Leikur að læra Námskeið á skipulagsdegi 20. nóvember 2015 Kristín Einarsdóttir var með erindið Sara Tosti tók saman
Skiptileikur
Allir fá einn staf, geta verið hástafir eða lágstafir Átt svo að kynna þig fyrir einhverjum og segja hljóðið sem stafurinn hefur, biðja hinn aðilann svo um að skipta. Fara þá til næsta aðila og gera eins. Svo láta eintaklinga með sama staf (hástaf og lágstaf) að para sig saman. Þeir standa svo á móti hvor öðrum. Myndaðar eru tvær raðir, hástafur á móti lágstaf. Klappað saman, bæta svo klappi við. Færa svo eitt skref til hægri.
Hægt að nota stafi, liti, form, tölur og allt mögulegt
Foreldraverkefnið "á leið inn"
Foreldraverkefni tengist því sem við erum að vinna með
Í andyri stendur hvað eigi að gera, t.d. Hoppa á öðrum fæti inn á deild. Foreldrar gera það með barninu sínu.
Muna að tengja þetta við vitsmunalegan þátt sem verið er að vinna með hverju sinni.
Vitsmunalegur þáttur getur t.d. verið að finna stafinn sinn, finna eitthvað sem er gult, finna þríhyrning.
Hægt að nota föt, liti, dýr, stærðfræði o.fl. Hafa hreyfingu á milli
Húsaleikur
Stafir inn í hringjunum, hver eintaklingur á einn staf og býður heim Æfa sig að þekkja stafi hvors annars þegar þau hafa lært sinn staf.
Skrifa stafi á bakið Hafa alltaf rólegt í lokin t.d. Allir liggja, rétt upp hend sem á /m/
Nota ferðamáta nær gólfinu, hreyfing sem er hægari
leikurad
Passa að láta þau hreyfa líkamann rétt og jafnt, bæði hægri og vinstri. Slakur og spenntur líkami.
dlaera.is
Hægt að gera með rím, samsett orð, tölur, liti, myndir af húsdýrum o.fl.
Myndir af húsdýrum, tala svo um hvað þau segja. Þegar þau fatta svarið þá eiga þau að fara í réttan hring.
Hljóðgreining Sungið: Hver á hver á hver á /s/
Gott er að æfa fyrst sitt hljóð og svo fyrsta hljóð í nöfnum annarra.
Hafa hreyfingu með!!! Líka fyrir okkur kennarana T.d. Hafa blað með mynd af barninu og þau skrifa á blaðið. Á sitt blað og annarra. Einnig hægt að fara í svipaðan leik og með hljóðið í fyrsta stafnum nema nota nöfnin þeirra. Þá er sungið: Hver er hver er nafnið, þau koma svo að sækja nöfnin sín.
Hægt er að bæta við vinnu með samstöfur, t.d. Nota nöfnin. Þá er hægt að hoppa nöfnin, stappa, klappa nöfnin o.fl.
Meiri hljóðgreining Kennari klappar og segir 5 orð sem byrja á sama hljóðinu. Börnin eiga að átta sig á hljóðinu og segja hvaða hljóð er fremst. Einnig hægt að gera þetta með orð sem enda á sama stafnum.
Tengjum leikina við það viðfangsefni sem við erum að vinna með - slá á læri og klappa
Augnsamband
Gott er að æfa augnsamband. Leikur þar sem allir fara í hring og horfa niður. Svo þegar kennari segir þá eiga allir að líta upp og horfa í augun á einhverjum einum. Ef tvö börn eru að horfa í augun á hvort öðru þá mega þau setjast. Gott til að þjálfa þau til að nota augnsamband í samræðum.
Leyninafniรฐ
Stafir í hringjunum, mynda orð, nafn
T.d. Tvær stöðvar, hlaupa á milli og hoppa í hringina. Muna að skrifa leyninafnið/orðið
Á heimasíðunni er æfingasafn. leikuradlaera.is
Hægt að velja aldur og markmið
Á heimsíðunni er einnig:
Skólastofuleikfimi prógram á heimasíðunni
Stafir undir, getur verið undir hjá öðrum, kennari úthlutar stafi Para saman og skrifa á blaðið, para saman lítinn og stóran staf, mynd og fyrsta stafinn, tölur, rím, samsett orð
Annar leikur
Stafir í hringjum, hreyfing með kennara og svo spyr kennarinn: á hvaða staf byrjar Margrét. Nemendur eiga þá að finna hring með stóru M
Annar leikur
Ná í fyrsta stafinn í sól, leita í kassa, skrifa líka stafinn fyrir hina sem kveikja ekki strax. Nemendur fara aftur í hringinn. Hver nemandi í sínum hring. Svo næsta hljóð og næsta, svo skrifa orðið á blaðið
Láta þau finna fleiri orð sem nota þessa stafi og nemendur finna stafina, skrifa svo orðið og lesa. Hægt að láta þau finna fleiri og fleiri orð sem nota sömu stafina
Leyniorðið
Nemendur reyna að finna leyniorðið
Stafablöðrur
Leikir sem við getum notað í Vesturkoti?
Flest allt, nota í kennslustund, í biðtíma, hoppa og klappa samstöfur Byrja á nafninu sínu, fyrsta stafinn, elstu börn. Áður en við byrjum á öðrum orðum. Æfa augnsambandið Hægt að nota í einstaklingsþjálfun Hægt að nota þetta til að efla orðaforða eins og dýr, föt, liti, og margt margt fleira.
Spila leikur
Keppni um að ná einhverjum stöfum, 3 í liði. Raða svo stöfum í orð. Eða para saman með þessi yngri.
Skrifa svo orðin saman á stórt blað
Hoppa orð, nafnið sitt
Hægt að hafa tölur, stafi o.fl.
Síðasti leikurinn Taka einn staf,hlaupa hringinn og koma aftur Fara nokkra hringi, láta þau t.d. Hoppa á öðrum fæti, fylgjast með hvort þau hoppi rétt Tengja stafina svo saman. Kennari getur svo spurt, eruði með stafinn í nafninu þá eiga þau að fara á ímiðjuna. Bara til að kanna hvort þau þekki stafina.
Hægt að nota þegar það er mannekla
Hægt að gera með stafi, tölur, liti o.fl.
Bingó Unnið er með orðaforða. Texti er lesinn upp, þegar orðið kemur upp eiga þátttakendur að krossa yfir orðið/myndina. Þegar búið er að krossa yfir öll orðin/myndirnar á spjaldinu er kallað bingó.
Hægt að hafa líka einfaldar myndir
Standa upp þegar þau eru með orðið, kalla svo bingó þegar spjaldið er fullt