Listavikan 9.-13. aprĂl 2018
Umræða átti sér stað um hvað við gerum í leikskólanum okkar og hvað okkur þykir skemmtilegast að gera. Börnin teiknuðu sig í því skemmtilegasta og máluðu.
Olnbogaskeljum finnst skemmtilegast í vettvangsferðum, í púðum, í útiveru og að mála.
Hrúðurkörlum finnst skemmtilegast í vali, bílum, púðum og Ipad.
Sandskeljum finnst skemmtilegast í lego, að teikna, í dúkkum, púðum, Ipad og í dýrum.
Hörpuskeljum finnst skemmtilegast í vettvangsferðum, Ipad, púðum og að mála.
Bláliljum finnst skemmtilegast í vali, púðum, perlum, Ipad og golfi.
Kuðungum finnst skemmtilegast í púðum, Ipad, lego, að leika og skoða bækur.
☀ Takk kæru börn fyrir skemmtilega listaviku. Inga Þóra