Beitukóngar í listakrók 30.október 2017
Við máluðum með rakfroðu og málningu í listakoti ! Börnin voru spennt að mála og lyktuðu og könnuðu áferð rakfroðunnar. Sum þeirra létu sér nægja að snerta lítið á meðan önnur hefðu helst viljað synda í froðunni !
Adam Kári var spenntur að byrja að mála, enda listamaður að eigin sögn !
Hafsteinn Máni vandaði sig mikið. Einbeitingin var slík að tungan fór á flakk :)
Michal Einar fór sér að engu óðslega og naut þess að mála og snerta froðuna. Listakot er hans heimavöllur :)
Sandra Líf horfði tortyggin á kennara sína og rakfroðuna til skiptis . Hún fór varlega í verkið og þótti rakfroðan furðuleg viðkomu í fyrstu en komst fljótt á skrið. Þegar listaverkið var tilbúið bað hún um að fá að mála meira :)
Katla Ýr var meira en tilbúin að mála og gekk rösklega til verks svo málning og froða slettist hingað og þangað :)
Sigurður Bjarni málaði þögull og af vandvirkni. Honum þótti vissara að óhreinka bara aðra höndina og halda hinni hreinni :)
Afraksturinn er ekki af verri endanum !
Sigurður Bjarni
Katla Ýr
Adam Kári
Sandra Líf Michal Einar Hafsteinn Máni