Verkís verkfræðistofa

Page 1


Meðal þeirra þjónustu sem Verkís býður er:

• • • • • • •

Undirbúningur framkvæmda og áætlanagerð Hönnun mannvirkja Hönnun sérkerfa Verkefnastjórnun Framkvæmdaeftirlit Umhverfisráðgjöf Öryggis- og heilbrigðisráðgjöf



VERKÍS VERKFRÆÐISTOFA Hjá Verkís starfa yfir 300 einstaklingar á Íslandi og erlendis. Sérfræðiþekking starfsmanna Verkís spannar allar þarfir framkvæmda- og rekstraraðila, frá fyrstu hugmynd til loka verkefnis. Að auki hafa starfsmenn mikla þekkingu og reynslu af margháttuðum rekstrar- og viðhaldsverkefnum. Á einum og sama stað geta viðskiptavinir okkar sótt alla hefðbundna verkfræðiráðgjöf, auk þeirrar stoðþjónustu sem nú er orðin órjúfanlegur hluti af undirbúningi og rekstri flókinna verkefna. Starfsemin og þar með öll okkar þjónusta er unnin eftir vottuðu gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001 - ISO 14001 og ISO 45001 stöðlum.



tólf Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi og í Reykjanesbæ.


Akureyri

Hvammstangi

Blönduós

Sauðárkrókur

Reykjanesbær

Reyðarfjörður


SAMGÖNGUR Verkís sérhæfir sig í hönnun samgöngumannvirkja og kappkostar að veita fjölþætta þjónustu á því sviði. Þar má nefna ráðgjöf við undirbúning og hönnun vega, göngu- og hjólreiðastíga, brúa, undirganga og jarðganga. Tengdir þjónustuþættir eru umferðartækni, umferðaröryggi, umferðarhávaði, athuganir á hagkvæmni valkosta, auk ráðgjafar vegna reksturs og viðhalds eldri mannvirkja. Veitt er þjónusta á sviði flugvalla, flughlaða, ferlisgreininga flugvéla og vegna ýmissa annarra verka tengdum flughöfnum. Verkís veitir alhliða ráðgjöf og þjónustu við hönnun og byggingu hafnarmannvirkja, ásamt jarðfræðiog jarðtæknilegri ráðgjöf er tengist öllum framkvæmdum bæði stórum sem smáum. Fjölþætt þjónusta er á sviði veitna, er felst meðal annars í ráðgjöf við fráveitur, vatns- og hitaveitur, blágrænar ofanvatnslausnir, sýnatökur og rannsóknir.



UMHVERFIS- OG SKIPULAGSMÁL Verkís veitir víðtæka sérfræðiþjónustu á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Meðal helstu þjónustuþátta eru umhverfismat framkvæmda og áætlana, aðstoð við öflun framkvæmda- og rekstrarleyfa, umhverfisvöktun, rannsóknir á lífríki og margs konar líkanreikningar. Veitt er ráðgjöf á öllum stigum skipulagsáætlana, við landslagshönnun og gerð þrívíddarlíkana og á sviði landupplýsinga og kortagerðar. Verkís býður fjölþætta ráðgjöf vegna hönnunar mannvirkja og reksturs svo sem gerð vistferilsgreininga, vistvæna hönnun og vistvottun bygginga, mengunar- og hljóðvistarmælingar, auk aðstoðar við grænt bókhald og kolefnisbókhald. Verkís sér um umhverfiseftirlit og verkefnastjórnun vegna framkvæmda auk gerðar verk- og kostnaðaráætlana og hönnunarstjórn.







BYGGINGAR Verkís veitir húsbyggjendum, húseigendum, fjárfestum, fjármögnunaraðilum og framkvæmdaaðilum alla tæknilega ráðgjöf sem lýtur að mannvirkjagerð, allt frá undirbúningi til fullkláraðs verks. Þar er m.a. um að ræða þarfagreiningu, gerð verk- og kostnaðaráætlana, alhliða verkfræðihönnun, verkeftirlit og verkefnastjórn vegna framkvæmda en einnig ráðgjöf vegna reksturs og viðhalds auk áreiðanleikakönnunar. Verkís sinnir ráðgjöf á öllum byggingarmarkaðnum, þ.e. vegna íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, íþróttamannvirkja, skólabygginga, heilsugæslu og sjúkrahúsa auk annarra opinberra bygginga ásamt sérhæfðri þjónustu vegna viðhalds og reksturs mannvirkja, orkusparnaðar, hljóðvistar, brunatæknilegra mála og vistvænnar hönnunar.



IÐNAÐUR Verkís veitir iðnfyrirtækum alhliða þjónustu. Undirbúningur, hönnun, bygging og breyting iðnaðarmannvirkja og iðnferla getur verið margslungin, en Verkís hefur langa reynslu af umsjón með slíkum framkvæmdum bæði í heild og með einstökum þáttum. Verkís veitir þjónustu fyrir alla helstu verkfræðiþætti á öllum stigum framkvæmda: Frumathuganir, hagkvæmniathuganir, gerð umhverfismats, samskipti við opinbera aðila, leyfisumsóknir, framkvæmd útboða og gerð útboðsgagna, verk- og kostnaðaráætlanir, verkefnastjórn, alla verkfræðihönnun, áhættugreining og -stjórnun, innkaup, verkeftirlit, prófanir vegna gangsetningar búnaðar eða framleiðslueininga og ráðgjöf vegna viðhalds. Verkís hefur reynslu og sérhæfingu í truflanagreiningu og úttekt á orkunotkun iðnfyrirtækja með tilliti til orkusparnaðar.



Sauðárkrókur Hvammstangi

Blönduós Reyðarfjörður

Reykjanesbær


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.