03 tbl 2017

Page 1

• fimmtudagurinn 19. janúar 2017 • 3. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Á besta tíma!

Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta hefur fengið nýjan sýningartíma á

kl. 20:00 og 22:00

fimmtudagskvöldum á Hringbraut Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00

Ung kona lést í slysi á Grindavíkurvegi

●●Þrjú banaslys á Grindavíkurvegi síðan árið 2002 l Umferð um veginn hefur aukist ● um 53,6 prósent á fjórum árum l Einn af áhættumestu vegum landsins

Brýnt að aðskilja akreinar á Grindavíkurvegi Banaslys varð á Grindavíkurvegi á fimmtudagsmorgun í síðustu viku þegar tveir bílar lentu í árekstri. Banaslysið er það þriðja á veginum síðan árið 2002. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu hafa orðið 18 alvarleg slys á veginum síðan árið 2002. Grindavíkurvegurinn er einn af áhættumestu vegum á landinu miðað við umferðarmagn og slysasögu áranna 2009 til 2014. Hann er í sjöunda sæti yfir þá vegi sem flest slys verða á, að sögn Ólafs Guðmundssonar,

FÍTON / SÍA

Undirstöður gamla vitans á Garðskaga eru farnar að láta mikið á sjá. Áhugamaður um vitann segir að síðustu mánuði hafi molnað talsvert úr steyptum undirstöðum vitans sem hefur verið útvörður Garðskaga frá árinu 1897 eða í 120 ár á þessu ári. Þung hafaldan lemur á undirstöðunum og í vetur hefur sjórinn jafnvel gengið upp á land og má sjá það af þangi og grjóti sem hefur skolað yfir sjóvarnargarða. Nýlega var lokið við viðgerð á sjóvarnargarðinum vestan við gamla vitann. Viðmælandi blaðsins segir að mjög fljótlega þurfi að ráðast í viðgerðir á vörnum gamla vitans. Hann sé friðaður og því þurfi væntanlega að steypa varnirnar eins og þær voru áður en ekki hlaða grjóti umhverfis vitann.

einföld reiknivél á ebox.is

tæknistjóra EuroRAP á Íslandi. Árið 2012 keyrðu að meðaltali 2755 bílar um Grindavíkurveg, framhjá Seltjörn, en árið 2016 var fjöldinn kominn upp í 4232 og er fjölgunin því 53,6 prósent. „Umferð um Grindavíkurveg hefur aukist mjög mikið undanfarin ár. Eðli umferðar og áhætta breytist þegar fjöldi bíla á sólarhring fer yfir fjögur til fimm þúsund líkt og gerst hefur þarna. Þegar fjöldi bíla á vegi er orðinn svona mikill þá aukast mjög mikið lík-

urnar á að fari ökumaður yfir á rangan vegahelming þá lendi hann á öðrum bíl. Það er því brýnt að aðgreina gagnstæðar aksturstefnur til dæmis með víravegriði en þannig yrði hægt að koma í veg fyrir framanáakstur,“ segir hann. Ólafur segir ljóst að rannsaka þurfi Grindavíkurveg og þá sérstaklega þann vegakafla þar sem áreksturinn varð í síðustu viku, rétt norðan við Bláa lónið. „Það hefur verið rætt um að gufa frá virkjuninni geti sest á

veginn, þannig myndast hálka og það þyrfti að rannsaka.“ Mjög líklega sé vatn undir hrauninu og mikill raki þaðan sem gufar upp. Við þetta aukast líkur á hálkumyndun til muna. EuroRAP er eftirlitskerfi með öryggi vega í Evrópu og eru aðildarfélögin FÍB og systurfélög þess í álfunni. Vegir er skoðaðir á vegum EuroRAP og ástand þeirra metið eftir stöðluðu alþjóðlegu kerfi sem greinir öryggi þeirra.

Undirstöður gamla vitans molna

Vitarnir á Garðskaga. Undirstöður gamla vitans farnar að láta á sjá og hefur molnað talsvert úr þeim á síðustu mánuðum. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

• • •

■■Banaslys varð á Grindavíkurvegi á fimmtudagsmorgun í síðustu viku, þann 12. janúar. Tveir bílar sem komu úr gagnstæðum áttum og lentu harkalega saman. Ökumaður í öðrum bílnum, 18 ára stúlka, lést í slysinu. Einn úr hinum bílnum var fluttur á sjúkrahús, alvarlega slasaður. Stúlkan sem lést hét Alma Þöll Ólafsdóttir, til heimilis í Grindavík. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir fjölskyldu hennar. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á bankabók í nafni Óla Björns Björgvinssonar, kennitala 1111675409, reikningsnúmer 0143-05060699.

Ósakhæfir og sendir úr landi eftir áreiti í strætisvagni ■■Í vikunni var óskað eftir lögregluaðstoð að strætisvagnastöð við Krossmóa í Reykjanesbæ vegna manns sem hefði leitað á unga stúlku í strætisvagni. Nokkrir unglingar voru í vagninum sem höfðu orðið vitni að þessari ósæmilegu hegðun mannsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögreglan hafði upp á þeim grunaða sem reyndist vera jafnaldri stúlkunnar, 14 ára gamall drengur, sem hafði verið í vagninum ásamt öðrum dreng á svipuðu reki. Munu drengirnir hafa haft ákveðna samvinnu við að króa stúlkuna af í sæti sínu og annar þeirra áreitt hana. Þá mun drengurinn hafa slegið til og kastað flösku í dreng sem hafði afskipti af honum vegna málsins. Drengurinn var færður á lögreglustöð þar sem rætt var við hann að fulltrúa barnaverndarnefndar viðstöddum. Í tengslum við málið bárust lögreglu þær upplýsingar að síðastliðinn mánudag hefði hinn drengurinn, sá sem ekki hafði sig í frammi í þessu tilviki, viðhaft svipaða hegðun í strætisvagni gagnvart annarri stúlku. Drengirnir eru börn og ósakhæfir vegna aldurs og verður því ekki aðhafst frekar í málum þeirra af hálfu lögreglu. Þeir voru hælisleitendur hér á landi en munu hafa farið af landi brott degi eftir atvikið.

Sala bíla Sala varahluta Verkstæðisþjónusta

590 5090

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.