardeildar Lækna án landamæra og einnig komu gestafyrirlesarar frá Barnaheillum og fleiri hjálparsamtökum. Námið gaf þannig góða innsýn í hjálparstarf. „Ég heillaðist af hugmyndafræðinni bak við Lækna án landamæra. Ég hafði reyndar hugsað til þeirra áður en hafði ekki haft svona auðveldan aðgang að þeim. Þeir hafa ekki skrifstofu á Íslandi svo ég hefði þurft að ferðast á eigin kostnað til Hollands til
30
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
þess að taka þátt. En þar sem ég var í Svíþjóð ákvað ég að sækja um vinnu hjá þeim og hef núna farið tvisvar á þeirra vegum.“ Vegna vinnusambandsins við Lækna án landamæra er hún skráð til heimilis í Svíþjóð þó að hún vinni mest í Noregi. Fyrst fór hún til MiðAfríkulýðveldisins í þrjá mánuði og fór úr landinu tveim dögum eftir að uppreisnin, sem er núna í hámæli, hófst. „Ástandið í landinu hefur versnað en nógu slæmt var það fyrir. Ég fór þangað sem yfirmaður apóteks og tengiliður milli lagerstjórnar og læknanna á staðnum. Mitt hlutverk var einnig að ráðleggja um val á lyfjum miðað við hvað var til á lager svo við yrðum ekki uppiskroppa því við fengum lyfjasendingu á sex mánaða fresti. Ef til dæmis mikið var um lyfseðla fyrir amoxisillíni þurfti ég að athuga af hverju það var og hvort ekki væri hugsanlegt að nota annað sýklalyf. Þetta var mjög áhugavert og ég lærði margt í lyfjafræði.“ Gunnhildur kom svo heim til Íslands um jólin en fór eftir áramót aftur til Noregs. Hún vinnur þar fyrir starfsmannaleiguna Xtra Care en fyrirtækið heitir frá 1. nóvember sl. Centric Care. „Fyrst þegar ég byrjaði hjá þeim var ég send hingað og þangað og var held ég á tólf vinnustöðum fyrstu tvær vikurnar. Það er mjög lýjandi. En þegar finnst rétti staðurinn fyrir mann er reynt að senda mann þangað sem oftast. Ég var svo heppin að fá að vera á sama stað í heimahjúkrun í Ósló og finnst ég vera eins og venjulegur starfsmaður frekar en afleysingastarfsmaður. Nú er ég einmitt að fara út og mun vinna fimm daga í röð þannig að mig vantar ekki vinnu. Hins vegar er svolítil bið hjá Læknum án landamæra eftir að komast í verkefni sem hentar. Eftir síðustu jól vann ég í Noregi fram í mars og fékk þá tilboð um að fara til Suður-Súdans og vinna í flóttamannabúðum í sex mánuði,“ segir hún. Þetta verkefni fékk hún með stuttum fyrirvara en það var hálfgert neyðarverkefni þar sem ákveðið var að fjölga hjúkrunarfræðingum vegna lifrarbólgufaraldurs. „Ég fékk þá góðfúslegt leyfi hjá Xtra Care að hætta með fjögurra daga fyrirvara. Þeir eru með fleiri hjúkrunarfræðinga á sínum snærum sem vinna fyrir Lækna án landamæra svo þeir kannast við þetta.“
Gunnhildur að kennslustörfum.
Flóttamannabúðir í Suður-Súdan Starfsstöð Gunnhildar var í norðaustur hluta landsins en þangað hafa komið flóttamenn frá Súdan. Á svæðinu voru fernar flóttamannabúðir með samtals 180.000 flóttamönnum, svipuðum fólks fjölda og í Reykjavík, og þar voru ýmis hjálparsamtök að störfum. „Þau sáu um mismunandi hluti eins og að bora eftir vatni eða dreifa nauðsynjum og Læknar án landamæra voru ein af samtökunum sem sáu um að veita heilbrigðisþjónustu. Í okkar hluta búðanna voru 38.000 flóttamenn og við rákum heilsugæslustöð sem tók á móti um 600 manns á viku í almenna heilsugæsluskoðun. Við gátum svo vísað áfram á spítala sem Læknar án landamæra rekur en þar er vannæringardeild, gjörgæsla, fæðingardeild og sérstök deild fyrir sjúklinga með E-lifrarbólgu,“ segir Gunnhildur. Á þessum tíma gekk faraldur í búðunum og margir dóu. Fáir þekkja E-lifrarbólgu en henni svipar til A-gerðarinnar þar sem einkennin eru þau sömu í fyrstu. Sjúkdómurinn getur hins vegar verið alvarlegur fyrir þá sem eru vannærðir og undir miklu álagi eins og flóttamenn eru. Ófrískar konur urðu verst úti og það olli mörgum
andvanafæðingum og fæðingum fyrir tímann, og ungir menn urðu illa úti en ekki fannst skýring á því. „Hér fæddust mörg mjög lítil börn en kraftaverkabarnið okkar var 760 grömm,“ segir Gunnhildur. Ekki er mikil lífsvon fyrir svona lítil börn við þessar aðstæður en þetta stúlkubarn gátu Gunnhildur og samstarfsmenn hennar sent heim og stúlkan, er eftir því sem Gunnhildur best veit, enn á lífi. Ekki var til hitakassi eða önnur sérhæfð tæki fyrir ungbarnagjörgæslu og ekkert sem hentaði 700 gramma börnum enda voru mörg börn sem farnaðist ekki eins vel. Svo var alltaf hættan, vegna áhrifa lifrarbólgunnar á K-vítamínbúskapinn í líkamanum, að móðurinni blæddi út eftir fæðingu því ekki var blóðbanki í búðunum. Samt náðist að bjarga þónokkrum og allir gerðu sitt besta. Hægt var að vísa á spítala í 45 mínútna akstursfjarlægð eftir holóttum vegi en þar var skurðlækningaþjónusta og hægt að gera keisaraskurð í alvarlegum tilvikum. Ef þurfti á blóði að halda þurfti að fara í búðirnar, safna saman ættingjum og keyra þá á spítalann. Þetta var oftar en ekki hlutverk Gunnhildar og samstarfsmanna. Svo var gert blóðflokkapróf á spítalanum og vonast til að finna ættingja sem gat
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
31
Suður-Súdan Lýðveldið Suður-Súdan er landlukt ríki í Mið-Afríku. Það er þróunarland og eitt af fátækustu löndum heims. Hins vegar er landið ríkt af olíu og standa vonir til að olíuframleiðsla geti orðið góð tekjulind. Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki við aðskilnað frá Súdan í júlí 2011 eftir tuttugu ára borgarastyrjöld en deilumálum um landa mæri og fleira er enn ekki lokið. Súdan er múslímaríki en Suður-Súdan kristið og við landamærin býr nú fólk sem hefur lent öfugum megin miðað við trúarbrögð. Í gegnum landið rennur Nílarfljótið. Höfuðborgin Juba er sunnarlega í landinu nálægt landamærunum við Úganda.
gefið blóð. „Fæðingardeildin var þó mjög góð og stoltið okkar allra en hún var í tjaldi. Meðan ég var þar fengum við nýtt tjald með loftkældri móttökustofu þannig að við áttum það sem til þarf nema þá helst ómskoðunartæki. Læknar án landamæra er orðin mjög öflug stofnun og kemur með sinn eigin búnað en hann þarf að standast ýmsa gæðastaðla,“ segir Gunnhildur. Þegar greinarhöfundur hugsar um Lækna án landamæra sér hann fyrir sér tvo lækna eina meðal flóttamanna en þannig er það alls ekki lengur. Þegar Gunnhildur kom á staðinn voru alls 90 manns frá
Læknum án landamærum bara í hennar búðum. Af þeim voru hátt í 60 svokallað svæðisbundið starfsfólk, flest af því frá Keníu. Svo var fólk frá Læknum án landamæra í tvennum öðrum búðum og margt fólk frá öðrum hjálparstofnunum. Reynt var að ráða í staðinn heimamenn og af þessum 90 voru um 30-40 eftir þegar Gunnhildur fór heim. „Þetta er svo miklu stærra batterí en maður heldur. Í hverju hjálparstarfsverkefni eru ekki bara læknar og hjúkrunarfræðingar heldur verkfræðingar, vatnsfræðingar og fólk sem sér um hreinlæti, fólk í flutningum og skipulagi, rafvirkjar, smiðir, skrifstofufólk, mannauðsstjórar og alls konar fólk sem getur fengið vinnu í gegnum Lækna án landamæra. Samtökin hafa til dæmis gert sérsamninga við lyfjafyrirtæki og hafa stórar lyfjageymslur í Evrópu. Viðbragðstíminn er mjög stuttur og þegar þarf á að halda er hægt að senda af stað fullkomið sjúkrahús með flugi,“ segir Gunnhildur.
Reynt að ráða heimamenn
Fyrsta barnið sem Gunnhildur hjálpaði í heiminn.
32
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
Gunnhildur vann sem almennur hjúkrunar fræðingur en undir lokin leysti hún af sem „medical team leader“ en það er sá sem hefur yfirumsjón með allri læknisfræðilegri þjónustu í búðunum. Það er sjaldgæft hjá Læknum án landamæra að útsendir sérfræðingar vinni störf sem almennir hjúkrunarfræðingar en yfirleitt eru þeir yfirmenn starfsfólks sem er ráðið á staðnum. „Í Suður-Súdan var hins vegar ekki mörgum hjúkrunarfræðingum til að dreifa svo ég tók að mér deildarvinnu en var svo með yfirumsjón með þjálfun suður-súdanskra hjúkrunarfræðinga.
Undir lok dvalar minnar var reynt að skipta á útsendu starfs fólki og heima mönnum. Við fundum þá í höfuðborginni og þurftum að láta senda þá með flugi. Fyrst lögðum við fyrir þá próf en þekkingin var heldur lítil þrátt fyrir að flestir væru með BS-gráðu eða diplóma. Þeir voru menntaðir í Súdan, Eþíópíu og Keníu. Þeir sem komu best út úr prófinu voru kallaðir í viðtal og komu svo til okkar þar sem ég hélt vikulangt námskeið. Þar var farin hraðferð í gegnum hjúkrunarnámið. Flestir þessir hjúkrunarfræðingar vinna nú í flóttamannabúðunum. Það er auðvitað meiri sjálfbærni í því að hafa heimamenn sem eru vanari aðstæðum, þeir endast lengur og tala málið,“ segir Gunnhildur. Málakunnátta getur þó verið með ýmsu móti því á staðnum eru margar mállýskur. Flóttamenn eru af ýmsum ættbálkum í Súdan og þar eru enn aðrar mállýskur og jafnvel önnur tungumál. Þeir sem eru langskólagengnir tala arabísku en sjúklingarnir ekki og mikið mál að finna túlka sem tala meira en eitt af þessum tungumálum. Oft þurfti einn að þýða úr til dæmis dinka á arabísku og annar úr arabísku á ensku. Smám saman lærði Gunnhildur nokkur grundvallarhugtök á arabísku eins og „hvað er að?“ og svo orð eins og uppköst, niðurgangur, gula, hósti og verkur. Nú kann hún að telja upp á tíu og segja til dæmis „ég ætla að leggja þig inn“ og „ég ætla að gefa þér vökva í æð“.
Fólk á flótta Gunnhildur segir aðstæður vera æði misjafnar eftir því hvar í Suður-Súdan menn eru. Landið er þróunarland og er nú að stíga sín fyrstu skref sem sjálfstætt ríki
en tvö ár eru síðan það hlaut sjálfstæði. Landsmenn þurfa að reiða sig á aðstoð hjálparstofnana þó að vilji þeirra standi til að komast hjá því um síðir. „En eins og er eru innviðir ekki nógu sterkir. Þeir veita okkur samt eftirlit og við vorum í miklu samstarfi við heilbrigðisráðuneytið varðandi til dæmis tilkynningarskylda sjúkdóma og bólusetningar. En auðvitað eru aðstæður í flóttabúðunum allt aðrar en hjá heimamönnum og ekki auðvelt að búa í plasttjöldum og vera upp á matargjafir kominn. Fólkið þurfti að skilja eftir allt sitt lifibrauð, eins og akra og dýr, tók bara með sér það sem það gat þegar það flúði land,“ segir hún. Talsvert er af fólki sem vill komast frá Súdan til Suður-Súdans. Deilt er um ákveðin landsvæði sem yfirvöld í Súdan vilja sölsa undir sig en mikið er af olíu á svæðinu. Að sögn Gunnhildar skipuðu yfirvöld fólki að fara og vörpuðu sprengjum á þá sem fylgdu ekki fyrirmælum. Fólk átti því engan annan kost en að flýja. „Ég talaði lengi við túlk hjá okkur en hann hafði flúið frá þessu svæði. Hann hafði nýlega byggt sér hús með eigin höndum en svo byrjaði sprengjuregnið. Fjölskyldan gekk í tvo mánuði til þess að komast til okkar í búðirnar. Þau gengu með allt sem þau gátu borið, með ömmum og öfum og
Sjúkrabíll Lækna án landamæra.
Fæðingardeildin á spítalanum í búðunum.
frænkum og frændum, öllum saman. Þau gátu hvergi stansað til þess að kaupa sér mat heldur nærðust bara á ávöxtum og rótum sem þau fundu á leiðinni og slátruðu kannski einni geit. Á endanum komust þau í búðirnar. Túlkurinn er nú þar með alla fjölskyldu sína. Hún komst öll heil á húfi en það voru ekki allir svo heppnir. Þetta var tveggja mánaða
ganga, það urðu einhverjir veikir og enga hjálp að fá svo margir heltust úr lestinni. En þó að það hafi verið mikill straumur í upphafi var flóttamönnum farið að fækka þegar ég kom og landamærin að lokast,“ segir Gunnhildur.
Erfiðar aðstæður í búðunum Hjálparstarfsmenn bjuggu á afmörkuðum svæðum í útjaðri búðanna, annaðhvort í tjöldum eða í moldarkofum með stráþaki, en höfðu rafmagn og þráðlaust net. „Verstur þótti mér hitinn en þegar ég kom var um 48 stiga hiti. Eftir næturvakt var næstum því ómögulegt að sofa. Það má bara minna á hvernig er að vakna í tjaldi á Íslandi þegar sólin skín. Það var ekki hægt að sofa í tjaldinu á daginn en þá reyndi maður að finna sér einhvern skugga utanhúss. Að öðru leyti fannst mér þetta bara notalegt. Svo kólnaði eftir því sem leið á dvölina og var ekki nema 32 stiga hiti þegar ég fór. En þá var aftur á móti orðið rakt og mér fannst það nánast jafnslæmt og 48 stig í þurru loftslagi. Maður þurfti að passa upp á að drekka nógu mikið til að halda sönsum og ég drakk að jafnaði fimm til sex lítra á dag. Það var boraður brunnur í nágrenninu og við sóttum þangað vatn, síuðum og blönduðum með klór. Það var eiginlega verst að venjast bragðinu á
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
33
Reynir á hæfnina Gunnhildur segir það hafa reynt á verklega hæfni hennar sem hjúkrunarfræðings að hafa ekki öll þau tól og tæki sem hún er vön að vinna með á heilbrigðisstofnun í Noregi eða á Íslandi. „Við vorum bara með fullorðinslyf og ekki barnalyf með bragði. Ég man reyndar að við fengum einu sinni lyf með einhverju tyggjóbragði en börnin þekktu það ekki og þeim fannst það ekki gott. Það var því mikið þrekvirki að koma lyfjum í börnin og gera umhverfið sem líkast því sem er heima. Rúmin, sem við vorum með, voru ofin á staðnum úr trefjum og voru þau svona fjörutíu sentimetra há. Það var erfitt að vera með þunga sjúklinga í þeim og ekki hægt að hækka höfðagaflinn. Við áttum nokkur sjúkrarúm á gjörgæslunni og það breytti miklu ef sjúklingurinn fékkst til að leggjast í þannig rúm. Það voru ekki allir sem vildu það, þeir vildu sín hefðbundnu rúm og tóku ekki í mál að leggjast í járnrúm með plastdýnu,“ segir hún.
Gunnhildur þvær vinnufötin sín.
vatninu og þá var gott að eiga ættingja heima og í Bandaríkjunum sem sendu mér Kool-Aid og þess konar duft og dropa til þess að setja í vatnið og fá gott bragð,“ segir Gunnhildur. „Það gat oft verið erfitt að vinna í hitanum. Þegar ég kom á staðinn var hjálparverkefnið enn þá á neyðarstigi og spítalinn í tjöldum. Við sáum þó fram á að þurfa að vera þar talsvert lengur og þá var byggt steinsteypt hús. Á meðan við vorum enn þá í tjöldum gat ástandið verið mjög erfitt. Eftir að hafa verið lengi inni í tjaldi að sinna sjúklingi var ég stundum hálf-meðvitundarlaus. Ég man að einu sinni þurfti ég að setja upp æðalegg í mann sem var vannærður og þurr og það gekk mjög illa. Þegar ég reyndi í þriðja sinn var ég farin að svitna yfir sjúklingnum og þegar mér tókst loksins
að koma legg í manninn þurfti ég að hlaupa út því ég fann að það var að líða yfir mig. Þegar er svona heitt þá eru það ekki heldur kjöraðstæður fyrir sjúklinginn. En það skánaði strax þegar við fengjum steinsteypt hús. Þá varð svalari inni.“ Það skemmtilegasta fannst Gunnhildi vera að sjá samheldni og samvinnu fólks frá mörgum löndum. Í búðunum var meðal annars starfsfólk frá Keníu, Indónesíu, Kongó, Kína og Japan. Einnig voru þar Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Svíar, Norðmenn, Bretar, Írar, Frakkar og svo einn Íslendingur. Gaman var að sjá hversu vel allir unnu saman. Starfsliðið reyndi að gera sér glaðan dag við og við. Á laugardögum var grillað og spiluð tónlist og allir dönsuðu og höfðu gaman af til þess að reyna að gleyma hversdagsamstrinu.
Einnig þurfti hún að eiga við ýmsa aðra menningarlega árekstra. Það var viðtekin trú manna að sá sem er með gulu megi ekki borða kjöt, ekki olíu og alls ekki salt. Æðstu menn í þorpunum voru einnig andlegir leiðtogar og fylgdust grannt með. Þeir vildu oft bragða mat þeirra sem höfðu fengið E-lifrarbólgu. „Það var slæmt þegar þeir vildu smakka á dreypivökvanum. Við gáfum til skiptist saltvatn og sykurvatn því of mikið salt eykur heilabjúg sem er fylgikvilli þessarar lifrarbólgu. En samt þurfti salt til þess að draga vökva í æðarnar svo við gátum ekki gefið bara sykur. Þegar þeir fengu að smakka saltvökvann sögðu þeir bara: „Nei, ekkert svona.“ Við vildum líka gefa metronidazol en þeir smökkuðu á innrennslisvökvanum og sögðu hann of saltan. Sjúklingurinn mátti þeirra vegna taka töflu og ég reyndi að útskýra að
Gapminder Gapminder er áhugavert tölfræðiforrit sem sýnir tölulegar upplýsingar á aðgengilegan hátt. Hægt er að búa til eigin skýringarmyndir, til dæmis um heilsufar þjóðar, og nota mismunandi breytur, t.d. muninn á Vesturlöndum og þróunarlöndum hvað varðar aðgang að vatni eða bólusetningum. Höfundur forritsins er Hans Rosling en hann hefur lagt sig fram um að setja fram tölfræði á skemmtilegan hátt. Þeir sem stunda Youtube eða TED-talks geta þar fundið aragrúa af efni um og með Hans Rosling.
34
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
það væri sama efnið í hvoru tveggja en það hreif ekki. Við þurftum oft að halda fundi með þessum höfðingjum og reyna að sýna þeim að við værum að gera gott en það er erfitt þegar þekkingin er þannig að fólk komi ekki á spítala fyrr en það er orðið mjög veikt. Þá enduðu kannski lifrarbólgusjúklingarnir á gjörgæslu og oft var það þannig að þeir sem lögðust inn á gjörgæslu dóu og því var ofboðsleg hræðsla við að lenda á dauðadeildinni. Þeir skildu ekki tilgang þess að koma snemma og fá meðferð heldur komu fyrst þegar komið var í óefni. Þetta var erfiður vítahringur að komast út úr en þar skipti fræðsla mestu máli. Við áttum samstarf við önnur hjálparsamtök um að koma upp handþvottastöðvum og klósettum þannig að aðstæður urðu viðunandi. Það var mikil hræðsla við spítalann fyrst og svo náðum við að koma því til leiðar að fólk sótti sér aðstoð. Það er erfitt að vinna á móti sterkum venjum og hefðum og við þurftum að spila með og reyna að finna einhverjar sameiginlegar lausnir. Það gengur ekki að koma og ætla að
vera einhver yfirvöld og breyta öllu,“ segir Gunnhildur.
Ekki heim í bráð Gunnhildur hefur nú verið þrisvar í Afríku en gæti hugsað sér að fara nokkurn veginn hvert sem er. „Mér þætti til dæmis spennandi að fara til Asíu. En Afríka er þannig svæði að ef maður hefur einu sinni farið langar mann alltaf aftur. Hún einhvern veginn grípur í einhverjar hjartataugar og er mjög hlý heimsálfa með fallegu og góðu fólki sem er alltaf til í að aðstoða mann. En svo er þetta auðvitað stór heimsálfa og löndin ólík og mikil breidd í menningu og venjum og tungumálum. Ég hef ferðast um fleiri lönd og finnst þau öll svo ólík og skemmtileg á sinn hátt,“ segir hún. Hjálparstarf er það sem Gunnhildur vill vinna við en hún vinnur nú í Noregi meðan hún bíður eftir næsta verkefni. „Ég er núna að skoða möguleikana. Ég gæti hugsanlega fengið símtal þar sem
ég er beðin um að koma strax ef eitthvert neyðarverkefni fer af stað eða einhver verður veikur. Svo getur verið um að ræða afleysingu fyrir starfsmann með sex mánaða samning og þá er það vitað með góðum fyrirvara. Oft er þetta með frekar stuttum fyrirvara en þá er gott að vinna fyrir starfsmannaleigu þar sem maður getur hætt með viku fyrirvara.“ Gunnhildur sér fyrir sér að vinna í útlöndum í talsverðan tíma. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst ekki starfsumhverfið hér á Íslandi sérstaklega eftirsóknarvert. Á meðan ég er ein þá hentar þetta flökkulíf mér mjög vel. Ég fæ húsnæði í Noregi gegnum starfsmannaleiguna og þarf ekki að leggja út fyrir nema mat og strætó. Ég gæti vel hugsað mér að setjast að í Noregi en það á eftir að koma í ljós. Eins og er flakka ég milli verkefna og milli Noregs, Svíþjóðar og Íslands. Ætli það komi ekki að því á endanum að maður vilji róa sig niður en það verður ekki strax.“
Átt þú sumarhús sem þú vilt leigja ? Orlofssjóður óskar eftir að leigja nýleg, vel búin orlofshús víðs vegar um landið. Húsin þurfa að geta hýst 6-8 manns. Leigutími er 10 – 12 vikur í júní, júlí og ágúst sumarið 2014. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Andrea Guðmundsdóttir fulltrúi, í síma 540 6400 og með tölvupósti: gudrung@hjukrun.is
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
35
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, sighuld@landspitali.is
ÞJÓNUSTA VIÐ FÓLK MEÐ HEILABILUN: PERSÓNUMIÐUÐ EÐA SJÚKDÓMSMIÐUÐ?
Heilabilun er stundum kölluð faraldur 21. aldar. Um er að ræða sjúkdóma sem valda versnandi skaða á heilastarfsemi. Fram undir 1970 var almennt talað um elliglöp (senile dementia) en nú eru flestir sammála um að heilabilun fylgi ekki eðlilegri öldrun þótt þessir sjúkdómar verði vissulega algengari með hækkandi aldri og séu mjög sjaldgæfir á fyrri hluta æviskeiðsins.
36
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
Heilabilun kostar samfélagið mikið í beinhörðum peningum. Í nýrri breskri grein er kostnaður vegna hennar sagður hærri en vegna krabbameina og hjartasjúkdóma til samans (Subramaniam og Woods, 2012). Heilabilun hefur mjög alvarleg áhrif á einstaklinginn sem fyrir henni verður. Auk minnisskerðingar fylgir henni ýmiss konar skerðing á vitrænni getu almennt og í kjölfarið fylgir fyrr eða síðar skerðing á færni við að annast persónulegar þarfir. Heilabilun er mjög algeng ástæða fyrir því að aldraðir þurfa að flytja á hjúkrunarheimili. Sjúkdómnum fylgir yfirleitt mikil sálræn vanlíðan, svo sem kvíði, öryggisleysi, þunglyndi og ótti. Heilabilun einstaklings hefur einnig mikil áhrif á nánustu aðstandendur hans. Yfirleitt taka þeir á sig verulegan hluta af aðstoð og umönnun, einkum áður en viðkomandi flytur á hjúkrunarheimili, en líka eftir það. Það er ætíð sársaukafullt þegar náinn aðstandandi er með langvinnan sjúkdóm, og sjúkdómur á borð við heilabilun hefur í ofanálag oft mikil áhrif á hegðun og jafnvel persónuleika einstaklingsins. Í þessari grein er hugtakið heilabilun notað sem samheiti yfir einkenni um vitræna skerðingu sem orsakast af margs konar sjúkdómum. Einkennin eru nokkuð misjöfn eftir undirliggjandi sjúkdómi og verulega misjöfn eftir einstaklingum og aðstæðum þeirra. Talsvert umdeilt er hvaða heiti á að nota, hérlendis er mest talað um heilabilun en margir vilja fremur nota heitið minnissjúkdómar. Á sama hátt kjósa sumir í hinum enskumælandi heimi að tala um memory disorders fremur en dementia – og á svipuðum forsendum, þ.e. að heitin heilabilun og dementia séu ljót orð. Ég nota orðið heilabilun þar sem mér finnst það lýsa betur einkennunum. Auk þess tel ég að öll orð geti orðið ljót í notkun ef fordómar eru ríkjandi. Það eru líka skiptar skoðanir um sjúkdómsástandið heilabilun, orsakir þess og ekki síst meðhöndlun og þjónustu við þá sem eru með heilabilun. Ágreininginn má í grófum dráttum flokka í tvenns konar viðhorf sem hér verða nefnd læknisfræðilega eða staðlaða viðmiðið
annars vegar og persónumiðaða viðmiðið hins vegar1 (Kitwood, 2007). Bæði sjónarmiðin eru þekkt og að einhverju leyti virk á Íslandi, en það má þó telja að ríkjandi viðhorf – og ekki síst ríkjandi þekking – á Íslandi árið 2013 mótist fyrst og fremst af hinu staðlaða, læknis- og lífeðlisfræðilega viðhorfi til heilabilunar.
Heilabilun í sögulegu samhengi Það hefur lengi verið þekkt að vitræn hrörnun, einkum í formi minnisskerðingar, fylgir oft efri árum. Cicero (1982) fjallar um þetta í hinni frægu ritgerð „Um ellina“ en telur raunar að þennan fylgikvilla ellinnar megi forðast með hollu líferni, með ástundun fróðleiks og ekki síst með því að leyfa hinum yngri kynslóðum ekki að taka völdin, heldur halda húsbóndavaldi sínu til hinsta dags. Frá hans tímum fyrir meira en tvö þúsund árum og fram um miðja 20. öld mun algengast að heilabilun hafi verið talin fylgifiskur öldrunar, kölluð ellihrörnun, elliglöp, „að ganga í barndóm“, kölkun og fleira í þá veru. Alois Alzheimer er talinn hafa uppgötvað hinar lífeðlisfræðilegu breytingar sem tengjast heilabilunarsjúkdómnum sem síðar var farið að kenna við hann og kalla Alzheimer-sjúkdóm, en hann er langalgengastur þeirra sjúkdóma sem valda heilabilun. Uppgötvun Alzheimers vakti litla athygli á hans tíð, á fyrstu árum 20. aldar, en rataði þó inn í kennslubók Emil Kraepelin sem var einn virtasti geðlæknir tímabilsins. Sjúkdómurinn hét þar Alzheimer-sjúkdómur og var talinn snemmbúin heilabilun (presenile dementia), enda var um að ræða 51 árs gamla konu, Auguste (Berrios, 1990). Áhugi fræðaheimsins á uppgötvunum þeirra Alzheimer og Kraepelin var lengi vel takmarkaður, en undir 1970 breyttist þetta í kjölfar þess að menn fóru að veita athygli að breytingar í heila aldraðra, svipaðar þeim sem Alzheimer hafði lýst, voru algengari hjá þeim sem höfðu klínísk einkenni um það sem þá var almennt kallað elliglöp (Budson og Kowall, 2011). Þetta leiddi til þess að menn fóru að telja að „elliglöp“ og Alzheimers-sjúkdómur 1 „Persónumiðuð umönnun“ í þessarri grein vísar alltaf til kenninga Tom Kitwood sem sagt er frá í greininni. Því er ekki átt við „einstaklingsmiðaða“ hjúkrun eða þjónustu í almennri merkingu.
væri iðulega sami sjúkdómurinn og að þetta væri sérstakur sjúkdómur sem þar með væri hægt að rannsaka, meðhöndla og jafnvel lækna. Með þessu uppgötvunum2 hófst „sjúk dóms væðing“ elliglapa. Augljóslega höfðu margir hag af að svo yrði. Auð veldara var að fá styrki til rannsókna á tilteknum sjúkdómi en almennri öldrun, ekki síst þegar verið var að leita lækninga sem í beinu framhaldi myndi leiða til lyfja meðferðar af einhverju tagi, eins og vissu lega hefur síðan gerst. En hugmyndin um læknanlega sjúkdóm vakti líka von meðal þeirra sem höfðu greinst með sjúkdóminn og aðstandanda þeirra. Það er auðveldara að berjast fyrir þjónustu við hóp með tiltekinn sjúkdóm heldur en fyrir aldraða sem heild. Alzheimer-félög 2 Þeir eru til sem segja að ekki hafi verið um nýjar uppgötvanir að ræða heldur dustað rykið af fyrri þekkingu, þ.e. að breytingar af því tagi sem Alzheimer fann hafi verið þekktar af fleiri samtímamönnum hans og einnig fylgni þeirra við vitræna skerðingu. Sjá nánar Berrios, áðurnefnd heimild, og Kitwood, áðurnefnd heimild. Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
37
spruttu upp víða um Vesturlönd og öll hafa þau rannsóknir á sjúkdómnum með leit að lækningu fyrir augum sem eitt af sínum meginmarkmiðum.
Og hvað þá? En er þetta ekki bara í góðu lagi? Og er þetta ekki líka rétt? Hinar stórauknu rannsóknir hafa framar öllu styrkt og útvíkkað fyrri þekkingu – að heilabilun af Alzheimer-tegund fylgja ákveðnar skemmdir í heila, svonefndar beta-skellur og tau-þræðir. Fylgnin er að vísu ekki alveg línuleg, það eru dæmi um fólk sem hefur haft öll klínísk einkenni um heilabilun án þess að hafa þessar skemmdir nema í litlum mæli og sömuleiðis um fólk sem hefur við krufningu haft útbreiddar skemmdir án þess að hafa haft nein einkenni heilabilunar í lifanda lífi (Nelson o.fl., 2012). En fylgnin er samt nægileg til þess að enginn deilir um það nú orðið að þessar skemmdir útskýra einkennin, hvort sem þær eru hin upphaflega orsök eða einhver enn önnur ófundin. Er þá ekki eðlilegt að leitað sé lækninga við þessum hræðilega sjúkdómi sem leikur fórnarlömb sín svo grátt og skapar einnig mikla sorg og mikið álag fyrir þeirra nánustu? Jú, ekki dettur mér í hug að neita því. Samt sem áður hef ég ákveðin varnaðarorð við þessa einhæfu sýn á Alzheimer-sjúkdóminn sem slíkan og heilabilun almennt. Í fyrsta lagi: Hvað ef hin gamla sýn er í raun rétt? Hvað ef frumuskemmdir af þessu tagi fylgja öldrun – ekki í öllum tilvikum en mörgum3? Er þá ekki hugsanlegt að það sé tilgangslaust að leita lækninga, svona á borð við það að leita lækninga við frumuöldrun, öldrun almennt og jafnvel dauðanum sjálfum? Við þessu hef ég ekkert svar, vafalaust eru þau til hjá ýmsum fræðimönnum á sviðinu, en í því sem ég hef lesið er ekki spurt slíkra spurninga. Í öðru lagi – og af meira praktískum toga: Vegna þess hve mikil áhersla er á að finna sjúkdómsorsök og lækningu hefur því verið minni gaumur gefinn hvað hægt 3 Hér er ég einkum að tala um síðbúinn Alzheimersjúkdóm, þ.e. eins og hann gjarnan birtist hjá elsta hópnum.
38
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
sé að gera til að auðvelda þeim, sem þegar eru sjúkir, daglega tilveru sína og það verkefni að lifa með þokkalegri reisn, þrátt fyrir sjúkdómsástand sem einmitt ógnar svo mjög persónulegri reisn. Dæmi um slíka forgangsröðun hér á landi: Reglulega birtast fréttir af merkum rannsóknum sem meðal annars minnis móttaka Landspítala tekur þátt í. Hins vegar hefur Landspítali ekki séð sér fært að leggja fé í neins konar fræði- eða gæðastarf í hjúkrun fólks með heilabilun. Rannsóknirnar, sem Landspítali leggur að nokkru fé í, snúast að mestu leyti um læknis- og lífeðlisfræði Alzheimersjúkdómsins, bætta greiningu, aukna þekkingu á ýmsum fylgikvillum og svo framvegis.4 Þetta eru vandaðar rannsóknir, stundaðar af afbragðsfagfólki, í alþjóðlegu samstarfi og er það síst að lasta. En nú er það svo að læknisfræðilega þekkingin hefur eins og er afskaplega lítið að færa sjúklingum með heilabilun.5 Hins vegar er félagslegt umhverfi þeirra afar mikilvægt og því ætti áherslan fyrst og fremst að vera á umönnunarþáttinn, á félagsþjónustu, fræðslu til sjúklinganna, fræðslu til aðstandenda, þjálfun starfs fólks og svo auðvitað rannsóknir, rannsóknir, rannsóknir! Rannsóknir á því sem reynist vel eða ekki vel. Er til dæmis betra að nota aðferðir persónumiðaðrar umönnunar eða er betra að hafa fastar rútínur og sama fyrir alla umönnun? Er minninga vinna góð eða slæm fyrir fólk með heilabilun? Og þannig má spyrja áfram. Annað nærtækt dæmi um forgangs röðunina á Íslandi er hávær þögn hins opinbera um þjónustuáætlanir fyrir fólk með heilabilun. Eina opinbera plaggið er klínískar leiðbeiningar á heimasíðu landlæknisembættis frá 2007 sem telja má fremur nýlegt (Landlæknisembættið, 2007). Þær eru afar læknisfræðimiðaðar, hlutfallið milli hrein-læknisfræðilegra upplýsinga og svo hinna sem snerta sálfélagslega þáttinn er 5 á móti 3. Stuðst er 4 Undantekning er rannsókn á sjúkdómsinnsæi fólks með Alzheimer-sjúkdóm. 5 Árangur allra rannsóknanna er tilboð um lyfjameðferð sem í besta falli seinkar hrörnuninni nokkuð, tímabundið. Til lengri tíma nær hrörnunarlínan með lyfjameðferð línunni án lyfjameðferðar. Nýlega var kynnt væntanleg lækning, á vegum Dana og Svía í þetta skiptið. Það er þó enn langt í land og fréttir af þessu tagi hafa birst oft áður án þess að verulegur árangur fylgdi.
við skoskar leiðbeiningar sem bera nafnið Management of patients with dementia – sem mætti þýða á íslensku sem „meðferð sjúklinga með heilabilun“ (SIGN, 2006). Einnig eru til svokallaðar NICE-leið beiningar, breskar, sem heita Dementia. Supporting people with dementia and their carers (Heilabilun: stuðningur við fólk með heilabilun og aðstandendur/ aðstoðarmenn þess) (NICE, 2006). Mjög ólíkar áherslur eru í þessum leiðbeiningum, eins og nöfnin gefa reyndar þegar hugmynd um. NICEleiðbeiningarnar eru mun meira hugsaðar út frá þeim sem þjónustuna fá, hinar út frá þeim sem meðhöndla þá. Sú spurning vaknar hvers vegna ekki hafi verið stuðst við NICE-leiðbeiningarnar eða sótt til þeirra að einhverju leyti. Þær eru til á síðu landlæknis sem ítarefni og því væntanlega taldar boðlegar. Sem dæmi um áherslumun í skosku leiðbeiningunum og NICE-leiðbeiningunum langar mig að koma með efni úr köflum um notkun geðrofslyfja6 fyrir fólk með heilabilun. 1. NICE-leiðbeiningarnar (útdráttur á mína ábyrgð): • Almennt: Ekki ætti að nota geðrofslyf við geðrænum einkennum hjá fólki með heilabilun vegna hættu á alvarlegum blóðrásartruflunum. • Sé nauðsynlegt að nota slík lyf þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði: - Sjúklingur og aðstandendur verða að vera upplýstir um meðferðina, kosti hennar og galla, ekki síst hættuna á slagi (heila-, hjarta-) og hugsanlegum neikvæðum áhrifum á vitræna getu. - Meta þarf reglulega breytingu á vitrænni getu. - Tilgreina þarf nákvæmlega einkennin sem verið er að meðhöndla og skrá árangur með mælanlegum hætti. - Meðhöndlunin ætti að gilda um takmarkaðan tíma og hana ætti að endurskoða reglulega. Þetta er einungis lítill hluti af skilyrðunum sem uppfylla þarf þegar geðrofslyf eru notuð að mati höfunda NICEleiðbeininganna. 6 Geðrofslyf: antipsychotics, þ.e. lyf sem allajafna eru ætluð til meðhöndlunar alvarlegra geðsjúkdóma, svo sem geðklofa eða geðhvarfasjúkdóma.
Það er greinilegt af þessum lestri að skosku leiðbeiningarnar gera minna úr áhættu af notkun geðrofslyfja. Skilja má á þeim að nýju lyfin liggi ekki undir minnsta grun um að hafa slæm áhrif á vitræna getu. Með orðalagi Skotanna leyfi ég mér að segja að ekki hefur verið sýnt óvefengjanlega fram á að nein geðrofslyf eða slævandi lyf yfirleitt hafi ekki slæm áhrif á vitræna getu. Annað sem stingur í augu er að textinn er algerlega skrifaður út frá fagmanninum, höfundar virðast hvergi sjá ástæðu til samráðs eða fræðslu til notendanna um lyfjameðferðina. NICEleiðbeiningarnar setja það hins vegar efst á lista þeirra skilyrða sem uppfylla þarf ef á annað borð eigi að nota þessi lyf. Sjúklingar eiga að fá að vita um lyfin, einkum hættuna á slagi og hugsanleg neikvæð áhrif á vitræna getu.
Eitt merki um heilabilun sé að byrja getur verið að sjúklingurinn gleymi að slökkva á eldavélinni.
2. Skosku leiðbeiningarnar (útdráttur á mína ábyrgð): (...) Komið hafa fram áhyggjur af að notkun hefðbundinna geðrofslyfja kunni að hraða hrörnun í sjúkdómsferlinu, en ekki hefur verið sýnt fram á að orsakatengsl séu þarna á milli. Af hefðbundnu geðrofslyfjunum er haliperidol (Haldol) algengast. Rannsóknir benda til að það sé gagnlegt við árásargirni hjá fólki með heilabilun. Aukaverkanir þess hindra þó, að það sé mikið notað (hér er líklega átt við Parkinsonlík einkenni o.fl. slíkt – athugasemd mín, SHÞ). Af nýrri geðlyfjum eru olanzapine og risperidone (Zyprexa og Ríson) gagnleg til að ráða við geðrofseinkenni, árásargirni og annan hegðunarvanda hjá fólki með heilabilun. (...) Þau geta verið gagnleg í meðferð þótt meta þurfi vandlega hættu á alvarlegum aukaverkunum, svo sem slagi. (...) Ekki hefur verið sýnt óvefengjanlega fram á hættu á slagi í sambandi við meðferð með hefðbundnum og/eða nýrri geðlyfjum“.
Íslensku leiðbeiningarnar eru að mestu þýddar upp úr þeim skosku en segja má þeim til hróss að þar er ekki að finna setninguna um að ekki hafi verið sýnt óvefengjanlega fram á hættu á slagi. Það er enda varla stætt á slíkri staðhæfingu. Stórar rannsóknir á árunum 2005-2006 sýndu að notkun geðrofslyfja hefur í för með sér að meiri hætta er á heila- og hjartaslagi og dauðsföllum af völdum slíkra áfalla (Schneider o.fl., 2006). Reynsla mín er að hægt sé að draga úr notkun slíkra lyfja með aðferðum persónumiðaðrar umönnunar og væri vissulega áhugavert að vinna gæðaverkefni í þá veru hér á landi.
Staðlaða viðmiðið og birtingar mynd þess í þjónustunni Þekking á Alzheimer-sjúkdómi og öðrum helstu sjúkdómum, sem valda heila bilun, hefur aukist mjög á seinni árum þótt meðferðarmöguleikar hafi ekki aukist verulega. Þessar rannsóknir hafa í mjög stuttu máli fært okkur þennan fróð leik: Alzheimer-sjúkdómur orsakast af skemmdum í heila, fyrst og fremst á ákveðnum svæðum. Um er að ræða óeðlilega fjölgun próteinsambanda, annars vegar eru svonefndar betaamýlóíð-skellur (neuritic plaques) og hins vegar próteinflækjur sem nefnast tauþræðir (Budson og Kowall, 2011). Annar stærsti sjúkdómsvaldur heilabilunar er kallaður æðavitglöp (vascular dementia)
og meingerð hans í heila er sömuleiðis þekkt (Björn Einarsson, 2003). Þar sem litið er svo á að hér sé ástæða heila bilunarinnar fundin er sýn læknis fræðinnar eða staðlaða viðmiðið í mjög einfölduðu máli svona: Skemmdir í heila = ástandið heilabilun. Allt sem fylgir heilabilun er í framhaldinu meira eða minna skýrt út frá skemmdum í heilanum og meðferðaráherslur þessu samfara hljóta sömuleiðis að verða af lífeðlisfræðilegum toga: lyfjameðferð af ýmsu tagi. Nú skal strax tekið fram að fagfólk, sem ég þekki til, starfar ekki alfarið eftir svona þröngri sýn, og er gaman að nefna sem dæmi að helsti sérfræðingur í heilabilunarsjúkdómum, Jón Snædal, yfirlæknir heilabilunareiningar Land spítala, lýsti því nýlega yfir á námsstefnu að í meðferð svonefnds „hegðunarvanda“ í heilabilun væru geðlyf gagnslaus og jafnvel skaðleg, úrræðin ættu að vera af sál-félagslegum toga og að aðferð persónumiðaðrar umönnunar væri væn legri til árangurs. Í framhaldi af þessu þykir mér ekki ólíklegt að hafin verði innleiðing hugmynda fræðinnar á heilabilunar einingunni enda áhugi á slíkum aðferðum mikill og fremur vaxandi en hitt. En hvernig birtist staðlaða viðmiðið í daglegri umönnun og samskiptum við fólk með heilabilun? Ja, í fyrsta lagi er það ekki kallað „fólk með heilabilun“ heldur „heilabilað“. Þessari orðanotkun fylgir viðhorf þar sem einstaklingurinn er fyrst og fremst skilgreindur út frá sjúkdómi sínum fremur en út frá því að vera sá sem hann er. Dæmi: sá sem sækir mikið í hreyfingu, reynir að komast út og æðir stanslaust um, er talinn vera með hegðunarvandann ráf (wandering). Aðrar skýringar, sem liggja í aðstæðum, fyrri venjum og sálrænni líðan mannsins, eru óþarfar, hann er bara „ráfari“, af því að hann er „heilabilaður“. Annar, sem sýnir óróleika eða æsing, er með hegðunarvandann óróleika, æsing (agitation) og sú hegðun er einnig talin stafa af sjúkdómsástandinu. Möguleikinn á að viðkomandi sé hræddur og óöruggur, eða jafnvel að starfsfólk og aðstandendur komi óheppilega fram við hann, er síður skoðaður.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
39
Persónumiðaða viðmiðið Hugtakið persónumiðuð umönnun er komið frá breska sálfræðingnum Tom Kitwood (1937-1999). Hann sótti hug myndir sínar meðal annars til mannúðar sálfræðingsins Carl Rogers og hugmynda Kant um manngildi og kalla má hann kristinn húmanista. Kitwood gagnrýndi staðlaða (eða læknisfræðilega) viðmiðið harðlega. Hann taldi það ekki rangt í sjálfu sér heldur að það segði bara hluta sannleikans – þátt félagssálfræðinnar vantaði. Í stað jöfnunnar fyrrnefndu: „skemmdir í heila = ástandið heilabilun“ setti Kitwood fram mun margþættari lýsingu: Skemmdir í heila + lífssaga + almennt heilsufar + persónuleiki + félagslegt umhverfi = birtingarmynd heilabilunar Ef horft er á einstaklinginn út frá þessu er augljóst að ekki er hægt að breyta skemmdunum í heilanum, að minnsta kosti ekki enn sem komið er, og lífssagan, persónuleikinn og heilsan er sömuleiðis staðreynd sem í besta falli er hægt að hafa mildandi áhrif á. Eftir er hið félagslega umhverfi. Í því felast fyrst og fremst persónuleg samskipti og umönnun. Þarna er augljóslega hægt að breyta miklu, og í því augnamiði setti Kitwood fram hugmyndir sínar um persónumiðaða umönnun. Grunnhugtak í þeirri hugmyndafræði er persónuheild en hana skilgreinir Kitwood svo: „Sú staða sem manneskjunni er úthlutað eða sú virðing sem henni er sýnd á grundvelli félagslegra tengsla og tilvistar“ (Kitwood, 2007, bls. 28). Persónuheild verður til og varðveitist í gegnum félagsleg tengsl og samskipti. Ef komið er fram við einstakling, sem þegar glímir við skerðingu af völdum sjúkdóms, eins og dauðan hlut, eða eins og smábarn, eða einhvern sem fyrst og fremst þurfi að fæða, klæða og þrífa, er veruleg hætta á að viðkomandi tapi persónuheild meira en af völdum sjúkdómsins einum sér. Í framhaldi af þessari skilgreiningu skiptir Kitwood aðferðum umönnunar í þær sem styrkja persónuheildina – jákvæða persónuvinnu – og svo þær sem grafa undan henni – neikvæða
40
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
persónuvinnu (Kitwood kallaði hana „ill kynja félagssálfræði“). Kitwood flokkar þessar aðferðir niður í nokkra þætti, en hér gefst ekki rými til að gera grein fyrir þeim og vísa ég til nánari upplýsinga í meginverki Kitwood, Ný sýn á heilabilun: einstaklingurinn í öndvegi, en það kom út árið 2007 í vandaðri þýðingu Svövu Aradóttur og er hér víða vitnað í þá bók. En heildarsýn hans er að líta þurfi á einstakling með heilabilun sem einstaka mannveru með einstaka sögu og þar sem „hegðunarvandi“ er skýrður sem tilraun til tjáskipta, oft vegna ýmiss konar óuppfylltra þarfa sem geta verið bæði líkamlegar og sálrænar. Þessi hugsun kemur í stað rútínuumönnunar þar sem áherslan er á að sinna grunnþörfum og halda „einkennum“ niðri, einstaklingurinn er skilgreindur út frá sjúkdómnum og gjarnan notað talsvert af róandi lyfjum og jafnvel fjötrum að ógleymdum læstu deildunum sem eru regla fremur en undantekning. Kitwood og samstarfsmenn hans bjuggu til mælitæki sem ætlað var að meta hvernig tækist til að veita persónumiðaða umönnun. Það er kallað Dementia Care Mapping (DCM) sem þýðir nánast „mat á heilabilunarumönnun“. Matið fer þannig fram að starfsmaður, sem er sérþjálfaður í notkun þess, dvelur á staðnum í nokkra klukkutíma og skráir á 5 mínútna fresti ákveðin atriði. Sum lúta að líðan skjólstæðinganna en önnur að athöfnum starfsfólks. Út úr þessu er síðan reiknuð tala, nokkurs konar einkunn. Rannsóknir benda til að notkun DCM stuðli að betri umönnun og meiri lífsgæðum fólks með heilabilun (Chenoweth o.fl., 2009). Kitwood lést árið 1999, langt fyrir aldur fram. Starfinu lauk þó ekki þar með þar sem samstarfshópur hans við Bradfordháskóla í Norður-Englandi, Bradford Dementia Group, hefur haldið því áfram. Hugmyndafræði persónumiðaðrar umönnunar hefur haft mikil áhrif víða um heim. Þegar núverandi þjónustuáætlun breskra stjórnvalda við fólk með heilabilun er skoðuð eru áhrif hennar augljós (Department of Health, 2009). Það var beinlínis fyrir áhrif Kitwood að farið var að nota minningavinnu með fólki með heilabilun (Bornat, 1998). Jane Verity, sem margir kannast við hér á landi,
sækir aðferðir sínar, „Lífsneistann“, meðal annars til Kitwood (Verity, 2008). Hugmyndafræðin er víða notuð í Danmörku og í Kaupmannahöfn er hún viðurkenndur grunnur þjónustunnar og DCM-mælitækið notað (Københavns Kommune, 2010). Í Svíþjóð er stuðst við persónumiðaða umönnun í þjónustuáætlun fyrir allt landið og nota á DCM í allri heilabilunarumönnun (Socialstyrelsen, 2010). Í Noregi virðist sem persónumiðuð umönnun sé á umræðuog tilraunaskyni, og nýleg þjónustuáætlun norska heilbrigðisráðuneytisins er meira á „gömlu nótunum“ en þó eru greinileg áhrif frá hugmyndafræði Kitwood varðandi umönnun og viðbrögð við hegðunarvanda, svo sem ráfi og óróleika (Helse- og omsorgsdepartementet, 2011). Í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu er hugmyndafræði persónumiðaðrar umönnunar vel þekkt og útbreidd. Á landinu okkar er, eins og fyrr var nefnt, engin þjónustuáætlun til og enginn opinber aðili hefur áætlanir um slíkt. Helst hefur mér skilist þegar ég spyr um slíkt að Íslendingar séu ágætir af sjálfum sér og þurfi því ekki að setja reglugerðir um alla skapaða hluti þótt aðrar og kannske verr gerðar þjóðir neyðist til þess. Hér á landi er hvergi unnið beinlínis eftir aðferðum persónumiðaðrar umönnunar. Þær eru þó þekktar, ekki síst eftir að bók Kitwood kom út á íslensku. Auk þess, eins og fyrr er greint frá, hefur yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítala lýst yfir þeirri skoðun að aðferðirnar beri að taka upp. Einnig hefur formaður FAAS, íslensku Alzheimer-samtakanna, lýst yfir að samtökin starfi út frá hugmyndafræði Kitwood. Áhugi á persónumiðuðum aðferðum hefur aukist meðal margra fagstétta sem sinna þjónustu við fólk með heilabilun.
Heimsókn til Bradford Í janúar sl. fóru tveir íslenskir hjúkrunar fræðingar í kynnisheimsókn til Bradford og áttu viðtal við forystumenn Bradford Dementia Group (BDG) til að fræðast um hugmyndafræði og starf þeirra. Þetta voru Gerður Sæmundsdóttir, deildarstjóri á L-4, heilabilunardeild Landspítala, og undirrituð.
Skemmst er frá því að segja að vel var tekið á móti okkur. Aðalviðmælendur okkar voru formaður BDG, prófessor Murna Downs, og Jo Crossland, klínískur sérfræðingur. Murna er sálfræðingur og hefur starfað með teyminu frá upphafi. Jo er hjúkrunarfræðingur með langa reynslu í hjúkrun og umönnun fólks með heilabilun auk sérmenntunar á sviðinu. Hún starfar við fræðslu og ráðgjöf varðandi umönnun fólks með heilabilun. Auk þeirra hittum við fleiri starfsmenn teymisins ásamt yfirkennara við hjúkrunarfræðideild háskólans. Heimsókn okkar stóð hálfan dag og var margt rætt. Í BDG-teyminu eru sálfræðingar, tauga sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar og fleiri fagstéttir. Starfsmenn eru alls 13 auk tveggja aðstoðarmanna. Teymið stjórnar og tekur þátt í fjölmörgum rannsóknum. Nefna má rannsókn sem Murna Downs stjórnar á vegum NIHR (National Institute of Health Research) um hvernig bæta megi heilbrigðisþjónustu við íbúa dvalarog hjúkrunarheimila; rannsókn um innsæi og heilabilun sem Linda Clare stjórnar, en hún er taugasálfræðingur við Bangor-háskóla og í fremstu röð fræði manna sem stunda rannsóknir á innsæi fólks með heilabilun á grunni Kitwood-hugmyndafræðinnar; rannsókn sem Claire Surr hefur forystu um þar sem reynt er að finna bestu leiðir til að festa í sessi þekkingu á persónumiðaðri umönnun á bráðadeildum; rannsókn um áhættuþætti fyrir misnotkun, vanrækslu og niðurlægjandi meðferð fólks með heilabilun. Auk beinna rannsókna er fjöldi gæðaverkefna í gangi úti um allt Bretland og flestir meðlimir BDG taka þátt í einhverjum slíkum. Eins og fyrr er nefnt innihalda hugmyndir Kitwood töluverða gagnrýni á viðhorf raunvísinda í sambandi við heilabilun. Við spurðum því hvort þarna væri gjá á milli eða hvort samstarf væri milli „herbúðanna“ og fengum það svar að BDG ætti bæði í samræðum og samstarfi við alls konar fræðimenn á sviði heilabilunar. Murna sagði að samstarfið væri að verulegu leyti í gegnum fagráð Alzheimersamtakanna í Bretlandi, en samtökin veita fé til rannsókna tengdra heilabilun. Meiri hluti fjármagnsins fer vissulega í „raunvísindin“ – en félagssálfræðin, þ.e.
umönnunarþátturinn, fær þó afganginn. Einnig er samstarf í mörgum rannsóknum, bæði á vegum Alzheimer-samtakanna og NIHR. Auk rannsókna og samstarfs við aðra fræðimenn stundar BDG mikla kennslu, þjálfun, fræðslu og ráðgjöf. Við háskólann sjálfan er fjöldi námskeiða, meðal annars kennsla í að nota mælitækið Dementia Care Mapping. Nú er nýhafið nám á vegum teymisins fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga þar sem þessar fagstéttir geta sérhæft sig í meðferð fólks með heilabilun samkvæmt aðferðum persónumiðaðrar umönnunar. Þetta vakti athygli okkar Gerðar – við á Íslandi gætum alveg nýtt slíka þekkingu. Teymið veitir einnig kennslu og ráðgjöf erlendis. Dæmi um það eru Bupa-hjúkrunarheimilin sem er stór einkarekin keðja í Ástralíu en rekur heimili víðar, meðal annars í Bretlandi. Þessi heimili hafa nýlega tekið upp samstarf við BDG til að bæta heilabilunarþjónustu sína. Ein grunnhugmynda í Kitwood-hug myndafræðinni er að framkoma starfsfólks við skjólstæðinga endurspegli gjarnan framkomu stofnunar við starfsfólk. Þær Murna og Jo sögðu að ef starfsfólk fyndi að það væri talið mikilvægt af hálfu stjórnenda væri auðvelt að fá það til að koma fram við skjólstæðinga sína eins og maður við mann. Þessa breytingu væri einna auðveldast að innleiða þegar verið væri að breyta menningu í umönnun. Það erfiðasta við að breyta menningu sögðu þær vera að halda breytingunum við til lengri tíma. Þar taldi Murna að DCM mælitækið væri mikilvæg hjálp. Við spurðum út í notkun geðrofslyfja fyrir fólk með heilabilun. BDG er einn fjölda aðila sem vinnur að því að draga úr notkun þeirra á landsvísu, og raunar hefur þessi notkun minnkað verulega í Bretlandi á seinni árum (HSCIC, 2012). Við spurðum um hvaða úrræði kæmu í staðinn, til dæmis þegar einstaklingur væri æstur og jafnvel árásargjarn. Jo Crossland, sem er reyndur hjúkrunar fræðingur, svaraði því með því að vitna í líkan Kitwood af áhrifaþáttunum fimm: Taugaskaðar í heila, persónuleiki einstaklingsins, almenn heilsa, lífssaga og félagssálfræðin. Út frá þessu ráðlagði
hún að reyna að skilja einstaklinginn, svo sem að átta sig á hugsanlegum þörfum, eins og klósettferð eða annað, fremur en að líta á atferlið eingöngu sem einkenni heilabilunar. Það að gera ráð fyrir að atferli einstaklings með heilabilun hafi merkingu, sé tjáning á einhverju sem skipti máli, er mjög mikilvægur þáttur persónumiðaðrar umönnunar og hefur haft áhrif á hjúkrun langt út fyrir raðir harðra „Kitwood-aðdáenda“. Jo talaði af mikilli þekkingu og reynslu og var athyglisvert að hlusta á hana fyrir okkur sem komum úr umhverfi þar sem ýmiss konar geðlyf eru snar þáttur meðferðar margra einstaklinga með heilabilun. Þess má geta, þótt það sé útúrdúr, að í þessarri ferð heimsótti ég einnig hjúkrunarheimili, Spring Mount Care Home, sem einungis sinnir fólki með heilabilun, einkum yngra fólki. Heimilið hefur starfað í 25 ár og aldrei notað nein geðlyf né róandi lyf, nema hvað einstaka sinnum er notað própanólól við kvíða, en própanólól er gamalt lyf ætlað til að meðhöndla háþrýsting. Áhrif þess til að slæva kvíðaeinkenni eru þó vel þekkt, til dæmis nota ýmsir sviðslistamenn própanólól við taugaspennu fyrir sýningu. Eftir þessa heimsókn til Bradford stendur þó kannske efst spurningin um hvenær við á litla Íslandi ætlum að fara að nýta þennan fróðleiksbrunn með skipulegum hætti. Hér þarf að koma til frumkvæði þeirra sem völdin og fjárráðin hafa. Velferðarráðuneytið gæti unnið þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun og sett inn í hana að mennta skuli starfsfólk – í stað þess að gera ráð fyrir að notast áfram við ófaglært starfsfólk eins og núverandi stefna gerir ráð fyrir. Heilabilunareining Landspítala gæti ákveðið að mennta lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og almennt starfsfólk í persónumiðuðum aðferðum hjá háskólanum í Bradford – mörg námskeiðanna fara fram í fjarnámi en auðvitað kosta þau öll peninga. En heilabilunareining Landspítala vill og á að vera flaggskip fyrir hvers konar þjónustu við fólk með heilabilun á Íslandi og það verður ekki til lengdar gert með því að fylgjast ekki með því sem er að gerast í öðrum löndum nema hvað læknisfræðilega þáttinn snertir. Svo er fram undan að sveitarfélögin taki við allri
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
41
þessari þjónustu og fyllilega tímabært að búa sig undir það hlutverk, eðlilegt má telja að Reykjavíkurborg sé þar fremst í flokki. Mig langar að ljúka þessari – allt of löngu – tölu minni með því að skora á fagfólk og hagsmunaaðila í öldrunarþjónustunni að taka meiri þátt í opinberri stefnumótun. Sérstaklega vil ég beina því til félaga minna í fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga að setja af stað vandaða umræðu um kröfulýsingu velferðarráðuneytis til þjónustu hjúkrunarheimila, um lög um málefni aldraðra sem Landssamband eldri borgara hefur nú sem betur fer tekið til umræðu (Bryndís Steinþórsdóttir, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Ragnheiður Stephensen, 2011), um nýbirta stefnu Reykjavíkurborgar um málefni eldri borgara og fleira af slíku tagi. Heimildir Berrios, G.E. (1990). Alzheimer’s disease: A conceptual history. International Journal of Geriatric Psychiatry (5), 355-365 Björn Einarsson (2003). Æðavitglöp. Öldrun, 21 (1), 16-21. Bornat, J. (1998). Reminiscence reviewed. Í P. Schweitzer (ritstj.), Reminiscence in dementia care (bls. 43-49). London: Age Exchange. Bryndís Steinþórsdóttir, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Ragnheiður Stephensen (2011). Búseta og sjálfræði aldraðra. Morgunblaðið, 26. apríl.
Budson, A.E., og Kowall, N.W. (2011). The handbook of Alzheimer’s disease and other dementias. Boston: Wiley. Chenoweth, L., King, M.T., Jeon, Y.H., Brodaty, H., Stein-Parbury, J., Norman, R., Haas, M., og Luscombe, G. (2009). Caring for aged dementia care resident study (CADRES) of person-centred care, dementia-care mapping, and usual care in dementia: A clusterrandomised trial. The Lancet Neurology, 8, (4), 317-325. Cicero, Marcus Tullius (1982). Um ellina. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. Department of Health (2009). Living well with dementia. A national dementia strategy. Sótt á https://www.gov.uk/government/uploads/ system/uploads/attachment_data/file/168220/ dh_094051.pdf. HSCIC [Health and Social Care Information Center ] (2012). National dementia and antipsychotic prescribing audit 2012. Sótt á https:// catalogue.ic.nhs.uk/publications/clinical/ dementia/nati-deme-anti-pres-audi-summ-rep/ nati-deme-anti-pres-audi-summ-rep.pdf. Helse- og omsorgsdepartementet (2011). Den gode dagen. Sótt á http://www.regjeringen. no/nb/sok.html?quicksearch=den+gode+dag en&id=86008. Kitwood, T. (2007). Ný sýn á heilabilun. Einstaklingurinn í öndvegi. Reykjavík: JPV. Københavns Kommune (e.d.). Demenspolitik for Københavns Kommune 2010-2014. Sótt á https://subsite.kk.dk/eDoc/Sundheds-%20 og%20Omsorgsudvalget/22-10-2009%20 14.30.00/Dagsorden/19-10-2009%20 10.44.48/4903951.PDF. Landlæknisembættið, 2007. Heilabilun. Greining og meðferð. Sótt á http://www.landlaeknir.is/ gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/klininskarleidbeiningar/leidbeiningar/item15010/ Heilabilun--Greining-og-medferd.
Nelson, P.T., o.fl., 2012. Correlation of Alzheimer disease neuropathologic changes with cognitive status: A review of the literature. Journal of Neuropathology and Experimental Neurology, 71, (5), 362-381. NICE [National Institute for Health and Clinical Excellence] (2006). Dementia. Supporting people with dementia and their carers. Sótt á http://www.nice.org.uk/nicemedia/ live/10998/30318/30318.pdf. Schneider, L., Dagerman, K., og Insel, P.S. (2006). Efficacy and adverse effects of atypical antipsychotics for dementia: Meta-analysis of randomized, placebo-controlled trials. American Journal of Geriatric Psychiatry, 14 (3), 191-210. SIGN [Scottish Intercollegiate Guidelines Network] (2006). Management of patients with dementia. A national clinical guideline. Sótt á http://www.sign.ac.uk/pdf/sign86.pdf. Socialstyrelsen (2010). Nationella riktlinjer för vård och omsorg vid demenssjukdom: Stöd för styrning och ledning. Sótt á http:// www.socialstyrelsen.se/Lists/Artikelkatalog/ Attachments/18012/2010-5-1.pdf. Subramaniam, P., og Woods, B. (2012).The impact of individual reminiscence therapy for people with dementia: Systematic review. Expert Review of Neurotherapeutics, 12, (5), 545-555. Verity, J. (2008). Að endurvekja lífsneistann hjá fólki með heilabilun. Reykjavík: Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendir félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
42
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is
FÓRST MED DETTIFOSSI
Vilborg Stefánsdóttir.
Nýlega kom út áhugaverð bók um læknishjónin Friðgeir Ólason og Sigrúnu Briem. Þau voru ásamt börnum sínum á leið heim frá Bandaríkjunum með Es. Goðafossi þegar skipið varð fyrir tundurskeyti skammt undan Garðskaga 10. nóvember 1944 og sökk nokkrum klukkutímum seinna. Fjölskyldan fórst þar öll ásamt fjölda manns. Var það mesta manntjón Íslendinga á einum degi í seinni heimsstyrjöldinni og um leið mikill missir fyrir læknastéttina. Stuttu seinna, eða 21. febrúar 1945, fórst annað íslenskt skip á sama hátt en það var Es. Dettifoss. Með því skipi fórst Vilborg Stefánsdóttir. Hún var fædd 29. júní 1895 og var því 49 ára þegar hún lést. Vilborg lærði hjúkrun í Danmörku og lauk því námi 1923. Hún vann á ýmsum stöðum þangað til Landspítalinn tók til starfa 1930 en þá gerðist hún deildarhjúkrunarkona á handlækningadeild. Þá var hún nýkomin heim úr framhaldsnámi í Svíþjóð. 1944 fór hún til Bandaríkjanna til þess að kynnast nýjungum í heilsu- og hjúkrunarmálum. Vitneskjunni, sem hún fékk þar, átti hún
þó ekki eftir að miðla til samstarfsmanna á Landspítalanum né meðal nemenda hjúkrunarskólans. Kristín Thoroddsen, forstöðukona Land spítalans, segir í minningargrein: „Vilborg var góð kona og greind, skap m ikill höfðingi og rausnarleg um efni fram. Hjúkrunarkona var hún ágæt, vel lærð, dugleg og samvizkusöm ... Mikinn áhuga hafði Vilborg á stjórn- og þjóðfélags málum; var hún mjög róttæk í skoðunum og vildi framfarir í hvívetna.“ Vilborg Helgadóttir tekur undir og bætir við að mörgum nemum hafi fundist hún full
ströng og kröfuhörð en á sama tíma „hjúkrunarkona sem neminn hlaut að virða vegna hins sérstaka hreinlætis og reglusemi sem einkenndi störf hennar.“ Sigrún Magnúsdóttir hjúkrunarkona var einnig um borð í Dettifossi. Hún komst af en hún var á leið heim eftir að hafa unnið í Bandaríkjunum í tæpt ár. Sigrún átti reyndar eftir að fara aftur til NorðurAmeríku og stundaði meðal annars heilsuverndarnám í Detroit og í Toronto 1948-49. Hún varð 1953 fyrsta forstöðu kona Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
43
Helga Bragadóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Brynja Ingadóttir, Katrín Blöndal, Lovísa Baldursdóttir og Elín J.G. Hafsteinsdóttir, helgabra@hi.is
ÖRUGG LYFJAVINNA HJÚKRUNARFRÆÐINGA – LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ Ekki er neinum blöðum um það að fletta að lyfjavinna, og þar með talin lyfjatiltekt og lyfja gjöf hjúkrunarfræðinga, er dauðans alvara. Á undanförnum árum hefur sjónum í auknum mæli verið beint að því um hve mikla nákvæmnisvinnu er að ræða, vinnu sem krefst þekkingar, færni, verklags og aðbúnaðar sem miðar að því að koma í veg fyrir mistök.
haldin var á ráðstefnunni Hjúkrun 2013, um örugga lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga og hvernig best er að kenna nemendum slík vinnubrögð. Í vinnusmiðjunni voru kynnt gagnreynd viðmið um örugga lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga og norrænt samstarf um kennslu í öruggri lyfjavinnu í hjúkrunarfræðinámi auk þess sem þátttakendur rýndu í þá þætti sem hindra eða styðja við örugga lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar geta gert og gera mistök í lyfjavinnu, einnig hér á landi. Ástæður þeirra geta verið margvíslegar og flóknar. Forsendur þess að kennsla beri árangur er að hjúkrunarfræðingar sjálfir sýni gott fordæmi, tileinki sér gagnreynd vinnubrögð, viðurkenni lyfjaatvik og taki tillit til þeirra fjölmörgu þátta í eigin fari og umhverfinu sem geta dregið úr hættunni á lyfjaatvikum eins og kostur er. Með lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga er vísað til þeirra þátta lyfjaumsýslu sem hjúkrunarfræðingar sinna og má skipta í undirbúning, tiltekt, gjöf og skráningu (Elganzouri o.fl., 2009).
Lyfjaatvik og ástæður þeirra
Lyfjamistök eða lyfjaatvik eru líklega mun algengari en skráning atvika og tilkynn ingar gefa til kynna og afleiðingarnar því meiri en almennt virðist í fyrstu. Kennsla í öruggri lyfjavinnu í hjúkrunarfræðinámi er því grund vallaratriði varðandi öryggi
44
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
sjúklinga og þá er þekking og færni kennara forsenda þess að vel takist til, því lengi býr að fyrstu gerð. Tilgangur þessarar greinar er að deila með lesendum niðurstöðum vinnusmiðju, sem
Á Íslandi er óvænt atvik skilgreint sem „… óhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni“ (Embætti landlæknis, 2013). Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar og aðrir hlutaðeigandi, svo sem stjórnendur í heilbrigðisþjónustu, geri sér grein fyrir og viðurkenni að lyfjaatvik eiga sér stað og eru ekki óalgeng meðal hjúkrunarfræðinga (Helga Bragadóttir o.fl., 2010). Þrátt fyrir að fæst lyfjaatvik valdi varanlegu tjóni er mikilvægt að koma í veg fyrir þau. Þannig næst bestur árangur meðferðar og heilsufarslegur og fjárhagslegur skaði verður minnstur. Margar ástæður geta verið fyrir lyfjaatvikum en segja má að þær séu oftast samspil einstaklinga og umhverfis. Keers o.fl. (2013) flokka ástæður í tvennt: hegðun starfsmanna, sem ógnar öryggi sjúklinga, og duldar ástæður. Ástæður, sem ógna öryggi sjúklinga og tengjast
hegðun starfsmanna, eru ónákvæmni og kæruleysi, skortur á færni á útreikningum og skortur á þekkingu á lyfjum, tækjum eða sjúklingum. Öryggi sjúklinga er líka ógnað þegar vinnureglur og lög eru brotin þar sem til dæmis starfsmönnum, sem ekki hafa til þess þekkingu, þjálfun eða leyfi, er gert að sinna lyfjavinnu eða vegna manneklu er skortur á starfsmönnum með þekkingu (Keers o.fl., 2013). Duldar ástæður tengjast fjölmörgu, svo sem sjúklingum, starfsmönnum og umhverfinu. Þær geta tengst sjúklingum beint eða óbeint, eins og að ástand sjúklings breytist, hann er ósamvinnuþýður eða sofandi þegar gefa á lyf. Duldar ástæður tengjast líka reglum og verklagi þar sem til dæmis eru engar reglur að fara eftir eða þar sem reglur eru íþyngjandi. Þessar duldu ástæður geta tengst ástandi og persónu starfsmanna, hversu vel þeir eru í stakk búnir að takast á við krefjandi vinnu, þreytu, sjálfsöryggi og faglegri vitund um þeirra eigin þátt í að skapa öruggt vinnuumhverfi. Duldar ástæður geta líka tengst kennslu og þjálfun starfsmanna, samskiptum, upplýsingagjöf, stjórnun, leiðsögn, venjum og starfsanda á vinnustað auk stefnu stofnunar og stjórnvalda. Enn fremur er vinnuálag og óviðeigandi samsetning mannafla, auk húsnæðis með þröngum hávaðasömum rýmum þar sem truflanir eru tíðar, algengar ástæður lyfjaatvika (Keers o.fl., 2013). Vísbendingar eru um tengsl truflana og lyfjaatvika hjúkrunarfræðinga (Hughes og Blegen, 2008) og að tíðari truflanir leiði til alvarlegri lyfjamistaka þeirra (Westbrook o.fl., 2010). Ekki er ljóst hve tíð lyfjaatvik eru meðal hjúkrunarfræðinga hérlendis né hvers vegna þau verða. Þær fáu rannsóknir, sem gerðar hafa verið, benda þó til þess að meirihluti hjúkrunarfræðinga á íslenskum sjúkrahúsum hafi einhvern tímann á starfsferli sínum gert mistök í lyfjavinnu (Ann-Marethe Jakobsen o.fl., 2003; Anna White o.fl., 2006). Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis bárust embættinu á bilinu 396 til 770 tilkynningar um lyfjaatvik árlega á árunum 2008-2012, oftast rúmlega 600 atvik á ári, en talið er að um talsverða vanskráningu sé að ræða (Laura Sch. Thorsteinsson, skv. tölvupósti 17. september 2013).
Mikilvægi gagnreyndrar þekkingar í lyfjavinnu Finnskir háskólakennarar í hjúkrun hafa unnið frumkvöðlastarf undanfarin ár við að setja fram og nýta gagnreynda þekkingu um örugga lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga og hvernig á að kenna örugg vinnubrögð. Virpi Sulosaari, háskólakennari í Turku, stýrir verkefninu en allir finnskir háskólar, sem kenna hjúkrun (25 talsins), taka þátt í því. Hópur kennara hefur einnig verið yfirvöldum til ráðgjafar um lyfjamál og lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga (LOKKAhópurinn, munnleg heimild: Virpi Sulosaari, 15. apríl 2013). Virpi og félagar hafa tekið saman gagnreynda þekkingu um örugga lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga (Sulosaari o.fl., 2011, 2012) og á grundvelli hennar sett fram hæfniviðmið sem notuð eru í öllu grunnnámi í hjúkrunarfræði í Finnlandi. Hæfniviðmiðunum er skipt í flokka og undirflokka og nákvæmlega er sagt til um hvað nemandi þarf að kunna og geta (Sulosaari o.fl., 2010). Flokkarnir eru sýndir á mynd 1. Nemendur og kennarar vinna eftir hæfniviðmiðunum og í námi sínu nota nemendur svokallað lyfjavegabréf (e. medication passport) sem er nákvæmur leiðarvísir um það sem þeir þurfa að kunna og geta. Lyfjavegabréfið, sem er á rafrænu formi og notað af nemendum og kennurum þeirra, er í raun vottun um að nemandi hafi ákveðna grunnþekkingu og færni í lyfjavinnu.
Þær fáu rannsóknir, sem gerðar hafa verið, benda þó til þess að meirihluti hjúkrunarfræðinga á íslenskum sjúkrahúsum hafi einhvern tímann á starfsferli sínum gert mistök í lyfjavinnu. við brautskráningu. Skólar frá Norður löndunum og Balkanlöndunum hafa tekið þátt í verkefninu. Þátttaka íslensku háskólanna hefur leitt til þess að þeir hafa tekið höndum saman um þýðingu á finnsku gagnreyndu viðmiðunum um örugga lyfjavinnu og vinna að því að taka þau upp í námsskrár sínar. Einnig hafa skólarnir haft samstarf um nýtingu kennsluefnis og að útbúa rafrænt kennsluefni þar sem markmiðið er að auka gagnvirkni kennslu
1. Undirstöðuþættir lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga 2. Fjölfagleg samvinna heilbrigðisstétta í lyfjaumsýslu 3. Lyfjavinna hjúkrunarfræðinga á mismunandi stigum lyfjagjafar 4. Efling öryggis við lyfjameðferð Mynd 1. Flokkar hæfniviðmiða um örugga lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga.
Árið 2011 bauðst hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri að taka þátt í verkefni um eflingu kennslu í öruggri lyfjavinnu, MEDICO-verkefninu, sem Virpi Sulosaari leiðir. Verkefnið snýst um að tryggja ákveðin gæði í þekkingu og færni hjúkrunarfræðinema í grunnnámi þannig að þeir standist hæfniviðmiðin
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
45
í lyfjavinnu. Óhætt er að segja að bæði hið norræna samstarf og samstarfið innanlands hafi ýtt við og eflt kennslu í öruggri lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga.
Gagnreynd viðmið um örugga lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga Gagnreynd viðmið um örugga lyfja vinnu hjúkrunarfræðinga byggjast á kerfisbundnum samantektum rannsókna á efninu (Sulosaari o.fl., 2011, 2012). Greind voru 11 hæfnisvið sem eru grundvöllur árangursríkrar og öruggrar lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga (Sulosaari o.fl., 2011). Sviðin eru talin upp á mynd 2. Þessar niðurstöður varpa ljósi á það að kennsla í öruggri lyfjavinnu snýst ekki eingöngu um kennslu í lyfjafræði eða lyfjaútreikningum því segja má að öll námsskrá hjúkrunarfræðináms tengist öryggi sjúklinga og þar með öruggri lyfjavinnu á einn eða annan hátt. Hvernig síðan nemendum reiðir af og hve auðveldlega þeir geta tileinkað sér námsefnið veltur á 1) einstaklingsbundnum eigin leikum nemenda, svo sem aldri, undirbúningi, sjálfstrausti og viðhorfi til námsins, 2) klínísku námsumhverfi, svo sem námstækifærum, leiðsögn og fyrirmyndum, og 3) skólanum og því hvernig hann kennir og þjálfar nemendur (Sulosaari o.fl., 2012).
1. Líffæra- og lífeðlisfræði 2. Lyfjafræði 3. Samskipti 4. Þverfagleg samvinna 5. Upplýsingaöflun 6. Stærðfræði og lyfjaútreikningur 7. Lyfjaumsýsla 8. Símenntun í lyfjavinnu 9. Eftirlit og endurmat 10. Skráning 11. Efling öruggrar lyfjavinnu sem hluti af öryggi sjúklinga Mynd 2. Hæfnisvið fyrir örugga lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga (Sulosaari o.fl., 2011).
Vinnusmiðja um örugga lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga Á ráðstefnunni Hjúkrun 2013 var boðið upp á vinnusmiðju um örugga lyfja vinnu hjúkrunar fræðinga. Tilgangur vinnu
46
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
Mikilvægt er að horfast í augu við vandamálið og finna raunhæfar leiðir til að draga úr slíkum mistökum og þar með þeim skaða sem þau geta valdið.
smiðjunnar var að kynna fyrir þátttakendum og gefa þeim tækifæri til að ræða um gagn reynda þekkingu og kennslu í öruggri lyfja vinnu í hjúkrunarfræðinámi. Markmiðið var að þátttakendur yrðu fróðari um hvað felst í öruggri lyfjavinnu og meðvitaðri um hvernig þeir geti stuðlað sem best að þekkingu og færni hjúkrunarfræðinema og auknu öryggi sjúklinga við lyfjameðferð. Farið var yfir stöðu þekkingar um lyfjaatvik og ástæður þeirra, hæfnisvið fyrir örugga lyfjavinnu og hæfniflokkana í finnsku viðmiðunum. Þátttakendur, sem voru 16 talsins, unnu síðan í þremur hópum að því að greina hver væru áhrif 1) klíníska kennarans eða hjúkrunarfræðingsins sem fagmanns, 2) þverfaglegs samstarfs og 3) verklags og viðhorfa á öryggi sjúklinga þegar kemur að lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga. Einnig var greint hvað gæti hindrað eða aukið öryggi sjúklinga Niðurstöður hópavinnunnar eru teknar saman í töflu 1. Niðurstöðurnar benda á mikilvægi þess að hver og einn hjúkrunarfræðingur efli fagmennsku sína til að vera nemendum góð fyrirmynd og að vinnuumhverfið sé þess eðlis að það stuðli að öruggu verklagi og auki öryggi sjúklinga. Það sé gert með því að nýta tæknina til fullnustu, að mönnun sé hæfileg og að samstarf sé raunverulegt og gagnkvæmt.
Lokaorð Lyfjaatvik eru staðreynd í vinnu hjúkrunar fræðinga. Mikilvægt er að horfast í augu við vandamálið og finna raunhæfar leiðir til að draga úr slíkum mistökum og þar með þeim skaða sem þau geta valdið. Með því að nota gagnreynda þekkingu í lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga, vera góð fyrirmynd og kenna nemendum að nota bestu
þekkingu og viðhafa örugga starfshætti má draga úr lyfjaatvikum. Til stendur að innleiða gagnreynd hæfniviðmið um örugga lyfjavinnu í grunnnám í hjúkrun á Íslandi og boðið hefur verið upp á vinnusmiðju um sama efni. Er það hvort tveggja viðleitni í þá átt að auka öryggi sjúklinga við lyfjameðferð. Þátttakendur í vinnusmiðju um örugga lyfjavinnu greindu fjölmarga þætti sem hafa áhrif á öryggi sjúklinga við lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga. Þættirnir lúta meðal annars að hjúkrunarfræðingum sjálfum sem kennurum og fagmönnum. Mikilvægt er að þeir viðhaldi þekkingu sinni, sýni gott fordæmi og beri virðingu fyrir vinnu sinni. Til að tryggja sem best örugga lyfjameðferð er þverfaglegt samstarf nauðsynlegt þar sem samskipti og samvinna byggjast á gagnkvæmri virðingu. Umhverfi, verklag og viðhorf á vinnustaðnum getur hvort heldur sem er hindrað eða aukið öryggi í lyfjavinnu. Í niðurstöðum hópavinnunnar er bent á að sérhver hjúkrunarfræðingur hefur styrkleika og veikleika í samstarfi við aðrar stéttir og verklaginu sem hann
Tafla 1. Niðurstöður hópavinnu um áhrifaþætti í lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga og öryggi sjúklinga. Áhrifaþættir
Það sem hefur áhrif á öryggi sjúklinga þegar kemur að lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga
Það sem getur hindrað öryggi sjúklinga
Það sem getur stutt við öryggi sjúklinga
Klíníski kennarinn/ hjúkrunarfræðingurinn sem fagmaður
Virða vinnu hjúkrunarfræðinga við lyfjatiltekt Vera fyrirmynd Fara eftir verklagsreglum Hvetja til umræðu / fræðslu / leshópa Skrá atvik
Kæruleysi Vera faglega óhæfur Fara ekki eftir verklagsreglum Vera ósamkvæmur sjálfum sér / gefa misvísandi skilaboð
Fylgjast vel með faglega Fylgjast með gagnreyndri þekkingu Nota hjálpargögn, s.s. upplýsingar, leiðbeiningar o.fl. Hvetja nemendur til að spyrja og fá aðstoð þar til þeir eru öruggir
Þverfaglegt samstarf
Þverfaglegt samstarf dregur úr hindrunum og styður við örugga lyfjavinnu sem eykur öryggi sjúklinga
Samskiptaleysi Tæknilegir örðugleikar Að nýta ekki tæknina til fullnustu, s.s. skortur á innbyggðum áminningum og skilyrðum í rafrænum kerfum Takmörkuð innsýn stéttanna í störf hver annarrar
Samkennsla stétta um örugga lyfjavinnu Meira samstarf við lyfjafræðinga Raunveruleg, heiðarleg gagnkvæm samskipti Sjúkradeildir og skólarnir séu samstíga í notkun þekkingar og aðferða til að efla öryggisbrag og námsumhverfi á deildum
Verklag og vinnuumhverfi
Skýrir verkferlar, skýr verkaskipting og stöðug mönnun eykur öryggi sjúklinga Hvort borin er virðing fyrirlyfjavinnu hjúkrunarfræðinga hefur áhrif á öryggi sjúklinga, s.s. að gert sé ráð fyrir að lyfjatiltekt taki tíma og að hana þarf að vinna í næði, t.d. að ritari flokki símtöl til hjúkrunarfræðinga eftir mikilvægi
Vanmönnun hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna Léleg aðstaða, þrengsli, ónæði Illa skipulagðar lyfjabirgðir, lyf ekki til Lélegt skipulag og verklag, t.d. að morgni óljóst hver gerir hvað Lélegt aðgengi að læknum, lyfjafræðingum og upplýsingum um meðferð lyfja Ómerkt lyfjastaup
Rétt samsettur mannafli, reynt starfsfólk Nægt rými Gott skipulag, skýr verkaskipting, t.d. ljóst hver sér um lyfjapantanir og hvenær Stöðugt vinnuafl Skipulagið gerir ráð fyrir tíma í lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga Gott aðgengi að lækni og lyfjafræðingi Allar upplýsingar og leiðbeiningar um lyf og meðferð þeirra ættu að birtast í rafrænu kerfi um leið og lyfjafyrirmæli sjúklings eru skoðuð / notuð Lyfjastaup ættu ætíð að vera merkt sjúklingi, lyfjatíma, lyfi Ræða og fara kerfisbundið yfir lyfjaatvik og viðurkenna að þau eiga sér stað Staðlað verklag og reglur Stöðugar umbætur
hefur tamið sér. Mikilvægast er að greina hvar tækifæri til úrbóta liggja, nýta þau og þannig stuðla að góðu námsumhverfi fyrir nemendur um leið og öryggi sjúklinga og starfsmanna er tryggt. Þakkir Dagmar Rósa Guðjónsdóttir, Guðfinna Hallgrímsdóttir, Margrét Hrönn Svavars dóttir, Orri Jökulsson, Þorbjörg Jónsdóttir og þátttakendur í vinnusmiðjunni fá bestu þakkir fyrir þeirra framlag til verkefnisins um örugga lyfjavinnu hjúkrunarfræðinga. Eftirfarandi aðilum eru þakkaðir styrkir til verkefna um kennslu í öruggri lyfjavinnu: Verkefnastjórn opinberu háskólanna fyrir hvata- og þróunarstyrk vegna samstarfs verkefnis Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, Aðstoðarmannasjóður Háskóla Íslands og Kennslumálasjóður Háskóla Íslands. Allir höfundar vinna á Landspítala og fjórir fyrstu eru að auki kennarar við hjúkrunar fræðideild Háskóla Íslands.
Heimildir Ann-Merethe Jakobsen, Charlotta Maria Evenson og Þyri Stefánsdóttir (2003). Algengi lyfjamistaka meðal hjúkrunarfræðinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Óbirt BSritgerð, Háskólinn á Akureyri, heilbrigðisdeild. Anna White, Jóhanna Ósk Tryggvadóttir og Þórunn Kristín Sigurðardóttir (2006). Lyfjaatvik, hvað er það? Óbirt BS-ritgerð, Háskóli Íslands, hjúkrunarfræðideild. Elganzouri, E.S., Standish, C.A., og Androwich, I. (2009). Medication administration time study (MATS): Nursing staff performance of medication administration. The Journal of Nursing Administration, 39 (5), 204-210. Embætti landlæknis (2013). Atvik og atvikaskráning. Sótt 26. ágúst 2013 á http://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/ heilbrigdisthjonusta/oryggi/atvikaskraning/. (Síðast uppfært 12.3.2013.) Helga Bragadóttir, Hlín Árnadóttir og Bryndís Bjarnadóttir (2010). Lyfjamistök hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 86 (3), 6-11. Hughes, R.G., og Blegen, M.A. (2008). Medication administration safety. Í R.G. Hughes (ritstj.), Patient safety and quality: An evidence-based handbook for nurses. Rockville: Agency for Healthcare Research and Quality. Sótt 18. nóvember 2013 á http://www.ncbi.nlm.nih. gov/books/NBK2656/.
Keers, R.N., Williams, S.D., Cooke, J., og Ashcroft, D.M. (2013). Causes of medication administration errors in hospitals: A systematic reveiw of quantitative and qualitative evidence. Drug Safety, 36 (11), 1045-1067. Sulosaari, V., Erkko, P., og Walta, L. (2010). Medication competence reqirements of a graduating registered nurse. Toward national consensus. Turku: Turku University of Applied Sciences. Sulosaari, V., Suhonen, R., og Leino-Kilpi, H. (2011). An integrative review of the literature on registered nurses’ medication competence. Journal of Clinical Nursing, 20 (3-4), 464-478. Sulosaari, V., Kajander, S., Hupli, M., Huuponen, R., og Leino-Kilpi, H. (2012). Nurse students’ medication competence: An integrative reveiw of the associated factors. Nurse Education Today, 32 (4), 399-405. Westbrook, J.I., Woods, A., Rob, M.I., Dunsmuir, W.T., og Day, R.O. (2010). Association of interruptions with an increased risk and severity of medication administration errors. Archives of Internal Medicine, 170 (8), 683690.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
47
Sigurveig Magnúsdóttir, sigurveigxing@gmail.com
ÞANKASTRIK
HJÚKRUNARMÓTTAKA Í HEILSUGÆSLU Áður en ég hóf nám í hjúkrunarfræði hafði ég mikinn áhuga á fræðslu og forvörnum og fann að mig langaði til að starfa við það í framtíðinni.
Eftir útskrift árið 2006 hef ég starfað á Landspítalanum en í sumar ákvað ég að breyta til og hóf störf á heilsugæslunni, Garðabæ, og sé ekki eftir því. Í heilsugæslunni fann ég þann starfsvettvang sem ég hafði áhuga á og jafnframt finn ég að nú hef ég öðlast reynsluna til að takast á við þau viðfangsefni sem þar er að finna. Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu og er einmitt staðurinn þar sem sinnt er erindum sem flokkast undir heilsuvernd, forvarnir og lífstíl. Mitt hlutverk er að sjá um heilsuvernd skólabarna í Álftanesskóla, taka vaktir á hjúkrunarvaktinni sem er hluti af vakt þjónustu heilsugæslunnar og sinna hjúkrunarmóttökunni sem er umfangs mikil heilbrigðisþjónusta og mikið sótt af Garðbæingum.
er þróunarstarf sem gaman er að fá að taka þátt í. Til dæmis er í farvatninu að skilgreina og skipuleggja betur þann hluta hjúkrunarþjónustunnar sem sinnir erindum sem ekki flokkast sem bráð eða óvænt. Þannig er hugmyndin að fækka skyndikomum og bóka þau erindi, sem hægt er, í viðtalstíma hjá hjúkrunar fræðingi. Eins og með allar breytingar er eðlilegt að finna fyrir hindrunum og smá-hnökrum í samvinnu milli fagstétta en með samstilltu átaki og samstarfsvilja má koma ýmsu til leiðar. Sigurveig Magnúsdóttir er hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni í Garðabæ.
Nýr yfirhjúkrunarfræðingur tók við stuttu áður en ég byrjaði og hefur hún hafist handa við að skipuleggja og koma í verk breytingum á aðstöðu og verklagi. Þetta
re b m Dese ót uppb 2013
48
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
Mönnun í hjúkrunarmóttöku og á hjúkrunar vakt hefur verið ónóg og því getur verið mikið álag á þeim sem sinna henni. Standa vonir til að þetta breytist en aðsókn að þjónustunni er mjög mikil. Aðgangur að hjúkrunarfræðingum hefur verið mjög greiður og er dagvakt
Með síðustu launum var greidd svokölluð desember uppbót, einnig nefnd persónuuppbót. Hún miðast við fullt starf 1. janúar til 31. október en upphæðin fer eftir starfshlutfalli og hvort viðkomandi hefur unnið allt árið eða hluta þess. Hann þarf þó að hafa starfað samfellt að minnsta kosti frá 1. september. Hjúkrunarfræðingur, sem látið hefur af starfi á árinu, verður að hafa unnið í 3 mánuði til þess að fá greidda desemberuppbót.
heilsugæslunnar öllum opin sem þurfa heilbrigðisþjónustu án tafar. Þangað getur fólk komið án þess að gera boð á undan sér. Dagvaktin er unnin í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir innan hennar, eins og ljósmæður og heimilislækna. Hjúkrunarfræðingar í skólum og heima hjúkrun geta einnig vísað sínum skjól stæðingum á hjúkrunarvaktina til nánari skoðunar vegna veikinda eða slysa og í hjúkrunarmóttökuna í bólusetningar eða lífsstílsráðgjöf. Þannig vinnum við öll vel saman á heilsugæslunni. Nærtækt dæmi um hversu mikið getur verið að gera í móttökum hjúkrunar fræðinga (vakt og móttöku) er frá föstudeginum 25. október. Þann dag komu þrjátíu skjólstæðingar frá kl. 8 til 15 til hjúkrunarfræðings. Þar af voru átján komur vegna flensubólusetningar og auk þess var ellefu erindum í símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga sinnt þennan dag.
Aðeins fimm komum var vísað áfram til læknis. Stór hluti fólks, sem leitar beint á heilsu gæslustöðina með bráð erindi, er afgreiddur af hjúkrunarfræðingum. Þá reynir á klíníska færni hjúkrunar fræðingsins til að meta ástandið og hvort og hvenær þörf er fyrir íhlutun annarra heilbrigðisstétta. Dæmi um gott samstarf milli starfstétta er að nýverið hringdi maður á móttökuna og talaði við undir ritaða. Hann hafði verið að koma úr löngu flugi og hafði liðið yfir hann um borð í flugvélinni. Sagðist hann hafa þurft súrefni megnið af leiðinni og var nú mjög slappur og fann fyrir miklum þyngslum yfir brjóstkassann auk þess sem hann þurfti að ræskja sig í sífellu. Ég bað hann að koma svo við gætum skoðað málið frekar og lét vaktlækni vita. Við komu á heilsugæsluna sagðist hann áður hafa fengið blóðsegarek til lungna. Tekið var hjartalínurit, mældur blóðþrýstingur
og súrefnismettun auk þess sem talin var öndunartíðni. Vaktlæknirinn brást fljótt við þar sem hann vissi af væntanlegri komu mannsins. Eftir lungnahlustun læknis var ákveðið að hringja á sjúkrabíl og sjúklingurinn fluttur með hraði á slysa- og bráðamóttökuna þar sem grunur vaknaði um blóðsegarek í lungum. Þannig geta komur á heilsugæsluna verið af margvíslegum toga og er þessi starfsvettvangur mjög áhugaverður og fjölbreyttur. Hver dagur er ólíkur öðrum, aldrei er leiðinleg stund og hlakka ég til að takast á við starfið í framtíðinni. Ég skora á Hörpu Þöll Gísladóttur að skrifa næsta þankastrik.
Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.
Hjúkrunarfræðingar, sem vinna samkvæmt kjarasamningi við ríkið, Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) og Reykjalund, fá 52.100 kr. Í kjarasamningi við Reykjavíkur borg er upphæðin 58.000 kr. og í kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga 80.700 kr.
Kjaramál
Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að athuga launaseðla sína og fullvissa sig um að rétt desemberuppbót hafi verið greidd.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
49
Ólína Torfadóttir, Sjúkrahúsinu á Akureyri Árún Kristín Sigurðardóttir, Háskólanum á Akureyri
FYLGNI VIÐ REGLUR UM GRUNDVALLARSMITGÁT OG UMBÆTUR Á SJÚKRAHÚSINU Á AKUREYRI ÁRIN 2006 OG 2008 ÚTDRÁTTUR Grundvallarsmitgát er mikilvæg til að draga úr hættu á sjúkrahústengdum sýkingum, sérstaklega þar sem bakteríur verða sífellt ónæmari fyrir sýklalyfjum. Tilgangur umbótaverkefnisins var að auka fylgni við reglur um grundvallarsmitgát og draga þannig úr dreifingu örvera til sjúklinga og starfsmenn. Markmiðin voru að bera saman hversu vel starfsmenn fylgdu reglum um grundvallarsmitgát, fyrir og eftir umbætur: a) almennt á deildum, b) hjá starfsfólki og c) við sáraskiptingar. Rannsóknarsniðið var megindlegt og mælt var hversu margir fylgdu reglunum fyrir og eftir umbætur. Innleiddar voru umbætur í grundvallarsmitgát og mælingar endurteknar um það bil sautján mánuðum seinna. Metnir þættir voru: a) reglur um grundvallarsmitgát á deild, b) almennar reglur um grundvallarsmitgát hjá starfsmönnum og c) grundvallarsmitgát við umbúðaskipti á sárum. Tveir hjúkrunarfræðingar á hverri deild sáu um upplýsingasöfnun ákveðinn dag í nóvember 2006 og í apríl 2008. Tíu legudeildir tóku þátt árið 2006 og ellefu árið 2008. Fylgst var með 158 starfsmönnum árið 2006 og 142 seinna árið. Eftir umbætur báru færri skartgripi (hringi, langa eyrnalokka og hálsfestar) í vinnu með sjúklingum (p=0,03), einnig armbandsúr og armbönd (p<0,001), og fleiri með sítt hár voru með hárið uppsett (p=0,02). Hins vegar fækkaði þeim sem skiptu daglega um starfsmannaföt (p=0,03) og líka þeim sem notuðu hanska við snertingu líkamsvessa ( p<0,001) milli mælinga Niðurstöður í kjölfar umbóta gefa vísbendingar um að fylgni starfsmanna á Sjúkrahúsinu á Akureyri við reglur um grundvallarsmitgát hafi batnað nema varðandi dagleg skipti á vinnufatnaði og í notkun á hönskum við snertingu líkamsvessa. Samt sem áður er það þekkt að gæðaverkefni sem þetta hefur ekki langtímaáhrif á grundvallarsmitgát. Lykilorð: Grundvallarsmitgát, hreinsun handa, öryggi sjúklinga.
INNGANGUR Heilbrigðisráðherra undirritaði í byrjun árs 2007 samkomulag um þátttöku Íslands í fjölþjóðaverkefni sem kallað er „Hreinlæti og örugg heilbrigðisþjónusta haldast í hendur“ (Clean Care is Safer Care). Verkefnið er undir stjórn Alheimssamtaka um sjúklingaöryggi. Samtökin eru undir eftirliti Alþjóðaheil brigðisstofnunarinnar (WHO) en stofnunin leggur áherslu á að fyrirbyggja sýkingar á heilbrigðisstofnunum í stefnu sinni um öryggi í heilbrigðisþjónustu og telur að handhreinsun sé árangursríkasta leiðin til þess. Áhersla WHO mælir með verkefni þessu, þar sem í samkomulaginu er yfirlýsing um að „hvetja yfirstjórnendur til að styðja og efla lykilstarfsmenn í að vera fyrirmyndir við að innleiða aðferðir til að sporna við sýkingum sem eiga upptök sín í heilbrigðisþjónustu“ (Embætti landlæknis, e.d.).
50
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
ENGLISH SUMMARY Torfadóttir, O., and Sigurðardóttir, A.K. THE ICELANDIC JOURNAL OF NURSING (2013), 89 (5), 50-55
Compliance with standard precautions and improvements at Akureyri Hospital 2006 and 2008 Standard precautions is an important factor to decrease nosocomial hospital infections, particularly because the incidence of multiresistant bacteria is increasing. The purpose of this quality project was to increase hospital staff follow up with standard precautions and as a consequence decrease the possibility of spread of bacteria between staff and patients. The aims were to compare attendance with standard precaution recommendations pre and post interventions; a) general on wards, b) among staff, and c) at wound dressing changes. The study design was quantitative and a point-prevalence methodology with pre-test/post-test design was used. Interventions were improvements in hospital standard precautions and the study was repeated seventeen months later. Assessments were; a) standard precautions of the wards, b) individual staff standard precautions, and c) standard precautions at wound dressing changes. Two research nurses per ward had the responsibility for data collection which took place at one specific day in November 2006 and April 2008. Ten wards participated in 2006 and 11 in 2008. Total number of staff observed was 158 in 2006 and 142 in 2008. After the quality project fewer staff were wearing rings, long ear rings or necklaces (<0.03), wristwatches and bracelets (p<0.001), and more with long hair had long hair set up (p=0.02). However, change of utility clothes (p=0.03) and use of gloves when at risk of body fluid exposure (p<0.001), decreased between measurements. The results indicate that follow up with standard precautions among the staff at Akureyri Hospital increased but change of utility clothes and use of gloves when at risk of body fluid exposure decreased after the interventions. However, it is known that quality projects are unlikely to have long term effects on standard precautions. Key words: Standard precautions, hand hygiene, patient safety. Correspondence: olina.torvadottir@gmail.com
Fylgni við reglur um grundvallarsmitgát á Sjúkrahúsinu á Akureyri var ekki þekkt, né framkvæmd hennar við umbúðaskipti á sárum. Rannsókn þessi er hluti af stærra verkefni (Ólína Torfadóttir, 2011) sem unnið var í samstarfi við háskólann í Kristianstad í Svíþjóð.
Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER
BAKGRUNNUR Grundvallarsmitgát á sjúkrahúsum er einn af mikilvægustu þáttunum til að takmarka sýkingar sem fylgikvilla við meðferð. Helstu aðferðir við grundvallarsmitgát eru handþvottur eða sprittun handa, hreinlæti hárs, handa og nagla, að bera ekki hringi, skartgripi, armbönd og armbandsúr í meðferðarvinnu, að klæðast stutterma starfsmannafötum sem skipt er um daglega og að nota plastsvuntu og hanska þegar unnin eru ákveðin verk í hjúkrun (Ransjö o.fl., 2006; WHO, 2009). Fylgni við reglur um grundvallarsmitgát er mikilvæg í umönnun sjúklinga og er hún á ábyrgð sérhvers heilbrigðisstarfsmanns (Skyman o.fl., 2010) því skortur þar á getur leitt til sjúkrahústengdra sýkinga og haft í för með sér þjáningu og jafnvel dauða sjúklinga auk hækkaðs rekstrarkostnaðar (Lundholm, 2006; Lawes o.fl., 2012). Klínískar leiðbeiningar og ráðleggingar um grundvallarsmitgát eiga að vera aðgengilegar á öllum sjúkrastofnunum landsins (Embætti landlæknis, e.d.). En samkvæmt Ransjö o.fl. (2006) er það þekkt að fylgni við grundvallarsmitgát er breytileg frá einni sjúkradeild til annarrar. Smitgát vegna örvera Fjölmargar örverur eru á höndum starfsmanna og ef þær berast til veikra eða viðkvæmra sjúklinga geta þær verið lífshættulegar. Einangrun smitandi sjúklinga og rétt notkun hanska, ásamt handþvotti og sótthreinsun handa fyrir og eftir öll meðferðartengsl við sjúklinga, getur dregið verulega úr sjúkrahústengdum sýkingum (Chen o.fl., 2011; Ericson og Ericson, 2002). Samt sem áður er það raunverulegt vandamál innan heilbrigðisstofnana að heilbrigðisstarfsmenn fylgja ekki gildandi viðmiðum um sótthreinsun handa við meðferðarvinnu (Pittet o.fl., 2006) jafnvel þó að fullnægjandi aðstæður séu til staðar (Burke, 2003).
(Esatoglu o.fl., 2006; Lawes o.fl., 2012). Til að hindra dreifingu á MÓSA og á öðrum ónæmum bakteríum telur Humphreys (2009) mikilvægast að starfsfólk fylgi til hins ítrasta reglum um grundvallarsmitgát eins og sótthreinsun og sprittun handa og framhandleggja við meðferðarvinnu. Handþvottur og sprittun handa sem smitgát Handþvottur og sprittun handa er mikilvægasta atriðið til að hindra dreifingu örvera. Hins vegar er mikilvægt að nota rétta aðferð við sprittun handa: nota minnst 2 ml af spritti og byrja á að nudda fingurgóma, milli fingranna, síðast í þumalgreipina, og fara síðan upp á framhandleggi. Nudda skal sprittinu á húðina þar til það hefur gufað upp og húðin er þurr (Ransjö o.fl., 2006).
Handspritt hefur tvo aðalkosti umfram sápu og vatn. Það a) fækkar örverum margfalt meira og b) inniheldur verndandi efni sem minnkar líkur á þurrki og ertingu í húð. Aftur á móti fjarlægir handsprittið ekki sýnileg óhreinindi né lífræn efni á höndum og því er nauðsynlegt að þvo hendur með vatni og sápu en ekki nota spritt samhliða vegna álags á húð. Mælt er með að nota spritt með að minnsta kosti 60% alkóhóli við sótthreinsun handa fyrir og eftir sérhverja snertingu við sjúklinga (WHO, 2009).
Í samantekt Pittet o.fl. (2006) kemur fram að hendur hjúkrunarfræðinga menguðust af klebsiella-bakteríum við „hrein störf“ eins og að lyfta sjúklingum, taka púls og blóðþrýsting eða mæla hita með munnmæli. Þessi mengun er mismunandi lengi á höndum hjúkrunarfræðinganna og ræktanir af höndum þeirra sýna að það er línulegt samband milli örverufjöldans og þeirrar tímalengdar sem samskiptin við sjúklinginn taka. Sýnt hefur verið fram á að þegar hreinlæti handa er fullnægjandi dregur það úr sjúkrahústengdum sýkingum sem geta borist með höndum starfsfólks til sjúklinga (Chen o.fl., 2011).
Örverur á skartgripum og fötum Skartgripir safna á sig bakteríum og sýnt hefur verið fram á að fingur starfsmanna, sem bera gervineglur, eru áfram sóttmengaðir þrátt fyrir handþvott og sprittun handa (Pittet o.fl., 2006). Hringir og aðrir skartgripir á höndum geta einnig komið í veg fyrir fullnægjandi handhreinsun og þannig aukið hættu á dreifingu á bakteríum. Vinnuföt starfsmanna geta verið menguð af örverum og geta því orsakað krosssmit. Rannsókn Wiener-Well o.fl. (2011) á 238 starfsmönnum sýndi að 60% af starfsmannafötunum reyndust vera menguð af bakteríum, einnig fjölónæmum bakteríum. Samt sagðist meira en helmingur starfsmannanna (58%) í rannsókninni skipta daglega um vinnuföt. Mengunin reyndist mest á svæðum sem hendur snertu oftast, þ.e. vösum og ermalíningum. Það er því mælt með að starfsmenn, sem vinna með sjúklingum, skipti daglega um stuttermavinnuföt og noti plastsvuntur eða hlífðarsloppa við ákveðin störf og dragi þannig úr sýkingarhættu (Ransjö o.fl., 2006; Wiener-Well o.fl., 2011).
Fjöldi ónæmra bakteríustofna, eins og metisillín-ónæmra Staphylococcus aureus (MÓSA), eykst og geta þeir verið ógn við öryggi sjúklinga. Sjúklingar í flestum löndum Evrópu bera MÓSA-bakteríuna (Lindholm o.fl., 2009) og aðeins í fáum löndum hefur tekist að hindra dreifingu MÓSA-smits, eða í Hollandi og á Norðurlöndum þar sem undir 1% íbúa bera MÓSA (Skyman o.fl., 2010). Rannsókn Vincent o.fl. (2009), sem náði til 24 landa í Evrópu með þátttöku 198 gjörgæsludeilda, sýndi að MÓSA ræktaðist úr 14% klínískra sýna en þar kom í ljós að Staphylococcus aureus var sú baktería sem oftast orsakaði blóðsýkingu. MÓSA er vandamál í mörgum löndum því þessar sýkingar lengja legutíma, auka líkur á endurinnlögn á sjúkrahús (Lawes o.fl., 2012) og hækka meðferðarkostnað
Markmið rannsóknarinnar og rannsóknarspurningar Markmið rannsóknarinnar var að bera saman hversu margir starfsmenn fóru eftir leiðbeiningum um grundvallarsmitgát fyrir og eftir umbætur: a) almennt á deildum, b) hjá starfsfólki og c) við sáraskiptingar. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: Hvert er hlutfall sjúkradeilda þar sem reglur um grundvallarsmitgát eru aðgengilegar fyrir og eftir umbætur? Hvert er hlutfall sjúkradeilda með aðgengi að handspritti í vinnuumhverfi starfsmanna og hver er notkun á starfsmannafötum, hlífðarsloppum og plastsvuntum samkvæmt grundvallarsmitgát fyrir og eftir umbætur? Hvernig var fylgni við reglur um grundvallarsmitgát fyrir og eftir umbætur: a) hjá starfsfólki, b) við umbúðaskipti á sárum?
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
51
AÐFERÐAFRÆÐI Rannsóknarsnið Um er að ræða rannsókn á hversu margir starfsmenn fylgdu leiðbeiningum um grundvallarsmitgát á ákveðnum tímapunkti fyrir og eftir innleiðingu á umbótum. Sautján mánuðir liðu á milli mælinga. Rannsóknarsniðið gefur mynd af fjölda atburða á ákveðnum tímapunkti í hlutfalli við heildarfjölda (Polit og Beck, 2006). Athugun á hlutfallslegum fjölda varð fyrir valinu vegna þess að aðferðin er talin hæfa vel slíkum mælingum. Úrtak Þýðið var allir starfsmenn og legusjúklingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) 1. nóvember 2006 og 7. apríl 2008. Úrtakið var allir starfsmenn á FSA á morgun- og á kvöldvöktum fyrrnefnda daga, að geðdeild undanskilinni. Sjúklingar með sár, sem þurftu umbúðaskipti umrædda daga, lentu í úrtaki þar sem fylgst var með grundvallarsmitgát starfsmanna við umbúðaskipti. Matstæki Matstækin voru merkt a-c og tóku til eftirfarandi atriða sem metin voru með já = 1 og nei = 0:
a. Almennar reglur um grundvallarsmitgát á deild; spurt var um fjölda sjúklinga og starfsmanna á morgun- og kvöldvakt, hvort notaður hefði verið sérstakur vinnufatnaður, hver fjöldi skammtara með handspritti var, snertifríir og venjulegir, hvort til væru reglur og vinnuleiðbeiningar um grundvallarsmitgát á deildinni, hvort notaðar væru og hve oft skipt um plastsvuntur. b. Matstæki til að greina hvort starfsmaðurinn fylgdi reglum um grundvallarsmitgát við vinnu ákveðinn dag; notaði hann vinnuföt og voru þau stutt- eða langerma, var starfsmaðurinn í eigin fötum? Spurt var hvenær starfsmaðurinn skipti um vinnuföt, með svarmöguleikum í dag, í gær og fyrir nokkrum dögum; einnig var spurt hvort starfsmaðurinn væri með stutt eða sítt hár og ef sítt hár hvort það væri uppsett, hvort starfsmaðurinn bæri hringi eða skartgripi við vinnu sína, hvort neglur væru stuttklipptar og hvort notaðir væru hanskar við snertingu líkamsvessa. c. Úttekt á almennum reglum um grundvallarsmitgát við sáraskiptingar; var sítt hár uppsett, voru neglur stuttklipptar, fjarlægði starfsmaður hringi eða skartgripi fyrir sáraskiptingar, voru hendur og fingurgómar milli allra fingra og framhandleggir þvegnir og/eða sprittaðar fyrir umbúðaskiptin, voru notaðir hanskar og hlífðarfatnaður? Umbætur Umbæturnar fólust í ýmsum aðgerðum í grundvallarsmitgát en áður en þær áttu sér stað voru niðurstöður fyrstu mælinga greindar. Niðurstöðurnar voru kynntar fyrir stjórnendum og starfsmönnum. Hver deild fékk sínar niðurstöður svo starfsmenn gætu skoðað þær og hugsanlegar umbætur voru ræddar. Á milli mælinga voru mótaðar og framkvæmdar eftirfarandi umbætur sem samþykktar voru af stjórnendum í hjúkrun, sýkingarvarnanefnd og rannsóknarhópnum. Í
52
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
fyrsta lagi sá sýkingavarnahjúkrunarfræðingur um fræðslu til starfsmanna á sjúkradeildum í fyrirbyggjandi aðgerðum í grundvallarsmitgát. Í öðru lagi voru fengin þjálfunartæki í handþvotti („Glitterbugs“) og sýkingavarnahjúkrunarfræðingur sá um þjálfun starfsmanna á sjúkradeildum sem önnuðust sjúklinga. Í þriðja lagi var snertifríum sprittbrúsum, sem staðsettir voru við handþvottaaðstöðu inni á sjúkrastofum og við inngang á deildir, fjölgað á milli mælinga úr engum snertifríum sprittbrúsa í 56 snertifría sprittbrúsa. Í fjórða lagi var útbúið og sett upp veggspjald með fimm punkta áætlun til úrbóta á sviði smitgátar á sjúkrahúsinu. Á veggspjaldinu voru eftirfarandi fimm atriði samkvæmt reglum sjúkrahússins um grundvallarsmitgát og var þeim beint til starfsfólks, sjúklinga og aðstandenda þeirra: i. Sótthreinsun handa og framhandleggja í meðferðarvinnu. ii. Sítt hár uppsett, stuttar neglur og ólakkaðar, engar gervineglur. Ekki hangandi eyrnalokkar né lokkar í andliti. iii. Hanskar og hlífðarsvuntur við skiptingu á sárum. iv. Stutterma starfsmannafatnaður sem skipt er um daglega ef mögulegt er. v. Armbönd, hringir og armbandsúr fjarlægð við meðferðarvinnu. Framkvæmd Starfsmönnum var sagt að fram mundi fara rannsókn á reglum um hreinlæti og hreinlæti við umbúðaskipti á sárum en ekki var greint frá smáatriðum eða dagsetningum. Ástæðan var að það getur skekkt upplýsingar um fylgni starfsmanna ef þeir vita nákvæmlega hvaða dag rannsóknin er gerð vegna tilrauna starfsmanna til að breyta hegðun, svokölluð „Hawthorne“-áhrif (Polit og Beck, 2006). Sex hjúkrunarfræðingar, sem starfa í sárahóp FSA, sáu um söfnun upplýsinganna. Fengu þeir nákvæmar leiðbeiningar og fræðslu um hvernig svara ætti matstækjum nokkru áður en rannsóknin fór fram. Forprófun matstækja meðal hjúkrunarfræðinganna sýndi að samræmi var í svörum þeirra en matstækjum var breytt lítillega til að gera orðanotkun skýrari. Tveir hjúkrunarfræðingar sáu um upplýsingasöfnun á hverri sjúkradeild, þeir sömu bæði árin. Sýkingavarnahjúkrunarfræðingur hafði yfirumsjón með framkvæmdinni. Þá daga sem kannanirnar fóru fram var byrjað á öflun upplýsinga samkvæmt matstæki a, því næst var matstæki b notað á morgun- og kvöldvakt mælingadagana og loks var upplýsinga aflað með matstæki c þegar skipt var á sáraumbúðum. Siðfræði Rannsóknin hlaut samþykki siðanefndar FSA (142/2009) og vinnsla persónuupplýsinga var tilkynnt til Persónuverndar (S4643/2010). Legusjúklingar, sem þurftu umbúðaskipti, voru beðnir um upplýst munnlegt samþykki og þeir fullvissaðir um nafnleynd. Engum persónugreinanlegum upplýsingum var safnað. Tölfræðileg úrvinnsla Við úrvinnslu gagnanna var notað Excel 2007 og R 2.14.0. Reiknað var hlutfall starfsmanna sem fylgdu reglum um grundvallarsmitgát. Notað var Pearson kí-kvaðratpróf við að
Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER
bera saman niðurstöður mælinga 1 (2006) og mælinga 2 (2008) og Fisher’s exact próf þegar forsendum kí-kvaðratprófs var ekki fullnægt. Miðað var við p-gildi <0,05 til þess að munur á mælingum væri marktækur.
NIÐURSTÖÐUR Alls 158 starfsmenn á 10 legudeildum tóku þátt í rannsókninni árið 2006, og 142 starfsmenn á 11 legudeildum 2008. Meðalstarfsaldur í heilbrigðisþjónustu hjá þeim starfsmönnum, sem tóku þátt, var 18,6 ár (sf 8,4) árið 2006 en 13,8 ár (sf 6,5) árið 2008. Á einni deild lækkaði starfsaldur úr tæpum 24 árum 2006 niður í rúm 11 ár 2008 og á tveimur deildum var lækkun á starfsaldri tæp 6 ár milli mælinga. Fylgst var með umbúðaskiptum hjá 11 sjúklingum árið 2006 og hjá 9 sjúklingum sem þurftu umbúðaskipti árið 2008. Legusjúklingar á legudeildunum voru 139 árið 2006 en 151 árið 2008. Hlutfall deilda með aðgengilegar reglur um grund vallarsmitgát, fjölda sprittbrúsa, hvort notaðir voru plastsvuntur og hve oft var skipt um (mælitæki a) Reglur um grundvallarsmitgát voru aðgengilegar, það er að segja veggspjald á vegg eða á rafrænu formi, á 8 af 10 legudeildum árið 2006 og á 10 af 11 legudeildum árið 2008. Leiðbeiningar um grundvallarsmitgát fyrir nýráðna starfsmenn voru aðgengilegar í aðlögunaráætlunum fjögurra deilda árið 2006 og á einni deild 2008. Árið 2006 voru sprittbrúsar að meðaltali 1,3 (sf 0,9) á inniliggjandi sjúkling en 2008 var meðaltalið 1,4 (sf 1,0). Árið 2006 voru engir snertifríir sprittskammtarar á sjúkrahúsinu en 2008 var búið að setja upp 56 slíka skammtara.
Plastsvuntur voru ekki aðgengilegar á legudeildunum árið 2006 en í notkun á 9 af 11 deildum árið 2008. Fylgni við reglur um grundvallarsmitgát hjá starfsfólki almennt (mælitæki b) Flestir starfsmenn skiptu daglega um starfsmannaföt bæði árin en færri starfsmenn voru í starfsmannafötum árið 2008 heldur en 2006 (tafla 1). Mælingar árið 2008 sýndu tilhneigingu í þá átt að fleiri starfsmenn væru í starfsmannafötum með stuttum ermum og ekki í eigin fötum undir slopp heldur en 2006. Færri bera úr og skartgripi við vinnu árið 2008 heldur en 2006, og fylgni starfsmanna við reglur um grundvallarsmitgát, er varðar að hafa sítt hár uppsett, batnar frá 2006 til 2008. Notkun hanska alltaf við snertingu líkamsvessa minnkaði milli mælinga en notkun hanska stundum við snertingu líkamsvessa jókst, frá 2006 til 2008, sjá töflu 2. Fylgni við reglur um grundvallarsmitgát hjá starfsfólki við umbúðaskipti á sárum (mælitæki c) Fylgst var með þrettán starfsmönnum við sáraskiptingar árið 2006 hjá ellefu sjúklingum og með níu starfsmönnum 2008 hjá níu sjúklingum. Stuttar neglur höfðu 55% starfsmannanna árið 2006 og 64% 2008. Árið 2006 voru fjórir starfsmenn með sítt hár en enginn þeirra hafði það uppsett við umbúðaskiptin. Árið 2008 voru tveir starfsmenn með sítt hár og báðir með það uppsett. Árið 2006 voru læknar þrisvar viðstaddir umbúðaskipti en enginn viðstaddur 2008.
Fjórir starfsmenn af þrettán (31%) fjarlægðu skartgripi sína fyrir sáraskiptingu árið 2006 en einn af níu starfsmönnum (11%) seinna árið. Einn starfsmaður (8%) fjarlægði armbandsúr eða
Tafla 1. Fjöldi og hlutfall (%) starfsmanna sem fylgdi reglum um grundvallarsmitgát varðandi starfsmannaföt. 2006 n
%
2008 n
P-gildi
%
Í starfsmannafötum
156
(98)
133
(94)
0,03
Með stuttum ermum
122
(77)
116
(82)
0,74
Með löngum ermum
33
(21)
17
(12)
0,06
Í eigin fötum undir slopp
49
(31)
32
(23)
0,06
Skipt daglega um starfsmannaföt
115
(72)
114
(80)
0,13
Tafla 2. Fjöldi og hlutfall (%) starfsmanna sem fylgdi reglum um grundvallarsmitgát. 2006 Með hringi og skartgripi í vinnu
2008
n
%
n
%
72
(45)
46
(32)
P-gildi 0,03
Með armbandsúr og armbönd
48
(30)
23
(16 )
0,001
Með stuttklipptar neglur
115
(72)
107
(75)
0,72
Með uppsett hár í vinnu
8
(17)
15
(42)
0,02
Notar hanska alltaf við snertingu við líkamsvessa
124
(78)
35
(25)
0,001
Notar hanska stundum við líkamsvessa
28
(18)
93
(65)
0,001
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
53
armband sitt fyrir umbúðaskiptin árið 2006 en enginn fjarlægði armbandsúr eða armband sitt seinna árið. Sex starfsmenn (46%) sótthreinsuðu hendur sínar fyrir og eftir sáraskiptingar árið 2006 en átta (89%) seinna árið. Fleiri sprittuðu hendur og framhandleggi fyrir skiptingu á sárum árið 2008 en 2006. Fimm af þrettán sprittuðu fingurgóma og milli fingra (38%) árið 2006 en sjö af níu (78%) 2008, framhandleggi sprittuðu þrír af þrettán (23%) árið 2006, en fimm af níu (56%) 2008. Hanskar voru notaðir í ellefu tilfellum (85%) árið 2006 en í sjö (78%) 2008. Plastsvuntur voru ekki fáanlegar 2006 en notaðar af þremur (33,3%) starfsmönnum 2008.
UMRÆÐA Þessar mælingar á fylgni við verklagsreglur um grundvallar smitgát árin 2006 og 2008 gáfu mikilvægar upplýsingar. Niðurstöðurnar árið 2006 gáfu viðmið fyrir umbætur sem gerðar voru milli mælinganna í því skyni að bæta vinnulag starfsmanna. Nú eru í gildi á Sjúkrahúsinu á Akureyri verklagsreglur og vinnuleiðbeiningar um grundvallarsmitgát og er þær að finna í rafrænni gæðahandbók sjúkrahússins (FSA, e.d.). Verklagsreglur um grundvallarsmitgát vantaði á tvær sjúkradeildir árið 2006 en voru aftur á móti aðgengilegar á 10 af 11 deildum er tóku þátt í mælingunum árið 2008. Talað var um verklagsreglurnar í aðlögunaráætlun fyrir nýja starfsmenn á fjórum deildum 2006 og á einni deild árið 2008. Þessi niðurstaða veldur áhyggjum því ef mikil brögð eru að því að starfsmenn fylgi ekki reglum um handþvott og sprittun handa getur það bent til þekkingarskorts á smithættu og á umfangi og alvarleika sjúkrahústengdra sýkinga (Allegranzi og Pittet, 2009). Skipti á starfsmannafötum og sótthreinsun handa Í ljós kom árið 2006 að það virtist vera skortur á starfsmannafötum og of flókið að útvega þau. Á milli mælinga var því lögð áhersla á að auka framboð og aðgengi að stuttermastarfsmannafatnaði fyrir allar starfsstéttir. Hlutfall á daglegum skiptum á starfsmannafötum var orðið 80% seinna árið en samkvæmt reglum um grundvallarsmitgát sjúkrahússins ber starfsmanni, sem er í meðferðarvinnu, að skipta daglega um starfsmannaföt þar sem á þau setjast örverur yfir daginn. Rannsókn Wiener-Well o.fl. (2011) styður þetta viðmið. Hins vegar vekur athygli og er áhyggjuefni að lægra hlutfall starfsmanna er í starfsmannafatnaði árið 2008 en 2006. Vert er að fylgjast áfram með notkun á starfsmannafatnaði og daglegum skiptum.
Sótthreinsun handa og framhandleggja batnaði á milli áranna 2006 og 2008. Hendur voru ekki sótthreinsaðar í 54% tilfella árið 2006 fyrir og eftir sáraskiptingar en í 11% tilfella 2008. Framhandleggir virtust gleymast og voru sjaldan sótthreinsaðir árið 2006 en í 56% tilfella árið 2008. Þetta er umhugsunarefni þegar skoðaðar eru niðurstöður samantektar Pittet o.fl. (2006) en þar er rétt framkvæmd handhreinsun álitin mikilvægasta aðferðin til að koma í veg fyrir sjúkrahústengdar sýkingar og dreifingu á ónæmum bakteríum. Í niðurstöðunum kynna Pittet
54
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
og félagar jafnframt að sprittun handa og framhandleggja sé samkvæmt rannsóknum áhrifameiri handhreinsun en handþvottur með vatni og sápu. Ítreka verður að í okkar rannsókn var einungis mæld fylgni við reglur um grundvallarsmitgát við handreinsun, þ.e. sprittun handa og handþvottur, í tengslum við umbúðaskipti á sárum en ekki almennt. Með bættu aðgengi að handspritti má vænta þess að notkun þess aukist, þó óljóst sé hve mikið, eins og rannsókn Chen o.fl. (2011) sýnir. Þeir fundu að eftir átaksverkefni til að bæta sótthreinsun handa, sem meðal annars fólst í því að fjölga sprittbrúsum, dró úr sýkingum og kostnaður vegna sýkinga minnkaði. Þegar starfsfólk er spurt um hve oft það sótthreinsar hendurnar er sú tilhneiging til staðar að starfsfólkið ofmeti það (Harris o.fl., 2000). Það er þess vegna ráðlagt að fylgnin við grundvallarsmitgát sé könnuð með athugunum eins og hér (O’Boyle o.fl., 2001). Skýringarnar á því að starfsfólk hreinsar hendurnar ekki nógu oft eru meðal annars þær að starfsfólk óttast að sprittið þurrki húðina og valdi ofnæmi (Patarakul o.fl., 2005), en einnig vinnuálag svo að það gleymist að sótthreinsa hendurnar. Athygli vekur að færri starfsmenn notuðu alltaf hanska við snertingu líkamsvessa árið 2008 heldur en 2006 en tilfallandi notkun hanska við snertingu líkamsvessa jókst á milli ára. Leggja þarf áherslu á að bæta notkun hanska við snertingu líkamsvessa á Sjúkrahúsinu á Akureyri og vert er að gera nýja úttekt á hve margir nota hanska við snertingu líkamsvessa. Umbætur Mikilvægt er að heilbrigðisstarfmenn fylgi reglum um grund vallarsmitgát við umönnun sjúklinga og er það á ábyrgð sérhvers starfsmanns að svo sé gert (Skyman o.fl., 2010). Skortur á smitgát getur leitt til sjúkrahústengdra sýkinga og haft í för með sér þjáningar og jafnvel dauða sjúklinga auk hækkaðs rekstrarkostnaðar (Lawes o.fl., 2012; Lundholm, 2006).
Í rannsókninni kom í ljós að miðlæg forysta í hjúkrun var nauðsynleg fyrir sumar umbæturnar og til að knýja verkefnið áfram. Dæmi um það er uppsetning á snertifríum sprittskömmturum og prentun veggspjalda. Nánari skilgreining á hlutverki sýkingavarnahjúkrunarfræðings var önnur mikilvæg umbót sem hefur e.t.v. haft áhrif á betri niðurstöður árið 2008. Ofangreint er hægt að skoða í samræmi við Marchionni og Ritchie (2008) sem halda því fram að sennilega sé það oft úrslitaþáttur í innleiðingu á umbótum í hjúkrun að hjúkrunardeildarstjórar, starfsmenn og klínískir sérfræðingar hafi forystu um breytingar á deildum með stuðningi frá stjórnendum. Rannsókn Huis o.fl. (2013) styður þetta. Þar var kannað hversu vel 2733 hjúkrunarfræðingar fylgdu smitgátarreglum um handhreinsun. Í ljós kom að fylgnin var mest og varði lengst í þeim hóp þar sem umbætur voru undir forystu stjórnenda í hjúkrun. Samkvæmt rannsókn Pittet (2001) hefur verið sýnt fram á að áhrif af umbótaverkefnum sem þessu, til að bæta grundvallarsmitgát, endast ekki til langframa. Samt sem áður
Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER
tekst vonandi að ná árangri til frambúðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri með því að varpa ljósi á vandamálið og með því að kanna reglulega hversu vel umbæturnar endast. Það er í samræmi við Allegranzi og Pittet (2009) og Pittet o.fl. (2006) sem eru sammála um að samkvæmt gagnreyndri þekkingu séu umbætur hentug stefna til að breyta hegðun og sú breytta hegðun leiði til betri fylgni við reglur um handhreinsun og um leið fækkunar á sjúkrahústengdum sýkingum. Takmarkanir og gildi rannsóknarinnar Hægt er að líta á það sem takmörkun á rannsókninni að mælingarnar voru framkvæmdar einn ákveðinn dag hvort ár (point-prevalence study) og að reglur um grundvallarsmitgát voru samkvæmt sænskum stöðlum sem geta verið eitthvað frábrugðnir íslenskum viðmiðum. Fyrirmyndirnar voru stórar sænskar kannanir og gildi þess að geta borið saman þessar niðurstöður við sænskar niðurstöður dregur úr þeim veikleika. Niðurstöður úr þessari rannsókn eru sambærilegar þeim sænsku (Lindholm o.fl., 2008).
Gildi rannsóknarinnar er að lítið eða ekkert hefur verið birt áður um þetta efni á Íslandi. Rannsóknin gefur mikilvægar upplýsingar um ástand þessara mála á Sjúkrahúsinu á Akureyri til að byggja á frekari athuganir á fylgni við smitgátarreglur sem og vinnu varðandi sóknarfæri í grundvallarsmitgát. Þakkir Höfundar þakka hjúkrunarfræðingunum, sem sáu um gagna söfnun, og sjúklingum og starfsmönnum sem tóku þátt í rannsókninni. Heimildir Allegranzi, B., og Pittet, D. (2009). Role of hand hygiene in healthcareassociated infection prevention. Journal of Hospital Infection, 73 (4), 305-315. Burke, J.P. (2003). Infection control: A problem for patient safety. The New England Journal of Medicine, 348, 651-656. Chen, Y.-C., Sheng, W.-H.,Wang, J.-T., Chang, S.-C., Lin, H.-C., Tien, K.-L., Hsu, L.-Y., og Tsai, K.-S. (2011). Effectiveness and limitations of hand hygiene promotion on decreasing healthcare-associated infections. Plos ONE, 11 (6), 1-9. Sótt á www.plosone.org. Ericson, E., og Ericson, T. (2002). Klinisk mikrobiologi: Infektioner, immunologi, sjukvårdshygien (3. útg.). Stokkhólmi: Liber. Esatoglu, A.E., Agirbas, I., Onder, O.R., og Celik, Y. (2006). Additional cost of hospital-acquired infection to the patient: A case study in Turkey. Health Services Management Research, 19, 137-143. Embætti landlæknis (e.d.). Gæðaöryggi. Sótt 29. apríl 2009 á http://www. landlaeknir.is/. FSA, Sjúkrahúsið á Akureyri (e.d.). Gæðahandbók. Sótt á http//www.fsa.is. Harris, A.D., Samore, M.H., Nafziger, R., DiRosario, K., Roghmann, M.C., og Carmeli, Y. (2000). A survey on handwashing practices and opinions of healthcare workers. Journal of Hospital Infection, 45, 318-32. Huis, A., Schoonhovn, L., Grol, R., Danders, R., Hulscher, M., og van Acterberg, T. (2013). Impact of a team and leaders directed strategy to improve nurses adherence to hand hygiene guidelines: A cluster randomised trial. International Journal of Nursing Studies, 50, 464-74. Humphreys, H. (2009). Do guidelines for the prevention and control of methicillin-resistant Staphylococcus aureus make a difference? Journal compilation. European Society of Clinical Microbiology and Infectious Diseases, 15 (7), 39-43. Lawes, T., Edwards, B., Lópes-Lozano, J.M., og Gould, I. (2012). Trends in Staphylococcus aureus bacteremia and impacts of infection control practices including universal MRSA admission screening in a hospital in Scotland, 2006-2010: Retrospective cohort study and timesseries intervention analysis. BMJ Open; 2 (3) e000797. Doi: 10.1136/ bmjopen-2011-000797.
Lindholm, C., Torfadottir, O., Axelsson, C., og Ulander, K. (2009). Hygiene standards and wound microbiology at Akureyri Hospital, Iceland, 2006 and 2008. Í Klinisk patientnära forskning: 1654-1421 (skýrsla). Högskolan i Kristianstad: Institutionen för hälsovetenskaper. Lindholm, C., Westergren, A., Holmström, B., Axelsson, C., og Ulander, K. (2008). Hygienrutiner, sårbehandling och sårmikrobiologi: Kartläggningsstudie omfattande fem sjukhus, nio vårdcentraler och äldreboenden i sex kommuner, Skåne, november 2006 (Report 16541421:12). Högskolan i Kristianstad: Institutionen för hälsovetenskaper. Lundholm, R. (2006). Vårdrelaterade infektioner: Vad är det, hur vanliga är de, vilka drabbas och vilka konsekvenser får de? Í Att förebygga vårdrelaterade infektioner: Ett kunskapsunderlag (bls. 19-30). Stokkhólmi: Socialstyrelsen. Sótt á http://www.socialstyrelsen.se/Lists/Artikelkatalog/ Attachments/9629/2006-123-12_200612312.pdf. Marchionni, C., og Ritchie, J. (2008). Organizational factors that support the implementation of nursing best practice guidelines (BPG). Journal of Nursing Management,16; 266-274. O’Boyle, C.A., Henly, S.J., og Larson, E. (2001). Understanding adherence to hand hygiene recommendations: The theory of planned behavior. American Journal of Infection Control, 29, 352-360. Ólína Torfadóttir (2011). A quality project: Prevalence – Interventions – Prevalence of pressure ulcers, eating difficulties and hospital hygiene. Meistararitgerð. Háskólinn á Akureyri. Patarakul, K., Tan-Khum, A., Kanha, S., Padungpean, D., og Jaichaiyapum, O.O. (2005). Cross-sectional survey of hand-hygiene compliance and attitudes of health care workers and visitors in the intensive care units at King Chulalongkorn Memorial Hospital. Journal of the Medical Association of Thailand, 88 (Suppl. 4), S287-293. Pittet, D. (2001). Compliance with hand disinfection and its impact on hospital-acquired infections. Journal of Hospital Infections, 48, 40-46. Pittet, D., Allegranzi, B., Sax, H., Dharan, S., Pessoa-Silvia, C.L., Donaldson, L., og Boyce, J.M.; on behalf of the WHO Global Patient Safety Challenge, World Alliance for Patient Safety (2006). Evidence-based model for hand transmission during patient care and the role of improved practices. Lancet Infection Disease, 6, 641-652. Polit, D., og Beck, C.T. (2006). Essentials of Nursing Research Methods: Appraisal and Utilization. J.B. Lippincott Company, Philadelphia. Ransjö, U., Edstedt, G., og Greitz, Y. (2006). Basala hygienrutiner och personlig hygien. Í Sjukvårdsrådgivningen: Handbok för hälso- och sjukvård. Stokkhólmi: Sjukvårdsrådgivningen. Skyman, E., Sjöström, H.Th., Thunberg, H., og Hellström, L. (2010). Patients’ experiences of being infected with MRSA at a hospital and subsequently source isolated. Scandinavian Journal of Caring Siences, 24, 101-107. Doi:10.1111/j. 1471-6712.2009.00692.x. Vincent, J.-L., Rello, J., Marshall, J., Silvia, E., Anzueto, A., Martin, C.D., Moreno, R., Lipman, J., Gomersall, Ch., Sakr, Y., og Reinhart, K. (2009). International study of the prevalence and outcomes of infection in intensive care units. JAMA, 302 (21), 2323-2329. Wiener-Well, Y., Galuty, M., Rudensky, B., og Schlesinger, Y.M.D. (2011). Nursing and physician attire as possible source of nosocomial infections. American Journal of Infection Control, 39, 55-559. WHO (2009). WHO Guidelines on Handhygiene in Healthcare: A summary. Kaupmannahöfn: Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, bls. 12-17. Sótt á http:// www. who.net/gpsc/5may/en/.
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 5. tbl. 89. árg. 2013
55