Árstíðirnar - Lundar - mars 2017

Page 1

Vesturkot er heimaleikskóli Beggu sem er nemi á öðru ári í leikskólakennarafræðum við HÍ. Begga vann skemmtilegt verkefni í námskeiðinu Listir ì leikskóla með elstu börnunum en þau eru á Suðurholti og eru í Lundahóp.


Þema: ÁRSTÍÐIR


Börnin sömdu ljóð um hverja árstíð HAUST Á haustin fjúka laufin og eru gul og svo verður snjór.

VOR Nú er komið vor og þá er kominn dagur. Og allir fara út að leika í vorinu.

VETUR Á veturna er kalt, úti er snjór. Þá er hægt að gera snjókarl og vera á rassaþotum.

SUMAR Það er komið sumar og sól. Við förum í hoppukastala og trampólín og sjáum falleg blóm.


Hvað einkennir árstíðirnar...

Haust - Laufin detta og verða gul - Laufblöð fjúka út um allt Vetur - Snjór - Kalt - Vindur - Frost - Jól

Vor - Snjórinn - Lóan kemur - Tréin fá ný lauf - Páskar SUMAR - FóTBOLTI - Sólin er heit - Sumarfrí


Börnin völdu að lokum lag við hverja árstíð Hvert er horfið lauf Snjókorn falla Lóan er komin Sól, sól skín á mig


Við kveðjum Beggu sem nema og tökum fagnandi á móti henni í starfsmannahópinn 1. september næstkomandi.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.