07 tbl 2014

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

REYK JANESBÆR

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

POWERADEBIKAR KVENNA GRINDAVÍK - KEFLAVÍK 21. FEBRÚAR, kl. 13:30. HVETJUM ALLA TIL AÐ MÆTA OG STYÐJA SÍN LIÐ.

Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 19. F E BR ÚAR 2 0 15 • 7. TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R Fjölmargir krakkar klæddu sig í hina fjölbreyttustu búninga á Öskudaginn eins og sjá má á þessum myndum sem og á vf.is. Í Reykjanesbæ var hæfileikakeppnin Öskurdagur „Got talent“. Á þriðja hundrað krakkar mættu í Fjörheima og 32 atriði tóku þátt í keppninni. Nánar um hana á Víkurfréttavefnum.

Öskudagsfjör!

Pa

Bæja sínum staða „Ég g ingin greið síðast í sam bæjar tilboð Björg Padd mána

■■ Forsvarsmenn Thorsil telja sig vera að nálgast lokapunkt í undirbúnings byggingar kísilvers í Helguvík:

REYKJANESBÆR:

Gert ráð fyrir 40 til 60 skipaS komum árlega til Helguvíkur

Meiri sparnaður til lengri tíma litið

F

orsvarsmenn Thorsil sem vinna nú að undirbúningi byggingar kísilverksmiðju í Helguvík eru bjartsýnir á að framkvæmdir geti farið að hefjast. Félagið hefur nýlokið við gerð sölusamninga við tvö rótgróin og öflug framleiðslufyrirtæki um kaup á 85% af framleiðslunni. Sölusamningarnir eru til 8 og 10 ára. Ársframleiðsla kísilmálms í verksmiðju Thorsil í Helguvík er áætluð 54 þúsund tonn af kísilmálmi þegar náð verður fullum afköstum, auk 26 þúsund tonna af kísildufti. Thorsil er alfarið í eigu Íslendinga og er því fyrsta íslenska „stóriðjan“.

FÍTON / SÍA

Gert er ráð fyrir um 350-400 ársstörfum á byggingartíma verksmiðjunnar og að í

einföld reiknivél á ebox.is

ráðuneytisins sem gerir það að verkum að verkefnið fellur ekki lengur undir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heldur eingöngu samþykki Alþingis.

fullum rekstri skapi verksmiðjan um 130 ný störf auk afleiddra starfa. Undir fullum afköstum er gert ráð fyrir 40 til 60 skipakomum til Helguvíkur á ári vegna starfsemi Thorsil, bæði vegna aðfangaflutninga og vegna útflutnings á afurðum til markaða erlendis. Þær munu hafa veruleg áhrif á rekstur Helguvíkurhafnar. Undirritaðir hafa verið breytingar á fjárfestingasamningi milli Thorsil og Iðnaðar-

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var skýrsla dr. Sigurðar M Garðarssonar verkfræðiprófessors um umhverfisáhrif í Helguvík, sem hann vann fyrir Skipulagsstofnun á þann veg, að forsvarsmenn Thorsil eru bjartsýnir á að Skipulagsstofnun muni gefa grænt ljós á þann þátt en athugasemdir hafa komið fram sem lúta að loftdreifingarútreikningum. Áhyggjurnar voru um magn væntanlegs útblásturs frá allt að þremur verksmiðjum í Helguvík. Beðið er frétta frá Skipulagsstofnun um mengunarþáttinn.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

parnaður Reykjanesbæjar vegna fækkunar sviða og framkvæmdastjóra nemur um 75 milljónum króna á fimm árum en um 130 milljónum króna til 7 ára. Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi (D) lagði fram fyrirspurn á bæjarstjórnarfundi 3. feb. sl. og spurði hversu mikil hagræðingin yrði á næstu árum. Böðvar spurði um fjárhagslegan ávinning og heildarsparnað sveitarfélagsins vegna þessara aðgerða næstu 3 árin. Svarið var tæpar 20 milljónir króna og sagði Böðvar á bæjarstjórnarfundi í vikunni að það væri ekki mikill ávinningur. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri sagði að ávinningurinn yrði mun meiri til lengri tíma litið og nefndi sparnaðinn sem yrði eftir 5 og 7 ár, 75 og 130 millj. kr. Hann sagði að hagræðingin kæmi ekki strax í ljós vegna ýmissa réttinda starfsmanna, biðlaunaréttir og slíkt. Böðvar spurði m.a. um biðlaunaréttindi og fleira hjá framkvæmdastjórunum sem sagt var upp. Fimm þeirra eru með 12 mánaða biðlaunarétt og tveir með sex mánuði. Þær breytingar sem standa yfir á stjórnskipulagi Reykjanesbæjar hafa það að leiðarljósi að efla starfsemina og styrkja form og virkni miðlægrar þjónustu þvert á fagsvið bæjarins, fækka sviðum og móta öflugra embættismannakerfi. Fækkun sviða sé einn þáttur í að auka skilvirkni starfsemi bæjarins, segir m.a. í svari bæjarstjóra til Böðvars.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.