Hrafnahópur í gönguferð
Íris Emma Heiðarsdóttir September 2016
Í rokinu á mánudaginn fór hrafnahópurinn á austurholti í gönguferð út að vörðu.
Við fundum þessi girnilegu ber og Kristbjörg týndi nokkur fyrir okkur til að smakka.
Ótrúlega góð krækiber!
Kraftakarlarnir ætluðu að ýta þessum stóra steini en þegar það tókst ekki ákváðu þeir bara að hvíla sig.
Leitað af blómum, berjum og fínum steinum.
Hrafnahópurinn las um Hrafna-Flóka, norska víkinginn sem ætlaði að vera fyrstur til að setjast hér að.
Á leiðinni aftur á leikskólann æfðum við okkur í að ganga yfir gangbraut, kíkja hvort það væru bílar að koma og hlusta. Þetta var rosalega skemmtilegt og margt að skoða í náttúrunni í kring um leikskólann.