Beitukรณngar og kรถngulรฆrnar
Börnin í Beitukóngum hafa brennandi àhuga á köngulóm þessa dagana. Við höfum því mikið rætt um köngulær og föndrað köngulær líka. Í þessari vinnu höfum við til dæmis æft okkur að telja. Nú vitum við að köngulær hafa átta fætur og mörg augu en flest börnin hallast að því að augun séu einnig átta talsins. Einnig reynir á fínhreyfingarnar þegar líma þarf fætur og ótal lítil augu ! Við höfum rætt um heimkynni köngulóa og sammælst um það að þær búi úti og séu flestar sofandi núna. Svo má ekki gleyma því að við höfum líka skemmt okkur konunglega í þessari þemavinnu !
Afraksturinn er frรกbรฆr !