• fimmtudagurinn 5. janúar 2017 • 1. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Suðurnesjamagasín fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00
t Sjáið splunkunýt
it veftímar vf.is Víkurfrétta á
umfjollun.vf.is
Í þætti kvöldsins má sjá um 30 brot úr sjónvarpsþáttum Sjónvarps Víkurfrétta frá árinu 2016
Flugeldadýrð og reykjarský
yfir Reykjanesbæ Skipuleggja Ásbrú til framtíðar ■■Un n i ð er a ð þ v í a ð f æ k k a leikvöllum á Ásbrú úr nítján í þrjá. Þegar varnarliðið hafði aðsetur á Keflavíkurflugvelli voru leikvellirnir nítján. Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, er nú unnið að því að fækka þeim og gera þannig úr garði að þeir uppfylli íslensk skilyrði. Hann segir gert ráð fyrir að í framtíðinni verði meirihluti íbúa á Ásbrú ungt fólk, bæði Íslendingar og útlendingar, og að störfum á Keflavíkurflugvelli muni einnig fjölga í takt við spár. // 2
■■Það var þykkt reykjarský yfir Reykjanesbæ á miðnætti á gamlárskvöld þegar flugeldaskothríðin stóð sem hæst. Ljósadýrðin frá flugeldunum var jafnframt mikil. Myndatökumaður Víkurfrétta setti dróna á loft yfir efstu byggðum Keflavíkur og myndaði skothríðina. Myndskeið frá flugeldaveislunni má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Kátir með hátt fiskverð Skortur er á fiski í verkfalli sjómanna og því er fiskverð hátt þá daga sem smábátarnir komast á sjó en sjómannaverkfallið nær ekki til minnstu bátanna. Það var spriklandi ferskur þorskur og glæný línuýsa sem Óli Gísla GK 112 kom með að landi í Sandgerði á þriðjudagskvöld. Aflinn fór allur á markað þar sem 550
krónur fengust fyrir slægðan þorsk og 326 krónur fyrir hvert kíló af slægðri ýsu. Smábátasjómennirnir kætast yfir háu fiskverði þessa dagana en hugsa á sama tíma til starfsbræðra sem eru í verkfalli. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar unnið var að löndun úr Óla Gísla GK í Sandgerði á þriðjudagskvöld.
Reykjarbólstur stóð hátt til himins frá brunanum í bílnum í gamla bænum í Keflavík. VF-mynd: Hilmar Bragi
Brann til kaldra kola í gamla bænum
FÍTON / SÍA
■■Bifreið brann til kaldra kola í gamla bænum í Keflavík á þriðjudagskvöld. Þegar slökkviliðið kom á vettvang stóð bifreiðin í björtu báli. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað á Vallargötu í Keflavík um kvöldmatarleitið þar sem eldur hafði komið upp í fólksbifreið. Eldurinn magnaðist hratt og stóð bifreiðin alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Reykjarbólstur frá bálinu sást víða að enda veður bæði stillt og kalt í Keflavík í kvöld. Slökkviliðsmenn voru snöggir að ráða niðurlögum eldsins en bifreiðin er gjörónýt.
einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
• • •
Sala bíla Sala varahluta Verkstæðisþjónusta
590 5090
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is