Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
REYK JANESBÆR
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
POWERADEBIKAR KVENNA GRINDAVÍK - KEFLAVÍK 21. FEBRÚAR, kl. 13:30. HVETJUM ALLA TIL AÐ MÆTA OG STYÐJA SÍN LIÐ.
Auglýsingasíminn er 421 0001
vf.is
F IMMTUDAGUR INN 19. F E BR ÚAR 2 0 15 • 7. TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R Fjölmargir krakkar klæddu sig í hina fjölbreyttustu búninga á Öskudaginn eins og sjá má á þessum myndum sem og á vf.is. Í Reykjanesbæ var hæfileikakeppnin Öskurdagur „Got talent“. Á þriðja hundrað krakkar mættu í Fjörheima og 32 atriði tóku þátt í keppninni. Nánar um hana á Víkurfréttavefnum.
Öskudagsfjör!
Pa
Bæja sínum staða „Ég g ingin greið síðast í sam bæjar tilboð Björg Padd mána
■■ Forsvarsmenn Thorsil telja sig vera að nálgast lokapunkt í undirbúnings byggingar kísilvers í Helguvík:
REYKJANESBÆR:
Gert ráð fyrir 40 til 60 skipaS komum árlega til Helguvíkur
Meiri sparnaður til lengri tíma litið
F
orsvarsmenn Thorsil sem vinna nú að undirbúningi byggingar kísilverksmiðju í Helguvík eru bjartsýnir á að framkvæmdir geti farið að hefjast. Félagið hefur nýlokið við gerð sölusamninga við tvö rótgróin og öflug framleiðslufyrirtæki um kaup á 85% af framleiðslunni. Sölusamningarnir eru til 8 og 10 ára. Ársframleiðsla kísilmálms í verksmiðju Thorsil í Helguvík er áætluð 54 þúsund tonn af kísilmálmi þegar náð verður fullum afköstum, auk 26 þúsund tonna af kísildufti. Thorsil er alfarið í eigu Íslendinga og er því fyrsta íslenska „stóriðjan“.
FÍTON / SÍA
Gert er ráð fyrir um 350-400 ársstörfum á byggingartíma verksmiðjunnar og að í
einföld reiknivél á ebox.is
ráðuneytisins sem gerir það að verkum að verkefnið fellur ekki lengur undir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heldur eingöngu samþykki Alþingis.
fullum rekstri skapi verksmiðjan um 130 ný störf auk afleiddra starfa. Undir fullum afköstum er gert ráð fyrir 40 til 60 skipakomum til Helguvíkur á ári vegna starfsemi Thorsil, bæði vegna aðfangaflutninga og vegna útflutnings á afurðum til markaða erlendis. Þær munu hafa veruleg áhrif á rekstur Helguvíkurhafnar. Undirritaðir hafa verið breytingar á fjárfestingasamningi milli Thorsil og Iðnaðar-
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var skýrsla dr. Sigurðar M Garðarssonar verkfræðiprófessors um umhverfisáhrif í Helguvík, sem hann vann fyrir Skipulagsstofnun á þann veg, að forsvarsmenn Thorsil eru bjartsýnir á að Skipulagsstofnun muni gefa grænt ljós á þann þátt en athugasemdir hafa komið fram sem lúta að loftdreifingarútreikningum. Áhyggjurnar voru um magn væntanlegs útblásturs frá allt að þremur verksmiðjum í Helguvík. Beðið er frétta frá Skipulagsstofnun um mengunarþáttinn.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
parnaður Reykjanesbæjar vegna fækkunar sviða og framkvæmdastjóra nemur um 75 milljónum króna á fimm árum en um 130 milljónum króna til 7 ára. Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi (D) lagði fram fyrirspurn á bæjarstjórnarfundi 3. feb. sl. og spurði hversu mikil hagræðingin yrði á næstu árum. Böðvar spurði um fjárhagslegan ávinning og heildarsparnað sveitarfélagsins vegna þessara aðgerða næstu 3 árin. Svarið var tæpar 20 milljónir króna og sagði Böðvar á bæjarstjórnarfundi í vikunni að það væri ekki mikill ávinningur. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri sagði að ávinningurinn yrði mun meiri til lengri tíma litið og nefndi sparnaðinn sem yrði eftir 5 og 7 ár, 75 og 130 millj. kr. Hann sagði að hagræðingin kæmi ekki strax í ljós vegna ýmissa réttinda starfsmanna, biðlaunaréttir og slíkt. Böðvar spurði m.a. um biðlaunaréttindi og fleira hjá framkvæmdastjórunum sem sagt var upp. Fimm þeirra eru með 12 mánaða biðlaunarétt og tveir með sex mánuði. Þær breytingar sem standa yfir á stjórnskipulagi Reykjanesbæjar hafa það að leiðarljósi að efla starfsemina og styrkja form og virkni miðlægrar þjónustu þvert á fagsvið bæjarins, fækka sviðum og móta öflugra embættismannakerfi. Fækkun sviða sé einn þáttur í að auka skilvirkni starfsemi bæjarins, segir m.a. í svari bæjarstjóra til Böðvars.
2
fimmtudagurinn 19. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR
SKÖPUNARKVÖLD Ertu reyndur prjónari eða langar að verða það? Hvernig verður prjónauppskrift til? Langar þig að hanna þína eigin? Guðrún S. Magnúsdóttir prjónahönnuður verður gestur sköpunarkvölds 25. febrúar sem hefst kl. 20:00. Guðrún hefur gefið út 4 prjónabækur og mun kynna sköpun sína. Allir velkomnir.
VINNUSKÓLI REYKJANESBÆJAR
SUMARSTÖRF
Flokkstjórar í vinnuskóla Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 15 til 16 ára við ýmis umhverfisstörf. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 19 ára aldri. Flokkstjórar þurfa að vera hvetjandi, stundvísir, samviskusamir og góðar fyrirmyndir unglingana. Flokkstjórar hefja störf 26. maí. Yfirflokkstjóri vinnuskóla - eftirlit með vinnuhópum Yfirflokkstjóri vinnuskóla - á skrifstofu Í hvoru starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuskólanum sumarið 2015. Dagleg verkefnastýring í samvinnu við aðra yfirflokkstjóra og yfirmann vinnuskóla. Umsækjendur skulu hafa náð 22 ára aldri og með bílpróf. Yfirflokkstjórar skulu vera stundvísir, jákvæðir og eiga auðvelt með mannleg samskipti. Yfirflokkstjórar hefja störf 21. maí. Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaður og allir flokkstjórar skulu vera tókbakslausir.
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Aksturinn í toppmálum í Reykjanesbæ
A
lmenn ánægja er með ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ, að sögn Sigríðar Daníelsdóttur forstöðumanns ráðgjafadeildar fjölskyldu- og félagsþjónustu bæjarins í tilkynningu frá Reykjanesbæ. „Ef eitthvað kemur upp á þá hefur fólk samband og við leiðréttum það með góðri samvinnu. Ferðaþjónusta Reykjaness hefur sinnt þessari þjónustu vel og af alúð.“ Friðrik Guðmundsson segir að aksturinn hafi alltaf gengið vel en hann nýtir Ferðaþjónustuna til allra sinna ferða. Ferðaþjónusta Reykjaness var stofnað sem dótturfyrirtæki Hópferða Sævars Baldurssonar ehf. vorið 2007 í því skyni að mæta akstursþörfum fatlaðs fólks. Ferðaþjónustan og Reykjanesbær gerðu verksamning um aksturinn í Reykjanesbæ í september sama ár og hefur Ferðaþjónustan sinnt honum síðan. Fyrirtækið er rekið af þeim hjónum Sævari Baldurssyni og Margréti Örnu Eggertsdóttur. Margrét Arna er þroskaþjálfi að mennt sem er mikill kostur þegar unnið er með fötluðu fólki. Friðrik Guðmundsson hefur verið stórnotandi Ferðaþjónustu Reykjaness um nokkurt skeið. „Já ég er búinn að nota ferðaþjónustuna lengi og þetta hefur alltaf gengið vel. Ég er mjög ánægður með þjónustuna,“ sagði Friðrik sem var á heimleið frá undirbúnings-
fundi Listar án landamæra. Hann nota þjónustuna til og frá heimili í leik, starfi og námi og notar sérstaka akstursmiða sem honum eru úthlutaðir. Sigríður Daníelsdóttir segir að heilt yfir og í gegnum árin hafi Reykjanesbær borið gæfu til þess að sinna þessu verkefni vel. „Bæjarfélagið er af þeirri stærðargráðu að samband þjónustuaðila er náið og gott og það eru ekki margir bílstjórar sem sinna þessu, svo það er auðvelt að halda utan um þjónustuna.“ Notendur Ferðaþjónustunnar erum um 60 talsins. Um er að ræða akstur til og frá skóla, í dagdvalir, á vinnustaði og þjálfanir svo nokkuð sé nefnt. Sérútbúnir bílar eru notaðir til að sinna þessari þjónustu.
Frá sýningunni í Bryggjuhúsi Duushúsa.
Umsóknir skulu berast fyrir 12. mars 2015. Aðeins er tekið við rafrænum umsóknum á www.reykjanesbaer. is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig má nálgast nánari upplýsingar.
XXGarðmenn leggja til að vetrarfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), sem haldinn verður í mars nk., taki til umræðu öldrunarmál í heild sinni. Jafnframt vilja Garðmenn að rædd verði atvinnumál og uppbygging þjónustu við fatlaða. Þetta eru skilaboð bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs við óskum SSS.
Athugið að eldri umsóknir þarf að endurnýja. Frekari upplýsingar veitir Berglind Ásgeirsdóttir í síma 420-3200 eða berlind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is. Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar.
VILTU LEIKA, SYNGJA, SKEMMTA, AÐSTOÐA? Bestu vinir í bænum í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur, Gargandi snilld og MSS kynna fjölskylduleikrit byggt á ýmsum ævintýrum. Kynningarfundur í dag, 19. febrúar, kl. 17.00 í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í Krossmóa. Leikstjórar: Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir sem veita nánari upplýsingar í s. 869-1006 og 690-3952. Verkið verður sýnt á listahátíðinni List án landamæra 25. og 26. apríl. Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.
TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR
KVIKMYNDATÓNLEIKAR LÚÐRASVEITA Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 19:00 halda yngsta-, mið- og elsta sveit kvikmyndatónleika með stiklum úr þekktum kvikmyndum í Stapa, Hljómahöll. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Skólastjóri
Garðmenn vilja ræða öldrunarmál
■■Byggðasafn Reykjanesbæjar:
Sýning í Bryggjuhúsi mikilvægur áfangi byggðasafnsins M
ikilvægum áfanga var náð hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar sl. vor þegar opnuð var, í Bryggjuhúsi, grunnsýning Byggðasafnsins þar sem saga bæjarfélagsins er kynnt frá landnámi fram um miðja síðustu öld. Þetta kemur fram í ársskýrslu Byggðasafns Reykjanesbæjar sem Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður kynnti fyrir menningarráði Reykjanesbæjar í síðustu viku.
Sýningin í Bryggjuhúsi er sett upp með það að markmiði að auðvelt verði að aðlaga hana að breyttum áherslum en þó verður ávallt lögð sú áhersla að á miðhæð Bryggjuhússins geti bæjarbúar og gestir gengið að grunnsýningu um sögu bæjarins vísri. Á síðasta ári hófst yfirfærsla á safnskrá Byggðasafnsins í Sarp sem er sameiginlegur gagnagrunnur minjasafna landsins. Verkinu miðar vel áfram og er búist við að ljúka fyrsta áfanga á árinu 2015.
Umhverfisvænar blöðrur á næstu Ljósanótt? XXMikil jákvæðni í garð Ljósanætur var áberandi í umræðum um Ljósanótt á fundi sem menningarráð efndi til með íbúum í Reykjanesbæ í síðustu viku og samkomulag um að heildarbygging hátíðarinnar héldi sér. Menningarráð Reykjanesbæjar lýsir ánægju með fundinn, sem haldin var í Duushúsum 11. febrúar og þakkar þeim íbúum sem komu og tóku þátt í umræðum. Fjöldi tillagna kom fram og meðal annars má lesa helstu niðurstöður á vef Reykjanesbæjar. Fjármagn til hátíðarinnar í ár er lægra en áður og m.a. leituðu fundarmenn leiða til sparnaðar en þó ekki þannig að helstu dagskrárliðir s.s. árgangagangan myndu líða fyrir. M.a. var lagt til að á föstudagskvöldinu yrði lágstemmdari dagskrá en verið hefur og enn frekar reynt að höfða til íbúanna sjálfra með framlag. Menningarráð Reykjanesbæjar leggur til að athugað verði hvort hægt sé að kaupa umhverfisvænar blöðrur til að nota við setninguna.
SSS ræði atvinnuþróunarmál á vetrarfundi XXAtvinnuþróunarmál á Suðurnesjum eru efst á óskalista bæjarráðs Grindavíkur sem umfjöllunarefni á árlegum vetrarfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Vetrarfundurinn fer fram í mars n.k. og hefur stjórn sambandsins send út erindi á öll aðildarsveitarfélögin þar sem óskað er eftir ábendingum um málefni á dagskrá fundarins. Bæjarráð Grindavíkur hefur móttekið erindið og sett atvinnuþróunarmálin á oddinn.
Greiði sama gjald hjá dagforeldrum og á leikskóla XXBæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að gera breytingu á gjaldskrá dagforeldraþjónustu, þannig að foreldrar barna í dagforeldraþjónustu greiði sama gjald og foreldrar barna á leikskólum frá og með 18 mánaða aldri, að því gefnu að börnin séu á biðlista á leikskóla. Bæjarstjóra er jafnframt falið að útfæra tillöguna nánar með það fyrir augum að gildistaka verði 1. mars næstkomandi.
tm.is/afhverju
Ánægja
TM
Ánægjan er okkar aðalsmerki Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru ánægðustu viðskiptavinir tryggingafélaga hjá TM, í 14. sinn. Ekkert fyrirtæki á Íslandi hefur jafn oft hlotið þennan heiður. Við þökkum kærlega fyrir okkur.
Tryggingamiðstöðin
tm@tm.is
tm.is
2 ára sækja )
4
fimmtudagurinn 19. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
ATVINNA AFGREIÐSLA OG ÞRIF BÍLALEIGUBIFREIÐA
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Sumarstörf.
Unnið er á vöktum 2-2-3 og 11 - 12 tíma vaktir í senn. Við erum að leita að einstaklingi með góða samskiptaog samstarfshæfni, vandvirkni, þjónustulund og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að umsækjendur hafi góða almenna tölvukunnáttu auk þess að tala og skrifa góða ensku. Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára , hafa hreint sakarvottorð og með bílpróf Umsækjendur eru beðnir um að senda atvinnuumsókn með ferilskrá á iris@sadcars.com
Meðfylgjandi myndir voru teknar í vikunni þegar starfsmenn ISAVIA færðu starfsmönnum í flugstöðinni glaðning en það var nýbökuð og ljúffeng bollakaka.
Keflavíkurflugvöllur besti flugvöllur í Evrópu 2014 K
HEYRNARÞJÓNUSTA Kæru Suðurnesjamenn Verðum á heilsugæslunni í Keflavík fimmtudaginn 26. febrúar Verið velkomin
Ellisif Katrín Björnsdóttir Heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf
Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Heyrn, Hlíðasmára 11, Kópavogur, heyrn@heyrn.is
Tímapantanir - 534 9600
Nánari upplýsingar www.heyrn.is
LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA EHF Óskar eftir að ráða pípulagningarmeistara, svein eða mann vanan pípulögnum sem fyrst. Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið: lagnaths@simnet.is
eflavíkurflugvöllur var valinn besti flugvöllur í Evrópu á síðastliðnu ári í viðamikilli þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á öllum helstu flugvöllum um allan heim. Könnuninni er gerð á vegum alþjóðasamtaka flugvalla, Airports Council International, og svara farþegar spurningum ársfjórðungslega um gæði fjölmargra þjónustuþátta. Flugvellir sem fá hæstu heildarniðurstöðu ársins hljóta sérstaka viðurkenningu samtakanna. Þetta er í þriðja sinn sem Keflavíkurflugvöllur hefur hlotið slíka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Árið 2009 var flugvöllurinn í efsta sæti í Evrópu og árið 2011 besti flugvöllur í Evrópu með færri en tvær milljónir farþega. Þá var flugvöllurinn valinn á heiðurslista samtakanna árið 2014 fyrir samfelldan árangur í þjónustukönnunum frá árinu 2008. Þjónustukönnunin mælir fjölmarga þætti sem snerta, t.d. kurteisi og hjálpsemi starfsfólks, þægindi við tengiflug, notalegt andrúmslofti og hreinlæti. Einnig er spurt um ánægju með afgreiðslu farangurs, aðgengi að farangurskerrum, bankaþjónustu og veitingastaði svo eitthvað sé nefnt. Næst á eftir Keflavíkurflugvelli í flokki evrópskra flugvalla eru Sheremetyevo í Moskvu, Porto í Portúgal og Möltuflugvöllur. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segist mjög stoltur og ánægður með árangurinn: „Starfsfólk okkar og annarra rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli auk lögreglu og tollgæslu hefur enn einu sinni sýnt að þar er veitt framúrskarandi þjónusta og það þótt ótrúleg farþegaaukning sé á flugvellinum. Við höfum áður náð þessum árangri og fengum auk þess sérstaka viðurkenningu í fyrra fyrir að hafa verið meðal fimm bestu flugvalla undanfarin ár. Það er sérstaklega ánægjulegt að viðhalda þessum frábæra árangri þrátt fyrir hið mikla álag á þessu stærsta ári í sögu flugvallarins.“ „Keflavíkurflugvöllur hóf fyrir nokkrum árum markvissa áætlun um að byggja upp orðspor sem öflugur flugvöllur með áherslu á gæði og þjónustu við farþega í fyrirrúmi. Endurtekinn árangur flugvallarins í þjónustukönnunum ACI samfara gríðarlegri farþegaaukningu sýnir glögglega hvað starfsfólkið stendur sig vel í að ná þeim markmiðum sem það lagði upp með. Ég vil óska þeim til hamingju með þennan frábæra árangur“, sagði Oliver Jankovec framkvæmdastjóri Evrópuhluta alþjóðasamtaka flugvalla (ACI Europe). Isavia leggur áherslu á að veita sífellt vaxandi ferðamannafjölda framúrskarandi þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Stækkunarframkvæmdir sem hafnar eru við flugstöðina fela í sér 5.000 fermetra viðbót við suðurbyggingu flugstöðvarinnar og stækkun komusalar á jarðhæð norðurbyggingar. Einnig er unnið er að breytingum á verslunar- og veitingasvæði í brottfararsal á annarri hæð. Þá er unnið að gerð nýrrar þróunaráætlunar fyrir flugvallarsvæðið sem marka mun stefnu vegna frekari stækkunaráforma.
3.867.418 farþegar á Keflavíkurflugvelli í fyrra XXÁrið 2014 flugu yfir 130 þúsund flugvélar 186 milljónir kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Þetta jafnast á við 4644 ferðir umhverfis jörðina. Þessar flugtölur og fleiri til er að finna í ítarlegri greiningu Isavia á umferð ársins um flugvelli landsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Á árinu sem leið fjölgaði millilandafarþegum um flugvelli Isavia um 19,9% miðað við árið 2013 en innanlandsfarþegum fækkaði um 2,8% á sama tímabili. Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli var alls 3.867.418 sem er 20,5% aukning frá fyrra ári. Umfang vöru- og póstflutninga minnkaði um 1,5% innanlands en jókst um 1,3% milli landa. Alls fóru 130.856 flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið á árinu 2014 eða 12,5% fleiri en árið áður. Flognir kílómetrar voru 11,1% fleiri á sama tímabili. Um 64% umferðarinnar var á vesturleið og 36% á austurleið sem stafar af ríkjandi vindáttum á svæðinu. Mikill hluti þessarar umferðar er á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en um íslenska svæðið fer um 25% þeirrar flugumferðar. Algengasta leiðin innan flugstjórnarsvæðisins var sem fyrr frá London til Los Angeles en 2.181 ferðir voru farnar þá leið á árinu. 1,980 ferðir voru farnar frá London til Keflavíkur og 1,949 frá Keflavík til London. Þau sjö flugfélög sem flugu oftast um íslenska svæðið eru Icelandair, United Airlines, Delta, British Airways, Lufthansa, Emirates og SAS.
Dekraðu við konuna þína í Bláa Lóninu
Föstudaginn 22. febrúar er konudagur. Af því tilefni bjóðum við vandaðan húðvörupakka, inneign í verslunum Bláa Lónsins, aðgöngumiða í Bláa Lónið og ljúffenga kvöldmáltíð á veitingastaðnum LAVA fyrir einungis:
www.bluelagoon.is
Tilboðið gildir 20-22. febrúar
12.900 kr.
Þríréttaður kvöldverður Viktors Arnar Andréssonar, yfirkokks á LAVA, kvöldverður sem færði honum titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda 2014. Bókanir í síma 420-8800 eða á sales@bluelagoon.is
6
fimmtudagurinn 19. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf Páll Ketilsson skrifar
-viðtal
pósturu vf@vf.is
Rúnar Árnason forstöðumaður Flugakademíu Keilis. VF-mynd: Hilmar Bragi
Framúrskarandi fyrirtæki og góðar fréttir Tuttugu og fimm fyrirtæki á Suðurnesjum fengu útnefninguna „Framúrskarandi fyrirtæki“ í úttekt Creditinfo. Fjölgun vel rekinna fyrirtækja á Suðurnesjum á milli ára nam tæpum 60%. Það eru verulega góðar fréttir. Nærri helmingur þessara fyrirtækja eru í sjávarútvegi en hin í ferðaþjónustu og fleiru. Víkurfréttir heimsóttu nýlega K&G fiskverkun sem er meðal þessara 25 fyrirtækja. Þar hafa ungir menn byggt upp fyrirtæki af skynsemi og þannig komist í þennan hóp „framúrskarandi fyrirtækja“. Á listanum eru öflug fyrirtæki sem eru á Suðurnesjum, m.a. Fríhöfnin og móðurfyrirtækið ISAVIA ásamt Bláa lóninu. Allt aðilar sem hafa fengið margar viðurkenningar fyrir góða þjónustu og starfsemi. Nýjustu fréttir á þeim bæ er auðvitað frábær útnefning Keflavíkurflugvallar - sem besta flugvallar í Evrópu 2014. Farþegarnir kjósa og þeir lofuðu Keflavíkurflugvöll þrátt fyrir að á árinu hafi verið mikið um framkvæmdir og breytingar. „Við höfum áður náð þessum árangri og fengum auk þess sérstaka viðurkenningu í fyrra fyrir að hafa verið meðal fimm bestu flugvalla undanfarin ár. Það er sérstaklega ánægjulegt að viðhalda þessum frábæra árangri þrátt fyrir hið mikla álag á þessu stærsta ári í sögu flugvallarins,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri ISAVIA. Í blaðinu í dag er greint frá góðum fréttum varðandi byggingu kísilvers Thorsils sem er alfarið í eigu Íslendinga. Fyrirtækið er búið að ganga frá sölusamningum 85% framleiðslunnar til áratugar við tvö rótgróin og öflug framleiðslufyrirtæki. Gert er ráð fyrir 350-400 ársstörfum á byggingartíma verksmiðjunnar sem eigendur vonast til að geti orðið á næsta ári samkvæmt heimildum Víkurfrétta. Þá er verið að tala um 130 ný störf þegar verksmiðjan verður fullbyggð auk afleiddra starfa. Hér er eingöngu verið að ræða um annað tveggja kísilvera en fyrsta skóflustunga vegna framkvæmda hjá United Silicon var tekin á síðasta ári. Starfsemi Thorsil mun kalla á 40 til 60 skipakomur til Helguvíkur á hverju ári. Það þarf ekki að fullyrða hversu mikil áhrif það mun hafa á rekstur Helguvíkurhafnar sem hefur verið í stórum mínus í mörg ár. Einn viðmælenda VF sagði aðspurður um nýjar fréttir af Thorsil að það væri ljóst að „þetta væri að fara að gerast“ en Suðurnesjamenn hafa haft varann á sér varðandi verkefni í Helguvík eftir að hafa brennt sig á of mikilli bjartsýni. Við skulum halda áfram í vonina. Hér er allt á réttri leið þó hún hafi ekki verið greið.
Konudagurinn er á sunnudaginn 22. febrúar
Þú færð blómin og gjafirnar hjá okkur í Cabo Opnunartími frá kl. 9:00- 19:00, tökum vel á móti þér með kaffi, súkkulaði og rómantískri stemmningu.
Straumur frá Norðurlöndum í flugnám hjá Keili – Nýr flughermir á eftir að nýtast vel
F
lugakademía Keilis býður upp á nám í einkaflugi, atvinnuflugi, flugþjónustu og flugumferðarstjórn, auk náms í flugvirkjun í samstarfi við AST í Skotlandi. Flugfloti Keilis telur í dag sjö flugvélar en nýjasta tækið í flugnáminu er nýr Redbird flughermir sem á eftir að nýtast vel og hefur þegar verið bókaður í 1800 klukkustundir á þessu ári. Flugnámið hjá Keili hefur vaxið skart. Samtals eru 58 nemendur í atvinnuflugmannsnámi en alls tæplega 200 nemendur á einhverju stigi atvinnuflugnáms. Rúnar Árnason veitir Flugakademíu Keilis forstöðu. Víkurfréttir tóku hann tali nú í vikunni og ræddu við hann um flugnámið og nýja flugherminn.
Flugnámið hefur vaxið skarpt hjá ykkur. Hvernig hafið þið brugðist við því?
„Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að markaðsstarfið okkar hefur gengið mjög vel. Þá höfum við verið að fjölga flugvélum og keyptum þrjár nýjar flugvélar á síðasta ári og þær voru komnar í rekstur á tímabilinu frá júní og fram í október. Til viðbótar við það keyptum við Redbird flughermi en hann er til að mæta þeim öra vexti sem við höfum verið að uppskera. Flughermirinn er keyptur með það að markmiði að tryggja það að okkar nemendur hafi greiðari aðgang að flugþjálfun sama hvernig viðrar“. Hverju mun þessi hermir breyta fyrir ykkur?
„Hermirinn mun gefa okkur færi á því að búa til betri flugmenn. Það er grunnhugsunin að við getum veitt nemendum betri þjónustu. Áður en við hleypum þeim í flugvélarnar getum við veitt þeim betri þjónustu og betri þjálfun. Þar að auki munu nemendur í þjálfun til atvinnuflugnáms taka 35 tíma í flugherminum sem þeir fá skráða í skírteinið sitt“. Hvaðan koma ykkar nemendur?
„Við erum með nóg af Íslendingum því hér er mikill áhugi á flugnámi. Þá höfum við unnið markvisst að markaðssetningu í Skandinavíu. Þeir sem eru í fullu atvinnuflugmannsnámi eru Íslendingar og Skandinavar að stórum hluta“. Hvað eru margir nemendur þessa stundina?
Símapantanir, sendum á öll Suðurnesin
Hafnargata 90 // Reykjanesbær // Sími 421 8877
vf.is
SÍMI 421 0000
■■Markaðsstarf í Skandinavíu skilar góðum árangri:
„Við erum með 58 nemendur í fullu atvinnuflugmannsnámi sem eru í bóklegu námi þessa stundina en við erum með tæplega 200 manns sem eru á einhverju stigi í atvinnuflugnámi um þessar mundir“. Hvernig fer þetta nám fram?
og svara nemendur í atvinnuflugnámið og svo stig af stigi. Síðasta sumar kynntum við til leiks svokallað samtvinnað flugnám sem menn þekkja undin nafninu „Intergrated flugnám“ sem er atvinnuflugnám þar sem fólk byrjar með enga flugreynslu eða þekkingu og tekur námið eins og hvert annað nám. Þetta nám er orðið mjög þekkt og vinsælt m.a. í Bretlandi og við tókum þetta upp nú í haust“. Maður heyrir það á göngum skólans að Skandinavar eru fjölmennir hér.
„Við höfum unnið markvisst í okkar markaðsmálum á Norðurlöndunum, Danmörku, Noregi og Svíþjóð og fengið góðar viðtökur á því markaðssvæði og ég áætla að 60-65% okkar flugnemenda komi af því svæði“. Hvernig látið þið vita af skólanum á Norðurlöndunum?
„Við notum þessa nýju tækni í markaðsmálum. Markaðsstjórinn okkar, Arnbjörn Ólafsson, stýrir þessu í samstarfi við umboðsmenn okkar á Norðurlöndum. Við erum dugleg að nota vefmiðlana. Við notum Google og Facebook. Þá erum við einnig með beina markaðssetningu þar sem við heimsækjum skóla, fyrirtæki og einstaklinga og höldum kynningar“. Flugakademía Keilis komst fyrst í kynni við flugherminn sem hún hefur nú tekið í þjónustu sína eftir heimsókn í skóla í Bandaríkjunum þar sem átta slíkir hermar eru í notkun. Boltinn fór að rúlla í byrjun síðasta árs og nú ári síðar er hermirinn kominn í þjónustu skólans. Hermirinn er alls ekki sá fullkomnasti á markaðnum en hann gerir sitt gagn og er samþykktur af flugmálayfirvöldum í Evrópu. Hann er hugsaður til að veita flugmönnum ákveðin réttindi en þó helst til að gera flugmenn að betri flugmönnum. Stjórnklefinn í flugherminum endurspeglar stjórnklefann í Diamond flugvélum Keilis þannig að þegar nemendur setjast í herminn fá þeir sömu upplifun og að vera í flugvél. Síðustu vikur hefur viðrað illa til flugs og segir Rúnar að hann hefði óskað þess að hermirinn hefði verið kominn í gagnið þremur mánuðum fyrr því þá hefðu nemendur getað flogið á jörðu niðri á meðan flugvélar komust ekki í loftið sökum veðurs. Hermirinn verður umsetinn næstu vikur á mánuði og miðað við þann nemendafjölda sem nú er í flugnámi Keilis þá verður flugherminum „flogið“ 1800 klukkustundir á þessu ári.
„Þetta skiptist í bóklegt og verklegt nám. Við erum með nám þar sem menn byrja að taka einkaflugnám
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?
PIPAR\TBWA-SÍA - 143655
Ný vörulína Icewear, sem ber nafnið Reykjanes er komin á markað, en þar er um ræða mjúk og þægileg undirföt úr angóru- og lambsull. Reykjanes er dæmi um stöðuga vöruþróun sem fyrirtækið er stolt af.
sköpunar-
Við tökum þátt í gleðinni Fyrirtækjaflóran á Ásbrú verður litríkari og kröftugri með hverju árinu sem líður. Icewear hefur nú bæst í hóp fjöldamargra hönnunarfyrirtækja á staðnum sem njóta góðs af sköpunargleðinni allt í kring. Á þeim fáu misserum frá því saumastofa Icewear var opnuð á Suðurnesjum hefur framleiðslan aukist að miklum mun. Þar eru unnar margvíslegar vörur úr íslenskri ull og sakir æ meiri vinsælda hennar meðal erlendra ferðalanga á Íslandi er viðbúið að bæta þurfi við starfsfólki á næstu árum.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is
8
fimmtudagurinn 19. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is Frú Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands ávarpaði samkomuna og óskaði Keflvíkingum til hamingju með aldarafmæli kirkjunnar. Þá óskaði hún Sr. Skúla velfarnaðar í nýju brauði.
Sönghópurinn Felix, einn af þremur kórum Keflavíkurkirkju. Sjá fleiri myndir frá afmælinu á vf.is
Það var fjör í barnamessunni með Góa og fleiri góðum.
Fjölmenni á aldarafmæli húss draumanna Séra Skúli S. Ólafsson flutti kveðjupredikun á aldarafmæli kirkjunnar.
F
jölmenni sótti hátíðarguðsþjónustu og 100 ára vígsluafmæli Keflavíkurkirkju í gær. Þetta var jafnframt síðasta messa séra Skúla S. Ólafssonar sóknarprests en hann hefur gengt því starfi síðastliðin níu ár. Að guðsþjónustu lokinni var afmælishald í safnaðarheimilinu Kirkjulundi þar sem kirkjugestir þáðu veitingar. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar afhenti við það tækifæri 1 milljón króna í orgelsjóð.
Auk Skúla tóku prestarnir Sigfús B. Ingvason og Erla Guðmundsdóttir þátt í guðsþjónustunni og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, var viðstödd og ávarpaði samkomuna. Kór Keflavíkurkirkju var í stóru hlutverki og flutti m.a. hluta Sanctus tónverksins eftir Karl Jenkins. Þá söng Felix, ungmennakór kirkjunnar, eitt lag. Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar, flutti ávarp og fór lítillega yfir magnaða sögu kirkjunnar sem nú fagnar aldarafmæli. Sr. Skúli Ólafsson kom víða við í kveðjupredikun sinni en þar sagði hann m.a. að Keflavíkurkirkja væri í raun réttnefnt hús draumanna og að þeir birtust með ýmsu hætti. „Draumarnir birtast með ýmsum hætti. Sjómenn sem sigldu inn Víkina áttu fyrst af öllum mannlegum verkum, að sjá turn kirkjunnar bera við himin. Þá vissu þeir að senn tæki háskaför enda og þeir kæmust
í örugga höfn. Með þeim hætti var kirkjan eins og viti eða leiðarljós sem taka mátti mið af og vísaði leiðina til byggðar. Þegar þetta hús draumanna birtist sjónum sæfarenda hafa þeir sjálfsagt margir látið hugann reika til heimilisins og þeirra sem þar biðu í óþreyju eftir komu þeirra.“ Skúla varð tíðrætt um hvað svona bygging hafi verið mikill stórhugur fyrir hundrað árum: „Já, við erum í slíku stórhýsi að sambærileg bygging á okkar dögum hlyti að rúma yfir 4000 manns í sætum. Fyrir einni öld voru bæjarbúar aðeins 500 talsins og þó var pláss fyrir 250 manns í hinum nýreista helgidómi. Í dag erum sóknarbörnin 8000. Við erum á slíku listasafni að það sem fyrir augun ber hefur staðið framar flestu því öðru sem fólkið hafði augum litið. Hversu margir höfðu áður séð jafn stórfenglegt málverk og það sem stendur hér við altarið? Hvað með þá húsalist sem einkennir helgidóminn, nýklassíska bygginguna, teiknaða og mælda samkvæmt reglum gullinsniðs og formum hinna sígildu hefða listarinnar.“ Og sóknarpresturinn fjallaði um krossinn: „Kirkjan er kross og í krossinum býr svo margt sem snertir mennskuna í okkur, kallar okkur til ábyrgðar og fær okkur til að horfa mót hinu ókomna. Jafnvel draumum sem virðast fjarlægir,“ sagði Skúli m.a. í lokamessu sinni fyrir Keflavíkursókn.
Prestarnir Erla, Skúli og Sigfús með Arnóri organista.
Sr. Skúli flutti kveðjupredikun sína á 100 ára hátíðarguðsþjónustunni.
Þétt setinn bekkurinn og auka stóla þurfti til að koma öllum fyrir í kirkjunni.
Kirkjugestum var boðið í afmæliskaffi að lokinni messu.
Tveir bæjarstjórar Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson og Ellert Eiríksson með Páli V. Bjarnasyni arkitekt en hann hefur komið að breytingunum í kirkjunni.
SUÐURNESJAFYRIRTÆKI Í FREMSTU RÖÐ! Við erum stolt af því að vera í hópi tuttugu og fimm framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum skv. útnefningu Creditinfo. Bakkalág 17, 240 Grindavík Sími 893 9713 / 898 8813 besaehf@gmail.com
HÁTEIGUR EHF
Bakkalág 17, 240 Grindavík S. 893 9713 / 898 8813 besaehf@gmail.com
10
fimmtudagurinn 19. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
TRAUSTIR, NÝLEGIR GÆÐABÍLAR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Á HAGSTÆÐU VERÐI
MM Pajero 3.2 Instyle Árgerð 2012, dísil Ekinn 46.000 km, sjálfskiptur
Audi A4 Avant 2.0 TDI 143 hö. Árgerð 2013, dísil Ekinn 34.000 km, sjálfskiptur Ásett verð:
6.290.000
Ásett verð:
7.490.000
VW Passat Alltrack 4motion Árgerð 2013, dísil Ekinn 118.000 km, sjálfskiptur
4.980.000
Ásett verð:
VW Tiguan Trend&Fun
VW Caravelle LWB 2.0
2.0 TDI. Árgerð 2012, dísil Ekinn 49.700 km, beinskiptur
Trendl. Árgerð 2012, dísil Ekinn 127.000 km, beinskiptur
Ásett verð:
3.950.000
Skoda Yeti 2.0 TDI 140 hö Árgerð 2013, dísil Ekinn 61.500 km, beinskiptur Ásett verð:
3.950.000
Ásett verð:
4.990.000
Skoda Octavia Combi 4x4 1.6 TDI. Árgerð 2013, dísil Ekinn 65.400 km, beinskiptur Ásett verð:
3.740.000
Skoda Octavia Ambiente
Skoda Rapid Amb.1.4 TSI
1.6 TDI. Árgerð 2012, dísil Ekinn 62.000 km, beinskiptur
122 hö. Árgerð 2013, bensín Ekinn 36.500 km, sjálfskiptur
Ásett verð:
2.890.000
Ásett verð:
Ungir sem aldnir dönsuðu gegn ofbeldi:
„Rosalega skemmtilegt“ Fjöldi manns á öllum aldri mætti til að dansa gegn ofbeldi í salnum Merkinesi í Hljómahöllinni í hádeginu fyrir skömmu. Bryndís Kjartansdóttir, forsvarskona uppákomunnar í Reykjanesbæ, segir viðtökur hafa farið framar öllum vonum og skemmtileg stemning myndaðist. Víkurfréttir voru á staðnum og tóku meðfylgjandi myndir. Einnig verður fjallað um þessa skemmtilegu uppákomu í Sjónvarpi Víkurfrétta.
Aukið samstarf Keilis og Algalífs K
eilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs og líftæknifyrirtækið Algalíf hafa undirritað samstarfssamning með það að markmiði að efla tengsl fyrirtækjanna á sviði rannsókna og þróunar. Með samningnum á að efla sameiginlegar rannsóknir og aukið samstarf með verkefnum nemenda í tæknifræðinámi, notkun á rannsóknaraðstöðu, þróunarverkefnum, kynningarstarfi og þátttöku í klasastarfi um þróun nýrra námsbrauta í líftækni. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis og Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, undirrituðu samninginn í rannsóknaraðstöðu tæknifræðináms Háskóla Íslands og Keilis, á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þeir vænta mikils af samningnum enda fer líf-
tæknimarkaðurinn ört stækkandi með þar til fallandi þörfum fyrir sérhæfðri aðstöðu til efnafræðirannsókna og sérþjálfaðs starfsfólks. Algalíf starfrækir örþörungaverksmiðju á Ásbrú og er stefnt á að framleiðslan nái fullum afköstum á næsta ári og verða starfsmenn þá um 30 talsins. Keilir hefur síðan árið 2010 boðið upp á háskólanám í tæknifræði á vegum Háskóla Íslands þar sem mikil áhersla er lögð á náið samstarf við fyrirtæki og atvinnulíf, meðal annars með nemendaverkefnum. Boðið er upp á nám á tveimur línum, mekatróník hátæknifræði og orku- og umhverfistæknifræði, en fyrirhugað samstarf við Algalíf mun sér í lagi nýtast nemendum á þeirri námslínu.
Kvikmyndatónleikar Lúðrasveitarinnar
XXKvikmyndatónleikar Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verða haldnir í Stapa, Hljómahöllinni, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 19. Á tónleikunum koma fram yngsta, miðog elsta lúðrasveit skólans. Það kennir ýmissa grasa í efnisskrá tónleikanna, en þó einkennast þeir af kvikmyndatónlist sem er þema tónleikanna. Jafnframt verða sýnd myndskeið úr viðkomandi myndum. Sem dæmi, þá verður leikin tónlist úr kvikmyndunum Latibær, Frozen, Hringjarinn frá Notre Dame og úr ýmsum Disneymyndum. Stjórnendur lúðrasveitanna eru Karen J. Sturlaugsson, Björgvin R. Hjálmarsson, Harpa Jóhannsdóttir og Kristín Þ. Pétursdóttir. Búast má við skemmtilegri stemmningu og líflegum tónleikum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Allir áhugasamir eru eindregið hvattir til að mæta og taka með sér gesti.
Kvaðst hafa keypt vegabréfið XXLögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið erlendan ferðamann sem ferðaðist á vegabréfi annars einstaklings. Maðurinn kom frá Svíþjóð og var á leið til Toronto þegar lögregla hafði afskipti af honum. Vegabréfið var gefið út í Svíþjóð og kvaðst maðurinn hafa keypt það af karlmanni þar í landi fyrir 5000 krónur sænskar. Mál hans er komið í hefðbundið ferli.
3.190.000
Komdu og skoðaðu úrvalið! Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 590 5090 www.heklarnb.is
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.
11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. febrúar 2015
FUNDARBOÐ AÐALFUNDIR DEILDA KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA VERÐA HALDNIR SAMKVÆMT SAMÞYKKTUM FÉLAGSINS SEM HÉR SEGIR: Deildir
Dagsetning
Dagur
Tími
Staður
1. deild 26. febrúar Keflavík norðan Aðalgötu
Fimmtudagur
kl. 17:00
Krossmóa 4, 5. hæð
2. deild 26. febrúar Keflavík sunnan Aðalgötu
Fimmtudagur
kl. 17:00
Krossmóa 4, 5. hæð
3. deild Njarðvík-Hafnir-Vogar
26. febrúar
Fimmtudagur
kl. 17:00
Krossmóa 4, 5. hæð
4. deild Grindavík
24. febrúar
Þriðjudagur
kl. 17:00
Sjómannastofan Vör
5. deild Sandgerði
25. febrúar
Miðvikudagur
kl. 18:30
Efra Sandgerði
6. deild Garði
25. febrúar
Miðvikudagur
kl. 17:00
Réttarholtsvegi 13, Garði
Mánudagur
kl. 17:00
Súfistinn, Strandgötu 8 Hafnarfirði
8. deild 23. febrúar Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes, Kópavogur, Seltjarnarnes, Reykjavík
Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409
ATVINNA SUMARIÐ ER TÍMINN!
SECURITAS REYKJANESI ÓSKAR AÐ RÁÐA GOTT FÓLK Í GOTT LIÐ.
Information in English at our website www.securitas.rada.is ALMENNAR HÆFNISKRÖFUR: Hreint sakavottorð - Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum - Sjálfstæð vinnubrögð og metnaður að gera vel. Nánari lýsingar á störfum og hæfniskröfum er að finna á heimasíðu fyrirtækisins www.securitas.is ÞJÓNUSTA VIÐ FATLAÐA OG HREYFIHAMLAÐA (PRM) Í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR. • 18 ára aldurstakmark • Góð enskukunnátta • Fastráðning og sumarstörf • Fastar vaktir – ýmsar útgáfur af starfshlutfalli • Hlutastörf - breytilegur vinnutími • Getur hentað með öðrum störfum og skóla
SUMARAFLEYSINGAR Í GÆSLUDEILD – BREYTILEGUR VINNUTÍMI • 20 ára aldurstakmark • Bílpróf nauðsynlegt • Tölvu- og enskukunnátta kostur • Fjölbreytt starf, óreglulegt starfshlutfall og óreglulegur vinnutími • Möguleiki á fastráðningu að loknum reynslutíma
Umsækjendur þurfa að geta framvísað málaskrá lögreglu og sækja undirbúningsnámskeið. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Securitas Reykjanesi, Hafnargötu 60, Reykjanesbæ, sími 5807200, netfang reykjanes@securitas.is. Umsóknir berist fyrir 3. mars í gegnum heimasíðu fyrirtækisins; www.securitas.is More informations at our website www.securitas.is Securitas er stærsta öryggisþjónustufyrirtæki landsins með um 400 starfsmenn. Securitas rekur útibú og starfsstöðvar víða um land, m.a. á Reykjanesi, en höfustöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík. Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra þjónustu. Mikil áhersla er lögð á þjálfun og starfsþróun. Störfin henta bæði körlum og konum.
Markhönnun ehf
LambaLæri m/beini KS, froSið
verð 1.098
Kræsingar & kostakjör
sprengja
gríSaLundir
-30% 1.392
áður 1.989 Kr/Kg
KartöfLubátar coop - 900 gr
-20% 398
Kr/Kg
gríSagúLLaS StjörnugríS
-42% 1.090 áður 1.880 Kr/Kg
HvítLauKSbrauð x-tra, 2 StK
198
áður 498 Kr/Kg
meLóna græn
-50% 134 áður 268 Kr/Kg
pfanner
ace/epLa/appeLSínuSafi
-25% 217 áður 289 Kr/StK
áður 238Kr/pK
jarðarber 1 Kg great taSte
399 Kr/poKinn
tango orange goS
330mL
89 áður 99 Kr/StK
Tilboðin gilda 19. – 22. febrúar 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
KjúKLingaLundir
froSið, 700gr
-44% 986 áður 1.761 Kr/pK
gríSaSnitSeL
LambaKótiLettur
StjörnugríS
í raSpi, ferSKt
-50% 1.149
-35% 1.658
áður 2.298 Kr/Kg
avocado oLía 1L
cHoSen foodS
áður 2.551 Kr/Kg
5,4 kíló
HýðiSHríSgrjón Löng Lífræn -5,4Kg
2.298
2.999
Kr/StK
Kr/poKinn
coop bLáber 250gr
gina Svart te
froSin - Stór
100 poKar
-25% 299
-25% 599
áður 399 Kr/pK
áður 799 Kr/pK
Haribo SæLgæti
Þvottaefni 5,9 L
Starmix/Sourmix
269 áður 299 Kr/StK
green SHieLd
3.499
200
þvottar
áður 3.950 Kr/StK
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
14
fimmtudagurinn 19. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
■■Leikfélag Keflavíkur og Gargandi snilld:
Í samstarf við Bestu vini í bænum L
HS Orka hreppti Forvarnarverðlaun – verðlaunin afhent á forvarnaráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins.
H
S Orka hf. hreppti Forvarnarverðlaun VÍS 2015 sem afhent voru á forvarnaráðstefnunni Engar afsakanir í öryggismálum sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica í síðustu viku. Forvarnarverðlaun VÍS eru veitt fyrir framúrskarandi forvarnir og öryggismál og er HS Orka þar í fremstu röð. Jafnframt fengu Verkís hf. og Faxaflóahafnir sf. viðurkenningu frá VÍS fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum. Skipulag og framkvæmd öryggismála er til mikillar fyrirmyndar hjá HS Orku. Öryggisáætlun er kynnt árlega og þjálfun starfsfólks viðhaldið með reglulegum æfingum. Öflug atvikaskráning er til staðar og öll atvik og vinnuslys rannsökuð. Lögð er rík áhersla á bæði
– Vertu með!
eikhópurinn Bestu vinir í bænum sem sett hefur upp frábærar leiksýningar á listahátíðinni List án landamæra s.l. ár mun ekki láta sitt eftir liggja í ár heldur hyggur á samstarf við Leikfélag Keflavíkur og Gargandi snilld. Það eru þær Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir, sem báðar eiga frækinn feril hjá Leikfélagi Keflavíkur, sem sjá um leikstjórn. Hugmyndin er að setja saman fjölskylduleikrit byggt á ýmsum þekktum ævintýrum og verður það sýnt helgina 25. og 26. apríl n.k.
Þátttaka í verkefninu er öllum opin og nú er leitað eftir fjölbreyttum hópi fólks til þátttöku. Leitað er að leikurum, söngvurum, sviðsmönnum, förðunarfólki og öllum þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 19. febrúar kl. 17 í húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum í Krossmóa 4 og eru allir forvitnir hvattir til að líta við og kynna sér málið. Nánari upplýsingar veita þær Guðný og Halla Karen í s. 869-1006 og 690-3952. Frá uppfærslu Bestu vina í heimi í Frumleikhúsinu í Keflavík.
reglubundið og fyrirbyggjandi viðhald til að tryggja öryggi, áreiðanleika og endingu í rekstri fyrirtæksins. Mánaðarlegt eldvarnaeftirlit er á öllum starfstöðvum og á þriggja ára fresti er efnt til sértakra öryggisvikna fyrir alla starfsmenn. Öryggisfundir eru með verktökum í tengslum við allt viðhald á vélum og áður en það hefst. Umgengnismál hafa alltaf verið stjórnendum og starfsmönnum mjög hugleikin sem endurspeglast í einstaklega góðri umgengni bæði inna- og utanhúss. Sérstakir umsjónarmenn gegna þar lykilhlutverki. HS Orka er fyrirmyndardæmi um hve miklum árangri hægt er að ná í forvörnum og öryggismálum, þar sem stjórnendur og starfsmenn hafa í sameiningu náð að skapa einstaka öryggis- og umgengnismenningu.
KOMDU TIL LIÐS VIÐ OKKUR TÆKNIÞJÓNUSTA ICELANDAIR ITS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI LEITAR AÐ ÖFLUGUM LIÐSMANNI TIL STARFA Í HREINSUN Í FRAMLEIÐSLUDEILD. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er aðra vikuna frá 7:45-15:40 mánudaga - föstudaga og hina vikuna frá 16:00-1:00 mánudaga - fimmtudaga.
STARFSSVIÐ: ■
Almenn þrif á húsnæði og hreingerningar
■ Hreinsunarstörf í skýli
HÆFNISKRÖFUR:
■ Aldurstakmark 20. ár
■ Hafa gott vald á íslenskri tungu.
og við flugvélar Við leitum að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf í góðu starfsumhverfi. Liðsmanni með framúrskarandi samskiptahæfileika sem finnst gott að vinna sem hluti af liðsheild í síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi. Lögð er rík áhrersla á öguð og sjálfstæð vinnubrögð, samviskusemi og eftirfylgni. ■ Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Grindavíkur verður haldinn fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20:00 í Salthúsinu. Dagskrá: - Venjuleg aðalfundarstörf - Önnur mál Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga Stjórn Sjálfstæðisfélags Grindavíkur
Nánari upplýsingar veitir:
Steinunn Una Sigurðardóttir, netfang: unasig@icelandair.is
■ Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn
eigi síðar en 26. febrúar 2015.
Sjálfstæðisfélag Grindavíkur
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. febrúar 2015
420 4000 Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggiltur fasteignasali
Halldór Magnússon Löggiltur fasteignasali
Haraldur Freyr Guðmundsson Sölumaður
10
0%
YF IR TA KA
studlaberg.is
Vatnsnesvegur 29 – 230 Reykjanesbær
Heiðargarður 16 – 230 Reykjanesbær
Guðnýjarbraut 17 – 260 Reykjanesbær
20.900.000,-
33.000.000,-
Tilboð Óskast
Tjarnabraut 16 – 260 Reykjanesbær
Heiðargarður 4 – 230 Reykjanesbær
Vel skipulögð 2ja herbergja íbúð á fjórðu hæð, alls 80m2. Íbúðinni fylgir bílastæði og geymsla í kjallara. Glæsilegt útsýni í norður og vestur.
Skemmtilegt 5 herbergja einbýli í botnlanga. Eignin er samtals 166.3m2 þar af 24.5m2 bílskúr. Stimpluð innkeyrsla, stutt í skóla og verslun.
Skipti möguleg
10
0%
YF IR TA KA
Yfirtaka + kostnaður
Mjög fallegt og vandað 5 herbergja einbýlishús. Húsið er ca 255m2 þar af 40m2 bílskúr. Allar innréttingar í húsinu sérsmiðaðar.
Hátún 39 – 230 Reykjanesbær
6 herbergja skemmtilegt Parhús á tveimur hæðum. Húsið er ca 143m2 ásamt 39m2 bílskúr samtals 182m2. Eignin er mikið endurnýjuð (sjá á heimasíðu).
Nýleg 3ja herbergja íbúð á annari hæð, alls 92m2. Íbúðin hefur sér inngang og sameiginleg geymsla er í húsi. Vel staðsett íbúð í innri Njarðvík, nálægt skóla og leikskóla.
Skemmitlegt 5 herbergja einbýli í botnlanga. Eignin er samtals 166.3m2 þar af 24.5m2 bílskúr. Verönd með heitum potti og stimpluð innkeyrsla.
27.700.000,-
19.900.000,-
33.000.000,-
Yfirtaka + kostnaður
Stuðlaberg - Hafnargata 20 - 230 Reykjanesbæ - Sími 420 4000 - www.studlaberg.is
16
-fréttir
fimmtudagurinn 19. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
pósturu vf@vf.is
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
NEI-ið var áberandi í glugganum hjá Áka Gränz fyrrum forseta bæjarstjórnar Njarðvíkur.
Sveitapiltsins draumur í Stapa X-Nei í glugga fyrrum ■■Gamla myndin:
tónleikar til heiðurs Rúnari Júl sem hefði orðið 70 ára á þessu ári
R
únar Júlíusson hefði orðið 70 ára á þessu ári og af því tilefni verða haldnir tónleikar honum til heiðurs í Stapa hinn 11. apríl nk. Á tónleikunum verður ferill Hr. Rokks rakinn í máli, myndum og músík undir léttri leiðsögn fjölskyldu Rúnars ásamt einvala liði söngvara og hljóðfæraleikara. Valdimar Guðmundsson, Stefán Jakobsson, Magni Ásgeirsson og Salka Sól munu flytja öll bestu lög Rúnars ásamt sérvalinni rokksveit undir styrkri stjórn Jóns Ólafssonar.
Rúnar var einn af sonum Keflavíkur og var þekktur fyrir söng og bassaleik með mörgum af þekktustu rokkhljómsveitum Íslandssögunnar en hans er einnig minnst fyrir elju, hvatningu til ungra listamanna, húmor og einstaka ljúfmennsku. Á tónleikunum fá gestir að heyra hvaðan lögin koma, nokkrar góðar bransasögur og ekki síst söguna á bak við manninn. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana en miða má nálgast á vef Hljómahallar.
forseta bæjarstjórnar R
eykjanesbær fagnaði tvítugsafmæli sínu á síðasta ári en sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna í sameinað sveitarfélag gekk ekki átakalaust. Og það voru ekki allir tilbúnir í þann samruna. Íbúar Keflavíkur og Hafna voru mjög jákvæðir yfir sameiningu sveitarfélaga en það var ekki staðan á öllum heimilum í Njarðvík. Þegar gengið var til kosninga um sameininguna blasti þetta risastóra skilti í
einu húsi í Njarðvík. Þetta var hús fyrrverandi forseta bæjarstjórnar Njarðvíkurbæjar, Áka Gränz. XNEI skiltið í glugga á efri hæðinni í húsi Karvels við Norðurstíg 5 blasti við öllum sem voru að ganga á kjörstað í grunnskólanum í Njarðvík en hann var næsta hús við Karvel. Svo fór að lokum að sameiningin var samþykkt með miklum meirihluta en þetta uppátæki vakti kátínu.
Vsk á ferðaþjónustu hitaefni á árlegum fróðleiksfundi KPMG
Fyrstu loðnunni landað í Helguvík á vertíðinni
S
íðdegis á mánudag kom Bjarni Ólafsson AK með 1.300 tonn af loðnu til Helguvíkur. Er þetta fyrsti loðnufarmurinn sem þangað berst á vertíðinni. Eggert Ólafur Einarsson verksmiðjustjóri í Helguvík, segir á vef Síldarvinnslunnar, vera afar ánægður með að loðnuvinnsla hæfist þar en á síðustu vertíð barst fyrsti farmurinn þangað um 20. febrúar. „Það er mjög gott að fá einn farm til að gangsetja og prufukeyra verksmiðjuna en við vorum að endurnýja soðlýsishitara og höfum þörf fyrir að prófa hvernig hann virkar.
Annars var verksmiðjan í gangi í janúar en þá tókum við í þrígang á móti síldarafskurði til vinnslu frá Hákoni EA,“ sagði Eggert. „Á síðustu vertíð tókum við á móti um 15.000 tonnum af loðnu og vonandi fáum við meira núna. Það er allavega nægur kvóti en óneitanlega hegðar loðnan sér undarlega um þessar mundir og hefur að mestu veiðst fyrir norðan land. Við bíðum bara spenntir eftir að hefja vinnslu og mönnunin í verksmiðjunni er klár. Það er ómetanlegt að reka verksmiðjuna með vönum mönnum,“ segir Eggert á vef Síldarvinnslunnar.
„Fundarmenn voru aðilar úr atvinnulífinu, aðallega ferðaþjónustunni, starfsmenn bókhaldsstofa á svæðinu og starfsfólk sveitarfélaganna á svæðinu. Aðallega var spurt út í reglur sem gilda um aðila sem vinna erlendis hluta árs eða allt árið. Einnig var mikið spurt út í breytingar á virðisaukaskattslögum sem taka gildi í ársbyrjun 2016 og snúa að aðilum í ferðaþjónustu – talsverðar umræður fóru fram um þetta mál,“ segir Lilja Dögg Karlsdóttir, endurskoðandi og í forsvari fyrir KPMG í Reykjanesbæ. KPMG ehf. hefur undanfarin ár fylgt skattabæklingi sínum úr hlaði með því að halda fróðleiksfundi á þeim stöðum sem félagið er með skrifstofur. Nýverið var haldinn fróðleiksfundur á starfsstöð KPMG ehf. í Reykjanesbæ, en það er í fjórða sinn sem slíkur fundur er haldinn þar. Fyrirlesarar voru þær Guðrún Björg Bragadóttir og Sigrún Rósa Björnsdóttir, starfsmenn skatta- og lögfræðisviðs KPMG. Góð mæting var á fundinum og voru fundarmenn um 40 talsins. Breytingar á vsk-löggjöfinni Á fundinum var fjallað um þær viðamiklu breytingar sem voru gerðar á virðisaukaskattslöggjöfinni á síðasta ári. Skipta má
breytingunum í tvennt. Annars vegar var skatthlutföllum í virðisaukaskatti breytt, þar sem að efra skatthlutfallið var lækkað úr 25,5% í 24% en það neðra hækkað úr 7% í 11%. Hins vegar hafa aðrar breytingar sem gerðar voru á virðisaukaskattslögunum ekki verið eins mikið í umræðunni og mætti ætla þegar horft er til þeirra áhrifa sem að þær munu hafa. Er þar vísað til þess að frá áramótum 2016 verður ákveðin tegund fólksflutninga, þ.e. fólksflutningar í afþreyingarskyni virðisaukaskattsskyldir. Almenningssamgöngur eftir fyrirfram birtri áætlun verða þó áfram undanþegnar virðisaukaskatti. Þá var fjallað um helstu breytingar sem urðu á tekjuskattslöggjöfinni svo sem lækkun tryggingagjalds úr 7,59% í 7,49%, breytingu á fjárhæðamörkum tekjuskattsstofns
einstaklinga og hækkun persónuafsláttar. Þessu til viðbótar var farið inn á atriði sem einstaklingar sem vinna erlendis, annað hvort allt árið eða hluta úr ári þurfa að hafa í huga við frágang á sínu skattframtali hérlendis.
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. febrúar 2015
0 1 AR N A P Í ÚL
KONUDAGURINN Í BLÓMAVALI REYKJANESBÆ
T
1.490
OPIÐ Á SUNNUDAG 9-14 Með öllum blómvöndum fylgir:
10% afsláttur af öllum máltíðum á Kaffi Duus
kr.
TNSILMVA PRUFArtney MC Ca Stella ÖLLUM FYLGIR UM! VÖND gðir bir meðan st d n e a
KONUDAGURINN í Blómavali Reykjanesbæ opið á sunnudag 9-14
Konudagsvön dur
4.490 Kaupauki
kr
PIPAR\TBWA • SÍA • 150688
Gloss eða mask ari frá Avon fylgir meðan bi rgðir endast
Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.
Reykjanesbær Grindavík
Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
420 1000 426 7500
www.rekstrarland.is
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100
18
fimmtudagurinn 19. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-aðsent
pósturu vf@vf.is
-fréttir
pósturu vf@vf.is
■■Margeir Vilhjálmsson skrifar:
Í afneitun og á villigötum Í
nóvembermánuði síðastliðnum skrifaði ég þrjár greinar í Ví k u r f r é t t i r um skuldavanda Reykjanesbæjar. Pennavinur minn Hannes Friðriksson hélt uppi sjónarmiðum nýja bæjarstjórnarmeirihlutans. Hafi hann þakkir fyrir. Nú er svo komið að hinn nýi meirihluti hefur gengið hart fram gegn starfsfólki bæjarins sem hefur mátt taka á sig töluverða launalækkun. Einnig var tekin sú ákvörðun að segja upp öllum framkvæmdastjórum bæjarfélagsins vegna breytinga á skipuriti. Hvergi hafa komið fram haldbærar upplýsingar um hversu miklar fjárhæðir munu sparast við allar þessar sársaukafullu aðgerðir fyrir starfsmenn bæjarfélagsins. Að auki hefur hvergi komið fram hver kostnaðurinn við ráðgjöf KPMG og fleiri aðila í tengslum við „Sóknina“ er. Svo mikið var það um opna stjórnsýslu. Bæjarstjórinn hefur staðið sig mjög vel í pistlaskrifum og að koma völdum upplýsingum til bæjarbúa. Pistlarnir eru lipurlega skrifaðir en meira miðaðir að því að byggja upp góðan anda en að veita raunverulegar upplýsingar, sérstaklega þegar kemur að fjármálunum. Nýjasti pistillinn birtist á vf.is í vikunni undir fyrirsögninni „Var þetta nauðsynlegt? Má ekki bíða aðeins?“ Þar bendir bæjarstjórinn réttilega á að fjárhagsstaða Reykjanesbæjar sé grafalvarleg og ekki
hafi mátt bíða með aðgerðir. Engar tölulegar upplýsingar fylgja. Niðurlag pistilsins vakti athygli mína, en þar segir bæjarstjórinn: „...Við megum ekki gera lítið úr því t.d. með því að segja að hið lögbundna 150% skuldaviðmið sé bara tilkomið af því að einhverjum þingmönnum datt það í hug heldur verðum við að gera okkur grein fyrir að skuldir Reykjanesbæjar eru allt of háar og þær þarf að greiða niður. Það gerum við ekki nema með því að eiga rekstrarafgang á hverju ári sem nota má til þess að greiða niður skuldir og því þurfum við að halda gríðarlega vel á spilunum á næstu 8 árum að minnsta kosti. Allir sem halda öðru fram eru í afneitun og á villigötum. Þessu er ég algerlega ósammála. Skuldirnar eru alltof háar og Reykjanesbær mun aldrei ráða við þær í fyrirsjáanlegri framtíð. Því á ekki að borga af þeim. Það er engin lifandi leið að hægt sé að herða ólina og halda svo strekktri í 8 ár að ekkert gefi undan. Eina leiðin er að semja um niðurfellingu skulda. Til að búa til samningsstöðu er best að hætta að borga. Af hverju? Reykjanesbær hefur ekki efni á því að borga. Takist Reykjanesbæ að lækka launakostnað um 10% væri það sparnaður upp á tæplega 500 milljónir á ársgrundvelli. Á sama tíma eru afborganir langtímaskulda og leigugreiðslur til Fasteignar ríflega milljarður á ári.
Hið lögbundna skuldaviðmið er fundið með því að deila tekjum upp í heildarskuldir. Ákvörðun Reykjanesbæjar um að hækka fasteignagjöld, útsvar ofl., mun ef allt gengur eftir hækka tekjur bæjarins og til þess gert að lækka skuldahlutfallið. Niðurfelling langtímaskulda og lækkun á leiguskuldbindingu við Fasteign mun lækka skuldahlutfallið. Sparnaður á rekstrarhlið bæjarins hefur ekkert með skuldahlutfallið að gera. Það býr til aukinn rekstrarafgang sem býr til meira rými til að greiða af lánum. Lánveitendur (lánadrottnar) bera líka ábyrgð. Ef þeir taka þá áhættu að lána nær gjaldþrota bæjarfélagi peninga, þá gera þeir sér grein fyrir því að líkurnar á því að þeir peningar tapist eru meiri en minni. Þegar rýnt er í „Sóknina“ kemur í ljós að hún er sérhönnuð til að þóknast lánadrottum Reykjanesbæjar en ekki íbúum bæjarfélagsins. Meirihlutinn þorir ekki eða hefur ekki getu til að taka á þeim málum sem raunverulega munu laga hið lögbundna skuldahlutfall. Meirihlutinn kýs að ganga frekar erinda lánadrottna en bæjarbúa. Það er sorglegt. Heiti þessi skoðun mín að vera í afneitun og á villgötum, þá verður svo að vera. Ég hélt að bæjarstjórnir væru kosnar til að vinna fyrir fólkið í bænum. Áfram Keflavík og áfram Njarðvík. Margeir Vilhjálmsson.
Ari Trausti Guðmundsson höfundur sýningarinnar, Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar, Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar og Eggert Sólberg Jónsson forstöðumaður Reykjanes jarðvangs. VF-mynd: Hilmar Bragi
Reykjanes jarðvangur opnar gestastofu í Bryggjuhúsinu
G
estastofa Reykjanes jarðvangs verður opnuð í Bryggjuhúsi Duushúsa á safnahelgi á Suðurnesjum ef öll áform ganga eftir. Nú er verið að ljúka hönnun gestastofunnar þar sem m.a. verður yfirgripsmikil sýning þar sem Reykjanesskaganum verður gerð skil. Á gestastofunni verður jafnframt upplýsingamiðstöð ferðamála en gestamóttakan verður opin alla daga vikunnar á opnunartíma Duushúsa og vonandi lengur í sumar. Efni sýningarinnar í gestastofunni er unnið af Ara Trausta Guð-
mundssyni en sýningarhönnuður er Björn G. Björnsson. Á sýningunni verður jarðsögu Reykjanesskaga gerð skil, fjallað um menjar eldgosa og plötureks og jarðfræði Reykjanesskagans gerð skil. Fjallað verður um eldvirkni, auðlindir á landi og í sjó. Fuglalífi og landspendýrum gerð skil, rætt um gróður og gróðureyðingu, vötn og vatnsbúskap Reykjanesskagans sem er að mestu neðanjarðar. Í gestastofunni verður einnig fjallað um byggðina og Reykjanes jarðvang og sýningin í gestastofunni tengd við aðrar sýningar í Duushúsum.
-andlát
Páll H. Pálsson
BLÓÐ KEF BARÁTTA KIRKJAN BEST Sjónvarp Víkurfrétta KARFA á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30
Blóðið rennur í Frumleikhúsinu. Davíð Guðbrandsson leikstjóri segir okkur hvers vegna. Í Hljómahöll var hins vegar dansað gegn ofbeldi á konum. Við vorum þar. Keflavíkurflugvöllur er bestur í Evrópu. Við fögnuðum með starfsfólkinu. Njarðvík og Grindavík tókust á í körfunni og Gunnar Örlygs bauð Jóni Gauta í mat fyrir leik. Keflavíkurkirkja fagnaði 100 ára afmæli um síðustu helgi. Sjónvarp Víkurfrétta var á staðnum...
Fimmtudagskvöld kl. 21:30 á ÍNN eða í HD á vf.is þegar þér hentar!
A
ðalstofnandi Vísis hf., Páll Hreinn Pálsson útgerðarmaður í Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík sl. mánudag, 82 ára að aldri. Hann var fæddur í Reykjavík árið 1932, en fluttist nokkurra vikna gamall til Þingeyrar, þar sem hann ólst upp með foreldrum sínum og þremur systkinum.
næst varð hann skipstjóri á m/b Nonna og þar á eftir á m/b Bárunni. Árið 1963 keypti Páll m/b Farsæl og var með hann á línu- og humarveiðum. Árið 1964 keypti hann, ásamt Kristmundi Finnbogasyni og Ásgeiri Lúðvíkssyni, vélbátinn Vísi KE 70 og fiskverkunarhúsið Sævík í Grindavík og flutti þangað með fjölskyldu sína í nóvember 1965.
Foreldrar hans voru þau Jóhanna Daðey Gísladóttir og Páll Jónsson, sem átti bátana Fjölni og Hilmi og fórst með Hilmi í Faxaflóa árið 1943. Jóhanna Daðey gerði Fjölni áfram út til síldveiða og fiskflutninga í stríðinu allt þar til hann sökk, er hann lenti í árekstri við enskt póstskip í lok stríðsins, í mars 1945.
Félagið Vísir sf. var formlega stofnað 1. desember 1965. Vísir er eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins og gerir út fimm línuskip auk þess sem fyrirtækið rekur öfluga fiskvinnslu í Grindavík. Páll var forstjóri félagsins til ársins 2000 og stjórnarformaður til dauðadags. Páll var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 2001, fyrir störf sín að sjávarútvegi og fiskvinnslu.
Páll H. Pálsson var ellefu ára gamall þegar hann fór fyrst á sjóinn sem léttadrengur á Fjölni. Þar á eftir stundaði hann sjómennsku á ýmsum bátum og togurum þar til hann fór í Stýrimannaskólann. Þaðan útskrifaðist hann árið 1953. Það ár keypti hann ásamt fleirum 100 tonna bát, Ágúst Þórarinsson frá Stykkishólmi. Fékk hann nafnið Fjölnir ÍS 177 og var gerður út á línuveiðar frá Þingeyri. Eftir Stýrimannaskólann gerðist Páll stýrimaður á m/b Voninni frá Keflavík og síðar á m/b Hilmi. Því
Á skólaárum Páls fyrir sunnan kynnist hann Margréti Sighvatsdóttur. Þau giftu sig á sjómannadaginn árið 1955 og hófu búskap í Keflavík, en bjuggu síðan lengst af í Grindavík. Margrét lést 3. febrúar 2012. Börn Páls og Margrétar eru Margrét, Páll Jóhann, Pétur Hafsteinn, Kristín Elísabet, Svanhvít Daðey og Sólný Ingibjörg. Barnabörnin eru 24 og langafabörnin eru 27. Sambýliskona Páls síðustu æviárin var Soffía Stefánsdóttir.
19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. febrúar 2015
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Sandgerðingar vilja ræða atvinnuuppbyggingu
B
æjarráð Sandgerðisbæjar leggur til umræðu um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum sem umræðuefni á árlegum vetrarfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fer í mars næstkomandi. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur óskað eftir tillögum bæjarstjórna að fundarefni fyrir vetrarfund sambandsins.
Bæjarráð Sandgerðis ræddi hugmyndir að dagskrá vetrarfundar og komu eftirfarandi hugmyndir fram um kynningu á atvinnuuppbyggingu á svæðinu: a) Svæðisskipulag (sameiginleg uppbygging atvinnusvæða) b) Svartsengi (auðlindagarður) c) ISAVIA (flugvallarsvæði, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar) d) Ferðaþjónusta e) Sjávarútvegur (nýjungar)
Myndin er tekin í nýju félagsaðstöðunni.
Stefán Hjörleifsson og Jón Ólafsson úr Nýdönsk með Kjartan Má bæjarstjóra á milli sín með hinn litfagra nýdanska fána. VF-mynd: Hilmar Bragi
Bæjarstjóri fékk nýdanska fánann – Nýdönsk í opinberri heimsókn í Reykjanesbæ
Ný aðstaða UMFG og Kvenfélagsins bylting fyrir félögin
F
orráðamönnum Ungmennafélags Grindavíkur, Kvenfélags Grindavíkur ásamt bæjarstjórn og frístunda- og menningarnefnd var boðið að skoða nýja félags- skrifstofuaðstöðu í nýrri íþróttamiðstöð sem Grindavíkurbær reisir. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta og ljóst að þetta verður bylting fyrir starf-
Gróska í íþróttaog tómstundamálum í Garði XXBæjarstjórnin í Garði lýsir ánægju með þá grósku sem er í íþrótta- og tómstundamálum í Garði. Þá tekur bæjarstjórnin undir með Íþrótta-, tómstundaog æskulýðsnefnd að íbúar sýni frumkvæði í eflingu íþrótta- og æskulýðsstarfs. Í nýjustu fundargerð íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsnefndar er greint frá fundi með ungmennaráði og því starfi sem þar fer fram, greint frá líflegu starfi í Félagsmiðstöðinni Eldingu, sagt frá hreyfiþroskanámskeiði 3-5 ára og körfuknattleiksnámskeiði fyrir börn í 2. til 6. bekk. Þá er greint frá undirbúningi fyrir vinnuskóla og fyrirhugaðri danskennslu í Garði. Að endingu er sagt frá fimleikaæfingum sem fjöldi barna sækir.
Holtaskóli sigraði í Gettu enn betur XXSpurningakeppni grunnskóla Reykjanesbæjar, Gettu enn betur, fór fram í Akurskóla miðvikudaginn 11. febrúar. Eftir nokkrar skemmtilegar viðureignir tókust Holtaskóli og Heiðarskóli á í úrslitarimmu. Eftir fjöruga viðureign stóð lið Holtaskóla uppi sem sigurvegari. Lið Holtaskóla skipuðu þeir Einar Guðbrandsson, Gunnar Guðbrandsson og Jón Stefán Andersen.
semi UMFG og Kvenfélagið. Það er Grindin hf. í Grindavík sem byggir mannvirkið. Einnig voru nýir búningsklefar fyrir sundlaug, starfsmannaaðstaða og fleira í nýja íþróttamannvirkinu skoðað. Verktaki ætlar að skila af sér byggingunni 7. mars nk. og er ráðgert að hafa bygginguna til sýnis fljótlega eftir það.
K
jartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, tók við eintaki af nýdanska fánanum þegar meðlimir hljómsveitarinnar Nýdönsk komu í opinbera heimsókn til Reykjanesbæjar í vikunni. Nú standa einmitt yfir svokallaðir „Nýdanskir dagar“ hjá hljómsveitinni sem gerir víðreist í febrúar- og marsmánuði. Hljómsveitin heldur tónleika í fimm sveitarfélögum á næstu dögum og vikum og í tengslum við tónleikana er farið í samstarf við tónlistarskóla á hverjum stað
sem kynna sér tónlist hljómsveitarinnar og koma fram á tónleikunum. Nýdönsk verður með tónleika í Hljómahöll þann 5. mars nk. Upphaflega áttu tónleikarnir að vera í Bergi í Hljómahöll en verða færðir yfir í Stapa í sama húsi vegna góðra undirtekta í miðasölu. Á tónleikunum mun Nýdönsk leika sín þekktustu lög auk laga af Diskó Berlín. Hljómsveitina skipa: Björn Jr. Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Þeim til aðstoðar er bassaleikarinn Ingi Skúlason.
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Stolt Sea Farm er eitt af þróuðustu fiskeldisfyrirtækjum heims og hefur sérhæft sig í framleiðslu á hágæða sandhverfu, flúru og styrju. Stolt Sea Farm rekur fiskeldií 6 löndum; Bandaríkjunum, Frakklandi, Noregi, Portúgal, Spáni og nú á Íslandi. Stolt Sea Farm á Íslandi hefur þegar hafið uppbyggingu á 2000 tonna eldi á senegalflúru á Reykjanesi og er uppbygging þess vel á veg komin. Áætlað er að fyrsti fiskurinn verði seldur í febrúar 2015 og að uppbyggingu verði endanlega lokið 2018.
Stolt Sea Farm leitar að áhugasömu almennu starfsfólki í fiskeldisstöð fyrirtækisins á Reykjanesi. Leitað er að jákvæðum, heiðarlegum, duglegum og útsjónarsömum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í uppbyggingu á nýju fyrirtæki. Starfsreynsla í fiskeldi, fiskvinnslu og/eða sjómennsku er góður grunnur. Öllum umsóknum verður svarað. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á ssficeland@stolt.com
20
fimmtudagurinn 19. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-aðsent
pósturu vf@vf.is
■■Magnús S Magnússon Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis:
Eru kröfur verkafólks þess valdandi að allt fer á hvolf? E
ru kröfur verkafólks í væntanlegum samningaviðræðum þess valdandi að allt fer á hvolf í samfélaginu? Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis er aðili að SGS og fer samninganefnd SGS með samningsumboð fyrir félagið. Aðeins er farið fram á það í kröfugerð SGS að fólk geti skrimtað af launum sínum. Kröfugerð SGS hljóðar upp á að við verðum búin að ná lægstu launum upp í lágmark 300.000 kr. innan þriggja ára úr þeirri smán sem er 201.137 kr. nú í dag. Einnig er mjög sanngjörn krafa hér á svæðinu að greiddur sé lágmarks bónus í fiski, hækkun á bæði desember- og orlofsuppót, tekin inn ný starfsheiti ásamt lagfæringu á launatöflu. Þegar þessar sanngjörnu kröfur voru tilkynntar Samtökum atvinnulífsins fékk verkafólk þá köldu gusu í andlitið að ekki væri hægt að verða við svo óbilgjörnum kröfum sem farið væri fram á, það myndi setja allt samfélagið á hvolf. Mitt hyggjuvit segir að hækkun á lægstu launum væri ekki til annars en að auka hagvöxt og næra hagkerfið þar sem verkafólk hefur ekki annarra kosta völ en að versla inn fyrir þá aura sem þeir fá. Þetta minnir mann á að þegar maður horfði á bíómyndir frá suðurríkjunum varðandi þrælahaldið og þeirra rétt til að draga fram lífið þó ekkert væri framkvæmt og gert nema að þrælarnir væru virkir þátttakendur. Það var markmið síðustu samninga að það ætti að nýta samningstímann í að marka stefnu um laun og samningsumhverfi eins og á hinum Norðurlöndunum. Nú þegar á að gera tilraun til að nálgast laun eins og er hjá verkafólki á hinum Norðurlöndunum, sem eru 30% hærra en hér á landi, fer allt á annan endann
og Samtök atvinnulífsins hafna öllum kröfum og segja að ekki sé um samningsgrundvöll að ræða vegna óbilgjarna krafna. Þetta er mjög undarleg afstaða af þeirra hálfu þar sem þessi aðferðarfræði var þeirra hugmynd. Eða átti bara að tala um launahækkanir eins og á hinum Norðurlöndunum í prósentum og færa yfir á íslenskt verkafólk án tillits til þess hve margar krónur væru innifaldar í þeirri prósentuhækkun? Það hefur verið haldinn einn samningafundur, 13. febrúar, undir stjórn sáttasemjara og voru árangurlausar viðræður á honum en boðað var til næsta fundar þann 19. febrúar n.k. Samninganefnd SGS fundaði strax á eftir og var að meta hvernig staðan í viðræðunum væri og eins hvernig ætti að bera sig að á næstunni. Mikil eining og samhljómur var inni í samninganefndinni. Félögin innan SGS eru að hefja undirbúning að aðgerðum til vinnustöðvunar til að fylgja eftir sínum sanngjörnu kröfum og sýna vinnuveitendum fram á að verkafólki á íslenskum vinnumarkaði er fúlasta alvara um kauphækkanir. Hér á svæðinu eru nokkur fyrirtæki sem hafa hlotið nafnbótina fyrirmyndarfyrirtæki og eru forsvarsmenn þessara fyrirtækja stoltir af. En það skyldi þó ekki vera að þessir sömu aðilar hafi starfsfólk sem á skilið að fá einhverja hlutdeild í afkomunni í formi launahækkana? Formaður Verkalýðs og sjómannafélags Sandgerðis skorar á atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði að gera nú gangskurð í því að verkafólk geti lifað mannsæmandi lífi af launum sínum án þess að þurfa að vinna svo og svo mikla yfirvinnu með því að verða við kröfum SGS og ganga til samninga án átaka. Magnús S Magnússon Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001
■■Oddný G. Harðardóttir þingmaður skrifar:
Harðnandi kjarabarátta L
aunakröfur þær sem stéttarfélög hafa lagt fram eru hófl e g ar o g s an n gjarnar og miða að því að jafna kj ör fó l k s i n s í landinu. Ríkisstjórnin sem kölluð hefur verið með réttu ríkisstjórn ríka fólksins, hefur stuðlað að auknum ójöfnuði í samfélaginu með markvissum hætti. Það hafa þau gert með því að létta álögum af allra ríkasta fólkinu í landinu og lækka gjöld sem þeir greiða sem fénýta auðlindir þjóðarinnar. Til að bæta ríkissjóði tekjutapið eru á sama tíma þau gjöld hækkuð sem einstaklingar greiða fyrir heilbrigðisþjónustu og fjöldatakmarkanir settar á bóknám í opinberum framhaldsskólum. Auk þess hikar ríkisstjórnin ekki við að brjóta þríhliða samkomulag á milli atvinnurekenda, launþega og ríkisins um þriggja ára bótatímabil atvinnulausra. Réttindi og kjör langtímaatvinnulausra
Langtímaatvinnulausum er vísað fyrr en áður á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Sú aðgerð hefur afdrifaríkari áhrif hér á Suðurnesjum en á flestum öðrum landssvæðum. Að afnema jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða er einnig á dagskrá ríkisstjórnar ríka fólksins sem mun hafa í för með sér skert lífeyrisréttindi, s.s. sjómanna og verkamanna. Þetta er ekki gert í nauðvörn heldur á tímum þar sem ríkum eru réttar fjárhæðir úr ríkissjóði svo milljörðum skiptir. Grímulaust er hagsmuna allra ríkasta fólksins gætt á sama tíma og kjör þeirra allra fátækustu eru skert. Samtakamáttur og samstaða Það eina sem getur brotið á bak aftur slíkt óréttlæti er samtakamáttur launþega og víðtæk samstaða um réttlátar kröfur um bætt kjör. Það hlýtur að vera sanngjörn
krafa að mögulegt sé að lifa mannsæmandi lífi á dagvinnulaunum. Lágmarkslaun duga ekki fyrir brýnustu þörfum og þeim börnum fjölgar sem búa við fátækt. Þetta er smánarblettur á íslensku samfélagi. Sumir segja að kröfur launafólks muni ógna stöðugleika og hafi slæm áhrif á hagstærðir og láta eins og ekki sé hægt að hreyfa við neinu í því reikningsdæmi. Í kjaraviðræðunum er nauðsynlegt að horfa á þá staðreynd að ójöfnuður og mismunun í samfélaginu fer vaxandi. Það eru mikil verðmæti til á Íslandi og ríkidæmi er á fárra höndum, sem segir okkur að við verðum að skipta kökunni með öðrum hætti. Ég styð því kröfur verkalýðsfélaganna heils hugar og vil að ríkisvaldið liðki til fyrir samningaviðræðum þeim sem framundan eru með aðgerðum sem stuðla að auknum jöfnuði og réttlæti. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
■■Rótarýklúbbur Keflavíkur:
Rótarýdagurinn 28. febrúar 2015 R
ótarýdagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 28. febrúar n.k. í tilefni af 110 ára afmæli Rótarýhreyfingarinnar. Rótarýklúbbur Keflavíkur mun standa fyrir dagskrá til kynningar á starfi klúbbsins og býður íbúum Suðurnesja til fundar til að fræðast um starfsemina. Dagskráin verður í Bíósal Duushúsa frá kl. 14:00 til 16:00. Rótarýhreyfingin er alþjóðlegur félagsskapur manna úr öllum starfsgreinum, sem sameinast í þjónustuhugsjóninni og leggja sig fram um að kynnast öðrum. Einkunnarorð hreyfingarinnar eru „Þjónusta ofar eigin hag“. Hreyfingin barst
ATVINNA United Silicon leitar að stjórnanda raforkuvirkis og fyrirbyggjandi viðhalds United Silicon hefur hafið byggingu kísilvers í Helguvík á Reykjanesi og framleiðsla mun hefjast á vordögum 2016. Áætlanir gera ráð fyrir að um 60 starfsmenn muni starfa hjá verksmiðjunni á rekstrartíma en 200 starfsmenn meðan á uppbyggingu og uppsetningu búnaðar stendur. Við leitum að öflugum rafmagnstæknifræðingi eða rafmagnsverkfræðingi sem mun bera ábyrgð á rekstri og viðhaldi á umfangsmiklum rafbúnaði verksmiðjunnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Starfssvið: • Ábyrgð á viðhaldi og rekstri raforkuvirkis og rafbúnaðar • Móttaka, skráning og prófun á búnaði meðan á byggingu stendur • Uppbygging fyrirbyggjandi viðhaldskerfis • Innkaup á vörum og aðkeyptri þjónustu sem tengist viðhaldi búnaðar
voru skert einhliða með því að stytta bótatímabilið um hálft ár en með því sparar ríkissjóður einn milljarð króna.
Menntunar og hæfniskröfur: • Rafmagnstæknifræði/verkfræði • Að minnsta kosti 5 ára starfsreynsla • Reynsla og /eða menntun innan skipulagðs fyrirbyggjandi viðhalds er kostur • Jákvætt viðhorf, frumkvæði og dugnaður • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Viðkomandi þarf að uppfylla skilyrði Mannvirkjastofnunar um ábyrgðarmann raforkuvirkis stóriðju.
til Íslands árið 1934 þegar Rótarýklúbbur Reykjavíkur var stofnaður. Rótarýklúbbur Keflavíkur var sá sjötti á landinu, stofnaður 2. nóvember 1945 og verður því 70 ára í haust. Rótarýhreyfingin á heimsvísu er öflugur félagsskapur með um 1,2 milljónir félaga í yfir 200 löndum. Vegna stærðar sinnar getur hreyfingin ráðist í verkefni sem krefst bæði styrks og úthalds. Stærsta verkefni hreyfingarinnar nú um langt skeið er baráttan gegn lömunarveikinni sem hreyfingin hóf 1985. Lömunarveiki var skæður sjúkdómur um allan heim, meira að segja hér á Íslandi fram eftir síðustu öld en bólusetning hófst hér 1956. Verkefnið, sem er m.a. í samstarfi við alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO), er langt komið með að útrýma lömunarveikinni en erfiðlega hefur þó gengið að ná til síðustu tilfellanna sem eru á stríðshrjáðum svæðum. Rótarýhreyfingin er þó staðráðin í að hætta ekki fyrr en fullum sigri hefur verið náð í baráttunni við lömunarveikina og eru vonir bundnar við að það geti orðið árið 2018. Rétt er að geta þess að styrktarsjóður Bill og Melinda Gates stendur nú seinustu árin þétt við bakið á Rótarý og hafa heitið að leggja tvo dollara í verkefnið
fyrir hvern einn dollara sem Rótarýmenn leggja í það, en samtals hefur Rótarýhreyfingin lagt yfir 1,3 milljarða dollara í verkefnið auk ómælds sjálfboðastarfs við bólusetningar. Hreyfingin, umdæmi hennar og einstakir klúbbar standa fyrir ýmiskonar verkefnum, stórum sem smáum, á heimsvísu og í nærsamfélaginu. Mörg verkefnanna eru sniðin að ungu fólki, allt frá styttri heimsóknum, sumarbúðum, skiptinemaverkefnum, leiðtogaþjálfun og yfir í veglega námsstyrki. Nú eru t.d. auglýstir til umsóknar „Friðarstyrkir“. Styrkirnir eru veittir til tveggja ára náms og rannsókna, sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum og eru ætlaðir fólki sem þegar hefur reynslu af alþjóðastarfi auk þess að hafa lokið fyrstu háskólagráðu. Tíu Íslendingar hafa þegar hlotið friðarstyrki Rótarý. Þá styrkir tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi tónlistarnema til náms og var Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari fyrsti styrkþegi sjóðsins. Nánar verður fjallað um starfsemi Rótarýklúbbs Keflavíkur í næsta blaði.
ATVINNA
Vantar bifvélavirkja eða vanan verkstæðismann til starfa. Nauðsynlegt að umsækjendur séu bæði talandi á Íslensku og skrifandi. Umsóknum svarað á staðnum.
Nánari upplýsingar veitir Rut Ragnarsdóttir í síma 669 6003. Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað til rut@silicon.is fyrir þriðjudaginn 24. febrúar. Njarðarbraut 1 - 260 Reykjanesbæ - Sími: 421 8085 - Farsími: 857 9979
21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. febrúar 2015
-fs-ingur
vikunnar
-
Hræðist kríur
TIL LEIGU Óskum eftir 2-3 herbergja íbúð eða stúdíóíbúð. Erum reglusöm, snyrtileg, borgum á réttum tíma, alltaf! Erum með gæludýr og því þarf að vera leyfi fyrir hund og kött. Símarnir okkar eru 7831249 og 849-0132.
Svanhvít Ósk Snorradóttir er FS-ingur vikunnar. Hún er 16 ára Keflvíkingur á náttúrufræðibraut. Henni finnst krakkarnir vera helsti kostur FS og að það vanti meiri fjölbreytni í mötuneytið. Á hvaða braut ertu?
Hver er fyndnastur í skólanum?
Náttúrufræðibraut.
Hvaðan ertu og aldur?
Emelía Ósk
Helsti kostur FS?
50 Shades of Grey
Ég er frá Keflavík og er 16 ára Krakkarnir held ég bara Áhugamál?
Körfubolti
Hvað hræðistu mest?
Kríur
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Hún Thelma Dís, of góð í körfu
Eftirlætis
Kennari:
Þorvaldur (Íslensku)
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Meiri fjölbreytni.
"Sko" og "ándjóks"
Hver er þinn helsti galli?
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Hvað ég er stundum hávær. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Það er alveg ágætt
Snapchat, Facebook og Instagram
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Hver er best klædd/ur í FS?
Reyna fara út að vinna og í körfu
Hafa fleiri frídaga.
Veit ekki, svo margir!
Leikari:
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?
Kevin Hart
Til sölu Jeppafjaðrir og á sama stað fást kettlingar gefins upplýsingar í síma 787 9934
Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
SKYGGNILYSINGARFUNDUR Þórhallur Guðmundsson verður með opinn miðilsfund í húsi félagsins að Víkurbraut 13 í Keflavík sunnudaginn 22. febrúar kl. 20:30 húsið opnar kl. 20:00. Allir velkomnir.
Held að það sé rokk tónlist. Vefsíður:
Stærðfræði
Karfan.is og vísir
Sjónvarpsþættir:
CSI
Flíkin:
Kósy buxur
Kvikmynd:
Footloose
Skyndibiti:
Pulsuvagninn
Hljómsveit/ tónlistarmaður:
■■Bókasafn Reykjanesbæjar:
Beyonce
Útlánum bókasafnsins fjölgaði um tæp 13%
-ung
LANGAR AÐ VERÐA SNYRTIFRÆÐINGUR
Á
Inga Bjarney Ólafsdóttir er nemandi í 10. bekk í Grunnskóla Grindavíkur. Hún segir að íslenska sé uppáhalds fag í skólanum og það yrði draumur að hitta Beyoncé. Hvað gerirðu eftir skóla?
Ég fer heim, legg mig, geri heimavinnuna mína og fer svo á æfingar og hitti svo vini.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Hver eru áhugamál þín?
Svo margt sem mig langar að verða en það sem stendur mest upp úr er snyrtifræðingur.
Uppáhalds fag í skólanum?
Hver er frægastur í símanum þínum?
Fótbolti, fimleikar, syngja og vera með vinum. Það mun vera íslenska En leiðinlegasta?
Stærðfræði.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Það yrði draumur að hitta Beyoncé. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að vera ósýnileg.
Dröfn
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Kolbeinn Sigþórsson
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Væri alveg til í að fá að fylgjast með fræga fólkinu og sjá hvað það geri á daginn. Hvað er uppáhalds appið þitt?
Snapchat og Instagram kemur sterkt inn.
Besta:
Matur?
Heimab ö k u ð pizza.
Bíómynd?
The Wedding Ringer
Drykkur?
Pepsi Max
Sjónvarpsþáttur?
Beyonce
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla
TIL SÖLU
Hvað sástu síðast í bíó?
Fag í skólanum:
smáauglýsingar
Vampire Diaries
Leikari/Leikkona?
Tónlistarmaður/ Hljómsveit?
Fatabúð?
Rebel Wilson
Forever 21 og H&M
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?
Finnst best að vera í þægilegum fötum.
rið 2014 fjölgaði útlánum á Bókasafni Reykjanesbæjar um tæp 13%. Ekki er hægt að bera tölurnar saman að fullu við 2013 vegna flutninga í Ráðhúsið það ár. Barnadeildin og upplýsingaþjónustan voru stækkaðar á árinu þannig að allar breytingar á safninu eru að baki um sinn. Þetta kemur fram í samantekt Stefaníu Gunnarsdóttur, forstöðumanns safnsins, í ársskýrslu Bókasafns Reykjanesbæjar sem kynnt var í menningarráði Reykjanesbæjar
Almenn ánægja er með breytingarnar á bókasafninu. Mikil fjölgun hefur orðið á heimsóknum leikskólabarna í sögustundir eða um 40% frá árinu 2012 auk þess sem grunnskólakennarar hafa komið með nemendur sína í auknum mæli í safnaheimsóknir. Þá hefur einnig orðið fjölgun á millisafnalánum um 17%. Viðburðir á vegum safnsins voru flestir vel sóttir en um 20 uppákomur voru á árinu 2014 bæði fyrir börn og fullorðna.
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?
Stelpa sem elskar að njóta lífsins. Hvað er skemmtilegast við Grunnskóla Grindavíkur?
Held það sé bara félagslífið og vinirnir, mjög góður skóli. Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Unbroken.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Það væri örugglega Keeping Up With The Kardashians. Vefsíða?
Facebook.com Bók?
Hjálp eftir Þorgrím Þráins
Endurgreiða ekki tónlistarskólagjöld – en ætla að bjóða aukið samspil og aukatíma
B
æjarráð Sandgerðisbæjar leggur til við bæjarstjórn að ekki verði um endurgreiðslur á skólagjöldum að ræða vegna verkfalls tónlistarskólakennara FT. Þess í stað verði nemendum boðið upp á aukið samspil og aukatíma eftir því sem við verður komið.
Bæjarráð hafði óskað eftir frekari upplýsingum frá skólastjóra tónlistarskólans og fyrir fundinum lá samantekt skólastjóra tónlistarskóla Sandgerðis vegna fyrirspurnar um endurgreiðslu á tónlistarskólagjöldum vegna verkfalls tónlistarskólakennara FT.
22
fimmtudagurinn 19. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu seth@vf.is // pket@vf.is
Ljósmynd: Jón Björn Ólafsson // www.karfan.is
„Lykilatriði að njóta þess að spila“
Verður Tyson-Thomas klár í slaginn? K
Grindavík og Keflavík hafa aðeins mæst einu sinni áður í úrslitaleik
vennalið Keflavíkur og Grindavíkur eigast við í bikarúrslitaleiknum í Poweradebikar KKÍ á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 13:30 í Laugardalshöll. Þetta er aðeins í annað sinn sem þessi lið mætast í úrslitum. Árið 1994 léku þessi lið til úrslita og þá var boðið upp á hörkuspennu, en Keflavík landaði naum sigri 56-53. Staða liðanna í deildinni er ekki ólík en Keflavík er í öðru sæti og Grindavík í því þriðja. Liðin áttust við á dögunum í Dominosdeildinni þar sem Grindavík hafði betur en í lið Keflavíkur vantaði þrjá lykilmenn og þar á meðal bandaríska leikmanninn Carmen Tyson-Thomas sem er rifbeinsbrotinn. Það er óvíst hvort Tyson-Thomas verður með í bikarúrslitaleiknum og Falur Harðarson formaður kkd. Keflavíkur hefur haldið spilunum þétt að sér þegar
hann hefur verið inntur eftir stöðunni á Tyson-Thomas. Í fyrri leik liðanna sigraði Keflavík með yfirburðum, 106-57. Það verður mikið um að vera hjá báðum liðum á leikdegi og eru stuðningsmenn beðnir um að fylgjast með auglýsingum um sætaferðir og atburði á heimasíðum – og fésbókarsíðum liðanna. Keflvíkingar ætla að „hertaka“ hvítu stúkuna í Laugardalshöllinni og Grindvíkinga verða án efa með fjölmenni á leiknum. Bæði lið eru með forsölu og skiptir það miklu máli fyrir deildirnar að selja sem mest í forsölu því þá fá liðin sinn hluta af miðasölunni óskiptan í sinn hlut. Miðar við inngang og þeir sem keyptir eru á midi.is skiptast í fernt á milli liðanna sem eru í úrslitaleiknum - en Stjarnan og KR eigast við í bikarúrslitum karla.
Bikarhátíð alla helgina í Höllinni
P
Fjölmörg Suðurnesjalið í úrslitum hjá yngri flokkum
owerade-bikarúrslita leikir allra flokka hjá Körfuknattleikssambands Íslands fara fram helgina 20.-22. febrúar í Laugardalshöll. Í fyrsta sinn verða leikir yngri flokka haldnir hátíðlegir sömu helgi og úrslitaleikir meistaraflokka og fara þeir fram við sömu aðstæður og umgjörð og úrslitaleikir meistaraflokkana. RÚV sýnir beint frá úrslitaleikjum meistaraflokka kvenna og karla á laugardeginum og SportTV.is mun sýna beint frá öllum öðrum leikjum helgarinnar. Suðurnesjaliðin eru áberandi í úrslitaleikjum í yngri flokkunum: Poweradebikarúrslit 2015 · Leikjadagskrá helgarinnar
Föstudagur 20. febrúar 18.30: 10. flokkur stúlkna: Keflavík - Ármann/ Hrunamenn 20.30: Stúlknaflokkur: Haukar – Keflavík Laugardagur 21. febrúar 09.30: 10. flokkur drengja: Haukar – KR 13.30: Mfl. kvenna: Grindavík – Keflavík 16.00: Mfl. karla: Stjarnan – KR 19.00: Drengjaflokkur: Haukar - Tindastóll Sunnudagur 22. febrúar 10.00: 9. flokkur drengja: Haukar – Stjarnan 12.00: 9. flokkur stúlkna: Grindavík – Keflavík 14.00: 11. flokkur drengja: KR - Grindavík/Þór Þ. 16.00: Unglingafl. kvenna: Haukar – Keflavík 18.00: Unglingafl. karla Njarðvík - Haukar eða FSu.
XXKeflavík er sigursælasta liðið í bikarkeppni KKÍ í kvennaflokki frá upphafi. Titlarnir eru alls 13 hjá Keflavík (1988, 89, 90, 93, 94, 95, 96, 97, 98, 2000, 04, 11, 13). KR kemur þar á eftir með 10 titla og ÍS er með 6. Sigurður Ingimundarson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, er þaulreyndur í slíkum leikjum. Hann segir í samtali við Víkurfréttir að undirbúningur liðsins fyrir leikinn verði svipaður og fyrir aðra leiki. „Í svona leik er lykilatriði að njóta þess að spila og láta ekkert trufla sig frá því. Það er það sem mitt lið stefnir á,“ segir Sigurður. Eins og áður segir hefur Sigurður mikla reynslu úr bikarúrslitaleikjum en hann er sigursælasti þjálfari kvennaliðs í bikarkeppni KKÍ. Alls hefur kvennalið Keflavíkur unnið bikarinn fimm sinnum undir stjórn Sigurðar (1993, 94, 95, 96, 2013). „Það er mun skemmtilegra að fara í svona leiki sem leikmaður, þá hefur maður engar áhyggjur og leikurinn er bara skemmtun. Það er aðeins meira stress að vera þjálfari.“ Sigurður hefur þrívegis stýrt karlaliði Keflavíkur til sigurs í þessari keppni – hann varð sjálfur margoft bikarmeistari sem leikmaður karlaliðsins. Það gengur oft mikið á í leikhléum í svona leikjum og aðspurður segir Sigurður að það gæti stundum verið betra að henda út einum fimmaurabrandara í leikhléinu í stað þess að fara yfir flókin leikatriði. „Vissulega lítur það oft þannig út að betra hefði verið að henda í einn góðan fimmaur. Ég geri það reyndar stundum, en þá er betra að það sé fyndið.“ Tónlistin er í veigamiklu hlutverki í aðdraganda bikarúrslitaleiksins og á meðan honum stendur. Sigurður hefur eina ósk hvað lagalistann varðar: „Ef ég fengi að ráða einu lagi þá myndi ég setja eitthvað hressandi með listamanninum JaRule“
Erfiðara að vera á hliðarlínunni XXSverrir Þór Sverrisson stýrir kvennaliði Grindavíkur í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík en hann hefur líkt og Sigurður þjálfari Keflavíkur ágæta reynslu úr slíkum leikjum. Hann stýrði kvennaliði Njarðvíkur til sigurs í þessari keppni árið 2013 og árið 2004 gerði hann karlalið Grindavíkur að bikarmeisturum. Grindavík hefur einu sinni sigrað í þessari keppni, árið 2008, en alls hefur liðið leikið fjórum sinnum til úrslita og er leikurinn á laugardaginn fimmti úrslitaleikur kvennaliðs Grindavíkur. Sverrir segir í samtali við Víkurfréttir að undirbúningur liðsins verði nokkuð hefðbundinn. „Stelpurnar munu hittast eitthvað í vikunni og gera sér glaðan dag. Leikdagur verður með sama sniði og vanalega.“ Lykilatriði Grindavíkur í bikarúrslitaleiknum verða liðsvörn og agi. „Við þurfum að spila öfluga liðsvörn ,frákasta vel og spila agaðan sóknarleik til að landa sigri í þessum úrslitaleik.“ Sverrir hefur mikla reynslu af því að vera leikmaður í bikarúrslitaleikjum og hann væri alveg til í að vera inn á vellinum en ekki á hliðarlínunni. „Það er miklu erfiðara að vera á hliðarlínunni heldur en að vera inná vellinum sem leikmaður og það þekkjum við sem höfum bæði spilað og þjálfað.“ Fimmaurabrandari gæti fallið í leikhléi hjá Grindavík ef vel liggur á Sverri – en hann íhugaði að láta einn slíkan fjúka í leik hjá karlaliðinu gegn KR á dögunum. „Eftir KR leikinn hjá karlaliðinu um daginn gæti brandarinn alveg eins virkað. Það er nú sem betur fer oftast sem skilaboðin komast til skila og leikmenn eru með allt á hreinu þegar inn á völlinn er komið eftir leikhlé.“ Ef Sverrir fengi að henda inn einu lagi í lagalistann á leikdeginum þá nefnir hann tvö lög í því samhengi. „Live is life með Opus kæmi sterklega til greina ásamt Pride með U2.“
23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. febrúar 2015
DABBARNIR HÖFÐU BETUR GEGN ÖLLUNUM -Grindvíkingar þökkuðu gestrisni Njarðvíkinga með sigri
Ö
llarnir og Dabbarnir hittust fyrir leik Njarðvíkur og Grindavíkur í Domino’s deildinni í körfubolta í síðustu viku og fóru mikinn að venju enda allt kappar með munninn fyrir neðan nefið. Eftir spakan hitting og ljúffengan mat í boði Öllanna hrósuðu Grindajána-Dabbarnir sigri í leiknum, frekar óvænt en sanngjarnt. Öllarnir eru Örlygssynir úr Njarðvíkum, bræðurnir Gunnar, Teitur og Sturla fremstir í flokki. Dabbarnir eru Dagbjartssynir; Jón Gauti, Einar, Sigurbjörn og Eiríkur. Þar fer Jón Gauti fremstur í flokki og Gunnar hinum megin en þeir eru formenn körfuknattleiksdeilda UMFN og UMFG og hafa í gegnum súrt og sætt verið vinir í mörg ár. Ástæðan fyrir bræðrahópahittingnum var sú að Gunnar bauð þeim Grindvíkingum í mat á Ship O Hoj veitingastaðnum og verslun, fyrir leik liðanna í síðustu viku. „Ég held að ögn af manngæsku gæti fylgt boðinu enda líklegt að þeir bakkabræður fái skellinn síðar um kvöldið í Ljónagryfjunni,“ sagði Gunnar á Facebook síðu sinni þar sem hann bauð þeim Grindvíkingum. Það lá ekki á svörunum og stór orð fylgdu með frá þeim Grindjánum. „Hér er það sem mun gerast... við bræður mætum, borðum og ropum hátt og skýrt...þökkum kannski fyrir okkur, höldum því næst í þetta ljónabæli ykkar og horfum á okkar menn skeina þessum hvolpum sem þú kallar lið...með þökk fyrir matinn og stigin tvö. Þú ert sannarlega höfðingi,“ sagði Jón Gauti að bragði, ekki beint orðvar frekar en fyrri daginn.
Dagbjartssynir mættu svo í Njarðvíkurnar og sá gamli, Dagbjartur faðir þeirra kom líka enda mikill íþróttaáhugamaður. Margrét Örlygsdóttir, systirin í Öllahópnum og hennar fólk í Ship O Hoj færðu gestunum úr Grindavík ljúffengan „fisk og franskar“ eða Ölla-borgara en það er hluti þess sem hún býður upp á í Ship o Hoj. Tveir boðsgestir voru í hópnum en það voru bæjarstjórar Grindavíkur og Reykjanesbæjar, Róbert Ragnarsson og Kjartan Már Kjartansson og létu þeir ekki sitt eftir liggja í fjörinu. Eftir matinn héldu allir saman á leikinn sem var fjörlegur í meira lagi en með frekar óvæntri súperframmistöðu Grindvíkinga. Hún skilaði þeim sigri og eftir leik tókust formennirnir í hendur og voru hressir. Jón Gauti Grindavíkurformaður þó léttari eftir sigur sinna manna. „Þetta var sætt en ég var banginn fyrir leikinn. Gunnar vinur minn ætlaði að taka okkur á einhverri gestrisni en það þýðir ekki neitt. Við svöruðum því bara með því að taka þá í bólinu. Að öllu gríni slepptu var þetta mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og hann hjálpar okkur í baráttuni. Hafi Gunnar þökk fyrir boðið.“ Gunnar UMFN-formaður sagði tapið ekki skipta mjög miklu því liðið væri í góðri stöðu og væri á siglingu. Framundan væri úrslitakeppni og allt útlit fyrir mikið fjör á fjölum íþróttahúsanna á næstu vikum. Ekki væri ólíklegt að liðin gætu hist í úrslitakeppninni. Það væri draumur þeirra beggja.
Ljúffengur matur fyrir leik í boði Ship O Hoj.
Margrét Guðrún Hnefaleikamaður Reykjaness 2014 í hrignum á unglingamótinu. VF-myndir/PállOrri.
Sigríður Jónsdóttir frá ÍSÍ afhenti Birni og Margréti frá HR viðurkenninguna „Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Öllar og Dabbar á mynd fyrir leik UMFN og UMFG í Ship O Hoj, allir saddir og sælir. VF-mynd/pket.
Flottur hópur ungs hnefaleikafólks í gömlu sundhöllinni.
■■Hnefaleikafélag Reykjaness útnefnt fyrirmyndarfélag ÍSÍ:
Öflugt starf í gömlu sundhöllinni í Keflavík
-Frábær íþrótt fyrir ungmenni, er ekki eins og í sjónvarpinu, segir Björn Björnsson formaður Diplomahnefaleikar eru mildari útgáfa af hnefaleikaíþróttinni með sérstökum reglum. Diplomaviðureign er ekki dæmd eftir því hversu oft maður hittir andstæðinginn, heldur er í staðinn dæmt eftir tækni og framferði hnefaleikarans í hringnum. Keppendur fá stigagjöf eftir hversu vel þeir geta stjórnað hörku viðureignar. Dæmt er á 5 stiga skala, þar sem 3 stig samsvara hæfilegri kunnáttu og hinn fullkomni boxari fengi 5 stig. Það sem iðkendur læra er: • að boxa mjúkt og tæknilega • að sýna kunnáttu sína • að aðlagast að andstæðingnum Hver viðureign er 3 lotur og dæmdar af 3 stigadómurum og 1 hringdómara. Ef að keppanda tekst að safna 27 stigum (3 lotur x 3 dómarar x 3 stig) eða meira mun sá hinn sami hljóta viðurkenningu fyrir kunnáttu sína og útskrifast sem fullgildur hnefaleikari. Fallegir hnefaleikar eru mjúkir og snarpir en ekki þungir og luralegir.
H
nefaleikafélag Reykjaness fékk sl. laugardag viðurkenningu frá Íþróttasambandi Íslands sem fyrirmyndarfélag. Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ afhenti Birni Björnssyni formanni HR skjal til staðfestingar á því. Sama dag var haldið unglingamót í húsnæði félagsins en það er í gömlu sundhöllinni í Keflavík. Björn sagði að þetta væri afar jákvætt að fá þessa viðurkenningu frá ÍSÍ. Starfið væri öflugt og æfingar haldnar sex sinnum í viku, alls 70 manns, um helmingur unglingar. Aðstaðan í gömlu sundhöllinni sé til fyrirmyndar. „Þetta er frábær íþrótt fyrir ungmenni. Hún
styrkir ekki bara líkamann heldur líka sjálfstraust og reynir á aga ungmenna og er því mjög góð. Að geta stjórnað sjálfum sér, skapinu og athyglinni, skiptir miklu máli og það gerir maður í hnefaleikum. Olympískir (diploma) hnefaleikar snúast miklu meira um tækni heldur en átök og er þannig mjög hættulítil íþrótt. Loturnar eru 2-3 mínútur og við erum með höfuðhlífar og hanska. Þetta er mjög ólíkt hnefaleikunum sem við sjáum í sjónvarpinu“. Stelpur eru fjölmennar í félaginu og Björn segist afar stoltur af því en ein þeirra; Margrét Guðrún
Svavarsdóttir er hnefaleikamaður Reykjanesbæjar. Arnar Þorsteinsson og Margrét Guðrún Svavarsdóttir hlutu bæði medalíu fyrir að hafa staðist diploma í 5 skipti í unglingamótinu sl. laugardag. Nikulás Anthony Swain og Viktoría Auður Kennethsdóttir stóðust diploma og safna nú upp í medalíu. Aðrir keppendur frá HFR voru: Friðrik Rúnar Friðriksson (15) Benóný Guðjónsson (11) Hörður Ingi Þorsteinsson (11) Natan Rafn Garðarsson (14) Davíð Máni Stefánsson (14)
vf.is
FIMMTUDAGINN 19. FEBRÚAR • 7. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR
-mundi Mun Hotel kvartettinn vera með tónleika á opnunarkvöldi Paddy´s
■■ Kauptilboð fyrrum rekstraraðila samþykkt á bæjarstjórnarfundi:
VIKAN Á VEFNUM Anna Karlsdóttir Taylor Verð að segja að þetta er mun meira spennandi en samnefnd bók sem ég þrælaði mér í gegnum!
Gylfi Jón Gylfason Lærði tvö ný orð um helgina, annað í tengslum við nýbirtan dóm yfir bankamönnum "bankster" og svo "hlekkjalómur" í tengslum við frumsýningu myndarinnar 50 shades of gray. Gaman þegar landinn leikur sér að tungumálinu.
PADDY’S OPNAR Á NÝ
Ellert Grétarsson Í gamla daga talaði fólk um að þreyja þorrann og góuna – sumsé að þrauka – halda út. Núna skil ég hvað þau áttu við.
mér þá.
Valdimar Guðmundsson Ég held að ég sé bara dottinn á Taylor Swift vagninn, svei
Anna Margrét Von Kessel Týndi bróðirinn!
B
æjarstjórn Reykjanesbæjar samþykti á fundi sínum í vikunni kauptilboð í húsnæði skemmtistaðarins Paddy’s við Hafnargötu 38 í Keflavík. „Ég geri ráð fyrir að við fáum í kjölfarið samninginn í hendur, hann verði undirritaður og við greiðum,“ segir Björgvin Ívar Baldursson, sem síðast rak skemmtistaðinn Paddy's í húsnæðinu, í samtali við Víkurfréttir. Hann mætti á fund bæjarstjórnar þar sem samþykkt var að ganga að tilboði hans. Björgvin segir fátt standa í vegi fyrir því að Paddy's muni opna aftur öðru hvoru megin við mánaðamótin.
GRÆJAÐU ÞIG Í VETRARGLEÐI
CANON
LENOVO
LENOVO
LENOVO
PIXMA MG5650
G50
U430
S8
Verð 19.900 kr.
Verð 58.900 kr.
Verð 159.900 kr.
Verð 46.990 kr.
Háþróaður fjölnota prentari með WiFi. Prentun, ljósritun og skönnun. Litur: Svartur eða hvítur
Góð og ódýr fartölva með 15” skjá. Með 1TB diski og HD myndavél.
Glæsileg og létt fartölva með i7 örgjörva og 14” snertiskjá. Allt að 10 klst. rafhlöðuending.
Kraftmikil og skemmtileg 8” spjaldtölva. Glæsilegur skjár með fulla HD upplausn og 4G tengimöguleika.
HAFNARGATA 40
REYKJANESBÆ