02 tbl 2017

Page 1

• fimmtudagurinn 12. janúar 2017 • 2. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

SUÐURNESJAMAGASÍN

Skoðaðu vf.is í dag!

arit m í t f e v t t ý N frétta Víkurumfjollun.vf.is

Nýr sýningartími • fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 • Sjónvarpsstöðin Hringbraut og vf.is

Stopp - hingað og ekki lengra! - Suðurnesjafólk ársins! Þrýstihópurinn „Stopp - hingað og ekki lengra!“ eru menn ársins 2016 á Suðurnesjum að mati Víkurfrétta. Hópurinn var stofnaður á samfélagsmiðlinum Facebook snemma í júlí 2016. Markmið hópsins var að þrýsta á að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og úrbætur gerðar á umferðarmannvirkinu í kjölfar banaslyss sem varð á Reykjanesbraut við Hafnaveg. Í þrýstihópnum eru 16.000 einstaklingar sem lögðust á árarnar í baráttu fyrir betri Reykjanesbraut. Á árinu munu verða gerð tvö hringtorg á Reykjanesbraut, við Þjóðbraut og Aðalgötu og þá er tvöföldun brautarinnar frá Njarðvík inn að flugstöð komin á Samgönguáætlun. „Þegar við hér á Suðurnesjum stöndum saman og róum í sömu átt gengur okkur ótrúlega vel. Samstaða í þessu verkefni var lykill að árangri sem við náðum,“ segir Ísak Ernir Kristinsson en hann og Guðbergur Reynisson, stofnendur hópsins tóku við viðurkenningu Víkurfrétta og fara yfir málin í viðtali í blaðinu og í sjónvarpsþætti vikunnar. Ísak og Guðbergur og þær Margrét Sanders og Martha Jónsdóttir tóku við viðurkenningu frá VF fyrir hönd hópsins.

Nikkel svæðið selt á 650 milljónir kr. ● Byggingarland fyrir 485 íbúðir

FÍTON / SÍA

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG) hefur keypt Miðland ehf. sem á land í Hlíðahverfi í Reykjanesbæ, oft nefnt Nikkel svæðið, af Landsbankanum. BYGG átti hæsta tilboðið í félagið í opnu söluferli og greiddi 651 milljónir króna fyrir það. Á svæðinu er gert ráð fyrir byggingu 300 íbúða á um 20 hektara skipulagssvæði samkvæmt samþykktu deiliskipulagi og allt að 185 íbúðum til viðbótar ásamt atvinnuhúsnæði, á samtals um 14 hektara svæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

einföld reiknivél á ebox.is

Söluferlið fór fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna í eigu bankans og var öllum opið sem uppfylltu hæfismat og gátu sýnt fram á 300 milljón króna fjárfestingargetu. Fjögur óskuldbindandi tilboð bárust fyrir lok tilboðsfrests í fyrri hluta söluferlisins sem lauk 26. október og þrjú skuldbindandi tilboð bárust fyrir lok tilboðsfrests í seinni hlutanum sem lauk 30. nóvember. Afhending og greiðsla fyrir hlutaféð hefur farið fram, segir á heimasíðu Landsbankans.

Séð yfir hluta svæðisins þar sem tæplega 500 íbúðir verða byggðar.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Séð yfir framkvæmdasvæðið þar sem undirgöngin eru komin undir Reykjanesbrautina. VF-mynd: Hilmar Bragi

Mikil samgöngubót fyrir gangandi Ásbrúarfólk Gangandi vegfarendur hafa fengið mikla samgöngubót á Fitjum en á morgun verða formlega tekin í notkun undirgöng undir Reykjanesbraut við Hafnaveg. Undirgöngin eru langþráð enda hafa íbúar á Ásbrú verið duglegir að nýta sér verslun á Fitjum en þurft að fara yfir umferðarþunga Reykjanesbraut. Umferðarhraði er mikill þarna og þá var ekið á gangandi vegfaranda á þessum slóðum árið 2013 með þeim

• • •

afleiðingum að hann lést. Síðasta sumar varð einnig banaslys í umferðinni þar sem undirgöngin eru nú komin. Rétt er að ítreka við þá sem nota undirgöngin að nýta einnig göngustíg sem liggur frá göngunum og niður á Fitjar en síðustu daga hefur mátt sjá fólk nýta undirgöngin en ganga svo á vegöxl Reykjanesbrautarinnar, sem er hættulegt, sérstaklega í myrkrinu.

Sala bíla Sala varahluta Verkstæðisþjónusta

590 5090

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.