06 tbl 2017

Page 1

• fimmtudagurinn 9. febrúar 2017 • 6. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Framlög ekki í takti við fjölgun íbúa og ferðamanna ■■Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 6,6 prósent á síðasta ári en fjárframlög ríkisins til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa ekki tekið mið af því, að sögn Halldórs Jónssonar, forstjóra stofnunarinnar. Þá hefur ferðamönnum á Suðurnesjum einnig fjölgað mikið sem hefur aukið álag á HSS. Stofnu n i n f é k k au k a fjárveitingar í lok síðasta árs þannig að rekstrarniðurstaða ársins varð jákvæ ð. Halldór segir þurfa 100 til 105 milljónir í viðbót á þessu ári. // 16

Súrt og salt á þorrablóti í Garði

Ríkið komi með milljarða í frekari uppbyggingu á Ásbrú Breyta þarf amerísku yfirbragði Ásbrúar og gera hana að íslensku íbúahverfi með breyttri ásýnd. Það mun kosta talsverða fjármuni en þá á að sækja til íslenska ríkisins sem hefur á síðasta áratug hagnast um 10 milljarða króna vegna sölu fasteigna í gömlu herstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem síðustu ár hefur gengið undir nafninu Ásbrú. Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi, SAR, stóðu nýverið fyrir fundi í Reykjanesbæ þar sem stöðunni á Ásbrú var meðal annars velt upp og rætt var með hvaða hætti ríkið ætti að koma að frekari uppbyggingu Ásbrúar. Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, sagði á fundinum að

kostnaður Reykjanesbæjar vegna Ásbrúar hafi frá upphafi verið mun meiri en tekjur sveitarfélagsins á svæðinu. Hann telur að ekki sé óeðlilegt að ríkið leggi til fjármuni sem koma út úr sölu eigna á Ásbrú til uppbyggingar á svæðinu. Gunnar Thoroddsen frá Ásbrú ehf. tók til máls á fundinum. Hann sagði að nú væri unnið að áætlunum um framkvæmdir við þær eignir sem félagið hafi keypt á dögunum. Af 470 íbúðum eru 420 sem þarf að endurbæta og munu koma inn á markaðinn á næstunni. Stefnan er að leigja út eignir en í einhverjum tilfellum verða íbúðir seldar. Ásbrú ehf. keypti 35.000 fermetra af atvinnuhúsnæði

af KADECO. Dæmi um eignir eru gamli spítalinn, leikhúsið, Atlantic studios, verslunarhúsnæði og fleira. Kaupverðið var rúmlega 5 milljarðar og gerir fyrirtækið ráð fyrir að verja 2 milljörðum króna í endurbætur á fasteignum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, lýsti á fundinum yfir samstarfsvilja við alla þá aðila sem vilja koma að því að gera Ásbrú að órjúfanlegum hluta af Reykjanesbæ. Íbúum í Reykjanesbæ fjölgaði um 7,5% á síðsta ári eða um 1.100 manns. Sveitarfélagið þekkir því vel að takast á við stór verkefni. Nánar er fjallað um málið í blaðinu í dag.

EINEGGJA TVÍBURAR Í LANDSLIÐINU ÍÞRÓTTIR // 18

Synd að sjá Sundhöllina fara Sundhöllin í Keflavík á sér mikilvæga sögu. Sjálfur húsameistari ríkisins teiknaðu húsið á sínum tíma og var laugin algjör bylting fyrir Keflvíkinga og nærsveitunga á sínum tíma. Sundhöllin er nú til sölu og líklegt þykir að hún verði á endanum jöfnuð við jörðu. Víkurfréttir ræddu við nokkra íbúa sem vilja sjá húsið standa og hljóta nýtt hlutverk. Sjá umfjöllun á síðu 10-11 í blaði vikunnar.

Flutningsgeta Símans tvöfölduð í Garðinum ■■Síminn mun tvöfalda flutningsgetu sjónvarpsþjónustunnar í Garðinum. Undirbúningur stendur yfir og verður ráðist í stækkunina strax og honum lýkur. Við það hverfa truflanir í sjónvarpi bæjarbúa. Þetta kemur fram í svari Símans við fyrirspurn Víkurfrétta en mikillar óánægju hefur orðið

vart í Garði vegna truflana í sjónvarpsveitu í gegnum netsambönd. Aukinn gagnaflutningur á kerfum Símans olli truflununum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana sem eiga að minnka truflanirnar sem hverfa þegar kerfið verður eflt. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir íbúa

Garðsins eiga góða sjónvarpsþjónustu Símans skilið. „Við styrkjum nú sjónvarpsþjónustuna og sjáum einnig að til stendur að tengja yfir 200 heimili í Garðinum við Ljósnetið þegar vorar. Það horfir því til betri vegar,“ segir hún. Nánar er fjallað um málið á vef Víkurfrétta, vf.is.

Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000 Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali

FÍTON / SÍA

Halldór Magnússon lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

studlaberg.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.